Öflugt félag á Suðurlandi „Þetta átti sér ekki langan aðdraganda en forysta Þórs hafði um tíma hug á að sameina það ágæta og gamalgróna félag öðru stjórnendafélagi til að vera sem best í stakk búið að vinna fyrir sína umbjóðendur,“ STJÓRNENDAFÉLAG segir Viðar Þór Ástvaldsson, formaður SUÐURLANDS Stjórnendafélags Suðurlands en Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi og Þór, félag stjórnenda sameinuðust í eitt félag fyrr á árinu. Við kíktum í heimsókn til Selfoss.
Skerðingar ellilífeyris Dr. Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur skrifar um skerðingar á ellilífeyri vegna tekna og í grein sinni rekur hann söguna frá upphafi til enda. Fróðleg samantekt um kjör þeirra sem eldri eru.
Sjá bls 22
Sjá bls 6
Fréttaveita Sambands stjórnendafélaga | 2. tbl. Desember 2018
Svaðilför á Grænlandi
„Nú vorum við klárir á vit ævitýranna en við stefndum á að fara 200-250 mílur eftir suðausturströndinni. Var ætlunin að veiða sel, fugla, silung og tína æðardún ásamt því að njóta stórfenglegrar náttúru. Að skjóta ísbjörn átti svo að vera toppurinn, helst að ná í einn til tvo ísbjarnafeldi og kjötið af skepnunni sem er jú veislumatur Grænlendinga.“ Þannig segist Jóhanni Baldurssyni frá en í blaðinu birtir hann magnaða frásögn af veiðiferð sem hann fór í til Grænlands sumarið 2010.
Sjá bls 14