Page 1

Vefút

MOSFELLINGUR

gáfa www.mosfe llingur.is

12. tbl. 16. árg. fimmtudagur 28. september 2017 Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós

eign vikunnar

www.fastmos.is

Ástu-Sólliljugata - Raðhús 182,2 m2 raðhús á tveimur hæðum við Ástu-Sólliljugötu 34 í Mosfellsbæ. Eignin er rúmlega tilbúin til innréttinga. Á jarðhæð eru 3 svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi og fataherbergi. Á efri hæðinni er bílskúr, forstofa, geymsla, eldhús og stofa. Svalir í suður. V. 64,9 m.

útileikvöllur fyrir fullorðna í klapparhlíð

Mynd/RaggiÓla

Framkvæmd verkefna í Okkar Mosó miðar vel • Íbúar kusu 10 hugmyndir í vor

Útiæfingatæki tekin í notkun Okkar Mosó er samráðsverkefni íbúa og bæjarins um forgangsröðun og úthlutun fjármagns til smærri nýframkvæmda og viðhaldsverkefna í Mosfellsbæ. Hugmyndasöfnun og kosning fóru fram fyrri hluta árs. Kosin voru 10 verkefni og eru þau öll komin af stað, ýmist lokið eða langt komin. Stekkjarflöt útivistarparadís fékk flest atkvæði íbúa. Þar er búið að koma upp strandblakvelli og vatnsbrunni. Útileikvöllur fyrir fullorðna var verkefni sem gerði ráð fyrir líkamsræktartækjum fyrir fullorðna. Tækin eru nú komin upp

og tilbúin til notkunar á græna svæðinu við Klapparhlíð. Meðal annarra verkefna má nefna að búið er að setja upp ungbarnarólur á opin leiksvæði við Víðiteig, Hrafnshöfða, Furubyggð og Rauðumýri. Þá eru komnir bekkir fyrir eldri borgara og aðra íbúa við Klapparhlíð, verið er að undirbúa göngustíg gegnum Teigagilið og endurbætur á göngubrúm við Varmá og við Eyri eru í undirbúningi. Búið er að lagfæra og snyrta gróður á göngugötunni fyrir aftan Þverholt og hönnun á fuglafræðslustíg meðfram Leirvoginum er langt komin.

MICHELIN GÆÐAVOTTAÐ VERKSTÆÐI N1 LANGATANGA 1A - MOSFELLSBÆ - SÍMI 440 1378

www.fastmos.is

Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 Einar Páll Kjærnested • lögg. fasteignasali • www.fastmos.is

Meira í leiðinni

Mosfellingurinn Sigurjón Valsson flugrekstrarstjóri Air Atlanta Icelandic

Sinnir flugi um allan heim og varðveitir söguna 20 Þjónustuverkstæði

R É T T I N G AV E R K S TÆ Ð I

Jóns B. ehf Flugumýri 2, Mosfellsbæ

Símar: 566 7660 og 697 7685 jonrett@internet.is

www.jonb.is

skiptum um framrúður

Bílaleiga á staðnum

7<H<¡Á6KDIIJC

B6G@K>HHD<7:IG>K>Á<:GÁ

cabas tjónaskoðun


MOSFELLINGUR

Fólk ofar flokkum

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir

B

úmmm.... haust. Það er brostið á í allri sinni dýrð. Árstími sem hefur þó sinn sjarma. Ágætt að komast í rútínu og setja börnin í háttinn án þess að sólin skíni inn um gluggann.

Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.

B

ændur safna búfénaði sínum saman og kætast í réttum. Þá er kátt í sveitum landsins.

A

Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.

Næsti Mosfellingur kemur út 19. október

lþingiskosningar eftir

mánuð. Hver hefði trúað því? Það er nú meira fjörið í þessu. Við blaðamenn hötum það svosem ekki. Ég hef sagt það áður að ég hefði ekkert á móti því að kosið yrði annað hvert ár. Það er alltaf líf og fjör í kringum kosningar. Vika er langur tími í pólitík, en hvað þá fjögur ár?

F

ljótlega fara Mosfellingar einnig að ókyrrast enda styttist í sveitar­stjórnarkosningar. Hverjir ætla að bjóða sig fram og hvaða flokkar verða í boði? Ég bíð þó eftir persónukjöri. Nóg til af frambærilegu fólki sem þarf ekki að flokka niður eftir pólitík. Fólk ofar flokkum, segi ég.

www.isfugl.is

Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings

Í þá gömlu góðu... BRÚARLAND 1949 Þessi ágæta ljósmynd er varðveitt á Skjalasafni Mosfellsbæjar. Hún er tekin á 40 ára afmælishátíð U.M.F.A. 1949 í Brúarlandskjallaranum. Þeir sem leika fyrir dansi eru Ólafur Hólm á trommur og Bragi Hlíðberg og Halldór Einarsson frá Kárastöðum á harmonikkur. Afkomendur Ólafs Hólm hafa sett svip sinn á tónlistarlífið í Mosfellsbæ og á Íslandi allt fram á þennan dag og fjórði ættliðurinn ætlar ekki að verða neinn eftirbátur. Ólafur Hólm Einarsson er í dag einn kunnasti trommari og slagverksmaður landsins. Hann hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum, m.a. með Nýdönsk, sem heldur upp á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hann starfar einnig mikið við stóru leikhúsin í Reykjavík.

Einar Hólm Ólafsson, trommari. Lék m.a. mikið í Glaumbæ og Sigtúni á 7. áratugnum og um tveggja ára skeið með hinum landsþekkta hljómsveitarstjóra Magnúsi Ingimarssyni.

Ingibjörg Hólm Einarsdóttir hefur um langt skeið tekið þátt í hinu blómlega kórastarfi í Mosfellsbæ bæði í Álafosskórnum og nú í Mosfellskórnum. Nýlega hefur hún verið í samstarfi við tónlistarmanninn Karl Tómasson í Mosfellsbæ.

Íris Hólm Jónsdóttir söng­kona útskrifaðist í júní sl. úr leiklistar­skólanum Circle in the Square í New York.

Þórir Hólm Jónsson stundar tónlistarnám í Tónlistarskóla F.Í.H. í Reykjavík.

Freyja Hólm Ólafsdóttir fetar í sporin, lærir á trommur, slagverk og leikur með Skólahljómsveit Austurbæjar í Reykjavík. Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)

héðan og þaðan

Áfram Afturelding 2

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað


Sími:

586 8080 www.fastmos.is

Einar Páll Kjærnested

50

ár

ri

Hildur Ólafsdóttir

Þórhildur M. Sandholt

Ingimar Óskar Másson

Lögg. fasteignasali

Lögg. fasteignasali

Gerplustræti

Krókabyggð

Rúmgóð og falleg 123 m2, 3ja herbergja íbúð á 2. hæð með fallegu útsýni, ásamt bílastæði í bílakjallara. Suðursvalir með fallegu útsýni. Fallegar innréttingar og gólfefni. Gólfhiti. Sérsmíðar innréttingar. Myndavélasími. V. 44,9 m.

Glæsilegt 325 m2 einbýlishús á tveimur hæðum með aukaíbúð á neðri hæð á 2.000 m2 eignarlóð. Lóðin er skógi vaxin og er mjög falleg aðkoma að húsinu að sunnanverðu. Húsið stendur innarlega á lóðinni og stór heimkeyrsla að húsinu. Þetta er draumhús fyrir stóra fjölskyldu með möguleika á útleiguíbúð á neðri hæð. V. 98,5 m.

Hulduhlíð

Háholt

Falleg 94,4 m2, 4ra herbergja íbúð með sérinngangi og timburverönd á jarðhæð í fjórbýlishúsi. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, forstofu, gang, baðherbergi, þvottahús/geymslu, eldhús og stofu. Við hlið inngangs í íbúðina er köld geymsla. Góð staðsetning, stutt í leikskóla, skóla, sundlaug, líkamsrækt og golfvöll. V. 43,9 m.

Falleg 91,8 m2, 3ja herbergja íbúð með sérinngangi af opnum svalagangi á 2. hæð í þriggja hæða fjölbýlishúsi. Björt og vel skipulögð íbúð. Fallegar innréttingar. Rúmgóðar svalir. Íbúðin er staðsett í hjarta Mosfellsbæjar og er örstutt í alla þjónustu, samgöngur og skóla. V. 39,5 m.

Bugðutangi

Kvíslartunga

84,4 m2, 3ja herbergja raðhús á einni hæð, með skjólgóðum garði. Eignin skiptist í tvö svefnherbergi, forstofu, þvottahús, geymslu, eldhús og stofu. V. 43,0 m.

230 m2 raðhús - tilbúin til innréttinga - á tveimur hæðum. Á jarðhæð er forstofa, bílskúr, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottaherbergi, og geymsla. Á efri hæðinni er hjónaherbergi, baðherbergi, eldhús, stofa og svalir. V. 64,9 m.

lauasx

str

e ld

Egilína S. Guðgeirsdóttir

Lögg. fasteignasali

lauasx

g ao

Svanþór Einarsson

str

Klapparhlíð

Furubyggð

112,6 m2, 5 herbergja endaíbúð með fallegu útsýni á efstu hæð. Eignin skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stofu og fjögur herbergi. Sérgeymsla á hæðinni. Þetta er falleg og björt íbúð á vinsælum stað í Mosfellsbæ. Stutt í skóla, leikskóla, sund og líkamsræktarstöð. V. 47,5 m.

109,5 m2 raðhús. Eignin skiptist í þrjú herbergi, forstofu, hol, baðherbergi, eldhús, stofu og sólstofu. Timburverönd og garður í suðaustur. V. 48,9 m.

lauasx str

Tröllateigur

Stóriteigur

Falleg og rúmgóð 122,8 m2, 4ra herbergja íbúð á 2. hæð með sérinngangi í fjórbýlishúsi. Íbúðin skiptist í þrjú svefnherbergi, forstofu, geymslu, baðherbergi, þvottahús, hol og eldhús. Köld útigeymsla á lóð. Gott skipulag. Mikil lofthæð. V. 49,5 m.

146,6 m2 raðhús með bílskúr og ca. 50 m2 óskráðu rými í kjallara við Stórateig 21 í Mosfellsbæ. V. 58,5 m.

lauasx str

Vefarastræti

Flugumýri

Ný og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð annarri hæð, ásamt bílastæði í bílakjallara í lyftuhúsi við Vefarastræti 7-11. Íbúðin skilast fullbúin með HTH innréttingum, án gólfefna, en gólf baðherbergis/þvottaherbergis eru flísalögð.  V. 38,7 m.

291,6 m2 iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Flugumýri 30 í Mosfellsbæ. Um er að ræða 190,4 m2 iðnaðarhúsnæði á enda ásamt 101,2 m2 skrifstofuhúsnæði (innréttað sem íbúð) á 2. hæð í endabili í sex eininga iðnaðarhúsnæði sem byggt var árið 2003. V. 72,2 m.

Klapparhlíð

Esjugrund

Rúmgóð 90,9 m2, 2ja herbergja íbúð með miklu útsýni á 3. hæð í 4ra hæða lyftuhúsi. Þetta er falleg íbúð á frábærum stað í Mosfellsbæ, rétt við sundlaug, líkamsræktarstöð og golfvöll.

105,8 m2 parhús á tveimur hæðum við Esjugrund 14 á Kjalarnesi. Bílskúrsréttur. Eignin þarfnast viðhalds. Timburverönd og svalir í suðurátt. V. 33,9 m.V. 42,9 m.

Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali


„Allt önnur Ella“ frumsýnd á föstudaginn

Sr. Kristín leysir af í Lágafellssókn Sóknarprestur Lágafellssóknar, sr. Ragnheiður Jónsdóttir, er farinn í námsleyfi og kemur til baka 1. júní 2018. Sr. Arndís Linn mun leysa hana af sem sóknarprestur og sr. Kristín Pálsdóttir leysir Arndísi af sem prestur safnaðarins. Kristín er söfnuðinum ekki ókunn, en hún leysti hér af um nokkurra mánaða skeið árin 2015-2016.

„Allt önnur Ella“ verður frumsýnd í Bæjarleikhúsinu föstudaginn 29. september kl. 20. Sýningin er samstarfsverkefni tónlistarskólans og leikfélagsins og er byggð á tónlist Ellu Fitzgerald í bland við leikin atriði. Nú er búið að umbreyta leikhúsinu og opna þar jazzklúbb í anda sjöunda áratugarins. Rómantík og afslappað andrúmsloft ásamt glensi og gríni umlykur gesti sýningarinnar, leikarar þjóna til borðs og tónlist Ellu Fitzgerald verður flutt af stórgóðum söngvurum og frábærri jazzhljómsveit, sannkölluð veisla fyrir tóneyrað, skemmtun og um leið næring fyrir sálina. Leikritið er ekki ætlað börnum og að sjálfsögðu verður Happy hour og tilboð fyrir hópa. Leikstjóri er Ingrid Jónsdóttir og um tónlistarstjórn sjá Sigurjón Alexandersson og Heiða Árnadóttir. Leikmynd og búninga gerir Eva Björg Harðardóttir. Miðapantanir eru í síma 566-7788 og miðaverð 2.900 kr.

ella fitzgerald hefði orðið 100 ára á árinu

Hjá mosfellsbæ starfa um 650 manns

Arnar Jónsson ráðinn til Mosfellsbæjar Arnar Jónsson hefur verið ráðinn forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar Mosfellsbæjar. Arnar er með BA í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, auk þess er hann með MPA próf í stjórnsýslufræðum frá University of Birmingham. Arnar hefur frá árinu 2009 starfað sem ráðgjafi og sérfræðingur á sviði stefnumótunar, stjórnunar og reksturs hjá Capa­cent. Forstöðumaður þjónustu- og samskiptadeildar hefur yfirumsjón með samskiptum og upplýsingamiðlun fyrir Mosfellsbæ. Hann hefur yfirumsjón með stjórnsýslu bæjarins og ber ábyrgð á upplýsinga­gjöf, samhæfingu upplýsinga­miðlunar sem og ímyndar- og kynningarmálum auk þess að taka þátt í stefnumótandi ákvörðunum og eftirfylgni því tengt.

Fjórir útgáfudagar blaðsins til áramóta

Bæjarblaðið Mosfellingur kemur út á þriggja vikna fresti og eiga eftir að koma út fjögur blöð til áramóta. Skilafrestur efnis og auglýsinga er til hádegis, mánudag fyrir útgáfudag. Blaðinu er dreift frítt í Mosfellsbæ, á Kjalarnes og í Kjós. Netfang blaðsins er mosfellingur@mosfellingur.is og hægt er að nálgast upplýsingar á vefsíðunni www.mosfellingur.is. Næstu blöð koma út 19. okt., 9. nóv., 30. nóv og 21. des.

kirkjustarfið

Stefna sem stýrir starfseminni til næstu ára • Rétt þjónusta, flott fólk og stolt samfélag

Ný framtíðarsýn og áherslur Mosfellsbæjar Að veita þjónustu sem mætir þörfum, vera til staðar fyrir fólk og þróa samfélagið í rétta átt er leiðarljósið í stefnu og framtíðarsýn Mosfellsbæjar sem bæjarráð samþykkti á fundi sínum 20. júlí sl. Stefnan er afrakstur vinnu sem stóð yfir frá því snemma í vor og skiptist stefnan í þrjá áhersluflokka og níu áherslur sem munu móta og stýra starfsemi Mosfellsbæjar til næstu ára. Að sögn Haraldar Sverrissonar bæjarstjóra var Mosfellsbær fyrst sveitarfélaga hérlendis til þess að marka sér heildstæða stefnu um það hvernig starfsmenn leysa sín verkefni í þágu íbúa og hvernig Haraldur Sverrisþeir styðja kjörna full- son bæjarstjóri trúa við að koma stefnu málaflokka í framkvæmd. Sú stefnumörkun átti sér stað árið 2007 og kominn var tími til þess að endurtaka leikinn.

Mosfellsbær er einn vinnustaður „Gildi Mosfellsbæjar voru mótuð árið 2007 og hafa nýst okkur við að búa til einn vinnustað,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. „Við lítum á bæjarskrifstofurnar og stofnanir bæjarins sem heild og þá er

Sunnudagur 8. október Kvöldguðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 20:00. Sr. Arndís Linn

64

Mosfellsbær er fjölskylduvænt, heilsueflandi og framsækið bæjarfélag sem setur umhverfið í öndvegi og hefur þarfir og velferð íbúa að leiðarljósi. gott að vinna með sameiginleg gildi. Við unnum saman að því að þróa gildin okkar áfram haustið 2016 og létum þau því halda sér í þeirri vinnu sem fram fór í vor en mótuðum í samvinnu við starfsmenn og stjórnendur framtíðarsýn og áherslur til ársins 2027.“

Snjöll, meðvituð og sjálfbær „Áhersluflokkarnir í stefnu Mosfellsbæjar eru rétt þjónusta, flott fólk og stolt samfélag. Undir þessum flokkum setjum við fram níu áherslur. Við viljum vera persónuleg, skilvirk og snjöll. Einnig samstarfsfús, framsækin og meðvituð. Loks viljum við vera eftirsótt, heilbrigð og sjálfbær. Þegar við segjumst vilja vera snjöll þá

Helgihald næstu vikna Sunnudagur 1. október Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00 Sr. Kristín Pálsdóttir

www.lagafellskirkja.is

framtíðarsýn

Sunnudagur 15. október Guðsþjónusta í Lágafellskirkju kl. 11:00. Sr. Kristín Pálsdóttir

- Bæjarblaðið í Mosfellsbæ

Sunnudagaskólinn er alltaf á sínum stað í Lágafellskirkju kl. 13:00 Safnaðarstarf vetrarins er komið af stað og þar ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu kirkjunnar, www.lagafellskirkja.is

ætlum við að nýta snjallar lausnir og spara íbúum sporin með rafrænni þjónustu, auka þannig aðgengi að þjónustu og hafa um leið jákvæð umhverfisleg áhrif. Við erum meðvituð um að mikilvægt sé að vera til fyrirmyndar varðandi rekstur og þróun starfseminnar og að sveitarfélagið sé rekið af ábyrgð og þannig afhendum við reksturinn til komandi kynslóða. Með því að vera sjálfbær leggjum við þá áherslu að láta umhverfið okkur varða, sinna málaflokknum af kostgæfni og tryggja að nálægð okkar við náttúruperlur sé nýtt samfélaginu til góðs.“

Að mæta þörfum nýrra íbúa Eitt af því sem þátttakendum í vinnunni var hugleikið var sú fjölgun íbúa sem mun verða næstu misserin og mikilvægi þess fyrir íbúa, kjörna fulltrúa og starfsmenn að vel takist til við að nýta það tækifæri. „Við leggjum því áherslu í stefnunni á að vöxtur sveitarfélagsins hafi jákvæð áhrif á þjónustu og þjónustustig og það sé sameiginlegt verkefni íbúa, kjörinna fulltrúa og starfsmanna að svo verði,“ segir Haraldur að lokum.


Jólahlaðborð í hjarta Mosfellsbæjar og dansleikur á eftir með Dj Fox

Blik Bistro & Bar er nýr og glæsilegur veitingastaður í íþróttamiðstöð Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Fullkominn veitingastaður ásamt bar og glæsilegum veislusal sem rúmar allt að 160 manns. Jólahlaðborðin okkar eru einsetin og sætaframboð takmarkað við 120 manns. Dagsetningar:

NÓV

NÓV

DES

DES

LAU

LAU

LAU

LAU

18 25

2

10

Verð á mann kr. 9.900 Fleiri dagsetningar geta bæst við og hópabókanir á aðra daga eru mögulegar. Hafið samband sem fyrst. Fordrykkur: Beefeater með einiberjum og FeverTree Tonic Forréttir

Jólasíld, lauksíld og appelsínusíld Grafinn lax með dill sósu Reyktur lax með piparrótarsósu Grafin gæsabringa með blóðbergi og bláberjum Villibráðarpaté með rauðlaukssultu Hamborgarhryggur Hangikjöt með uppstúf, grænum baunum, rauðkáli og laufabrauði Rúgbrauð, flatbrauð og smjör

Eftirréttir

Súkkulaði jólamousse Ris a la Mande Súkkulaðikaka með rjóma Kaffi og konfekt

Bókanir og upplýsingar:

sími 859 4040 blik@blikbistro.is

Aðalréttir Appelsínugljáð kalkúnabringa Ekta dönsk purusteik Íslenskt lambalæri Purtvínssósa Villisveppasósa Sæt kartöflumús Rauðvínssoðnar perur Sykurbrúnaðar rófur Steikt rótargrænmeti Eplasalat með rauðrófum


Umdæmisþing Rótarý haldið í Mosfellsbæ 72. umdæmisþing Rótarý á Íslandi verður haldið í Mosfellsbæ dagana 6. og 7. október. Mosfellingurinn Knútur Óskarsson er umdæmisstjóri Rótarý 2017-2018 en þema þingsins þetta árið er „kannski er næsta kynslóð, kynslóðin sem getur.“ Þinghald fer fram í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ en setning í íþróttamiðstöðinni Kletti og lokahóf í Hlégarði. Dagskrá þingsins verður sambland af fróðleik og skemmtun ásamt hefðbundnum þingstörfum. Meðal ræðumanna helgarinnar er forsetafrúin Eliza Reid.

Ráðin forstöðumaður menningarmála Auður Halldórsdóttir hefur verið ráðin í starf forstöðumanns menningamála hjá Mosfellsbæ. Um nýtt starfsheiti er að ræða sem kemur í stað starfsheitis forstöðumanns bókasafns. Markmiðið með breytingunni er að forstöðumaður menningarmála hafi yfirumsjón með menningarmálum í heild sinni en bókasafnið og Listasalurinn eru helstu menningarstofnanir Mosfellsbæjar. Forstöðumaður menningarmála er jafnframt starfsmaður menningarmálanefndar. Auður er með MLIS nám í bókasafns- og upplýsingafræðum frá Háskóla Íslands, auk þess er hún með Cand. Mag í bókmenntafræði og BA gráðu í bókmenntafræði og frönsku. Auður hefur frá árinu 2013 starfað sem verkefnastjóri á menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar.

frá jafnréttisdeginum sem haldinn var í framhaldsskólanum

Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar • Femínistafélag Framhaldsskólans hlýtur viðurkenningu

FemMos hlýtur jafnréttis­viðurkenninguna 2017 Jafnréttisdagur Mosfellsbæjar var haldinn þann 18. september í sal Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. Yfirskrift dagsins að þessu sinni var „Mosfellsbær - Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi“. Fjallað var um ofbeldi og birtingarmyndir þess í víðu samhengi. Að umræðu dagsins komu aðilar sem unnið hafa með einum eða öðrum hætti að því að sporna gegn ofbeldi og að opna á umræðuna um málefnið.

Heilsueflandi samfélag gegn ofbeldi Þorbjörg I. Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður fjallaði um birtingarmyndir ofbeldis og hvernig þær eru ávallt að þróast og breytast í samræmi við breytingar í samfélaginu. Þá lýsti hún reynslu brotaþola frá sjónarhóli þeirra sem hún hefur sinnt réttargæslu fyrir sem lögmaður. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, Sigríður Björk Guðjónsdóttir, fór yfir áherslur málaflokka sem tengjast ofbeldi sem lögreglan hefur unnið með frá árinu 2014. Þar vakti sérstaka athygli sú mikla aukning í fjölda mála þar sem tilkynnt er um ofbeldi

Eldri borgarar

til lögreglunnar á þessu tímabili. Einnig voru flutt erindi þar sem starfsemi Stígamóta, Kvennaathvarfsins og Bjarkarhlíðar var kynnt, en allir þessir staðir eru athvarf fyrir þá sem hafa upplifað ofbeldi og gegna þeir lykilatriði í að veita þolendum stuðning.

Unnið að því að jafna rétt kynjanna Jafnréttisviðurkenningu Mosfellsbæjar árið 2017 hlaut FemMos; Femínistafélag Framhaldsskólans í Mosfellsbæ. FemMos hefur unnið markvisst að því að jafna rétt kynjanna með því að sýna frumkvæði og kveikja umræðu tengda kynbundnu ofbeldi, kynjamismunun og að vekja máls og auka fræðslu í málaflokknum. Félagið stóð fyrir fjölmörgum áhugaverðum viðburðum, meðal annars má nefna söfnun til styrktar Stígamótum undir yfirskriftinni „Ég er á móti kynferðisofbeldi“. Haldin voru reglubundin kaffihúsakvöld þar sem kynjafræðikennsla, kynjakvóti, kynbundið ofbeldi og kynjamismunun voru rædd. Ennfremur stóð FemMos fyrir jafnréttisviku þar sem boðið var upp á

Hrafndís Katla, Daníel Arnar og Sandra úr Femínistafélagi Framhaldsskólans í Mosfellsbæ.

ýmsa fræðslu og umræðuhópa um jafnrétti í víðum skilningi. Með viðurkenningunni vill Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar hvetja íbúa og starfsmenn Mosfellsbæjar til að fylgja góðu fordæmi FemMos í von um að fylgja eftir vitundarvakningu og auka umræðu um jafnrétti kynjanna.

Félagsvist

Verður haldin 29. sept. 2017 kl. 13:00 í borðsal. Verð 600 kr. Innifalið kaffi, meðlæti og vinningur ef heppnin er með þér.

Þjónustumiðstöðin Eirhömrum Fram undan í félagsstarfinu

BÚTASAUMSHÓPUR

Ertu ein/n heima að gera bútasaum? Langar þig í félagsskap? Þá langar okkur í félagsstarfinu á Hlaðhömrum að bjóða þér að mynda bútasaumshóp hjá okkur sem myndi hittast einu sinni í viku. Við erum með fína aðstöðu í handverksstofunni okkar og langar að hafa hana fulla af lífi og fjöri alla daga. Endilega hafðu samband við okkur í félagsstarfinu og við myndum hóp.

Línudans haust 2017

Línudans á Eirhömrum byrjar í október og verður mánudaga kl. 15:30. Kennari Edda, allir velkomnir. Skráning nauðsynleg í síma 586-8014 eða á elvab@mos.is

GAMAN SAMAN í október 5. okt. og 19. okt. kl. 13:30

Silkiborðasaumur 10. og 11. okt

Byrjendanámskeið í silkiborðasaum. Námskeiðið verður kennt dagana 10.-11. okt kl. 13:00 í handverksstofu. Allt efni innifalið, verð 3.000 kr. Skráning nauðsynleg í síma 586-8014 eða á elvab@mos.is

Glaða gengið ásamt Helga undirleikara mætir og fær góða gesti úr leikskólum bæjarins. Endilega komið og verið með. Kaffi og meðlæti í boði í matsal eftir skemmtun á 500 kr.

Félag aldraðra

í Mosfellsbæ og nágrenni

6

- Fréttir úr bæjarlífinu

famos@famos.is www.famos.is


EINGÖNGU SÉRVALIÐ HRÁEFNI

Premium pizzur Domino’s verða til þegar pizzubakararnir okkar fara fram úr sjálfum sér, í jákvæðum skilningi, svo úr verða framúrskarandi pizzur. Við fengum listakokkinn Hrefnu Sætran til samstarfs og hún töfraði fram tvær af Premium pizzum okkar, Americana og Prima. Prófaðu Premium pizzurnar okkar, þær gera góðan matseðil okkar enn fjölbreyttari.

AMERICANA Laukur, rauðlaukur, hægeldað kryddlegið svínakjöt (pulled pork), beikonkurl og cheddarostur, toppuð með BBQ sósu.

MEAT DELIGHT Úrvals beikonsneiðar, sérvalin steikar-pylsa, rjómaostur, piparostur og chiliflögur.

Samsett af Hrefnu Sætran

www.dominos.is

ELDÓRADÓ

PRIMA

Hvítlaukspizzubotn, hvítlauksolía í stað pizzusósu, rjómaostur, úrvals beikonsneiðar, pepperoni, jalapeno og chiliflögur – þessi rífur aðeins í!

Pepperoni, safaríkir kirsuberjatómatar, ferskur mozzarella, úrvals beikonsneiðar, basilpestó og svartur pipar.

Domino’s app sími 58 12345

Samsett af Hrefnu Sætran


Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum • Nafna- og lógósamkeppni

Hvetja ungt fólk til áhrifa Stjórn Framsóknar­félagsins segir af sér Stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í ljósi atburða síðustu daga. Formaður félagsins ásamt stjórnarmönnum hafa ákveðið að segja af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn. „Við kjósum að starfa ekki í flokki þar sem vinnubrögð síðastliðins árs ætla að vera viðvarandi. Okkar mat er að engar sáttaleiðir hafi verið gerðar eftir aðförina sem gerð var að fyrrverandi formanni flokksins á síðasta flokksþingi og nú séu komin öfl til valda sem við eigum enga samleið með.“ Undir yfirlýsinguna skrifa Jón Pétursson (mynd), Halldóra Baldursdóttir, Linda Björk Stefánsdóttir, Friðbert Bragason og Einar Vignir Einarsson.

Ungmennahús Mosfellsbæjar hefur verið opnað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Þar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára að hittast og byggja upp öflugt og fjölbreytt félagsstarf. Markmið Ungmennahússins eru meðal annars að veita ungu fólki aðstöðu og aðstoð við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og vímuefnalausan valkost til afþreyingar ásamt því að opna á tækifæri fyrir ungt fólk fyrir Evrópusamstarf.

Fundir aðra hverja viku Nú þegar hefur verið stofnað húsráð sem hefur fjölbreytt hlutverk. Sem dæmi má nefna skipulagningu opnunartíma, umsjón viðburða ásamt því að hvetja ungt fólk til áhrifa í Mosfellsbæ. Húsráðið er opið fyrir alla og fundar aðra hverja viku og eru fundir auglýstir á

facebook-síðu Ungmennahússins. Allir sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta og hafa áhrif á hvað er gert fyrir ungt fólk í Mosfellsbæ eru hvattir til að mæta.

Lasertag og hamborgarar Framhaldsskólinn Í Mosfellsbæ

Hanarnir á SuðurReykjum í rétti

Hæstirétt­ur hefur staðfest úr­sk­urð Héraðsdóms Reykja­vík­ur þar sem kröfu lög­reglu­stjór­ans á höfuðborg­ar­svæðinu um hús­leit á heim­ili í Mos­fells­bæ væri hafnað og að íbúa yrði gert að af­henda óskráðar hæn­ur og tvo „óleyf­is­h­ana“ sem hann héldi þar. Málið á sér tölu­verðan aðdrag­anda. Í maí árið 2016 ákvað heil­brigðis­nefnd Kjósar­svæðis á fundi sín­um að fjar­lægja bæri óleyf­is­hænsni, þar á meðal tvo hana, vegna ónæðis sem þeir valdi, og hafi gert um ára­bil. Heil­brigðis­nefnd­in vill meina að um­rætt heim­ili til­heyri, sam­kvæmt op­in­ber­um gögn­um, þétt­býli Mos­fells­bæj­ar og því gildi samþykkt um hænsna­hald í Mos­fells­bæ, utan skipu­lagðra land­búnaðarsvæða. Eig­andi hænsn­anna mót­mæl­ir þessu hins veg­ar og seg­ir eign sína vera lög­býli og hafi verið á lög­býla­skrá í 46 ár. Deil­urn­ar snú­ast því ekki um hvort hænsn­in eru á staðnum eða ekki, held­ur hvort þau eru í raun á lög­býli eða ekki.

Fasteignasala Mosfellsbæjar

gnasali

Sími:

586 8080

www.fastmos.is

8

- Fréttir úr bæjarfélaginu

Nafnasamkeppni Ákveðið hefur verið að efna til samkeppni um nafn og lógó fyrir Ungmennahúsið. Allar hugmyndir og tillögur sendist á hrafnhildurg@mos.is.

MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ BYGGINGARFULLTRÚA Á UMHVERFISSVIÐ Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010) og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir faglega þróun byggingarmála innan sviðsins. Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja. Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi. Menntunar- og hæfnikröfur:   

Prófgráða í verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða byggingarfræði skilyrði Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg Að lágmarki fimm ára starfsreynsla skv. 25. gr. mannvirkjalaganna Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem hönnuður sbr. 25. gr. mannvirkjalaga

     

Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2017.

N AN MA KM AC K B AC E .. B E

Sími: 586 8080 Örugg og góð www.fastmos.is Þverholti 2 • Mosfellsbæ þjónusta

Fyrsti viðburður Ungmennahússins verður þann 4. október klukkan 18:00 í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Farið verður í lasertag og síðan verða grillaðir hamborgarar. Ef þú ert á aldrinum 16-25

og vilt vera með í að móta starfsemina þá hvetjum við þig til að mæta á þennan fyrsta viðburð þér að kostnaðarlausu.

Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ

a...

úlfar darri, björn, embla líf og ásdís

Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum byggingarleyfum er æskileg Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir Hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli Sjálfstæð, frumkvæði og öguð vinnubrögð eru nauðsynleg Önnur skilyrði sbr. ákvæði mannvirkjalaga

Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna B. Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs, í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um starfið.

Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is


heilsuborg.is

Í nágrenni við þig Hjá Heilsuborg taka ólíkir fagaðilar saman höndum til að styðja viðskiptavini sem vilja bæta LIMPWYW¸RESKP¸»ER¸HEKPIKYP¸ǻ2EVOQM»M»IVE»E»WXS»EIMRWXEOPMRKEZM»E»KIVEÉE»WIQ ÉIMVKIXEKIVXXMPE»F°XEIMKMRLIMPWY

Tilboð í líkamsrækt cƾƋƋƚƏæųĹ´čų±Ĺűě ƋĜĬÆŅøBåĜĬŸƚÆŅųč±ų ŏƗĵ´ĹƚøĜų

Ɔţăljlj á mánuði

Námskeið aŅųčƚĹƏųåĩ eru skemmtilegir púltímar fyrir OSRYVSKOEVPEWIQIVYZÁRPIMOǻQM ųĜøģƚÚ±č±ŅčĀĵĵƋƚÚ±č±ĩĬţƅţƖLj a´ĹƚÚ±č±ØĵĜøƴĜĩƚÚ±č±ŅčüʼnŸƋƚÚ±č± ĩĬţƀţƐLjåø±ĩĬţĿţLjLj B´ÚåčĜŸƏųåĩ eru skemmtilegir púltímar J]VMVOSRYVSKOEVPEWIQIVYZÁRPIMOǻQM U±ųĬ±ŞƜĬĝĘ´ÚåčĜĹƚ hentar öllum hressum körlum sem vilja komast í form.

Binditími er 12 mánuðir

Ƒĵ´ĹƚøĜų

ƗƆţƆljlj Tilboðið gildir til 1. nóvember.

Iņč±IVJ]VMVÉ«WIQZMPNEPSWEWMKZM» streitu. Kenndar eru grunnstöður í jóga, styrktarstöður og teygjur, með ríkri áherslu á öndun og líkamsvitund. šĜøÆģņøƚĵƚŞŞ´ fjölda annarra R«QWOIM»EYQLVI]ǻRKYWXS»OIVǻP¸JWWX¸P næringu, svefn, hugarhreysti og geðrækt. Sjá nánar á ĘåĜĬŸƚÆŅųčţĜŸ

Bíldshöfði 9 / Höfðinn / 110 Reykjavík / Sími 560 1010 / heilsuborg@heilsuborg.is

Komdu í heimsókn BåĜĬŸƚÆŅųčåųāƚƋƋĝBʼnüø±ĹĹ, nýja og KP°WMPIKEQM»WXÁ»ZIVWPYREVSKÉN¾RYWXY Hlökkum til að sjá ykkur.


Heimsljóssmessan í Lágafellsskóla

Rækta andlega og líkamlega heilsu Heimsljós, heilsumessa, fór fram í Lágafellsskóla helgina 15.-17. september. Hátíðin var vel sótt og skipuleggjendur voru sáttir og glaðir með hvernig til tókst. „Hér var mikið af fróðleik og nærandi hlutum í boði,“ segir Vigdís Steinþórsdóttir, einn af stjórnendum messunnar. „Við finnum fyrir miklu þakklæti frá fólki fyrir að þetta skuli vera gert á hverju ári. Á móti þökkum við kærlega öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við að gera þessa hátíð svona stóra og fallega.“

dr. bæk mætti á miðbæjartorgið

Samgönguvika í september • Nýtt hjólakort gefið út

Mosfellsbær tekur þátt í samgönguviku Nú er nýlokið í Mosfellsbæ alþjóðlegri samgönguviku, European Mobility Week, sem fram fer dagana 16.-22. september á hverju ári um alla Evrópu. Mosfellsbær tók að venju virkan þátt í samgönguvikunni með ýmsum viðburðum.

Nýr göngu- og hjólastígabæklingur BMX hátíð var haldin á Miðbæjartorginu þar sem BMX landsliðið mætti og sýndi listir sínar og Dr. Bæk aðstoðaði við smáviðgerðir og stillingar á hjólum. Mosfellsbær gaf í tilefni samgönguvikunnar út nýjan göngu- og hjólastígabækling fyrir sveitarfélagið þar sem helstu hjólaleiðir í bænum voru merktar inn og tenging þeirra við hjólastíga annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu stóðu einnig fyrir sameiginlegri hjólaráðstefnu í samstarfi við Hjólafærni, og var ráðstefnan að þessu sinni haldin í Hafnarfirði.

Hjólastígamerkingar og vegvísar Mosfellsbær setti einnig upp hjólastígamerkingar og vegvísa fyrir lykilhjólaleiðir í bænum og er þá fyrsta sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu til að setja upp þessar sameiginlegu vegvísa sem auðvelda hjól-

bubbi hleður að varmá

reiðafólki leiðina inn og út úr bænum. Að lokum voru vígðar fyrstu rafhleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla í bænum, í samstarfi við Ísorku. Stöðvarnar eru staðsettar við íþróttamiðstöðvar bæjarins að Varmá og Lágafelli, og sú þriðja er væntanleg við Framhaldsskólann í Mosfellsbæ. hjólastígamerkingar og vegvísar sett upp

BaknuddsNÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA námskeið

• UNGBARNANUDD byrjar 10 okt n.k. kl.14. 14.00 Laugardagana 7. og október n.k. frá kl. 11:00 -15:00. • SVÆÐANUDDNÁM • Slökunarnudd með ilmkjarnaolíum byrjar 10 okt.n.k.kl. 18.00 • Djúp- og þrýstipunktanudd • ANDLITSOG HÖFUÐNUDD • Svæðanudd fyrir bak, háls, Laugard. 12 okt. kl. 11.00- 15.00 herðar og handleggi.

Álafoss óskar eftir starfsfólki í kvöld- og helgarstörf Upplýsingar gefur Sigrún Böðvarsdóttir í s. 898-7787.

10

- Fréttir úr Mosfellsbæ

Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu

Skoðið heilsusetur.is

Verð: kr. 32.000 með olíu og bæklingi hringið í síma 8969653. Uppl.eða og bókanir: heilsusetur.is og í síma 896 9653


Sigurberg Árnason, Gústaf Guðmundsson, Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar, Dagný Finnsdóttir Lkl. Úa, Kristinn Hannesson Lkl. Mosfellsbæjar, Guðrún Björt Yngvadóttir verðandi alþjóðaforseti Lionshreyfingarinnar úr Lkl. Eik í Garðabæ, Anna María Einarsdóttir Lkl. Úa og Sigríður Skúladóttir Lkl. Úa.

Börnum í Varmárskóla færðar bókagjafir • Lestrarátak

Lionshreyfingin öll hvetur börn til lestrar Lionshreyfingin á Íslandi tekur þátt í alþjóðlegu verkefni sem nefnt er Lestrarátak Lions og stendur yfir í 10 ár eða til ársins 2022. Meðal annars hefur Lionshreyfingin gefið út bókamerki sem hluta af þessu verkefni. Hinn 25. ágúst heimsóttu Lionsklúbburinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Varmárskóla í því skyni að afhenda börnum í 5. bekk bókamerki. Auk þess voru bæði yngri og eldri deildum skólans færðar bókagjafir. Var þetta hin ánægjulegasta stund með börnunum og kennurum þeirra sem tóku á móti Lionsfélögunum á sal skólans. Skólastjórnendur og bókasafnsfræðingar fá bestu þakkir frá klúbbunum fyrir jákvæðar undirtektir við erindinu og góðar móttökur.

Heimsókn verðandi alþjóðaforseta

Í fylgd með klúbbfélögum í þessari skemmtilegu heimsókn var góður gestur, Guðrún Björt Yngvadóttir, sem fyrst kvenna í heiminum mun gegna embætti alþjóðaforseta Lions. Hún gegnir nú þegar mikilvægu hlutverki innan Lionsheimsins, sem eru stærstu góðgerðar- og líknarsamtök í heimi. Eitt af fjölmörgum verkefnum Lions er að hvetja börn til lestrar og er það gert í samráði við kennara og skólastjórnendur. Það var einmitt Guðrún Björt sem setti af stað lestrarátaksverkefnið hér á landi árið 2012 og var Lionsklúbburinn Úa fyrstur klúbba til að taka þátt í verkefninu. Það fór því vel á því að Guðrún Björt tæki þátt í afhendingu bókamerkjanna og bókanna.

Með í för var kvikmyndateymi frá höfuðstöðvum Lionshreyfingarinnar sem kom til Íslands í því skyni að gera kynningarmyndband um Guðrúnu Björt og störf Lions á Íslandi. Myndbandið verður sýnt á Alþjóðaþingi hreyfingarinnar í júlí 2018 þegar Guðrún Björt tekur við embætti alþjóðaforseta.

eRU BÖRNIN AÐ VAXA ÚR SPJÖRUNUM? Skiptifatamarkaður fyrir 0-12 ára Þú kemur með of litlu fötin og velur önnur í staðinn. Opið mánudaga og miðvikudaga frá 13-16. Swap market for children 0-12 years old. Bring the clothes that are too small and swap them for bigger ones. Open Mondays and Wednesdays from 13-16.

Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ

hulda@redcross.is Sími/tel: 898 6065

12

- Fréttir úr bæjarlífinu


fjölskylduvæn ísbúð í hjarta mosfellsbæjar Opið alla daga kl. 12:00-23:00 Verið hjartanlega velkomin

Háholti 13-15

s. 564 4500

Færsla Skeiðholts Til stendur að hliðra götustæðinu á milli hringtorga við Þverholt og Skólabraut auk þess sem biðstöð strætisvagna og bifreiðastæði verða staðsett á milli Brattholts/Byggðarholts. Lagt er upp með að þessum áfanga framkvæmda við hliðrun Skeiðholts verði lokið í ágúst 2018. Þegar framkvæmdir standa sem hæst má gera ráð fyrir truflunum á umferð frá Lágholti, Markholti og Njarðarholti til vesturs að Skeiðholti en hjáleiðir verða opnaðar til austurs í átt að Skólabraut og Háholti. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Meðfylgjandi er yfirlitsmynd af fyrirhugaðri legu Skeiðholts. Færsla Skeiðholts er í samræmi við gildandi deiliskipulag og útboð framkvæmda var tekið fyrir og samþykkt á 699. fundi Bæjarstjórnar Mosfellsbæjar.

Cei\[bbiX³h

Cei\[bbiX³h www.mosfellingur.is -

13


Fé heimt af fjalli • Svipmyndir frá réttardegi í Mosfellsdal • Hátíðisdagur í sveitinni

Myndir/RaggiÓla

Fjárréttir á Hraðastöðum

Langar þig að vera með? Kíktu á okkur og prufaðu... Það má prufa nokkur skipti

2-3 bekkur á mánudögum 16-17 4 bekkur á mánudögum 17-18 5-7 bekkur á fimmtudögum 16:30-18 8-10 bekkur á fimmtudögum 20-21:30 16 ára og eldri á mánudögum 20-21:30

14

- (F)réttir í Dalnum

Skátafélagið Mosverjar, Álafossvegi 18, mosverjar@mosverjar.is, www.facebook.com/mosverjar


Myndir/RaggiĂ&#x201C;la


@officialkaleo #Repost #eidurgudjohnsen

@ballikriss Me and my godson after our show today #ítúninuheima #twobassplayers #mosó

@ragga78 Þvílík leikgleði í dag hjá þessum flottu fótboltastrákum #mosfellingur #afturelding

Deildu myndunum þínum með okkur á Instagram

#mosfellingur

@bolid270 Í túninu heima ball 23. ágúst #mosfellingur

@afturelding_volleyball A good start to the new season with a win at the fall tournament #afturelding

@blue_iceland_design Great day at the studio with friends and neighbours in Mosfellsbær #ítúninuheima

@isak_thorvalds 3-0 sigur á Slóvakíu með u18 í dag #mosfellingur

@kristinbirta1 Þessar eru bestar í heimi #ituninuheima

@saratwibbon #mosfellingur #ítúninuheima #rauðahverfið

@loppaw Rokk og rauður í Túninu heima í Mosfellsbæ #mosfellingur #kindur #sveitin #rauður

@mariaomars Flottir félagar! #mosfellingur #þ8sumar17 #bjarki10 #boltabjarki

@aandreaosk Mosó en sumir kalla það pizzabæ #mosfellingur #jako #strandhandbolti

16

- Instagram


Viðburðir á vegum Sjálfstæðisfélaganna í mosfellsbæ 3. október

16. nóvember

Þriðjudagur kl. 20.00 Opinn fundur Sjálfstæðisfélaganna og fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mosfellsbæ. Fundurinn verður í félagsheimili Sjálfstæðisfélagsins í Kjarnanum Dagskrá fundarins: • Jón Gunnarsson samgönguráðherra kemur og fjallar um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu • Önnur mál Allir velkomnir

Fimmtudagur kl. 20:00 Fundur í félagsheimilinu þar sem tekin verður ákvörðun um aðferð við val á lista flokksins fyrir bæjar­stjórnarkosningarnar næsta vor. Dagskrá fundarins: • Að taka ákvörðun um aðferð við val á lista flokksins fyrir bæjar­stjórnarkosningarnar næsta vor. • Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, segir frá vinnu við fjárhagsáætlun. • Önnur mál Allir velkomnir

Hressandi uppákom a á vegum Viljans verður haldin í októb er Auglýst betur þegar nær dregur .

20. október Föstudagur kl. 20:00 Októberfest eins og þau gerast best. Gleðskapurinn byrjar kl. 20.00 í félagsheimilinu þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, tónlist og söng. Allir velkomnir

ÆTTI DOMINO’S AÐ PANTA ÞIG? Við hjá Domino’s viljum bæta við okkur starfsfólki í fullt starf. Ef þú ert 18 ára eða eldri, hefur ökuréttindi og langar að vinna á stórskemmtilegum vinnustað, þá ættum við að spjalla saman. Áhugasamir geta sótt um starfið á dominos.is og er umsóknarfrestur til 1. september.

www.dominos.is

Domino’s app sími 58 12345

www.mosfellingur.is -

17


Letur og list í Listasal Mosfellsbæjar Laugardaginn 7. október kl. 15 verður opnuð ný sýning í Listasal Mosfellsbæjar; Letur og list. Þorvaldur Jónasson, myndmennta- og skriftarkennari, sýnir leturgerðir sem segja sögu leturs/kalligrafíu allt frá Kristsburði til nútímans. Hjónin Guðlaug Friðriksdóttir og Ragnar G. Einarsson, bókbindarar, sýna ýmis áhöld og efnivið til bókbandsgerðar. Saman mynda þessi tvö innlegg áhugaverða sýningu um þá list sem felst í bókagerð af gamla skólanum. Sýningin er opin á afgreiðslutíma Bókasafnsins (12-18 á virkum dögum nema 10-18 á miðvikudögum og 13-17 á laugardögum) og lýkur 28. október. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir, ekki síst kennarar með skólahópa.

Leshópur eldri borgara hittist 2. október Leshópurinn hittist mánudaginn 2. október kl. 10:30 að Eirhömrum, Hlaðhömrum 2. Fyrsta mánudag hvers mánaðar kl. 10:30 hittumst við og spjöllum um valdar bækur. Allir eldri borgarar velkomnir.

Leikhópurinn Lotta í Bókasafninu Það var svo sannarlega líf og fjör í Bókasafni Mosfellsbæjar 25. ágúst síðastliðinn þegar Leikhópurinn Lotta flutti Söngvasyrpu og skemmti 5 ára börnum í bænum með sögum og söng. Þarna voru Rauðhetta og úlfurinn, Gilitrutt og Bárður bróðir hennar, Galdrakarlinn í Oz, Mjallhvít, Hans klaufi og margar fleiri þekktar sögupersónur. Hér má sjá börnin og leikarana en fleiri myndir er að finna inn á heimasíðunni okkar, www.bokmos.is.

la ó ið k n s or h

Sex vikna ódagsett dagbók sem hjálpar þér að bæta líf þitt

l! þér ve i g n a G Anna Ólöf 6924005 - heilsudagbokinmin@gmail.com

18

- Frítt, frjálst og óháð bæjarblað

Tómstundir barna – hversu mikið (m)á það vera? Nú er sá tími ársins þar sem foreldrar og börn leggjast yfir skipulag vetrarins, börn eru skráð í tómstundir eftir skóla og svo framvegis. Fótbolti, handbolti, tónlistarnám, skák, skátarnir eða eitthvað allt annað – eða kannski bara allt saman? Sumir státa sig af löngum lista uppbyggilegra tómstunda sem börnin þeirra taka þátt í, en hversu mikið er nóg og hvenær erum við farin að ofgera? Rannsóknir hafa sýnt fram á jákvætt gildi uppbyggilegs æskulýðsstarfs, bæði hvað varðar forvarnir og tækifæri barnanna til að blómstra og dafna. Það er því ljóst að hverju barni er hollt að taka þátt í slíku tómstundastarfi utan skóla. Það eflir námsárangur þeirra, eykur félagsþroska þeirra og vellíðan og eflir sjálfstraust þeirra svo nokkuð sé nefnt. Rannsóknir og samtöl við börn hafa einnig sýnt að yngstu börnin vilja að tómstundastarf þeirra sé sem líkast frjálsum leik heima við og ekki of formfast. Oft eiga þau nóg með leikskóladaginn og þurfa því frekar á rólegheitum og frjálsum leik að halda í lok dags. Það ætti því að hugsa vel um hversu

miklu er bætt við hjá þeim í viku hverri og einstaklingamunur er mikill í þeim efnum. Í miðbernsku vilja börnin hins vegar formlegri tómstundir, hvort sem það eru listir, íþróttir eða annað æskulýðsstarf. Þegar foreldrar velja tómstundastarf fyrir barnið sitt ættu þeir fyrst og fremst að hafa í huga hvar áhugi barnanna liggur, hvað fær þau til að finna til gleði og ánægju. Höfum líka í huga að í miðbernsku er eðlilegt að börn vilji prófa ýmislegt og áhugasvið breytist á milli mánaða. Nauðsynlegt er að finna rétta jafnvægið á milli óska barnsins, þarfa heimilisins og væntinga eða drauma foreldra um velgengni barns á einhverju tilteknu áhugasviði. Það er auðvelt að fara yfir strikið og keyra börnin áfram um of. Lítum á vikuna í heild sinni og tryggjum að dagskráin komi ekki í veg fyrir að fjölskyldan eigi sínar gæðastundir saman, geti borðað kvöldverð saman, að börnin fái nægan svefn og tíma til frjáls leiks líka. Starfsfólk Fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar

Skólaskrifstofa mosfellsbæjar


Barna h fullt a orn afþre f yingu

our Happy h frá alla daga:30 21:30-23

Sendum heim klukkan til um helgþrjú ar

Opið sunnudaga til fimmtudaga frá 11:30 til 23:30 og til 03:00 um helgar

www.hvitiriddarinn.is - s: 5-666-222


Sigurjón Valsson flugrekstrarstjóri Air Atlanta Icelandic og formaður Íslenska flugsögufélagsins er mikill áhugamaður um flugsöguna og þekkir vel til sögu fyrstu flugvélarinnar sem kom til landsins

Flugið togar endalaust í mig S

igurjón Valsson er vel þekktur innan fluggeirans enda búinn að fljúga frá því að hann var unglingur. Í dag stjórnar hann flugdeild Air Atlanta Icelandic sem sinnir flugi um allan heim. Sigurjón hefur einnig brennandi áhuga á varðveislu flugsögunnar og hefur ansi mörg járn í eldinum hvað það varðar.

HIN HLIÐIN Hverju myndir þú breyta á Íslandi ef þú ættir þess kost? Útrýma einelti og fátækt. Fullkominn sunnudagur? Vakna seinna en venjulega, líta út um gluggann og sjá logn og sólskin. Fara niður á flugvöll, bulla við félagana, drekka kaffi og fljúga. Fallegasti staður í Mosfellsbæ? Tungubakkaflugvöllur, klárlega. Hvaða matur freistar þín? Lambahryggur með öllu sem honum fylgir. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Suðaustanátt og rigning vikum saman. Hvað er besta ráð sem þú hefur nýtt þér? Ég heyrði einu sinni sagt: „Það er fullt af fólki að gera þetta, af hverju ætti ég ekki að geta þetta?“ Þegar ég kem að einhverju sem ég held að sé óyfirstíganlegt kemur þetta oft upp í huga minn. Uppáhaldsflugvél? Ef við tölum um atvinnutæki þá eru það Boeing 747-400 og Dornier Do-228 en skemmtilegasta einkaflugvélin er klárlega CAP-10B. Hvað er það skemmtilegasta sem þú hefur gert? Af mörgu er að taka en ég fór í hrikalega skemmtilegan flugtúr með vini mínum Elíasi síðasta haust frá Tungubakkaflugvelli til Hahnweide flugvallar í Þýskalandi. Farkosturinn var Bonanza flugvél smíðuð 1955 og við tókum viku í þetta.

Sigurjón er fæddur á Selfossi 8. apríl 1973. Foreldrar hans eru Helga Sigurjónsdóttir og Valur Snorrason. Helga lést árið 2014. Sigurjón á þrjú systkini, Freyju fædda 1978, Snorra Jón fæddan 1979 og Fanneyju Guðrúnu fædda 1982.

Hveragerði hálfgerður smábær „Foreldrar mínir bjuggu í Hveragerði þegar ég fæddist en fluttu svo að Hamars­hjáleigu í Gaulverjabæjarhreppi. Þegar ég var fjögurra ára þá fluttum við aftur í Hveragerði og þar ólst ég upp. Hveragerði var á þessum tíma hálfgerður smábær þar sem flestir bæjarbúar könnuðust hver við annan sem var kostur en á sama tíma stundum galli.“

Hugsaði um skjáturnar hans Sæmundar „Það var ýmislegt brallað á æskuárunum. Ég var nánast alinn upp á hestbaki eða frá því ég gat setið hest þar til ég var 16 ára. Þá tók flugið algerlega yfir, og þá meina ég algerlega, því ég fór ekki á hestbak næstu 20 árin. Það er fyrst núna síðustu ár sem ég hef skroppið á bak en þá eingöngu til þess að fara í göngur. Þar sem foreldrar mínir voru bæði úr sveit og héldu hesta kom það einhvern veginn til að faðir minn var fenginn til að hugsa um kindur samstarfsmanns síns í ullarþvottastöðinni í Hveragerði um hver jól, til fjölda ára. Þetta varð til þess að í mínum huga eru jólin í „gamla daga“ ­all­­taf tengd því að hugsa um skjáturnar hans Sæmundar í Brekku og það voru engin jól nema að stússast í þessu með pabba.“ Eftir Ruth Örnólfsdóttur Stalst til að fara í flugtíma „Eftir að ég útskrifaðist úr „Ég gekk í Grunnskóla HveraMOSFELLINGURINN gerðis og síðan í Gagnfræðagaggó lá leiðin í Fjölbrautaruth@mosfellingur.is skóla Suðurlands. Einn daginn skólann. Í upphafi skólagöngu eftir að ég var byrjaður í skólanum stalst ég minnar var lestur ekki mín sterka hlið og til þess að taka flugtíma hjá flugskólanum þegar ég var 9 ára var ég ekki búinn að ná Flugtaki og greiddi fyrir hann með peningsömu færni og jafnaldrarnir. Það var eflaust um sem ég var búinn að safna mér. um að kenna „dassi“ af lesblindu ásamt fullt af þrjósku. Ég sagði foreldrum mínum ekki frá tímÉg var sendur í sérkennslu í lestri og fór anum vegna þess að þau voru algjörlega á móti því að ég lærði að fljúga, sérstaklega sú kennsla fram á bókasafninu. Einn dagmamma. Eftir að þetta upplýstist allt saman inn mætti kennarinn ekki svo ég fór eittvar samið um að ég fengi að halda áfram í hvað að ráfa um á milli hillanna. Þá rakst náminu. Ég kláraði einkaflugmannsprófið ég á bók sem átti eftir að breyta öllu fyrir samhliða náminu í fjölbraut en ég útskrifmig. Ég tók bókina úr hillunni og opnaði aðist árið 1993. Yfir sumartímann vann ég hana. Á fremstu síðu var teikning af mikvið túnþökutínslu á Núpum í Ölfusi.“ illi loft­­­­­­­­­o­rr­ustu. Þessi teikning höfðaði til mín á einhvern hátt þannig að mér fannst ég þurfa að lesa það sem stæði í bókinni. Þessi teikning höfðaði til Ég fékk hana lánaða, las hana og kenndi mín á einhvern hátt þannig þannig sjálfum mér að lesa, alveg óvart. Bókin hét Haukur í hættu.“ að mér fannst ég þurfa að lesa

Kenndi sjálfum sér að lesa

það sem stæði í bókinni. Ég fékk hana lánaða, las hana og kenndi þannig sjálfum mér að lesa.

Dró línu í sandinn

Sigurjón með eiginkonu sinni Lucíu Guðnýju.

20

„Ég var búin að hugsa mér að fara í verkfræði í HÍ því útlitið í atvinnuflugi var frekar dökkt. Á þessum tíma hafði varla verið ráðinn flugmaður til Flugleiða í fjöldamörg ár. Flugið togaði samt í mig og á endanum ákvað ég að skella mér í atvinnuflugmennsku en var búinn að draga línu í sandinn. Ef ég yrði ekki kominn með vinnu sem flugmaður þegar ég yrði þrítugur þá biði verkfræðin mín. Ég fékk síðan atvinnuflugmanns- og kennararéttindi vorið 1995 og

- Mosfellingurinn Sigurjón Valsson

í ágúst sama ár var ég byrjaður að kenna hjá Flugtaki. Ég flutti frá Hveragerði haustið 1996 en þá flutti ég í höfuðborgina til að sleppa við að keyra svona langt í vinnuna.“

Klúbbur stofnaður af áhugamönnum Frá Flugtaki lá leið Sigurjóns til Íslandsflugs þar sem hann flaug á ATR-42, Do-228 og Boeing 737. Eftir sameiningu Íslandsflugs og Air Atlanta Icelandic hefur hann starfað sem flugstjóri og þjálfunarflug­stjóri en er í dag flugrekstrarstjóri félagsins. Hann hefur flogið sem listflugmaður frá árinu 1997, mest á TF-UFO. Sigurjón var lengi vel formaður Flugklúbbs Mosfellsbæjar eða í 10 ár en klúbburinn er með aðsetur á Tungubakkaflugvelli. Klúbburinn var stofnaður 29. maí 1981 af 14 flugáhugamönnum. Á vellinum eru 7 flugskýli, um 20 vélar og klúbbhús félags­manna. Sigurjón er giftur Lucíu Guðnýju Jörundsdóttur sjúkraliða og á hann þrjár stjúpdætur, þær Steinunni Mörtu, Hrafnhildi Völu og Önnu Kolbrá.

Markmiðið er að varðveita flugsöguna „Ég byrjaði að stunda vinnukvöld hjá Íslenska Flugsögufélaginu þegar ég var unglingur. Áhugi minn á gömlum flugvélum kemur eflaust til af því að Haukur flugkappi sem ég las um í denn var alltaf að fljúga gömlum flugvélum úr seinna stríði. Flugsögufélagið er félag sem var stofnað árið 1977 af áhugamönnum um flugsögu og markmið félagsins er að varðveita flugsögu Íslands. Við erum að safna hlutum sem koma flugsögunni við, allt frá hnífapörum upp í flugvélar, og við þiggjum alla hluti

á flugi fyrir 20 árum

ungur að árum

flugstjóri hjá íslandsflugi

sem tengjast henni með þökkum. Félagið hefur jafnframt gert upp nokkrar flugvélar í gegnum tíðina. Við erum ávallt með mörg járn í eldinum hjá Flugsögufélaginu og okkur vantar alltaf fleiri félaga til þess að leggja okkur lið við varðveislu flugsögunnar.“

Hundrað ára afmæli flugsins Árið 1919 kom fyrsta flugvélin til landsins og var hún af gerðinni Avro 504K. Þessi tegund af vél var töluvert notuð í fyrri heimsstyrjöldinni og þótti henta ljómandi vel til flugkennslu. Árið 2015 var Hið íslenska Avrof­élag stofnað. Að baki því standa nokkrir af flugköppum nútímans en Sigurjón er formaður þess. Þeir félagar ætla að kaupa Avro 504 og sjá til þess að hún fljúgi á hundrað ára afmælisdegi flugsins á Íslandi, 3. september 2019. Myndir: Ruth Örnólfsdóttir og úr einkasafni.


w w w. m o s f e l l i n g u r . i s

mest lesið síðustu vikurnar

1

2

3

jóri lugi

afni.

www.mosfellingur.is Bæjarblaðið Mosfellingur kemur út á þriggja vikna fresti. Dreift frítt í öll hús í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og í Kjós. Á vefsíðunni www.mosfellingur.is birtum við helstu fréttir úr blaðinu.


Arnar Hallsson tekur við knattspyrnuliðinu • Frumraun sem meistaraflokksþjálfari • Skýrt markmið að fara upp um deild

Arnar ráðinn þjálfari meistaraflokks Arnar Hallsson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu. Liðið leikur í 2. deild og hefur gert síðustu ár. Afturelding endaði í 4. sæti í sumar undir stjórn Úlfs Arnars Jökulssonar. Síðast fór liðið upp um deild árið 2008. „Ég er búinn að hafa augastað á þessu félagi í talsverðan tíma,“ segir Arnar Hallsson sem hefur unnið sem þjálfari yngri flokka síðustu ár. „Mig hefur langað til að þjálfa meistaraflokk hjá félagi sem hefði rætur og efnivið til að vinna úr. Það freistaði mín þegar ég sóttist eftir þessari stöðu. Sjálfur var ég leikmaður hjá Víkingi og ÍR þangað til ég fótbrotnaði og fór í langa pásu. Ég byrjaði að þjálfa 2010 sem aðstoðarþjálfari hjá ÍR. Svo var ég yfirþjálfari hjá Víkingi og síðustu þrjú ár hef ég verið hjá HK.“

Í Pepsi-deild eftir fjögur ár „Þetta verður frumraun mín sem meistaraflokksþjálfari og þá má kannski segja að sem betur hafi tækifærið ekki komið fyrr. Ég er búinn að vera undirbúa mig síðustu 6 ár, læra fullt af hlutum og gera aragrúa af mistökum. Þannig að ég held að þetta komi á hárréttum tíma. Ég er tilbúinn að gefa mikið og hjálpa þessum strákum að verða betri í fótbolta. Niðurstaðan verður sú að við munum fara upp um deild og gera okkur gjaldgenga í næstu deild fyrir ofan. Ég vil fara upp í Pepsi-deild eftir 4 ár og held ég að efnivið-

urinn sé til staðar hjá okkur. Nú er bara verkefni fyrir alla Mosfellinga að aðstoða okkur við að skapa umgjörð sem verður skemmtileg og glæsileg. Okkar í hópnum bíður svo að leggja hart að okkur og skemmta fólki með góðum fótbolta og góðum úrslitum. Svo er mikilvægt að aðstöðumál hér í Mosfellsbæ fylgi í kjölfarið, þau þarf að bæta. Mikilvægustu leikmennirnir eru þeir sem eru til staðar hjá félaginu. Svo er hægt að bæta í hópinn einni til tveimur skrautfjöðrum, eins og flestir þjálfarar vilja. Bæta þá við leikmönnum sem eru nógu góðir fyrir næstu deild fyrir ofan.“

Ætlum okkur stóra hluti „Ég þekki Arnar frá því ég spilaði með honum í ÍR,“ segir Ásbjörn Jónsson formaður meistaraflokksráðs. „Hann er besti maðurinn til að koma mönnum í réttan gír fyrir leiki. Alla vega sem leikmaður og ég efast ekki um að það verði eins sem þjálfari. Svo hef ég séð til hans sem þjálfara og liðin hans spila yfirburðabolta. Nafnið hans kom strax upp í hugann á mér þegar leitin að þjálfara hófst. Án þess að gera nokkuð lítið úr fyrri þjálfurum erum við í talsvert betri málum í dag í rekstri klúbbsins og ætlum okkur stóra hluti. Ég er sammála Arnari að við ætlum okkur upp um deild á næsta ári.“

arnar hallsson og ásbjörn jónsson

Sigur í fyrsta leik vetrarins

fagnað eftir sigur á ÍR

Meistaraflokkur kvenna í handknattleik leikur nú í næstefstu deild, Grill 66 deildinni. Fyrsti leikur tímabilsins fór fram að Varmá mánudaginn 18. september. Þá tóku stelpurnar á móti ÍR og unnu leikinn 22-21. Markahæst í liði Aftureldingar var Íris Kristín Smith með 7 mörk. Næsti leikur er gegn Víkingi föstudaginn 6. október og fer leikurinn fram að Varmá kl. 18:15. Þjálfarar Aftureldingar eru þeir Davíð Svansson og Haraldur Þorvarðarson.

Börn og unglingar í golfklúbbnum

Verðlaunuð fyrir góðan árangur

Uppskeruhátíð barna og unglinga hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar fór fram sunnudaginn 24. september. Fullt hús var í Kletti, íþróttamiðstöð GM. Byrjað var á skemmtilegri spurningakeppni milli borða áður en veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í sumar. Eftirfarandi aðilar fengu viðurkenningu: Góð ástundun: Helgi Freyr Davíðsson og Berglind Erla Baldursdóttir. Mestu framfarir: Tristan Snær Viðarsson og Kristín Sól Guðmundsdóttir. Lægsta meðalskor: Kristófer Karl Karlsson. Lægsta skor: Kristófer Karl Karlsson Afrek ársins: Ragnar Már Ríkarðsson Efnilegastur: Aron Ingi Hákonarson Efnilegust: María Eir Guðjónsdóttir Háttvísisbikar GM: Arnór Daði Rafnsson Kylfingur ársins 18 ára og yngri: Ragnar Már Ríkarðsson

22

- Íþróttir

davíð íþróttastjóri, maría Eir og Aron Ingi

Arnór Daði

ragnar már

fjölmennt lokahóf í kletti


HANDBOLTADAGUR AFTURELDINGAR Íþróttamiðstöðinni Varmá laugardaginn 30. september frá 12.00 – 14.00 Salur 1

15.30-16.00 16.00-16.30 16.30-17.00 17.00-17.30 17.30-18.00 18.00-18.30 18.30-19.00 19.00-19.30 19.30-20.00 20.00-20.30 20.30-21.00 21.00-21.30 21.30-22.00 22.00-23:00

Salur 2

15.30-16.00 16.00-16.30 16.30-17.00 17.00-17.30 17.30-18.00 18.00-18.30 18.30-19.00 19.00-19.30 19.30-20.00 20.00-20.30 20.30-21.00 21.00-21.30 21:30-23:00

Tímatafla 2017 - 2018 Mánudagur 6 flokkur karla 15:30 - 16:30 5 flokkur kvenna 16:30 - 17:30 6 flokkur kvenna 17:30 - 18:30 5 fl kk 18:30 - 19:30 3 flokkur karla 19:30 - 20:30 3 flokkur kvenna 20:30 - 21:30 Hvíti Riddarinn 2 21:30 - 23:00

Þriðjudagur 8 flokkur karla 15:30 -16:30 5 flokkur kvenna 16:30 - 17:30 Meistaraflokkur kvenna 17:30 - 19:00 Meistarafl. Kk 19:00 - 20:15 4 flokkur karla 20:15 - 21:15 Leikdagur allir flokkar 21:15 - 23:00

Mánudagur

Þriðjudagur 7-8 fl kvk 15:30 - 16:30

Meistaraflokkur kvenna 17:30 - 19:00 Meistaraflokkur 19:00 - 20:00 4 flokkur karla 20:00 - 21:00 4 flokkur kvenna 21:00 - 22:00

Utandeild kvenna 21:30 - 23:00

Miðvikudagur 7 flokkur karla 15:30 - 16:30 6 flokkur karla 16:30 - 17:30 Meistaraflokkur Karla 17:30 - 19:00 4 flokkur kvenna 19:00 - 20:00 3 flokkur karla 20:00 - 21:30

Fimmtudagur 5 flokkur kvenna 15:30 - 16:30 6 flokkur kvenna 16:30 - 17:30 Meistaraflokkur Karla 17:30 - 19:00 Meistarafl. Kvk 19:00 -20:00 Hvíti Riddarinn 20:00 - 21:30

Hvíti Riddarinn 2 21:30 - 23:00

Leikdagur allir flokkar

Miðvikudagur

Fimmtudagur 7-8 fl kvk 15:30 - 16:30

5 fl kk 18:00 - 19:00 Meistaraflokkur kvenna 19:00 - 20:30 3 flokkur kvenna 20:30 - 22:00

Föstudagur 8 flokkur karla 16:00 - 17:00 5 fl kk 17:00 - 18:00 Meistaraflokkur kvenna 18:00 - 19:30 3 flokkur kvenna 19:30 - 21:00

Föstudagur 7 flokkur karla 15:30 - 16:30 4 flokkur kvenna 16:30 - 17:30 Meistaraflokkur Karla 17:30 - 19:00 4 flokkur karla 19:00 - 20:00

3 flokkur karla 21:00 - 22:30

Tími 9:00-10:00 10:00-11:00 11:00-12:00 12:00-13:00 13:00-14:00 14:00-15:00 15:00-16:00

Laugardagur 6 flokkur karla 5 flokkur kvenna Meistarafl.kk Meistarafl. Kvk 3 flokkur kvenna 6 flokkur kvenna 3 flokkur karla

Tími 12:00-13:00 13:00-14:00 14:00-15:00

Laugardagur 5 fl kk 4 flokkur kvenna 4 flokkur karla

Birt með fyrirvara um breytingar

Handboltavertíðin er hafin og ætlum við að hafa opið hús í Varmá sal 1, fyrir nýja og eldri iðkendur, foreldra og alla stuðningsmenn handboltans. Leikmenn meistaraflokkanna og þjálfarar verða með æfingar og leiki í salnum.

Farið verður í ýmsa leiki og þrautir Verðlaun í boði!!! Við hvetjum alla til að mæta og eiga skemmtilega stund Kaffi á könnunni og brjálað fjör Baráttukveðja Barna og unglingaráð Aftureldingar í handbolta

ÁFRAM UMFA


Þjónusta við mosfellinga

Velkominn Arnarskóli í Mosfellsbæ Mig langar að byrja á því að bjóða þennan skóla velkominn í bæjarfélagið okkar og vekja athygli á því við nærsveitarmenn, og þá sérstaklega bæjaryfirvöld, hvers skonar fengur er þarna á ferð fyrir okkar bæjarfélag. Ég er svo heppin að hafa notið þjónustu atferlisfræðinga sem þarna starfa. Þarna er verið að setja á fót skóla sem virkileg þörf er á á Íslandi, því þó að skóli án aðgreiningar sé fallegt hugtak og eigi að vera markmiðið fyrir alla, þá eru alltaf einhverjir sem þurfa meiri aðstoð og athygli en hægt er að veita í dag til þess að geta fengið að blómstra og njóta sín. Eins og kemur fram á facebook-síðunni er Arnarskóli grunnskóli sem stefnt er að að verði stofnaður í síðasta lagi haustið 2017. Skólinn mun bjóða heildstæða þjónustu fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir byggða á aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar. Við viljum starfa eftir hugmyndafræði um skóla án aðgreiningar og sjáum fyrir okkur að skólinn verði staðsettur í almennum grunnskóla með eins miklu samstarfi við þann skóla og mögulegt er. Skólinn yrði þó rekinn af sjálfseignarstofnun svo bjóða megi upp á þann sveigjanleika og sérþekkingu sem þarf til að koma til móts við þær þarfir sem væntanlegir nemendur okkar munu hafa. Ég veit að það flotta fólk sem að þessum skóla stendur er að vinna dagsdaglega að ráðgjöf fatl-

aðra barna meðal annars hjá Greiningarstöð ríkisins og frábært hjá þeim að fara af stað og stofna skólann. Þörfin er mikil. Álag á fjölskyldur fatlaðra barna eins og til dæmis með einhverfu er mikið, ekki síst á barnið sjálft. Vetrarfrí og sumarfrí eru erfið. Að púsla saman skóla, frístund, stuðningsfjölskyldum, liðveislu, talþjálfun, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun, atferlisþjálfun... á ég að halda áfram? Þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Þarna er verið að bjóða upp á heildstæða þjónustu þannig að það sé samfella og föst rútína allan ársins hring. Atferlisþjálfun er mjög markviss aðferð sem reynist mjög vel að kenna fötluðum eins og til dæmis einhverfum sem eru kvíðnir eða með mótþróa. Ég veit að lengi var leitað að heppilegu húsnæði undir skólann í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Því kom skemmtilega á óvart að hann skyldi vera stofnaður hér í þessum frábæra bæ Mosfellsbæ. Þar sem framtíðarmarkmiðið er að starfa við hlið almenns grunnskóla skora ég á bæjaryfirvöld að finna stað fyrir þennan skóla innan skólakerfis Mosfellsbæjar. Eins og ég sagði í byrjun þá er mikill fengur fyrir okkur sem samfélag að fá þennan flotta skóla og mikla þekkingu inn í bæjarfélagið. Hulda Margrét Eggertsdóttir

Neytendur, frjálslyndi og kerfið

Íslenska ullin er einstök Sjá sölustaði á www.istex.is

Það hefur löngum legið ljóst fyrir að það er ekki alltaf vinsælt að stokka upp í stöðnuðum kerfum. Ekki vegna þess að almenningur vilji ekki sjá fram á eðlilegar breytingar heldur fer kerfið sjálft og sterkir hagsmunaðilar því tengdir upp á afturlappirnar. Neytendur hafa ekki verið sjálfsögð breyta hjá hugmyndasmiðum núverandi landbúnaðarkerfis. Árum saman hefur varðstaða verið uppi um óbreytt landbúnaðarkerfi. Samt koma sömu viðfangsefnin endurtekið upp líkt og í sauðfjárrækt. Bændur standa enn og aftur hjálparlausir frammi fyrir því að afurðarstöðvarnar lækka verðin til þeirra og verðlækkun til neytenda er ekki í myndinni. Samt má ekki hrófla við kerfinu né taka raunverulega á vandanum. Lausnir gömlu flokkana felast í kyrrstöðu um kerfið. Og að venju borga neytendur og skattgreiðendur brúsann. Það sem verra er, lausnirnar gagnast bændum lítið til lengri tíma litið. Kröfur um umfangsmikil birgðakaup og útflutningsskyldu sem heldur uppi verði til íslenskra neytenda hafa endurtekið verið settar fram af þingmönnnum Framsóknar, VG og Sjálfstæðisflokks í stað þess að ráðast að rót

vandans. Það er óskiljanlegt og óverjanlegt fyrir neytendur. Svipuð staða er uppi þegar litið er til mjólkurframleiðslunnar en hún er undanþegin samkeppnislögum. Eins og búið var að kynna í sumar á vef ráðuneytisins átti að afnema á þessu þingi undanþágu Mjólkursamsölunnar enda þarf að útskýra það sérstaklega af hverju sérlög eigi að gilda um fyrirtækið en ekki almenn lög. Lítil og meðalstór fyrirtæki í mjólkuriðnaði eiga einnig erfitt með að festa sig í sessi í þessu umhverfi með tilheyrandi tjóni fyrir neytendur. Mótspyrnan var hins vegar mikil frá sérhagsmunaaðilum og gömlu flokkunum. Nú eru breyttar aðstæður og kosningar fram undan. Mikilvægt er að frjálslynd sjónarmið eigi sér áfram talsmenn á þingi sem þora, þrátt fyrir mikla tregðu, að hreyfa við úreltum kerfum. Eðlilegar umbætur í takti við nútímann eru nauðsynlegar en þær koma ekki af sjálfu sér, hvað þá að kerfið sjálft hafi frumkvæði að þeim. Því þarf að breyta. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Höfundur er sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra og þingmaður Viðreisnar.

Kvenfélag Mosfellsbæjar Kvenfélagið er nú að hefja sitt 109. starfsár og mun vera eitt af elstu starfandi félögum í Mosfellsbæ. Félagið hefur starfað óslitið frá árinu 1909, fyrst undir nafninu Kvenfélag Kjalarnesþings. Stuttu seinna, eða 1910, var nafninu breytt í Kvenfélag Lágafellssóknar og bar félagið það nafn í rúm 100 ár en þá var samþykkt að breyta yfir í núverandi nafn. Kvenfélagið hefur frá upphafi haft að leiðarljósi að aðstoða með ýmsum hætti þar sem þörf er á, sérstakleg þó í nærumhverfinu. Ekkert er félagskonum í raun óviðkomandi og í tímans rás hefur félagið komið að ótal mörgum góðum og þörfum verkefnum og tekið virkan þátt í uppbyggingu og framþróun sveitarfélagsins okkar. Kvenfélagið fundar einu sinni í mánuði yfir vetrartímann og gestir eru hjartanlega velkomnir. Næsti fundur verður mánudagskvöld 2. október 2017 kl. 20:00 í Safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, annarri hæð. Hvernig væri að slást í hópinn og taka þátt í gefandi og skemmtilegu starfi? Vilborg Eiríksdóttir formaður KM

24

- Aðsendar greinar


Það er óhætt að segja að okkur vegni vel hér á landi þegar litið er til efnahags og lífskjara almennings. Skuldastaða íslenska ríkisins hefur batnað hratt og hefur ekki verið lægri frá hruni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt áherslu á að skuldirnar lækki enn meira enda er það besta leiðin til að geta ráðstafað auknu fé í velferðarmála, heilbrigðismál og samgöngumál. Atvinnuleysi er hér mjög lágt og verðbólgan hefur haldist lág þrátt fyrir mikinn hagvöxt síðustu ára. Eða eins og seðlabankastjóri sagði í sumar „líklega hefur staða efnahagsmála aldrei verið betri í Íslandssögunni“. En þrátt fyrir það horfum við fram á enn aðrar kosningarnar. Ótrúlegt að okkur gangi ekki að halda meiri stjórnmálalegum stöðuleika, sérstaklega þegar horft er til þess sögulega árangurs sem náðst hefur í efnahagsmálum. Auðvitað er það þannig að góð staða efnahagsmála þýðir ekki endilega aukna hamingju og lífsgæði almennings. En staðan hér er nú samt þannig að við erum með hamingjusömustu þjóðum og hér er jöfnuður hvað mestur. Við Sjálfstæðismenn göngum keikir til kosninga og leggjum á borðið fyrir kjósendur grunnstefnu flokksins. Frelsi til orðs og athafna, allir eiga að hafa tækifæri til að láta drauma sína rætast.

Þann 6. október næstkomandi verða liðin 35 ár frá því stofnfundur Rauðakrossdeildar Kjósarsýslu var haldinn í Hlégarði. Á fundinn mættu 42 aðilar sem samþykktu samhljóða tillögu Hilmars Sigurðssonar og Árna Pálssonar um stofnun Rauðakrossdeildar „fyrir Mosfellssveit, Kjalarnes- og Kjósarhreppa.“ Fyrstu stjórnina skipuðu þau Úlfur Þór Ragnarsson, Valgerður Sigurðardóttir (formaður), Sigríður Jóna Friðriksdóttir, Magnús Leópoldsson og Gísli Jónsson. Á þessum 35 árum hafa verkefnin verið margvísleg og tekið mið af tíðarandanum hverju sinni en alltaf er leitast við að standa vörð um mannréttindi og virðingu einstaklinga. Á 30 ára afmæli deildarinnar árið 2012 breyttist nafn Kjósarsýsludeildar í Rauði krossinn í Mosfellsbæ en starfssvæði og starfsemi deildarinnar er það sama þótt nafninu hafi verið breytt. Rauði kross Íslands er aðili að Alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem er stærsta mannúðarhreyfing veraldar. Hreyfingin byggir allt sitt starf á sameiginlegum grundvallarmarkmiðum um mannúð, hlutleysi, óhlutdrægni, sjálfstæði, einingu, sjálfboðið starf og alheimshreyfingu. Meginhlutverk hreyfingarinnar er að bregðast við hvers konar neyð hvort heldur er af náttúru- eða mannavöldum og standa

Allir eiga að hafa jöfn tækifæri til menntunar og jafnan aðgang að heilbrigðiskerfinu. Við treystum best hinum vinnandi manni fyrir tekjum sínum og stefnum ávallt að því að halda skattaálögum í lágmarki. Þrátt fyrir að mikið sé lagt á kjósendur að ganga til kosninga nú þegar aðeins er liðið ár frá síðustu alþingiskosningum vil ég þó leggja áherslu á að almenningur missi ekki trúna á stjórnmálunum. Lýðræðið er ekki fullkomið en þó besti kosturinn. Kosningar eru hluti af lýðræðinu og því er það ekki bara æskilegt heldur skylda almennings að taka sér tíma til að kynna sér málefni framboðanna, mynda sér afstöðu og mæta á kjörstað 28. október næstkomandi. Fyrir ári síðan gaf ég kost á mér til þingsetu og stóð í þeirri meiningu að það gerði ég til næstu fjögurra ára. Ég átti ekki von á kosningum ári seinna en það er staðan í dag. Ég er tilbúin að halda áfram að vinna með Sjálfstæðisflokknum að því að tryggja hér áframhaldandi lífsgæði almennings og mun því aftur bjóða fram krafta mína í komandi kosningum. Bryndís Haraldsdóttir Þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

NÝ NÁMSKEIÐ AÐ BYRJA Hefuru áhuga á að

• UNGBARNANUDD byrjar 10 okt n.k. kl. 14.00 • SVÆÐANUDDNÁM Svæðamerðferðarnám eitt kvöld í viku á byrjar 10erokt.n.k.kl. 18.00 þriðjudögum frá kl. 18:00 - 21:00. • ANDLITS- OG HÖFUÐNUDD Haustönn Laugard. 12byrjar okt. 3.kl.október 11.00-n.k. 15.00

vinna sjálfstætt

Viðurkenndur sérmenntaður kennari með 20 ára reynslu

Skoðið heilsusetur.is Innritun og upplýsingar á heilsusetur.is og í síma 896 8969653. 9653 eða hringið í síma

o

Fátt er yndislegra en að fara út með börnin í hjóla- eða göngutúr og ekki er verra þegar hægt er að njóta samveru í fallegu náttúruperlunni Mosfellsbæ. Helgafell og Úlfarsfell eru í bakgarði okkar og ekki má gleyma fallegu gönguleiðunum meðfram Varmánni en einnig er fjöldi annara gönguleiða. Ein stærsta gata borgarinnar liggur í gegnum Mosfellbæ. Samkvæmt heimasíðu Vegagerðarinnar keyra daglega að meðaltali um 16.000 bílar Vesturlandsveginn í gegnum bæinn. Þetta er töluverður fjöldi bíla sem brenna ýmist bensíni eða díselolíu. Við bruna jarðefnaeldsneytis myndast fjöldinn allur af loftmengandi efnum á borð við svifryk, nituroxíð, kolsýring og fleira auk þess sem malbikið tætist upp þegar bílar keyra göturnar. Rannsóknir hafa sýnt að styrkur umferðartengdrar loftmengunar er mestur nálægt stórum umferðaræðum en fer minnkandi því fjær sem maður er þessum stóru götum. Sem dæmi má nefna þá þynnist niturdíoxíð út og verður langt undir viðmiðunarmörkum í 200-1500 m fjarlægð frá umferðargötum en veðurfar og landslag spila stórt hlutverk í því hvernig loftmengunin dreifist og hversu

u ls ið ei rn

Njótum náttúrunnar

h

ag í eigu þjónustu í jóra felur í sér asans, kynningarhafa fyrir

35 ár frá stofnun Rauða­ krossdeildar í bænum

h

llsbæ a framllt að

Bætt lífskjör almennings og kosningar

hratt hún þynnist. Erlendar sem innlendar rannsóknir hafa sýnt að umferðarmengun getur haft neikvæð áhrif á heilsu og ýtt undir einkenni á borð við astma og önnur lungnaeinkenni, hjartsláttaróreglu, hærri blóðþrýsting og fleira. Þetta kemur fram m.a. í aukinni sölu lyfja við astma og hjartaöng, hærri tíðni innlagna á sjúkrahús og jafnvel hærri tíðni dauðsfalla í kjölfar aukinnar loftmengunar. Finnir þú fyrir áhrifum loftmengunar (t.d. hósti, astmaeinkenni eða hjartsláttaróregla) þá ættirðu að varast aðstæður þar sem loftmengun er mikil. Hvað getum við gert til að forðast mikla loftmengun? Jú, við getum forðast að ganga nálægt stórum umferðaræðum og leitað meira inn í hverfin þegar við njótum útivistar. Tilvalið er að ganga meðfram Varmánni eða fara í stutta fjallgöngu upp Helgafell eða Úlfarsfell. Öndum að okkur fríska loftinu í fallegri náttúru Mosfellsbæjar í góðri fjarlægð frá stóru umferðargötunum. Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir Umhverfis- og auðlindafræðingur og doktor í lýðheilsuvísindum

vörð um og aðstoða einstaklinga eða hópa sem verst eru staddir. Rauði krossinn byggir að stærstum hluta á sjálfboðnu starfi og ber öllum sjálfboðaliðum og starfsmönnum að starfa í samræmi við markmið hreyfingarinnar. Rauði krossinn í Mosfellsbæ er ein af 42 Rauðakrossdeildum sem starfandi eru víðsvegar um landið. Öflugt net sjálfboðaliða er styrkur félagsins. Rauði krossinn hefur langa reynslu af neyðaraðstoð jafnt innan lands sem utan og er mikilvægur hlekkur í almannavörnum Íslands. Félagið vinnur með íslenskum stjórnvöldum að mannúðarmálum og fylgir eftir grundvallaratriðum Genfarsamninganna gagnvart þeim. Rauði krossinn kannar reglulega hvaða þjóðfélagshópar eru verst staddir í íslensku samfélagi og bregst við niðurstöðunum með breyttum áherslum í starfinu. Sunnudaginn 1. október frá klukkan 12-14 verður opið hús og kynning á starfi Rauða krossins í Mosfellsbæ í húsnæði deildarinnar, Þverholti 7. Það verður súpa og brauð á boðstólum og heitt á könnunni. Þar gefst upplagt tækifæri til þess að kynna sér verkefnin okkar og spjalla við sjálfboðaliða, stjórnarmeðlimi og starfsmann. Allir velkomnir. Hulda Margrét Rútsdóttir Verkefnastjóri hjá Rauða krossinum í Mosfellsbæ

Hjólum til framtíðar Evrópska samgönguvika var eins og venjulega í september, nánar tiltekið dagana 16. – 22. septem­ber. Þetta er árlegur viðburður þar sem allir eru hvattir til að huga að vistvænum samgöngum. Fastur liður í þessari viku er málþingið „Hjólum til framtíðar“ og er það samstarfsverkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Mosfellsbær var gestgjafi á síðasta ári og tókst það vel. Á næsta ári verður það Seltjarnarnes. Í ár var málþingið haldið í Hafnarfirði undir yfirskriftinni „Ánægja og öryggi“. Mikið var um góð og fróðleg erindi, bæði frá erlendum og innlendum fyrirlesurum. Hápunkturinn var tvímælalaust þegar forseti vor kom sæll og rjóður í kinnum inn í sal og skellti hjólreiðahjálminum sínum út í horn eftir að hafa hjólað frá Bessastöðum í Hafnarfjörðinn. Hans hlutverk var að afhenda Hjólaskálina sem er viðurkenning fyrir stofnanir og fyrirtækin sem hafa haft sig í frammi við að efla hjólreiðarmenninguna á einhvern hátt. Í þetta skipti var það Isavía sem hlaut þennan heiður. Mig minnir að Reykjalundur hér í bænum hafi áður fengið þessa viðurkenningu. Ég kom heim eftir að dagskránni lauk, full af gleði yfir öllu sem var gert og er að gerast í þágu hjólreiða síðustu árin. Enda eru hjólreiðar ákaflega skemmtilegur sam-

göngumáti sem er bæði holl hreyfing, vistvænn og dregur úr umferðaþunga og þörf fyrir bílastæði. Ég hef stundað hjólreiðar frá því að ég flutti í Mósó fyrir meira en 30 árum og var ein þeirra sem var álitin stórskrítin af því að ég átti ekki bíl. Þá voru varla til hjólreiðastígar og eina leiðin til Reykjavíkur var meðfram Vesturlandsveginum. Nú eigum við hér í bænum fullt af skemmtilegum hjólreiðaleiðum. En betur má ef duga skal. Mér detta strax nokkur atriði í hug. Með því að menn nota hjólin ekki einungis yfir hábjart sumarið eykst þörfin fyrir góða lýsingu á leiðunum. Á stígnum fyrir neðan Holtahverfið til dæmis er allt of langt milli ljósastauranna og niðdimmt þar á milli. Huga þarf einnig að því í hönnun stíga að á þeim myndist ekki pollar sem verða svo að klaka í frosti og setja hjólreiðamenn í hættu. Loks get ég ekki skilið hvað kemur í veg fyrir að við veginn upp að Reykjalundi sé lagður stígur fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Oft er þörf en þarna er nauðsyn. Ég óska öllum góðs göngu- og hjólreiðaárs og hvet menn að láta í sér heyra ef þeim finnst eitthvað ekki nógu gott. Úrsúla Jünemann. Höfundur er starfandi fyrir Íbúahreyfingu í umhverfisnefnd.

OPIÐ HÚS 1. OKTÓBER Opið hús í Rauðakrosshúsinu í Mosfellsbæ sunnudaginn 1. október Sunnudaginn 1. október frá klukkan 12-14 verður opið hús og kynning á starfi Rauða krossins í Mosfellsbæ í húsnæði deildarinnar, Þverholti 7. Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ

Súpa og brauð og heitt á könnunni. Allir velkomnir

Heilsuvin í Mosfellsbæ

heilsuvin í mosfellsbæ óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra í allt að 50% starf Heilsuvin í Mosfellsbæ er hlutafélag í eigu fyrirtækja og einstaklinga í heilsuþjónustu í Mosfellsbæ. Starf framkvæmdastjóra felur í sér almennt utanumhald um starf klasans, kynningarog markaðsstarf, öflun nýrra hluthafa fyrir

Aðsendar greinar -

25


Heilsumolar Gaua

Skartgripasala til styrktar Reykjadal Neil Warnock

É

g las viðtal á fotbolti.net um daginn við Neil Warnock, knattspyrnustjóra Cardiff, liðsins sem Aron Einar fyrirliði íslenska landsliðsiðsins spilar með dags daglega. Neil er grjótharður og hefur alltaf verið, þess vegna var einmitt mjög áhugavert að lesa þetta viðtal. Þar sagði kappinn að hann hefði engan áhuga á að stýra liði í ensku úrvalsdeildinni (Cardiff er í næstefstu deild), pressan þar væri ómanneskjuleg. Hann sagði að aðrir hlutir væru mikilvægari, til dæmis heilsan og fjölskyldulífið.

É

g er sammála Neil Warnock. Við verðum að passa okkur á að láta ekki vinnu og verkefni taka allan okkar tíma og láta fjölskylduna, vinina og heilsuna mæta afgangi. Það gengur bara ekki upp til lengdar, eitthvað mun undan láta. Heilsan, fjölskyldan og/eða vinnan.

É

g er undanfarið búinn að vera að ræða við fólk sem vinnur mjög mikið. Fólk sem er nánast í vinnunni allan sólarhringinn, alla daga, og finnst það næstum því bara vera allt í lagi. Af því álagið sé svo mikið og það þurfi að klára verkefnin. Annars liggi verkefnin bara ókláruð. Og, stundum líka, af því það fær svo há laun. Því hærri laun, því meiri pressa. Alveg eins og í enska fótboltanum. Launin eru hæst í úrvalsdeildinni.

F

ólk sem er á mjög háum launum á erfitt með að segja nei þegar vinnuveitandinn hringir á miðnætti á laugardagskvöldi og pantar skýrslu sem verði að vera tilbúin snemma á mánudagsmorgni. Þá er bæði svefn og samvera með fjölskyldunni sett í annað sæti. Vinnan alltaf í það fyrsta. Sama hvað.

H

amingjan felst ekki alltaf í hærri launum. Stundum er betra að hafa lægri laun og meiri lausan tíma. Hafa lífið í betra jafnvægi. Endum þetta á beinni tilvitnun í Neil, nýja besta vin minn: „Þú getur ekki sett verðmiða á góða heilsu, hamingju og fjölskyldu. Sama hver þú ert.“

Guðjón Svansson

gudjon@kettlebells.is

www.fastmos.is 26

- Heilsa

Skartgripasala var haldin í Álafosskvosinni á meðan hátíðin Í túninu heima stóð yfir. Þar seldu þær Katla Birgisdóttir og Kolbrún Una Einarsdóttir skartgripi til styrktar sumarbúðunum í Reykjadal. Skartgripina hönnuðu þær og bjuggu til sjálfar en alls söfnuðust 8.600 kr. Á myndinni má sjá þær stöllur afhenda Vilmundi Gíslasyni, framkvæmdastjóra Æfingarstöðvarinnar peninginn.

katla og kolbrún una afhenDa afraksturinn


Þjónusta við mosfellinga Sveinn Matthíasson [...] Ég neita því alfarið að ég hafi ritað meðmælabréf fyrir Hjalta Sigurjón vegna umsóknar hans um uppreist æru og mér þykir miður hvernig sumir fjölmiðlar hafa reynt að bendla mig við þetta mál og svert æru mína í kjölfarið. Er það ósk mín að þessi yfirlýsing hreinsi nafn mitt og fer ég þess á leit við fjölmiðla, almenning og stjórnvöld að ég verði ekki frekar bendlaður við þetta mál. Sveinn Eyjólfur Matthíasson 18. sept

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ 6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ

6S§BSIPMU.PTGFMMTCS4ÓNJ

FÓTAAÐGERÐASTOFA MOSFELLSBÆJAR Þverholti 3 - Sími: 566-6612

Allar almennar bílaviðgerðir

Jóhann Þór Jóhannesson Næsta stopp KALEO + Rolling stones 12. sept

Völuteigi 27, 270 Mosfellsbæ Símar: 537 0230 - 693 8164 • bvo1944@gmail.com

GÓÐIR MENN EHF

Geirarður Long Ég er sonur barnabarn bróðir eiginmaður faðir frændi mágur svili vinur og ýmislegt fleira. En nú fæ ég að verða AFI í mars. Það verður eitthvað! 24. sept Jóhannes Jónsson Pæling dagsins! Ef Framfarafélag Sigmundar Davíðs væri sameinað Samvinnuflokknum... myndi þá nýi flokkurinn þá heita Samfaraflokkurinn? 24. sept Ólína Kristín Margeirsdottir 19. Sept.. Kaleo.....fundum miða í dag á netinu og skelltum okkur á aðra tónleika í þessari ferð....KALEO stóðst sko undir væntingum ...vá þeir voru geggjaðir og stemmingin í húsinu var svakaleg..... auðvitað náðum við að kalla til þeirra að það væru Mosfellingar í húsinu og þeir voru ánægðir með að heyra í okkur....Mér finnst æðislegt hvað þeir halda í Íslendingin og eru með risa mynd af Íslandi í bakgrunn og á sviðinu .... og hvað þá að syngja lag á íslensku....Þetta var bara æði.... 21. sept 

verslum í heimabyggð

Rafverktakar GSM: 820-5900

• nýlagnir • viðgerðir • • hönnun og uppsetning á öryggiskerfum • síma og tölvulagnir

Löggilturrafverktaki

MG Lögmenn ehf. Almenn lögfræðiráðgjöf Innheimtumál - Slysamál - Skilnaðarmál Erfðamál - Skipti dánarbúa Persónuleg þjónusta Margrét Guðjónsdóttir hdl. Háholti 14 - Sími 588 1400 - mglogmenn@mglogmenn.is - www.mglogmenn.is

H Á R O G S N Y R T I S T O FA Fossaleyni 1 | Egilshöll | 571-6111

Þú finnur öll blöðin á netinu w w w. m o s f e l l i n g u r . i s

Tek að mér alla krana- og krabbavinnu Útvega allt jarðefni Vörubíll Þ.B.

Klapparhlíð 10 Þorsteinn 822-7142

a

www.arioddsson.is

MÚRVERK - FLÍSALAGNIR - ALMENN VIÐHALDSVINNA FAGMENNSKA Í FYRIRRÚMI Háholti 14 • 270 Mosfellsbæ • arioddsson@arioddsson.is Símar: 895-0383 / 867-7704 / 564-4070

Þjónustuauglýsing í mosfellingi kr. 5.000 + vsk.* nafnspjaldastærð = 97 x 52 mm *Miðast við 5 birtingar eða fleiri - mosfellingur@mosfellingur.is

Þjónusta við Mosfellinga -

27


Heyrst hefur... Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

...að fimm manns úr stjórn Framsóknarfélags Mosfellsbæjar hafi sagt skilið við flokkinn eftir atburði síðustu daga.

Sendið okkur myndir af nýjum Mos­fell­ingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is

...að hinar árlegu hestaréttir á Reykjum fari fram laugardaginn 21. október. ...að verið sé að leggja lokahönd á bók um Alla Rúts sem kemur út fyrir jólin. ...tvíburarnir Guðmundur og Guðbjörn séu að undirbúa kúrekapartý aldarinnar í nóvember í tilefni af samtals 50 ára afmæli þeirra bræðra. ...að Aldís Stefáns, sem hefur verið staðgengill bæjarstjóra síðustu ár, sé hætt hjá Mosfellsbæ. ...að Fálkarnir séu á leið til Munchen á Oktoberfest um helgina.

Þessi prinsessa heitir Karen Lilja. Hún kom í heiminn 13. október, fæddist 3.605 gr og 50 sm. Foreldrar hennar eru Árni Geir Valgeirsson og Sigríður Ólöf Árnadóttir. Hún á tvö eldri systkini, Kára og Þórdísi Lilju.

...að dularfull flautuhljóð heyrist í Helgafellshverfinu íbúum til ama. ...að Jón Jósef sé ennþá skráður varabæjarfulltrúi Íbúahreyfingarinnar og fái laun sem slíkur í óþökk forystunnar.

Arnar Máni fæddist þann 15. ágúst kl. 01:30. Hann vó 4.300 gr og er 52 cm á lengd. Foreldrar eru Jóhann Óskar Ragnarsson og Jóhanna Guðrún Gunnarsdóttir.

hlutavelta

...að búið sé að afnema hægrirétt á öllum götum í Krikahverfi. ...að Diddú og Keli séu orðin amma og afi. ...að verið sé að leggja nýtt gervigras á stóra völlinn að Varmá. ...að hrútasýningin í Kjósinni verði haldin á Kiðafelli 17. október. ...að verið sé að undirbúa jólahlaðborð í íþróttamiðstöðinni Kletti þar sem Mosfellingar geti notið. ...að Finnur Bjarni hafi farið holu í höggi í Tyrklandi

Ásta, Jökull Nói, Guðrún Margrét, Ísold Emma og Arna Sigurlaug sem eru í 4.-7. bekk í Varmárskóla komu í dag færandi hendi til Rauða krossins í Mosfellsbæ. Þau höfðu safnað fé með tombólu, söfnun í heimahús og með því að safna dósum og var afraksturinn 28.298 krónur. Stuðningur tombólubarna er ákaflega mikils virði og fara peningar sem þannig safnast til að styrkja hjálparstarf fyrir börn. Rauði krossinn þakkar þessum ungu sjálfboðaliðum fyrir dugnaðinn.

...að hanarnir á Suður-Reykjum hafi unnið í Hæstarétti og fái því að lifa áfram góðu lífi hjá arfasölunum. ... að taekwondodeild Aftureldingar bjóði upp á ókeypis sjálfs­varnarnámskeið fyrir konur. ...að Listapúkinn Þórir hafi styrkt Á allra vörum um 200.000 kr.

Í eldhúsinu

...að Karen Gústavs og Haukur Ingi eigi von á barni. ...að Lilja Dís hafi tekið þátt í Miss Universe Iceland 2017.

...að Anton Ari hafi orðið Íslands­meistari í knattspyrnu með Val. ...að Bubbi Morthens hafi spilað fyrir fullri Lágafellskirkju á laugardaginn. ...að búið sé að opna Ungmennahús Mosfellsbæjar í framhaldsskólanum og verði fyrsti viðburður þar haldinn 4. okt., lasertag og grill. ...að búið sé að ráða Arnar Hallsson sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu. ...að hin árlega hrossakjötsveisla 8-villtra verði haldin í Harðarbóli 7. október. ...að sýningin „Allt önnur Ella“ verði frumsýnd í Bæjarleikhúsinu á föstudaginn.

mosfellingur@mosfellingur.is

Gúllassúpa Sonja og Ingvi eru miklir matgæðingar og deila að þessu sinni uppskrift með Mosfellingum. Uppskriftin er að gómsætri og matarmikilli gúllassúpu sem passar einstaklega vel á þessum árstíma. Gúllassúpa • 700 gr nautagúllas • 2 laukar • 4 hvítlauksrif • 2 msk paprikuduft • 1 1/2 l vatn • 2 msk grænmetiskraftur • 1 tsk kúmenfræ • 2 tsk meiran krydd • 700 gr kartöflur (8 meðalstórar)

hjá Sonju og Ingva • 3 gulrætur • 2 rauðar paprikur • 1 dós niðursoðnir tómatar

- Heyrst hefur...

og Nú er bæjarhátiðin okkar nýliðin f mikið var þar um afþreyingu. Allta aldfyrir vað eitth a vant t sam mér st finn ðin iðstö gsm Féla ára. 0 urshópinn 16-2 svo Bólið hélt ball fyrir 8.-10. bekk og og ára 20 fyrir l abal Pall hélt bærinn a Ungeldri. En nú er nýlega búið að opn t ung sem þar bæ, fells Mos í ús mennah sér nýtt r getu ára 5 fólk á aldrinum 16-2 a aðstöðu og fengið aðstoð við að kom . færi fram á m hugmyndum sínu einÉg vona að þetta verði til þess að þennan fyrir i boð í i verð r urðu viðb hver a aldurshóp í kringum bæjarhátíðin namen Ung ð kmi mar sem þar ar, okk fyrir hússins er að skipuleggja viðburði fellsungt fólk. Það er frábært að Mos er bær hafi opnað Ungmennahús, það að. eitthvað sem okkur hefur alltaf vant eit, msv hljó að stofn r getu fólk t Ung í hug leikhóp eða hvað sem því dettur naog fengið að nota aðstöðu Ungmen ka ulei mög la mik ar opn a hússins. Þett dum hjá ungu fólki við að koma hugmyn ur sínum í framkvæmd. Nú þarf mað maður ekki bara að hugsa heldur getur líka framkvæmt. gt Mosfellsbær á til dæmis mjög mar því ar fjölg vill til ef , fólk flott tónlistar sér núna þegar unga fólkið getur nýtt sig æfa að til ns ússi nah men Ung aðstöðu og hittast. a Ungmennahúsið verður með opn að r þýði sem áð, fundi og opið húsr allir sem vilja og hafa áhuga á geta tar og mætt á þann fund sem þeim hen r líka haft áhrif. Ungmennahúsið hefu inu nafn ir und u k-síð boo Face stofnað þar er Ungmennahús Mosfellsbæjar og í gangi hægt að fylgjast með því sem er hverju sinni. ns Fyrsti viðburður Ungmennahússi lasertag verður 4. október, farið verður í lanog grillað saman í Framhaldsskó sig á um í Mosfellsbæ. Hægt er að skrá ns. Allir ússi nah men Ung u k-síð boo Face þeim á aldrinum 16-25 eru velkomnir, ur að að kostnaðarlausu. Gaman verð hvernig fylgjast með Ungmennahúsinu, fólkið það þróast og hvernig við, unga þróumst með.

Aðferð: Steikið kjötið í olíu ásamt söxuðum lauk og hvítlauk. Stráið papriku­dufti yfir og bætið vatni, grænmetis­k rafti, kúmeni og meirani út í pottinn og látið sjóða við vægan hita í 40 mín. Bætið flysjuðum karftöflum, gulrótar- og paprikubitum og tómötum út í pottinn og látið sjóða í 30 mín. í viðbót. Smakkið og bætið við kryddi ef með þarf. Berið fram með súrdeigsbrauði.

Sonja og Ingvi skora á Catherine og Hafliða að deila næstu uppskrift með Mosfellingum

28

Ungmennahús Mosfellsbæjar

Emma Íren


smá

Þjónusta við mosfellinga

auglýsingar

Snyrti-, nudd- & fótaaðgerðastofan

Líkami og sál

Týndur köttur Læðan mín er farin á flakk og hefur ekki skilað sér frá því 20. september. Hún býr í Reykjahverfi. Ljósbrún en ekki með ól. Ef einhver hefur orðið hennar var væri ég til að heyra í viðkomandi. Sólveig s. 695-5578.

verslum í heimabyggð

Bíldshöfða 14 | Reykjavík | s. 520 3200

www.artpro.is

Þverholti 11 - s. 566 6307 www.likamiogsal.is

Verið hjartanlega velkomin!

Smáauglýsingarnar eru fríar fyrir einstaklinga mosfellingur@mosfellingur.is

www.malbika.is - sími 864-1220

Þú getur auglýst

frítt (...allt að 50 orð)

Meindýraeyðing - Myglusveppur - Uppsetning gæðakerfa Cultus ehf. býður upp á alla þjónustu á meindýravörnum og meindýraeyðingu fyrir fyrirtæki, einstaklinga og húsfélög sem og þjónustu við að finna og greina myglusvepp. Cultus ehf. tekur einnig að sér uppsetningu á gæðakerfum fyrir lítil og stór fyrirtæki. Áratuga löng reynsla. Uppl. gefur Jóhann Þór Ragnarsson í s. 780-4481 eða johannragn@gmail.com

Sendu okkur þína smáauglýsingu í gegnum tölvupóst: mosfellingur@mosfellingur.is

MOSFELLINGUR

Vespu-, bifhjóla-, og bílpróf Annast akstursmat og sé um hæfnispróf fyrir þá sem hafa gleymt að endurnýja.

kemur næst út 19. okt. Skilafrestur fyrir efni og auglýsingar er til hádegis 16. okt.

Bílapartar ehf ehf Bílapartar ehf Bílapartar Notaðir TOYOTA varahlutir

Notaðir TOYOTA varahlutir Notaðir TOYOTA varahlutir

Sími: 587 7659 Sími: 587 7659

Sími: 587 7659

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is www.bilapartar.is

Grænumýri 3 | 270 Mosfellsbæ www.bilapartar.is

GLERTÆKNI ehf Skýja luktirnar

fást í

Bymos

Völuteigi 21

- gler í alla glugga s . 5 6 6 - 8 8 8 8 • w w w . g l e r ta e k n i . i s

www.bmarkan.is

Opnunartími sundlauga Lágafellslaug

Virkir dagar: 06:30 - 21:30 Helgar: 08:00 - 19:00

Varmárlaug

Virkir dagar: 06:30-08:00 og 15:00-21:00 Laugard. kl. 08:00-17:00 og sunnud. kl. 08:00-16:00

Þjónusta við Mosfellinga -

29


w

Hvernig ræktar þú heilsuna?

Stuð í Skálahlíðinni Brúðarvöndurin

n klár

Afmælissystur

#mosfellingur

Á vaktinni í Álafossk vos

Gæsapar tý Í túninu heima

Tjúttað á torginu

Rigning og rok

Skvísurnar úr lofti

Frikki: Ég fer í bolta með félögunum. Sendið okkur endilega myndir - mosfellingur@mosfellingur.is

x Hitað upp fyrir Stones

Brúðhjónin Villý og Palli

Íris og Óli í hnapph

Sandor: Ég hreyfi mig ekki mikið.

Brjálað stuð í Berlín

Lax og aftur lax

Vinirnir fagna bikarnum

elduna

Kjúllarnir skoruðu allir

mma

Maríus: Ég hjóla stundum á milli Mosó og Árbæjar.

Gulli kokkur

Monica: Ég stunda klifur og finnst það mjög gaman.

Bjarki Eyþórsson (20) Vann sinn fyrsta mma bardaga í 1. lotu

Kim Jong-un

Kristinn: Hvað sýnist þér?

Hárstofan Sprey Háholt 14 - s. 517 6677 steini: Með því að fara í langa sturtu.

30

- Hverjir voru hvar?


2017

m

201

6


Sími:

586 8080 fastmos.is

MOSFELLINGUR

Kjarna Þverholti 2

Sími: 534 3424

www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is

Múlalundur Glæsileg ritfangaverslun í Mosfellsbæ - kíktu við, þá vinna allir!

vinnustofa SÍBS við Reykjalund, Mosfellsbæ www.mulalundur.is

Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur

vinsæll reiðskóli Hestamannafélagið Hörður er fyrsta félagið á Íslandi sem býður upp á reiðnámskeið fyrir fatlaða. Námskeiðin hafa verið starfrækt með miklum myndarbrag í samstarfi við Hestamennt frá árinu 2010. Mosfellingar blésu til kynningarfundar á starfseminni þar sem forseti Íslands var heiðursgestur. Skorað er á fleiri hestamannafélög að fylgja í kjölfarið og byggja upp aðstöðu fyrir þetta mikilvæga starf.

Mynd/Hilmar

Mikil sala - Vantar eignir - verðmetum Pétur Pétursson löggiltur fasteignasali 897-0047

Daniel G. Björnsson löggiltur leigumiðlari

Þjónusta við ár í 27 Mosfellinga

Stefán Bjarki Ólafsson löggiltur fasteignasali

LD SE

588

Nýtt í sölu Vel staðsett 76 fm. endaraðhús við Grundartanga í Mosfellsbæ. Parket og flisar á gólfum. Tvö rúmgóð svefnherbergi. Geymsluloft yfir íbúð. útgegng í góðan garð. 6 fm. gróðurhús í garði. Rólegt og fallegt hverfi. Laus fljótlega.

Háholt 14, 2. hæð

Opið virka

588 55 30 Bergholt

Fellsás

S

Grundartangi

Netfang: berg@

Pétur

Löggiltur fasteig

Esjugrund á Kjalarnesi

Mjög vandað 184 fm. einbýli við eina fallegustu götu Mosfellsbæjar. 4 svefnherbergi. 2 baðherbergi/snyrtingar. Björt stofa með arni. Stór bilskúr með geymslu inn af. Fallegur garður. Gróið hverfi. Nýtt K gler í öllum gluggum og nýr þakkantur.

Bergholt

Lágholt

Glæsilegt tveggja hæða 185 fm. parhús á einstökum útsýnisstað. Vönduð gólfefni og innréttingar. Fallegt eldhús með vönduðum eldhústækjum. Sólpallur með skjólveggjum. Verð: 71,9 m. Óbyggt svæði aftan við hús. Stór bakgarður.

Esjugrund á Kjalarnesi

Nýtt í sölu. Mjög fallegt 200 fm. einbýli við Lágholt í Mosfellsbæ. Nýlegt eldhús. Flísar á eldhúsi og stofu . Upptekin loft í stofu. Gestasnyrting og gott baðherbergi. 4 svefnherbergi. Glæsilegur sólskáli með arni. Afar vel staðsett 139 fm. einbýliGóður á flottum útsýnisstað. Fjaran neðan frágangur. Einstaklega fallegur garður.lóðar. Húsið er með 3 svefnherbergjum og 32 fm.Þetta bílskúr. Stór garður suður. Flott umhverfi. Heitur pottur. er hugguleg eign viðí rólega Fjaran og gönguleiðir í nágrenni.lokaða götu. Skóli, íþróttaaðstaða og hestavöllur í göngu færi.

Fellsás

Veghús

Nýtt í sölu. Mjög glæsilegt 286 fm. einbýli á þremur pöllum. Tvíbreiður bílskúr með geymslulofti. 5 herbergi. Arin í stofu og stórkostlegt útsýni til Esjunnar og snæfellsjökuls. Lóðin er 1600 fm. Með trjám og runnum. Þetta er einstaklega smekklegt og vel hannað hús. Eign fyrir vandláta. V. 52,9 m.

B e rg f a s t e i g n a s a l a s t o f n u ð 1 9 8 9

Flott parhús á tveimur hæðum, 178 fm. Gott skipulag. Stór sólpallur með skjól­veggjum. Húsið stendur á skjólgóðum stað innst í götu. Fjölskylduhús og stutt í skóla.

Stór og vel staðsett 159 fm. íbúð á tveimur hæðum við Veghús. 4 svefnherbergi, parket á gólfum. Laus strax. Verð: 48 m.

Opið virka daga frá kl. 9-18 • Netfang: berg@berg.is • www.berg.is • Berg fasteignasala stofnuð 1989

12. tbl. 2017  

Bæjarblaðið Mosfellingur. 12. tbl. 16. árg. Fimmtudagur 28. september 2017. Dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki í Mosfellsbæ, á Kjal...

Advertisement