Lög Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Page 2

2.2.1. Miðstjórn hittist minnst tvisvar sinnum á mánuði þar sem formenn nefnda og félaga eru skyldugir til þess að greina frá þeim atburðum og þeirri starfsemi sem þau standa fyrir. Einnig skal miðstjórn samræma áætlanir sínar á sameiginlegu tímaplani svo ekki verði árekstrar atburða. 2.2.2. Miðstjórn NFFG skipa formenn allra nefnda, félaga og klúbba NFFG ásamt aðalstjórn.

3. AÐALSTJÓRN

3.1. Forseti 3.1.1. Forseti skal ávallt leitast við að efla einingu félagsmanna og stuðla að öflugu og fjölbreyttu félagslífi. 3.1.2. Forseti hefur yfirumsjón með störfum nemendafélagsins. Hann boðar stjórnarfundi og er talsmaður félagsins. Hann situr í öllum nefndum, ráðum og félögum NFFG en er undanskilinn setu á fundum þeirra. 3.1.3. Forseti er fulltrúi nemenda í skólanefnd og fulltrúi nemendafélagsins í skólaráði. Forseta ber skylda til að bera upp mál er varða hagsmuni nemenda í skólaráði ef þess er óskað. 3.1.4. Allir skuldbindandi samningar sem og öll stærri útgjöld er varða nemendafélagið skulu borin undir forseta til samþykkis. 3.1.5. Forseti hefur sæti í árshátíðarnefnd. 3.1.6. Forseti er staðgengill fjármálastjóra, en öðlast þó ekki atkvæðisrétt hans á aðalstjórnarfundum. 3.1.7. Ef atkvæði á fundum félagsins standa á jöfnu hefur forseti oddaatkvæði. 3.1.8. Ef embættismaður vanrækir skyldur sínar að mati forseta eða gerist brotlegur við skólareglur, má forseti víkja viðkomandi úr embætti sínu tímabundið. Eftir að hafa ráðfært sig við miðstjórn og fengið samþykki frá í það minnsta 2/3 stjórnarinnar má forseti endanlega víkja embættismanni úr störfum. Embættismaður getur áfrýjað ákvörðun forseta innan tveggja vikna til nemendafundar.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.