Ævintýralandið Ísland

Page 49

Norðursigling á Húsavík

Umhverfisvæn hvalaskoðun og ævintýrasiglingar Ævintýraferðir með skonnortunni Opal

Norðursigling á Húsavík er öflugasta fyrirtæki landsins í hvalaskoðun og hefur yfir að ráða alls 10 eikarbátum, þar af eru fjórar seglskútur. Í boði eru daglegar hvalaskoðunarferðir frá Húsavíkurhöfn auk þess sem einn báta Norðursiglingar sinnir daglegum hvalaskoðunarferðum frá Hjalteyri við Eyjafjörð. Norðursigling hefur frá upphafi lagt áherslu á að nota gamla og fallega íslenska eikarbáta í hvalaskoðun og hefur fyrirtækið fengið verðugt lof og viðurkenningar fyrir varðveislu bátanna, nýsköpun og frumkvöðlastarf í umhverfisvænni ferðaþjónustu.

Óhætt er að segja að flaggskip bátaflota Norðursiglingar sé skonnortan Opal sem er stærsta seglskúta landsins og jafnframt fyrsti rafmagnsbáturinn hér á landi. Þetta skip er sannarlega upplifun út af fyrir sig, bæði ofan og neðan þilja en til dæmis er bæði heitur pottur og hengirúm uppi á dekki. Í sumar gefst einstakt tækifæri til að fara í sannkallaðar ævintýrasiglingar með Opal við heimskautsbaug og sem dæmi verður farið í þriggja daga sumarsólstöðuferð þar sem skoðaðar verða leyndar perlur og sögufrægar slóðir á borð við Flatey, Grímsey og Tungulendingu. Auk ýmissa styttri sérferða og daglegra hvalaskoðunarferða sem fólk getur bókað með Opal verður einnig hægt að leigja skútuna í sérferðir fyrir hópa.

Hljóðlaus hvalaskoðun Norðursigling hefur rafmagnsvætt hluta af sínum bátaflota og er það svo sannarlega mikil og einstök upplifun að sigla hljóðlaust um Skjálfandaflóann á skonnortunni Opal og njóta þess að sjá stórhveli á borð við langreyðar, hnúfubaka og steypireyðar blása með tilþrifum. Hljóðlausar hvalaskoðunarferðir verða í boði alla daga frá 16. júní til 30. september, auk daglegra hvalaskoðunarferða með eikarbátum og kvöldferðum alla fimmtudaga þar sem hvalir, segl og vísindi verða í forgrunni. Í þeim kvöldferðum má segja að farþegar gerist virkir þátttakendur í vísindarannsóknum og öðlist nýja sýn á lífríkið í Skjálfandaflóa en ferðirnar eru í samstarfi við samtökin Ocean Missions. Loks er vert að vekja athygli á hádegisferðum alla daga frá 1. júlí til 19. ágúst þar sem lundabyggðir eru skoðaðar, auk þess sem fylgst verður með hvölunum á Skjálfanda. Það er því sannarlega mikil fjölbreytni í ferðum Norðursiglingar og margt í boði.

Hafnarstemning í sérflokki Stemningin við Húsavíkurhöfn á sér ekki hliðstæðu hér á landi. Hvalaskoðunarbátarnir koma og fara alla daga en vert er að hvetja ferðafólk til að láta ekki hjá líða að heimsækja Sjóböðin og skoða Hvalasafnið á Húsavík, svo fátt eitt sé nefnt. Og vitanlega þarf enginn að fara svangur úr bænum því á veitingahúsinu Gamla bauk við höfnina er fjölbreyttur matseðill og opið frá morgni til kvölds. Höfuðborgarstemning, enda er Húsavík jú oft nefnd höfuðborg hvalaskoðunar í heiminum.

nordursigling.is

Stemning á hafnarsvæðinu á Húsavík á sér vart hliðstæðu hér á landi.

Bátur Norðursiglingar og Sjóböðin við Húsavík í forgrunni.

49


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.