Ársskýrsla Matís 2013

Page 6

Örugg matvæli – grundvöllur verðmætasköpunar Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Neytendur þurfa að geta treyst á öryggi matvæla. Tvö lykilsvið Matís eru tileinkuð rannsóknum og þjónustu á sviði matvælaöryggis. Þar eru m.a. framkvæmdar faggildar örveruog efnamælingar, en þær eru sívaxandi krafa í eftirliti og viðskiptum með matvæli. Jafnframt fara þar fram rannsóknir á sviðum örverufræði, efnafræði og erfðafræði, auk vöktunarog öryggisþjónustu.

6

Fæðuöryggi framtíðar, þ.e. góður aðgangur almennings að öruggum og heilnæmum matvælum, verður einungis tryggt með nýsköpun og bættri nýtingu auðlinda. Undanfarin ár hefur mikil og jákvæð þróun verið í matvælaframleiðslu hér á landi og hefur Matís verið þar í fararbroddi, með rannsóknaog nýsköpunarstuðningi við atvinnulífið. Til að mynda hefur Matís starfrækt Matarsmiðjur í Reykjavík, á Flúðum og á Höfn


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.