Samband stjórnendafélaga hélt 41. þing sitt fyrir skömmu í Reykjavík. Fjölmörg mál voru á dagskrá, m.a. hvernig best væri að auka hlut kvenna meðal félagsfólks svo og markaðs- og kynningarmál. Meðan
Hagnýtt og sveigjanlegt
stjórnendanám
„Stjórnendanámið er byggt upp fyrir fólk sem er í vinnu, við höfum aðlagað það að nemendum og þeirra vinnustað þannig að þeir fá strax í upphafi innsýn í hvernig nýta má inntak námsins á vinnustað sínum,“ segir Freydís Heba Konráðsdóttir verkefnastjóri hjá
Símenntun Háskólans á Akureyri í viðtali við STF tíðindi.
Stjórnendanámið er í 100% fjarnámi. Eina sem þarf er virk nettenging og vilji til að verða betri stjórnandi. Félagsmenn í aðildarfélögum STF stjórnenda býðst 80% endurgreiðsla á námsgjöldum í gegnum Menntasjóð STF.
Sjá bls. 24
á þinginu stóð efndu makar þingfulltrúa til skoðunarferðar um höfuðborgarsvæðið. Myndin er tekin á Bessastöðum.
Forvarnaþjónusta VIRK
VIRK bíður nú upp á forvarnaþjónustu til þess að efla starfsfólk og stjórnendur sem vilja auka vellíðan í vinnu og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði. Ný einstaklingsmiðuð forvarnaþjónusta hjá VIRK miðar að því að koma í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests.
Sjá bls. 28
Gæludýrin velkomin!
Brú, félag stjórnenda á 8 orlofshús og að undanförnu hefur búnaður í þeim verið uppfærður og aðstaða öll bætt. Til nýjunga telst að gæludýr hafa nú verið leyfð í hluta húsanna við mikla ánægju félagsfólks sem nú getur skellt sér í bústað með dýrin með sér!
Sjá bls. 30
FRÁ FORSETA
Styrkur, tryggð og forysta
Kæru félagsmenn,
Ég er stoltur og jafnframt djúpt snortinn yfir því að hafa verið sjálfkjörinn forseti STF á síðasta þingi sem haldið var í maí á þessu ári. Það er mér mikill heiður að fá að leiða stjórn STF og ég tek það hlutverk að mér með auðmýkt og þakklæti. Traust ykkar er mér dýrmætt og ég vil leggja mig allan fram við að standa undir því.
Það er með miklu þakklæti sem ég lít yfir liðin ár og það sem við höfum saman náð að byggja upp. Starfið innan STF hefur gengið afar vel og það er ykkur, okkar félagsfólki, að þakka. Þið sýnið okkur á hverjum degi hvað samvinna getur gert – þegar við stöndum saman, þá náum við árangri.
Aðildarfélögin innan STF eru misstór, og ábyrgð þeirra stærri gagnvart þeim minni er mikil. Stjórn STF er skipuð níu aðilum og ég er óendanlega þakklátur fyrir þá samheldni og það traust sem ríkir á milli stjórnarmanna. Slíkt traust er ekki sjálfgefið heldur áunnið og þegar fólk vinnur sem ein heild þá gerast góðir hlutir.
Í okkar starfi leggjum við ríka áherslu á heiðarleika og jákvæðni. Þetta eru gildi sem eru ekki aðeins orð á blaði, heldur leiðarljós sem styrkja samfélagið okkar og tryggja að við séum ávallt til staðar fyrir hvert annað. Með jákvæðni og gagnkvæmu trausti verður hvert verkefni auðveldara að leysa og allar áskoranir vænlegri til árangurs.
Við hjá STF erum þakklát fyrir þá samvinnu sem við eigum við fjölmarga aðila, hvort sem er í menntamálum, í rekstri sjúkrasjóðs eða í daglegu starfi fyrir félagsmenn. Sérstaklega vil ég nefna stjórnendanámið, sem hefur vaxið og dafnað, ekki síst vegna elju og samstöðu.
Bjarni Þór Gústafsson, forseti og kynningarfulltrúi
Það er dýrmætt að sjá hvernig slíkt nám eflir einstaklinga, fyrirtæki og í raun allt samfélagið.
Ég sagði á þinginu á Húsavík að við skyldum gera þetta vel og gera það saman – og það höfum við svo sannarlega gert. Fyrir það er ég ykkur innilega þakklátur. Það ber líka að þakka því góða fólki sem ruddi brautina, lagði grunninn og skapaði þau tækifæri sem við höfum í dag.
Kæru félagsmenn, við eigum ríkan sjóð í þeirri samheldni og tryggð sem hefur einkennt STF frá upphafi. Með áframhaldandi samvinnu, með heiðarleika og jákvæðni í fyrirrúmi, er ég sannfærður um að framtíð sambandsins er björt. Hún byggir á einkunnarorðum okkar: Styrkur, tryggð og forysta.
Með innilegu þakklæti og bestu kveðjum.
Bjarni Þór Gústafsson forseti STF.
STF-tíðindi - 73. árgangur | Nóvember 2025
ISSN 2547-7366
Útgefandi: Samband stjórnendafélaga
Ritstjóri: Bjarni Þór Gústafsson (ábm)
Umsjón, umbrot og auglýsingar: Ritform ehf.
Prentun: Pixel
ERTU AÐ SAFNA Í SÉREIGNARSJÓÐ?
Séreignarsparnaður er einföld og hagkvæm leið til að fjölga valkostum við starfslok, til að nýta sem skattfrjálsa útborgun í íbúð eða til að greiða niður húsnæðislán.
Vinnuveitandi greiðir inn á þinn sjóð mánaðarlega, sem er klár launahækkun.
Þú færð greitt fyrir að spara!
Erna Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri STF
HUGLEIÐINGAR FRAMKVÆMDASTJÓRA
Viðburðaríkt ár hjá STF
Það er nú komið rúmt ár síðan ég tók við starfi framkvæmdastjóra STF af Jóhanni Baldurssyni. Árið hefur verið lærdómsríkt og vissulega krefjandi, en verkefnin eru jafnframt fjölbreytt, sem gerir starfið bæði skemmtilegt og gefandi.
Það er mér gott veganesti að hafa unnið náið með Jóhanni, en ég tók við starfi skrifstofustjóra í byrjun árs 2019. Ég þekki því vel til viðfangsefna og áherslumála STF.
Einnig starfaði ég hjá Brú félagi stjórnenda, sem hét þá Verkstjórafélag Reykjavíkur, á árunum 1994 til 2005. Ég hef því fylgst með þróun sambandsins og aðildarfélaganna í nokkuð mörg ár.
Þurfum að vera sýnileg STF, ásamt öllum aðildarfélögum sínum, þarf að vera sýnilegt. Við þurfum að laða að fleiri félaga og sýna að við séum góður kostur fyrir ungt fólk í stjórnendastörfum í öllum greinum.
Við viljum vera eftirsóknarverð stéttarfélög sem bjóða upp á góða styrki, sumarhús og íbúðir fyrir okkar félaga. Við leggjum einnig áherslu á endurmenntun og kynnum með stolti stjórnendanámið sem unnið er í samvinnu við Símenntun Háskólans á Akureyri.
Umsóknum í sjóði okkar, og þá sérstaklega sjúkrasjóð, hefur fjölgað mikið á undanförnum árum. Okkar skylda er að bregðast við þeirri þróun. Við höfum þurft að gera ákveðnar breytingar, en teljum okkur vera að koma vel til móts við skjólstæðinga okkar. Við leggjum metnað í að taka vel á móti fólki og veita aðstoð þegar leitað er til okkar. Við eigum notalega sjúkraíbúð sem félagar utan af landi geta nýtt sér gegn vægu gjaldi ef koma þarf til læknis eða dvalar í borginni vegna veikinda.
Mannauður og vellíðan á vinnustað
Mannauður er orð sem oft er notað — og að mínu mati afar fallegt orð. Það lýsir vel hversu dýrmætt gott starfsfólk er. Heilbrigð vinnustaðamenning, þar sem starfsfólk hefur tækifæri til að vaxa í starfi, er forsenda virðissköpunar fyrir fyrirtækin. Fyrirtæki þurfa að styðja sitt fólk til endurmenntunar, sem nýtist bæði starfsfólkinu sjálfu og fyrirtækjunum vel. Þá er mikilvægt að geta leitað til öflugra menntasjóða, en fyrirtæki geta jafnframt sótt um styrki til starfsmenntasjóða okkar.
Einnig þurfa fyrirtæki að hlúa að geðheilsu starfsfólks og jafnvel setja sér stefnu í geðheilsumálum. Fjölgun þeirra sem lenda í kulnun hefur verið hröð, og þetta er málaflokkur sem við þurfum nú að takast markvisst á við. Virk starfsendurhæfing hefur hafið forvarnarverkefni sem miðar að því að grípa einstaklinga fyrr — áður en kulnun verður alvarleg. Það er mjög áhugavert og mikilvægt framtak sem vert er að fylgjast vel með.
Réttar upplýsingar – rétt skráning
Eitt af okkar mikilvægu verkefnum er að halda félagaskrám uppfærðum og með réttum upplýsingum. Ef breytingar verða, er mikilvægt að láta okkur vita. Sumir félagar hætta á vinnumarkaði áður en þeir ná 65 ára aldri, og því skiptir miklu máli að fá tilkynningu um slíkt — annars gæti viðkomandi verið ranglega skráður sem „óvirkur“ í kerfinu okkar. Við viljum líka minna á að láta vita ef netfang eða aðrar samskiptaupplýsingar breytast, svo við getum haldið áfram að miðla upplýsingum á réttan hátt.
Sterkt teymi á skrifstofu STF STF býr yfir miklum mannauði, og mér finnst við ákaflega heppin með okkar starfsfólk.
Hjá okkur starfar fólk með fjölbreyttan bakgrunn, víðtæka reynslu og menntun, sem sinnir störfum sínum af fagmennsku og alúð. Við leggjum áherslu á að geta stutt hvert annað í verkefnum, þannig að minnst sitji eftir óunnið þegar starfsfólk kemur úr fríi eða ef upp kemur erfið staða vegna veikinda. Með þessu tryggjum við bæði samfellu í starfinu og góða þjónustu.
Núna erum við fimm sem vinnum á skrifstofu STF. Við vinnum náið með aðildarfélögunum okkar um land allt og eigum þar mjög gott og traust samstarf. Skrifstofa STF er staðsett í Hlíðasmára 8 í Kópavogi þar sem við deilum húsnæði með starfsfólki Félags stjórnenda og Brúar. Hér ríkir jákvætt starfsumhverfi og samstarfið er gott.
Lokaorð Með því að hlúa að fólkinu, efla menntun og leggja áherslu á heilbrigða vinnustaðamenningu, tryggjum við velferð og árangur til framtíðar. Það er fólkið sem gerir starfsemi okkar að því sem hún er. Með virðingu, samstöðu og jákvæðni náum við lengra.
VINNUFATNAÐUR
Úrval af vinnu- og regnfatnaði, stígvélum og öryggisskóm. Hafðu samband, kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna!
isfell.is • sími 520 0500
Nýjar starfskonur STF
Margrét Lilja Magnúsdóttir var ráðin til starfa hjá STF sumarið 2024 sem fulltrúi sjúkrasjóðs STF. Margrét er kerfisfræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu úr bókhaldi. Hún hefur jafnframt mikla reynslu í hugbúnaðarþjónustu við lífeyrissjóði og stéttarfélög og þekkir því vel til þeirrar starfsemi.
Karitas Marý Bjarnadóttir hóf störf hjá STF þann 1. október sl. sem verkefnastjóri en hefur frá ársbyrjun unnið á skrifstofu Brúar í afleysingum. Áður starfaði Karitas sem sérfræðingur hjá BHM með áherslu á starfsmenntunarsjóði. Þar á undan vann hún hjá embætti ríkissáttasemjara sem verkefnastjóri við uppbyggingu gagnagrunns og greiningu kjarasamninga á Íslandi. Karitas er með MS-gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands, auk BA-prófs í ensku og klassískum fræðum frá
Þjónustuskrifstofa
Stjórnendafélags Austurlands
er á Austurvegi 20, 730 Reyðarfirði
Opið virka daga kl. 13:00-16:00.
Sími 864-4921
Netfang sta@sta.is - Heimasíða www.sta.is
Nýir félagar velkomnir
Margrét Lilja Magnúsdóttir.
Karitas Marý Bjarnadóttir.
Matvælavottaðar efnavörur
Hágæða smur og hreinsiefni sem henta fyrir krefjandi og erfiðar aðstæður í matvinnslum bæði á sjó og landi.
3M PELTOR WS LiteCom PRO III
Heyrnarhlíf með innbyggt samskiptaker og Bluetooth multipoint tengimöguleika. Sterklega byggð heyrnarhlíf fyrir kre andi aðstæður og hávaðasama vinnustaði þar sem samskipti þurfa að vera í lagi.
Jóhann Baldursson lét af störfum framkvæmdastjóra STF sumarið 2024 og var þá kvaddur með virktum af samstarfsfólki sínu.
Félagsmálagarpur sestur í helgan stein
Jóhann Baldursson, fyrrum forseti og framkvæmdastjóri Sambands stjórnendafélagi var einn þeirra sem hlaut gullmerki STF á síðasta sambandsþingi. Hann, eins og allir sem tóku á móti viðurkenningu við sama tækifæri, er vel að þessu æðsta heiðursmerki STF kominn en hann hefur í um 30 ár staðið vörð um félagsréttindi stjórnenda og sett sterkan svip á samtök þeirra.
Jóhann Baldursson gekk í Verkstjórafélag Reykjavíkur sem nú heitir Brú, félag stjórnenda, árið 1994. Þar var hann í stjórn frá 2000 til 2016, síðustu árin sem formaður. Hann var gjaldkeri í stjórn Verkstjórasambands Íslands (sem nú er STF) á árunum 2011-2016, sat eftir það sem forseti STF til 2023 og framkvæmdastjóri einu ári betur eða þar til Erna Hilmarsdóttir leysti hann af hólmi.
Í ítarlegu viðtali í STF tíðindum sumarið 2023 sagði Jóhann Baldursson: „Við erum á miklum tímamótum og ef við ætlum að dafna sem sterk samtök verðum við að þróa okkur svo yngra fólk vilji koma til okkar og hafa getu til að verða best í öllum okkar gerðum. Við þurfum að vera með besta sjúkrasjóðinn, besta menntastjóðinn, bestu sumarhúsin og bestu þjónustuna út um allt land. Sem sagt best í öllu! Þetta vona ég að verði að veruleika fljótlega og hafði vonast að sjá þetta verða að veruleika í minni tíð en maður fær ekki allt. Ég lít hins vegar hreykinn yfir mitt starf og veit að margt gott hefur orðið að veruleika í minni tíð.“
Stéttarfélag fyrir stjórnendur á höfuðborgarsvæðinu
Sæktu um aðild
Skráðu þig á póstlistann
Fylgið okkur á samfélagsmiðlum
Forseti STF kallar fulltrúa til fundar.
41. þing STF
Markaðsmálin í brennidepli
Íbyrjun maí í vor var efnt til 41. þings Sambands stjórnendafélaga á Natura Berjaya hótelinu í Reykjavík. Í ár hafði Brú, félag stjórnenda veg og vanda af skipulagi þingsins og er mál manna að afar vel hafi verið staðið að verki.
Á þinginu í ár var kastljósinu beint að markaðsmálum sambandsins og félaganna sjö sem starfa undir regnhlíf þess. Á þinginu flutti Eyrún Huld Harðardóttir, markaðssérfræðingur og varamaður í stjórn Brúar flutti mjög gott og yfirgripsmikið erindi og kynnti m.a. þær breytingar sem orðið hafa á markaðsmálum Brúar undanfarin misseri. Skipulagði hún vinnustofu á þinginu um markaðssmál og komu þar fram fjölbreyttar tillögur og hugmyndir um það hvernig best væri að ná til félags-
manna og þeirra sem með réttu ættu að vera félagsmenn. Töldu þingfulltrúar að nýliðun skipti miklu máli og nauðsynlegt væri að tryggja jafnari stöðu kynjanna meðal félagsfólks.
Á þingum sambandsins eru ýmis alvörumál á dagskrá en þess einnig gætt að fólk létti lundina og viðhaldi húmornum. Í lok þings var efnt til skemmtilegrar kynnisferðar í Hellisheiðarvirkjun með áningu við Vífilstaðavatn í lokin og um kvöldið var haldið samsæti á Natura hótelinu þar sem þingfulltrúar og makar komu saman við gleðskap og dans.
Við látum nokkrar myndir frá þinginu fljóta með.
Áð í sólskininu við Vífilstaðavatn. Þingfulltrúar skiptust í starfshópa um markaðsmálin.
Kjartan F. Salómonsson, formaður Brúar og hans fólk þakkar fyrir sig að þingi loknu.
Staðið fyrir máli sínu.
Þau gegndu stóru hlutverki á þinginu: Bjarni Þór, Eyrún Huld og Dagný Björk.
Nýkjörin stjórn STF
Ásambandsþingi STF var að venju kjörið í stjórn sambandsins en þar eiga sæti níu fulltrúar allra aðildarfélaga auk forseta sambandsins.
Nýja stjórnin stillti sér upp til myndatöku að loknu sambandsþingi, frá vinstri: Kjartan Salómonsson, Brú – félagi stjórnenda, Sveinn Guðjónsson, Stjórnendafélagi Vestfjarða, Hreiðar Örn Zoega Stefánsson, Verkstjóra- og stjórnendafélagi Vestmannaeyja, Egill Örn Sig-
þórsson, Brú – félagi stjórnenda, Bjarni Þór Gústafsson, forseti STF, Viðar Þór Ástvaldsson, Félagi stjórnenda, Rögnvaldur Örn Snorrason, Bergi – félagi stjórnenda, Ásmundur Baldvinsson, Stjórnendafélagi Norðurlands vestra, Þórmar Viggósson, Félagi stjórnenda og Eygló Hrönn Ægisdóttir en hún er varamaður Benedikts Jóhannssonar frá Stjórnendafélagi Austurlands.
Með gullmerki í barmi
Á41. þingi Sambands stjórnendafélaga í síðustu sumarbyrjun voru nokkrir fyrrum forystumenn í félagsstarfi stjórnenda sæmdir gullmerki STF og gerðir að heiðursfélögum sambandsins fyrir vel unnin störf. Þetta eru þeir Jóhann Baldursson, fyrrverandi forseti og framkvæmdastjóri STF, Sveinn Guðjónsson, formaður Stjórnendafélags Vestfjarða, Kristján Sveinsson, fyrrverandi formaður Jaðars, félags stjórnenda á Akranesi og Einar Már Jóhannesson, fyr-
Viðurkenningar veittar. Frá vinstri Jóhann Baldursson, fyrrum forseti STF, Sveinn Guðjónsson, formaður Stjórnendafélags Vestfjarða, Kristján Sveinsson, fyrrverandi formaður Jaðars, félags stjórnenda á Akranesi og Einar Már Jóhannesson, fyrrverandi formaður Stjórnendafélags Suðurnesja.
rverandi formaður Stjórnendafélags Suðurnesja. Það var núverandi forseti STF, Bjarni Þór Gústafsson, sem krækti gullmerkinu í barm þessara heiðursmanna.
Í þessu starfi er enginn dagur eins
- segir Helgi J. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Félags stjórnenda
Helgi J. Jóhannsson tók við starfi framkvæmdastjóra Félags stjórnenda um síðustu áramót. Hann hefur verið félagsmaður í Stjórnendafélagi Suðurlands frá árinu 1998 og sat í stjórn þess frá 2015. Helgi tók virkan þátt í undirbúningi sameiningar félaganna sem nú mynda Félag stjórnenda og er annar tveggja stjórnarmanna sem komu inn í nýja stjórn félagsins frá Stjórnendafélagi Suðurlands.
Helgi hefur víðtaka reynslu úr atvinnulífinu, einkum á sviði þjónustu, sölu og markaðsmála. Hann starfaði um árabil sem sölumaður á vélum og búnaði tengdum landbúnaði og verktökum, auk þess sem hann gegndi störfum sölustjóra og sviðsstjóra á sama vettvangi. Helgi hefur lengi haft brennandi áhuga á félagsstörfum og leggur áherslu á fagmennsku og traust í öllum samskiptum.
Helgi lauk stjórnendanámi Sambands stjórnendafélaga (STF) og Samtaka atvinnulífsins (SA) í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri vorið 2022. „Stjórnendanámið er hagnýtt og vel skipulagt nám með fullt af verkfærum til að takast á við hin ýmsu verkefni og áskoranir og mæli ég 100% með náminu fyrir alla stjórnendur,“ segir Helgi.
Helgi er fæddur og uppalinn á Selfossi, kvæntur þriggja barna faðir og afi fjögurra barnabarna. Hann hefur mikinn áhuga á útivist ýmiss konar og ferðalögum og hefur í gegnum árin nýtt sér orlofskosti á þeim vettvangi. Hann sat í sinni fyrstu orlofsnefnd rúmlega tvítugur og leggur áherslu á gæði og fjölbreytni í orlofsmálum. „Ég tel mikilvægt að orlofskostir séu fjölbreyttir og ávallt í fremstu gæðum svo þeir standist væntingar félagsmanna,“ segir hann.
Starfsstöð Helga er í Hlíðasmára 8 í Kópavogi þar sem einnig er skrifstofa Sambands stjórnendafélaga (STF). „Ég er heppinn að starfa með öflugu fólki innan sambandsins þar sem samstaða og sameiginleg sýn er drifkraftur í því að þjónusta félagsmenn. Andinn á vinnustaðnum er ákaflega góður og samstarfsfélagarnir
Helgi J. Jóhannsson, framkvæmdastjóri Félags stjórnenda.
einstaklega skemmtilegir,“ segir Helgi. „Í starfi mínu sem framkvæmdastjóri Félags stjórnenda er enginn dagur eins en alla daga leitast ég við að leggja áherslu á samstarf, gagnsæi og heiðarleika í öllum verkefnum. Ég vinn í góðu samstarfi við stjórn félagsins þar sem valinn maður skipar hvert sæti og menn deila ábyrgð af fagmennsku. Ég er spenntur fyrir þeim verkefnum sem ég er að takast á við í starfinu og veit að þekking mín og reynsla úr fyrri störfum og stjórnendanáminu mun nýtast mér áfram vel,“ segir Helgi að lokum.
Einar Óskarsson, gjaldkeri Félags stjórnenda.
Tilurð Félags stjórnenda
Íkvæðinu Fjallganga eftir Tómas Guðmundsson segir frá tindi sem klifinn var með ákveðni og einbeitingu. Ekki einfalt verk en tókst samt. Það sama má segja um sameiningarmál þeirra mörgu og smáu félaga sem áður mynduðu VSSÍ. Fyrir 15 árum voru nokkuð á annan tug félaga innan vébanda VSSÍ sem þá var Verkstjórasamband Íslands. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag eru félögin 7 sem hafa sameinast undir STF sem er Samband stjórnendafélaga.
Á síðastliðnum 10 árum hefur félögum fækkað með sameiningum og byggðar hafa verið upp sterkari einingar sem hafa betri burði til að vinna að hag félagsmanna sinna. Nýjasta nafnið þar innanborðs er Félag stjórnenda. Þar leiddu saman hesta sína Vestlendingar, Sunnlendingar, Suðurnesjamenn og Akurnesingar sem mynda nú saman félag sem telur um fjórtán hundruð félaga. Við þetta sameiningarferli nýttist reynsla af fyrri sameiningum og þrátt fyrir úrtölur um að fjarlægðir og samgöngur myndu trufla þá hefur það aldeilis ekki orðið raunin. Að sameina þessi félög og leggja saman eignir þeirra er mun hagkvæmari leið en áður var farin og allt utanumhald eigna er nú á einni hendi sem sýnir sig í að vera bæði einfaldara og ódýrara en áður. Þar sem fjármunir nýtast betur er hægt að hækka þann staðal sem við viljum að félagsmenn njóti. Að taka sér frí er fólki dýrmætt og nauðsynlegt og því áríðandi að frísins sé notið sem allra best.
Það er alls ekki sjálfgefið að einfalt sé að sameina félög sem áður voru sjálfstæðar einingar. Mikil vinna fór í þessa stóru sameiningu og tók nokkurn tíma en eftir að kosningar á aðalfundum höfðu farið fram um sameiningarmálin og vilji félagsmanna í hverju félagi var ljós var vinnan framundan frekar skýr. Að miklu leyti var vinnan fólgin í sameiningu eignasafna sem samtals innihalda á annan tug eigna og eru ýmist íbúðir eða sumarhús. Til þeirrar vinnu voru fengnar lögmannsstofa og bókhaldsstofa svo allt væri kórrétt og hvergi gallar á. Það er afar mikilvægt að málin séu skýr og að ekki leiki vafi á um neina þætti starfseminnar.
Það hefur heyrst á vettvangi okkar stjórnenda að félögin séu ólík og með mismunandi þarfir en við undirbúningsviðræður forvígismanna þeirra félaga sem nú mynda Félag stjórnenda kom fljótt í ljós að sá munur var ekki til í raun. Starf félaganna er í grunninn það sama hvort heldur er félag í sjávarútvegsumhverfi eða iðnaðarumhverfi. Markmiðið er alltaf hinn almenni félagsmaður og hvað kemur honum best.
Þessu markmiði er mun auðveldara að sinna þegar hópurinn að baki þeirra sem standa í framlínunni er stærri og sterkari. Sá tími, þegar félögunum var stjórnað af örfáum viljugum félagsmönnum sem gáfu vinnu sína í þágu félagsins, er einfaldlega liðinn. Stærri kjarni hefur bolmagn til að vera með fólk í vinnu við að sjá um starfsemi félagsins og greiða fyrir þá vinnu og á móti er að sjálfsögðu sú krafa að vel sé staðið að málum.
Stofnfundur Félags stjórnenda var svo haldinn 26. júní 2024 og var í raun nokkurs konar uppskeruhátíð. Í höfn var, eftir nokkurra mánaða undirbúning, nýtt og öflugt félag sem stefnir að því að skara fram úr í þjónustu við félagsmenn. Kosin stjórn fyrir félagið réð til sín framkvæmdastjóra sem sér um daglega starfsemi félagsins. Einnig sér sami aðili um rekstur eigna og aðra umsýslu sem nauðsynleg er. Eitthvað sem var nokkurn veginn útilokað hjá fjórum litlum félögum hverju fyrir sig.
Starf félagsins á ugglaust eftir að mótast frekar á komandi árum og vonandi dafna vel og stækka. Það er náttúrulega á höndum okkar allra að vinna að því en við erum á góðum stað í dag og höfum haslað okkur góðan völl fyrir framtíðina.
Og þá er ekki úr vegi að minnast Tómasar aftur og benda á tindinn og segja „þarna fór ég“.
Sjúkrasjóður STF (áður sjúkrasjóður Verkstjórasambands Íslands) var stofnaður árið 1974 í
þeim tilgangi að styðja við félagsfólk í aðildarfélögum sambandsins í veikindum. Tekjur sjóðsins koma fyrst og fremst af mótframlagi sem launagreiðandi ber kostnað af vegna launa félaga. Félagar í stjórnendafélögum greiða sjálfir framlag í félagssjóð síns félags. Launagreiðandi greiðir svo mótframlag í sjúkra-, orlofs- og endurmenntunarsjóð.
Reglugerð sjúkrasjóðs skapar ramma utan um sjóðinn, þar sem tilgreint er hvernig réttindi skapast til greiðslna úr sjóðnum, hvaða styrkir eru í boði o.s.frv. Reglugerð sjúkrasjóðs er endurskoðuð reglulega og tekur breytingum eftir því sem þarf. Mánaðarlega greiðir sjúkrasjóður út sjúkradagpeninga annars vegar og styrki hins vegar.
Réttur til greiðslna sjúkradagpeninga
Félagar öðlast rétt til sjúkradagpeninga stigskipt, eftir því hve lengi þeir hafa verið aðilar að sínu stjórnendafélagi. Nýr félagi ávinnur sér rétt til sjúkradagpeninga með eftirtöldum hætti:
Eftir 6 mánuði - 3 mánuðir í sjúkradagpeninga
Eftir 12 mánuði - 4 mánuðir í sjúkradagpeninga
Eftir 36 mánuði - 6 mánuðir í sjúkradagpeninga
Eftir 60 mánuði - 9 mánuðir í sjúkradagpeninga
Hafi félagi greitt til annars stéttarfélags áður en greiðslur hefjast hjá stjórnendafélagi, þá verður réttur hans hjá sjúkrasjóði aldrei lakari en réttur var hjá fyrra félagi, þó getur réttur aldrei orðið meiri en mesti réttur hjá sjúkrasjóði STF, þ.e. 9 mánuðir. Komi til þess að félagi sæki um sjúkradagpeninga og hafi átt meiri rétt hjá fyrra félagi, þarf að skila inn staðfestingu um fyrri aðild
og að sjúkradagpeningaréttur hafi ekki verið nýttur hjá fyrra félagi.
Hægt er að sækja um greiðslur sjúkradagpeninga þegar veikindarétti lýkur hjá vinnuveitanda. Það er mikilvægt að leita til sjúkrasjóðs um leið og ljóst er að veikindi munu vara áfram eftir að veikindarétti hjá launagreiðanda lýkur, þar sem sjóðurinn greiðir aldrei meira en mánuð aftur í tímann, m.v. dagsetningu þess þegar umsókn um sjúkradagpeninga berst sjóðnum.
Sjúkradagpeningagreiðslur frá sjúkrasjóði nema 80% af meðaltali launa síðustu 12 mánuði. Bent er á að samhliða er hægt að sækja um sjúkradagpeningagreiðslur frá Sjúkratryggingum Íslands. Þær greiðslur eru óverulegar en koma að einhverju leyti til móts við þau 20% af launum sem sjúkrasjóður STF greiðir ekki.
Hafa þarf samband við starfsfólk skrifstofu þegar sækja þarf um sjúkradagpeninga.
Styrkir
Þegar félagi hefur greitt til síns stjórnendafélags í 6 mánuði eða lengur öðlast hann rétt til að sækja um ýmsa styrki. Sótt er um styrki á Mínum síðum, stf.orlof. is, þar eru jafnframt upplýsingar um þá styrki sem sjóðurinn veitir.
Þegar sótt er um styrk hjá sjúkrasjóði er nauðsynlegt að senda með rétt gögn til að umsóknin fáist samþykkt. Löglegur reikningur þarf að fylgja umsóknum um styrki og skal ekki vera eldri en 6 mánaða gamall. Reikningur/ greiðslukvittun verður að vera með stimpli eða logo og kennitölu viðkomandi fyrirtækis og nafni og kennitölu félagans.
Full réttindi – hlutfallsleg réttindi Í reglugerð sjúkrasjóðs er kveðið á um lágmarkstekjur sem viðmið fyrir fullan rétt hjá sjóðnum. Í október 2025 eru lágmarkstekjur (pr. mánuð) kr. 618.348 kr. Þetta þýðir að ef mánaðartekjur eru undir þessari upphæð, þá skerðist réttur til styrkja úr sjóðnum. Dæmi: Greitt er til sjóðsins af 500.000 kr. mánaðarlaunum. Það samsvarar 81% rétti (500.000/618.348).
Ávinnsla réttinda - viðhald réttinda Þegar félagi fær greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði, Fæðingarorlofssjóði eða sjúkradagpeningagreiðslur frá sjúkrasjóði, þá greiðir hann félagsgjald til síns stjórnendafélags. Hins vegar kemur ekkert mótframlag inn í sjúkra-, orlofs- eða endurmenntunarsjóð frá þessum aðilum. Félagi heldur þá réttindum sínum í sjúkrasjóði, en ávinnur sér ekki frekari rétt.
Hvað þýðir þetta? Jón fær greiðslur frá Atvinnuleysistryggingasjóði frá júní 2024 til ágúst 2025. Hann nýtir heilsustyrk kr. 35.000 í júlí 2024. Alla jafna ætti réttur til styrksins að endurnýjast í júlí 2025. Í þessu tilviki endurnýjast rétturinn þó ekki á þeim tíma þar sem enn er um greiðslur Atvinnuleysistryggingasjóðs er að ræða. Jón
hefur störf hjá launagreiðanda í september 2025 og hættir þar með hjá Atvinnuleysistryggingasjóði. Launagreiðandi sendir inn iðgjöld vegna septemberlauna í október. Jón getur því sótt um styrkinn að nýju í október.
Ævilangur réttur
Ef félagi hefur greitt lengur en 10 ár þegar hann hefur töku lífeyris sökum aldurs á hann áfram fullan rétt á styrkjum út ævina. Það ber þó að athuga að ef greitt hefur verið undir lágmarksviðmiði þá skerðist réttur hlutfallslega í samræmi við það (sbr. umfjöllun um fullan rétt – hlutfallslega rétt hér ofar). Félagi sem greitt hefur skemur en 10 ár á hlutfallslegan rétt. Á Íslandi miðast lífeyrisaldur við 67 ár. Í reglugerð sjúkrasjóðs er þó kveðið á um að einstaklingar sem náð hafa 65 ára aldri og hefja töku lífeyris falli undir þessar reglur, gegn því að sýna fram á að vera ekki með almennar launatekjur (heldur eingöngu lífeyristekjur).
Réttur fellur niður
Ef ekki berast iðgjöld af félaga í 3 samfellda mánuði, fellur hann af félagaskrá og fellur réttur til greiðslna úr sjúkrasjóði þá að öllu leyti niður.
Náms- og tómstundastyrkir geta mest numið 200.000 kr. á 12 mánaða tímabili. Allir styrkflokkar endurnýjast á 12 mánaða tímabili og eru styrkir því ekki bundnir við almanaksár. Endurgreiðsla er að hámarki 80% af upphæð reiknings.
Eftirfarandi verkefni eru styrkhæf í sjóðnum og má nýta til að ná 200.000 kr. hámarkinu:
Starfstengt nám og námskeið fyrir allt að 200.000 kr. Ef um dýrara nám er að ræða eins og hjá endurmenntunardeildum háskólanna getur styrkupphæð orðið allt að 600.000 kr. Þá getur einstaklingur ekki sótt um styrk hjá sjóðnum næstu þrjú árin
Tómstundastyrkur fyrir allt að 35.000 kr
Kynnisferðir og ráðstefnur fyrir allt að 150.000 kr
Sjúkraíbúð STF
Ferðastyrkir vegna náms innanlands er hægt að nýta þegar sækja þarf staðlotur í námi ef vegalengd frá lögheimili að fræðslustofnun er yfir 100 km aðra leið. Styrkurinn endurnýjast á 12 mánaða tímabili:
Ferðakostnaður: 10.000 kr. fyrir ferð, að hámarki 3 ferðir
Gistikostnaður: 3.000 kr. per nótt, að hámarki 10 nætur
Stjórnendanámið:
Félagar í stjórnendafélögum STF fá 80% af námsgjaldi Stjórnendanámsins niðurgreitt frá STF og er sá styrkur óháður öðrum styrkjum í menntunarsjóði.
Sjúkrasjóður STF á íbúð í Lautasmára 5 í Kópavogi sem eingöngu er leigð út vegna veikindatilfella félaga, maka eða barna undir 18 ára aldri þegar meðferð krefst viðveru á höfuðborgarsvæðinu. Athugið að framvísa þarf læknisvottorði eða tilvísun frá lækni vegna leigu á íbúðinni.
Á staðnum eru rúmföt, viskustykki, tuskur og ræstivörur þannig að einungis þarf að hafa með sér handklæði þegar dvalið dvalið er í íbúðinni. Hafa þarf samband við skrifstofu STF til að bóka sjúkraíbúðina.
Hvers konar menntun eflir okkur í starfi.
Orlofsgæði STF
Við minnum á að hægt er að kaupa ýmis orlofsgæði á Mínum síðum, stf.orlof.is
Orlofsgæðin eru endurskoðuð árlega
Gjafabréf Icelandair
Upphæð gjafabréfs 30.000 kr.
Félagi greiðir 22.000 kr.
Hámark 2 gjafabréf á félaga á hverju almanaksári
Gildir upp í flug innan- og utanlands
Gildir í 5 ár
Eru rafræn
Hægt að nota hvert gjafabréf í fleiri en 1 bókun
Hver sem er getur nýtt sér gjafabréfið
Ekki er hægt að fá gjafabréfin endurgreidd
Punktafrádráttur fyrir eitt gjafabréf eru 2 punktar
Veiðikortið og Útilegukortið
Á Mínum síðum er einnig hægt að kaupa útilegu- og veiðikortin niðurgreidd. Kortin eru bæði fáanleg rafræn og í plasti.
Ferðaávísun
Ferðaávísunina er hægt að nota til að kaupa gistingu hjá mörgum samstarfsaðilum um land allt og gönguferðir hjá ferðafélögum:
Niðurgreitt er 30% af keyptri upphæð.
Hámarksniðurgreiðsla er 25.000 kr. fyrir árið 2025.
Ef félagi hefur fullnýtt niðurgreiðsluna er þó alltaf hægt að kaupa meira án frekari niðurgreiðslu en fá samt áfram bestu kjörin á hótelgistingu.
Þau hótel sem eru inn í Ferðaávísuninni skuldbinda sig til þess að bjóða upp á bestu kjörin miðað við það sem almennt er í boði.
Það er alltaf hægt að fá ferðaávísun endurgreidda inni á Mínum síðum ef hún verður ekki notuð.
Nýtist hjá hótelum og gististöðum um land allt
Nýtist hjá 4 ferðaþjónustufyrirtækjum: Fjallafjör, Ferðafélag Íslands, Ferðafélagið Útivist, Guide to Europe
Viðar Þór Ástvaldsson formaður Félags stjórnenda
Félag stjórnenda
Ný heild byggð á samstöðu og framtíðarsýn
eð sameiningu fjögurra öflugra stjórnendafélaga hefur orðið til nýtt og sterkt félag sem byggir á traustri reynslu, samstöðu og framn. Markmiðið er skýrt, að efla starf stjórnenda og skapa vettvang fyrir öflugt samstarf og
Nýtt félag á breiðum grunni Í júní 2024 sameinuðust fjögur öflug stjórnendafélög og mynda nú saman Félag stjórnenda. Þetta eru Stjórnendafélag Suðurnesja, Stjórnendafélag Suðurlands, Stjórnendafélagið Jaðar á Akranesi og Stjórnendafélag
Sameiningin markar upphaf nýrrar heildar sem byggir á sterkri reynslu, traustri hefð og sameiginlegum vilja til að efla starf félagsmanna. Með sameiningunni myndast breiður og öflugur grunnur sem sameinar tengslanet, þekkingu og kraft sem hafa mótast í áratuga starfi þessara félaga.
Til að tryggja jafna þátttöku og samfellu í starfinu sitja tveir fulltrúar úr hverju af eldri félögunum í stjórn Félags stjórnenda. Þannig eru svæðisbundin tengsl og reynsla virt, á sama tíma og ný sýn og kraftur bætast við.
Samtakamáttur sem skilar árangri
Glæsilegt orlofshús Félags stjórnenda við Hvassaland 7 á Akureyri.
Þessar myndir eru úr orlofsíbúðum FS við Vallakór 6 í Kópavogi og Ásholt 2 í Reykjavík.
miklu samstarfi allra stjórna félaganna. Það einkenndist af gagnkvæmri virðingu, opnum samskiptum og sameiginlegum vilja til að byggja upp nýtt og sterkara félag.
Þessi samheldni sýnir vel hverju hægt er að ná fram þegar fólk vinnur saman að sameiginlegum markmiðum. Samtakamátturinn er lykillinn að farsæld og framtíð Félags stjórnenda.
Með sameinuðum krafti skapast betri grundvöllur fyrir þjónustu, fræðslu og tengslaneti félagsmanna. Félagið stendur þannig sterkara og betur í stakk búið til að takast á við framtíðina með metnaði, ábyrgð og jákvæðni.
Nálægð og tengsl við félagsmenn
Félag stjórnenda leggur áherslu á að viðhalda nánum tengslum við félagsmenn og tryggja að félagið sé sýnilegt og aðgengilegt.
Stjórnin stefnir á að halda reglulega félagsfundi á félagssvæðinu öllu. Við viljum hlusta á félagsmenn, rækta samtalið og vera nálægt okkar fólki, því það er í gegnum samskiptin sem við byggjum upp lifandi og öflugt félag.
Orlofseignir og uppbygging fram á veginn
Orlofskostir félagsins hafa tekið miklum framförum á undanförnum árum. Félagið á nú 10 húseignir til útleigu og hefur hafið undirbúning að byggingu nýs og glæsilegs sumarhúss í Brekkuskógi.
Ráðist hefur verið í endurbætur á eignum félagsins, bæði íbúðum og sumarhúsum, þannig að félagsmenn geti notið hágæða aðstöðu og góðs aðbúnaðar hvert sem þeir fara.
Sem dæmi má nefna að íbúðin okkar í Ásholti hefur verið tekin í gegn en um er að ræða litla skemmtilega íbúð á
góðum stað í hjarta borgarinnar. Einnig fékk íbúðin okkar í Vallakór í Kópavogi góða uppfærslu í vor.
Nýja íbúðin við Austurbrú á Akureyri hefur þegar slegið í gegn hjá okkar félagsfólki. Hún býður upp á bílakjallara, geymslu í kjallara fyrir útivistarbúnað og hleðslustöð fyrir rafbíla. Staðsetningin er frábær fyrir bæði útivist og menningarlíf.
Framtíðarsýn Félags stjórnenda
Fram undan eru spennandi tímar þar sem félagið ætlar að byggja á traustum grunni og efla starfsemi sína enn frekar. Mikil áhersla verður lögð á að félagið sé sýnilegt á öllu félagssvæðinu og að félagsmenn finni fyrir tilvist þess í sínu nærumhverfi.
Við viljum fjölga félagsmönnum og jafna kynjahlutfall innan félagsins, auk þess að hvetja yngri stjórnendur til þátttöku og tryggja þannig frjótt og fjölbreytt samfélag stjórnenda. Þá verður áfram unnið að því að fjölga möguleikum til styrkja fyrir félagsmenn og viðhalda háum gæðum á orlofskostum félagsins.
Félag stjórnenda horfir fram á veginn með samstöðu og metnað að leiðarljósi því saman getum við byggt upp félag sem er bæði öflugt og faglegt, veitir góða þjónustu og vex með fólkinu sínu. Ánægðir félagsmenn eru bæði markmið og mælikvarði á árangur.
Nánari upplýsingar um orlofseignir og starf félagsins má finna á.
Viðar Þór Ástvaldsson formaður Félags stjórnenda
Það var líf og fjör hjá mökum þingfulltrúa þegar 41. þing STF var haldið á Natura Beraya hótelinu í Reykjavík í vor. Haldið var í rútuferð um nágrenni höfuðborgarinnar meðan fulltrúarnir ræddu landsins gagn og nauðsynjar. M.a. voru Bessastaðir heimsóttir og þar fengu gestirnir góðar móttökur og fróðleik um sögu þessa merka staðar. Einnig var þingfulltrúum og mökum þeirra boðið að skoða Hellisheiðarvirkjun að loknu þinghaldi og fengu þar viðurgjörning góðan.
Áttin hefur tekið á móti umsóknum fyrirtækja í 10 ár
Er fyrirtækið þitt búið að sækja um Er búið að um styrk á Áttinni vegna fræðslu? styrk á Áttinni vegna fræðslu?
Stjórnendanám við Símenntun Háskólans á Akureyri
Námið nýtist fólki strax
– segir Freydís Heba Konráðsdóttir, verkefnastjóri
hjá Símenntun Háskólans á Akureyri
Stjórnendanámið er byggt upp fyrir fólk sem er í vinnu, við höfum aðlagað það að nemendum og þeirra vinnustað þannig að þeir fá strax í upphafi innsýn í hvernig nýta má inntak náms ins á vinnustað sínum,“ segir Freydís Heba Konráðs dóttir verkefnastjóri markaðssetningar og námsfram boðs hjá Símenntun Háskólans á Akureyri.
Stjórnendanámið er á vegum Starfsmenntasjóðs Sam taka atvinnulífsins (SA) STF í samstarfi við Símenntun Háskólans á Akureyri.
Freydís Heba segir stjórnendanámið hafa þróast um árin í takt við þarfir starfandi fólks „og við teljum það eitt vandaðasta fjarnám landsins fyrir stjórnendur og þá sem vilja efla sig í starfi,“ segir hún. „Við leggjum metnað í að tengja námið beint við raunverulegar áskoranir á vinnustöðum og skapa þannig raunhæfa og hagnýta námsreynslu. Við erum sífellt að þróa námið og gera það betra auk þess að aðlaga það að þörfum vinnumarkaðarins.“
Eflast og þroskast í hverri viku
Freydís Heba segir að þeir sem hafi stundað námið finni strax fyrir mikilli hagræðingu í eigin starfi og upplifa að þau eflist og þroskist með hverri viku. Mörgum reynist auðveldara að loknu námi að takast á við krefjandi aðstæður á vinnustað.
Námið hefur um árin notið vinsælda að hennar sögn, enda sé það sérlega hagnýtt og mjög sveigjanlegt. Allir nemendur í náminu er fólk í fullri vinnu enda er það hannað með það að leiðarljósi. Atvinnurekendur sjá einnig mikinn hag í því að senda starfsfólk sitt í námið.
Tveggja ára nám í fimm lotum
Stjórnendanámið er í heild tveggja ára nám, byggt upp með fimm lotum. Hver lota tekur á sérstökum þáttum þess að vera stjórnandi á vinnustað. Loturnar eru frá 8 vikum og upp í 12. Námið spannar allt frá mannauðsstjórnun, samskiptum og leiðtogafærni yfir í stefnumótun, ferlastjórnun og gæðakerfi.
Freydís Heba Konráðsdóttir, verkefnastjóri markaðssetningar og námsframboðs hjá Símenntun Háskólans á Akureyri.
í daglegu starfi
Hópurinn sem útskrifaðist úr stjórnendanáminu sl. sumar.
„Í náminu blandast saman fræðileg þekking og hagnýt nálgun sem nýtist fólki strax í sínu daglega starfi. Áfangarnir eru fjölbreyttir sem gerir að verkum að þátttak-
endur fá bæði dýpri skilning á eigin stjórnunarstíl og öfluga verkfærakistu til að leiða breytingar og þróun á eigin vinnustað,“ segir Freydís Heba.
Stefna Símenntunar HA er að bjóða sem fjölbreyttast námsframboð í gegnum fjarnám, en stjórnendanámið er alfarið í fjarnámi eins og áður sagði. Það er ætlað núverandi og verðandi stjórnendum sem vilja auka við
Umsagnir frá nemendum
Birna Dögg Guðmundsdóttir
„Stjórnendanámið færði mér verkfæri sem ég vissi ekki að ég gæti notað í stjórnun og gerði mig þar af leiðandi að betri stjórnanda fyrir vikið. Félagsskapurinn og spjöllin sem hafa myndast hjá okkur samnemendunum eru gulls ígildi því við fengum tækifæri til að læra líka af hvort öðru ásamt því að mynda tengslanet okkar á milli sem við getum nýtt okkur í framtíðinni. Ég myndi mæla með stjórnendanáminu fyrir alla sem eru ekki tilbúnir í háskólanám en vilja samt bæta við sig þekkingu, eins og ég gerði.“
STF á
Fhæfni sína og efla sig í síbreytilegu rekstrarumhverfi. Námið byggir á raunverulegum verkefnum og það hentar fólki með mismunandi bakgrunn.
stjornendanam.is
Benedikt Snær Magnússon
„Stjórnendanám er fyrir alla þá sem sem vilja styrkja sig í þeim áskorunum sem fylgja samskiptum á vinnustað, enda farið um víðan völl, og kosturinn við þetta nám er að maður þarf ekki að vera sérfræðingur í neinu. Námið hjálpaði mér að bæta sjálfstraust mitt og gaf mér þekkingu til þess að ég geti tekið að mér verkefni sem mér hefði ekki einu sinni órað fyrir að ég myndi geta tekið að mér.
sýningunni Sjávarútvegur 2025
astur liður í starfi Sambands stjórnendafélaga er að kynna starfsemi sambandsins út í frá og ein
vegur 2025 hittum við fyrir afar glaðhlakkaleg þau Bjarna Þór Gústafsson, forseta STF og kynningarfull-
Þessi tóku vel á móti gestum Sjávarútvegs 2025. Frá vinstri Helgi Jóhannsson, Bjarni Þór Gústafsson og Karitas Marý Bjarnadóttir.
VIRK starfsendurhæfingarsjópur hefur lagt aukna áherslu á forvarnir und anfarin misseri. Forvarnasvið VIRK var endurvakið sem eitt af fagsviðum VIRK og er megin markmið sviðsins að veita einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum forvarnaþjónustu til að auka vinnugetu einstaklinga og þátttöku þeirra á vinnumarkaði.
Forvarnir geta dregið úr heilsufarsvanda
En af hverju auknar áherslur á forvarnir á vinnumarkaði?
Rannsóknir sýna að árangursríkar forvarnir geta dregið úr líkum á ýmiss konar heilsufarsvanda, aukið starfsánægju og hindrað að einstaklingar detti út af vinnumarkaði. Í nýendurskoðaðri forvarnastefnu VIRK er aukin áhersla lögð á tengsl farsællar atvinnuþátttöku og heilsufars. Í því samhengi eru margir þættir sem huga þarf að. Hluti af því er að ýta undir og efla starfsumhverfi sem tekur mið af mismunandi þörfum fólks meðal annars vegna heilsufars. Þannig getum við stuðlað að frekari virkni og starfsánægju einstaklinga á vinnumarkaði.
Heilsubrestur þarf svo sannarlega ekki að útiloka atvinnuþátttöku og í einhverjum tilvikum er það að stunda sitt starf og hafa skýrt hlutverk mikilvægt fyrir heilsu og jafnvel bataferli einstaklinga. Að því sögðu er ekki verið að útiloka að því geti verið öðruvísi háttað í sumum tilvikum.
stjórnenda og okkur sem einstaklinga. Öll heildin getur á mikilvægan þátt í að auka vellíðan okkar og annarra á vinnustaðnum. Það getur átt við næsta samstarfsmann, stjórnanda, teymið eða stefnu fyrirtækis á hinum ýmsu sviðum.
Nýr forvarnavefur – velvirk.is
Nýlega fór í loftið endurbættur forvarnavefur VIRK– velvirk.is. Markmiði var að gera vefinn aðgengilegan og efla þannig bæði starfsmenn og stjórnendur til sjálfshjálpar. Á vefnum er boðið upp á gagnvirkt samskiptatól ásamt gervigreindarspjalli þar sem fólk getur nálgast margþætta fræðslu og ráðleggingar byggðar á rannsóknum og sérfræðiþekkingu sem hefur skapast innan VIRK starfsendurhæfingarsjóðs . Vefurinn nýtist einstaklingum sem vilja aukið jafnvægi í lífi og starfi sem og vinnustöðum sem vilja bæta eða viðhalda góðu vinnuumhverfi.
Heilsueflandi vinnustaður
Forvarnasvið VIRK á í góðu samstarfi við hinar ýmsu stofnanir og fyrirtæki á íslenskum vinnumarkaði. Samstarfið felur yfirleitt í sér það meginmarkmið að draga úr líkum á því að einstaklingar falli brott af vinnumarkaði vegna heilsubrests.
Heilsueflandi vinnustaður er sameiginlegt verkefni VIRK, embættis landlæknis og Vinnueftirlitsins. Heilsueflandi vinnustaður er vinnustaður þar sem vellíðan, öryggi og heilsa fær fastan sess í daglegu starfi. Á heilsueflandi
Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um forvarnaþjónustuna með því að hafa samband við forvarnaráðgjafa VIRK í gegnum fyrirspurnarhnapp inn á velvirk.is eða á netfanginu forvarnir@virk.is.
nýst sem leiðarvísir að endurskoðun og innleiðingu aðgerða sem að styrkja núverandi heilsuþætti vinnustaðar. Verkfærið getur þá einnig stuðla að breytingum á þeim þáttum sem vankantar eru á.
Heilsueflandi vinnustaður er sameiginlegt verkefni vinnuveitenda, starfsfólks og samfélagsins. Leitað er leiða til að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi, hvetja til virkrar þátttöku og stuðla að þroska og vellíðan einstaklingsins. Verkfærið og notkun þess er aðgengilegt öllum vinnustöðum á landinu án endurgjalds.
Samstarfsverkefnið HVNIN hefur verið í töluverðri endurskoðun upp á síðkastið. Munu þær breytingar verða kynntar síðar af þeim stofnunum sem koma að verkefninu.
Forvarnaþjónusta VIRK
VIRK bíður nú upp á forvarnaþjónustu til þess að efla starfsfólk og stjórnendur sem vilja auka vellíðan í vinnu og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.
Til liðs við náttúruna
Ný einstaklingsmiðuð forvarnaþjónusta hjá VIRK miðar að því að koma í veg fyrir að einstaklingar hverfi af vinnumarkaði vegna heilsubrests. Þjónustan getur átt við þegar álagstengd einkenni eru farin að hafa áhrif á vinnugetu og líðan í starfi þrátt fyrir að reynt hefur verið á þau úrræði sem standa til boða á vinnustaðnum. Þjónusta er veitt samhliða vinnumarkaðsþátttöku einstaklinga og hentar þeim sem vilja auka vinnugetu í núverandi starfi. Mikilvægt er að vinnustaðurinn styðji þá starfsmenn sem hafa áhuga á að nýta þjónustuna, t.d. með tímabundnum sveigjanleika í starfi.
Hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um forvarnaþjónustuna með því að hafa samband við forvarnaráðgjafa VIRK í gegnum fyrirspurnarhnapp inn á velvirk.is eða á netfanginu forvarnir@virk.is. Hægt er að óska eftir símtali eða fá kynningu á þjónustunni inn á vinnustaði. Eins er hægt að nýta sér ýmsa fræðslu og stuðningsefni á velvirk.is.
ROTÞRÆR
vottaðar
á bestu lausnirnar í umhverfismálum
Þriggja hólfa rotþrær fyrir sumarhús og heimili. CE-vottaðar samkvæmt staðli: ÍST EN 12566-1:2000/A1:2003.
Fylgja einnig séríslenskum kröfum um uppbyggingu rotþróa.
Fást í byggingavöruverslunum um land allt. Náttúran
Sæplast ráðleggur að ætíð sé leitað til fagaðila um niðursetningu á rotþróm.
Brú – félag stjórnenda:
Framsýnt stéttarfélag fyrir alla stjórnendur
Dagný Björk Erlingsdóttir var í fyrrasumar ráðin framkvæmdastjóri stéttarfélagsins Brúar sem er fyrir stjórnendur, millistjórnendur og aðra í ábyrgðarstöðum á höfuðborgarsvæðinu. Hún hefur ásamt stjórn félagsins unnið að ýmsum breytingum og nýjungum innan Brúar. „Markmiðið okkar er að Brú sé leiðandi stéttarfélag fyrir alla stjórnendur á öllum aldri á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Dagný Björk í samtali.
Mikilvægt að jafna kynjahlutfallið Dagný hefur starfað hjá fjölda stéttarfélaga og sinnt fjölbreyttum störfum innan þeirra síðustu ár sem kjaramálafulltrúi, verkefnastjóri fræðslumála og sinnt orlofs-, sjúkra- og menntasjóðum. Einnig hefur hún setið í stjórn Flugfreyjufélags Íslands og sat í samninganefnd fyrir hönd WOW air-flugliða. Dagný er með BS-gráðu í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands, D-vottun í verkefnastjórnun og er sem stendur í meistaranámi í forystu og mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún segist lengi hafa haft brennandi áhuga á öllu sem tengist félagasamtökum, réttindum og velferð félagsfólks.
„Þegar ég hóf störf fór ég beint í þá vinnu að auka sýnileika okkar á samfélagsmiðlum, bæði á Facebook og Instagram. Við höfum síðan verið að kaupa aug-
lýsingar reglulega inni á þeim miðlum sem hefur gengið vel. Ég útbjó póstlista í þeim tilgangi að geta betur miðlað reglulega gagnlegum upplýsingum beint til okkar félaga og annarra sem vilja fylgjast með félaginu. Við sendum út regluleg fréttabréf, upplýsingar um viðburði sem fram undan eru og opnun orlofshúsa svo fátt eitt sé nefnt,“ segir Dagný Björk.
„Við bættum spjallboxi við á heimasíðuna okkar til þess að einfalda ennþá betur þá samskiptamöguleika sem fólk hefur við félagið. Við viljum að Brú sé aðgengilegt félag þar sem auðvelt er að ná í okkur. Einnig höfum við verið að vinna í því að lagfæra og bæta heimasíðuna okkar og er þeirri vinnu ekki lokið. Við erum búin að vera í smá ásýndarbreytingum við að reyna að ná til stjórnenda af öllum kynjum og á öllum aldri og er þeirri vinnu ekki lokið. Í dag er hlutfall kvenna 23% af þeim 1659 sem eru í félaginu. Það er því stórt verkefni fram undan að reyna að ná til allra kynja með það markmið að jafna kynjahlutfallið.“
Gæludýrin líka velkomin í orlofshúsin!
Dagný segir að stöðug vinna hafi verið í gangi við að yfirfara þá átta sumarbústaði sem félagið á; þrjá í Grímsnesi, þrjá á Akureyri og tvo í Skorradal. „Við höfum verið að endurnýja húsgögn, borðbúnað og margt fleira og þeirri vinnu er ekki lokið. Síðan höfðu gæludýr hingað til ekki verið leyfð í bústöðunum en frá síðasta sumri urðu tveir bústaðir af átta gæludýrabústaðir sem hefur vakið lukku þeirra sem eiga gæludýr og geta núna skellt sér í bústað með dýrin með sér. Markmið félagsins er að eiga góða og huggulega sumarbústaði þar sem allt er til alls og félagar geta notið sín með fjölskyldu, vinum og gæludýrunum auðvitað líka. Einnig eru komnir umsjónaraðilar á öll orlofshúsasvæðin okkar sem bætir þjónustu til félaga enn frekar. Orlofssjóðurinn hefur einnig verið að auka við þau gæði sem almennt eru í boði og frá síðustu áramótum hefur verið hægt að kaupa gjafabréf Icelandair og Ferðaávísun með niðurgreiðslu frá orlofs-
Dagný Björk Erlingsdóttir, framkvæmdastjóri Brúar. „Við viljum reyna að ná til stjórnenda og fólks í ábyrgðarstöðum af öllum kynjum og á öllum aldri.“
Brú á átta orlofshús auk þess sem félagar í Brú hafa aðgang að átta öðrum orlofshúsum og 12 íbúðum hjá hinum aðildarfélögunum innan STF.
Góðir sumarbústaðir og góð orlofsgæði skiptir félagsfólk miklu máli.
sjóðnum. Ferðaávísunin er frábær valkostur fyrir þá sem vilja dvelja á hótelum vítt og breitt um landið á góðum kjörum. Einnig er hægt að nýta hana hjá nokkrum afþreyingarfyrirtækjum.
Við vitum að góðir sumarbústaðir og góð orlofsgæði hjá stéttarfélögum skiptir félaga almennt máli. Þess vegna leggjum við mikið upp úr því að orlofssjóðurinn bjóði upp á mikla fjölbreytni sem getur nýst sem flestum. Við erum því stöðugt á tánum að fylgjast með skemmtilegum nýjungum til þess að bjóða upp á.“
Fjölbreyttir viðburðir fyrir félaga
Undanfarið hefur félagið fengið Björn Berg fjármálasérfræðing til þess að halda viðburði um lífeyrismál fyrir félaga sem var mikil ánægja með. „Við höfum sett okkur þá stefnu núna að bjóða reglulega upp á námskeið varðandi lífeyrismál og munum við næst bjóða upp á netnámskeið þar sem félagar geta kynnt sér lífeyris-
Í ár er félögum í Brú og fjölskyldum þeirra boðið upp á veglega niðurgreiðslu á sýningarnar Ævintýri í jólaskógi og Jólagjöf Skruggu í Þjóðleikhúsinu.
Eyrún Huld harðardóttir, markaðssérfræðingur og varamaður í stjórn Brúar hélt erindi á sambandsþingi STF.
málin á sínum eigin tíma. Síðan hefur verið áralöng hefð fyrir því að halda jólaball fyrir félaga Brúar og fjölskyldur
þeirra en fyrir jólin 2024 var ákveðið að breyta til og bjóða upp á góða niðurgreiðslu á Ævint vasaljósaleikritinu í Guðmundarlundi sem heppnaðist mjög vel. Það var því ákveðið að endurtaka leikinn í ár.
Fyrir þessi jólin bjóðum við því upp á góða niðurgreiðslu á sama leikriti en bættum einnig við niðurgreiðslu á leik ritinu Jólagjöf Skruggu í Þjóðleikhúsinu.“
„Fyrir Brú og öll félögin í Sambandi stjórnendafélaga skiptir nýliðun miklu máli og því mikilvægt að við séum sýnileg um land allt.“
Þing STF 2025
Þing Sambands stjórnendafélaga eru haldin annað hvert ár og skiptast aðildarfélögin sjö á um að halda þingið með skrifstofu STF. „Í ár vorum við hjá Brú þinghaldarar og mættu þingfulltrúar á þingið frá öllum aðildarfélögunum. Megináhersla þingsins var á markaðsmál félaganna og að greina hvar tækifærin okkar allra liggja. Fyrir Brú og öll félögin skiptir nýliðun miklu máli og því mikilvægt að við séum sýnileg um land allt. Einnig var skoðað hvernig félögin gætu stuðlað að jafnara kynjahlutfalli meðal sinna félaga. Eyrún Huld Harðardóttir, markaðssérfræðingur og varamaður í stjórn Brúar, flutti frábært erindi um markaðsmál, hélt vinnustofu sem og kynnti þær breytingar sem orðið hafa á markaðsmálum Brúar síðan í fyrrahaust. Í vinnustofunum var rætt hver tækifæri félaganna eru í markaðsmálum til framtíðar og einnig hvar helstu áskoranirnar okkar eru. Niðurstöðurnar úr þessari vinnustofu voru þær að það þarf að fara í vinnu við að greina markhópana, útbúa eina markaðsstefnu og reyna síðan eftir fremsta megni að samnýta markaðsefni á milli félaganna. Einnig verður að nýta samfélagsmiðla betur, því þeir eru ódýr auglýsing, sem og leita til markaðssérfræðinga við gerð markaðsstefnu og efnis. Til þess að ná inn góðri nýliðun í félagið þarf að útbúa tvær til þrjár herferðir á ári. Áskoranirnar eru þær að það eru mismunandi áherslur á milli félaganna sjö, flókið að ná til fólks þegar vörumerkin eru mörg og stærð félaganna er mismunandi. Sett var upp skýr tímalína hvað hægt væri að gera, til dæmis næstu sex mánuði í markaðsmálum og hugmyndir að viðburðum og öðru sem gæti laðað að nýja félaga.“
Dagný segir að það sé skemmtileg áskorun að takast á við markaðsmál félagsins til framtíðar sem og öllu því sem viðkemur bættri þjónustu við félaga. „Við erum spennt fyrir komandi tímum og tækifærum, markmiðið okkar er að Brú sé leiðandi stéttarfélag fyrir alla stjórnendur á öllum aldri á höfuðborgarsvæðinu.“
Sjúkrasjóður styrkir Píetasamtökin
Sú hefur skapast að í kjölfar sambandsþings STF, sem að jafnaði er haldið annað hvert ár, styrkir Sjúkrasjóður STF einhvern aðila sem vinna að góðum málefnum í nærumhverfi þess félags sem stendur fyrir þinginu hverju sinni. Í vor hafði Brú, félag stjórnenda veg og vanda af þinghaldinu og var ákveðið að veita Píetasamtökunum styrkinn að þessu sinni. Píetasamtökin á Íslandi voru stofnuð vorið 2016 veita meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu eða sjálfsskaða og einnig stuðning við aðstandendur þeirra og þá sem hafa misst. Samtökin reka hjálparsíma allan sólarhringinn, alla daga ársins. Símanúmerið er 552-2218. Ráðgjafar veita öllum þeim sem hringja ráðgjöf, bóka í viðtal eða vísa í önnur úrræði, sé þess þörf.
Fulltrúar Sambands stjórnendafélaga og Brúar við afhendingu styrksins til Píetasamtakanna, frá vinstri Erna Hilmarsdóttir og Karitas Marý Bjarnadóttir frá skrifstofu STF, Kjartan Salómonsson, formaður Brúar, Ellen Calmon, framkvæmdastýra Píetasamtakanna og Bjarni Þór Gústafsson, forseti STF.
Sterkbyggðu M5085 böndin eru einstaklega þrifavæn
Við styrkjum útgáfu STF-tíðinda
Stéttarfélag fyrir stjórnendur
á höfuðborgarsvæðinu
Hlíðasmára 8, 201 Kópavogur
Sími: 562-7070
Netfang: bfs@bfs.is
Opnunartími skrifstofu/síma: mán – fim frá kl: 9-15 og fös kl: 9-13