MEKÓ 2022-2023

Page 1

meko.is

2022 – 2023

MENNING Í KÓPAVOGI


Menningarhúsin í Kópavogi

Spennandi menningarvetur í kortunum Það er í nógu að snúast í menningarlífinu þessa dagana og starfsfólk í óða önn að gera allt klappað og klárt fyrir fjölbreytta og spennandi menningarviðburði sem bæjarbúum standa til boða. Í þessu þriðja árlega menningarblaði Kópavogs er skyggnst á bak við tjöldin í menningarstarfinu, rætt við listamenn, verðlaunahafa og aðstandendur menningarmála og dagskráin framundan reifuð. Af nógu er að taka og öll ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Menningarstarf bæjarins nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir eins og sjá má í nýútkominni ársskýrslu þar sem fram kemur að um tvö hundruð þúsund gestir mættu á menningarviðburði ársins 2021. Þetta eru færri gestir en fyrir kórónuveirufaraldurinn en sem betur fer eru öll teikn á lofti um að aðsókn sé á góðri leið með að hverfa aftur til fyrra horfs sem er spennandi áskorun fyrir okkur sem störfum að menningarmálum. Fjölbreytt viðburðadagskrá Afar fjölbreyttur og hæfileikaríkur hópur starfsfólks mótar og sinnir menningarstarfi í Kópavogi og skipulagði á síðasta ári ríflega áttahundruð viðburði. Aðsókn var mjög góð sem er okkur hvatning til að gera enn betur. Við erum líka stolt af því að hafa fengið til liðs við okkur marga af hæfustu listamönnum þjóðarinnar til að auðga og efla menningu og mannlíf bæjarins, en það er afar mikilvægur liður í menningarstarfinu. Ein helsta áhersla í menningarstarfi bæjarins er að búa börnum og ungmennum eftirsóknarvert umhverfi og efla þau til þátttöku og samtals. Listir og skapandi greinar styrkja sjálfsmynd barna, auka víðsýni þeirra og opna á nýjar leiðir og tækifæri til þroska og tjáningar. Starfsfólk menningarmála hefur átt mjög náið samstarf við grunn- og leikskóla bæjarins en á síðasta ári tóku um tíu þúsund börn þátt í menningarstarfi sem sérstaklega var skipulagt fyrir þau. Foreldrar eru sérstaklega hvattir til að skoða metnaðarfulla dagskrá í miðopnu blaðsins þar sem stiklað er á stóru í starfseminni framundan. Menningarupplifun fyrir alla Um mitt þetta ár samþykkti bæjarstjórn Kópavogs nýja menningarstefnu þar sem höfuðáhersla er lögð á nýjar leiðir til að bæta aðgengi að menningarupplifun fyrir öll. Þar er meðal annars litið til aukins samstarfs við önnur svið, stofnanir og einstaklinga, breytts opnunartíma, möguleika á streymi frá viðburðum og ónýttra tækifæra sem kunna að felast í notkun á nýjum rýmum innan bæjarmarkanna fyrir öflugra menningarstarf. Þessir þættir verða efldir á komandi árum og er undirbúningur þegar hafinn. Eitt af hlutverkum menningarstofnana er að endurspegla samfélagið á hverjum tíma og vera virkur þátttakandi í málefnum líðandi stundar. Þessi áhersla endurspeglast vel á síðum þessa efnisríka menningartímarits sem við vonum að þið njótið kæru bæjarbúar. Okkur er líka umhugað um að mæta óskum og þörfum ykkar hverju sinni og hvetjum ykkur til að taka virkan þátt í menningarlífi bæjarins og koma með hugmyndir að því sem við getum gert betur. Ég vona að þið lesendur góðir njótið lestursins og ég hlakka til að sjá ykkur í því ríkulega menningar- og mannlífsstarfi sem í boði er í Kópavogi. Með kærri kveðju, Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála.

Aðalsafn Hamraborg 6a, 200 Kópavogi bokasafn.kopavogur.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 8:00 - 18:00 Lau. kl. 11:00-17:00 Lindasafn Núpalind 7, 201 Kópavogi lindasafn@kopavogur.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 13:00 - 18:00 Lau. kl. 11:00-15:00 Gerðarsafn Hamraborg 4, 200 Kópavogi gerdarsafn.is Opnunartímar 10:00-17:00 alla daga

Digranesvegi 7, 200 Kópavogi heradsskjalasafn.kopavogur.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 10:00-16:00 Náttúrufræðistofa Kópavogs Hamraborg 6a, 200 Kópavogi natkop.is Opnunartímar Mán.-fös. kl. 8:00-18:00 Lau. kl. 11:00-17:00 Salurinn Hamraborg 6, 200 Kópavogi salurinn.is Miðasala opin Þri.-fös. kl. 12:00-16:00 MEKÓ 1. tbl. 3. árg. Ritstjóri: Íris María Stefánsdóttir Ábyrgðarmaður: Soffía Karlsdóttir Blaðamaður: Brynhildur Björnsdóttir Umbrot: BASIC markaðsstofa Ljósmyndir: BASIC, Sigga Rut Marrow, Sigga Ella, Gunnar Bjarki, Anna Kristín Arnardóttir og MEKÓ Listaverk á forsíðu eftir Crush no fucking clue Prentun: Litróf


VATNSDROPINN

Strákurinn sem breytir heiminum EFTIR YASMIN ÍSOLD RÓSU RODRIGUES

Einu sinni var strákur sem hét Lúkas. Hann átti systur, bróður, mömmu og pabba. Systir hans og bróðir hans voru alltaf að hlæja út af því að hann gekk alltaf í kjól og safnaði síðu hári. Hann vildi óska þess að vera stelpa en hann þorði ekki að segja mömmu sinni og pabba það því að þau myndu pottþétt fara að hlæja. En það var ein manneskja sem hann treysti alltaf á, það var afi. Afi var traustur og mjög góður. Hann fór alltaf á miðvikudögum að tala við afa. Afi sagði: Vertu það sem þú vilt, ekki láta aðra stjórna þér, vertu þú sjálf. Þá gerði Lúkas það, hann fór til mömmu sinnar og pabba og sagði: Mamma og pabbi, má ég breyta nafninu mínu í Lára Björk? Þá sagði mamma: Nei því miður, það eru lög í landinu sem segja að ef maður fæðist sem strákur verður maður að vera strákur. En það er ósanngjarnt, sagði Lúkas. Ef mig langar að vera stelpa þá má ég það alveg. Þá fór Lúkas upp í herbergi að hugsa málið. Hann hugsaði og hugsaði. Ég veit, ég mótmæli. Hann fór út á götu og hélt ræðu

fyrir fólk og sagði: Ég mótmæli því að ef stelpur langar að vera strákar og klæða sig eins og strákar og klippa hárið sitt eins og strákar, finnst mér það vera í lagi. Og sama með stráka. Þá segir hann: Hverjir standa með mér? Það er þögn, en allt í einu er hrópað ÉG, segir afi og svo fleiri og fleiri. Það kemur bros á vör afa og Lúkasar. Þú stendur þig vel, segir afi. Hann fór að vera stelpa og breytti nafninu sínu í Lára Björk og varð hetja. Eftir 60 ár deyr Lára en Lára var Hetja alls transfólks í heiminum.

Yasmin Ísold Rósa Rodrigues, 11 ára nemandi í Kársnesskóla sigraði Örsögukeppni Vatnsdropans sem haldin var í Bókasafni Kópavogs á Barnamenningarhátíð 2022. Yasmín fékk ferð fyrir tvo til H.C. Andersen-safnsins í Óðinsvéum í Danmörku og hlakkar hún til að skoða safnið. Hún þekkir sögur H.C. Andersen en hefur hvorki komið heim til hans né á safnið.

Viltu vera með? Vatnsdropinn er alþjóðlegt barnamenningarverkefni þar sem unnið er með tengingu bókmennta eftir H. C. Andersen, Tove Jansson og Astrid Lindgren við gildi Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Síðasta vetur sóttu um 15 börn að jafnaði vinnusmiðjur og hittu sérfræðinga á vegum Vatnsdropans. Verkefni þeirra var að setja saman listahátíð og í gegnum bókmenntirnar fundu þau sinn vettvang til sköpunar. Í sumar hefur Bókasafn Kópavogs boðið upp á smiðjur fyrir öll börn byggðar á vinnu og hugmyndum barnanna í Vatnsdropanum. Vatnsdropinn er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, H.C. Andersen safnsins í Danmörku, Múmínsafnsins í Finnlandi og Undraheims Ilon Wikland í Eistlandi. Auglýst verður eftir þátttakendum á meðal grunnskólabarna í Kópavogi með haustinu til að taka þátt í uppsetningu sýningar í vetur sem fer á milli allra samstarfssafnanna á næsta ári. Þátttaka í Vatnsdropanum er valdeflandi verkefni sem börn vinna á sínum forsendum og er ætlað að sýna þeirra hugarheim og áherslur innan hinna klassísku barnabókmennta. Útkoman er ævintýraleg og hvetjum við áhugasöm grunnskólabörn í Kópavogi að sækja um.


BÆJARLISTAMAÐUR KÓPAVOGS 2021

Feginn að ég valdi leiklistina


Flest eru vel með á nótunum þegar leikarann, leikskáldið og leikstjórann Guðjón Davíð Karlsson ber á góma. Frá því hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands árið 2005 hefur hann komið við á nánast öllum sviðum íslensks leikhússlífs, leikið í öllum stóru atvinnuleikhúsunum, ófáum áramótaskaupum, kvikmyndum, skrifað leikrit

Gói er fæddur í Reykjavík en hefur búið í Kópavogi í sextán ár. „Ég og Inga konan mín keyptum okkar fyrstu íbúð í Kópavogi árið 2006 ef ég man rétt og höfum ekki viljað vera neins staðar annars staðar,“ segir Gói aðspurður um tengsl sín við Kópavog sem byrjuðu þó mun fyrr. „Afi minn og amma bjuggu í Snælandshverfinu frá því 1982 svo ég var heimavanur og þegar kom upp tækifæri til að kaupa húsið þeirra árið 2010 þá stukkum við á það enda staðsetningin algjör draumur, frábært útivistarsvæði og svo erum við alveg ótrúlega ánægð með Snælandsskóla og Furugrund. Fyrir ári síðan fluttum við svo aftur og þá kom ekki neitt annað til greina en að vera í sama hverfi.“

fyrir börn sem byggja á ástsælum ævintýrum og leitt Stundina okkar svo eitthvað sé nefnt. Fyrir þau sem enn eru ekki viss um hvern er rætt þá er hann betur þekktur sem Gói og er bæjarlistamaður Kópavogs árið 2022.

leiðarljósi. Gói er mjög reiðubúinn til að takast það hlutverk á hendur og hefur þegar lagt sitt af mörkum. Skemmst er þess að minnast þegar hann snaraði fram 17. júní lagi Kópavogsbæjar í sumar en það var í fyrsta sinn sem samið er lag í tilefni hátíðarhaldanna í Kópavogi. Gói samdi lag og texta, innblásinn af þeirri góðu stemningu sem ríkir í bænum 17. júní. Hann fékk svo börn úr skólakór Kársnesskóla til liðs við sig við flutninginn á laginu. Í september mun Gói svo taka á móti börnum úr 4. bekk í grunnskólum Kópavogs á Bókasafni Kópavogs og spjalla við þau um sköpun út frá ólíkum sjónarhóli.

börn. Ég reyni yfirleitt alltaf að gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. Og allt sem maður gerir þroskar mann og gerir mann betri. Það er dásamlegt að vinna með verk sem maður hefur sjálfur skrifað. Þá get ég bara breytt því sem mig langar að breyta og þarf ekki að bera það undir neinn annan.“ Stefnir á að verða forseti

Leikarar eru oft spurðir hvort þeir eigi einhver draumaverkefni eða hlutverk. Gói segist ekki vera upptekinn af því að hugsa um slíkt. „Ég er nú svo lánsamur að vera alltaf að vinna að einhverju spennandi þannig að þau verkefni sem ég er að Menningarhúsin einstakar gersemar vinna hverju sinni eru draumaverkefni. Ég elska vinnuna mína og hún er mitt Hann segist sækja menningarhúsin Hann tekur hiklaust undir hin fleygu orð áhugamál og mér finnst líka bæði gaman reglulega enda alltaf mikið um að vera að það sé gott að búa í Kópavogi. „Hér og nauðsynlegt að skrifa.“ Aðspurður um þar. „Þau eru einstakar gersemar, líður okkur vel. Eigum dásamlega granna, önnur áhugamál segist hann hafa ánægju þessi menningarhús. Salurinn er í miklu börnin okkar eiga góða vini og þá er nú af ferðalögum. „Ég nýt þess að ferðast uppáhaldi, dagskráin alltaf flott og húsið ekki hægt að biðja um meira.“ með fjölskyldunni minni um landið. Fara glæsilegt. Þar er frábær hljómburður og í útilegu. Svo finnst mér alveg rosalega dásamlegt að vera þar sem áhorfandi en Hann segir sinn uppáhaldsstað í Kópavogi gaman að elda góðan vera garðinn sinn. „Allavega akkúrat þessa „Ég reyni yfirleitt alltaf að gera eitthvað sem mér finnst mat. Það er mikið áhugamál hjá mér.“ dagana en svo er ég svo skemmtilegt. Og allt sem maður gerir þroskar mann Hefði eitthvað annað heppinn að vera í návígi og gerir mann betri.“ starf freistað hans við Fossvogsdalinn ekki síður sem flytjandi. hefði það mögulega snúið að eldamennsku. Kópavogsmegin og það „Ef ég væri ekki í leiklist þá hefði ég alveg Svo er alltaf gaman að koma í Gerðarsafn svæði er líka í miklu uppáhaldi.“ verið til í að vera læknir eða kokkur. Svo og njóta þess sem þar er boðið upp á stefni ég á að verða forseti Íslands og ef hverju sinni. Við krakkarnir förum oft á Mikill heiður að vera bæjarlistamaður einhver skorar á mig að verða bæjarstjóri bókasafnið og þá er alltaf spennandi að er ég alveg til í að skoða það þó ég hafi taka rúnt um náttúrufræðistofu í leiðinni.“ Gói segist hafa verið alveg óundirbúinn reyndar aldrei hugleitt beint að fara út í þegar hann fékk símtal um að hann hefði pólitík. En ég er samt ofboðslega feginn Gerir helst það sem honum þykir verið valinn bæjarlistamaður Kópavogs að ég valdi leiklistina.“ skemmtilegt 2022. „Það var alveg ótrúlega mikill heiður. Ég satt að segja átti ekki til orð Og að vanda er margt á döfinni hjá Góa. Gói hefur sýnt það og sannað undanfarin þegar mér var sagt að bærinn vildi veita „Ég er að vinna í Þjóðleikhúsinu og þar ár að hann er jafnvígur á að vinna verk mér þessa miklu viðurkenningu. Ég sagði er sprúðlandi flott leikár í uppsiglingu. við hæfi barna og fullorðinna svo ekki er að sjálfsögðu JÁ og er gríðarlega stoltur Núna eftir sumarfrí liggur fyrir að taka ólíklegt að hann láti til sín taka á báðum og ánægður.“ Hann segir viðurkenningar upp og ljúka æfingum á nýjum söngleik, vígstöðvum. Hann segir engan mun á af þessum toga hafa mikla merkingu fyrir Sem á himni, sem verður frumsýndur í því að vinna verk fyrir börn og fullorðna. listamenn. „Þetta er náttúrulega fyrst og september. Svo er ég að skemmta út „Þegar ég geri efni fyrir börn hvort fremst mikill heiður og klapp á bakið og um hvippinn og hvappinn og svo eru sem er fyrir svið eða sjónvarp hef ég nú hvatning til þess að halda áfram og reyna framundan dásamlega skemmtileg yfirleitt hugsað jafn mikið um fullorðna að skapa og leggja eitthvað af mörkum.“ Í verkefni með Kópavogsbæ. Ég hlakka fólkið. Mér finnst skipta svo miklu máli reglum bæjarins segir að bæjarlistamaður sérstaklega mikið til þess,“ segir að allir hafi gaman af verkinu saman því Kópavogs skuli vera tilbúinn til að vinna bæjarlistamaðurinn Gói að lokum. það skapar umræðu og minningar. Þannig með Kópavogsbæ að því að efla áhuga að ég set mig ekkert í neinar sérstakar á list og listsköpun í bænum og taka stellingar þegar ég geri eitthvað fyrir þátt í viðburðum bæjarins með það að


Bókasafn Kópavogs býður upp á fjölda viðburða og öflugt klúbbastarf. Kynntu þér fjölbreytta þjónustu bókasafnsins á bokasafn.kopavogur.is.

Bókasafnið er miðpunktur lýðræðissamfélagsins Theresa Himmer myndlistarmaður og arkitekt hefur unnið að breytingum á Bókasafni Kópavogs undanfarin þrjú ár og gestir hafa sannarlega orðið varir við afraksturinn. „Ég hef unnið að því að endurskipuleggja og endurhanna aðalsafn og Lindasafn með Arnari Frey Guðmundssyni grafískum hönnuði hjá Stúdíó Stúdíó. Þetta var gert til að samræma grafíska ímynd safnsins við upplifunina í rýminu,“ segir Theresa og bætir við að hugmyndin sé að búa til heildarsvip á upplifunina í safninu öllu. „Aðalsafn er á þremur hæðum og það er mikilvægt að fólk upplifi að það sé ein og sama stofnunin þó stemningin breytist eftir því hvar þú ert. Við byrjuðum á því að hanna húsgagnalínu með útstillingarborðum og líka þjónustuborð í móttökunni á aðalhæðinni og niðri sem tengja saman hæðirnar með sameiginlegu yfirbragði.“ Þau ákváðu einnig að nýta birtuna fyrir gesti safnsins og bæta við grænum plöntum. „Við þjöppuðum bókunum saman þar sem er minni birta og bjuggum til dvalarrými með ólík vinnuborð ásamt sófum og þægilegum stólum þar sem gluggarnir eru. Svo fannst okkur líka mikilvægt að bæta við grænu því vísindarannsóknir sýna að það að vera innan um plöntur bætir loftgæði í rými en ekki síður líðan.“

Heimili að heiman Talað hefur verið um bókasöfn sem „þriðja staðinn“, hvorki vinnu né heima, hluta af samfélaginu en þar sem einstaklingurinn losnar undan áreiti umhverfisins. „Okkar langar að skapa stað sem er óformlegur, þar sem hægt er að leika sér, læra og búa til nýja þekkingu, en þar er líka ró og fókus og sú tilfinning að hraðinn fari aðeins niður,“ segir Theresa og bætir við: „Aðalsafn er á mjög dýnamískum stað í miðjum Kópavogi, mikil umferð og mikið um að vera, svolítið eins og samfélagið allt og okkur langaði til að búa til griðastað þar sem tíminn líður aðeins öðruvísi, og hver getur fundið sinn stað. Hér eru allar sögurnar og staðirnir í bókunum og það fléttast saman við rýmið líka.“ Hún bendir einnig á að hlutverk bókasafnsins hafi þróast mikið síðustu ár. „Frá því að vera staður þar sem er fókuserað á bækur eru bókasöfnin orðin að félagskjarna þar sem allskonar hlutir eiga sér stað. Það var leiðarljós okkar að búa til rými sem þjóna ólíkum hlutverkum, hér eru fundarherbergi sem hægt er að bóka, saumaborð með saumavélum, og svo minni svæði uppi

Hringrásarsafnið á Bókasafni Kópavogs Hringrásarsafnið er útibú Munasafns RVK Tool Library og sett upp á bókasafninu með það að markmiði að bjóða upp á aðgengi að allskonar hlutum og smærri verkfærum. Á sama hátt og þú færð bækur lánaðar, getur þú nú fengið hluti að láni!

Þú sparar með því að nota deilihagkerfið og dregur úr kolefnisfótsporinu þínu í leiðinni! Frekari upplýsingar á munasafn.is.

þar sem ungt fólk getur komið saman til dæmis.“ Hluti af því var að endurgera húsgagnakost safnsins. „Við erum að leggja lokahönd á nýja sófa þar sem fólk getur aðeins falið sig og búið til eigið rými. Það eiga að vera staðir sem henta hvort sem þú kemur ein, í minni hópum eða stærri hópum. Við létum endurbólstra og endurmála og lakka eitthvað af upprunalegu húsgögnunum. Þetta eru gæða húsgögn og í staðinn fyrir að henda og kaupa allt nýtt viljum við endurnýta það sem fyrir er og vera þannig unhverfisvæn. En það er líka margt nýtt og sérsmíðað svo það passi inn í rýmið og inn í þá stemmingu sem við erum að reyna að skapa á báðum söfnum. Í ungmennadeild aðalsafns er ennþá meiri þögn en niðri, við settum teppi á gólfið og á næstunni vinnum við með barnadeildina niðri með starfsfólkinu þar. Þar er meiri leikur og verður mjög gaman.“ Falleg og mikilvæg stofnun Theresa hefur mikla reynslu af því að hanna og endurhugsa bókasöfn. Hún gerði nýtt heildarplan og hönnun fyrir Bókasafn Seltjarnarness, og einnig fyrir Bókasafn Ísafjarðar, þar sem framkvæmdir eru í gangi. „Mér finnst bókasöfn fallegar og mikilvægar stofnanir í samfélaginu sem innihalda menningu og minni þjóðarinnar en líka sem samfélagsrými þar sem fleiri geta komið að. Svo er óendanlega mikilvægt að það séu staðir þar sem er ró og þögn og saga og menning samankomin. Það er svo margt áhugavert, fallegt og ótrúlega mikilvægt við bókasafnið sem miðpunkt lýðræðissamfélagsins.“


Bókasafnið á TikTok

Nína Guðrún Arnardóttir meistaranemi í upplýsingafræði við HÍ leiddi í sumar samfélagsmiðlaverkefni á Bókasafni Kópavogs þar sem unglingar úr vinnuskólanum gerðu myndbönd fyrir hinn vinsæla samfélagsmiðil TikTok til að laða aldurshópinn 15-20 ára inn á safnið. Linda Sofia Soto Erwinsdóttir er sextán ára og vann að verkefninu í sumar ásamt sex jafnöldrum sínum.

„Okkar hlutverk er að gera TikTok myndbönd, vera fyndin eða áhugaverð og vekja þannig athygli. Við gerðum það með því að sýna bækur og gera stutt myndbönd með húmor á bak við bækur. Við nýttum okkur líka trend á TikTok til að koma bókasafninu að,“ segir Linda sem hefur verið fastagestur á bókasafninu frá því hún var lítil. „Svo erum við líka að sýna aðstöðuna á bókasafninu, þar sem þarf ekki bara að lesa heldur er líka hægt að slaka á og spila. Við unnum hér í sex vikur, gerðum fullt af myndböndum á hverjum degi en birtum bara eitt á dag svo nú á safnið birgðir til að nota inn í veturinn.“ Nína Guðrún segir markmið verkefnisins vera að vekja áhuga á bókasafninu og lestri. „Það hefur gengið mjög vel, við erum með um 400 fylgjendur á reikningnum og þeim fjölgar ört,“ segir Nína Guðrún og bætir við: „Í framhaldi höfum við séð aukningu í þessum aldurshóp inn á safnið og við sjáum líka að bækurnar sem við erum að deila efni um verða vinsælar til útláns. Ég stilli upp TikTok lógóinu hérna frammi með bókunum sem við höfum verið að fjalla

Soumia Georgsdóttir, viðskiptafræðingur, er formaður félags kvenna frá Marokkó sem hefur staðið fyrir ýmsum viðburðum í samvinnu við bókasafnið ásamt Amiel Barich listakonu og doktor í jarðfræði.

„Eid-Ul-Fitr er ein fjögurra stórra hátíða í löndum múslima, haldin við lok föstumánaðarins Ramadan. Við skipulögðum stóra veislu og mjög margir

Linda segir að Colleen Hoover sé vinsælasti höfundurinn á bókasafninu þessa dagana. „Hún skrifar rómantískar spennusögur fyrir alla aldurshópa. Colleen er líka á TikTok og er vinsæl þar og við skipuðum bókasafninu að kaupa bækurnar hennar.“ Nínu Guðrúnu finnst mikilvægt að bókasöfn séu meðvituð um að ná til ungmenna þar sem þau eru. „Við viljum líka sýna hvernig er hægt að nýta aðstöðuna á bókasafninu og leggjum áherslu á að þau þurfa ekkert endilega að koma til að lesa, það er svo margt annað í gangi á bókasafninu.“ Og þá er bara að kíkja á TikTok og fylgja Bókasafni Kópavogs.

Það er mikilvægt fyrir araba að læra um íslenska menningu en líka mikilvægt fyrir Íslendinga að læra um arabíska menningu. Flestir arabar eru komnir til Íslands til að vera og það eykur skilning og umburðarlyndi á báða bóga að nota svona hátíðir til að læra á jákvæðan og skemmtilegan hátt. Þá er ekki síður mikilvægt fyrir fólk sem kemur úr ólíkum menningarheimum að fá vettvang til að fagna, ástæðu til að klæða sig upp á, koma með börnin sín og geta veitt af sinni menningu og verið stolt af sínum uppruna.“

Fjölmenning blómstrar á bókasafninu Í maí var mikið um dýrðir í Bókasafni Kópavogs þar sem Félag kvenna frá Marokkó fagnaði stórhátíð Múslima, EidUl-Fitr. Fjöldi fólks lagði leið sína á safnið til að borða góðan mat, læra arabískt letur, hlusta á marokkóska tónlist, sjá arabíska dansa og fá henna tattoo.

um og líka bókum eftir höfunda sem eru vinsælir þar. Ég vildi sýna að þau gætu nálgast þessar vinsælu bækur hér á safninu.“

mættu og nutu dagsins með okkur, ekki bara frá Marokkó heldur líka frá öðrum arabalöndum og líka margir Íslendingar. Margir buðust til að taka virkan þátt næst svo ég á von á því að við munum halda þennan viðburð árlega,“ segir Soumia eða Mia eins og hún er kölluð og bætir við að grundvöllur þess að slíkt sé mögulegt sé aðstaða. „Það er svo gott að eiga athvarf á hlutlausum stað sem er ekki trúarlegur. Því arabar eru ekki allir múslimar þó við höldum sömu hátíðirnar.

Mia hefur búið á Íslandi í 20 ár og segir að margt hafi breyst á þeim tíma, ekki hvað síst þegar kemur að betra úrvali af kryddi og mat. „En það er samt ekkert smá stökk að koma hingað frá arabalöndunum þar sem daglegt félagslíf fer oft fram á markaðnum og utandyra. Heilinn þarf að vinna rosalega mikið til að breyta venjum svo ég skil mjög vel þegar fólk á erfitt með að aðlagast.“ Hún segir marga Íslendinga heldur ekki gera sér grein fyrir hvað arabaheimurinn er stór og fjölbreyttur. „Fólk frá Marokkó er mjög ólíkt fólki frá Sýrlandi eða Íran eða Indónesíu,alveg eins og Íslendingar og Ítalir eru ólíkir. Aðalmálið er að bera virðingu fyrir hvert öðru og til þess er lykilatriði að geta hist í gleði á hlutlausu og hlýju svæði eins og bókasafninu,“ segir Mia sem á von á að framhald verði á samstarfi félags kvenna frá Marokkó og Bókasafns Kópavogs.

10/9 kl. 13:00 á Bókasafni Kópavogs Arabísk letur- og listsmiðja með Amiel Barich


LISTA- OG MENNINGARFRÆÐSLA

Verum eins og við erum Bjarni Snæbjörnsson verður unglingum Kópavogs að góðu kunnur í vetur en Kópavogsbær býður öllum tíunda bekkingum frítt á hinn margrómaða söngleik hans, Grétu Kristínar Ómarsdóttur og Axels Inga Arnarsonar, Góðan daginn Faggi. „Það er svolítið erfitt að finna nafn yfir það sem þessi sýning er en mér finnst einfaldast að kalla hana bara sínu rétta nafni sem er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur,“ segir Bjarni og bætir við: „Þetta er einfaldlega eins manns söngleikur sem fjallar um baráttuna við að finna út hver maður er og læra að elska sjálfan sig.“ Unnið úr dagbókum æskunnar „Kveikjan að verkinu var að ég rakst á kassa með gömlum dagbókum og fór að fletta í þeim og rifja upp allskonar hluti sem ég hafði gleymt varðandi ferlið að koma út úr skápnum. Þá skrifaði ég mjög ítarlegar hugleiðingar um það, hvernig mér leið. Ég vissi að ég var hugrakkur að gera þetta en var samt í algjöru hugarvíli með sjálfan mig. Þannig að það er í raun kveikjan að verkinu, þetta samtal í gegnum tímavélina sem þessar dagbækur, gömul bréf og fleiri gluggar inn í fortíðina eru. Í ferlinu við að skrifa verkið og rifja upp og kanna tilfinningalíf þessa unga manns sem er að takast á við sjálfan sig fékk ég svo eiginlega taugaáfall við að átta mig á því að ég var ekkert búinn að klára þetta. Og allt í

einu varð verkið um það líka, hvernig ég er að eiga þetta uppgjör enn þann dag í dag. Gegnum þær heimildir sem ég hef um tvítugan mig er ég að reyna að skilja af hverju mér líður svona illa ennþá þó það ætti allt að vera í lagi hjá mér, ég er forréttinda hvítur cis ófatlaður karlmaður í hinsegin paradís á Íslandi en samt er einhver brjáluð skömm innra með mér yfir því að vera eins og ég er.“ Vantar raunhæfar fyrirmyndir Í þessari rannsóknarvinnu komst „Faggateymið“ eins og þau kalla sig, Bjarni, Gréta Kristín leikstjóri og meðhöfundur og Axel Ingi höfundur

samfélagsmiðlum, hvernig við eigum að haga lífinu. Í uppvextinum skorti mig allar fyrirmyndir um samkynhneigða menn og samkynja pör og mér fannst ég minntur á það á hverjum degi á mest mótandi árum ævinnar að ég væri ekki réttur og tilheyrði þar af leiðandi ekki samfélaginu. Þetta varð að lokum að stóru sári innra með mér.“ Hann er mjög stoltur af þeim viðtökum sem sýningin hefur hlotið og telur þær til marks um að hann sé ekki einn um þessa tilfinningu. „Mig langaði að sýningin gæti verið einhverskonar heilunarstund fyrir hinsegin fólk þar sem það tekur sig í sátt, sína baráttu og líf og það virðist hafa tekist en það er líka svo magnað að finna hvernig fleiri hópar tengja við þessa tilfinningu að finnast við aldrei nógu góð fyrir eitthvað kerfi sem segir okkur hvernig við eigum að vera. Það er baráttumál okkar í Faggateyminu að við fáum öll að elska og vera eins og við erum. Það er flókið og stórt verkefni

„Við virðumst flest, ekki bara hinsegin fólk, stöðugt vera að kljást við þessa stanslausu og ómeðvituðu ábendingu samfélagsins um hvernig við eigum að líta út, myndast á samfélagsmiðlum, hvernig við eigum að haga lífinu.“ tónlistarinnar, að ýmsum mikilvægum niðurstöðum. „Við virðumst flest, ekki bara hinsegin fólk, stöðugt vera að kljást við þessa stanslausu og ómeðvituðu ábendingu samfélagsins um hvernig við eigum að líta út, myndast á

að takast á við svona djúpa innrætingu ómeðvitaðs kerfis sem við erum öll hluti af. Það besta sem hægt er að gera er að halda áfram sýnileikanum og áminningunni og ekki gera ráð fyrir að fólk sé eins og þú eða vilji það sem þú vilt heldur bara mæta því út frá þess forsendum.“


Eina leiðin er með gleðinni og kærleikanum Hann bendir á að það sé sennilega ekki hægt að vera „rétt“ miðað við þær forsendur sem gefnar eru. „Höfum við ekki öll rétt á því að vera órétt? Við erum öll leiksoppar kerfisins og samt er þetta svo einföld krafa. Við viljum bara að okkur líði eins og við tilheyrum og það er sérstaklega mikilvægt að börnin okkar allra upplifi að þau séu öll jafn velkomin og þeim sé fagnað fyrir það sem þau eru en ekki hamrað á því að þau vanti eitthvað. Því hvað er réttara og fullkomnara en lítið barn?“ Hann segir að í grundvallaratriðum sé það öllum svo mikilvægt að vera séð á jafningjagrundvelli, en ekki síst þeim sem skera sig á einhvern hátt úr. „Við viljum fá að vera með í umræðunni, vera fyrirmyndir og að það sé talað við okkur en ekki bara um okkur. Við bjóðum öllum að stíga inn í sinn innsta og fallegasta kjarna. Leyfið þið ykkur bara að vera sem mest þið með ykkar tilfinningar, ást og gleði, það ögrar ómeðvitaða valda- og reglukerfinu mest.“ Hann segist eins og allir upplifa bakslag í réttindabaráttunni og viðhorfum samfélagsins. „En það snýst ekkert um okkur heldur bara hræðslu annarra við sig og við að missa völd og forréttindi sem eru engin forréttindi heldur bara hlekkir. Eina leiðin til að mæta þessu er með gleðinni og kærleikanum.“ Taka broddinn úr orðinu Faggi Faggateymið dreymdi alltaf um að sýningin færi í skólana. „Það er mikilvægt fyrir hinsegin krakkana að sjá hinsegin mann á sviðinu sem segir sína sögu í berskjöldun og sannleika. En svo er þetta líka að sjálfsögðu fyrir krakkana sem eru ekki hinsegin, vinina og þá sem hafa verið að leggja í einelti svo þau skilji og tengi.“ Sýningin stendur í um það bil klukkustund og svo er boðið upp á umræður á eftir. „Krakkar eru ekki að spyrja mikið en mér finnst mikilvægt að þau sjái eftir sýninguna að það er allt í lagi með mig og mitt líf í dag.“ Orðið Faggi hefur neikvæðar tengingar og því er nærtækt að spyrja af hverju hópurinn notar það. „Orðið er notað til að niðurlægja okkur og við viljum taka broddinn úr því með því að nota það sjálf. Þetta er allt spurning um meininguna á bakvið,“ segir Bjarni. „Það er ógeðslegt að það skuli vera til níðorð um okkur hinsegin fólk og það þarf að ræða það mál opinskátt.“ Hann segir hópinn mjög spenntan að hitta ungmenni landsins og eiga með þeim fallega stund. „Og mig langar að hrósa Kópavogsbæ sérstaklega fyrir að kaupa sýninguna því þannig sýnir bærinn hug sinn í verki. Það er hægt að segjast vera bandamaður hinsegin fólks án þess að gera nokkurn tíma neitt í því. En þegar gjörðir fylgja orðum þá kemur hinn sanni ásetningur í ljós og við erum mjög þakklát.“

Lista- og menningarfræðsla MEKÓ haustið 2022 Mekó býður árlega upp á fjölbreytta og metnaðarfulla lista- og menningarfræðslu fyrir leikskóla og grunnskóla. Hér má sjá yfirlit yfir dagskrá haustannar 2022. Dagskrá vorannar KOMDU KISA MÍN 2023 verður kynnt síðar. -AF JÓLAKETTINUM OG ÖÐRUM KATTARTEGUNDUM-

Leikskólar Desember á Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs Jólakötturinn. Notaleg og fræðandi aðventustund sem hverfist um hinn ævintýralega jólakött. Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs desember 2019

3. bekkur Október í Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs Fimm mínútur aftur og aftur með Pinquins. Spennandi hljóðaferðalag með tilraunaglöðu slagverkstríói. Stefnumót tónlistar, náttúru og myndlistar.

4. bekkur September á Bókasafni Kópavogs Stefnumót við Góa. Gói Karlsson, leikari og bæjarlistamaður Kópavogsbæjar, spjallar um sköpun út frá ólíkum sjónarhóli.

7. bekkur Október í Salnum Ein stór fjölskylda með Gunna og Felix. Lifandi fyrirlestrar um skapandi skrif og alls konar fjölskyldumynstur. Að því loknu tekur við söngskemmtun með hinum ástsælu félögum.

10. bekkur Nóvember í Salnum Góðan daginn, faggi er sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur með glænýrri söngleikjatónlist eftir Axel Inga Árnason.

Fyrir frekari upplýsingar og skráningu skólahópa geta kennarar haft samband í meko@kopavogur.is.


Héraðsskjalasafn Kópavogs

Svamlað um í sundsögu Kópavogs Sund er mikilvægur hluti af lífinu í Kópavogi enda státar bærinn af tveimur sundlaugum sem eru vel sóttar allan ársins hring. Upphaf sundaðstöðu vorra tíma hér á landi má rekja aftur til þess að Fjölnismenn í Kaupmannahöfn gáfu út fyrstu prentuðu ráðleggingar á íslensku um sundstæði árið 1836 ritaðar af Jónasi Hallgrímssyni. Hann mun hafa farið nærri Rútstúni þegar hann kannaði þingstaðinn í Kópavogi í fylgd Árna bónda Péturssonar 25. júní 1841, en tæplega hefur hann órað fyrir sundstæði á þeim slóðum. Að hafa aðstöðu til sundiðkana var alltént forsenda sundkennslu og -kunnáttu og sundstæði voru ósjaldan sett upp í grennd við hveri, en einnig við ár, vötn og sjó gagngert til að kenna þar sund.

Upphaflega sundlaugin á Rútstúni, tekin í notkun 1968.

endaþarmsop hins hálfdrukknaða (þ.e. eftir að blástur í munn hefði litlu skilað). Tóbakspípur og innblásturstæki héngu á þeirri öld þar sem á vorri öld eru hengdir björgunarhringir. Kópavogslækurinn var í leysingum viðsjárverður og þar var hörmulegt slys 1. mars 1874 þegar tvö börn Árna bónda Björnssonar í Hvammkoti drukknuðu, en um það orti Matthías Jochumsson frægt kvæði. Í Kópavogslæknum er fyrst getið um sundstæði í Kópavogi um miðja 20. öld rétt ofan við Danskavað þ.e. neðan við horn gatnanna Fífuhvamms og Reynihvamms. Í byrjun 20. aldar tóku sveitarfélög á Íslandi að reka sundlaugar og reið Reykjavík á vaðið í Laugarnesi. Sveitarstjórnum var frá árinu 1925 heimilt að skylda skólabörn til sundnáms,

Að reisa sundlaug í Kópavogi á þessum tíma var heldur ekkert áhlaupaverk. Aðeins voru um 11 ár frá því að vatnsveita komst á í bænum og þar var engin hitaveita. Allt heitt vatn í laug og sturtur var því hitað upp með eldsneyti fram á 8. áratuginn. Heitir pottar komu því ekki til sögunnar við Kópavogslaugina fyrr en árið 1977. Aðstæður og fjárhagur sveitarfélagsins réði því að ekki var unnt að koma fram upphaflegum hugmyndum Högnu Sigurðardóttur nema að hluta. Árið 1984 var Högna fengin til að teikna endur- og viðbyggingar sundlaugarinnar. Á árunum 1986-1991 var unnið að framkvæmdum í fjórum áföngum en aðeins fyrsti áfanginn var byggður skv. teikningum Högnu.

Hulda Jakobsdóttir og Högna Sigurðardóttir við vígslu sundlaugar Kópavogs 2. febrúar 1991. Höfundur: Gunnar V. Andrésson (gva) © Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Áhugi Hafnarstúdenta á að efna til og efla sundkunnáttu meðal Íslendinga var sprottinn af áhyggjum af slysum. Hörmuleg drukknunarslys verða jafnan þegar flestir eru ósyndir og jafnvel vatnshræddir. Þegar á ofanverðri 18. öld gáfu Hafnarstúdentar út grein Jóns Eiríkssonar konferensráðs „Stutt og einfølld Ávísan um at fá Drucknada og Helfrosna til Lífs aptr, med fleiru þar at lútanda“. Þar eru taldar upp ýmsar aðferðir til að bjarga fólki frá drukknun, svo sem að blása tóbaksreyk inn í

og mannvirki á Kópavogsbletti LXXXII sem er formlegt heiti Rútstúns. Skilyrði var að landið yrði gert að skemmtigarði handa Kópavogsbúum. Hulda Jakobsdóttir bæjarstjóri Kópavogs 1957-1962 hafði samband við Högnu Sigurðardóttur arkitekt um að teikna sundlaug og skemmtigarð á Rútstúni og lágu fyrstu drög fyrir í mars 1962. Íburður í byggingarlist í Kópavogi á þessum tíma telst merkilegur og sýnir nokkurn stórhug.

en slíkri skyldu var alfarið komið á 1940. Þegar sundlaugarmál Kópavogs komust á dagskrá árið 1962 var Kópavogskaupstaður, yngsti kaupstaður landsins, jafnframt sá eini sem ekki rak sundlaug. Skemmtigarður fyrir Kópavogsbúa Fyrstu bæjarstjórar Kópavogs, hjónin Finnbogi Rútur Valdemarsson og Hulda Jakobsdóttir, færðu hinn 17. júní 1958 Kópavogskaupstað að gjöf alla ræktun

Nýlega gáfu Sögufélag Kópavogs og Héraðsskjalasafn Kópavogs út smárit eftir Katrínu Heiðar, Högna Sigurðardóttir. Sundlaugin sem ekki varð og er þar gerð grein fyrir upphaflegri hugmynd Högnu og listasögulegu samhengi hennar. Í viðbæti er ágrip af sundsögu Kópavogs.

28/9 kl. 12:15 í Gerðarsafni Skáldað í steypu með Guju Dögg Hauksdóttur


Litríkt menningarlíf í Kópavogi


Haustið hjá MEKÓ Salurinn Bókasafn Kópavogs

Menning á miðvikudögum kl. 12:15

SEPTEMBER

OKTÓBER

7/9 Pönkganga um Hamraborgina Dr. Gunni

5/10 Textíll, fatasóun og endurnýting Ásdís Jóelsdóttir lektor í textílmennt

14/9 Náttúran og sálarheill Páll Líndal umhverfissálfræðingur

12/10 Fimm mínútur aftur og aftur Pinquins slagverkstríóið

21/9 More Than You Know - jazztónleikar Silva Þórðardóttir, Steingrímur Teague og Daníel Friðrik Böðvarsson

19/10 Sýningaleiðsögn um Geómetríu Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur

28/9 Skáldað í steypu Guja Dögg Hauksdóttir arkitekt

26/10 List án landamæra og Tónstofa Valgerðar

Foreldramorgnar á fimmtudögum kl. 10:00

SEPTEMBER

OKTÓBER

8/9 Lestur og læsi Jóna Valborg Árnadóttir barnabókahöfundur

6/10 Skyndihjálp Ólafur Ingi Grettisson slökkviliðsmaður og sáttamiðlari

22/9 Fjölskyldu- og stjúptengsl Valgerður Halldórsdóttir félagsráðgjafi og sáttamiðlari

20/10 Svefn leikskólabarna Elísa Guðnadóttir sálfræðingur

Náttúrufræðistofa Kópavogs Gerðarsafn Í öllum menningarhúsunum

NÓVEMBER 9/11 Hörður Ágústsson og abstraktlistin Þröstur Helgason bókmenntafræðingur 16/11 Íslenska er alls konar Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur 23/11 Venjulegar konur Brynhildur Björnsdóttir rithöfundur 30/11 Jólajazz Kristjana Stefánsdóttir, Ómar Guðjónsson og Þorgrímur Jónsson

NÓVEMBER 3/11 Tónlistarstund

17/11 Veganesti Arna Skúladóttir barnahjúkrunarfræðingur


Menning á miðvikudögum, Foreldramorgnar á fimmtudögum og Fjölskyldustundir á laugardögum eru í boði lista- og menningarráðs Kópavogsbæjar. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin!

Fjölskyldustundir á laugardögum kl. 13:00

SEPTEMBER 3/9 Haustkarnival í Kópavogi 10/9 Arabísk letur- og listsmiðja Amel Barich listakona 17/9 Bernsku-Brek Þjóðlagaskotnir fjölskyldutónleikar 24/9 kl. 11:30 Origamismiðja á Lindasafni Guðrún Helga Halldórsdóttir 24/9 Rákir – dans- og teiknismiðja Katrín Gunnarsdóttir dansari og Rán Flygenring teiknari

OKTÓBER

NÓVEMBER

1/10 Náttúru- og ævintýraferð um Borgarholtið Sólrún Harðardóttir kennari ásamt líffræðingum af Náttúrufræðistofu 8/10 Vísindasmiðja Háskóla Íslands

5/11 Ljós og skuggar – kolasmiðja Sigrún Úa Gunnarsdóttir myndlistarkona 12/11 Gullpotturinn - sagnasmiðja Kristín Ragna Gunnarsdóttir og Sverrir Norland rithöfundar

15/10 Allt og hvaðeina – skúlptúrsmiðja Marta María Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir myndlistarkonur

19/11 Grafíksmiðja Björk Viggósdóttir myndlistarkona

22/10 List án landamæra listsmiðjur

26/11 Aðventuhátíð í Kópavogi

29/10 kl. 11:30 Hrekkjavökusmiðja á Lindasafni 29/10 Jazz er hrekkur – hrekkjavökutónleikar Leifur Gunnarsson, Ingibjörg Fríða Helgadóttir og Sunna Gunnlaugsdóttir

Annað á dagskrá:

SEPTEMBER

Ásamt fjölda annarra viðburða sem verða kynntir frekar á meko.is.

OKTÓBER

NÓVEMBER

1/9 Lesið á milli línanna

2/10 Ár íslenska einsöngslagsins

2/11 Hananú

4/9 Ár íslenska einsöngslagsins

5/10 Hananú

3/11 Lesið á milli línanna

21/9 Hananú 13/9 Tíbrá

6/10 Lesið á milli línanna

10/11 Af fingrum fram

21/9 Syngjandi í Salnum

6/10 Af fingrum fram

16/11 Hananú

29/9 Af fingrum fram

8/10 Opnun á Geómetría

16/11 Syngjandi í Salnum

30/9 Af fingrum fram

9/10 Geómetría málþing

17/11 Hið árlega bókaspjall

12/10 Syngjandi í Salnum

20/11 Ár íslenska einsöngslagsins

15/10 Málþing um orkuskipti og umhverfisvernd

22/11 Tíbrá

18/10 Tíbrá Heimkynni – ávallt opið á opnunartíma Náttúrufræðistofu Kópavogs

19/10 Hananú 20/10 List án landamæra - opnun 20/10 Af fingrum fram 23/10-24/10 Dagskrá vegna vetrarfrís grunnskóla Kópavogs 30/10 Ár íslenska einsöngslagsins

24/11 Af fingrum fram 30/11 Hananú


Gestum Náttúrufræðistofu Kópavogs er boðið í ferðalag um helstu búsvæði sem finnast á Íslandi, allt frá myrkustu undirdjúpum til hæstu fjallatoppa, og að mæta þeim lífverum sem þar fyrirfinnast.

Sjónarspil með ÞYKJÓ

Hvernig sjá dýr öðruvísi en mannfólk? Hvaða liti greina þau? Hvernig hafa augu dýrategunda þróast í gegnum aldirnar? Er nóg að hafa einn augastein í auganu, eða þurfa sum dýr að hafa tvo augasteina í einu og sama auganu? Standa augun kannski á stilkum? „Þetta er eitt af því sem börn eru svo mikið að velta fyrir sér, þau spyrja í sífellu og það er svo gjöfult að stíga inn í forvitnina með þeim,“ segir Sigríður Sunna Reynisdóttir, hönnuður hjá þverfaglega hönnunarteyminu ÞYKJÓ og bætir við: „Og þetta er það sem við erum að vinna með í Sjónarspili.“ Sjónarspil er samstarfsverkefni ÞYKJÓ, líffræðinga Náttúrufræðistofu Kópavogs og Vísindasmiðju Háskóla Íslands með þátttöku 5-6 ára barna af leikskólanum Marbakka. Um er að ræða rannsóknarverkefni, listsmiðjur og upplifunarhönnun í forsal Náttúrufræðistofu Kópavogs sem hverfist um sjónskynjun dýra og manna. „Vísindasmiðjan sér um eðlisfræðihlutann og efnafræðina, hvað er sjón, hvernig skynjum við ljósbylgjur sem liti, hvernig virkar augað og svo framvegis, Náttúrufræðistofa leggur

til rýmið og gripina og ÞYKJÓ sér um hönnunina,“ segir Sigríður Sunna. „Þarna er náttúrulega verið að ráðast inn á svið sem er líka nýtt fyrir okkur, ekki það rannsóknasvið sem við stundum dags daglega þannig að við erum eiginlega að læra jafn mikið og ÞYKJÓ,“ segir Finnur Ingimarsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofu. „Það er svo margt sem líffræðingar vilja fræða almenning um og því grípum við öll tækifæri fegins hendi til að draga athygli að því hvað náttúran er stórbrotin. Einn af stóru kostum þessa samstarfs menningarhúsanna hér í Kópavogi eru þessi tækifæri, þessi möguleiki á að miðla þekkingu á fjölbreytilegan og nýstárlegan hátt.“ Sérð þú það sem ég sé? Í Sjónarspili munu börn geta horft í gegnum mismunandi lituð gler og kíkt í gegnum mismunandi göt á forvitnilegum kössum þar sem komið verður fyrir völdum safngripum úr Náttúrufræðistofu. Börn fá þannig tækifæri til að sjá með augum ýmissa dýrategunda og átta sig á ólíkum sjónarhornum. Innsetningin er í augnhæð barna. Eitt af því sem hefur vakið athygli í starfi ÞYKJÓ í menningarhúsunum er nýstárleg miðlun fjölbreyttra og

merkilegra safngripa Náttúrufræðistofu. Hönnuðir stilltu skeljum og kuðungum út líkt og skúlptúrum í samhengi við myndlist í Gerðarsafni. Egg og hreiður voru kynnt í Salnum út frá formfræði. Safngripir hafa verið myndaðir af atvinnuljósmyndurum og miðlað á samfélagsmiðlum sem hefur vakið mikinn áhuga og athygli almennings, bæði barna og fullorðinna. Sjónarspil er leið til að halda áfram að miðla náttúrugripum á nýjan hátt. Hlutirnir sjálfir inni í kössunum eru valdir með rýnihópum barna af leikskólanum Marbakka, úr safni Náttúrufræðistofu Kópavogs. „Þessir kassar eru hugsaðir þannig að það sé hægt að skipta reglulega út safngripum því safnið á svo mikið af áhugaverðum gripum,“ segir Sigríður Sunna. „Kassarnir verða vonandi eitt tæki í viðbót fyrir Náttúrufræðistofu til að endurnýja sýningarkostinn sem gerir það að verkum að það er hægt að koma aftur og aftur og sjá alltaf eitthvað nýtt. Fyrir yngstu gestina þýðir þetta líka að það er hægt að afmarka sig við að skoða nokkra hluti og missa þá ekki fókus yfir öllu sem er í boði að skoða. Þetta er leið til að staldra við og horfa aðeins lengur á hvern hlut fyrir sig og sjá hann frá fleiri sjónarhornum sem er líka eitt af stóru markmiðunum okkar. Það er svo gaman að fá að skoða safngripi djúpt.“

Febrúar 2023 á Náttúrufræðistofu Kópavogs Sjónarspil opnar á Vetrarhátíð í Kópavogi


LIST ÁN LANDAMÆRA

Brúar bilið milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks

List án landamæra er árleg listahátíð sem leggur áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins. List án landamæra fékk styrk frá lista- og menningarráði Kópavogs í fyrra en hluti hátíðarinnar í haust fer fram í menningarhúsunum. „List án landamæra leggur áherslu á list fatlaðs listafólks en stefnir líka á að sýna list frá sem fjölbreyttustum hópi fólks, auka sýnileika fatlaðs fólks og brjóta niður múra í menningarheiminum svo öll geti tekið þátt og notið sín,“ segir Jóhanna Ásgeirsdóttir, listrænn stjórnandi hátíðarinnar. „Fyrsta hátíðin var haldin árið 2003 í tilefni af Evrópuári fatlaðra og hátíðin verður því tuttugu ára á næsta ári. Við sóttumst eftir því að vera sýnileg í Kópavogsbæ og vildum nýta menningarhúsin og bærinn gerði gott betur og veitti hátíðinni styrk sem er alveg frábært.“ Hátíðin verður ekki eingöngu í Kópavogi heldur líka í Reykjavík og Hafnarfirði. „Við byrjum 15. október en opnun í menningarhúsunum verður 20. október þar sem hátíðin mun standa í tvær vikur en myndlistarsýningarnar fá vonandi að vera aðeins lengur uppi.“ Dagskrá í öllum menningarhúsunum Jóhanna segir margt spennandi vera á

dagskrá hátíðarinnar í Kópavogi í haust. „Við erum í samstarfi við Barvolam, listamannarými og vinnustofur fyrir fatlað listafólk í Prag og í maí fórum við þangað hópur af listafólki frá Myndlistarskólanum í Reykjavík og List án landamæra og kynntum okkur starfsemina. Á hátíðinni verður samsýning þessara listamanna frá Tékklandi og nema af myndlistarbraut Myndlistarskólans fyrir fólk með þroskahömlun. Sýningin verður um þessa heimsókn til Prag og um aktivisma og réttindabaráttu sem einstaklingar úr þessum hópi hafa staðið fyrir. Svo verða skemmtilegar smiðjur frá Barvolam í Gerðarsafni sem ganga út á að mála risastór samvinnumálverk en þau hafa þróað aðferð í kringum svona samvinnulistaverk þar sem allskonar fólk, bæði atvinnu listafólk en líka gestir og gangandi geta komið og unnið saman að listaverki. Við stefnum á að vera líka með myndlistarsnúning á bókasafninu þar sem þemað er textaverk, myndlist innblásin af ritlist og unnið með skáldum og svo verður sýning í Náttúrufræðistofu sem tengist safneigninni þar. Svo verðum við líka með tónlistaruppákomur í Salnum og á Gerðarsafni og sitthvað fleira því eitt af markmiðum hátíðarinnar er að styðja við fjölbreytta miðlun.“ Fatlaðir og jaðarsettir með skertari aðgang

hátíðinni er að brúa bilið milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Hugmyndin er að sýna verk eftir allskonar fólk og við fylgjumst með rýmum þar sem fólk er að skapa, bæði á listasýningum og á stöðum eins og Ási styrktarfélagi, Fjölmennt og Sólheimum svo dæmi séu tekin. Það er hins vegar því miður staðreynd að fatlaðir og jaðarsettir einstaklingar hafa skertari aðgang að listmenntun og menntun yfir höfuð. Fólk sem getur sótt sér háskólamenntun í listum myndar tengslanet og skapar sér tækifæri og hátíðin stefnir að því að styðja við tengslamyndun milli listafólks, að allskonar fólk komi saman og deili list sinni hvert með öðru. Ef fötluðu listamennirnir þurfa einhvers konar stuðning til að geta staðið jafnfætis veitir hátíðin þann stuðning. Það er mikilvægt að búa til vettvang þar sem fatlað fólk miðlar sinni reynslu og segir hvaða breytingar það vill sjá á samfélaginu.“ Hún segir þess vegna ekki síður mikilvægt að hátíðin sé ekki eini vettvangurinn fyrir listafólk með fötlun. „Við viljum koma fólki inn í hinn almenna listaheim og vera aðhaldsafl gagnvart menningarstofnunum, þrýsta á þær að sýna verk fatlaðs listafólks og koma til móts við þau. Og ef það þarf að aðlaga eitthvað til að auka aðgengi fatlaðs fólks þá á að vera sjálfsagt að það sé gert. Það þarf að aðlaga kerfi að þörfum fólks, ekki öfugt, svo listheimurinn þarf að breytast til þess að bjóða fjölbreyttari flóru fólks velkomið.“

Jóhanna segir mikilvægt að það séu ekki bara verk eftir fatlaða listamenn á hátíðinni. „Grunnhugmyndin að 20/10 sýningaopnanir í Gerðarsafni, Bókasafni Kópavogs og Náttúrufræðistofu Kópavogs Viðburðir í samstarfi við hátíðina verða dagana 20. - 30. október


Fjölbreyttari listamenn og fagaðilar fái aðgengi að listalífinu Komd’inn er ný viðburðadagskrá í Gerðarsafni sem hefur það markmið að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið. Sýningarstjórar verkefnisins eru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari og Wiola Ujazdowska, Vikram Pradhan er einnig skapandi samstarfsaðili verkefnisins. „Okkur langar að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið og móta viðburðadagskrá sem höfðar til fjölbreyttra hópa á þeirra eigin forsendum. Við viljum bjóða nágrönnum safnsins og áhugasömum einstaklingum að taka þátt með samtölum, námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum spennandi uppákomum í sumar,“ segir Helena sem eins og Þórhildur Tinna er menntaður sýningarstjóri frá London. „Við höfum lengi haft brennandi áhuga á fjölbreyttu listalífi með aðkomu sem flestra í samfélaginu og höfðum samband við Gerðarsafn með dagskrá á þessum nótum í huga. Svo skemmtilega vildi til að Gerðarsafn var einmitt á sama tíma að setja svipað verkefni á

laggirnar. Grunnhugmyndin er sú að allir eru velkomnir og titillinn er líka á ensku, pólsku og arabísku.“ Ráðgjafahópur var myndaður kringum dagskrána sem hafði lykiláhrif á mótun hennar. „Við auglýstum eftir fólki sem hafði áhuga á myndlist og hvernig söfn gætu verið aðgengilegri. Á fyrsta fundinn mættu sjö manns af erlendum uppruna sem eru öll menntuð sem myndlistarmenn, hönnuðir og listfræðingar og úr varð að við stýrum verkefninu í samstarfi við listakonurnar og listfræðingana, Wiolu frá Póllandi og Nermine frá Egyptalandi sem hafa verið búsettar á Íslandi í fjölda ára og Vikram sem vinnur með okkur í miðlun og kynningu dagskránnar út á við. Svo er ráðgjafahópurinn stærri og heldur reglulega opna fundi þar sem öllum er velkomið að leggja eitthvað til málanna. Í raun erum við öll ráðgjafar safnsins og sýningarstýrum í sameiningu viðburðadagskrá þess.“ Dagskráin hefur verið fjölbreytt en meðal viðburða má nefna fyrirlestur

Samtímalist í stað garðyrkju

Gerðarsafn hefur undanfarin tvö sumur boðið unglingum í Vinnuskólanum í sumarvinnu undir heitinu Grakkarnir. Þau Lilja Benediktsdóttir, Björn Magnús Egilsson og Tómas Örn Rúnarsson, öll á sautjánda ári, máluðu, kynntu sér sköpun og gerðu gjörninga.

Grökkunum er að kynna unglinga fyrir list því það eru ekki margir unglingar að sækja sér þá þekkingu sjálfir.“ Tómas segir að markmiðið sé fyrst og fremst að prófa eitthvað nýtt. „Við förum líka út fyrir þægindarammann og eignumst nýja vini sem líka hafa áhuga á list.“

„Í vinnunni förum við á listasöfn og setjum upp sýningu sjálf,“ segir Björn og Lilja bætir við: „Pælingin með

Þau leggja áherslu á að markmiðið sé að opna huga þeirra fyrir list og því að hugsa á nýjan hátt. „Og svo ef

um úkraínska samtímalist og hvernig myndlistin hefur brugðist við stríðinu þar. „Í ágúst fengum við Söru frá Líbanon til að segja sögu sína sem fyrsti trans flóttamaðurinn sem fékk ríkisborgararétt á Íslandi og í lok ágúst talaði Naja Dyrendom Graugaard, listakona af dönskum og grænlenskum uppruna, um hlutverk Danmerkur sem nýlenduveldis í Grænlandi í samtali við sýninguna Við getum talað saman á safninu. Þá má einnig nefna gjörning frá Dance Enthusiasts sem er hópur samsettur af dönsurum og myndlistarfólki af erlendum uppruna. Þá stefnum við á að setja upp skyndistefnumót þar sem sýningarstjórar af söfnunum á StórReykjavíkursvæðinu geta hitt listamenn sem þeir hafa kannski ekki heyrt af áður og kynnst einhverju nýju sem vonandi ratar svo á sýningarnar þeirra eða í framtíðarverkefni .“ Komd´inn verður í gangi fram á veturinn enda af nógu að taka þegar frjóir hugar og víðsýn menningarstofnun ná saman.

við verðum listamenn í framtíðinni höfum við tengingu við safnið sjálft og þá listamenn og söfn sem við höfum skoðað,“ segir Lilja sem stefnir á að verða myndlistarmaður. Hún hefur mestan áhuga á því að vinna með andlit og portrettmálun en Birni finnst skemmtilegast að gera gjörninga: „Ég vissi ekki hvað gjörningur var áður en núna finnst mér það listform mjög áhugavert. Ég gerði gjörning á sýningunni okkar þar sem ég sat í köldum potti og borðaði ótrúlega sterkar núðlur og var með hlaðvarp í gangi í leiðinni.“ Tómas hefur mestan áhuga á tónlist. „Við lærðum að gera tónlistartakta, það fannst mér ótrúlega gaman.“ Þau eru sammála um að þetta sé skemmtilegasta sumarvinna sem þau hafa unnið. „Fyrst var ég mest spenntur að fá laun,“ segir Björn,“ en núna er ég spenntur fyrir að fara í vinnuna og gera bara eitthvað. Vera með fólki, vera saman og búa til eitthvað mjög fallegt.“


GERÐARVERÐLAUNIN

Að vera listamaður er að vera einn

Sýningar 2022-2023 OKTÓBER – JANÚAR

Geómetría

Sagt hefur verið um verk Þórs Vigfússonar að þau séu eins og innlit inn í annan heim. Verk hans sem byggja á einföldum sterkum litum og eru unnin í iðnaðarefnivið eins og gler og ál hafa verið sýnd allt frá Kjarvalsstöðum til Kína. Þór er handhafi Gerðarverðlaunanna árið 2021. „Ég ákvað þegar ég var tólf ára að verða listamaður. Ég heimsótti Ásmund Sveinsson á vinnustofu hans og fékk að skoða það sem hann var að gera og hann talaði við mig eins og fullorðinn mann sem ég var mjög hissa á,“ segir Þór sem var heyrnarskertur stóran hluta bernsku og fram á fullorðinsár og segir að það hafi kannski orðið til þess að hann fann sig ekki í skóla en þeim mun betur í listinni. „Það hefur kannski skilað sér í listsköpuninni minni, að skoða umhverfið og ná fram tilfinningu. En á sama tíma átti ég erfitt með samtöl, einangraðist mikið og hélt mig utan við ýmsa umræðu. Ég kem úr fjölskyldu iðnaðarmanna og ég held að það móti mig líka sem listamann. Og líka viðhorfið, verkin eru bara verkefni sem þarf að klára og svo tekur eitthvað annað við. Eitt verk er síðan kannski líka hráefni í næsta verk þegar sýningin hefur verið tekin niður.“ Sjálfsmatið í endurskoðun Hann segir það heiður að hafa fengið Gerðarverðlaunin. „Gerður er náttúrulega bara snillingur og vanmetin, kannski er ég að reyna að segja að hún hefði örugglega fengið önnur viðbrögð ef hún hefði verið karlmaður. Og mér finnst Gerðarsafn hafa gert Kópavog að góðu samfélagi. Öll samfélög eru að breytast og þá eru svona staðir guðs gjöf, ekki malbikunarstöðin eða kranarnir.

Verðlaunin settu hins vegar sjálfsmatið í endurskoðun. Mér hefur eiginlega alltaf verið sama um flest svo framarlega sem ég verð ekki fyrir miklu áreiti. Ég nenni ekki að halda utan um það sem ég geri og trúi ekki á þann heim þar sem listamaðurinn þarf að gera allt sjálfur. En mér finnst flott hjá bænum að vera með þessi verðlaun.“ Safnið á einmitt verk eftir Þór. „Þetta eru fjögur stór gler sem ég vann inni á safninu og síðan enduðu verkin sem eign safnsins og hafa aldrei farið út úr þessu húsi enda níðþung. Ég held að þau hafi keypt verkið af því það var vonlaust að flytja það,“ segir hann og glottir. Hann viðurkennir að það að vinna verðlaun sem kennd eru við Gerði hafi sett hann í smá vanda sem kallar á vissa endurskoðun. „Gerður var gífurlega afkastamikil og það er fullt af listamönnum sem eru alltaf að. Ég er líka alltaf að en það er mjög misjafnt hvað liggur eftir mig. Sem betur fer kannski, ég á nú þegar svo mikið drasl að ég get hvergi verið. Þegar ég var yngri þá var oft erfitt að finna afsökun fyrir að gera myndlistina. Mér fannst að verkið ætti að vera sjálfstætt og ekki koma mér neitt við en samt fannst mér ég þurfa að geta skýrt af hverju ég gerði verkin. Þegar ég hætti að leita að þeirri skýringu og uppgötvaði að ég hef fullan rétt á að gera stundum vond verk og vonda sýningu og að það er jafnvel gott fyrir samfélagið að fá vond verk upp á fjölbreytnina, þá frelsaði það mig frá kröfum um afköst og skilgreiningar“. Listin ekki auðveld Hann segir að það sé ekki auðvelt að vera listamaður. „Það er miklu auðveldara að vera eitthvað annað. Ég vann töluvert mikið við leikmyndir í kvikmyndum. Sem er mjög skemmtilegt, fullt af frábæru samstarfsfólki og svo ertu með handrit, sem er kannski það sem alla dreymir um. Að hafa handrit að ,,lífinu“. Ég veit samt ekki hvað rekur mig áfram, ég er sennilega að forða mér frá einhverju. Listamenn eru alltaf aðeins fyrir utan samfélagið og geta þessvegna skoðað það svolítið utanfrá. Sem er líka hollt fyrir samfélög, að fá annað sjónarhorn.“

Sýning á verkum íslenskra listamanna sem voru í forystu geómetrískrar abstraktlistar á 6. áratugnum. Var þetta í fyrsta sinn í íslenskri listasögu sem hópur íslenskra listamanna var samstíga því sem var að gerast á alþjóðavettvangi. Innan íslensku geómetríunnar voru listakonur áberandi hluti af kjarnanum, má þar nefna Gerði Helgadóttur, Nínu Tryggvadóttur og Guðmundu Andrésdóttur. OKTÓBER – NÓVEMBER

List án landamæra List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á list fatlaðs fólks. Hátíðin sýnir öll listform og stendur fyrir samstarfi á milli listamanna. Hátíðin er eini vettvangurinn á Íslandi sem leggur alfarið áherslu á listsköpun fatlaðs listafólks og hefur skapað sér sérstöðu innan menningarlífsins á Íslandi. JANÚAR – APRÍL

Tracing fragments Samsýning listamanna frá frá Íslandi, Mexikó, Pakistan, Bandaríkjunum, Grænlandi, Danmörku, og Finnlandi. Með því að vefa, sauma, mynda, og skeyta saman endurheimta listamennirnir sögulegar aðferðir við handverk, ljósmyndun og heimildasöfnun. Hver og einn listamaður á sinn eigin frumlega máta rannsakar sína eigin sögu, endurskrifar og opnar á samtal um áður þaggaðar frásagnir þeirra kúguðu. Sýningarstjóri er Daría Sól Andrews. MAÍ – JÚNÍ

HönnunarMars Stærsta hönnunarhátíð landsins breiðir úr sér um höfuðborgarsvæðið í fimmtánda sinn í maí 2023. Gestum gefst tækifæri á að sækja sér innblástur og kynnast grósku íslenska hönnunarsamfélagsins.


HANDHAFI LJÓÐSTAFS JÓNS ÚR VÖR

Þegar dagar aldrei dagar aldrei Alltaf springa þau á veturna handarbökin ekki í loft upp heldur eftir rásum

Ljósið í myrkrinu

Skurðir kvíslast skinn flagnar eins og í mótmælaskyni: nú er nóg komið

Ljóðstafur Jóns úr Vör var veittur í febrúar en þá voru liðin 20 ár frá því að Ljóðstafurinn var fyrst veittur. Í þetta sinn féll Ljóðstafurinn í hendur Brynju Hjálmsdóttur ljóðskálds sem er afar stolt af því að vera í hópi þeirra sem hann hafa hreppt.

tökum þegar ég fer í ritlistarnám í háskólanum sem ég kláraði 2018. Þá skrifaði ég leikritið Ókyrrð sem lokaverkefni sem kom út á bók í sumar og fjallar um fjórar persónur í flugvél á tímum heimsfaraldurs. Það hefur aldrei verið sett upp og má því segja að það sé ennþá verk í vinnslu. En hver veit?“ Þess má geta að Ókyrrð er skrifað árið 2017-18.

„Það skiptir alveg rosalega miklu máli að fá svona viðurkenningu, bæði fyrir ýmislegt praktískt eins og ferilskrá en ekki síður og kannski fyrst og fremst hefur það merkingu fyrir mig persónulega,“ segir Brynja sem tók þátt í samkeppninni í þriðja sinn. „Kópavogur er til mikillar fyrirmyndar að styðja við ljóðagerð með því að veita þessi verðlaun og líka með Ljóðadögum sem verða alltaf stærri og veglegri og mér finnst að mörg sveitarfélög mættu taka sér þetta til fyrirmyndar. Fyrir mig eru þessi verðlaun sérstaklega mikilvæg og merkileg, mér hefur þótt í gegnum tíðina bæði vinningsljóðin góð og flottir vinningshafar og það hefur mjög mikla þýðingu fyrir mig fá að tilheyra þeim hópi. Svona samkeppnir eru líka spark í rassinn til að klára eitthvað, ljúka við það sem byrjað er á svo það verði nógu gott til að senda inn og það getur síðan orðið kveikja að einhverju stærra jafnvel,“ bætir hún við leyndardómsfull en þverneitar að tjá sig nánar um það. „Það á alveg eftir að koma í ljós hvort það er raunin með þetta ljóð, það gæti bara vel verið.“

Hún hefur einnig sent frá sér tvær ljóðabækur, sú fyrri heitir Okfruman og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna árið 2019 og fyrir síðustu jól kom út bókin Kona lítur við, sem var tilnefnd til Maístjörnunnar.

Hún ber smyrsl á öll þessi ósköp

Brynja les mikið af ljóðum og skiptir reglulega um uppáhalds ljóðskáld. „Bara til að nefna tvö núna sem ég hef miklar mætur á þá er ég mjög hrifin af breska skáldinu Warsan Shire og er að lesa bókina hennar „Bless the Daughter Raised by the Voice in Her Head“ en svo hef ég líka mjög gaman að ljóðum myndlistarmannsins Sigurðar Guðmundssonar, það er gaman að lesa ljóð eftir fólk sem fæst við annað að aðalstarfi en að skrifa ljóð, það gefur annað sjónarhorn. En svo á ég rosalega mörg önnur uppáhalds ljóðskáld.“

bara frýs

Brynja hefur haft áhuga á bókmenntum og kveðskap síðan hún var barn en byrjaði ekki að skrifa fyrir alvöru fyrr en eftir tvítugt en hún er þrítug í ár. „Síðan tek ég þetta dálítið föstum

Tvær tilnefningar

Vinningsljóð Brynju heitir Þegar dagar aldrei dagar aldrei og hún segir það spretta nánast úr ósjálfráðri skrift. „Ljóðin mín spretta oft úr svona flæðiskrifum og ég breytti því svo sem ekkert rosalega mikið frá einhverju sem kom frekar beint. En eins og gefur að skilja er það skrifað að vetri til í myrkrinu og það fjallar þess vegna kannski líka um ljósið í myrkrinu.“

Sprungur í uppurinni uppsprettu mósaíkmynd fúgan milli flísanna er rauð Rauðir skipaskurðir: gluggar inn í annan heim innanverðan heiminn

eins og til að sparsla í gamlar holur sem hún boraði ekki sjálf ekki ein í það minnsta en hér alltaf svo kalt og smyrslið eins og hvað annað Hér er auðvelt að gleyma að sólin sé alvöru himintungl En alltaf finnst fólk sem er of latt til að bera inn ljósin hundraðþúsund sem það strengdi í trén fléttaði um svalirnar um handriðin og húnana Fólkið er þreytt Því hanga þau þarna enn sindrandi tær


LJÓÐASAMKEPPNI GRUNNSKÓLA KÓPAVOGS

Semur texta við eigin lög SAMKEPPNI

LJÓÐSTAFUR JÓNS ÚR VÖR

Hugmynd Allar hugmyndir mínar renna út í bláinn ásamt fuglunum og fiskunum. Þær fljúga hátt og synda lágt. Þangað til þær snúa við. Og koma til mín seint um nótt, ég sem ætlaði að sofna.

Friðjón Ingi Guðjónsson er sextán ára. Hann var að ljúka námi í Álfhólsskóla og er á leið í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi. Hann er höfundur ljóðsins Hugmynd sem hlaut fyrstu verðlaun í ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs. „Ég hef ekki verið mikið að yrkja ljóð og það kom mér mjög á óvart þegar ég komst að því að ég hefði lent í fyrsta sæti.“ segir Friðjón Ingi. „Við áttum í skólanum að gera eitt hefðbundið ljóð og eitt óhefðbundið. Ég hugsaði ekkert mikið út í það heldur bara gerði eitthvað og íslenskukennarinn minn, Ragnheiður Eggertsdóttir, sendi ljóðið í keppnina.“ Helstu áhugamál hans eru fótbolti sem hann hefur stundað um árabil. „Svo spila ég líka á gítar og hef alveg samið texta við nokkur lög sem ég hef samið. Textarnir eru aðallega um ástarsorg og eitthvað, hef smá reynslu af því eins og allir. Svo ég hef kannski verið að semja einhvers konar ljóð,“ segir hann brosandi. Hvað varðar tildrög verðlaunaljóðsins segir hann: „Ég var bara að hugsa: Hvað á ég að gera? Var

alveg fastur fyrst en svo bara gerðist eitthvað og ég fór að skrifa og svo hugsaði ég: Þetta er bara í lagi, þetta er að virka. Kannski sem ég lag við þetta ljóð einhvern tímann.“ Rapp er líka ljóð Hann segist hlusta helst á rapp þó hans eigin tónlist sé ekki á þeim nótum. „En rapp er líka ljóð á sinn hátt, þegar maður fer yfir textana þá sér maður alveg hljóðstafina og hvernig þetta er hugsað. Ég er kannski meira að pæla í ljóðum en ég geri mér grein fyrir.“ Hvað framtíðina varðar segir hann að draumurinn sé að fara í atvinnumennsku í fótboltanum. „Það er samt mjög erfitt að komast í það og ágætt að hafa eitthvað annað í pokahorninu. Ég er byrjaður að klippa hárið á vinum mínum sem mér finnst mjög skemmtilegt og svo ætla ég kannski að fara í smiðinn en annars er allt opið. Kannski held ég bara áfram að skrifa ljóð?“

Ljóðasamkeppni grunnskóla Kópavogs hefur verið haldin samhliða Ljóðstafnum frá 2012. Markmiðið með grunnskólakeppninni er að efla áhuga barna og ungmenna á ljóðagerð og geta öll grunnskólabörn í Kópavogi tekið þátt.

Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar efnir til samkeppni um Ljóðstaf Jóns úr Vör. Öllum skáldum er velkomið að taka þátt en ljóðið má ekki hafa birst áður. Ljóði skal skilað í fjórum eintökum og skal hvert eintak merkt dulnefni. Með fjórritinu skal fylgja eitt lokað umslag merkt dulnefni skáldsins sem inniheldur upplýsingar um nafn, símanúmer og netfang skáldsins. Einungis umslög sem tilheyra vinnings- og viðurkenningarljóðum verða opnuð en öllum öðrum gögnum eytt. Ljóðstafurinn verður afhentur ásamt viðurkenningum laugardaginn 21. janúar 2023 við hátíðlega athöfn í Salnum en þá verða liðin 21 ár síðan Ljóðstafurinn var fyrst veittur. Nánari upplýsingar: meko@kopavogur.is SKILAFRESTUR Í KEPPNINA ER TIL OG MEÐ 5. NÓVEMBER 2022. Utanáskrift umslags er: Ljóðstafur Jóns úr Vör Menning í Kópavogi Digranesvegi 1 200 Kópavogi


HEIÐURSLISTAMAÐUR KÓPAVOGS

Músíkin er harður húsbóndi Þórir Baldursson hefur átt ævintýralegri tónlistarferil en flestir Íslendingar. Hann fór að spila á böllum þegar hann var tíu ára og hefur starfað með heimsfrægu tónlistarfólki á borð við Elton John, Donnu Summer, Abba og Grace Jones. Hann hefur einnig starfað með flestum íslenskum tónlistarmönnum, kennt, útsett og gert við Hammondorgel. Þórir hefur verið búsettur í Kópavogi undanfarin ár og var útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs síðasta vetur.


Með Hammond milli landa „Fyrstu kynni mín af Kópavogi voru hér uppi á hálsinum þar sem bensínstöðin Á þessum árum tíðkaðist að hótel höfðu var í gamla daga og svo spilaði ég í sínar eigin hljómsveitir sem spiluðu hljómsveit með Tryggva Hübner sem undir borðhaldi og fyrir dansi. „Svo er einn aðal Kópavogsbúinn. Hann átti gerðist það síðla árs 1969 að ákveðið heima í Kársnesinu og við sóttum hann var að hafa hljómsveitaskipti milli alltaf þangað þegar við vorum að fara að Hótels Loftleiða og finnska hótelsins spila inni í Reykjavík,“ segir Þórir sem er Fennia í Helsinki. Við Maja systir, María alinn upp í Keflavík, elstur fimm systkina Baldursdóttir söngkona, vorum með en faðir hans spilaði stundum á böllum dúett þar sem hún söng og ég spilaði á um helgar. „Ég byrjaði að spila fyrir fólk Hammondorgel og það var ákveðið að þegar ég var átta ára og þá tróð ég helst við færum með íslensku hljómsveitinni, upp fyrir skólasystkin mín í barnaskóla. sem var skipuð Karli Lilliendahl, Hjördísi Þá spilaði ég mest á harmonikku en færði Geirs og fleirum, til Finnlands til að mig fljótlega yfir á hljómborðið. Ég fór skemmta með þeim. Orgelið var alltof síðan að spila með pabba á böllunum stórt og þungt til að hægt væri að fara þegar ég var svona tíu/ellefu ára, fékk með það í flugvél svo úr varð að ég réði fyrst að fljóta með en fór fljótlega að mig á farþegaskipið Gullfoss sem var í leysa af í forföllum píanistans í bandinu siglingum til Kaupmannahafnar og fékk sem var Jón Óskar skáld. Ég gleymi því starf sem fararstjóri. Orgelið var híft um aldrei þegar hann forfallaðist einhverra borð og skrúfað niður í veislusalinn hluta vegna á miðju balli þannig að ég hljóp í skarðið. En þegar átti að fara að borga launin, „Hverja einustu helgi fór ég með launin vildi pabbi að ég fengi bara mín og setti undir koddann hjá mömmu helminginn, en það tók og keypti sjálfur fötin mín þegar ég skáldið ekki í mál; - ég fékk öll launin. Hverja einustu fermdist enda þá orðinn atvinnumaður í helgi fór ég með launin mín bransanum.“ og setti undir koddann hjá mömmu og keypti sjálfur og þar var ég fararstjóri og spilaði fyrir fötin mín þegar ég fermdist enda þá gesti. Ég endaði í Kaupmannahöfn og orðinn atvinnumaður í bransanum. Það fór með orgelið í ferju til Helsinki. Þarna voru ekki miklir peningar á mínu heimili vorum við í mánuð og þetta var alveg og stundum lánaði ég til heimilishaldsins óborganlega gaman. Þegar þau fóru en fékk það ríkulega greitt aftur.“ heim varð ég eftir í Helsinki með orgelið. Ég spilaði í Finnlandi fram í apríl og fór MR og Savanna tríóið þá til Stokkhólms þar sem íslenskur kunningi minn útvegaði mér vinnu við Þórir hóf skólagöngu við Menntaskólann spilamennsku.“ Hjónaband Þóris á í Reykjavík árið 1961 en skólinn náði ekki Íslandi lifði ekki af þessa alþjóðlegu að halda honum við efnið því hann var „show“mennsku og Þórir gekk í aðra kominn í fulla vinnu í spilamennskunni. hljómsveit sem ferðaðist til Sviss þar „Á þeim árum var spilað á hverju kvöldi sem hann kynntist annarri konu sinni, í Reykjavík, á Þórskaffi, í Röðli og á Ninu Lisell, þekktri þýskri söngkonu hótelunum. Ég hætti fljótlega í menntó sem bjó í München. „Svo ég endaði þar því hugurinn var ekkert þar og pabbi með orgel og tóma vasa. Það fréttist skildi það og sagði mér blessuðum að í München að það væri kominn í bæinn fara bara í tónlistarskóla. Ég hlýddi því hljómborðsleikari sem gæti spilað hina og fór í kennaradeild Tónlistarskólans og þessa stíla og svolítið eins og Elton í Reykjavík.“ Menntaskólinn hafði þó John. Orgelið var orðið hliðarhljóðfæri eitt gott í för með sér. „Þar kynntist ég þarna en ég skildi það þó aldrei við mig Birni G. Björnssyni og Troels Bentsen og það fékk meira að segja að hljóma og saman stofnuðum við Savanna á plötu með Rolling Stones. En þarna tríóið. Við byrjuðum að æfa 1962 og hófst minn ferill með öllu þessu fræga spiluðum saman í fjögur/fimm ár.“ fólki. Ég var bæði hljóðfæraleikari og Savanna tríóið var í fararbroddi vinsælla útsetjari, skrifaði partana og útsetti þjóðlagahljómsveita á þessum árum og diskótónlistina fyrir strengi og blásara því fylgdu mikil umsvif og spilamennska, og það féll vel í kramið.“ bæði hérlendis og erlendis. Savanna tríóið lauk störfum árið 1967 og eftir Djass í rappinu það tók ýmiskonar spilamennska við hjá Þóri þar til örlögin tóku í taumana árið Þórir bjó í München í tæp átta ár og 1970. flutti síðan til Bandaríkjanna þangað sem hann var kominn með annan fótinn. Sú ákvörðun reyndist þó ekki til góðs. „Þar var kreppa og öll verkefnin sem ég var

búinn að bóka voru slegin út af borðinu. Ég var í New York sem er ein dýrasta borg heims, búinn að kaupa hús og fór illa á hausinn. Þessir fjárhagsörðugleikar voru mikið álag á hjónabandið og það slitnaði upp úr því líka. Svo ég kom bara aftur heim og fór að spila með Maju systur minni og manninum hennar, Rúnari Júlíussyni, í hljómsveitinni Geimsteini og fór með þeim í ferð um landið með sýningarhópi sem kallaði sig Þórskabarett. Þar kynntist ég konunni minni, Guðrúnu Pálsdóttur, og hef verið á Íslandi síðan og unað hag mínum vel, kenndi á píanó í FÍH í 27 ár og hef sennilega unnið með flestum í bransanum, nema kannski röppurunum. En þeir nota element úr djassinum svo hver veit nema ég finni mig í samstarfi við þá einhverntíma.“ Aðspurður um hvernig honum lítist á tónlistarfólk dagsins á Íslandi segist hann mjög ánægður með margt sem er að gerast. „Moses Hightower eru til dæmis æðislega flottir, Steingrímur Teague var í píanótímum hjá mér og líka Tómas Jónsson sem allir vilja hafa með sér núna. Maður finnur það svo fljótt þegar maður fær svona fólk í tíma, það er þessi þorsti og löngun til að spila. Ég hef unnið með söngkonum eins og GDRN og Bríeti í Jólagestum Björgvins og er mjög hrifinn af þeim. Og svo fylgist ég líka með á persónulegri nótum því Sunna Margrét dóttir mín hefur vakið athygli fyrir tónlist sína og söng á meginlandinu.“ Músíkin harður húsbóndi Þórir er nú 78 ára gamall og hefur búið á Kársnesinu í sjö ár. Hann nýtur þess að vera með barnabörnunum og segir afahlutverkið eitt það yndislegasta sem til er í heiminum. Þó hefur verið óvenju mikið að gera hjá honum síðustu ár. „Músíkin er harður húsbóndi og krefst þess að maður sé með hlutina á hreinu og þjálfi ákveðin atriði. Ég er ekkert sérstaklega minnugur en ég man alveg endalaust af lögum og hljómagangi.“ Hann gerir líka við orgel. „Í mörg ár hefur mitt hobbý verið að laga hluti sem eru bilaðir. Ég hef flutt inn ónothæf Hammondorgel og gert þau flott og það er ennþá leitað til mín þegar þarf að laga Hammond.“ En hvað skyldi hafa orðið af orgelinu sem fór til Finnlands með Gullfossi um árið? „Ég á það ennþá og nota það enn, nú síðast á tónleikum í Salnum 11. maí síðastliðinn. Og örugglega næst þegar Kópavogsbær biður mig um að spila eitthvað,“ segir Þórir, ánægður með titilinn heiðurslistamaður Kópavogs. „Svo ég vitni nú í merkismenn: það er gott að búa í Kópavogi.“


Íslensku einsöngslögin í Salnum Íslenska einsöngslagið er fjársjóður sem Íslendingar þekkja ekki nógu vel en í vetur verður breyting þar á. Í Salnum verða átta tónleikar helgaðir íslenska einsöngslaginu þar sem kynnt verða bæði þekkt sem minna þekkt sönglög í flutningi margra okkar bestu flytjenda. Margrét Bóasdóttir er ein þeirra sem eru í forsvari fyrir Ári íslenska einsöngslagsins.

Dýrgripir í gullnámu tónlistararfsins

Matinee tónleikar

„Íslenska einsöngslagið er hjartfólgið verkefni Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara sem hefur um árabil ekki bara safnað íslenskum einsöngslögum heldur líka verið óþreytandi að kynna þau fyrir Íslendingum. Honum finnst mikilvægt að landsmenn viti hvers konar dýrgripir leynast í þeirri gullnámu og vill ekki bara kynna þá heldur líka heiðra eins og best væri.“ Undirbúningshópur sem skipaður var fjórum píanóleikurum og ýmsum unnendum íslenska einsöngslagsins komst að þeirri niðurstöðu að ekki dygði minna en heilt tónleikaár til að heiðra þennan menningararf. Því verða fernir tónleikar á haustmánuðum og fernir á vormánuðum, þ.e. einir tónleikar í mánuði frá september fram í apríl. Tónleikatíminn er nokkuð óvenjulegur miðað við það sem íslenskir tónleikagestir eiga að venjast.

„Við ákváðum að fara nýjar leiðir hvað varðar tónleikatíma,“ segir Margrét. „Við höfðum mörg kynnst tónleikatíma erlendis sem kallast „matinee“ sem eru eins konar síðhádegistónleikar og niðurstaðan varð sú að tónleikarnir verða fyrsta sunnudag í mánuði klukkan hálf tvö. Það er hugsað þannig að þá getur fólk hist í bröns á huggulegu veitingahúsi í Kópavogsbæ eða lagt af stað á tónleika eftir hádegismat og endað svo í kaffi á kaffihúsi í bænum.“ Á hverjum tónleikum koma fram fjórir söngvarar, sópran, alt, tenór og bassi og tveir píanóleikarar. Í efnisvali verður aðallega stuðst við mikið safn íslenskra einsöngslaga sem Ísalög, útgáfufyrirtæki Jóns Kristins Cortes, gaf út í samráði við Jónas Ingimundarson og Trausta Jónsson en þeir deila ástríðu fyrir íslenska einsöngslaginu. „Þeir lögðu saman í að velja lög í átta hefti þannig að þetta er sérstaklega veglegt safn,

fallega innbundnar bækur í glæsilegri öskju,“ segir Margrét en bætir við að auðvitað verði önnur lög líka á dagskrá sem helgist af vali flytjendanna. „Lagt er upp með að hver söngvari syngi fimm eða sex lög og þá ætti eitt að vera eftir lifandi tónskáld og annað eftir látið, eitt þekkt og annað óþekkt þannig að þetta markmið að heiðra íslenska einsöngslagið náist með því að sýna breidd og fjölbreytileika.“ Landslið einsöngvara mun sýna ást sína á íslenska einsöngslaginu í vetur og má þar nefna Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Gissur Pál Gissurarson, Kristinn Sigmundsson og Þóru Einarsdóttur. Margrét vonast til að sem flestir leggi leið sína í Salinn á sunnudagseftirmiðdögum í vetur. „Hugsunin er að fólk hafi góðan tíma til að fara á tónleika og njóta þess sem Kópavogur hefur upp á að bjóða í matarog kaffimenningu.“

4/9, 2/10, 30/11 & 20/12 í Salnum Ár íslenska sönglagsins


Styrkir samfélag söngunnenda

Tónleikaröðin Syngjandi í Salnum hóf göngu sína í Salnum í Kópavogi í febrúar 2022. Sjö tónleikar verða í tónleikaröðinni á þessu tónleikaári en listrænn stjórnandi hennar er Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söngkona. „Ég byrjaði sem söngkennari við Tónlistarskóla Kópavogs haustið 2020 eftir tuttugu ára dvöl erlendis. Í skólanum eru lúxusaðstæður fyrir söngnemendur ekki síst vegna þess að samsöngstímarnir sem ég kenni einu sinni í viku fara fram í Salnum sjálfum,“ segir Guðrún Jóhanna og bætir við: „Hljómur Salarins er einstakur, enda er hann sá tónleikasalur sem mörgum þykir henta einsöng best á Íslandi, bæði vegna hljómsins en líka vegna þeirrar nálægðar við áhorfendur sem getur hjálpað til við að styrkja tengsl söngvara við hlustendur á söngtónleikum. Áhorfendur heyra ekki einungis í röddinni heldur eru þeir einnig nógu nálægt til að sjá svipbrigði söngvarans og skynja túlkun hans þannig enn dýpra. Mig langaði til að leggja mitt af mörkum til að byggja upp ennþá blómlegra sönglíf í þessum frábæra söngsal og enn sterkara samfélag söngunnenda á landinu.“ Efnisskrá hverra tónleika er valin í samstarfi á milli Guðrúnar Jóhönnu og listamannanna. „Ég vil að söngvararnir fái notið sín sem best í tónlist sem þeir brenna fyrir. Sterkustu tónleikarnir eru þar sem listamaðurinn hefur eitthvað að segja, þar sem innblásturinn er til staðar. En ég gæti þess líka að reyna að hafa jafnvægi í efnisskrá hverra tónleika og í allri röðinni. Ég fylgist vel með söngvurum á Íslandi og íslenskum

söngvurum erlendis þar sem ég er söngkona sjálf, söngáhugamanneskja og listrænn stjórnandi Sönghátíðar í Hafnarborg ásamt Francisco Javier Jáuregui. Ég vil að áhorfendur geti gengið að því vísu að í Syngjandi í Salnum munu þeir hlusta á fyrsta flokks söng og áhugaverða efnisskrá.“ Íslendingar einkar söngelsk þjóð Þegar hafa verið haldnir nokkrir tónleikar í röðinni og hún segir viðtökurnar hafa verið mjög góðar. „Áhorfendur gleðjast yfir að geta gengið að svona góðum og áhugaverðum söngtónleikum og tónlistarmenn eru ánægðir með að fá nýja röð inn í tónleikaflóruna, sem þannig er atvinnuskapandi fyrir tónlistarmenn á Íslandi.“ Hún segir Íslendinga alveg sérstaklega söngelska þjóð. „Okkar tónlistararfur er að stórum hluta söngtónlist, enda var aðgengi að hljóðfærum af mjög skornum skammti í gegnum aldirnar. En allir fæðast með hljóðfærið röddina og það kostar ekkert að nota hana. Söngurinn er einnig nátengdur ljóðlistinni og bókmenntum almennt, sem eru svo stór hluti af okkar þjóðarmenningu og sögu. Almennur söngur er mjög algengur á Íslandi, margir kórar eru starfandi og fjöldinn allur af fólki er að læra söng.

Íslendingar eiga líka marga söngvara sem starfa við list sína erlendis, enda er engin föst staða á Íslandi fyrir söngvara. Þess vegna er mikilvægt að það séu til mörg tónleikatækifæri fyrir þá.” Jákvæð áhrif á samfélagið Guðrún Jóhanna segir markmiðið með tónleikaröðinni að koma klassískri sönglist og söngvurum á framfæri. „Mig langar líka að hafa jákvæð áhrif á samfélagið í gegnum flutning vandaðra listamanna á framúrskarandi tónlist og skapa aðstæður fyrir tónlistarunnendur til að þess að koma saman, njóta fallegs söngs og blanda geði fyrir og eftir tónleika og í hléi.“ Þá segist hún einnig vilja gefa söngvurum tækifæri til þess að koma fram á söngtónleikum án þess að þurfa að skipuleggja þá sjálfir eða taka fjárhagslega áhættu með því að leigja sal. „Mig langaði líka til að auka við menningarframboð í Kópavogi og ýta þannig undir jákvæða ímynd bæjarins og að stækka áheyrendahóp klassískrar söngtónlistar. Ég þakka Aino Freyju Jarvela, Salnum og Kópavogi að hafa tekið svona vel í þessa hugmynd mína og gert henni kleift að verða að veruleika.“

21/9, 12/10 & 16/11 í Salnum Syngjandi í Salnum


2022 - 2023

Fylgdu okkur á @salurinn_tonlistarhus | Facebook | Instragram

AF FINGRUM FRAM MEÐ JÓNI ÓLAFSSYNI

Miðasala 44 17 500 Opið Þri - fös | kl. 12-16 salurinn.is