Turning Points 2019: Morgunbladid (Iceland)

Page 1

Tímamót Heimurinn 2019

ásamt


ásamt

Gleðilegt ár

Ljósmynd/Jón Snær Ragnarsson

Netusli og aðrar hræringar Á Íslandi nálgast notendur félagsvefjarins Facebook 300 þúsund ef þeir eru ekki þegar orðnir fleiri. Fjöldi notenda hefur margfaldast á örfáum árum. Þessi fjöldi er til marks um áhrif Facebook og umsvif. Fyrirtækið notar upplýsingar um notendur sína og jafnvel vini þeirra til þess að mala gull. Þær eru seldar auglýsendum og gildir einu um friðhelgi einkalífs notendanna. Vefurinn hefur margar góðar hliðar. Hann tengir fólk og auðveldar samskipti. En hann er líka rotþró þar sem umræða getur farið niður á lægsta plan og röngum og villandi upplýsingum er dreift til að hafa áhrif á fólk. Árni Matthíasson rekur í grein sinni í Tímamótum hvernig uppljóstranir um vinnubrögð Facebook hafa valdið því að nú hriktir í stoðum fyrirtæksins. Jón Stephenson von Tetzchner, fjárfestir og frumkvöðull, gagnrýnir í viðtali í blaðinu notkun risa á borð við Facebook og Google á upplýsingum. Óhugnanlegt sé hvernig auglýsingar elti fólk og enn verra þegar netið er notað í annarlegum tilgangi og verður að pólitísku vopni. Jón býður upp á vafrann Vivaldi og leggur áherslu á að þar sé ekki veittur aðgangur að notendum. „Það að hafa aðgang að gögnum veitir ekki rétt til að nota þau,“ segir hann og bætir við að stjórnvöld ættu að koma í veg fyrir misnotkun persónuupplýsinga. Jón er ekki einn um að hafa áhyggjur af netinu. Tim Berners-Lee, sem fann upp veraldarvefinn, skrifar grein í Tímamót þar sem hann spyr hvernig bjarga eigi netinu. Hann hefur skilgreint ákveðin grundvallaratriði „þar sem dregin er fram sú ábyrgð sem hver og einn ber á því að vernda net sem þjónar öllu mannkyni“. Hann vill að þessi atriði verði grundvöllur sáttmála um vefinn á næsta ári. Milljarðar manna noti netið og það sé þeirra að verja það. Tímamót eru sérblað Morgunblaðsins í samvinnu við The New York Times. Í blaðinu kennir margra grasa að þessu sinni og er fjallað bæði um innlend mál og erlend. Guðrún Hálfdánardóttir blaðamaður hefur á árinu fjallað bæði á netinu og í blaðinu um geðræn vandamál og vanda ungs fólks, meðal annars vegna eitur-

Útgáfufélag Árvakur hf. Morgunblaðið, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal

lyfja. Á þessu ári hafa yfir fimmtíu dauðsföll komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis vegna gruns um lyfjaeitrun og hafa tilfellin aldrei verið fleiri. Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, fer yfir viðskiptalífið og rekur meðal annars áhrifin af innkomu Costco á markaðinn. Víðir Sigurðsson, umsjónarmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, veltir upp spurningunni hvort Ísland muni aftur komast á stórmót í fótbolta. Silja Björk Huldudóttir, blaðamaður og annar tveggja leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins, bendir á að aðeins 30% leiksýninga á árinu hafi verið eftir konur og spyr hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar svo halli á annað kynið í hópi höfunda. Rússneski rithöfundurinn Alisa Ganieva fjallar um það hvernig rússnesk stjórnvöld endurskoða söguna og nota hana sem pólitískt tæki til að halda völdum. Sagnfræðingurinn Timothy Snyder fjallar um leiðtoga sem hann segir að vilji umbreyta lýðræði í persónudýrkun og notkun lyga til að afvirkja heim staðreynda. „Lýðræði er hugrökk leið til að byggja upp land,“ segir hann. „Persónudýrkun er kjarklaus leið til að eyðileggja land.“ Í blaðinu er líka fjallað um menningu og listir, birtar ljósmyndir frá helstu fréttaviðburðum af innlendum og erlendum vettvangi, sem og skopmyndir teiknara frá árinu, sem er að líða. Í Tímamótum eru einnig áramótagreinar forystumanna þeirra átta stjórnmálaflokka, sem eru á þingi. „Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla,“ skrifar Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, í grein sinni. „Þannig tryggjum við samfélag fyrir okkur öll.“ Morgunblaðið þakkar lesendum samfylgdina á árinu, sem er að líða, og óskar landsmönnum öllum gæfu á komandi ári. Gleðilegt ár.

Höfundar Gerry Adams, Danielle Allen, Julia Alvarez, Árni Matthíasson, Michelle Bachelet, Ruth Behar, Tim Berners-Lee, Bjarni Benediktsson, Gordon Brown, Zoe Buckman, Patrick Chappate, Roger Cohen, George Condo, Guðrún Hálfdánardóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Inga Sæland, Alisa Ganieva, Alfredo Jaar, Karl Blöndal, Logi Einarsson, Ben Katchor, Katrín Jakobsdóttir, Saba Khan, Ray Kurzweil, Daniel Libeskind, Richard McGuire,Shirin Neshat, Sharmeen Obaid-Chinoy, Orri Páll Ormarsson, Claire Ptak, Witold Rybczynski, Sigurður Ingi Jóhannsson, Silja Björk Huldudóttir, Marta Vieira da Silva, Jacob Soll, Timothy Snyder, Stefán Einar Stefánsson, Hank Willis Thomas, Emily Thompson, Tricia Tisak, Víðir Sigurðsson, Venus Williams, Alexia Webster og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þýðingar Karl Blöndal og Stefán Gunnar Sveinsson. Forsíðumynd Ragnar Axelsson. Hágöngur í dögun í desember, hluti af myndafrásögn á bls. 68-73.

2 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


Gleðilegt nýtt ár

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


BRJÓTUM MÚRA OG BYGGJUM BRÝR ÞEGAR KEMUR AÐ MÁLEFNUM BARNA Samskipti eru yfirleitt af hinu góða og fínt að geta fylgst með vinum og öðrum í símanum en stundum er gott að slökkva á tækinu og tala saman.

Morgunblaðið/Hari

Þú átt bara eitt líf Yfir fimmtíu dauðsföll hafa komið til rannsóknar hjá embætti landlæknis í ár vegna gruns um lyfjaeitrun og hafa þau aldrei verið jafn mörg á einu ári. Meirihluti þeirra sem létust var með ópíóíða í blóði. Árið 2017 voru dauðsföllin 32 talsins.

GUÐRÚN HÁLFDÁNARDÓTTIR hefur verið blaðamaður og fréttastjóri á Morgunblaðinu og mbl.is frá árinu 1996.

Þau glíma við kvíða, depurð og sjálfsvígshugsanir. Sum leiðast út í fíkniefni, lögleg sem ólögleg, og skjátími margra er óheyrilegur. Þau er vansvefta og hreyfa sig ekki nægjanlega mikið. Þetta er veruleiki margra barna og ungmenna á Íslandi. Alls ekki allra en of margra. Fleiri þúsund börn á Íslandi þurfa á sérhæfðri heilbrigðisþjónustu vegna geðheilsuvanda að halda. Nokkur hundruð börn bíða eftir greiningu sérfræðinga á því hvort þau glími við frávik eða erfiðleika í þroska, hegðun eða líðan. Á meðan fá börnin oft ekki þá aðstoð sem þau þurfa á að halda þar sem þjónustan byggist á niðurstöðu greiningarinnar. Þetta er staðan hjá mörgum fjölskyldum á Íslandi og ef ekki er gripið inn í, þeim veitt sú þjónusta sem þær þurfa, er voðinn vís. Voði sem sem kostar samfélagið margfalt meira eftir því sem lengur er beðið. Vandinn hverfur ekki úr lífi þessara barna heldur eykst. Við erum að tala um börnin okkar. Einn þeirra var að nálgast sjálfræðisaldur þegar hann var greindur með áfallastreituröskun en hann var aðeins átta ára þegar hann fékk ADHD- og mótþróastreituröskunargreiningu auk fleiri greininga. Þá fékk hann meðferð hjá geðlækni sem fjölskylda hans segir hafa gengið að mestu út á að gefa honum lyf. Hann hefur alist upp hjá föður og stjúpmóður frá þriggja ára aldri en móðir hans glímir við tvíþættan vanda, það er bæði geðræn veikindi og fíkn. Vegna átaka um forræði yfir honum gekk í raun erfiðar að fá aðstoð fyrir hann en

4 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

annars hefði væntanlega verið. En þau segja að þó svo að hann hafi fengið greiningu átta ára gamall hafi þau verið búin að gera sér grein fyrir því löngu fyrr að eitthvað bjátaði á. Hann var á lyfjum sem barn, bæði ADHD-lyfjum og svefnlyfjum, þrátt fyrir að eiga ekkert erfitt með svefn. „Okkar tilfinning var sú að það væri verið að reyna að deyfa hann og gera hann óvirkan í stað þess að leita að rót vandans, sem er andleg líðan,“ segja foreldrar hans. Þau taka í svipaðan streng og lyfjateymi Embættis landlæknis sem hefur bent á gríðarlega mikla notkun á lyfjum hér á landi. Ávanabindandi lyfjum sem börn fá ávísuð, jafnvel svefnlyfjum og skammtastærðin hæfileg fyrir fullvaxinn einstakling. Geðheilbrigðisvandi er einn stærsti heilbrigðisvandi samtímans. Einn af hverjum fjórum einstaklingum glímir við geðheilsuvanda um ævina. Geðræn vandamál koma snemma í ljós og 75% geðraskana eru komin fram á þrítugsaldri. Hátt í 100 þúsund manns fá á ári hverju ávísuð ávanabindandi tauga- og geðlyf á Íslandi. Þar af eru tæplega tvö þúsund einstaklingar sem fá ávísað sem nemur þreföldum dagskammti eða meira á hverjum degi af einu eða fleirum ávanabindandi lyfjum. Ein helsta ástæða örorku á Íslandi eru geðræn veikindi. Mesta fjölgun örorkutilfella er meðal ungra karlmanna með geðgreiningu og hefur þeim fjölgað um 41% á síðustu sex árum. Algengasta dánarorsök ungra karla er sjálfsvíg og á hverju ári falla um 40 manns fyrir eigin hendi á Íslandi. Meirihluti þeirra sem fremja sjálfsvíg glímir við geðræn veikindi. Á bak við hvern þeirra eru aðstandendur, svo sem foreldrar, makar, börn eða aðrir. Þeirra líf verður aldrei eins. Foreldrar ungs manns sem framdi sjálfsvíg eftir að hafa glímt við fíkn og geðræn veikindi

lýsa áfallinu við að missa barn. Hann var eitt af þessum börnum sem hvergi pössuðu inn, hvorki í skóla né annars staðar. Hann átti erfitt með að fóta sig í lífinu en hann varð fyrir alvarlegu áfalli í æsku þegar hann var beittur kynferðislegu ofbeldi. Hann sagði foreldrum sínum aftur á móti ekki frá því fyrr en nokkrum árum fyrir andlátið. Skömmin var of mikil. „Minningin var svo slæm að hann lokaði á þetta og vildi ekki ræða það. En þetta hafði skelfileg áhrif á hann og allt hans líf. Leiðin sem hann valdi var að taka hugarbreytandi efni, sem hann fékk hjá læknum, til þess að gleyma, en það vissum við ekki,“ segir faðir hans. „Hann notaði fíkniefni frá unglingsaldri en hans aðalefni voru lyfseðilsskyld lyf. Hann var alltaf að leita að leið fyrir sig sjálfur og hann fór þessa leið – að skófla í sig pillum sem deyfðu allar hans tilfinningar og hann fékk stundarhvíld í huganum frá vondum tilfinningum, en þeim fylgdu mikill kvíði og þunglyndi. Erfið uppvaxtarskilyrði og áföll í æsku geta mótað líf viðkomandi alla ævi, segir Mark A. Bellis, prófessor og ráðgjafi hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Að sögn Bellis væri hægt að koma í veg fyrir mörg þeirra vandamála sem fólk stendur frammi fyrir ef viðkomandi hefði fengið nauðsynlega aðstoð í æsku. Þannig sé hægt að rjúfa ferli sem jafnvel hefur verið viðvarandi kynslóð eftir kynslóð. Því sagan endurtekur sig oft og börn sem búa við ofbeldi, vanrækslu, misnotkun áfengis eða aðra misnotkun vímuefna og önnur erfið uppvaxtarskilyrði eru líklegri til þess að hafna í sömu aðstæðum sem gerendur. Það er að misnota vímuefni, beita ofbeldi og verða fyrir ofbeldi. Eins eru meiri líkur á langvinnum sjúkdómum eins og hjartasjúkdómum, krabbameini og sykursýki hjá fólki sem er með áfallasögu úr æsku. Rúmlega fimmtíu andlát komu til rannsóknar

Hægt væri að koma í veg fyrir mörg þeirra vandamála sem fólk stendur frammi fyrir ef viðkomandi hefði fengið nauðsynlega aðstoð í æsku.

’’

hjá Embætti landlæknis í ár þar sem grunur leikur á að lyf hafi komið við sögu. Einar Darri Óskarsson er einn þeirra. Hann var átján ára þegar hann varð bráðkvaddur á heimili sínu vegna lyfjaeitrunar. Hann var í námi, hann var í vinnu, hann átti fjölmarga vini og var mjög virkur á samfélagsmiðlum. Þú lifir bara einu sinni er eitthvað sem fjölskylda Einars Darra hefur verið ötul við að benda ungu fólki á undanfarna mánuði. Ungu fólki sem kannski gerir sér enga grein fyrir því hvaða áhrif neysla getur haft. Hún getur verið banvæn og valdið örkumlun. Alvarlegum slysum í umferðinni og komum á bráðamóttökuna í tengslum við misnotkun lyfja hefur fjölgað ógnvænlega undanfarin þrjú ár samkvæmt upplýsingum frá lögreglu og bráðamóttöku Landspítalans. Fjölskylda Einars Darra hafði ekki hugmynd um misnotkun hans á lyfjum. Þau héldu að hann væri á góðum stað í lífinu og voru grunlaus eins og svo margir foreldrar – eða eins og móðir Einars orðar svo réttilega: það kemur ekkert fyrir mitt barn. Í könnun sem var gerð meðal framhaldsskólanema kom fram að mörg ungmenni glíma við kvíða, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir. Eitt af því sem nefnt hefur verið í þessu samhengi er gríðarleg skjánotkun og lítill svefn. Eitthvað sem kannski er orðið nauðsynlegt að þjóðin taki höndum saman um að breyta og velti fyrir sér: Hvers vegna eru grunnskólabörn með síma í skólanum? Er þetta ekki eitthvað sem íslenska þjóðin getur sameinast um líkt og Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttisráðherra, hefur unnið að allt frá því hann tók við embætti? Að brjóta múra og byggja brýr milli kerfa fyrir fjölskyldur landsins. Allt bendir til þess að þingheimur sé á sama máli ef marka má þær breytingar á lögum um embætti umboðsmanns barna sem samþykktar voru fyrir jól. Því eins og fjölskylda Einars Darra bendir á: „Þetta getur komið fyrir hvern sem er og við sem þjóð verðum að vera vakandi og gera okkur grein fyrir að hvert okkar á bara eitt líf og við þurfum öll að fara vel með það, við erum öll svo dýrmæt.“


Samstíga til framtíðar Vegferð okkar síðustu árin hefur snúist um að vera þar sem viðskiptavinirnir eru og setja okkur í spor þeirra. Þægileg bankaþjónusta, að fólk geti sinnt bankaviðskiptum sínum þegar því hentar, er m.a. ástæða þess að Arion banki hlaut nafnbótina Markaðsfyrirtæki ársins 2018. Jákvæðar viðtökur viðskiptavina er sú viðurkenning sem við erum þakklátust fyrir en við erum líka stolt af þeim verðlaunum sem við hlutum á árinu. Ímark, markaðsfyrirtæki ársins Markaðsfyrirtæki ársins 2018 Retail Banker International Most Disruptive Innovation of the Year BAI – Global Innovation Awards Innovation in Customer Experience Banking Technology Awards Best Tech Overhaul Project Best Use of IT for Lending Euromoney Awards for Exellence Iceland's Best Investment Bank Þjónusta á að gera lífið þægilegra. Hlutverk okkar er að búa í haginn fyrir framtíðina og við erum rétt að byrja. Við þökkum viðskiptavinum okkar góðar viðtökur og óskum þeim og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs.


ÍSLENSK FYRIRTÆKI REYNA AÐ FÓTA SIG Í HARÐNANDI ALÞJÓÐLEGRI SAMKEPPNI

Ár uppstokkunar að baki

Miklar breytingar urðu á eignarhaldi íslenskra stórfyrirtækja á árinu 2018 og talsverð samþjöppun varð í stórum atvinnugreinum á borð við smásölu, sjávarútveg og í fjármálastarfsemi. Margt bendir til að komandi ár verði nokkuð á sömu lund. verslunarrisar sér hag í því að beina sjónum sínum hingað til lands og sækja markaðshlutdeild hjá neysluglaðri þjóð. Og jafnvel þótt fjöldi slíkra aðila verði aldrei jafn mikill og á stærstu mörkuðum hefur tæknibyltingin sem velgir bönkunum undir uggum, rétt eins og flestum öðrum atvinnugreinum, breytt neysluvenjum og tryggt aðgengi fólks að nær öllu vöruúrvali sem heimurinn hefur upp á að bjóða. Sú þróun hefur áhrif nær sem fjær og nú er hægt hér á landi, líkt og víða annars staðar, að sleppa við ferðir í matvöruverslanir og fengið matinn sendan heim að dyrum eftir „heimsókn“ í netverslun sem aðgengileg er hvar og hvenær sem er í gegnum síma eða tölvu.

STEFÁN EINAR STEFÁNSSON er fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu.

Tvö fjármálafyrirtæki voru skráð á almennan hlutabréfamarkað á árinu. Í mars voru bréf Kviku banka skráð á First North markaðinn og um miðjan júní voru bréf Arion banka tekin til viðskipta á aðalmarkaði Kauphallarinnar hér á landi og í Svíþjóð. Bæði fyrirtækin komu mikið við í fréttum á árinu og tengdust þær ekki aðeins fyrrnefndum skráningum. Þannig styrkti Kvika stöðu sína með kaupum á Gamma Capital Markets en þau viðskipti gengu í gegn undir lok árs. Fyrr á árinu losnaði um eignarhald ríkissjóðs á Arion banka. Seldi þá ríkið 13% hlut í bankanum fyrir 23,4 milljarða króna. Er bankinn eftir þau viðskipti í samkeppni við tvo viðskiptabanka, Íslandsbanka og Landsbanka, sem báðir eru að nær öllu leyti í eigu ríkisins.

Athygli flestra á flugmarkaðnum

Ríkið tekur áhættu með bönkunum

Þótt jákvætt skref hafi verið tekið með sölu bréfanna í Arion banka hljóta talsverðar áhyggjur að fylgja þeirri stöðu sem ríkissjóður er í með hinni gríðarstóru stöðutöku í bönkunum tveimur. Í lok september síðastliðins var ríkissjóður með ríflega 400 milljarða króna bundna í eigin fé þeirra. Áhættan sem því fylgir endurspeglast ekki síst í þeim miklu breytingum sem eru að verða á fjármálamörkuðum þessi misserin. Hafa sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur rætt við á undanförnu ári bent á að líklega séu bankarnir dæmdir til þess að rýrna að verðgildi á komandi árum, bæði vegna aukinnar samkeppni af hendi lífeyrissjóða en ekki síður fjártæknifyrirtækja af ýmsum toga sem nú ryðja sér til rúms. Tæknibyltingin virðist einnig opna möguleika á samkeppni að utan en undir lok árs voru fréttir fluttar af því að þýski netbankinn N26 hygðist bjóða Íslendingum upp á þjónustu sína. Enn liggur ekki fyrir hvaða viðtökur þjónusta hans mun fá en hann er með yfir 1,5 milljónir viðskiptavina þótt hann hafi aðeins hafið starfsemi árið 2015. Í fjárlögum ársins 2019 er áréttuð heimild ríkissjóðs til að selja hlut sinn í Íslandsbanka og allt að 30% hlut í Landsbankanum. Ósennilegt verður að teljast að fjármálaráðherra hafi stuðning samstarfsflokka Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn til að stíga skref í átt að sölu verulegs hluta í bönkunum en ánægjulegt væri að sjá hið minnsta annan þeirra skráðan á markað samhliða útboði á nýju ári. Það myndi bæði styrkja íslenskan hlutabréfamarkað en einnig gefa fjármálaráðherra tækifæri til að grynnka enn á skuldum ríkissjóðs sem nú í árslok nema um 843 milljörðum króna. Fjármagnskostnaður vegna þeirra skulda nemur um 40 milljörðum ár hvert.

Brugðust seint við nýrri ógn

Örar tæknibreytingar á fjármálamarkaði eru ekki hinar einu sem hrista upp í íslensku hagkerfi. Innreið Costco á íslenskan smásölumarkað á fyrri hluta árs 2017 hefur haft ófyrirséð áhrif á þann markað. Það hefur ekki aðeins gerst í tilfelli verslunar með matvöru og drykkjarföng. Ný viðmið í verðlagningu hjólbarða olli því að rótgróin fyrirtæki á þeim

6 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Morgunblaðið/Eggert

Stjórnendur hafa tekið upp kústinn og leitað leiða til hagræðingar á árinu sem nú er liðið.

markaði þurftu að endurskoða alla sína álagningu. Og þá varð gríðarlegur titringur á eldsneytismarkaði í kjölfar opnunar bensínstöðvar fyrirtækisins í Kauptúni í Garðabæ. Hefur fyrirtækið selt nærri 100% meira af eldsneyti en olíufélögin íslensku höfðu gert ráð fyrir að því yrði unnt með einn útsölustað og tiltölulega fáar dælur. Margt bendir til að forsvarsmenn smásölukeðjanna íslensku og olíufélaganna hafi misreiknað stöðuna í tengslum við komu Costco til landsins. Hið minnsta má fullyrða að þeir hafi brugðist seint við breyttum veruleika. Og þá er ljóst að þeir tóku ekki með í reikninginn það langa reiptog sem rekast þurfti í við Samkeppniseftirlitið, þegar þeir leituðu leiða til að þétta raðirnar og auka samkeppnishæfni sína. En nú er rykið tekið að setjast og tvö olíufélög nú tvinnuð inn í tvær stærstu matvörukeðjur landsins. Samkeppniseftirlitið heimilaði í júlí síðastliðnum kaup N1 á Festi sem m.a. rekur Krónuna, Nóatún, Kjarval og Elko, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Hagar fengu svo heimild í september til kaupa á Olís. Hagar gerðu reyndar einnig tilraun til að hasla sér völl á lyfjamarkaði en yfirvöld ógiltu þó kaup fyrirtækisins á Lyfju í júlí. Að þeirri niðurstöðu fenginni má velta upp þeirri spurningu hvort Hagar eða Festi (N1 tók upp heiti hins keypta félags) muni reisa frá grunni smásöluþjónustu á lyfjum.

’’

Fleiri leitast við að treysta stöðu sína

Þótt stóru smásölukeðjurnar hafi verið hvað mest í kastljósi viðskiptafjölmiðla vegna fyrrnefndrar samþjöppunar eru fleiri aðilar á markaðnum sem nú gera sitt til að tryggja grundvöll sinn á markaðnum. Þannig samþykkti Samkeppniseftirlitið kaup Samkaupa á 10 verslunum sem félagið Baskó hefur rekið undir heitinu Iceland og 10-11, auk tveggja Háskólabúða. Hver sem markaðshlutdeild Costco verður hér á landi á komandi árum er ljóst að fyrirtækið hefur breytt smásölumarkaðnum til frambúðar og flest bendir til þess að tveir verslunarrisar, Festi og Hagar hafi fest sig í sessi með samþættingu olíu- og matvöruverslunar. Gera má ráð fyrir að koma H&M inn á íslenskan fata- og búsáhaldamarkað kunni að hafa svipuð áhrif á þeim markaði og Costco hafði á markaði með eldsneyti og matvöru. Það er nú þegar komið fram í því að Hagar hafa aðlagað sig breyttu rekstrarumhverfi með lokun verslana og hagræðingu af ýmsum toga. Sennilegt má telja að H&M Home muni hafa áhrif á tiltekna þætti í vörusölu IKEA og ILVA en ósennilegt er að þau verði varanleg eða mikil, enda önnur svið sem þessi fyrirtæki eru stærri á en þau sem H&M heggur í. Koma Costco og H&M til landsins undirstrikar að þrátt fyrir fámennið sjá alþjóðlegir

Þótt mest hafi farið fyrir fréttum af flugfélögunum á síðari hluta ársins verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um uppstokkun í viðskiptalífinu á árinu 2018, að minnast á Guðmund Kristjánsson, sem oftast er kenndur við Brim.

Lengst af hafa Íslendingar búið við alvarlega fákeppni á flugmarkaði. Því ræður fámennið og lega landsins. Á síðustu árum hefur aukinn áhugi erlendra ferðamanna á landinu, auk hagstæðrar flugleiðar milli Evrópu og Bandaríkjanna, valdið því að um 30 flugfélög bjóða flug til og frá Keflavíkurflugvelli. Mörg þeirra bjóða þó aðeins þjónustu sína yfir háönnina og á fáa tengipunkta erlendis. Vöxtur WOW air á síðustu árum breytti þeirri mynd og gerði það að verkum að Icelandair hefur ekki eitt staðið sem hryggjarstykkið í fólksflutningum til og frá landinu. Harkalegur viðsnúningur á flugmarkaði hefur hins vegar gert báðum þessum félögum lífið leitt og á stundum hefur litlu mátt muna að WOW air hafi sogast niður með hinni alþjóðlegu niðursveiflu á þessum markaði. Um tíma benti flest til þess að Icelandair myndi kaupa WOW air og að nær algjör samþjöppun yrði á flugmarkaðnum til og frá landinu. Af þeim kaupum varð ekki og enn ríkir mikil óvissa um hver afdrif WOW air verða. Möguleg aðkoma Indigo Partners að félaginu, ásamt aðgerðum sem miða að því að skala reksturinn verulega niður, gefa þó fyrirheit um að félagið muni áfram geta veitt Icelandair samkeppni. Þó er ljóst að Icelandair stendur nú eitt eftir sem óskoraður burðarás í því verkefni að tryggja tengingu almennings hér á landi við útlönd.

Stórtíðindi af íslenskum sjávarútvegi

Þótt mest hafi farið fyrir fréttum af flugfélögunum á síðari hluta ársins verður ekki hjá því komist, í umfjöllun um uppstokkun í viðskiptalífinu á árinu 2018, að minnast á Guðmund Kristjánsson, sem oftast er kenndur við Brim. Oftar en einu sinni og oftar en tvisvar hafa tugmilljarða viðskipti sem hann hefur verið arkitektinn að, ratað í fjölmiðla. Fyrst hristi hann upp í sjávarútveginum með kaupum á nærri 37% hlut í HB Granda af Kristjáni Loftssyni og viðskiptafélögum hans. Því næst settist hann í stól forstjóra fyrirtækisins og fékk samþykkt kaup HB Granda á Ögurvík af útgerðarfélagi sínu Brimi hf. Mitt í væringum tengdum þeim viðskiptum var svo tilkynnt að hann hefði losað um þriðjungs hlut sinn í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Hafði hann eldað grátt silfur við meirihluta eigenda í því félagi um langt árabil. Í samtali við ViðskiptaMoggann í september sagði Guðmundur að íslenskur sjávarútvegur yrði að þétta raðirnar og stækka rekstrareiningarnar. Það væri sannfæringin sem ræki hann áfram í þeim viðskiptum sem hann hefði staðið í á yfirstandandi ári. Ástæðan væri sú að íslenskur sjávarútvegur væri í alþjóðlegri samkeppni. Flest bendir til að Guðmundur hafi rétt fyrir sér í þessu efni. Tæknibyltingin hefur hins vegar valdið því að þetta á við um flestar greinar atvinnulífsins. Því má spyrja hvort uppstokkunin 2018 sé upphafið að frekari umskiptum í íslensku efnahagslífi. Ekki er ósennilegt að sú verði reyndin.


Rafiðnaðarsamband Íslands sendir jólaog baráttukveðjur til allra landsmanna á nýju ári. Kveikjum á perunni og krefjumst hærri launa, styttri vinnutíma og húsnæðis fyrir alla!


KEMST ÍSLAND AFTUR Á STÓRMÓT Í FÓTBOLTA?

Reynsluna mun ekki skorta Karlalandsliðið í fótbolta er á leið í undankeppni EM 2020 með svipaðan mannskap og komst með því í lokakeppni EM og HM. Karlalandsliðið í handbolta er ungt og efnilegt og Guðmundur Þ. Guðmundsson ætlar að koma því í fremstu röð á ný

VÍÐIR SIGURÐSSON er umsjónarmaður íþróttadeildar Morgunblaðsins og mbl.is, hefur starfað sem íþróttafréttamaður frá árinu 1981 og skrifað bækur árlega um íslenskaknattspyrnu.

Íslenskir knattspyrnuáhugamenn bíða með öndina í hálsinum eftir því að undankeppni Evrópumóts karla 2020 fari af stað í marsmánuði. Ísland mætir þá nágrannaþjóðunum Andorra og Frakklandi á útivöllum og glímir síðan við Tyrkland, Albaníu og Moldóvu en liðið spilar alla tíu leiki sína í undankeppninni á árinu 2019. Beðið er á milli vonar og ótta um hvernig íslenska liðinu muni vegna. Er ævintýrinu lokið? Er búið að skrifa sögu Íslands á stórmótunum í karlaflokki með þátttöku landsliðsins á EM í Frakklandi og HM í Rússlandi? Eða kemur út nýtt bindi? Efinn er skiljanlegur. Íslenska liðið stóð sig ágætlega í Rússlandi. Jafntefli við Argentínu þar sem Alfreð Finnbogason jafnaði metin í 1:1 og Hannes Þór Halldórsson varði vítaspyrnu frá Lionel Messi kom Íslandi enn og aftur á forsíður heimsblaðanna. Leikirnir við Nígeríu og Króatíu töpuðust en liðið átti von um sæti í 16liða úrslitum fram á síðustu mínútu. Það var mál og mat manna að liðið hefði staðið sig vel í fimm hálfleikjum af sex en slæmur síðari hálfleikur gegn Nígeríu gert útslagið um að Ísland komst ekki áfram úr riðlakeppninni. Sem hefði verið magnað afrek. Síðan urðu þjálfaraskipti. Heimir Hallgrímsson kvaddi eftir hálft sjöunda ár sem aðstoðarþjálfari og síðan þjálfari. Arftaki hans er Svíinn Erik Hamrén sem fór beint með liðið í hörkuleiki í A-deild Þjóðadeildar UEFA. Þar var niðurstaðan fjórir tapleikir gegn Belgíu og Sviss, sem í sjálfu sér var ekkert óeðlilegt. Skellurinn í Sviss í fyrsta leiknum undir stjórn Eriks Hamréns var þó slæmur svo undan sveið. Frammistaða íslenska liðsins hefur byggst á gríðarsterkri liðsheild og því að hafa haldið nánast sama kjarna leikmanna í nokkur ár. Liðið hefur mátt illa við því að missa lykilmenn í meiðsli, hvað þá marga í einu eins og gerðist í haust. Síðan þarf endurnýjunin að eiga sér stað og þó lykilmenn liðsins séu ekki háaldraðir þá styttist smám saman þeirra líf sem fótboltamenn í fremstu röð. Framhaldið mun velta á því hversu vel gengur að fylla í skörðin þegar þau fara að myndast. Ekki síður á því hvort Hamrén takist að ná því sama út úr þessum hópi og Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck voru færir um. Horfur eru á því að Ísland verði á árinu 2019 með sama kjarna leikmanna og lék á EM í Frakklandi þremur árum áður, þannig að reynsluna mun í það minnsta ekki skorta. Ungir leikmenn eru byrjaðir að láta að sér kveða og þar eru mestar vonir bundnar við Arnór Sigurðsson og Albert Guðmundsson sem eru líklegir til að taka talsverðan þátt í komandi undankeppni.

Ljósmynd/Wolfsburg

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur sópað að sér titlum með þýska stórliðinu Wolfsburg og lék með því úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu gegn Lyon í maímánuði 2018.

Einni vítaspyrnu frá HM-umspili Kvennalandsliðið í fótbolta freistaði þess að komast á HM í fyrsta skipti og átti raunhæfa möguleika fram að síðasta leik í undankeppninni í haust. Því mistókst að sigra Tékka á Laugardalsvellinum og komst fyrir vikið ekki í umspil, enda þótt það endaði í öðru sæti í sínum riðli. Söru Björk Gunnarsdóttur brást bogalistin af vítapunktinum á örlagastundu. Sara getur þó horft stolt til ársins 2018 en hún varð tvöfaldur meistari í Þýskalandi annað árið í röð og komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með Wolfsburg, eftir að hafa skorað afar mikilvæg mörk fyrir liðið í þeirra keppni. Sara náði með þessu lengra, sem lykilmaður í sínu félagsliði, en nokkur annar íslenskur knattspyrnumaður hefur gert.

Bjartsýni eftir ráðningu Guðmundar

Morgunblaðið/Eggert

Alfreð Finnbogason jafnaði gegn Argentínu í fyrsta leik Íslands í lokakeppni heimsmeistaramóts og íslenska liðið náði óvæntu jafntefli gegn einu sigursælasta landsliði heims.

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Þarf að viðhalda jarðtengingunni Þótt íslenska karlalandsliðið hafi flogið með himinskautum á undanförnum árum og tekið þátt í lokakeppnum tveggja stórmóta þarf að gæta þess að viðhalda jarðtengingunni. Sumir vilja ekki telja tvo sigurleiki gegn Indónesíu í byrjun árs með þegar farið er yfir atburði ársins 2018. Þetta voru vissulega vináttuleikir gegn veikum andstæðingi og flestir fastamanna Íslands fjarri góðu gamni, ásamt því að andstæðingarnir þóttu

8 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

standa sérkennilega að sínu liðsvali. En mótherjinn var eitt af fjölmennustu ríkjum heims, sem er með landslið af svipuðum styrkleika og tveir væntanlegir andstæðingar Íslands í næstu undankeppni Evrópumótsins, Moldóva og Andorra, og með íslenska liðinu spiluðu sjö leikmenn sem fóru á HM í Rússlandi. Alla mótherja og allar þjóðir ber að virða. Líka þá sem leika fyrir Íslands hönd hverju sinni. Ekki síst þar sem þetta voru einu sigurleikir íslenska liðsins á árinu 2018 sem fer í sögubækurnar sem eitt versta ár landsliðsins ef aðeins er horft á úrslit leikjanna. Gleymum því ekki að íslenska landsliðið var einu sinni á allt öðrum slóðum, og það liðu jafnvel mörg ár á milli sigurleikja. Það var lengi vel eitt af fjórum til fimm lökustu landsliðum Evrópu og fékk einna helst vináttuleiki gegn áhugamannalandsliðum stóru þjóðanna, ef leikir við Norðurlandaþjóðirnar voru undanskildir. Þá var Ísland í raun á „réttum“ stað, ef tekið er mið af höfðatölunni margumtöluðu. Það er ekkert sjálfsagt við það að Ísland sé í dag talið 37. sterkasta landslið heims, af 211 aðildarþjóðum FIFA, hvað þá að það sé númer 18 í þeirri röð eins og það var um tíma snemma á árinu 2018.

Guðmundur Þórður Guðmundsson er tekinn við íslenska karlalandsliðinu í handbolta í þriðja sinn og hann er á leið með liðið í lokakeppni HM í München í janúar.

Framhaldið mun velta á því hversu vel gengur að fylla í skörðin þegar þau fara að myndast. Ekki síður á því hvort Hamrén takist að ná því sama út úr þessum hópi og Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck voru færir um.

’’

Þegar Guðmundur Þ. Guðmundsson var kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlalandsliðs Íslands í handknattleik snemma í febrúar á þessu ári fór bjartsýnisbylgja um íslenska handboltaheiminn. Fáir íslenskir þjálfarar njóta jafn almennrar hylli meðal landsmanna og þessi lágvaxni og eldfljóti fyrrverandi hornamaður landsliðsins sem vann ólympíusilfur og Evrópubrons með landsliðinu árin 2008 og 2012, og er nú mættur til starfa í þriðja sinn. Hans markmið er að byggja upp á þremur árum landslið sem á ný getur haldið sér í hópi átta bestu liða heims. Til þessa hefur Guðmundur aðeins stýrt liðinu í vináttuleikjum, sem og í umspilsleikjunum gegn Litháen í júnímánuði þar sem liðið var ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sér farseðlana á HM sem hefst í Þýskalandi og Danmörku eftir aðeins tíu daga. Margir telja sig hinsvegar sjá batamerki á leik liðsins frá því Guðmundur tók við því, með sitt alkunna skipulag og nákvæmni að leiðarljósi. Á sama tíma hefur orðið talsverð uppsveifla í handboltanum hér innanlands, í það minnsta hjá körlunum, og gæðin í úrvalsdeildinni hafa tvímælalaust aukist talsvert á undanförnum tveimur árum. Ný kynslóð ungra og bráðefnilegra handboltamanna er smám saman að taka völdin í íslenska landsliðinu og útlit er fyrir að Íslendingum í sterkum félagsliðum í Evrópu muni fjölga á ný á næstunni. Kvennalandsliðið í handbolta er líka að rétta úr kútnum eftir nokkur mögur ár og markvissa uppbyggingu undir stjórn Axels Stefánssonar. Það er komið í umspil fyrir HM 2019 og mun leika gegn Spánverjum í sumarbyrjun um að komast þangað.



TÍMAMÓT: KÍNVERJAR AFNEMA TAKMÖRK VIÐ VALDATÍMA FORSETA Þjónn á kaffihúsi skammt frá Mamajev Kúrgan minnisvarðanum um orrustuna um Stalíngrad í Volgograd í Rússlandi.

Maxim Babenko fyrir The New York Times

Heigulsásjóna alræðis Umskiptin frá lýðræði til persónudýrkunar hefjast með leiðtoga sem lýgur án afláts. Persónudýrkun er leið kjarkleysis.

TIMOTHY SNYDER Timothy Snyder gegnir stöðu prófessors í sögu, sem kennd er við hagfræðinginn Richard Levin við Yale-háskóla, og fræðimaður til frambúðar við Mannvísindastofnunina (Institut für die Wissenschaften vom Menschen) í Vín. Hann er þekktastur fyrir bækur sínar Bloodlands and Um harðstjórn. Nýjust bóka hans er The Road to Unfreedom: Russia, Europe, America.

Fyrst sjáum við andlitið. Það er andlit Donalds Trumps í Bandaríkjunum, Viktors Orbans í Ungverjalandi, Vladimírs Pútíns í Rússlandi eða Receps Tayyips Erdogans í Tyrklandi, andlit manna sem vilja umbreyta lýðræði í persónudýrkun. Andlitið er elsta mark forustunnar, það mark sem dugar hópnum eða ættbálknum. Ef við sjáum aðeins andlitið hugsum við ekki um stefnuna eða pólitíkina; þess í stað föllumst við á stjórnina og reglur hennar. Lýðræði snýst hins vegar um fólk, ekki eina manneskju sem gerð er goðumlík. Fólk þarf sannleika, sem persónudýrkun eyðileggur. Í kenningum um lýðræði frá Grikkjum til forna, til upplýsingarinnar og allt til okkar daga er gengið út frá því að heimurinn lúti skilningi. Við leitum eftir stað-

10 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

reyndum ásamt samborgurum okkar. Við persónudýrkun kemur hins vegar trú í stað sannleikans og við trúum því sem leiðtoginn vill að við trúum. Andlitið tekur við af huganum. Umskiptin frá lýðræði til persónudýrkunar hefjast á leiðtoga sem er tilbúinn til að ljúga án afláts í því skyni að grafa undan sannleikanum sem slíkum. Umskiptin eru fullkomnuð þegar fólk getur ekki lengur skilið á milli sannleika og tilfinninga. Persónudýrkun virkar með sama hætti alls staðar; hún hvílir á þeirri röngu hugmynd að andlitið sé með einhverjum hætti fulltrúi þjóðarinnar. Persónudýrkun snýst um að okkur finnist frekar en að við hugsum. Sérstaklega er reynt að láta okkur finnast að fyrsta spurning stjórnmálanna sé: „Hver erum við og hver eru þau?“ frekar en: „Hvernig er heimurinn og hvað getum við gert í því?“ Um leið og við föllumst á að stjórnmál snúist um „okkur og þau“ finnst okkur að við vitum hver „við“ erum þar sem okkur finnst við vita hver „þau“ eru. Í raun vitum við ekkert þar sem við höfum gengist við óttanum og kvíðanum – dýratilfinningum – sem grundvelli stjórnmála. Það hefur verið tekinn snúningur á okkur. Alræðisherrar okkar daga segja meðalstórar lygar. Í þeim er aðeins á yfirborðinu vísað til reynslu; þær draga okkur djúpt inn í

helli tilfinninganna. Ef við trúum því að Barack Obama sé múslimi fæddur í Afríku (bandarísk lygi með rússneskum stuðningi), eða að Hillary Clinton sé melludólgur og barnaníðingur (rússnesk lygi með bandarískum stuðningi) erum við í raun ekki að hugsa; við höfum látið undan kynferðislegum og líkamlegum ótta. Þessar meðalstóru lygar eru ekki alveg stórlygar alræðisherranna, þótt árásir Orbans á George Soros sem leiðtoga gyðingasamæris stappi frekar nærri því. Þær eru hins vegar nógu stórar til að afvirkja staðreyndaheiminn. Um leið og við föllumst á þessar lygar opnum við okkur fyrir að trúa margvíslegum öðrum ósannindum, eða í það minnsta að gruna að það séu önnur, umfangsmeiri samsæri. Andlit leiðtogans verður fyrir vikið merki um „okkur“ og „þau“. Netið og félagsvefir hjálpa okkur að sjá stjórnmál með þessum tvískipta hætti. Við ímyndum okkur að við veljum þar sem við sitjum fyrir framan tölvurnar okkar, en algóriþmar læra hvað mun halda okkur við efnið á netinu, hafa í raun mótað kostina fyrir okkur. Hegðun okkar á netinu kennir vélunum að áhrifaríkasta örvunin er neikvæð: ótti og kvíði. Félagsvefur verður pólitískur leiðarvísir, við undirbúum okkur undir stjórnmálamenn sem leggja fram sömu tvískiptinguna: Hvað veldur okkur ótta

Lýðræði er hugrökk leið til að byggja upp land. Persónudýrkun er kjarklaus leið til að eyðileggja land.

’’

og hvað veitir okkur öryggi? Hver eru þau og hver erum við? Áður fyrr krafðist persónudýrkun minnisvarða, nú snýst hún um netminni. Félagsvefir gleypa ímyndunarafl almennings eins og foldgnáar styttur harðstjóra fyrri tíma gleyptu almannarými. En eins og þeir minnisvarðar minna okkur á deyja harðstjórar alltaf. Innantóm, gagnkynhneigð látalæti, skyrtulausar tækifærisljósmyndir og fálæti gagnvart reynslu kvenna, herferðir gegn samkynhneigðum, allt er þetta hannað til að fela eina grundvallarstaðreynd: persónudýrkunin er geld. Hún getur ekki fjölgað sér. Persónudýrkunin er tilbeiðsla einhvers sem er tímabundið. Hún er því ruglingur og þegar öllu er á botninn hvolft heigulsháttur: Leiðtoginn getur ekki hugleitt þá staðreynd að hann muni deyja og einhver komi í hans stað og borgararnir ýta undir þá tálmynd með því að gleyma að þeir deila ábyrgð á framtíðinni. Persónudýrkunin slævir getuna til að halda landi gangandi. Þegar við tökum persónudýrkun góða og gilda erum við ekki aðeins að láta af hendi réttinn til að velja leiðtoga heldur slæva hæfileikana og veikja stofnanirnar sem gera okkur kleift að gera það í framtíðinni. Um leið og við fjarlægjumst lýðræðið gleymum við tilgangi þess: að gefa okkur öllum framtíð. Persónudýrkunin segir að ein persóna hafi alltaf rétt fyrir sér þannig að eftir fráfall hennar kemur ringulreið. Lýðræðið segir að við gerum öll mistök, en fáum möguleikann endrum og sinnum til að leiðrétta okkur. Lýðræði er hugrökk leið til að byggja upp land. Persónudýrkun er kjarklaus leið til að eyðileggja land. ©2018 The New York Times og Timothy Snyder



TÍMAMÓT: Á MILLI 2000 OG 2018 RÚMLEGA TVÖFALDAÐIST FJÖLDI AFRÍSKRA BARNA Í BARNASKÓLUM

Opnum dyr skólanna upp á gátt í eitt skipti fyrir öll Þegar árið 2030 rennur upp eigum við að geta sent hvert einasta barn í skóla. Svona á að borga fyrir það. Palestínskar stúlkur ganga fram hjá hveitisekkjum á leið til skóla fyrir utan svæði Sameinuðu þjóðanna í flóttamannabúðunum í Rafah á suðurhluta Gasasvæðisins.

GORDON BROWN er fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og sérlegur erindreki Sameinuðu þjóðanna um menntun í heiminum. Hann er höfundur bókarinnar Gordon Brown: My Life, Our Times.

GUNNAR JÚL ART

Árið 1848 lyktaði lýðveldisbyltingum gegn konungsveldum í Evrópu með því að þær voru brotnar á bak aftur og kúgun tók við. Árið var sagt marka tímamót, vera vendipunktur þar sem sögunni láðist að venda. Nánast víst er að 2018 mun marka sambærileg tímamót. Árið einkenndist af verndarhyggju Donalds Trumps, útþenslustefnu Kína, endurborinni þjóðahyggju á Indlandi og í Japan, stórveldatilburðum Írana og tækifær-

12 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Said Khatib/Agence France-Presse Getty Images

ismennsku Rússa. Allt á þetta þátt í að grafa undan því alþjóðlega samstarfi sem hefur verið til grundvallar þeirri skipan heimsmála sem hefur verið við lýði í 70 ár eftir að síðari heimsstyrjöld lauk. Samningar um loftslagsbreytingar, kjarnorkuvopn og viðskipti hafa orðið fyrir barðinu

á þessum hræringum og skyndilega virðist heimurinn sundraður og forustulaus. Eins og stendur tala menn í það minnsta fallega um markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Í þeim eru sett metnaðarfull markmið um að binda enda á ólæsi, sjúkdóma sem komast má hjá, vannæringu og sára fá-

tækt fyrir 2030. Nú eru hins vegar að koma fram vaxandi vísbendingar um að þrátt fyrir frækilega framgöngu Antónios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, og Aminu J. Mohammed, sem er honum næstráðandi, muni markmið ekki nást vegna þess að sameiginlega hefur okkur ekki tekist að ná sátt um hvernig eigi að fjármagna þau. Fjórða sjálfbæra markmiðið – gæðamenntun fyrir alla á jafnréttisgrundvelli og án útilokunar – skuldbindur okkur til að ná því að okkar kynslóð verði fyrir 2030 sú fyrsta í sögunni sem sendir hvert einasta barn í skóla. Nú horfumst við í augu við þann skammarlega veruleika að 260 milljónir barna ganga ekki í skóla. Af þeim sem eru í skóla munu 400 milljónir hætta áður en þau ná 12 ára aldri og rúmlega 800 milljónir, helmingur drengja og stúlkna í þróunarlöndunum, munu enda grunnskólagöngu án þess að hafa öðlast neina viðurkennda hæfni til starfa á okkar tímum. Samkvæmt nýlegri úttekt Alþjóðabankans myndu barnahjónabönd heyra sögunni til ef allar stúlkur gengju í skóla. Því miður munu um 230 milljónir af 430 milljónum stúlkna á skólaskyldualdri í löndum þar sem tekjur eru


Flóttamaður úr röðum róhingja frá Búrma í óformlegum skóla í Balukhali-flóttamannabúðunum í Ukhia-héraði í Bangladess. /Agence France-Presse - Getty Images

lægstar eða í neðra þrepi meðaltekna aldrei ljúka skólagöngu sambærilegri við grunnskóla og fyrstu ár framhaldsskóla að því er kemur fram í tölum Hagstofu Unesco. Og ólæsi kvenna hefur hrikalegar afleiðingar fyrir heilsu í samfélögum og er barnadauði í Afríku mun algengari hjá ómenntuðum mæðrum. Þrátt fyrir að það sé á brattann að sækja í menntamálum hefur alþjóðleg aðstoð dregist saman á liðnum áratug. Hún var 13 prósent af allri aðstoð, en er nú aðeins 10 prósent. Það

eru aðeins 10 dollarar á barn á ári, sem er ekki einu sinni nóg til að kaupa notaða kennslubók. Samstarf milli opinberra aðila og einkaaðila, sem að mati Alþjóðabankans, Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Sameinuðu þjóðanna átti að breyta „milljörðum í billjónir“, hefur enn ekki litið dagsins ljós. Á meðan heilbrigðis- og menntastofnanir í þróuðu ríkjunum njóta velvildar framúrskarandi velgjörðarmanna er okkar tíma Andrew Carnegie ekki kominn

fram í alþjóðlegum menntamálum. Fjárfestingar fyrirtækja í menntun í heiminum eru aðeins brot af því sem lagt hefur verið í heilbrigðismál eða umhverfið. Það eru aðeins 12 ár í að fresturinn sem við gáfum okkur til að veita öllum menntun renni út og stund sannleikans er runnin upp. Ef ekki verður gagnger stefnubreyting munu 200 milljónir barna á skólaaldri ekki vera í skóla árið 2030. Þess í stað verða þau líkast til á götunni þar sem þau verða auðveld fórnarlömb öfgasinna sem munu færa sér í nyt svikin loforð okkar um menntun og segja að þau séu til marks um að það muni aldrei ganga upp að við getum lifað hlið við hlið í sátt og samlyndi. Ef þau verða ekki á götunum munu þessar milljónir ungs fólks, sem neitað hefur verið um tækifæri til menntunar og atvinnu heima fyrir vera á faraldsfæti. Ef auður heimsins færist ekki að einhverju leyti til Afríku munu Afríkubúar í auknum mæli færa sig nær auði heimsins. Milljónir verðandi farandfólks munu telja sér trú um að það sé betra að vera fátækur í ríku landi en að vera ríkur í fátæku landi. Alþjóðlega fjármálastofnunin í menntamálum (IFFEd) sem ætlað er að ná saman 10 milljörðum dollara gæti rofið pattstöðuna í aðstoð til menntamála. Hún er að tillögu Menntaráðsins sem sett var á fót til að fylgja eftir fjórða markmiðinu, og er alþjóðlegt frumkvæði, þar sem ég gegni formennsku. Sjóðurinn leggur áherslu á þau rúmlega 700 milljón börn sem búa í löndum þar sem tekjur eru í þrepinu undir meðallagi í heiminum. Í þessum löndum er að finna meirihluta flóttamanna og barna á vergangi í heiminum. Þetta eru um 50 lönd og þar er fátækt of mikil til að þau geti af eigin rammleik borgað menntun fyrir alla. Þau eru hins vegar of vel stæð til að eiga rétt á styrkjum frá fjölhliða þróunarbönkum svo heitið geti. Þau lán sem

Ísfélagið óskar öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökkum fyrir samskiptin og viðskiptin í gegnum árin.

standa til boða eru á fjögurra prósenta vöxtum. Fyrir vikið er aðeins 350 milljónum dollara eða 50 sentum á barn varið í menntun í þessum löndum. Með því að bjóða þróunarlöndum fjármögnun á viðráðanlegum kjörum mun hinn nýi sjóður stoppa upp í gapandi gjá í fyrirkomulagi alþjóðlegrar aðstoðar. Hún mun samanstanda af ábyrgðum sem framlagslönd veita upp á tvo milljarða og verða þeir notaðir til að fá fjármögnun upp á átta milljarða dollara á markaði. Við þetta munu bætast tveir milljarðar í styrki til aðstoðar, sem munu gera okkur kleift að lækka vextina af lánunum. Með því að breyta tveggja milljóna dollara styrk í átta milljarða aðstoð munum við geta gert fjórfalt meira en með hefðbundinni aðstoð. Í staðinn fyrir þessa efldu, alþjóðlegu fjármögnun verður gert tilkall til þróunarríkjanna um að tvöfalda eigin fjárfestingu í menntun úr tveimur til þremur prósentum eins og nú er í fjögur til fimm prósent af þjóðartekjum. Þetta ætti að vera nóg til að stofna þær 200 milljónir skóla sem þarf til að koma loks öllum börnum inn í skólastofuna. Alþjóðlegur menntasjóður á pari við Alþjóðasjóðinn til baráttunnar gegn alnæmi, berklum og malaríu myndi hjálpa okkur við að standa við loforðið, sem hefur dregist allt of lengi, um menntun fyrir alla og gera að verkum að það markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun sem nýtur minnstrar fjármögnunar yrði innan seilingar. Það myndi einnig senda tímabær skilaboð út í heim: um að jafnvel þegar einangrunarog verndarhyggja lætur mest að sér kveða getum við eflt alþjóðlegt samstarf og sannað að hnattvæðing getur enn verið þeim til hagsbóta, sem skildir hafa verið eftir. ©2018 The New York Times og Gordon Brown

Stofnað 1901

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 13


Frá gangnamunna í Sámsstaðaklifi lig g ja 270 metra löng aðkomugöng að stöðvarhúsi Búrfellsstöðvar II.


ftirspurn eftir raforku á Íslandi í dag er mikil og mun aukast á sama tíma og fólk gerir sér sífellt betur grein fyrir vægi loftslagsmála. Hrein, endurnýjanleg orka mun gegna veigamiklu hlutverki í orkuskiptum í framtíðinni. Það að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvæna orku er eitt mikilvægasta framlag okkar til loftslagsmála á heimsvísu.

Búrfellsstöð II er nýjasta aflstöð Íslendinga. Hún var gangsett 28. júní 2018, en fyrsta aflstöð Landsvirkjunar, Búrfellsstöð, var gangsett á sömu slóðum tæpum fimmtíu árum fyrr. Nýja stöðin nýtir það vatn sem áður rann fram hjá eldri mannvirkjum og bætir því umtalsvert nýtingu þeirrar auðlindar sem felst í fallvatninu.

Við framkvæmdina var lögð mikil áhersla á að lágmarka umhverfisáhrif eins og kostur er. Stöðvarhúsið er staðsett neðanjarðar og sjónræn áhrif eru því minni en ella. Vegna þess að fyrir voru aflstöðvar á vatnasvæðinu var hægt að samnýta vegi, raforkuflutningskerfi og uppistöðulón og lágmarka þannig rask. Ábyrg nýting orkunnar er öllum til hagsbóta.

V ið óskum landsmönnum öllum gæfu á ný ju ári og þökkum farsælt samst ar f á liðnum árum.


BARÁTTUMÁL AÐ ALLIR KOMIST Á NETIÐ OG BÖNDUM VERIÐ KOMIÐ Á MISNOTKUN ÞESS

Aðgangur að gögnum veitir ekki rétt til að nota þau Almennur aðgangur að netinu hefur verið baráttumál Jóns Tetzchners frá upphafi. Hann telur hins vegar að ekki eigi að vera leyfilegt að nota gögn um notendur með þeim hætti sem risafyrirtækin Google og Facebook gera. Tetzchner hefur hannað vafrann Vivaldi og leggur áherslu á að hann muni ekki nota upplýsingar um notendur, enda eigi hann ekkert í þeim. Ef ekki býr alvara að baki

KARL BLÖNDAL hefur verið aðstoðarritstjóri Morgunblaðsins frá árinu 2001. Hann skrifaði fyrst í blaðið árið 1982 frá Vestur-Berlín.

Á þriðju hæð bakatil á Eiðistorgi er frekar lúin hurð með talnalás. Þegar inn er komið tekur þögnin á móti gestum og húsnæðið er lágstemmt og lætur ekki mikið yfir sér. Íburðurinn er ekki í fyrirrúmi í frumkvöðlasetrinu Innovation House, en andrúmsloftið er notalegt. Jón Stephenson von Tetzchner tekur á móti blaðamanni og upplýsir að í setrinu séu 28 fyrirtæki, sem boðið sé upp á gott umhverfi og ódýrt húsnæði. „Við eyðum ekki tíma í fjármál,“ segir hann og útskýrir orð sín með því að í sprotafyrirtækjum eigi að reyna að bíða í lengstu lög með að ná í fjármagn og fjárfesta, meðal annars til þess að missa ekki stjórn á verkefninu. Mörg frumkvöðlasetur leggi áherslu á ferli þar sem fjárfestar leiki stórt hlutverk, en hjá Innovation House sé lagt upp úr góðu umhverfi og lágu verði svo að frumkvöðlar geti valið hvernig þeir ætli að fjármagna fyrirtækið ótengt því hvar það er niðurkomið. „Þegar þú hefur fengið pening býrðu til vandamál.“ Jón segir að lykillinn að því að ná árangri sé sannfæringin og vilji til að leggja allt undir. „Það er til fullt af góðum hugmyndum,“ segir hann. „Það erfiða er að taka góða hugmynd og klára hana, þá verður þú að trúa, brenna fyrir málstaðinn.“ Jón er 51 árs gamall. Hann ólst upp á Íslandi, kláraði menntaskóla hér og hélt síðan til Noregs. Eftir að hafa lokið námi þar var hann einn af stofnendum fyrirtækisins Opera, sem hannaði samnefndan vafra. Hann byggðist á öðrum forsendum en hinir hefðbundnu vafrar og voru notendur orðnir 350 milljónir. Nýir stjórnendur breyttu stefnu fyrirtækisins og Jón ákvað að leita á önnur mið. Hann rekur nú frumkvöðlasetrið og þróar vafrann Vivaldi. Þar hefur hann tekið upp þráðinn þar sem honum sleppti hjá Operu þegar hinir nýju stjórnendur ákváðu að fara aðrar leiðir en gert hafði verið í upphafi.

16 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

„Þegar ég hætti í Óperu þurfti ég að finna út hvað ég ætlaði að gera þegar ég væri orðinn stór og á sama tíma að ákveða hvar ég ætti að búa,“ segir hann. Bretland, Frakkland og Bandaríkin voru meðal þeirra landa sem komu til greina og hann hafnaði rétt fyrir norðan Boston. „Þar sem ég vissi ekki hvað ég ætlaði að gera, þá var þetta góður staður fyrir mig. Hér voru möguleikar til að fara í nám og mikið af frumkvöðlum. Svo var líka stutt til Íslands og Noregs og það var mikilvægt fyrir mig á margan hátt.“ Samfara því að Jón þurfti að finna út hvar hann ætti að búa var hann að hugsa um næstu skref. „Ég hugsaði mér að ég gæti orðið fjárfestir og vildi þá helst fjárfesta í sprotafyrirtækjum og ákvað að gera það að miklu leiti á Íslandi. Staðan á þessum tíma var slæm á Íslandi og ég hugsaði mér að ég gæti gert eitthvað gott með að fjárfesta á Íslandi. Það var lítið af fjármagni að finna á landinu fyrir fjárfestingar í sprotafyrirtækjum á þessum tíma og ég endaði með að fjáfesta í um 10 fyrirtækjum á landinu og setja upp Innovation House til að geta stutt önnur sprotafyrirtæki. Nú höfum við í Vivaldi skrifstofur í þremur löndum, á Íslandi, í Noregi og í Bandaríkjunum.“ Jón er þeirrar hyggju að á Íslandi séu forsendur góðar fyrir sprotafyrirtæki. „Að mörgu leyti er gott að vera hér. Hér er flatur strúktúr og ýtt undir hugmyndir,“ segir hann. „Þjóðfélagið leyfir þér að hafa hugmyndir, það er ekki bara stjórinn, sá sem er yfir, sem ræður öllu og hugsar á meðan aðrir hlýða. Þetta umhverfi passar mjög vel fyrir sprotafyrirtæki og það er auðvelt að laða að fólk hingað að utan og það aðlagast auðveldlega.“ Hann segir að starfsumhverfið hér sé eins og það hafi verið í Noregi. Margir þeirra, sem hafi komið þangað til að starfa hjá Óperu, hafi meira að segja ílengst og búi þar enn. Það vekur athygli að Jón nefnir félagslega þáttinn þegar spurt er um forsendur til að stofna fyrirtæki, en ekki regluverk. Hann segir að hið opna umhverfi þar sem sjálfsagt er að segja hug sinn skipti sköpum, en bætir við að á Íslandi sé ekki erfitt að setja upp fyrirtæki. Oft sé látið eins og það sé einfaldara í Bandaríkjunum, en það sé flókið þar og borgi sig ekki að fara út í það nema full ástæða sé til.

Varan kemur fyrst „Þú þarft að hafa mikið fyrir því að stofna fyrirtæki í Bandaríkjunum,“ segir hann og bætir við að menn þurfi að vita nákvæmlega hvað

þeir ætla sér og hafa innistæðu fyrir því. „Það kemur ekki mikið út úr því að komast í samband við fólk og geta blandað geði ef það er engin vara. Þú getur kynnst fólki og myndað sambönd með því að fara til Bandaríkjanna, en varan kemur fyrst.“ Mikið sé hér á landi um góðar hugmyndir, sem eitthvað gæti komið úr. Hann segir margt efnilegt í frumkvöðlasetrinu og nefnir Genki, sem er að hanna búnað til að stjórna hljóði og rafrænum hljóðfærum með hreyfingu handarinnar, og leikjafyrirtækið Solid Clouds. Jón hefur lagt peninga í sprotafyrirtæki, en segist ekki geta fjárfest í öllu. Í frumkvöðlasetrinu geti fyrirtæki hins vegar leigt og fengið stuðning. Að auki sé stutt í allt, hvort sem það sé kaffihús, öldurhús, verslun eða líkamsrækt.

Sveigjanlegri en aðrir vafrar Eftir að vafrinn Opera fór aðra leið en Jón hafði hugsað sér fannst honum verða tómarúm á markaðnum. „Vivaldi, já ég er aftur farinn að smíða vafra. Við hann starfa tuttugu manns í Noregi og tíu manns hér á Íslandi. Allt í allt eru 45 starfsmenn,“ segir hann og bætir við að allir starfsmenn séu eigendur. „Hinir hefðbundnu vafrar eru mjög staðlaðir. Við höfum sveigjanleika.“ Jón telur upp hina ýmsu kosti vafrans. Bókamerkjakerfið virki betur á Vivaldi og bjóði upp á meiri möguleika. Þá sé hægt að vera með fleiri flipa í notkun og deila skjánum upp í svæði. Auðvelt sé að merkja texta og hægt sé að mynda vefsíðuna alla. Þá hefur notandinn fleiri verkfæri en gengur og gerist og hægt að nota lyklaborðið til að stytta sér leið. Vivaldi býður líka upp á aðra þjónustu, ókeypis, fyrir notendur í gegnum Vivaldi.net. Hann getur mótað sína eigin síðu, hægt er að blogga og boðið er upp á tölvupóst. Mikil vinna hefur farið í þýðingar, bæði á vafranum og Vivaldi.net, og þar hafa mörg hundruð manns lagt hönd á plóg.

Óttast ekki samkeppni við risana Jón segir að notendur vafrans séu orðnir ein milljón og þeir séu um allan heim, í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Rússlandi og Japan. Vafrinn er í samkeppni við risafyrirtæki á markaðnum, en hann segist ekki setja það fyrir sig. „Ég hef verið að keppa við þessi fyrirtæki síðan 1994,“ segir hann og vísar til reynslunnar af Óperu. Að sögn Jóns hefur Vivaldi mætt miklum velvilja og margir hjálpað til við að prófa það sem boðið er upp á, oft sjálfboðaliðar, sem

vilja veg vafrans sem mestann. Þeirra framlag sé ómetanlegt. „Þeir vilja sjá okkur vaxa og við hlustum á hvern einstakling,“ segir hann og leggur áherslu á að mark sé tekið á ábendingum og tillögum. „Mottóið okkar er að bjóða upp á sveigjanleika ef við erum í vafa.“ Jón leggur áherslu á að vafrinn sé fyrir alla. „Þetta er ekki bara fyrir nörda,“ segir hann. „Vafrinn aðlagast þínum þörfum. Hann er augljóslega sá besti fyrir flesta og gerir flókna hluti einfaldari.“

Búið að vopnvæða upplýsingar Vafrinn er einnig frábrugðinn keppinautum á borð við Facebook og Google í einu grundvallaratriði. „Við söfnum ekki upplýsingum,“ segir Jón og bætir við að sum fyrirtæki skilji ekki hvað sé að gerast. Oft sé spurt hvað sé að því að veita aðgang að upplýsingum hafi menn ekkert að fela og þetta séu bara auglýsingar, en það sé einfaldlega rugl að stilla dæminu þannig upp: „Það er búið að vopnvæða upplýsingar. Hægt er að greina hvern og einn og nota upplýsingarnar til að senda auglýsingar og pólitísk skilaboð. Nigel Farage segir sjálfur að án Facebook hefði ekkert orðið af Brexit og Trump og hann ætti að vita það. Facebook og Google skutu ekki, en þau seldu byssuna. Við þurfum ekki á þessu að halda til að fá hlutina ókeypis á netinu.“ Jón segir að sú grundvallarbreyting hafi orðið að áður birtust auglýsingar í tilteknum fjölmiðli og almenningur sá þær þar, en nú


„Við höfum allar upplýsingar, en við notum þær ekki nema fyrir okkar skýrslur. Við misnotum þær ekki, seljum hvorki né geymum. Við viljum ekki hafa upplýsingar um hvað fólk gerir,“ segir Jón Tetzchner.

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

fylgi auglýsingin persónu. Með þessari breytingu á módelinu hafi orðið auðveldara að skálda og búa til frekar en að segja fréttir. „Það ætti ekki að vera leyfilegt að safna upplýsingum um náungann og láta auglýsingar fylgja honum,“ segir hann og spyr: „Er það þess virði fyrir þjóðfélagið að fara þangað? Fyrirtækin myndu lifa það af ef settar yrðu reglur og Tim Cook, forstjóri Apple, og fleiri hafa tekið undir það.“ Hann bendir á að Facebook þéni um 25 dollara á hvern notanda á ári. „Myndi fólk segja já ef það væri spurt hvort væri í lagi að lesa tölvupóst þess?“ spyr hann og vísar til Google og gmail. „Þetta á ekki að vera leyfilegt. Þetta er tæknilega auðvelt, en það á ekki að gera hlutina bara af því að það er hægt. Facebook er ekki bara Facebook, fyrirtækið safnar upplýsingum um fólk hvort sem það er notendur eða ekki. Google er ekki bara Google-leitarvélin, það tengir saman milli tækja og fylgir fólki eftir, hvort sem það er í gengum WIFI eða Bluetooth, og tæknin er orðin þannig að jafnvel þótt notandinn slökkvi á henni slokknar ekki.“ Jón nefnir Bluetooth-vitann, sem hefur aukið drægni tækninnar. Hún auðveldar notandanum að ná sambandi með Bluetoothtækninni, en gerir um leið auðveldara að fylgjast með öllum hans ferðum, ekki bara í hvaða götu hann sé, heldur í hvaða húsi og jafnvel á hvaða hæð. Um leið er mögulegt að hlusta á notandann. Dæmi eru um að nýjustu kynslóðir sjónvarpa

séu alltaf að hlusta. „Það sem þú segir er geymt og öllum er fylgt eftir á ferðum sínum,“ segir hann.

Með auglýsendur á hælum sér Jón segir að allir eigi sögur til vitnis um að fylgst sé með ferðum þeirra og það sé nýtt í auglýsingaskyni. Hann rekur eina úr eigin reynsluheimi. „Fjölskyldan var stödd í Bandaríkjunum og við okkur blasti verslunin Machine Gun Florida og við vorum að tala um hana og byssur,“ segir hann. „Allt í einu birtist auglýsing frá NRA, samtökum byssueigenda í Bandaríkjunum, á síma sonar míns. Þarna helltist áróður um byssueign yfir 15 ára strák. Við spurðum okkur hvort eitthvert appið hefði verið að hlusta og fannst þetta frekar ógeðslegt.“ Honum finnst í lagi að nota upplýsingar um ferðir fólks til að greiða fyrir umferð og láta vita af teppum, en þessar upplýsingar ætti ekki að mega nýta í neitt annað. „Það að hafa aðgang að gögnum veitir ekki rétt til að nota þau,“ segir hann og bætir við að hjá sér séu önnur vinnubrögð. „Við höfum allar upplýsingar, en við notum þær ekki nema fyrir okkar skýrslur. Við misnotum þær

’’

ekki, seljum hvorki né geymum. Við viljum ekki hafa upplýsingar um hvað fólk gerir. Stjórnvöld ættu að sjá til þess að gögn séu ekki misnotuð.“ Jón bendir á að yfirmaður norsku leyniþjónustunnar hafi haft orð á því að einkafyrirtæki safni meiri upplýsingum um persónur en leyniþjónustur og spyr: „Á ég ekki upplýsingarnar um mig?“ Það er ekki hlaupið að því standa fyrir utan þessa upplýsingasöfnun. „Það er ekkert val lengur,“ segir Jón. „Þú verður að hafa síma og ef notandinn lokar á að veita upplýsingar um sig hættir mjög margt að virka á netinu.“

Hef barist fyrir því allt mitt líf að fólk komist á netið Jón segir að sér hafi alltaf þótt mikilvægt að allir hefðu aðgang að netinu hvar sem er í heiminum. „Ég hef barist fyrir því allt mitt líf að fólk komist á netið,“ segir hann og nefnir sérstaklega Afríku. Það er augljóst á orðum Jóns að hann telur netið gegna mikilvægu hlutverki í að tengja fólk og gera því kleift að bæta stöðu sína. Að sama skapi fer fyrir brjóstið á honum þegar netið er notað í annarlegum tilgangi og verður

Ef ekki væri hægt að stíla auglýsingar á einstaklinga væri ekkert Brexit og enginn Trump. Facebook og Google skutu ekki, en þau seldu byssuna.

að pólitísku vopni þar sem reynt er að hafa áhrif á fólk undir fölsku flaggi eins og nú síðast kom fram í óstaðfestum fréttum um að mörg hundruð vefmiðlareikningar, sem notaðir hefðu verið til að dreifa röngum og villandi upplýsingum til að ýta undir mótmælin í Frakklandi, tengdust Rússlandi. „Það er vont þegar verið er að skemma netið með þessu rugli,“ segir hann. „Vandamálið er þegar pólitíkin blandast inn í spilið. Það þarf að setja reglur og þær þurfa að vera eins fyrir alla. Hvað má fyrirtæki bjóða mikinn aðgang að viðskiptavinum sínum? Það væri áfram þess virði að hafa sinn notendahóp. Það er hægt að finna fleiri auglýsingafleti, það eina sem þú þarft er umferð.“ Hann veltir einnig fyrir sér hvað megi gera til að breyta umræðu á netinu. „Það er gott að hafa margar raddir, en ruslið mættum við missa,“ segir hann. „Ég spyr mig hvað myndi gerast ef Google ákvæði að beita sér. Þegar ég sagði þetta fullum fetum stoppuðu okkar auglýsingar, en svo leyfa þeir auglýsingar í falsfréttum.“ Svar Jóns er að bjóða upp á vafra, sem ekki veitir aðgang að notendum þannig að hægt sé að beina að þeim skilaboðum, áróðri og falsfréttum eftir því hvaða skoðanir þeir hafa og hvar í flokki þeir standa. Hann horfir bjartsýnn fram á veginn. Á árinu, sem nú er að hefjast, kemur ný, stór útgáfa af vafranum. Þar verður einnig boðið upp á tölvupóst með netfangi án endurgjalds. Og hann verður ekki lesinn nema af sendanda og viðtakanda. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 17


LEIKIR VINNAST EÐA TAPAST LÖNGU ÁÐUR EN ÞÚ STÍGUR INN Á VÖLLINN

Leið til valdeflingar Vísindamenn gerðu könnun meðal nærri tvö þúsund bandarískra stúlkna sem hluta af skýrslu fyrir bókina The Confidence Code for Girls, sem kom út á þessu ári, og komust að þeirri niðurstöðu að sjálfstraust hrapar um í kringum 30% hjá stúlkum á aldursbilinu átta til 14 ára. Sambærilegt fall var ekki að sjá hjá drengjum. er þjálfari, kennari eða einhver sem þú berð virðingu fyrir, hefur náð árangri og lifir jákvæðu lífi. Þegar þú ert heiðarleg um tilfinningar þínar sættirðu þig við að sjálfsefi er í lagi. Það er eðlilegt og mannlegt viðbragð. Lykillinn er að láta ekki stjórnast af tilfinningu óöryggis. Í leikjum segi ég alltaf við sjálfa mig að það sé í lagi að vera taugaóstyrk, en það sé ekki í lagi að sú taugaspenna hafi áhrif á leik minn. Ég hef oft fylgst með því þegar fólk í kringum mig hefur tekið ákvarðanir sem voru greinilega misráðnar og síðan hef ég velt fyrir mér forviða: „Hvers vegna í ósköpunum gera þau svona nokkuð?“ Á þeim tíma virtust ákvarðanirnar án allrar skynsemi. En ég hef áttað mig á að þau byggðu ákvarðanir sínar á tilfinningum sem byggðust á sjálfsefa. Þegar þessar ákvarðanir leiddu til eftirsjárverðrar niðurstöðu undirstrikaði það aðeins hugmyndir þeirra um að þau væru ekki verðug og vítahringnum var haldið við. En svona þarf þetta ekki að vera.

VENUS WILLIAMS er talin einn af bestu tennisleikurum heims, hún hefur unnið sjö titla í stórmótaröðinni í tennis og fjögur ólympíugull. Hún er framkvæmdastjóri V Starr Interiors og stofnandi tískulínunnar EleVen.

Í myndskeiði sem gekk um félagsmiðla 2018 sést Venus Williams 14 ára gömul segja John McKenzie, fréttamanni ABC, hvað hún sé viss um að hún geti sigrað andstæðing á tennisvellinum. „Ég veit að ég get unnið hana,“ segir Williams við McKenzie með bros á vör. „Ég er mjög sjálfsörugg.“ McKenzie virðist hissa á svarinu. „Þér fer svo létt að segja þetta,“ segir hann við hana. „Hvers vegna?“ „Vegna þess að ég trúi því,“ svarar Williams. Þessi sjálfsvissa hefur knúið Williams alla hennar ævi. Sjálfsöryggi hefur veitt henni kraft til að drottna yfir atvinnutennis, það var lykillinn að því að hún var skráð efst á heimslista kventennisleikara í heiminum. En persónuleg valdefling hefur einnig verið grundvallaratriði í viðleitni hennar til að auka jafnrétti kynjanna líkt og þegar hún leiddi með góðum árangri opinbera herferð til að krefjast þess að Wimbledon greiddi konum sömu verðlaunaupphæð og körlum. (Þegar Williams vann fjórða Wimbledontitilinn sinn 2007 varð hún fyrsta konan til að vinna nákvæmlega sömu upphæð og meistari karla, Roger Federer, 1,4 milljónir dollara (173 milljónir króna).) Sjálfstraust hefur líka verið lykilþáttur í umsvifum Williams í viðskiptalífinu á borð við tískulínuna EleVen og innanhússhönnunarfyrirtækið V Starr Interiors. Það hefur verið kjarninn í flestu því sem hún hefur afrekað og hún telur að sjálfstraust sé hæfileiki sem hægt sé að kenna og vinna stöðugt í. „Mér finnst að ég eigi árangur minn að þakka trú minni á sjálfa mig,“ sagði hún í samtali við Tímamót, „og hefur fundist að sjálfsöryggi sé hægt að læra og þróa. Satt að segja vinn ég í sjálfstraustinu á hverjum degi, rétt eins og að fara í ræktina eða æfa mig á tennisvellinum.“ Með þetta í huga spurðum við Williams um uppskriftina að því að þróa og halda við sjálfsöryggi, sérstaklega fyrir konur. „Staðreyndin er sú að rétt eins og þú getur þjálfað líkamann er hægt að þjálfa hugann í að trúa á eigin virði.“ – Armando Arrieta

Hér eru grundvallarreglurnar þrjár með orðum Venus Williams. Heiðarleiki gagnvart eigin tilfinningum. Þegar eitthvað fer ekki eins og ég vil að það fari spyr ég sjálfa mig einfaldrar en mikilvægrar spurningar. Hvers vegna? Mér finnst það besta leiðin til að komast að rót vandans. Þegar þú vinnur að markmiðum þínum þarf að hafa í huga að þú þarft að vera heiðarleg gagnvart tilfinningum þínum. Frekar en að

1

18 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Gerðu „kort“ af leiðinni sem þú ætlar að fylgja til að ná markmiðum þínum. Þú átt skilið velgengni, hamingju og tækifæri til að uppfylla drauma þína. Ef þér finnst allt erfitt reyndu þá að hafa eftirfarandi eftir: „Ég á allt það versta skilið í lífinu. Ég á skilið mistök og óhamingju.“ Hljómar það rétt? Vitaskuld ekki. Segðu þér það gagnstæða – og láttu skeika að sköpuðu. Rannsókn sem gerð var við ríkisháskólann í Ohio gefur til kynna að fólk sem getur séð fyrir sér að það nái markmiðum sínum sé líklegra til að gera það. Þegar þú getur séð þig fyrir þér þar sem þú hefur náð markmiðum þinum skaltu gera aðgerðaáætlun um hvernig eigi að komast þangað. Mundu að leikir vinnast eða tapast löngu áður en þú stígur inn á völlinn. Eins fæst starf eða tapast áður en þú mætir í fyrsta viðtalið og launahækkanir fást eða er hafnað áður en þú talar við yfirmann þinn. Lykillinn er að hafa kortlagt leiðina að markinu áður en þú gengur inn um dyrnar.

2

Notaðu mistök þér í hag. Sjálfstraust er grunnurinn að hamingjuríku einkalífi í jafnvægi og það getur síðan átt þátt í meiri árangri í starfi okkar. Ástæðan er sú að þegar við höfum sjálfstraust erum við kraftmikil og einblínum á framtíðina frekar en að slökkva bara elda og glíma við vandamál hversdagsins. Þó er það óhjákvæmilegur hluti lífsins að mistakast. Ég er alltaf fullkomlega heiðarleg við sjálfa mig þegar mér mistekst. Sú venja helgast af því að vera íþróttamaður. Í íþróttum er það að greina mistök einfalt mál: Ef þú getur ekki leiðrétt sjálfa þig muntu tapa. Fyrir mér þýða mistök einfaldlega að ég þarf að leggja harðar að mér. Það kemur aldrei til greina að gefast upp. Mistök gera þig sterkari, vísari og betri. Mín mestu mistök hafa alltaf verið lykilþáttur í minni mestu velgengni. Við þurfum öll að takast á við erfiðleika einhvern tímann í lífinu. En að taka ákvörðun sem byggist á lélegu sjálfsáliti er skammtímaleikur sem leyfir okkur ekki að blómstra þegar til lengri tíma er litið og ná að nýta verðleika okkar til fulls. Eftir því sem við verðum hæfari í að taka ákvarðanir sem byggjast á sjálfstrausti þeim mun meiri verður valdefling okkar við að leitast við að uppfylla drauma okkar. Fyrir mér er það hin sanna skilgreining árangurs.

3

Venus Williams fylgist með ungum tennisleikara slá boltann í búðum fyrir unga leikmenn í Washington árið 2011.

Jewel Samad/Agence France-Presse - Getty Images

reyna að breiða yfir efasemdir sem þú kannt að hafa, gættu þess þá að horfast í augu við það þegar þú ert óviss um sjálfa þig. Minntu þig síðan á að þótt það kunni að vera þannig að þú finnir ekki til sjálfstrausts þessa stundina hefur þú skuldbundið þig markmiðum þínum, skuldbundið þig til að leggja þitt af mörkum, skuldbundið þig til að taka erfiðar ákvarðanir.

Hvað sem þú gerir, ekki taka auðveldu leiðina – það veitir aðeins tímabundna ánægju. Hættu líka að bera þig saman við aðra. Að halda að öðrum gangi betur vegna þess að þeir séu klárari, sætari eða hærri en þú mun aðeins grafa undan eigin velgengni. Hafðu í huga hins vegar að það er gríðarlega hjálplegt að hafa einhvern annan að tala við, hvort sem það

„Í leikjum segi ég alltaf við sjálfa mig að það sé í lagi að vera taugaóstyrk, en það sé ekki í lagi að sú taugaspenna hafi áhrif á leik minn.“

’’

©2018 The New York Times og Venus Williams.


Rótarskot er ný leið til að styrkja öflugt og mikilvægt sjálfboðastarf björgunarsveitanna. Hvert Rótarskot gefur af sér tré sem gróðursett er með stuðningi Skógræktarfélags Íslands í nýjan Áramótaskóg Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Rótarskot fást hjá björgunarsveitunum um land allt. Tökum höndum saman og skjótum rótum.

Verð frá 3.990 kr. Allur ágóði af sölu Rótarskotanna rennur til björgunarsveitanna.

Gleðilegt ár!


TÍMAMÓT: Í SKÝRSLU SÞ UM LOFTSLAGSMÁL ER DREGIN UPP DÖKK MYND AF ÁSTANDINU ÁRIÐ 2040

Hunsið loftslagsbreytingar á eigin ábyrgð Það er lífsspursmál fyrir ríki heims að finna jafnvægi á milli hagvaxtar, atvinnusköpunar og sjálbærni í umhverfismálum.

MICHELLE BACHELET var kjörin forseti Síle fyrst kvenna. Hún gegndi embættinu frá 2006 til 2010 og aftur frá 2014 til 2018. Hún er yfir mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna.

Sú afstaða hefur lengi verið við lýði að náttúran sé óumbreytanlegt fyrirbæri í þjónustu mannkyns. Hin upplýstari á meðal okkar hafa hins vegar gert sér grein fyrir því að þetta viðhorf mun leiða okkur í glötun. Umhverfið er ekki lengur annars flokks áhyggjuefni; það er satt að segja grundvallaratriði sem ætti að hafa að leiðarljósi í öllum málum sem varða þróun til framtíðar. Það er mikilvægara en nokkru sinni fyrir litlar þjóðir eins og Sílebúa – sem oft verða fyrir mestum búsifjum út af tjóni við strandlengjuna vegna loftslagsbreytinga – að vinna að því að vernda umhverfið og viðhalda um leið efnahagslegum uppgangi nú þegar vöxtur heldur áfram hjá iðnvæddum löndum á borð við Brasilíu og Kína halda áfram að vaxa og millistéttin heldur áfram að stækka og í kjölfarið á því að Bandaríkjamenn höfnuðu Parísarsáttmálanum. Góðu fréttirnar eru að umhverfisvandinn er orðinn svo brýnn að hann hefur skerpt vitund okkar um stöðuna. Slæmu fréttirnar eru að við erum þegar orðin sein fyrir. Við erum síðasta kynslóð valdhafa sem geta tekið ákvarðanir í tæka tíð til að afstýra hörmungum á plánetunni allri. Þær ákvarðanir, sem við tökum í dag, gætu leitt okkur til framtíðar þar sem lofslagsmál verða í betri skorðum eða þær gætu grafið undan öryggi í mat, vatni og orku um ókomna áratugi. Til að átta sig á mikilvægi umhverfismála þarf hver sem nálgunin er óhjákvæmilega að spyrja spurninga um kostnað. Það þarf að taka frá talsvert fjármagn eigi að draga úr áhrifum, að ekki sé talað um að laga sig að breyttum aðstæðum og greiða fyrir umskiptin frá úreltum framleiðsluháttum. Um leið og við sættum okkur við að hugmyndin um skammtímahagvöxt getur ekki verið okkar eina leiðarljós eru næstu spurningar: Hversu mikið eigum við að fjárfesta í þessu? Hvað miklu erum við tilbúin að fórna? Það er ekkert einfalt svar. Lykillinn hér er að skilja að í allri hagfræðilegri nálgun þarf að gera ráð fyrir hlutfallslega litlum kostnaði af að fara þessa leið þegar tekin eru með í reikninginn áhrif vaxandi magns koltvísýrings í andrúmsloftinu. Daglega koma fram nýjar rannsóknir sem veita vísbendingar um hvað aðgerðarleysi getur verið afdrifaríkt: þurrkar, skógareldar, ofsaveður og öfgakennd úrhelli sem hafa mikil áhrif á uppskeru, kvikfénað og innviði. Kostnaður aðgerðarleysis kemur líka fram í því að milljónir manna eru tilneyddar að fara á vergang og skyndilega er kominn þrýstingur á heilbrigðiskerfi að vera tilbúin að bregðast við brjótist út sjúkdómsfaraldrar. Samkvæmt Alþjóðabankanum valda náttúruhamfarir á ári hverju tjóni sem samsvarar 250 milljarða dollara (30 billjóna króna) tapi í neyslu. Staðreyndin er sú að

20 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Meridith Kohut/The New York Times

Iðnaðarmenn einangra leiðslu í nýrri jarðvarmavirkjun í Síle. Þjóðin reiddi sig áður á innflutta orku, en hefur nú lagt áherslu á sjálfbæra orkugjafa.

Josh Haner/The New York Times

Veiðimaður við yfirgefinn bát í hinu uppþornaða Poopó-vatni í Bólivíu. Íbúarnir eru farnir.

loftslagsbreytingar gætu orðið til þess að þeim sem búi við sára fátækt hafi fjölgað um 100 milljónir árið 2030. Eins og sérfræðingar hafa áður bent á erum við einfaldlega að ónýta þróunarstarf ef við komum ekki böndum á loftslagsbreytingar. Í Síle höfum við hafist handa við þetta

verkefni, að minnsta kosti að hluta. Þökk sé ágengri orkustefnu, sem hrint var í framkvæmd 2014 á öðru kjörtímabili mínu á forsetastóli, höfum við þrefaldað þá endurnýjanlegu orku, sem er á boðstólum í dreifikerfi okkar og lækkað verðið úr 130 dollurum (16.300 krónum) í 32 dollara (4.000 krónur) á kílóvattstund. Fyrir 2014 vorum við ekki aðeins háð innfluttri orku frá öðrum löndum, við vorum einnig komin upp á náð og miskunn langvarandi þurrka. Síðan höfum við beislað orku sólar og vinds í eyðimörkum okkar og meðfram strandlengjunum og nýtt okkur gufuna djúpt ofan í eldfjöllunum með jarðhitaveitum. Við höfum tekið stærra hafsvæði undir verndarvæng ríkisins til að vernda sjávarauðlindir okkar og vistkerfi strandlengjunnar. Með því að vinna með einkageiranum hefur okkur einnig tekist að efla landvernd þannig að nú nær hún til svæðis á stærð við Sviss, sem opnar gríðarlega möguleika í þróun sjálfbærrar ferðamennsku. Við erum einnig að fjárfesta í framtíðinni með fyrstu grænu sköttunum í álfunni og banni við plastpokum. Við höfum sýnt að framleiðnilíkön geta þróast. Líkt og fólk hefur uppgötvað á Íslandi og í Kosta Ríka höfum við komist að því að það eru góð viðskipti að draga úr útblæstri. Og við höfum sýnt að öll ríki, stór og smá, geta veitt forustu gagnlegum lausnum við umhverfisvandamálum.

Með því að vinna með einkageiranum hefur okkur einnig tekist að efla landvernd þannig að nú nær hún til svæðis á stærð við Sviss, sem opnar gríðarlega möguleika í þróun sjálfbærrar ferðamennsku.

’’

En ef við viljum breytingar um allan heim getum við ekki búist við að hvert land geri það sama og geri það upp á eigin spýtur. Við verðum að helga sameinaða krafta okkar vörn almannaheilla og finna jafnvægi á milli hagvaxtar, atvinnusköpunar og umhverfiskrafna. Ef við höldum áfram að gera allt eins og venjulega mun okkur mistakast. Að halda þannig áfram væri leið til glötunar í ljósi sprengingar í fólksfjölgun, vaxandi eftirspurnar eftir orku og hættulegra neysluvenja. Alþjóðlegt samstarf á borð við Parísarsamkomulagið og 2030 dagskrána um sjálfbæra þróun veita fyrirmynd að því hvernig samnýta eigi krafta, styðja þá sem hafa setið eftir og leggja til aðrar leiðir. En við þurfum einnig að færast fram á við og gera áætlun – líkt og Bandaríkin gerðu þegar þau settu á fót Marshall-aðstoðina og buðu Evrópu efnahagsaðstoð eftir síðari heimsstyrjöld – til að hraða aðgerðum okkar og greiða fyrir fjárfestingum sem skipta máli og meðal annarra hluta draga úr þeim hættum sem fylgja kröfu hagkerfa okkar um framleiðni. Heimur ónýttra möguleika kemur til dæmis fram þegar við veltum fyrir okkur orkuskiptum. Verkefnið Drawdown, umhverfisbandalag sem ekki er rekið í hagnaðarskyni, hefur reiknað út að með því að auka framleiðslu vindorku á landi um 21,6% fyrir 2050 mætti draga úr losun CO2 um 8,4 gígatonn og spara 7,4 billjónir dollara (904 billjónir króna). Það er kominn tími til að meta virði þeirrar þróunar sem búast má við að leiði til varanlegrar samstöðu og friðar. Um það snýst þetta allt saman: að mannkyn lifi af og það verði gert með réttum hætti. ©2018 The New York Times og Michelle Bachelet


Gleðilega hátíð

efstaleitid.is


TÍMAMÓT: 2019 MUN HELMINGUR JARÐARBÚA VERÐA Á NETINU

Hvernig á að bjarga netinu? Ríkisstjórnir, fyrirtæki og notendur um allan heim verða að skuldbinda sig til að virða grundvallarreglur fyrir netið.

TIM BERNERS-LEE Tim Berners-Lee fann upp veraldarvefinn (World Wide Web) og er forstöðumaður og einn af stofnendum Veraldarvefsstofnunarinnar (World Wide Web Foundation).

Á undanförnum árum hefur orðið ljóst að netið stendur ekki undir þeim miklu vonum sem við bundum við það. Netið var smíðað til að verða opið verkfæri fyrir samvinnu og valdeflingu. Nú hafa glæpamenn og tröll rænt því og notað til að hafa áhrif á og ráðskast með fólk um allan heim. Til að varðveita vef sem þjónar öllu mannkyni, ekki bara fólki með forréttindi og völd, þurfum við að berjast fyrir því. Þess vegna hef ég beðið ríkisstjórnir, fyrirtæki og borgara um víða veröld að skuldbinda sig til að fylgja nokkrum grundvallarreglum fyrir netið. Við lok ársins 2019 mun helmingur íbúa heimsins nota netið samkvæmt áliti nefndar um breiðband og stafræna þróun (Broadband Commission for Digital Development) sem tengist Sameinuðu þjóðunum. Í 30 ára sögu netsins hefðu öll viðbrögð við þessum tímamótum allt þar til nú verið: „Frábært! Nú skulum við tengja þá sem eftir eru eins fljótt og hægt er.“ En heimurinn hefur breyst. Um árabil hefur verið litið á netið sem afl í þágu góðs þegar allt er tekið, en nú hefur óttinn við að netið gæti verið að skemma þjóðfélög okkar yfirskyggt þá bjartsýni um tæknina. Þessar áhyggjur eru réttmætar. Á undanförnum árum höfum við orðið vitni að því að stjórnvöld ríkja hafa stundað ríkisreknar verksmiðjuveiðar á netinu til að kæfa andóf og ráðast á stjórnarandstæðinga. Við höfum séð hvernig tölvuinnbrot og erlend afkipti afskræma stjórnmál og grafa undan kosningum. Og það hefur blasað við hvernig útbreiðsla falsfrétta á félagsvefjum getur skapað ringulreið, glundroða og banvænt ofbeldi. Þegar við fregnuðum á liðnu ári að Cambridge Analytica hefði notað persónulegar upplýsingar allt að 87 milljóna notenda Facebook til að hafa áhrif á kjósendur í forsetakosningunum 2016 í Bandaríkjunum áttuðum við okkur á því að við hefðum misst stjórn á upplýsingum um okkur og að afleiðingarnar gætu breytt heiminum. En við megum ekki gefast upp á fyrirheitinu sem fólgið er í netinu. Allri tækni fylgir áhætta. Við ökum bílum þrátt fyrir hættuna á alvarlegum slysum. Við tökum lyfseðilsskyld lyf þrátt fyrir hættuna á misnotkun og fíkn. Við sláum varnagla þegar nýjungar koma fram til að við getum stjórnað áhættunni og hagnast á möguleikum þeirra. Vefurinn er hnattrænn vettvangur – áskoranir hans teygja sig þvert á landamæri og menningarheima. Rétt eins og milljónir manna um allan heim unnu að því saman að smíða vefinn veltur framtíð hans á sameiginlegri getu okkar til að gera hann betra verkfæri fyrir alla. Um leið og við mótum vef morgundagsins þurfum við leiðbeinandi grundvallarreglur sem geta skilgreint hvernig vef við viljum. Það verður ekki auðvelt að átta sig á hverjar þær skuli vera – það getur samkomulag sem nær til ólíkra landa og hagsmuna aldrei orðið. En ég held að það sé hægt að skilgreina

22 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Alexander Nix, fyrrverandi framkvæmdastjóri Cambridge Analytica, á leið á skrifstofur fyrirtækisins í London 20. mars 2018. Henry Nicholls/Reuters

Fabrice Coffrini/Agence France-Presse - Getty Images

Á þessari mynd, sem tekin var í Genf 2013, sést fyrsta vefsíða sögunnar frá árinu 1992.

ákveðin grunngildi sem við getum verið sammála um og munu tryggja að vefurinn virkar betur fyrir alla, þar á meðal þann helming íbúa heimsins sem enn er ekki tengdur. Ríkisstjórnir, fyrirtæki og einstaklingar geta öll gegnt einstöku hlutverki. Veraldarvefsstofnunin (World Wide Web Foundation), samtök sem ég stofnaði 2009 til að vernda vefinn sem tæki í almannaþágu, hefur skilgreint nokkur grundvallaratriði þar sem dregin er fram sú ábyrgð sem hver og einn

ber á því að vernda net sem þjónar öllu mannkyni. Við biðjum alla að skrifa undir þessi grundvallaratriði þannig að við getum búið til formlegan sáttmála um vefinn 2019. Í grundvallarreglunum er skilgreint að stjórnvöld bera ábyrgð á að tengja borgarana opnum vef þar sem réttur þeirra er virtur. Þar segir að netfyrirtæki verði að axla sína ábyrgð á að tryggja að vefurinn sé öruggur, aðgengilegur og að gögn um notendur njóti verndar. Þar er gerð skýr grein

Góðu fréttirnar eru að viljinn til að takast á við áskoranir netsins hefur aldrei verið meiri. Tryggjum að næsti milljarður tengist neti sem er þess vert að vera til.

’’

fyrir því að hver borgari ber þá ábyrgð að koma fram af samhygð og bregðast við neikvæðri hegðun sem hann myndi ekki líða utan netsins. Mestu skiptir að í grundvallarreglunum segir að við þurfum að rísa upp og berjast fyrir neti sem þjónar öllum. Ef við, þessir milljarðar manna sem nota netið, verjum það ekki, hver á þá að gera það? Í krafti þessara grundvallaratriða mun sáttmálinn um netið verða forsenda nýrra viðmiða til að stýra stefnu stjórnvalda um heim allan í stafrænum málum og ákvörðunum fyrirtækja þegar þau móta nettækni framtíðarinnar. Þeir sem styðja og hjálpa til við að þróa sáttmálann munu ekki aðeins sýna að þeir hafa skuldbundið sig til að vefurinn eigi framtíð, þeir munu hjálpa til við að móta hann. Ef við viljum vef sem virkar fyrir okkur þurfum við að vinna að framtíð vefsins. Þegar Rosemary Leith og ég stofnuðum Veraldarvefsstofnunina fyrir tíu árum voru færri en einn af hverjum fjórum á netinu. Okkar verkefni var að tengja fleira fólk og halda vefnum opnum og ókeypis þannig að allir gætu notið alls þess sem hann hefur upp á að bjóða. Vefurinn bjargar lífi og skapar lífsviðurværi. Hann setur upplýsingar um heiminn í seilingarfjarlægð og tengir okkur vinum og fjölskyldum um allan heim. Hann gefur félagslegum hreyfingum kraft og hefur skapað margvíslegan nýjan iðnað og verið aflvaki nýsköpunar. Þar sem vefurinn er frekar ný uppgötvun er þetta aðeins upphafið á því sem hann býður upp á. Ímyndið ykkur hverju við getum fengið áorkað þegar enn fjölgar svo um munar og nýr hópur íbúa heimsins leggur sitt af mörkum til sprengikrafts nýsköpunar á netinu. Góðu fréttirnar eru að viljinn til að takast á við áskoranir netsins hefur aldrei verið meiri. Tryggjum að næsti milljarður tengist neti sem er þess vert að vera til. Komum því til leiðar að 2019 verði árið sem við hrekjum til baka öflin, sem grafa undan opnum anda netsins. Við þurfum frjálst og opið net fyrir alla. ©2018 The New York Times and Tim Berners-Lee


FALLEGT ÚTLIT VÖNDUÐ HÖNNUN Hefðir, handverk og framþróun. Nýja Inspiration línan hefur fallegt og gæðalegt útlit í samraæmi við innri gæði. Hægvaxta fura, náttúrulegt latex, þéttofin bómull og okkar eigið gormakerfi úr sænsku karbon stáli gefur óviðjafnanleg þægindi og stuðlar að góðum svefni.

DUXIANA Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.is

Háþróaður svefnbúnaður


TÍMAMÓT: RAÚL CASTRO SEGIR AF SÉR EMBÆTTI FORSETA KÚBU

Hæg endurfæðing Kúbu Eftir því sem áföll byltingar Fidels Castros fjara út sleppa ungir Kúbanar hendinni af fortíðinni og taka nýjum hnattrænum nútíma opnum örmum. Einkafyrirtæki ryðja sér til rúms og 19 ára barnabarn Castros er upprennandi fyrirsæta.

RUTH BEHAR er prófessor í mannfræði við Michigan-háskóla. Hún er höfundur Lucky Broken Girl, skáldsögu fyrir unga lesendur, og ljóðabókarinnar Everything I Kept.

„Þetta áttir þú,“ tilkynnti móðir mín. Hún hélt á bláum skólabúningi fyrir stelpur útréttum örmum. Hún er nú 82 ára og kemur mér enn á óvart með hlutunum sem hún tók með til minja frá Kúbu og hefur haft í geymslu frá sjöunda áratugnum. Stjarna var saumuð framan á hann og faldurinn langur svo hægt væri að síkka hann þegar ég stækkaði. „Manstu ekki?“ Ég hristi höfuðið. „Þú varst í honum þegar þú varst fjögurra ára gömul. Þú fórst í sama gyðingaleikskóla í Havana og ég. Tímarnir voru á spænsku og jiddísku. Var það ekki ótrúlegt? Svo kom Castro.“ Ég óx úr grasi eins og svo mörg börn kúbanskra útlaga í áfalli vegna þess sem foreldrar mínir misstu í byltingunni sem Fidel Castro leiddi 1959. Þau trúðu á þær félagslegu umbætur sem Castro hafði séð fyrir sér – jafnrétti fyrir konur og Kúbana af afrískum uppruna, ókeypis leikskóla, land fyrir bændur, húsnæði fyrir fátæka, heilbrigðisþjónustu fyrir alla og menntun fyrir öll börn – og fannst þau hafa verið svikin þegar hann snerist til alræðishyggju og kommúnisma. Eins og aðrir útlagar sinnar kynslóðar neita foreldrar mínir að snúa aftur til eyjarinnar. Þau vilja frekar halda í minningar sínar um horfna Kúbu. Í næstum 30 ár hef ég farið aftur upp á eigin spýtur og reynt að skilja hvað orðið er um Kúbu. Svo eru einnig börnin sem voru um kyrrt, kynslóð uppalin af byltingarmönnum sem reyndu að koma á réttlátu samfélagi með sjálfboðavinnu og fórnum fyrir samfélagið. Þau börðust í gegnum tímabil djúpstæðs skorts og horfa nú upp á hnignun velferðarkerfis Kúbu. Vinkona mín, sem heldur foreldrum sínum uppi með íbúðaleigu fyrir ferðamenn, velti fyrir sér hver hún hefði verið, hvað hún hefði getað orðið, hefðu þau farið. „Þú ert heppin að foreldrar þínir fóru með þig burt þegar þú varst lítil,“ sagði hún við mig. En nú þegar Kúba nálgast 60 ára afmæli byltingarinnar er ný kynslóð bæði á Kúbu og utan að hrista af sér áföll fortíðarinnar. Ungir Kúbanar í dag eru einstaklingshyggjumenn, stimplaðir „hugmyndafræðilegir frávillingar“ af hinum eldri, sem hjuggu sykurreyr í þágu þjóðarinnar. Þótt þau hafi alist upp undir síbylju um hrylling bandarískrar heimsvaldastefnu og viðvarandi viðskiptahindranir eru þau með húðflúr þar sem stendur „All You Need is Love“ eða „Live Hard“. Og þau elska merkjavöru. Chanel kom til Havana til að halda tískusýningu í maí 2016. Munurinn á kynslóðunum kom fram með sláandi hætti þegar barnabarn Fidels Castros, Tony Castro (Antonio Castro Ulloa), upprennandi 19 ára fyrirsæta, kom fram á Paseo del Prado. Hin 37 ára gamla Idania del Río er sjálfsköpuð stjarna af hinni nýju kynslóð. Hún sneri aftur til Havana eftir að hafa starfað erlendis þegar einkafyrirtæki urðu lögleg undir

24 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Idania del Río, eigandi Clandestina í Havana. Frumkvöðlar hafa blómstrað á Kúbu eftir að Raúl Castro lögleiddi einkafyrirtæki 2016. Yamil Lage/Agence France-Presse - Getty Images

Ung, kúbönsk kona tekur sjálfu á strandgötunni Malecón í Havana. Kúbanar á þrítugs- og fertugsaldri eru staráðnir í að nútímavæða land sitt og koma því í samband við umheiminn.

Yamil Lage/Agence France-Presse - Getty Images

stjórn Raúls Castros. Hún rekur verslun með grafíska hönnun, Clandestina, og þar eru til sölu silkiprentaðir stuttermabolir, sem náðu athygli Baracks Obama Bandaríkjaforseta í sögulegri heimsókn hans til Kúbu í mars 2016 og eru nú seldir á Amazon. Það kemur á óvart hvað margir ungir Kúbanar hafa efni á að verja 28 dollurum – hátt í meðalmánaðartekjur á eynni – í stuttermaboli frá Clandestina, en það eru takmörk fyrir hvað metnaður þeirra kemur þeim langt. Þau vinna á einkareknum veitingastöðum, gera upp herbergi til að leigja ferðamönnum, gefa gömlum Letta annað líf sem hvellbleikum leigubíl. Á sama tíma fara nánast öll viðskipti enn fram með reiðufé, enginn á greiðslukort og peningar eru geymdir undir rúminu. Vaxandi ójöfnuður hefur einnig fylgt opnun landsins fyrir hinum kapítalíska heimi. Snemma á tíunda áratugnum þegar ég sneri fyrst aftur til Kúbu tók ég eftir að vörur í ferðamannabúðum voru faldar með dökkum gluggatjöldum til að koma í veg fyrir að Kúbanar þráðu hluti sem þeir hefðu ekki efni á. Nú blasir allt við – þar á meðal Chanel. Áður var hægt að sleppa með því að forða sér úr landi. En lönd víða um heim loka nú landamærum sínum og Bandaríkin bjóða Kúbönum ekki lengur hraðleið að ríkisborgararétti.

Nú dreymir unga Kúbana ekki um að flytja burt heldur að ferðast. Dótturson afrísk-kúbönsku fóstrunnar sem gætti mín í barnæsku langar að ferðast til Guantánamo þaðan sem faðir hans kemur. Hann þénar hins vegar jafngildi 12 dollara á mánuði og honum finnst nánast óvinnandi vegur að safna fyrir rútu frá Havana til Guantánamo, tæplega þúsund km leið. Mágur hans blandaði sér í samtal okkar. „Minn draumur er að ferðast um heiminn og snúa síðan aftur til Kúbu.“ Hann hló, en samt fékk ég ekki á tilfinninguna að hann þráði pólitískar breytingar. „Á Kúbu eru hvorki gengi né byssur. Þetta er öruggt land.“ Efnahagsleg vandamál þessara tveggja ungu afrísk-kúbönsku manna þarf að vega út frá tilfinningu þeirra um öryggi. Kynþáttahyggja heyrir ekki sögunni til á Kúbu og mörgum finnst hún fara vaxandi með einkaframtakinu, sem fylgir greinileg slagsíða í þágu hvítra Kúbana. En eitt af því, sem ávannst til frambúðar með byltingunni, var að skapa öflugt þjóðarstolt fyrir afrískri arfleifð Kúbu, að gefa svörtum Kúbönum rödd, sem heldur áfram að þrýsta á um aukið jafnrétti og rétt svartra til að tjá sig – meira að segja hreyfingin Svört líf skipta máli á sér stuðningsmenn á eyjunni. En Kúba er á þröskuldi óvissunnar þegar hún stígur inn í framtíð eftir Castro. Þótt hún

geti verið stolt af stjórnarskrárbreytingum, sem meðal annars hafa að geyma tillögur um að lögleiða hjónaband samkynhneigðra, vofir vandi yfir landinu sem snertir samsetningu íbúanna. Fæðingartíðni hefur dregist svo saman á Kúbu að það er áhyggjuefni og íbúarnir eru þeir elstu í allri Rómönsku Ameríku. „Ég mun aldrei fæða barn fyrir Fidel Castro,“ var kona sem ég þekkti einu sinni vön að segja. Aðrir segja að efnahagslegar aðstæður og þá sérstaklega sár skortur á húsnæði hafi valdið því að það er sérstaklega flókin ákvörðun að eignast börn. Fyrrverandi nágrannar okkar í Havana búa enn í sömu litlu tveggja herbergja íbúðinni sinni. Barnabarn þeirra hefur allt sitt líf sofið í sama svefnherbergi og amma þess og afi, sem nú eru orðin níræð og eru auglýsing fyrir frábæra heilbrigðisþjónustu Kúbu, á meðan foreldrar barnsins sofa í hinu svefnherberginu. Hún er 37 ára og kærasti hennar í rúman áratug hefur búið í íbúð afa síns og ömmu allt sitt líf. „Við getum ekki gifst vegna þess að við höfum engan stað til að búa á,“ sagði hún mér. „Ég held ekki að við munum eignast börn. Ég er að verða gömul. Við þénum heldur ekki nóg til að halda uppi barni.“ Ég gerði mér í hugarlund hvernig dóttir hennar gæti litið út í skólabúningnum með rauðan klút ungu frumkvöðlanna og upp fyrir mér rifjaðist búningurinn sem móðir mín geymdi í viðleitni sinni til að halda í endurminninguna um endasleppa barnæsku mína á Kúbu. Amma hennar lagði við hlustir eins og ömmur gera á Kúbu. Fyrir mörgum árum seldi hún giftingarhringinn sinn til að kaupa rafmagnsviftu, en hún sér ekki eftir neinu. Hún brosti til dótturdóttur sinnar og sagði: „Þú veist aldrei hvað gerist. Aquí vivimos de la esperanza.“ Hér lifum við í voninni. Ég veit að barnabarn hennar trúir ekki lengur á staðlausa drauma um það sem gæti orðið. Hún er staðráðin í að lifa lífi sínu í núinu eins og aðrir Kúbanar af hinni nýju kynslóð. En hún brosti góðlátlega til ömmu sinnar og sagði: „Ég veit, abuela.“ ©2018 The New York Times and Ruth Behar


Gleðilegt nýtt ár! Við óskum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum farsældar á nýju ári með innilegum þökkum fyrir samstarfið síðustu 75 árin.

www.oddi.is

Höfðabakka 7 s. 515-5000


TÍMAMÓT: REFSIVERT VAÐ AÐ BENDLA PÓLSKU ÞJÓÐINA VIÐ GLÆPI NASISTA EN SVO VAR DREGIÐ Í LAND Rússneskir hermenn taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af sigri Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista í síðari heimsstyrjöld fyrr á þessu ári. Sovésk tákn og ímyndir voru áberandi.

Maxim Shipenkov/Reuters

Hentitúlkun sögu Rússlands Rússnesk stjórnvöld eru staðráðin í að upplifa á ný glæsta fortíð Rússlands jafnvel þótt allt sé það lygi.

ALISA GANIEVA er rússneskur rithöfundur og greinahöfundur. Hún er höfundur bókanna Fjallið og veggurinn og Brúðurin og brúðguminn.

Landar mínir segja oft að Rússland sé land með fortíð sem engin leið sé að segja fyrir um. Það er satt: Saga okkar er oft endurskrifuð til að þjóna pólitískum markmiðum og yfirborðslegum duttlungum þeirra sem fara með völdin. Þetta hugarfar kemur sérstaklega skýrt fram í hinum árlegu hátíðarhöldum vegna sigurs Sovétríkjanna á Þýskalandi nasista árið 1945 þegar sefasýki sem minnir á kjötkveðjuhátíð grípur um sig í landninu. Þá eru hersýningar á götum úti, minningarathafnir, tónleikar. Leikskólabörn klæða sig upp í herbúninga. Embættismenn næla í barma svartan og appelsínugulan borða heilags Georgs, tákn endurminningar. Rússar kalla þetta „pobedobesie“ eða „siguræði“. Sovésk afrek eru alltumlykjandi og hinar óæskilegu hliðar stríðsins, allt frá samstarfi Jósefs Stalíns og Adolfs Hitlers í upphafi stríðsins til hernaðarsigurs Bandaríkjamanna á Japan, eru fjarlægðar. Jafnvel atburðarás síðari heimsstyrjaldar er endurskoðun háð. Annars staðar í heiminum

26 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

hófst stríðið 1. september 1939, en í Rússlandi hófst föðurlandsstríðið mikla, eins og það er kallað, þegar Hitler gerði árás á Sovétríkin, og lauk 9. maí 1945 fremur en með formlegri uppgjöf Japana síðar það ár. Áherslan á það sem Sovétríkin fengu áorkað í stríðinu er leið fyrir stjórnvöld að gefa Rússum það sem þeir þrá mest eftir sársaukafulla niðurlægingu þess að tapa kalda stríðinu: þjóðarstolt. Kannanir sýna ítrekað að sagan er helsta uppspretta stolts í huga margra Rússa. Áherslan á sigur Sovétríkjanna í stríðinu réttlætir einnig hernaðaríhlutun Rússlands í Úkraínu 2014. Allt frá því að mótmælafundirnir í Úkraínu 2013 urðu til þess að landið færðist nær Evrópusambandinu í pólitík hefur áróðursvél Rússa unnið af krafti að því að skilgreina áherslubreytinguna sem valdarán nýnasista að undirlagi vestursins. Rússneskum áhorfendum ríkissjónvarpsins eru sagðar sögur af fasískum öflum sem ógna slavneskum grönnum þeirra: Moskva þurfi einfaldlega að koma þúsundum íbúa Úkraínu af rússneskum uppruna til bjargar. Um leið hefur lofgjörð um hina sigursælu forfeður þjóðarinnar í síðari heimsstyrjöld veitt gömlu sovétstjórninni uppreisn æru. Nú sjást orðið myndir af Stalín með yfirvaraskeggið á myndum á hersýningum og af og til eru götur nefndar eftir honum. Endurskoðunarhyggja er ekki bara tilhneiging í samfélaginu. Hún hefur verið sett í lög.

Það er bannað að bera glæpi Þýskalands nasista saman við þá sem framdir voru í Sovétríkjunum. Vladimír Pútín forseti undirritaði til dæmis 2014 lög gegn endurreisn nasisma þar sem gert er refsivert að „breiða vísvitandi út rangar upplýsingar um athafnir Sovétríkjanna í síðari heimsstyrjöld“ og „vanvirða tákn hernaðarafreka Rússlands“. Jafnvel að gefa til kynna að nasistar og Sovétmenn hafi yfir höfuð starfað saman í stríðinu er nóg til að fá sekt. Lögin minna á viðbætta útgáfu pólsku „minningarlaganna“ sem Andrzej Duda forseti undirritaði í febrúar 2018 (og síðar var breytt eftir hávær mótmæli almennings). Viðbótin náði til þeirra sem sökuðu landið um aðild að glæpum sem þriðja ríkið framdi á pólskri grund. Gagnrýnendur vöruðu við því að stjórn Duda gæti misnotað óljóst orðalag laganna til að refsa óvinum sínum. Svo fór að pólskir þingmenn létu undan þrýstingi innanlands og á alþjóðlegum vettvangi og drógu í land þannig að þeim sem brytu lögin yrði ekki refsað fyrir glæpi. Horfur eru verri í Rússlandi þar sem andnasistalögin hafa þegar verið notuð gegn virkum andstæðingum stjórnarinnar. Eftir að óþekktir árásarmenn skvettu grænu sóttvarnarefni framan í andlitið á Alexei Navalní, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, deildi einn af stuðningsmönnum hans breyttri mynd af minnisvarða í borginni Volgograd frá síðari heimsstyrjöld sem var þakinn

Svo virðist sem Rússar séu ekki reiðubúnir til að horfast í augu við myrku kaflana í sögu sinni. Frekar en að taka ábyrgð á fortíðinni halda þeir áfram að endurupplifa hana.

’’

grænni málningu. Það dugði til að maðurinn var settur í stofufangelsi fyrir að vanvirða tákn hernaðarafreka Rússa. Ein helsta hættan við tilraunir Rússa með endurskoðun sögunnar er að sársaukafyllstu köflum hennar er ýtt í skuggann. Sandarmok, drungalegur staður í skógum NorðurRússlands, er sérlega lýsandi dæmi. Árið 1937 voru mörg hundruð saklausir borgarar drepnir þar í hreinsunum Stalíns. Síðan gröf þeirra fannst þar á tíunda áratug liðinnar aldar hefur fólk safnast þar til að minnast fórnarlambanna og heiðra. Sumarið 2018 var ég stödd þar líka. Það var ekkert svið, aðeins hafði verið slegið upp ræðupalli og komið fyrir hljóðmagnara. Ekki einn einasti embættismaður var viðstaddur. Júrí Dmítríjev, sagnfræðingurinn sem fann vettvang harmleiksins, sat í fangelsi sakaður um kynferðislega árás á fósturdóttur sína. Stuðningsmenn Dmítríjevs segja að málið sé tilbúningur til að refsa honum fyrir störf hans við að varpa ljósi á glæpi Sovétríkjanna. Á meðan við hlustuðum á ræðu æpti flokkur kósakka í fullum einkennisbúningi að okkur sem höfðum safnast saman vegna minningarstundarinnar. „Um hvað eruð þið að tala? Hættið þessum fasisma!“ hrópuðu þeir áður en þeir marseruðu í burtu. Nokkrum vikum síðar hóf Sögufélag rússneska hersins uppgröft á staðnum. Samtökin, sem stofnuð voru að frumkvæði stjórnvalda árið 2012, eru staðráðin í að sanna að sumir þeirra sem þarna eru grafnir séu hermenn úr rauða hernum sem Finnar hafi skotið í vetrarstríðinu. Svo virðist sem Rússar séu ekki reiðubúnir til að horfast í augu við myrku kaflana í sögu sinni. Frekar en að taka ábyrgð á fortíðinni halda þeir áfram að endurupplifa hana. Og það gerir það svo miklu erfiðara að sleppa inn í framtíðina. ©2018 The New York Times og Alisa Ganieva


KATRÍN JAKOBSDÓTTIR, FORSÆTISRÁÐHERRA OG FORMAÐUR VINSTRIHREYFINGARINNAR - GRÆNS FRAMBOÐS

Morgunblaðið/Hari

Vinnum saman að umbótum Langt er um liðið síðan Íslendingum fannst eðlilegt að setja stein um hálsinn á fötluðu fólki og láta það bíta gras eins og við getum lesið um í gömlum sögum; nærtæk er lýsingin á Helga sem kallaður var Ingjaldsfíflið í Gísla sögu Súrssonar. Raunar er svo langt um liðið að þessar lýsingar hljóma óraunverulegar, sem betur fer. Því miður hefur lengi loðað við mannskepnuna að tortryggja og útiloka þá sem eru öðruvísi, ekki síst af hræðslu við hverfulleika lífsins og möguleikann á heilsubresti sem ógnar mönnum. Þessi ótti sem virðist mannskepnunni nærtækur hefur gert það að verkum að fatlað fólk hefur verið sett úti á jaðarinn, í tungumálinu má finna vísbendingar um að fólk með skerðingu af einhverju tagi sé jafnvel ekki talið fullgildar manneskjur – gangi ekki heilt til skógar. Þegar hið pólitíska þjóðarhugtak verður til á 19. öld fara stjórnvöld víða að vinna með þennan ótta og nýta sér hann til að byggja upp samhug sinna eigin þjóða, oft með því að búa til andstæðinga. Við þekkjum þessa sögu úr stjórnmálum 20. aldar þar sem fjölmörg stríð hafa verið látin snúast um raunverulegan og ímyndaðan mismun þjóða og þjóðarbrota. Heimsmynd okkar mótast um svo margt af óttanum við hina. Við erum Reykvíkingar, Vesturbæingar, KR-ingar og þar af leiðandi ekki Skagamenn eða Breiðhyltingar eða Þróttarar. Við erum gagnkynhneigð og þess vegna ekki samkynhneigð. Við erum Íslendingar en ekki Danir eða Þjóðverjar eða Pólverjar. Stundum er þetta sárasaklaus leið til að skapa stemmningu, hrópa glósur á fótboltaleik eða flissa að tónlistarsmekk annarra þjóða í Evrópusöngvakeppninni. En þessi samstaða um sjálfsmynd nýtist líka til að jaðarsetja aðra. Karlar jaðarsetja konur sem ógna þeim; ófatlað fólk jaðarsetur fatlaða, gagnkynhneigt fólk jaðarsetur samkynhneigt fólk, fólk af tilteknu þjóðerni jaðarsetur fólk af öðru þjóðerni. Að einhverju leyti hefur þessi tilhneiging fylgt mannskepnunni alla tíð. En við höfum

líka náð að þroskast og þróast. Til dæmis þegar 48 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna komu sér saman um Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna þar sem sú grundvallarákvörðun var tekin að mannréttindi væru algild. Hugsanlega hefði verið flóknara að ná saman um slíka yfirlýsingu í nútímanum – í öllu falli var þetta mikið afrek og vann beinlínis gegn þeirri tilhneigingu að skipta mönnum upp í ólíkar fylkingar sem stöðugt tortryggja hver aðra. En það eru blikur á lofti í heimsmálunum. Aldrei hafa fleiri verið á flótta síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Fólk flýr átök og einnig loftslagsbreytingar vegna breytinga á veðri og umhverfi. Þá hefur alþjóðavæðing gert það að verkum að æ fleiri ferðast á milli landa til að lifa og starfa. Þessar nýju áskoranir á alþjóðasviðinu krefjast þess að við stöndum styrkari vörð um mannréttindi en nokkru sinni fyrr og leggjum okkar af mörkum í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Þess vegna skipta samþykktir Sameinuðu þjóðanna á borð við þá sem samþykkt var í Marrakesh nú í desember máli, því þær byggjast á þeirri hugsun að mannréttindi séu algild fyrir okkur öll. Á alþjóðavettvangi má einnig sjá tilhneigingu til að loka sig af; einangra sig frá „hinum“ og byggja múra á milli sín og hinna. Þessi tilhneiging ógnar hefðbundnum skilningi okkar á mannréttindum því múrarnir fjarlægja okkur enn hvert öðru og ala á tortryggni og ótta. Múrarnir eru ekki allir áþreifanlegir. Suma sjáum við alls ekki á veraldarvefnum en þeir skipta okkur upp í ólík bergmálsherbergi þar sem við tölum hvert við annað og ekki við hin sem eru ólík okkur.

En það eru aðrar leiðir en að byggja múra og reisa hindranir. Önnur leið er til að mynda sú að byggja upp ákveðna samfélagslega innviði og tryggja þannig að við eigum öll eitthvað í samfélaginu. Við getum kallað það almannarýmið. Almannarýmið er mikilvægur staður fyrir samfélög, rými þar sem ólíkar stéttir og ólíkir hópar koma saman á jafnræðisgrundvelli. Almannarýmið er ekki aðeins Austurvöllur eða Lystigarðurinn á Akureyri. Almannarýmið eru grunnskólarnir þar sem við öll komum saman en líka heilsugæslan og lögreglustöðin – rými sem við eigum sameiginlega og getum reitt okkur á. Almannaþjónusta er í raun almannarými. Hún hefur því hlutverki að gegna að tvinna saman ólíka þræði samfélagsins og tryggja að við sitjum öll við sama borð; að við njótum öll jafnræðis og sambærilegrar þjónustu. Og þannig tryggir hún jöfn tækifæri okkar allra, tækifæri til að lifa og starfa og tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. En auk heldur tryggir hún líka að við séum öll virkir þátttakendur í sama samfélagi sem er einmitt forsenda þess að lýðræðið dafni. Þess vegna er hún ein af undirstöðum lýðræðisins og brýtur niður múra. Tryggir að við eigum samfélagið saman. Önnur leið til að hafna þessum múrum er að leyfa sér að vinna með þeim sem eru manni ósammála. Reglulegt samráð stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins hefur meðal annars snúist um að auka skilning á milli þeirra sem sitja við borðið. Nú þegar hefur það samtal skilað sér í beinhörðum aðgerðum sem sýna að stjórnvöld vilja koma til móts við verkalýðshreyfinguna, til dæmis með því að hækka barnabætur og fjölga þeim sem eiga rétt á

Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla.

’’

þeim um 2.200 á næsta ári sem er risaskref í að styrkja barnabótakerfið, og til móts við atvinnurekendur með því að lækka tryggingagjaldið sem styður fyrst og fremst við lítil og meðalstór fyrirtæki. Á komandi ári er svo fyrirhugað að ljúka vinnu við endurskoðun tekjuskattskerfisins sem á að tryggja sanngjarnara skattkerfi og aukinn jöfnuð. Áskoranir framtíðarinnar munu kalla á að ólíkt fólk geti unnið saman. Tæknibyltingin sem stendur yfir mun kalla á breytingar á vinnumarkaði, aukna áherslu á rannsóknir og nýsköpun og fjölbreyttari stoðir undir efnahags- og atvinnulíf framtíðarinnar. Loftslagsbreytingar munu kalla á samstillta vinnu þar sem efnahagsstjórn þarf að styðja við grænar lausnir. Íslendingar munu þurfa að setja sér framtíðarsýn um matvælaframleiðslu sem miðar að því að íslenskt samfélag geti orðið sjálfbærara en nú er um matvæli með það að markmiði að draga úr kolefnisfótspori matvælaframleiðslu, tryggja matvæla- og fæðuöryggi og efla lýðheilsu. Ein helsta gagnrýni sem höfð hefur verið uppi á þá ríkisstjórn sem nú situr hefur ekki snúist um verk hennar heldur að hún hafi yfirleitt verið mynduð og að ólíkir flokkar hafi náð saman um stjórn landsins. En mín reynsla er sú að það að vinna með þeim sem eru manni ósammála geri mann stærri. Stjórnmálamenn með sundrandi orðræðu sem miðar að því að skipa fólki í hópa og hengja á þá jákvæða og neikvæða merkmiða allt eftir því hvað þjónar þeirra hagsmunum eru stjórnmálamenn sem vilja byggja múra. Markmið þeirra er gjarnan að sundra og grafa undan þeim lýðræðislegu gildum sem hafa tryggt stórstígar framfarir í mannréttindamálum, hagsæld og öryggi. Sjaldan hefur það því verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum, þvert á flokka, samfélaginu öllu til heilla. Þannig tryggjum við samfélag fyrir okkur öll.

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 27


SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, SAMGÖNGURÁÐHERRA OG FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS

„Sá stórhugi, sem gleymir stríðinu en seilist eftir sigrinum“ Matthías Jochumsson spyr í Þjóðólfi árið 1874 hvað sé sannur þjóðvilji og svarar: „Það er almenn framfarastefna í landinu, bygð á frjálslyndi, viti og réttvísi. Með þess konar þjóðvilja stendr og fellr velferð og hamingja vor. Kærir landsmenn! Þjóð vor er enn skamt á veg komin, ekki einungis í verkunum, heldr í sannri menntan, sem er frelsisins andlegi grundvöllr. En allt er bætt ef andinn lifir, framfaralöngunin, lífskjarkurinn, metnaðurinn, sá stórhugi, sem gleymir stríðinu en seilist eftir sigrinum.“ Þessi sýn sem séra Matthías setur fram er grundvölluð á upplýsingarstefnunni og þeirri framfaratrú sem Framsóknarflokkurinn og Samvinnuhreyfingin byggir síðar á og byggir enn. Tímarnir eru ólíkir en sýnin hin sama. Sumir segja að tímarnir séu flóknari nú áður og líta til hinna „gömlu góðu daga“ með söknuði. Það eina sem truflar slíka fortíðarþrá er að aðstæður hins almenna manns hafa aldrei verið betri en nú. Einfaldleiki fortíðarinnar og hörð lífsbarátta stenst ekki fjölbreytileika og tækifæri okkar tíma þótt að sjálfsögðu megi gera betur á mörgum sviðum.

Sanngjarnar leikreglur Samfélagið breytist stöðugt. Við hverja nýja löggjöf, hverja nýja reglugerð verður breyting á umhverfi okkar. Íslendingum hefur auðnast að byggja upp það sem á marga mælikvarða er fyrirmyndarsamfélag. Mikilvægt er að skapa samfélaginu leikreglur sem veita öllum jöfn tækifæri til að blómstra. Við getum öll verið sammála um að húsnæðiskostnaður er of hár og lægstu laun of lág. Við þurfum samt sem áður að rannsaka betur hvort að í samfélagsgerðinni eru fátæktargildrur eða hvort fólk staldrar stutt við á lægstu launatöxtum. Rannsóknir sýna að Ísland býr við mesta félagslega hreyfanleika allra þjóða sem þýðir að fólk getur unnið sig hratt upp með menntun og dugnaði.

Samvinna er lykillinn að framförum Síðustu ár hafa verið umbrotatími í stjórnmálum víða um heim: Brexit, forsetakosningar í Bandaríkjunum, uppgangur popúlista víða í Evrópu og gul vesti eru allt dæmi um öfgavæðingu samfélaga. Ólíkt flestum nágrannalöndum okkar var niðurstaða síðustu alþingiskosninga ríkisstjórn sem endurspeglar allt pólitíska litrófið frá vinstri til hægri og er grunnur að stöðugleika sem við hljótum flest að vera sammála um að sé mikilvægur. Umræðan er hins vegar oft öfgafull og hlutum snúið á hvolf: Samvinna er svik, trúnaður er leynd, bjartsýni er naívismi. Hafi Íslendingar þó eitthvað að kenna heiminum varðandi stjórnmál þá er það að samvinna skilar okkur áfram. Við í Framsókn lítum á verkefni sem þarf að vinna frekar en vandamál sem þarf að leysa. Samtakamáttur og samvinna eru lykilinn að því að færa okkur fram á við. Við horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga. Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum flokkur framfara sem byggjast á menntun, dugnaði og hugsjónum.

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

við búum í. Við getum litið yfir 100 ára sögu fullveldisins og séð að áhersla flokksins hefur verið á atvinnu, menntun, velferð og frjálslyndi. Fjölbreytt baráttumál flokksins hafa til dæmis skilað sjálfsögðum réttindum feðra til fæðingarorlofs og hjónaböndum samkynhneigðra.

Tæring fordómanna Margar þjóðir standa frammi fyrir vandamálum sem tengjast því að hópar innan samfélagsins einangrast og fordómar skjóta rótum. Mér hefur stundum dottið í hug að Ísland ætti að vera of lítið fyrir átök og fordóma því að í okkar litla samfélagi þarf mikla orku til að vera illa við einhvern einstakling af því hann tilheyrir einhverjum sérstökum hópi. Fordómar láta undan við samtöl og samskipti. Við höfum öll ólík hlutverk í samfélaginu og án hvert annars værum við veikari heild.

Skynsemin verður að ráða Eftir fordæmalausa aukningu kaupmáttar frá síðustu kjarasamningum spá margir erfiðum vetri á vinnumarkaði. Ríkisstjórnin hefur fundað reglulega, alls fjórtán sinnum, með aðilum vinnumarkaðarins og þannig undirstrikað mikilvægi þess að skynsemi á

báða bóga ráði för í komandi samningaviðræðum. Það er áríðandi að fólk setjist niður og komi sér að minnsta kosti saman um mælikvarða og markmið til að niðurstaða náist sem skilar okkur áfram fremur en aftur á bak.

Heiðarleg, sanngjörn og opin stjórnmál Spilaborg eða „House of Cards“ er ekki heimildarmyndaröð um íslensk stjórnmál þótt sumir virðist líta svo á. Þingmenn vinna að heilindum að þeim verkum sem þjóðin hefur kosið þá til þótt stundum fari einstaka út af sporinu. Mikilvægt er að við höldum stjórnmálaumræðu okkar heiðarlegri, opinni og sanngjarnri. Átök í stjórnmálum og í samfélaginu eru eðlileg svo lengi sem þau grundvallast á baráttu hugmynda. Rökræður eru leið samfélaga að niðurstöðu, að þjóðvilja, eins og Matthías nefndi það í Þjóðólfi. Þeir eru þó til sem líta á pólitísk átök sem persónulegar árásir en sagan sýnir að slíkum mönnum reynast stjórnmálin og sagan erfið.

Samhljómur í umhverfismálum Heimurinn stendur frammi fyrir umfangsmiklum og knýjandi verkefnum þar sem

Við erum ekki margar þjóðir Við erum fámenn þjóð í stóru landi. Við erum ekki margar þjóðir. Hagsmunir okkar fara að mestu leyti saman þótt stundum skerist í odda. Nú, eins og áður, er menntun og atvinna grunnurinn að framförum og auknum lífsgæðum. Framsókn hefur átt stóran þátt í að byggja það samfélag sem

28 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Mikilvægt er að við höldum stjórnmálaumræðu okkar heiðarlegri, opinni og sanngjarnri. Átök í stjórnmálum og í samfélaginu eru eðlileg svo lengi sem þau grundvallast á baráttu hugmynda.

’’

umhverfismál eru í brennidepli. Stór skref hafa verið stigin af ríkisstjórn Íslands á fyrsta starfsári hennar. Það er líka rétt að hafa í huga að þegar kemur að umhverfismálum er samhljómur í máli flestra stjórnmálamanna um að sjálfbær þróun sé lykilatriði. Enginn flokkur er með það á stefnuskrá sinni að ráðast í frekari uppbyggingu mengandi stóriðju eða byggingu risavirkjana. Sá tími er einfaldlega liðinn. Hagsmunir náttúrunnar eru þáttur í ákvarðanatöku stjórnvalda en þau eru hins vegar ekki eini þátturinn því sjálfbær þróun felur líka í sér efnahagslega og samfélagslega þætti sem eru einnig mikilvægir. Málflutningur sem einkennist af ofstopa skilar okkur ekki áfram í málum umhverfisins frekar en á öðrum sviðum. Líkt og þegar mokað er ofan í skurði til að endurheimta votlendi þarf að moka ofan í skotgrafirnar í umræðu um umhverfismál til að ná nauðsynlegum árangri. Það er einfaldlega ekkert annað í boði en að við hysjum upp um okkur og tökumst á við verkefnin framundan. Hér verður skynsemin að ráða för. Þau eru falleg tímamótin þegar ár mætir ári og sólin lengir dvöl sína með okkur dag frá degi. Hækkar sól, hækkar brá og við göngum léttum sporum inn í nýtt ár með ný verkefni. Styðjum hvert annað til góðra verka og hugsum til orða þjóðskáldsins í Sigurhæðum: „En allt er bætt ef andinn lifir, framfaralöngunin, lífskjarkurinn, metnaðurinn, sá stórhugi, sem gleymir stríðinu en seilist eftir sigrinum.“ Gleðilegt ár.


ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR, FORMAÐUR VIÐREISNAR

Mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna Jólaævintýri Dickens er tímalaus klassík um nirfilinn Ebeneser Scrooge, ríkan einstæðing sem þolir ekki jólin. Á jólanótt vitja hans alls kyns draugar sem eiga það sammerkt að ýta við karlinum og láta hann sjá fegurðina í jólunum. Líkt og draugarnir hans Skröggs hafa hinir ýmsu fortíðardraugar tekið hús á heimsbyggðinni á árinu sem er að líða. Fortíðardraugar þjóðernispopúlisma sem kynda undir úlfúð og grafa undan lýðræðisstoðum landa sinna eru víða. Vitjanir af þessu tagi hafa einnig birst okkur hér heima. Allir þessir draugar hafa sammerkt að þrá „gömlu góðu“ tímana, hið fullkomna svarthvíta líf, þar sem pólitískur rétttrúnaður var ekki einu sinni hugmynd. Skilaboðin er lituð af einangrunarhyggju, landamæramúrum og tortryggni gagnvart alþjóðasamstarfi og auknum kröfum um gegnsæi og jafnrétti. Að almannahagsmunir víki fyrir sérhagsmunum er ekkert tiltökumál.

Óvissutímar kalla á nýja hugsun og afstöðu Eftir seinni heimsstyrjöld brugðust vestrænar þjóðir við breyttri heimsmynd. Með áður óþekktum hætti mynduðust bandalög um viðskipta- og efnahagssamvinnu og sameiginlegar hervarnir. Þetta var tími ótta og jafnvægis. Eftir fall Berlínarmúrsins tók við tími óttaleysis og nýrrar vonar með alþjóðavæðingu í viðskiptum. Nú, þremur áratugum síðar, hriktir í stoðum þess alþjóðakerfis sem hefur verið umgjörð samvinnu vestrænna þjóða í svo langan tíma. Framtíðin er alltaf óráðin. En engum getur dulist að framundan eru meiri óvissutímar í samskiptum þjóða en flestir núlifandi Íslendingar hafa þekkt. Allar þjóðir eru með einhverjum hætti öðrum háðar. Jafnvel eyþjóð nyrst í Atlantshafinu er ekki eyland í þeim skilningi. Það er ekki óeðlilegt að dægurmál í nærumhverfinu taki hug okkar og mestan tíma. En við megum þó ekki vera svo upptekin við þau efni að hitt gleymist hvernig við komum ár okkar fyrir borð í samfélagi þjóðanna. Sú ákvörðun mun hafa langmest áhrif á fullveldið, lífskjör almennings og nýsköpun íslenskrar menningar, tækni og vísinda.

Hvað hefur breyst? Það er einkum þrennt sem breytt hefur óttaleysinu eftir kalda stríðið í óvissa tíma. Í fyrsta lagi er það neikvæð afstaða forseta Bandaríkjanna til þess alþjóðakerfis sem þau höfðu forystu um að mynda og Ísland hefur verið virkur þátttakandi í bæði á sviði varnarmála og efnahagssamvinnu. Svo vægt sé til orða tekið hefur forseti Bandaríkjanna sáð efasemdum um forystuhlutverk þeirra í samtökum vestrænna lýðræðisþjóðanna en einnig innan eigin raða. Vilji þau ekki vera kjölfestan í því samstarfi þarf að styrkja hana með öðrum hætti. Ella er hætta á að illa fari. Í öðru lagi hefur þjóðernisleg einangrunarhyggja eflst í Bandaríkjunum og víða í Evrópu. Bandaríkin sem áður sáu hag í því að stuðla að sameiningu Evrópu sjá nú tækifæri í að sundra henni. Breska þjóðin ákvað að rjúfa hin nánu efnahagslegu tengsl við önnur Evrópuríki til þess að losna undan málamiðlunum við smærri ríki álfunnar. Efnahagslegum og viðskiptalegum hagsmunum smáþjóða stendur ógn af þessari þróun. Það er veruleikinn sem blasir við. Í þriðja lagi er það áhyggjuefni að innan nokkurra ríkja Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins hefur þeim stjórnmálaöflum vaxið fiskur um hrygg sem markvisst grafa undan meginstoðum lýðræðissamfélagsins eins og dómstólum og fjölmiðlum.

Morgunblaðið/Kristinn Magnúss

Jafn réttur karla og kvenna, réttindi hinsegin fólks, flóttafólks og annara minnihlutahópa er dreginn í efa og fræjum tortryggni og upplausnar sáð. Þetta eru kunnugleg stef. Á slíkum óvissutímum þurfa þjóðir að taka afstöðu. Hvaða hagsmuni og hvaða gildi þarf að verja? Og með hverjum viljum við vinna að því? Hagsmunum smáþjóða er betur borgið í fjölþjóðasamvinnu en með tvíhliða samningum. Þess vegna þurfum við að meta í nýju ljósi hvernig áfram verði unnið að hagsæld þjóðarinnar og með hvaða þjóðum við viljum skipa okkur í sveit. Viljum við fylgja Bretum út af innri markaði Evrópusambandsins eða standa með öðrum Norðurlöndum innan Evrópusamvinnunnar? Sjálfstæðisflokkurinn var áður kjölfesta og forystuafl fyrir pólitískri og efnahagslegri samvinnu við aðrar þjóðir. Nú er hann klofinn í tvær fylkingar þar sem takast á þjóðernisleg einangrunarhyggja og frjálslynd viðhorf um alþjóðasamstarf. VG og forverar þess stóðu áður gegn hverju skrefi sem stigið var í þessum efnum. Nú hefur flokkurinn gert sátt um að taka stjórnskipulega ábyrgð á fortíðinni gegn því að ræða ekki þær nýju áskoranir sem Íslands

stendur andspænis í framtíðinni. Það er vissulega framför, áhugaverð fyrir sagnfræðinga, en ekki það sem komandi kynslóðir eru að kalla eftir. Þetta bandalag er í hnotskurn stærsti pólitíski vandinn á Íslandi um þessar mundir. Bandalag kyrrstöðu sem ýtir jafnframt undir óvissu um alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir að alþjóðasamstarf hafi aukið réttlæti og jafnað aðstöðumun í samfélaginu – og mun gera það enn frekar með nýjum gjaldmiðli.

Fortíð eða framtíð? Árið sem nú líður hjá var að mörgu leyti ár andstæðna. Ár öfganna. Ár framfara á sama tíma og víða er vegið að grunnstoðum lýðræðis og mannréttinda. Árið þar sem hin pólitíska víglína hér heima breyttist; úr vinstri-hægri yfir í frjálslyndi-íhaldssemi. Lína sem alltaf er að skýrast betur og betur. Árið þar sem aldrei hefur verið jafn kalt yfir sumartímann, en tveggja stafa hitatölur mælst í desember. Árið þar sem Liverpool er á toppi úrvalsdeildarinnar á jóladag og Keith Richards hætti að drekka. Ár þar sem ýmsir vilja smætta vandamálin í „við“ og „þið“ og gjáin heldur

Við megum ekki hætta að berjast fyrir hugsjónum okkar, og sitja þegjandi hjá. Við verðum að þora að tala um það sem er bannað, taka afstöðu og tala fyrir málefnalegri umræðu.

’’

áfram að stækka. Ár þar sem skotgrafirnar verða dýpri og ógnin verður háværari. En gleymum ekki ljósinu í samfélaginu okkar. Samhygðinni og mennskunni. Við megum ekki hætta að berjast fyrir hugsjónum okkar, og sitja þegjandi hjá. Við verðum að þora að tala um það sem er bannað, taka afstöðu og tala fyrir málefnalegri umræðu. Við þurfum því að kalla helstu fræðimenn okkar að borðinu til að meta stöðu landsins í þessari breyttu heimsmynd sem blasir við. Um leið þurfum við að auka umræðu um þetta mikilvægasta viðfangsefni stjórnmálanna. Mynda nýja kjölfestu um framtíðarhagsmuni Íslands í fjölþjóðlegri samvinnu. Og reyna hvað við getum að kveða niður þá fortíðardrauga sem standa í vegi fyrir því að takast á við breytta veröld. Við sjáum ekki allt fyrir. En við megum ekki fresta því að takast á við framtíðina. Við börðumst ekki fyrir frelsi þjóðarinnar stjórnmálamannanna vegna. Fullveldið notum við best ef við getum gefið öllum þeim sem vettlingi geta valdið frelsi, ekki aðeins innan landsteinanna heldur einnig utan þeirra, til að láta frumkvæði og sköpunargleði njóta sín í hvívetna í þágu samfélagsins. Lærum af fortíðinni, virðum fegurðina í fjölbreytileika nútímans og fögnum því sem framtíðin ber í skauti sér. Þá – rétt eins og Skröggur karlinn – getum við sem upplýst samfélag náð sátt um það hvert við viljum stefna í framtíðinni. Landsmönnum öllum óska ég gleðilegrar hátíðar og farsæls komandi árs. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 29


BJARNI BENEDIKTSSON, FJÁRMÁLARÁÐHERRA OG FORMAÐUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS

Við áramót Þetta ár hefur verið óvenjulegt í íslenskri pólitík síðari tíma. Sama ríkisstjórn er við völd í lok árs og í upphafi þess, en meðal sérstakra markmiða nýrrar ríkisstjórnar var að draga úr óstöðugleika á vettvangi stjórnmálanna. Við, sem að þessari ríkisstjórn stöndum, gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að leggja ýmislegt á okkur til að láta samstarfið ganga, en við vorum bjartsýn. Eins og ég sagði á þessum vettvangi fyrir ári, skiptir gott samband milli samstarfsflokka höfuðmáli. Að milli þeirra ríki traust og trúnaður og vilji til að komast yfir erfiðleika. Þótt þessa árs verði ekki minnst sem eins af meiriháttar átakaárum stjórnmálasögu landsins hefur reynt á þolgæði og innri styrk stjórnarinnar. Nefna má að gerð var tilraun til að fá samþykkt vantraust á ráðherra, þetta ár var ekki án vinnudeilna og leiða þurfti til lykta ýmis viðfangsefni sem flokkarnir sem nú starfa saman hafa iðulega tekist á um. Í hvert einasta sinn voru mál leidd í jörð og stjórnin stendur sterkari eftir hverja prófraun.

*** Það er öllum hollt að skoða hlutina frá ólíkum hliðum og ég fagna því þegar fólk er tilbúið að setja fram málefnalega gagnrýni og krefjast rökstuðnings vegna tiltekinna álitaefna. Slík umræða er gagnleg og til þess fallin að hafa áhrif og bæta ákvörðunartöku. En til eru þeir sem vilja einfaldlega ala á sundrung og klofningi innan þings sem utan. Þannig birtast okkur afarkostamenn, sem reglulega skjótast fram með yfirlýsingar í hástöfum og hörfa svo aftur inn í bergmálshellinn sinn, í stað þess að taka þátt í umræðum sem byggðar eru á staðreyndum og gögnum um efni máls. Leiðarljós ríkisstjórnarinnar hefur verið að gefa ólíkum sjónarmiðum rými, leita samráðs og gefa sjálfum okkur tíma til að ræða mál til þrautar. Þannig höfum við nálgast málefni vinnumarkaðarins og höfum á síðastliðnum tólf mánuðum fundað reglulega í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu með fulltrúum allra aðila, launþega, atvinnurekenda og sveitarfélaganna. Þar hefur verið gerð tilraun til að ræða það svigrúm sem er til skiptanna á vinnumarkaði og aðrar aðgerðir til lífskjarabóta. Ég furða mig stundum á því hversu hógvær verkalýðshreyfingin og samtök lífeyrisþega eru, þegar kemur að því að meta ýmsar þær umbætur gerðar hafa verið síðustu árin. Velferðarnetið hefur verið styrkt svo um munar, kaupmáttur bóta almannatrygginga aukist verulega og þegar litið er til kjarabóta þeirra sem lægst hafa launin hafa orðið stórstígar framfarir, en svo dæmi sé tekið hækkuðu lágmarkslaun á þriggja ára tímabili um rúm 22% samkvæmt samningum milli VR og SA. Áherslan á að bæta kjör þeirra sem minnst hafa hefur verið rík undanfarin ár. Af hálfu ríkisstjórnarinnar má sjá þessar sömu áherslur í ákvörðunum um hækkun atvinnuleysisbóta og hærri barnabótum þannig að þær nýtist þeim tekjulægstu best, en einnig má nefna verkefni frá fyrri árum sem hafa verið sett af stað vegna stöðunnar á húsnæðismarkaði, til að hvetja til nýbygginga, auðvelda fyrstu kaup m.a. með lækkun stimpilgjalda að ógleymdu séreignarsparnaðarúrræðinu, sem nú hefur verið gert varanlegt, þar sem þegar hafa runnið rúmlega 50 milljarðar króna, skattfrjálst, til að létta byrði íbúðareigenda vegna húsnæðiskostnaðar. Með þessu er ekki sagt að verkefninu sé lokið; einungis að hér hafa orðið framfarir, staðan er betri en hún var og það er afrakstur sameiginlegs átaks aðila vinnumarkaðarins, hagsmunasamtaka, sveitarfélaganna, ríkisstjórnar og Alþingis. Sagan kennir okkur að meiri líkur eru á

30 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

varanlegum árangri í þessum efnum ef unnið er jafnt og þétt með samhentu átaki allra. Of oft hafa átök og ósætti skilað litlu öðru en skammtímaávinningi sem lögmál hagfræðinnar hafa oftar en ekki tekið til baka með verðbólgu, hærri vöxtum og verra atvinnustigi. Hvað framhaldið varðar er þegar komið í ljós að samráðsfundirnir í ráðherrabústaðnum hafa skipt miklu máli. Það er von mín að við getum áfram horft á stóru myndina og lagt sameiginleg hagsmunamál þjóðarinnar á vogarskálarnar: Stöðugleika og markvissan ávinning fyrir okkur öll.

*** Margir eru enn brenndir eftir fall bankanna, bæði fjárhagslega og félagslega. Nýjar kynslóðir sem koma inn á vinnumarkaðinn mæta háum þröskuldi við fyrstu íbúðakaup og talsvert skortir upp á að endurheimta traust á lykilstofnunum. Þótt eðlilegt sé að taka engu sem gefnu um að árangurinn sé varanlegur og mikilvægt sé að læra af fyrri mistökum, þarf að gæta að því að neikvæðni og svartsýni liti ekki um of viðhorf til stöðu mála. Það getur kostað átak að breyta hugsunarhætti, einskonar æfingu í að hugsa á annan hátt um lífið og tilveruna en áður. Stundum er sagt að það sé góð byrjun að hugsa um tvo jákvæða hluti á dag. Okkur hefur miðað áfram sem samfélagi á flesta mælikvarða. Sumir eiga erfitt með að trúa því, en við höfum ýmis mælitæki til að

segja okkur, á hlutlægan máta, hver staðan er og þeir mælikvarðar sýna að við höfum það betra í ár en í fyrra og miklu betra en fyrir fimm eða tíu árum. Þetta gildir ekki bara fyrir hluti sem mældir eru í krónum og aurum eins og hærri landsframleiðslu og mun betri skuldastöðu heimila, fyrirtækja og hins opinbera. Þetta á líka við um mælikvarða sem fengið hafa aukna athygli undanfarna áratugi og segja okkur til um aðra mikilvæga þætti samfélagsins. Þannig trónum við á toppi ýmissa alþjóðlegra staðla um félagslegan árangur og framfarir, þar sem horft er til almennra lífsgæða, öryggis, frelsis, jafnréttis og aðgengis að ýmiskonar þjónustu sem okkur hér á Íslandi þykir sjálfsögð. Á þessum mælikvörðum skörum við fram úr, enda erum við samfélag sem er umhugað um að allir fái tækifæri til að eiga hlutdeild í þeim gæðum sem við höfum úr að spila.

*** Alþjóðlegir mælikvarðar geta virst fjarlægir. Þá getur verið ágætt að spyrja sig einfaldra grundvallarspurninga: Hvernig gengur? Hvernig gengur hinum venjulega vinnandi Íslendingi? Hvað er að gerast úti í atvinnulífinu og hvað hefur verið gert til að bæta stöðuna á undanförnum árum? Á vakt Sjálfstæðisflokksins höfum við tekið til á hverju sviðinu á fætur öðru. Tímabundnir skattar hafa fengið að renna sitt skeið, eins og raforku- og auðlegðarskattur. Næst er komið að bankaskattinum en lækk-

Þannig trónum við á toppi ýmissa alþjóðlegra staðla um félagslegan árangur og framfarir, þar sem horft er til almennra lífsgæða, öryggis, frelsis, jafnréttis og aðgengis að ýmiskonar þjónustu sem okkur hér á Íslandi þykir sjálfsögð.

’’

un hans mun skila sér í betri kjörum neytenda líkt og bent er á í nýútkominni hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið. Við höfum fækkað undanþágum í virðisaukaskattskerfinu eftir breytingar sem hófust 2014 og við höfum aldrei haft lægra almennt þrep. Eftir afnám vörugjalda og tolla er Ísland það land í heiminum sem er með minnstar viðskiptahindranir við innflutning samkvæmt Alþjóðaviðskiptastofnuninni. Við höfum galopnað landið fyrir vöruviðskiptum, umbylt umhverfi í sölu raftækja, fatnaðar og skóbúnaðar og laðað til okkar alþjóðlega verslun. Þetta skilar sér beint í vasa almennings. Við höfum lækkað tryggingagjaldið í markvissum skrefum undanfarin ár og í desember var samþykkt á Alþingi að lækka tryggingagjald á fyrirtæki um 0,5% til viðbótar. Við lækkuðum einnig tekjuskatt einstaklinga um 3,3%, allt upp í 900 þúsund krónur, á sama tíma og laun hækkuðu verulega. Erlend staða okkar er góð, ríkisfjármálin hafa tekið stakkaskiptum, verðlag hefur verið stöðugt og skulda- og eignastaða heimila og fyrirtækja er allt önnur en á síðasta hagvaxtarskeiði. Við höfum lært af fortíðinni. Höfum styrkt áætlanagerð og búið í haginn fyrir framtíðina, greitt niður skuldir, inn á lífeyrisskuldbindingar og undirbúið stofnun þjóðarsjóðs. Við höfum líka gætt þess að huga að þeim sem þurfa helst á stuðningi að halda og sett met í framlögum til heilbrigðismála og almannatrygginga. Atvinnuástand er gott, fjölbreytni í störfum vex með hverju árinu og við styðjum í auknum mæli við rannsóknir, þróun og nýsköpun sem mun leiða til enn fjölbreyttari og betri starfa. Hlutirnir stefna allir í rétta átt og það er hinn eini sanni mælikvarði: Íslandi gengur vel. Við höfum góðan meðbyr inn í nýtt ár. Ég óska landsmönnum árs og friðar.


INGA SÆLAND, FORMAÐUR FLOKKS FÓLKSINS

Annáll 2018 Þegar UNICEF á Íslandi birti niðurstöður rannsókna sinna í lok janúar 2016, um að 9,1% íslenskra barna liði mismikinn skort var teningunum kastað. Aldrei gæti ég staðið hjá og horft upp á annan eins hrylling án þess að bregðast við. Af brennandi hugsjón stofnaði ég Flokk fólksins. Flokkinn sem skyldi berjast af öllu afli gegn ríkjandi fátækt í landinu. Flokkinn sem setti almannahagsmuni í fyrsta sæti en berðist gegn græðgisvæðingu sérhagsmunaaflanna. Á þessari stundu vissi ég harla lítið um pólitík. Það er óhætt að segja að árið 2018 hafi ekki látið sitt eftir liggja að fræða mig um tíkina þá á methraða. Í þessum síðasta pistli mínum á árinu ætla ég að horfa um öxl og bjóða ykkur að koma með. Sérstaklega mun ég fjalla um fyrstu skref mín í pólitíkinni sem alþingismaður. Hvernig baráttan fyrir auknu réttlæti og bættum kjörum almennings hefur verið harðsnúin og einkennst af viljaleysi ríkisstjórnar sem lítið vill gera fyrir þá sem höllustum fæti standa í samfélaginu.

Fyrsta lagafrumvarpið Það var í alþingiskosningunum í okt. 2017 að ríflega 14.000 kjósendur gáfu Flokki fólksins sín dýrmætu atkvæði. Þar með eignaðist flokkurinn sína fyrstu kjörnu fulltrúa á Alþingi Íslendinga. 148. löggjafarþing var sett hinn 14. desember og mælti ég fyrir fyrsta frumvarpi Flokks fólksins réttri viku síðar. Það laut að breytingum á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum. Flokkur fólksins vildi afnema skerðingar á ellilífeyri vegna atvinnutekna. Rökstutt var í greinargerð með frumvarpinu að kostnaður við afnám skerðinga á lífeyrisgreiðslur vegna atvinnutekna þurfi ekki að fela í sér aukin útgjöld fyrir ríkissjóð. Þvert á móti hugsanlegt að ríkissjóður gæti haft fjárhagslegan ávinning af aðgerðinni. Enn fremur sagði í greinargerðinni: „Óumdeilt er að áframhaldandi vinna eftir að ellilífeyrisaldri er náð eykur möguleika aldraðra til að bæta kjör sín, einkum þeirra sem lægstar hafa tekjurnar. Þá hafa rannsóknir sýnt fram á að vinna og virkni á efri árum stuðlar að betri heilsu, dregur úr einangrun og hefur almennt mikið félagslegt gildi fyrir eldri borgara.“ Ég var bjartsýn á að pólitíkin myndi ekki eyðileggja þetta góða mál. Enda ekkert sem mælti gegn því heldur þvert á móti.

Grýttur jarðvegur og svæfing í nefnd Það er skemmst frá því að segja að frumvarpið féll í grýttan jarðveg, ekki einungis stjórnarliða heldur einnig hluta stjórnarandstöðunnar. Málið var svæft í nefnd á þessu fyrsta löggjafarþingi Flokks fólksins. Skilaboðin voru skýr, það skiptir engu hvort þú leggur fram réttlátt og sanngjarnt frumvarp sem muni hjálpa mörgum. Það skiptir engu þótt það kosti ríkissjóð ekki krónu að samþykkja það. Nei, það eina sem skiptir máli er að vera á móti. Sýna mátt sinn og megin. Sýna hver ræður. Ég ætla stuttlega að nefna nokkur viðbótarmál sem Flokkur fólksins er að berjast fyrir á Alþingi og auðvitað segja ykkur frá því máli sem náð hefur fram að ganga og mun hjálpa mörgum á nýju ári. Í mars sl. lagði Flokkur fólksins fram tillögu til þingsályktunar um skattleysi launatekna undir 300.000 kr. Markmiðið er að rétta hlut þeirra sem lægstar hafa tekjurnar og gera þeim betur kleift að ná endum saman. Þessi aðgerð nýtist ekki síst þeim sem geta ekki með nokkru móti farið út á vinnumarkaðinn til að freista þess að losna úr rammgerðri fátæktargildrunni sem þeir eru fastir í. Hér koma afdrif málsins til þessa. Hinn 9. maí gekk það til efnahags- og viðskiptanefndar. Þar lá það í þrjár vikur og beið eftir að vera sent í umsagnarferli. Ekki sást meira af því fyrr en málið var endurflutt á 149. löggjafarþingi. Er ég bjartsýn á að ríkisstjórnin taki utan um málið og fleyti því í gegnum þingið? Nei, það er

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

ég ekki. Það væri þó athugandi fyrir stjórnina að gefa því gaum að þessi aðgerð er á pari við 410.000 kr. laun fyrir skatta. Að þetta er eitt af aðalbaráttumálum láglaunafólks í komandi kjarabaráttu sem fer fram á að þeim verði tryggð 425.000 kr. brúttó laun á næstu þremur árum. Málið var endurflutt nú í haust þ.e. á 149. löggjafarþingi.

Gegn vítisvél verðtryggingar Flokkur fólksins hefur frá upphafi barist gegn vítisvél verðtryggingarinnar. Sem dæmi má benda á að verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafa hækkað um 60 milljarða króna á síðustu 12 mánuðum. Þið eruð ekki að sjá ofsjónir, verðtryggðar skuldir íslenskra heimila hafa hækkað um 60 milljarða króna á sl. 12 mánuðum. Þetta er sama upphæð og stendur til að taka að láni til enduruppbyggingar á vegakerfi landsins. Við þekkjum öll hverjir það eru sem standa vörð um gegndarlausa græðgisvæðingu elítunnar Við vitum einnig hverjir standa að baki þess óréttlætis og arðráns sem verðtryggingin er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar fela m.a í sér óskir um kerfisbreytingu. Þar er ekki einungis verið að kalla eftir krónutöluhækkunum heldur kjarabótum til lengri tíma litið. Þess vegna er það nú í höndum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að greiða götuna í komandi kjarabaráttu með því að leggja vítisvél verðtryggingar niður strax. Í lok janúar mælti Guðmundur Ingi Kristinsson fyrir frumvarpi Flokks fólksins um

breytingu á lögum um tekjuskatt, 90/2003 um skattleysi uppbóta á lífeyri. Í greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: „Með frumvarpinu er lagt til að uppbót á lífeyri vegna kostnaðar, sem ekki fæst greiddur eða bættur með öðrum hætti, til lífeyrisþega sem ekki getur framfleytt sér án hennar, sbr. 1. mgr. 9. gr. laga um félagslega aðstoð, nr. 99/ 2007 og uppbót til hreyfihamlaðs elli- eða örorkulífeyrisþega og örorkustyrkþega vegna reksturs bifreiðar, sbr. 2. mgr. 10. gr. sömu laga, verði undanþegin skattskyldu samkvæmt lögum um tekjuskatt, nr. 90/2003.“ Þetta er fyrsta mál Flokks fólksins sem nær fram að ganga. Ég er ofurstolt og þakklát þingheimi öllum fyrir það kærleiksríka og góða starf sem við unnum öll í sameiningu svo þetta réttlætismál næði fram að ganga. Strax á nýju ári munu lögin taka gildi og hjálpa mörgum sem á þurfa að halda.

Dimmur skuggi Klausturmálsins Það er ekki hægt að stoppa án þess að nefna það mál sem óhætt er að segja að hafa sett þjóðfélagið á hliðina um tíma. Klausturmálið svokallaða hefur varpað dimmum skugga á síðasta mánuð ársins. Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Vonbrigðin voru mikil að uppgötva hvílík óheilindi og undirferli geta leynst með kjörnum fulltrúum sem maður hefur þrátt fyrir allt bæði treyst og virt eins og aðra meðborgara sína. Þeir þingmenn sem þarna áttu hlut að máli eru öll í hópi vinnufélaga á Alþingi Íslendinga. Ég er sorg-

Ég trúi því af öllu hjarta að hér í okkar ríka og fallega landi sé okkur kleift að búa svo um hnútana að hér megi skapa gott fyrirmyndarþjóðfélag þar sem enginn þarf að líða skort eða hafa áhyggjur af framtíð sinni og annarra.

’’

mædd yfir þessu ömurlega máli. Það hefur vakið mig til umhugsunar um það á hvaða vegferð íslensk stjórnmál eru. Ég hef líka velt því fyrir mér hvort þátttaka í stjórnmálum sé mannskemmandi fyrir fólk? Breytast manneskjur til hins verra við að taka þátt í störfum sem kjörnir fulltrúar? Dregur samfélagshlutverk stjórnmálamannsins slæma þætti fram í persónuleika einstaklingsins? Ég á ekki svör við þessum spurningum. Hitt veit ég þó að mér hugnast ekki slík stjórnmál. Ég mun aldrei vera þátttakandi í slíkum dansi og boðið var upp á á barnum Klaustri eitt síðkvöld í endaðan nóvember.

Í stjórnmálum til góðs Ég hóf þátttöku í stjórnmálum vegna þess að ég fann innra með mér einlæga ósk og brennandi löngun til þess að láta gott af mér leiða fyrir samfélagið okkar. Ég trúi því af öllu hjarta að hér í okkar ríka og fallega landi sé okkur kleift að búa svo um hnútana að hér megi skapa gott fyrirmyndarþjóðfélag þar sem enginn þarf að líða skort eða hafa áhyggjur af framtíð sinni og annarra. Á árinu sem er að líða héldum við upp á hundrað ára afmæli fullveldis Íslands. Ég hef verið svo gæfusöm að hafa fengið að taka þátt í ýmsum viðburðum í tilefni af því. Viðburðum sem hafa vakið mig til umhugsunar um það hvað okkur sem þjóð hefur þó tekist þrátt fyrir allt að vinna marga stóra sigra á þessari fullveldisöld sem liðin er. Það styrkir mig í trúnni á að við eigum að geta gert enn betur að draumar mínir um betra samfélag séu raunhæfir. Með þetta í huga ætla ég og við í Flokki fólksins að mæta nýju ári. Við erum hvergi smeyk við að takast á við þær áskoranir sem bíða. Um leið erum við þakklát fyrir þann mikla stuðning og hlýhug sem við höfum mætt á árinu sem er að líða. Landsmönnum öllum óska ég friðar og gæfu á nýju ári. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 31


SIGMUNDUR DAVÍÐ GUNNLAUGSSON, FORMAÐUR MIÐFLOKKSINS

Viðsjárverð þróun á áhugaverðum tímum Þetta verður ekki hefðbundin áramótagrein. Þó snýst hún um að líta yfir farinn veg og vangaveltur um framtíðina. Við þessi áramót er við hæfi að fjalla um lengra tímabil en nýliðið ár og það næsta. Nýverið fögnuðum við því að 100 ár væru liðin frá því að Ísland varð fullvalda ríki og skömmu áður voru liðin 100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Annars vegar minntumst við nýs upphafs sem lagði grunn að stórkostlegum framförum. Hins vegar minntumst við loka mikilla hörmunga. Hvorugt markaði þó endapunkt. Framfarasaga Íslands hefur ekki alltaf verið auðveld og lok stríðsins sem átti að enda öll stríð sáði um leið fræjum að enn meiri og mannskæðari átökum. Þessi aldarafmæli og áramót ber auk þess upp á tímum sem eru einstaklega áhugaverðir í stjórnmálasögu Vesturlanda. Áhugaverðir en um leið varhugaverðir. Það er því sérstakt tilefni til að líta til sögunnar og leitast við að læra af henni.

Sjálfsmyndarstjórnmál Eitt af grundvallarviðmiðum frjálslyndra réttarríkja er að allir menn skuli vera jafnir fyrir lögum. Það má halda því fram að sú regla sé undirstaða alls hins, þar með talið almennra mannréttinda. Á undanförnum árum hafa margar þeirra grundvallarreglna sem þróast hafa í meira en 2000 ár og lagt grunninn að vestrænum lýðræðisríkjum átt undir högg að sækja. Þessi þróun er stundum eignuð svokölluðum póstmódernisma í heimspeki en stjórnmálin sem eru í senn afleiðing og ástæða þróunarinnar eru kölluð sjálfsmyndarstjórnmál (e. Identity politics). Í heimi sjálfsmyndarstjórnmálanna skiptir öllu máli hvaða hópum menn tilheyra, það hvað menn mega segja og gera veltur á því hvernig þeir eru skilgreindir. Mannréttindi og lagalegur réttur hvers og eins er jafnvel háður því hver á í hlut. Áður en hugtakið sjálfsmyndarstjórnmál varð til kallaði ég þetta „stimpilstjórnmál“ enda snúast þau að miklu leyti um að setja ákveðna stimpla á málefni og fólk og meta í framhaldinu allt út frá því hvaða stimpli hefur verið komið á viðkomandi.

Ímyndarstjórnmál Aðra birtingarmynd þróunarinnar mætti kalla ímyndarstjórnmál. Stjórnmál sem snúast um ímynd stjórnmálamanna og flokka en ekki um þau málefni sem menn standa fyrir eða ná fram, þ.e. hin eiginlegu „stjórnmál“. Það sem menn boða eða gera verður aukaatriði. Allt snýst um þá ímyndina eða ,,stimpilinn“. Við þessar aðstæður hætta stjórnmálin að virka. Lýðræðið hættir að virka. Hugmyndin með lýðræði er sú að allir hafi jafnan rétt á að meta þær lausnir sem boðið er upp á fyrir samfélagið og taki afstöðu til þeirra. Ef við trúum því að almenningur sé best til þess fallinn að ráða þróun eigin samfélags leiðir það til þess að þeir sem boða og framkvæma lausnir sem virka fái fyrir vikið aukinn stuðning en aðrir ekki. En þegar stjórnmálin snúast um ímynd fremur en málefni breytast þau í leikhús þar sem allt snýst um persónusköpun. Meginmarkmiðið verður þá jafnvel að koma höggi á persónu andstæðingsins fremur en að rökræða málefnin. Á meðan er kerfinu eftirlátið að stjórna. Það verður jafnvel þægilegra fyrir stjórnmálamennina að láta aðra um ákvarðanirnar og vísa í að stefnan, frumvörpin og reglugerðirnar séu ekki pólitískar ákvarðanir heldur afleiðing af „faglegu ferli“. Í stað þess að framfylgja kosningaloforðum og stjórna einbeita menn sér þá að því að tala inn í ríkjandi tíðaranda, nota réttu frasana og láta mynda sig

32 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

við borðaklippingar og á fundum með útlendingum. Áður tókust menn hart á um málefni en gátu verið bestu vinir þess á milli. Það er erfiðara þegar pólitíkin gengur að miklu leyti út á persónuleg átök. Við þær aðstæður verður pólitíkin harðari, rætnari og neikvæðari. En verst er að um leið er valdið tekið af fólkinu sem á raunverulega að fara með það, kjósendum.

Ekki nýtt Ekkert af því sem telst til ímyndarstjórnmála er nýtt. Fyrir 40 árum gerðu til dæmis bresku þættirnir ,,Já, ráðherra“ grín að mörgum þessara þátta. Hégómagirnd og hræðslu stjórnmálamannanna, kerfisræðinu, bjagaðri framsetningu bresku götublaðanna o.s.frv. Munurinn er þó sá að áður voru þetta taldir gallar, neikvæðir þættir stjórnmála. Nú virðist það sem áður taldist til lasta vera orðið að markmiðum í sjálfu sér, jafnvel allsráðandi. Við það bætast svo sjálfsmyndarstjórnmálin, tilhneigingin til að líta ekki á fólk sem einstaklinga þar sem allir eiga að njóta sömu réttinda. Það er heldur ekki nýtt. Kommúnismi, og raunar flestar öfgahreyfingar stjórnmálasögunnar, hafa gengið út á að skilgreina fólk sem hluta hópa fremur en sem ein-

staklinga. Stefna öfgahreyfinga gengur iðulega út á að flokka suma hópa sem fórnarlömb og veita þeim fyrir vikið réttindi umfram aðra en kúga hina. Þetta er alltaf sama sagan. Rússland 1917, Ítalía 1922, Þýskaland 1932 o.s.frv. o.s.frv. Brot á grundvallarreglum réttarríkisins, reglum sem tók þúsundir ára að móta, hafa alltaf verið réttlættar með því að það sé nauðsynlegt til að rétta hlut þeirra sem hallar á. Um þetta eru ótal dæmi á 20. öld og fram á þá 21. Venesúela var lengi mesta velmegunarríki Suður-Ameríku, það fjölgaði jafnt og þétt í millitekjuhópum og ungt fólk naut góðrar menntunar og fjölbreyttra tækifæra. Þegar Hugo Chávez tók við völdum lét hann samþykkja nýja stjórnarskrá til að rétta hlut þeirra sem hallaði á í samfélaginu. Eftir að stefnu Chavez og arftaka hans Nicolásar Maduro var framfylgt ríkir nú neyðarástand í Venesúela og landsmenn líða næringarskort. Eins og alltaf er það fólkið sem var verst sett fyrir sem farið hefur verst út úr hinu nýja stjórnarfari.

Framfarir eru ekki sjálfgefnar Árangur liðinna alda var ekki sjálfgefinn og

Ef við nýtum lýðræðið eins og til var ætlast og verjum réttarríkið, þau gildi sem hafa reynst okkur og öðrum löndum best, getum við vænst stórkostlegra framfara fyrir alla landsmenn.

’’

það er ekki sjálfgefið að hann varðveitist ef við berum ekki gæfu til að vernda það sem vel gefst og vinna að því að bæta hitt. Við lok átjándu aldar og upphaf þeirrar tuttugustu hafði fólk víða á Vesturlöndum upplifað ótrúlegt framfaraskeið. Það viðhorf var ríkjandi að heimurinn ætti aðeins eftir að verða betri, vísindin myndu leysa allan vanda, velmegun gæti ekki annað en aukist, heilbrigði og önnur lífsgæði myndu batna jafnt og þétt. Sérstök áhersla var á að bæta kjör hinna fátækari og réttindi einstaklinganna jukust stöðugt. Fáir efuðust um þau grundvallargildi sem reynst hefðu svo vel. Stríð tilheyrðu liðnum tímum. Tímum þegar samfélögin og maðurinn sjálfur voru frumstæðari. Slíkt þótti óhugsandi á þeim upplýstu framfaratímum sem þá ríktu. Við tók mesta hörmungastríð sem mannkynið hafði upplifað. Við lok þess leituðust stjórnvöld á Vesturlöndum við að festa betur í sessi þau grundvallargildi sem best höfðu reynst. En bakslag gegn þeim grundvallargildum leiddi svo til enn stærra stríðs og enn meiri hörmunga. Rétt eftir lok fyrri heimsstyrjaldarinnar öðluðust Íslendingar fullveldi. Þann sjálfsákvörðunarrétt gat þjóðin nýtt til að ná stórkostlegum framförum ekki hvað síst vegna þess að tekist hafði að varðveita heildstætt samfélag með sameiginleg grundvallargildi. Á undanförnum árum höfum við séð að pólitísk stefna og aðgerðir geta skipt sköpum. Ef við nýtum lýðræðið eins og til var ætlast og verjum réttarríkið, þau gildi sem hafa reynst okkur og öðrum löndum best, getum við vænst stórkostlegra framfara fyrir alla landsmenn.


www.fi.is

Ég stíg á stokk og strengi þess heit að ganga á fjöll árið 2019 Fjallaverkefni Ferðafélags Íslands Kynningarfundir í byrjun árs Fyrsta skrefið • Alla leið • Léttfeti Fótfrár • Þrautseigur • Útideildin Sjá www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS | Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | Sími 568 2533 | www.fi.is


HELGI HRAFN GUNNARSSON, ÞINGMAÐUR PÍRATA

Morgunblaðið/Kristinn Magnúss

Sannleikurinn um framtíðina „Sannleikurinn“ er orð með trúarlegt yfirbragð. En sé orðið greint nánar hverfur trúarlega samhengið fljótt. Þegar eitthvað er sagt í samræmi við veruleikann, þá er það satt, en þegar eitthvað er sagt í mótsögn við hann, þá er það ósatt. Sannleikurinn er samræmi við það sem er. Misræmi milli þess sem er satt og þess sem fólk telur vera satt er hinsvegar svo algengt og reyndar jafnan yfirþyrmandi, að umræðan verður hratt flóknari en einföld skilgreining orðsins. Það þýðir hinsvegar ekki að við séum ómegnug um að gera greinarmun á sönnu og ósönnu, heldur að við þurfum að vanda okkur þegar við tileinkum okkur sannfæringu. Engin aðferð hefur virkað betur til að gera greinarmun á sönnu og ósönnu, heldur en vísindaleg aðferð. Hún ber ekki bara ábyrgð á öllum galdratækjum nútímans eins og tölvum og snjallsímum, heldur hefur einnig komið okkur á snoðir um svör við nokkrum stórum heimspekilegum spurningum. Ekki er þó endilega líklegt að fólki líki vel við svörin sem berast. Af þeim sökum er algengt að fólk annaðhvort véfengi vísindalega aðferð, eða hafni því að svörin komi spurningunni yfirhöfuð við.

Óþægileg svör Spyrjum til dæmis að hlutverki mannkyns í alheiminum. Margvísleg svör má finna í hinum ýmsu trúarbrögðum, en mest áberandi eru sennilega þau að tilgangur mannkyns sé að rækta samband sitt við og tilbiðja yfirnáttúrulega veru, sem á íslensku er jafnan kölluð Guð. Ef vísindin eru spurð sömu spurningar, þá kemur mjög fljótt í ljós, út frá nokkrum einföldum staðreyndum í heimsfræði (e. cosmology), að hlutverk mannkyns í alheiminum er lítið sem ekki neitt. Við erum reyndar svo smá og máttlaus að það er mannsheilanum ofviða að skilja það almennilega. Til að sýna fram á þetta þarf engin sérstaklega flókin vísindi, heldur dugar stutt yfirferð yfir helstu staðreyndir um himingeiminn til að komast að þeirri óumflýjanlegu niðurstöðu, að við skipt-

34 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

um engu máli. Hlutverk okkar í alheiminum er ekki neitt. Ef mannkyn þurrkaðist út á morgun myndi ekki nokkur skapaður hlutur í heiminum breytast, nema það eitt að vistarverur þeirra lífvera sem við deilum Jörðinni með, myndu batna til hins betra. Nákvæmlega ekki nokkur skapaður hlutur í alheiminum né neins staðar í vísindunum bendir til þess að mannkyn þjóni nokkrum einasta tilgangi í samhengi við alheiminn og enn síður að við séum hönnuð, hvort sem er af guði eða einhverjum öðrum. Það eru einfaldlega engin ummerki um neitt slíkt. Vísindin sýna okkur alheim sem er í reynd ólýsanlega risavaxið stórslys, í hverju mannkyn getur næstum því hvergi lifað og hvað þá þjónað meintum tilgangi sínum. Rétt er að geta þess að hér er ekki talað fyrir hönd vísinda eða vísindamanna, heldur um vísindi í samhengi við trú og heimspeki.

Ljós en ekki myrkur Þessa umræðu þekkir undirritaður nógu vel til að vita að mörgum þykir þetta myrk sýn á heiminn. Slæmar fréttir, einhvers konar. En því má svara með tvennum hætti. Í fyrsta lagi er það einfaldlega rangt; þetta ekki myrk heimsmynd. Vandinn við hana er einungis sá að hún stangast á við vinsælar, heilagar ritningar sem er víst ætlað að veita fólki tilgang og von. Misskilningurinn felst annarsvegar í því að tilgangur og von krefjist yfirnáttúrulegra fyrirbæra, en hinsvegar í þeirri furðulegu hugmynd að manneskjur þurfi að spyrja einhverja heilaga bók eða yfirnáttúrulega veru út í það hvað skuli veita okkur tilgang og von. Hið rétta er að við ákveðum það algerlega sjálf. Það er ekki myrk heimsmynd, heldur björt og falleg.

En í öðru lagi er náttúrunni einfaldlega slétt sama um það hvort okkur líkar vel við hana eða ekki. Hún mun koma fram eins og henni sýnist án tillits til skoðana okkar, tilfinninga eða hvort að við teljum hið sanna henta þjóðfélaginu eða ekki. Kaþólska kirkjan getur hótað pyntingum og limlestingum fyrir að segja að jörðin snúist í kringum sólina, en „hún snýst nú samt“, eins og Galileo Galilei á að hafa sagt. Kaþólska kirkjan ræður því einfaldlega ekki hvort jörðin eða sólin snýst svona eða hinsegin, og við ráðum því ekki heldur hvort að þróunarkenningin er rétt eða hvort óbreyttir lifnaðarhættir mannkyns munu rústa vistkerfi jarðar eða ekki.

Máttur okkar og frelsi Við ráðum því hinsvegar hvernig við bregðumst við, og í því liggur máttur okkar og frelsi. Þegar við erum reiðubúin til að horfast í augu við náttúruna eins og hún er, þá getum við framkvæmt hluti, sem á öllum öðrum tímum hefðu verið kallaðir galdrar eða kraftaverk. Við getum flogið, læknað krabbamein og gengið á tunglinu, og ef okkur tekst að klöngrast í gegnum nokkra áratugi í viðbót án heimsstyrjaldar eða afturfarar í vísindum, þá munu mörg okkar verða vitni að því þegar manneskja gengur í fyrsta sinn á næstu plánetu: Mars. Þetta eru raunveruleg verkefni sem er nú þegar gert ráð fyrir í áætlunum stórríkja og þetta er allt afrakstur vísindalegrar aðferðar; þeirrar að spyrja ekki að skoðunum eða gildismati við mat á því hvernig hlutirnir séu, heldur taka þeim eins og þeir eru og einbeita sér að því að skilja þá sem best. Síðan má spyrja að skoðunum, gildismati og samhengi hlutanna við þarfir mannkyns og reyna að bregðast rétt við.

Virðing fyrir sannleikanum er grunnforsenda þess að við komumst í gegnum áskoranir 21. aldarinnar og ekki síst fyrir því að stjórnmálin verði þar til gagns frekar en ógagns.

’’

En það er kannski nákvæmlega þess vegna sem sannleikurinn skiptir máli; til þess að við getum brugðist rétt við heiminum eins og hann er. Ef viðbrögð okkar byggjast á röngum gögnum, þá aukast líkurnar verulega á röngum viðbrögðum. Ef gögnin okkar eru hinsvegar skotheld og aðferðafræðin heiðarleg, þá getum við gert bókstaflega ótrúlega hluti, eins og dæmin sanna. Það er þó háð því að við ekki bara umberum, heldur elskum sannleikann, náttúruna og raunveruleikann. Að við tileinkum okkur strangheiðarlegan vilja, þann tilgang jafnvel, til að trúa því og segja það sem er satt, en hafna því og segja ekki það sem er ósatt. Virðing fyrir sannleikanum er grunnforsenda þess að við komumst í gegnum áskoranir 21. aldarinnar og ekki síst fyrir því að stjórnmálin verði þar til gagns frekar en ógagns.

Hvorki augljóst né sjálfsagt Þessi punktur, að við eigum að virða sannleikann og leitast við að trúa því sem er satt og hafna því sem er ósatt, virðist í fljótu bragði svo augljós og sjálfsagður að ábendingin ætti að vera óþörf. En heili punkturinn er sá að svo er ekki. Þetta er hvorki augljóst né sjálfsagt. Manneskjur eru og hafa alltaf verið mjög auðveldlega sannfærðar um ósanna hluti. Manneskjur trúa hlutum langmest eftir tilfinningu, hagsmunum, viðhorfi og fyrirfram gefnum menningarlegum venjum. Það er reyndar frekar nýtilkomið, og í rauninni einstakt, að formlegt og skipulagt verklag hafi verið þróað til þess að sníða framhjá þessum brestum okkar, en það verklag er kallað vísindaleg aðferð. Það er hennar vegna sem við framkvæmum galdra og kraftaverk á hverjum degi og það verður henni að þakka ef við komumst heil í gegnum áskoranir þessarar aldar. Það verður ekki valdhyggja, kjarkur, styrkur eða stolt. Það verður skilningur, vísindaleg aðferð og heiðarleg sannleiksleit, ásamt heilum hellingi af bæði tilgangi og von. Gleðilega framtíð. Lifi ljósið.


LOGI EINARSSON, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR

Morgunblaðið/Kristinn Magnúss

Með skapandi hugsun að vopni Viðfangsefni manneskjunnar er alltaf það sama, þó að veröldin breytist; baráttan fyrir brauðinu, draumurinn sem hún elur í brjósti sér og leitin að fegurðinni. Um allt þetta fjalla endurminningar Tryggva Emilssonar, Fátækt fólk. Þar lýsir hann vel tilveru alþýðufólks á Íslandi í byrjun tuttugustu aldar, um það bil sem Ísland var að búa sig undir að verða fullvalda. Hann dregur jafnframt upp stórbrotna mynd af náttúrunni og lýsir undraverðri þrautseigju mannsandans, jafnvel við ömurlegustu aðstæður. Sem betur fer hefur okkur miðað vel áfram síðan þessir atburðir áttu sér stað; Ísland hefur breyst úr einu fátækasta ríki Evrópu í ellefta auðugasta land í heimi. Þökk sé baráttu launafólks, frjálslyndari hugmyndum og almennari skilningi á hlutverki ríkisins til jöfnunar lífskjara. Bókin er okkur þó holl áminning því enn finnast alltof margir, í þessu allsnægtalandi, sem njóta ekki sanngjarns hlutar af gæðunum og lifa við óásættanlegar aðstæður. Hugmyndir okkar um hvað telst vera fátækt breytast sífellt með betri tíð og í dag eru sem betur fer gerðar ríkari kröfur en að fólk eigi einungis til hnífs og skeiðar. Nú teljum við að allt fólk eigi auk þess rétt á að njóta þeirrar fjölbreytni sem lífið hefur upp á að bjóða. Viðhorf okkar til verðmætra náttúruauðlinda hefur líka tekið stakkaskiptum og langstærstur hluti þjóðarinnar lítur svo á að þær séu sameign okkar allra. Lítið barn sem fæðist inn í þennan heim og fyrirséð er að muni aldrei geta alið önn fyrir sér eða barn sem fæðist inn í ómögulegar aðstæður eru þar engar undantekningar. Þau eiga ekki að þurfa að sætta sig við að fæðast til nauðþurfta alla ævi, hvað þá fátæktar. Aldrei fyrr höfum við verið í betri færum til að tryggja öllum mannsæmandi kjör. Og þó að við getum aldrei komið í veg fyrir að fólk veikist, verði sorgmætt eða finni til getum við að minnsta kosti hjálpað fólki að öðlast tilgang með lífinu og lifa því með reisn.

Heimurinn er frændgarður Síðustu hundrað ár eru hins vegar ekki bara

saga stórfelldra efnahagslegra framfara, heldur ekki síður bylting hugarfars og viðhorfs okkar til einstaklingsins. Þó að umburðarlyndi og víðsýni hafi aukist er enn langt í land að allt fólk njóti þeirra réttinda sem eru viðtekin í samtímanum; jafnrétti kynjanna er ekki náð og enn verður fólk fyrir margvíslegum fordómum. Þá verðum við að muna að þótt Ísland sé eyja úti í miðju hafi verðum við ekki slitin úr samhengi við umheiminn. Allra síst nú á dögum þegar tæknin færir hversdag fjarlægra heimshluta beint inn í stofu og gerir mannkynið að einum stórum frændgarði. Þó að fæst íslensk börn lifi sem betur fer við þá fátækt og harðræði sem Tryggvi þurfti að þola á eigin skinni eru alltof mörg börn í heiminum sem búa við skilyrði sem ekkert barn ætti að þurfa að glíma við. Auðvitað ættu gildi eins og kærleikur og samhygð að nægja til að við réttum út hjálparhönd eins og okkur framast er unnt, en við bætist einnig sú staðreynd að eina björg mannkyns andspænis sameiginlegum ógnum, af völdum misskiptingar, ófriðar og ágengni gagnvart umhverfinu, er samvinna allra jarðarbúa. Og fullveldi landsins, þó að langt sé að mörkum þess næsta, er best tryggt með náinni samvinnu við aðrar þjóðir. Þörf fyrir nýja stjórnarskrá sem virðir nýja tíma og breytt viðhorf er því knýjandi.

hefðu til þess hendur að móta hugsanir sínar í hart bergið, þeirra listaverk stæðu næst sköpunarverkinu, en ég hafði aldrei séð neitt slíkt. En þau höggverk sem blöstu mér við augum dag hvern voru í klettum og klungrum, mótuð af veðrum, og gljúfragilin standbröttu, brotin til brjóstvirkja af fallvötnum og fossum.“ Þar sem mörg okkar sjá bara fjöll sá Tryggvi undraheim og það sem mörgum virðist grátt er í augum listamannsins skrýtt öllum litum heimsins og líklega á Kjarval, öðrum fremur, stóran þátt í því að þegar við horfum á hraunið fyrir fótum okkar blasir við litróf veraldar. Sköpunin og listin eru ekki tilgangslítið dútl fólks sem hentar illa til erfiðisvinnu, heldur mikilvægur drifkraftur framþróunar og okkur jafn nauðsynlegur hluti lífsins og súrefnið. Listin er auðvitað mikilvæg í sjálfri sér en hún er líka spegill á samtímann, getur opnað óvænt sjónarhorn á umheiminn og verið okkur dýrmætur vegvísir inn í óræða framtíð. Það var ekki síst ímyndunaraflið sem gerði Tryggva kleift að lyfta huganum yfir há fjöll úr þröngum dal og hjálpaði fátækum dreng að eygja von: „Sjálfur var ég altekinn af ljúfum draumum.“ Líklega hafa þó ekki hvarflað að honum þær risabreytingar sem voru framundan í samfélaginu og draumar hans sjálfs mest verið tengdir góðum aðbúnaði, nægum mat og ást.

Sköpunin og listin

Fjölbreytt tækifæri og hættur

En maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Í bitru amstri dagsins sá fátæklingurinn Tryggvi fegurðina allt í kringum sig og sótti hugarfró í umhverfi sitt, sem hann lýsti af næmni og ást. Hann áttaði sig líka á þeirri takmarkalitlu orku sem býr í mannshuganum: „Mér var sagt að til væru menn sem betur væru af guði gerðir en annað fólk og

Unglingar í dag eru fæstir færir um að teikna upp jafn litríka og nákvæma mynd af nærumhverfi sínu. Til þess hefur heimur þeirra stækkað of mikið. Þau búa hins vegar yfir miklu fjölbreyttari reynslu og þekkingu en nokkur gengin kynslóð; eru vel að sér um alla mögulega og ómögulega hluti, um alla veröld. En það gerir líka líf þeirra flókið og

Augljósasta leiðin til að búa okkur undir framtíð gríðarlegra breytinga, þar sem börn og unglingar samtímans munu leika lykilhlutverk, er að fjárfesta enn meira í menntun.

’’

vandasamt. Á tímum gríðarlegra tæknibreytinga opnast þeim stöðugt nýjar dyr. Handan þeirra leynast vissulega ótal tækifæri og ævintýri en líka ógnir og hættur. Ekki endilega í formi matarskorts og óblíðrar náttúru eins og hjá Tryggva, heldur í stöðugu, óreiðukenndu áreiti sem erfitt getur verið að henda reiður á. Á flöktandi símaskjánum fá þau sífellt skilaboð um hvernig þau eiga að líta út og haga þér til að vera gjaldgeng í samkeppnisdrifnum heimi. Þessar kröfur geta verið miskunnarlausar og þegar við bætast krafa um hraðari námsframvindu og efnahagslega velgengni er ekki skrítið að þau verði mörg kvíðin, ráðvillt og óviss um tilgang sinn. Nýlegar rannsóknir á líðan og geðheilbrigði barna og ungmenna gefa fullt tilefni til að bregðast betur við. Það þarf að búa betur að börnum og unglingum. Finna jafnvægi milli leiks og starfs og hjálpa þeim að eygja tilgang í því sem þau eru að fást við. Sýna áhuga hvers og eins skilning og örva hann. Gera þeim kleift að vaxa á styrkleikum sínum í stað þess að hamra á veikleikum. Auðvitað skiptir atlæti ástvina miklu en mikil ábyrgð hvílir líka á skólunum. Augljósasta leiðin til að búa okkur undir framtíð gríðarlegra breytinga, þar sem börn og unglingar samtímans munu leika lykilhlutverk, er að fjárfesta enn meira í menntun. Þar verður markmiðið að vera að styrkja eiginleika eins og frumleika, skapandi hugsun og tæknigetu en einnig kennslu í dyggðum eins og samhygð, virðingu og víðsýni. Á hundrað ára fullveldisafmæli er full ástæða til bjartsýni. Ísland er ríkt land og ef við berum gæfu til þess að skipta gæðunum jafnar og tryggja öllum aðgengi að gæðanámi ævina út geta allir búið við viðunandi aðstæður, upplifað fegurð og margbreytileika lífsins og átt sér raunhæfa, fagra drauma. Ef við temjum okkur meiri virðingu fyrir hvert öðru, gleðjumst yfir fjölbreytileika mannlífsins og tökumst á við stærstu ógnir mannkyns í samvinnu við aðrar þjóðir á Ísland sér góða framtíð og mannkynið færist enn eitt skrefið nær betri heimi. Gleðilegt nýtt ár. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 35


FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI

Morgunblaðið/RAX

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Töfrandi birta Skógafoss

Nýr borgarstjórnarmeirihluti kynntur

Ferðamannastraumurinn hélt áfram á árinu þó að einhverjar blikur hafi verið á lofti. Þessir ferðamenn voru á ferðinni við Skógafoss í janúar og heilluðust af hinni töfrandi birtu sem fossinn virðist kalla fram.

Sveitarstjórnarkosningar voru haldnar í maí og féll meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Pírata og Bjartrar framtíðar í borginni, þar sem síðastnefndi flokkurinn hvarf af sviðinu. Fljótlega hófust þreifingar milli flokkanna þriggja og fulltrúa Viðreisnar og var ný borgarstjórn kynnt við Breiðholtslaug í júní.

Biskupsvígsla í Skálholti Biskupar, prestar og djáknar gengu fylktu liði undir fögrum himni til Skálholtskirkju í gær þegar frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup vígði sr. Kristján Björnsson vígslubiskup í Skálholti, og setti hann inn í embættið. Vígslan fór vel fram og vakti talsverða athygli.

Banaslys í umferðinni Talsvert var um banaslys í umferðinni á árinu. Þyrla Landhelgisgæslunnar sést hér fara í útkall vegna bílslyss á Suðurlandsvegi, sem reyndist tólfta banaslysið á árinu. Þeim átti því miður enn eftir að fjölga áður en 2018 kvaddi.

36 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Morgunblaðið/Árni Sæberg


Morgunblaðið/Hari

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Sögustund með Ólafi Stefánssyni

Bára í héraðsdómi

Handboltakappinn Ólafur Stefánsson tók þátt í verkefni með Reykjavíkurborg í vetur þar sem íþróttafélög og eldri borgarar voru leidd saman. Hann segir hér eldri borgurum í Krafti í KR sögur með sínum einstaka hætti, vopnaður leikmunum og hljóðfærum.

Bára Halldórsdóttir, uppljóstrarinn í Klausturmálinu svonefnda, var boðuð í skýrslutöku í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember vegna mögulegs máls sem höfða átti á hendur henni. Mikill fjöldi fólks mætti í réttinn til að sýna henni samstöðu, og var málinu vísað frá.

Kjaradeila ljósmæðra Kjaradeila hófst í sumar milli ljósmæðra og hins opinbera og hófu ljósmæður meðal annars yfirvinnuverkfall um miðjan júlí. Efndu ljósmæður til nokkurra samstöðufunda og voru þeir vel sóttir. Á endanum var deilunni vísað til gerðardóms, en ekki voru allir sáttir við niðurstöðu hans, þar sem ekki var fallist á kröfu ljósmæðra um hækkun á grunnlaunum, þó að gengið væri að nokkrum öðrum kröfum þeirra. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Morgunblaðið/Árni Sæberg

Risi í Reykjavíkurhöfn Bandaríska þyrluflugmóðurskipið USS Iwo Jima II lá við Skarfabakka í októbermánuði. Vakti koma skipsins töluverða athygli og nýttu margir tækifærið til að skoða þetta gríðarstóra skip, en það er 257 metra langt og 32 metrar á breidd. Skipið var hér á landi ásamt nokkrum öðrum herskipum í tengslum við heræfingu Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture, í októbermánuði, og spunnust nokkrar umræður um heræfinguna hér á landi í kjölfarið, sér í lagi hina svokölluðu vetraræfingu, sem fram fór í Þjórsárdal, en þar gekk um 400 manna lið landgönguliða um 10 kílómetra vegalengd með fullan herbúnað. Mótmæltu hernaðarandstæðingar æfingunni fullum hálsi.

Morgunblaðið/Hari

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 37


FRÉTTAMYNDIR AF INNLENDUM VETTVANGI

Morgunblaðið/Hari

Morgunblaðið/Eggert

Andarnefju bjargað

Braggablús í borginni

Tvær andarnefjur festust í fjöru í Engey í ágústmánuði og reyndi fjölmennt lið starfsmanna hvalaskoðunarfyrirtækja í Reykjavík og björgunarsveitarmanna að halda lífi í þeim. Annar hvalurinn drapst en hinn komst lifandi en nokkuð særður á flot á kvöldflóðinu.

Það varð uppi fótur og fit í borgarstjórn Reykjavíkur þegar í ljós kom að endurgerð á bragga í Nauthólsvík hefði farið langt fram úr áætlun. Ýmsir kostnaðarliðir voru gagnrýndir, þar á meðal rándýr strá frá Danmörku. Svört skýrsla kom út um málið í desember.

Áberandi eldsvoðar Nokkuð var um mikla eldsvoða á árinu. Alvarlegasti bruninn varð þó á Selfossi í októbermánuði, þar sem tvær manneskjur fórust í brunanum. Húsráðandi og vinkona hans voru handtekin vegna eldsvoðans, en grunur lék á að annað þeirra hefði valdið honum. Gæsluvarðhald yfir manninum var framlengt fram yfir áramót í lok ársins og málið er enn í rannsókn. Morgunblaðið/Hari

Morgunblaðið/Eggert

Morgunblaðið/Eggert

Fjölmenni á Arnarhóli

WOW air í vanda

Mikill baráttuhugur var í konum sem fjölmenntu á Arnarhól í tilefni af kvennafrídeginum 24. október síðastliðinn. Voru konur hvattar til að leggja niður störf þann dag klukkan 14:55 og voru samstöðufundir haldnir víða um land í tilefni dagsins.

Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, stóð í ströngu á árinu, en mikil umræða var um að rekstur flugfélaganna væri þungur. Þrátt fyrir að erlent flugrekstrarfélag, Indigo Partners, fengist til að fjárfesta í félaginu varð ekki komist hjá uppsögnum um miðjan desembermánuð.

38 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


Og hann varði! Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók þátt í heimsmeistarakeppni í fyrsta sinn, en náði ekki upp úr riðli sínum þrátt fyrir að hafa sýnt hetjulega baráttu fram til síðustu stundar. Eftirminnilegasta stund liðsins kom strax í fyrsta leik þess þegar Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, varði vítaspyrnu frá Lionel Messi, sem er af mörgum talinn besti leikmaður allra tíma. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson

Klukknahljómur skær Sigríður Snævarr, fyrsti kvensendiherra Íslands, var sérstakur gestur Nasdaq í Kauphöll Íslands á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars og hringdi bjöllunni kröftuglega eftir að hafa tekið til máls. Sagði hún m.a. við það tilefni nauðsyn að viðskiptalífið reyndi að draga til sín metnaðargjarnar konur.

Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Strandað í Helguvík Flutningaskipið Fjordvik strandaði við hafnargarðinn í Helguvík í byrjun nóvember. Náði áhöfn TF-GNA að bjarga öllum fimmtán skipverjunum, en skipið lamdist út í stórgrýttan hafnargarðinn meðan á aðgerðum stóð. Nokkra daga tók að koma skipinu aftur á flot og var vonast til að viðgerðum á því myndi ljúka stuttu fyrir jól.

Morgunblaðið/Eggert

Morgunblaðið/Eggert

Morgunblaðið/Hari

Loforðin „innantómt blaður“

Sýknaðir eftir langa baráttu

Eldhúsdagsumræður fóru fram á þingi í júní og kenndi þar ýmissa grasa. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, fór mikinn í ræðustól þingsins og sagði ríkisstjórnina hafa svikið þjóðina á fyrstu sex mánuðum sínum í starfi. Loforð hennar hefðu reynst „innantómt blaður“.

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í lok september að sýkna ætti fimm af sex sakborningum af öllum sakargiftum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu og var þar með fyrri dómi frá árinu 1980 snúið við. Með því var lokið einu umfangsmesta sakamáli 20. aldarinnar. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 39


Nýir tímar í Reykjavík Austurhöfn opnar 2019 Íbúðahverfið Austurhöfn verður fullbúið síðla árs 2019. Með tilkomu þess verður til nýtt og spennandi hverfi við gömlu höfnina í Reykjavík í næsta nágrenni við Hörpu og Edition hótelið. Einstakar íbúðir sem skapa ný viðmið í þjónustu og þægindum í lifandi umhverfi menningar, verslunar og veitingastaða. nánari upplýsingar: AUSTURHOFN.IS SÍMI 514 1490 SALES@AUSTURHOFN.IS



FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI

Andrew Quilty/The New York Times

Hryðjuverk í Afganistan Nærri því hundrað manns létust þegar sjúkrabíll sprakk á mannmörgu stræti í Kabúl 27. janúar. Eftir að hann slapp í gegnum eitt öryggishlið ákvað ökumaður bílsins að sprengja hann í loft upp við næstu öryggisleit. Talíbanar lýstu ábyrgð sinni á ódæðinu. Þetta var mannskæðasta árásin í Afganistan í marga mánuði, en hún kom einungis nokkrum dögum eftir að talíbanar sátu um Intercontinental-hótelið í Kabúl, þar sem 22 létust. Ríkisstjórn Afganistans sagði sjúkrabílsárásina vera glæp gegn mannkyni, og kenndi stjórnvöldum í nágrannaríkinu Pakistan um, en embættismenn í Afganistan sögðu að þau veittu leiðtogum talíbana aðstoð.

Noel West/The New York Times

Del Toro fær Óskarinn Mexíkóski leikstjórinn Guillermo del Toro hlaut Óskarinn sem besti leikstjórinn hinn 4. mars fyrir mynd sína, The Shape of Water. Var þetta í fjórða sinn á síðustu fimm árum sem leikstjóri frá Mexíkó hreppti hnossið. Myndin er ævintýramynd sem gerist í kalda stríðinu. Hún fékk einnig verðlaun fyrir að vera besta myndin, með bestu frumsömdu tónlistina og bestu framleiðsluhönnunina.

42 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


Saul Martinez/The New York Times

Carlos Osorio/Reuters

Fjöldamorð á Valentínusardegi

Kannabis lögleitt í Kanada

17 manns létust þegar hinn tvítugi Nikolas Cruz hóf skothríð á nemendur við Marjory Stoneman Douglas-framhaldsskólann í bænum Parkland í Flórídafylki hinn 14. febrúar síðastliðinn. Þetta var mannskæðasta árásin á skóla í Bandaríkjunum frá árásinni á Sandy Hook-grunnskólann árið 2012. Umræða um byssulöggjöf hélt áfram í Bandaríkjunum í kjölfarið.

Kanada varð 17. október annað ríkið í heiminum til þess að lögleiða kannabisefni til einkanota á eftir Úrúgvæ. Samkvæmt kannabislögum landsins er fullorðnum einstaklingum heimilt að kaupa allt að 30 grömm af marijúana frá sérstökum söluaðilum. Justin Trudeau forsætisráðherra hélt því fram að löggjöfin myndi draga úr glæpum og efla forvarnir.

Todd Heisler/The New York Times

Jim Wilson/The New York Times

Mógúll leiddur út í járnum

Aurskriður í Kaliforníu

Lögreglan í New York-borg handtók kvikmyndamógúlinn Harvey Weinstein hinn 25. maí síðastliðinn. Hann hefur verið sakaður um að hafa beitt meira en 80 konur kynferðislegu ofbeldi. Weinstein var látinn laus gegn tryggingu síðar sama dag, en var seinna ákærður fyrir brot sín. Weinstein lýsti yfir sakleysi sínu í öllum ákæruliðum.

Að minnsta kosti 21 lést í aurskriðum sem herjuðu á bæinn Montecito í Kaliforníuríki hinn 9. janúar. Samkvæmt stjórnvöldum í ríkinu voru meira en 65 heimili eyðilögð og hundruð til viðbótar urðu fyrir skemmdum. Skömmu áður höfðu skógareldar valdið miklum usla í ríkinu og vöruðu sérfræðingar við að eldarnir gætu aukið hættuna á aurskriðum í mörg ár.

Sögulegir fundir með Kim Jong-un Nokkur árangur náðist í deilu alþjóðasamfélagsins við NorðurKóreumenn á árinu, og voru tveir merkir leiðtogafundir haldnir með Kim Jong-un, einræðisherra landsins, á árinu. Hinn 27. apríl hitti hann Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, á landamærum ríkjanna tveggja (til hægri). Eftir að þeir tókust í hendur fór Kim yfir landamærin og varð fyrstur leiðtoga NorðurKóreu til þess að heimsækja Suður-Kóreu. Hinn 12. júní hittust svo Kim og Donald Trump Bandaríkjaforseti og var það fyrsti leiðtogafundur ríkjanna tveggja. Báðir fundir leiddu af sér loforð um að fundin yrði lausn á kjarnorkudeilunni, en í árslok var ekki enn víst hvort og hvernig þau yrðu efnd.

Korea Summit Press Pool/The New York Times

Doug Mills/The New York Times

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 43


FRÉTTAMYNDIR AF ERLENDUM VETTVANGI

Lianne Milton/The New York Times

Nicole Tung/The New York Times

Þjóðminjasafn Brasilíu fuðraði upp

Tyrkland í kreppu

Eldur braust út 2. september í þjóðminjasafni Brasilíu í Rio de Janeiro. Eldsvoðinn breiddist fljótlega út um alla bygginguna, sem er 200 ára gömul, og var með meira en 20 milljón muni frá Egyptalandi til forna, Rómaveldi og frumbyggjamenningu Brasilíu. Nærri því 90% af safninu eyðilögðust í eldinum, en safnið er jafnframt elsta vísindastofnun Brasilíu.

Tyrkneska líran náði nýjum lægðum í ágúst eftir verstu efnahagskreppu Tyrklands frá árinu 2001. Hagfræðingar héldu því fram að ábyrgðin væri á herðum Receps Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, sem hefur treyst á skuldsetningu til að fjármagna mikla innviðauppbyggingu. Þá varð spenna milli Tyrkja og Bandaríkjamanna einnig til að ýta undir fall lírunnar.

Axel Schmidt/Reuters

Merkel stígur til hliðar sem leiðtogi CDU Fulltrúar Kristilega demókrataflokksins komu saman 7. og 8. desember í Hamborg til þess að velja næsta leiðtoga flokksins, en Angela Merkel Þýskalandskanslari hafði ákveðið í október að stíga til hliðar eftir að flokkur hennar beið afhroð í sveitarstjórnarkosningum. Merkel hefur stýrt flokknum frá árinu 2000 og setið sem kanslari frá 2005. Hún hyggst sitja áfram sem kanslari til 2021, en mun ekki sækjast eftir endurkjöri. Annegret KrampKarrenbauer var valin eftirmaður hennar, en þær hafa verið nánir bandamenn.

44 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Frakkar vinna HM

Philippe Wojazer/Reuters

Frakkar urðu heimsmeistarar í annað sinn hinn 15. júlí eftir að hafa lagt Króata 4-2 í úrslitaleik keppninnar á Luzhniki-leikvanginum í Moskvu. Tuttugu ár voru þá liðin frá því að Frakkar unnu titilinn í fyrra skiptið á heimavelli eftir eftirminnilegan sigur á Brasilíumönnum. Keppnin í Rússlandi var umdeild af ýmsum ástæðum, en framkvæmd mótsins þótti heppnast vel.


Paulo Nunes dos Santos/The New York Times

Todd Heisler/The New York Times

Páfinn heimsækir Írland

Fjölskyldur skildar að

Frans páfi kom til Írlands 25. ágúst í tveggja daga heimsókn, en þetta var fyrsta heimsókn páfa til landsins í nærri fjóra áratugi. Páfa var þó ekki allsstaðar tekið fagnandi, en kaþólska kirkjan á Írlandi hefur þurft að svara fyrir ásakanir um misnotkun á börnum. Páfinn vék að þessum málum í ræðu í Dublin, en var gagnrýndur fyrir að benda ekki á haldbærar lausnir.

Donald Trump Bandaríkjaforseti setti reglugerð 20. júní sem batt enda á aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Stefna ríkisstjórnarinnar í málefnum ólöglegra innflytjenda hafði orðið til þess um 2.000 börn voru skilin frá foreldrum sínum meðan þeir voru sóttir til saka. Reyndist stefnan óvinsæl og batt Trump því enda á hana í júní.

Þúsundir flýja Kilauea Kilauea-eldfjallið á Havaí gaus 3. maí eftir snarpa jarðskjálftahrinu. Fjallið er á stærstu eyju Havaíklasans og er yngsta eldfjallið af þeim fimm sem mynduðu ríkið. Það er einnig eitt af virkari eldfjöllum heims. Þúsundir manna neyddust til að yfirgefa heimili sín vegna hamfaranna sem lögðu mörg hundruð heimili í rústir. Enginn lést hins vegar en ferðamannaiðnaður Havaí varð fyrir miklum búsifjum þar sem ferðamenn hættu við ferðir sínar þangað.

Press Office Andres Manuel Lopez Obrador/REUTERS

Nýr forseti í Mexíkó Andrés Manuel López Obrador sór embættiseið sem næsti forseti Mexíkó hinn 1. desember síðastliðinn. López Obrador er fyrrverandi borgarstjóri Mexíkóborgar og vann hann kosningarnar í júlí með miklum yfirburðum. Kosningabaráttan var harðvítug, en að minnsta kosti 136 stjórnmálamenn voru myrtir í aðdraganda kosninganna. Tamir Kalifa/The New York Times

Óvænt kosningaúrslit í nóvember Kosið var til Bandaríkjaþings 6. nóvember og litu mörg óvænt úrslit dagsins ljós og ýmis markverð tíðindi. Þegar þingið kemur saman á nýju ári verða í fyrsta sinn í sögunni að minnsta kosti hundrað konur í fulltrúadeild þingsins. Þeirra á meðal er hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez, en hún er yngsta konan sem hlotið hefur kjör til Bandaríkjaþings. Sharice Davids og Deb Haaland urðu fyrstu konurnar af frumbyggjaættum til að ná kjöri og þær Ilhan Omar og Rashida Tlaib fyrstu konurnar sem aðhyllast íslam. Erin Schaff/The New York Times

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 45


ERLENDAR SKOPMYNDIR

VAN DAM/Landsmeer - Hollandi.

PARESH/Khaleej Times - Sameinuðu arabísku furstadæmin

Janúar

Febrúar

Hallar undan Bitcoin-fætinum

Skotárás á skóla kallar á umræður um byssueign

Hinn 17. janúar féll verðmæti rafmyntarinnar Bitcoin niður fyrir 10.000 bandaríkjadali, sem var um 50% fall frá hæsta verðmati myntarinnar í desember 2017. Bitcoin-myntin, sem var fyrst gefin út árið 2009, er þekkt fyrir miklar verðsveiflur. Rafmyntir urðu mjög vinsælar árið 2017 þegar fjárfestar á Wall Street auk minni fjárfesta í Japan og Suður-Kóreu fóru að sýna þeim meiri áhuga, sem aftur leiddi til þess að minni spámenn festu fé sitt í Bitcoin. Hagfræðingar töldu að fall Bitcoin mætti rekja til ótta um að ríkisstjórnir myndu setja bönd á viðskipti með rafmyntir.

Sautján manns, bæði nemendur og kennarar, biðu bana hinn 14. febrúar þegar hinn 19 ára gamli Nikolas Cruz hóf skotárás við Marjory Stoneman Douglasframhaldsskólann í Parkland í Flórídaríki. Cruz hafði verið rekinn úr skólanum og notaði til voðaverksins hálfsjálfvirkan AR-15 riffil. Árásin vakti upp umræðu í Bandaríkjunum um löggjöf varðandi byssueign. Landssamtök skotvopnaeigenda, NRA, lögðu til að kennarar yrðu vopnaðir til að verjast skotárásum á skóla, en andstæðingar byssueignar og nemendur við Parkland kölluðu eftir umbótum. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, undirritaði herta löggjöf um byssueign í ríkinu þremur vikum eftir árásina.

HAGEN/Verdens Gang í Noregi

HENG/Lianhe Zaobao í Singapúr

Mars

Apríl

Xi Jinping að eilífu

Raúl Kastró fer úr forsetastóli

Nærri því 3.000 fulltrúar á alþýðuþinginu í Kína samþykktu nær einhljóða hinn 11. mars að breyta stjórnarskrá landsins þannig að forseti landsins sé ekki bundinn við tvö kjörtímabil, sem gerir Xi Jinping, forseta Kína, kleift að sitja eins lengi og hann kýs. Takmarkanirnar á fjölda kjörtímabila voru hluti af þeim breytingum sem Deng Xiaoping gerði á sínum til þess að tryggja að valdaskipti færu friðsamlega fram og koma í veg fyrir þá persónudýrkun sem varð á tímum Mao Tsetung. Xi er einnig aðalritari Kommúnistaflokksins og yfirmaður heraflans, og eru engar tímatakmarkanir á veru hans í þeim embættum.

Raúl Kastró yfirgaf forsetaembætti Kúbu hinn 19. apríl og batt þannig enda á nærri sextíu ára valdaferil Kastróbræðra. Þingið útnefndi hinn 58 ára gamla Miguel Díaz-Canel, fyrsta varaforseta og pótintáta í kommúnistaflokki Kúbu, sem eftirmann hans. Valið á Díaz-Canel þótti sýna að valdið í landinu hefði færst til yngri kynslóðar leiðtoga, sem flestir fæddust eftir byltinguna. Þrátt fyrir að Kastró yfirgæfi forsetastólinn hugðist hann leiða kommúnistaflokkinn fram til ársins 2021.

Maí Trump dregur Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu

KOTRHA/ Trencin – Slóvakíu

46 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Donald Trump Bandaríkjaforseti vakti óánægju með helstu bandamanna sinna víðsvegar um veröldina þegar hann tilkynnti hinn 8. maí að hann hygðist draga Bandaríkin úr kjarnorkusamkomulaginu við Írana. Samkomulagið var undirritað í júlí 2015 af ríkisstjórn Barack Obama og fól í sér að viðskiptabanni á Íran var aflétt gegn því að landið samþykkti takmarkanir á kjarnorkuáætlun sinni. Ákvörðun Trumps var í samræmi við kosningaloforð hans, en Frakkar, Þjóðverjar og Bretar tilkynntu að þeir vildu varðveita samkomulagið.



ERLENDAR SKOPMYNDIR

BLEIBEL/Daily Star – Líbanon

CHAVEZ/El Tiempo – Hondúras

Júní

Júlí

Konur í Sádí-Arabíu fá að keyra bíl

López Obrador tekur við völdum í Mexíkó

Sádí-arabískar konur fengu heimild til að aka löglega í fyrsta sinn í sögu landsins hinn 24. júní þegar stjórnvöld afléttu áratugalöngu banni. Ríkið var það síðasta í heimi sem leyfði konum ekki að keyra. Mohammad bin Salman, krónprins Sádí-Arabíu, studdi við afnám bannsins og hefur staðið fyrir öðrum umbótum í ríkinu. Engu að síður er baráttufólk fyrir auknum réttindum kvenna enn handtekið reglulega í Sádí-Arabíu.

Andrés Manuel López Obrador lýsti yfir sigri hinn 1. júlí í forsetakosningunum í Mexíkó. Varð hann fyrsti vinstrimaðurinn til þess að leiða landið í meira en þrjátíu ár. López Obrador, sem oft er kenndur við skammstöfunina á nafni sínu, AMLO, hlaut 53% atkvæða og lofaði að hefja nýtt tímabil í mexíkóskum stjórnmálum, auk þess sem hann myndi standa í hárinu á Donald Trump Bandaríkjaforseta. Í sigurræðu sinni lofaði hann að berjast gegn spillingu á æðstu stöðum, takast á við skipulagða glæpastarfsemi og tækla landlæga fátækt í Mexíkó.

VAN DAM/Landsmeer – Holland

BLEIBEL/Daily Star – Líbanon

Ágúst

September

Kínverjar ritskoða netið

Tekist á um örlög Idlib-héraðs

Því var lekið í upphafi ágústmánaðar að Google ætlaði sér að setja á laggirnar ritskoðaða útgáfu af leitarvélinni sinni í Kína. Ollu tíðindin hneykslan og reiði frá mannréttindasamtökum og starfsmönnum fyrirtækisins. hin breytta leitarvél myndi ekki finna efni og leitarorð sem kínverska ríkisstjórnin hefði bannað. Verkefnið hófst í upphafi 2017 og markaði þáttaskil fyrir Google, þar sem fyrirtækið hafði lokað á leitarvél sína í Kína árið 2010 til þess að mótmæla ritskoðun í landinu.

Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti samþykktu 17. september að mynda herlaust svæði í Idlib-héraði í Sýrlandi. Leiðtogarnir gerðu það til þess að koma í veg fyrir átök á milli sýrlenska stjórnarhersins og uppreisnarmanna, en óttast var að Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hygðist láta til skarar skríða gegn síðasta vígi uppreisnarmanna í landi. Erdogan vonaði að með því að leyfa stuðningsmönnum uppreisnarmanna að dveljast í herlausa svæðinu mætti koma í veg fyrir flóttamannavanda, sem næði til Tyrklands.

Október Lögreglan handtekur grunaða hryðjuverkamenn

GRAFF/Dagbladet - Noregur

48 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Þýska lögreglan handtók sex manns sem grunaðir voru um að hafa myndað hryðjuverkahóp öfgahægrimanna í Chemnitz hinn 1. október. Sjöundi maðurinn sem handtekinn hafði verið í september var talinn leiðtogi hópsins. Saksóknarar grunuðu að mennirnir, sem voru allir þýskir ríkisborgarar milli tvítugs og þrítugs, hafi ætlað að ráðast á útlendinga og pólitíska andstæðinga. Handtaka hópsins kom í kjölfar þess að þýskur maður var stunginn til bana í Chemnitz, en tveir innflytjendur voru handteknir fyrir morðið. Mótmæli hófust í kjölfarið, sem breyttust í átök milli öfgahópa og lögreglunnar, auk þess sem umræða um flóttamannamál í Þýskalandi hófst á ný.


TURNER/The Irish Times – Dublin, Írlandi

MAARTEN/Leiden - Holland

Nóvember

Desember

Nasa lendir geimfari á Mars

Rætt um loftslagsvandann

InSight-geimfarið frá NASA lenti á Mars 26. nóvember eftir sex mánaða ferðalag frá jörðunni, sem spannaði meira en 480 milljón kílómetra. Farið, sem var samvinnuverkefni vísindamanna í Bandaríkjunum og Evrópu, mun eyða um tveimur árum á Mars að leita að vísbendingum um tilurð reikistjörnunnar og sögu hennar. Vonast vísindamenn til þess að verkefnið muni hjálpa þeim að skilja betur hvernig hrjóstrugar plánetur á borð við Mars myndast.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Katowice í Póllandi 2. desember með það að markmiði að ljúka reglubók fyrir Parísarsáttmálann frá 2015. Komu þar saman fulltrúar frá meira en 200 löndum. Stuttu fyrir ráðstefnuna varaði umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna við að margar þjóðir væru ekki að gera nóg til þess að markmiðum Parísarsáttmálans yrði náð, en kolefnisútblástur hefur aldrei verið meiri í heiminum en árið 2017.

29. mars

Ágúst

BORGARAR FRÁ

ESB

THERESA MAY OG AÐRIR

SAMSUNG OG APPLE GERT AÐ BIRTA VIÐVÖRUN MEÐ NÝJUM TÆKJUM FRÁ VIÐVÖRUN KN I: LANDLÆGÆTI UN TK NO NG ÞU L LEITT TI SVEFNLYNDIS, ÍÐA OG LEYSIS KV EGRANDFÉLAGSL AR HEGÐUNAR

FARIÐ YFIR (ÓKOMIÐ) ÁRIÐ

1. apríl

EFTIR PATRICK CHAPPATTE

3. janúar

116. ÞING BANDARÍKJANNA KEMUR SAMAN ÞETTA ER ALVÖRU FULLTRÚAÞING!

TRUMP

AKIHITO KEISARI JAPANS AFSALAR SÉR KRÚNUNNI

N HANS HÁTIGÁ EFTIR L A U N U M!

200 ÞÚSUND MANNS FRÁ EL SALVADOR MISSA VERND Í BANDARÍKJUNUM FARIÐ TIL HELVÍTIS!

… EINNIG ÞEKKT SEM SAN SALVADOR

16. október

ALÞJÓÐLEGI MATARDAGURINN: IVANKA TELUR TRUMP Á AÐ GERAST VEGAN OG GLÚTENLAUS SKAPIÐ ER

TRUMP NEI

AÐ BATNA

30. apríl

22. janúar DAVOS Í ÖLPUNUM

September

30. apríl

ÉG VIL EKKI AFTAKA AÐ SENDINEFND SÁDA …

LISTASÝNINGIN Í BASEL OPNUÐ MIKIL ÁHRIF FRÁ BANKSY ÞETTA ÁRIÐ

AFLEITT ORÐAVAL

Desember 2. júlí 24. febrúar

FYRSTA SJÁLFAKANDI BIFREIÐIN KEMUR AF FÆRIBANDI GM

SÓLMYRKVI Í HLUTUM ARGENTÍU OG CHILE

91. ÓSKARSVERÐLAUNAAFHENDINGIN (TÍMA WEINSTEINS LOKIÐ)

HINDRUN FRAMUNDAN: LÍTUR ÚT EINS OG ELON MUSK

OG RKVI M L A Y ÐIS Æ R Ð LÝ ILÍU Í BRAS

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 49


50 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 51


INNLENDAR SKOPMYNDIR ÁRSINS

Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason

Janúar

Febrúar

#MeToo-hreyfingin heldur ótrauð áfram

PISA-könnun á stafrænni öld setur menn í vanda

Samfélagsbyltingin sem kennd var við #MeToo-hreyfinguna hélt áfram á árinu 2018, og fulltrúi Réttarríkisins tók fullan þátt í henni.

Menntamál voru í brennidepli í febrúar. Niðurstöður PISA-könnunarinnar 2015 voru lakari hér en á öðrum löndum á Norðurlöndum og menntamál fengu falleinkunn í skýrslu Norrænu ráðherranefndarinnar.

Mars

Apríl

Heimsmeistarakeppnin sniðgengin

Holótt vegakerfi

Eiturefnaárás í bænum Salisbury í Bretlandi var rakin til rússnesku leyniþjónustunnar. Í kjölfarið ákváðu ráðamenn í Bretlandi að sniðganga heimsmeistarakeppnina í Rússlandi um sumarið og fylgdu íslenskir ráðamenn fljótlega í kjölfarið.

Eitt af helstu vorverkum hvers árs er að malbika á ný í holur sem myndast hafa á vegum yfir veturinn. Þótti sumum sem þær hefðu orðið ærið margar að þessu sinni.

Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason

Maí Tekist á um þéttingu byggðar Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í maí og var kosningabaráttan einkar hörð í höfuðborginni. Á meðal þess sem kjósendur voru beðnir um að taka afstöðu til var þétting byggðar, en ekki er víst að þessi ær hafi kunnað að meta hina nýju nágranna sína.

52 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Júní Engin huggun í HM Sumarið 2018 þótti vera nokkuð vott, og rigndi mikið. Á sama tíma fór fram HM í knattspyrnu í Rússlandi við allt aðrar aðstæður en þær sem ríktu hér. Úrslitin í leik Nígeríu og Íslands, þar sem Ísland tapaði 0-2, urðu hins vegar ekki til þess að létta lund íslenskra áhangenda.


Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason

Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason

Júlí

Ágúst

Langreyður eða langreiður?

Talsvert fjárstreymi í maraþoninu

Hvalur hf. veiddi um 150 langreyðar á árinu, og voru veiðarnar umdeildar sem fyrr. Í júlí veiddist hvalur, sem bar möguleg einkenni þess að hafa verið steypireyður, en sú tegund er alfriðuð. Í ljós kom að um blendingshval var að ræða, sem leyfilegt var að veiða.

Reykjavíkurmaraþonið fór fram í 35. sinn á árinu og var það vel sótt sem fyrr. Alls söfnuðust um 155 milljónir króna til góðgerðarmála í hlaupinu, og má því segja að fjárstreymið hafi verið mikið.

September

Október

Þriðji orkupakkinn vekur deilur

Umdeildar framkvæmdir í hjarta Reykjavíkur

Talsverð umræða spannst um möguleg áhrif þriðja orkupakkans svonefnda þar sem andstæðingar hans höfðu áhyggjur af að hann kynni að leiða til aukinna áhrifa ESB í orkumálum.

Um haustið hófst barátta gegn því að hótel yrði reist í hinum svonefnda Víkurgarði, einum elsta kirkjugarði Reykjavíkur. Teiknari Morgunblaðsins bar málið undir Skúla fógeta.

Nóvember

Desember

Fram af hengifluginu

Hitamál fyrir hátíðarnar

Útganga Breta úr Evrópusambandinu hefur verið mikið hitamál á árinu, og náðist loks samkomulag milli bresku ríkisstjórnarinnar og ESB undir lok ársins. Þegar til kastanna kom reyndist það samkomulag hins vegar mjög óvinsælt í Bretlandi.

Í lok nóvember kom upp Klausturmálið svonefnda, þar sem samtal sex þingmanna á samnefndum bar var tekið upp og lekið í fjölmiðla. Þóttu ummæli þingmannanna þar mjög niðrandi og var afsagnar þeirra krafist í kjölfarið á fjölmennum útifundi á Austurvelli. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 53


TÍMAMÓT: Á BLÓÐUGASTA DEGI 2014 FELLDI ÍSRAELSHER TUGI PALESTÍNUMANNA OG SÆRÐI ÞÚSUNDIR

Í stað vopna Á meðan fólk um allan heim berst fyrir sjálfstjórn ættum við að hafa hugfast að það voru viðræður, ekki ofbeldi, sem kom Írlandi á braut til friðar. Gagnkvæmur skilningur skiptir miklu. Hann kostar vinnu en er forsendan að því að ná samkomulagi.

GERRY ADAMS hefur verið félagi í írska stjórnmálaflokknum Sinn Fein síðan á sjöunda áratugnum. Hann var einn af höfundum samkomulagsins, sem kennt er við föstudaginn langa og stuðlaði að því að binda enda á rósturnar á Norður-Írlandi. Hann situr nú á írska þinginu.

Þegar síðari heimsstyrjöld lauk árið 1945 var 51 aðildarríki í Sameinuðu þjóðunum. Nú eru þau 193. Mörg hinna nýju ríkja komu fram eftir baráttu og átök þegar gömul heimsveldi hrundu. Þessi hringrás pólitískrar baráttu heldur áfram í dag. Brexit-kreppan gæti valdið gríðarlegum efnahagslegum búsifjum fyrir hagkerfi Írlands og jafnvel ógnað samkomulaginu sem kennt er við föstudaginn langa. Fólk berst fyrir réttinum til sjálfstjórnar í Katalóníu og Baskalandi, sem bæði vilja sjálfstæði frá Spáni, Hong Kong og Palestínu. Um allan heim er barátta þjóða fyrir því að setja sér eigin lög og ákveða samskipti sín við aðrar þjóðir áberandi. en til þess að fólk fái stjórn yfir ákvörðunum sem hafa áhrif á líf þess þurfum við að veita því vald með samningum, samstarfi og samtali. Þegar ríkisstjórnir setja einfalda sómakennd og rétt fólks í öndvegi þegar samið er um átök heimsins fylgir lýðræði í kjölfarið. Það er hins vegar hægara sagt en gert, sérstaklega þar sem þeir sem bera ábyrgð á að framfylgja lögunum leggja oft meira upp úr sínum eigin völdum en almannaheill. Þegar ég var unglingur í Belfast gerði ég mér grein fyrir því að jafnaldrar mínir og ég fengum ekki sanngjarna meðferð. NorðurÍrland varð til þegar breska stjórnin skipti Írlandi. Fólki var skipt upp eftir trúarbrögðum og ákveðið var að katólikkar væru ótrúir. Okkur var neitað um grundvallarréttindi og bjuggum í raun í smáríki aðskilnaðar. Ójafnréttið sem við upplifðum var svo kirfilega inngróið í samfélag okkar að það var orðið að stefnu. Þó fannst mér að til að laga ástandið þyrfti aðeins að vekja athygli þeirra sem réðu á því. Þegar þeir áttuðu sig á vandanum myndu þeir greiða úr honum. Ég áttaði mig brátt á því að fólkið við völd treysti á ójafnréttið til að halda völdum. Þeir væru ólíklegir til að þurrka það út ef það myndi kosta þá ítök sín og allar lausnir yrðu að vera tempraðar þannig að þeir yrðu áfram við völd. Fólk sem er með völd, eða jafnvel tálmynd valda, er tregt til að láta þau frá sér. Meðal þeirra sem eru hinum megin í jöfnunni – þeir sem bera skarðan hlut – eru margir sem trúa að stöðu þeirra verði ekki breytt. Sumir eru jafnvel tregir til að íhuga að breyting sé möguleg. Sumir óttast breytingar. Sumir eru vanir því að samfélagið sé skipulagt með ákveðnum hætti, jafnvel þegar þetta samfélag beitir það órétti. Sumir eru svo uppteknir af að komast af eða lifa lífi sínu að það hvarflar ekki að þeim að lífið gæti verið öðruvísi. Það verða engar framfarir án pólitískrar baráttu, en til að hún beri árangur þarf að valdefla fólk. Það þarf að eiga hlutdeild í þjóðfélaginu og sínu samfélagi. Það þarf að meta það að verðleikum og virða og verja mennsku þess. Það hefur réttindi sem þarf að virða og ýta undir. Samfélagið þarf að miðast

54 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Samuel Aranda/The New York Times

Katalónskir bændur ganga til stuðnings atkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu árið 2017. Áður en Katalónar fengu kosið um sjálfstæði sitt skoruðu spænsk stjórnvöld á íbúa að sitja heima, gerðu kjörseðla upptæka og hótuðu að loka netinu.

Uriel Sinai/The New York Times

Ísraelska landamæralögreglan eltir palestínskt ungmenni í átökum við mótmælendur í gamla bænum í Jerúsalem. Friður í Mið-Austurlöndum lætur á sér standa þrátt fyrir viðræður í áratugi.

við borgarana og hverfast um þessi réttindi. Veruleikinn er vitaskuld sá að breytingar til hins betra verða sjaldnast af sjálfu sér. Það þarf að hrinda þeim í framkvæmd, semja um þær. Ofbeldi sprettur oft fram þegar fólk heldur að það eigi ekki lengur annað úrkosta. Og sú trú getur orðið ágengari eftir því sem ríki fara út fyrir rétt og lög og beita ofbeldi í auknum mæli til að verja hagsmuni sína. Talið er að árleg útgjöld til hernaðarmála í heiminum séu 1,7 billjónir dollara (210 billjónir króna), en útgjöld Sameinuðu þjóðanna og stofnana skyldra þeim eru í kringum 30 milljarðar dollara (3,7 billjónir króna) á ári. Átök nærast á fátækt, arðráni og viljanum til

að ráða yfir vatnsréttindum, olíulindum og öðrum náttúruauðlindum. Bretar höfðu háð tugi stríða gegn uppreisnum áður en þeir sendu hermenn sína á götur Írlands árið 1969. Þeir voru með stefnu, sem hafði verið fest rækilega í sessi, um að lögin væru, eins og Frank Kitson liðsforingi orðaði það, aðeins „enn eitt vopnið í vopnabúri stjórnvalda … lítið annað en áróðursskjól til að losna við illa þokkaða einstaklinga úr röðum almennings“. Írskum lýðveldissinnum og öðrum tókst að skipta úr átökum til friðar með því að búa til annan kost við vopnaða baráttu og úr varð samkomulag föstudagsins langa. Þar er kveð-

Hver sá sem sagði að stjórnmál væru list hins mögulega gerði stjórnmál að iðn meðalmennskunnar. Það þarf að upphefja væntingar fólks um virði sitt – ekki minnka.

’’

ið á um tiltekin réttindi til handa NorðurÍrlandi, þar á meðal réttinn til að halda þjóðaratkvæði um hvort það eigi áfram að vera hluti af Bretlandi eða binda enda á sambandið og mynda sameinað Írland. Samkomulagið varð hægt og bítandi til og kostaði mikla vinnu. Á endanum voru ríkisstjórnir og samningsaðilar tilbúin að taka áhættu auk þess sem stuðnings alþjóðasamfélagsins naut við. Enn er margt ófrágengið. Í átökunum milli spænska ríkisins og sjálfstæðishreyfingar Baska hefur svipað ferli, sem að miklu leyti hafði það írska að fyrirmynd, orðið til þess að binda enda á vopnuð átök jafnvel þótt spænsk stjórnvöld hafi enn ekki gefið sig að fullu að málinu. Leiðtogar Sinn Fein hafa oft ferðast til annarra átakasvæða, þar á meðal Afganistans og Kólumbíu, og lagt áherslu á að samtal, samningar og friðarferli eigi að hafa forgang. Ég hef oftsinnis ferðast til Mið-Austurlanda, heimsótt Gasasvæðið og Vesturbakkann og talað við háttsetta leiðtoga í Ísrael og Palestínu. Því miður lifa margir Palestínumenn við aðstæður örvæntingar án vonar um aðra betri framtíð. Ástæðan er sú að ríkisstjórnum hefur því miður ekki tekist að virða þjóðarétt og ályktanir Sameinuðu þjóðanna og stjórn Ísraels hefur neitað að verja lýðræðislegar hefðir og gera sanngjarnar málamiðlanir. Fyrir vikið búa Mið-Austurlönd við stöðug átök. Eigi að breyta þessu þarf að leggja sig fram um að skilja hvað knýr fólk áfram, veitir því innblástur og fær það til að taka þær ákvarðanir sem það tekur. Samtalið sem opnar fyrir þann skilning mun þegar upp er staðið gefa þeim sem deila afl til að ná saman. Hver sá sem sagði að stjórnmál væru list hins mögulega gerði stjórnmál að iðn meðalmennskunnar. Það þarf að upphefja væntingar fólks um virði sitt – ekki minnka. Þegar við náum því gerum við lýðræðinu kleift að ná fótfestu jafnvel þar sem öll sund virðast lokuð. ©2018 The New York Times og Gerry Adams


TÍMAMÓT: ÁKVÖRÐUN UM AÐ FJARLÆGJA VERK MEÐ FANGELSUÐUM KATALÓNUM Á LISTASTEFNU Í MADRÍD

Þegar pólitísk list fer yfir strikið Listamenn þurfa frelsi til að skilgreina eigin mörk.

SHIRIN NESHAT er íransk-bandarískur sjónlista- og kvikmyndagerðarmaður.

Eins langt og rekja má aftur hefur pólitísk list skapað vandamál en reynst nauðsynleg þegar upp hefur verið staðið þar sem hún neyðir listina út fyrir þægindarammann og tengir listamanninn við heiminn. Sem listamaður í útlegð hefur það oft hent mig að fara yfir hið mjóa, rauða strik listaheimsins, ekki vísvitandi heldur vegna þess að pólitískur veruleiki hefur skilgreint líf mitt. En það eru ekki bara listamenn sem þurfa að fást við þessi mörk — þau er að finna hvar sem list og gróði skarast, ávallt þegar listamenn eru togaðir í gagnstæðar áttir, þurfa að gæta jafnvægis milli æðri fagurfræði og viðfangsefna sem eru hlaðin pólitík og skipta máli. Tökum nýleg mótmæli listamanna, sem voru sakaðir um ónærgætni í kynþáttamálum og að reyna að græða á sársauka svartra, hina umdældu mynd Dana Schutz af Emmett Till, „Opin kista“, eða „Sjálfsmynd“ eftir Luke Willis Thompson af kærustu Philando Castile, sem lögreglumenn drápu. Reiðin veikur erfiðar spurningar: Hver getur fellt hinn endanlega dóm þegar listin móðgar? Ættu þeir að axla meiri ábyrgð gagnvart því hvernig list þeirra er tekið þegar henni hefur verið komið fyrir á almannafæri? Ég get deilt með ykkur persónulegri reynslu. Eftir egypsku byltinguna kom ég upp stúdíói til bráðabirgða hjá listasamtökum á staðnum nærri Tahrir-torgi í Kaíró. Ég tók portrett af syrgjandi eldri egypskum körlum og konum á meðan þau lýstu harmi sínum á borð við missi barna sinna sem þau urðu fyrir í byltingunni. Ég vonaðist til að ná hinum mannlegu fórnum sem liggja að baki byltingum sem koma oft harðast niður á fátækustu samfélögunum. Skömmu eftir að þessi ljósmyndasería, „Húsin okkar eru alelda“ frá 2013, var sýnd í sýningarplássi Rauschenberg-stofnunarinnar í New York, samtaka, sem ekki eru rekin í ágóðaskyni og kostuðu verkið í upphafi, birtist grein eftir gagnrýnanda þar sem ég var sakaður um að ramma inn sorg Egypta fyrir viðskiptagallerí í Chelsea til að vekja samúð og á endanum græða. Augljóst var að hann hafði ekki hugmynd um þá staðreynd að allur ágóði af sölu á netinu rynni til góðgerðastofnana að mínu vali í Egyptalandi. Ég var steini lostinn eftir að hafa lesið gagnrýnina á „Hús okkar er alelda“ og velti fyrir mér hvort túlkun og ásakanir rýnisins gætu verið réttar. Var ég sekur um að leika mér að tilfinningum fólks til að búa til list? Eða hafði hann rangt fyrir sér með því að mistúlka sannleikann svo um munaði og sveigja sagnaþráðinn þannig að hann félli að andófi hans gegn listaheiminum og pólitískum markmiðum? Á hinn bóginn er listin alltaf til staðar hvenær sem orðið hefur mannlegur missir, átök eða harmleikur. Gildiskerfin eru líka gerólík, sem leggja mat á hvort slík list hefur gildi eða er viðeigandi. Um leið er slík list oft hreinust að inntaki, þegar henni er ætlað að finna skilning í glundroða, eima kjarna úr ringulreið. Tökum sem dæmi hinn heimsfræga, kínverska andófslistamann, Ai Weiwei. Í myndinni „Human Flow“, sem er í fullri lengd, skrá-

Opin kista Dana Schutzs sem hér sést á Whitney-tvíæringnum 2017 vakti reiði og mótmæli. Gagnrýnendur sögðu að það væri ekki við hæfi að hvítur liðstamaður efnaðist á sársauka svartra. Benjamin Norman fyrir The New York Times

Shirin Neshat

Shirin Neshat

Ahmed úr myndröðinni Hús okkar er alelda.

Mona úr myndröðinni Hús okkar er alelda.

setti hann hina hrikalegu flóttamannakreppu í heiminum. Fljótt á litið er sérlega lofsvert að velmegandi, viðurkenndur listamaður skuli fara inn í þungamiðju mannlegs og pólitísks harmleiks af þessum toga. Engu að síður get ég ekki að því gert að velta fyrir mér hvað fyrir honum vaki og eðli og áhrifa verks hans. Var Ai að nýta sér mannlegan harmleik til þess að

draga athygli að sjálfum sér og hagnast á því? Eða hjálpaði verk hans við að vekja athygli á flóttamannavandanum? Hverjir eru áhorfendur hans og hvernig gæti list breytt einhverju í heimi sem hefur verið drekkt í fréttum og myndum af þessari eymd? Þegar ég fór að rýna í tilgang annars listamanns með því að takast á hendur mannúðar-

En nú þegar ættbálkahyggja og þjóðernishyggja eru á uppleið ásamt hinni ófrýnilegu ásýnd fasismans er spurningin hvort hinn syfjaði, sjálfhverfi vestræni listaheimur getur líka vaknað úr mókinu.

’’

verkefni áttaði ég mig á því að ég var ekki svo ólíkur gagrnýnandanum, sem hafði dregið í efa heilindi mín sem listamanns. Ég áttaði mig á því að listamenn í útlegð standa frammi fyrir mótsögn, vegna þess að tilfinningaleg viðbrögð þeirra við yfirstandandi hryllingi endurspegla oft persónulega reynslu þeirra á meðan þau stangast á við það að viðhalda listrænum ferli, sem hefur komið þeim í forréttindastöðu. Kannski býr vandinn í forræðiskerfi okkar þar sem neysluhyggju hins vestræna frjálsa markaðar og vélavirki hans í menningarframleiðslu hefur verið gefinn laus taumur í gervallri ástundum listar. Og því sem er öðru vísi og í andstöðu við þetta kerfi er annað hvort ýtt til hliðar eða yfirtekið þannig að kerfið virðist opið og umburðarlynt. Það er því í gegnum síu þessarar linsu sem verk listamanna á borð við Ai (sem er lýst sem hinum hugrakka, útlæga listamanni, sem slapp undan harðstjórn heimalandsins) og mig (kúguðu, útlægu, írönsku, múslimsku listakonuna) verða skoðuð og lögmæti þeirra metið. Listaheimurinn virðist hafa rækilega tileinkað sér og fylgt í hugmyndafræðileg fótspor hagkerfis heimsins undanfarna þrjá áratugi og tekur í auknum mæli þátt í svallveislu auðsköpunar og takmarkaðrar dreifingar hans. En nú þegar ættbálkahyggja og þjóðernishyggja eru á uppleið ásamt hinni ófrýnilegu ásýnd fasismans er spurningin hvort hinn syfjaði, sjálfhverfi vestræni listaheimur getur líka vaknað úr mókinu. Pólitískt meðvituð, mannúðleg list er nú jafn nauðsynleg og loftið sem við öndum að okkur ef við eigum að lifa af þessa erfiðu tíma. Annars erum við dæmd til að endurtaka í síbylju endalausa hringrás ógnar og mannlegra harmleikja, jafnvel þótt forræðisöfl listaheimsins hafi áhrif á hverja einustu hreyfingu okkar. Á endanum er það undir okkur listamönnunum komið að ákveða framtíð þessa mjóa, rauða striks og hversu auðvelt verði að fara yfir það — ekki gagnrýnendanna eða markaðarins. ©2018 The New York Times og Shirin Neshat.

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 55


Í FYRSTA SKIPTI Í SÖGUNNI

Nýtt undir sólinni 2018

Óvæntir, mikilvægir og stundum kjánalegir viðburðir og straumar sem vöktu athygli fyrsta sinni árið 2018. Eftir Triciu Tisak

Fyrsta geimfar NASA kennt við lifandi mann Bandaríska geimvísindastofnunin NASA skaut á loft sólkönnunarfarinu Parker í ágúst. Parker er fyrsta geimfarið sem kennt er við lifandi mann. Stjarneðlisfræðingurinn Eugene N. Parker var fyrstur til að lýsa sólarvindum árið 1958. Könnunarflaugin hefur sett met sem hraðskreiðasta geimfar sögunnar. Manngerður hlutur hefur aldrei farið nær sólu.

MIKE SEGAR

Apple metið á billjón dollara fyrst fyrirtækja

Agence France-Presse - Getty Images

Apple varð fyrsta fyrirtækið, skráð á almennan hlutabréfamarkað, til að ná markaðsvirðinu ein billjón dollara. Þetta gerðist í ágúst. Amazon kom þétt á hæla fyrirtækisins og náði þessum áfanga aðeins mánuði síðar. Uppgangur þessara stórfyrirtækja á þátt í langvarandi hagvexti í Bandaríkjunum, en gæti einnig verið ein ástæðan fyrir því að millistéttin skreppur saman og ójöfnuður fer vaxandi í tekjum, að sögn sérfræðinga.

Nýtt skref í aðlögun mannsins

Rússar hnykla vöðvana

Mladen Antonov

Rússar héldu mestu sýningu á hernaðarmætti sínum þegar þeir söfnuðu saman 300 þúsund hermönnum, þúsund herflugvélum og 900 skriðdrekum í heræfingu sem kölluð var Vostok-2018. Í fyrsta sinn tóku Kínverjar þátt í æfingum með Rússum og sendu þyrlur og um 3.200 hermenn.

Sameinuð Kórea - í það minnsta á ísnum Leikmenn í íshokkí kvenna frá Norður- og Suður-Kóreu léku sem eitt lið á 23. vetrarólympíuleikunum í Pjongtsjang. Þetta var í fyrsta skipti sem löndin tefla fram sameinuðu ólympíuliði. Liðið tapaði fyrsta leik sínum gegn Sviss. Suður-Kórea vann hins vegar 17 verðlaun á leikunum, þar á meðal fimm gull.

56 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Vísindamenn hafa greint frá nýju skrefi í aðlögun mannsins að umhverfi sínu – að hafinu. Að því er fram kom í tímaritinu Cell hefur hópur manna, sem nefnast Bajau og búa samkvæmt hefð í húsbátum eða húsum á stólpum í þorpum í Suðaustur-Asíu, þróast í að verða betri kafarar en almennt gerist. Samkvæmt niðurstöðum vísindamannanna eru Bajauar með um 50% stærra milta en íbúar sem búa 25 km inni í landi óháð því hvort þeir eru kafarar eða vinna við annað. Rannsóknir hafa sýnt að stærri miltu geta auðveldað djúpköfun sjávardýra.

Kínverskt fyrirtæki tekur fram úr Apple í snjallsímasölu Kínverska fyrirtækinu Huawei tókst í fyrsta sinni að taka fram úr Apple í sölu farsíma. Huawei seldi rúmlega 54 milljónir snjallsíma á öðrum fjórðungi þessa árs. Á sama tíma seldi Apple 41 milljón. Aðeins Samsung seldi fleiri síma. Árangur Huawei er þeim mun markverðari vegna þess að fyrirtækinu hefur ekki tekist að hasla sér völl á nokkrum af helstu mörkuðum heims, þar á meðal í Bandaríkjunum, að hluta til af ótta við njósnir fyrirtækja og stjórnvalda.

Fyrsti gangandi vegfarandinn verður fyrir sjálfakandi bifreið Sjálfakandi tilraunabifreið á vegum leigubílafyrirtækisins Uber varð gangandi vegfaranda að bana í Tempe í Arizona í Bandaríkjunum í mars. Talið er að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sjálfakandi bifreið olli banaslysi. Ökumaður var til vara í bifreiðinni, en hvorki hann né ljós- og ratsjárkerfi bifreiðarinnar skynjuðu vegfarandann, konu sem var að reyna að komast yfir götu með hjólið sitt, í tæka tíð til að nema staðar. NYT


Fyrsta verslun Ikea á Indlandi

Safn í París opnað fyrir strípalinga

Fyrsta verslun Ikea var opnuð í Hyderabad á Indlandi og var brugðið frá hefðbundinni stefnu með því að lækka verð og breyta vöruúrvali – meira að segja matseðlinum í kaffihúsi verslunarinnar – til þess að falla indverskum neytendum í geð. Í bígerð er hjá stærsta húsgagnasala heims að opna þrjár verslanir til viðbótar á næstu tveimur árum til að ná til ört vaxandi millistéttar í landinu.

Forráðamenn safnsins Palais de Tokyo í París ákváðu að láta sér ekki nægja að vera með nektarmyndir í salarkynnum sínum og opnuðu dyr þess fyrir strípalingum í fyrsta skipti. Nútímalistasafnið bauð samtökum náttúrusinna í París upp á skoðunarferð um safnið, en aðeins í þetta eina skipti. Í París er einnig fyrsti veitingastaðurinn fyrir þá sem vilja láta Adamsog Evuklæðin duga, O’Naturel. Hann var opnaður seint á árinu 2017. Þar er einnig að finna svæði í almenningsgarði fyrir þá sem vilja vera naktir.

Fyrsta „pulsuhundasafn“ sögunnar Tveir fyrrverandi blómaskreytingamenn opnuðu fyrsta safnið sem helgað er „pulsuhundum“. Dackel-safnið er í Bæjaralandi í Þýskalandi. Þar má finna hundafrímerki, brauð í laginu eins og hundar, postulínsstyttur, plaköt og aðra muni helgaða greifingjahundinum, sem er ein elsta ræktaða hundategundin í Þýskalandi.

Vél til að hreinsa plast úr sjó

Jiji Press

Fyrsta vélin til að hreinsa plastrusl úr sjó var sett í gagnið í september. Var haldið í áttina að svæði í Kyrrahafinu á milli Havaí og Kaliforníu þar sem einna mest hefur safnast saman af plastúrgangi. Vélin er hugarfóstur manns sem flosnaði upp úr háskóla. Hugmyndina fékk hann á táningsaldri. Sumir sérfræðingar hafa áhyggjur af því að vélin muni gera meiri skaða en gagn og betra væri að einbeita sér að því að koma í veg fyrir að plast fari í hafið.

Fyrsta konan í röðum orrustuflugmanna í Japan Fyrsta konan bættist í raðir orrustuflugmanna í Japan í ágúst og rauf þar með kynjamúrinn í landi þar sem karlar ráða lögum og lofum á vinnumarkaði. Misa Matsumi er 26 ára gamall liðþjálfi og sagðist hún hafa fengið innblástur frá bandarísku kvikmyndinni „Top Gun“. Hún gekk í japanska varnarliðið árið 2014. Þar var byrjað að taka við kvenkyns umsækjendum árið 1993, en konur máttu ekki sækja um að verða orrustuflugmenn fyrr en 2015. Ákvörðunin um að aflétta banninu við að konur mættu vera orrustuflugmenn var hluti af átaki um að fjölga konum á vinnumarkaði í Japan.

Franska þingið bannar snjalltæki í skólum NYT

Metverð fyrir málverk eftir bandarískan blökkumann

Franska þingið setti lög um að banna snjallsíma í skólum og tóku þau gildi í september. Nemendur á aldrinum þriggja til fimmtán ára verða að skilja snjallsíma, spjaldtölvur og önnur stafræn tæki eftir heima eða slökkva á þeim á skólalóðinni. Undantekningar eru gerðar fyrir fatlaða og óhefðbundið skólastarf. Sumir þingmenn hæddust að nýju lögunum og bentu á að þegar væri bannað að nota snjallsíma í kennslustofunni á meðan kennsla færi fram.

Fyrsta verksmiðjan til að vinna orku úr rusli í Afríku

Metverð fékkst fyrir verk eftir lifandi bandarískan blökkumann þegar myndin „Fyrri tímar“ („Past Times“) var seld á uppboði hjá Sotheby’s fyrir 21,1 milljón dollara (2,6 milljarða króna). Myndin er frá 1997 og sýnir svart fólk að spóka sig. Tónlistarstjarnan Sean „Diddy“ Combs keypti verkið. Seljandi var hafnar- og ráðstefnustjórn Chicago-borgar, sem keypti verkið á 25 þúsund dollara (rúmar þrjár milljónir króna).

Fyrsta verksmiðjan til að vinna orku úr sorpi var gangsett í Eþíópíu. Mulatu Teshome, forseti landsins, var meðal fyrirmenna við opnun verksmiðjunnar sem kostaði 120 milljónir dollara (15 milljarða króna) og nefnist Reppie. Verksmiðjan var reist á landfyllingu í útjaðri Addis Ababa. Gert er ráð fyrir að hún taki við 80% af sorpi sem verður til í höfuðborginni og sjái borgarbúum fyrir 30% af orkuþörf þeirra. ©2018 The New York Times og Tricia Tisak Sotheby’s

GIUSEPPE CACACE

Fyrsta tískuvikan í Sádi-Arabíu Tískuvika var haldin í fyrsta sinn í Ríad, höfuðborg Sádi-Arabíu, í apríl. Sjá mátti að viðburðurinn var haldinn í konungsríki þar sem íhaldssemi ræður för. Þrátt fyrir að áhorfendur væru aðeins konur ríkti samfélagsmiðlabann þannig að myndum af konum, sem ekki voru klæddar abaja eða gólfsíðum yfirklæðum, yrði ekki lekið. Skipuleggjendur sögðu hins vegar að um tímamótaviðburð hefði verið að ræða í landi þar sem enn er ætlast til þess að konur lúti karlkyns gæslumönnum sínum.

Chris Wattie

Marijúana leyft í Kanada Neysla marijúana í afþreyingarskyni var lögleidd í Kanada, sem varð fyrsta stóra hagkerfið til að stíga þetta skref. Kanada er annað landið til að lögleiða marijúana. Áður hafði það verið gert í Úrúgvæ. Frá og með miðjum október gátu þeir sem eru yfir 18 ára aldri keypt og notað þurrkuð marijúanalauf og -olíur. Búist er við að lögleiðingin muni skila milljörðum dollara í tekjur þegar hún verður komin til fullrar framkvæmdar. MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 57


NÝ SKIPAN MÁLA ER AÐ KOMAST Á EN EKKI ER HÆGT AÐ GREINA HVAÐA MYND HÚN MUN TAKA Á SIG

Söguskeið án nafns Allt frá Brasilíu til Ungverjalands heyrist bergmálið af reiðilegri þjóðernishyggju Trumps. En bandarískir kjósendur veita mótspyrnu á meðan Kína færir sér bráðlyndi hans í nyt og kalt stríð milli Bandaríkjanna og Kína vofir yfir.

GER COHEN Roger Cohen er dálkahöfundur hjá The New York Times. Hann gekk til liðs við blaðið 1990 og hefur fjallað um erlend málefni frá vettvangi og verið fréttastjóri erlendra frétta.

Í mistri breytinganna, sem yfirþyrmandi sjálfsdýrkun Trumps forseta hratt af stað, er að komast á einhvers konar ný skipan mála, en ekki er hægt að greina enn hvaða mynd hún mun taka á sig. Stundum virðist marghöfða skepna vera aðvífandi, hún öskrar ósamhljóma röddum með fyrirboða um úlfúð. En þó gæti það verið vanmat á fyrirheitum ofurtengdrar 21. aldar. Við vorum með heim tveggja risavelda, tveggja póla, og síðan eins risaveldis, eins póls, en nú er tími án nafns. Þær hugmyndir, sem gáfu Bandaríkjunum tilgang á áratugunum eftir stríð, frá útbreiðslu frelsis til skipanar heimsmála á grundvelli reglna, hafa verið yfirgefnar. Í stað upplýstrar sérplægni Bandaríkjanna, sem var í senn hagkvæm Bandaríkjamönnum og bandamönnum þeirra, er komin óhefluð síngirni þar sem Bandaríkin eru sett í fyrsta sætið. Móðgandi hegðun ágerist. Í forsetatíð Donalds Trumps er orðið ógerningur að rifja upp á föstudegi það sem virtist yfirgengilegt á mánudag. Jafnvel rotnun getur komist í vana. Það er mannleg náttúra að laga sig að aðstæðum. Ríkar, gildislausar yfirstéttir – í löndum á borð við Rússland, Sádi-Arabíu, Kína og Bandaríki Trumps – skilgreina í auknum mæli „heimsmenninguna“ á meðan þeir sem eru útilokaðir frá þessum auði hneigjast til þjóðernishyggju sem einkennist af reiði og ótta við útlendinga. Kvikmyndin Crazy Rich Asians mætir bókinni Hillbilly Elegy. Skuldbindingar Bandaríkjamanna hafa misst gildi sitt og það var á þeim sem öryggi heimsins valt á áratugunum eftir 1945. Í þessu tómarúmi – þar sem ekkert annað vakir fyrir Bandaríkjunum en að hafa betur í viðskiptarimmum – vex Kína fiskur um hrygg, lögleysan breiðist út, valdamiklum leikendum snarfjölgar og alræðisherrar hafa frítt spil. Orðið „gildi“ virðist fornfálegt. Hvergi útskrifast fleiri úr háskóla en í Kína þar sem kúgun er beitt í vaxandi mæli og upplýsingar lúta stjórn valdahafanna. Mjótt virðist á mun-

58 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

um í samkeppni hugmynda á milli alræðishyggju og opins lýðræðis. Við ypptum öxlum yfir því sem eitt sinn virtist óhugsandi – þúsundir barna eru skildar frá foreldrum sínum við landamæri Mexíkó, daglega berast rangar eða misvísandi tilkynningar frá Hvíta húsinu, forsetinn ræðst á fjölmiðla og kallar þá „óvini fólksins“ (orðalag með hreinræktaðan alræðisuppruna), myndskeið sem Hvíta húsið hefur átt við í tilraun til að grafa undan fréttaritara CNN, Trump forseti metur það svo að bandarískar leyniþjónustur hafi minni trúverðugleika en Vladimír Pútín Rússlandsforseti, Trump lýsir Evrópusambandinu sem „grimmilegu“ á meðan Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, umbreytist úr því að stefna mannkyni í hættu í að vera „frábær persónuleiki“. Og ég var næstum búinn að gleyma þegar Trump aflýsti vegna rigningar heimsókn í bandaríska Aisne-Marne-kirkjugarðinn til að minnast þess að 100 ár voru frá lokum fyrri heimsstyrjaldar. Við vitum að Trump þolir ekki rigningu vegna þess að hún hefur áhrif á hárið á honum. Hvað um það þótt í kirkjugarðinum hvíli meira en 2.250 Bandaríkjamenn sem gáfu líf sitt langt frá heimkynnum sínum. Við vitum líka að á næstum tveimur árum í embætti hefur Trump aldrei heimsótt bandaríska hermenn í Afganistan eða á nokkru átakasvæði. Heigullinn með viðkvæmu hárgreiðsluna snýr baki við hinum föllnu og þeim sem gegna herþjónustu fyrir Bandaríkin. Þannig er þjóðernishyggja Trumps, tilviljanakennd blekking ruglandi slagorða og siðferðislegrar auðmýkingar. Xi Jinping, forseti Kína, greiðir sér götu til að geta setið að völdum fyrir lífstíð og Trump segir, „kannski ættum við að reyna þetta einhvern tímann“. Þetta var brandari, nokkurs konar. Þetta var líka gluggi að ástandi heimsins. Það ætti hins vegar ekki að afskrifa Trump. Það er innistæða fyrir því hvernig Trump spilar á reiði í Bandaríkjunum. Vanmat á honum væri vísasta leiðin til að tryggja að Trump sitji á forsetastóli út 2024. Kosningarnar í nóvember færðu demókrötum umtalsverðan sigur í fulltrúadeild þingsins. Þeir bættu við sig að minnsta kosti 37 sætum. Því eru nú settar þrengri skorður en áður hvað forsetinn getur gert. Árásir hans á innflytjendur og konur hafa tekið sinn toll í úthverfum og útborgum um allt land. Sómakærir Bandaríkjamenn kunna fæstir að meta

lýðskrum. Þó er leið Trumps að endurkjöri 2020 áfram opin. Repúblikanar, nú flokkur Trumps, héldu meirihlutanum í öldungadeildinni, bættu við sig tveimur sætum, og sýndu styrk í Flórída, lykilríki í öllum forsetakosningum. Áratug eftir fjármálahrunið 2008 nærist bylgja öfgaþjóðernishyggju um allan heim enn á reiði gegn yfirstéttunum, sem sluppu óskaddaðar frá hamförunum. Kosning Jairs Bolsonaros í forsetastól í Brasilíu er aðeins nýjasta dæmið um þá strauma sem færðu Trump til valda. Ungverskt samfélag þyrsti í frelsi London og Parísar þegar það kom undan valdi Sovétríkjanna, en í tíð Victors Orbáns forsætisráðherra er vestrið í augum þess orðið staðurinn þar sem fjölskylda, kirkja, þjóð og hefðbundnar hugmyndir um hjónaband og kyn syngja sitt síðasta. Orbán býður upp á nýtt líkan ófrjálslyndis fyrir Evrópu. Átök hans við Emmanuel Macron, forseta Frakklands, um hugmyndafræðileg áhrif munu ákvarða stefnu Evrópusambandsins, hvort sem Bretar ljúka kjánareið sinni út úr Evrópusambandinu 2019 eða ekki. Ákvörðunin um Brexit hefur reynst vera birtingarmynd af brjálsemi sem heldur áfram að gefa. Líkt og kjör Trumps var atkvæðagreiðslan um að ganga úr Evrópusambandinu einkenni þess að fólk þyrsti í uppnám hvað sem það kostaði. Aldarfjórðungi eftir að framganga opins lýðræðis virtist tryggð lítur það nú út fyrir að standa völtum fótum. Ráðist er að viðskiptafrelsi, sem og fólksflutningum og mannréttindum (ekki hugtak sem Trump nær utan um í kollinum á sér). Stöðnuð laun verkamanna og stórs hluta millistéttarinnar og sú tilfinning á jaðrinum að vera menningarlega á skjön við stórborgirnar valda klofningi í samfélögum. Í Bandaríkjunum er ekki einu sinni sátt lengur um

Í forsetatíð Donalds Trumps er orðið ógerningur að rifja upp á föstudegi það sem virtist yfirgengilegt á mánudag. Jafnvel rotnun getur komist í vana. Það er mannleg náttúra að laga sig að aðstæðum.

’’

merkingu orðsins heiðarleiki. Demókratar trúa að það þýði að halda sig við staðreyndir. Í landi Trumps þýðir það að segja hlutina eins og þeir eru. Á þeim mælikvarða er Trump í augum stuðningsmanna sinna heiðarlegasti forseti frá upphafi. Þegar það er ekkert sameiginlegt lexikon og félagsmiðlar hlaða í ágreining verður geta vestrænna lýðræða til að ná þeim málamiðlunum sem eru grundvöllur framfara óviss. Ef þú næðir 70% af því sem þú vilt í lífinu fyndist þér þú vera í nokkuð góðum málum. Þessa dagana myndi hins vegar ekki nokkur bandarískur stjórnmálamaður segja: „Ég fékk aðeins 70% af því sem ég vildi, en ég ætla samt að greiða atkvæði með málinu í þágu þess að komast áleiðis.“ Áhyggjur af slíku er ekki að finna í Kína, sem hneigist æ meira til alræðis undir forustu Xis. Þjóðin gerir áætlanir, framkvæmir og hraðspólar. 800 milljónir manna hafa verið færðar úr fátækt á undanförnum áratugum. Af hverju ættu Kínverjar að efast um sjálfa sig? Peking býður sig nú fram sem skýran annan kost við opna lýðræðið. Trump hefur komið sér vel fyrir ráðamenn í Kína. Bandarísk stjórnmál eru lömuð, siðferðislegt vald Bandaríkjanna er útþynnt, höfnun Trumps á fríverslunarsamningi ríkja við Kyrrahaf, TPP, og úrsögn úr Parísarsáttmálanum um loftslagsmál, allt þetta hefur verið Kínverjum í hag og þeir eru nú í forustu í heiminum í endurnýjanlegri orku. Framgangur þeirra er stöðugur og án afláts. Í Evrópu, allt frá Grikklandi til Serbíu, fylgja þeir aðferðafræði sinni frá Afríku, kaupa allt sem þeir geta til að ná yfirráðum yfir auðlindum og innviðum. Trump hefur tekið slaginn í viðskiptamálum og þar eru nokkur lögmæt umkvörtunarefni, en vegna þess að hann hefur látið undir höfuð leggjast að gera samræmda áætlun um hvernig eigi að taka á Kína lítur skattadeilan út sem bráðlyndi hans ráði för eins og venjulega. Hin undarlega velþóknun á Kim Jong-un í Norður-Kóreu styrkir einnig stöðu Kína. Forsetinn sýnir veikleika og gefur eftir, en fær ekkert áþreifanlegt í staðinn. Jafnvel brottkvaðning bandarískra hermanna frá Kóreuskaganum er ekki óhugsandi. Það


Donald Trump Bandaríkjaforseti og Xi Jinping, forseti Kína, í Peking 2017.

Doug Mills/The New York Times

Aðgerðasinni í Bratislava í Slóvakíu sefur á bekk til að sýna samstöðu með heimilislausu fólki í grannlandinu Ungverjalandi þar sem stjórn Viktors Orbáns forsætisráðherra gerði það að glæp að vera á götunni í október.

Vladimir Simicek/Agence France-Presse - Getty Images

myndi falla Kínverjum einkar vel í geð auk þess sem það væri hættulega dýrt spaug. Kínversk útþensla undir forustu Xis og óútreiknaleiki Norður-Kóreu gerðu að verkum að í Austur-Asíu má nú finna eitthvað af þeirri spennu, sem var í Evrópu í kalda stríðinu. Ágreiningurinn milli Bandaríkjanna og Kína um „ósanngjarna viðskiptahætti“ á leiðtogafundi Efnahagssamtaka Asíu- og Kyrrahafsríkja var svo alvarlegur að engin lokayfirlýsing var gefin út í fyrsta sinn frá því að slíkir fundir hófust fyrir aldarfjórðungi. Ég held þó að sókn Kínverja eftir stöðugleika í sínu nágrenni og á alþjóðavettvangi til að ná markmiðum sínum fyrir 2050 muni halda aftur af þeim þannig að ekki komi til hernaðarátaka. Tæknin hnykkir á slíkum takmörkunum á stríði þrátt fyrir það hvernig alræðisríki á

borð við Kína og Rússland nota hana. Heimurinn nú er annar en á fyrri hluta 20. aldar. Trump og aðrir þjóðernissinar nota margar af aðferðum fasista – finna blóraböggla, ala á ótta við útlendinga, búa til þjóðarmýtur og beita múgsefjun – en þau öfl sem kjósa opið samfélag eru mun sterkari en þau voru fyrir einni öld. Alls staðar rísa veggir og Kínverjar hafa sýnt að netinu má stjórna, en það er ekki auðvelt að halda aftur af útbreiðslu hugmynda og hugsjóna. Jafnvel skelfilegur forseti Bandaríkjanna líkt og sá sem nú situr getur ekki auðveldlega sent heiminn fram af bjargbrún. Þar liggur von 21. aldarinnar – ekki í þjóðum, sem Trump er svo upptekinn af, heldur í fólki og tengslanetum. Krafturinn í bandarískum fjölmiðlum sýnir sumar takmarkanir valda Trumps. Árásir hans á bandarískar stofnanir, þar á meðal

dómsmálaráðuneytið, og bestu fjölmiðla landsins hafa kveikt vaxandi vitund á þörfinni fyrir aðgangsharða rannsóknarblaðamennsku – og hún er ekki ókeypis. Netáskriftir að dagblöðum, þar a meðal The New York Times, hafa snaraukist og það eru góðar fréttir. Slæmu fréttirnar eru að frasi Trumps, „falsfréttir“, hefur náð fótfestu. Hann heyrist um allan heim. Ráðist er á blaðamenn með auknu refsileysi – kemur þetta orð aftur – vegna þess að Trump hefur gefið út veiðileyfi á þá og starf þeirra. Hið grimmilega morð á Jamal Khashoggi, dálkahöfundi Washington Post, í skrifstofu ræðismanns Sádi-Arabíu í Istanbúl er svívirðilegasta dæmið um þetta. Sanngjarnri, markvissri leit að sannleikanum er afneitað sem „falsaðri“; Hvíta húsið dreifir orðrómi eða hreinum lygum sem staðreyndum. Afleiðingin er að fólk missir áttir.

Þetta er það sem Trump er á höttunum eftir: uppnám og ringulreið. Demókrataflokkurinn má ekki missa einbeitinguna í viðbrögðum sínum. Leiðin til að koma Trump frá er með sigri. Repúblikanar eru ekki lengur þeir málsvarar frjálsra viðskipta, alþjóðahyggju og andstöðu við Rússa sem þeir eitt sinn voru. Þeir eru flokkur Trumps sem setur Bandaríkin í fyrsta sætið. Demókratar eru einnig á breytingaskeiði. Ætti flokkurinn að færa sig til vinstri þar sem talsverða orku er að finna og framsæknir félagar hafa unnið nokkra sigra? Eða eiga þeir að finna nýja birtingarmynd miðjunnar. Ég held ekki að demókratar geti komið Trump frá með framboði á vinstra vængnum. Ég held ekki heldur að framjóðandi frá annarri hvorri strandlengjunni, sem ekki er í tengslum við kjörlendur Trumps, geti gert það. Frambjóðendur demókrata á borð við Max Rose á Staten Island og Jason Crow í sjötta kjördæmi í Colorado hafi sýnt að áhersla á heilbrigðismál og menntun (tvö af helstu áhyggjuefnum Bandaríkjamanna) í sambland við kröftug þjóðrækniskilaboð tveggja manna, sem hafa gegnt herþjónustu á vígvellinum, gætu knúið fram sigur í vígjum repúblikana. Sigur Kyrsten Sinema í öldungadeildarkosningunum í Arizona sýnir einnig að framboð á miðjunni dregur að. Að ná fram raunhæfum niðurstöðum fyrir miðríki Bandaríkjanna með ástríðufullri staðfestu í bland við þjóðrækni er besta leiðin til að sigra Trump. Forsetinn mun gera allt sem hann getur til að sigra 2020. Siðleysi og miskunnarleysi Trumps eru engin takmörk sett. Hann veitti sýnishorn um hversu lágt hann er tilbúinn að leggjast til að ná í stuðning með þeim blygðunarlausa hætti sem hann kynti undir ótta í aðdraganda kosninganna í nóvember vegna lestar hælisleitenda frá Mið-Ameríku á leið til landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna. Bandaríkin geta náð vopnum sínum á ný eftir fjögur ár af Trump. Átta ár yrðu erfiðari. Það yrði full vinna að halda í lýðveldið – og lykilatriði fyrir mannkyn á meðan Kínverjar vinna að því að litið verði á hugmynd þeirra sem algilda um að frelsi sé aukaatriði. ©2018 The New York Times og Roger Cohen

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 59


STÓRA SPURNINGIN

Daniel Libeskind Daniel Libeskind er pólsk-bandarískur arkitekt, prófessor og sviðshönnuður. Þjóðfélagið hefur gleymt hugmynd, sem hefur fylgt mannkyni frá ómunatíð: útópíu. Sú hugmynd að það beri að sækjast eftir og dreyma um nýjan og betri heim hefur að miklu leyti horfið úr samfélagi okkar sem er allt of efagjarnt, ef ekki kaldhæðið. Það er nóg af ófremdarríkjum, dystópíum, til að valda okkur martröðum, en ef til vill er heimur án útópíu ekki þess virði að búa í honum; útópía, fyrirmyndarríkið, gegnir sama hlutverki í hugmynd okkar um söguna og hraði ljóssins í alheiminum. Hún mótar sjóndeildarhring möguleikanna sem skipta sköpum til að ná áttum í heiminum. Án hugmyndaríkrar leitar að betra samfélagi erum við dæmd til að rolast í ráðvilltri skilvirkni. Vegna þess að hugmyndafræðilegar stefnur liðinnar aldar voru afhjúpaðar sem falskar útópíur höfum við verið svipt hugmyndinni um betri framtíð. Hvort hugmyndin um útópíu mun nokkru sinni snúa aftur veltur á krafti mannsandans, trú okkar á það sem er í vændum. En hvað eigum við þó með að gera kröfur til andans sem mun fara ferða sinna að vild? © 2018 The New York Times og Daniel Libeskind

Stefan Ruiz

Hefur eitthvað mikilvægt orðið eftir hjá okkur? Eftir því sem nútímalífið breytist vaknar spurningin hvort samfélagið hafi skilið eitthvað mikilvægt eftir. Er hægt eða ætti að reyna að ná í það aftur? Við báðum Daniel Libeskind, Juliu Alvarez, Ray Kurzweil, Mörtu Vieira da Silva, Ben Katchor, Sharmeen ObaidChinoy og fleiri að leggja af mörkum hugleiðingar sínar um þá mikilvægu hluti sem við kunnum að vera að missa sjónar á í hraðvaxandi flaumi atburða líðandi stundar.

Táknrænir gervihandleggir fjarlægðir af eftirmynd af Venusi frá Míló á neðanjarðarlestarstöðinni Louvre-Rivoli í París í mars að afstaðinni herferð Handicap International til að vekja athygli á þörfinni um allan fyrir gervilimi handa fólki, sem misst hefur útlimi.

©2018 The New York Times Christophe Archambault/Agence France-Presse — Getty Images

Alexia Webster

Claire Ptak

Alexia Webster er heimildaljósmyndari og sjónlistamaður frá Suður-Afríku.

Claire Ptak er bakarameistari. Hún á bakaríið Violet Cakes í London og er höfundur The Violet Bakery Cookbook.

Allt frá minni fyrstu heimsókn varð ég ástfangin upp fyrir haus af Miðjarðarhafinu. Á fimm ára fresti eða svo þegar fjölskyldan hafði efni á lögðum við í hann yfir álfuna og skildum eftir þurran og kaldan veturinn í Jóhannesarborg til að heimsækja afa og ömmu á lítilli eyju við Grikklandsstrendur. Sjórinn var veldi galdurs, konungdæmi sem af öðrum heimi þar sem kolkrabbar dönsuðu hægum hreyfingum og bleikir kórallar og ígulker röðuðu sér á kletta eins og lítil, skrítin hús í neðansjávarþorpi. Mörg ár eru liðin frá fyrstu heimsóknum mínum og þótt Vetrarbrautin lýsi enn upp hæðirnar og hljómmikið suðið í söngtifunum fylli loftið hefur innrás verið gerð í neðansjávarkonungdæmið mitt og Miðjarðarhafið er nánast í auðn. Nú koma ferðamenn eins og ég yfir sumHannah Reyes Morales armánuðina í stórum ferjum á meðan snekkjur fylla flóann og rennilegir bátar, sem líta út eins og geimskip, láta keilur öflugra ljóskastara skína í tómt hafið fyrir neðan. Þegar ég horfi ofan í sjóinn sem áar mínir eitt sinn könnuðu vona ég með öllu hjarta lítillar stelpu að þar sé leynilegur, falinn afkimi þar sem verur barnæsku minnar eru í felum og bíða þess að við slökkvum ljósin.

Allt frá því hvernig ég bý til uppskriftir til þess hvernig ég skapaði rýmið sem varð að bakaríinu og kaffihúsinu mínu í Austur-London þá horfi ég til fortíðar um leið og ég held stöðugt fram veginn. Ég tók hugmyndina um notalegu kökubúðina í Evrópu og nútímavæddi upplifunina, en starf mitt er samruni þess sem er núna og starfs fyrirrennara minna. Við byggjum stöðugt á fortíðinni, pússum hana, endursköpum hana. Uppskriftir eru fullkomið dæmi um þetta. Þær ganga frá kynslóð til kynslóðar, með athugasemdum hvers bakara sem notar þær. Þegar ég hannaði brúðarkökuna fyrir Harry prins og Meghan Markle í vor hurfum við frá hinni hefðbundnu ávaxtaköku og kusum þess í stað sítrónu og ylliblóm, bragð sem beislaði inntak augnabliksins: árstíð og sjálfbærni. Hinir fallega smíðuðu, gylltu kökustandar konungsfjölskyldunnar höfðu verið notaðir í fjölda Handout skipta í áranna rás og voru komnir með gljáða áferð sem ég tel fallegri en eitthvað nýtt og fullkomið. Og hinar mörgu hendur, sem hafa haldið á þeim gera þá að eðli og inntaki fallegri. Ég leyfi mér að halda að samfélag okkar kunni að meta þessi blæbrigði. Eitthvað gamalt. Eitthvað nýtt.

© 2018 The New York Times og Alexia Webster

©2018 The New York Times og Claire Ptak

60 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


Witold Rybczynski Witold Rybczynski er kanadísk-bandarískur arkitekt, prófessor og rithöfundur. Hann er prófessor emeritus í borgarfræðum við Pennsylvaníuháskóla og er staða hans kennd við Martin and Margy Meyerson.

UN Women/Ryan Brown

Marta Vieira da Silva Marta Vieira da Silva leikur fyrir Orlando Pride og kvennalandslið Brasilíu í knattspyrnu. FIFA hefur sex sinnum útnefnt hana besta leikmann ársins og hún er velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna í þágu kvenna og stúlkna í íþróttum. Orðin sem ég fékk að heyra þegar ég var að alast upp klingja enn látlaust í eyrum stúlkna um allan heim: Íþróttir eru ekki fyrir þig. Þegar þær ná unglingsaldri eykst þrýstingurinn á ungar konur um að laga sig að ákveðinni gerð af því að vera kvenlegar sem gerir þeim enn erfiðara fyrir að athafna sig á almannafæri, að þróa tilfinningu sína fyrir sjálfstæði og leik. Þegar stúlku er bannað að æfa íþrótt er henni neitað um verðmætt tæki til að þróa hæfileika, sem er hægt að yfirfæra á marga aðra þætti í lífinu, sjálfstraust, forustueiginleika, aga, þrautseigju, liðsanda og virðingu fyrir fjölbreytni. Ég segi venjulega við stúlkur: Trúið á ykkur sjálfar því ef þið gerið það ekki mun enginn annar gera það. Það er hins vegar einnig rétt að með réttri fjárfestingu innan íþróttaheyfingarinnar, bæði af hálfu hins opinbera og einkageirans, verður leiðin fyrir stúlkur til að njóta sín að verðleikum ekki eins erfið og hún var fyrir mig. Við þurfum fleiri konur í valdastöðum þar sem teknar eru ákvarðanir í íþróttahreyfingunni, betri stefnu fyrir konur í íþróttum og fleiri tækifæri fyrir stúlkur til þess að stunda íþróttir hvar sem þær eru í heiminum. Við getum ekki sagt að mannkyn hafi í raun tekið framförum fyrr en konur og stúlkur sitja við sama borð á öllum þeim sviðum sem þær hafa möguleika á að skara fram úr. ©2018 The New York Times og Marta Vieira da Silva

Ekki er langt síðan því var tekið sem gefnu að mikilvægar byggingar í borgunum okkar væru reistar til að endast um langan aldur. Ólíkt neysluvörum var arkitektúr til frambúðar. Það þýddi vitaskuld að nota þurfti endingargóð efni, en einnig þurftu hugmyndirnar að endast; hvort tveggja þurfti til að standast tímans tönn. Ekki lengur. Hnattvæðing, mörkun og fyrirbærið stjörnuarkitekt hafa breytt þessu öllu. Byggingar eru orðnar líkari stórmyndum kvikmyndahúsanna; í stað þess að vera til frambúðar hylla þær augnablikið, eru hér og nú svo ekki skeikar mínútu. Það er mjög spennandi fyrir daginn í dag, en hvað um morgundaginn? Hvað er eftir þegar nýjabrumið er farið? Verða gamlar byggingar eins og húlahringir og gæluDavid Graham steinar; tískuæði gærdagsins? Verður þeim einfaldlega hent eins og gömlum símum? Verða ekki aðrir kostir þegar kemur að eldri byggingu en uppfærsla til nútímans – að fríska upp á hana eins og verktakar segja – eða rífa hana? Haldi arkitektúr áfram á þessari braut mun hann fórna eina mikilvægasta hlutverki sínu: að veita lifandi tengingu við fortíðina, við fólk sem var eins og við, en þó ekki eins og við. ©2018 The New York Times og Witold Rybczynski.

Julia Alvarez Julia Alvarez er höfundur ljóðasafna, skáldsagna og bóka fyrir unga lesendur. Nýjustu bækur hennar eru Where Do They Go?, A Wedding in Haiti og The Woman I Kept to Myself. Manstu að muna? Manstu hvernig við lærðum hluti utan að? Við gátum farið með heilu ljóðin, símanúmer allra vina okkar og skyldmenna að auki? Manstu hvernig við þurftum að leggja á minnið leiðir til staða, þar á meðal áhugaverðar krókaleiðir sem í upphafi voru farnar af misgáningi? Við þurftum að muna hvað vantaði vegna þess að við gátum ekki hringt heim ef við gleymdum. Manstu hvernig við þurftum að muna hvernig fólk leit út án þess að fletta því upp, þegar við gátum ekki vistað mikilvægustu hlutina í lífi okkar á harða drifinu hjá einhverjum öðrum? Manstu hvernig við lögðum mikilvægu hlutina á minnið þar sem þeir voru varðveittir fyrir lífstíð? Allt inni í okkur, skilyrðislaust? Manstu, ó manstu eftir litla, feimna dýrinu, sem kom út úr myrkviðinu þegar við sátum í rólegheitum án þess að hafa neitt fyrir stafni, án þess að Bill Eichner neitt klingdi eða titraði til þess að láta okkur halda annað? Og við veltum vöngum og brutum heilann um hluti? Manstu eftir að velta vöngum? Án þess að muna, hvernig mun fortíðin okkar tala við framtíð okkar? Hvernig munum við yfir höfuð muna hvort við höfum skilið eitthvað mikilvægt eftir, og ef svo er, hvert við eigum að fara til að finna það?

Geraldine Bruneel

Jacob Soll Jacob Soll er prófessor í heimspeki, sögu og bókhaldi við Háskóla Suður-Kaliforníu. Fágun var eitt sinn í góðum metum, bæði sem leið til að skoða heiminn og lifa í honum. Nú er hún að glatast um leið og líf okkar verður svo flókið að mann sundlar og svo blátt áfram að vekur þunglyndi. Þetta er undarlegt og veldur áhyggjum. Við erum að tapa skilningi okkar á þeirri almennu hugmynd að hlutir séu flóknir og að djúpstæð þekking – á samfélagi, menningu, stjórnmálum – er fullkomið tæki til að mæta áskorunum nýs heims. Svo bara sé litið til hinnar vestrænu hefðar kölluðu Machiavelli, Castiglione, Bacon, Hobbes, Cavendish, Montesquieu, Wollstonecraft og, já, Benjamin Franklin allir eftir henni, að ógleymdum hinum miklu rithöfundum og vísindamönnum. Sama gerðu stóru tónskáldin og málararnir. Síðan glötuðum við félagslegri fágun okkar, allt frá tíguleika og mannasiðum til hinnar nauðsynlegu þarfar fyrir háleita kaldhæðni. Það þurfti ekki ríkidæmi til að öðlast þessa eiginleika. Rakarinn minn þegar ég var krakki bjó yfir félagslegri fágun. Greta Garbo og Cary Grant gerðu fágun að lýðræðislegum eiginleika; allt snerist um blæbrigði og að sjá hin ýmsu litbrigði heimsins. Jane Austen og Honoré de Balzac gerðu sér líka grein fyrir þessu. Frederick Douglass sá að til þess að færa rök fyrir frelsi yrði hann að ná valdi á tungumálinu með öllum þess blæbrigðum. Þetta er mótsögn og áskorun á tímum gervigreindar og Twitter. Ef við getum ekki uppgötvað á ný mannlega fágun – lærða og tígulega glópsku – mun okkur skorta hið fínlega hnífsblað greiningar til að öðlast dýpri skilning. ©2018 The New York Times og Jacob Soll

©2018 The New York Times og Julia Alvarez

Emily Thompson Emily Thompson er prófessor í sagnfræði við Princeton-háskóla og kemst ágætlega af án snjallsíma. Innan við áratug frá því að síminn var fundinn upp hringdi einhver fyrsta dónasímtalið. Hin nýja tækni, sem með undaverðum hætti gerði kleift að eiga samtöl án þess að vera bundin af líkamlegri nánd, leiddi af sér hegðun óháða þeim félagslegu venjum, sem alltaf höfðu komið í veg fyrir að flestir segðu svo ógeðfellda hluti upp í opið geðið hver á öðrum. Nokkrum árum síðar birtust fyrstu símaklefarnir. Klefarnir gerðu að verkum að enn var gengið á tenginguna við ákveðinn stað bæði hljóðog sjónrænt. Hver notandi gekk inn í ímyndað rými, sem hann deildi aðeins með viðmælandanum hinum megin á línunni. Í raun var þetta rými þó hvergi, hvorki hér né þar, og það undirstrikað hið ófélagslega eðli símtalsins. Undarlegir hlutir gerast í símaklefa. reglur eiga ekki við. Clark Kent breytti sér í Ofurmennið. Hver veit upp á hverju Scott Pruitt hefði tekið? Nú höfum við með því að ákveða að vera í símanum okkar öllum stundum alls staðar gert okkur að föngum í sýndarsímaklefum sem aftengja okkur án afláts umhverfi okkar. Þegar við erum ekki lengur á staðnum þar sem við erum í raun verðum við félagslegir uppvakningar, andlit okkar upplýst með skuggalegum hætti með bláleitu ljósi skjásins. Við hegðum okkur þannig að við hættum að taka eftir fólkinu í kringum okkur. Of margir hegða sér dónalega. Við skulum endurheimta samhengið og tengja á ný við umhverfi okkar með hætti sem dregur fram betri hliðarnar í eðli okkar. Ofurmennið gat aðeins barist fyrir sannleika og réttlæti með því að koma út úr klefanum og gefa sig að því sem var að gerast í borginni. Vertu ofurhetja. Slökktu á símanum, horfðu á fólkið í kringum þig og brostu. ©2018 The New York Times og Emily Thompson Paul Body

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 61


STÓRA SPURNINGIN

Danielle Allen Danielle Allen er fornfræðingur og stjórnmálafræðingur. Hún er prófessor við Harvard-háskóla og höfundur Cuz: The Life and Times of Michael A. Við erum að miklu leyti hætt að leggja vísvitandi rækt við lýðræðislega þekkingu – þá þekkingu, hæfileika og getu sem fólk á opinberum vettvangi þarf að hafa til að bera til að viðhalda heilbrigðu lýðræði. Samkvæmt bandarísku námsstofnuninni höfðu þeir sem útskrifuðust úr menntaskóla í Bandaríkjunum tekið þrjú ólík námskeið um lýðræði, samfélag og stjórnsýslu og samfélagsfræði voru samofin námsefni fyrstu tólf ár skólagöngunnar. Nú er nám um samfélagið aðeins einnar annar námskeið í stjórnsýslu eða samfélagsfræðum í þeim 40 ríkjum þar sem slík krafa er fyrir hendi. Afleiðingarnar af því að draga úr fjárfestingu í menntun í samfélagsmálum virðist skýr. Samkvæmt stjórnmálafræðingunum Roberto Foa og Yascha Mounk telja aðeins um 30% aldamótakynslóðarinnar „grundvallaratriði“ að búa við lýðræði, en 72% þeirra, sem fæddust fyrir seinni heimsstyrjöld, líta svo á. Við ættum að snúa þessu við og getum gert það. Í júní vor sett ný viðmið í námsskrá Massachusetts þar sem ég á heima. Kynnt var til sögunnar ársnámskeið í samfélagsmálum fyrir áttunda bekk og áherslan var aukin á samfélagsfræði á öðrum sviðum námsefnisins. Við getum endurreist fræðslu um samfélagið ríki fyrir ríki. Vitaskuld myndi menntun í samfélagsmálum án úrbóta á því hvernig pólitískar stofnanir eru reknar ekki leysa vandann, en án borgara sem vita hvernig á að reka lýðræðislegar stofnanir og hvers vegna við gætum viljað hafa þær munum við ekki geta bjargað lýðræðinu. ©2018 The New York Times og Danielle Allen Handout

Sharmeen Obaid-Chinoy Sharmeen Obaid-Chinoy er pakistanskur blaðamaður, kvikmyndagerðarmaður og aðgerðasinni. Hún hefur unnið tvenn Óskarsverðlaun og þrenn Emmy-verðlaun.

handout

Ben Katchor Ben Katchor er bandarískur teiknari og þekktastur fyrir teiknimyndasögurnar um Julius Knipl fasteignaljósmyndara sem hafa hlotið lof gagnrýnenda.

Hann skrældi alltaf eplið hægt, yfirvegað, gerði hlé til að stilla hljóðið í útvarpinu þar sem við sátum við eldhúsborðið. „Þetta eru fréttir klukkan sex …“ sagði þulurinn að venju og afi brosti. Amma, sem var fyrir aftan okkur upptekin yfir pottunum, settist ávallt hjá okkur og hellti sér í glas úr Johnny Walker-viskíflösku, sem innihélt aðeins vatn þar sem áfengisbanni hafði verið lýst yfir í Pakistan mörgum árum áður. Síðan hófust nánast alltaf sögur þar sem afi lýsti sætu mangóunum, sem hann hnuplaði af trjám nágrannans. Amma sagði frá andspyrnuhreyfingunni, sem hún gekk í áður en Indlandsskaga var skipt 1947. Tvö barnabörn sátu hugfangin og bitu hvort í sína eplasneiðina. Þessi síðdegi við eldhúsborðið og sögurnar sem okkur voru sagðar mótuðu hvernig við sáum heiminn. Við höfðum munað tímans og Bina Khan löngun til að deila honum með öðrum. Nú eru dætur mínar með græjur og hafa svo mikið að gera að meira kemst ekki fyrir á dagatalinu. Það er enginn tími fyrir niðurskorin epli eða sögur. Það er mjög lítill tími til að vera barn.

Þegar ég gekk í Brooklyn College snemma á áttunda áratugnum voru engin skólagjöld. Þar sem ég bjó heima hjá mér voru einu útgjöld mín bækur, hádegismatur og strætómiðar í og úr skóla. Ég notaði tímann til að leggjast yfir listir og bókmenntir og hafði á tilfinningunni að ég væri að leggja í ævilanga för sem skipti öllu máli. Ólíkt matsölustöðunum þar sem ég borðaði hádegismat á hverjum degi rétti háskólinn mér ekki reikning eftir tíma eða þegar ég hafði setið við klukkustundum saman á bókasafninu. Á vetrarkvöldum leið mér eins og birtan, sem barst út um glugga skólastofanna, hefði orðið til vegna heilastarfseminnar, sem fram fór þar innan dyra. Orkan kom hins vegar frá sama stað og sú sem fór í ljósastaurana sem lýstu mér leiðina heim, úr vösum skattborgaranna í þágu íbúa Brooklyn. Á undanförnum árum hef ég átt þess kost að kenna við einkaháskóla í Bandaríkjunum og ríkisrekna háskóla í Evrópu. Nemendurnir, sem ekki þurfa að borga, nálgast vinnu sína með yfirvegun, sem ekki eru möguleg þegar skólagjaldamælirinn tifar í bakgrunninum. Í hagkerfi þar sem hugmyndin um að þurfa „starf“ til að vera verðugur tryggðra grunntekna er dregin í efa er augljóst að þeim borgurum, sem hafa áhuga, ætti að nýju að standa til boða að læra og kenna í háskólum án skólagjalda sem ríkið styður.

©2018 The New York Times og Sharmeen Obaid-Chinoy

©2018 The New York Times og Ben Katchor

©2018 The New York Times og Richard McGuire.

62 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Richard McGuire Richard McGuire er bandarískur listamaður, tónlistarmaður og rithöfundur. Nýútkomin bók hans heitir Richard McGuire Art for the Street 1978-82. Almennt er ég á því að fyrir hvern hlut sem við glötum hlotnist okkur eitthvað annað. Í neðanjarðarlestinni í New York-borg í gær taldi ég 30 manns í vagninum og allir nema einn störðu á snjalltækið sitt. Sumir voru einnig með heyrnartólin í eyrunum. Skyndilega sá ég þessa senu eins og ég væri að horfa á hana úr framtíðinni; græjurnar sem fólkið var með í höndum voru gamaldags og klunnalegar, eins og allir væru með súrefnistank. Ég er viss um að dag einn verða þessi tæki grædd í fólk með skurðaðgerð. Það er bara spurning um tíma. Ég játa að ég er fíkill líkt og milljónir annarra manna. Mér finnst ég nakinn án snjalltækisins. Ég fyllist örvæntingu þegar ég man ekki hvar ég lagði það frá mér. Ég játa: mér finnst gott að vera með framlengingu á heilanum þegar ég man ekki einhverja staðreynd. Mundi ég vilja að tækið yrði grætt í mig? Ég Anja Jahn held ekki. Það sem við höfum bætt við í aðgengi að upplýsingum hefur glatast þegar kemur að tíma okkar. Hverjum einasta tölvupósti, hverjum skilaboðum, hverju símtali fylgja væntingar um tafarlaus viðbrögð. Félagsvefir og fréttaflutningur allan sólarhringinn krefjast stöðugrar athygli. Eina leið hef ég fundið til að endurheimta dálítinn tíma og hún er að hægja einfaldlega á hlutunum með íhugun. Taka nokkur augnablik út af fyrir mig. Kippa úr sambandi við býflugnabúið.

Weinberg-Clark Photography

Ray Kurzweil Ray Kurzweil er bandarískur rithöfundur, tölvunarfræðingur, uppfinningamaður og framtíðarfrömuður. Á næstu þremur áratugum munu náttúrugreind og gervigreind verða eitt; við munu lifa um ófyrirséðan tíma og verða billjón sinnum greindari. Á þessum tímum hröðunar í þróun tækninnar eru fátækt, sjúkdómar, skortur á nauðsynjum, ólæsi og ofbeldi á undanhaldi. Á undanförnum tuttugu árum hefur fátækt í heiminum minnkað um rúman helming. Á undanförnum 200 árum hafa lífslíkur okkar tvöfaldast. Þetta eru aðeins tvö dæmi um undraverðar framfarir sem við höfum náð fram eftir því sem fram heldur í nútímanum og sambærilegar framfarir hafa náðst í að auka menntun, tryggja hreinlæti og koma á lýðræði um allan heim. Grundvöllur þessarar þróunar er jöfn og stöðug tvöföldun á hlutfalli verðs og afkasta annars vegar og bolmagni hins vegar í upplýsingatækni – tækni sem er þúsund sinnum öflugri nú en fyrir nokkrum árum og verður milljón sinnum öflugri eftir 20 ár. Um leið og læknavísindi, landbúnaður, orka og framleiðsla verða birtingarmyndir upplýsingatækni munum við sjá róttækar breytingar á öllum sviðum lífs okkar, þar á meðal í heilsu, mat, fatnaði, húsnæði og vinnu. Framtíðin er betri en þú heldur. Þannig að frekar en að horfa til þess sem samfélagið gæti hafa orðið viðskila við hlakka ég til framtíðar þar sem tegund okkar rýfur af sér viðjar erfðafræðilegar arfleifðar okkar og nær meiri hæðum í greind, efnislegum framförum og langlífi en við getum ímyndað okkur. © 2018 The New York Times og Ray Kurzweil


NÝÁRSTÓNLEIKAR 2019 Christian Kluxen hljómsveitarstjóri Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað einsöngvari Sveinn Dúa Hjörleifsson einsöngvari JAN JAN JAN

FIM FÖS LAU

10 19:30 11 19:30 12 16:00 & 19:30

Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50

Byrjaðu nýtt ár á Vínartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tónleikarnir hafa um árabil verið allra vinsælustu tónleikar hljómsveitarinnar. Nokkur af djásnum valsakóngsins Johanns Strauss prýða efnisskrána sem hefst venju samkvæmt á forleiknum að Leðurblökunni og lýkur á Dónárvalsinum.. Inn á milli heyrast einnig vinsælar óperettuaríur og dúettar.

ÐINNI

@icelandsymphony / #sinfó


ÁRIÐ ENDURSPEGLAÐ Í LIST

2018 með augum fimm listamanna Tímamót leituðu til fimm listamanna og báðu þá að velja eitt af sínum eigin listaverkum og lýsa með hvaða hætti það væri táknrænt fyrir eða endurspeglaði árið 2018. Svör þeirra fylgja hér fyrir neðan. ©2018 The New York Times

Saba Khan Saba Khan er sjónlistamaður sem fæst við samspil stéttar, alþýðulistar og trúarbragða í Pakistan samtímans í verkum sínum. Hún er stofnandi listamannabústaða sem listamenn reka við Murree-safnið og kennir við Listaháskólann í Pakistan. SABA KHAN

„Haltu að þér höndum“ („Apne Haath, Apne Paas“) (2018) Eftir því sem millistéttinni í Pakistan hefur vaxið ásmegin hefur konum jafnt og þétt fjölgað á vinnumarkaði. Pakistanskar konur eru nú um 22% af vinnandi fólki í landinu samkvæmt Alþjóðabankanum. Þótt það hlutfall sé lægra en í öllum grannríkjum Pakistans í Suður-Asíu nema Afganistan er það engu að síður töluverð breyting í landi þar sem hefð var fyrir því að konur ynnu innan veggja heimilisins. Samfara þessari fjölgun kvenna á vinnumarkaði er aukin meðvitund um kynferðislegt áreiti á vinnustöðum. Árið 2010 voru sett lög sem gerðu áreiti á vinnustöðum refsivert og þau hjálpuðu til við að ryðja brautina fyrir #Églíkahreyfinguna í Pakistan. Nú svara fórnarlömb fyrir sig og nota félagsmiðla sem tól til að leita réttlætis. Fyrr á þessu ári var stjórnandi Listaháskóla Pakistans í Rawalpindi látinn víkja vegna ásakana um kynferðislega áreitni. Og í apríl birti Meesha Shafi, þekkt pakistönsk leikkona og söngvari, tíst þar sem hún hélt því fram að fyrrverandi samstarfsmaður hennar, karl sem er poppstjarna og leikari í Bollywood, hefði áreitt sig kynferðislega – ásökun sem hann neitaði. Verkið mitt – veggteppi unnið úr pallíettum og perlum upp úr kápum reyfara á úrdú – er tilraun til að taka á því hvernig kynferðislegt áreiti veldur kúgun kvenna í Pakistan eftir sem áður þótt komið sé árið 2018. Verkefnið sýnir tvö pör af „sjalvar“, buxum, sem karlar í Pakistan klæðast iðulega. Þessar hólkvíðu buxur og sá verknaður að leysa mittisstreng flíkurinnar hafa verið notuð til að tákna yfirráð yfir konum í bókmenntum á úrdú og pakistönskum kvikmyndum. „Dupatta“, hefðbundinn hálsklútur sem táknar hlédrægni kvenna, fellur niður að tveimur konum. Hvorug þeirra er frjáls frá samfélagi feðraveldisins. Táknið í miðjunni segir áhorfandanum að „halda að sér höndum“ eða „apne haath, apne paas“ eins og sagt er á úrdú.

„Haltu að þér höndum“ („Apne Haath, Apne Paas“) (2018)/ Saba Khan/ Pallíettur og perlur á striga/18 tommur sinnum 24/©2018 Saba Khan Saba Khan

64 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms

„Trúfrelsi“

Hank Willis Thomas og Emily Shur. Með leyfi For Freedoms

„Frelsi frá ótta“

Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms

„Frelsi frá skorti“

Hank Willis Thomas Hank Willis Thomas er bandarískur konseptlistamaður. Hann kannar skurðpunkt uppruna, fjölmiðla og alþýðumenningar. Hann er meðstofnandi Í þágu frelsis, samtaka sem helguð eru notkun lista til að auka þátttöku almennings í samfélagsmálum í Bandaríkjunum. Samtökin létu að sér kveða í 50 ríkjum í aðdraganda kosninganna í nóvember á þessu ári með því að halda sýningar, efna til borgarafunda og setja upp götuskilti til að ýta undir pólitíska umræðu.

„Málfrelsi“ (2018) „Trúfrelsi“ (2018) „Frelsi frá skorti“ (2018) „Frelsi frá ótta“ (2018) Í stefnuræði sinni árið 1941 lýsti Franklin D. Roosevelt forseti sýn sinni á „fjóra grunndvallarþætti frelsis mannsins“: málfrelsi, trúfrelsi, frelsi frá skorti og frelsi frá ótta. Tveimur árum síðar málaði Norman Rockwell röð olíumálverka sem sýndu grunnstoðir Roosevelts í fjórum tölublöðum The Saturday Evening Post í röð. Síðar voru þau notuð til að selja skuldabréf til að fjármagna stríðið. Ég rakst á íkonískar myndir Rockwells af fjórum grunnstoðum frelsisins fyrir nokkrum árum og var furðu lostinn yfir fegurð myndanna og kraftinum í því hvernig þær sýndu klassísk bandarísk gildi fjölskyldu, trúar, frelsis og öryggis. Ég var einnig furðu lostinn yfir því sem vantaði: fjölbreytni uppruna og menningar í Bandaríkjunum. Svo virtist sem í sýn Rockwells og ef til vill Roosevelts væru þessi gildi frátekin fyrir engilsaxneska mótmælendur. Ætlast væri til að aðrir Bandaríkjamenn – indíánar, af suður- eða miðamerískum, asískum eða afrískum uppruna, kaþólikkar, gyðingar, múslimar, hinsegin fólk – nytu þessa frelsis bak við tjöldin, ef þeir nytu þeirra yfirhöfuð. Ég spurði sjálfan mig hvernig myndir Rockwells myndu líta út ef þær væru færðar til nútímans þannig að þær endurspegluðu fjölbreyttari Bandaríki. Ég hef reynt að svara þessari spurningu með hjálp vinar míns, ljósmyndarans Emily Shur. Við endurgerðum myndir Rockwells sem ljósmyndir bæði til að marka 75 ára afmæli upprunalegu verkanna og til að vekja athygli á þeim Bandaríkjum sem við trúum á – landi þar sem allir eiga fulltrúa og eru metnir að verðleikum, óháð félagslegri stöðu, trú eða uppruna. Til að endurspegla þessa fjölbreytni bjuggum við til margar útgáfur af málverkum Rockwells með fólki úr öllum áttum. Hér sjást aðeins fjórar myndir af 80 sem við gerðum. Þróttmikil og fjölbreytt Bandaríki hafa sennilega ekki verið í meiri hættu frá því að Rockwell gerði málverkin heldur en árið 2018. Nú þurfum við frekar en nokkru sinni að hafa í huga að framfarir eru ferðalag og það eru stöðugt framkvæmdir á veginum.

Hank Willis Thomas and Emily Shur. Með leyfi For Freedoms „Málfrelsi“ (2018)/Hank Willis Thomas and Emily Shur í samstarfi við For Freedoms/varanlegt ljósmyndaprent/©2018 Hank Willis Thomas and Emily Shur

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 65


ÁRIÐ ENDURSPEGLAÐ Í LIST

Með leyfi Zoe Buckman og Albertz Benda, New York/Ljósmynd eftir Casey Kelbaugh

„Þung tuska“ (2018)/framsetning í Albertz Benda-galleríinu í New York/Brot úr verki/Zoe Buckman/©2018 Zoe Buckman.

Zoe Buckman Zoe Buckman er listamaður fæddur á Bretlandi sem vinnur í ýmsa miðla og leggur í verkum sínum áherslu á femínisma, jafnrétti og dauðleika.

„Þung tuska“ (2018) 2018: Árið sem orðin „nauðgun“, „árás“ og „áreiti“ urðu óumflýjanleg, birtust nánast út um allt á netinu og í fjölmiðlum um öll Bandaríkin. Árið sem nokkur höfuð fuku og líf margra lagt í rúst og árið sem margar sögur gleymdust of fljótt eða voru gerðar ótrúverðugar með of fantalegum hætti. Árið þegar of margir fylgdu hjörðinni. Ár tilrauna til að ná hefndum, misráðinna hefnda og engra hefnda. Árið þegar ekki var gert nóg til að fylgja hlutum eftir og aumkunarverðs réttlætis. Árið sem konum var kennt að lítið

hefði breyst og þær væru enn ekki öruggar. Árið sem orðin „rannsókn FBI“ kölluðu á að fólk ranghvolfdi í sér augunum og fyndi fyrir þeirri lamandi tilfinningu að það hefði séð þetta allt áður. Árið sem ég varð jafnvel enn stoltari af svo mörgum okkar – og var jafn lítið hissa á gerðum svo margra til viðbótar. Árið sem ég lærði á ný verkfæri og var minnt á gömul verkfæri og gleymd. Ár kveikja og sára sem var unnið úr og Niu Wilson og Bretts Kavanaghs og velgju.

Alfredo Jaar Alfredo Jaar er listamaður fæddur í Síle. Í fjölbreyttum verkum sínum tekur hann á málefnum á borð við félagslegt óréttlæti, ójafnrétti og félagspólitíska sundrung. Í fyrri verkum sínum hefur hann meðal annars fjallað um þjóðarmorðið í Rúanda og innflytjendur í Bandaríkjunum.

„Skuggar“ (2014) Þessi mynd eftir hollenska blaðaljósmyndarann Koen Wessing sýnir einhverja mestu sorg sem ég hef nokkurn tíma séð. Hún var tekin í Estelí í Níkaragva árið 1978 meðan á uppreisninni gegn stjórn Somoza stóð – á augnablikinu sem tveimur systrum var sagt frá andláti föður þeirra. Ljósmynd Wessings var upphafið að innsetningu minni „Skuggum“ frá 2014, öðrum hluta þríleiks þar sem ég rannsaka valdið og stjórnmál íkonískra ímynda. Þegar ég les í dag um innflytjendafjölskyldur sem eru rifnar í sundur minnist ég þessarar myndar. Þegar ég les um börn, sem tekin eru með valdi af mæðrum sínum, minnist ég þessarar myndar. Þegar ég les um börn sem eru vistuð í búrum minnist ég þessarar myndar. Þegar ég les um mæður sem grátbiðja um að fá börnin sín aftur minnist ég þessarar myndar. Þegar ég var ungur maður lifði ég af einræði Augustos Pinochets herforingja í Síle. Síðar ferðaðist ég til Rúanda og varð vitni að hinum hrikalega eftirleik þjóðarmorðsins þar sem um ein milljón manna var myrt á 100 dögum árið 1994. Og þó getur ekkert gert mig ónæman fyrir grimmdinni, fyrir vægðarleysi aðgerða stjórnar Trumps gegn saklausum börnum innflytjenda í Bandaríkjunum. Á þessum myrku tímum leita ég athvarfs í „Requiem“, ljóði rússneska skáldsins Önnu Akmatovu:

Upprunaleg mynd eftir Koen Wessing (1942-2011)/Estelí í Nicaragua í september 1978/©Koen Wessing/Ljósmyndasafn Hollands í Rotterdam.

„Skuggar“ (2014)/Brot úr mynd/Alfredo Jaar.

66 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Ég á mikið verk fyrir höndum í dag; ég þarf að slátra minningum, breyta lifandi sál minni í stein og kenna mér svo að lifa á ný.


Með leyfi George Condo, Skarstedt, New York, og Sprüth Magers, Berlín, London, Los Angeles

„Facebook“ (2017-18)/George Condo/olíustifti á lín/80 tommur sinnum 225 tommur (þrískipt mynd)/©2018 George Condo

George Condo George Condo er bandarískur sjónlistamaður. Í afstraktmyndum sínum og súrrealískum mannamyndum, einkum af skálduðum persónum, leitar hann í ýmsar heimildir og stílbrögð. Verk hans er að finna í eignasöfnum Museum of Modern Art og Metropolitan Museum of Art í New York, og Tate Modern í London, meðal annarra stofnana.

„Facebook“ (2017-18) Undanfarin ár hafa verk mín verið sýnd um allan heim, í París, Aþenu, Hong Kong, Danmörku og Washington, D.C. Á ferðum mínum var ég í viðtölum spurður um álit mitt á bandarískum stjórnmálum. Allir vildu fá að vita hvað vandamálið væri: Hafa Bandaríkin gefið sig falsfréttum á hönd – er það falska orðið raunverulegt? 1988 skrifaði ég stutta ritgerð um listrænar kenningar mínar. Þar talaði ég um nokkuð sem ég kallaði „gerviraunsæi“, listrænan stíl sem ég notaði í mínum eigin málverkum og skilgreindi að hluta sem „birtingu raunveruleikans með því að tefla því sem er gervi fram“. Á þeim 30 árum sem síðan eru liðin hefur gerviraunsæi færst af sviði listarinnar og tekið yfir alþjóðleg stjórnmál og sprengt kjarn-

Hefðbundin heyrnartæki

orkusprengju í veldi sannleikans. Árið 2018 var sannleikurinn sprengdur í tætlur. Félagsmiðlum er einkum að kenna um uppgang stjórnmálagerviraunsæis. Ég gerði þetta málverk, „Facebook“, til að særa út lygarnar sem ég held að séu inngrónar í menningu vina sem vilja gerast vinir þínir á félagsmiðlum en eru ekki vinir þínir – samsafn botta, trölla og framandi upplýsinga. Skilaboð stjórnmála í dag eru ótti og því miður virkar óttinn. En við getum tekið stjórnina aftur; við getum einfaldlega hætt að vera hrædd. Listin hefur komið fram sem ein hinsta sanna reynslan okkar. Listamenn þurfa að beina penslum sínum að stjórnvöldum og segja: „HÆTTIÐ AÐ LJÚGA AÐ OKKUR!“

Nýju Opn heyrnartækin

Prófaðu nýju Opn heyrnartækin í 7 daga Með nýju Opn heyrnartækjunum verður auðveldara að taka þátt í samræðum í fjölmenni og hljóðupplifun verður eðlilegri en nokkurn tímann fyrr. Opn heyrnartækin skanna hljóðumhverfið 100 sinnum á sekúndu til að aðgreina talmál frá hávaða og koma jafnvægi á hljóð í kringum þig. Þannig getur þú staðsett, fylgt eftir og einbeitt þér að þeim hljóðum sem þú vilt heyra.

Tí Tímapantanir t i í síma í 568 6880 www.heyrnartaekni.is

Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 67


68 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


Þar sem sagan rennur til sjávar Íslensku jöklarnir mega muna sinn fífil fegurri, ef svo má að orði komast. Þeir hafa rýrnað hratt á síðustu áratugum og því er spáð að þeir verði alveg horfnir innan tveggja alda. Og með þeim dýrmæt saga sem renna mun til sjávar og glatast þar fyrir fullt og fast. Myndir: Ragnar Axelsson rax@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is

MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 69


Maðurinn má sín lítils andspænis íslensku jöklunum, eins og myndin á opnunni hér að framan vitnar glöggt um. Prentist myndin vel, eins og sagt var í gamla daga, má greina fjóra fjallagarpa á göngu á Hvannadalshnúk fyrr á þessu ári. En verður það alltaf með þeim hætti? Fyrir liggur að jöklarnir eru að bráðna og það hraðar en menn sáu fyrir. Og með þeim mikil saga, lands og þjóðar. Þar með talin eru tröll og vættir en flettir þú, lesandi góður, yfir á næstu opnu sérð þú tröllkarl mikinn hvíla við jökulröndina. Andlitið er greinilegt utarlega á hægri síðunni. Svei mér ef yfir honum er ekki reisn í þokkabót. Hvenær tröllið sofnaði svefninum langa, rann í ís, er ómögulegt að segja en þau ár hlaupa að líkindum á hundruðum. Nú er sú saga senn á enda – ásamt óteljandi öðrum.

Ekkert hægt að gera „Undanfarnir tveir áratugir hafa verið mjög þungir jöklunum. Rýrnun þeirra það sem af er þessari öld er örari en við þekkjum áður í Íslandssögunni,“ segir Oddur Sigurðsson, sérfræðingur á sviði jöklarannsókna á Veðurstofu Íslands. Og það sem verra er; of seint er að grípa til aðgerða til að stöðva þessa þróun. „Ég óttast og tel raunar líklegast að ekki sé hægt að gera neitt til að koma í veg fyrir að allir íslenskir jöklar hverfi á næstu tvöhundruð árum,“ heldur Oddur áfram. „Það er ekki á færi mannkynsins að koma í veg fyrir þetta úr því sem komið er.“ Spurður hvað þetta þýði fyrir Ísland segir Oddur hvarf jöklanna breyta óhemju mörgu. „Það er kannski ekki hægt að tala um það í hlutfallinu gott og illt. Það verður mikill sjónarsviptir af jöklunum. Flestum þykir þeir fallegir á að horfa, auk þess sem þeir eru auðvitað fróðleg náttúrufyrirbrigði sem geyma sögu sem hvergi er geymd annars staðar. Þegar jöklarnir verða horfnir verður sagan það einnig – hún verður runnin til sjávar og finnst aldrei aftur.“ Og hversu löng er sú saga? „Um það bil þúsund ár,“ svarar Oddur. „Elsti ísinn í íslenskum jöklum er allt að þúsund ára gamall.

70 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Það er Íslandssagan nánast í heilu lagi sem hverfur á tvö hundruð árum. Það fara á hverju ári fimm ár af þessari sögu.“

Hefur séð marga jökla hverfa Spurður hvort Íslendingar geri sér almennt grein fyrir þessari þróun, þessari stöðu, svarar Oddur: „Nei, ekki finnst mér það almennt. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta er brátt. Ég lifi það vitaskuld ekki að sjá alla jöklana hverfa og ekkert okkar sem uppi er í dag. Ég hef þó horft upp á myndarlega jökla hverfa ótrúlega hratt, eins og Okjökul. Sá hann bókstaflega hverfa fyrir augunum á mér. Það á við um marga fleiri, ég tók saman jöklatal Íslands um aldamótin síðustu og fór yfir þetta aftur í fyrra og taldist þá til að á milli fimmtíu og sextíu jöklar hefðu horfið á þessum sautján árum. Það er hátt hlutfall af þeim þrjú hundruð jöklum sem til voru um aldamótin. Flestir voru þeir litlir, innan við einn ferkílómetri, en allt upp í rúmlega þrír ferkílómetrar, eins og Okjökull var um aldamótin. Og hann hvarf á einum og hálfum áratug sem er býsna merkilegt.“ Jöklarnir munu hverfa hver á fætur öðrum en, að sögn Odds, mun þeim til skemmri tíma ekki fækka mikið, þar sem sumir jöklar klofna upp við það að rýrna og verða fyrst í stað að nokkrum jöklum. „Svo verða þeir horfnir innan tveggja alda.“

Öskulög hvergi eins áberandi Öskulögin í jöklunum eru áberandi í myndum Ragnars Axelssonar hér á opnunni og geyma ýmsar kynjamyndir. Ef vel er gáð má greina risaauga kolkrabba og gyðju sem hallar sér aftur á þokkafullan hátt. Annars les auðvitað hver myndirnar með sínu lagi og sér mögulega eitthvað allt annað. Oddur staðfestir að öskulög þekkist í meira mæli í jöklum hér en annars staðar í heiminum. Auðvitað séu öskulög víðar í jöklum, eins og til dæmis í Alaska, Suður-Ameríku og á Suðurskautslandinu, en hvergi sé þetta þó eins áberandi og hér. „Það kemur berlega fram í nýrri bók Ragnars, Jökull, og á sýningunni sem hann hélt í Ásmundarsafni fyrir

skemmstu. Hann gerir mjög mikið úr þessum röndum, sem eru öskulögin, og forvitnilegt er að vita að á tilteknu öskulagi er ísinn jafn gamall. Öskulagið féll nánast á einum degi eða svo á allan jökulinn og fyrir vikið markar hvert öskulag tímaskil.“ Það er svo merkilegt að í hverju tilviki er hægt að finna út hvaða ár öskulagið féll og þar af leiðandi aldursgreina íslensku jöklana mjög nákvæmlega og ísinn í þeim. Og eitt korn nægir til að greina hvar eldgosið átti sér stað. „Það er rétt,“ segir Oddur. „Með því að efnagreina eitt korn úr öskulaginu má finna út frá hvaða eldstöð það er og hvaða ár askan féll. Guðrún Larsen og félagar á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa greint þessi öskulög mjög skilmerkilega í nokkrum jöklum, Tungnárjökli, Brúarjökli og víðar, og þannig aldursgreint ísinn ítarlega. Þetta öskulagatímatal er mjög nýtileg arfleifð frá Sigurði Þórarinssyni jarðfræðingi en hann tók hana upp eftir ábendingu frá Hákoni Bjarnasyni skógræktarstjóra, sem benti líklega fyrstur manna á þennan möguleika. Til að byrja með voru þeir í samstarfi um þessar rannsóknir en Sigurður hélt svo áfram og gerði þetta að vísindagrein. Doktorsritgerð hans frá 1944 fjallaði um þetta og hefur öskulagatímatal verið mikið notað, bæði hér heima og erlendis, sérstaklega í Japan.“

Veitir til almennings Íslenskir jöklar hafa lengi verið skráðir í myndum og á Oddur sjálfur þar hlut að máli. „RAX færir þetta hins vegar upp á annað stig; gerir þetta að listaverkum. Listamannsaugað gerir honum kleift að veita til almennings sérkennum og fegurð jöklanna.“ Þessi orð kallast á við pælingar Ragnars sjálfs en þegar þeir Einar Geir, hönnuður bókarinnar og sýningarinnar, lögðu upp með bókina þá hugsuðu þeir hana sem óð til íslensku jöklanna, eins konar abstrakt ljóðabók þar sem ljóðið er myndin sjálf með sínum sögum í öskulögum aldanna sem tala til okkar. Það eru að vísu fáir sem sjá landið frá þessu sjónarhorni og upplifa því ekki andlitin og fígúrurnar í ísnum sem hverfa til hafs með tíð og tíma.


MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 71


72 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018


MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31. 12. 2018 73


ÍSLENSKUM VERKUM FÆKKAR MILLI ÁRA ÚR 70% Í 61%

Ljósmynd/Saga Sig.

Leikhópurinn RaTaTam vann með gjöfulan efnivið Elísabetar.

Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Sviðssjarmi Vals Freys og einlægni naut sín vel í verki Macmillan.

Ljósmynd/Auðunn Níelsson

Kvenfólk geymir beitta samfélagsádeilu Hunds í óskilum.

Sjálfstæða senan sterk Aðeins 30% þeirra leiksýninga sem settar voru upp á árinu byggðust á leiktextum einvörðungu eftir konur. Sú spurning vaknar eðlilega hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar hallar jafn bersýnilega á annað kynið í hópi höfunda.

SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR hefur starfað sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá árinu 2003. Hún er BA í heimspeki og MA í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Silja hefur víðtæka reynslu á sviði leiklistar og er annar tveggja leiklistargagnrýnenda Morgunblaðsins.

Eftir metár í framboði á íslenskum verkum á árinu 2017 fækkaði þeim nokkuð á árinu sem er að líða. Af þeim 33 leiksýningum, eftir 59 höfunda, sem undirrituð sá frá desemberlokum í fyrra fram í miðjan desember í ár í Borgarleikhúsinu, Elliðaárdalnum, fyrrverandi húsnæði Læknavaktarinnar á Smáratorgi, Gaflaraleikhúsinu, Tjarnarbíói og Þjóðleikhúsinu voru 20 íslensk verk (samanborið við 25 í fyrra) eða tæplega 61% allra sýninga, samanborið við tæplega 70% í fyrra, 58% árið 2016 og 64% árið 2015. Af fyrrnefndum 20 verkum voru 15 ný íslensk leikrit (samanborið við 21 í fyrra), fjórar leikgerðir og eitt eldra leikrit. Íslensku verkin voru í reynd örlítið fleiri, en hér er aðeins miðað við þau sem greinarhöfundur sá. Sé litið á erlendu verkin var í ár boðið upp á níu leikrit samin á þessari öld, þrjú frá síðustu öld og eitt klassískt verk.

Jafnræði hjá sjálfstæðum hópum Á síðustu sex árum hefur rýnir reynt að sjá allar uppfærslur atvinnuleikhúsa og -leikhópa á höfuðborgarsvæðinu sem og þær gestasýningar utan af landi sem rata í bæinn. Fyrir forvitnissakir hefur undirrituð á umliðnum árum skoðað kynjaskiptinguna í hópi leikstjóra og leikskálda til að greina hvort og hvaða breytingar hafa þar orðið. Á síðustu fjórum árum hefur konum í hópi leikstjóra fjölgað jafnt og þétt. Árið 2015 var 34% leiksýninga leikstýrt af konum, hlutfallið hækkaði upp í 42% árið 2016, upp í 47% í fyrra og 55% í ár. Þessarar stöðugu þróunar gætir ekki í hópi leikskálda. Árið 2015 byggðust aðeins 19% leiksýninga á leiktextum einvörðungu eftir konur, hlutfallið stökk upp í 40% árið 2016, en hrapaði

74 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

niður í 28% í fyrra og hækkar aðeins upp í 30% í ár. Í fyrra byggðust tæplega 17% leiksýninganna (alls sex uppfærslur) á leiktextum eftir bæði kyn, en í ár er það hlutfall 9% (eða samtals þrjár uppfærslur). Hins vegar er kynjaskiptingin bæði þessi ár nær jöfn í blönduðum hópi höfunda. Sé hlutfall kynja í hópi leikstjóra og leikskálda skoðað eftir sýningarstað má sjá að hjá sjálfstæðum leikhópum er hlutfall kynjanna hnífjafnt í hópi leikstjóra. Sama á við hjá Þjóðleikhúsinu þegar samstarfsverkefnin eru talin með, en séu þau tekin út úr jöfnunni lækkar hlutfall kvenna í leikstjórnarstóli í 33% á móti 67% karla. Hjá Borgarleikhúsinu helst skiptingin í kringum 63% konur og 37% karlar í stóli leikstjóra hvort sem samstarfsverkefnin eru talin með eða ekki. Hjá sjálfstæðum leikhópum byggðist um helmingur leiksýninga á textum eftir karla, um 30% á textum kvenna og um 20% á textum eftir bæði kyn þar sem skiptingin var býsna jöfn. Hjá Þjóðleikhúsinu byggðust rúmlega 40% leiksýninga á textum eftir konur og um helmingur leiksýninga á textum eftir karla, hvort sem samstarfsverkefni voru talin með eða ekki. Hjá Borgarleikhúsinu byggðust 18% leiksýninga á textum eftir konur, en hlutfallið lækkaði niður í 12,5% þegar samstarfsverkefnin voru tekin út úr jöfnunni. Á móti byggðust 82% á textum eftir karla, sem hækkaði í 87,5% þegar litið var framhjá samstarfsverkefnum.

Hverjum er gefin rödd? Eðlilega vaknar sú spurning hvort leikhúsið geti endurspeglað samfélagið þegar hallar jafn bersýnilega á annað kynið í hópi höfunda. Þessi spurning verður ekki síður aðkallandi þegar horft er til þess að óvenjuhátt hlutfall leiksýninga ársins sem senn er liðið, eða vel yfir þriðjungur sýninga, hafði ofbeldi í nánum samböndum sem umfjöllunarefni. Og í tæplega fjórðungi sýninga ársins var kynferðislegt ofbeldi til umfjöllunar. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda aðeins rúmt ár síðan #metoo-

byltingin skall hér á af fullum þunga og eðlilegt að leikhúsið endurspegli þær miklu samfélagshræringar. En í ljósi þess að reynsluheimur kynjanna er býsna frábrugðinn þegar kemur að kynferðisofbeldi hlýtur að teljast nokkurt áhyggjuefni hversu mjög hallar á konur í hópi leikskálda. Það er ábyrgðarhluti hvernig fjallað er um jafn vandmeðfarinn efnivið og leikhúsunum ber skylda til að skoða hverjum þau gefa rödd, eru það gerendur eða þolendur sem heyrast? Og af hverju þykir enn ásættanlegt að nota kynferðislegt ofbeldi sem skraut eða krydd í sýningum?

Af djúpu innsæi Ahhh … Ástin er að halda jafnvægi. Nei fokk, Ástin er að detta eftir Elísabetu Kristínu Jökulsdóttur í leikstjórn Charlotte Bøving sem leikhópurinn RaTaTam setti upp í Tjarnarbíói er ein af eftirminnilegustu sýningum ársins, en þar var af djúpu innsæi fjallað um ofbeldi í nánum samböndum. Lýsing Elísabetar á ástinni með allri sinni frygð og fegurð en stundum líka skuggahliðum á borð við þráhyggju, skömm og ofbeldi skilaði sér meistaralega í meðförum hugmyndaríks leikstjóra og fjölhæfs leikhóps. Hér var um meinfyndna, ögrandi og hjartastyrkjandi sýningu að ræða. Á sama stað sýndi GRAL síðar á árinu Svartlyng eftir Guðmund Brynjólfsson í leikstjórn Bergs Þórs Ingólfssonar sem innblásið var af baráttu leikstjórans við stjórnkerfið í leit að svörum við því hvers vegna dæmdur kynferðisbrotamaður fékk uppreist æru. Þar var á ferðinni eftirtektarvert pólitískt ádeiluverk þar sem reynt var að fanga hvernig raunveruleikinn getur stundum orðið fáránlegri en skáldskapurinn.

Hamingjan býr í litlu hlutunum Þegar litið er um öxl man undirrituð ekki eftir jafn döpru hausti í leikhúsunum og þetta árið, enda langt síðan hver sýningin á fætur annarri hefur ekki staðið undir væntingum um listræn gæði. Sem betur fer voru nokkrir ljósir punktar og má í því samhengi benda á frábæra upp-

Í tæplega fjórðungi sýninga ársins var kynferðislegt ofbeldi til umfjöllunar. Þetta þarf ekki að koma á óvart enda aðeins rúmt ár síðan #metoo-byltingin skall hér á af fullum þunga og eðlilegt að leikhúsið endurspegli þær miklu samfélagshræringar.

’’

færslu Borgarleikhússins á Allt sem er frábært eftir Duncan Macmillan ásamt Jonny Donahoe í vandaðri leikstjórn Ólafs Egils Egilssonar. Þar fékk Valur Freyr Einarsson kærkomið tækifæri til að láta ljós sitt skína á sama tíma og miðlað var mikilvægum boðskap um að hamingjan býr í litlu hlutunum og lífið er ávallt þess virði að lifa því þó erfitt geti reynst að sjá framúr svartnættinu. Macmillan var einnig höfundur Fólks, staða og hluta í gjöfulli leikstjórn Gísla Arnar Garðarssonar sem Borgarleikhúsið setti upp í samvinnu við Vesturport og Þjóðleikhúsið í Osló. Þar fór Nína Dögg Filippusdóttir á kostum í vandasömu hlutverki fíkils sem þráast við að fara í þá sjálfsskoðun og sjálfsvinnu sem nauðsynlegt er til að ná raunverulegum bata.

Frásagnarlistin í fyrirrúmi Á umliðnum mánuðum hefur gróskan verið áberandi mikil hjá sjálfstæðu leikhópunum, en úr þeirra smiðju hafa margar af skemmtilegustu, kraftmestu og áhrifaríkustu sýningum ársins komið. Auk þeirra sýninga sjálfstæðu hópanna sem fyrr er getið má nefna yndislegu fjölskyldusýninguna Í skugga Sveins eftir Karl Ágúst Úlfsson í leikstjórn Ágústu Skúladóttur sem Gaflaraleikhúsið frumsýndi snemma árs. Þar fékk frásagnarlistin að njóta sín til fulls undir hugvitsamlegri leikstjórn í einfaldri, en stílhreinni sjónrænni umgjörð. Önnur sýning Gaflaraleikhússins vakti verðskuldaða athygli síðar á árinu, en þar var á ferðinni ungmennasýningin Fyrsta skiptið í leikstjórn Bjarkar Jakobsdóttur eftir Arnór Björnsson, Berglindi Öldu Ástþórsdóttur, Ingu Steinunni Henningsdóttur, Mikael Emil Kaaber og Óla Gunnar Gunnarsson sem jafnframt fóru með öll hlutverk leiksins. Hér var á ferðinni bráðskemmtileg og oft og tíðum fróðleg sýning mikilla hæfileikakrakka sem gaman verður að fylgjast með í framtíðinni. Rúsínan í pylsuendanum var síðan Kvenfólk eftir Eirík G. Stephensen og Hjörleif Hjartarson, sem skipa hljómsveitina Hund í óskilum, í leikstjórn hæfileikakonunnar Ágústu Skúladóttur sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi seinni hluta árs 2017, en rataði fyrst suður á svið Borgarleikhússins rúmu ári síðar. Með Kvenfólki lauk þríleik þar sem farið var á hundavaði í gegnum Íslandssöguna, en eins og titillinn gefur til kynna var sjónum sérstaklega beint að hlut kvenna. Nestaðir húmor, leikgleði og skýrri sýn miðluðu tvímenningarnir beittri samfélagsádeilu sem vonandi nær til sem flestra.


Stjórn og starfsfólk Síldarvinnslunnar hf. sendir öllum landsmönnum hugheilar jóla- og nýárskveðjur Síldarvinnslan hf. er stærsta sjávarútvegsfyrirtækið á Austurlandi. Fyrirtækið sinnir fjölbreyttri starfsemi en leggur þó megináherslu á uppsjávarveiðar og – vinnslu. Fyrirtækið var stofnað árið 1957 og á sér athyglisverða sögu. Samstæða Síldarvinnslunnar hefur nú starfsstöðvar á sex stöðum á landinu og að undanförnu hefur fyrirtækið lagt áherslu á að endurnýja framleiðslutæki sín og auka fjölbreytni starfseminnar. Á árinu 2017 öfluðu skip Síldarvinnslusamstæðunnar 163 þúsund tonna og alls nam framleiðsla landvinnslunnar 105 þúsund tonnum að verðmæti 16,3 milljarðar króna. Heildartekjur fyrirtækisins námu 18,5 milljörðum króna að frátöldum eigin afla.

Starfsmenn Síldarvinnslusamstæðunnar til sjós og lands eru um 360 talsins. Launagreiðslur til þeirra á árinu 2017 námu 3,7 milljörðum króna og á því ári greiddi fyrirtækið og starfsmenn 4,5 milljarða króna til hins opinbera að meðtöldum veiðigjöldum síðasta fiskveiðiárs. Þar af var greiddur tekjuskattur 1,3 milljarðar króna og veiðigjöld 530 milljónir. Alls nam tekjuskattur starfsmanna 1,2 milljarði króna.

Starfsfólk Síldarvinnslunnar er stolt af góðum árangri fyrirtækisins og áfram verður haldið að leggja höfuðáherslu á að gera sem mest verðmæti úr þeim aflaheimildum sem til ráðstöfunar eru. Á árinu sem er að líða hefur Síldarvinnslunni einnig vegnað vel en á nýju ári birtast ögrandi áskoranir; veiðiheimildir breytast frá ári til árs, þróun gengis er óviss og einnig vakna spurningar er varða mikilvæga markaði. Starfsfólk Síldarvinnslunnar mun mæta árinu 2019 með jákvæði hugarfari og jafn staðráðið og áður í að gera sitt allra besta.


FACEBOOK Í ÓLGUSJÓ

AFP

100 útskornum pappamyndum af Mark Zuckerberg, framkvæmdastjóra Facebook, var stillt upp fyrir framan þingið í Washington þegar fyrirtækinu var stefnt fyrir brot á friðhelgi einkalífs.

Tyrkirnir koma var inntak þessarar auglýsingar Leave EU. Tyrkir eru ekki aðilar að Evrópusambandinu og bendir fátt til að þeir muni verða það um ókomna framtíð.

Fals og fjöldamorð Árið 2018 var versta ár Facebook hingað til og flest bendir til þess að enn syrti í álinn. Fyrirtækið getur þó sjálfu sér um kennt, enda hefur það unnið eftir þeirri reglu fram að þessu að betra sé að biðjast afsökunar en að biðja um leyfi. Kínverskur og rússneskur undirróður

ÁRNI MATTHÍASSON hefur sinnt ýmsum störfum á Morgunblaðinu frá 1982 og mbl.is frá 1997.

Fyrir rétt rúmum áratug var það fréttaefni íslenskra fjölmiðla hversu margir Íslendingar væru á Facebook, Fésbókinni, og það hvernig þeir notuðu miðilinn. Þá voru þeir 70-80.000 en nálgast nú 300.000, eða nálguðust það í það minnsta samkvæmt tölum frá síðasta ári. Fréttir af Facebook á þessu ári hafa verið annarskonar: í stað jákvæðrar umfjöllunar snúast fréttir af fyrirtækinu og þjónustunni að mestu um það hve illa fyrirtækinu helst á persónuupplýsingum notenda sína — það er ýmist að tapa þeim í hendur óprúttinna eða selja óprúttnum aðgang að þeim — hvernig það hefur villt um fyrir notendum, logið að fjárfestum, farið á svig við yfirvöld og rægt gagnrýnendur sína. Og já: ýtt (óafvitandi) undir fjöldamorð og ofsóknir. Kemur ekki á óvart að í nýlegri könnun sem vefsetrið Statista birti kom í ljós að 40% notenda á Facebook treysta fyrirtækinu ekki fyrir persónuupplýsingum sínum. Til samanburðar þá vantreysta ekki nema 8% notenda Twitter og ekki nema 6% Google. Væntanlega skýrir það að einhverju leyti hvers vegna evrópskum notendum Facebook fækkaði um tvær milljónir, meðal annars vegna evrópsku persónuverndarlöggjafarinnar sem tók gildi fyrr á árinu.

Facebook, Brexit og Trump Rekja má núverandi raunir Facebook aftur til ársins 2016 þegar persónuleg gögn notenda Facebook voru nýtt í kosningabaráttu vestur í Bandaríkjunum, þar sem aðilar á vegum rússneskra yfirvalda, ef marka má niðurstöður bandarískra yfirvalda, nýttu illa fengin gögn til þess að styðja framboð Donalds Trumps til forseta Bandaríkjanna. Um líkt leyti voru gögn sem fengin voru á sama hátt notuð í svonefndum Brexit-kosingum, kosningum um hvort Bretar ættu að segja skilið við Evrópusambandið eða ekki, og ýmislegt bendir til þess

76 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

Traust á Facebook hefur dvínað eftir því sem meira hefur komið fram um hvernig persónulegar upplýsingar hafa ýmist verið seldar eða ratað í hendur óprúttinna aðila.

Þetta var þó ekki það eina sem Facebook var sakað um á árinu, því mörgum þykir fyrirtækið hafa slegið slöku við í eftirliti með hatursumræðu, netníði og ofsóknum gegn konum, litum og þeim sem játa aðra trú en evangelísklúthersku. Að sama skapi hafi Facebookbændur séð í gegnum fingur sér við það að leyniþjónustur nýti sér samfélagsmiðilinn til að dreifa ósannindum og rógi, þar fremst í flokki undirróðursteymi rússneskra stjórnvalda, en kínverska leyniþjónustan ekki langt undan. Alvarlegri dæmi eru svo til, eins og það að liðsmenn í her Mjanmar hafi nýtt Facebook til að bera úr óhróður um rohingja og hvetja til þjóðernishreinsana. Talsmenn fyrirtækisins hafa viðurkennt að hafa ekki gripið inní nógu snemma og eytt gervinotendum, eða notendum sem voru greinilega búnir til til að dreifa óhróðri og lygum.

Beinn og óbeinn vandi að álíka öfl hafi verið að verki, þ.e. að rússnesk yfirvöld hafi nýtt sér breska sakleysingja til þess að ýta Bretlandi úr Evrópusambandinu. Galdurinn við Facebook er sá að með því að skrá sig á slíkan samfélagsmiðil er fólk að gefa upp allskyns persónulegar upplýsingar sem fyrirtækið getur svo notað til að selja auglýsendum aðgang að viðkomandi notanda flokkað niður eftir aldri, kyni og heimilisfangi og eftir því sem notandinn eyðir meiri tíma á miðlum verður hann verðmætari því þá er hægt að rekja og skrá, með mismikilli nákvæmni, áhugamál hans og áhugasvið, heilsufar, stjórnmálaskoðanir, kynhneigð og -hegðun. Og ekki bara það, heldur er líka hægt að fylgjast með Facebook-vinum viðkomandi, og það þó að hann velji öryggisstillingar til að koma í veg fyrr það: fram kom í skjölum sem breska þingið komst yfir að Facebook fer ekki endilega eftir því sem segir í öryggisstillingum, til að mynda hvort fyrirtækið megi safna upplýsingum af vinalista, rekja staðsetningu viðkomandi eða lesa skilaboð á síma hans. Það gerir það samt.

Klæðskerasniðin ósannindi Það hve Facebook gengur langt í að afla upp-

lýsinga um notendur sína er einmitt það sem óprúttnir aðilar hafa sóst eftir, þar helst breskbandaríska fyrirtækið Cambridge Analytica sem starfaði fyrir framboð Donalds Trumps og síðan fyrir Leave.EU, helstu samtök þeirra sem vildu Breta útúr Evrópusambandinu. Ein af aðferðunum sem fyrirtækið notaði var að setja upp nokkurskonar leik á Facebook og nýta sér svo veilur í öryggiskerfi miðilsins til að safna upplýsingum um þá sem skráðu sig og síðan alla á vinalista hans án þess að spyrja kóng eða prest. Þessar upplýsingar nýttu þeir sem keyptu þjónustu Cambridge Analytica, Leave.Eu og kosningateymi Trump, til þess að beina klæðskerasniðnum auglýsingum að notendum, flestar mjög vafasamar, en með því móti má keyra auglýsingar sem aðeins þeir sjá sem eru móttækilegir fyrir þeim, jafnvel sjái ekki nema nokkur þúsund tiltekna auglýsingu, en aðrir aldrei. Rétt er að taka fram að umdeilt er hversu áhrifamiklar viðkomandi auglýsingar voru, en ýmsir hafa gert því skóna að þær hafi skipt töluverðu máli, ekki síst þegar litið er til þess að í bandarísku forsetakosningunum réðu ekki nema 77.744 atkvæði úrslitum í þremur lykilríkjum.

Í nýlegri könnun sem vefsetrið Statista birti kom í ljós að 40% notenda á Facebook treysta fyrirtækinu ekki fyrir persónuupplýsingum sínum

’’

Á Indlandi glímir Facebook við álíka vanda, beint, en þó aðallega óbeint, því þó þar sé stærsti einstaki hópur notenda, 251 milljón Indverja er skráð á Facebook, þá er aðalvandamálið samskiptaforritið Whatsapp, sem Facebook keypti fyrir fjórum árum. Í gegnum Whatsapp hafa notendur dreift óhróðri og ósannindum sem hafa skapað ofsahræðslu og -reiði með þeim afleiðingum að fjöldi manns hefur beðið bana í átökum vegna meintra barnsrána, nautakjötsáts, goðgár og svo má telja, en einnig er talsvert um að fólk hafi dreift slíku efni á Facebook. Frá því stofnendur Facebook fundu upp á því heillaráði að véla fólk til að skrá sig og gefa upplýsingar um sig sem koma mætti í verð hefur fyrirtækið vaxið með ógnarhraða. Segja má að viðkvæði þar á bæ hafi verið að betra væri að biðjast afsökunar en biðja um leyfi og á meðan sjóðir eigenda gildnuðu höfðu þeir lítinn sem engan áhuga á að bregðast við gagnrýni á fyrirtækið. Líkt og öll fyrirtæki yfirleitt, er Facebook til fyrir Facebook og það var ekki fyrr en markaðsvirði fyrirtækisins snarminnkaði á árinu 2018, rýrnaði um tugi billjóna króna, tugþúsundir milljarða, að stjórnendur tóku við sér. Ekki er líklegt að þeir hafi gripið nógu snemma í taumana og nógu harkalega, því líklegt verður að telja að evrópsk og bandarísk yfirvöld muni freista þess að koma lögum yfir þrjótana sem sýnt hafa að þeir kæra sig kollótta um persónuvernd, samfélagslega ábyrgð, lýðræði og annað eins hugsjónaskvaldur sem ekki má koma í verð.


Ð Í T Á H A G E L I GLEÐ R I R Y F K K A N OG S R Á T R Æ B Á FR


Í

2019

Feitustu launaseðlarnir

Bókaormar 1. Indland

Hæstu lágmarkslaun á klukkustund í heiminum

2. Taíland

(Í krónum í löndum OECD*)

8:00 7:36 7:30 7:24 7:06 6:54 6:48

3. Kína

1.539 kr. ** 1.417 kr. 1.296 kr. 1.394 kr. 1.311 kr. 1.252 kr. 1.244 kr. 1.181 kr. 1.149 kr. 1.071 kr.

4. Filippseyjar 5. Egyptaland 6. Tékkland 7. Rússland 8. & 9. Svíþjóð og Frakkland 10. Ungverjaland

HEIMILD: RANNSÓKNARMIÐSTÖÐIN PEW, 2017. KÖNNUNIN NÁÐI EKKI TIL ÍSLANDS.

Hvað kostar iPhone í raun Meðaltal daga sem það tekur fólk að vinna sér inn fyrir iPhone X í völdum borgum*

BORG, LAND

*36 LÖND ERU Í EFNAHAGS- OG FRAMFARASTOFNUN EVRÓPU. **SAMKVÆMT KAUPGJALDSSKRÁ SA FYRIR ALMENNT IÐNVERKAFÓLK, RÆSTINGAR OG FLEIRA MIÐAÐ VIÐ LAUNAHÆKKUN 1. MAÍ 2018

Bitist um fyrstu iPhone X símana í London, 2017

Gos eða mjólk Mestu gos- og mjólkursvelgir heims

DAGAR

Kaíró, Egyptalandi Naíróbí, Kenía Líma, Perú Peking, Kína Moskvu, Rússlandi Jóhannesarborg, Suður-Afríku Dúbaí, Sam. arabísku furstad. Tel Aviv, Ísrael London, Bretlandi Hong Kong, Kína New York, Bandaríkjunum Zürich, Sviss

HEIMILDIR: OECD, 2017

Gos

9:24

10:42

HEIMILD: UBS

133,3 72,2 48,2 39,3 37,3 36,4 13,4 12,7 11,3 9,4 6,7 4,7

*GENGIÐ ÚT FRÁ 999 DOLLARA SÖLUVERÐI Í LAUSASÖLU Á IPHONE X ÁRIÐ 2017

MJÓLK

Önnur trúarbrögð 0,8% Gyðingdómur 0,2% Búddismi Þjóðtrú 6,9% 5,7%

(í lítrum á ári á mann)

1. Írland

1. Argentína

Hindúismi 15,1%

2. Finnland

2. Bandaríkin

3. Kýpur 3. Síle

4. & 5. Ástralía og Nýja-Sjáland

4. Mexíkó

Trúarbrögð í heiminum

6. Eistland

5. Úrúgvæ

7. Bretland

Engin trúarbrögð 16%

6. Belgía 8. Ísland

7. & 8. Þýskaland og Noregur 9. & 10. Bólivía og Sádi-Arabía

9. Danmörk 10. Noregur

0

50

100

150

200

0

50

100

150

Hlutfall af íbúum jarðar

Kristni 31,2%

HEIMILD: RANNSÓKNARMIÐSTÖÐIN PEW, 2017

200

HEIMILDIR: WORLD ATLAS OG STATISTA

Hugarorka

Íslam 24,1%

HEIMILD: WORLD ATLAS 2018

Löndin með flest Nóbelsverðlaun 1. 2. 3. 4. 5. 6.-7. 8.-9. 10.

Bandaríkin 368 Bretland 132 Þýskaland 107 Frakkland 62 Svíþjóð 30 Sviss 26 Japan 26 Kanada 23 Rússland 23 Austurríki 21

Ísland hefur fengið ein Nóbelsverðlaun. Íbúar landsins eru tæplega 340 þúsund. Miðað við höfðatölu hafa Bandaríkjamenn fengið ein verðlaun á hverja 895 þúsund íbúa.

Klár í endurvinnsluna Þau lönd sem endurvinna hæst hlutfall af heildarúrgangi (í OECD-löndum*) Úrgangur í endurvinnslu og moltu Óendurunninn úrgangur

1

2

Þýskaland

S-Kórea

65%

59%

3

4

Slóvenía Austurríki

58%

58%

5

6

7-8

Belgía

Sviss

Svíþjóð

Holland Lúxemborg

7-8

9

Ísland

55%

51%

50%

50%

45%

48%

DEBASIGE/SHUTTERSTOCK.COM (BOOKWORM); LIVIA CORONA/GETTY IMAGES (WAITER); RAWPIXEL.COM/SHUTTERSTOCK.COM (CROWD); CORNELIUS POPPE/AFP/GETTY IMAGES (MALALA YOUSAFZAI); AURIELAKI/SHUTTERSTOCK.COM (SODA); HURST PHOTO/SHUTTERSTOCK.COM (MILK); CAMIMAGE/ALAMY STOCK PHOTO (GARBAGE TRUCK); CARL COURT/GETTY IMAGES (IPHONE X)

1. Ísland 2. Lúxemborg 3. Frakkland 4. Ástralía 5. Þýskaland 6. Belgía 7. Holland 8. Nýja-Sjáland 9. Írland 10. Bretland

Löndin þar sem mest er lesið (klukkustundir að meðaltali á viku miðað við höfðatölu)

10

Pakistanar hafa fengið tvenn Nóbelsverðlaun. Malala Yousafzai hlaut önnur þeirra. HEIMILD: OECD, 2017.

78 MORGUNBLAÐIÐ TÍMAMÓT 31.12. 2018

*36 LÖND ERU Í EFNAHAGS- OG FRAMFARASTOFNUN EVRÓPU.


Gleðilega hátíð Frá flugvöllum og starfsstöðvum um land allt óskar starfsfólk Isavia þér gleðilegra jóla og farsældar á ferðalögum komandi árs.


Ál frá Íslandi hefur minnsta kolefnisspor í heimi. Við vöndum til innkaupa og meðferðar á öllu hráefni og notum hreina, íslenska raforku. Starfsfólkið okkar er vel þjálfað fagfólk og reksturinn sérlega stöðugur. Það skilar sér í skilvirkni og lágri bilanatíðni, sem heldur losun gróðurhúsalofttegunda í lágmarki. Þegar allt þetta leggst saman er afurðin hreint, endurnýtanlegt ál sem notað er til að létta farartæki og umbúðir, aftur og aftur um allan heim. Við óskum öllum gleðilegrar hátíðar.

|

Íslenskt ál um allan heim nordural.is


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.