Page 1

Viรฐskiptaรกรฆtlun fyrir heilsuklasa Mars 2011


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Viðskiptaáætlun fyrir heilsuklasa 28. mars 2011 Útgáfa 1a

Jón Pálsson Sævar Kristinsson Sigríður Dögg Auðunsdóttir

2


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

EFNISYFIRLIT Aðdragandi ________________________________________________________________ 4 Framtíðarsýn _______________________________________________________________ 4 Samstarf er dyggð ___________________________________________________________ 5 Stöðugreining ______________________________________________________________ 5 Tölulegar staðreyndir_______________________________________________________________ 6 Útivist og náttúra í Mosfellsbæ _______________________________________________________ 6 Ferðaþjónusta ____________________________________________________________________ 7 Veitingar í Mosfellsbæ ______________________________________________________________ 8 Önnur þjónusta í Mosfellsbæ ________________________________________________________ 8 Stefna og markmið klasans_____________________________________________________ 8 Þróun heilsuferðaþjónustu ____________________________________________________ 10 Kjarnagildi ________________________________________________________________ 11 Félagsform _______________________________________________________________ 11 Starfsemi og þróun klasans ____________________________________________________ 11 Þátttakendur í klasanum _____________________________________________________ 12 Markaðurinn og markaðshlutun ________________________________________________ 13 Fjármál __________________________________________________________________ 13 Framkvæmdaáætlun ________________________________________________________ 15 Auðkenni (slagorð) ________________________________________________________________ 15 Vöruþróun ______________________________________________________________________ 16 Dreifing _________________________________________________________________________ 16 Gæða-, þjónustu- og umhverfismál __________________________________________________ 16 Kynning _________________________________________________________________________ 16 Fjármál _________________________________________________________________________ 16 Viðaukar _________________________________________________________________ 17 Framboð gistirýmis 2000-2008 ______________________________________________________ 21 Listi yfir áhugasama þátttakendur á kynningarfundi um heilsuklasann: _____________________ 17 Ýmsir hagsmunaaðilar heilsuklasans _________________________________________________ 18 Staðir sem selja veitingar í Mosfellsbæ _______________________________________________ 19 Ýmis þjónusta í boði í Mosfellsbæ ___________________________________________________ 20

3


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

AÐDRAGANDI Undanfara stofnunar heilsuklasa Mosfellsbæjar má rekja til hugmyndar Sævars Kristinssonar og Jóns Pálssonar um hvernig efla megi atvinnulíf í Mosfellsbæ. Þeir kynntu bæjarstjóra hugmyndir um hvernig byggja mætti á lykilhæfni Mosfellsbæjar, þ.e. heilsueflingu, endurhæfingu og náttúru. Í kjölfarið var ákveðið að kanna nánar með mögulegt klasasamstarf þeirra mörgu fyrirtækja sem tengjast heilsu og heilsueflingu í Mosfellsbæ, með sameiginlega hagsmuni og áherslur í huga. Haldinn var vel sóttur kynningarfundur þar sem verkefnið var kynnt og í kjölfar þess fundar hefur verið rætt við ýmsa aðila, bæði innan og utan bæjarfélagsins. Í viðtölunum voru kannaðar skoðanir aðila um aðkomu þeirra að mögulegu samstarfi og framtíðarsýn fyrir heilsutengda starfsemi í bæjarfélaginu. Jafnframt voru skoðuð fyrirliggjandi gögn um heilsutengda starfsemi, bæði fyrir svæðið og Ísland í heild sinni. Það sem einkennt hefur klasaundirbúninginn er eindreginn vilji allra hagsmunaaðila til að byggja upp öfluga heilsutengda starfsemi í bæjarfélaginu sem einkennist af samstarfi aðila sem geta verið í beinni og óbeinni samkeppni en greina jafnframt ávinning samstarfsins.

FRAMTÍÐARSÝN Mosfellsbær verði þekktur sem miðstöð heilsueflingar á Íslandi með margvíslega starfsemi á sviði lýðheilsu, heilsueflingar, endurhæfingar og heilsuferðaþjónustu.

4


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

SAMSTARF ER DYGGÐ Rannsóknir hafa sýnt að helsta vandamál smáfyrirtækja er ekki stærð þeirra heldur einangrun. Það sem einkennir fyrirtæki og aðila í heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ er smæð þeirra (utan einstakra aðila s.s. Reykjalundar). Því er mikilvægt að tengja þessi fyrirtæki meira saman, bæði stór og smá, og ná þannig að efla rekstur þeirra, minnka einangrun og auka möguleika þeirra til frekari vaxtar. Til að ná fram slagkrafti í greininni hefur verið bent á leiðir eins og að móta klasa og stofna þannig samstarfsvettvang fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga í bænum til að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum. Í slíku samstarfi er mikilvægt að þátttakendur móti sér sameiginlega sýn á það sem gerir starfsmöguleika þeirra einstaka og hægt sé að nýta sem rauðan þráð í allri kynningu og samstarfi. Slíkt leiðir að jafnaði til umbóta og eflingar reksturs þeirra fyrirtækja og stofnana sem að verkefninu koma. Ekki síður dregur aðferðafræðin fram samstarfsmöguleika aðila sem tengjast verkefninu óbeint og getur þannig haft jákvæð áhrif langt út fyrir hefðbundna skilgreiningu á aðilum í heilsutengdri þjónustu. Í þessari samantekt eru dregnir fram möguleikar fyrirtækja, stofnana og einstaklinga til að vinna saman í klasasamstarfi þar sem bæði stærri og smærri aðilar sameinast til að efla heilsutengda starfsemi í Mosfellsbæ.

STÖÐUGREINING Heilsu- og endurhæfingartengd starfsemi er ein af meginstoðum atvinnulífs í Mosfellsbæ. Í bæjarfélaginu er Reykjalundur sem er ein öflugasta stofnunin á sviði endurhæfingar og heilsueflingar á Íslandi. Fjórar sundlaugar eru í bænum ( að Varmá, Lágafelli, Reykjalundi og Skálafelli). Í íþróttamiðstöðvunum að Varmá og Lágafelli er haldið úti fjölbreyttri stafsemi á sviði heilsueflingar og líkamsræktar.

5


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Ungmennafélagið Afturelding hefur á að skipa tíu mismunandi deildum og er með stærri íþróttafélögum landsins með fjölda fagmenntaðra þjálfara. Bæjarfélagið státar jafnframt af heilsugæslu auk margvíslegrar heilsu- og endurhæfingartengdri starfsemi .

Tölulegar staðreyndir Í heilsu- og endurhæfingartengdri starfsemi í Mosfellsbæ voru um 450 starfsgildi árið 2010. Það er um fjórðungur allra starfa í sveitarfélaginu og svarar til um 10-12 % af vinnufærum íbúum Mosfellsbæjar. Alls eru skráð um 460 virk fyrirtæki með starfsemi í Mosfellsbæ. Langflest eru smáfyrirtæki, jafnvel félög einyrkja. Stærstu fyrirtækin eru Reykjalundur og fyrirtæki í matvælaframleiðslu auk sveitarfélagsins sjálfs. Af 460 fyrirtækjum í sveitarfélaginu eru um 70 fyrirtæki sem starfa innan þeirra geira sem heilsuklasinn mun ná til, heilsutengdri þjónustu og ferðaþjónustu.

Útivist og náttúra í Mosfellsbæ Stórbrotin náttúra í Mosfellsbæ skapar umgjörð fyrir heildræna meðferð sem nærir og umvefur gesti. Möguleikar til útivistar og afþreyingar í Mosfellsbæ eru margvíslegir þar sem eitthvað er við allra hæfi. Nálægðin við ósnortna náttúru og fallega staði er sérstaða bæjarins og er það m.a. ástæða þess að margir hafa valið að búa þar, fjarri skarkala borgarlífsins. Auknum áhuga á að stunda útivist og hvers kyns íþróttir hefur verið svarað með markvissri uppbyggingu útivistarsvæða fyrir íbúa bæjarins, gesti þeirra og ferðamenn.

6


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Göngustígar liggja víðsvegar um náttúruperlur Mosfellsbæjar og hefur Skátafélagið Mosverjar, í samvinnu við sveitarfélagið, unnið að stikun gönguleiða um útivistarsvæði í umhverfi sveitarfélagsins ásamt því að setja upp vegpresta við vegamót og upplýsingaskilti við gönguleiðirnar. Markmiðið með lagningu stikaðra gönguleiða er að hvetja til útivistar og auðvelda aðgang að ósnortinni náttúru útivistarsvæða Mosfellsbæjar. Einnig hefur göngukort verið gefið út.

Ferðaþjónusta Ferðaþjónusta í Mosfellsbæ er nokkur þótt hana megi verulega bæta. Hús Nóbelskáldsins að Gljúfrasteini dregur að, Álafossverslunin sömuleiðis og einnig hefur Hestaleigan Laxnes dregið að ferðamenn. Til staðar er einnig Hótel Laxnes í miðbæ Mosfellsbæjar. Heilsuferðaþjónusta stendur þó að öllum líkindum upp úr þegar nánar er skoðað. Fjölmargir ferðamenn koma í Lágafellslaug og Varmárlaug , t.d. eftir Esjugöngur, og eins koma fjölmargir foreldrar með börn sín í ungbarnasund, annað hvort í laugina í Skálatúni eða að Reykjalundi. Flestir gestir koma þó líklega á Reykjalund til endurhæfingar og meðferðar í lengri eða skemmri tíma. Íþróttasvæðin að Varmá og Lágafelli draga einnig að fjölda gesta á alls kyns heilsu- og íþróttatengdaviðburði. Það á við þessa gesti eins og aðra sem sækja bæjarfélagið heim að lítið sem ekkert hefur verið gert í að benda þeim á aðra möguleika í sveitarfélaginu. Til stendur að fyrirtækið PrimaCare reisi sérhæft sjúkrahús og hótel í Mosfellsbæ á komandi árum. Heilsu- og vellíðunarferðaþjónusta er skammt á veg komin, jafnt í Mosfellsbæ sem og annars staðar á landinu. Staðir sem taka á móti ferðamönnum eru rétt að byrja að átta sig á þeim möguleikum sem heilsuferðaþjónusta býr yfir. Það er ljóst að æ fleiri eru farnir að ferðast – oft um langan veg – til að bæta bæði heilsu sína og vellíðan. Rannsóknir hafa sýnt fram á að ferðamenn sem koma vegna heilsu og einkum vegna lækninga, eyði allt að sjöfalt meira en hefðbundnir ferðamenn meðan á dvöl þeirra stendur. Það er því eftir miklu að slægjast í þessari grein ferðaþjónustunnar.

7


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Veitingar í Mosfellsbæ Í sveitarfélaginu eru um 15 matsölustaðir sem selja veitingar daglega, en segja má að veitingaframboð þeirra sé frekar takmarkað þar sem einkum er um að ræða skyndibitafæði (sjá má lista yfir matsölustaðina í viðauka). Því má segja að skortur sé á fjölbreyttu fæðuúrvali einkum hvað varðar heilsusamlegt fæði. Sérhæfð veisluþjónusta er einnig til staðar í Mosfellsbæ en hún er eingöngu í boði fyrir hópa og stærri viðburði.

Önnur þjónusta í Mosfellsbæ Margvísleg þjónusta er í boði í Mosfellsbæ sem mun án efa njóta góðs af samstafi þeirra sem standa að heilsuklasanum. Má þar t.d. nefna nuddara, matsölustaði og kaffihús, verslanir, bensínstöðvar, hótel, hárgreiðslustofur og margt fleira (sjá nánar í viðauka).

STEFNA OG MARKMIÐ KLASANS 500 ný störf: Meginmarkmið klasans er að tvöfalda umfang heilbrigðisstarfsemi í Mosfellsbæ með því að taka upp og fylgja eftir stefnu sem kveður á um að Mosfellsbær verði miðstöð heilsueflingar og endurhæfingar á Íslandi. Klasasamstarfið spilar lykilhlutverk í þessari uppbyggingu. Stefna bæjarfélagsins er því sú að a.m.k. 500 ný störf verði til í sveitarfélaginu í heilbrigðisþjónustu og tengdum greinum á komandi árum og að þessi starfsemi verði jafnframt grunnstoð undir aðra starfsemi s.s. veitingarekstur, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu o.fl. í Mosfellsbæ. Eftirfarandi er dæmi um nokkur markmið og aðgerðir tengdar þeim sem klasinn mun vinna að á komandi misserum: Markmið 1: Fyrirtæki í heilsutengdri starfsemi laðist til bæjarins. Leiðir: Unnið verði að því að koma upp sameiginlegri aðstöðu fyrir þau í anda Orkuhússins í Reykjavík. Kannað verði með húsnæði, t.d. að Reykjalundi eða annað hentugt húsnæði, í bænum. Jafnframt verði

8


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

markvisst unnið í kynningu á svæðinu gagnvart mögulegum hagsmunaaðilum í heilsutengdri þjónustu. Markmið 2: Þróaðar verði nýjar lausnir fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Leiðir: Klasinn og aðildarfyrirtæki hans vinni að mótun hagkvæmari lausna sem aðilar innan klasans geti boðið heilbrigðisyfirvöldum á sviði heilsueflingar, eftirmeðferða og endurhæfingar. Þetta verði gert í samstarfi við aðila eins og Reykjalund. Markmið 3: Efling heilsuferðaþjónustu í Mosfellsbæ fjölgi störfum í sveitarfélaginu og auki arðsemi fyrirtækja sem starfa á því sviði. Leiðir: Klasinn vinni að því að efla, þróa og samræma heilsuferðaþjónustu innan Mosfellsbæjar með því að nýta sóknarfæri varðandi gistingu, matsölustaði og kaffihús, söfn og fleira tengt heilsuferðaþjónustu. Markmið 4: Hollusturéttir á matsölustöðum verði aðalsmerki Mosfellsbæjar. Leiðir: Sérstakt átak verði gert í því að fá matsölustaði í sveitarfélaginu til að bjóða upp á hollusturétti í anda klasans. Boðið verði upp á sérstök námskeið og fræðslu fyrir eigendur og starfsfólk aðila í veitingarekstri til að fræða um valkosti og möguleika á þessu sviði. Markmið 5: Unnið verði að uppbyggingu sérhæfðra sjúkrameðferðastofnana í Mosfellsbæ. Leiðir: Unnið verði þétt í samstarfi við PrimaCare til að styrkja möguleika tengda uppbyggingu sjúkrahúss og hótels auk annarrar starfsemi sem því tengist. Markmið 6: Gæði og fagþekking þátttökuaðila heilsuklasans verði í fremstu röð á heimsvísu. Leiðir: Byggð verði upp þekking á heilsueflingu, lýðheilsu og forvörnum m.a. í samstafi við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. Klasinn standi fyrir námskeiðum og fræðslu fyrir þátttökuaðila um gæði og nýsköpun í samstarfi við fagaðila á mismunandi sviðum. Unnið verði að því að koma á gæðaviðmiðum meðal þátttakenda sem hægt verði að kynna út á við. Markmið 7: Markviss kynningarmál verði eitt helsta mál heilsuklasans. Leiðir: Átak verði gert í að kynna heilsubæinn Mosfellsbæ sem miðstöð heilsueflingar og endurhæfingar á

9


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Íslandi og þá möguleika sem bjóðast þeim sem vilja starfa á því sviði í bæjarfélaginu. Sú kynning verði bæði gagnvart stjórnvöldum og ekki síður til að kynna möguleikana í bænum gagnvart hugsanlegum rekstraraðilum.

ÞRÓUN HEILSUFERÐAÞJÓNUSTU Tímaritið Forbes sagði í grein árið 2008 að Ísland væri heilsusamlegasta land heims og státaði það af góðu heilbrigðiskerfi og óspilltri náttúru. Hvort tveggja er meðal lykilþátta í endurhæfingarstarfi í Mosfellsbæ. Fjölmargir þættir falla undir vellíðunarferðaþjónustu því samkvæmt skilgreiningu WHO (World Health Organization) má útfæra vellíðunarhugtakið (wellness) á sjö vegu: félagsleg vellíðan (e. Social wellness) líkamleg vellíðan (e. Physical wellness) tilfinningaleg vellíðan (e. Emotional wellness) Starfstengd vellíðan (e. Career wellness) vitsmunaleg vellíðan (e. Intellectual wellness) umhverfisleg vellíðan (e. Environmental wellness) andleg vellíðan (e. Spiritual wellness). Við þetta má síðan bæta lækningaferðaþjónustu (medical tourism).

10


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Nýlega voru stofnuð samtök um heilsuferðaþjónustu, www.icelandofhealth.is. Veruleg tækifæri eru talin felast í þessari tegund ferðamennsku ekki síst í ljósi þess að hún er síður háð veðurfari og árstíðabundnum sveiflum. Það verkefni á ekki eingöngu að taka til lækningaferðaþjónustu heldur er heilsuferðaþjónusta skilgreind mjög vítt. Þar undir fellur t.d. baðmenning, jarðhiti, óspillt náttúra, gæði íslenskra matvæla, útivist og svo framvegis. Þessi samtök falla algerlega að hugmyndum um heilsuferðaþjónustu í Mosfellsbæ og verður eitt af fyrstu verkefnum klasans að gerast þátttakandi í samtökunum.

KJARNAGILDI Styrkur Mosfellsbæjar, sem miðstöðvar heilsueflingar á Íslandi, felst ekki hvað síst í þeirri þekkingu og sérstöðu sem fyrirtæki og stofnanir í bænum hafa áunnið sér. Má þar m.a. nefna Reykjalund sem er í sérflokki bæði á Íslandi og erlendis. Einnig má nefna þjónustu á borð við ungbarnasundkennsluna í Mosfellsbæ auk fjölbreyttra þjónustu stofnana eins og sundlauganna fjögurra, einkum Lágafellslaugar sem er með vinsælustu laugunum á höfuðborgarsvæðinu.

FÉLAGSFORM Lagt er til að heilsuklasi Mosfellsbæjar verði einkahlutafélag. Félagið er samstarfsvettvangur stofnfyrirtækja ásamt öðrum samstarfsfyrirtækjum og aðilum sem tengjast heilsutengdri þjónustu í Mosfellsbæ. Í lögum félagsins verði kveðið á um félagsskipan þess. Félagið byggi á samstarfi ólíkra aðila, bæði þeirra sem eiga beina hagsmuni í greininni og eins þeirra sem veita aðra þjónustu. Kosin verði 5 manna stjórn til að annast daglegan rekstur og ræður hún starfsmann.

STARFSEMI OG ÞRÓUN KLASANS Stjórn klasans ber ábyrgð á starfsemi hans í umboði aðalfundar. Í upphafi hvers starfsárs er sett fram aðgerðaáætlun umbótaverkefna samhliða rekstraráætlun klasans. Aðgerðaáætlun skal samþykkt á

11


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

aðalfundi félagsins. Í henni er getið um annars vegar styttri og umfangsminni verkefni en einnig verkefni til lengri tíma sem oft eru bæði tíma- og fjárfrekari. Lögð er áhersla á mótun umbótahópa til að framfylgja einstökum verkefnum þar sem tryggð er þátttaka þeirra aðila sem hagsmuna hafa að gæta. Ráðinn verður starfsmaður klasans í hlutastarf sem sér um daglegan rekstur og fylgir áherslum og stefnu sem stjórn og aðalfundur ákveða. Eitt af meginhlutverkum starfsmanns klasans er að miðla upplýsingum milli þátttakenda og skapa umræður og samhug um aðgerðir félagsins. Jafnframt ber honum að rækja tengsl við ólíka áhrifa- og hagsmunaaðila klasans um einstök málefni hans. Starfsmanni og þátttökuaðilum ber að hafa í hávegum samskipta- og siðareglur klasans. Því mun klasinn og þau verkefni sem hann kemur að þróast í takt við þarfir hluthafa og samstarfsins á hverjum tíma. Gert er ráð fyrir að á þriðja starfsári klasans verði tekin ákvörðun um hvort klasinn starfi áfram eða verði leystur upp.

ÞÁTTTAKENDUR Í KLASANUM Mikilvægt er að sem flestir sem tengjast á einn eða annan hátt heilsueflingu, heilsuendurhæfingu og ferðaþjónustu í Mosfellsbæ verði þátttakendur í mótun og starfsemi klasans. Á það bæði við stærri aðila í heilbrigðisþjónustu svæðisins sem og þá smærri ásamt stoðfyrirtækjum á svæðinu s.s. sveitarfélagi, samgöngufyrirtækjum, þjónustufyrirtækjum, verslunum og fleiri. Einnig kunna hagsmunaaðilar utan Mosfellsbæjar að vilja vera þátttakendur í að koma klasanum á laggirnar og styðja þannig við uppbyggingu öflugrar ferðaþjónustu á svæðinu. Dæmi um þetta eru markaðs- og ráðgjafafyrirtæki, samgöngufyrirtæki, s.s. rútufyrirtæki, byggingaaðilar og önnur þjónustufyriræki. Jafnframt eru fjölmargir einstaklingar sem hafa lýst áhuga á að koma að klasanum vegna sérþekkingar sinnar á þeim þáttum sem snertir starfsemi klasans.

12


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

MARKAÐURINN OG MARKAÐSHLUTUN Eitt af megineinkennum í starfsemi klasans er skilgreining á mörkuðum hans og hlutun markaðarins gagnvart þeirri þjónustu sem þátttakendur klasans veita. Á þennan hátt beinir klasinn starfsemi sinni í að þjóna tilgreindum þörfum markaðarins. Í upphafi klasans er lögð áhersla á eftirfarandi markaðsviðmið sem notuð verða til að skilgreina einstaka markhópa. Endurhæfing Sérhæfðar aðgerðir Heilsuefling og sjúkraþjálfun Slökun og nudd Heilsuferðaþjónusta Ráðstefnur og fundir sem byggja á sérþekkingu aðila klasans Heilsutengd matvæli og veitingar Forvarnir og fræðsla

Forgangsatriði er að laða að gesti til Mosfellsbæjar og efla þannig stöðugleika í atvinnulífi og virðisaukandi starfsemi allt árið.

13


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

FJÁRMÁL Rekstraráætlun fyrir Heilsuvin í Mosfellsbæ Tekjuliðir: Framlög fyrirtækja og stofnana Mosfellsbær* Framlög aðrir Verkefnastyrkir

Samtals tekjur:

Samtals 2011-2014

12.000.000 12.000.000 6.000.000 6.000.000

1/2 ár 2011

3.000.000 3.000.000

2012

2013

2014

3.000.000 3.000.000 2.000.000 2.000.000

3.000.000 3.000.000 2.000.000 2.000.000

3.000.000 3.000.000 2.000.000 2.000.000

10.000.00 0

10.000.00 0

10.000.00 0

4.000.000 420.000 1.300.000 2.500.000 400.000 200.000 300.000

4.000.000 420.000 1.300.000 2.500.000 400.000 200.000 300.000

36.000.000

6.000.000

14.000.000 1.470.000 4.900.000 9.000.000 1.200.000 900.000 950.000

2.000.000 210.000 1.000.000 1.500.000 200.000 50.000

4.000.000 420.000 1.300.000 2.500.000 400.000 300.000 300.000

900.000 1.700.000 700.000 35.720.000

300.000 500.000 200.000 5.960.000

200.000 400.000 100.000 9.920.000

200.000 400.000 200.000 9.920.000

200.000 400.000 200.000 9.920.000

280.000

40.000

80.000

80.000

80.000

Kostnaðarliðir: Laun og launatengd gjöld Húsnæðiskostnaður Prentun og kynningarefni Auglýsingakostnaður Sýningaþátttaka Ferðakostnaður Ráðstefnur og fundir Aðkeyptur sérfræðikostnaður Skrifstofukostnaður Annar kostnaður Kostnaður samtals Hagnaður samtals

*Framlag Mosfellsbæjar árin 2012-2014 hafa ekki verið samþykkt

14


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Lagt er upp með að skipting stofnframlaga og aðildargjalda verði eftirfarandi: Fyrirtæki í flokki A (100+ starfsmenn) greiði kr 500.000,Fyrirtæki í flokki B (20-99 starfsmenn) greiði kr 250.000,Fyrirtæki í flokki C (5-19 starfsmenn) greiði kr 100.000,Fyrirtæki í flokki D (1-4 starfsmenn) greiði kr 50.000,Einstaklingar greiði kr. 10.000,Gert er ráð fyrir að óbeinir hagsmunaaðilar í bæjarfélaginu komi inn undir liðnum „Framlög aðrir“, en þetta geta t.d. verið byggingaverktakar og skipuleggjendur íbúðasvæða auk verslana og slíkra aðila.

FRAMKVÆMDAÁÆTLUN Áætlanir klasans eru annars vegar rekstraráætlanir sem taka á rekstri og starfsemi klasans og hins vegar áætlanir um aðgerðir sem skiptast í verk-, tímaog kostnaðaráætlanir ásamt áætlunum um fjármögnun einstakra aðgerða. Aðalfundur klasans samþykkir áætlanir fyrir komandi rekstrarár sem stjórn og starfsmaður fylgja eftir milli aðalfunda. Mikilvægt er að stjórn og starfsmaður skapi samhug um framkvæmd einstakra verkefna klasans m.a. með öflugri eftirfylgni verkefna, upplýsingagjöf og samstarfi. Gæta þarf að því að skipting ábyrgðar þeirra aðila sem koma að framkvæmd einstakra verkefna sé skýr ásamt fjárhagslegum skuldbindingum þeirra. Þau meginatriði sem þurfa að koma fram í aðgerðaáætlun eru:

Auðkenni (slagorð) Forgangsatriði er mótun auðkennis (slagorðs) fyrir svæðið í heild sinni. Klasinn verður að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að slagorðið verði að veruleika.

15


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Vöruþróun Unnið verði með samstarfsaðilum klasans í að safna saman þeim vöru- og þjónustupökkum sem í boði eru á svæðinu og setja saman nýja til markaðssetningar. Jafnframt verði gerð áætlun um vöruþróun til næstu þriggja ára.

Dreifing Móta verður og tryggja virk samskipti við þá aðila sem hafa með kynningu á heilsutengdri þjónustu að gera hérlendis. Klasinn verði hluti af samstarfi aðila í heilsuferðaþjónustu á Íslandi – Island of Health. Aðilar klasans verði í fararbroddi í nýtingu netsins til markaðssetningar.

Gæða-, þjónustu- og umhverfismál Gæðamál eru mikilvægur hluti af heilsutengdri þjónustu. Innleiða þarf gæða- og þjónustuviðmið sem samstarfsaðilarnir geta tileinkað sér. Þetta er framkvæmt með fræðslu og námskeiðahaldi. Sömuleiðis þarf klasinn að móta sér viðmið til að vinna eftir á sviði umhverfismála og sjálfbærni.

Kynning Kynning á þjónustu og „pökkum“ þátttökufyrirtækja klasans á svæðinu þarf að vera fjölbreytt og vel fram sett. Sérstök áhersla verður lögð á framsetningu kynningarefnis á vefsíðu klasans og góð tengsl við fjölmiðla og aðra hérlendis og erlendis.

Fjármál Kostnaður við rekstur klasans veltur að sjálfsögðu á því hversu mikið þátttökuaðilar vilja sjá framkvæmt. Mikilvægt er að klasinn stofni ekki til skulda heldur verði ætíð tryggt jafnvægi í tekjum og kostnaði. Í ýmsum tilfellum hafa klasar sem þessir getað sótt um styrki frá opinberum aðilum en slíkir styrkir eru að öllu jöfnu háðir því að þátttökufyrirtækin leggi til sambærilegar fjárhæðir á móti styrkframlagi. Reiknað er með því að klasinn og samstarfsaðilar fari í verkefni sem hægt verði að sækja um styrki til. Gert er ráð fyrir stofnkostnaði upp á kr. 2.500.000 og árlegum rekstrarkostnaði upp á 10 m.kr. sem samanstendur annars vegar af kostnaði við starfsmann og aðstöðu og hins vegar vegna gerðar kynningarog markaðsefnis ásamt vöruþróun og annars reksturs.

16


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

VIÐAUKAR Listi yfir áhugasama þátttakendur á kynningarfundi um heilsuklasann: Björgvin Filippusson Haraldur Haraldsson Arnoddur Erlendsson Vilhjálmur J. Vilhjálmsson Vigdís Steinþórsdóttir Birgir Gunnarsson Elías Níelsson Halla Karen Kristjánsdóttir María Ögn Guðmundsdóttir Hlín Rafnsdóttir Anna María Jónsdóttir Áslaug Ásgeirsdóttir Pétur Hannesson Runólfur Smári Einar Páll Kjærnested Guðný Helga Kristjánsdóttir Einar Einarsson Kolbrún G. Þorsteinsdóttir Hafstein Pálsson Margrét Gróa Björnsdóttir Pálmi Steingrímsson Sigurður Guðmundsson Björn Þráinn Gerður Pálsdóttir Hanna Bjartmars Ólafur Ingi Óskarsson Steinunn A Ólafsdóttir Sigrún Jensdóttir Örn Jónasson Snorri Hreggviðsson Magnús Sigsteinsson Gunnlaugur B. Ólafsson Ólöf Kristín Sívertsen Erla Ólafsdóttir Erna Ó Ólafsdóttir Jón Pálsson Sævar Kristinsson Gunnar Ármannsson Elfa P. Ingólfsdóttir Haraldur Sverrisson Sigríður Dögg Auðunsdóttir Bryndís Haralds Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir

17


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Ýmsir hagsmunaaðilar heilsuklasans Dæmi um hagsmunaaðila sem gætu komið að verkefninu og orðið þátttakendur í klasanum: Mosfellsbær Reykjalundur og Skálatún PrimaCare Fyrirtæki á svæðinu: Matvælafyrirtæki s.s. á sviði alifuglaræktunar, grænmetisræktunar, bakarí og fl. Ferðaþjónustuaðilar, veitinga- og gististaðir, Verslanir og þjónustuaðilar o.fl. Söfn, menninga- og listastofnanir Heilsufyrirtæki, fjárfestar og sjálfstætt starfandi fagaðilar í heilbrigðisstarfsemi og tengdum rekstri Landeigendur á svæðinu (Helgafellsbyggingar, Leirvogstunga o.fl.) Framkvæmdaraðilar, hönnuðir og iðnaðarmenn og tengdir aðilar Heilbrigðisráðuneytið Háskólar Íþrótta- og félagasamtök á svæðinu (Afturelding, Hörður, Keilir, o.fl.) Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ Tryggingafyrirtæki Líkamsræktarstöðvar á svæðinu Íþróttamiðstöðvarnar í sveitarfélaginu Ráðgjafa- og þekkingarfyrirtæki (stór og smá) á sviði heilsueflingar og lýðheilsu

18


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Staðir sem selja veitingar í Mosfellsbæ 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15.

Áslákur Draumakaffi Pizzabræður – pizza Grillnesti Hrói höttur - pizza N1 Kaffi Álafoss KFC Lágafellslaug Mosfellsbakarí Olís Snæland Subway Thai Express Reykjalundur

Auk þess selja verslanirnar Bónus og Krónan matvörur og Veislugarðar bjóða upp á veitinga- og veisluþjónustu í Hlégarði.

19


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Ýmis þjónusta í boði í Mosfellsbæ Snyrtistofur, nuddstofur, fótaaðgerðastofur: GK snyrtistofa á Torgi í Kjarna (einni hæð fyrir ofan Bónus) Líkami og sál – Nudd- og snyrtistofa og fótaaðgerðarstofa, Þverholti 11 (566 6307) Fótaaðgerðarstofa Mosfellsbæjar, Þverholti 3, (s. 566 6612 / 893 8711) Elvira – Háholti 23 s. 566 8500 Lágafellslaug – nokkrir nuddarar og heilarar þar (lagafellslaug.is ) Ingrid Karis - nuddari við hliðina á GK snyrtistofu á Torgi í Kjarna (s. 696 1080) Líf og líkami – nudd og heilun, Háholti 14 (www.lifoglikami.is) Hárgreiðslustofur: Aristó – Háholti 14, s. 5668989 Sprey – Í Krónuhúsinu s. 517 6677 Pílus – Við hliðina á GK í Kjarna s 566 6090 Texture - Háholti 23 s. 566 8500 Sólbaðsstofur: Sólbaðsstofa Mosfellsbæjar Þverholti 5 s. 566 8110 Verslanir: Bónus Krónan Handverkshús – Háholti 14 Lost (fjölbreytt úrval textílvara) BasicPlus (tískufatnaður) Álafossbúðin, Álafosskvos Vinnustofur: Hildur Margrétardóttir, Álafossvegi 31 (opnar skv.samkomulagi) Steinunn Marteinsdóttir, Hulduhólum Inga Elín, Svöluhöfða 12

20


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

Framboð gistirýmis 2000-2008 Hótel og gistiheimili: Framboð gistirýmis (rúma) á tímabilinu september-desember 2000-2008

Höfuðborgarsvæði Suðurnes Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland Samtals:

2000 3.332 277 711 314 246 1.097 875 1.598 8.450

2001 3.532 289 842 375 293 1.303 940 1.462 9.036

2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 4.122 4.499 4.749 5.133 5.644 6.659 6.751 299 376 376 419 379 496 564 853 885 904 883 1.074 1.041 973 363 434 450 439 382 634 501 229 348 306 347 389 461 386 1.043 1.227 1.308 1.302 1.595 1.646 1.685 748 853 1.043 964 1.144 1.315 1.314 1.939 2.125 2.283 2.501 2.505 2.842 2.742 9.596 10.747 11.419 11.988 13.112 15.094 14.916

Heimild: Hagstofa Íslands; www.hagstofa.is

21


Heilsuklasi í Mosfellsbæ – Útgáfa 1a – 28. mars 2011

22

Heilsuklasi viðskiptaáætlun  

Heilsuklasi Mosfellsbæjar

Read more
Read more
Similar to
Popular now
Just for you