Heilsublað Nettó september 2021

Page 1

Tilboðin gilda 23. september - 6. október 2021

Heilsu- & lífsstílsdagar Vegan / Ketó / Lífrænt / Krílin Hollusta / Uppbygging / Umhverfi

Ragga nagli „Breytingarnar þurfa að vera yfirstíganlegar“ Magnús Scheving „Hvert lítið skref sem þú tekur í áttina að markmiðinu er meistarasigur sem ber að fagna og njóta“

Arnar Péturs „Hreyfing ætti ekki að vera val“

ALLT AÐ

25% AFSLHEÁILSUT-TOGUR

Ingi Torfi og Linda Rakel „Vegum hvort annað upp“

AF LÍFSSTÍLSVÖRUM

1


GÓÐ HEILSA ER GULLI BETRI Haustið er komið aftur í allri sinni litadýrð og lífið er fallið í fastar skorður eftir sumarfríið. Fólk flykkist aftur í ræktina, en margir njóta þess einnig að hreyfa sig úti, hlaupa, hjóla eða fara í fjallgöngur, áður en kuldatíðin tekur við. Hjá mörgum er fastur liður að fara í sveppa- eða berjamó og njóta þess besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Á þessum tíma er hún síbreytilegt listaverk sem nærir andann. Nú er uppskerutími hjá bændum og í Nettó er hægt að næla sér í ferskt og fjölbreytt grænmeti, beint úr sveitinni. Skammdegið er í nánd og því mikilvægara en ella að næra sig vel og sjá til þess að líkaminn fái þau vítamín sem hann þarfnast. Á Heilsudögum Nettó, 23. september til 6. október, eru alls kyns vítamín og fæðubótarefni á sérstöku tilboðsverði, ásamt fjölbreyttu úrvali heilsuvara, og því tilvalið að birgja sig upp fyrir veturinn. Margir setja sér markmið á þessum tíma, t.d. í tengslum við hollara mataræði, reglubundna hreyfingu, minni streitu, betri svefn og meiri tíma með ástvinum. Samkaup, sem eiga og reka Nettó, eru nýr og stoltur bakjarl Meistaramánaðar, sem fer fram í október. Við hvetjum alla til að taka þátt og setja sér markmið, stór eða smá. Viðmælendur okkar hafa tekist á við alls konar áskoranir og veita lesendum góð ráð hvað varðar hreyfingu, næringu og andlega líðan, og leiðbeina um hvernig hægt sé að bæta heilsuna skref fyrir skref. Í blaðinu má einnig finna margar spennandi uppskriftir sem gera holla matseld enn skemmtilegri. Á Heilsudögum verða verslanir Nettó stútfullar af alls konar heilsuvörum. Boðið verður upp á sértilboð, forvitnilegar vörunýjungar og lífræna, vegan og umhverfisvæna valkosti í fæðu og hreinsiefnum. Hægt er að skoða úrvalið á netto.is og panta allar vörurnar á Heilsudögum á netinu. Verið velkomin á Heilsudaga í Nettó, í verslanir okkar um allt land eða í vefverslun. Við tökum vel á móti þér. Starfsfólk Nettó um allt land.

2

NETTÓ Á NETINU - ÓDÝRT OG ÞÆGILEGT -

HVERNIG VIRKAR NETTÓ Á NETINU?

1. Raðaðu vörunum í körfu Nú getur þú verslað hvar sem er; með tölvunni, símanum eða spjaldtölvunni.

2. Veldu afhendingarmáta og stað Fáðu vörurnar afhentar samdægurs - eða veldu annan tíma næstu 7 daga sem hentar betur.

3. Þú sækir eða við sendum Þú getur sótt í verslun eða aha sendir vörurnar til þín hvort sem er heim eða í vinnuna.

NETTO.IS

MUNDU EFTIR FJÖLNOTA POKANUM


REYKJAVÍK

25% AFSLÁTTUR

GERÐU FREYJU SKÁL HEIMA 3 tsk açaí grunnur Maika'i granóla

Saxaðar döðlur

Jarðarber Banani

Dökkt súkkulaði Maika'i hnetusmjör

Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel. Mælt er með að setja eins lítinn vökva og hægt er svo grunnurinn verði þykkur og góður. Skreyttu svo skálina með ferskum berjum, bananasneiðum og höfrum.

Açaí grunnurinn er 500 ml, glúteinlaus, lífrænn og inniheldur Omega 3, 6 og 9! Hægt er að búa til fjölbreyttar skálar úr grunninum eða borða hann beint upp úr boxinu. Grunnurinn fæst í Nettó.

HOLLT + FLJÓTLEGT + VEGAN

3


VÖRURNAR ERU: LÍFRÆNAR UMHVERFISVÆNAR MARGVERÐLAUNAÐAR GÆÐAVÖRUR

4


25% AFSLÁTTUR

5


100% L Í F R Æ N T

BAUNIR Í ALLA RÉTTI

25% R

U AFSLÁTT

100% L Í F R Æ N T

TÓMATAR Í MATARGERÐINA

25% UR

AFSLÁTT

6


25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

Byrjaðu daginn á veislu fyrir bragðlaukana Silkimjúkt Choco Orange með sætu appelsínubragði og dökku súkkulaði er tilvalið á glóðvolgt brauð eða nýbakaðar vöfflur. Vörurnar frá Good Good eru ketó-vænar, notast eingöngu við náttúruleg sætuefni og engum sykri er bætt við.

@ GOODGOODBRAND

GOODGOOD.NET

7


lífrænt

Kolbrún Pálína

Mikilvægi hvíldarinnar Kolbrún Pálína Helgadóttir, markþjálfi, talskona muna.is, fjölmiðlakona og fagurkeri leggur mikið upp úr andlegu og líkamlegu heilbrigði. Hún hefur skrifað mikið um mikilvægi sjálfsástar og umhyggju að undanförnu og segir hvíld afar vanmetna hjá mörgum, því í hvíldinni skapist töfrarnir.

V

ið víkingarnir erum harðir í horn að taka og megum svo sannarlega eiga það að við erum duglegir. Svo duglegir að við gleymum stundum því sem skiptir ekki síður máli, hvíldinni. Það hefur lengi talist til afreka að mæta slappur til vinnu, vinna tvær vinnur eða misbjóða sér með ýmsum hætti þegar kemur að „dugnaði“. Þessi lenska er sem betur fer á undanhaldi og mikilvægi hvíldar, svefns og hleðslu komið betur í ljós. Í hvíldinni hleður þú bæði huga og líkama. Frumur líkamans endurnýja sig eftir erfiði, nýjar hugmyndir fæðast og geðið fær ákveðið „búst“. Vörumerkið MUNA stendur nefnilega ekki bara fyrir lífræna hollustu, heldur andlegt og líkamlegt heilbrigði og góðan lífsstíl sem eykur lífsgæði fólks. Einmitt það heillaði mig við MUNA og er óhætt að segja að heildarhugmyndin á bak við merkið henti mér og mínum lífsvenjum afar vel. Ég er meðvituð um heilsuna og kýs næringarríkan mat. En ég vil einnig að hann bragðist vel því það er stutt í nautnasegginn í mér. Ég tók því samstarfinu við MUNA fagnandi. Símalausir sunnudagar Hér áður fyrr voru sunnudagar heilagir hvíldardagar og eru það enn í dag sums staðar úti í heimi. Allar verslanir loka, fólk fer í lautarferðir, fjölskyldur koma saman, eyða lunganum úr deginum í að elda mat, spjalla saman, hlæja og gleyma áhyggjum lífsins. Það er kannski eitthvað sem er auðvelt að láta sig dreyma um, en erfiðara að framkvæma. Þó er það samt nauðsynlegt af og til.

8


Við höfum tekið þátt í hraðri þróun tækninnar undanfarin ár, svo hraðri að við náum hreinlega ekki utan um hana öllum stundum. Við eigum það öll sameiginlegt að gleyma okkur með símtækið í hendinni heilu og hálfu tímana og finnast við vera að missa af öllu þarna úti og allir vera að gera eitthvað rosalega spennandi. Óhætt er að segja að þetta valdi hvaða heilbrigðri manneskju sem er streitu og óþarfa pressu og að baráttan við það eitt að vera í núinu í dag sé orðin ansi snúin. Talað er um að hefðirnar og tískan fari í hringi. Kannski er því tímabært að við sem rosknari erum tökum upp þann góða sið að nota sunnudagana til þess að hlaða batteríin okkar og barnanna okkar og eyða dýrmætum tíma saman. Ein hugmyndin gæti verið símalaus sunnudagur. Eða að allir fái hlutverk við gerð kvöldmatarins. Hægt er að spila borðspil saman, fara í gönguferð eða gera annað sniðugt sem fjölskyldan kann að meta. Þegar áreiti símanna er fjarlægt skapast töfrandi samræður og nándin á milli fjölskyldumeðlima eykst. Sambönd þróast og minningabankinn vex og dafnar! Fjölskyldusæla og samvera Á mínu heimili verður hægeldaður matur oft og tíðum fyrir valinu á sunnudögum, ljúfir tónar eru settir á fóninn og dagurinn nýttur til heimilisverka og útiveru í bland. Það er ekki illa séð að baka eins og eina sunnudagsköku sem bíður fjölskyldunnar þegar heim er komið úr göngu eða sundferð. Klassíska hjónabandssælan hefur verið ein mest bakaða kaka heimilisins til margra ára en hún hefur sömuleiðis tekið hinum ýmsu breytingum, stundum fengið extra sætu og nýjar sultur og stundum hefur hún verið sett í hollari búning. Að þessu sinni hef ég valið að gera hana í MUNA búningi, með döðlumauki í stað klassísku rabarbarasultunnar. Kakan er dásamleg heit með rjóma, en bragðast ekki síður vel daginn eftir. Einnig er hún tilvalin til þess að eiga í bitum í frysti svo hægt sé að lauma sér í bita og bita með kaffinu. Njótið vel, hvílist betur og safnið fallegum samverustundum!

Fjölskyldusæla Hjónabandssæla með döðlumauki

www.instagram.com/kolbrunpalina/

200 g brætt smjör 2 bollar MUNA spelt 2 bollar MUNA haframjöl 1 bolli MUNA hrásykur 1 egg 1 tsk. möndludropar 1 tsk. matarsódi 1 tsk. MUNA kanill eða eftir smekk 250 g MUNA döðlur 1 tsk. sítrónusafi

Aðferð: Setjið döðlurnar í lítinn pott og látið vatn fljóta yfir. Látið suðu koma upp og sjóðið í 5 mín. Setjið döðlurnar ásamt örlitlu af vatninu og sítrónusafanum í matvinnsluvél og maukið vel. Blandið öllum hráefnunum nema döðlumaukinu saman með sleif. Smyrjið form, takið helminginn af deiginu og þjappið í botninn á forminu. Smyrjið döðlumaukinu á botninn svo það þeki hann vel. Myljið að lokum restina af deiginu yfir og þéttið kantana. Bakið í ofni við 180 gráður í 30-40 mín.

9


25% AFSLÁTTUR

ð a a n u M n n i t u a r g a p p  o t 10


L Í FRÆ NT

KÓKOSRJÓMI & KÓKOSMJÓLK

25% AFSLÁTTUR

stökk & glúteinlaus hrökkbrauð

25% AFSLÁTTUR

11


, r u k l ó j m n á x e K s n i e t ú l g g o a j g eg 25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

12


u t s u ð r ö h r i r y f t t ý N r u d n e á d ð a u l l e m kar

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

t l e h t o sk ó b m o k  13


r u í l o r a n íl fræ  25% AFSLÁTTUR

MUNA.IS

14

muna _himneskhollusta


25% 25%

BRAGÐGÓÐAR SMYRJUR á eplin í boostidð í skálina

UR AFSLÁTTUR AFSLÁTT

Sætt, 25% stökkt 25% & ketó AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

GOODGOOD.NET

Brakandi heilsustykki með kollageni og lítið sem ekkert af kolvetnum. Engin gervisæta og enginn viðbættur sykur.

@GOODGOODBRAND

15


LÍFRÆNT

BRAGÐGÓÐAR OG HOLLAR SKVÍSUR

25% AFSLÁTTUR

t l l o h g o t g e l t ó j l F ð i x o b s i t s e ín 16


HÁGÆÐA LÍFRÆN JURTAMJÓLK

25% AFSLÁTTUR

T T Ý N

VEGAN

17


lífrænt

Þórunn Ívars

Meðvituð um umhverfið í vistvænu hverfi „Það er að mörgu að huga þegar kemur að því að hlúa að umhverfinu. Margt sem betur má fara blasir hreinlega við okkur en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir því hvað er óumhverfisvænt,“ segir Þórunn Ívarsdóttir, Sonett-notandi.

Þ

órunn segist lengi hafa verið meðvituð um umhverfið í vöruvali og tekið eitt skref í einu í átt að umhverfisvænni hegðun. „Ég er búin að taka allt sem snýr að sjálfri mér eins og snyrti- og hárvörur í gegn og skipta út fyrir lífrænar. Næsta skref var að skoða hreinsiefni heimilisins og þær vörur sem snúa að öðrum fjölskyldumeðlimum.“ Þórunn segir fjölskylduna hafa notað allt þetta týpíska sem keypt var hugsunarlaust úti í næstu búð. Árið 2018 flutti fjölskyldan í Urriðaholt en hverfið er mjög framarlega í umhverfis- og skipulagsmálum og hið fyrsta sinnar tegundar á Íslandi til að fá vistvottun skipulags. Hverfið ýtir undir aukna vitund „Að búa hér hvetur mann enn frekar til að gera betur því sjálfbærar ofanvatnslausnir tryggja hringrás vatnsins í hverfinu svo lífríkið í kring raskist ekki. Ég ákvað því að skoða okkar mál innandyra og skipti út hreinsiefnum heimilisins. Það er mikilvægt fyrir okkur að velja hreinlætisvörur sem innihalda hvorki efni sem eru skaðleg líkamanum við innöndun, né efni sem skaða umhverfið okkar. En það er einnig mikilvægt að velja efni sem virka jafn vel og þau sem ég var að nota áður,“ segir Þórunn. Sonett eru náttúrulegar ECOvottaðar hreinsivörur sem unnar eru úr lífrænum og demeter-vottuðum jurtahráefnum. Þær uppfylltu bæði væntingar og þarfir Þórunnar en þær brotna 100% niður í náttúrunni og eru með lífræn innihaldsefni. Þær vernda viðkvæmar vatnsauðlindir og eru langflestar vegan.

www.istagram.com/thorunnivars

18


Færð allar vörur sem þú þarft í línunni „Við framleiðslu á Sonett eru ekki notuð rotvarnarefni, ilmefni eða litarefni sem eru kemísk. Vörurnar eru einnig lausar við ensím og yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs. Vörulínan er stór og þú færð allar þær hreinlætisvörur sem þú þarft fyrir heimilið og meira til. Ég nota margar þeirra daglega en Multi-Surface and Glass Cleaner spreyið er örugglega hvað mest notað á mínu heimili bæði á steininn í eldhúsinu og glerfletina þar sem litlir puttar skilja eftir fingraför.“ Þegar Þórunn tekur vikuleg þrif á heimilinu notar hún baðhreinsinn, salernishreinsinn með myntuilminum og svo notar hún nokkra dropa af gólfsápu í ryksuguróbótinn sinn þegar hann moppar. Hrifnust af fljótandi þvottaefni „Ég hef alltaf verið hrifnust af fljótandi þvottaefni sem maður setur beint inn í vélina. Húðin mín sýnir strax viðbrögð ef ég nota eitthvað sem er of sterkt og ég er ekki hrifin af yfirgnæfandi gervilegri þvottaefnislykt. Ég kýs að nota fljótandi þvottaefni sem fer beint inn í vél því þannig losnar maður við að það mygli út frá þvottaefnishólfinu en þar á maður bara að setja þvottaefni í duftformi. Ég hef farið alveg eftir leiðbeiningunum aftan á brúsunum en þar eru mjög góðar upplýsingar um magn eftir því hversu óhreinn þvotturinn er, því það er ekki umhverfisvænt að nota of mikið þvottaefni fyrir fáar flíkur. Uppáhaldið mitt er klassíska fljótandi þvottaefnið frá Sonett með lavenderilmkjarnaolíu. Þvotturinn verður bæði tandurhreinn og ilmar dásamlega. Ég nota einnig fljótandi þvottefnið með myntu og sítrónu sem er sérstaklega gert fyrir litaðan þvott og fyrir íþrótta- og útvistarfatnað og á að draga úr allri lykt.“

Þórunn er mikil prjónakona og segir skipta máli að velja vandaða ullarsápu til að þvo heimaprjónuðu ullarflíkurnar. „Ólífu ullar- og silkisápan frá Sonett hentar einstaklega vel fyrir þvott sem er þveginn á 20-40 gráðum og er úr náttúrulegum trefjum eins og ull og silki. Sápan viðheldur mýkt ullarinnar og hreinsar óhreinindi úr fötunum sem koma oft grútskítug heim úr leikskólanum. Ég er virkilega ánægð með úrvalið frá Sonett og elska að geta fundið allt sem mig vantar í umhverfisvænni vörulínu. Mér líður vel þegar ég er að þrífa því ég veit að efnin sem ég nota brotna 100% niður í náttúrunni.“

Ég er virkilega ánægð með úrvalið frá Sonett og elska að geta fundið allt sem mig vantar í umhverfisvænni vörulínu.

19


sensitive Sérstakt þvottaefni fyrir þá sem hafa ofnæmi, viðkvæma húð og fyrir börn. Hentar öllum þvotti.

25% AFSLÁTTUR

20

Brotnar 100% niður í náttúrunni


25% AFSLÁTTUR

a n u M

a f a s a j r e b u n trö

21


lífrænt

Indíana Nanna Jóhannsdóttir

Námskeið fyrir heilsumiðaðar nútímakonur Indíana Nanna Jóhannsdóttir, þjálfari, ástríðukokkur og talsmaður muna.is, hefur sett á laggirnar nýtt netnámskeið fyrir konur sem snýst eingöngu um mataræði og lífsstíl. Segðu okkur aðeins frá nýja námskeiðinu þínu og hvað það felur í sér? Um er að ræða 60 daga netnámskeið fyrir heilsumiðaðar nútímakonur sem vilja sækja sér hnitmiðaðan fróðleik, leiðsögn og hvatningu til að bæta mataræðið og auka svefngæði. Námskeiðið inniheldur allar mínar helstu áherslur og þumalputtareglur sem ég hef sjálf að leiðarljósi þegar kemur að mataræði, næringu og svefni. Mig langar að veita konum innblástur og gefa þeim hugmyndir. Ég vil hvetja þær áfram og sýna fram á að hollur, bragðgóður og næringarríkur matur þarf alls ekki að vera leiðinlegur, tímafrekur eða valda hausverk. Matur á að vera gleðiefni og láta okkur líða vel. Betri svefn skilar sér alltaf í betri líðan og er mikilvægasta undirstaðan fyrir allt annað sem við gerum. Við erum ekki að fara að vigta matinn okkar eða telja kaloríur. Við ætlum ekki að gera mataræðið eða svefninn okkar að leiðinlegu heimaverkefni. Við setjum okkur heilbrigð mörk og leggjum áherslu á næringu, vellíðan og skemmtilega fræðslu. Við ætlum að einblína á að vera saddar, sælar, úthvíldar og vel nærðar. Hverjar eru aðal áherslurnar á námskeiðinu? Matur: Höfuðáhersla verður á að elda og útbúa sjálfar næringarríkan og bragðgóðan mat. Í gegnum námskeiðið deili ég uppskriftum, innkaupalista og þeim þumalputtareglum sem ég vil að nýtist heima fyrir hjá þeim sem stunda námskeiðið. Svefn: Gæðasvefn er mikilvægur fyrir eðlilega líkamsstarfsemi og skýrar hugsanir til að takast á við dagleg verkefni. Við skoðum tengsl mataræðis og svefns: Hvernig hefur svefn áhrif á matarlyst eða langanir? Hvernig hefur mataræðið áhrif á svefn? Við setjum saman svefnrútínu og vinnum að því að bæta gæði svefnsins til að gera hvern einasta dag betri. Ef við ætlum að ná árangri á einhverju sviði lífsins er svefninn alltaf undirstaðan.

22


Hvaða ráð áttu varðandi skipulag og innkaup? Er best að versla einu sinni í viku eða gera lista fyrir hvern dag? Mér finnst gott að „gefa tóninn“ með því að fara í búðina og versla sirka inn fyrir vikuna. Ég hugsa að ég fari 2-3 sinnum í viku í búð, en versla auðvitað mismikið í einu. Gott er að stilla upp mjög einföldum vikuseðli og ákveða kvöldmatinn og hafa allt klárt fyrir hvern rétt til að auðvelda sér lífið. Verslið mest inn af ferskvöru eða vörum sem hafa stuttan líftíma: Brauð, mjólkurvörur, ávexti, grænmeti, kjöt, fisk og egg. Þessar vörur finnur þú oftast í jaðrinum í matvöruverslunum því þar þarf oftast að fylla á. Verslið frekar minna en meira og takið eftir því ef þið hendið ákveðnum mat ítrekað í ruslið og kaupið minna af honum næst. Ég er líka dugleg að setja matvæli í frysti til að lengja geymslutíma þeirra. Til dæmis set ég brauð yfirleitt beint í frysti og svo rista ég sneið og sneið.

Hugarfar: Það er alltaf mikilvægt að vinna í hugarfarinu og vera opin fyrir nýjum hugmyndum. Við setjum okkur einföld og raunhæf markmið og vinnum svo saman að því að ná þeim. Við gefum okkur líka rými fyrir mistök, það er alltaf nauðsynlegt!

Ég er ein þeirra sem finnst í alvöru skemmtilegt að fara í búðina og dunda mér við að versla inn. Það eru ekki allir þannig, en þá er þægilegt að versla á netto.is og fá matinn sendan heim! Ég mun eflaust nýta mér þetta oft í fæðingarorlofinu.

Framkvæmd: Við látum verkin tala og lærum með því að prófa okkur áfram, ekki bara með því að lesa eða hlusta á það sem kemur fram á námskeiðinu. Ég legg fyrir lítil verkefni og litlar áskoranir, fer yfir stutta matardagbók og fleira skemmtilegt.

Sjálf notar þú MUNA vörurnar. Hvernig passa þær inn í lífsstílinn og af hverju notar þú þær?

Er fólk orðið öruggara með að stunda námskeið á netinu? Ég hugsa að margir séu að átta sig betur og betur á því hve þægilegt er að sækja sér fróðleik og hvatningu í gegnum netið. Sjálf gat ég nælt mér í kennararéttindi á síðasta ári í svokölluðu Animal Flow, sem er ákveðið æfingaform, með því að taka námskeið í gegnum Zoom á stofugólfinu heima. Atburðir síðasta árs hafa hvatt marga til nýsköpunar, sem er bara stórkostlegt. Hverjar eru þínar áherslur í mataræði? Heilnæmt, bragðgott og hversdagslegt mataræði á að næra bæði líkama og sál. Það á ekki að valda okkur hugarangri heldur vera gleðiefni. Við borðum oft á dag og á hverjum degi alla okkar ævi svo það væri synd að njóta þess ekki eins og hægt er. Matur er mér hjartans mál og hefur lengi verið. Sterkustu minningarnar úr æsku eru flestar ef ekki allar tengdar mat á einhvern hátt. Sjálf hef ég verið grænmetisæta, vegan, kjötæta, mjög óholl, mjög holl, borðað sykur, ekki borðað sykur, talið kaloríur og fleira. Mér finnst gaman að gera tilraunir í mataræði og finna þannig út hvað hentar mér best. Á þessu námskeiði langar mig að aðstoða hverja og eina við að finna út hvað hentar best. Í dag borða ég í raun allt og reyni að setja fókusinn á næringarþéttni í fæðunni. Hún á að innihalda sem minnst af aukaefnum, gefa mér góða orku og láta mér líða vel. Þegar kemur að mataræði og fæðuvali einblíni ég á stóru myndina. Það sem ég geri oft og endurtekið skiptir mestu máli. Í einföldu máli legg ég áherslu á fjögur atriði: Næringu, ánægju, seddu og tilfinningu.

Ég er virkilega hrifin af lífrænni matvöru og það skiptir mig máli að velja annaðhvort íslenskar afurðir eða lífrænar vörur eða hvort tveggja.

Ég er virkilega hrifin af lífrænni matvöru og það skiptir mig máli að velja annaðhvort íslenskar afurðir eða lífrænar vörur eða hvort tveggja. Vörulínan frá MUNA er svo ótrúlega breið og það eru ýmsar vörur sem ég vil alltaf eiga til heima eins og kókosolía, hafrar, chia-fræ, hampfræ og kanill, til dæmis. Hvernig lítur klassísk vikukarfa Indíönu út? í henni er lax, nautahakk og gott lambakjöt á beini með fitu. Íslenskt grænmeti, lífrænir ávextir, íslenskt smjör, feitur ostur og lífræn sulta. Hnetur frá MUNA í heimagert granóla og til að setja út í salat með kvöldmatnum eða ofan á laxinn í bland við döðlur og parmesan- eða fetaost. Haframjöl frá MUNA verður alltaf að vera til í bakstur en við fjölskyldan erum mjög hrifin af því að eiga rólega morgna og baka saman bananapönnsur. Hvar er best að nálgast frekari upplýsingar um netnámskeiðið? Á heimasíðu GoMove Iceland finnur þú allar upplýsingar um bæði þjálfun og netnámskeiðið. www.gomove.is Instagram: @indianajohanns www.facebook.com/coachindiana www.instagram.com/indianajohanns/

23


ÁN VIÐBÆTTS SYKURS

ÁN PALMAOLÍU FÁAR HITAEININGAR

FRÁBÆRT BRAGÐ ER FRAMAR ÖLLU

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

100% ávextir Engin aukaefni

24


VIRKNI ÚR ÍSLENSKU HAFI Hreyfing er lífsgæði

25%

LIÐIR Verndar liði, bein & brjósk

AFSLÁTTUR

KOLLAGEN Fyrir húð, hár & neglur

25% AFSLÁTTUR

FRÁBÆRT BRAGÐ ER FRAMAR ÖLLU

Án viðbætts sykurs

Án pálmaolíu Glútenlaus

25


hollusta

Guðrún Sørtveit

Góðgerlar fastur liður á morgnana Góðgerlar á morgnana eru orðnir fastur liður í rútínunni hjá mér og dóttur minni. Eftir að ég eignaðist hana fór ég að huga betur að heilsunni og fræðast meira, meðal annars um góðgerla.

G

óðgerlar veita góðan ávinning, bæði fyrir líkamlega og andlega heilsu. Góðgerlar bæta þarmaflóru og stuðla að heilbrigðu jafnvægi baktería í þörmunum. Talað er um að öll veikindi byrji í meltingarveginum. Við fæðingu barns fær maður að kynnast því á nýjan hátt hvað melting er mikilvæg, eða allavega upplifði ég það þannig. Það kannast eflaust margir foreldrar við að vera endalaust að pæla í meltingu og hægðum hjá ungabarninu sínu. Góðgerlar geta til dæmis styrkt mótstöðu gegn veikindum og hjálpað börnum með meltingarvandamál, eins og kveisu, hægðatregðu og bakflæði. Þarmaflóran spilar nefnilega stórt hlutverk í öllum meltingarvandamálum. Það heillaði mig hvað Optibac er með úrval af góðgerlum fyrir fullorðna og börn. Ég nota ýmist Optibac fyrir hvern dag (blár pakki), Optibac fyrir konur (fjólublár pakki) og stundum tek ég Optibac One Week Flat, sem vinnur gegn uppþembu. Mér finnst gott að geta breytt til eftir því hvað vantar hverju sinni. Dóttir mín fær annaðhvort Optibac duft eða dropana. Síðan er ég spennt fyrir því að leyfa henni að prófa Optibac góðgerlaávaxtahlaupið þegar hún verður eldri.

26

Guðrún er 27 ára sjálfstætt starfandi mamma og greinarhöfundur á lífsstílsvefmiðlinum Trendnet, þar sem hún leggur áherslu á förðun, lífsstíl og móðurhlutverkið. Hún stundar einnig nám í viðskiptafræði.


Vinveittir góðgerlar fyrir börn Náttúrulegir góðgerlar fyrir börn frá þriggja ára aldri. Ávaxtahlaup samsett án viðbætts sykurs eða sætuefna. Bacillus er einn af mest rannsökuðu góðgerlunum fyrir börn. Gott jarðarberjabragð og mjúk áferð.

25% AFSLÁTTUR

NÝTT 100%

Plastlausar umbúðir

OptiBac góðgerlar geta stuðlað að heilbrigðu jafnvægi baktería í þörmunum. Geta hentað fyrir meltingarvandamál, hægðatregðu, bak�æði og �eira.

27


biona

Kórónar holla máltíð

25% AFSLÁTTUR

Ólívuolía frá Biona er dásamlega mild á bragðið og framleidd samkvæmt hæstu gæðakröfum. Ólívuolían frá Biona er búin til úr hágæða ólívum sem eru kaldpressaðar innan nokkurra daga frá tínslu og veita því ferskasta bragð og ilm. Í framleiðsluferlinu eru ólívurnar aðskildar frá greinum sínum og laufin síðan skoðuð sjónrænt til að tryggja að þau séu í hæsta gæðaflokki.

biona ólívuolía er lífræn, vegan og hveitilaus

28


biona

Kórónar holla máltíð

Vörurnar frá Biona eru lífrænar og dásamlega bragðgóðar. Prófaðu þessa hollu ljúffengu uppskrift af fylltum sætum kartöflum. INNIHALDSEFNI 4 meðalstórar sætar kartöflur 1 msk Biona lífræn ólífuolía 1 stór laukur, skorinn smátt 2 hvítlauksgeirar, skornir smátt 1 tsk chilliduft 1 tsk þurrkað oreganó 1/2 tsk kúmen 1/4 tsk chipotle chili duft eða cayenne pipar, má sleppa og fer eftir smekk 1 dós af Biona lífrænum svörtum baunum 150ml Biona Organic tómatpassata salt og pipar eftir smekk Handfylli af rifnum osti Kóríander, avókadó og jógúrt til skreytingar

25% AFSLÁTTUR

AÐFERÐ Hitaðu ofninn í 200 gráður. Stingdu göt í sætu kartöflurnar með gaffli og settu síðan á bökunarplötu. Steiktu kartöflur í ofni í 40-50 mínútur eða þar til þú getur stungið gaffli eða hníf í miðja kartöfluna. Á meðan sætu kartöflurnar eru í ofninum, hitaðu olíu við meðalháan hita á pönnu. Steiktu lauk og hvítlauk þar til laukurinn mýkist eða um 6-8 mínútur. Næst skal blanda chili dufti, oregano, kúmeni og chipotle chili dufti eða cayenne, fer eftir smekk. Blandaðu baunum og passata saman við. Láttu suðuna koma upp og lækkaðu síðan hitann og leyfðu að malla í nokkra mínútur. Smakkaðu til og bragðbættu með salti og pipar eða viðbótarkryddi ef þurfa þykir. Þegar sætu kartöflurnar eru tilbúnar skaltu skera þær í tvennt. Settu væna skeið af baunamaukinu á hvern kartöfluhelming og stráðu svo osti yfir. Toppaðu síðan með kóríander, avókadó og jógúrti. Verði þér að góðu.

29


hollusta

Ásdís grasalæknir

Góðar heilsuvenjur eru lykillinn að heilbrigðu lífi Ásdís Ragna Einarsdóttir útskrifaðist með BSc í grasalækningum frá University of East London árið 2005 og hefur rekið eigin viðtalsstofu um árabil þangað sem fjöldi einstaklinga hefur leitað til hennar í ráðgjöf í gegnum árin. Ásdís hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeiða um land allt, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki, m.a. um áhrif og notkun lækningajurta, heilsusamlegt mataræði og fleiri heilsutengd málefni. Ásdís er meðlimur í bresku fagfélagi grasalækna, The National Institute of Medical Herbalists, en starf grasalæknis felst í því að meðhöndla einkenni og kvilla á heildrænan og náttúrulegan hátt. Markmið Ásdísar er að hvetja skjólstæðinga sína til þess að efla heilsu sína og leiðbeina þeim um heilsusamlegt mataræði, heilbrigðar lífsvenjur og notkun lækningajurta og vinna markvisst að bættri heilsu, jafnvægi og vellíðan.

F Gæðaprófanir eru gerðar á öllum NOW vörum hjá óháðri rannsóknarstofu.

lest vitum við nokkurn veginn hvað við eigum að gera til þess að vera heilbrigð og hraust en það getur verið áskorun að tileinka okkur góðar heilsuvenjur og viðhalda þeim svo við náum þeim árangri og jafnvægi sem við viljum öðlast. Sjálf hef ég reynt að tileinka mér nokkrar einfaldar venjur sem ég get haldið mig við, eins og að passa upp á svefninn, velja lífræna og heilsusamlega fæðu, fasta reglulega og hreyfa mig. Daglega rútínan mín er yfirleitt þannig að ég fasta í a.m.k. 12-14 klst. og byrja svo daginn á nærandi morgunmat sem er oftast grænn þeytingur eða chiagrautur. Svo tekur vinnan við fram að hádegi og þá tek ég góðan göngutúr með hundinn. Hádegismaturinn er svo eitthvað af eftirfarandi: Grænt salat með avókadó og kjúklingi, lax og grænmeti eða súrdeigsbrauð með eggi, geitaosti eða hummus. Ef ég hef þörf fyrir millimál þá fæ ég mér hnetur og dökkt 85% súkkulaði eða epli með möndlusmjöri. Stundum útbý ég latte með kakói, kollageni og möndlumjólk í millimál. Eftir vinnudaginn reyni ég koma inn æfingu, annarri hreyfingu eða útivist. Kvöldmaturinn er ýmist fiskur, lambakjöt, kjúklingur eða baunir með fjölbreyttu grænmeti og góðri ólífuolíu. Bætiefnin sem ég tek reglulega eru Eve fjölvítamín fyrir konur, Omega-3 fitusýrur, D-vítamín, Women’s Probiotic góðgerlar, Rhodiola, Magnesíum og B12. Ég hef notað NOW bætiefnin í gegnum árin og mælt með þeim við skjólstæðinga mína með góðum árangri. Haustið 2019 heimsótti ég höfuðstöðvar NOW í Chicago í Bandaríkjunum og kynnti mér allt framleiðsluferlið ásamt því að skoða rannsóknarstofurnar þeirra. Þar er allt unnið samkvæmt ströngustu gæðastöðlum

30


þegar kemur að framleiðslu bætiefna. NOW er fjölskyldufyrirtæki með yfir 50 ára reynslu og þekkingu á framleiðslu á yfir 1400 tegundum af bætiefnum og heilsuvörum og leggur mikla áherslu á vörur úr hreinum og náttúrulegum innihaldsefnum í hæsta gæðaflokki. Gæðaprófanir eru gerðar á öllum NOW vörum hjá óháðri rannsóknarstofu og allar vörur frá NOW eru með GMP-vottun sem þýðir að allt framleiðsluferlið er undir ströngu ytra og innra gæðaeftirliti. NOW er einnig með USDA Organic, Certified Vegan og Non-GMO Project Verified merkingar á sínum vörum sem tryggja hreinleika og öryggi og að vörurnar séu framleiddar án aukaefna, erfðabreyttra efna og mengunarefna. NOW leitast við að nota lífrænt hráefni og gerir miklar kröfur um að hráefnin séu eins náttúruleg og hægt er. NOW býður upp á fjölbreytt úrval af vörum með lífrænu innihaldi. NOW er einn þekktasti og virtasti framleiðandi bætiefna í heiminum og er einnig þekktur fyrir metnað í rannsóknum á virkni og öryggi bætiefnanna. NOW er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu á bætiefnum og stendur fyrir gæði, hreinleika og virkni og er góður valkostur. www.grasalaeknir.is www.instagram.com/asdisgrasa www.facebook.com/grasalaeknir.is asdis@grasalaeknir.is

31


BANGS engiferskot

25% AFSLÁTTUR

með eplum, sítrónu og appelsínu

Vegan Glútenfrí Laktósafrí

Rótin að góðum degi

20% AFSLÁTTUR

32


N ÝT T LÍFRÆNIR ÁVAXTASAFAR enginn viðbættur sykur

T T O G & f l j ó t l e gt

Hollari valkostur í annríki dagsins

m víta eiri mín

nýtt

innocent super smoothie

r refja t i r i me

Energise og Into the Blue innihalda vítamínin B1, B2, B6 og níasín sem stuðla að eðlilegum, orkugæfum efnaskiptum. Antioxidant er ríkur af E-vítamínum sem vernda frumurnar gegn oxunarálagi. Neytist ásamt öðru heilbrigðu og fjölbreyttu matarræði.

33


hollusta

Sigrún María Hákonardóttir

Hugarfarið stjórnar upplifun okkar á öllum aðstæðum Sigrún María Hákonardóttir er stofnandi og eigandi Kvennastyrks, líkamsræktar fyrir konur í Hafnarfirði. Hún er þriggja barna móðir og brennur fyrir andlegri og líkamlegri heilsu. Sigrún kýs MUNA vörur vegna gæða og verðs. Þær eru ómissandi í baksturinn og kósýkvöldin á hennar heimili.

E

f það er einhver vöðvi sem ætti að huga að á hverjum degi, þá er það „hugarfarsvöðvinn“. Hugurinn stjórnar upplifun þinni frá morgni til kvölds. Hefur þú velt fyrir þér í hvaða ástandi hugur þinn er? Ef þú gætir gefið honum einkunn byggða á hversu mikið hugsanir þínar vinna með þér, hver væri hún? Við erum ekkert nema venjur en þær hefjast í hugsunum okkar. Ef þú t.d. hugsar endurtekið að þú sért drífandi, að þú gerir hlutina án þess að velta þér upp úr þeim, þá munt þú verða þannig á endanum. Og ef þú hugsar sífellt að þú ofhugsir og getir aldrei tekið ákvarðanir, þá helst þú á þeim stað að ofhugsa allt og pæla óþarflega mikið í hlutunum. Hugsanir okkar stýra okkur í öllu. Venjur stýra okkur í öllu. Það er auðveldara að tileinka sér góðar venjur með uppbyggilegu hugarfari. Langar þig að tileinka þér orkumeira mataræði, læra betur inn á líkama þinn og/eða sofa betur? Langar þig að hafa ánægju af því sem þú ert að gera í lífinu, hreyfa þig á hverjum degi og/eða hitta fjölskyldu og vini oftar? Byrjaðu þá á hugarfarinu og hugsaðu um það sem vöðva. Þú þarft að þjálfa vöðvann og þú þarft síðan sífellt að halda honum við. Í lífinu skiptast á skin og skúrir. Stundum er óviðráðanlegum aðstæðum kastað að okkur og ef við erum með sterkan „hugarvöðva“ komumst við betur og fyrr í gegnum áföll og aðstæður sem hafa áhrif á okkur. Með sterkum hugarvöðva ertu oftar með þér í liði, þú tekur þér eins og þú ert og vinnur að því að verða betri. Þú tekur erfiðu dögunum sem sjálfsögðum, því þeir eru hluti af lífinu, og nýtur þess þegar allt gengur vel. Þú heldur alltaf áfram sama á hverju gengur og leyfir þér að vera nákvæmlega eins og þú þarft að vera.

34

Ég stekk á öll tækifæri, er með allskonar markmið í vinnslu og fæ svo mikla ánægju út úr lífinu.


Hrökkbrauð Innihald • • • • • • • •

1 dl MUNA sólblómafræ 1 dl MUNA sesamfræ 1 dl MUNA hörfræ 1 dl MUNA graskersfræ 1 dl MUNA gróft haframjöl 1 ½ dl MUNA spelthveiti (heilhveiti, rúghveiti eða hveiti getur líka gengið) 1 msk. malað kúmen 1-2 tsk. salt (ég set 1 tsk. í deigið og strái síðan salti yfir deigið þegar ég er búin að fletja það út) • 1 dl olía (ég nota oft til helminga: ½ dl af annaðhvort avókadóolíu eða venjulegri gulri og ½ dl af „extra virgin“ grænni) • 2 dl vatn

Aðferð

Hvernig getur þú þjálfað hugann? Það sem ég geri er að hlusta á uppbyggilegt efni, skrifa í dagbók og hugleiða. Uppbyggilegt efni er t.d. að finna á hlaðvarpinu mínu Pepp Fundir. Einnig er fullt af efni á YouTube frá erlendum aðilum. Ég hlusta oftast á eitthvað þegar ég er að keyra eða ganga frá. Það þarf ekki nema nokkrar mínútur á dag, en gott er að tileinka sér þetta daglega til þess að viðhalda sterkum „hugarvöðva“. Ég skrifa í dagbók á hverjum degi, t.d. í Ritleiðslu, sem er dagbók sem ég hef gefið út, en með því næ ég að einblína á það sem vel gengur, setja mér fyrir viðráðanleg dagsverkefni og minna mig á allskonar hluti sem halda mér gangandi. Ég hef einnig gefið út hugleiðslupakka þar sem þú tæklar hugsanir þínar í 7 mínútur á dag. Þessi aðferð hefur gert gríðarlega mikið fyrir mig, styrkt þetta innsæi innra með mér. Ég hef komist að allskonar hlutum með reglulegri hugleiðslu og með því að tækla hugsanirnar á þennan hátt. Svo les ég á kvöldin fyrir svefn en mér finnst hugurinn þroskast við það og komast á næsta stig. Ég hef unnið markvisst í mínu hugarfari síðan haustið 2017 og er hvergi nærri hætt þar sem ávinningurinn hefur verið gríðarlegur. Ég stekk á öll tækifæri, er með allskonar markmið í vinnslu og fæ svo mikla ánægju út úr lífinu. Ég tek á móti öllu sem er kastað að mér og vinn úr því. Ég nýt til fulls góðu daganna þegar ég lendi á bleiku skýi og syndi í gegnum þessa gráu daga og leyfi mér að dvelja á þeim stað eins lengi og ég þarf. Ég hvet þig til þess að vinna í hugarfarinu, taka lítið skref í dag sem er öðruvísi en í gær, t.d. að gera eitthvað einfalt eins og að hlusta á eitthvað uppbyggilegt. Þú getur þetta rétt eins og ég.

Með sterkum „hugarvöðva“ ertu oftar með þér í liði, þú tekur þér eins og þú ert og vinnur að því að verða betri.

1. Hitaðu ofninn í 200°C undir/yfir. 2. Byrjaðu á því að blanda öllum þurrefnum vel saman í skál. Blandaðu næst olíu og vatni saman við. 3. Settu bökunarpappír á bökunarplötuna. 4. Ef þú vilt að hrökkbrauðið sé stökkt skaltu skipta því í tvennt og baka í sitthvoru lagi, annars baka í heilu lagi. 5. Settu deigið á bökunarplötuna. Settu annan bökunarpappír ofan á og flettu deigið út þar til það verður jafnt og í þeirri þykkt sem þú vilt. Best er að nota hendurnar til þess að fletja út. 6. Lyftu bökunarpappírnum rólega af og skerðu deigið í hæfilega stóra bita og stráðu smá salti yfir. Hægt er að nota pítsuhníf eða venjulegan hníf. 7. Bakaðu síðan í miðjum ofni í 12-20 mínútur (mismunandi eftir ofnum, í mínum ofni passa 14 mín. þegar ég skipti deiginu í tvennt en um 20 mín. þegar ég baka í heilu lagi). Ef þú vilt að hrökkbrauðið verði aðeins mjúkt, þá bakar þú það í styttri tíma – ef þú vilt að það verði stökkt, bakar þú það lengur eða þar til það er fallega gullinbrúnt á litinn. Stærðin á hrökkbrauðinu skiptir líka máli þannig að gott er að fylgjast vel með fyrsta skammtinum.

Hér er uppskrift að hrökkbrauði sem ég vil deila með þér og er þægilegt að grípa í. Á sama tíma vil ég ögra aðeins huganum með því að spyrja þig hvaða afstöðu þú hefur til baksturs? Hugsarðu: „O, ég þoli ekki að baka, það tekur svo langan tíma, ég kann ekkert á þetta, ég klúðra alltaf öllu.“ Eða eitthvað í þessum dúr: „Ég ætla að baka“ og punktur eða jafnvel eitthvað ánægjulegt í kringum það? Hugsanir þínar munu stjórna upplifun þinni á öllum aðstæðum.

35


MARGVERÐLAUNAÐ, LJÚFFENGT OG PRÓTEINRÍKT HNETUSMJÖR.

Í BÚSTIÐ

25% AFSLÁTTUR

Á EPLIÐ

36

N ANA A B Á


Bragðgóðir gosdrykkir! g o t n Lífræandi! sval

25% LÍFRÆNIR KRAFTAR TIL MATARGERÐAR

AFSLÁTTUR

Kallo kraftar eru lífrænir, glútenlausir og án MSG og gervi, litar-, bragð- og rotvarnarefna.

37


VÍTAMÍN + TE + SAFI + VATN 25% AFSLÁTTUR

BRAGÐGÓÐIR TREFJARÍKIR SEÐJANDI

Frækex Keto, vegan, gluteinlaust og að sjálfsögðu lífrænt umbúðum

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Kaja organic, Kalmansvellir 3, kajaorganic.com, kajaorganic@gmail.com

38


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

39


25% AFSLÁTTUR

40


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

41


hollusta

Birgitta Líf Björnsdóttir

Gott form er að vera í góðu jafnvægi Birgitta Líf er markaðs- og samfélagsmiðlastjóri hjá World Class og Laugum Spa, eigandi skemmtistaðarins Bankastræti, íþróttakona og áhrifavaldur. Hún er dugleg að sýna frá æfingum og heilbrigðum lífsstíl á samfélagsmiðlum en fjölbreyttar æfingar eru hennar helstu áhugamál. Hver er þín uppskrift að góðum degi? Góður dagur inniheldur án nokkurs vafa æfingu eða hreyfingu af einhverju tagi. Ég fann vel fyrir því í sumar þegar æfingar voru á hliðarlínunni vegna anna við önnur verkefni hvað ég saknaði þess að komast aftur í góða æfingarútínu. Í minni uppskrift að góðum degi er æfing, vinna, samvera með fjölskyldu og vinum og auðvitað góður matur. Hvað gerir þú til að halda þér í góðu formi? Fyrir mér er gott form að vera í góðu jafnvægi bæði andlega og líkamlega. Til að halda því reyni ég að skipuleggja mig vel, næra mig vel, gefa mér tíma fyrir æfingar jafnt sem slökun og „self-care“ og er dugleg að efla tengslin við fólkið mitt. Hvernig er æfingarútínan þín og hvenær/hvernig finnst þér best að æfa? Ég æfi á mismunandi tímum og á frekar auðvelt með að aðlaga æfingatímann að dagskránni minni hverju sinni. Mér finnst skipta rosalega miklu máli að æfa með vinkonum mínum en þær hafa einnig allar mjög fjölbreytta dagskrá og við reynum að skipuleggja okkur til að komast sem oftast saman á æfingar. 42

Ég æfi WorldFit flesta daga vikunnar og reyni að mæta allavega einu sinni í viku á morgunæfingu fyrir vinnu því það er svo gott að eiga „frí“ um eftirmiðdaginn – en á móti kemur að ég er ekki mikil morgunmanneskja svo morgunæfingar eru ekki fastur liður. Flesta daga fer ég á æfingu beint eftir vinnu en það kemur einnig fyrir að ég hoppi í hádegishléinu. Auk WorldFit mæti ég í opna tíma í World Class þar sem HotFit í infrared-sal er í uppáhaldi en mér finnst líka gott að fara stundum ein á cardio-tækin með góða tónlist eða „podcast“ í eyrunum. Svo kemur fyrir að ég detti inn í danstíma á kvöldin hjá DWC. Það var eitt af markmiðum mínum þetta árið að leggja rækt við dansáhugamálið en ég æfði dans frá þriggja ára aldri. Hver er þín uppáhaldsfæða/fæðutegundir? Ég er stoltur pasta-„lover“. Annars er ég mikill matgæðingur og reyni að borða fjölbreytta fæðu. Hvaða vörur eru í uppáhaldi hjá þér á Heilsudögum Nettó? MUNA vörurnar eru allar frábærar og í miklu úrvali. Það er tilvalið að birgja sig upp af höfrum, fræjum, hnetusmjöri, hunangi og fleiri „nauðsynjavörum“ til að eiga inni í skáp. Hvað myndir þú ráðleggja þeim sem vilja koma sér upp góðri rútínu hvað varðar líkamlegt og andlegt heilbrigði; hvert er fyrsta skrefið í átt að bættum lífsstíl? Skipulag, markmið og eitt skref í einu. Þú þarft að finna út hvert þitt persónulega markmið er og gera raunhæft plan til að vinna að því. Ef það er t.d. að byrja að mæta á æfingar þá væri fyrsta skrefið fyrir mig að finna út hvaða æfingar/tíma mig langar að fara í, skrá mig í tíma og mæta á staðinn. Út frá því verður auðveldara að mæta næst og svo styður þetta við hvort annað, andlegt og líkamlegt heilbrigði. Ég get staðhæft að ég hef aldrei séð eftir að mæta á æfingu þrátt fyrir að hafa þurft að hafa mikið fyrir því að koma mér af stað. Manni líður betur eftir á, sérstaklega andlega. Átt þú þér uppáhaldsuppskrift að hollum rétti sem þú vilt deila með lesendum? Græni heilsudrykkurinn sem er á matseðli í Laugum Café er minn „go to“ þegar ég vil fá mér eitthvað sérstaklega hollt og gott. Ég bæti vanillupróteini við sem gerir hann extra sætan og kremaðan.

Heilsudrykkur Dísu 100 g frosið mangó 50 g spínat 20 g engiferrót 20 g sellerí 230 ml pressuð epli 30 g kollagenduft 30 g vanilluprótein Allt nema próteinið sett í blandara og þeytt saman. Próteini bætt við í lokin og hrært stutt.


Einfalt að velja hollara

SMeLLpaSSar

Hentugt millimál

Ísey skyr í hentugum umbúðum til að grípa með sér á ferðinni, eftir æfingu eða sem nesti fyrir fólk á öllum aldri.

Iseyskyr.is

43


25% AFSLÁTTUR

Toppaðu daginn með túnfiski ora.is

44


brakandi

góð STEMNING

brakandi

góð STEMNING

brakandi

GOTT MILLI MÁLA

45


Hvað erí uppáhaldi hjá þínu krí li?

Fingramatur

Ávaxta- og grænmetisskvísur

20% AFSLÁTTUR

Kvöldverðaskvísur

Ávaxtaskvísur 46

Grænmetisskvísur


25% AFSLÁTTUR

deliciously ella Góðgæti fyrir öll lífsins tilefni

Deliciously Ella heilsuvörulínan hefur heldur betur sigrað heiminn með gómsætu heilsufæði. Vörurnar eru glútenlausar og einstaklega bragðgóðar ásamt því að henta þeim sem fylgja veganog plöntumiðuðu mataræði.

47


hollusta

Eva Dögg Rúnarsdóttir og Berglind Gísladóttir í RVK RITUAL

Fegrunarleyndarmál grænmetisdeildarinnar Uppáhaldsstaðurinn okkar í Nettó er tvímælalaust grænmetisdeildin (þó heilsudeildin sé líka okkar griðastaður), sérstaklega á haustin þegar ný uppskera er allsráðandi. Við trúum á að borða alla liti regnbogans fyrir heilsu og húð og borða mat sem inniheldur það sem jógarnir kalla „prana“ eða lífsorku sem grænmeti og ávextir eru fullir af.

E

in besta leiðin til að halda húðinni fallegri og ónæmiskerfinu sterku er að borða grænt grænmeti, sérstaklega salat og kál. Það er troðfullt af steinefnum og C-vítamíni sem hjálpar líkamanum við að framleiða kollagen fyrir húð og hár. Einnig er flest appelsínugult grænmeti sem og ávextir með nóg af andoxunarefnum sem hjálpa líkamanum að losa sig við óþarfa og halda húðinni í jafnvægi. En töfrar plöntufæðis ná lengra en bara í salat og snarl, það er einnig tilvalið að nýta grænmeti og ávexti í heimagerðan dekurdag. Snyrtivörudeildin í ísskápnum Það er óþarfi að láta húðrútínuna kosta of mikið eða flækja hana um of, þú getur einfaldlega opnað ísskápinn eða eldhússkápinn, fundið til nokkur hráefni og búið til nærandi dekur. Klassískt er að nota kaffikorginn í skrúbba fyrir líkamann og við mælum með því. Koffínið hefur öfluga andoxunareiginleika og er alveg sérstaklega gott fyrir blóðflæði húðarinnar, virkar gegn appelsínuhúð, veitir ljóma og er talið vera gott gegn sólarskemmdum í húð. Eiginlega mælum við meira með því að þú notir kaffið þitt á líkamann en í líkamann, því of mikil kaffineysla getur þurrkað upp vökvabirgðir líkamans. Og svo ef þú drekkur ekki kaffi er tilvalið að nota afgangs te á húðina, því grænt te og kamillute eru alveg frábærir tónerar fyrir andlitið. Ávaxtasýrumeðferðir eru þekktar og vinsælar í snyrtivörubransanum, svo að hvað um að setja ávexti og grænmeti beint á andlitið? Í hvert skipti sem þú skerð niður tómat að taka endann og maka honum framan í þig áður en þú hendir honum í ruslið! Sítrusávextir eru einnig góðir fyrir feita húð, gera hana skínandi hreina og þétta hana, en ef maður setur sítrussafa í andlitið er gott að skola hann vel af innan 10 mínútna því að sítrus getur gert húðina viðkvæma fyrir sól. Svo er tilvalið að setja vatn í spreyflösku og bæta við smá afgangs sítrónusafa, gúrkusneiðum og jarðarberjum og geyma inni í ísskáp og nota sem frískandi andlitsvatn.

48


Heimagerð dekurstund

MOJITO varaskrúbbur

Til eru ótal fleiri einfaldar leiðir til að nýta hráefni heimilisins í skemmtilegt og náttúrulegt dekur, til dæmis þessar hér: • Gúrka á augun, veitir raka og er góð gegn þrútnum augum. Einnig er gott að setja gúrkusneiðar á allt andlitið til að minnka svitaholur. • Tómatar hafa svipuð áhrif á augun en lýsa einnig húðina vegna mikils C-vítamínmagns. Svo ef þú ert með bauga veldu þá frekar tómata en gúrku. Tómatar eru góðir fyrir allt andlitið. Þeir virka sem hið besta A- og C-vítamínserum en þeir innihalda einnig mikið af kalíum sem hjálpar til við að endurnýja húðfrumur. • Bananar eru frábærir fyrir allar húðgerðir og virka sem hinn besti „exfoliant“ og veita einnig raka í leiðinni. Stappaðu banana og settu beint á andlitið, nuddaðu örlítið og skolaðu af eftir 10 mínútur. • Eplaedik í hárið til að viðhalda réttu PH-gildi hársins, mundu að skola það úr eftir svona 30 mínútur. Einnig er gott að nota 50/50 edik og vatn í staðinn fyrir hárnæringu (ediklyktin fer um leið og hárið þornar). • Brún hrísgrjón (möluð í duft í blandaranum) hafa lengi verið notuð í Ayurveda, indversku lífvísindunum, sem skrúbbur á andlitið og hann virkar dásamlega vel. • Hrásykur og hvítur sykur og/eða salt (Himalaya-salt er í miklu uppáhaldi hjá okkur) virka vel sem skrúbbur fyrir líkamann. Sykurinn er mildari fyrir húðina en saltið og hentar því betur viðkvæmari húð. Við mælum með að prófa saltskrúbb á fætur og hendur og sykurskrúbb á restina af líkamanum. • Kjúklingabaunahveiti er besti andlitsskrúbburinn, mildur og nærandi fyrir allar húðgerðir. Blandaðu smá vatni við hveitið, nuddaðu andlitið vel og sjáðu hvaða áhrif það hefur á húðina. Við mælum með þessum þrisvar sinnum í viku. • Haframjöl: Malað í duft í blandaranum, sett í sokk, léreft eða fjölnota tepoka og út í baðið. Það mýkir og nærir húðina og baðvatnið verður fallega hvítt. • Hunang á varir og sem maski á húðina, sérstaklega gott fyrir bólur og mjög viðkvæma húð. Ef þú kemst í hrátt, lífrænt hunang þá er það best. • Ólífuolía á líkama, andlit, neglur og hár. Þessi olía hefur verið notuð í fegrunarskyni öldum saman. Hún er stútfull af andoxunarefnum og raka og dregur úr öldrunareinkennum.

3-5 msk. sykur 3 msk. kókosolía (virgin, unrefined) safi úr hálfri límónu 3 myntulauf

Þessar tvær uppskriftir eru í uppáhaldi hjá okkur þegar kemur að því að blanda eitthvað einfalt en áhrifaríkt fyrir húð og hár í eldhúsinu.

Klassískt er að nota kaffikorginn í skrúbba fyrir líkamann og við mælum með því.

Blandaðu saman kókósolíu og sykri í lítilli skál. Kreistu límónusafann út í og rífðu svo myntulaufin ofan í blönduna (þú ræður stærðinni á laufunum). Bættu við sykri þangað til blandan er meira eins og skrúbbur en vökvi (hann ætti að festast aðeins við skeiðina). Þá er blandan tilbúin og tilvalið að skrúbba dauðar húðfrumur af vörunum. Hægt að geyma í loftþéttri krukku í ísskápnum í 2 vikur. MÝKJANDI rakamaski ½ avókadó ½ vel þroskaður banani 1 msk. ólífuolía Blandaðu vel saman og berðu blönduna beint framan í þig eða í hárið. Leyfðu maskanum að virka í 20 mínútur, slakaðu á og þrífðu hann svo af.

UM RVK RITUAL Tvíeykið Eva Dögg Rúnarsdóttir og Dagný Berglind Gísladóttir reka vellíðunarfyrirtækið RVK RITUAL. Þær hafa ástríðu fyrir því að láta öðrum líða betur með því að minnka stress og bæta lífsgæði með hugleiðslu, öndun, sjálfsvinnu og sjálfsdekri. Einnig hafa þær sérstakan áhuga á náttúrulegum leiðum til að viðhalda fegurð og heilbrigði að innan sem utan.

49


hollusta

Jón Magnús Kristjánsson

Streita og mataræði Streita er órjúfanlegur hluti af hversdeginum. Við getum fundið fyrir streitu í tengslum við nánast alla þætti lífsins sem skipta okkur máli, hvort sem það er vegna vinnu, vina, fjölskyldu, útlits eða heilsu.

S

treita er í sjálfu sér ekki slæm heldur getur hæfilega mikil, skammvinn streita bætt einbeitingu, frammistöðu og jafnvel líðan. Þegar streitan eykst eða verður langvinnari fer hún hins vegar að hafa neikvæð áhrif. Flest þekkjum við að streita geti leitt til líkamlegra einkenna svo sem höfuðverkja, kviðaróþæginda og vöðvabólgu. Samkvæmt mælingum hefur streita aukist í þjóðfélaginu vegna COVID-19 og allra þeirra breytinga sem sóttvarnaraðgerðir hafa haft á þjóðfélagið, vinnuna okkar, skóla barnanna okkar og ekki síður á áhyggjur okkar af heilsunni. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að um einn af hverjum þremur finnur stöðugt fyrir mikilli streitu og að fjórðungur þeirra sem finna fyrir streitu leita í mat til að takast á við streituna. Streita og mataræði Streita hefur töluverð áhrif á hvað okkur langar að borða en góðu fréttirnar eru þær að mataræði getur líka haft áhrif á streituna. Flest okkar leita í sætindi eða salta fæðu þegar við erum stressuð. Ástæðan fyrir því er að streita stuðlar að losun hormónanna kortisól, insúlín og ghrelín til að undirbúa okkur undir að „berjast eða flýja“ og kalla þannig eftir óhollri fæðu til þess að tryggja að vöðvar og heilinn hafi nægan sykur til að brenna. Hormónin ásamt sykrinum sem við borðum leiða til þess að blóðsykur og insúlín hækka tímabundið. Þegar blóðsykurinn lækkar aftur (við fáum blóðsykurfall) verða kvíði og streita jafnvel enn meiri. Á hinn bóginn stuðla „góðar“ fitur (úr fæðu eins og avókadó, valhnetum og eggjum) að losun jákvæðra boðefna sem minnka svengdartilfinningu og streitu ásamt því að bæta svefn og viðhalda orku. Langvarandi streita getur að auki leitt til þess að líkaminn verði ónæmur fyrir öðru hormóni (leptín) sem annars gefur boð um að við séum södd. Þessi breyting getur leitt til þess að við borðum meira en annars og þar með þyngdaraukningar. Ákveðnar matartegundir reynast hafa góð áhrif á streitu Heitir drykkir Áhrif matarins á líðan okkar er ekki síður mikilvæg en næringarinnihald. Sem dæmi getur góður tebolli haft mikil róandi áhrif. Rannsóknir hafa meðal annars sýnt að kamillute minnkar streitu og kvíða með því að auka vellíðunarhormónin serótónín og dópamín. Dökkt súkkulaði Almennt eru sætindi ekki gott val til að minnka streitu en dökkt súkkulaði er undantekning. Andoxunarefnin í dökku súkkulaði geta lækkað streituhormónin auk þess sem vellíðunin sem fylgir því að borða það getur haft góð áhrif á streituna. Nauðsynlegt er þó að gæta að magninu og halda sig við súkkulaði sem inniheldur að lágmarki 60% kakóduft. 50

Flókin kolvetni Þó svo að einföld kolvetni auki streitustigið geta flókin kolvetni úr brúnum hrísgrjónum, kínóa og höfrum haldið blóðsykrinum stöðugum og þar með minnkað streituna. Bananar Bananar innhalda kalíum, magnesíum og B6-vítamín í töluverðu magni og allt þetta hefur verið tengt við minni streitu og betri andlega líðan. Vatn Það er mjög mikilvægt að drekka nóg vatn (um 2 l á dag fyrir konur og 2,5 l á dag fyrir karla) þegar streitustigið er hátt. Jafnvel vægur þurrkur leiðir til frekari hækkunar á streituhormóninu kortisól sem eykur enn á streituna. C-vítamín C-vítamín úr appelsínum, jarðarberjum, spínati eða grænkáli lækkar streituhormón. Samkvæmt rannsóknum lækkaði streita einstaklinga sem fengu 3.000 mg af Cvítamíni á dag marktækt. Avókadó og hnetur Avókadó og hnetur eru saðsamt snarl sem innihleldur C-vítamín, magnesíum og B6-vítamín sem hafa góð áhrif á streitu eins og rakið er hér að ofan. Mataræði er að sjálfsögðu aðeins hluti af þeim verkfærum sem þarf að beita til að takast á við streitu. Nægur svefn, regluleg hreyfing og góð og nærandi samskipti við aðra eru ekki síður mikilvæg.

Jón Magnús Kristjánsson er fram­ kvæmda­stjóri lækn­inga hjá Heilsu­vernd. Hann hefur birt greinar í ritrýndum fagtímaritum og bæði komið að og stýrt mörgum þróunar- og gæðaverkefnum á bráðamóttöku.


Borðaðu Næra™ með bestu samvisku Íslenskur ostur, íslenskt skyr Poppað í lofttæmi, ekki bakað eða steikt Íslenskt hugvit og gæðahráefni PRÓTEINRÍKT

Lauflétt og ljúffengt nasl

GLÚTENFRÍTT

25% AFSLÁTTUR

Facebook Naerasnacks

Instagram Naerasnacks

51


hollusta

María Gomez

Gamla góða skúffukakan í uppáhaldi María Gomez matarbloggari og talsmaður muna.is heldur úti einu vinsælasta matarbloggi landsins, paz.is. Hún rekur einnig stórt heimili en María á fjögur börn. Hún segir fjölskylduna oft njóta góðs af vinnu hennar í eldhúsinu, sérstaklega þegar hún bakar eitthvað nýtt fyrir bloggið. Við spurðum hana út í helstu hefðirnar á heimilinu þegar kemur að bakstri.

Bakar þú reglulega fyrir fjölskylduna? Já, mjög reglulega. Stundum sérstaklega fyrir fjölskylduna en svo er ég líka mjög oft að þróa uppskriftir og baka vinnunnar vegna og þá nýtur fjölskyldan góðs af. Hvað verður þá helst fyrir valinu? Allt mögulegt, einhverra hluta vegna hafa einhvers konar kanilsnúðar og bananabrauð verið mest á boðstólum upp á síðkastið, en ég baka allt mögulegt annað líka eins og brauð, pítsur, alls kyns sætabrauð og líka oft hollustu eins og bananapönnsur og fleira í þeim dúr. Hvaða kökur eru í uppáhaldi hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum? Það er tvennt sem er í mestu uppáhaldi á þessu heimili bæði hjá þeim eldri og þeim yngri, en það er gamla góða skúffukakan, hún er bara best. Þar á eftir koma án efa amerísku Cinnabon-snúðarnir með rjómaostakremi sem við höfum líka bakað í fjölda ára. Skiptir það þig máli að kenna börnunum þínum handtökin í eldhúsinu? Já, mér finnst það mikilvægt. Ég leyfi þeim t.d. stundum að skera með ögn beittari hníf en borðhníf. Ég kenni þeim að sjálfsögðu fyrst réttu handtökin og fer yfir reglurnar, svo eru þau undir ströngu eftirliti. Að læra á desilítramál, bollamál, matskeið og teskeið og að brjóta egg er eitthvað sem mér finnst að öll börn eigi að kunna en þau eru mjög fljót að læra og finnst yfirleitt mjög skemmtilegt að fá þessi hlutverk. Hvaða verkefni henta börnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu og vilja taka þátt? Að fá að mæla og setja innihaldsefnin í kökur er til dæmis góð byrjun. Aðeins stálpaðri börn geta fengið að skera grænmeti. Það fær þau yfirleitt til þess að verða enn áhugasamari um að borða grænmetið, svo lauma þau oft bita og bita upp í sig á meðan. 52


Hvaða kökur voru mest bakaðar á þínu heimili þegar þú varst að alast upp? Klárlega skúffukakan sem við bökum enn í dag og svo Dísudraumur eða Draumterta, en það er sama tertan sem gengur undir þessum tveim nöfnum. Ég er með þær báðar á blogginu hjá mér og þær eru með vinsælustu uppskriftunum þar enda er það gamla góða alltaf vinsælt og klassískt. Áttu þér uppáhalds hráefni þegar kemur að bakstri? Já, það er án efa pressuger, en ég tek það alltaf fram yfir þurrger ef það er hægt enda gerir það allan gerbakstur mikið mýkri og betri og líkari því sem fæst í bakaríum. Hvað ætlið þið börnin að baka fyrir okkur að þessu sinni? Við ætlum að gefa ykkur uppskrift að dásamlega góðum súkkulaðibita banana-muffins í hollari kantinum.

Uppskrift Hráefni • • • • • • • • • • •

250 g fínt MUNA spelt 2 dl grófir hafrar frá MUNA 2 tsk. vínsteinslyftiduft 1 tsk. matarsódi 30 g MUNA valhnetur (má sleppa) ½ dl MUNA ólífuolía 200 g MUNA hrásykur 1 egg 3 vel þroskaðir bananar 1 ½ dl grísk jógúrt 100 g dökkir súkkulaðidropar eða smátt skorið 70% súkkulaði

Aðferð 1. Stillið ofninn á 180°C hita með blæstri (190°C ef þið eruð ekki með blástursofn). 2. Byrjið á að sækja stóra skál og setja í hana hveiti, lyftiduft, matarsóda, haframjöl, salt og valhnetur.

3. Sækið svo aðra minni skál og setjið eggið og sykurinn í hana. Notið písk til að hræra hratt saman egg og sykur, þar til það er orðið létt og ljóst. 4. Setjið olíuna og grísku jógúrtina út í eggin og pískið áfram þar til blandan er enn ljósari og svolítið þykk. 5. Setjið næst bananana í blandara og maukið vel eða stappið vel með gaffli (mér finnst miklu betra að setja í blandara). 6. Bætið þeim svo út í skálina með blautefnunum og hrærið vel saman. 7. Setjið næst súkkulaðidropana saman við hveitið og hrærið vel saman áður en blautefnunum er bætt við. 8. Hellið úr skálinni með eggjunum og blautefnunum yfir í þurrefnaskálina og hrærið saman með sleif en eins lítið og þið komist upp með svo kökurnar verði ekki seigar. 9. Skiptið næst deiginu milli 12 muffins-forma en ég mæli með að eiga álform til að hafa undir pappaformin og spreyja pappaformin að innan með bökunarspreyi eins og Pam. 10. Bakið í 20-25 mín. en gott er að stinga prjóni í miðja köku eftir 20 mín. og ef hún er ekki alveg bökuð þá leyfa kökunum að bakast í 5 mín. í viðbót. 11. Það má líka setja deigið í brauðform og gera brauð í stað muffins en þá spreyja ég formið með bökunarspreyi fyrst og baka í 45-50 mín.

53


hollusta

Elísa Viðarsdóttir

Þú getur borðað allt, bara ekki alltaf og ekki allt í einu Elísa Viðarsdóttir heiti ég og er matvæla- og næringarfræðingur. Ég hef alla tíð haft áhuga á íþróttum og öllu því sem viðkemur góðri heilsu og lífsstíl. Framundan hjá mér er spennandi verkefni sem ég er að vinna með okkar allra flottasta íþróttafólki þar sem það deilir með okkur hvaða hlutverki næringin hefur spilað í þeirra lífi sem afreksmenn í íþróttum.

F

jölbreytt mataræði, í hæfilegu magni, er gott fyrir líkama og sál. Matvæli í sinni upprunalegu mynd eins og grænmeti, ávextir, fiskur, kjöt, kornmeti, baunir og linsur eru frábær uppspretta góðra næringarefna. Ef við borðum fjölbreytta fæðu, þá tryggjum við að líkaminn fái öll þau næringarefni sem hann þarf til þess að stuðla að góðri heilsu og í kjölfarið getum við minnkað líkurnar á ýmsum sjúkdómum. Matur veitir okkur ekki einungis orku heldur sinnir mikilvægu hlutverki í félagslífinu. Þess vegna er mikilvægt að eiga í góðu og heilnæmu sambandi við mat og engin ástæða er til að útiloka neinar fæðutegundir úr mataræðinu nema ef um ofnæmi eða óþol er að ræða. Fæðukúrar eins og ketó, föstur og hreinsanir geta virkað í stuttan tíma en er það mataræði sem við gætum hugsað okkur að halda út allt lífið? Er tímabundið þyngdartap þess virði að sneiða hjá ákveðnum fæðutegundum? Við slíka útilokun, boð eða bönn myndast samband við mat sem getur orðið mjög óheilbrigt. Maturinn fer að stjórna þér en ekki öfugt og það getur myndast einhvers konar þráhyggja sem getur skert lífsgæðin okkar mjög mikið. Að breyta um lífsstíl þarf ekki að liggja í fæðukúrum eða boðum og bönnum. Það hljómar kannski ekkert mjög spennandi að vera á „skynsama“ kúrnum en treystið mér, til lengri tíma þá virkar hann … oftast. Gæti ekki verið skynsamlegt að prufa að byrja að borða minna, reyna að borða meira fjölbreytt, borða reglulega, minnka gosið eða viðbætta sykurinn? Reynum að tileinka okkur mataræði sem við getum hugsað okkur að halda út allt

54

Heimagert múslí Ég elska að eiga heimagert múslí til þess að orkubæta grauta, jógúrt eða setja út á salat. • • • • • • • • •

3 bollar grófir hafrar 1 bolli fræ 2 bollar saxaðar hnetur ½ bolli kókosflögur (bætt við í lokin) ½ bolli kókosolía ½ stappaður banani 1 msk. síróp 1 msk. kanill 1 tsk. salt

Fæðukúrar eins og ketó, föstur og hreinsanir geta virkað í stuttan tíma.

1. Blandið þurrefnunum saman í skál. 2. Stappið bananann og blandið við kókosolíuna og sírópið. 3. Stillið ofninn á 165°C. 4. Hellið vökvanum yfir þurrefnin og blandið vel saman. Setjið smjörpappír í ofnskúffu og hellið blöndunni í skúffuna. 5. Bakið í 15 mínútur og hrærið í öðru hverju. 6. Bætið kókosflögunum við síðustu 3-4 mínúturnar í ofninum.

lífið. Mataræði þar sem við borðum fjölbreytta og næringarríka fæðu 80-90% af tímanum. Ef við náum að tileinka okkur slíkt mataræði þá er svigrúm fyrir 10-20% fæðu sem er ekki eins næringarrík. Það er mjög frelsandi tilfinning að ná jafnvægi sem hentar okkur í mataræðinu og þegar við komumst á þann stað þá gerist það oftar en ekki að við náum að halda okkur í þeirri þyngd sem við erum sátt við. Þegar heilsuhjólið fer að snúast okkur í hag og við erum orðin leikstjórar í eigin lífi þá verður allt svo miklu, miklu auðveldara.


25% AFSLÁTTUR

Heilnæm og nærandi innihaldsefni

Kolvetni úr lífrænum höfrum og ávöxtum

Fita úr hnetum, fræjum og olíum

25% AFSLÁTTUR

Lára Sigurðardóttir læknir, Dr. í lýðheilsuvísindum

“Kollagenið frá Feel Iceland sér líkamanum fyrir byggingareiningum fyrir vefina. Það lagaði meltinguna mína verulega og hefur bætt ásýnd húðar minnar”

www.feeliceland.com 55


umhverfið

Oddný Anna Björnsdóttir

Dregur úr hömlum á CBD-vörum Íslenskt hampte fæst nú í matvöruverslunum Þann 19. nóvember 2020 úrskurðaði Evrópudómstóllinn í Lúxemborg að ríkjum Evrópusambandsins væri óheimilt að hindra viðskipti með CBD (cannabidiol) þar sem það flokkaðist sem matvæli. Þar sem Ísland hefur innleitt matvælalöggjöf ESB í gegnum EES-samninginn, á þessi úrskurður einnig við hér á landi.

Í

kjölfarið hefur opinber sala á CBD-húðolíum sem eru hæfar til inntöku aukist mjög hér á landi og ýmsir hafið tilraunaframleiðslu á fæðubótarefnum og matvörum með CBD. Fram að því var sala á CBD-olíum öll á „gráa markaðinum“ en talið er að þúsundir Íslendinga taki þær inn sér til heilsubótar, ekki síst eldra fólk. CBD-olía CBD-olía er búin til með því að væta þurrkuð blóm og lauf iðnaðarhampsins (cannabis sativa) í etanóli eða öðru leysiefni, en þau innihalda yfir 130 kannabínóða, þar með talið CBD. Etanólið - sem kannabínóðarnir eru búnir að leysast upp í - er svo síað frá og eimað og eftir stendur þá kannabínóðaþykkni/extrakt. Þar sem það hentar ekki til inntöku er það sett út í svokallaða burðarolíu, t.d. ólífuolíu, MCT/kókosolíu eða hampfræolíu og miðað við ákveðið magn CBD í einum dropa. CBD-olía gengur undir því nafni þó hinir kannabínóðarnir fylgi því CBD-kannabínóðinn er þeirra þekktastur og mest rannsakaður. Ef allir kannabínóðarnir fylgja með í vinnsluferlinu kallast olían „full-spectrum CBD-olía“. Ef sérstaklega er búið að fjarlægja THC úr olíunni (sem finnst aðeins í snefilmagni (<0,2%) í iðnaðarhampinum) svo hún innihaldi 0,0% þá kallast hún „broad spectrum“. Ef búið er að einangra einn kannabínóða eins og CBD, þá kallast hún „isolated“.

56

Hingað til hafa verið hindranir á sölu á matvörum þar með talið fæðubótarefnum - sem kannabínóðum hefur verið bætt út í. Fyrst vegna þess að Lyfjastofnun flokkaði CBD sem lyfjaefni, en nú vegna þess að kannabínóðaþykknið (e. cannabinoid extract) er skilgreint sem nýfæði og þarf þess vegna að fá leyfi frá Matvælastofnun fyrir því þykkni sem ætlunin er að nota og hvernig eigi að nota það. Hampfræolía CBD-olíu er oft ruglað saman við hampfræolíu (e. hemp seed oil) sem er olían úr fræjum hampsins en þau innihalda aðeins snefilmagn af kannabínóðum. Hún er einfaldlega einstaklega holl og góð olía sem gott er að taka inn sér til heilsubótar, til dæmis eina matskeið á dag. Greinarhöfundur fjallaði um fræ hampsins í Heilsublaði Nettó sem kom út haustið 2020 og má finna á netinu. CBD-húðvörur

CBD-húðvörur hafa notið vaxandi vinsælda hér á landi. Þær eru notaðar við alls konar húðvandamálum

Oddný Anna Björnsdóttir er ráðgjafi, hampræktandi á opna býlinu Geislar Gautavík, framkvæmdastjóri Samtaka smáframleiðenda matvæla og stjórnarmaður í Hampfélaginu.


eins og exemi, psóríasis og unglingabólum, en einnig til að meðhöndla bólgur og verki. Ástæðan fyrir því að engar hindranir eru á sölu húðvaranna er að við megum taka CBD og aðra kannabínóða - sem hefur verið bætt í húðvörur - inn í gegnum húðina, en ekki meltingarveginn; eins furðulegt og það kann að hljóma.

Með því að hella soðnu vatni yfir telaufin og hræra út í vatnið ½-1 tsk. af olíu og drekka þegar jurtirnar hafa legið í vatninu í 5-15 mínútur og verið síaðar frá, má njóta heilsufarslegs ávinnings CBD og annarra kannabínóða á einfaldan og náttúrulegan hátt, því olíublandaða heita vatnið losar kannabínóðana af telaufunum og virkjar þá. Nota má hvaða fitu/olíu sem er, en bragðlaus kókosolía og avókadóolía henta sérlega vel því þær hafa lágmarks áhrif á bragðið. Teið má svo bragðbæta með hverju sem er, til dæmis hunangi. Ástæður eftirspurnarinnar

Hampte Hampblóm og -blöð má borða fersk og djúsa, en þau má einnig þurrka og nýta sem te- og kryddjurtir eins og aðrar jurtir sem eru ræktaðar eða vaxa villtar hér á landi og hafa verið nýttar í lækningaskyni í þúsundir ára eins og hampurinn. Í þeim er ekkert „extrakt“ heldur eru kannabínóðarnir náttúrulega á þeim og ekkert verið átt við þau. Kannabínóðarnir virkjast ekki fyrr en þeir eru hitaðir ásamt olíu.

Ástæður mikillar sóknar í matvæli og fæðubótarefni með CBD og öðrum kannabínóðum eru margvíslegar. Fólk notar þau meðal annars sem einfalda og náttúrulega lausn til að draga úr kvíða, streitu, þunglyndi og svefnvandamálum. Eins til að lina alls konar verki, til dæmis mígreni/höfuðverk og verki í stoðkerfinu, meðal annars vegna gigtarsjúkdóma og annarra bólguvandamála. Að auki hafa þau gagnast við meðhöndlun taugasjúkdóma, flogaveiki og til að draga úr vanlíðan í krabbameinsmeðferðum.

Greinarhöfundur og maður hennar hófu ræktun á hampi sumarið 2019 og sölu á hamptei haustið 2020, þá eingöngu beint frá býli. Í haust er teinu einnig dreift í verslanir og fást 20 g (30 tsk.) og 40 g (60 tsk.) pokar í stærri verslunum Nettó um land allt. Búast má við að fleiri ræktendur fari að markaðssetja matvæli og aðrar vörur úr sinni ræktun þar sem hamprækt fer hratt vaxandi hér á landi. Enginn tækjabúnaður er til hér á landi enn sem komið er til að uppskera hamp og því eru blómin og laufin næst þeim handtínd. Þau eru svo þurrkuð í sérstökum þurrkgrindum við ákveðið hita- og rakastig þar sem þeim er handsnúið nokkrum sinnum og svo færð yfir í netapoka til að tryggja að enginn raki sé í teinu þegar því er pakkað. Að lokum er það handmalað og því handpakkað í vandaða „ziplock“ poka.

Hampblóm og blöð má borða fersk og djúsa, en þau má einnig þurrka og nýta sem te og kryddjurtir.

57


25% AFSLÁTTUR

58


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

59


Eva Dögg Rúnarsdóttir

Jógískur bolli Núna er haustið að koma og það jafnast ekkert á við heitan tebolla á köldum dögum til að gera grámann og kuldann aðeins viðráðanlegri og miklu meira kósý.

Y

ogi Tea er tilvalið til þess að láta sér líða vel á nöprum haustkvöldum. Miðinn á tepokanum sem segir eitthvað eins og „Experience something higher“ er fljótleg leið til að kippa manni í augnablikið og gera tebollann, sem þú ætlaðir bara að skella í þig í fljótheitum, að „ritual“, fá þig til að upplifa vott af núvitund í annars stressandi hversdagsleika. Ég les spekina sem á miðanum stendur í hvert einasta skipti, alveg sama hversu marga bolla ég hef drukkið eða hversu oft ég hef lesið þessa speki áður. Prófaðu eina jógíska tepásu. Það tekur sirka sjö mínútur að brugga sér einn tebolla. Hvernig ætlar þú að nýta þessar sjö mínútur? Gerðu jógaæfinguna á pakkanum, taktu nokkra djúpa andardrætti, lestu spekina á miðanum og taktu hana með þér inn í örstutta hugleiðslu. Lokaðu augunum og taktu fyrsta sopann. Yogi Tea vörumerkið var stofnað af jógum fyrir meira en 40 árum síðan og jógafræðin eru grunnur fyrirtækisins. Yogi Tea styðst við aldagömul Ayurveda-fræði við sköpun hverrar blöndu. Temeistararnir vinna með einstakar ayurvedískar jurtir og nota einungis jurtir, þ.e. þeir bæta ekki við neinum bragðefnum eða öðrum aukaefnum. Öll innihaldsefnin eru einnig lífræn og óerfðabreytt. Yogi Tea Classic er fyrsta og upprunalega blandan þeirra. Þessi blanda er alveg einstök, góð og styrkjandi fyrir taugakerfið okkar og hefur hreinsandi áhrif á lifrina. Hinn fullkomni jógíski jurtadrykkur færir mig í hvert einasta skipti aftur til baka í kennaranámið mitt í jóga um leið og ég finn lyktina. En það að blanda sitt eigið Yogi Tea frá grunni er andleg iðkun í sjálfu sér. Hvert einasta innihaldsefni Yogi Tea Classic hefur heilandi eiginleika: Svarti piparinn er blóðhreinsandi og styður við meltinguna. Kardimomman er góð fyrir ristilinn og getur hjálpað til við að draga úr depurð. Negull styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið. Kanill er bakteríudrepandi, hlaðinn andoxunarefnum og einnig góður fyrir beinin. Engiferrót er frábær fyrir taugakerfið og líka orkugefandi. Svarta teið í Yogi Tea Classic eykur lækningamátt blöndunnar og hjálpar innihaldsefnunum að sameinast í eina góða og heilandi blöndu. Annars býður Yogi Tea upp á margar aðrar skemmtilegar og bragðgóðar blöndur, svo allir ættu að finna eitthvað sem hentar þeirra smekk. 60

En hvernig væri að prófa að taka jógað af mottunni yfir í eldhúsið og blanda sitt eigið Yogi Tea? Þú þarft: 15 stk. negulnagla 20 svört piparkorn 3 kanilstangir 20 stk. kardimommur (kremdu belgina aðeins) 8 sneiðar af engifer ½ tsk. svart te, eða einn lítill poki 2 l vatn Ást og meðvitund Fyrst læturðu vatnið sjóða, lækkar örlítið hitann og bætir hinum hráefnunum við. Þú lætur allt malla í sirka 20 til 30 mín., slekkur svo á hitanum og bætir svarta teinu við. Leyfir því að liggja í 5 mín. og síar svo allt frá. Mjólk að eigin vali. Sæta eftir smekk. Njóttu!

Eva Dögg Rúnarsdóttir er hönnuður, jógakennari og annar eigenda vellíðunarfyrirtækisins RVK RITUAL sem þróar vörur úr íslenskum jurtum, heldur námskeið í sjálfsrækt og hjálpar fólki um allan heim að minnka streitu. www.rvkritual.com


25% AFSLÁTTUR

LÍFRÆN ILMANDI YOGI TE ENDURNÆRA OG HLÝJA 100% lífræn innihaldsefni Yogi hefur uppá að bjóða nýstárlegar blöndur af minnst 10 mismunandi lífrænum innihaldsefnum í hverri blöndu Yogi te er sagt meira en bara te, það er heildræn upplifun sem snertir líkama, huga og anda Njótið vel

61


25% AFSLÁTTUR

62


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

63


25% AFSLÁTTUR

Fáðu jafnvægi í morgunmat Hafrar, múslí og dass af dásemdar kókossmjöri

Brautryðjandi í lífrænni framleiðslu síðan 1974 64


TREFJARÍK PRÓTEINSTYKKI FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

25% AFSLÁTTUR

TAÐ

25% AFSLÁTTUR

65


uppbygging

Ragga nagli

Fólk er meðvitaðra um mikilvægi góðrar heilsu Ragnhildur Þórðardóttir, eða Ragga nagli eins og við þekkjum hana flest, er starfandi sálfræðingur með áherslu á að hjálpa fólki að öðlast heilbrigt samband við mat og hreyfingu. Hún segir margt hafa breyst eftir COVID.

C „

OVID hafði margvísleg áhrif á okkur, bæði líkamlega og andlega, og sérstaklega viðbrögðin við faraldrinum í formi lokana og einangrunar. Burtséð frá því hvaða áhrif lokanir sundstaða og líkamsræktarstöðva höfðu á líkamlegt atgervi fólks, þá var það félagsskapurinn og samfélagið sem datt út úr daglegu lífi sem líklega hafði hvað mest áhrif á heilsuna. Því enginn er eyland og maður er manns gaman. Við þrífumst á samskiptum og félagslegu samneyti.“ Segir Ragga það ástæðuna fyrir því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin skilgreinir félagslega einangrun sem versta form af refsingu. Sálfræðingar upplifðu sprengju í COVID „Félagsskapurinn sem fólk fær í gegnum sundferðir, líkamsræktartíma, gönguhópa og hlaupahópa er svo dýrmætur og mikil hvatning til að mæta og hreyfa sig. Ekki einungis kemurðu endorfíninu af stað í gegnum líkamlega hreyfingu, heldur verður losun á vellíðunarhormónunum serótónín, dópamín og oxytósín við félagsleg samskipti og snertingu. Þegar þessi félagslegi þáttur dettur alveg út úr okkar lífi, þá verður lundin 66

Ég æfi 5-6 sinnum í viku og hreyfi mig alltaf eitthvað á hverjum degi.

þyngri og depurð, einmanaleiki og kvíði fer að herja á okkur. Allir sálfræðingar upplifðu sprengingu í eftirspurn og sjálf er ég ennþá að vinna úr biðlistanum sem myndaðist hjá mér.“ Fólk mun meðvitaðra um mikilvægi heilsunnar Aðspurð hvort hún upplifi að fólk sé búið að breyta áherslum sínum þegar kemur að heilsu segir hún það hiklaust þannig. „Mér finnst fólk vera mun meðvitaðra um mikilvægi góðrar heilsu í dag til þess að vera betur í stakk búið til þess að tækla erfiða sjúkdóma á borð við COVID. Annað gott sem kom út úr COVID er að fleiri fóru að hreyfa sig utandyra. Miðað við eftirspurnina eftir sálfræðiþjónustu tel ég að margir hafi einnig fundið hversu mikilvægt er að hlúa að sálartetrinu sem fyrirbyggjandi vörn, og að fara til sálfræðings er orðið mun normalíseraðra en áður og fólk er mun opnara að segja frá því upphátt og kinnroðalaust.“ www.ragganagli.com/ www.instagram.com/ragganagli/


Breytingarnar þurfa að vera yfirstíganlegar Ragga segir mikilvægt fyrir þau sem misstu móðinn í COVID og duttu mögulega út úr æfingum og ræktinni að byrja eins smátt og þau mögulega geta. „Það er uppskrift að uppgjöf og vonleysi að ætla að detta aftur í sex daga vikunnar í einn og hálfan tíma í senn eftir langa pásu. Til að festa heilsuvenjur í sessi þurfa þær að fylgja prinsippum um allar aðrar venjur. Það þarf að vera áminning um að framkvæma hegðun og verðlaun fyrir hegðunina. Breytingarnar þurfa að vera yfirstíganlegar, auðveldar, augljósar og aðlaðandi: 1. Byrjaðu mjög smátt, t.d. með því fara í ræktina bara í 20 mínútur þrisvar í viku fyrsta mánuðinn. 2. Bættu bara 1% við til að verða betri. Svo geturðu aukið tímann upp í 22 mínútur eða bætt við 1-2 endurtekningum í æfingunum. 3. Brjóttu hegðunina niður í yfirstíganlegar einingar. Til dæmis ef þig langar að gera 50 armbeygjur á dag, gerðu fimm sett af tíu yfir daginn. 4. Ekki missa tvisvar úr. Ef þú kemst ekki í ræktina, ekki leyfa því að verða rennibraut í átt að uppgjöf með því að gefa skít í það næsta dag líka. Sama með mataræðið. Þú ert alltaf bara einni máltíð frá því að taka aftur góðar ákvarðanir. 5. Þolinmæði þrautir vinnur allar. Haltu þig við hraða sem þú getur viðhaldið að eilífu, amen. Ef þú bætir of hratt við tíma í ræktinni, eða þyngdir á stönginni, eða hraða á hlaupabrettinu, þá áttu á hættu á að brenna út. Venjur þurfa að vera auðveldar á meðan þær eru að setjast að í taugakerfinu.

Hreyfing aðal G-vítamínið En hvað gerir Ragga sjálf til þess að lyfta andanum? „Ég æfi 5-6 sinnum í viku og hreyfi mig alltaf eitthvað á hverjum degi meðfram og það er mitt G-vítamín. Þar sem ég er Kaupmannahafnarbúi þá er mitt samgöngutæki reiðhjól eða fæturnir og ég fer alltaf í sund eða sjósund á sumrin. Þessi daglega hreyfing með D-vítamíni og súrefni gerir meira fyrir líkamlega og andlega heilsu en fólk gerir sér grein fyrir. Ég þarf líka að næra félagstaugina mína til að halda sönsum því ég er algjör extróvert og elska að fara í mannfagnaði, matarboð, veislur og partý. Ég reyni sem allra mest að hitta vini mína í hverri viku og gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara út að borða, í bíó, leikhús eða bara hanga á kaffihúsi.“ Munnurinn er ólíkindatól „Hollur matur og heil fæða er nauðsynleg fyrir starfsemi frumanna, betri meltingu, hámarksframmistöðu, hugræna virkni og vellíðan. Við þurfum mat sem líkaminn okkar kann að melta sem er þessi heila fæða sem inniheldur öll vítamín og steinefni. En maturinn þarf líka að vera gómsætur og skora hátt á fullnægingarskalanum og máltíðirnar þurfa að vekja hjá okkur gleði í hjarta og tilhlökkun í huga. Munnurinn er nefnilega ólíkindatól og nýjungagjarn náungi sem vill fá alla pallettuna af bragði til að dansa á tungunni,“ segir Ragga. Hún segir að þegar öll skynfæri séu sátt eftir máltíðina minnka líkurnar á „cravings“. Þess vegna er mikilvægt að fá allan regnbogann af bragði, áferð og hitastigi með í hverri máltíð.

ég er svöng. Grauturinn er alltaf með einhverju smjöri, hnetu-, kókos- eða möndlusmjöri frá Monki eða MUNA, sem mér finnst frábær vörumerki. Bætiefnin frá NOW sem ég tek allt árið um kring eru EVE fjölvítamín, D3-vítamín, Omega-3 fiskiolía og C-vítamín, magnesíum, Probiotics 25 billion, Rhodiola, B12 í vökvaformi og járn í vökvaformi. Svo færum við hjónin kannski í bæinn að skoða mannlífið, jafnvel skella okkur í siglingu eða í bíó, og enda svo daginn á að fara í drykk og út að borða með vinum. Minn uppáhaldsmatur á veitingahúsi er ribeyesteik. Hún verður að vera allavega 350 grömm því allt undir því er álegg í mínum bókum. Með henni borða ég kartöflur, sveppi, salat og nóg af aioli-majónesi. Að vera komin heim ekki seinna en á miðnætti er algjör draumur, því þá er ég hress daginn eftir og get tekið sunnudaginn með trompi líka. Hreyfing, samvera, nánd, góður matur, útivera, félagsleg tengsl, hlátur og gleði, það er uppskrift að besta deginum að mínu mati.

Gleði og góður næringardagur í lífi Röggu Það er án efa laugardagur. Ég vakna oftast í kringum 5.30–6 og svolgra Pre-workout BCAA Blast og skelli út í það kreatíni, glútamíni og rauðrófudufti, allt saman frá NOW, fyrir æfingu. Þar tæti ég upp járnið, krossfitta, hoppa á kassa eða hleyp og vesenast. Svo kem ég heim, fer í sturtu og fæ mér morgunmat sem er alltaf hafragrautur í einhverri útfærslu, kaldur, heitur, bakaður eða næturgrautur, og þrjú til fimm egg, fer eftir því hvað 67


RAUÐRÓFUDUFT FRÁ NOW Rauðrófur eru mjög næringarríkar. Hver skammtur af rauðrófudufti samsvarar 2,5 rauðrófum.

25% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

HIN SÍVINSÆLA BLAÐGRÆNA

*

NÚ LOKSINS KOMIN Í TÖFLUFORMI

Ó-

*CHLOROPHYLL

W

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

68


NOW GÓÐGERLAR Klínískt rannsakaðir góðgerlar

25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

Clinical GI Hentar öllum.

Womens Probiotic Sérhannaðir góðgerlar fyrir konur.

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

69


ÞÚ FINNUR ALLT SEM ÞÚ ÞARFT FRÁ NOW

25% AFSLÁTTUR

Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir fjölbreytta fæðu. Ekki neyta meira af vörunni heldur en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um án ráðlegginga frá lækni. Ófrískar konur, konur með börn á brjósti og þeir sem eru að taka lyf ættu einnig að ráðfæra sig við lækni varðandi inntöku bætiefna. Geymist þar sem börn ná ekki til.

70


NÝTT 25% AFSLÁTTUR

Chili grýta með pikkluðum rauðlauk

SKÁLAÐU Í KVÖLD!

k á la r D á s a m le g a r s þau o g r é tt ir fy r ir m a ti n n s e m v il ja h a fa ík in u , s in n ú r ju r ta r t ó tr ú le g a e n u m fr a m a ll ið . góðan á bragð

Schnitzel

Rifið grænmeti í teriyaki sósu

EGAN Þarf aðeins að hita

Grænmetisstangir

Spínatstangir

Kínóa- og sætkartöf lusteikur

Chili sin carne

71


Lífrænar rískökur 25%

25% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

72


Viltu meiri orku?

25% AFSLÁTTUR

Floradix járn Blóðaukandi mixtúra unnin úr lífrænum jurtum Eykur járnbirgðirnar Veldur ekki hægðatregðu Bragðgóð jurtamixtúra

73


uppbygging

Lína Birgitta Sigurðardóttir

Sérblöndur Gula miðans Ég hef notað vítamínin frá Gula miðanum mjög lengi enda ástæða til. Vítamínin eru gæðavottuð sem þýðir að vörurnar eru gæði út í gegn og þær eru á góðu verði. Vítamínið sem ég tek inn alla daga er Hárkúr sem styrkir hárið og neglurnar, örvar hárvöxt og dregur úr hárlosi. Þessi vara finnst mér mjög mikilvæg í minni rútínu því mér er mjög annt um hárið á mér.

É

g tek einnig inn fjölvítamín sem er snilld fyrir manneskju eins og mig sem á það til að sleppa að taka inn vítamín ef ég þarf að taka of mörg í einu. Múltí Vít frá Gula miðanum inniheldur fjölvítamínblöndu sérhannaða fyrir þarfir Íslendinga og inniheldur 12 mismunandi mikilvæg vítamín og 10 mismunandi steinefni. Múltí Vít er góð lausn fyrir þau sem vilja ekki vera flækja hlutina heldur fá vítamín og steinefni í einni vöru. Nýjasta varan sem ég tek inn frá Gula miðanum er Colon Cleanser en hylkin innihalda Husk-trefjar og L. Acidophilus meltingargerla. Þessi vara getur hjálpað til við að halda ristlinum hreinum og virkum. Hylkin hjálpa til við að koma jafnvægi á þarmaflóruna og heilbrigðari meltingu. Ég mæli sérstaklega með vörunum frá Gula miðanum því þær standa alltaf fyrir sínu!

Vítamínið sem ég tek inn alla daga er Hárkúr sem styrkir hárið og neglurnar, örvar hárvöxt og dregur úr hárlosi.

74

Lína Birgitta er áhrifavaldur og eigandi vörumerkisins Define The Line Sport. Hún hefur mikinn áhuga á heilsu og er lærður einkaþjálfari.


Guli miðinn

VÍTAMÍN Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar.

SÉRÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR Sérhönnuð vítamín fyrir okkur sem búum á norðlægum slóðum

STRANGAR GÆÐAKRÖFUR Alþjóðleg GMP gæðavottun, framleitt í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt ströngustu gæðakröfum

25% AFSLÁTTUR

ÁN ÓÆSKILEGRA AUKAEFNA Eins og litarefna og sætuefnanna aspartam og súkralósa

ENDURVINNANLEGAR UMBÚÐIR Allar umbúðirnar mega fara í endurvinnslu VARÐVEITUM GÆÐIN Brúna glerglasið varðveitir gæði vítamínsins og ver það fyrir fyrir sólarljósi sem og mengun frá plastumbúðum

gulimidinn.is

gæði á góðu verði

75


LÁGKOLVETNA

LÍFRÆN BLÓMKÁLSOG BROKKÓLÍGRJÓN Tilvalið að nota í staðinn fyrir hefðbundin hrísgrjón, út í þeytinginn og í alls kyns uppskriftir, til dæmis pizzubotn

25% AFSLÁTTUR

76


BLÓMKÁLSPIZZUBOTN 2 pokar Änglamark blómkálsgrjón 1 egg, þeytt 1/3 bolli mjúkur geitaostur 1 tsk oregano eða annað pizzakrydd Smá salt Hitið ofninn í 200°C. Þýðið grjónin. Setjið grjónin á hreinan klút, snúið upp á klútinn (eins og að vinda tusku) og fjarlægið þannig allan vökva úr þeim. Setjið grjónin í stóra skál ásamt eggjum, geitaosti, kryddi og salti. Blandið vel saman. Mótið deigið á bökunarpappír með því að pressa því aðeins niður. Bakið í 30–35 mínútur, takið út úr ofninum og snúið botninum við og bakið í 10–15 mínútur á hinni hliðinni. Að lokum seturðu það álegg sem þú vilt á pizzuna og bakar í 5–10 mínútur í viðbót.

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI

77


uppbygging

Arnar Pétursson

Hreyfing ætti ekki að vera val Ég hef stundað langhlaup lengi og lagt mig fram um að fræðast sem mest um hvernig er best að ná árangri. Það sem flestir hlauparar sem ná árangri eiga sameiginlegt er að þeir hafa náð að forðast meiðsli. Þetta er því lykilþáttur í allri minni nálgun á hlaup og hreyfingu yfirleitt. Það sem skiptir gríðarlega miklu máli er að líða vel með það sem við erum að gera og helst að hafa gaman af því. Ef okkur finnst gaman þá aukum við líkurnar á að við höldum áfram og þau sem halda áfram eru líka þau sem ná mestum árangri.

Ég hef 42 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum og verið svo heppinn að þjálfa aðra hlaupara til þess að verða Íslandsmeistarar líka og komast í landsliðið.

78


É

g hef 42 sinnum orðið Íslandsmeistari í hlaupum og verið svo heppinn að þjálfa aðra hlaupara til þess að verða Íslandsmeistarar líka og komast í landsliðið. Það sem mér finnst samt skemmtilegast er að fá fólk sem hefur ekki verið mikið í hlaupum til að smitast af hlaupabakteríunni og sjá hversu jákvæð áhrif það hefur á líf fólks. Hreyfing ætti ekki að vera val, heldur miklu frekar eitthvað sem fylgir okkur alla ævi. Þetta snýst því um að finna hreyfingu sem við höfum gaman af og getum stundað til lengri tíma. Hlaupin henta einkar vel allan ársins hring og eru svo miklu fjölbreyttari en við höldum. Hér eru þrjú atriði sem þú getur gert til að láta hlaupin verða skemmtilegri og til að forðast meiðsli. 1. Hlauptu hægar en hægt. Það er aldrei hægt að fara of hægt en það krefst svakalegs viljastyrks að fara nógu hægt þegar fyrirmælin segja rólegt skokk. Reyndu að hlaupa eins hægt og þú getur og hægðu svo á þér um 20%, þá ertu kannski að fara nógu hægt. 2. Taktu nokkra 20 sekúndna stílspretti inni í rólega skokkinu eða eftir það. Stílsprettir eru í rauninni bara hraðaaukning þar sem við förum úr rólegu skokki og aukum hraðann hægt og bítandi í 20 sekúndur. Síðustu 3-4 sekúndurnar eru á góðum hraða en samt þannig að við gætum alveg farið hraðar ef við viljum. Gott er að hafa 1-2 mínútur á milli. 3. Eftir æfingu, taktu þrisvar sinnum tuttugu sinnum tályftur. Þá byrjarðu bara standandi og svo lyftirðu þér í hægri hreyfingu upp á tábergið og svo ferðu rólega niður og stoppar á milli áður en þú ferð í næstu. Gott er að standa við vegg til að halda jafnvæginu. Að fara hægt, hafa stílspretti inni í æfingum og að taka léttar styrktaræfingar getur hjálpað mikið en svo eru fæðubótarefni líka eitthvað sem er gott að hafa í huga. Þessa dagana eru mín uppáhalds NOW bætiefni Omega-3, B-12 Ultra og Iron Complex. Ef ég ætti svo að bæta einu við í kaupbæti, væri það Adam eða Evu fjölvítamínið. Við viljum alltaf hafa fæðuna sem fjölbreyttasta og svo geta fæðubótarefni hjálpað til við að halda okkur örugglega réttu megin við línuna.

79


Eva og Sylvía halda úti hlaðvarpinu Normið en hlaðvarpið er þekkt fyrir að aðstoða hlustendur við að uppfæra líf sitt og líðan, líkamlega og andlega. Þær sögðu okkur frá sinni upplifun af nokkrum vörum sem hafa haft góð áhrif á líðan þeirra.

Ef við hefðum vitað, þegar við vorum unglingar í tilvistarkreppu, að andlega heilsan velti að stórum hluta til á góðri þarmaflóru - hefði fortíðin getað litið öðruvísi út,” segja þær brosandi. „Við kynntumst Bio-Kult fyrst í kringum tvítugsaldurinn og höfum ekki hætt að taka það síðan.” Eva segist hafa notað fjólubláa pakkann mikið því hún var gjörn á að fá sveppasýkingar og ekkert virkaði nema Bio-Kult Candéa. „Þess vegna hoppaði ég hæð mína af gleði þegar í ljós kom að við í Norminu ætluðum í samstarf við eina af mínum uppáhalds vörum,” útskýrir Eva.

Heilsan býr í þörmunum Við elskum að pæla í því hvernig andleg og líkamleg heilsa tengist, og okkur fannst merkilegt að 80% af skilaboðum sem þarmarnir senda frá sér í líkamann fara til heilans. „Við vitum flest að heilinn stýrir okkar helstu vanamynstrum. Eins og margir aðrir vorum við að eiga við vanamynstur sem voru ekkert sérlega gagnleg. Sumt fólk kannast við að vera fast í þreytu og vanlíðan eftir allskonar rússíbana í lífinu. Þegar við gerðum okkur grein fyrir því að maður gæti breytt eigin ástandi með því að sjá til þess að

25% AFSLÁTTUR

80

þarmaflóran væri í góðum gír þá breyttust lífsgæðin verulega. Bio-Kult er vani sem við einfaldlega verðum að halda í,” segja Eva og Sylvía. Græni pakkinn, Bio-Kult Mind er orðin nauðsynjavara í þeirra rútínu, en góðgerlarnir í græna pakkanum hjálpa þeim að skerpa fókusinn og ná að halda góðum dampi í gegnum daginn. „Nú er ég til dæmis nýbúin að taka 2 hylki af Bio-Kult Mind með vatnsglasi, og einbeitingin er úrvals” segir Sylvía og hlær. Hver einasti litur af Bio-Kult hefur mismunandi virkni og þær vinkonur segjast velja þann pakka sem hentar hverju sinni. „Við munum vera í Bio-Kult liðinu alla ævi, því okkur finnst lífið skemmtilegra þegar geðheilsan er í toppstandi vegna heilbrigðrar þarmaflóru.”

Bio-Kult góðgerlarnir

Eva María Mattadóttir og Sylvía Briem Friðjónsdóttir halda úti hlaðvarpinu Normið.


Fundu mun á fyrstu vikunni

Þvílík breyting á líðan

„Við kynntumst svo Saffrox í janúar 2020, það var ótrúlegt hvað við fundum mikinn mun eftir að hafa prófað Saffrox daglega í viku”. Þær tala um að síðan þær byrjuðu að taka hylkin fyrir svefn hafi þær ekki upplifað þessa þungu þreytu á morgnana sem er svo gjörn á að koma í skammdeginu. Saffrox er 100% náttúrulegt og getur haft jákvæð áhrif á andlega líðan. Hylkið inniheldur Saffran jurt og virkt form af fólínsýru, en það getur aukið framleiðslu serótóníns, noradrenalíns og dópamíns í heilanum. „Fyrir þá sem ekki vita þá eru serótónín og dópamín hamingjuhormón sem koma ákveðnu jafnvægi á andlega líðan. Það sem er einnig áhugavert við Saffrox er að það inniheldur öflugasta form magnesíum sem hefur það að markmiði að stuðla að eðlilegri starfsemi miðtaugakerfisins.”

Í stuttu máli erum við alltaf að pæla í því sem viðkemur andlegri líðan og það kemur sífellt á óvart hversu stóran part maginn spilar í góðri geðheilsu. Við veljum vel hvað við borðum en stundum langar manni bara að láta vaða í mat sem maginn höndlar ekki vel og koma þá meltingarensímin frá Enzymedica sér einstaklega vel, þvílík breyting!” segir Eva glaðlega. „Við tökum Digest reglulega fyrir máltíðir og auðveldum þannig meltingunni að takast á við máltíðina. Við erum að vísu ekki að taka hylkin inn fyrir hverja einustu máltíð, heldur eftir þörf. Hins vegar er ávinningurinn aðal málið af því að taka inn meltingarensím svo margþættur t.d hjálpa líkamanum að melta og brjóta niður fæðuna og í kjölfarið starfa betur. Við veljum að taka inn Digest með reglulegu millibili.”

Meltingarensím sem virka

Saffrox Eva og Sylvía segjast hafa fundið fyrir því að vera framtakssamari og átt auðveldara með að vaða í verkefni. „Það í raun birtir til í hausnum, þetta er orðið hálfgert trúarbragð hjá okkur” bæta þær við. „Við tölum mikið um það í Norminu að það eru forréttindi að vakna glaðar og fara hressar inn í daginn, það gerir okkur líklegri til að grípa tækifærin og standa okkur vel í þeim verkefnum sem við tökum okkur fyrir hendur.”

Hlustendur okkar hafa að auki verið duglegir að senda okkur skilaboð og hafa margir nefnt óþols vanda eða magapirring. „Mómentið eftir máltíðina, þegar þreytan bankar og maður steinliggur uppi í sófa eftir stóra máltíð. Ætlaði að fara út í göngutúr eða ganga frá þvottinum, en það er ekki fræðilegur möguleiki að standa upp. Rjómapastað var bara svo gott. Það er nákvæmlega ekki neitt að því að borða máltíðir í þyngri kantinum, kolvetnapartý og grillveislur eru frábærar, afleiðingarnar eru bara stundum óþarflega þreytandi.” Þær Eva og Sylvía nefna að lokum mikilvægi þess að hver og einn skoði hvað hentar eigin líkama og leyfi sér uppfæra lífið á eigin forsendum.

25% AFSLÁTTUR

Digest meltíngarensímin

81


Hannah Davíðsdóttir crossfit-iðkandi segir frá reynslu sinni af BetterYou vörunum.

Þar sem ég lyfti mikið og þungt daglega þá eru liðamótin undir miklu álagi. Því finnst mér frábært að nota magnesíum vörurnar frá BetterYou

82


„Legg mikla áherslu á að gera allt sem hjálpar líkamanum.”

„Alla mína ævi hef ég verið snarofvirk og stundaði þær íþróttir sem ég var í á þeim tíma reglulega. Ég spilaði fótbolta í nokkur ár áður en ég prófaði að keppa í vaxtarrækt árið 2017. Þar sem ég hlaut fyrsta sætið á erlendu móti sem gaf mér þau réttindi að keppa á ennþá stærra móti, en samt sem áður fann ég enga hamingju enda var ég algjörlega vannærð, líkamlega og andlega. Ég fann mig aldrei í neinni íþrótt þrátt fyrir að vera góð í þeim, ég missti alltaf áhugann um leið og þetta varð „of auðvelt.” Þegar ég byrjaði í Crossfit var ég nýbúin að eignast barn og þekkti ekki líkamann minn lengur. Ég gat ekki gert allt sem ég var vön að gera og fannst ekkert auðvelt. Þá allt í einu kviknaði áhuginn hjá mér. Ég hugsaði daglega um það hvar ég vildi vera stödd ári seinna, hvað ég gæti gert betur og hvernig ég ætlaði að gera það. Það er svo gaman að æfa þegar maður sér bætingar og breytingar daglega, þá er auðvelt að mæta aftur. Spennan hjá mér eykst bara með tímanum og mér finnst ég loksins hafa fundið mína íþrótt. Þó svo að ég hafi engan áhuga á að keppa, þá elska ég að hafa þetta sem áhugamál.” „Ég legg mikla áherslu á að gera allt sem hjálpar líkamanum til að hafa næga orku og ná hámarksgetu og fljótri endurheimt eftir æfingar. Það geri ég með fjölbreyttu og hollu mataræði ásamt því að taka inn fæðubótarefni sem hjálpa líkamanum að ná betri árangri. Þau fæðubótarefni sem ég innbyrði aukalega eru einungis próteinvörur eins og drykkir eða stykki og síðan að sjálfsögðu vítamín.”

Umbreytti líðan á meðgöngu Hannah hefur lengi notast við vörurnar frá BetterYou og segir okkur hér frá sinni reynslu. „Ég kynntist fyrst vörumerkinu BetterYou þegar ég var ólétt fyrir þremur árum og

upplifði mikinn fótapirring. Ég leitaði mér ráða í sameiginlegum bumbuhóp í von um að einhver reynslugóð mamma þarna úti gæti hjálpað mér. Í kjölfarið var mér bent á magnesíum vörurnar, baðsaltið og svefnkremið. Mér var ráðlagt að prófa þessa tvennu og sagt að þetta myndi slá á allan pirring og krampa. Ég varð strax ástfangin af vörunum enda ekki annað hægt þegar þær virka svona vel,” segir Hannah. Í dag hefur BetterYou komið með ný og frábær baðsölt á markað, bæði Magnesium Sleep & Magnesium Muscle, með mismunandi ilmi & tilgangi. „Þegar dóttir mín fæddist var mér tilkynnt að öll börn sem búa á Íslandi þurfi nauðsynlega að fá auka D-vítamín. Þá kom lítið annað til greina en að kaupa DLux Infant munnúðann fyrir ungabörn. Ég hafði heyrt að sum börn geti fengið í magann af dropum en við lentum ekki í neinu þannig ráðlagði öllum mömmum sem ég þekkti að eignast þennan munnúða. Úðinn er auðveldur í notkun og hefur engar aukaverkanir, sem er frábært. Mikilvægi D-vítamíns er gríðarlega mikið, sérstaklega fyrir svona ung börn þar sem beinin þeirra eru mjúk og viðkvæm. Börn þurfa þá auka stuðning til þess að verða stór og sterk.”

Aldrei of seint að setja heilsuna í forgang „Áður en ég varð ólétt hugsaði ég lítið um heilsuna, heldur bara um útlitið og peninga. Hágæða vítamín var eitthvað sem ég tímdi peningnum mínum ekki í því ég hélt ég þyrfti þess ekki. Ég leitaði mikið í sykur og koffíndrykki fyrir fljóta orku, enda var líkaminn minn alveg að segja vegna álags og vannæringar. Ég gerði mér enga grein fyrir því hvað vítamínskortur af mismunandi tegundum gæti haft mikil áhrif á húð, hár, neglur, sjón, frjósemi,

meltingu, orku og, síðast en ekki síst, andlegu heilsuna. En það er aldrei of seint til að setja heilsuna í forgang. Sem betur fer fyrirgefur líkaminn okkar margt og hann jafnar sig á ýmsum skortum.”

Mín daglegu vítamín „Þau vítamín sem ég tek inn daglega eru Hair, Skin & Nails í formi munnúða frá BetterYou en það fæst með afar góðu appelsínu-, ferskju- og mangóbragði. Blandan inniheldur sex mikilvæg næringarefni, C-vítamín, B5-vítamín, bíótín, joð, selen og sink sem stuðla að viðhaldi eðlilegs hárs, nagla og húðar. Einnig tek ég alltaf DLux+K2 vítamín í munnúðaformi. Munnúðinn er með n á t t ú r u l e g u p i p a r m y n t u b ra g ð i o g inniheldur einstaka blöndu af D-vítamíni o g K 2 - v í t a m í n i . S a mv i r k n i þ e ss a ra vítamína tryggir að kalkið frásogist úr blóðinu og skili sér til beinanna þar sem það bætir beinþéttnina. Við vitum að D-vítamín er afar mikilvægt fyrir okkur á Íslandi vegna þess að að við búum ekki við nægt sólarljós. D-vítamín gegnir m.a. lykilhlutverki í viðhaldi beina og tanna og er mikilvægt fyrir ónæmiskerfið og vöðvastarfsemi. Ástæðan fyrir því að ég kýs alltaf munnúða fram yfir annað eru sú að vítamín í formi munnúða frásogast beint inn í blóðrásina og fara framhjá meltingarveginum og tryggja þannig hámarksupptöku í gegnum slímhúð. Börn og aldraðir, ásamt fleirum, eiga oft á tíðum í erfiðleikum með að gleypa töflur, en þá eru munnúðar frábær kostur. Ef það er eitthvað sem ég vil að þú takir til þín eftir þennan lestur þá er það að D- vítamín er það vítamín sem er mikilvægast.”

25% AFSLÁTTUR

DLux Infant

Baðflögurnar

Svefnkremið

Hair, Skin & Nails

DLux + K2

83


uppbygging

Berglind Guðmundsdóttir Ekki taka þreytu, sleni og depurðareinkennum sem sjálfsögðum hlut Ég hef í gegnum tíðina keypt vítamín en hætt að taka þau þegar líðanin hefur batnað. En eftir því sem aldurinn færist yfir þá hef ég fundið fyrir mikilvægi þess að taka inn bætiefni að staðaldri, að sjálfsögðu með staðgóðu mataræði.

É

g, ásamt svo mörgum öðrum konum, glími af og til við járnskort og þarf að passa mig að taka járn reglulega. Járnskorturinn laumast aftan að manni og allt í einu er það orðið eðlilegt að vera stöðugt þreytt, móð og orkulítil. Sem betur fer er ég orðin meðvitaðri um þetta og fer reglulega í blóðprufu. Það sem skiptir máli við inntöku járns er að sjálfsögðu virknin og einnig að sleppa við aukaverkunina sem fylgir mörgum tegundum af járni, en það eru magaverkir. Nýlega greindist ég svo með B12 skort en það lýsti sér svipað og járnskorturinn. Sama hvað ég svaf mikið þá þráði ég ekkert heitar en að leggjast niður og sofna. Það er gríðarleg skerðing á lífsgæðum að upplifa svona mikla þreytu og mjög gott að fá úr því skorið að þetta væri ekki komið til að vera heldur einfaldalega skortur á B12 sem hægt er að bæta upp. Auk þess að upplifa mikla þreytu þá hafði ég í nokkurn tíma fundið fyrir náladofa í útlimum sem er ein af aukaverkunum B-vítamínsskorts. Annað bætiefni sem ég tek að staðaldri er magnesíum sem gefur mér góðan nætursvefn og hefur jákvæð áhrif á taugakerfið. Það virkar líka vel gegn fótapirringi sem ég glími stundum við. Eins er D-vítamín bráðnauðsynlegt fyrir okkur Íslendinga. Ég man þegar ég vann sem hjúkrunarfræðingur og sá niðurstöður úr gríðarlega mörgum blóðprufum sem gerðar voru á börnum. Þar sá maður svart á hvítu að langflest glímdu þau við D-vítamínskort og sum mjög alvarlegan. Einkenni D-vítamínskorts geta verið þreyta, slen, veikt ónæmiskerfi, skapsveiflur, leiði og jafnvel þunglyndi, hárlos og vöðvaverkir.

84

Skilaboðin sem ég vil senda út er að passa sig að taka ekki einkennum eins og til dæmis þreytu, sleni og depurð sem sjálfsögðum hlut. Þetta ásamt svo mörgu öðru er eitthvað sem mikilvægt er að gefa gaum og láta kanna með læknisheimsókn og blóðprufu. Hver dagur er dýrmætur og við viljum gera það sem við getum til þess að vera upp á okkar besta bæði andlega og líkamlega.

Sama hvað ég svaf mikið þá þráði ég ekkert heitar en að leggjast niður og sofna.

Berglind Guðmundsdóttir er hjúkrunarfræðingur, ástríðukokkur og athafnakona. Hún hefur frá árinu 2012 haldið úti vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, sem er eitt vinsælasta matarblogg landsins, og gefið út þrjár matreiðslubækur. Berglind er einn af þáttastjórnendum Dagmála á mbl.is ásamt því að taka að sér ýmis verkefni sem tengjast uppskriftasíðunni. Síðustu mánuði hefur hún bólusett landann í hjáverkum. Ásamt þessu rekur hún stórt heimili með fjórum börnum og kettinum Kókos.


Guli miðinn

VÍTAMÍN

25% AFSLÁTTUR

Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar.

Af hverju? Góð næring og hreyfing eru forgangsatriði í mínu lífi. Ég treysti vörum Gula miðans til að efla heilsu mína enn frekar svo ég upplifi jafnvægi og vellíðan í daglegu lífi. Rakel S. Sigurðardóttir Heilsuráðgjafi og pilates kennari

gæði á góðu verði

85


uppbygging

Ingi Torfi og Linda Rakel

Vegum hvort annað upp Hjónin, viðskiptafræðingarnir og markþjálfarnir Ingi Torfi Sverrisson og Linda Rakel Jónsdóttir ákváðu fyrir rúmu ári að kúvenda lífi sínu, sögðu bæði upp föstu starfi og fóru að vinna í því að láta drauma sína rætast. Torfi vann í 16 ár sem fasteignasali og Linda Rakel var þjónustufulltrúi í banka.

I

ngi Torfi byrjaði að telja macros, eða næringarefni, árið 2016 með rosalega góðum árangri og Linda elti svo eftir að hafa fengið frekari upplýsingar um þessa aðferð sem nú hefur náð miklum vinsældum. „Við fundum bæði rosalegar bætingar á æfingum, betri líðan, jafnari orku, fljótari endurheimt og fleira sem sýndi okkur að við vorum á réttri leið. Í kjölfarið fórum við að aðstoða vini og vandamenn við að telja macros og fundum bæði fyrir auknum áhuga á að kenna fleirum þetta því þetta virkar svo vel,” segir Linda. Það var svo fyrir rúmu ári síðan að Ingi Torfi var beðinn um að taka félaga sinn í þjálfun og þá fór boltinn að rúlla og úr varð Næringarþjálfun ITS, fyrirtæki hjónanna, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Aðspurð hvernig það gangi að vinna saman svara þau í kór að það gangi rosalega vel. „Við erum svo lík með margt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur. Eins og góðir liðsfélagar gera þá vegum við hvort annað vel upp. Svo er auðvitað ekkert smá gaman að vinna með besta vini sínum, það er alltaf stuð og stutt í fíflalæti á skrifstofunni.“

86


Talning á næringarefnum Við biðjum hjónin að útskýra málið aðeins nánar fyrir þeim sem ekki þekkja macros-aðferðina. „Þetta er í raun bara skráning og talning á næringarefnum, kolvetni, próteini og fitu. Enska orðið yfir næringarefni er macros og við notum það þegar við segjumst telja macros. Í þjálfuninni reiknum við út næringarþörf viðskiptavina okkar út frá upplýsingum sem við fáum frá hverjum og einum. Svo er það hver og einn sem finnur út hvað hentar að gera á hverjum degi innan þess ramma sem hann hefur.“ Þau segja aðferðina ekki flókna í grunninn en vissulega krefjist hún svolítillar vinnu til að byrja með. „Þetta er vinna sem er þess virði að leggja á sig því þú öðlast lærdóm og þekkingu sem þú býrð yfir alla ævina. Það er fyrsta vikan sem fer í að læra mest og er eins og háskólagráða af þekkingu þegar hún er liðin. Þú gerir fullt af mistökum sem þú lærir helling af.” Þau segja magnað að sjá hvað fólk er fljótt að ná þessu en að þeirra vinna felist meðal annars í því að vera til taks allan daginn og aðstoða fólk í gegnum skilaboð. „Þannig að ef einhverjar spurningar vakna erum við alltaf til taks að svara og leiðbeina.“ Stoltir NOW liðsmenn Þau Ingi Torfi og Linda Rakel gengu nýverið til liðs við NOW teymið en í því er fleira fagfólk og framúrskarandi einstaklingar. Þau hafa notað vörurnar í áraraðir og segja samstarfið því einstaklega skemmtilegt. „Við erum afar stolt af því að vera partur af NOW teyminu enda miklir aðdáendur vörulínunnar. NOW vörurnar eru aðgengilegar og vörulínan er breið þar sem við getum fengið allt sem við teljum okkur þurfa til þess að tryggja heilbrigðan lífsstíl.”

Við erum svo lík með margt og hugsum þetta eins svo það verða aldrei neinir árekstrar hjá okkur.

Aðspurð hvað heillaði þau mest við NOW segja þau það fyrst og fremst hafa verið trúverðugleiki, hreinleiki og gæði. „Eins höfum við lesið okkur til um allt það flotta fólk sem hefur lagt nafn sitt við merkið og það er ekkert smá vandaður hópur. En hver skyldi vera uppáhaldsvaran þeirra um þessar mundir. „Uppáhaldsvaran okkar er hreina kreatínið sem við tökum alla daga. Auk þess tökum við alltaf NOW EfferHydrate Lemon eftir æfingar. Annars tökum við daglega inn fjölvítamínin frá NOW og að auki tökum við Omega-3, magnesíum, D-vítamín og NOW góðgerla Probiotic 10 25 Billion. Einnig tökum við hreint NOW prótein og kollagen þegar við þurfum að bæta upp próteininntöku dagsins.“

87


Betri melting! Öflug melting er undirstaða góðrar heilsu. Enzymedica meltingarensímin geta hjálpað til við að slá á óþægindi, svo sem loftmyndun, uppþembu, meltingartruflanir, meltingaróreglu og brjóstsviða. 1-2 hylki með mat.

25% AFSLÁTTUR

R A S U A L R U K Y S & R A Ð Ó G Ð BRAG

FREYÐITÖFLUR!

Vönduð bætiefnalína hönnuð til að styðja við almenna heilsu. 88


Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í lífi okkar og heilsu „Allir sjúkdómar hefjast í meltingarvegi.” sagði Hippokrates á sínum tíma en ef til vill skiljum við enn betur hvað hann átti við eftir því sem rannsóknir á hinni mögnuðu þarmaflóru hafa sýnt fram á mikilvægt hlutverk hennar.

M

ikilvægt er að huga að vörnum okkar dag hvern, meðal annars með því að gæta að persónulegu hreinlæti og styðja við þarmaflóru okkar. Þarmaflóran spilar lykilhlutverk í lífi okkar og heilsu og hefur mikið að segja um heilsufar okkar, jafnt andlegt sem líkamlegt. Góð þarmaflóra er forsenda heilbrigðar starfsemi meltingarfæranna ásamt því að hafa góð áhrif á ónæmis-, tauga- og hormónakerfið. Til þess að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru er mikilvægt að tileinka sér hollt og gott mataræði ásamt því að taka reglulega inn mjólkursýrugerla í formi bætiefna með það að markmiði að koma á jafnvægi og styrkja þarmaflóruna. Vöndum valið Mjólkursýrugerlar eru hluti af örlífverum þarmanna en þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir og með mismunandi virkni. Mjólkursýrugerla má ýmist finna í fæðu og meltingarvegi mannsins en þeir hafa heilsueflandi áhrif á líkamann með því að efla meltingu og frásog næringarefna. Þegar

„Sterkt ónæmiskerfi er nauðsynlegt vörnum okkar og til þess að við séum í okkar besta formi dag hvern.” – Ásdís Birta Auðunsdóttir, næringarþerapisti

velja á mjólkursýrugerla til inntöku er ekki úr vegi að skoða magn gerla sem hvert hylki inniheldur sem og virkni og því mælum við hiklaust með góðgerlunum frá Probi AB sem innihalda 10 milljarða lifandi mjólkursýrugerla. Einkaleyfisvarðir mjólkursýrugerlar Árið 1991 var sænska fyrirtækið Probi AB stofnað í kringum merkilega uppgötvun sem hópur vísindamanna gerði á mjólkursýrugerlinum Lactobacillus plantarum 299v. Gerillinn reyndist vera sérlega harðger og hefur eiginleika til að fjölga sér í meltingarvegi og styrkja þar með varnir okkar og draga úr óþægindum tengdum maga og meltingu. Probi AB er í dag leiðandi á heimsvísu í rannsóknum á mjólkursýrugerlum og með alheimseinkaleyfi á LP299V, gerlinum sem er að finna í vörunum frá Probi AB. Probi vörurnar eru því þær einu sem innihalda gerilinn á Íslandi.

25%

Probi vítamín og tuggutöflur Þeir sem eiga við tilfallandi eða langvarandi óþægindi tengd meltingu að etja þekkja vel hversu mikil áhrif það getur haft á daglegt líf og að sama skapi hversu mikill léttir það er þegar komist er yfir slíkt ástand. Óþægindi tengd meltingu geta gefið til kynna að ójafnvægi sé í þarmaflóru en því er mikilvægt að huga að heilbrigði flórunnar og er ein leið að taka inn góða mjólkursýrugerla með sannreynda virkni, dag hvern. Probi vörurnar eru þrjár talsins og eiga þær allar það sameiginlegt að innihalda sérvalda mjólkursýrugerla ásamt hinum ýmsu vítamínum, svo sem fólínsýru, járn, B-12 vítamín, C- vítamín og D- vítamín sem stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins. Probi vörurnar eru afar hentugar og auðveldar í notkun og ekki skemmir fyrir hve einstaklega bragðgóðar Probi tuggutöflurnar eru. Þar að auki er í lagi að taka inn fleiri en eina tegund af Probi samtímis, enda um vörur með mismunandi innihaldsefni og með ólíka eiginleika að ræða en allar með það að markmiði að styðja við meltinguna og stuðla að eðlilegri virkni ónæmiskerfisins.

AFSLÁTTUR

Probi® Mage er fæðubótarefni sem inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v. Gerillinn er harðger og hefur eiginleika til að fjölga sér í meltingarvegi og styrkja þar með varnir okkar og draga úr óþægindum tengdum maga og meltingu.

Probi® Family er samsett úr tveimur einkaleyfavörðum Probi® mjólkursýrugerlum; Lactobacillus plantarum HEAL9 (Lp HEAL9) og Lactobacillus paracasei 8700:2 (Lpa 8700:2). Varan inniheldur að auki fólasín, D-vítamín og B12 - vítamín.

Probi® Járn inniheldur einn af mest rannsökuðu mjólkursýrugerla heims sem á hafa verið gerðar yfir 50 klínískar rannsóknir. Í fjölmörgum þeirra hefur verið sýnt fram á ýmiss konar heilsusamleg áhrif og þ.á.m. aukna upptöku (aukið frásog) á járni í meltingarvegi. Varan inniheldur einnig járn, fólasín og C-vítamín.

89


uppbygging

Rakel Sif Sigurðardóttir

Guli miðinn stendur fyrir gæði og gott verð Vörulína Gula miðans er sérhönnuð fyrir fólk sem býr á norðlægum slóðum og er framleidd án allra óæskilegra aukaefna eins og til dæmis rotvarnarefna, uppfylliefna eða bragðefna.

V

örur Gula miðans eru í brúnum glerglösum sem varðveita gæði og verja innihaldið fyrir sólarljósi. Umhverfið spilar stóran þátt í vali Gula miðans á umbúðum en þær eru úr gleri og endurvinnanlegar. Lokið og innsiglið má einnig endurvinna. Guli miðinn er framleiddur í samvinnu við alþjóðlega framleiðendur sem starfa samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Vörur Gula miðans eru GMP vottaðar en GMP stendur fyrir góða framleiðsluhætti og er ákveðinn gæðastimpill fyrir vörumerki í matvælaiðnaði. Umfram allt skiptir máli að velja sér holla fæðu og forgangsraða í átt að heilbrigðum lífsstíl. Bætiefni koma ekki í staðinn fyrir næringarríka fæðu. Góð næring, dagleg hreyfing (einhver hreyfing er alltaf betri en engin), jafnvægi á sál og líkama í bland við félagslega heilsu ætti að vera í forgangi. Svo er hægt að nota bætiefni til að bæta upp það sem fæðan getur stundum ekki uppfyllt.

Góð næring og hreyfing eru forgangsatriði í mínu lífi. Ég tek Magnesium Citrate, Astaxanthin og Burnirót frá Gula miðanum til að efla orku, stuðla að endurheimt vöðva eftir æfingar og til að upplifa jafnvægi milli líkama og sálar. Rakel Sif Sigurðardóttir Heilsuráðgjafi og Pilates kennari

90


Guli miðinn

VÍTAMÍN

25% AFSLÁTTUR

Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar.

Af hverju? Það þarf ekki að vera flókið að viðhalda heilsu sinni og jafnvægi. Vörur Gula Miðans eru traustar, einfaldar og aðgengilegar og fylla upp í þær næringarþarfir sem mataræði getur stundum ekki uppfyllt. Rakel S. Sigurðardóttir Heilsuráðgjafi og pilates kennari

gæði á góðu verði

91


Mest selda liðbætiefni á Íslandi! Sífellt bætist í hóp þeirra Íslendinga sem hafa náð frábærum árangri með NUTRILENK. “Ég upplifi engin eymsli í dag og er aftur farinn að njóta þess að styðja við heilsu mína með hreyfingu, þökk sé Nutrilenk.” Kristófer Valdimarsson

2-3

mánaða skammtur í hverju glasi

25% AFSLÁTTUR

Innihaldsefni NUTRILENK: Kondrótín sem unnið er úr fiskibeinum, aðallega frá hákörlum.

“Nutrilenk Gold hefur gert mér kleift að æfa og keppa í hjólreiðum undanfarin 4 ár með óvæntum árangri. Ég get ekki annað en mælt hiklaust með Nutrilenk.” Jón Arnar Sigurjónsson

Kalk sem er nauðsynlegt fyrir viðhald eðlilegra beina. Mangan sem stuðlar að viðhaldi beina. D-vítamín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegra beina og vöðvastarfsemi.

“Ég sleit krossband fyrir mörgum árum. Núna get ég gengið og hlaupið án vandræða. Ég hef klárað bæði hálfmaraþon og fjallahlaup án eymsla og þessu þakka ég Nutrilenk.” Jóhann Gunnarsson

“Ef ég gleymi að taka Nutrilenkið þá finn ég fljótt fyrir því. Nú eru fleiri í fjölskyldunni farnir að taka Nutrilenk Gold m.a. vegna eymsla í hnjám og allir eru jafn ánægðir.“ Sigrún Björk Sverrisdóttir

92

C-vítamín sem stuðlar að eðlilegri myndun kollagens fyrir eðlilega starfsemi beina og brjósks og er þekkt fyrir að draga úr þreytu og lúa.

“Ég sleit krossband fyrir mörgum árum og er staðan nú bein í bein. Ég byrja alla daga með Nutrilenk Gold. Það gerir lífið bara svo miklu betra.” Eygló Jónsdóttir


25% AFSLÁTTUR

K Eá fTe r ðÓ inni!

Rapid Fire er bulletproof kaffi í duftformi sem hentar hvar og hvenær sem er.

Einnig er frábært að bragðbæta kaffið með Rapid Fire Creamer fyrir þá sem vilja meiri fitu eða Rapid Fire Turbo Creamer fyrir þá sem vilja meira koffín. MCT olían með vanillukremsbragði er líka frábær viðbót út í kaffið eða boostið fyrir aukna fitu og gott bragð.

Kominn aftur! Kaffið er í boði í þremur ljúffengum bragðtegundum!

Hanna Þóra Helgadóttir, viðskiptafræðingur og matarbloggari, hefur sérhæft sig í ketógenísku mataræði síðustu ár með góðum árangri. Hún deilir með okkur uppskrift að kaffidrykk sem hún fær sérþegar hún vill gera vel við sig. Þið getið fylgst með Hönnu Þóru á Instagram, þar sem hún deilir girnilegum uppskriftum og fróðleik um ketógenískt mataræði.

Hinn vinsæli máltíðarhristingur með súkkulaðibragði.

Hannathora88

Uppskrift:

2 skeiðar karamellu ketókaffi frá Rapid Fire 2 dl vatn 2 msk. rjómi 6 klakar Setjið öll innihaldsefnin í blandara og blandið þar til klakinn er vel mulinn. Hellið í glas og toppið með þeyttum rjóma og auka karamellu fyrir þá sem vilja hafa hann extra góðan.

93


NÁÐU HÁMARKSÁRANGRI MEÐ

Neubria eru sannkallaðar ofurblöndur sem innihalda öflugar jurtir ásamt mikilvægum vítamínum og steinefnum sem hafa það að markmiði að styðja við heilsusamlegt líferni, hvort sem það er til að verða orkumeiri, öðlast betri svefn, betri einbeitingu eða bætt minni. Helgi Laxdal og Sólveig Bergsdóttir Íslandsmeistarar og landsliðsmeðlimir í hópfimleikum hafa tekið inn Neubria bætiefnin í dágóðan tíma og mæla hiklaust með þeim fyrir alla.

Þegar ég tek Neubria Sleep sef ég mun betur og mér finnst ég vakna úthvíldari á morgnana. Nú er Neubria Sleep orðið hluti af minni kvöldrútínu, en ég tek tvö hylki 30 mínútum fyrir svefninn og finn mikinn mun.”

Auk koffíns innihalda hylkin meðal annars grænt te og B-vítamínblöndu sem mér þykir mikill kostur. Neubria Energy kemur sér afar vel á morgnana eða fyrir æfingar. Ég hef tekið inn Neubria Energy hylkin snemma morguns og koffínið skilar sér á innan við 20 mínútum. Ég get hiklaust mælt með þessu orkugefandi bætiefni.”

- Helgi Laxdal

- Sólveig Bergsdóttir

25% AFSLÁTTUR

SLEEP

SVEFN & SLÖKUN Inniheldur tryptófan, humla, sítrónumelissu, kamillu, saffran og magnesíum. Góður kostur fyrir þá sem eru að leita lausna til þess að ná meiri slökun og bæta svefngæði.

FOCUS

SKÝRLEIKI & EINBEITING Inniheldur koffín, co-enzyme Q10, sítrónólín, Bacopa monnieri, Aswagandha, Ginkgo bilboa, salvíu, lútín, zeaxantín, bláber og rósmarín. Góður kostur fyrir þá sem eyða miklum tíma fyrir framan skjái.

MEMORY ENERGY ATHYGLI & MINNI

ORKA & ÚTHALD

GLEÐI & JAFNVÆGI

Inniheldur túrmerik, Aswagandha, Bacopa monnieri, rósmarín extract, Ginkgo bilboa, sítrónólín og Co-enzyme Q10.

Inniheldur koffín, grænt te, L-theanine, Guarana, kakóþykkni, kóreskt-, síberískt- og amerískt ginseng, vítamín B3, B5, B6, B9 og B12.

Inniheldur túrmerik, burnirót, sítrónólín, Ashwaganda og saffran.

Góður kostur fyrir þá sem vilja náttúrulega leið til að efla athygli og minni.

Góður kostur fyrir fólk sem drekkur ekki kaffi eða sykraða drykki og vantar aukna orku.

Neubria Energy og Focus innihalda koffín og því aðeins ætluð fyrir fullorðna.

94

MOOD

Inniheldur 22 nauðsynleg vítamín og steinefni sem líkaminn þarf. Góður kostur fyrir þá sem vilja bæta líkamlegt og andlegt jafnvægi.


hjálpar þér að skara fram úr! „Sem atvinnumaður vel ég aðeins hágæða bætiefni sem virka, því vel ég Natures aid.” - Ísak Bergmann, leikmaður FC Kaupmannahöfn

25% AFSLÁTTUR

95


Styrktu ónæmiskerfið C-VÍTAMÍN

BETA GLUCANS IMMUNE SUPPORT+

Bragðgóðar tuggutöflur með appelsínubragði. Frábær kostur fyrir þá sem eiga erfitt með að kyngja stórum töflum.

Öflug blanda af vítamínum, jurtum og steinefnum sem styðja við ónæmiskerfi líkamans.

Hentar öllum aldri.

25% AFSLÁTTUR

Einbeiting & orka NEUBRIA FOCUS

MIND THE GUM

Hágæða bætiefni sem inniheldur 22 nauðsynleg vítamín og steinefni ásamt koffíni og öflugum jurtum. Þar á meðal ashwagandha, ginkgo biloba, co-enzyme Q10, lútín, zeaxantín og bláber.

Fæðubótarefni í tyggjóformi sem inniheldur 15 virk efni, meðal annars B12-vítamín sem stuðlar að því að draga úr þreytu.

Fyrir fólk sem er í krefjandi starfi eða námi og ver tíma fyrir framan tölvuskjái.

25% AFSLÁTTUR

96

Einstök formúla af vítamínum, koffíni, andoxunarefnum og L-theanine sem finna má í grænu tei.


EINNIG ÁN KOFFÍNS

5,9G AF KOLLAGENI Í HVERRI DÓS

GRÆNT OG GÓMSÆTT Þú færð lífræna ávexti og grænmeti frá Änglamark í Nettó.

25% AFSLÁTTUR

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI

97


vegan Sem dæmi má nefna að króm hjálpar insúlíni að koma sykrum inn í frumurnar og getur þannig dregið úr sykurlöngun. Þess ber þó að geta að við eigum öll að sneiða hjá viðbættum sykri eins og kostur er. Járn hjálpar til við að binda og flytja súrefni með rauðum blóðkornum í líkamsvefi.

Víðir Þór Þrastarson

Veganismi og Guli miðinn

Kalk hjálpar til við beinheilsu. Magnesíum hjálpar til við almenn efnaskipti og hefur einnig jákvæð áhrif á sefkerfi líkamans, þ.e. vinnur gegn streitu. Selen styrkir síðan ónæmiskerfið. Íslensk þarahylki: Joð er ákaflega mikilvægt steinefni, er sterkur andoxari og getur stuðlað að bættri heilsu húðar og vexti hárs og nagla. Joð spilar einnig mikilvæga rullu þegar kemur að heilbrigði skjaldkirtils. Það er notað við framleiðslu á skjaldkirtilshormónum og er alveg sérstaklega mikilvægt á meðgöngu og stuðlar að þroska miðtaugakerfis fósturs. Ég hvet svo alla til að venja sig á að borða hollan, ferskan og sem minnst unninn mat. Það er einnig mikilvægt að hreyfa sig daglega, anda að sér fersku lofti og njóta þeirrar dásamlegu náttúru sem Ísland hefur upp á að bjóða. Því til viðbótar getur verið tilvalið að prófa sig áfram hvað vönduð fæðubótarefni varðar og þar kemur Guli miðinn sterkur inn. Úrvalið er frábært og er ég alveg sérstaklega ánægður með framboðið fyrir þá sem eru vegan.

Ég hef alla tíð verið hrifinn af jurtafæði. Mér finnst plönturnar gefa mér góða orku og vellíðan, er iðulega léttur í maga og svo er mér afar annt um dýrin og umhverfið. Ég hef verið vegan síðan 2017 og er það lífsstíll sem mér líður afar vel með á líkama og sál. Jurtafæði veitir okkur alla þá orku og næringu sem við þurfum. Að vísu er mælt með að grænkerar taki aukalega inn B12-vítamín.

Þ

ó svo ég fái alla mína orku og næringu úr jurtaríkinu er ég mjög hrifinn af því að taka inn stærri skammta af fæðubótarefnum til að auka hreysti mína og líðan. Ráðlagður dagskammtur segir til um það magn sem við þurfum til að líða ekki skort. En oft getur verið gott að taka inn stærri skammta t.d. af C-vítamíni til að efla ónæmiskerfið. Guli miðinn býður upp á breiða línu af úrvals bætiefnum sem mörg hver eru vegan. Þessi bætiefnalína hefur verið framleidd fyrir íslenskan markað í yfir 30 ár. Aðeins bestu fáanlegu innihaldsefnin eru notuð í vörurnar sem eru þróaðar sérstaklega með þarfir Íslendinga að leiðarljósi og samkvæmt evrópskum stöðlum. Bætiefnunum er pakkað í dökk glerglös til að varðveita gæði innihaldsefna sem best og verja þau gegn birtu. Vörurnar bera alþjóðlega GMP gæðavottun og vinnsla efnanna er samkvæmt ströngustu gæðakröfum. Þær vörur sem ég nota helst: B12 (sugutöflur): Þetta eru bragðgóðar töflur án sykurs og veita 1000 míkrógrömm sem er góður skammtur til að vinna gegn þreytu og mæði. Auk þess er B12 talið nauðsynlegt fyrir heilbrigðan vöxt fruma og frumuskiptingar, heilbrigði tauga og húðar, almenn efnaskipti, frumuvöxt og margt fleira. Inntaka á B12 hefur mikið verið rannsökuð í tengslum við ýmsa heila- og taugasjúkdóma og talið er að vítamínið geti gefið góða vernd hvað það varðar. Með því að sjúga töflurnar fer frásog fram í gegnum slímhúð og þaðan inn í kerfið og upptakan því oft betri en í gegnum þarmana. C-vítamín: C-1000 er mitt uppáhald. Vítamínið vinnur gegn þreytu og orkuleysi og getur styrkt eðlilega starfsemi ónæmiskerfisins. C-vítamín er einnig mikilvægt þegar kemur að myndum kollagens í húð og líkamsvef. Vítamínið hjálpar einnig til við frásog á járni og hefur í raun jákvæð áhrif á flesta vefi líkamans. Steinefnablanda: Virkilega vönduð blanda af fjölmörgum steinefnum sem styður við almenna líkamsstarfsemi, orku og vellíðan. Fjölmörg steinefni er að finna í blöndunni, þar með talið járn, kalk og magnesíum, kalíum, sink, króm og selen.

98

Guli miðinn býður upp á breiða línu af úrvals bætiefnum sem mörg hver eru vegan.

Heilsukveðja Víðir Þór Þrastarson Íþrótta- og heilsufræðingur


Guli miðinn

VÍTAMÍN

25% AFSLÁTTUR

Bætir, viðheldur og ver heilsu fjölskyldunnar. Fæst í apótekum og stórmörkuðum um allt land.

Af hverju? Ég tek Magnesium Citrate, Astaxanthin og Burnirót frá Gula miðanum til að efla orku, stuðla að endurheimt vöðva eftir æfingar og til að upplifa jafnvægi milli líkama og sálar. Rakel S. Sigurðardóttir Heilsuráðgjafi og pilates kennari

gæði á góðu verði

99


25% AFSLÁTTUR

Hið geysivinsæla loksins fáanlegt

4 í pakka

100


PRÓTEINRÍK HAFRASTYKKI

25% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

VEGAN HVEITILAUS GLÚTENLAUS NÁTTÚRULEG MJÓLKURLAUS

101


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

102


Íslensk gæðahráefni fyrir þína heilsu

Þín heilsa skiptir okkur máli

25%

25%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

www.eylif.is Guðaugur Sigurðsson

"Loksins get ég staðið upp án fyrirhafnar, ég mæli með Active JOINTS". KeyNatura byggir á vísindum og íslensku hugviti. Vörurnar innihalda hreinar íslenskar afurðir, meðal annars andoxunarefnið Astaxanthin og lífræna ætihvönn úr Hrísey. Veldu aðeins það besta fyrir líkamann þinn, fyrir bætta heilsu, árangur og almenna vellíðan.

FRAMLEITT

Heilsan er dýrmætust

Á ÍSLANDI

Floridana LIFÐU VEL

103


Enginn viðbættur sykur Aldrei pálmaolía Lífrænar vörur

25% AFSLÁTTUR

GERÐU ÞITT BESTA Leppin er frískandi íþróttadrykkur úr íslensku vatni. > FLÓKIN KOLVETNI > STEINEFNI OG SÖLT > EKKERT KOFFÍN

ÝLSTÍNTU NPE AP

BRAGÐ

104


From the Framleitt af producer of

Góður valkostur í bakstur og ýmiskonar matargerð

25% AFSLÁTTUR

105


Einföldum lífið með tilbúnu réttunum frá fiid prótein- og trefjaríkir vegan glútenlausir

25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

GLÚTENLAUST NÁTTÚRULEGT GELATÍNLAUST VEGAN ÓERFÐABREYTT

Söluhæsti próteinbar á Íslandi * 25% AFSLÁTTUR

*Fulfil Salted Caramel er mest seldi próteinbar á Íslandi samkvæmt Nielsen tölum 2020

106


25% AFSLÁTTUR

107


T T Ý N S Ó D Í

LOKSINS KOMINN Á KLAKANN Klaki er framleiddur úr íslensku lindarvatni með náttúrulegum bragðefnum.

108


25% AFSLÁTTUR

100% NÁTTÚRULEG VÍTAMÍN

109


Y L SK

L DUBÚ i nu á hei

ð

FRÁ

1

u

FJÖ

j

úin

FJ

Y L D U n n i á r e yk

ar

SK ÖL

A FRÁ

DUB Ú i nu Í E LL I ð

ab

YL SK

MM HVA I

F RÁ F J ÖL

KJÚKLINGUR OG KALKÚNN FRÁ ÍSFUGLI ER REKJANLEGUR TIL BÓNDA

u m á n e s l æk

í us i

FRÁ

æ

n nd u

ölf

b

l

ki

F RÁ

DUB Ú i nu á hj a

kró

110

YL LSK

la

FJÖ

n k ó s m i í he u t ! a k í d K n ó b ls g u f s Í l ti


25% AFSLÁTTUR

111


VALOR SÚKKUL AÐI

25%

FYRIR LJÚFAR STUNDIR

AFSLÁTTUR

VORAR

LEYFÐU ÞÉR SMÁ VALOR

112


t t i þ ð i n r a b ð a r i g g y a t tr s e b a r l l a ð a þ fái

20% 25% AFSLÁTTUR AFSLÁTTUR

Ekker t skor dýrae Kolefn itur ishlutl a us fra Stuðla mleiðs r að lo Hver u la ftlagsv ppskri ernd f t er g æðapr ófuð 2 60 sin num

Hipp setur strangari kröfur um lífræna ræktun en ESB gerir. Lífræn vottun HIPP er því trygging fyrir einstökum gæðum

113


25% AFSLÁTTUR

BAKAÐAR KJÚKLINGABAUNIR

25% AFSLÁTTUR

114


25% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

115


Aldrei verið eins auðvelt að taka inn daglegu vítamínin „Það var ekki aftur snúið þegar ég prófaði hlaupin frá New Nordic sem eru afar bragðgóð og hentug í notkun, ég mæli hiklaust með þeim fyrir alla,” segir Kristín Sif íþrótta- og útvarpskona.

25% AFSLÁTTUR

V

ítamín hafa mismunandi sértæka virkni og þurfum við þau í mismunandi magni en þó nægilegt magn af þeim öllum. Tólf af þessum þrettán nauðsynlegu vítamínum getum við fengið úr fjölbreyttu mataræði en þó er ýmislegt sem getur haft áhrif á upptöku næringarefna úr fæðunni. Unnar matvörur eða matur sem hefur verið eldaður við háan hita geta ýmist tapað mörgum af þeim vítamínum sem eru til staðar í fæðunni frá náttúrunnar hendi. Að auki getur ýmislegt annað haft áhrif á upptöku, svo sem undirliggjandi sjúkdómar, mikil áfengisneysla og hinir ýmsu fæðukúrar, en þá er mikilvægt að taka inn vítamín í bætiefnaformi. Vítamín í hlaupformi allt annað líf „Ég tek fjölvítamínvítamínhlaupin frá New Nordic daglega. Það sem mér finnst best við þau er að sjálfsögðu að þau eru náttúruleg” segir Kristín Sif íþrótta- og útvarpskona sem hefur verið að neyta tiltekinna hlaupa um skeið. Þessi litríku og bragðgóðu hlaup innihalda öll þau helstu vítamín sem þörf er á daglega. Kristín Sif

116

æfir crossfit og box af kappi og hugar vel að heilsunni. Hún segist hafa neytt eplaediks lengi vegna heilsueflandi eiginleika þess en hafi fljótt fært sig yfir í Apple Cider hlaup frá New Nordic. „Apple Cider hlaupin bjarga mér alveg, ég drakk alltaf edik á morgnana en var komin með algjört ógeð af því og gretturnar á morgnana í samræmi við það. Að taka inn eplaedik í hlaupformi er ekkert mál og það er svo mikilvægt fyrir meltinguna og bjúglosun að taka edikið inn. Það er frábær kostur að þau eru sykurlaus. Ég er alltaf spennt að fá mér Apple Cider hlaup á morgnana vegna þess að það er svo gómsætt á bragðið.” Kristín Sif tekur að auki fram að vítamín í hlaupformi séu afar þægileg í notkun og henti öllum, 12 ára og eldri. „Það hefur aldrei verið eins auðvelt að uppfylla daglega vítamín þörf.” Æðislegur munur á hárinu með Hair Volume Hair Volume frá New Nordic er náttúrulegt bætiefni unnið úr jurtum, vítamínum og steifnefninu sink sem getur hjálpað til við að viðhalda þykkt hársins og aukið

hárvöxt. Kristín Sif hefur verið með heldur viðkvæmt hár og deilir reynslu sinni af hlaupunum. „Ég finn æðislegan mun á hárinu mínu þegar ég tek hlaupin inn og er svo ánægð með að þau séu framleidd úr náttúrulegum efnum sem næra hárið innan frá. Ég er með ótrúlega viðkvæmt hár og þarf að hugsa extra vel um það og ég finn hvað Hair Volume hlaupin eru að gera hárinu mínu ótrúlega gott og ekki skemmir ljúffenga eplabragðið fyrir.” Kristín Sif mælir með hárvítamíninu frá New Nordic fyrir alla og segir í framhaldi að hún muni hiklaust halda á fram að innbyrða hlaupin til þess að viðhalda heilbrigðu hári.


BÚBBLANDI NÝJUNG FRÁ ÄNGLAMARK

25% AFSLÁTTUR

6

NÁTTÚRULEGUR HLUTI AF HVERJUM DEGI 117


Stálbrúsi 500 ml

3.199

KR STK

Áður: 3.999 kr/stk

HEITT

6

KLST KALT

12

Nestiskubbur 965 ml To Go

KLST

1.599

Tvískipt morgunverðarbox 530 ml

799

KR STK

Áður: 1.999 kr/stk

KR STK

Áður: 999 kr/stk

Skipulagður snæðingur

Súpubolli með loki 656 ml

er lykillinn að árangri

799

KR STK

Áður: 999 kr/stk

20% Fresh works box 2,6 L

1.599

AFSLÁTTUR

KR STK

Salatbox með hnífapörum og sósuboxi 1,1 L

Áður: 1.999 kr/stk

Frábær örbylgjubox! Með Easy Bacon og Easy Poach Eggs örbylgjubökkunum er hægt að útbúa fullkomlega stökkt beikon og hleypt egg í örbylgjuofninum án mikillar fyrirhafnar og með eggjakökuboxinu verður eggjakökugerðin leikur einn.

Easy Bacon örbylgjubakki

1.999

959

KR STK

Áður: 1.199 kr/stk

KR STK

Áður: 2.499 kr/stk

Eggjakökubox

719

KR STK

Áður: 899 kr/stk

Egg Poacher

1.999

KR STK

Áður: 2.499 kr/stk

118


20% AFSLÁTTUR

Á RAFTÆKJUM Í VERSLUNUM NETTÓ! Emerio Airfrye Svartur

Medisana nuddkoddi Shiatsu MC-80E

ÁÐUR: 14.995 KR.

ÁÐUR: 4.995 KR.

3.996 KR.

11.996 KR. Heilsugrill 1650W stál

7.999 KR.

Fótahitari FW 150

ÁÐUR: 9.995 KR.

8.796 KR. ÁÐUR: 10.995 KR.

Medisana rafmagns lúsakambur

Medisana andlitsbursti

Medisana hitamælir, snertilaus

3.599KR.

4.796 KR.

5.596 KR.

ÁÐUR: 4.495

ÁÐUR: 6.995 KR.

ÁÐUR: 5.995 KR.

Melissa eggjasuðutæki, svart

1.996 KR. ÁÐUR: 2.495 KR.

Philips blandari 1000W Philips blandari 350W

5.596 KR.

19.196 KR. ÁÐUR: 23.995 KR.

Sodastream Genesis

11.996 KR.

ÁÐUR: 14.995 KR.

Medisana nuddtæki Háls og axlir

13.596 KR. ÁÐUR: 16.995 KR.

ÁÐUR: 6.995 KR.

119


25% AFSLÁTTUR

Mini slicer

1.743 kr Áður: 2.179 kr

Tréspaðar 2pk

Hnífar 3pk m/viðarhandfangi

r leaf diska

Palm kr Áður: 7 9 9 r k 9 3 6 k t 3s

255 kr. Áður: 319 kr.

Ræktunarglas

1.583 kr Áður: 1.979 kr

1.359 kr. Áður: 1.699 kr.

Eplaskeri

Eggjaskeri

439 kr Áður: 549 kr

1.479 kr Áður: 1.849 kr

Desilítramál

Gæðavörur Mælikanna 1 ltr.

415 kr Áður: 519 kr

fyrir eldhúsið

343 kr. Áður: 429 kr.

Silicon

4 39 kr. eif Áður:

sl

351 kr.

Silicon bursti 23 cm

287 kr. Áður: 359 kr.

Pressukanna 800 ml

ari Handþeyt

527 kr Áður:

1.703 kr.

65 9 kr

Áður: 2.129 kr.

Skrælari

343 kr

Skrælar

423 k9rkr..

Áður: 429 kr

Áður : 52

Ísskeið

527 kr Áður: 659 kr Sushi sett fyrir tvo

2.239 kkr.r.

Ceramic hnífa r

Áður: 2.7 99

Hamborgarapressa

1.303 kr Áður: 1.629 kr

2

120

Kaffibolli 370 ml

20 cm 935 k

r Áður: 1.1.69 kr

399 kr. Áður: 499 kr.

24 cm 1.199 k

r Áður: 1.499 kr

28 cm 1.519

kr Áður: 1.899 kr

Rifjárn

719 kr

Á ðu r : 8 9

9 kr


Hugaðu að heilsunni.

121


ENGINN VIÐBÆTTUR SYKUR 122


20% AFSLÁTTUR

25% AFSLÁTTUR

Próteinpönnukökumix með hágæða mysupróteini og án viðbætts sykurs. Íslensk framleiðsla.

123


Samkaup endurvekja Meistaramánuð Samkaup, sem eiga og reka Nettó, eru nýr bakhjarl Meistaramánaðar, sem fer fram 1.-31. október 2021. Á meistaramanudur.is er hægt að skrá sig til leiks og skora á aðra þátttakendur, fá aðgang að rafrænni fyrirlestraröð. Opnunarfyrirlesturinn heldur Magnús Scheving.

V

ið erum ótrúlega stolt af því að gerast bakhjarl Meistaramánaðar. Þetta er eitt vinsælasta verkefni undanfarinna ára þar sem fólk er hvatt til að setja sér markmið og jafnvel deila þeim með öðrum,“ segir Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Samkaupum. „Meistaramánuður fellur vel að starfsemi og gildum Samkaupa. Félagið hefur sett sér markmið er snúa að heilsueflingu, bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk, og er með sérstöðu og framsækni þegar kemur að heilsutengdum vörum.“ Allir sem vilja geta tekið þátt í Meistaramánuði. Eina skilyrðið er að fólk setji sér markmið, stór eða smá. Tilgangurinn með markmiðunum er að öðlast betri lífsgæði og láta öðrum líða vel, hvort sem þau snúast um að styrkja gott málefni, hreyfa sig meira, borða hollari mat, minnka skjátíma, sofa betur eða njóta fleiri gæðastunda með fjölskyldunni. Samkaup bjóða þátttakendum upp á rafræna fyrirlestraröð um alls konar heilsutengd málefni meðan á Meistaramánuði stendur. Opnunarfyrirlesturinn heldur íþrótta- og athafnamaðurinn Magnús Scheving, en hann mun fjalla um góðar leiðir til þess að setja sér markmið og standa við þau. „Það góða við að setja sér MARKMIÐ er að MARKMIÐIÐ er ekki MARKMIÐIÐ í rauninni heldur leiðin að því, ferðalagið. Hvert lítið skref sem þú tekur í áttina að MARKMIÐINU er meistarasigur sem ber að fagna og njóta,“ segir Magnús og bætir við: „Meistari er sá sem brýtur sig ekki niður þótt stundum gangi illa, heldur sá sem gefst ekki upp, stendur upp aftur eftir fall og nýtur ferðalagsins.“

124


Aðrir fyrirlesarar eru Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi, Beggi Ólafs, þjálfunarsálfræðingur, og Aldís Arna Tryggvadóttir, streituráðgjafi og markþjálfi hjá Heilsuvernd. Nánari upplýsingar um dagskrá Meistaramánaðar og ýmiss konar fróðleik má finna á meistaramanudur.is.

Það góða við að setja sér MARKMIÐ er að MARKMIÐIÐ er ekki MARKMIÐIÐ í rauninni heldur leiðin að því, ferðalagið.

Á meistaramanudur.is er einnig hægt að skrá sig til leiks, skora á vin(i) og sækja dagatal til að skrifa markmiðin inn á. Heppnir þátttakendur vinna inneign í Samkaupa-appinu sem má nýta í öllum verslunum Samkaupa um allt land: Nettó, Iceland, Krambúðinni og Kjörbúðinni, svo ekki gleyma að sækja appið!

Magnús Scheving

MEISTARAMÁNUÐUR

SAMKAUPA Sæktu appið með því að mynda á QR kóðann

Dagatal Meistaramánaðar 1.-31. október 2021

MEISTARAMÁNUÐUR

SAMKAUPA

Mín markmið:

3

SUNNUDAGUR

MÁNUDAGUR

lað Renna yfir heilsub Nettó

pp ið Ná í Sa mk au pa -a að a rj by og í sím an n sp ar a!

4

ÞRIÐJUDAGUR

Borða 2 ávexti á

5

MIÐVIKUDAGUR

dag

Út að labba í 30

6

FIMMTUDAGUR

FÖSTUDAGUR

LAUGARDAGUR

1

2

7

8

9

14

15

16

21

22

23

28

29

30

Fara snemma að

mín.

sofa

30% af Änglamark vörum - sem inneign í appinu

10

11

12

13

25% af öllum berjum - sem inneign í appinu

17

18

19

20

25% af vítamínum og fæðubótarefnum - sem inneign í appinu

24

25

26

27

30% af öllum MaiKai vörum - sem inneign í appinu

31

Sparaðu eins og meistari með Samkaupa-appinu!

#meistari

125


MEISTARAMÁNUÐUR

SAMKAUPA

Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson

Skorum okkur á hólm! Meistaramánuður varð upphaflega til árið 2008 þegar tveir háskólanemar í Kaupmannahöfn ákváðu að taka sig rækilega á fyrir prófin og lifa eins og meistarar í heilan mánuð.

F

lestir hafa heyrt um Meistaramánuð. Þegar hann rennur upp í október ár hvert ákveða margir að grípa tækifærið, setja sér markmið og temja sér betri lífsvenjur. Upphafsmenn Meistaramánaðar eru Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson. Árið 2008 voru þeir háskólanemar í Kaupmannahöfn sem ákváðu að segja sukkinu stríð á hendur. „Markmiðin voru einföld: Drekka ekkert áfengi, borða eins og hellisbúar (Paleo Diet), fara út á strönd að hlaupa alla virka morgna og vera mættir á lesstofuna í skólanum fyrir klukkan 8,“ segja Magnús og Þorsteinn. Hvatinn að þessari lífsstílsbreytingu var fyrst og fremst að undirbúa sig vel fyrir prófin – sem þeir stóðust síðan með glans – en ávinningurinn var líka annar og meiri. „Það var einhver meistaraleg tilfinning að vera búinn að koma svona miklu í verk snemma morguns og horfa á grútsyfjaða skólafélagana tínast inn með stírur í augunum,“ útskýra þeir. „Upp frá því var talað um að taka Meistaramánuð og fleiri slógust í lið með okkur.“ Með árunum hefur Meistaramánuður þróast úr því að snúast um afmörkuð markmið fárra einstaklinga yfir í þjóðarátak. „Við erum ekki lengur bara tveir og núna snýst Meistaramánuður um miklu meira en bara mataræði og hreyfingu. Meistaramánuður snýst um það hvernig við getum skilið sjálf okkur betur, skorað okkur á hólm, orðið betri útgáfa af sjálfum okkur og hvað við getum gert til þess að láta okkur og fólkinu í kringum okkur líða betur alla aðra daga. Við getum öll bætt eitthvað, svo mikið er víst.“ Magnús og Þorsteinn segja Meistaramánuð vera tilvalinn til þess líta í eigin barm, skoða hvað við getum bætt í fari okkar og gera áætlun að breyttum lífsstíl til frambúðar. „Það sem gerir Meistaramánuðinn betri en aðra mánuði til þess að tækla þessa hluti er það að í honum höfum við stuðningsnet frá þúsundum annarra þátttakenda.“ Magnús og Þorsteinn taka fram að þeir eru ekki sálfræðingar, markþjálfar, næringarfræðingar eða líkamsræktarfrömuðir. „Við gætum ekki verið lengra frá því að vera eða vilja vera fullkomnir,“ segja þeir. „Okkur finnst gaman að reyna bæta okkur og takast á við áskoranir og ef fólk er tilbúið til þess að gera það með okkur þá er það frábært. Hvort sem þig langar að nota Meistaramánuð til þess að hreyfa þig meira, taka mataræðið í gegn, hætta að taka í vörina, lesa bók, kenna barninu þínu að lesa, hætta að naga neglurnar, vera jákvæðari eða að læra að njóta þess að taka til heima hjá þér, þá vonum við að þú njótir hans og hugsir fyrst og fremst um að láta þér líða vel.“

126

Okkur finnst gaman að reyna bæta okkur og takast á við áskoranir og ef fólk er tilbúið til þess að gera það með okkur þá er það frábært.

10 hugmyndir Magnúsar og Þorsteins að markmiðum fyrir Meistaramánuð 1. Gefðu blóð í Meistaramánuðinum. 2. Vertu góður við alla í kringum þig. Líka þá sem eru leiðinlegir við þig. 3. Lestu að minnsta kosti 10 blaðsíður á dag í góðri bók. 4. Eldaðu nýja rétti á ákveðnum dögum vikunnar út mánuðinn. 5. Búðu um rúmið þitt á hverjum degi. 6. Kauptu plöntu og hlúðu að henni. 7. Finndu þér gott málefni til þess að styrkja í Meistaramánuðinum. 8. Leggðu bílnum og hjólaðu í vinnuna eða skólann. 9. Hringdu í og peppaðu góðan vin. 10. Gefðu þér ákveðinn tíma á dag sem þú getur skoðað samfélagsmiðla.

Samkaup, sem eiga og reka Nettó, eru nýr bakhjarl Meistaramánaðar. Á meistaramanudur.is er hægt að skrá sig til leiks, sækja dagatal, lagalista, æfingaáætlun og fleira sem getur nýst þátttakendum við markmiðasetningu.


Ofurtilboð í 14 daga Eitt ofurtilboð á hverjum degi. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi.

Fimmtudagur 23. sept. Tilboð dagsins

50%

Föstudagur 24. sept. Tilboð dagsins

Laugardagur 25. sept. Tilboð dagsins

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Sunnudagur 26. sept. Tilboð dagsins

50%

50% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Sætar kartöflur

Græn epli

Sellerý

Vatnsmelóna

Mánudagur 27. sept. Tilboð dagsins

Þriðjudagur 28. sept. Tilboð dagsins

Miðvikudagur 29. sept. Tilboð dagsins

Fimmtudagur 30. sept. Tilboð dagsins

(kg)

50% AFSLÁTTUR

(kg)

50%

(kg)

50%

AFSLÁTTUR

(kg)

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

Sítrónur

Appelsínur

Avocado/Lárpera

Bláber

Föstudagur 1. okt. Tilboð dagsins

Laugardagur 2. okt. Tilboð dagsins

Sunnudagur 3. okt. Tilboð dagsins

Mánudagur 4. okt. Tilboð dagsins

(kg)

(kg)

(kg)

50%

(125 g)

50%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

50% AFSLÁTTUR

Engiferrót (kg)

Mangó (kg)

Þriðjudagur 5. okt. Tilboð dagsins

Lambh.spínat box (125 g)

50%

AFSLÁTTUR

(kg)

(4 Stk. Pökkuð)

Miðvikudagur 6. okt. Tilboð dagsins

50% Spergilkál

Epli Pink Lady

AFSLÁTTUR

Grænkál (150 g)

127


Ofurtilboð í 14 daga Eitt ofurtilboð á hverjum degi. Hvert tilboð gildir á tilgreindum degi. Fimmtudagur 23. sept. Tilboð dagsins Olifa Steikingarolía 45% AFSLÁTTUR 750ml

989

Olifa ólífuolía Biologico lífræn 500ml

194 KR. ÁÐUR: 299 KR/STK

37% AFSLÁTTUR

Þriðjudagur 28. sept. Tilboð dagsins

Mánudagur 27. sept. Tilboð dagsins

Munnsprey D-lúx 3000 15ml

899 KR. ÁÐUR: 1.799 KR/STK

AFSLÁTTUR

Whole Earth gos 330ml – 3 teg.

41% AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

36% AFSLÁTTUR

41%

1.297 KR. ÁÐUR: 2.199 KR/PK

AFSLÁTTUR

MUNA Maískökur m/sýrðum rjóma og lauk

45% 98 KR. ÁÐUR: 179 KR/PK AFSLÁTTUR

Þriðjudagur 5. okt. Tilboð dagsins Eat Real Hummus Chips Creamy Dill / Chips Tomato Basil Chips Chilli Lemon

43% AFSLÁTTUR

45% AFSLÁTTUR

Nicks Kexbar súkkul. 40g Nicks Coconut/Peanut 40g

2.339 KR. ÁÐUR: 3.599 KR/PK Muna Maískökur m/karamelluhjúp

109 KR. ÁÐUR: 199 KR/STK

159 KR. ÁÐUR: 319 KR/PK

Miðvikudagur 29. sept. Tilboð dagsins Bio Kult Original 60stk

1.429 KR. ÁÐUR: 2.649 KR/PK

Sunnudagur 26. sept. Tilboð dagsins NOW Magnesium/Calcium 2:1 250 stk

35% AFSLÁTTUR

46%

NaturesAid Ginger Turmeric & Bromel

Laugardagur 2. okt. Tilboð dagsins Now Omega 3 200 stk

50%

199 KR. ÁÐUR: 349 KR/STK

AFSLÁTTUR

Laugardagur 25. sept. Tilboð dagsins

AFSLÁTTUR

185KR. ÁÐUR: 289 KR/PK

Föstudagur 1. okt. Tilboð dagsins

799 KR. ÁÐUR: 1.599 KR/PK

519 KR. ÁÐUR: 1.299 KR/PK

60%

Biona baunir Svartar/kjúkl. 400gr

1.499 KR. ÁÐUR: 2.999 KR/STK

Guli M Acidophilus Plús 120stk

Guli M D-3 vítamín 50ug 60 töflur

50%

Munnsprey B12 boost 25ml

135KR. ÁÐUR: 229 KR/STK

Vit Hit Immunitea Drekaávöxtur og ylliblóm AFSLÁTTUR Vit Hit Lean&grean Epli og ylliblóm

35%

KR. ÁÐUR: 1.799 KR/STK

1.196 KR. ÁÐUR: 1.899 KR/STK

Föstudagur 24. sept. Tilboð dagsins

AFSLÁTTUR

Fimmtudagur 30. sept. Tilboð dagsins NOW C-1000 Rose 250 stk.

2.219 KR. ÁÐUR: 3.699 KR/PK

MUNA Mangó þurrkað 125g

329

1.474KR. ÁÐUR: 2.729 KR/PK

50%

40% AFSLÁTTUR

45% AFSLÁTTUR

KR. ÁÐUR: 599 KR/PK

Sunnudagur 3. okt. Tilboð dagsins

Mánudagur 4. okt. Tilboð dagsins Nano prótein pönnukökur 4 teg.

199 KR. ÁÐUR: 299 KR/STK

45% AFSLÁTTUR

33% AFSLÁTTUR

Atkins bar Caramel Nougat/ Chocolate Coconut

Nicks ís 473ml – 4 teg.

549 KR. ÁÐUR: 999 KR/STK

99 KR. ÁÐUR: 199 KR/STK

50% AFSLÁTTUR

Miðvikudagur 6. okt. Tilboð dagsins Änglamark Änglamark eplasafi appelsínusafi 1L lífrænn 1L lífrænn

196 KR. ÁÐUR: 399 KR/STK

51% 34%

AFSLÁTTUR

AFSLÁTTUR

277 KR. ÁÐUR: 419 KR/STK

TILBOÐIN GILDA 23. SEPTEMBER - 6. OKTÓBER 2021 WWW.NETTO.IS Tilboðin gilda meðan birgðir endast • Birt með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl • Vöruúrval getur verið breytilegt milli verslana. Búðakór • Grandi • Hafnarfjörður • Lágmúli • Mjódd • Mosfellsbær • Nóatún • Salavegur • Hrísalundur • Glerártorg • Húsavík • Höfn • Iðavellir • Grindavík • Krossmói • Borgarnes • Ísafjörður • Egilsstaðir • Selfoss 128


Articles inside

Magnús Berg Magnússon og Þorsteinn Kári Jónsson

3min
page 126

Samkaup endurvekja Meistaramánuð

1min
pages 124-125

Víðir Þór Þrastarson

3min
page 98

Rakel Sif Sigurðardóttir

1min
page 90

Ingi Torfi og Linda Rakel

3min
pages 86-87

Berglind Guðmundsdóttir

2min
page 84

Arnar Pétursson

2min
pages 78-79

Lína Birgitta Sigurðardóttir

1min
page 74

Ragga nagli

5min
pages 66-67

Eva Dögg Rúnarsdóttir

2min
page 60

Dregur úr hömlum á CBD-vörum

4min
pages 56-57

Elísa Viðarsdóttir

2min
page 54

María Gomez

4min
pages 52-53

Jón Magnús Kristjánsson

3min
page 50

Eva Dögg Rúnarsdóttir og Berglind Gísladóttir í RVK RITUAL

4min
pages 48-49

Birgitta Líf Björnsdóttir

3min
page 42

Sigrún María Hákonardóttir

5min
pages 34-35

Ásdís grasalæknir

3min
pages 30-31

Guðrún Sørtveit

1min
page 26

Indíana Nanna

5min
pages 22-23

Þórunn Ívars

3min
pages 18-19

Kolbrún Pálína

3min
pages 8-9
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.