Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! | Vatnsdropinn

Page 1

Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli!

19.06.2021 31. 10.2021

T ERDROP S DROPINN

WATEWRORKS

THEWA VATN


The sea is full of kind creatures. The sea is full of trash! IS

Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! er fyrsta sýning Vatnsdropaverkefnisins. Í Vatnsdropanum er lögð áhersla á að skapa menningardagskrá með börnum og fyrir börn. Vatnsdropinn er umfangsmesta menningarverkefni síðustu ára sem Kópavogsbær á frumkvæðið að og er unninn í samvinnu við H. C. Andersen safnið í Danmörku, Múmínsafnið í Finnlandi og Ilon’s Wonderland safnið í Eistlandi. Vatnsdropinn er ­þriggja ára alþjóðlegt verkefni þar sem fléttast saman myndlist, ­menninga­rar­­fur, bókmenntir, náttúruvísindi, margmiðlun og menntunar­gildi. Verkefnið er stutt af Erasmus+, Barnamenningarsjóði Íslands, Norræna menningarsjóðnum, Nordplus og lista- og menningarráði Kópavogsbæjar. The sea is full of kind creatures. The sea is full of trash! is the first exhibition of The Water Drop project. The project puts a focus on creating cultural programming with and for children. The Water Drop is conceived by Culture Houses of Kópavogur in Iceland, H. C. Andersen Museum in Denmark, Moomin Museum in Finland and Ilon’s Wonderland in Estonia. The project is realised over a three-year-period with an international array of col­la­borators including cultural institutions, museums, libraries, schools and indepen­dent cultural practitioners. The project is made possible by the generous support of: Erasmus+, Children’s Culture Fund of Iceland, Kópavogur Art & Culture Fund, Nordic Culture Fund and Nordplus.

ENG


ea

r

of f

ea c

s h o t h e r ’s a r m

an

d

a gh at e a op m as i c r o sc h a nd s din o s, dd re ow lo eat u r cr c o k ing d an g pl in a p tef m u s l le of l ju g fa l s s h r im p s, a w eir i tho th u ter t t h t af e l e ast d ye m e r c y, a n

h

io

n

th

s

f y ou

o lo

k

th

r

u n ev e r c

g u th pon ea c h o

ey

o

ul

n g le d r

o

yo

o t ll ,y i r e d p o w im f d i t c h w a t te r. T y e a ag h w tt i n e dwelled in a th s e re a r e t h ese l tu ittl a e c re

o u u w ill he y e d o le n e a ho ho t u s w a lo o k unl i k e ot

si

uc

I

.S r e

pp l ook merry an d h a

ie of

rc

y.

„Þú kannast eflaust við stækkunargler, svona gler sem er kringlótt eins og það sem er í gleraugum, sem gerir allt hundrað sinnum stærra en það er? Ef maður horfir í gegnum það á vatnsdropa úr tjörninni sér maður mörgþúsund undarleg dýr sem maður kemur annars aldrei auga á í vatninu, en eru þar samt í raun og veru. Þetta líkist einna helst fullum diski af iðandi og gráðugum rækjum sem tæta arma og skanka, enda og kanta hver af annarri, en eru samt svo glaðar og ánægðar á sinn hátt.“ Úr Vatnsdropanum eftir H. C. Andersen í þýðingu Þórarins Eldjárns / Quote from The Water Drop by H. C. Andersen


Background

EWATE

Verkefnið hófst í ársbyrjun 2019 þegar Kópavogsbær hóf samtal við H. C. ­Andersen safnið í Óðinsvéum og Múmínsafnið í Tampere um mögulegt samstarf. Eftir að IIon’s Wonderland safnið bættist í hópinn varð Vatnsdropinn til. Um er að ræða þriggja ára menningarverkefni sem er ætlað að tengja höfundarverk norrænu höfundanna Astrid Lindgren, H. C. Andersen og Tove Jansson við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna með listsýningum og viðburðahaldi. Út frá þeirri hugmynd var þróuð ný aðferðafræði sem ætlað er að styðja við skapandi og sjálfstæða hugsun barna og fela þeim ábyrgð er varðar stefnumótun í menningu, listum og umhverfismálum. Fyrsti áfangi Vatnsdropans, Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli!, hefur nú litið dagsins ljós í Gerðarsafni með sýningu sem ungir sýningarstjórar stýra en hópinn skipa þrettán börn frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi. Á sýningunni getur að líta verk sem börnin hafa valið frá H. C. Andersen safninu, Múmínsafninu og Ilon’s Wonderland. Verkin má með einum eða öðrum hætti tengja fjórtánda heimsmarkmiði Sameinuðu þjóðanna, Lífi í vatni.

R DROP

TH

Forsagan

In 2019, Culture Houses of Kópavogur (IS), H. C. Andersen Museum (DK) and Moomin Museum (FI) joined forces for a project connecting the classics of Nordic children’s literature with the UN Sustainable Development Goals. Soon after, Ilon’s Wonderland (EE) joined the partnership, and The Water Drop was born, focusing on the literature of Astrid Lindgren, H. C. Andersen and Tove Jansson. The goal was to carve new ways of working with and for children while putting a bigger focus on social equality and climate justice. The first milestone of The Water Drop is now being unveiled in Gerðarsafn Kópavogur Art Museum. The exhibition The sea is full of kind creatures. The sea is full of trash! is curated by 13 children from the four partner countries of Iceland, Denmark, Finland and Estonia. For the exhibition, the children have selected works from the collections of the partner museums that connect to the 14th Sustainable Development Goal of the UN: Life Below Water.


In light of the global pandemic, participants and facilitators had to use creative methods in working together across the Nordic region to realise the beginning stages of The Water Drop. The sea is full of kind creatures. The sea is full of trash! is the first exhibition in a series of three. The Water Drop also includes an ongoing public program and more activities to follow in the next few years. In autumn of 2021, another Open Call for the Young Curators will launch, making it possible for more kids to join the project. We hope you enjoy the first-ever exhibition to be curated by 13 young children from across the Nordic region. We also hope that the children’s perspective on the important issues of our time will open up new conversations with your family and friends.

RO SD P

THE W

VATN

N IN

VATN

P RO

DRO S N

NN

ROPI D S

R ATE D

N PIN

VAT

WATER

DROP

THE

Þessi fyrsti áfangi var unninn við óvenjulegar kringumstæður í ljósi heimsfaraldurs sem aftur krafðist þess að ungu sýningarstjórarnir og aðrir sem að sýningunni komu þurftu að leita skapandi og nýrra leiða til að vinna saman, þvert á landamæri. Sjórinn er fullur af góðum verum. Sjórinn er fullur af rusli! er fyrsta sýningin af þremur. Samhliða sýningunni verða starfræktar vinnusmiðjur fyrir börn og unnið með grunnskólabörnum að verkefnum tengdum sýningunni. Í haust verður auglýst eftir nýjum ungum sýningarstjórum til að vinna að næstu sýningu og munu þeir móta verkefnið með sinni sýn og áherslum. Við vonum að þið njótið þessarar fyrstu sýningar þrettán ungra sýningarstjóra og að hún verði hvatning til umræðna og skoðanaskipta á milli fjölskyldna og vina.


YOUNG

ATO

CUR

tir t ó d s n r IS ristín Sveinbjö tir Fjóla K a Sigríðardót ó Freyja L ic Íva Joviss Lóa Aria a Tómasdóttir n Vigdís U

EE

Elsa Johan n Moona Oja a Talvistu soo

SÝNINGA


2021

ORS

FI

Ines Vä Maisa änänen K Minea iviniitty Engma n

ensen r ø S k bæ s r a j H rsen e Kirstin Aagaard Ande Mathilde enfeldt Lacy s Olivia Ro

DK

R

UNGI ARSTJÓRAR


Hvað myndir þú gera til að leysa vanda sjávarins?

What would you do to solve the threats to the ocean?

Hugleiðing ungra sýningarstjóra

A Statement by the Young Curators

Stundum hugsum við um hvernig heimurinn væri ef það væri ekkert haf og hvort heimurinn muni farast ef við höldum áfram að fara svona illa með plánetuna. Við hugsum líka oft með sjálfum okkur hvað við getum gert til að bjarga heiminum. Okkur langar að allir séu sammála um að við öll skiptum máli og sjórinn skipti rosalega miklu máli. Ef við værum ekki með sjó myndum við öll deyja. Ef við veiddum alla fiskana og misstum þá úr sjónum væri það hræðilegt og við fengjum aldrei aftur fisk. Við þurfum fisk en fiskurinn þarf líka að fá að lifa af svo við þurfum að passa upp á jafnvægið. Við ættum að hætta að veiða hvali og ofveiða fisk í höfum, hætta að henda ruslinu út um allt sem fýkur svo í sjóinn, byggja upp umhverfisvænni skipaflota og banna að rusl sé losað í sjóinn. Við ættum að klára matinn sem við fáum á diskinn okkar og henda minna af mat. Við þurfum líka að passa hvað fer ofan í klósettið! Við ættum að tína rusl eftir okkur þegar við sjáum það svo það endi ekki í sjónum. Við gætum í raun keypt minna drasl til að byrja með og flokkað!

Sometimes we think about what the world would be like if there was no ocean, and if the world will end if we continue to treat our planet so badly. And we often think to ourselves, what can we do to save it? We want everyone to agree that we all matter and that the ocean matters. If we didn’t have the ocean we would all die. If we catch all the fish in the sea it would be terrible, and we’d never get fish again. We need fish but the fish then also needs to be able to survive, so we need to watch the balance between us and the fish. We need to stop killing whales and overfishing, stop throwing trash everywhere that the wind just blows into the sea, and stop using oil to fuel our ships. We should also ban trash being dumped into the ocean. We should finish the food on our plates and throw less food in the trash. We need to be careful what we throw in the toilet as well! We should also pick trash up off the ground and around us so it doesn’t end up in the sea. Actually, just buy less crap to begin with and recycle!


In The Water Drop the children are in charge !


Söngur hafsins sunginn af börnunum

The song of the sea, as sung by the children

Hugleiðing Chus Martinez

A Comment on the Exhibition by Chus Martinez

Sýningin byggir á nýjum hugsunarhætti og vinnuaðferðum við gerð listsýninga og endurspeglar einstaka samvinnu barna á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi og Eistlandi. Hér beina börnin sjónum sínum að hafinu og hvernig tengja megi uppáhalds sögupersónur þeirra við málefni hafsins. Þessi fallegi ungi sýningarstjórahópur hefur, ásamt fræðslufulltrúateymi safnanna, hugleitt hvaða lausnir séu í sjónmáli þegar kemur að vanda hafsins. Börnin völdu verkin á sýninguna, ákváðu heiti sýningarinnar og þau skapa sýninguna í sameiningu. Hverjar voru forsendur sýningarinnar? Að bjóða sögupersónum höfundanna Astrid Lindgren, H. C. Andersen og Tove Jansson í nútímalegt samtal um hafið. Ef við ímyndum okkur að við getum talað við náttúruna getum við allt eins boðið sögupersónum að taka þátt í því samtali. Skáldskapur, sögur og ímyndunarafl eru aðferðirnar sem við munum nýta okkur í framtíðinni til að umbreyta samskiptum mannsins við náttúruna. Um hvað snýst sýningin? Hún snýst um að skapa rými þar sem við uppgötvum hvernig hægt er að hlúa að lífríki sjávar og sporna gegn háskanum sem mannlegar gjörðir leiða af sér, hvernig sígildar bókmenntir geta orðið aflvaki breytinga og aðgerða. Í þessu rými eigum við stefnumót við myndverk, eftirprentanir og frumgerðir, af persónum úr sígildum barnabókmenntum. Hér renna saman skáldsagnapersónur, börn og fullorðnir.

The exhibition inaugurates a new way of thinking about and working on exhibitions. It is the expression of a unique collaboration between children from Iceland, Denmark, ­Finland and Estonia on the question of how to reflect on the ocean and how to engage their beloved children’s book charac­ters in this conversation. This beautiful council of children making up the Young Curators, together with a team of educators from the different institutions, has been reflecting on the ocean’s problems, and the solutions they envision. They decided on the works shown and on the title of the exhibition, and they co-create its form. What were the premises of this show? Bringing the characters of the books by our beloved Astrid Lindgren, H. C. Andersen and Tove Jansson, into a contemporary conversation on ocean literacy. Oh! How beautiful to imagine that if we can talk to nature, we may as well introduce those characters into this talk. Fiction, storytelling, imagination – these are the tools of a future transformation of human actions versus the planet. What is this exhibition about? This exhibition is about the creation of a room where we all can discover how the interest of the ocean life, the problems human action creates for other creatures, can be emphasized by introducing classic literature into our current conversatins and transforming it into direct action. Yes! This room is a parliament that reunites the portrayals of those children’s book characters – reproductions and beautiful originals – with our own presence. These three communities together – fictional characters, children and adults – may have the power to change our world for the better.


Salvador Dalí, Litla hafmeyjan [The Little Mermaid], 1967.

Svend Otto S., Án titils [untitled], ca. 1950.

Tove Jansson, Teikning fyrir myndlýsingu bókarinnar Vetur í Múmíndal [An illustration for the book Moominland Midwinter], 1961. Photo: Jari Kuusenaho, Moomin Museum (c) Moomin Characters TM.


Spurt og svarað

Q&A

Verkefnastjórar Vatnsdropans

The Water Drop Project Team

Af hverju var valið að vinna með sögur Astrid Lindgren, H. C. Andersen og Tove Jansson? Allir höfundarnir eru fulltrúar ­klassískrar norrænnar bókmenntahefðar sem börn jafnt sem fullorðnir hafa gaman af. Þó svo að þeir séu ólikir ríma gildi þeirra vel við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, gildi á borð við umhverfisvernd og jafnrétti. Þegar við hófum verkefnið áttuðum við okkur á því að gildin í sögunum (og teikningunum) eru mikilvægari en nokkru sinni áður í ljósi núverandi loftslagsvanda og hamfarahlýnunar.

Why did we choose to work with the storytelling of Astrid Lindgren, H. C. Andersen and Tove ­Jansson? The three writers represent classic Nordic literature that can be read by children and adults alike. Even though the three writers are in many ways different, one thing brings them together: their concern and focus on the environment and social justice. When starting out with this project, we realised that the values represented in these stories (and their illustrations) are more relevant than ever on the cusp of climate emergency.

Geta klassískar barnabókmenntir hvatt til nýrra aðferða og umræðna um félagslegar áskoranir eins og umhverfismál, jafnrétti og fjöl­ breytileika? Með því að samþætta listir, vísindi og umhverfi í eitt gagnvirkt verkefni er Vatnsdropanum ætlað að hvetja börn til samfélagsþátttöku og bregðast við stærstu spurningum samtímans. Kjarni verkefnisins snýst um unga sýningar­ stjóra en þar er grunnskólabörnum frá Íslandi, Danmörku, Finnlandi og Eistlandi ætlað að stýra viðburðahaldi og sýningum næstu þrjú árin.

Can classic children’s literature inspire a new way of thinking about contemporary social challenges like environmentalism, gender equality, and diversity? By combining arts, science and the environment into an interactive program, The Water Drop wants to empower children to engage with and act on the big questions of our time. At the heart of this is the Young Curators initiative, which invites school children from Iceland, Denmark, Finland and Estonia to co-curate our public program over the next three years.


Tove Jansson, Teikning fyrir myndlýsingu bókarinnar Halastjarnan [An illustration for the book Comet in Moominland], 1951. Photo: Jari Kuusenaho, Moomin Museum. (c) Moomin Characters TM

Tove Jansson, Teikning fyrir myndlýsingu bókarinnar Vetur í Múmíndal [An illustration for the book Moominland Midwinter], 1957. Photo: Jari Kuusenaho, Moomin Museum (c) Moomin Characters TM

Lorenz Frølich, Litla hafmeyjan [The Little Mermaid], ca. 1860


Hvað geri ég á sýningu sem þessari? Sýningunni er ætlað að efna til samtals á milli fjölskyldu og vina um hafið. Hér gefst færi á að taka ljósmyndir, ganga um rýmið, hreiðra um sig og segja sögur af hafinu. Það er svo hægt að koma aftur með öðrum vinum og halda samtalinu áfram. Hér er líka hægt að semja nýjar sögur, ný sönglög og nýja dansa. Í sumar verður svo hægt að fara í fjöruna og finna fyrir hafinu. Hvað ætlarðu að gera öðruvísi héðan í frá, hverju vilt þú deila með hafinu eftir að hafa upplifað sýninguna? Get ég tekið þátt í vinnusmiðjum eða öðrum viðburðum? Já, svo sannarlega. Fjölbreytt dagskrá verður kynnt á samfélagsmiðlum og heimasíðum og við vonumst til að sem flestir taki þátt. Börn og fullorðnir fá t.d. tækifæri til að semja nýjar sögur með uppáhalds persónunum sínum úr verkum rithöfundanna þriggja, fara í leiðangra út í náttúruna og skemmta sér. Hvaðan koma verkin sem Ungu sýningarstjórarnir völdu á sýninguna? Verkin voru fengin að láni frá samstarfs­söfnum Vatnsdropans, þ.e. H. C. Andersen safninu, IIon’s Wonderland og Múmínsafninu.

What should I do in an exhibition of this kind? This exhibition is intended to spark a conversation between family and friends about the ocean. Here you have the opportunity to take photographs, move around the space, sit down and tell your own stories about the ocean. You can then return to the exhibition and start new conversations. The exhibition may inspire you to invent new stories, write a song or create a dance. During summer, you might go to the coast and breath in the ocean. Here you can imagine what you will do differently from now on, what you will tell the ocean after this experience. Are there going to be workshops and other activities I can participate in? Yes, a full program will be announced and we hope you engage with our social media and participate. There will be opportunities to create new stories involving your favorite characters from the three writers, as well as expeditions in nature and many more fun activities for children and adults. Where do the works selected by the Young Curators come from? The works are lent to Gerðarsafn Kópavogur Art Museum from the partner museums: H. C. Andersen Museum, Ilon’s Wonderland and and Moomin Museum.


Munu börn stýra fleiri sýningum? Já! Þetta er fyrsta sýningin og á næstu tveimur árum verða fleiri sýningar. Næsta sýning verður unnin út frá fimmtánda heimsmarkmiði ­Sam­e­inuðu þjóðanna, Lífi á landi. Á heimasíðu Vatnsdropans er hægt að finna upplýsingar um hvernig maður getur orðið ungur sýningarstjóri. Hvernig voru ungu sýningarstjórarnir valdir? Þrettán börn á aldrinum 9 til 12 ára voru valin en öll sendu þau inn umsóknir á síðasta ári. Þau hafa frá upphafi 2021 tekið þátt í vinnu­ smiðjum í söfnunum (eða á netinu vegna reglna Almannavarna varðandi Covid-19). Hvernig unnu börnin sýninguna? Með ungum sýningarstjórum er verið að leggja grunn að nýrri aðferðafræði sem gerir börnum kleift að vera virkir sýningarstjórar og gerendur í mótun menningardagskrár og menningarviðburða fyrir börn. Við nýtum fjölbreytta þekkingu fræðslustjóra safnanna ásamt Open Questioning Mindset en sú aðferðafræði er grundvöllurinn að því hvernig við nálgumst börnin. Nálgunin miðar að því að börnin beiti sjálfstæðri hugsun, virki hæfileika sína og komi sköpunarverkum sínu á framfæri í menningarlegu umhverfi. Við munum halda áfram að þróa aðferðafræðina meðfram verkefninu næstu árin. Við trúum á börn og vonumst til að aðrar menningar- og menntastofnanir, ásamt söfnum, muni einnig nýta þessa aðferðafræði. Með það í huga munum við í lok verkefnisins kynna verkfærakistu hennar.

Are the children going to curate more exhibitions? Yes! This is the first exhibition and in the coming two years there will be additional exhibitions. In next year’s exhibition we move from the ocean to the land and focus on UN SDG 15: Life on Land. On our website you can find information about how to become a Young Curator. How did the Young Curators get selected? The thirteen children aged 9 to 12 were selected from an Open Call in the autumn of 2020. Since early 2021, the Young Curators have been taking part in local workshops in their respective museums (or online due to Covid-19 regulations). How did the children curate the exhibition? With the Young Curators panel we are developing a new methodology for children to be more involved in museum programming and shape the future of museums. We make use of the vast and diverse experience of educational staff at the partner museums as well as from the methodology Open Questioning Mindset. This allows children to be in charge and lead the way with their ideas. We will keep refining and developing the method as we develop the project in the next few years. We believe so much in the power of children’s imagination that we hope that other cultural and educational institutions, including museums, will try this methodology out. For this purpose we will publish an educational open source tool kit at the end of the project.


Ungir ­Sýningarstjórar

Young Curators

Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir er fædd 2009 og er í Vatnsenda­skóla. Hún elskar að spila fótbolta og hefur æft með HK síðan hún var fimm ára gömul. Fjólu Kristínu finnst gaman að ferðast með fjölskyldunni sinni, fara á skíði, baka og búa til mat, lesa bækur, dansa, syngja og margt fleira.

Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir (IS) was born 2009 and goes to Vatnsendaskóli Elementary School. She loves playing football and has trained with HK sports club since she was five years old. Fjóla likes traveling with her family, skiing, baking and preparing food, reading books, dancing, singing and more.

Freyja Lóa Sigríðardóttir er fædd 2011 og er í Kópavogsskóla. Hún elskar að dansa og syngja og er að æfa fótbolta. Hana langar að verða markmaður og kennari þegar hún verður eldri. Freyju Lóu finnst gaman þegar hún er í fjallgöngu að sjá hvað náttúran er falleg. Hún á marga vini sem hún elskar að vera með. Freyja Lóa er tvítyngd og talar íslensku í skólanum og með vinum sínum en dönsku við pabba sinn. Íva Jovisic er fædd 2008 og er í Hörðuvallaskóla. Hún er með grunnpróf á fiðlu og hefur mikinn á huga á fiðlunáminu. Íva er góð í tennis og henni finnst gaman að mála, teikna, sauma og skapa hluti í höndunum. Hún elskar dýr. Í framtíðinni langar hana að verða dýralæknir eða tannlæknir, verða móðir og ferðast um allan heim. Hún er einnig tvítyngd og talar íslensku í skólanum en bosnísku heima. Lóa Arias er fædd 2011 og er í Kársnesskóla. Hún elskar Múmínálfana og finnst Astrid Lindgren rosalega góður rithöfundur. Hún hefur áhuga á lestri, að ferðast og að baka. Henni finnst að við ættum að láta verksmiðjur framleiða meira umhverfisvænt í staðinn fyrir endalaust plast og mengun, því það er það sem er að skemma heiminn.

Freyja Lóa Sigríðardóttir(IS) was born 2011 and goes to Kópavogsskóli Elementary School. She loves dancing and singing, and practices football. She wants to be a goalkeeper and a teacher when she grows up. Freyja Lóa loves going on mountain hikes to see how beautiful nature is. She has a lot of friends she enjoys spending time with. Freyja Lóa is bilingual and speaks Icelandic at school and with her friends but Danish with her dad. Íva Jovisic (IS) was born 2008 and goes to Hörðuvallarskóli Elementary School. Íva plays the violin, is good at tennis, and likes painting, drawing, sewing, and creating things with her hands. She loves animals. In the future she would like to be a veterinarian or a dentist, become a mother, and travel around the world. She is also bilingual and speaks Icelandic at school but Bosnian at home. Lóa Arias (IS) was born 2011 and goes to Kársnesskóli Elementary School. Lóa loves the Moomin Trolls and thinks Astrid Lindgren is a great author. Her interests are reading, traveling and baking. She thinks we should make factories produce in a more environmentally friendly way, instead of the endless plastic and pollution they now produce, because that’s what is ruining the world in her opinion.


Ungir sýningarstjórar á Íslandi 2021 / Young Curators in Iceland 2021. Frá vinstri / from the left: Íva Jovisic, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Vigdís Una Tómasdóttir, Lóa Arias og Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir.


Vigdís Una Tómasdóttir er fædd 2010 og er í Kársnesskóla. Henni finnst gaman að lesa og bókasafnið er uppáhaldsstaðurinn hennar á jörðinni. Hún er fyndin og með frábæran orðaforða. Vigdís gengur vel um jörðina og passar sig að henda aldrei rusli á götuna. Kirstine Hjarsbæk Sørensen er fædd árið 2010 og er í Hunderupskolen í Óðinsvéum í Danmörku. Kristine þykir gaman að góðum sögum, náttúruupplifunum, tónlist og gleði. Hún elskar að skapa með höndunum, baka og sauma. Olivia Rosenfeldt Lacy er fædd árið 2011 og er í Tallerupskólanum í Tommerup, Danmörku. Oliviu finnst gaman að lesa og hlusta á sögur, leika tónlist, stunda leiklist og vera skapandi. Hún elskar að hlæja og fíflast með sínum nánustu og hún er nýbyrjuð í fótbolta. Mathilde Aagaard Andersen er fædd árið 2011 og er í Tallerupskólanum í Tommerup í Danmörku. Mathilde elskar að syngja og dansa. Hún elskar líka að skapa og leika við dverghamsturinn sinn. Hún er nýlega farin að spila fótbolta sem henni finnst mjög skemmtilegt. Elsa Johanna Talvistu er fædd 2011 og er í grunnskólanum í Haapsalu. Hún elskar að leika, dansa og föndra, sérstaklega litla hluti fyrir leikmýsnar sínar. Mamma Elsu er keramiklistakona og Elsa ver líka tíma á vinnustofu hennar. Elsa trúir því að það sem er ekki rétt í heiminum sé hægt að bæta og að það sé í okkar höndum að breyta til hins betra. Og að mikill kraftur sé fólginn í því að vinna saman að settu marki.

Vigdís Una Tómasdóttir (IS) was born in 2010. She goes to Kársnesskóli Elementary too. She loves reading and the library is her favorite place on Earth. She’s funny and has a great vocabulary. Vigdís always wants to treat Earth as well as she can and watches out to never throw trash on the street! Kirstine Hjarsbæk Sørensen (DK) was born in 2010. She goes to Hunderupskolen in Odense, Denmark. Kirstine is very interested in good stories, experiences in nature (she’s a scout), music and fun. She also loves to do things with her hands and make creative projects, bake and sew. Olivia Rosenfeldt Lacy (DK) was born in 2011. She goes to Tallerupskolen in Tommerup, Denmark. Olivia likes reading and listening to stories, playing theater, music and being creative. She also loves to laugh and fool around with her loved ones. And she just started playing football. Mathilde Aagaard Andersen (DK) was born in 2011. She goes to Tallerupskolen in Tommerup, Denmark. Mathilde loves to sing and dance. She also loves to be creative and play with her dwarf hamster. The latest interest is football, which she already thinks is really fun. Elsa Johanna Talvistu (EE) was born 2011. She goes to Haapsalu Primary School. She loves acting, dancing and crafting all sorts of things, especially tiny items for her play mice. Elsa’s mother is a ceramist, so she also spends time in her mother’s studio. Elsa believes that the things that are not right in the world can be improved and that it’s in our hands to change things for the better. And that working together for the same purpose has great power!


Moona Ojasoo er fædd 2010 og er í grunnskólanum í Haapsalu. Moona á sér mörg áhugamál, sérstaklega finnst henni þó gaman að dansa, mála og synda, hún gæti auðveldlega varið öllu sumrinu í vatni! Hún elskar dýr, sérstaklega ketti. Hún hefur lesið nánast allar bækurnar í bókasafninu. Ines Väänänen er fædd árið 2011 og er á listnámsbraut í Tammela-skólanum í ­Tampere. Ines elskar hesta og fer í útreiðartúra einu sinni í viku; hún er í ballett og lærir á píanó. Hún brennur fyrir listum og handverki. Ines finnst gaman að stunda líkamsrækt, vera úti, lesa og spila tölvuleiki. Maisa Kiviniitty er fædd árið 2011 og er á listnámsbraut í Tammela-skólanum í Tampere. Maisa stundar hópfimleika og finnst gaman að teikningu og handverki. Hún nýtur þess að vera úti í náttúrunni, finnst mikilvægt að vernda umhverfið og er alger sérfræðingur í að endurvinna. Minea Engman er fædd árið 2011 í Tampere og er á listnámsbraut í Tammela-­ skólanum í Tampere. Hún stundar íþróttir og sækir leiklistartíma, elskar dýr og að vera úti í náttúrunni. Henni finnst mikilvægt að endurvinna, hugsa um sjálfbærni og vernda Eystrasaltið.

Moona Ojasoo (EE) was born in 2010. She goes to the Haapsalu City Primary School. Moona has many hobbies, but she especially likes to dance, paint and swim she could easily spend the whole summer in the water! She really likes animals, especially cats. She loves to read and has read almost all the books in the library. Ines Väänänen (FI) was born in 2011. Ines attends the art specialism class in Tammela school in Tampere. Ines loves horses and rides once a week. Ines also does ballet and plays the piano. Ines is an enthusiastic artist and a creative craftmaker. Ines likes to exercise, spend time outdoors, read, and play videogames. Maisa Kiviniitty (FI) was born in 2011. Maisa attends the art specialism class in Tammela school in Tampere. Maisa does team gymnastics and likes to draw and make crafts. Maisa likes nature and is keen on protecting the environment, and is already an expert recycler. Minea Engman (FI) was born in 2011. She attends the art specialism class in Tammela school in Tampere. She is a sporty girl, and attends theatre classes. She loves animals and nature. Recycling, sustainable development and protecting the Baltic Sea are important things for her.


Lóa Arias. Ungur sýningarstjóri, Ísland / Young Curator, Iceland. 2021.


Freyja Lóa Sigríðardóttir. Ungur sýningarstjóri, Ísland / Young Curator, Iceland. 2021.

Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir. Ungur sýningarstjóri, Ísland / Young Curator, Iceland. 2021.


Sýning í Gerðarsafni / Exhibition at Gerðarsafn Kópavogur Art Museum Listamenn / Artists Tove Jansson, Ilon Wikland, H. C. Andersen, Oskar Klever, Salvador Dalí, Lorenz Frølich, Svend Otto S., Lu Xue, Gustav Hjortlund, Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir, Freyja Lóa Sigríðardóttir, Íva Jovisic, Lóa Arias, Vigdís Una Tómasdóttir Sýningarhönnun / Exhibition Design Ungir sýningarstjórar / Young Curators, Chus Martinez (ES), Irma studio (IS), Brynja Sveinsdóttir (IS), Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (IS), Niels Bjørn Friis (DK), Riikka Kuittinen (FI) Handleiðsla ungra sýningarstjóra / Curatorial Guidance Chus Martinez (ES)

Ungir sýningarstjórar / Young Curators Ungir sýningarstjórar / Young Curators Fjóla Kristín Sveinbjörnsdóttir (IS), Freyja Lóa Sigríðardóttir (IS), Íva Jovisic (IS), Lóa Arias (IS), Vigdís Una Tómasdóttir (IS), Kristine Hjarsbæk Sørensen (DK), Mathilde Aagaard Andersen (DK), Olivia Rosenfeldt Lacy (DK), Elsa Johanna Talvistu (EE), Moona Ojasoo (EE), Ines Väänänen (FI), Maisa Kiviniity (FI), Minea Engmann (FI) Leiðbeinendur / Facilitators Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (IS) Nanna Møllegaard Madsen (DK), Mette Vedel Kiilerich (DK), Triin Reemann (EE), Minna Honkasalo (FI) Fræðsluráðgjafar / Educational advisers Emma Worley & Peter Worley (UK) The Philosophy Foundation Hugmyndaþróun / Concept development Sara Løve Daðadóttir (DK/IS), Mette Stauersbøl Mogensen (DK), Mette Vedel Kiilerich (DK), Niels Bjørn Friis (DK), Maarja Kõuts (FI), Minna Honkasalo (FI)


Vatnsdropinn / The Water Drop

Dagskrá / Public Program

Samstarfsaðilar / Partners H. C. Andersen safnið / H. C. Andersen Museum Ilon’s Wonderland Menningarhúsin í Kópavogi / Culture Houses of Kópavogur Múminsafnið / Moomin Museum

Dagskrá verður kynnt á samfélagsmiðlum og á www.meko.is. Fólk er hvatt til að kynna sér dagskrána og taka þátt í þeim fjölda viðburða sem verða í boði.

Teymi / Team Chus Martinez (ES), Sara Løve Daðadóttir (DK/IS), Brynja Sveinsdóttir (IS), Elísabet Indra Ragnarsdóttir (IS), Ingibjörg Gréta Gísladóttir (IS), Íris María Stefánsdóttir (IS), Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir (IS), Soffía Karlsdóttir (IS), Mette Stauersbøl (DK), Mette Vedel Kiilerich (DK), Nanna Møllegaard Madsen (DK), Niels Björn Friis (DK), Lone Weidemann (DK), Maarja Kõuts (EE), Triin Reemann (EE), Heli Hakala (FI), Minna Honkasalo (FI), Riikka Kuittinen (FI)

The public program will be announced online, through social media and www. meko.is. Stay tuned on social media for upcoming events and join us at the various events we have lined up. Frekari upplýsingar / For more information www.thewaterdropproject.com @thewaterdropproject

Verkefnastjórn / Project direction Sara Løve Daðadóttir (IS / DK) PAVILION NORDICO Grafísk hönnun / Graphic Design Josefin Askfelt (SE) & Emil Willumsen (DK) Kiosk Studio Teikningar / Illustrations Tsukasa Yamamoto (JP)

Styrkt af / Funded by Barnamenningarsjóður Íslands / Children’s Culture Fund of Iceland Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar/ Kópavogur Art & Culture Council, Norræni menningarsjóðurinn / Nordic Culture Fund Nordplus Erasmus+

©Moomin CharactersTM


VATNS DROP INN


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.