Það getur verið leiðinlegt að eyða of miklum tíma á sama stað. Að endurtaka sömu hlutina aftur og aftur, svo mikið að dagarnir byrja að renna saman í eitt. Æsa Þórunn þekkir þetta of vel. En hvað ef hún myndi fara á stað sem væri gjörólíkur öllu sem hún taldi sig vita?
Flúið frá Rigningu er skáldsaga um leiðangur Æsu í annan heim. Sagan tekst á við erfiðleika hennar í lífinu og notast við ýmis konar myndmál til að veita innsýn í tilfinningar hennar og önnur söguatriði.
Höfundur er Styrmir Þór Hafrúnarson.