2024 REYKJAVÍK ICELAND

Grand Hótel
Reykjavík
4. desember
Nordic Fire Forum
Á Nordic Fire Forum ráðstefnunni koma saman í Reykjavík sérfræðingar í brunatækni frá Íslandi, Ítalíu, Litháen og Póllandi saman á áhugaverðri- og mikilvægri ráðstefnu þar sem fjallað er m.a. um hönnun, uppsetningu og þjónustu tengdum reyk-og eldvörnum.
Kæri lesandi,
Við vonum að þessi viðburður verði traustur vettvangur til að efla þekkingu burðarvirkis-, lagnatækni-, loftræstingarog brunavarnahönnuða, sem og annarra sérfræðinga sem tengjast öryggi bygginga við reyk- eldvarnir.
Á okkar markaði er sífellt verið að hanna nýjar, sjálfbærar byggingar, en alltaf skal hafa í huga að það sem veldur lífshættu er oft ekki eldurinn sjálfur, heldur reykurinn og eiturgufurnar sem myndast við bruna. Þegar við einblínum á að hanna vatnskerfi til að slökkva elda innan og utan bygginga gleymist stundum að mannslíf eru fyrst og fremst háð góðu viðvörunar- og skynjunarkerfi, greiðri og öruggri rýmingu, sem næst með áhrifaríkum reyklosunarkerfum, lokunum milli rýma og vatnsúðakerfum.
Brunavarnir krefjast góðs samstarfs margra sérfræðinga. Við sem störfum við eld- og brunavarnir, þurfum stöðugt að læra og þróast til að verða betri með hverjum degi.
RÚNAR BRAGI GUÐLAUGSSON
Framkvæmdastjóri Redder
08:30 11:10 09:15 09:00 10:00 10:40 11:30
Gestir mæta í hús - skráning
Inngangur og kynning
Rúnar Bragi Guðlaugsson frkvstj. Redder setur ráðstefnuna.
Hrun tvíburaturnanna í New York
Marco Antonelli sérfræðingur í brunamálum útskýrir hvernig bruninn olli hruni turnanna
Lausnir frá FSi ltd.
Charlie Perkins Gillott, tæknilegur ráðgjafi hjá Promat FSi ltd og starfar fyrir verkhönnuði og byggingaaðila í Bretlandi og á Írlandi.
Uppsetningaraðilar og aðferðafræði í uppsetningu Dr. Andrew Taylor stjórnar tækniteymi ASFP í Bretlandi og stýrir þróun tæknilegra leiðbeininga, útgáfna og staðla fyrir iðnaðinn auk þess að vinna að framþróun bestu vinnubragða og eflingu staðla í greininni.
Kaffihlé
Nýjar aðferðir í hönnun loftræstikerfa: loftstokkar vs. þrýstiviftur (Jet blásarar).
Grzegorz Sztarbala, Eldvarnafræðingur og CFD verkfræðingur hjá ARDOR | Evrópunefnd staðlastofnunar
12:10 Hádegismatur
13:40 13:00
Brunavarnir á framkvæmdatíma, ný byggingarefni og áskoranir
Atli Rútur Þorsteinsson, burðarþols- og brunaverkfræðingur M.Sc. Hann starfar hjá ÖRUGG verkfræðistofu og er einnig
Formaður stjórnar Brunatæknifélags Íslands.
Helstu þættir sem móta val viðskiptavina á lausnum frá
Promat
Linas Krisciunas – verkefnastjóri
Promat fyrir Eystrasaltslöndin og
Ísland | Meðlimur í tækninefnd TK22 „brunavarnir“ hjá Litháíska staðlaráðinu
Nokkrum sinnum á ári heldur Redder ehf. námskeið sem gefur réttindi til notkunnar á eldvarnarvörunum frá FSi ltd. og Promat. Eftir að þátttakendur hafa lokið námskeiði á vegum Iðu. Egill Erlingsson hjá Redder heldur námskeiðin í samstarfi við FSi í Bretlandi. Námskeiðin taka 2-3 klst. Áhugasömum er bent á að senda tölvupóst á egill@redder.is til að vera með á næsta námskeiði
14:20
15:00
Gangsetning reykræstikerfa (SHEVS) með heitreyksprófun.
Martynas Matulevicius Brunavarnafræðingur og forseti Landsamtaka brunavarna í Litháen.
Umræður og spurningar
Farið yfir daginn og þær tækniupplýsingar sem komið hafa fram. Spurningar til fyrirlesara
15:15
Ráðstefnu slitið
EGILL ERLINGSSON Eldvarnasérfræðingur Redder
Marco Antonelli
Marco Antonelli er ítalskur verkfræðingur og hefur starfað við þróun eld- og reykvarna í yfir 30 ár. Hann hefur í fjölda ára miðlað reynslu sinni til verkfræðinga og húsbyggjenda um hverning hægt sé að auka öryggi bygginga með tilliti til eldvarna. Marco Antonelli tekur sérstaklega fyrir hrun tvíburaturnanna í New York með tilliti til hvernig við getum bætt öryggi í framtíðinni.
Dr. Andrew Taylor leiðir tækniteymi Samtaka sérfræðinga í brunavörnum (ASFP) og stýrir þróun tæknilegra leiðbeininga, útgáfu og staðla fyrir iðnaðinn. Hann býr yfir meira en 30 ára reynslu í eldvörnum og stuðlar umfangsmikil þekking hans að framþróun bestu vinnubragða og eflingu staðla og vinnubragða í greininni.
Brunavarnafræðingur og forseti Landsamtaka brunavarna í Litháen. “Þrátt fyrir að brunavarnafræðingar þekki að reykur (en ekki eldur) er það sem veldur flestum dauðsföllum, og þrátt fyrir að reyklosunarkerfi sé oft næstdýrasta brunakerfið í byggingum, er í raun enginn sem leggur nægilega rækt við mat á virkni kerfisins eftir uppsetningu. Kannski er það vegna skorts á prófunarstöðlum? Mig langar að kynna fyrir ykkur heitreykspróf, sem er verðmæt aðferð til að meta bæði loftrásir og „þotuviftukerfi (Jet-Blásara)”.
Charlie Perkins Gillott er tæknilegur ráðgjafi frá FSi Ltd sem sérhæfir sig í í vali og notkun eldvarnarvara fyrir stærri verk. Hann kynnir okkur fyrir ýmsum áhugaverðum lausnum sem mikið eru notaðar í byggingaverkefnum erlendis, sérstaklega milli eldvarnarrýma.
Fjallar um framþróaðar aðferðir í hönnun loftræstilagna. Loftræstikerfi vs Jet-Blásarar. Grzegorz Sztarbala er eldvarnafræðingur og CFD verkfræðingur hjá ARDOR situr í Evrópunefnd um staðla.
Atli Rútur Þorsteinsson, burðarþols- og brunaverkfræðingur M.Sc. Hann starfar hjá ÖRUGG verkfræðistofu og er einnig Formaður stjórnar Brunatæknifélags Íslands. Hann fjallar um Brunavarnir og burðarþol brunavarna á meðan á byggingarframkvæmdum stendur.
Helstu þættir sem hafa áhrif á val viðskiptavina á lausnum frá Promat“ Linas Krisciunas – Verkefnastjóri hjá Promat fyrir Eystrasaltslönd og Ísland | Meðlimur tækninefndar TK22 „eldvarnir“ hjá Litháensku staðlanefndinni (LST)
Ráðstefnan fer fram á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 4. desember næstkomandi í hinum stórglæsilega ráðstefnusal Háteig sem er staðsettur á 4. hæð hótelsins.. Mæting er kl 8:30 en þá verður boðið uppá morgunhressingu fyrir ráðstefnuna. Léttar veitingar verða í kaffihléi og svo verður boðið uppá frábæran hádegismat að hætti meistarakokka
Grand Hótels í hádegishléinu.
Næg bílastæði er að finna við Grand Hótel Reykjavík og fyrir þá sem vilja er hægt að leggja í bílakjallara hótelsins gegn gjaldi.
Verkfræðingar
Verkfræðingar eru þeir sem leggja línurnar að bruna- og reykvörnum bygginga. Það að hanna strax í upphafi byggingar sem tryggja að öryggi fólks sé sem mest er besta aðferðin til að tryggja árangur.
Iðnaðarmenn
Á endanum eru það alltaf iðnaðarmenn sem framkvæma verkið. Kunnátta þeirra þegar kemur að reyk-og eldvörnum er það sem bjargar mannslífum. Kunnátta iðnaðarmanna er lykilþáttur árangurs í öllum framkvæmdum.
Byggingaaðilar
Byggingaaðilar eru þeir sem láta reisa mannvirki. Þeirra markmið er auðvitað að tryggja að þeirra byggingar séu sem öruggastar og standist nútíma kröfur. Að byggingaaðilar séu með puttann á púlsinum getur bjargað mannslífum.
Opinberir aðilar
Það er ávallt í höndum opinbera aðila að setja lög og reglugerðir til að tryggja öryggi fólks. Að sama skapi er það þeirra að framfylgja eftirliti. Þar er kunnátta og þekking lykilatrið í að tryggja að vandað sé til verka og að rétt efni séu notuð á réttum stöðum.
Samstarfsaðilar Nordic Fire Forum á íslandi 4. desember eru Redder byggngalausnir, VÍS (Vátryggingafélag íslands hf), Promat, FSi, Samtök sérfræðinga í innbyggðum brunavörnum (ASFP) frá Bretlandi og Brunatæknifélag Íslands.
Byggingalausnir
Vertu í sambandi
Hjá Redder eru starfandi sérfræðingar í eldvarnarlausnum. Það er okkur alltaf mikill heiður og ánægja að heyra í ykkur varðandi allt það sem viðkemur eldvörnum. Hikaðu ekki við að setja þig í samband ef við getum aðstoðað.
Sími
Netfang
Heimilsfang
+354 558 0888
Heimasíða redder@redder.is www.redder.is
Hyrjarhöfði 2, 110, Reykjavik, Iceland