X-Palli í Formann Skemmtó

Page 1

ÁVARP ÁVARP

Kæru Verzlingar, nú er kosningavaka NFVÍ loksins runnin upp. Ég heiti Páll Steinar Guðnason, betur þekktur sem Palli Puffin og ég er að fara með framboð til embættis Formanns Skemmtinefndar Verzlunarskólans og þar af leiðandi einnig til Stjórnar nemendafélagsins næstkomandi skólaárs 20232024. Eins og allir vita er besta félagslíf allra menntaskóla landsins hérna í Verzló mun ég sjá til þess að halda því þannig. Ég held uppi góðri stemmingu, er ákveðinn og metnaðarfullur en einnig áberandi góður leiðtogi sem hentar vel til þessa embættis. Ég er góður í samskiptum og sé fyrir mér að geta starfað vel með komandi stjórn. Þrátt fyrir að hafa ekki reynsluna í stjórnarnefndum hingað til hef ég alltaf tekið virkan þátt í viðburðum innan NFVÍ. Að vera formaður Skemmtó er gríðar stórt verkefni sem felur með sér mikillar ábyrgðar og skipulags sem ég treysti mér fullkomlega til. Ég hef sterkt tengslanet bæði innan veggja skólans og utan þar á meðal inn í allskyns fyrirtæki. Vonandi hjálpar þessi texti þér að gera upp hug þinn um hvern þú vilt fá sem næstverðandi Formann Skemmtó en annars mæli ég einnig með að renna yfir stefnumál og meðmæli.

- Páll Steinar Guðnason

REYNSLA REYNSLA

INNAN NFVÍ INNAN NFVÍ

Meðlimur Annálsins 22/23

Meðlimur Bíónefndar 22/23

Meðlimur IKEAnefndar 22/23

Þekki félagslífið út og inn

UTAN NFVÍ UTAN NFVÍ

Stjórnarmeðlimur Stefnis (samband ungra

sjálfsæðismanna í Hafnarfirði) 2023

Costco nefnd 22/23

Borða pullu í einum bita

STEFNUMÁLTIL SKEMMTÓ STEFNUMÁLTIL SKEMMTÓ

VÆLIÐ VÆLIÐ

Vælið er stærsti viðburður skólaársins. Ég vill að Vælið muni sitja eftir sem góð skemmtun og frábær minning hjá nemendum Verzlunarskólans. Opnunaratriði Vælsins er oft eftirminnilegt meðal áhorfenda og mun ég sjá til þess að það verði ekki af verri endanum og þar að leiðandi byrja vælið með neglu. Ég ætla með hjálp nefndarinnar að græja skemmtilegan og fyndin frétta annál sem fólk yrði ekki sárt yfir og það sama á við um tvífara. Það skiptir mig gríðarlega miklu máli að Vælið verði haldið í Hörpunni eins og undanfarin ár. Ég mun gera allt í mínu veldi í því að halda Skemmtó réttu megin við núllið og er nafnið á Vælinu mikilvægur factor í því. Ég mun ekki vera linur við fyrirtæki með verðmiða á nafni Vælsins og er ég með mínar áætlanir varðandi það.

BUSAVIKAN BUSAVIKAN

Busavikan er mjög eftirminnileg fyrir busana sem eru að koma í skólann. Ég ætla að gera skemmtilegt þema og bjóða nýju nemendunum velkomna í skólann. Busavikan verður fyllt af skemmtilegum verkefnum sem busarnir þurfa að leysa ásamt eftirminnilegri busaferð, fjórða hæðin verður einnig að vera skemmtilega skreytt. Busarnir munu minnast þessarar viku þegar líður á skólagöngu þeirra. Undir lok busavikunnar verður síðan farið í busaferð sem mun klárlega vera ein besta upplifun busana á þeirra skólagöngu.

SKEMMTUNARSKÓLABLAÐIÐ SKEMMTUNARSKÓLABLAÐIÐ

Undanfarinn ár hefur vinnan á Skemmtunarskólablaðinu mikið endað á Verzlunarskólablaðinu. Ég vil að það breytist. Ég mun sjá til þess að Skemmtó og V90 afkasti flottu og skemmtilegu blaði.

VALENTÍNUSARVIKAN VALENTÍNUSARVIKAN

Valentínusarvikan í boði Skemmtó og Listó er skemmtileg vika sem haldin er um miðjan febrúar, í kringum Valentínusardaginn.

Valintínusarvikan er fullkominn tími til að láta ljós sitt skína í ástarmálum. Ég vill dreifa vinunni jafnt á Skemmtó og Listó en undanfarin ár hefur vinnan meira endað á Listó af því sem ég hef séð og heyrt.

STEFNUMÁL TIL STJÓRNAR STEFNUMÁL TIL STJÓRNAR

STJÓRNIN STJÓRNIN

Það sem er vart að vita er það að Verzló er eini skólinn á landinu og þar á meðal með langbesta félagslífið. Ég mun sjá til þess að þessar staðreyndir standa undir sínu með því að leggja mitt af mörkum sem stjórnarmeðlimur. Sem meðlimur stjórnar

myndi ég vilja taka strax við hendinni að peppa næsta skólaár upp fyrir nemendur skólans.

Marmarinn hefur ekki verið upp á sitt besta undanfarið og hef ég svarið við því. Stjórnin mætti ýta betur á nefndir sem eru að halda vikur að gera skemmtilegri dagskrá sem myndi efla meira líf á marmarann. Ég vil hafa marmarann líflegan stað þar sem fólk getur mætt til að njóta smá og hafa gaman milli tíma, eins og það á að vera.

Mér hefur langað að taka þátt í leikhóp Nemó og Listó en ef ég

kemst í stjórn myndi ég einblína aðeins á nefndina mína og stjórnina og myndi ég ekki leyfa freistandi hlutverkum í leikhópum Nemó og Listó trufla það.

MIÐSTJÓRNARFERÐIN MIÐSTJÓRNARFERÐIN

Miðstjórnarferðin er frábær leið til að byrja skólaárið og þétta hópinn aðeins fyrir komandi skólaár. Ég mun gera mitt allra besta að finna gott tjaldsvæði sem er ekki of langt frá höfuðborgarsvæðinu og gefur leyfi fyrir stemmingu og gaman.

VIKUR VIKUR

Undanfarið hafa ekki verið nægilega margar nefndarvikur að mér finnst. Að mínu mati ætti enginn vika að vera auð. Ég vill að allar nefndir skólans geti fengið tækifæri á að halda sína eigin viku undir þeim skilyrðum að vera með skemmtilega og góða dagskrá. Ef nefndir hafa ekki nægilegt fjármagn til að halda skemmtilega og flotta viku, þá er ég alltaf til í að hjálpa þeim við það að fá styrki fyrir vikuna til að halda marmaranum í stemmingu eins og það á að vera. Minni nefndirnar eru alls ekki minna mikilvægar heldur en þær stærri og er það algjör samleikur milli smærri og stærri nefndanna að halda félagslífinu gangandi.

MEÐMÆLI MEÐMÆLI

HALLI HALLI

Formaður 12:00, Málfó og Annállinn

HLUSTIÐ A MIG. AAAAAAA HLUSTIÐI. PALLI PUFFINN PÁLL STEINAR Er eini EINI maðurinn sem á að vera formaður skemmtó. Eg kynntist Palla almennilega i Annálnum. Hlýjanleiki og fallega brosið hans heillaði mig strax. Hann er fyndnasti gæi sem eg þekki og ég þekki Bald Mola, Magnus OG Sigurð Stein

Palli er #king. Palli er eini maðurinn sem getur haldið vælið aftur in the Harp. Enginn sem vill hafa þetta í bláasal. SLAGORÐ- Palli PUFFINN gefðu honum AUXINN (aux i þessu samhengi formaður skemmto). Palli hefur sagt mer fra hugmyndum hans a komandi skolaári Og þið eruð i raun að miss out að kjosa hann ekki. Ég græt mig i svefn alltaf vitandi það að þegar palli vinnur verð eg ekki í skólanum. Að lokum vill eg segja: Ég er Halli kjósið Palli!!!!!!!!

MARKÚS ÍVAR MARKÚS ÍVAR

Athafnamaður

Palli Puffin, þið hafið ef til vill heyrt nafnið áður, hvort sem þið þekkið manninn eða ekki. Ég kynntist Palla sumarið fyrir menntaskóla, við gerðumst svo heppnir að lenda saman í bekk og það varð snemma augljóst að við yrðum miklir vinir. Við fyrstu kynni var ljóst að Palli væri í hressari kantinum, það líður aldrei leiðinleg stund í kringum Palla, ef stemmningu vantar, þá svarar Palli kallinu. Það er margt hægt að segja um hann Palla minn en ef ég ætti að velja eitt orð til að lýsa honum þá væri það að hann er stemningsmaður. Palli er ábyrgur og ráðríkur ungur drengur og ég hef fulla trú á að hann geti gert skemmtilega hluti ef hann verður kosinn formaður Skemmtó. Ég held að ég geti fullyrt það að ef þið setjið X við Palla í formann Skemmtó verður komandi skólaár eitt það skemmtilegasta sem nemendur Verzlunarskólans hafa augum litið

Verzló drop out

Páll fokking Steinar hvar á ég að byrja? Ég hef þekkt Palla í yfir 10 ár og sjaldan er dauð stund. Einn mesti meistari sem ég þekki, rífur stemminguna í gang hvar og hvenær sem er og kann svo sannarlega að ná athygli fólks. Palli er ekki bara stemningsmaður, fyndin og endalaust jákvæður, heldur er hann líka vinnusamur, ófeiminn og hugmyndaríkur. Ég trúi því fullkomlega að Palla sinni þessari stöðu sem Formaður Skemmtinefndar með metnaði, ábyrgð og dugnaði að leiðarljósi eins og hann hefur tæklað öll sín verkefni Palli hefur ekki sleppt orðinu varðandi þessa formannsstöðu síðan hann komst inn í Verzló og hefur það ekki farið framhjá neinum. Ef það er einn maður sem á að treysta fyrir skemmtun komandi skólaárs þá er það Palli Þarf ég að segja meira? X-við

Palla í formann skemmtó!

MARTA DAN MARTA DAN

V89 og Annállinn

Þú veist kannski ekki hvern þú átt að kjósa í formann

Skemmtó en það er ekki flókið þar sem hann Palli er að bjóða sig fram Hann Palli er augljósasta svarið, það er eins og að þetta embætti hafi verið sérsniðið fyrir hann. Ég get ekki ímyndað mér betri manneskju í formann Skemmtó, hann er ekki bara skemmtilegur og fyndinn heldur er hann

líka fáránlega næs og geggjaður gæji, hin fullkomna blanda fyrir geggjaða nefnd. Þið munuð sjá eftir því ef þið kjósið ekki Palla því það er það eina rétta í stöðunni. Hann hefur alla þá hæfileika sem þarf í formann Skemmtó og svo miklu meira en það Ég veit allavega að mit X fer á Palla og ættuð þið ÖLL að fylgja mínu faglega mati og gera það líka #xviðpallaiformannskemmto!

SARA RUT SARA RUT

HEIÐVEIG OG VIGDÍS HEIÐVEIG OG VIGDÍS

Köben gellurnar

Við þekkjum engan sem er í meiri takt við raunveruleikann og hann Pál Steinar. Við erum tvær mjög góðar vinkonur

Palla, höfum verið með honum í bekk núna í tæplega tvö ár og við ljúgum ekki þegar við segjum að hann er besta efnið í formann skemmtó. Við getum fullyirt ykkur um það að hann mun alls ekki bregðast félagslífi Versló. Þar sem

hann hikar ekki við að rífa stemminguna upp við hvaða aðstæður sem er, hann þarf einfaldlega bara labba inn í herbergi og maður er kominn í gott skap. Þegar maður hugsar um eiginleika sem maður þarf í formann skemmtó og stjórn þarf mikla áhugasami um verkefnið, þrautseigju og metnað Palli tikkar öll þau box. Ekki eyðileggur fyrir hvað honum í alvörunni langar þetta ótrúlega mikið, hann talaði um þetta fyrstu vikuna okkar í Verzló, sem sýnir að hann muni sinna verkefninu með prýði.

ELLI HIMMS ELLI HIMMS

Gríðarlega þykkur gæji

Páll Steinar. WOW. King geitin eins og ég kýs að kalla hann. Palli er einhver mesti meistari sem ég veit um. Það fer ekki fram hjá neinum. En það sem gæti farið framhjá fólki er hversu vinnusamur og metnaðarfullur hann er. Ég fékk þann heiður að kynnast þessum meistara og get ég því sagt þér það að ef Palli verður formaður skemmtó

þá verður nefndin fullkomin blanda af helluðu fólki sem skilar geggjuðum viðburðum og mikilli stemningu. Treystu mér Palli kemur til með að gera þetta rétt og gera þetta vel Hann myndi sinna þessu almennilega og skila sínu bæði innan stjórnar NFVÍ og í stöðu formanns Skemmtó. Það vantar smá pung í skemmtó sem er einmitt önnur geggjuð ástæða til að kjósa minn mann X við Puffin ef þú villt SKEMMTILEGT SKEMMTÓ á næsta ári!

SAGA ÞÓRS SAGA ÞÓRS Vilja busi

Palli Puff, Njáll Steinar, The Puffinn, Lundinn, Bjössi í Víti í

Vestmannaeyjum, hvað er þessi drengur ekki? Þetta er náungi sem þið viljið hafa sem andlit Skemmtó. Erfitt er að finna eitt orð til að lýsa honum Palla, þetta er drengur sem kemur brosi á vör allra. Ég skal lofa ykkur því að Palli myndi gera félagslíf Verzlinga 100x betra og sinna þessu verkefni með stæl. Setjið x við Palla í Formann Skemmtó.

BERGÞÓR BERGÞÓR Sveppason

Páll Steinar Guðnason er maður sinna orða og þá sérstaklega þegar kemur að einhverju sem skiptir honum máli. Ég þekki engan annan sem er jafn góður í að balansera skemmtun og alvarleika, og ég veit að hann mun gera allt í sínu valdi til að sjá um það að þetta ár mun verða eitt af þeim skemmtilegustu. Hann er metnaðarfullur og skipulagður og elskar að hafa gaman Eins og staðan er núna er ekki neitt annað í stöðunni en að kjósa þennan dreng og leggja skemmtun skólans í hans krumlur. X við Pál Steinar í Formann Skemmtó!

HREFNA HALLGRÍMS HREFNA HALLGRÍMS Skrítla

Ef þú ert í vafa um hvern þú átt að kjósa í formann

Skemmtó, þá er valið einfalt, PALLI!!! PALLI!!! PALLI!!!

Ég skal segja þér af hverju valið er einfalt. Hann tékkar einfaldlega í öll mikilvægu boxin. Skemmtilegur ✅ ,

Fyndinn ✅, Puttann á púlsinum ✅, Vel tengdur ✅, Vinur vina sinna og allra hinna ✅, Getur kjaftað sig út úr öllum

aðstæðum✅ Þetta veit ég því við Palli eyddum heilu sumri saman við tökur á

bíómyndinni Víti í Vestmannaeyjum. Þar kynntist ég Palla og sá úr hverju

þessi dásemdardrengur er gerður. Hann er svo ljúfur, hugrakkur, útsjónarsamur og góður gæji í gegn Það er einfaldlega enginn betri kostur! X við Palla í formann Skemmtó!

BJARNI K BJARNI K

Skemmtó og Málfó legend

Páll Steinar Njáll Puffinson. AKA. Dýrari Týpan. Hann var með þeim fyrstu á blað hjá okkur í skemmtó til að vekja og sáum við svo sannarlega ekki eftir því. Það sem hann var tilbúinn að gera fyrir content… Frábær vakning tékkið á henni á yt! Hann Palli var líka fljótur að stimpla sig inn í félagslífið í Versló strax á fyrsta ári. Hann tók busavikunni með fúlasta alvara (eins og maður á að gera). Mætti á allar Morfís keppnir þar sem hann tók það á sig að gerast alvöru Versló hooligan Ég hef bara ekki séð annað eins. Hann öskraði úr sér lungun á öllum keppnum sem við kepptum og var ruuuuuthless við andstæðingana! Það besta er að hann lét forseta MR svoleiðis heyra það og ég er ekkert að ýkja með það! Það er til mynd af þessu. Finnið hana hún er ekkert eðlilega góð og fullkomið template í meme, skil ekki hvernig það hefur ekki verið notað fyrr. En mér þykir vert að taka það fram að þetta var Palli að gera á fyrsta ári. Það er ekkert sjálfsagt að mæta á viðburði og sýna félagslífinu áhuga svona snemma í skólagöngu sinni. Sá eiginleiki sem ég tel vera lang mikilvægastan í fari formanns skemmtó er að vera stemningsmaður sem hefur brennandi áhuga fyrir félagslífinu í Versló Að brenna fyrir því að láta hugmyndir verða að veruleika. Öskra úr sér lungum þegar Versló er að keppa. Lifa sig inn í leikinn á meðan maður er að spila hann! Vera trúður með metnað! Mér finnst það lýsa Palla bara frekar vel. Hann hefur passion. Hann er í þessu því hann vill gera shit! Svo er hann líka bara fokking fyndinn en ég þarf ekkert að selja ykkur það. Ég er ekki mikið fyrir að nota stóru orðinn en ég gat sagt það með góðri samvisku að ég tel Palla vera fullkominn í Formann Skemmtó.

SÉRSTAKAR ÞAKKIR SÉRSTAKAR ÞAKKIR

Bakararmeistarinn

Bergþór

Bjarni K

Borgarpylsur Brikk

Bryndís G

Danco

Dominos

Elli Himms

Fjarðarkaup

Góa

Hafið Fiskverslun

Halli Joh

Hamborgarabúlla Tómasar

H-Berg

Heiðveig

Hjörvar Hafliðson

Ilmur Kristjánsdóttir

Iðnmark

KFC

Litla Prent

Margt Smátt

Markús Ívar

Marta Dan

Mjólkursamsalan

Óttar Atli Saga Þórs

Sara Rut

Sveppi Krull

Ísbúð Vesturbæjar Vigdís

Ölgerðin

X-PALLIÍFORMANN SKEMMTÓ

NÚ ER ÞETTA Í YKKAR HÖNDUM

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.