Heimsferðir Sumar 2012

Page 1

Sumar 1992-2012 HEIMSFERÐIR

20 ÁRA

Heimsferðir • Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is

1


Mallorca Frá

91.400 kr. í 2 vikur*

M

allorca hefur verið ókrýnd drottning ferðamanna undanfarin 40 ár, enda státar eyjan af heillandi umhverfi, fjölbreyttri náttúrufegurð, gullfallegum ströndum og frábærri aðstöðu fyrir ferðamanninn. Hér er frábært að

lifa og njóta í fríinu, heillandi bæir með sérstakan karakter og yfirbragð og því þreytist maður aldrei á að flakka um og kynnast nýjum sjónarhornum eyjunnar fögru. Áfangastaðir Heimsferða á Mallorca, Playa de Palma, Santa Ponsa og Cala d’Or eru meðal þeirra vinsælustu á eyjunni.

* Netverð á mann fyrir 2 fullorðna með 2 börn 29. maí í 2 vikur á Holiday Center. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna kr. 113.800.

2


Gististaðurinn er um 300 metra frá ströndinni og hér eru þrjár sundlaugar auk barnalaugar í fallegum og stórum hótelgarðinum auk sólbekkja, sólhlífa og innilaugar. Fjölbreytt skemmtidagskrá í boði fyrir bæði börn og fullorðna og mikið úrval af þjónustu, s.s. þrír veitingastaðir, barir, íþróttaaðstaða, læknaþjónusta, barnaleikaðstaða og diskótek. Íbúðirnar eru smekklega og nýtískulega innréttaðar með parketi á gólfum, rúmgóðum svölum eða verönd.

Mallorca

Cala d’Or

Fjölskylduvænt

Club Martha’s

Club Martha’s er sannarlega frábær valkostur sem býður einstaka umgjörð fyrir alla fjölskylduna í sumarfríinu!

Frábært verð Frá kr. 99.500 í 2 vikur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 116.100 á mann. 12. júní í 2 vikur.

Santa Ponsa

Cala d’Or

Allt innifalið

Hotel Pionero & Santa Ponsa Park

Club Cala d’Or Park

Hótelið samanstendur af tveimur hótelbyggingum, Pionero og Santa Ponsa Park. Þau eru rekin sem eitt hótel og öll þjónusta er rekin saman. Hótelið stendur stutt frá einstaklega fallegri ströndinni í Santa Ponsa og stutt frá miðbænum með fjölda verslana og bara. Herbergi eru með loftkælingu, baðherbergi, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (gjald) og svölum eða verönd. Sundlaugagarðurinn er rúmgóður og fallegur og mjög fjölbreytt íþróttaaðstaða er í boði, einnig barnaklúbbur og góð leikaðstaða fyrir börn. Skemmtidagskrá er í boði á daginn og á kvöldin. Tveir veitingastaðir eru á hótelinu og tveir barir.

Íbúðahótelið Club Cala d´Or Park er staðsett í rólegu umhverfi rétt við ströndina og í stuttu göngufæri frá miðbæ Cala d´Or. Gestamóttakan er lítil, en opin allan sólarhringinn. Hótelið samanstendur af litlum húsum á tveimur hæðum (engin lyfta). Þetta er snyrtileg, einföld og fjölskylduvæn gisting. Hér er frekar lítill sundlaugagarður en með sundlaug og barnalaug ásamt sólbaðsaðstöðu og bar við sundlaugina. Einföld gisting á hagstæðu verði.

Frábært verð Frá kr. 141.200 – með allt innifalið í 2 vikur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 166.400 á mann. 29. maí í 2 vikur.

Frábært verð Frá kr. 99.900 – í 2 vikur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 114.200 á mann. 12. júní í 2 vikur.

3


Globales Playa Santa Ponsa Hotel

Allt innifalið

Santa Ponsa

Vel staðsett hótel í Globales hótelkeðjunni, í hjarta Santa Ponsa og rétt við ströndina. Það þykir fjölskylduvænt enda mikið við að vera hér. Á hótelinu er skemmtidagskrá á daginn og kvöldin, sundlaug og barnalaug, veitingastaður, sundlaugabar og bar. Hér er einnig tennisvöllur, borðtennisborð, billiardborð, internetaðgengi og hægt er að leigja reiðhjól og örstutt er á ströndina í vatnasportið sem þar er í boði. Herbergin eru öll með loftkælingu, svölum, öryggishólfi (gegn gjaldi), sjónvarpi, síma og baðherbergi með sturtu. Þetta er ekki íburðamikið hótel, en fjölskylduvænt og vel staðsett.

Frábært verð Frá kr. 135.900

– með allt innifalið í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi á Globales Playa Santa Ponsa. Verð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 159.400 á mann. 29. maí í 2 vikur.

Santa Ponsa

Hotel TRH Jardin Del Mar

Frá kr. 99.900 – í 2 vikur

Jardin Del Mar er mjög gott 3ja stjörnu íbúðahótel staðsett í Calvia hluta Santa Ponsa. Miðkjarni Santa Ponsa er í um 15 mín. göngufjarlægð. Íbúðirnar eru ekki mjög stórar en allar með einu svefnherbergi, eldhúskrók, baðherbergi og svölum eða verönd. Íbúðir eru með sjónvarpi, öryggishólfi, loftkælingu, straujárni og straubretti, þvottavél, ísskáp og eldhúsáhöldum og baðherbergi með baðkari. Hér er afar fallegur garður með einstöku útsýni yfir flóann í Santa Ponsa. Hótelið býður upp dvöl án fæðis eða með hálfu fæði, sem samanstendur af morgunverði og kvöldverði.

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 133.900 á mann. 26. júní í 2 vikur.

Santa Ponsa

Apartamentos Sorrento

Einföld en þokkaleg íbúðagisting á fallegum stað í hæðinni í Santa Ponsa, í göngufæri við fallega ströndina. Fallegt útsýni úr íbúðunum yfir flóann. Sorrento er stutt frá hinum líflega miðbæ í Santa Ponsa þar sem fjölbreytt þjónusta og afþreying Fjölskylduvænt er í boði. Sorrento íbúðahótelið er einfalt en huggulegt með góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Á hótelinu er ýmis afþreying í boði, s.s. einföld líkamsræktaraðstaða, spilasalur, billjardborð o.fl. Íbúðir eru ýmist með einu eða tveimur svefnherbergjum, stofu, eldhúsi, baðherbergi og svölum eða verönd. Sjónvarp er á íbúðunum, örbylgjuofn, brauðrist og kaffivél auk loftkælingar. Vert er að nefna að Sorrento hentar síður þeim sem erfitt eiga með gang, m.a. þar sem all nokkrar tröppur liggja frá hótelinu og niður á götu. Einföld en góð gisting sem hentar vel fyrir barnafjölskyldur.

Aðrir gististaðir í boði • Hotel Palma Bay • Apartamentos Ariel

4

Frábært verð

• Apartamentos Club Cala D´OR Playa • Apartamentos Puerto del Sol

Frábært verð Frá kr. 95.700 – í 2 vikur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Verð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 127.500 á mann. 26. júní í 2 vikur.


21. maí og síðan alla mánudaga frá Billund til Keflavíkur. 23. maí og síðan alla miðvikudag frá Keflavík til Billund.

Billund H

Í allt sumar

eimsferðir bjóða beint flug til Billund í sumar. Billund

er

ungur,

fjörugur og snyrtilegur bær í miðri Danmörku og er í um 250 km frá Kaupmannahöfn. Styttra er til Þýskalands en það eru t.d. 135 km til Flensborgar í N-Þýskalandi. Í kringum Billund er fullt af litlum þorpum og hefur hvert þeirra sitt sérkenni og því margt skemmtilegt að sjá og skoða. Billund þykir hafa allt sökum þess hve miðsvæðis bærinn er staðsettur í Danmörku. Allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi en stutt er í skóglendi, til sjávar og stranda, inn á heiðar eða í iðandi mannlíf bæjarins. Hér eru einhverjir bestu hjólastígar Danmerkur og því kjörið að

Frá

13.900 kr.

aðra leið með sköttum

leigja sér hjól. Eitt stærsta aðdráttarafl Danmerkur er í Billund, hið frábæra Legoland sem svo margir Íslendingar þekkja og hafa heimsótt áður. Endalaust líf og fjör, spenna og hlátur - manni endist ekki dagurinn hér! Givskud dýragarðurinn tilheyrir líka Billund svæðinu en þar eru um 1000 dýr á einum 150 ekrum lands og þú keyrir í gegnum garðinn meðan dýrin ganga frjáls um. Þó nokkrir golfvellir eru í kringum Billund. Gott að versla í Billund þó ekki sé HM verslun akkúrat þar - en í Danmörku eru 88 HM verslanir.

5


Tenerife

76.900 kr. í 8 nætur*

Frá

H

eimsferðir bjóða nú til glæsilegra ævintýra á Kanaríeyjunni vinsælu Tenerife vikulega í allt sumar. Tenerife býður frábærar aðstæður fyrir ferðamanninn; fallegar strendur, glæsilega gististaði, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna

náttúru. Í boði er fjölbreytt úrval vinsælla gististaða á vinsælustu svæðunum á einstökum kjörum. Hingað sækja einstaklingar, pör og barnafjölskyldur til að njóta loftslagsins, frábærs strandlífs og fjölbreyttrar afþreyingar að ógleymdum góða matnum sem í boði er.

* Tenerife Sur *** – Netverð á mann fyrir 2 fullorðna með 2 börn í íbúð með einu svefnherbergi. 15. maí í 8 nætur. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna kr. 91.700.

Allt innifalið

Hotel Bahia Principe Bahía Principe er sannkallað lúxushótel. Hótelið er staðsett aðeins fyrir utan Playa de las Americas, en hér er allt til staðar sem maður óskar sér í fríinu; stór og glæsileg sundlaugasvæði, fallegir garðar og verslanir. Í göngufjarlægð er hinn fallegi smábær Playa Paraiso. Fjölbreytt úrval þjónustu og afþreyingar í boði, m.a. líkamsrækt með sauna og nuddpotti, tennis, mini-golf, barnaklúbbur, diskótek o.fl. Frábær kostur ef þú vilt dekra við þig.

6

Frábært verð Frá kr. 139.900

– með allt innifalið í 8 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 149.900 á mann. 15. maí í 8 nætur


Hotel Iberostar Bouganville Playa Gott hótel sem er staðsett við ströndina. Hér er mjög fjölbreytt þjónusta í boði og góður aðbúnaður fyrir gesti. Á hótelinu eru alls 481 herbergi, veitingastaður, barir, sundlaugarbar, barnaleiksvæði, lítil verslun, hárgreiðslustofa o.fl. Stór og fallegur garður með tveimur sundlaugum og barnalaug. Góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Herbergin eru með loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Barnaklúbbur fyrir 4-12 ára börn. Fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar s.s. borðtennis, tennis, billiard og líkamsræktaraðstaða.

Tenerife

Hálft fæði eða allt innifalið

Frábært verð Frá kr. 109.900

– með allt innifalið í 8 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 119.900 á mann. 15. maí í 8 nætur

Hotel Iberostar Las Dalias

Hálft fæði eða allt innifalið

Notalegt og gott hótel sem er staðsett skammt frá ströndinni (um 500 m.) og í nágrenni við fjölda verslana og fjölbreytta afþreyingu. Hér er góður aðbúnaður og mikil afþreying í boði fyrir gesti. Á hótelinu er veitingastaður, bar, setustofa, sundlaugarbar, barnaleiksvæði og lítil verslun. Góður sundlaugagarður með tveimur sundlaugum auk barnalaugar. Góð sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Notaleg herbergi með loftkælingu, síma, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Barnaklúbbur fyrir 4-12 ára börn og fjölbreyttir afþreyingarmöguleikar s.s. borðtennis, strandblak, bogfimi, tennis, billiard auk líkamsræktaraðstöðu.

Frábært verð Frá kr. 105.400

– með allt innifalið í 8 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 117.400 á mann. 15. maí í 8 nætur

Besta staðsetningin

Parque Santiago – íbúðir Parque Santiago er skemmtilegt og líflegt íbúðahótel með stórum garði, fjölbreyttri afþreyingu og mikilli þjónustu. Hótelið er á besta stað á Playa de Las Americas, við strönd, verslunarmiðstöðvar, veitingastaði og bari. Ekki er nema 10 mínútna gangur eftir strandgötunni til litla bæjarins Los Cristianos. Á hótelinu er mjög fjölbreytt þjónusta, sniðin að þörfum fjölskyldufólks. Undir hótelbyggingunni er verslunarmiðstöð og á hótelinu eru veitingastaðir, barir, tveir stórir sundlaugagarðar (við hvora byggingu) og nýlega var sett upp ákaflega skemmtilegt vatnaleiksvæði í einum hluta garðsins. Hér eru studíóíbúðir, íbúðir með einu svefnherbergi og íbúðir með tveimur svefnherbergjum, allar eru þær vel búnar, með eldunaraðstöðu, baðherbergi og svölum eða verönd.

Frábært verð Frá kr. 86.500 – í viku

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 98.400 á mann. 30. maí í viku.

7


Fjölbreytt þjónusta

Hálft fæði eða allt innifalið Hotel Jacaranda

H10 Conquistador

Hotel Jacaranda er á mjög góðum stað á Costa Adeje, aðeins um 500 metra frá Fanabé ströndinni. Hér eru tveir glæsilegir sundlaugargarðar með góðri sólbaðsaðstöðu og fjölda sundlauga. Fallegur foss tvinnar saman efra og neðra sundlaugarvæðið. Á fossbrúninni er fallegur sundlaugarbar. Skemmtidagskrá og dans á hverju kvöldi. Nóg er einnig við að vera fyrir börnin; barnaklúbbur og diskótek, úti- og innileiksvæði auk þriggja barnasundlauga. Herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma minibar (leiga), baðherbergi og svölum eða verönd og þau rúma allt að þrjá fullorðna eða tvo fullorðna og tvö börn.

Glæsilegt og vel staðsett hótel á amerísku ströndinni, alveg við ströndina. Frábær aðbúnaður og fjölbreytt þjónusta í boði. Garðurinn er mjög fallegur með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Í miðri sundlauginni er bar þar sem gott er að sitja sóla sig. Á hótelinu eru nokkrir barir og veitingastaðir, innilaug og glæsileg heilsulind sem býður fjölbreytta þjónustu. Herbergin eru notaleg, ekki mjög stór en vel búin, með síma, sjónvarpi, öryggishólfi og svölum eða verönd. Ath. hægt er að bóka herbergi með sjávarsýn gegn aukagjaldi. Nánari upplýsingar hjá sölufulltrúum okkar.

Allt innifalið

H10 Las Palmeras Afar vel staðsett hótel í H10 hótelkeðjunni á amerísku ströndinni. Gengið beint úr garðinum á strandgötuna. Á hótelinu er góð og fjölbreytt þjónusta. Veitingastaðir, barir, tvær sundlaugar, tennisvellir o.fl.. Herbergin eru notalega innréttuð, ekki mjög stór, en öll með sjónvarpi, síma, öryggishólfi (leiga) og minibar (ef óskað er eftir). Skemmtidagskrá á daginn kvöldin og einnig er lifandi tónlist á barnum nær öll kvöld.

Adonis Isla Bonita Hotel Isla Bonita og Jardin Isla Bonita eru staðsett á Playa Fanabe svæðinu á Costa Adeje og einungis í um 300 metra frá ströndinni. Gestir okkar dvelja á Hotel Isla Bonita en geta nýtt sér aðstöðuna á Jardin Isla Bonita, kjósi þeir það. Á hótelinu eru 219 herbergi, nokkuð einföld en hlýleg.

8

Dream Hotel Villa Tagoro Villa Tagoro er einfalt en líflegt íbúðahótel sem býður einfalda en rúmgóða íbúðagistingu þar sem fjölbreytt afþreying er í boði fyrir gesti. Þetta hótel minnir á Turbo Club hótelið okkar á Gran Canaria sem svo margir Íslendingar þekkja Sameiginleg aðstaða er mjög góð; stór og fallegur sundlaugargarður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug. Hér er einnig veitingastaður, bar, sauna, billiard, borðtennis, lítil verslun, sjónvarpsstofa, leiktækjaherbergi og barnaleiksvæði. Í íbúðum er loftkæling, gervihnattasjónvarp, öryggsihólf (leiga) og sími. íbúðirnar rúma að hámarki 3 fullorðna og eitt barn yngra en 12 ára, hótelið tekur ekki við bókunum með 4 fullorðna.

Aðrir gististaðir í boði

• HG Cristian Sur • Dream Gran Tacande • Compostela Beach • Tenerife Sur


Bodrum

126.900 kr. í 10 nætur*

Frá

H

eimsferðir bjóða enn á ný Íslendingum ferðir til Bodrum í Tyrklandi, sem hafa svo sannarlega slegið í gegn. Bodrum er fallegur hafnarbær sem stendur á samnefndum skaga á Eyjahafsströnd Tyrklands með endalaust

úrval veitingastaða, bara, kaffihúsa, verslana og mikið nætur-og skemmtanalíf í boði. Stutt er að fara frá flugvellinum í Bodrum og á gististaði Heimsferða sem eru í bæjunum Gumbet, Bitez og Turgutreis, sem standa hver við sína vík við suðurströnd Bodrumskagans. Bæirnir eru allir skammt frá Bodrum bænum og gengur strætisvagn (s.k. Dolmus) á milli bæjanna á svæðinu. Í Gumbet eru fallegar strendur og urmull veitingastaða, bara og kaffihúsa. Gumbet er staðurinn fyrir þá sem vilja vera í eða við hringiðu mesta næturlífsins. Bitez er fjölbreyttur og skemmtilegur bær en hér er andrúmsloftið rólegra en í Gumbet. Bærinn býður fallega strönd, gott úrval veitingastaða og bara auk verslana. Hér er falleg strönd og allt til staðar sem þarf til að virkilega njóta lífsins í sumarleyfinu í frábæru umhverfi. Turgutreis er næst stærsti bær á Bodrumskaga og býður úrval veitingastaða, bara og verslana og eina allra bestu ströndina á svæðinu. Fallegur bær sem er einstakur * Bitez Garden Life Hotel & Suites – Netverð á mann fyrir 2 fullorðna og 2 börn í *) Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum. Fargjald A. fjölskyldu herbergi. Netverð á mann m.v. 2 fullorðna kr. 145.900 22. maí í 10 nætur.

dvalarstaður í fríinu fyrir jafnt fjölskyldur sem einstaklinga.

9


Glæsileg gisting – allt innifalið

Frábært verð

La Blanche Resort & Spa

Frá kr. 173.800

La Blanche Resort & Spa er glæsilegt lúxushótel sem er frábærlega staðsett rétt við hinn fallega bæ Turgutreis. Herbergin eru rúmgóð og bjóða öll þægindi sem vænta má, s.s. baðherbergi með baðkari, síma og hárþurrku, gervihnattasjónvarp, öryggishólf, síma, minibar, loftkælingu og svalir eða verönd. Við hótelið er einkaströnd í sérstöku lóni þannig að aðstæður eru alveg einstakar. Sundlaugargarðurinn og sundlaugarnar eru stórar og sólbaðsaðstaðan er mjög góð og frábært barnasundlaugarsvæði með vatnsrennibrautum. Á hótelinu er úrval veitingastaða, 5 barir þar af einn sportbar og vítamínbar. Skemmtidagskrá í boði á daginn og á kvöldin. Á hótelinu er líkamsræktaraðstaða, tennisvellir, borðtennisborð, leiktækjasalur og margt fleira til afþreyingar. Þráðlaust internetaðgengi fyrir gesti. Glæsileg heilsulind (spa) er á hótelinu fyrir þá sem vilja nota tækifærið og láta dekra við sig í fríinu.

Bitez Garden Life Hotel & Suites Fallegt og gott hótel í Bitez sem býður einstaklega góðan aðbúnað og þjónustu. Hótelið var endunýjað á smekklegan hátt fyrir um tveimur árum. Stutt er að ganga frá hótelinu bæði á ströndina og í miðbæinn. Hér er fallegur sundlaugargarður með sólbekkjum og sólhlífum, sundlaug, barnalaug og sundlaugarbar. Á hótelinu er veitingastaður, vínbar og bar. 107 herbergi eru á hótelinu. þau eru smekklega innréttuð og með loftkælingu (gegn aukagjaldi), síma, öryggishólfi, sjónvarpi, baðherbergi með hárþurrku og svölum eða verönd. Þráðlaust internetaðgengi, sauna, tyrkneskt bað o.fl. fyrir gesti.

10

– með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 202.800 á mann. 22. maí í 10 nætur.

Allt innifalið

Frábært verð Frá kr. 126.900

– með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 145.900 á mann. 22. maí í 10 nætur.


Allt innifalið

Hotel Eken Resort er vel staðsett við ströndina í Gümbet og stutt frá miðbænum. Á hótelinu eru 101 herbergi með öll helstu þægindi, s.s. loftkælingu, baðherbergi með hárþurrku, gervihnattasjónvarpi, öryggishólfi (leiga), síma og litlum svölum eða verönd. Í sundlaugargarðinum er sólbaðsaðstaða með sólbekkjum og sólhlífum. Á hótelinu er veitingastaður og 2 barir. Einnig er líkamsræktaraðstaða, sauna, lítil verslun, internetaðstaða, borðtennisborð og fleira til afþreyingar.

Frábært verð Frá kr. 127.900

– með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 147.600 á mann. 22. maí í 10 nætur.

Frábært verð

Club Shark Hotel Club Shark Hotel er í hjarta Gümbet bæjarins í göngufæri við bari, veitingastaði verslanir og ströndina. Á hótelinu eru 105 herbergi og eru þau smekklega innréttuð með gervihnattasjónvarpi, síma, loftkælingu, mini-bar, internettengingu, öryggishólfi og baðherbergi með sturtu og hárþurrku. Frá hótelinu er ágætis útsýni til sjávar og upp til fjalla og það eru ekki nema um 350 m á ströndina. Allt innifalið Club Shark Hotel býður góða útisundlaug og barnalaug. Í garðinum eru sólbekkir, dýnur og sólhlífar og hér er bar og veitingastaður. Á þessu hóteli er allt innifalið, þ.e. matur og drykkir meðan á dvöl stendur. Einhverja þjónustu þarf að greiða aukalega fyrir og við biðjum ykkur að fá upplýsingar um það í móttöku hótelsins við komu.

3S Beach Club Þetta er er gott hótel og ákaflega vel staðsett rétt við ströndina í hinum fallega Bitez bæ. Hótelið er á þremur hæðum og eru herbergin smekklega innréttuð og öll með loftkælingu, sjónvarpi, síma, öryggishólfi og minibar. Á baðherbergjum er hárþurrka. Athugið að þó herbergin séu með svölum að þá er einungis um „franskar svalir” að ræða sem eru afar litlar. Þægilegur sundlaugagarður ásamt barnalaug og góðri sólbaðsaðstöðu.

Bodrum

Hotel Eken Resort

Frá kr. 131.400

– með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 147.600 á mann. 22. maí í 10 nætur.

Góð staðsetning – allt innifalið

Frábært verð Frá kr. 133.900

– með allt innifalið í 10 nætur Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 143.300 á mann. 12. júní í 10 nætur.

11


Costa del Sol 98.900 kr.

Frá

með allt innifalið*

C

osta del Sol er tvímælalaust vinsælasti áfangastaður Íslendinga í sólinni, enda býður enginn annar áfangastaður á Spáni jafn glæsilegt úrval gististaða, veitingastaða og skemmtunar. Héðan er örstutt að skreppa yfir

til Afríku og Gibraltar og töfrar Andalúsíu heilla alla þá sem henni kynnast. Hér ertu í hjarta fegursta hluta Spánar í seilingarfjarlægð frá Granada, Sevilla og Cordoba, Jerez, Ronda og Cadiz. Heimsferðir bjóða frábært úrval vinsælla gististaða á Costa del Sol. Hér er frábær

aðstaða fyrir ferðamanninn, einstakt loftslag og ótrúlegt úrval veitinga- og skemmtistaða. Ströndin hefur ár eftir ár verið valin hreinasta strönd Evrópu og fyrir þá sem vilja upplifa menningu, músík og fagra byggingarlist þá er Andalúsía sá staður Spánar sem hefur mest að bjóða, enda er hér að finna sterkustu sérkenni spænskrar menningar. * Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi á Griego Mar 19. júní í 7 nætur. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 117.600 á mann.

12


Costa del Sol Á Costa del Sol er eitt mesta úrval af glæsilegum veitingastöðum á Spáni. Bæirnir Torremolinos, Fuengirola og Marbella státa af úrvali veitingastaða af öllum þjóðernum, enda fátt skemmtilegra en að upplifa mismunandi stemmningu í fríinu. Andalúsía er ótrúlega falleg og upplagt að nota dvölina, taka sér bílaleigubíl og flakka á meðan maður er í fríi. Hér eru ótrúlega falleg þorp upp um allar sveitir, hvítu þorpin, með einstöku andrúmslofti horfins tíma. Jerez de la Frontera, Chiclana, Arcos de la Frontera með kastalanum uppi á toppi, Ronda með gljúfrinu fræga, hvíta ströndin í Tarifa, Granada, Sevilla og Cordoba.

Hotel Parasol Garden

Allt innifalið

Hotel Parasol Garden er gott þriggja stjörnu hótel í Torremolinos. Hótelið er 10 hæða með 171 herbergi sem ýmist eru með útsýni að sjó, til fjalla eða út í hótelgarðinn. Hótelið er smekklega innréttað en herbergin eru frekar einföld. Öll herbergi eru með gervihnattasjónvarpi, síma, öryggishólfi (gegn gjaldi), loftkælingu, viftu í lofti og svölum. Um 100 m eru niður á strönd og um kílómeter upp í gamla bæ. Hér er stafræktur barnaklúbbur og á kvöldin er skemmtidagskrá. Á hótelinu er hægt að komast í tölvur og á internetið, hér er kvöldskemmtun öll kvöld og hægt að keppa í alls konar íþróttagreinum eins og körfubolta, vatnapóló og pílu. Þá er hér barnaleiksvæði, starfræktur barnaklúbbur og mikið gert fyrir börnin á hótelinu. Hótelgarðurinn er afar góður og lokaður svo enginn fer þar inn nema með lykli. Garðurinn er með sundlaug, barnalaug og littlum potti. Sólbekkir með góðum dýnum og sundlagarbar er hér einnig.

Frábært verð Frá kr. 113.600 – með allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í fjölskyldu herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 131.700 á mann. 19. júní í viku.

13


Hotel Roc Flamingo Roc Flamingo er gott og huggulegt hótel rétt við miðbæ Torremolinos. Við hótelið er sundlaug, sundlaugarbar og sólbaðsaðstaða. Á herbergjum er loftkæling, sími, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, baðherbergi og svalir eða verönd. Rétt við hótelið er hringiða Torremolinos með ótrúlegu úrvali verslana, veitingastaða, næturklúbba og bara. Skemmtidagskrá í boði fyrir hótelgesti. Frá hótelinu er aðeins um 15 mín. gangur á ströndina.

Hotel Griego Mar

Frábært verð Allt innifalið

Íbúðahótel sem býður góða aðstöðu og frábæra staðsetningu. Hér er að finna stúdíóíbúðir og íbúðir með 1 eða 2 svefnherbergjum, allar með eldhúskrók, baði, sjónvarpi og síma. Athugið að ekki eru allar stúdíóíbúðirnar með svölum. Íbúðirnar með einu svefnherbergi eru með glugga á svefnherberginu sem opnast inní stofu. Móttakan á jarðhæð og veitingastaður sem opnast út í garðinn. Góður kostur fyrir þá sem leita að rólegum og þægilegum gististað.

14

– með allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 121.300 á mann. 26. júní í viku.

Allt innifalið

Mjög gott þriggja stjörnu hótel skammt frá miðbæ Torremolinos. Hótelið er nokkuð stórt og býður mjög fjölbreytta aðstöðu og þjónustu fyrir gesti. Á hótelinu er stór veitingastaður, kaffitería, snarl-bar og barir. Fjölbreytt afþreying í er boði, m.a. billiard og borðtennis. Þá er við hótelið góður sundlaugargarður með sundlaug, sundlaugarbar og sólbaðsaðstöðu. Á herbergjum er loftkæling, sími, öryggishólf, gervihnattasjónvarp, baðherbergi og svalir eða verönd. Rétt við hótelið er hringiða Torremolinos með úrvali verslana, veitingastaða, næturklúbba og bara. Frá hótelinu er um 15 mín. gangur á ströndina. Þá eru drykkir, áfengir og óáfengir (innlendir) einnig innifaldir meðan á dvöl stendur. Fyrir einhverja tegund af drykkjum og þjónustu þarf að greiða aukalega, fáið upplýsingar um það við komu á hótel.

Aguamarina

Frá kr. 104.000

Frábær staðsetning

Frábært verð Frá kr. 98.900 – með allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 117.600 á mann. 19. júní í 7 nætur.

Frábært verð Frá kr. 86.100 – í 10 nætur

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í studio íbúð kr. 99.900 á mann. 12. maí í 10 nætur.


Gott íbú›ahótel í Fuengirola me› stórum og góðum íbú›um og einstakri a›stö›u. Íbú›ir m/1 svefnherbergi fyrir allt a› 5 og íbú›ir m/2 svefnherbergjum fyrir allt a› 7 manns. Byggingarnar eru 3 og íbú›irnar snúa í allar áttir, ‡mist inn í gar› e›a út a› götu. Íbú›irnar me› einu svefnherbergi eru me› rúmi í forstofu sem hentar vel fyrir barn. Í stofunni eru 2 sófar þannig a› þeir sem sofa þar þurfa ekki a› sofa saman í sófa. Í svefnherberginu er hjónarúm. Í íbú›unum m/2 svefnherbergjum er hjónarúm í ö›ru herberginu en 2 rúm í hinu, tveir sófar í stofu og svo líti› rúm í forstofu. Allar íbú›ir eru me› örbylgjuofni, brau›rist og eldavél me› 2 keramikhellum. Á hótelinu er vel útbúinn tækjasalur og sauna. Vel útbúinn leiksalur er fyrir börnin. Í gar›inum er sundlaug, stór barnalaug og leikvöllur fyrir börn me› leiktækjum. Á hótelinu er mjög vinsæll „breskur pöbb“, auk veitingasta›ar og kaffiteríu þar sem hægt er a› fá smárétti allan daginn. Skemmtidagskrá á hótelinu. Hægt er a› komast í þvottavél og þurrkara gegn vægu gjaldi. Einnig hægt a› strauja. Margir sjálfsalar me› vatni og gosdrykkjum. Leiktæki, s.s. billiard og spilakassar auk bókasafns.

Costa del Sol

Frábært fjölskylduhótel

Castle Beach

Besta staðsetningin

Aparthotel Bajondillo Frá­bær­lega sta›­sett hótel vi› strönd­ina me› afar fal­leg­um ­gar›i og mik­illi fljón­ustu. Ör­stutt er a› ­ganga í mi›­bæ­inn og geng­i› er úr gar›­in­um, yfir göt­una og ni›­ur á strönd. Í bo›i eru stúdíó­í­bú›­ ir og í­bú›­ir me› einu svefn­her­ bergi, all­ar me› ba›i, eld­hús­krók og svöl­um. Inn­rétt­a›­ar á ein­fald­an en smekk­leg­an hátt. ­Tveir veit­inga­ sta›­ir, sundlaug, b­ar og leikja­her­ bergi. Bajond­illo hef­ur ver­i› einn vin­sæl­asti gisti­sta›­ur Heims­fer›a­ far­flega og nú eru all­ar í­bú›­ir me› sjón­varpi, síma og loft­kæl­ingu.

Frábær valkostur

Hotel Amaragua Þetta er afar vel staðsett hótel á Carhuela ströndinni í Torremolinos og alveg við ströndina. Hótelið er mjög smekklegt, hlýlegt og býður góða þjónustu. Á hótelinu eru 275 herbergi sem eru öll búin loftkælingu, síma, sjónvarpi, mini-bar, öryggishólfi og WiFi internettengingu. Á hótelinu er bæði veitingastaður (hlaðborð) og snarlbar ásamt hótelbar. Fallegur sundlaugagarður með sundlaug og barnalaug og er gengið beint út á strönd úr honum. Þá er hér heilsulind með innisundlaug, nuddpotti, saunu, tyrkensku baði og hægt er að komast í líkamsræktartæki þar. Frábær valkostur og sérlega vel staðsett hótel!

Aðrir gististaðir í boði

• Apartamentos MS Alay’s • Sunset Beach Club • Hotel Melia Costa del Sol

• Hotel Balmoral • Hotel Palmasol

15


19. apríl – 4 nætur – Örfá sæti laus 27. apríl – 4 nætur 27. september – 4 nætur 19. október – 4 nætur

Frábært verð Frá aðeins

88.400 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Star Inn, 27. apríl.

Frábærar helgarferðir í vor og haust

Búdapest

Í VOR OG HAUST

H

eimsferðir bjóða nú beint flug til Búdapest, einnar eftirsóttustu borgar Evrópu, tíunda árið í röð. Vorin og haustin eru vinsælasti tíminn til að heimsækja borgina en þá iðar hún af lífi auk þess sem menningarlífið er

með fjörugasta móti. Búdapest stendur á einstökum stað við Dóná sem skiptir henni í tvennt: annarsvegar er Búda, eldri hluti borgarinnar, sem stendur í hlíð vestan árinnar og hinsvegar Pest.

Frá

88.400 kr.

Hótel í Búdapest Radisson Blue Beke Sofitel Astoria Mercure City Center Mercure Korona Hotel Marmara Novotel Centrum Erzsébet La Prima Fashion Star INN Tulip Inn Expo Cosmo Radisson Blu Mercure Metropol

Nánar á www.heimsferdir.is 16


19. apríl – 3 nætur – Uppseld 27. apríl – 4 nætur 27. september – 3 nætur 4. október – 4 nætur

Frábært verð Frá aðeins

79.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Ilf, 27. september.

Prag

Frábærar helgarferðir í vor og haust

Í VOR OG HAUST

P

rag er ótvírætt ein fegursta borg Evrópu. Stórkostlegar byggingar og listaverk bera vott um ríkidæmi og völd, baráttu, hugsjónir og listsköpun allt fram til þessa dags. Hradcanykastalinn og Vitusarkirkjan sem gnæfa

yfir borgina, iðandi Karlsbrúin, gamli bærinn með Staromestske-torginu, þröngar göturnar og Wenceslas-torgið; allt eru þetta ógleymanlegir staðir. Ekkert jafnast á við að rölta um götur Prag og drekka í sig mannlífið og söguna. Í Prag er endalaust úrval veitingastaða, bara og kaffihúsa og í borginni er einnig hreint frábært að versla. Heimsferðir bjóða fjölbreytta gistingu auk spennandi kynnisferða með fararstjórum Heimsferða sem gjörþekkja borgina.

Frá

79.900 kr.

Hótel í Prag Hotel Pachtúv Palace Hotel Crowne Plaza Prague Castle Century Old Town Prague Park INN Hotel Adria Hotel Novotel Praha Parkhotel Jurys INN Hotel Ibis Old Town Hotel Ibis Mala Strana Hotel Ibis Wenceslas Square Hotel Ilf

Nánar á www.heimsferdir.is

17


Frábært verð Frá aðeins

106.400 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Atlantis, 27. apríl.

Barcelona H

eimsferðir bjóða, tuttugasta árið í röð, beint flug til Barcelona. Í Barcelona er iðandi mannlíf jafnt að nóttu sem degi, frægustu veitingastaðir og

Frá

27. apríl – 4 nætur 11. október – 4 nætur

106.400 kr.

skemmtistaðir Spánar, blómlegt tónlistarlíf og frábært veðurfar. Hér nýtur

þú daganna innan um fræg listasöfn og byggingarlist sem er ólík allri annarri í heiminum. Gamli borgarhlutinn, Barrio Gotico, er frá 13. öld og hefur einstakt aðdráttarafl. Þar drekkur þú í þig mörghundruð ára gamla sögu, á göngu um þröng strætin, innan um gallerí, veitingastaði, verslanir og söfn.

Frábært að versla Í Barcelona er frábært að versla. Stórglæsilegar verslanir eru á Diagonal breiðgötunni og gaman er að rölta innan um litlar smáverslanir í Barrio Gotico. Ekki má gleyma verslunarmiðstöðvunum sem eru fullar af spennandi búðum.

Menningarlífið Menningarlífið er með ólíkindum í þessari fögru borg enda hefur hún alið af sér marga frægustu syni Spánar. Tónleikar á hverjum degi, hvort sem er klassík, jass, einhver alþjóðleg poppstjarnan eða hinn hefðbundni flamenkó. Liceu, óperuhöllin, Palau de Musica með klassík og óperur, listasöfn Picassos, Mirós og Dalís. Þjóðlistasafnið, MNAC, hefur að geyma minjar Katalóníu og nýlistasafnið, MACBA, í miðju Raval hverfinu hýsir nýstárlegar sýningar nútímalistamanna. Ekki má gleyma að í borginni eru heimkynni eins frægasta fótboltaliði heims, FC Barcelona. Óhætt er að fullyrða að heimsókn á Camp Nou leikvanginn líður þeim sem reyna seint úr minni.

18

Hótel í Barcelona HCC Regente Hotel Catalonia Atenas Catalonia Barcelona Plaza HCC St.Moritz Hotel Atlantis Hotel Numancia

Nánar á www.heimsferdir.is


Sevilla

19. apríl – 3 nætur Frábær 3 nátta helgarferð

Í VOR

H

eimsferðir bjóða nú frábæra helgarferð til Sevilla, höfuðborgar hins einstaka Andalúsíuhéraðs á Spáni. Sevilla er einstaklega fögur borg, rík af sögu og stórfenglegum byggingum, s.s. Dómkirkjunni með Giraldaturninn þeirri

þriðju stærstu í heimi. Í miborginni og hinum eldri hlutum borgarinnar er einstök

Frábært verð

99.900 kr.

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 3 nætur á Hotel Catalonia Giralda, 19. apríl.

stemmning, þröngar götur, veitinga- og kaffihús og heillandi torg. Auk þess er óendanlegt úrval verslana í borginni. Vorið bregður Sevilla í sinn fegursta búning og hún skartar öllu sem hún hefur til að bera. Gríptu þetta einstaka tækifæri og smelltu þér í einstaka helgarferð.

Hótel í Sevilla

99.900 kr.*

Almennir skilmálar

en 7 daga fyrirvara eru ekki mögulegar. Pöntun á sérþjónustu: Bókunargjald fyrir miða á söngleiki, leikhús, fótboltaleiki, o.s.frv er kr. 2.000 fyrir hverja bókun. Bókun og afpöntun ferða: Til að staðfesta farpöntun skal greiða kr. 25.000 fyrir fullorðna og kr. 25.000 fyrir börn, nema þar sem annað er tekið fram (sbr. sérferðir og siglingar). Almennt skal staðfesta pöntun innan 5 daga, annars fellur hún sjálfkrafa niður. Staðfestingargjald er óafturkræft. Heimilt er að afturkalla farpöntun, sem borist hefur fimm vikum fyrir brottför eða fyrr, án kostnaðar, sé það gert innan viku frá því að pöntun var gerð. Berist afpöntun síðar, en þó fjórum vikum fyrir brottför, áskilur ferðaskrifstofan sér rétt til að halda staðfestingargjaldinu eftir. Sé pöntun afturkölluð með minna en 28 daga en meira en 14 daga fyrirvara heldur ferðaskrifstofan eftir 50% af verði ferðarinnar en þó aldrei lægri upphæð en sem nemur staðfestingargjaldi. Berist afpöntun með skemmri en 14 daga fyrirvara á ferðaskrifstofan kröfu á 75% fargjaldsins, en sé fyrirvarinn aðeins fjórir virkir dagar eða skemmri er allt fargjaldið óafturkræft. Sjá frekari skilmála um afpantanir í ferðaskilmálum Heimsferða. Forfallagjald: Forfallagjald tryggir endurgreiðslu (6.000 kr. sjálfsábyrgð á mann) ferðakostnaðar ef forföll eru vegna veikinda, slyss, þungunar, barnsburðar og veikinda eða andláts ættingja. Slíkt verður að staðfesta með læknisvottorði og áskilja Heimsferðir sér rétt til að kalla til tryggingalækni sinn. Greiðsla forfallagjalds er ekki í boði í allar ferðir, s.s. sérferðir og siglingar. Gerður er fyrirvari um villur, s.s. prentvillur sem kunna að vera í bæklingi þessum og áskilja Heimsferðir sér rétt til leiðréttinga á slíku. Ath. að allt verð í bæklingi er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara. Skilmálar: Ferðaskilmálar Heimsferða. Heimsferðir 6. febrúar 2012 Umbrot og hönnun: ENNEMM Prentun: Oddi

M

E R F I S ME HV R KI

Innifalið í verði pakkaferða: Flug fram og til baka, gisting og íslensk fararstjórn. Staðgreiðsla miðast við að ferð sé greidd a.m.k. mánuði fyrir brottför. Annars gildir almennt verð sem er 5% hærra. Greiðsla með kreditkorti þarf að hafa borist 6 vikum fyrir brottför svo staðgreiðsluverð gildi. Í boði eru staðgreiðslulán MasterCard og VISA skv. sérstökum skilmálum þar um. Verðbreytingar: Verð er háð almennum gengisbreytingum fram að brottför og miðast við gengi evru, dollars og verð eldsneytis 1. febrúar 2012. Athygli er vakin á því að ef ferð er að fullu greidd tekur hún ekki verðbreytingum vegna gengisbreytinga sem kunna að verða fram að brottför. Uppgefið áætlað verð við staðfestingu pöntunar kann að taka breytingum ef breyting verður á einum eða fleiri eftirfarandi verðmyndunarþátta: • Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði. • Sköttum eða gjöldum fyrir tiltekna þjónustu, s.s. lendingargjöldum eða gjöldum fyrir að fara um borð eða frá borði í höfnum eða á flugvöllum. • Gengi þess gjaldmiðils sem á við um tiltekna ferð, þ.e. 1. febrúar 2012 sbr. hér að ofan. Athygli er vakin á að þessi gengisviðmiðunarákvæði eru liður í samningi milli aðila. Ekki er gripið til verðbreytinga nema heildarverð ferðar breytist um 10% eða meira. Ferð sem er að fullu greidd tekur ekki verðbreytingum og sé ferðin greidd að meiru en hálfu en þó ekki að fullu tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst. Ath. að allt verð er viðmiðunarverð og getur tekið breytingum án fyrirvara. Bókunargjald: Öll verð í bæklingi miðast við netbókun á www.heimsferdir.is. Ef bókað er á skrifstofu eða í síma bætist við bókunargjald kr. 2.400 á mann. Forfallagjald: Fullorðnir kr. 2.200 og börn kr. 1.100. Valkvætt. Afsláttur: Smábarn greiðir kr. 7.000. Breytingargjald: Eftir að pöntun er staðfest skal greiða kr. 5.000 breytingargjald fyrir hverja breytingu, s.s breytingu á farþegafjölda, gististað, framlengingu ferðar o.s.frv. Með 14 daga fyrirvara er unnt að breyta flugfarseðli eftir að ferð er hafin, gegn greiðslu breytingargjalds kr. 5.000. Breytingar á flugfarseðli með minna

Nánar á www.heimsferdir.is

U

Frá

Hotel Catalonia Giralda NH Central Convenciones Tryp Macarena Hotel Zenit Sevilla Abba Triana

141

776

PRENTGRIPUR

Sjá upplýsingar um umboðsmenn Heimsferða um land allt á www.heimsferdir.is

19


KYNNISFERÐIR Sögustaðir Rómarborgar Pompei og Vesuvíus Vatikansafnið og Péturskirkjan

Frábært verð Frá aðeins

119.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Galles.

Róm

1 - 5. nóvember – 4 nætur

119.900 kr.

Frá

H

eimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til borgarinnar eilífu, í beinu leiguflugi í nóvember. Nú getur þú kynnst þessari einstöku borg, sem á ekki sinn líka í fylgd fararstjóra Heimsferða og upplifað árþúsundamenningu og

andrúmsloft sem er einstakt í heiminum. Péturstorgið og Péturskirkjan, Vatíkanið, Spænsku tröppurnar, Colosseum, Forum Romanum og Pantheon hofið. Skoðaðar verða hallir og meistaraverk endurreisnartímans, barokk-kirkjur og stórkostleg meistarverk þeirra Rafaels og Michelangelos. Við skoðum torgin í Róm, sérstaklega litríkt mannlífið á Piazza Novona og við hinn fræga Trevi brunn. Eyðum kvöldstund í gömlu miðborginni Trastevere og borðum gómsætan ítalskan kvöldverð. Eða einfaldlega að rölta um þessa stórkostlegu borg, drekka í sig mannlífið, njóta veitinga- og skemmtistaða og upplifa hversvegna allar leiðir liggja til Rómar

Hótel í Róm Hotel Hotel Hotel Hotel

Galles Royal Santina Torino President

Nánar á www.heimsferdir.is 20

Nýr ferðamannaskattur í Róm

Þann 1. janúar 2011 var settur á nýr ferðamannaskattur í Róm. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli. Upphæðin er: 3 Eur á mann á dag á 3* hótelum og 4 Eur á mann á dag á 4* hótelum. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn. Sjá nánar á vefsíðu: http://en.turismoroma.it


Frábært verð Frá aðeins

98.900 kr. Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með morgunverði í 4 nætur á Hotel Park, 27. apríl.

27. apríl – 4 nætur 18. október – 4 nætur

Ljubljana

Frá

98.900 kr.

H

eimsferðir bjóða frábærar fjögurra nátta helgarferðir til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu, einnar af leyndu perlum Evrópu sem allt of fáir þekkja. Á hæð ofan við borgina gnæfir Ljubljana kastali og áin Ljubljanica

liðast um borgina. Það er einstakt að rölta með ánni og fylgjast með iðandi mannlífinu. Miðbærinn er fullur af kaffi- og veitingahúsum og skemmtistöðum. Margar verslanir eru í borginni, bæði risastór verslunarmiðstöð, sérverslanir af öllu tagi og skemmtilegur miðbæjarmarkaður.

Hótel í Ljubljana Hotel Hotel Hotel Hotel Hotel

Lev Best Western Slon Park City Union

Nánar á www.heimsferdir.is

Spennandi kynnisferðir • Ljubljana - bæjarferð • Fjallaperlan Bled • Postojna – hellarnir

Nánar á heimsferdir.is 21


Benidorm

89.900 kr. í viku*

Frá

H

eimsferðir bjóða beint flug til Alicante í sumar eins og s.l. 17 ár. Alicantesvæðið er eitthvert vinsælasta orlofssvæði Íslendinga á erlendri grundu. Mikill fjöldi fólks á hér orlofshús og leggur leið sína hingað mjög reglulega. Benidorm

liggur í um klukkustundarakstri frá Alicante og hefur verið einn vinsælasti áfangastaður Íslendinga í yfir 30 ár, enda er hér að finna eitt öruggasta veðurfar í Evrópu, sól og blíða í yfir 300 daga ár ári. Hingað sækja margir ár eftir ár til að njóta sumarleyfisins og sagt er að hvergi á Spáni sé ódýrara að njóta hins besta í sumarleyfinu en einmitt hér. Yndislegt er að rölta eftir strandgötunni eða um þröngar götur gamla bæjarins, fara í tapas eða rauðvínssmökkun eða skoða einhverjar af þeim fjölmörgu verslunum þar eru. Á Benidorm er fjöldi frábærra veitingastaða, bæði í gamla bænum og við strandgötuna. Gamli bærinn hefur mikið aðdráttarafl. Síðdegis fyllast göturnar þar af fólki sem kemur til að sýna sig og sjá aðra. * Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 104.900 á mann. Buena Vista 22. maí í viku.

Hotel Mediterraneo Heimsferðir eru stoltar af að bjóða aftur vinsælasta hótelið á Benidorm, Hotel Mediterraneo. Glæsilegt hótel staðsett beint á móti Benidorm Palace og með einum besta aðbúnaði á Benidorm. Það tekur um 25 mínútur að ganga niður á strönd. Strætisvagn sem gengur meðfram ströndinni og niður í gamla bæinn stoppar beint fyrir utan hótelið. Sameiginleg aðstaða er mikil og góð. Stór móttaka er á jarðhæð með glæsilegum veitingastað, setustofu og bar. Skemmtidagskrá er á kvöldin og hljómsveit sem leikur fyrir dansi til miðnættis. Stór og fallegur garður með stórum sundlaugum og góðri sólbaðsaðstöðu. Að auki er á hótelinu innisundlaug, sauna, heitir pottar og líkamsræktarsalur. Herbergin eru rúmgóð og fallega innréttuð með loftkælingu, sjónvarpi, síma, internettengingu og öll með svölum. Hálft fæði er innifalið í verði og er morgunverður og kvöldverður (hlaðborð) framreiddur á veitingastaðnum á jarðhæð. Glæsileg aðstaða fyrir farþega Heimsferða og sannarlega frábær valkostur fyrir þá sem kjósa góðan aðbúnað með fullri þjónustu á Benidorm.

22

Frábært verð Frá kr. 123.900 – með allt innifalið

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í herbergi kr. 132.700 á mann. 22. maí í viku.


Buena Vista

Frá kr. 89.900

Íbúðahótel sem var allt tekið í gegn árið 2002, staðsett við Rincon de Loix við Levante ströndina, aðeins 1 km er niður í miðbæ og stutt frá öllu því helsta; veitingastöðum, börum o.fl. Þetta íbúðarhótel er 15 hæðir og með 72 íbúðir. Góð þjónusta er á hótelinu, s.s. móttaka opin allan sólarhringinn, öryggishólf, kaffitería/bar, sjónvarpsherbergi, leiksvæði fyrir börnin, þvottaaðstaða, minigolf, sauna, leikfimi og bílastæði. Fallegur garður með sundlaug og góðri sólbaðsaðstöðu. Allar íbúðir eru með fullbúnu baðherbergi, sjónvarpi, eldhúsaðstöðu, loftkæl-ingu, öryggishólfi, svefnherbergi og svölum.

– í viku

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 104.900 á mann. 22. maí í viku.

Frábært verð

Viña del Mar

Frá kr. 99.900

Vel búnar íbúðir, frábærlega staðsettar við aðalgötuna í Benidorm, sem liggur fyrir ofan ströndina. Móttaka er í hótelinu og lítill snyrtiegur garður. Veitingastaður á jarðhæð, örstutt er í næstu matvöruverslun. Íbúðir eru vel búnar, mjög rúmgóðar og allar með útsýni niður á strönd. Frábær staðsetning og góður kostur jafnt fyrir einstaklinga sem fjölskyldur. Þrif einu sinni í viku, skipt á handklæðum tvisvar í viku fyrir Heimsferðafarþega. Viftur eru á öllum íbúðum. Hótel sem farþegar okkar kjósa ár eftir ár.

– í viku

Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð með einu svefnherbergi. Netverð m.v. 2 fullorðna í íbúð kr. 109.900 á mann. 22. maí í viku.

Aðrir gististaðir í boði

Frá

• Levante Club apartamentos

19.900 kr.

aðra leið með sköttum

Benidorm

Frábært verð

flugsæti til

Alicante V

insældir Alicante svæðisins hafa vaxið ár frá ári enda fara

ferðamenn þangað aftur og aftur til að njóta alls þess sem það hefur að bjóða. Hér er að finna eitt stöðugasta veðurfar á Spáni,

sól alla daga og hitinn er milli 25-30 gráður yfir sumartímann. Heimsferðir bjóða flugsæti til Alicante frá apríl og fram í október. Nánar á www.heimsferdir.is

23


Eldriborgaraferðir

Frá kr. 199.800

með öllu inniföldu

Benidorm 20. apríl

í 19, 26 eða 33 nætur Fararstjóri: Birgitte Bengtson Heimsferðir gerir eldri borgurum frábært tilboð í ferð til Benidorm í vor. Einstakt sértilboð með gistingu á Hotel Mediterraneo. Gríptu þetta frábæra tækifæri og njóttu lífsins í vor á Benidorm á ótrúlegum kjörum. Fjölbreytt dagskrá í boði í fylgd fararstjóra Heimsferða.

Frábær vorferð fyrir eldri borgara

Frábært verð 199.800 á mann í tvíbýli

með allt innifalið 20. apríl í 19 nætur

250.900 á mann í tvíbýli

með allt innifalið 20. apríl í 26 nætur

289.900 á mann í tvíbýli

með allt innifalið 20. apríl í 33 nætur Tilboðið gildir til 15. febrúar! Eftir það hækkar verðið um 10.000 kr.

Tenerife Frábær vorferð fyrir eldri borgara

21. apríl í 24 nætur

Frábært verð 209.900 á mann í tvíbýli

með allt innifalið í studio íbúð á Villa Adeje Beach.

24

Heimsferðir bjóða nú langa vorferð til Kanaríeyjunnar vinsælu Tenerife á afar hagstæðu verði. Lögð er áhersla á skemmtilegan félagsskap, fjölbreytt félagsstarf og ekki síst heilsurækt sem fyrir mörgum er orðinn einn dýrmætasti þátturinn í þessum ferðum. Að ógleymdum skoðunarferðum í fylgd reyndra fararstjóra.


Costa Ballena I Novo Sancti Petri I Arcos Gardens I Montecastillo Montenmedio I Alcaidesa Links

Golfveisla

Frábær golfsvæði – traust fararstjórn

Í vor

Frábært verð Kr. 139.000

Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli í 4 nætur frá 27.apríl - 1. maí Innifalið: ótakmarkað golf í 4 daga og traust fararstjórn.

Nánari upplýsingar á heimsferdir.is og hjá Herði H. Arnarsyni í síma 618 4300 og á sport@heimsferdir.is

17. - 24. mars – Uppselt 24. - 31. mars – Uppselt 31. - 10. apríl – Uppselt 10. - 19. apríl – Uppselt 22. - 2. maí – Uppselt 2. - 12. maí – Fá sæti laus Höfum bætt við ferðum vegna mikillar eftirspurnar 27. apríl - 1. maí – Barcelona 12. - 22. maí – Suður-Spánn

25


H

eimsferðum er það mikil ánægja að kynna glæsilegar sérferðir sem verða í boði vor, sumar og haust 2012. Í

Gönguferðir Á bökkum Gardavatnsins

boði eru spennandi ferðir til staða sem notið hafa mikillar hylli auk fjölda ferða um nýjar og framandi slóðir. Heimsferðir hafa á að skipa

2.-9. júní

einvala hópi sérfræðinga og fararstjóra með

– 7 nátta ferð

áratuga reynslu af skipulagningu og framkvæmd

21.-29. ágúst

sérferða um allan heim. Það er einlæg von okkar að þú finnir ferð við þitt hæfi og við óskum þér

– 8 nátta ferð

og þínum góðrar ferðar hvert sem leiðin liggur

29. ágúst - 3. september – 5 nátta ferð

sem ánægjulegasta.

Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson

Sérferðir

á árinu 2012. Við kappkostum að gera þína ferð

Netverð á mann 8 nátta ferð 21.-29. ágúst kr. 219.900 á mann í tvíbýli. kr. 272.600 á mann í einbýli

Netverð á mann 7 nátta ferð 2.-9. júní kr. 215.800 á mann í tvíbýli. kr. 249.900 á mann í einbýli

Dásamlegar gönguferðir til hins undurfagra Gardavatns þar sem dvalið verður á góðu 3*+ hóteli í útjaðri bæjarins Malcesine við norðausturenda Gardavatnsins. Þaðan verður haldið í spennandi dagsgöngur eftir ægifögrum göngustígum á milli litskrúðugra þorpa, gróðursællra unaðslunda og fjallstinda með óviðjafnanlegu útsýni yfir eina rómuðustu náttúruperlu Norður-Ítalíu.

Netverð á mann 5 nátta ferð 29. ágúst – 3. september kr. 174.400 á mann í tvíbýli. kr. 207.400 á mann í einbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3*+ hóteli með hálfu fæði (morgunverður og kvöldverður). Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 15 manns. Hámarksfjöldi er 20 manns. Ekki innifalið: Bátsferðir, valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, kláfum og annað sem ekki er tilgreint að ofan Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 15 manns. Hámarksþátttaka er 20 manns.

Ítalía – Cinque Terre 12. - 20 maí – 8 nátta ferð

(6 nætur í Cinque Terre / 2 nætur í Flórens)

26. maí - 2. júní – 7 nátta ferð 3.-11. september – 8 nátta ferð Netverð á mann 8 nátta ferð 12.-20. maí kr. 254.500 á mann í tvíbýli kr. 329.400 á mann í einbýli.

Netverð á mann 7 nátta ferð 26. maí - 2. júni kr. 229.900 á mann í tvíbýli. kr. 305.800 á mann í einbýli.

Netverð á mann 8 nátta ferð 3.-11. september kr. 249.600 á mann í tvíbýli. kr. 336.900 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til Ítalíu með millilendingu í London, skattar, gisting á 3*+ hóteli með morgunverðahlaðborði. 3 kvöldverðir í 7 nátta ferð. 4 kvöldverðir í 8 nátta ferð. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 16 manns. Hámarksþátttaka er 20 manns. Ekki innifalið: Bátsferðir, valfrjálsar kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum,og annað sem ekki er tilgreint að ofan. ATH: verð er miðað við verð á flugi (Easyjet / BA) og gengi 6. febrúar 2012. Verð ferðarinnar hækkar í samræmi við hugsanlegar hækkanir á flugi með þessum tveimur flugfélögum. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 16 manns. Hámarksþátttaka er 20 manns.

26

Fararstjóri: Einar Garibaldi Eiríksson Gönguferðir um ströndina og þorpin í Cinque Terre á Ítalíu, á svæði sem býr yfir óviðjafnanlegri náttúrufegurð, menningu og sögu. Cinque Terre heitir eftir fimm þorpum sem virðast hanga utan í bröttum hlíðunum við ströndina sunnan við Genúa. Þarna kúra fallegar hafnir, fullar af litskrúðugum litlum fiskibátum og þröngum strætum með afar sérstakri stemmningu. Á millli þorpanna liggur fjöldi göngustíga, ýmist um þverhníptar klettasnasir eða um iðagrænar og ávalar hæðir þaktar vínviði og ólífuviðarlundum. Gist er á heimilislegu hóteli í einu þorpinu og farið þaðan í dagsgöngur. Gengið er í um 4–6 tíma á dag og flokkast ferðirnar sem léttar til miðlungs-erfiðar og henta því flestum sem eru í nokkuð góðu formi.


30. maí - 6. júní og 5.-12. sept. Fararstjóri: Trausti Hafsteinsson Tenerife – oft nefnd „Paradísareyjan“ er stærst af þeim sjö eyjum sem tilheyra Kanaríeyjunum. Hún er staðsett mitt á milli eyjanna Gran Canaria, La Gomera og La Palma. Eyjan nýtur sérstöðu fyrir einstakt náttúrufar og veðursæld. Á Tenerife er gott veðurfar allan ársins hring og er eyjan afar vinsæll áfangastaður fyrir vandláta ferðamenn. Eyjan er 2.034 km2 að flatarmáli og er eins og þríhyrningur í laginu og fer hún hækkandi eftir því sem nær dregur miðju og nær hámarki með fjallinu Teide sem er hæsta fjall Spánar í 3.718 m hæð. Dvalið verður í 7 nætur á góðu þriggja stjörnu hóteli í Puerto del la Cruz á noðurströnd Tenerife. Daglega er haldið í göngur um fjölbreytt landsvæðið. Einnig er dagsferð til nágranna eyjunnar La Gomera þar sem gengið er um í regnskógi Garajonay-þjóðgarðsins. Gönguferðir á Tenerife er sannarlega spennandi valkostur þar sem landslagið er margbrotið og útsýnið frábært.

Netverð á mann: kr. 185.800 á mann í tvíbýli kr. 205.500 á mann í einbýli

Sérferðir

Gönguferðir á Tenerife

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3* hóteli með hálfu fæði (morgunverður og kvöldverður). Akstur til og frá flugvelli. Gönguferðir samkvæmt dagskrá. Dagsferð til La Gomera ásam hádegisverði. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 16 manns. Ekki innifalið: Kynnisferðir, aðgangseyrir að söfnum, siglingar og annað sem ekki er tilgreint í ferðalýsingu. Staðfestingargjald er kr. 25.000 Lágmarksþátttaka er 16 manns Hámarksþátttaka er 20 manns

Aðrar sérferðir Dresden 27. apríl - 1. maí Dresden höfuðborg Saxlands er einstaklega fögur borg er stendur á bökkum árinnar Elbu. Borgin er sannkölluð perla og þekkt fyrir ægifagrar og glæsilegar barokkbyggingar, tónlist og fjölskrúðugt listalíf og er talin fegursta barokkborg heims. Í Dresden blómstrar menning og listir, þar eru þekkt óperuhús, tónleikasalir, listasöfn stórkostlegar byggingar og fallegir garðar. Jafnframt er hún þekkt háskólaborg vísinda- og viðskiptamiðstöð. Dresden er ein grænasta borg Evrópu fjöldi garða og útivistarsvæða eru í borginni og þá er notalegt að fá sér göngutúr meðfram ánni eða jafnvel bregða sér í siglingu. Í gamla bænum í kring um Altmarkt torgið og Prager götuna er úrval af verslunum veitingastöðum söfnum og litlum sérverslunum. Frábær borg sem hefur allt það sem ferðamanninn dreymir um.

Netverð á mann: Kr. 159.900 á mann í tvíbýli. Kr. 176.800 á mann í einbýli Innifalið: Flug til og frá Prag, skattar, gisting í 4 nætur á 4* hóteli með hálfu fæði. Kynnisferðir um Dresden og Meissen. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðgangseyrir á söfn,kastalann, tónleika og aðrar kynnisferðir. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Vínarborg og Györ Bratislava – Budapest

27. apríl - 1. maí Fararstjóri: Gunnhildur Gunnarsdóttir Skemmtileg 5 daga sérferð til Vínarborgar í Austurríki og Györ í Ungverjalandi. Dvalið í 2 nætur í Vínarborg og 2 nætur í Györ. Í Vínarborg er skemmtileg blanda af gamla og nýja tímanum. Keisaralegt yfirbragð setur mikinn svip á borgina, enda var þar höfuðsetur austurrísku keisaranna í aldaraðir. Fallegar byggingar og hallir á nær hverju horni. Vínarborg ber titilinn tónlistarborg með reisn. Hér bjuggu Mozart, Beethoven, Schubert og Straussfeðgarnir ásamt mörgum öðrum listamönnum. Á þriðja degi er ekið frá Vín til Györ með viðkomu í borginni Bratislava sem er höfuðborg Slóvakíu. Þar verður dvalið um stund og farið í kynnisferð um borgina. Þá er ekið til Györ sem er í norðvestur hluta Ungverjalands. Borgin stendur við ármót Rába árinnar og þverár Dónár. Afar falleg og vinaleg borg með litríkum miðbæ og stórkostlegum byggingum í barrok stíl. Mikið af sögulegum minjum, og er það aðeins höfuðborgin Budapest sem státar af fleiri. Györ hefur hlotið Evrópu-verðlaunin fyrir varðveislu og viðhald sögulegra bygginga í gamla miðbænum.

Netverð á mann: Kr. 145.900 á mann í tvíbýli. Kr. 159.900 á mann í einbýli Innifalið: Flug til og frá Budapest, skattar, gisting á góðum 3*/ 3*+ hótelum í 4 nætur með morgunverðarhlaðborði. 4 kvöldverðir. Kynnisferðir um: Vínarborg, Bratislava, Györ og Budapest. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverður, aðgangseyrir á söfn, tónleika og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreint eru ofan. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

27


Vorið á Madeira 10.-20. apríl Fararstjóri: Ása María Valdimarsdóttir Madeira, er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Eyjan er í Atlantshafinu fyrir utan norðvesturströnd Afríku. Hér ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróðurinn hafa eyjaskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferðamannsins. Dvalið verður á góðu 4* hóteli skammt frá höfuðborginni Funchal sem er á suðurströnd eyjunnar. Það sem einkennir borgina öðru fremur eru stórir og fallegir skrúðgarðar með aragrúa fagurra blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. En borgin hefur fleira að bjóða eins og þröngar krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga sér skip af öllum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum. Þegar út fyrir borgina er komið taka við litlir „syfjulegir“ bæir og vinaleg sjávarþorp sem gaman er að heimsækja. Íbúar eyjunnar eru heimsþekktir fyirr vínframleiðslu sína en blómarækt, dúkasaumur og körfugerð leikur einnig í höndum þeirra.

Netverð á mann Kr. 237.900 á mann í tvíbýli. Kr. 289.500 á mann í einbýli. Kr. 18.500 aukagjald á mann í tvíbýli / vegna svala með sjávarsýn. Innifalið: Flug til og frá Madeira, skattar, gisting á 4* hóteli í 10 nætur með hálfu fæði. Fimm kynnisferðir. Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðgangseyrir á söfn, siglingar, tónleika og aðrar kynnisferðir. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Ævintýri í Marokkó 12.-22. maí Fararstjóri: Trausti Hafsteinsson Einstakt tækifæri til að líta stundarkorn inn í nýjan heim og kynnast nokkrum völdum stöðum í Marokkó. Allt hefur þetta yfirbragð hins ókunna en er jafnframt töfrum þrungið og hefur framandi keim í loftinu. Það er upplifun að koma til Marokkó ekki bara að sögulegum forsendum heldur líka til að kynnast landi og þjóð örlítið nánar í þessari átta daga ferð um Norður Afríku. Ferðin hefst á flugi til Jerez á Suður-Spáni. Þar verður gist í eina nótt. Þá er ekið til borgarinnar Algeciras, sem er syðst á Spáni. Þaðan er haldið í kynnisferð til Gíbraltar sem er skammt frá. Þar kynnast farþegar lífi eyjarskeggja á þessum sérkennilega kletti sem er bæði enskur og spænskur. Á þriðja degi er siglt yfir Gíbraltarsundið frá Evrópu til Afríku til Ceuta í Marokkó. Dvalið í Marokkó í 8 daga þar sem farþegar kynnast framandi menningu og stórbrotinni náttúru stórs hluta landsins á meðan á dvöl stendur. Dvalið verður í borgunum Fes, Marrakech, Rabat og Tanger. Spennandi kynnisferðir frá þessum áfangastöðum. Síðustu nóttina verður dvalið á hóteli í Torremolinos. Þann 22. maí er flogið frá Malaga til Íslands.

Á rómantískum slóðum Bretlands 2.-10. júní Oxford – Stratford upon Avon – Blenheim Palace – Waddesdon Manor – Cotswold – Bourt up on the Water – Tetbury – Lacock – Chipping Campden – Bath – Bristol – Wells – Glastonbury – Cheddar – Cambridge – Windsor. Einstaklega skemmtileg 9 daga ferð þar sem ekið er um og dvalið á rómantískum og sögulegum bæjum og þorpum mið Englands. Alls staðar gefur að líta spennandi söguslóðir, töfrandi náttúrufegurð, minningarminjar frá fortíðinni og öflugt listalíf nútímans. Dvalið í bæjunum Oxford, Bristol og Cambridge og þaðan haldið í kynnisferðir á hverjum degi. Dagleiðir eru stuttar og góður tími að njóta að skoða kastala, herragarða, dásamlega fallega garða og lítil vinaleg þorp sem lítið hafa breyst í tímanna rás. Alls staðar er sagan við hvert fótmál og náttúrufegurðin er einstök.

28

Netverð á mann Kr. 249.900 á mann í tvíbýli. Kr. 293.800 á mann í einbýli Innifalið: Flug til Jerez og frá Malaga, skattar, gisting á góðum 3*/ 3*+ hótelum í 10 nætur með hálfu fæði inniföldu. Kynnisferðir samkvæmt dagskrá. Sigling frá / til Spáni til Afríku Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverður, aðgangseyrir á söfn, tónleika og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreint eru ofan. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Netverð á mann kr. 249.400 á mann í tvíbýli. kr. 308.800 á mann í einbýli. Innifalið: Flug til og frá London, skattar, gisting á góðum 3-4* hóteli í 8 nætur með hálfu fæði. Kynnisferðir samkvæmt ferðatilhögun. Aðgangur að: heimili Shakespeares og Önnu Hathaways, Blenheim höllina, Christchurch stúdentagarðinn í Oxford, hellaskoðun í Cheddar, akstur í gegnum Gorge gilið í Cheddar, rómversku böðin í Bath, og Windsor kastalann. Akstur til og frá flugvelli og milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir, siglingar eða aðgangur að söfnum en þær er tilgreint er í ferðalýsingu.. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.


Bodrum – Ephesus – Kusadasi - Ankara – Kappadocia – Konya – Pamukkale

1.-12. júní Fararstjóri: Ólafur Gíslason Glæsileg sérferð þar sem farþegar skoða og fræðast um einstaka staði Tyrklands. Ferðin hefst á 3ja nátta dvöl í Gumbet/ Bodrum. Á fjórða degi er ekið í norðurátt til hinnar fornu borgar Efesus. Ekið þaðan til Kusadasi og dvalið þar í 2 nætur. Þá er ekið til Izmir og flogið til höfuðborgarinnar Ankara. Stutt kynnisferð um Ankara áður en haldið verður af stað til Kappadocia í hinu einstaka landsvæði Görene þjóðgarðsins sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Það er ævintýri líkast að skoða þetta landsvæði þar sem meðal annars má sjá álfabyggðir, neðanjarðarþorp á mörgum hæðum, klaustur og kirkjur sem víða hafa verið höggvin í mjúkt bergið. Þarna eru líka fjölbreyttar höggmyndir sem náttúran hefur sjálf mótað, keilur, pýramýdar, súlur og stallar. Dvalið í Kappadocia og Konya í fjóra eftiminnilega daga. Þá er ekið að einu frægast náttúrundri Tyrklands Pamukkale. Kalksteinsklettar sem hafa ummyndast og mynda orðið eins konar svalir með rennandi vatni og þykir afar heilsusamlegt að baði sig í heitum uppsprettunum. Gisting við Pamukkale í tvær nætur. Frá Pamukkale er ekið til Bodrum flugvallar og flogið til Íslands.

Netverð á mann kr. 259.700 á mann í tvíbýli. kr. 289.500 á mann í einbýli.

Sérferðir

Töfrar Tyrklands

Innifalið: Flug, skattar, gisting á 3+ - 4* hótelum í 11 nætur með öllu inniföldu í Gumbet/Bodrum og Kusadasi. Með hálfu fæði á öðrum gististöðum. flug frá Izmir til Ankara. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í leiðarlýsingu, aðgangur að hinn Heilögu laug í Pamukkale, aðgangseyrir að söfnum, siglingar og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Perlur Tyrklands og grískar perlur Bodrum – Kos – Marmaris – Rhodos – Pamukkale

4.-14. september Fararstjóri: Ólafur Gíslason Einstök ferð um suðvesturströnd Tyrklands ásamt dagsferðum til grísku eyjanna Kos og Rhodos. Ferðin hefst á flugi til Bodrum. Dvalið er í Gumbet / Bodrum í 4 nætur. Á fimmta degi er ekið Marmaris og dvalið þar í 5 nætur. Í lok ferðar er dvalið í Pamukkale í 1 nótt. Suðurströnd Tyrklands er vogskorin með litlum víkum og vogum þar sem ylvolgur sandurinn gælir við túrkislitan sjóinn og kallast á við skógivaxnar hlíðar svo langt sem augað eygir. Litríkir bæir og lítil þorp standa meðfram ströndinni eða kúra í hlíðunum fyrir ofan. Fornminjar og fornar borgir eru víða og eru hluti af því sem skoðað verður í ferðinni. Stórar og smáar snekkjubátahafnir setja svip sinn á landslagið en þar má sjá allt frá litlum skonnortum vaggandi í flæðamálinu til seglskúta og glæsilegra lystisnekkja.

Netverð á mann kr. 246.900 á mann í tvíbýli. kr. 269.900 á mann í einbýli Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4 og 3* hótelum í 10 nætur með öllu inniföldu í Bodrum og Marmaris, hálfu fæði í Pamukkale. Kynnisferðir samkvæmt leiðarlýsingu. Akstur á milli áfangastaða og íslensk fararstjórn miða við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Aðrar kynnisferðir en tilgreindar eru í leiðarlýsingu, aðgangur að hinn Heilögu laug í Pamukkale aðgangseyrir að söfnum, siglingar og annað sem ekki er tilgreint í leiðarlýsingu. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Sumar við Gardavatnið 25. júlí - 1. ágúst Fararstjóri: Una Sigurðardóttir Gardavatn er stærsta stöðuvatn Ítalíu. Það liggur í skjóli alpanna í norðri, í suðri tekur Pósléttan við og er staðurinn margrómaður fyrir náttúrufegurð og fjölbreytni. Fjöll og hamraveggir, vínviður, ólífutré og annar fjölbreyttur gróður, litlar bryggjur, baðstrendur og rómantískir göngustígar meðfram vatninu, ásamt smábæjum með gömlum miðbæjarkjörnum iðandi af mannlífi. Þetta ásamt angan af góðum mat og drykk er það sem einkennir lífið við Gardavatn. Dvalið verður í bænum Malcesine á norðausturströnd vatnsins. Gisting í 7 nætur á góðu 3*+ hóteli skammt frá miðbænum. Boðið verður upp á siglingar um Gardavatn og kynnisferðir til Veróna og Feneyja. Gardavatn er staður sem allir elska og þangað er hægt að koma aftur og aftur og uppgötva nýja og spennandi staði í hverri ferð.

Netverð á mann Kr. 199.700 á mann í tvíbýli Kr. 233.900 á mann í einbýli Innifalið: Flug til og frá Malpensa, skattar, gisting á góðu 3*+ hóteli í 7 nætur með hálfu fæði. Akstur til og frá flugvelli. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverðir, aðgangseyrir á söfn, tónleika, siglingar og kynnisferðir. Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

29


Puglia á Ítalíu 22. september - 2. október Fararstjóri: Ólafur Gíslason Ítalía á sér margar hliðar sem skemmtilegt er að kynnast. Sumar eru betur þekktar en aðrar en allar eiga þær það sameiginlegt að vera perlur Ítalíu hver á sinn hátt. Í þessari ferð könnum við nýjar slóðir undir einstakri fararstjórn Ólafs Gíslasonar listfræðings, sem þekkir menningu og listir lands og þjóðar flestum Íslendingum betur. Leiðin liggur um Puglia héraði á „hælnum“ á Ítalíu-skaganum. Við skoðum margar áhugaverðar borgir, bæi, þorp kastala og komumst að syðsta hluta skagans. Einstaklega fjölbreytt og áhugaverð ferð þar sem við sjáum enn nýja hlið á Ítalíu. ATH: Verð er miðað við verð á flugi (Easyjet og Ryanair) og gengi 1. febrúar 2012. Verð ferðarinnar hækkar í samræmi við hugsanlegar hækkanir á flug með þessum tveimur flugfélögum.

Netverð á mann Kr. 298.800 á mann í tvíbýli. Kr. 345.300 á mann í einbýli Innifalið: Flug með Icelandair til / frá London. Easyjet til Bari og Ryanair frá Brindisi. Skattar, gisting á 4*/ 3* hótelum í 10 nætur með hálfu fæði inniföldu. Hádegisverður 26. sept. Kynnisferðir og akstur samkvæmt dagskrá Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverðir, aðgangseyrir á söfn, tónleika, siglingar og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreint eru ofan. Staðfestingargjald er kr. 50.000 Lágmarksþátttaka er 20 manns

Barbados í Karíbahafi 30. október - 9. nóvember Ferð til Barbados er svo sannarlega ógleymanleg upplifun. Netverð á mann Andrúmsloftið er heillandi, aðstæður fyrir ferðamenn frábærar og Kr. 342.800 á mann í tvíbýli. Kr. 454.800 á mann í einbýli. einstök stemmning eyjunnar grípur alla sem þangað koma. Vinsældir þessarar litlu eyju meðal ferðamanna eru með eindæmum og Innifalið: Flug, skattar, gisting í Brighton gestrisni heimamanna einstök. Farþegar sem leggja leið sína til í 1 nótt með morgunverði. Barbados koma þangað aftur og aftur. Strendurnar á Barbados eru Gisting á Barbados í 8 nætur með „öllu inniföldu“. Akstur til einstaklega fallegar og friðsælar. Hvítur sandurinn mætir túrkisbláu og frá flugvelli á Bretlandi og Barbados. Íslensk fararstjórn hafinu og myndar ásamt sólinni og bláum himninum sanna karabíska miðað við lágmarksþátttöku 20 strandfegurð. Vatnasport býðst í úrvali og aðstæður til að kafa eða manns snorkla eru hreint frábærar. Casuarina og Dover strendurnar sem Ekki innifalið: eru í grennd við St. Lawrence Gap, sem er helsta hringiða næturAðgangseyrir á söfn, tónleika, siglingar og kynnisferðir. og skemmtanalífs á eyjunni. Íþróttir af öllu tagi er hægt að stunda hér, glæsilegir golfvellir eru alltaf skammt undan, tennis og sjósport Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns. hverskonar og svo mætti lengi telja. Einnig er upplagt að skreppa í skoðunar- eða verslunarferð til höfuðborgarinnar Bridgetown, en þar sem má sjá fallegar byggingar frá nýlendutímanum, flestar frá 18. öldinni auk fjölda verslana. Á Barbados má víða gera góð kaup og á það sérstaklega við um skartgripi o.þ.h. varning. Flogið er til / frá Barbados með millilendingu í London. Gist er eina nótt í Brighton á suðurströnd Englands á leiðinni til Barbados. Á Barbados er gist í 8 nætur á góðu 4* hóteli með „öllu inniföldu“.

Kúba 1.-13. nóvember Fararstjóri: Karl Jóhannsson Ferð til Kúbu er ævintýri sem lætur engan ósnortinn, því ekki aðeins kynnist maður stórkostlegri náttúru fegurð eyjunnar, heldur einnig þjóð sem er einstök í mörgu tilliti. Gamla Havana er ein fegursta borg frá nýlendutímanum lífsgleði eyjaskeggja er einstök og viðmót fólksins heillandi. Að upplifa Kúbu nú er einstakt tækifæri, því það er ljóst að breytingar munu verða í náinni framtíð og þá er viðbúið að hið einstaka samfélag sem þar er að finna breytist hratt. Tónlistin er tjáningarform sem íbúarnir eru þekktastir fyrir. Hún ómar úr hverju horni í Havana. Þessi þokkafulla og heillandi blanda af rúmbu, mambo, latínu-jazz og salsa kemur manni alltaf í gott skap. Í þessari 11 nátta sérferð til Kúbu er flogið með Icelandair til London. Þaðan er ekið til Brighton á suðurströnd Englands og dvalið þar í 2 nætur. Þann 3. nóvember er flogið til Havana á Kúbu með Virgin Atlantic flugfélaginu. Dvalið í Havana í 5 nætur á góðu hóteli í miðborginni. Kynnisferð um Havana og dagsferð um Vinalesdalinn er innifalið í verði. Í lok ferðar er lífsins notið á drifhvítri ströndinni á Varadero á góðu hóteli með „öllu inniföldu“.

30

Netverð á mann Kr. 317.700 á mann í tvíbýli. Kr. 359.900 á mann í einbýli. Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í Brighton og Havana. Allt innifalið í Varadero. Akstur til og frá flugvelli og á milli áfangastaða. Kynnisferðir um Havana og dagsferð til Vinales dalsins. Íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Hádegisverðir, aðgangseyrir á söfn, tónleika, siglingar og aðrar kynnisferðir en þær er tilgreint eru ofan.Ferðamannaáritun til Kúbu, kr. 4.900 á mann. Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.


29. nóvember - 3.desember 6.-10. desember Heidelberg stendur við ána Neckar og er að flesta mati ein rómantískasta borg Þýskalands. Borgin er mikil háskólaborg og iðar af lífi. Ein lengsta göngugata í Þýskalandi, Hauptstrasse er lífæð og hjarta bæjarins með fjölda verslana, veitingastaða og iðandi mannlífi. Jólamarkaðurinn í Heidelberg er með eldri og þekktari jólamörkuðum í Þýskalandi. Hann opnar í lok nóvember og er fram að jólum og stemmningin er aldeilis frábær. Miðbærinn er fagurlega skreyttur og ljósum prýddur og fallegar byggingar borgarinnar búa til einstaka umgjörð um jólamarkaðinn. Í fagurlega skreyttum jólahúsum má finna alls konar skemmtilegan jólavarning, skreytingar, handverk, gjafavöru og góðgæti af ýmsu tagi.

Siglingar

Civitavecchia – Savona – Katakolon/ Olympia – Haifa/Ísrael – Ashdod/ Ísrael – Izmir- Piraeus/Aþena – Róm

Gersemar Miðjarðarhafsins og Rómarborgar 13.-29. október

Netverð á mann kr. 133.900 á mann í tvíbýli kr. 165.900 á mann í einbýli Innifalið: Flug til og frá Frankfurt, skattar, gisting í 4 nætur á Hotel Crown Plaza 4* hótel í miðbænum með morgunverðarhlaðborði. Gönguferð um Heidelberg í fylgd fararstjóra .Akstur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn miðað við lágmarksþátttöku 20 manns. Ekki innifalið: Fæði, aðgangseyrir á söfn, kastalann, tónleika og aðrar kynnisferðir.

Sérferðir – siglingar

Aðventuferðir til Heidelberg

Staðfestingargjald er kr. 25.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns.

Netverð á mann kr. 378.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. kr. 417.900 á mann í tvíbýli í klefa með glugga kr. 437.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum kr. 140.400 aukagjald vegna einbýlis án glugga Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4 * hóteli með morgunverði í Civitavecchia í 1 nótt og Róm í 4 nætur. Ellefu daga sigling með fullu fæði og hafnargjöldum. Akstur samkvæmt leiðarlýsingu og íslensk fararstjórn miðað við lágmarks þátttöku 20 manns.

Lúxussiglingar eru einstaklega þægilegur ferðamáti og afar spennandi að heimsækja nýtt land og upplifa nýja menningu Ekki innifalið: á hverjum degi. Glæsiskipið Costa Pacifica er eitt af nýjustu Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint í skipum Costa Cruises, sjósett í júlí 2009. Afar glæsilegt 5 leiðarlýsingu. Þjórfé um borð í skipi. stjörnu skip með daglegri afþreyingar- og skemmtidagskrá Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns. og veislu í öllum aðbúnaði ásamt mat og drykk. Siglingin um gersemar Miðjarðarhafsins hefst á flugi til Rómar með millilendingu í London. Frá Róm er ekið í norðurátt til hafnarborgarinnar Civitavecchia og dvalið þar í eina nótt. Þann 14. október hefst stórkostleg 11 daga sigling um austurhluta Miðjarðarhafsins þar sem við skoðum gersemar og fornar minjar Grikklands, Tyrklands og helgar borgir í Ísrael. Viðkomustaðirnir í siglingunni eru Savona við Genovaflóann. Þá tekur við dagssigling áður en komið er til Katakolon / Olympia á Grikklandi. Þaðan er siglt til Ísrael og komið til Haifa sem er stærsta hafnarborg Ísrael, byggð á gömlum merg en borgarinnar er getið bæði í gamla og nýja Testamentinu. Borgin stendur undir norðurhlíðum Karmelfjallana við skjólgóða Akkovíkina. Frá Haifa eru kynnisferðir til hinna helgu borga Jerúsalem og Betlehem. Ashdod í Ísrael er næsti áfangastaður. Þetta er lítil hafnarborg við Miðjarðarhafið og sívaxandri ferðamannastaður. Kynnisferðir um borgina og næsta nágrenni hennar. Þá tekur við dagssigling áður en komið er til Izmir sem er þriðja stærsta borg Tyrklands og mikilvæg hafnarborg. Skammt frá borginni er hina forna borg Efsus sem er eitt best varðveitta fornleifasvæði heims. Þá er siglt til Piraeus hafnarborgar Aþenu í Grikklandi. Að lokum er dagssigling til Civitavecchia. Þaðan er ekið til Rómar og dvalið í þessari dásamlegu borg í 4 nætur. Fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað. Þann 29. október er flogið frá Róm til Íslands með millilendingu í London.

Sigling um Miðjarðarhafið og sæludagar á Benidorm 18. september - 2. október

Valencia – Marseille – Savona – Civitavecchia – Palermo – Palma – Valencia

Netverð á mann vorferð kr. 277.900 á mann í tvíbýli í klefa án glugga. kr. 316.900 á mann í tvíbýli í klefa með glugga. kr. 336.900 á mann í tvíbýli í klefa með svölum kr. 139.900 aukagjald fyrir einbýli án glugga. Innifalið: Flug, skattar, gisting á 4* hóteli í 7 nætur

á Benidorm með öllu inniföldu. Vikusigling með Sigling með glæsilegu skemmtiferða skipi verður sífellt fullu fæði. Hafnargjöld í siglingu og akstur til og vinsælli ferðamáti og þeir sem hafa einu sinni farið í siglingu frá flugvelli og til og frá skipi. Íslenskur fararstjóri á Benidorm. Ekki er íslenskur fararstjóri í siglingunni. kjósa að endurtaka það á ný. Fjölmargar siglingar eru í boði – allar spennandi hver á sinn hátt. Í haustsiglingunni Ekki innifalið: Kynnisferðir og annað sem ekki er tilgreint að ofan. Þjórfé um borð í skipi. um Miðjarðarhafið er siglt með glæsiskipinu Costa Serena sem er 5 stjörnu lúxusskip með fullu fæði og daglegri Staðfestingargjald er kr. 50.000. Lágmarksþátttaka er 20 manns. afþreyingar- og skemmtidagskrá. Þar er meðal annars „Samsara Spa“ sem er ein stærsta og glæsilegasta heilsulind um borð í skemmtiferðaskipi í dag. Fræðandi og skemmtilegar kynnisferðir eru í boði á hverjum áfangastað. Ferðin hefst á flugi til Alicante þaðan er ekið til Benidorm og dvalið þar á góðu 4* hóteli í 3 nætur. Þann 21. september er ekið frá Benidorm til Valencia en þaðan hefst 7 daga sigling um Miðjarðarhafið þar sem við heimsækjum nýjan og spennandi áfangastað á hverjum degi. Þeir staðir sem siglt verður til eru Marseille í Frakklandi, Savona og Civitavecchia / Róm á Ítalíu, Palermo á Sikiley og Palma á Mallorca. Að lokum er siglt til Valencia þar sem siglingunni lýkur. Þá er ekið á ný til Benidorm, strandbæjarins sem ávallt hefur verið mikið eftirlæti Íslendinga. Dvalið á góðu 4* hóteli með öllu inniföldu í 4 nætur. Frá Benidorm er síðan ekið til Alicante og flogið þaðan til Íslands.

31


32


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.