Dagur B. Eggertsson
BORGARSTJÓRI Í REYKJAVÍK MAYOR OF REYKJAVÍK Photo: Baldur Kristjánsson
GLEÐILEGA LISTAHÁTÍÐ!
HAPPY REYKJAVÍK ARTS FESTIVAL!
R
E
eykjavík iðar alla daga af lífi, listum og menningu en það bregst ekki að alltaf þegar Listahátíð er sett – þá er það alveg sérstaklega hátíðlegt! Hátíðin, sem stendur frá 1. júní til þjóðhátíðardagsins 17. júní, var upphaflega haldin á tveggja ára fresti, svo eins árs fresti og nú nýlega var ákveðið að gera hana að tvíæringi á nýjan leik. Þetta var gert til að hægt væri að efla hátíðina, skipuleggja hana betur og laða að stærri viðburði. Það er óhætt að segja að sú ákvörðun hafi reynst rétt, eins og sést best á dagskrá þessarar 31. Listahátíðar í Reykjavík sem ber yfirskriftina „Heima“. Þetta gæti virst látlaus yfirskrift en er þó margræð. Stundum er tengingin augljós en í öðrum viðburðum þarf að kafa dýpra undir yfirborðið. Þetta getur jafnt átt við þann stað sem við köllum heima, eða átt við þá mörgu heima sem við eigum flest hlutdeild í í net- og alþjóðavæðingu samtímans.
The theme may seem a modest one, yet it is multi-layered. Sometimes the connection is obvious, while with other events you have to delve deeper. It can refer to the place that we call home or to the many worlds in which most of us have some sort of stake, in our digital, globalized times.
„Heima“ vísar líka til þess að hátíðin fer ekki einungis fram í hefðbundnum rýmum í miðbæ Reykjavíkur, heldur er hún færð út í hverfin til að sem flestir fái notið hennar. Viðburðir verða meðal annars haldnir í Breiðholti, Grafarvogi, Blesugróf, og í smáíbúðahverfinu. Sennilega hafa aldrei verið fleiri fjölskylduviðburðir á dagskrá eins og nú, og eins er mikið úrval af ókeypis viðburðum.
“Home“ also refers to the fact that the festival does not only take place in conventional spaces in the centre of Reykjavík; it spreads into the various neighbourhoods of the city so even more guests can enjoy what it has to offer. Events will be held in the Breiðholt area, Grafarvogur, Blesugróf and Smáíbúðahverfið, to name a few locations. The programme has probably never before offered more family-oriented events, and there is also a great range of events where admission is free.
WWW.LISTAHATID.IS
Þá verður Klúbbur Listahátíðar endurvakinn eftir að hafa legið í dvala undanfarin ár og verður hann í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu. Klúbburinn mun gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð hátíðarinnar og þar verður ókeypis dagskrá alla daga hátíðarinnar og fram á kvöld með tónlist, listamannaspjalli, gjörningum, upplestri og fleiru.
4
very day, Reykjavík is buzzing with life, arts and culture, but the opening of the Reykjavík Arts Festival never fails to strike an especially festive note! The festival, which lasts from June 1st to our national holiday, June 17th, was originally held every two years, then annually, until it was recently decided to turn it into a biennial event again. This was done in order to strengthen the festival, aid with organization and attract larger events. It is safe to say that this has turned out to be the right decision, as evidenced by the programme of the 31st RAF which revolves around the theme of “Home“.
Fyrir hönd fulltrúaráðs Listahátíðar í Reykjavík þakka ég því listafólki sem leyfir okkur að njóta listar sinnar og býð gesti velkomna til að lifa og njóta.
The RAF Hub will also come back to life after a few years hiatus, operating from the Reykjavik Art Museum in Hafnarhús. The Hub will serve an important function as the festival hub, offering a free programme every day of the festival and well into the night with music, artist talks, happenings, readings and more. On behalf of the RAF council I want to thank the artists who are sharing their art with us and ask all guests to please go ahead and enjoy.