Lög Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ

Page 1

Lög Nemendafélags Fjölbrautaskólans í Garðabæ Samþykkt á nemendafundi félagsins 26.mars 2010.

1. ALMENN ÁKVÆÐI

1.1. Nafn félagsins er Nemendafélag Fjölbrautaskólans í Garðabæ skammstafað NFFG. 1.2. Heimili þess og varnarþing er í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ að Skólabraut. 1.3. Tilgangur félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og virkja þá í félagsstarfsemi innan skólans. Félagið starfar á lýðræðislegum grundvelli og leitast eftir því að efla tengsl við aðra framhaldsskóla. 1.4. Félagsmenn NFFG eru allir skráðir nemendur Fjölbrautaskólann í Garðabæ sem greiða félagsgjöld. 1.5. Einkennismerki NFFG er skjöldur sem er skipt í fjóra hluta með skammstöfun nemendafélagsins skipt í alla hlutanna, hvít höfuðkúpa hrúts er fyrir miðju. Merkisbreytingar skal taka fyrir á miðstjórnarfundi NFFG.

2. STJÓRNSKIPAN

2.1. Aðalstjórn 2.1.1. Aðalstjórn er æðsta stjórnvald nemendafélagsins og hefur yfirumsjón með allri starfsemi þess. 2.1.2. Aðalstjórn NFFG er skipuð forseta, varaforseta, fjármálastjóra, skemmtanastjóra, formanni atburðarnefndar, oddvita Málfundafélagsins Rökréttu sem og formanni nýnema.

2.2. Miðstjórn


2.2.1. Miðstjórn hittist minnst tvisvar sinnum á mánuði þar sem formenn nefnda og félaga eru skyldugir til þess að greina frá þeim atburðum og þeirri starfsemi sem þau standa fyrir. Einnig skal miðstjórn samræma áætlanir sínar á sameiginlegu tímaplani svo ekki verði árekstrar atburða. 2.2.2. Miðstjórn NFFG skipa formenn allra nefnda, félaga og klúbba NFFG ásamt aðalstjórn.

3. AÐALSTJÓRN

3.1. Forseti 3.1.1. Forseti skal ávallt leitast við að efla einingu félagsmanna og stuðla að öflugu og fjölbreyttu félagslífi. 3.1.2. Forseti hefur yfirumsjón með störfum nemendafélagsins. Hann boðar stjórnarfundi og er talsmaður félagsins. Hann situr í öllum nefndum, ráðum og félögum NFFG en er undanskilinn setu á fundum þeirra. 3.1.3. Forseti er fulltrúi nemenda í skólanefnd og fulltrúi nemendafélagsins í skólaráði. Forseta ber skylda til að bera upp mál er varða hagsmuni nemenda í skólaráði ef þess er óskað. 3.1.4. Allir skuldbindandi samningar sem og öll stærri útgjöld er varða nemendafélagið skulu borin undir forseta til samþykkis. 3.1.5. Forseti hefur sæti í árshátíðarnefnd. 3.1.6. Forseti er staðgengill fjármálastjóra, en öðlast þó ekki atkvæðisrétt hans á aðalstjórnarfundum. 3.1.7. Ef atkvæði á fundum félagsins standa á jöfnu hefur forseti oddaatkvæði. 3.1.8. Ef embættismaður vanrækir skyldur sínar að mati forseta eða gerist brotlegur við skólareglur, má forseti víkja viðkomandi úr embætti sínu tímabundið. Eftir að hafa ráðfært sig við miðstjórn og fengið samþykki frá í það minnsta 2/3 stjórnarinnar má forseti endanlega víkja embættismanni úr störfum. Embættismaður getur áfrýjað ákvörðun forseta innan tveggja vikna til nemendafundar.


3.1.9. Forseti ásamt fjármálastjóra og varaforseta skal tryggja helstu eignir félagsins fyrir þjófnaði og skemmdum. 3.1.10. Í samráði við stjórn nemendafélagsins skal forseti annast lagatúlkun á lögum NFFG. 3.1.11.Forseti skal vera orðin/n fullra átján ára þegar hann tekur við embætti.

3.2. Fjármálastjóri 3.2.1. Fjármálastjóri sér um bókhald félagsins og hefur yfirumsjón með öllum fjármálum og reikningum á vegum NFFG. 3.2.2. Allir skuldbindandi samningar og útgjöld skulu borin undir fjármálastjóra til samþykkis. 3.2.3. Fjármálastjóri hefur sæti í árshátíðarnefnd. 3.2.4. Í lok hverrar annar skal fjármálastjóri birta yfirlit yfir helstu fjárveitingar NFFG í miðlum félagsins svo sem á vefsíðu félagsins, www.nffg.is, eða í útgefnum ritum félagsins. 3.2.5. Fjármálastjóra ber að skila endurskoðuðum reikningum fyrir 15. september til nýkjörinnar stjórnar NFFG. 3.2.6. Fjármálastjóri ásamt forseta og varaforseta skal tryggja helstu eignir félagsins fyrir þjófnaði og skemmdum. 3.2.7. Fjármálastjóri skal vera orðin/n fullra átján ára þegar hann tekur við embætti.

3.3. Varaforseti 3.3.1. Varaforseti er staðgengill forseta, en öðlast þó ekki atkvæðisrétt hans á aðalstjórnarfundum. 3.3.2. Varaforseti skal rita fundargerðir aðalstjórnar sem og fundargerðir miðstjórnar NFFG. Hann skal birta fundargerðir aðalstjórnar og miðstjórnar á miðlum NFFG, svo sem vefsíðu félagsins www.nffg.is, ekki seinna en tveimur vikum eftir að fundur hefur átt sér stað. 3.3.3. Varaforseti er ábyrgðarmaður skrifstofu NFFG. 3.3.4. Varaforseti hefur sæti í árshátíðarnefnd.


3.3.5. Varaforseti skal sjá um söguleg gögn NFFG og halda reglu á skjalasafni félagsins. 3.3.6. Varaforseti situr í öllum nefndum, ráðum og félögum NFFG en er undanskilinn setu á fundum þeirra. 3.3.7. Í fjarveru forseta hefur varaforseti atkvæðisrétt hans á skólaráðsfundum. 3.3.8. Varaforseti ásamt forseta og fjármálastjóra skal tryggja helstu eignir félagsins fyrir þjófnaði og skemmdum.

3.4. Skemmtanastjóri 3.4.1. Skemmtanastjóri skipuleggur og sér um dansleiki á vegum félagsins í samráði við skemmtinefnd og aðalstjórn NFFG. 3.4.2. Skemmtanastjóri er formaður skemmtinefndar. 3.4.3. Skemmtanastjóri hefur sæti í árshátíðarnefnd.

3.5. Oddviti Málfundafélagsins Rökréttu 3.5.1. Oddviti Rökréttu hefur yfirumsjón með öllum þeim keppnum sem tengjast með einhverjum hætti ræðulist eða vitsmunaeflingu. 3.5.2. Í samráði við aðalstjórn skal Oddviti Rökréttu skal ráða þjálfara fyrir Gettu Betur lið sem og Morfís lið skólans. 3.5.3. Oddviti Rökréttu skal ábyrgast útgáfu annálaritsins Heiðrúnar einu sinni á vorönn hvers skólaárs. Ritnefnd Heiðrúnar er skipuð nefndarmönnum félagsins. 3.5.4. Oddviti Rökréttu hefur sæti í árshátíðarnefnd

3.6. Formaður Atburðarnefndar 3.6.1. Formaður nefndarinnar sér til þess að haldið sé uppi atburðardagskrá innan skólans í samráði við aðalstjórn og atburðarnefnd. 3.6.2. Formaður nefndarinnar skal velja 24 fulltrúa í svokallaða busununarnefnd sem ásamt atburðarnefnd annast alla þá hluti sem viðkoma busuninni. 3.6.3. Formaður Atburðarnefndar hefur sæti í árshátíðarnefnd


3.7. Formaður Nýnema 3.7.1. Formaður nýnema er tengiliður fyrsta-árs nema við nemendafélagið og skal stuðla að félagslegri eflingu þeirra. 3.7.2. Formaður nýnema hefur sæti í árshátíðarnefnd. 3.7.3. Formaður nýnema skal markvist vinna að skipulagningu nýnemakynningar á vorönn yfir skólaárið.

4. NEFNDIR FÉLÖG OG KLÚBBAR

4.1. Leikfélagið Verðandi 4.1.1. Leikfélagið Verðandi skal setja upp leiksýningu fyrir miðja vorönn ár hvert og vinna markvisst að uppsetningu hennar allt skólaárið. 4.1.2. Frumsýning leiksýningarinnar skal vera á árshátíðardegi Imbruvikunnar. 4.1.3. Stjórn leikfélagsins Verðanda er skipuð formanni, varaformanni og markaðsstjóra kosnum í vorkosningum. 4.1.4. Í samráði við aðalstjórn skal stjórn leikfélagsins skipa sér gjaldkera. Hann skal hafa umsjón með fjármálum félagsins. Gjaldkeri Verðanda skal vera orðin/n fullra átján ára í byrjun haustannar. 4.1.5. Leikfélagið starfar mestmegnis sjálfstætt og á sinni eigin kennitölu.

4.2. Skemmtinefnd 4.2.1. Formaður skemmtinefndar er skemmtanastjóri. 4.2.2. Skemmtinefnd er skipuð fjórum fulltrúum kosnum í vorkosningum. 4.2.3. Skemmtinefnd skipuleggur og sér um dansleiki á vegum NFFG í samráði við aðalstjórn. Hún sér einnig um skipulagningu árshátíðarballs í samráði við árshátíðarnefnd.


4.3. Atburðarnefnd 4.3.1. Atburðarnefnd er skipuð formanni ásamt fjórum fulltrúum kosnum í vorkosningum. 4.3.2. Atburðarnefnd skipuleggur og sér um alla stærstu atburði sem fram fara innan veggja skólans á ári hverju. 4.3.3. Atburðanefnd skal skipa busunarnefnd sem annast framkvæmd og skipulagningu busavígslu í samráði við aðalstjórn.

4.4. Íþrótta- og ferðanefnd 4.4.1. Íþrótta- og Ferðanefnd er skipuð formanni ásamt fjórum fulltrúum kosnum í vorkosningum. 4.4.2. Íþrótta- og Ferðanefnd sér um skipulagningu íþróttamóta bæði innanskóla sem og utan. Einnig sér hún um skipulagningu og framkvæmd allra ferða sem farnar eru á vegum nemendafélagsins.

4.5. Nördafélagið Megatron 4.5.1. Keisari Nördafélagsins skal kosinn í vorkosningum. Hann hefur æðsta vald í málefnum er snerta félagið. 4.5.2. Keisara er frjálst að ráða sér aðstoðarmann sem gegnir embætti Varakeisara. 4.5.3. Félagið skal sjá um að halda uppákomur sem miðla sérfræðilegri þekkingu af ýmsu tagi.

4.6. Myndbandsnefnd 4.6.1. Myndbandsnefnd sér um myndbandsupptökur af atburðum nemendafélagsins. 4.6.2. Formaður Myndbandsnefndar skal sjá til þess að allar upptökur nefndarinnar komist til varðveislu hjá varaforseta. 4.6.3. Er skipuð formanni og tveimur fulltrúum kosnum í vorkosningum. 4.6.4. Sér um Árshátíðarmyndbandið í samráði við Árshátíðarnefnd.


4.7. Ljósmyndafélagið 4.7.1. Ljósmyndafélagið sér um að taka myndir af atburðum nemendafélagsins. 4.7.2. Formaður Ljósmyndafélagsins skal sjá til þess að allar upptökur félagsins komist til varðveislu hjá varaforseta. 4.7.3. Félagið er skipað formanni og tveimur félagsmönnum kosnum í vorkosningum.

4.8. Málfundafélagið Rökrétta 4.8.1. Stjórn Rökréttu er skipuð fimm stjórnendum kosnum í vorkosningum. 4.8.2. Í byrjun haustannar skal Rökrétta ráða nýnema í stjórn félagsins. Hann skal ráðinn eftir viðtalstíma. 4.8.3. Rökrétta skal í samráði við kjörnefnd sjá um framkvæmd framboðsfundar daginn fyrir vorkosningar. 4.8.4. Rökrétta skal annast skipulagningu og framkvæmd hvers konar málfunda sem upp koma. 4.8.5. Málfundafélagið hefur yfirumsjón með öllum þeim keppnum sem tengjast með einhverjum hætti ræðulist eða vitsmunaeflingu. 4.8.6. Oddviti Málfundafélagsins skal ráða þjálfara fyrir Gettu Betur lið sem og Morfís lið skólans í samráði við aðalstjórn NFFG. 4.8.7. Málfundafélagið skal ár hvert gefa út annálaritið Heiðrún einu sinni á vorönn hvers skólaárs. Stjórn Málfundafélagsins skipar ritnefnd blaðsins.

4.9. Imbrunefnd 4.9.1. Imbrunefnd skal markvisst í gegnum önnina skipuleggja Imbruvikuna sem haldin er samhliða árshátíð NFFG. 4.9.2. Imbrunefnd skal skipuð fjórum nefndarmönnum kosnum í vorkosningum. 4.9.3. Nefndarmenn Imbrunefndar ásamt fulltrúum kennarafélags skulu ábyrgjast fjölbreytta og skemmtilega dagskrá í vikunni.


4.10.

Ritnefnd Kindarinnar

4.10.1. Ritnefnd Kindarinnar er skipuð formanni og þremur kosnum fulltrúum sem eru kosnir á vorönn. 4.10.2. Kindin skal koma út að í það minnsta tvisvar sinnum á önn.

4.11.

Markaðsnefnd

4.11.1. Nefndin skal skipuð formanni ásamt tveimur nefndarmönnum sem kosnir eru í vorkosningum. 4.11.2. Hlutverk nefndarinnar er að safna auglýsingastyrkjum fyrir nemendafélagið.

4.12.

Útvarpsráð

4.12.1. Útvarpsráð er skipað forseta, varaforseta, fjármálastjóra, oddvita málfundarfélags, formanni markaðsnefndar ásamt formanni sem kosinn er í vorkosningum. 4.12.2. Nefndarmenn hafa allir jafn mikið vægi innan nefndarinnar.

4.13.

Vefnefnd

4.13.1. Vefnefnd er skipuð formanni ásamt tveimur nefndarmönnum kosnum í vorkosningum. 4.13.2. Vefnefnd annast vefsíðu félagsins, www.nffg.is og skal gæta þess að síðan standist væntingar hins almenna nema. 4.13.3. Í samráði við aðalstjórn skal vefnefnd ábyrgjast upplýsingaflæði og fréttaskrif á síðunni.

4.14.

Lagabreytinganefnd

4.14.1. Hlutverk lagabreytingarnefndar er að fara yfir lög nemendafélagsins á ári hverju og betrumbæta þau þannig að þau samræmist sem best starfsemi nemendafélagsins og hagmunum nemenda að hverju sinni. 4.14.2. Lagabreytingarnefnd er skipuð fjórum nefndarmönnum sem skipaðir eru af aðalstjórn.


4.14.3. Allar þær breytingar á lögum sem gerðar eru af hálfu nefndarinnar skulu ekki standa nema með meirihlutasamþykki Aðalstjórnar. 4.14.4. Lagabreytinganefnd skal endurskoða lög NFFG einu sinni á ári hverju og leggja tillögur fyrir aðalstjórn og ef meirihlutasátt um þær næst innan hennar ber að leggja þær fyrir nemendafund. 4.14.5.Lagabreytinganefnd skal vinna á lýðræðislegum grundvelli og gæta hlutleysis í hvívetna. 4.14.6.Lagabreytinganefnd hefur rétt til að samræma og laga orðalag, án innihaldsbreytinga, utan nemendafundar. 4.14.7.Lagabreytinganefnd hefur rétt til að hafna lagabreytingatillögum og viðbótum sem hún telur gagnslausar, óþarfar eða skaðlegar starfsemi félagsins. Þó má krefjast með skriflegri kröfu að minnsta kosti 10% félagsmanna NFFG, að tillaga sem nefndin hefur hafnað verði borin undir nemendafund. 4.14.8.Nefndinni ber skylda til að hafna tillögum sem brjóta gegn landslögum.

4.15.

Árshátíðarnefnd

4.15.1. Árshátíðarnefnd er skipuð aðalstjórn ásamt formanni skreytinganefndar og nefndarmönnum skemmti- og atburðarnefndar. 4.15.2. Árshátíðarnefnd skal vinna að skipulagningu árshátíðarinnar allt skólaárið. 4.15.3. Nefndin skal sjá til þess að árshátíð NFFG sé haldin á fimmtudegi Imbruviku ár hvert.

4.16.

Skreytinganefnd

4.16.1. Skreytingarnefnd er skipuð formanni ásamt þremur nefndarmönnum kosnum í vorkosningum. 4.16.2. Hlutverk skreytingarnefndar er skreyta fyrir hina ýmsu atburði og böll.

4.17.

Bindindisfélagið

4.17.1.Formaður bindindisfélagsins skal kosinn í vorkosningu og er jafnframt eini embættismaður félagsins.


4.17.2.Félagið og atburðir þess er opið öllum þeim sem kjósa að neyta ekki áfengis. 4.17.3.Ekki láta vín breyta þér í svín. 4.17.4.Öl er böl.

4.18.

Skákfélagið Þorsteinn

4.18.1. Skákfélaginu ber að halda skáktengda viðburði ásamt því að sjá um viðhald á öllum skáktengdum eigum nemendafélagsins. 4.18.2. Formaður félagsins skal kosinn í vorkosningum og er jafnframt eini embættismaður félagsins.

4.19.

Hönnunarnefnd

4.19.1.Hönnunarnefnd skal sjá um hönnun á útgefnu efni nemendafélagsins 4.19.2.Hönnunarnefnd er skipuð formanni og tveimur fulltrúum kosnum í vorkosningum. 4.19.3. Æskilegt er að nefndarmenn hafi þekkingu á hönnun.

4.20.

Blekberi

4.20.1. Blekberi er fréttapési NFFG. 4.20.2. Ritnefnd Blekbera er skipuð þremur kosnum fulltrúum í vorkosningum. 4.20.3. Ritnefnd Blekbera skal skipa úr sínum röðum ritstjóra og ábyrgðarmann blaðsins. 4.20.4. Blekberi kemur út minnst einu sinni á mánuði.

5. FÉLAGSFUNDIR


5.1. Aðalstjórnarfundir 5.1.1. Á aðalstjórnarfundum skulu málefni líðandi stundar tekin fyrir og atburðir og starfsemi skipulögð. 5.1.2. Forseti, varaforseti, fjármálastjóri, skemmtanastjóri, formaður Atburðarnefndar, oddviti málfundafélagsins Rökréttu, og formaður nýnema hafa einir atkvæðisrétt á aðalstjórnarfundum NFFG. Áheyrnarrétt að aðskildum aðalstjórninni hefur félagsmálafulltrúi FG. 5.1.3. Aðalstjórn skal funda minnst einu sinni í viku yfir kjörtímabilið en fundarskilda er undanskilin í námsleyfum að frátöldu jólafríi þar sem aðalstjórn ber að koma saman minnst einu sinni. 5.1.4. Áheyrnarrétt að aðalstjórnarfundum hefur aðalstjórn NFFG ein ásamt félagsmálafulltrúa nema forseti taki annað fram. 5.1.5. Fundargerðir aðalstjórnarfunda skulu birtar á www.nffg.is.

5.2. Miðstjórnarfundir 5.2.1. Á miðstjórnarfundum skulu málefni líðandi stundar tekin fyrir og áætlanir nefnda, félaga og ráða teknar fyrir og samræmdar. 5.2.2. Miðstjórn skal funda minnst tvisvar sinnum í mánuði yfir skólaárið. Fundarskilda er undanskilin í námsleyfum. 5.2.3. Miðstjórn NFFG skipa formenn allra nefnda, félaga og klúbba NFFG ásamt aðalstjórn.

5.3. Nemendafundir 5.3.1. Nemendafundur er æðsta ákvörðunarvald í öllum málum er varða NFFG. 5.3.2. Forseti skal boða til fundarins þegar aðalstjórn telur þess brýna þörf. 5.3.3. Félagsmenn NFFG hafa einir viðverurétt á aðalfundum auk félagsmálafulltrúa sem einungis hefur áheyrnarrétt. 5.3.4. Boðað skal til nemendafundar með tveggja skóladaga fyrirvara í það minnsta. Skal fundurinn tilkynntur í kallkerfi skólans. 5.3.5. Í fundarboði til nemendafundar skal tilgreina stað og stund ásamt dagskrá.


5.3.6. Öll þau mál sem fyrir fundinum liggja skulu vel kynnt, þannig að fundarmenn geti tekið afstöðu til þeirra á málefnalegan hátt. 5.3.7. Breytinga- og viðaukatillögur laga sem ekki hafa borist stjórn NFFG innan auglýsts tíma hljóta ekki afgreiðslu á fundinum. 5.3.8. Forseti NFFG setur fundinn og stjórnar kjöri fundarstjóra og fundarritara. 5.3.9. Varaforseti NFFG skal sjá til þess að fundargerðir nemendafunda skal birta á vefsíðu NFFG eða með öðrum hætti innan viku frá fundi. 5.3.10. Aðalstjórn er skylt að halda nemendafund óski 5% félagsmanna NFFG þess skriflega. Fundurinn skal þá haldinn hið fyrsta en auglýstur með eðlilegum fyrirvara. 5.3.11. Einfaldur meirihluti ræður samþykktum fundarins, þó verður lögum aðeins breytt með tveimur þriðju hlutum atkvæða. 5.3.12. Nemendafundur telst aðeins gildur ef að minnsta kosti 15% félagsmann séu viðstaddir.

6. KOSNINGAR

6.1. Kjörgengi og kosningarétt hafa eingöngu félagsmenn NFFG. 6.2. Kosið skal tvisvar sinnum á skólaári. 6.3. Í vorkosningum skal kjósa til allra þeirra embætta sem fram koma í 4 kafla ásamt forseta, fjármálastjóra og varaforseta. 6.4. Í haustkosningum skal kosið til formanns nýnema. Einungis nýnemar hafa atkvæðisrétt. 6.5. Þeir sem bjóða sig fram til aðalstjórnar geta ekki boðið sig fram til fleiri embætta innan NFFG. 6.6. Útskriftarnemar hafa ekki kosningarétt í vorkosningum. 6.7. Forseti NFFG skal skipa fimm manna kjörstjórn, þar af einn formann kjörstjórnar. Kjörstjórn skal annast framkvæmd kosninga og talningu atkvæða. Kjörstjórnarmenn


mega hvorki sitja í embætti innan NFFG né vera í framboði til þeirra nema þeir séu á útskriftarári. 6.8. Að minnsta kosti tíu skóladögum fyrir kosningar skal auglýst eftir frambjóðendum og eiga skrifleg framboð að hafa borist kosningastjóra fyrir auglýstan framboðsfrest til að teljast gild. 6.9. Kosningalög skulu birt opinberlega í hvert sinn sem auglýst er eftir framboðum í embætti innan NFFG. 6.10. Ef frambjóðendur fara fram á endurtalningu atkvæða fá frambjóðendur að vera viðstaddir óskei þeir þess. 6.11. Frambjóðendum er óheimilt að nota efni og aðstöðu NFFG til auglýsingagerðar. 6.12. Segi stjórn NFFG af sér fyrir lok kjörtímabils síns ber henni að efna til kosninga áður en hún lætur af störfum. 6.13. Láti embættismaður af störfum fyrir lok kjörtímabils síns skal aðalstjórn NFFG auglýsa embættið laust. Kosið skal leynilega um ráðningu umsækjanda á Miðstjórnarfundi. 6.14. Komi ekki framboð til ákveðinna félaga eða embætta NFFG í vorkosningum skal auglýsa stöðurnar í byrjun haustannar. Aðalstjórn skal standa fyrir viðtölum við umsækjendum en endanleg ákvörðun er tekin í miðstjórn. Ef um embætti sem á sæti í aðalstjórn er um að ræða skal kosið samhliða haustkosningum. 6.15. Ef tveir eru jafnir með flest atkvæði í framboði skal kosið aftur á milli þeirra. Þessar kosningar skulu fara fram innan viku frá tilkynningu úrslita og skal kjörstjórn annast framkvæmd þeirra. 6.16. Ef auðir seðlar eru hlutfallslega fleiri en greidd atkvæði hæsta frambjóðanda nær hann ekki kjöri. Skal þá aðalstjórn auglýsa eftir nýjum frambjóðendum innan vikutíma og halda í framhaldi af því nýjar kosningar. Þeir sem buðu sig fram í fyrri kosningunum er óheimilt að bjóða sig fram í annað sinn. Ef frambjóðandi nær enn ekki kjöri skal miðstjórn skipa í stöðuna sbr. 6.14. 6.17. Ef frambjóðandi situr einn að framboði þarf hann að hljóta 2/3 atkvæða til að ná kjöri. 6.18. Kjörstjórn skal birta niðurstöðu kosninga innan 48 klukkustunda eftir að kjörstað lokar að því tilskyldu að um virka daga sé að ræða. Úrslit kosninga skal ávallt tilkynna á þann hátt að sem flestir félagsmenn verði þess varir.


6.19. Þeir aðilar sem taka við embættum innan NFFG skuldbinda sig til að fara í einu og öllu eftir lögum félagsins.

7. FJÁRMÁL

7.1. Allir skráðir nemendur í NFFG greiða félagsgjald. 7.2. Aðalstjórn NFFG ákveður upphæð félagsgjalda 7.3. Greidd félagsgjöld NFFG skulu renna í nemendasjóð. 7.4. Hægt er að skrá sig í NFFG hvenær sem er gegn greiðslu á félagsgjöldum. 7.5. Innheimta félagsgjalda er í höndum fjármálastjóra Fjölbrautaskólans í Garðabæ. 7.6. Fjármálastjóri NFFG sér um fjármál og reikninga og er ábyrgur fyrir öllu bókhaldi á vegum félagsins. 7.7. Fjármálastjóri annast allar fjárveitingar úr nemendasjóði í samráði við aðalstjórn NFFG. 7.8. Félög, nefndir og klúbbar innan félagsins skulu skila aðalstjórn og miðstjórn fjárhagsáætlun allra atburða á þeirra vegum í samráði við fjármálastjóra. 7.9. Ef ágreiningsmál koma upp um fjárveitingar úr nemendasjóði sem ekki eru leyst á aðalstjórnarfundi, skulu þau mál leyst í miðstjórn. 7.10. Bókhald og reikninga NFFG skal endurskoða árlega og skal þeim skilað fyrir 15. september til nýkjörinnar stjórnar NFFG. 7.11. Ef embættismaður NFFG notar fjármuni nemendafélagsins til eigin hagsmuna eða gerir pöntun á vöru eða þjónustu í þágu félagsins án þess að hafa samþykki fjármálastjóra fyrir henni skal hann teljast persónulega ábyrgur fyrir því tjóni sem hann hefur ollið og má hann því gera ráð fyrir því að þurfa að inna greiðslu af hendi sem bætir það fjárhagslega tjón sem NFFG verður fyrir af hans sök. 7.12. Embættismenn félagsins fá ekki greitt í peningum fyrir störf sem eru í þágu nemendafélagsins.


8. SAMSKIPTI VIÐ AÐRA SKÓLA

8.1. Allir nemendur Fjölbrautarskólans í Garðabæ sem greitt hafa nemendafélagsgjöld eiga rétt á að taka þátt í keppnum fyrir hönd skólans sé það gert í samráði við aðalstjórn

8.2. Samband Íslenskra Framhaldsskólanema 8.2.1. NFFG er aðildarfélag að Sambandi Íslenskra Framhaldsskólanema. 8.2.2. Forseti NFFG skipar fulltrúa til að sækja þing SÍF. Æskilegt er að forseti mæti sjálfur. 8.2.3. NFFG skal ávallt hafa eins marga fulltrúa og mögulegt er í sambands- eða framkvæmdarstjórn SÍF. 8.2.4. Tengiliður NFFG er oddviti Málfundafélagsins Rökréttu, nema annað sé ákveðið af miðstjórn.

8.3. Mælsku- og rökræðukeppni framhaldsskóla á Íslandi (MORFÍs) 8.3.1. NFFG er aðili að MORFÍs sem er árleg mælsku- og rökræðukeppni milli framhaldsskólanema á Íslandi. 8.3.2. Dagleg afskipti félagsins af MORFÍs eru í höndum málfundafélagsins Rökréttu. Skal það jafnframt sjá um að skrá ræðulið NFFG til keppni árlega. 8.3.3. Valið skal í lið skólans fyrir aðalfund MORFÍs ár hvert. 8.3.4. Formaður Rökréttu skal í samráði við ráðna þjálfara velja í lið skólans. 8.3.5. Þegar valið er í lið skólans skal gæta jafnréttis svo allir umsækjendur hafi jöfn tækifæri.

8.4. Gettu Betur 8.4.1. NFFG tekur þátt í Gettu Betur sem er árleg spurningakeppni framhaldsskólanna.


8.4.2. Dagleg afskipti af keppninni eru í höndum málfundafélagsins Rökréttu. Skal það jafnframt sjá um að staðfesta spurningalið NFFG til þátttöku ár hvert. 8.4.3. Valið skal í lið skólans fyrir 1. desember ár hvert. 8.4.4. Formaður Rökréttu skal í samráði við ráðna þjálfara velja í lið skólans. 8.4.5. Þegar valið er í lið skólans skal gæta jafnréttis svo allir umsækjendur hafi jöfn tækifæri.

8.5. Söngkeppni Framhaldsskólanna 8.5.1. NFFG sendir fulltrúa í Söngkeppni Framhaldsskólanna ár hvert. 8.5.2. Fulltrúi félagsins skal skipaður út frá úrslitum forkeppnar. 8.5.3. Aðalstjórn NFFG skal skipa dómnefnd í forkeppni fyrir Söngkeppni Framhaldsskólanna og skal hún gæta algers hlutleysis.

9. LÖG NFFG

9.1. Stjórn NFFG skal sjá um að lögum þessum sé framfylgt. 9.2. Með samþykki miðstjórnar er hægt að koma á neyðarlögum. Neyðarlög skulu samþykkt af nemendafundi eigi seinna en tveimur vikum eftir samþykkt þeirra í miðstjórn. 9.3. Lög þessi skulu sett inn á vefsíðu NFFG innan viku frá setningu laga. 9.4. Með gildistöku laga þessara falla lög sem sett voru á aðalfundi í maí 2005 og allar aðrar samþykktir NFFG úr gildi. 9.5. Lög þessi öðlast þegar gildi.


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.