10. tbl. 2019 - Hátíðarblað

Page 38

Uppskeruhátíð Sumarlestrar 2019 í Bókasafni Mosfellsbæjar fimmtudaginn 5. september kl. 16.30-18.00

Listasalur Mosfellsbæjar

Litríkur lopi Margmenni var við opnun sýningar Gerðar Guðmundsdóttur Skynjun – Má snerta í Listasal Mosfellsbæjar 16. ágúst sl. Á sýningunni eru textílverk gerð úr íslenskri ull og er leikgleðin og litadýrðin í forgrunni. Sýningin er hönnuð með þarfir blindra og sjónskertra í huga. Heiti verka og texti um sýninguna er á blindraletri, notast er við andstæða og bjarta liti og síðast en

ekki síst má upplifa öll verkin með snertingu. Ljóst var strax á fyrstu dögum sýningarinnar að börn hafa sérstaklega gaman af verkunum og kunna að meta að mega snerta þau. Við hvetjum fólk til að láta þessa litríku og glaðlegu sýningu ekki fram hjá sér fara. Opið er kl. 12-18 á virkum dögum og kl. 1216 á laugardögum. Síðasti sýningardagur er 13. september.

Happdrætti og veitingar Sirkus Íslands verður með sirkussmiðju á torginu Hlökkum til að sjá ykkur!

Bókasafn Mosfellsbæjar

byg g i n g a f é l ag i ð

Viltu láta gott af þér leiða til umhverfis- og innflytjendamála? Rauði krossinn í Mosfellsbæ óskar eftir sjálfboðaliðum til að sinna skiptifatamarkaði, námsaðstoð barna og innflytjendaverkefnum. Fyrir frekari upplýsingar hafðu samband í síma 898-6065 eða í moso@redcross.is. Við erum einnig á Facebook! Sjálfboðaliðar Rauða krossins fá einstakt tækifæri til að kynnast alþjóðlegu hjálparstarfi og láta gott af sér leiða í nærumhverfinu á sama tíma.

38

- Fréttir úr bæjarlífinu


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.