Ársskýrsla Matís 2014

Page 1

Ársskýrsla 2014


4

Okkar rannsóknir – allra hagur Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri Á árinu 2014 átti Matís afar gott samstarf við sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, þýska matvæla- og landbúnaðarráðuneytið, þýsku stofnanirnar BfR og LAVES, og Matvælastofnun.

8

Nýsköpun á sviði lífhagkerfisins Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri Matís vann í aðdraganda formennskuársins náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða meginþorra rannsókna- og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu.

12

Evrópska lífhagkerfisráðið Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri Til að bæta samfellu og samvirkni í málaflokkum sem tengjast líftækni og ryðja brautina fyrir fleiri nýjungar stofnaði Evrópusambandið Evrópska lífhagkerfisráðið, European Bioeconomy Panel.

Útgefandi: Matís ohf. www.matis.is Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Steinar B. Aðalbjörnsson Textavinnsla: Eydís Arnviðardóttir, Steinar B. Aðalbjörnsson og fleiri Ljósmyndir: iStock photo, Torfi Agnarsson o.fl. Hönnun og umbrot: Kristín Edda Gylfadóttir, Steinar B. Aðalbjörnsson Prentun: Pixel ehf. ©Matís 2015 Heimilt er að birta efni úr skýrslunni sé getið heimilda.

Heimasíða Matís

Skýrsluna má nálgast á rafrænu formi á vef Matís, www.matis.is. Hluti af samstarfsaðilum Matís


Efnisyfirlit 4

Okkar rannsóknir – allra hagur Dr. Sveinn Margeirsson, forstjóri

6

Hver vegur að heiman er vegurinn heim Friðrik Friðriksson, stjórnarformaður

8

Nýsköpun á sviði lífhagkerfisins Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri

12 Evrópska lífhagkerfisráðið Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri 14 Alþjóðlegt samstarf Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri 16 Mikil tækifæri í matvælaframleiðslu Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra 17 Lífhagkerfið snertir allt líf á jörðinni Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 18 Mannauður 19 Skipurit 20 Mælingar og miðlun Franklín Georgsson, sviðsstjóri 22 Amylomics 24 Líftækni og lífefni Dr. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri 26 EcoFishMan 28 Öryggi, umhverfi og erfðir Dr. Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri 30 Safe Food 31 Taste 32 Auðlindir og afurðir Arnljótur Bjarki Bergsson, sviðsstjóri 36 Menntun og matvælaframleiðsla Guðjón Þorkelsson, sviðsstjóri 38 Útskrifaðir nemendur hjá Matís 40 Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna 42 Viðskiptaþróun Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri 44 Verkefni á árinu 48 Útgefið efni 50 Skýrslur 52 Ráðstefnur


“Í hnattvæddum heimi er alþjóðleg samvinna vísindamanna og fyrirtækja lykillinn að því að auka samkeppnishæfni.“

4


DR. SVEINN MARGEIRSSON, FORSTJÓRI

Okkar rannsóknir – allra hagur A

ukið erlent samstarf einkenndi starfsemi Matís á árinu 2014. Alþjóðleg samvinna víkkar sjóndeildarhringinn, styrkir þekkingu og hæfni starfsmanna og styður við verðmætasköpun í matvæla- og líftækniiðnaði, bæði innanlands og utan. Alþjóðleg verkefni styðja ekki einungis vísindamenn og starfandi fyrirtæki, heldur styrkja einnig byggðaþróun með tilurð afleidds atvinnurekstrar, nýrra starfa og alþjóðlegra viðskiptatengsla fyrir fyrirtæki. Árið 2014 var ár lífhagkerfisins (e. Bioeconomy). Aldrei fyrr höfum við gert okkur jafn vel grein fyrir mikilvægi vísinda og nýsköpunar þegar tekist er á við þær áskoranir sem fæðuöryggi og sjálfbær nýting lífauðlinda fela í sér. Matís hefur lagt áherslu á bláa lífhagkerfið og leikur lykilhlutverk á því sviði, bæði innanlands og á alþjóðavettvangi. Í hnattvæddum heimi er alþjóðleg samvinna vísindamanna og fyrirtækja lykillinn að því að auka samkeppnishæfni, skapa stöðug hagkerfi og velmegandi þjóðfélög. Matvælaframleiðsla er einn mikilvægasti þáttur íslensks hagkerfis. Matvælaöryggi gegnir þar lykilhlutverki. Á árinu 2014 átti Matís afar gott samstarf við sjávarútvegs-og landbúnaðarráðuneytið, þýska matvæla- og landbúnaðarráðuneytið, þýsku stofnanirnar BfR

og LAVES, og Matvælastofnun, við að byggja upp getu okkar til efnagreininga á matvælum, í verkefninu „Örugg Matvæli“. Verkefnið stuðlar að enn öruggari matvælum á borðum íslenskra neytenda og eykur trúverðugleika íslenskra matvæla um allan heim. Það er mér ánægjuefni að þakka samstarfsaðilum okkar þeirra frábæra framlag og stuðning. Samstarf við norræna frændur okkar hefur ætíð verið okkur Íslendingum mikilvægt. Ekki síst var það svo á árinu 2014 þegar Ísland skipaði formannssæti í norræna ráðherraráðinu, þar sem lífhagkerfið allt var í brennidepli í formannsverkefninu ”Innovation in the Nordic Bioeconomy“. Tækifæri í lífhagkerfi Norðurslóða voru til umfjöllunar á ráðstefnum sem Matís stóð fyrir, í júní og í nóvember. Það er mikilvægt fyrir Norðurlönd að vera í fararbroddi á sviði lífhagkerfisins, þegar kemur að því að grípa tækifæri og draga úr áhættum sem stafa af loftslagsbreytingum í okkar heimshluta. Með því að skapa hagstætt umhverfi á þessum svæðum fyrir nýsköpunarfyrirtæki, og þar með að skapa atvinnutækifæri fyrir vel þjálfað og menntað starfsfólk, er stuðlað að auknu verðmæti náttúruauðlinda og auknu fæðuöryggi á heimsvísu, sem hvort tveggja er ofarlega á dagskrá í alþjóðastjórnmálum.

Íslenskir framleiðendur sjávarafurða eru þekktir fyrir gæði, nýsköpun og ábyrga nýtingu auðlinda. Matís er stolt af því að hafa unnið með þeim í gegnum árin við að ná þessum árangri. Við eigum óhikað að halda áfram öflugri nýsköpun í matvælaframleiðslu en á sama tíma gera okkur grein fyrir mögulegri áhættu samfara nýsköpun og mikilvægi matvælaöryggis. Með slík gildi að leiðarljósi verður mestum árangri náð. Neytendur nútímans eru upplýstir. Hneyksli tengd matvælaöryggi, aukin menntun og innleiðing samfélagsmiðla hafa breytt umhverfi matvælaframleiðslu til frambúðar. Gera má ráð fyrir að breytingar á því umhverfi muni halda áfram, þegar neytendur verða betur meðvitaðir um mismunandi kosti, viðskiptahindranir hafa verið fjarlægðar og netverslun mun ná nýjum hæðum. Neytendur morgundagsins munu fara fram á vísindalegar upplýsinga um næringargildi, aðskotaefni, áhrif á heilsu, samfélagslega ábyrgð og umhverfisáhrif matvælaframleiðslu. Til að matvælaframleiðendur geti svarað kalli neytenda þarf þekkingu. Rannsóknir Matís á þessum sviðum verða þess vegna allra hagur til framtíðar, líkt og raunin er í dag.

5


6


FRIÐRIK FRIÐRIKSSON, STJÓRNARFORMAÐUR

Hver vegur að heiman er vegurinn heim Á

vinningur af starfsemi Matís fyrir íslenskt samfélag er ótvíræður. Fyrirtækið er í forystuhlutverki sem eitt öflugasta rannsóknafyrirtæki landsins, það leiðir rannsókna- og samstarfsverkefni fyrirtækja og styrkir þannig innlenda þekkingu, treystir verðmætasköpun og stuðlar að bættum lífsskilyrðum. Þrátt fyrir ungan aldur hefur fyrirtækið nú þegar sýnt fram á hversu miklum árangri rannsóknir skila samfélaginu í nýsköpun, vöruþróun, verðmætasköpun og betri nýtingu auðlinda, svo fátt eitt sé nefnt. Góðar rannsóknir hafa skilað sér beint í meiri verðmætum fyrir fyrirtæki og þjóðarbúið. Matís rís ekki aðeins undir ábyrgðarmiklu hlutverki í rannsóknum og nýsköpun í matvælaframleiðslu hér á landi heldur hefur aukin áhersla verið lögð á þann þátt þjónustu fyrirtækisins sem snýr að matvælaöryggi; vöktun og mælingum á matvælum. Sú þjónusta er dýrmæt íslenskum neytendum og verður æ mikilvægari fyrir útflutning íslenskra matvælafyrirtækja eftir því sem kröfur erlendra kaupenda og neytenda aukast.

Vöxtur hefur einkennt Matís frá upphafi. Þeirri stefnu hefur verið markvisst fylgt eftir að fyrirtækið sæki fram í alþjóðlegu samstarfi matvæla- og rannsóknarfyrirtækja, samhliða þeirri víðtæku þjónustu sem það veitir hér á landi. Hlutur erlendra tekna Matís var á árinu 2014 um þriðjungur og hefur aldrei verið hærri. Auknar erlendar tekjur stuðla ekki aðeins að auknum vexti heldur verður rekstargrundvöllur Matís til framtíðar traustari með fleiri tekjuöflunarleiðum. Hingað til hefur Matís að stærstum hluta starfað í Evrópulöndum en á árinu 2014 voru stigin árangursrík skref inn á markað í Norður-Ameríku sem lofa góðu um það sem koma skal í náinni framtíð. Matís nýtur faglegs sem rekstrarlegs trausts, sem best sést af fjölda erlendra þátttökuverkefna sem fyrirtækið á aðild að og það forystuhlutverk sem Matís hefur í mörgum þeirra. Fjöldi erlendra fyrirtækja nýtir sér einnig rannsóknaþjónustu Matís, sem einnig ber vitni því trausti sem það hefur skapað sér á undanförnum árum. Þessa trausts njóta einnig fyrirtæki og stofnanir hér á landi sem í mörgum tilfellum eru samstarfsaðilar Matís í erlendum verkefnum. Þannig má segja að ekki aðeins njóti Matís sjálft

ávinnings af verkefnaþátttöku erlendis heldur opni einnig dyr erlendis fyrir aðra innlenda aðila. Í eðli sínu er rekstur Matís á margan hátt ólíkur hefðbundnum hlutafélögum, en hjá Matís er markmiðið að nýta þá fjármuni sem skapast í að byggja enn frekar upp starfsemina og auka verkefnaþátttöku. Hvað bestur mælikvarði á árangur fyrirtækisins er því ekki síst sú reynsla sem byggist upp innan fyrirtækisins, fagþekking, menntunarstig starfsmanna, fjöldi rannsóknaverkefna og árangur í þeim og aðrir mælanlegir þættir. Þeir mynda svokallaða þekkingarvísitölu sem aldrei hefur mælst hærri innan Matís en nú. Sú staðreynd er enn ein sönnun þess að stjórnendur og starfsmenn eru að skila vönduðu verki. Allt skilar áðurnefnt starf á erlendum vettvangi öflugra rannsóknafyrirtæki í íslensku samfélagi. Fagþekking og reynsla sem skapast í erlendum verkefnum nýtist í öðrum verkefnum sem Matís vinnur að hér á landi. Á þann hátt má segja að sannist hið gamla máltæki að hver vegur að heiman er vegurinn heim.

7


“Markmið verkefnisins var m.a. að draga saman upplýsingar um lífrænar auðlindir og nýtingu þeirra á norðlægum slóðum.”

8


SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR, FAGSTJÓRI

Nýsköpun á sviði lífhagkerfisins Á

rið 2014 fór Ísland með formennsku í norræna ráðherraráðinu og lagði á formennskuárinu áherslu á nýsköpun í norræna lífhagkerfinu til þess að styrkja svæðisbundinn hagvöxt. Af því tilefni var hrundið af stað þriggja ára formennskuáætlun á sviði lífhagkerfisins. Matís hefur í aðdraganda formennskuársins unnið náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu áætlunarinnar þar sem lífhagkerfið er undirstaða meginþorra rannsókna- og nýsköpunarverkefna hjá fyrirtækinu. Matís leiðir einnig nýsköpunar- og vöruþróunarverkefni sem unnin verða á sviði lífhagkerfisins undir formennskuáætluninni og er Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði, verkefnastjóri. Um er að ræða verkefni sem snúa að nýsköpun og aukinni sjálfbærni í matvælaframleiðslu, aukinni framleiðslu lífmassa meðal annars fyrir lífmassaver og nýtingu á nýrri tækni, m.a. líftækni, til verðmætaaukningar við nýtingu lífrænna auðlinda. Matís hefur þegar náð góðum árangri í að auka verðmæti vannýttra auðlinda og bæta nýtingu þeirra auðlinda sem þegar eru nýttar með því að stunda virkar rannsóknir og nýsköpun auk þess að standa við bakið á frumkvöðlum. Nýsköpunarverkefnin

innan formennskuáætlunarinnar eru þannig eðlilegt framhald þeirrar vinnu, þau tengja saman íslenska og norræna þekkingu með það að markmiði að greina tækifæri, minnka sóun og auka verðmæti í lífhagkerfinu. Nýsköpunarverkefnin innan formennskuáætlunarinnar eru skilgreind út frá greiningarvinnu sem unnin hefur verið í víðtæku norrænu samstarfi. Má þar nefna svæðisbundna greiningarvinnu sem unnin hefur verið á tilteknum svæðum á öllum Norðurlöndunum af Nordregio, en það er norræn rannsóknastofnun sem sérhæfir sig í rannsóknum á sviði byggðamála, greiningarvinnu sem unnin hefur verið að hálfu Nordic Innovation sem er norræn stofnun er vinnur að eflingu milliríkjaviðskipta og nýsköpunar og Norræns vinnuhóps sem vinnur að greiningu tækifæra þegar kemur að lífmassaverum og lífeldsneytisframleiðslu. Fyrsti hluti nýsköpunarverkefnanna undir formennskuáætluninni byggði hins vegar á greiningarvinnu sem unnin var innan verkefnisins Arctic Bioeoconmy, en því verkefni lauk á árinu 2014. Þar var kastljósinu beint að lífhagkerfi norðurslóða. Verkefnið var til tveggja ára og snerist um kortlagningu lífauðlinda og greiningu tækifæra á sviði lífhagkerfisins á norðurslóðum. Verkefnið snerist

einkum um tækifæri í Færeyjum, Grænlandi og á Ísland auk þess sem horft var til norðurhluta Noregs, Svíþjóðar og Finnlands, sér í lagi með tilliti til tækifæra sem snúa að hreindýrabúskap. Markmið verkefnisins var að draga saman upplýsingar um lífrænar auðlindir og nýtingu þeirra á norðlægum slóðum, greina tækifæri og greiða þannig fyrir þátttöku svæðanna í norrænum og Evrópskum samstarfsverkefnum sem snúa að rannsóknum á sviði lífhagkerfisins. Auk þess að stuðla að frekari stefnumótun á þessu sviði og sjálfbærri auðlindanýtingu í grunnframleiðslu og afleiddum greinum. Einnig var horft sérstaklega til möguleika í matvælaframleiðslu á harðbýlum svæðum með tilliti til fæðuöryggis. Sérstök aðgerðaráætlun með fjórum megin áherslum var sett fram á grundvelli verkefnisins en Sigrún Elsa Smáradóttir, fagstjóri á Viðskiptaþróunarsviði, var einnig verkefnastjóri verkefnisins. Nánari upplýsingar

9


Arctic Bioeconomy aðgerðaráætlunin: 1. Stofnun vest-norræns lífhagkerfisráðs 2. Setja á stofn miðstöð þverfaglegra öndvegisrannsókna til eflingar lífhagkerfisins á norðurslóðum 3. Setja af stað verkefnið Arctic bioeonomy II með áherslu á líftæknidrifna nýsköpun á norðurslóðum 4. Setja af stað sérstaka rannsókna- og nýsköpunaráætlun á sviði bláa-lífhagkerfisins Lokaskýrslu verkefnisins má nálgast á vefslóðinni: http://bit.ly/bioeconomy-wn Fyrrum framkvæmdastjóri hjá Evrópusambandinu Dr. dr. Christian Patermann skrifaði inngang að skýrslunni. Einnig má horfa á viðtal við Dr. dr. Patermann á vefslóðinni http://www.matis.is/drpatermann Það er mikilvægt að ná saman yfirliti yfir auðlindir og afrakstur þeirra svo unnt sé að meta árangur og greina hvernig efla megi svæðin. Með því að auka verðmæti afurða, örva og styrkja lífhagkerfið og afkastagetu þess aukum við efnahagslegan árangur. Til að hámarka afurðanýtingu er mikilvægt að öll gögn sem snúa að auðlindum og nýtingu þeirra séu ítarlega skráð og aðgengileg, slík skráning hjálpar líka til við að finna hvaða auðlindir eru vannýttar og hvar möguleg framtíðarverðmæti liggja.

10


SIGRÚN ELSA SMÁRADÓTTIR, FAGSTJÓRI

Þá þurfum við einnig að átta okkur á því að hlýnun jarðar getur haft mikil áhrif á lífhagkerfið í heild og þar af leiðandi á alla matvælaframleiðslu. Hér á norðurslóðum hefur verið nefnt að í þessu felist aukin tækifæri en vissulega líka ógnanir og við verðum að vera vakandi fyrir því hvernig það viðkvæma lífhagkerfi sem fyrir er bregst við nýjum tegundum dýra og plantna. Þess vegna er mikilvægt að hafa heildstætt yfirlit yfir auðlindir og auðlindanýtingu svo hægt sé að fylgjast með og greina þessar breytingar. Það er líka mikilvægt að við leitum leiða til að nýta þá möguleika sem hugsanlega opnast fyrir matvælaframleiðslu á þessu svæði vegna breyttra lífsskilyrða og umhverfisáhrifa. Staðreyndin er því miður sú að meðan möguleikar á þessu sviði á norðurslóðum kunna að aukast, þá dragast þeir á sama tíma saman annars staðar og fólksfjölgun í heiminum heldur áfram.

Tilgangurinn með nýsköpunarverkefnum á sviði lífhagkerfis er gjarnan að efla samstarf úrvinnslugreina, eins og til dæmis matvælaframleiðslu eða fóður- og áburðarframleiðslu, við grunnatvinnugreinar, eins og sjávarútveg og landbúnað, og vinna að heildstæðum lausnum sem ganga þvert á atvinnugreinar og hámarka ávinning af nýtingu auðlindanna án þess að ganga á þær. Sjálfbær framleiðsla og nýting lífmassa stuðlar að efnahagslegri og félagslegri styrkingu svæða sem liggja að auðlindunum, aukinni matvælaframleiðslu og þar með auknu fæðuöryggi. Jafnframt er horft til vistvænnar framleiðslu á orkugjöfum úr lífmassa til að leysa jarðefnaeldsneyti af hólmi en þá er mikilvægt að leiðir verði fundnar til að slík framleiðsla verði ekki á kostnað matvælaframleiðslu. Mikil samkeppni um hráefni, annars vegar til matvælaframleiðslu og hins vegar til orkuframleiðslu, getur haft alvarlegar afleiðingar á matvælaverð og möguleika fólks í heiminum til að brauðfæða sig. Þetta þarf að hafa sterklega í huga þegar tækifæri á þessu sviði eru metin. Í verkefninu var sérstaklega horft til matvælaframleiðslu með tilliti til fæðuöryggis auk þess sem nýsköpunarhæfni svæðanna og einstakra greina var skoðuð. Þetta er gert til þess að hægt sé að meta tækifæri og ógnanir og ráðast í kjölfarið í verkefni sem styrkja svæðin á þessu sviði.

Arctic Bioeconomy Focus on West-Nordic Countries

Nánari upplýsingar um Bioeconomy in the West Nordic region

Þegar lífhagkerfi Íslands, Grænlands og Færeyja er skoðað kemur í ljós að þau eru ekki eins þróuð og lífhagkerfi hinna Norðurlandanna og byggja í ríkari mæli á hrávöruútflutningi og síður á úrvinnslugreinum og framleiðslu. Í þessu geta falist tækifæri til verðmætaaukningar og þess vegna var áhersla lögð á vöruþróunarverkefni á þessu svæði í fyrsta hluta nýsköpunarverkefna undir formennskuáætluninni sem unnin voru fyrrihluta árs 2014. Auglýst var eftir þátttakendum á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum og var mikill áhugi á verkefninu en alls bárust 78 umsóknir. Rúmlega 30 framleiðendur voru valdir í verkefnið og fengu aðstoð við að þróa vörur sínar áfram. Aðstoðin sem veitt var var margvísleg, allt frá aðstoð við ákveðna þætti í framleiðsluferli, aðstoð við val umbúða, gerð innihaldslýsinga, virknimælinga eða aðstöðu til matvælaframleiðslu. Matarsmiðjur Matís nýttust mjög vel við þessa vinnu en auk Matís komu Inuili, matvinnsluskólinn á Grænlandi og Inova, nýsköpunarmiðstöð í Færeyjum, að verkefninu. Á ráðstefnu sem haldin var 25. júní í tengslum við Norrænan ráðherrafund á Íslandi var afrakstur þessa fyrsta hluta nýsköpunarverkefna undir formennskuáætlun Íslands kynnt. Þar gat á að líta um 30 nýjar vörur frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Þessi mikli áhugi sýnir að mikil sóknarfæri eru til að efla matvælatengda nýsköpun á þessu svæði og að ónýtt tækifæri til aukinnar verðmætasköpunar eru fjölmörg á þessu sviði. Nýsköpunarverkefnunum sem unnin verða undir formennskuáætluninni má skipta í þrjá flokka: Nýjar vörur og vinnsluferlar, fóður og gróðuráburður og lífmassi og lífmassaver. Verkefnin sem unnin voru í fyrsta hluta falla flest undir fyrsta flokkinn og voru vöruþróunarverkefni sem miðuðu að bættir nýtingu hráefna, minni sóun og aukinni verðmætasköpun. Slík verkefni verða áfram unnin en aukin áhersla verður jafnframt á hina þættina á þeim tveimur árum sem eftir eru af formennskuáætluninni og framtíðin mjög spennandi.

11


12


DR. HÖRÐUR G. KRISTINSSON, RANNSÓKNASTJÓRI

Evrópska lífhagkerfisráðið T

il að bæta samfellu og samvirkni í málaflokkum sem tengjast líftækni og ryðja brautina fyrir fleiri nýjungar stofnaði Evrópusambandið Evrópska lífhagkerfisráðið, European Bioeconomy Panel. Rannsóknastjóra Matís, Herði G. Kristinssyni, var boðið að sitja í ráðinu en það er mikill heiður, ekki bara fyrir Matís heldur einnig fyrir íslenskt vísindasamfélag.

en þar eru miklir möguleikar á sjálfbærri nýtingu og virðisauka. Samvinna milli græns og blás vaxtar er einnig mikilvæg þar sem sterk tengsl eru oft á milli auðæva lands og sjávar. Þeir sem vinna á þessum sviðum geta lært mikið hver af öðrum og kynnt nýjar hugmyndir frá einu sviði til annars. Evrópska lífhagkerfisráðið mun auðvelda þessa tækniyfirfærslu og upplýsingamiðlun milli sviða.“

Evrópska lífhagkerfisráðið er vettvangur fyrir umræður um lífhagkerfið í heild, frá frumframleiðslu til neytendamarkaða, þar sem tekið er tillit til flókins samspils þjóðfélagslegra og hagrænna þátta og þeirra breytinga sem þeir geta valdið.

„Evrópa stendur frammi fyrir fjölmörgum áskorunum um þessar mundir, mannfjöldaaukningu, hækkandi aldri og aldurstengdum sjúkdómum, loftslagstengd málefni, eyðingu náttúruauðlinda og vaxandi umhverfisálag. Evrópubúar þurfa þess vegna að hugsa upp á nýtt hvernig þeir umgangast náttúruna og breyta á róttækan hátt nálgun sinni að framleiðslu, neyslu, vinnslu, geymslu, endurvinnslu og förgun lífrænna auðlinda. Markmið okkar er að viðhalda heilbrigðu og sjálfbæru lífhagkerfi í Evrópu og hafa þannig jákvæð áhrif á íbúa álfunnar. Slíkar áskoranir geta þó verið hvetjandi og af þeim spretta nýjar hugmyndir og uppgötvanir. Lífhagkerfið mun styðja iðnþróun í dreifbýli og skapa framtíðarstörf. Þetta mun einnig vekja Evrópubúa til umhugsunar um nauðsyn þess að bæta stjórnun endurnýjanlegra auðlinda og þeir verða meðvitaðri um hvernig þeir hafa sífellt áhrif á lífhagkerfið og hvernig það opnar nýja markaði fyrir sjálfbær matvæli og líftæknivörur. Það er einnig nauðsynlegt fyrir fólk í frumvinnslugreinum að skoða hvað þeir geta gert til að framleiðslan sé sjálfbær og umhverfisvæn. Þegar tillögur koma um nýjar fæðutegundir og ný hráefni og framleiðendum bent á nauðsyn sjálfbærni, er ekki eingöngu verðið að hugsa um umhverfisvernd heldur einnig fæðuöryggi og örugg matvæli.“

Þegar talað er um lífhagkerfið er átt við matvælaiðnað, fóðurframleiðslu, skógrækt, sjávarútveg, landbúnað, fiskeldi og lífefnaiðnað. Ríki Evrópu leggja mikið upp úr því að auka samstarf þeirra sem framleiða, hafa umsjón með og nýta lífrænar auðlindir eða stunda aðra starfsemi byggða á þeim. Er hér átt við greinar eins og matvælaframleiðslu, sjávarútveg, landbúnað, skógrækt, fiskeldi og aðrar skyldar greinar. Í lífhagkerfisráðinu sitja 30 sérfræðingar sem allir eru meðal fremstu sérfræðinga á sínu sviði. Hörður G. Kristinsson, rannsóknastjóri, segir að eftir stofnun lífhagkerfisráðsins hafi umræða um lífhagkerfið aukist mikið. „Lífhagkerfið snertir mörg svið og lífhagkerfisráðið því mikilvægt tæki til að styðja samskipti milli málaflokka. Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Eitt af áherslusviðum í stefnunni er sjálfbær vöxtur, loftslagsmál, græn orka, betri nýting orku og aukin samkeppnishæfni á markaði. Evrópska lífhagkerfisráðið var stofnað til að vinna að málum sem tilheyra þessum flokki. Hér á Matís leggjum við samt áherslu á að tala um bæði grænan og bláan vöxt“ segir Hörður. „Blár vöxtur vísar til sjávar og ferskvatns og er mikilvægur fyrir Ísland og nágranna okkar sem deila með okkur auðlindum Atlantshafsins

Hörður segir að Evrópska lífhagkerfið hvetji einnig til stofnunar lífhagkerfisráða í einstökum löndum og landssvæðum. „Mikilvægi betri og aukinnar sjálfbærni í kringum lífauðlindir hefur aldrei verið mikilvægari en nú og krefst aukinnar þátttöku rannsóknasamfélagsins, fyrirtækja og stjórnvalda. Þörf er á

aukinni nýsköpun og virðisaukningu til að nýta til fullnustu takmarkaðar auðlindir. Samvinna milli landa er lykillinn að því að ná markmiðum og mæta auknum kröfum um lífræna framleiðslu. Mörg lönd deila sömu auðlindum og því er mikilvægt að koma á samræmdri stefnu og verklagi. Sem dæmi má nefna að Norðurlöndin vinna að stofnun lífhagkerfisráðs sem setur samræmda stefnu fyrir lífrænar auðlindir norðurslóða. Einnig er mjög mikilvægt fyrir okkur að vinna náið með öðrum löndum, t.d. nágrönnum okkar í vestri, Bandaríkjunum og Kanada, en við deilum mörgum auðlindum með þeim og stöndum frammi fyrir sambærilegum áskorunum.“ „Meðala stærstu verkefna Evrópska lífhagkerfisráðsins er að kortleggja og fylgjast með framförum og áhrifum evrópska lífhagkerfisins og vinna að langtímastefnu sem gagnast við þróun lífhagkerfisins. Við höfum einnig unnið mikið við skilgreiningar og kortlagningar og sett fram tillögur varðandi þann lífmassa sem er fáanlegur í Evrópu. Þessi vinna er mjög mikilvæg til að lífauðlindir nýtist á sjálfbæran og arðbæran máta. Lífauðlindir okkar eru fjölbreyttar og snerta marga þætti í fæðu-, fóður-, orku- og lyfja- og landbúnaðarframleiðslu. Í þessari úttekt höfum við þurft að taka tillit til ýmissa efnahagsþátta, félagslegra þátta og umhverfisþátta og hefur það gert vinnuna talsvert flókna. Markmið okkar er að kynna fyrir Evrópusambandinu forgangstillögur um framboð og notkun á lífmassa„ segir Hörður.

Nánari upplýsingar um Bioeconomy Action Plan

13


14


ODDUR MÁR GUNNARSSON, SVIÐSSTJÓRI

Alþjóðlegt samstarf A

lþjóðlegt samstarf er lykilþáttur í öllu starfi Matís en rúmlega þriðjungur af tekjum Matís kemur frá alþjóðlegri fjármögnun. Matís tekur á hverju ári þátt í fjölmörgum erlendum verkefnum sem hafa skilað fyrirtækinu góðu orðspori. Verkefnin opna fyrir samstarf við fyrirtæki sem starfa á svipuðum vettvangi, eins og til dæmis stórfyrirtækin PepsiCo og Nestlé. „Erlend verkefni Matís hafa aukið getuna til að þjóna íslenska iðnaðinum“ segir Oddur Már Gunnarsson, sviðsstjóri viðskiptaþróunarsviðs. „Þá hefur góður árangur af þeim verkefnum sem Matís hefur sinnt erlendis gert fyrirtækið að eftirsóttum samstarfsaðila sem endurspeglast í öllum þeim fjölda verkefna sem hér eru unnin. Auk þess eiga starfsmenn Matís einnig í talsverðu sambandi við erlenda fræðimenn á sínu sviði. Árlega kemur einnig fjöldi erlendra vísindamanna hingað á Matís bæði til að kenna og nema hérlendis.“ „Allt samstarf að þessu tagi skilar sér á einn eða annan hátt inn í starfsemi fyrirtækisins og eykur þekkingu og hæfni starfsmanna. Nútímatækni gerir það einnig sífellt auðveldara fyrir fyrirtæki staðsett á Íslandi að vinna í alþjóðlegu umhverfi. Í fyrstu miðaðist

erlent samstarf Matís að mestu við Norðurlöndin en í dag miðast sífellt fleiri verkefni við Evrópu, auk þess sem unnið er að því að styrkja samband fyrirtækja yfir Atlantshafið og var Galway yfirlýsingin um samstarf Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Kanada undirrituð því til stuðnings. “ „Þá er ánægjulegt hversu mörg verkefni sem farið var af stað með á Íslandi hafa vakið athygli á Norðurlöndunum og í framhaldi af því í Evrópu. Sem dæmi um slík verkefni má nefna EnRichMar og MareFrame, en síðarnefnda verkefnið mun skila Matís tekjum upp á eina milljón evra á fjórum árum. Matís mund halda áfram að sækja í slíka samvinnu og hefur nú þegar fengið úthlutað einu verkefni, SAF21, úr rammaáætlun Evrópu á sviði rannsókna og þróunar fyrir árin 2014-2020 og eru fleiri verkefni í farvatninu.“ Oddur segir að aðrar þjóðir horfi til Íslands og Noregs þegar kemur að sjávarútvegsmálum. „Ísland og Noregur eru stærstu fiskveiðiþjóðirnar í Evrópu og aðrar þjóðir horfa hingað og sjá hvaða tækni við beitum, hvernig fiskveiðistjórnunin er og nýtingin á afurðunum. Þetta gefur okkur sterkan grunn til að standa á í öllu samstarfi. Síðan má ekki gleyma því að staðsetning okkar hér út á miðju Atlantshafi á eftir að nýtast vel með tilkomu aukins samstarfs á milli Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada.“

Þá hefur Matís lagt sitt af mörkum til mótunar rannsóknastefnu í málefnum sem snúa að fiskveiðum og vinnslu enda vinnur fyrirtækið mikið með íslenskum stjórnvöldum, auk þess sem erlendir ráðamenn leita í sífellt meiri mæli til Matís. Starfsfólk Matís er að sama skapi áberandi í stjórnum og ráðum sem hafa með sjávarútvegsmál og lífhagkerfið að gera. Það gefur góða stöðu til þess að tala máli Íslands á erlendir grund. Matís hefur einnig lagt talsverða áherslu á samstaf við Norræna þróunarbankann (e. Nordic Development Fund), þar sem aðaláherslan hefur verið á að bæta nýtingu fiskafurða í Tansaníu og auka þar með matvælaöryggi á sama tíma og betur er farið með hráefnið og auðlindirnar sem þær spretta úr. Samstarf við erlenda háskóla eins og MTU Í Þrándheimi, Háskólann í Lundi, DTU í Kaupmannahöfn og Háskólann í Flórída, auk Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna er mikilvægur hluti af starfssemi Matís og myndar það ekki einungis brú milli menntunar og iðnaðar heldur einnig þvert á heimsálfur.

15


EYGLÓ HARÐARDÓTTIR, RÁÐHERRA

Mikil tækifæri í matvælaframleiðslu Eygló Harðardóttir Félags- og húsnæðismálaráðherra

É

g sé mikil tækifæri fyrir Íslendinga í matvælaframleiðslu og ég held að við ættum að horfa til þess sem Svíar hafa verið að gera með verkefninu Matlandet Sverige. Sýn þarlendra stjórnvalda er að Svíþjóð verði hið nýja matarland Evrópu og byggi á sænskum matarhefðum, verðmætri náttúru og menningu, einstöku hráefni og matreiðslumönnum sem náð hafa miklum árangri alþjóðlega. Allt þetta eigum við að geta gert líka. Í stjórnarsáttmálanum er lögð áhersla á aðgerðir til að auka matvælaframleiðslu hér á Íslandi. Þar leggjum við áherslu á útflutning og sérstöðu Íslands þegar kemur að hreinleika og gæðum hráefna. Með aukinni sjálfbærri og vistvænni matvælaframleiðslu höfðum við til ört stækkandi markhóps bæði hér heima og erlendis. Aukning í innlendri matvælaframleiðslu gefur möguleika á að auka hagvöxt og fjölga störfum. Tækifærin er að finna í matvælavinnslu, útflutningi, ferðaþjónustu og upplifun sem og í landbúnaðinum sjálfum. Sérstaða okkar þegar kemur að ferskleika matvæla er einstök. Landið er stórt og við höfum aðgang að miklu magni af hreinu vatni. Gott hráefni er undirstaða alls annars í matvælaframleiðslu, og þar er gott að geta treyst á landbúnaðinn og óspillta íslenska náttúru.

16

Heimurinn stendur frammi fyrir áskorunum þegar kemur að matvælaframleiðslu og við nýsköpun í matvælaiðnaði er ekki síst mikilvægt að hugsa um gæði matvælanna og matvælaöryggi á sama tíma og reynt er að tryggja fæðuöryggi í heiminum. Stjórnvöld eiga að huga að því að fjölga matvælaframleiðendum, bæði stórum og smáum og auka veltu þeirra. Stærsti matvælakaupandinn er hið opinbera og því fylgir mikil ábyrgð. Stefnumörkun stjórnvalda skiptir því miklu máli þegar kemur að hráefniskaupum fyrir þær þúsundir máltíða sem framreiddar eru daglega í skólum, á sjúkrastofnunum og elliheimilum. Í raun þarf að verða ákveðin vitundarvakning þegar kemur að vali á hráefni auk þess sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að gæta vel að vali og þjálfun starfsmanna við vinnslu og innkaup á matvælum. Einnig þarf að leggja áherslu á fullnýtingu hráefnis og hagræðingu í innkaupum, án þess þó að það komi niður á gæðum máltíðanna. Matur er og verður stór hluti af upplifun okkar af því að heimsækja önnur lönd. Þetta þurfum við að leggja enn meira áherslu á á Íslandi. Jafnvel má orða þetta svo að sala á innlendum mat til erlendra ferðamanna sé útflutningur, þar

sem kaupandinn borgar sjálfur fyrir flutninginn. Frábært dæmi um hvernig menn hafa nýtt innlent hráefni og menningu eru kryddpylsurnar hans Klaus Kretzer, sem hann framleiðir úr kindakjöti í Öræfunum. Pylsurnar hafa slegið í gegn og eru orðnar hluti af upplifun ferðamannsins þegar hann heimsækir Skaftafell og Öræfin. Við þróun á hugmyndinni naut hann aðstoðar frá Matarsmiðju Matís á Höfn. Við þurfum að gera meira af þessu. Því var verkefnið Arctic Bioeconomy sérstakt ánægjuefni en það var hluti af formennskuverkefni Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið skilaði tæplega 30 nýjum vörum sem voru unnar í samstarfi við Matís sem hefur leitt þennan hluta verkefnis. Stjórnvöldum ber skylda til að standa vörð um sérstöðu Íslands og orðspor íslenskra matvæla er hluti af því. Við þurfum að styðja við framþróun í þessum geira og það getum við gert með því að styðja við þátttöku Íslendinga í matreiðslukeppnum, gerð íslenskra matreiðslubóka og sjónvarpsþátta og að sjálfsögðu rekstri fjölbreyttrar flóru íslenskra veitingastaða, þannig komum við matnum okkar á framfæri, hvetjum fólk til að sækja landið heim og styðjum við íslenska matvælaframleiðslu.


SIGURÐUR INGI JÓHANNSSON, RÁÐHERRA

Lífhagkerfið snertir allt líf á jörðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra

Í

sland hefur á formennskuári sínu í Norrænu ráðherranefndinni lagt áherslu á Norræna lífhagkerfið og sett af stað nokkur rannsóknaverkefni á því sviði. Markmið þessara verkefna er m.a. að finna nýjar leiðir til þess að nýta auðlindir okkar betur og koma í veg fyrir sóun. Lífhagkerfið tekur yfir allar lífrænar auðlindir sem gefa af sér hráefni, s.s. sjóinn, beitilönd, öræfi, mannauð, skóg og ferskvatn. Leita þarf leiða til að nýta betur þessar auðlindir og þannig draga úr sóun þeirra hráefna sem þær gefa af sér. Á sama tíma þurfum við að tryggja heilbrigði vistkerfanna svo þau geti staðið af sér álag, s.s náttúruhamfarir. Skynsamleg nýting og uppbygging lífauðlinda getur stuðlað að því að draga úr náttúruvá, ef hún er skipulögð með það í huga, til dæmis draga skóglendi og óshólmar úr flóðahættu og skóglendi bindur eldfjallaösku. Lífhagkerfið snertir allt líf á jörðinni. Því er mikilvægi þess að varðveita það ótvírætt. Dagur umhverfisins í apríl sl. var helgaður yfirskriftinni: „Hættum að henda mat“, en ein grunnforsenda þess að vernda lífhagkerfið er einmitt að taka ekki meira en við þurfum. Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) áætlar að árlega fari 1,3 milljarðar tonna matvæla til spillis sem er um þriðjungur matvæla sem framleiddur er. Á sama tíma fer ein af hverjum sjö manneskjum í heiminum svöng að sofa og yfir 20 þúsund

börn deyja daglega úr næringarskorti. Matarsóun er siðferðislegt vandamál, ekki síst í hinum vestræna heimi. Brýnt er að vekja almenning til vitundar um afleiðingar matarsóunar og finna leiðir til að stemma stigu við henni. Þetta kallar á breyttan hugsunarhátt í allri framleiðslu og okkur ber skylda til að nýta hráefnið eins vel og hægt er. Það er einnig mikilvægt að nýsköpunarfyrirtæki leiti leiða til þess að fullvinna hráefni sem hingað til hefur farið til spillis og stuðli þannig að fullvinnslu. Matarúrgangur fellur til á öllum stigum matarkeðjunnar. Áætlað er að í þróunarlöndunum sé sóunin meiri á framleiðslustiginu á meðan því er öfugt farið í hinum vestrænum ríkjum þar sem sóunin á sér stað frekar á neyslustigi vörunnar. Þetta kallar á að beitt sé lífsferilshugsun í allri stefnumótun og ákvarðanatöku um úrgangsmál, jafnt á vettvangi stjórnvalda sem og við framleiðslu vara. Af þeim sökum lagði ég fram frumvarp um breytingu á lögum um meðhöndlun úrgangs á Alþingi í nóvember 2013 þar sem kveðið er á um ákveðna forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs og setningu reglna um stjórnun og stefnu í úrgangsmálum. Felst hún í fyrsta lagi í forvörnum í því skyni að koma í veg fyrir myndun úrgangs. Þá er næst í forgangsröðinni undirbúningur fyrir endurnotkun, þá endurvinnsla, síðan önnur endurnýting, eins og orkuvinnsla, og loks förgun.

Matarúrgangur verður til af ýmsum ástæðum, svo sem offramleiðslu, ófullnægjandi geymsluaðferðum, óhentugum skammtastærðum og skorti á aðgæslu neytenda, t.d. þegar matur dagar uppi í ísskápnum. Einstaklingar geta lagt sitt af mörkum í baráttunni gegn matarsóun, t.d. með því að skipuleggja matarinnkaup betur, athuga dagsetningar og nýta matarafganga í stað þess að fleygja þeim. Verkefni Matís sem snúa að bættri hráefnanýtingu og fullvinnslu eru samfélaginu mikilvæg þar sem slík verkefni stuðla að betri nýtingu auðlinda og draga um leið úr neikvæðum áhrifum á náttúruna. Þá er verulegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir einstaklinga og samfélagið að hætta að sóa mat um leið og það er siðferðislega og samfélagslega rétt að henda ekki matvælum á sama tíma og fjöldi manna í heiminum sveltur. Á Norðurlöndum er að finna mikið hugvit og skapandi hugsun og með norrænu samstarfi hafa Norðurlöndin sýnt svo ekki verður um villst að þau hafa allar forsendur til að vera í fararbroddi á mörgum sviðum. Markmiðið með formennskuáætlun Íslands og þeim verkefnum sem unnið er að innan ramma hennar er og verður að styrkja stöðu Norðurlandanna enn frekar á þessu sviði.

17


Mannauður

Mannauður Menntun | Prófgráður

Fjöldi

Svið

Stöðugildi

Fjöldi

Almennt

Ph.D.

29

Auðlindir og afurðir

17.15

18

Fjöldi starfsmanna Matís

M.Sc.

32

Líftækni og lífefni

21.58

23

Fjöldi stöðugilda

96.76

B.Sc.

18

Mælingar og miðlun

19.65

20

Meðalaldur

43.99

B.A.

1

Öryggi, umhverfi og erfðir

18.4

20

Meðal starfsaldur

10.1

Cand. Oecon

1

Viðskiptaþróun

9

9

Alls

96.76

Sérmenntun

12

Fjármál

4.8

5

Önnur menntun

9

Rekstur og upplýsingatækni

6.18

7

Starfsmenn alls

102

Alls

96.76

102

18

102


SKIPURIT

Stjórn

- matvælaöryggi

Forstjóri Sveinn Margeirsson

Rannsóknastjóri

Líftækni og lífefni Arnljótur B. Bergsson

Anna K. Daníelsdóttir

Áhættumat & efnarannsóknir Helga Gunnlaugsdóttir

Líftækni

Magnea Karlsdóttir Eldi & ræktun Rannveig Björnsdóttir

Lífefni Rósa Jónsdóttir Lífvirk efni Eva Kuttner

Sarah Helyar Örverurannsóknir

Franklín Georgsson

Oddur M. Gunnarsson

Efnamælingar Örverumælingar Margrét Geirsdóttir Margeir Gissurarson

Emilía Martinsdóttir Páll Gunnar Pálsson Ragnar Jóhannsson Sigrún Elsa Smáradóttir Sigurjón Arason

Kristín Edda Gylfadóttir

Jón H. Arnarson

Fjármál

Kristinn Kolbeinsson

19


Mælingar og miðlun R

annsóknastofa sviðsins sinnir alþjóðlega faggildri mælingaþjónustu og á hverju ári eru þúsundir sýna frá opinberum eftirlitsaðilum og aðilum úr atvinnulífinu rannsökuð fyrir efna- og örverufræðilegum þáttum. Mælingar sviðsins snúa að gæða- og öryggismælingum fyrir m.a. matvæla-, fóður-, lyfja- og líftækniiðnað auk mælinga sem tengjast heilbrigðis- og umhverfismálum. Rannsóknastofan er tilvísunarrannsóknastofa Íslands á sviði örverumælinga í skelfiski og mælinga á Salmonella í matvælum. Það er atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sem tilnefnir tilvísunarrannsóknastofur sem starfa í samstarfi við aðrar tilvísunarrannsóknastofur á Evrópska efnahagssvæðinu. Lögbundið hlutverk og helstu skyldur tilvísunarrannsóknastofa eru margvísleg og felast m.a. í samræmingu á starfsemi tilnefndra opinberra rannsóknastofa á Evrópska efnahagssvæðinu. Þetta felur í sér m.a. ráðgjöf og leiðbeiningar um mæliaðferðir, þátttöku í þróun og sannprófun mæliaðferða og skipulagningu samanburðarprófana. Samkvæmt áætlunum er gert ráð fyrir að rannsóknastofan verði einnig tilnefnd sem tilvísunarrannsóknastofa á sviði sjúkdómsvaldandi E. coli baktería, Listeria monocytogenes og Staphylococcus aureus á árinu 2015. Rannsóknastofan er ein sú fullkomnasta á landinu og getur mætt margvíslegum þörfum viðskiptavina með breiðu umfangi faggildra mæliaðferða á mörgum mismunandi sviðum. Rannsóknastofan er einnig mjög vel tengd við margar erlendar rannsóknastofur og getur haft milligöngu með

20

mælingar sem ekki er hægt að gera á Íslandi, á hagstæðum kjörum og með hraðri afgreiðslu. Sviðið býr yfir víðtækum gagnagrunni með mælinganiðurstöðum sem gagnast viðskiptavinum við greiningu og úrvinnslu sinna gagna en ekki síður rannsakendum og opinberum eftirlitsaðilum þar sem gagnagrunnurinn er mikilvæg langtímaheimild með marga úrvinnslumöguleika á mæliniðurstöðum og öðrum hliðstæðum gögnum. Sú gagnasöfnun sem á sér stað á sviðinu er einkar mikilvæg fyrir lífhagkerfið þar sem reynt er að koma í veg fyrir neyslu manna og dýra á skaðlegum efnum og örverum. Nýjar hugmyndir um fullvinnslu afurða og sjálfbærni fela í sér ákveðna áhættu og áskoranir, þar sem unnið er með ný hráefni sem áður flokkuðust sem úrgangur eða voru alls ekki nýtt. Í því samhengi er margt óljóst og sérstaklega þegar kröfur um sjálfbæra og lífræna framleiðslu er að ræða þar sem tækifæri til að hreinsa matvælin eða beita rotvörnum eru takmarkaðri. Þá þarfnast nýjar fæðutegundir rannsókna og gagnaupplýsinga þar sem þær geta hugsanlega innihaldið áður óþekkt eiturefni auk þess sem sá möguleiki er fyrir hendi að við blöndun á ólíkum hráefnum verði til óheilnæm vara. Auk mælingaþjónustu hefur námskeiðahald og ráðgjöf á vegum sviðins farið vaxandi. Ráðgjöf til innlendra aðila í matvælaiðnaði er fyrirferðamikil og felst einna helst í því hvernig hægt sé að fyrirbyggja dreifingu heilsuspillandi örvera og greina smithættur. Á ári hverju má einnig sjá talsverða aukningu í ráðgjöf til erlendra aðila og ef fram heldur

sem horfir verður Matís brátt komið á pall sem eitt helsta ráðgjafafyrirtæki á sviði matvælagæða og matvælaöryggis í Evrópu. Sérhæfð og almenn námskeið sem sviðið hefur þróað og boðið upp á fyrir fyrirtæki í matvælaframleiðslu, til að að auka gæði matvæla og tryggja matvælaöryggi, hafa verið vel sótt og hafa hjálpað mörgum fyrirtækjum við að innleiða gæðastýringu sem fullnægir kröfum eftirlitsaðila og kaupenda. Sviðið hefur einnig haldið utan um alla kennslu er snýr að gæðalínu Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna (UNU Fisheries Training Program) á Íslandi, en þar er megin áhersla lögð á gæða- og öryggismál og hvernig skuli meta gæði hráefna og stuðla að bættri nýtingu og verðmætaaukningu með vinnsluaðferðum á borð við þurrkun og reykingu. Sviðið hefur einnig skipulagt og stýrt mörgum sambærilegum eða sérhönnuðum námskeiðum í þróunarlöndum í samstarfi Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna og við menntastofnanir í þessum löndum í þeim tilgangi að löndin sjálf geti tryggt innleiðingu námskeiðanna og gert þau sjálfbær til frambúðar. Starfsmenn sviðs Mælinga og miðlunar hafa komið að mörgum rannsóknaverkefnum hjá Matís bæði sem þjónustuaðilar við mælingar og veitt ráðgjöf við sérhannaðar lausnir sem tengjast framkvæmd sérhæfs undirbúnings og mælinga við verkefnin. Þróun mæliaðferða og ráðgjöf við vöktun sýkla í matvælum og umhverfi hefur komið að miklu gagni við að auka öryggi neytenda gagnvart þessum hættum.


FRANKLÍN GEORGSSON, SVIÐSSTJÓRI

Sviðið hefur unnið í samráði við önnur svið hjá Matís að endurbótum á vinnsluaðferðum á þurrkun og reykingu fiskafurða í Tansaníu og Kenía til að bæta nýtingu, tryggja öruggara fæðuframboð og auka matvælaöryggi með aðferðum sem eru ódýrar í framkvæmd og nýta einfaldan búnað sem hægt er að framleiða úr efnum sem eru aðgengileg í þessum löndum. Niðurstöður úr þessu verkefni lofa góðu og nú er stefnt að því að auka umfang þessa verkefnis enn frekar á næstu árum þannig að þessi tækni verði innleidd á fleiri svæðum í Tansaníu og Kenía og í fleiri löndum í Afríku.

Árangursrík verkefni Árið 1999 eftir holskeflu Campylobacter-sýkinga hérlendis var eftirliti með kjúklingum aukið. Í dag eru tekin sýni úr hópum allra eldiskjúklinga á leið til slátrunar 2-5 dögum fyrir fyrirhugaða slátrun. Ef bakterían greinist er allur kjúklingurinn úr viðkomandi hópi frystur að slátrun lokinni. Ástæðan fyrir því að þessi leið var valin byggðist á rannsóknum sem gerðar voru hjá forverum þeirra rannsóknastofa sem sameinuðust í Matís og sýndu fram á að með frystingu fækkaði bakteríunni um allt að 99%. Þar með dró mjög mikið ú þeirri hættu sem fylgdi meðhöndlun kjúklinga og krosssmitun bakteríunnar í önnur matvæli. Þar sem frystar alifuglaafurðir seljast á mun lægra verði en ferskar leiddi frystikrafan til þess að alifuglabændur hertu mjög á öllum fyrirbyggjandi aðgerðum sem drógu þannig

mjög fljótlega úr mengun eldishópa. Þessar aðgerðir, auk fræðslu til almennings um rétta meðhöndlun hrárra kjúklingaafurða, hafa gert það að verkum að í dag er árlegur fjöldi greindra sjúkdómstilfella af innlendum uppruna í mönnum aðeins brot af því sem greindist 1999 og fjöldi eldishópa sem greinist með bakteríuna er sömuleiðis aðeins lítið brot af því sem var áður en frystikrafan var innleidd árið 2000. Með þessum aðgerðum hefur Ísland skapað sér sérstöðu þegar kemur af fátíðni Campylobacter-sýkinga, en ekkert annað land hefur náð að fækka smittilvikum með sama hætti og á jafn stuttum tíma og gerðist á Íslandi. Þessi árangur hefur vakið mikla athygli og hafa önnur lönd m.a. Noregur unnið að uppsetningu svipaðs kerfis íhlutandi aðgerða. Salmonella-mengun í alifuglafurðum á Íslandi hefur fækkað mjög á síðustu áratugum og er nú svo komið að smit í alifuglaafurðum á markaði á Íslandi er mjög sjaldgæft og mun lægra en þekkist í flestum löndum í heiminum. Þetta góða ástand má rekja til góðs árangurs sem náðst hefur með samhentu átaki allra hagsmunaaðila þ.e. alifuglabænda, sláturleyfishafa, eftirlitsaðila, stjórnvalda og neytenda við að tryggja að mengaðar afurðir fari ekki í dreifingu. Til marks um þann góða árangur sem hefur náðst bæði hvað varðar Campylobacter og Salmonella mengun í kjúklingaafurðum á markaði má nefna að töluvert umfangsmikil vöktun sem Matís og Mast stóðu að 2012-2013 sýndi ekki fram á nein jákvæð sýni með Salmonella eða Campylobacter.

Vegna fyrirhugaðrar tilnefningar Matís sem tilvísunarrannsóknastofu fyrir ýmsa matarsýkla hefur á árinu verð hafinn undirbúningur að uppsetningu sérhæfðra mæliaðferða til greininga á þessum bakteríum. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að koma upp aðferð til mælinga á s.k Shiga toxin myndandi E. coli bakteríum en þær valda hættulegustu sýkingum af völdum baktería úr hópi sjúkdómsvaldandi E. coli baktería. Á undanförnum árum hafa komið upp nokkur sjúkdómstilfelli af völdum þessarar bakteríu hér á landi og er því vissulega orðin þörf á því að kanna útbreiðslu þessa hættulega sýkils í dýrum, afurðum og umhverfi. Rannsóknastofan hefur á undanförnum árum sérhæft sig í gæða- og öryggismælingum fyrir lyfjaiðnaðinn. Fyrst og fremst hefur verið um að ræða örverumælingar á tilbúnum lyfjum, hráefnum til lyfjagerðar og á umhverfissýnum úr lyfjaframleiðsluumhverfi. Margar af þeim aðferðum sem eru notaðar í þessu sambandi eru sérhæfðar fyrir lyfjaiðnaðinn og í mörgum tilfellum hefur rannsóknastofan þurft að útfæra sérstaklega þessar aðferðir til að mæta þeim kröfum sem gerðar eru. Sú þekking sem hefur skapast hjá rannsóknastofunni í þessu sambandi hefur reynst ákaflega dýrmæt og lyfjaiðnaðurinn á Íslandi og skyld starfsemi er nú ákaflega þýðingarmikil fyrir starfsemi rannsóknastofunnar.

21


22


AMYLOMICS

Amylomics A

mylomics verkefninu lauk á árinu 2014, verkefnið var styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu og verkefnisstjóri var dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson, fagstjóri hjá Matís. Verkefnið var valið sem eitt af framúrskarandi verkefnum sem styrkt eru af rannsóknaáætlunum Evrópu og niðurstöður birtar sem RTD Success Story. Í AMYLOMICS verkefninu var fjölbreytt lífríki jarðhitasvæða á Íslandi hagnýtt við að þróa hitaþolin ensím til notkunar í sterkju- og sykruiðnaði. Hita- og sýruþol eru nauðsynlegir eiginleikar í slíkum iðnaðarferlum en þá eiginleika má finna í ensímum lífvera á hverasvæðum. Uppgötvun og útdráttur á ensímum sem finnast á eldfjalla- og háhitasvæðum á Íslandi geta leitt til virkari og umhverfisvænni iðnaðarferla. Einkaleyfi hafa nú þegar fengist fyrir þó nokkrum af þessum ensímum sem nýta má til framleiðslu verðmætra afurða úr sterkju en einnig úr vannýttum kolvetnaríkum lífmassa eins og rækjuskel og þangsykrum. Landslag Íslands sem mótast hefur af eldgosum er stöðugt undrunarefni fyrir ferðamenn jafnt sem heimamenn og Ísland er einn af bestu stöðum á jörðinni til að leggja stund á jarðhitarannsóknir. Nokkrir evrópskir vísindamenn vildu kanna hvort hægt væri að nota einhver þessara ensíma til að bæta iðnaðarferlið þar sem kolvetnum er breytt í neysluvörur. „Undirliggjandi markmið AMYLOMICS var að auka hagvöxt og sjálfbærni í evrópskum iðnaði með því að bæta skilvirkni ensím-umbreytingarferla í sykruiðnaði segir dr. Guðmundur Óli Hreggviðsson, verkefnisstjóri AMYLOMICS, „tæknin sem var þróuð í þessu verkefni hefur gert mögulegt að gen-kóða ensím frá eldfjalla- og háhitasvæðum og nýta þau á margvíslegan hátt.

Íslensk ensím gjörbylta aðferðum í iðanaðarferlum þar sem kolvetni koma við sögu

Nánari upplýsingar um Amylomics verkefnið og RTD Success Story 23


24


DR. HÖRÐUR G. KRISTINSSON , RANNSÓKNASTJÓRI

Líftækni og lífefni L

íftækni og lífefnasvið Matís er leiðandi í rannsóknum og þróun á lífefnum og líftækni. Rannsóknir sviðsins beinast að því hvernig hægt sé að stuðla að sjálfbærri nýtingu íslenskrar náttúru til framleiðslu á eftirsóttum lífefnum og ensímum og hvernig nýta má andoxunar- og próteinríkar aukaafurðir sjávarafurða og stuðla þannig að virðisaukningu og fullnýtingu hráefna. Sviðið er mjög virkt í erlendu samstarfi og í nánum tengslum við matvælaframleiðendur, líftæknifyrirtæki, stofnanir og háskóla. Til stuðnings líftæknirannsóknum var líftæknismiðja reist á Sauðárkróki og þar er ein fullkomnasta rannsóknastofa landsins sem hefur gegnt veigamiklu hlutverki í starfsemi Matís og framgangi líftæknirannsókna og nýsköpunar á Íslandi og hefur þegar skilað verðmætum. Líftæknirannsóknir sviðsins taka mið af lífhagkerfinu og verndun þess en sífellt er unnið að því að þróa aðferðir og vinnsluferla til að skima fyrir, einangra og vinna verðmæt lífefni úr náttúrulegum hráefnum, þar sem megináhersla er lögð á vannýtt hráefni og aukaafurðir. Við vinnslu sjávarafurða fellur til mikið magn af aukahráefni sem annað hvort er notað í verðlitlar vörur, s.s. fiskimjöl, eða fargað með tilheyrandi kostnaði og slæmum áhrifum á umhverfið. Úr þessu aukahráefni má vinna verðmætar afurðir sem t.d. má nota í fæðubótarefni og markfæði. Við vinnslu aukaafurða skapast ekki einungis ný verðmæti heldur hefur það styrkjandi áhrif á byggðaþróun og skapar ný störf. Aukin nýting þara á Íslandi hefur til dæmis skilað verðmætum afurðum auk þess skapa störf við tínslu og verkun

þangs, vinnslu lífvirkra efna og framleiðslu húðvara og stuðlað að aukinni fjölbreytni íslensks atvinnulífs. Sérstaða Íslands þegar kemur að líftækni og lífefnum er fjölbreytileiki náttúrunnar og sérkenni landsins, því hefur einnig verið lögð áhersla á að rannsaka örverur sem lifa á hverasvæðum og á landgrunni Íslands. Hér er því verið að vinna með einstök lífefni sem ekki þekkjast annars staðar. Niðurstöður rannsókna hafa verið vaxtarhvati fyrir íslensk sprotafyrirtæki líkt og Iceprotein (www.iceprotein.is) og Marinox (www.unaskincare.com) og hefur jákvæðar afleiðingar fyrir íslenskt hagkerfi. Mikið hefur áunnist í rannsóknum á virkum lífefnum úr íslensku þangi, sem er ein vannýttasta og hugsanlega ein vanmetnasta auðlind Íslands. Rannsóknir hafa sýnt að íslenskir brúnþörungar eru sérstaklega ríkir af áhugaverðum verðmætum efnum og eru fyrstu vörur sem innihalda slík efni loks komnar á markað eftir áralangar rannsóknir. Markmiðið er að vinna markaðshæfar afurðir úr þeim lífefnum sem hér er að finna og í ljósi þess að mörg þeirra hafa virkni sem þekkist ekki annars staðar eru þau þegar orðin eftirsótt af framleiðendum bæði hér heima og erlendis. Rannsóknir benda til þess að lífefnin megi nýta í matvæla- og efnaiðnaði og hefur þegar verið sýnt fram á jákvæða virkni. Lífefnin geta því gagnast við framleiðslu á heilsuvörum sem eru ætlaðar til að fyrirbyggja ýmsa kvilla og sjúkdóma, má þar nefna lækkun blóðþrýstings, viðspyrnu gegn krabbameini, varnir gegn hjartaog æðasjúkdómum og fleira.

Rannsóknir á þörungum hafa skipað stóran sess og sífellt verið að finna nýjar leiðir til að hagnýta lífefni í ýmsar vörur. Þannig má nefna verkefni sem er í gangi og nefnist „Ný náttúruleg andoxunarefni úr hafinu“. Verkefnið er styrkt af AVS rannsóknasjóði í sjávarútvegi og unnið í nánu samstarfi við nýsköpunarfyrirtækið Marinox og fyrirtæki í fiskiðnaðinum, Þorbjörn í Grindavík, HB Granda og Fiskeldisstöðina Haukamýri. Í verkefninu er unnið að þróun og framleiðslu nýrra náttúrulegra andoxunarefna úr íslensku sjávarfangi til að auka stöðugleika mismunandi sjávarafurða. Verkefnið byggir á áralöngum rannsóknum á þörungum sem leiddu m.a. annars til stofnunar Marinox en fyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum, þróun og framleiðslu á lífvirkum efnum úr sjávarþörungum og afurðum sem innihalda slík efni. Fyrsta vörulína fyrirtækisins, UNA skincare™ húðvörurnar, kom á markað árið 2012. Annað samstarfsverkefni Matís og Marinox og styrkt af AVS, nefnist „Aukið virði þörungavinnslu“. Eitt af markmiðum verkefnisins er að finna leiðir til að nýta aukaafurðir úr þörungavinnslunni sem ekki hafa verið nýttar hingað til í verðmætar afurðir svo sem grunnefnasambönd fyrir efnavinnslu, burðarefni fyrir fæðubótarefni og í próteinvinnslu. Vinnsla próteina er einnig stór hluti af starfssemi faghópsins. Matís hefur í samstarfi við MPF Ísland þróað nýja afurð FiskiTofu. Hráefnið í FiskiTofu er próteinmassi sem er unninn með því að einangra prótein úr afskurði. Afurðin er því gott dæmi um sjálfbæra nýtingu lifandi náttúruauðlinda þar sem afskurður er nú oft nýttur í verðlitlar afurðir, til dæmis fóður, en hér er búin til hágæðavara sem fellur vel að þörfum nútímans.

Um þessar mundir vinnur faghópur um lífefni að fjölmörgum verkefnum sem tengjast þróun lífefna og lífvirkra efna.

25


26


ECOFISHMAN

Ný aðferðafræði til að bæta fiskveiðistjórnun EcoFishMan verkefninu lauk síðla árs 2014. EcoFishMan verkefnið fólst í því að gera fiskveiðar í Evrópu arðbærari. Í niðurstöðum er lagt til að auka framleiðni í fiskveiðum með því að taka upp árangursstjórnun (RBM, results-based management) þar sem lögð er áhersla á samstarf við sjómenn, útgerð og vinnslu og að hagnýta upplýsingar úr rafrænum afladagbókum. Verkefnið var styrkt af 7. rannsóknaáætlun ESB - FP7-KBBE. Markmiðiðið með EcoFishMan (Ecosystem-based responsive fisheries management in Europe) var að þróa nýtt fiskveiðistjórnunarkerfi þar sem mikil áhersla var lögð á þátttöku hagaðila. Til að ná markmiðinu voru meðal annars haldnir fundir með hagaðilum frá veiðum, vinnslu, rannsóknastofnunum, neytendasamtökum og umhverfisverndarsamtökum frá Evrópu. Einnig voru kynnt dæmi sem sýndu yfirburði árangursstjónarkerfisins. Ástand brottkasts um heim allan var greint og ástæður þess að fiski er hent, einnig var leitað skýringa á því hvers vegna fiski er hent, þátt hagaðila í brottkasti og efnahagslega hvatningu fyrir minnkun brottkasts. EcoFishMan setti saman lista með rúmlega 200 þáttum (vistfræðilegum, félagslegum, hagfræðilegum og stjórnunarlegum) sem voru bornir saman við 9 flokkunarviðmið af völdum hópi úr sjávarútvegi og vísindum. Sérhver veiðiaðferð var metin í því skyni að finna hagkvæmustu nálgunina fyrir allan iðnaðinn. Niðurstöður voru að vistfræðilegir þættir höfðu meira vægi en framleiðniþættir og stjórnunarlegir og félagslegir þættir voru undir meðaltali. „EcoFishMan verkefnið mun ekki eingöngu bæta framleiðni fiskveiða víðsvegar í Evrópu heldur mun það einnig stuðla að minnkun neikvæðra þátta svo sem brottkasts, ofveiði fiskitegunda, umframgetu fiskveiðiflotans og fleiri þátta,“ segir verkefnisstjórinn, Anna Kristín Daníelsdóttir, sviðsstjóri hjá Matís, „verkefnið mun gagnast samfélaginu með því að innleiða nýjar stefnur í vistvænni og skilvirkri fiskveiðistjórnun. Bein áhrif EcoFishMan verða á stefnu og stjórnun fiskveiða, framleiðni fiskveiða og afkomu hagaðila þar sem tekið verður tillit til þeirra sjónarmiða. Önnur áhrif verða innlegg í þróun fiskveiðistefnu ESB (Common Fisheries Policy), og sérstaklega áhrif á stefnu varðandi brottkast.“

Nánari upplýsingar um Ecofishman verkefnið

27


28


DR. ANNA KRISTÍN DANÍELSDÓTTIR, SVIÐSSTJÓRI

Öryggi, umhverfi og erfðir M

eginmarkmið sviðsins er að vera leiðandi í matvælaog umhverfisrannsóknum, bæta matvælaöryggi á Íslandi og efla samkeppnishæfni í alþjóðlegu samhengi. Verkefnin eru unnin í samvinnu við innlenda og erlenda matvælaframleiðendur, stofnanir, háskóla, stjórnvöld og þjónustuaðila matvælaiðnaðarins. Unnið er að vöktunarog öryggisþjónustuverkefnum fyrir stjórnvöld, auk þess sem sérfræðiþjónusta er í boði fyrir viðskiptavini á sviði efna-, örveru- og erfðarannsókna. Starfsemi sviðsins má skipta í fjóra meginþætti: efnarannsóknir, örverurannsóknir, erfðarannsóknir og áhættumat.

Efnarannsóknir Markmið er að tryggja öryggi og gæði matvæla með tilliti til næringarefna og mengandi efna í matvælum, fóðri og umhverfi. Hæfni og geta starfsfólks er stöðugt aukin með rannsóknum og þróun nýrra greiningaraðferða. Helstu verkefni felast í að meta gæði og öryggi matvæla og fóðurs á öllum stigum virðiskeðjunnar, og eftirliti og skimun fyrir óæskilegum efnum í íslenskum matvælum og mengunarefnum í lífríki hafsins. Vísindalegar aðferðir eru notaðar til að meta hvort íslenskar vörur séu í samræmi við reglugerðir um matvælaöryggi. Íslenskum stjórnvöldum, iðnaðinum, mörkuðum og neytendum eru veitt óháð vísindaleg gögn um öryggi matvæla sem nýtast í áhættumati og styðja reglugerðir um leyfilegt hámarksmagn aðskotaefna í matvælum og fóðri.

Örverurannsóknir Markmið er að stuðla að öryggi matvæla, ásamt rannsóknum á hlutverki og starfsemi örvera í umhverfinu. Framkvæmdar eru rannsóknir á dreifingu og fjölbreytileika örvera í matvælum og umhverfi þar sem beitt er nýjustu tækni í ræktun og sameindalíffræði. Helstu rannsóknaverkefni snúa að því að þróa og beita nýjum aðferðum til að greina og stýra sjúkdómsvaldandi bakteríum, veirum og skemmdarbakteríum. Matarsýkingar hafa verið rannsakaðar með kortlagningu á uppruna og rekjanleika sýkla í matvælum. Erfðamengi og fjölbreytileiki sjávarörvera á hafsvæðum við Ísland hefur verið skoðað með það að markmiði að skilja betur hlutverk og virkni þeirra í breytilegu umhverfi og loftslagi. Örverur úr jaðarumhverfi, t.d. hverum, jöklum og djúpsvæðum eru rannsakaðar með tilliti til nýtingar þeirra í vistfræðilegu og líffræðilegu samhengi. Íslensku örverustofnasafni, ISCAR, er viðhaldið og stækkað en það inniheldur örverur af fjölbreytilegum uppruna. Markmiðið er að skrásetja líffræðilega fjölbreytni fyrir faraldsrannsóknir og nýtingu í líftækni.

Erfðarannsóknir Á sviðinu er unnið að erfðarannsóknum með nýjustu tækni sem m.a. stuðla að bættri auðlindastjórnun og rekjanleika. Markmiðið er að auka þekkingu til að bregðast við vaxandi ógnum eins og loftlagsbreytingum, áhrifum stóriðnaðar og framandi lífverum í vistkerfi landsins. Erfðarannsóknir

eru notaðar til þróunar- og nýsköpunarrannsókna innan sjávarútvegs, landbúnaðar og matvælavinnslu auk þjónusturannsókna. Verkefnin felast m.a. í erfðagreiningum á eldis- og nytjastofnum, raðgreiningum á erfðaefni lífvera, að hraða kynbótum í eldi og stofnerfðarannsóknum sem stuðla að bættri fiskveiðistjórnun. Jafnframt er unnið að foreldragreiningum hús- og gæludýra og innihaldsgreiningum matvæla.

Áhættumat Matís er leiðandi í rannsóknum og mati á helstu áhættum af völdum skaðlegra efna og örvera í matvælum, fóðri og umhverfi. Áhættumat stuðlar að aukinni vitund almennings og hvetur til upplýstrar ákvarðanatöku í tengslum við matvælavinnslu og framleiðslu. Framkvæmt er viðeigandi áhættumat fyrir matvæli, t.d. varðandi þungmálma, varnarefnaleifar og örverur er varða almannaheill. Starfsfólk hefur tekið þátt í fjölda fjölþjóðlegra verkefna eins og þróun nýrra aðferða til að framkvæma heildstætt magnbundið áhættu- og vinningsmat vegna neyslu matvæla og má þar nefna tölvuforritið QALIBRA sem er aðgengilegt á vefnum www.qalibra.eu. Einnig má nefna verkefnið TDS Exposure – Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna, en þar er skoðuð heildarneysla óæskilegra aðskotaefna og áhætta vegna neyslu þeirra og metið hversu mikið af óæskilegum aðskotaefnum eru í matvælum eins og þau eru á borðum neytenda í Evrópu.

29


SAFE FOOD

Safe Food Engin matvælaviðskipti án öruggra matvæla Verkefnið Örugg matvæli, sem var unnið í tvíhliða samstarfi þýskra og íslenskra stjórnvalda, lauk á árinu 2014. Matvælaöryggi er lykilforsenda þess að matvælaframleiðendur geti selt sína vöru og tekið þátt í alþjóðaviðskiptum. Neytendur, innlendir sem erlendir, verða að geta treyst því að matvæli séu örugg og að stjórnvöld hafi getu til að fylgjast með því að matvælaöryggis sé gætt í samræmi við alþjóðlega staðla og reglugerðir. Matvælafyrirtæki sem taka þátt í alþjóðlegum matvælaviðskiptum verða að tryggja að matvæli þeirra séu örugg og yfirvöld verða að gera ráðstafanir til að öryggi matvæla sé í samræmi við alþjóðlega staðla til að tryggja neytendavernd. Þátttakendur verkefnisins voru Matís, Matvælastofnun (MAST), atvinnuvegaog nýsköpunarráðuneytið, German Federal Ministry of Food and Agriculture (BMEL), Federal Institute for Risk Assessment (BfR) og Lower Saxony State Office for Consumer Protection and Food Safety (LAVES) í Þýskalandi. Helstu forgangsatriði verkefnisins voru að bæta greiningu varnarefnaleifa og annarra aðskotaefna í matvælum, svo sem PCB, auk greininga á erfðabreytingum í matvælum og fóðri. Annar mikilvægur þáttur var að innleiða efnagreiningaraðferðir til að mæla þörungareitur í skelfiski. Til að ná þessum markmiðum voru keypt fyrsta flokks rannsóknatæki og sett upp á rannsóknastofu Matís ásamt því að viðkomandi starfsfólk var þjálfað í notkun tækjanna og framkvæmd á opinberum greiningaraðferðum samkvæmt evrópskum stöðlum. Matvælastofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga fengu einnig þjálfun í sýnatökum, eftirliti og túlkun löggjafar á þessum sviðum. Samtals komu hingað til lands 24 sérfræðingar frá þýsku samstarfsstofnununum til að veita þessa þjálfun auk þess sem íslenskir sérfræðingar fóru í kynnisheimsókn til Þýskalands. Verkefnið Örugg matvæli verður án vafa mikill stökkpallur fyrir íslenska neytendur, eftirlitsaðila og ekki hvað síst fyrir framleiðendur og söluaðila. Neytendur vilja nánari upplýsingar um efnin sem eru og eru ekki í matvælum sem þeir neyta og framleiðendur og söluaðilar vilja einnig fá þessar upplýsingar til að auka enn frekar traust neytenda á þeirra vörum.

Nánari upplýsingar um Safe Food verkefnið

30


TASTE

Taste - Notkun þara sem bragðefnis og í stað salts Taste verkefninu lauk á árinu 2014. Verkefnið var styrkt af rannsóknaáætlun fyrir smá- og meðalstór fyrirtæki innan 7. rannsóknaáætlunar Evrópu, FP7SME. Verkefnisstjóri var Rósa Jónsdóttir, fagstjóri hjá Matís. Meginmarkið TASTE-verkefnisins var að þróa bragðefni úr brúnþara, Ascophyllum nodosum, Saccarina latissima og Fucus vesiculosus, sem mögulega gætu komið í stað natríums í matvælum sem að öðru jöfnu innihalda mikið af því efni. Heilbrigðisyfirvöld um heim allan hafa mælt með því að draga úr saltnotkun í matvælaframleiðslu í því skyni að draga úr hættu á háum blóðþrýstingi. Salt, þ.e. natríum klóríð, er viðurkennt bragðaukandi efni. Þess vegna mun minni notkun þess draga úr bragðstyrk og minni saltkeim. Þari er saltur á bragðið þar sem hann inniheldur mikið af steinefnum, svo sem kalíum, magnesíum auk natríum, og gefur matvælum saltbragð, auk þess innihalda sumar þarategundir bragðefni sem geta bragðbætt matvæli. Markmið með verkefninu var að framleiða virka bragðefnakjarna úr þara með viðeigandi vinnsluferli og að þróa úr þeim bragðefni sem nota má í ýmsum saltskertum matvælum. Með þessum hætti býður verkefnið litlum og meðalstórum fyrirtækjum í matvælaiðnaði upp á nýjar framleiðslulausnir, ný heilsusamleg bragðefni og nýjar leiðir til að ná markmiðum um minni saltnotkun. „Á síðari stigum verkefnisins kom í ljós vísindalegur árangur, sem SME-hópurinn taldi fela í sér nokkra viðskiptalega möguleika“ sagði verkefnisstjórinn, Rósa Jónsdóttir. „SME-hópurinn er enn jákvæður gagnvart mögulegri notkun þaraefna til að draga úr saltnotkun og til bragðbætis og er sammála um það, að þörf sé frekari rannsókna og þróunarstarfs til að leiða lengra það starf sem unnið var á vegum TASTE-verkefnisins“.

Nánari upplýsingar um Taste verkefnið

31


32


ARNLJÓTUR BJARKI BERGSSON, SVIÐSSTJÓRI

Auðlindir og afurðir M

eginhlutverk sviðsins Auðlindir og afurðir er að styrkja samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja með rannsóknum og þróun á virðiskeðju matvæla auk hagnýtingar nýsköpunar og uppgötvana í framleiðsluferli matvæla. Markmiðið er að auka virði, hagkvæmni og sjálfbærni í þágu matvælaiðnaðarins og neytenda. Stærstur hluti verkefna snýst um bestun innan lífhagkerfisins, einkum þeim kimum þess er viðkoma matvælaframleiðslu. Sviðið stuðlar að auknum gæðum og stöðugleika íslenskra matvæla og þar af leiðandi auknu virði þeirra með skilvirkri framleiðslu auk þess að efla nýsköpun með vöruþróun. Áhersla er lögð á að stuðla að verðmætasköpun t.d. með aðstoð við markaðssetningu íslenskra matvæla, vöruþróun og ráðgjöf um hagræðingu í framleiðslu, þ.m.t. þróun vinnsluferla. Einnig er lögð áhersla á að nýta rannsóknir og þróun í innlendri matvælaframleiðslu og leita nýrra tækifæra til virðisaukningar í eldi með það fyrir augum að hámarka afurðanýtingu. Lífhagkerfið kemur víða við í starfsemi sviðsins í ljósi mikilvægis lífhagkerfisins fyrir íslenskt samfélag. Sviðið vinnur að úrlausn ýmissa áskorana sem felast í fæðuframleiðslu hérlendis. Markmiðið er að standa vörð um þau gæði sem matvælin búa yfir og verja þau þannig að þau skili sér til

neytenda í gegnum virðiskeðjuna með því að afla hráefnis á sjálfbæran máta og framleiða síðan vörur sem uppfylla gæðakröfur kaupenda. Þá leggur sviðið líka áherslu á að stuðla að hagnýtingu rekjanleika matvæla til verðmætasköpunar. Tækifæri felast í því fyrir íslenska matvælaframleiðendur að mæta aukinni eftirspurn eftir sjávarafurðum með eldi og ræktun. Stöðug gæði matvæla tryggja ekki einungis tekjur framleiðenda, stöðug gæði eru liður í matvælaöryggi. Áhersla á sjálfbærni er rauður þráður í mögum af verkefnum sviðsins þar sem virðing fyrir náttúrunni skilar sér í nýtingarhlutfalli hráefnis og virðing fyrir hráefninu skilar sér í vinnslu verðmætri vöru. Á sviðinu er lagt upp með að bregðast við áskorunum og mögulegum vandamálum áður en áhrifa þeirra fer að gæta. Til þess að það sé hægt þarf að fylgjast vel með og vera vakandi fyrir tækifærum sem felast í breytilegu umhverfi. Loftslagsbreytingar eru sífelld áskorun á jaðarsvæðum líkt og Íslandi, en þeim fylgja líka ný tækifæri og jafnvel möguleikar á aukinni matvælaframleiðslu bæði í tengslum við sjávarútveg og landbúnað.

Auðlindir og afurðir hýsir ÍSGEM, íslenska gagnagrunninn um efnainnihald matvæla, sú vitneskja er grunnforsenda að bættri lýðheilsu. Gagnagrunnurinn veitir almenningi og atvinnulífi upplýsingar um samsetningu matvæla og er nauðsynlegt tæki fyrir matvælaiðnað, við næringarrannsóknir, kennslu, áætlanagerð stóreldhúsa og ráðgjöf um heilsusamlegt mataræði. Það má því segja að ÍSGEM gagnagrunnurinn sé mikilvægt tæki þegar unnið er að bættri lýðheilsu. Meðal helstu verkefna Auðlinda og afurða um þessar mundir eru:

Aukið verðmæti makríls Verðmæti makríls aukið með réttri og markvissri kælingu er framhald af verkefninu „Aukið verðmæti uppsjávarfiska“. Markmiðið er að hámarka hráefnisgæði makríls, svo makríllinn nýtist til manneldis, í stað mjöl- og lýsisvinnslu.

Kolmunni til manneldis Markaðsrannsóknir National Oceanic and Atmospheric Administration á þurrkuðum fiski sýna að mikill ávinningur er fyrir fyrirtæki að komast á Asíumarkaði. Með verkefninu er stefnt að því að þróa nýjar verðmætar manneldisafurðir úr kolmunna fyrir Asíumarkað.

33


34


ARNLJÓTUR BJARKI BERGSSON, SVIÐSSTJÓRI

Matarheilindi – Food Integrity

Samstarfsverkefni HB Granda og Matís

Verkefnið miðar að auknu trausti er viðkemur matvælum til að sporna við svindli sem leitt getur til hneykslismála og dregið úr trausti. Framtíð íslensks matvælaiðnaðar veltur að verulegu leyti á því að neytendur beri traust til hans.

Verkefnið nefnist Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri og snerist um breytingar á vinnsludekki frystitogara HB Granda. Verkefnin voru lögð til grundvallar ákvörðunar um breytingu á útgerðarmynstri fyrirtækisins í ljósi reglugerða og lagabreytinga m.t.t. gjaldtöku og aflameðferðar. Í kjölfar HB Granda hafa fleiri útgerðir svo siglt og leggja aukna áherslu á að koma frekar með kældan slægðan fisk í land en frosin flök.

Frá grænum haga í fiskimaga Í verkefninu voru skoðuð áhrif notkunar staðbundinna hráefna í fiskfóður. Markmiðið var að draga úr umhverfisáhrifum fiskeldis og gera það sjálfbærara auk þess að rannsaka með hvaða hætti má nýta staðbundin hráefni til fóðrunar fiska án þess að það komi niður á gæðum vörunnar.

Whitefish – hvítfiskur Verkefnið snýst um aðgreiningu bolfiskafurða, sem eru veiddar og unnar á sjálfbæran og almennt samfélagslega ábyrgan hátt frá hvítfiskafurðum sem ekki uppfylla ýtrustu skilyrði um vinnslu háverðsvara. Meðal innlendra samstarfsaðila má nefna samtök fyrirtækja í sjávarútvegi.

WhiteFishMarineLivingLab Verkefnið snýst um þróun á upplýsingagjöf til neytenda um uppruna og vinnsluferli fisksins, frá veiðum og þar til að hann kemur á borð neytandans.

Kælibót - Chill-on - og Hermun kæliferla Í verkefnunum var hitaálag rannsakað og leiddi það m.a. til þróunar á „hornlausum“ frauðplastkassa sem ver vöruna betur fyrir hitaálagi. Verkefnin voru hluti af stærri rannsóknum sem miða að bættri kælingu og ofurkælingu. Rétt vinnubrögð um borð og við vinnslu fisks og réttar umbúðir sem fluttar eru við stýrðar aðstæður hafa leitt til mikillar aukningar í útflutningi ferskra flaka og flakabita hvort heldur sem er með skipi eða flugi.

Rannsóknahluti EcoFishMan

Ferlastýring þurrkun – Ensímmeðhöndlun við lifrarniðursuðu Full nýting hráefnisins er lykill af ávinningi við vinnslu matvæla, takmarkað aðstreymi hráefna leggur þá kvöð á framleiðendur að nýta sem best það sem tekið er til vinnslu, sú kvöð hefur kallað á þróun vinnsluferla og endurbætur á tækjabúnaði. Með betri nýtingu hráefna fyrir augum hafa íslenskir framleiðendur sýnt í verki virðingu fyrir náttúrunni og þurrka nú meir en fyrr af hausum og hryggjum sem falla til við flakavinnslu. Eins hafa umsvif aukist við nýtingu slógs og má þar helst nefna lifrarniðursuðu og lýsisvinnslu sem leitt hefur til hækkunar hráefnisverðs.

Próteinþörf bleikju Markmið verkefnisins var að leita leiða til að lækka fóðurkostnað í bleikjueldi. Markmiðinu var náð með því að rannsaka próteinþörf tveggja stærðarflokka af bleikju í fersku og í söltu vatni. Rannsökuð voru áhrif mismunandi próteininnihalds (25-40%) á vaxtarhraða, fóðurnýtingu, meltanleika og heilbrigði fisksins og einnig á efnasamsetningu heils fisks og gæðaeiginleika fiskholds.

Rannsóknahlutinn var unninn á sviðinu og unnið var að mótun aðferða við innleiðingu vistvænnar fiskveiðistjórnunar m.a. með líkanagerð, meðal innlendra samstarfsaðila má nefna HÍ og Landssamband smábátaeigenda

35


Menntun og matvælaframleiðsla Á

Árið 2012 var ákveðið að setja á laggirnar fagsviðið Menntun og matvælaframleiðsla til þess að halda utan um samstarf Matís við menntastofnanir og leggja grunn að auknu samstarfi við innlenda og erlenda háskóla. Sviðið styrkir hlutverk Matís sem brú milli atvinnulífsins og menntunar og rannsókna. Guðjón Þorkelsson sviðstjóri segir að með samstarfi við menntastofnanir og starfsþjálfun nemenda sé Matís að fylgja eftir áherslum á rannsóknir og nýsköpun á sviði matvæla í þágu atvinnulífsins, lýðheilsu og matvælaöryggis. „Önnur ástæða þess að Matís leggur áherslu á samstarf við menntastofnanir er hagkvæmni í formi samnýtingar á starfsfólki og aðstöðu. Auk þess skiptir það Matís og matvælafyrirtækin miklu máli að fá nemendur til að vinna að hagnýtum rannsóknaverkefnum og öðlast þannig þjálfun til að verða framtíðarstarfmenn fyrirtækjanna. Matís er mjög stórt rannsóknafyrirtæki á íslenskan mælikvarða og hér er mikil sérfræðiþekking og reynsla sem nýta þarf í kennslu, leiðsögn og starfsþjálfun í matvælavinnslu. Einnig erum við svo heppin að vera með fyrsta flokks aðstöðu á mörgum stöðum á landinu sem nýtast í sama tilgangi,“ segir Guðjón.

Nánari upplýsingar um samstarf Matís og fleiri háskóla

36

„Starfsfólk Matís hefur haldið fyrirlestra og leiðbeint í verklegum æfingum í 10 BS námskeiðum, 4 námskeiðum sameiginlegum fyrir BS og MS nema og 10 MS námskeiðum í matvæla- og næringarfræði og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Þá hafa fjölmargir nemendur í meistaraog doktorsnámi við íslenska háskóla unnið að rannsóknaverkefnum sínum hjá Matís og nær alltaf í samvinnu við atvinnulífið.“ „Samstarf Matís við menntastofnanir á liðnum árum hefur verið farsælt og stuðlað að verðmætasköpun í matvælaiðnaðinum hér á landi auk þess að undirbúa afbragðs vísindamenn fyrir störf í tengslum við matvælafræði. Matvælafræði er ört stækkandi grein og kröfur um framúrskarandi menntun og þekkingu verður háværari með degi hverjum enda snertir greinin neytandann með margvíslegum hætti. Matís leitast við tengja starfsemi sína og samstarfsaðila við fyrirtæki, rannsóknasetur og starfsstöðvar utan Reykjavíkur.“ „Stefna Matís er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu, tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu á sviði matvæla, líftækni og erfðatækni. Til að framfylgja stefnu sinni er nauðsynlegt að Matís vinni í samstarfi við háskólasamfélagið að kennslu og þjálfun nemenda.“

HÁSKÓLASAMSTARF

Háskóli Íslands Matís hefur átt í miklu og góðu samstarfi við Háskóla Íslands um nám í matvælafræði en það er samvinnuverkefni Matvælaog næringarfræðideildar Háskóla Íslands og Matís. Í náminu er lögð rík áhersla á að nemendur vinni hagnýt verkefni og séu í tengslum við atvinnulífið. Samstarfið við Háskóla Íslands er ekki bundið við matvælaog næringarfræðideild þar sem einnig er mikið samstarf við verkfræði- og náttúruvísindasvið og einnig félagsvísindasvið. Sumarið 2013 gerðu Matís og HÍ með sér samning um víðtækt samstarf á sviði kennslu og rannsókna. Samningurinn leggur grunninn að frekari eflingu fræðilegrar og verklegrar menntunar á sviði matvælarannsókna og matvælaöryggis auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna. Samkomulagið er mikilvægt skref í formlegu samstarfi Matís og Háskóla Íslands um samnýtingu aðfanga, innviða rannsókna og mannauðs. Það felur í sér ásetning um að vera í fararbroddi á þeim fræðasviðum sem samningurinn tekur til. Háskóli Íslands hefur mótað sér stefnu til ársins 2016, þar sem m.a. er lögð áhersla á doktorsnám, framúrskarandi rannsóknir og kennslu, auk áherslu á samstarf við stofnanir og fyrirtæki eins og Matís. Á vegum HÍ eru stundaðar víðtækar rannsóknir og kennsla á þeim fræðasviðum sem Matís fæst við, einkum á vettvangi heilbrigðisvísinda- og verkfræði- og náttúruvísindasviða skólans. Matís, Háskóli Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarins standa að landskeppni í vistvænni nýsköpun matvæla. Haustið 2013 unnu íslensku sigurvegararnir til verðlauna í Evrópukeppni fyrir athyglisverðustu nýjungina.


GUÐJÓN ÞORKELSSON, FAGSTJÓRI

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Bifröst

Matís og HA skrifuðu undir samstarfssamning í janúar 2014. Samningurinn leggur grunn að frekari eflingu rannsókna og menntunar í sjávarútvegsfræðum, matvælafræðum og líftækni auk samstarfs á öðrum sviðum kennslu og rannsókna, með það að markmiði að vera í fararbroddi á Íslandi á þeim fræðasviðum sem tengjast sjávarútvegsfræði og líftækni. Eitt af markmiðum samningsins er að efla kennslu og rannsóknir á sviði sjávarútvegsfræða, matvælafræða og líftækni, m.a. með sókn í alþjóðlega sjóði og samstarf á sviði nýtingar auðlinda norðurslóða.

Í janúar 2014 skrifuðu Matís og Háskólann á Bifröst undir samstarfssamning þess efnis að Matís sjái um kennslu og uppbyggingu námsgreina í matvælarekstrarfræði, nýrri námslínu sem fyrst var í boði haustið 2014.

Markmið hans er einnig að fjölga þeim sem stunda nám og rannsóknir á þessum fræðasviðum, samþætta rannsóknaog þróunarverkefni á sviði sjálfbærrar auðlindanýtingar, vinnslutækni, líftækni, matvælaöryggis og lýðheilsu, að virkja fleiri starfsmenn Matís í kennslu við HA og gefa viðkomandi starfsmönnum Matís kost á því að fá faglegt akademískt mat hjá HA/Viðskipta- og raunvísindasviði og möguleika á gestakennarastöðum, enda verða greinar birtar undir hatti beggja samningsaðila, ásamt því að samnýta aðstöðu, húsakost og tækjabúnað. Matís vinnur mikið með viðskipta- og raunvísindasviði Háskólans á Akureyri og þá helst í fiskeldi og sjávarútvegsfræðum.

Námsgreinar sem Matís mun hafa yfirumsjón með tengjast beint innihaldi, meðferð og framleiðslu matvæla og spannar um fjórðung af námi í viðskiptafræði. Með umsjón með náminu mun Matís skipuleggja og annast kennslu í mörgum þeim námskeiðum sem tengjast matvælarekstrarfræðinni beint. Námskeiðin eru til að mynda í næringarfræði, örverufræði matvæla, matvælavinnslu, matvælalöggjöf og gæðamálum.

Háskólinn í Reykjavík HR hefur átt í samstarfi við Matís í tengslum við fjölmörg nemendaverkefni. Auk þess hafa starfsmenn frá Matís komið að kennslu í meistaranámi við tækni- og verkfræðideild háskólans.

Landbúnaðarháskólinn Starfsmenn Matís hafa haft umsjón með og skipulagt námskeið í gæðum og vinnslu búfjárafurða fyrir BS nemendur í búvísindum

Háskólinn á Hólum Háskólinn á Hólum og Matís eru í sameiginlegu húsnæði í Verinu á Sauðárkróki og vinna saman að mörgum verkefnum.

37


38


ÚTSKRIFAÐIR NEMENDUR

Útskrifaðir nemendur hjá Matís Heiti nemenda

Leiðbeinandi

Sérgrein

Titill ritgerðar

Prófgráða

Háskóli

Ásta H. Pétursdóttir

Helga Gunnlaugsdóttir

Efnafræði

Inorganic and lipophilic arsenic in food commodities with emphasis on seafood

Ph.D.

University of Aberdeen

Magnea Guðrún Karlsdóttir

Hörður G. Kristinsson

Matvælafræði

Oxidative mechanisms and stability of frozen fish products

Ph.D.

Háskóli Íslands

Varsha Kale

Ólafur Friðjónsson

Lyfjafræði

Bioactive sulfated polysaccharides from the sea cucumber Cucumaria frondosa and enzymes active on this class of biomolecules

Ph.D.

Háskóli Íslands

Adriana Matheus

Hörður G. Kristinsson

Matvæla- og næringarfræði

Antioxidant activity of phenolic fractions extracted from the brown algae Fucus vesiculosus in washed minced tilapia muscle

M.Sc.

University of Florida

Ásta María Einarsdóttir

Hörður G. Kristinsson

Matvæla- og næringarfræði

Edible seaweed for taste enhancement and salt replacement by enzymatic methods

M.Sc.

Háskóli Íslands

Berglind Heiður Andrésdóttir

Guðjón Þorkelsson

Matvæla- og næringarfræði

Development of probiotic fruit drinks

M.Sc.

Háskóli Íslands

Berglind Ósk Alfreðsdóttir

Helga Gunnlaugsdóttir

Matvæla- og næringarfræði

Polycyclic aromatic hydrocarbons in mussel from Iceland – Food Safety and environmental aspect

M.Sc.

Háskóli Íslands

Harpa Hrund Hinriksdóttir

Kolbrún Sveinsdóttir

Matvæla- og næringarfræði

Bioavailability of n-3 fatty acids from enriched meals and from microencapsulated powder

M.Sc.

Háskóli Íslands

Helga Franklínsdóttir

Sigurjón Arason

Matvæla- og næringarfræði

Application of water jet cutting in processing of cod and salmon fillets

M.Sc.

Háskóli Íslands

Magnús Kári Ingvarsson

Sigurjón Arason

Vélaverkfræði

Airflow and energy analysis in geothermally heated conveyor drying of fishbone

M.Sc.

Háskóli Íslands

Matthildur María Guðmundsdóttir

Sigurjón Arason

Vélaverkfræði

Improvements in conveyor drying of rockweed and kelp

M.Sc.

Háskóli Íslands

Sesselja María Sveinsdóttir

Guðjón Þorkelsson

Matvæla- og næringarfræði

Safety and quality of lettuce on the market in Iceland

M.Sc.

Háskóli Íslands

Steinunn Áslaug Jónsdóttir

Sigurjón Arason

Matvæla- og næringarfræði

High quality redfish fillets for export: Improving handling, processing and storage methods to increase shelf life

M.Sc.

Háskóli Íslands

Telma B. Kristinsdóttir

Sigurjón Arason

Matvæla- og næringarfræði

Mackerel (Scomber scombrus), processing properties. Effect of catching seasons, freezing and cold storage on physical and chemical characteristics of mackerel after heat treatment

M.Sc.

Háskóli Íslands

Valgerður Lilja Jónsdóttir

Guðjón Þorkelsson

Matvæla- og næringarfræði

Ready to eat meals enriched with omega-3 fatty acids – Product development and consumer study

M.Sc.

Háskóli Íslands

39


40


UNITED NATIONS UNIVERSITY

Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna Skólinn er samstarfsverkefni fjögurra stofnana og fyrirtækja: Matís, Hafrannsóknastofnunarinnar, Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri, en auk þess koma Háskólinn á Hólum og Háskólasetur Vestfjarða að þessu samstarfi. Daglegur rekstur skólans heyrir undir Hafrannsóknastofnunina og er forstöðumaður skólans dr. Tumi Tómasson Í náminu er lögð áhersla á hagnýta þekkingu og reynslu og nemendur vinna náið með íslenskum leiðbeinendum í verkefnavinnu. Starfskynningar eru stór hluti af náminu en þær ná yfir rúman helming þeirra sex mánaða sem námið varir. Á hverju ári er boðið upp á sérnám á 3-4 brautum, sem tekur á bilinu 4-5 mánuði. Hjá Matís hafa allir nemendur skólans fengið kennslu í grunnáfanga um gæði og vinnslu fisks og í beinu framhaldi hafa nemendur á gæðalínu skólans fengið kennslu og verklega þjálfun. Alls hafa 286 nemendur farið í gegnum skólann frá samtals 48 löndum. Alls hófu 22 nemendur nám við skólann haustið 2014.

Nánari upplýsingar um UNU-FTP

41ODDUR MÁR GUNNARSSON, SVIÐSSTJÓRI

Viðskiptaþróun V

iðskiptaþróunarsvið tekur þátt í stefnumótun Matís og annast innbyrðis samþættingu og miðlun upplýsinga innan fyrirtækisins og til stjórnvalda. Sviðið tekur þátt í verkefnaöflun fagsviða, sér um forgangsröðun verkefna, aðstoð við styrkumsóknir og fjármögnun. Starfsemi viðskiptaþróunarsviðs gengur þvert á önnur svið Matís og er mikilvægur hlekkur sem tengir saman starfssemi fyrirtækisins, auk þess að gegna mikilvægu ráðgjafahlutverki fyrir íslensk stjórnvöld. Sviðið er virkur þátttakandi í erlendu samstarfi m.a. í SAFE Consortium og Nordic Bioeconomy Initiative og hefur það samstarf stefnumótandi áhrif á starfsemi Matís. Viðskiptaþróunarsvið sér einnig um markaðsmál fyrirtækisins, lögð er áhersla á að Matís komi að opinberri umræðu þar sem vísindamenn Matís eru margir hverjir helstu sérfræðingar Íslands í sínum málaflokki. Þá leggur sviðið einnig áherslu á að starfsmenn komi verkefnum sínum á framfæri og er það gert í samstarfi við grafískan hönnuð og markaðsstjóra Matís. Sviðið ber einnig ábyrgð á vefsíðunni www.matis.is, en þar birtast reglulega fréttir um starfsemi fyrirtækisins og tengdra stofnana á íslensku og ensku. Sviðið ber ábyrgð á alþjóðlegu samstarfi Matís sem hefur vaxið gífurlega á síðustu árum og árið 2014 námu tekjur úr erlendum sjóðum og erlendu samstarfs rúmlega þriðjungi af tekjum fyrirtækisins. Á árinu var auglýst eftir fyrstu umsóknum í H2020 sem er næsta rammaáætlun Evrópu á sviði rannsókna og þróunar en í áætluninni eru styrkir upp á nærri 80 milljarðar evra á árunum 2014 til 2020. Matís stýrði umsóknaskrifum í nokkrum

umsóknum og tók auk þess þátt í fjölda annarra umsókna í H2020. Matís mund halda áfram að sækja í slíka samvinnu og hefur nú þegar fengið úthlutað einu verkefni, SAF21, úr Horizion2020. Fleiri verkefni eru í farvatninu. Frá upphafi hefur Matís leitast við að taka þátt í erlendum verkefnum sem hafa skilað fyrirtækinu góðu orðspori og gert það að eftirsóttum samstarfsaðila. Erlent samstarf hefur að mestu leyti náð til Norðurlandanna og annarra Evrópulanda auk þess samstarfs sem felst í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Árið 2014 voru hinsvegar mikilvæg skref stigin til þess að efla samstarf Matís við fyrirtæki og stofnanir í Kanada. Sviðið vinnur einnig að eflingu matvælanáms hér á landi með því að annast útgáfu fræðsluefnis og samþættingu námskeiðsgagna. Þrátt fyrir að fyrirtækið sé ekki menntastofnun í eiginlegum skilningi kemur stór hluti starfsmanna Matís að kennslu í háskólum landsins auk þess sem fyrirtækið leggur áherslu á að bjóða nemendum í matvælafræðitengdum greinum að vinna að verkefnum sínum hjá Matís eða taka þátt í verkefnum sem fyrirtækið stendur fyrir. Stefnt er að því að minnsta kosti þriðjungur tekna Matís komi frá erlendum verkefnum til að styrkja rekstrargrundvöll Matís gegn sveiflum í íslensku hagkerfi og tryggja íslenskum fyrirtækjum aðgang að bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma. Vinna á sviðinu mun taka mið af þessu með því að vinna að aukinni upplýsingagjöf á ensku, virkri þátttöku í stefnumótunarstarfi H2020 og markvissri sókn á nýja markaði.

43


Dæmi um verkefni á árinu SAF21

Strandveiðar í Norður-Atlantshafi

SAF21 verkefnið skapar tækifæri til þjálfunar, rannsókna og tengslamyndunar fyrir unga vísindamenn sem nýta nýjustu aðferðir í hermun til þess að innleiða félagslegar víddir í fiskveiðistjórnunarkerfi Evrópusambandsins. Verkefnið er styrkt af H2020 rannsóknaáætlun Evrópu.

Sjónum verður beint að strandveiðiflotanum í N-Atlantshafi þ.e.a.s. í Noregi, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Kanada. Markmiðið er þríþætt: 1) Greina strandveiðiflota áðurnefndar þjóða m.t.t. samsetningar flota, afla, aflaverðmæta, veiðarfæra, hráefnismeðferðar, vinnsluþátta, flutninga, markaðssetningar o.s.frv. 2) Standa fyrir vinnufundi og stuðla að uppbyggingu netverks hagsmunaaðila. 3) Gera tilraunir með að flytja þekkingu og tækjabúnað milli landa og prófa árangur við raunverulegar aðstæður.

MareFrame Markmið þessa fjölþjóða og fjölþátta verkefnis er að þróa fjölstofna fiskveiðistjórnunarlíkön með vistkerfisnálgun og finna leiðir til að auðvelda innleiðingu þess í Evrópu. Tillit er tekið til sem víðtækastra áhrifaþátta s.s. sjálfbærni, umhverfis-, efnahags- og samfélagslegra þátta. Horft er til meira samstarfs við þá sem starfa að veiðum og vinnslu í sjávarútveginum og annarra hagaðila við þróun fiskveiðistjórnunarkerfa. Þróað verður m.a. sjónrænt viðmót, tölvuleikir og tölvustudd námstækni til að koma niðurstöðum og stjórnunarleiðum á framfæri. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu.

POLSHIFTS

Bestun ferskfiskflutninga

Mæla sértæka eftirspurn neytenda á íslensku nautakjöti fram yfir innflutt kjöt og munur á eftirspurn eftir ólíkum vöruflokkum. Könnuð verða áhrif eiginleika vörunnar s.s. samsetningar, útlits, bragðs og meyrni á sértæka eftirspurn.

Markmið verkefnisins er að bæta meðferð ferskra fiskafurða í gámaflutningi og auka þar með geymsluþol þeirra og möguleika á frekari flutningum á sjó frá Íslandi. Flutningur í ískrapa í kerum verður bestaður og borinn saman við flutning í 3–7 kg frauðkössum með tilliti til hitastýringar, afurðagæða, flutningskostnaðar og umhverfisáhrifa. Betri nýting bolfisks Þróa á lausn til að auka nýtingu og verðmæti bolfiskafla um borð í frystiskipum og í landvinnslu með viðbótum við Marin flökunarvél Vélfags. Með afurð verkefnisins sem unnið er af sprotafyrirtæki á Ólafsfirði, öðlast íslenskar sjávarbyggðir og íslenskur sjávarútvegur verkfæri til sjálfvirkrar nýtingar aukaafurða um borð í vinnsluskipum og í landvinnslu.

POLSHIFTS ráðstefna verður haldin í Reykjavík 2015. Sérfræðingar í uppsjávarfiskum, erfðafræði, fiskveiðum, fiskveiðistjórnun og loftslagsbreytingum koma saman og ræða hvernig hægt er að bregðast við breytingum í dreifingu uppsjávarfisks. Nautakjöt á Íslandi – Kaupvilji

Rannsóknir á farleiðum laxa og magainnihaldi með erfðafræði Markmið verkefnisins er í fyrsta lagi að halda áfram að nýta erfðafræðigagnagrunn til að rekja lax, sem veiðist í sjó sem meðafli við aðrar veiðar, til síns heimasvæðis og í öðru lagi að rannsaka magainnihald laxa með erfðatækni. Er frárennsli uppspretta örrusls í hafinu?

Markmið verkefnisins er að skilgreina örverusamsetningu sem myndast í óvirkum rótarbeðsefnum sem notuð eru í ylrækt með beðvatni á salati og spínati. Yfirleitt gengur ræktun þessara afurða vel en þó kemur fyrir að vaxtarhraði minnkar sem getur stafað af óæskilegum sveppa- og/eða bakteríugróðri.

Athygli vísindamanna á örrusli hefur aukist undanfarin ár en það er talið alvarlegt umhverfisvandamál. Mjög takmarkaðar upplýsingar eru til um magn og dreifingu örrusls í norrænu umhverfi. Örrusl myndast þegar stærra rusl, eins og plast, brotnar niður, sérstaklega í sjónum, eins getur skólp og iðnaðarlosun verið uppspretta örrusls í hafinu. Markmiðið er að meta áhrif skólphreinsistöðva á dreifingu og magn örrusls í hafinu. Eins verða skoðaðar hreinsistöðvar með mismunandi hreinsunarstig. Gögnin nýtast opinberum og alþjóðlegum eftirlitsaðilum og umhverfisstofnunum til að meta áhættuna sem stafar af örrusli í umhverfinu.

Lífhagkerfið á norðurslóðum

Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum

Í norræna verkefninu Lífhagkerfið á norðurslóðum felst kortlagning á lífauðlindum, samanburður og greining á mismunandi svæðum. Einkum verða skoðaðar lífauðlindir Grænlands, Íslands og Færeyja og einnig lífauðlindir í nyrstu héruðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.

Markmiðið er að framkvæma vistferilsgreiningu í virðiskeðjum ferskra þorskhnakka á markaði sem leggur áherslu á sjálfbæran uppruna og lágmörkun umhverfisáhrifa. Niðurstöðurnar verður svo unnt að nýta til að lágmarka umhverfisálag og bera „frammistöðu“ íslenskra flaka saman við samkeppnisvörur.

Grænmeti og örverur

44


DÆMI UM VERKEFNI Á ÁRINU

QualiFish

FoodIntegrity

Meginmarkmið verkefnisins er að skapa nauðsynlega þekkingu og tækni til þess að auka sjálfbærni og arðsemi þorskafurða. Verkefnið skapar verkfæri fyrir framleiðendur til þess að mæta þörfum markaða með hágæða vörum allt árið um kring. Helstu áherslur verkefnisins fela í sér meðal annars gæði, matvælaöryggi, tæknilausnir í vinnsluferlum og markaðs- og efnahagsleg sjónarmið.

Markmið verkefnisins FoodIntegrity – MatarHeilindi - er að stuðla að nýtingu rannsókna og þróunar til að tryggja falsleysi evrópskra matvæla, og hindra svik í evrópskum matvælaiðnaði. Í matvælaiðnaði líkt og annars staðar eru heilindi forsenda þess að neytandinn treysti vörunni, en matvælaframleiðendur hafa fundið fyrir áhrifum þess þegar traust viðskiptavina hefur borið hnekki vegna hneyksla, margir muna eflaust eftir fárinu sem fylgdi þegar upp komst að hrossakjöt hafði verið notað í stað nautakjöts í fjölmörgum tilbúnum réttum. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu.

Aukið virði þörungavinnslu Vinnsla á lífvirkum efnum úr þörungum verður sköluð upp og bestuð til að hámarka magn þeirra. Markmið er einnig að finna leiðir til að nýta aukaafurðir úr þörungavinnslunni, sem ekki hafa verið nýttar hingað til, í verðmætar afurðir svo sem grunnefnasambönd fyrir efnavinnslu, burðarefni fyrir fæðubótarefni og í próteinvinnslu. Bætt nýting á slógi Markmið verkefnisins er að kortleggja slóghlutfall og umfang hvers líffæris í slóginu og eiginleika slógsins með tilliti til árstíðabundins breytileika. Þá er lagt upp með að þróa lífrænan áburð til að stuðla að því að aukin nýting leiði til aukinnar verðmætasköpunar. Verðmætamyndandi tækniþurrkun uppsjávarfisks Markmið verkefnisins er að byggja upp þekkingu og þróa vinnsluferli til framleiðslu á fullþurrkuðum afurðum úr loðnu, kolmunna og spærling til manneldis og koma þeim á erlenda markaði. Horft er á afurðir sem uppfylla kröfur og væntingar um útlit og gæði. Einnig verður innleidd ný tækni varðandi notkun á færibandaþurrkara. Sjávarbyggðir í Norður- Atlantshafi Markmið verkefnisins var að koma á netverki hagaðila sem geta komið að greiningu á sjávarbyggðum í N-Atlantshafi, hlutverki strandveiða í hagkerfi landanna, byggðaþróun og öðrum viðkomandi málum. Þátttakendur í verkefninu greindu hver um sig stöðuna í sínu landi og voru niðurstöðurnar ræddar á ráðstefnu sem haldin var á Íslensku sjávarútvegssýningunni 2014.

MicroB3 - Að skilja heiminn út frá sjónarhóli örvera Ný þekking sem byggð er á framförum í örverurannsóknum og erfðafræði örvera leiðir til aukins skilning á undirstöðu stærsta vistkerfi jarðarinnar, hafinu. Þar eru miklir möguleikar fyrir nýtingu lífvera án þess að gengið sé of nærri auðlindinni. Markmið er að taka saman nýjustu líf- og umhverfisupplýsingarnar við viðbrögðum og þróun örverusamfélaga í sjó. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu. Blue trainfarm Rannsaka á hvort hægt sé að þróa ný lyf úr svömpum, en þeir eru þekktir fyrir að verja sig geng skaðlegum efnum. Nú þegar eru þekktar yfir 7000 lífvirkar sameindir í svömpum og leitað verður leiða til að einangra sameindirnar og nota í lyf. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu. Aukin gæði og stöðugleiki frosinna síldarafurða Markmiðið er að hámarka einsleit gæði og verðmæti íslenskra síldarafurða. Gæði og stöðugleiki síldarafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna verða könnuð. Niðurstöðurnar munu ekki bara leiða af sér minni gæðarýrnun vegna geymslu og flutninga, heldur einnig auka skilning á tengslum milli afurðargalla og þeirra áhrifa sem hráefnið verður fyrir frá veiðum á markaði. SeaBiotech

Geymsluþol léttsaltaðra flaka í frosti

Kannaðar verða leiðir til að nýta sjávarlíftækni í framleiðslu lyfja fyrir menn og til að nota í fiskeldi, snyrtivöruframleiðslu, framleiðslu markfæðis og efnaframleiðslu. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu.

Markmið verkefnisins er að auka verðmæti sjávarfangs með því að greina kjöraðstæður við geymslu á léttsöltuðum þorsk- og ufsaflökum og um leið auka stöðugleika þessara afurða miðaða við árstíma og hráefnisgæði.

Smáframleiðsla á NORA svæðinu - Bioeconomy Markmið verkefnisins er að útbúa netverk smáframleiðenda á NORA svæðinu og tengja þá við stoðkerfið á hverjum stað. Ætlunin er að vinna í opnu samtali við smáframleiðendur og virkja þá í verkefni tengd nýsköpun í matvælum. Meginmarkmiðið er að finna og tengja framleiðendurna við stoðkerfið í sterku netverki.

45


Dæmi um verkefni á árinu Kolmunni til manneldis

WhiteFish

Markmið verkefnisins er að þróa nýjar verðmætar manneldisafurðir úr kolmunna fyrir Asíumarkað. Afurðirnar verða kryddlegnar og þurrkaðar og þurfa að uppfylla þarfir og væntingar á mörkuðum, einkum í Kóreu, Japan, Kína, Hong Kong, Taiwan og Singapore. Mikið nýnæmi og efnahagslegur ávinningur næst fram ef unnt er að þróa úr kolmunna markaðshæfar manneldisafurðir.

Markmið verkefnisins er að þróa og sannreyna aðferð til að reikna út, greint niður á einstakar lotur (t.d. kassa, bretti eða veiðiferð), umhverfisálag þorsk- og ýsuafurða. Verkefninu er sérstaklega ætlað að nýtast smáum og meðalstórum fyrirtækjum í virðiskeðju þorsk- og ýsuafurða, þannig að þau geti skráð sjálfbærni afurða og vinnsluleiða. Með því að geta sýnt fram á umhverfisálag vörunnar og skipt því niður á lotur mun afurð verkefnisins nýtast til að skapa framleiðendum þorsk- og ýsuafurða yfirburði á markaði sem væntanlega munu skila bættum aðgangi að mörkuðum, hærra verði og aukinni góðvild neytenda. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu.

EnrichMar Markmiðið er að auka verðmæti og næringargildi skyndibitafæðis með því að auðga það með aukaafurðum úr sjávarfangi. Lífefni úr hafinu eins og þörungaþykkni, fiskiprótein og omega-3 fitusýrur í duftformi eru dæmi um þær aukaafurðir sem notaðar verða. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu. Sjávarprótein unnið úr fiski og bóluþangi Markmiðið er að þróa og markaðsetja sjávarprótein sem hefur ýmsa lífvirka eiginleika. Sjávarpróteinið verður unnið úr vannýttu sjávarfangi, aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, því er um mikla verðmætaaukningu að ræða. Hönnuð verður vörulínu sem inniheldur sjávarprótein með það að markmiði að selja ferlana til þekktra framleiðenda.

Aðgreiningarþörf bolfiskafurða - WhiteFishMall Móta á samstarf um aðgreiningu bolfisks úr Norður Atlantshafinu frá örðum bolfiski m.t.t. sjálfbærni framleiðslu og ávinnings neytenda. Eins á að sýna fram á hvernig hægt sé að haga samstarfi neytenda og framleiðenda sjávarafurða til að leysa sameiginlega, rannsaka, sýna og meta árangur út frá þörfum neytenda við raunverulegar aðstæður. Þannig geta allir sem koma að virðiskeðju bolfisks, haft áhrif á hvernig nýsköpunaráskoruninni er mætt með það fyrir augum að auka árangur keðjunnar. Verkefnið er unnið með samstarfi aðila frá Noregi, Íslandi, Færeyjum og Kanada. Vinnsla á þorskhausaafurðum um borð

Lífvirk sjávarpeptíð og íslenskt þang Hefja framleiðslu og markaðssetningu á fæðubótarefni úr lífvirkum sjávarpeptíðum og andoxunarefnum úr íslensku bóluþangi. Við framleiðsluna nýtist bóluþangið sem andoxunarefni sem verndar sjávarpeptíðin gegn þránun. Útkoman verður stöðug hágæða heilsubætandi vara framleidd úr vannýttu sjávarfangi.

Norrænt rannsóknaverkefni þar sem kannað er hvort íslensk tækni/vélar fyrir skurð hausa í gellur og kinnar sé grundvöllur fyrir arðbærri framleiðslu í togurum. Þetta verður gert með því að afla upplýsinga frá iðnaðinum um tækni og reynslu við framleiðslu á gellum og kinnum. Örveruorka

Hliðarafurðir í verðmæti Tækniyfirfærsla til þróunar og nýsköpunar við framleiðslu virðisaukandi afurða úr hliðarafurðum matvælaframleiðslu og vinnslu á þremur mismunandi svæðum, byggt á skilgreiningu hliðarafurða á hverjum stað. Þetta mun auka virði og stuðla að sjálfbærri nýtingu náttúruauðlinda og á sama tíma stuðla að atvinnusköpun á svæðunum.

Þróa á hagkvæmt kerfi, sem byggir á hitakæru bakteríustökkbrigði, til þess að framleiða eldsneyti (etanól) úr sellulósa. Þetta verður gert með innsetningu tveggja sellulasagena inn í etanólframleiðslustofn. Takist innsetningin mun stofninn geta brotið niður forunninn sellulósa og nýtt í framleiðslu etanóls með gerjun. Hönnun slíks framleiðslustofns er mikilvægt skref í átt þess að unnt verði að ummynda fjölsykrulífmassa sem fellur til hér á landi í eldsneyti.

SNPFish: Þróun á SNP erfðamörkum fyrir mikilvæga nytjastofna Ný ræktunar- og fóðrunartækni fyrir Ezo sæeyru Tilgangur verkefnisins er að þróa og koma á fót nýrri erfðafræðiaðferð á erfðarannsóknastofu Matís. Aðferðin verður notuð til skyldleikarannsókna á helstu nytjastofnum á Íslandsmiðum og mun jafnframt nýtast til erfðarannsókna á ýmsum tegundum bæði villtum fiski og eldisfiski.

Markmið verkefnisins er að útbúa fóður fyrir Ezo sæeyru sem inniheldur hátt prótein, lífvirk efni og bætibakteríur og tryggir að Ezo sæeyru vaxa hratt og þroskast eðlilega. Með því er hægt að efla samkeppnishæfni við framleiðslu Ezo sæeyra á Íslandi.

Aukið verðmæti makríls með réttri kælingu

Hámörkun gæða frosinna makrílafurða

Markmiðið er að ná fram mestu mögulegu gæðum makrílafurða með markvissri kælingu óháð veiði- og vinnsluaðferð. Rannsakað verður hvaða kæliferlar skila bestum árangri, þeir hámarkaðir og þróaðar verða kælileiðbeiningar og tækjabúnaður fyrir hverja tegund fiskiskipa fyrir sig.

Meginmarkmið verkefnisins er að rannsaka gæði og stöðugleika makrílafurða í frosti eftir árstíðum og áhrif mismunandi forkælingar, frystingar og geymsluaðstæðna. Þróuð verða varmaflutningslíkön sem spáð geta fyrir um hitabreytingar í makríl við vinnslu, geymslu og flutning. Með því að skoða samspil þessara þátta er hægt að hámarka gæði og nýtingu og um leið verðmæti makríls.

46


DÆMI UM VERKEFNI Á ÁRINU

TDS-Exposure - Rannsókn á heildarneyslu aðskotaefna úr matvælum

Týndi hlekkurinn

Í þessu verkefni, verða þróaðar aðferðir til að meta hversu mikið fólk fær af óæskilegum aðskotaefnum úr matvælum eins og þau eru á borðum neytenda. Verkefnið er mikilvægt fyrir áhættumat og alla sem fylgjast með áhrifunum aðskotaefna á heilsu manna. Þróaður verður og innleiddur gæðarammi fyrir rannsóknir og greiningu á gögnum um aðskotaefni. Matís tekur þátt í tilraun til að framkvæma samræmda rannsókn á heildarneyslu á a.m.k. einu aðskotaefni á Íslandi og verða þær niðurstöður bornar saman við sambærilegar rannsóknir sem framkvæmdar verða í Tékklandi, Finnlandi, Þýskalandi og Portúgal. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu.

Markmið verkefnisins er að stuðla að bættu heilsufari íslensku þjóðarinnar og þess hluta heimsbyggðarinnar sem býr við góð efnahagskjör en er í áhættuhópi eða á við lífsstílstengda sjúkdóma að stríða vegna rangs mataræðis. Sprotafyrirtækið Foodoit mun í verkefninu þróa samnefnda veflausn sem mun auðvelda fólki að ná árangri í breyttu mataræði.

Samanburðarrannsóknir þorskstofna Markmið verkefnisins er að greina gögn um staðsetningu, dýpi, umhverfishitastig og vaxtarhraða úr DST staðsetningarmerkjum einstakra fiska. Komið hefur í ljós að þorskur virðist skiptast í tvo hópa m.t.t. virkni og lóðrétts fars á mismunandi tímabilum. Arfgerðagreina á um 25 hlutlaus míkrósatelite erfðamörk á þessum tveimur hópum þorsks sem hafa sýnt mismunandi göngumynstur og skoða erfðafræðilegan skyldleika þeirra á milli, og nota breytileika í genaröðum undir vali og ný erfðamörk (SNPs) til að meta aðlögun hópa með mismunandi göngumynstur að umhverfi sínu. Einnig á að skilgreina þróunarfræðilega og veiðistjórnunarlega aðgreiningu hópa með mismunandi göngumynstur til að stuðla að vistvænni, sjálfbærari og hagkvæmari fiskveiðistjórnun. Meðferð við rót vandans - Kítósan Staðfesta hentugleika kítósan-meðhöndlunar á sjávarfangi í fiskiðnaðinum. Til þess er nauðsynlegt að prófa aðferðina um borð í veiðiskipi og við vinnslu til að meðhöndla afurðirnar snemma á líftíma þeirra og þannig fá mestu geymsluþolsaukandi áhrif. Norrænar kornafurðir – Ný tækifæri Markmiðið er að stuðla að vexti og sjálfbærni á norðurslóðum með því að þróa kornrækt og hagnýtingu korns. Verkefnið mun stuðla að samstarfi milli Íslands, Færeyja, NorðurNoregs, Orkneyja og Nýfundnalands í kornrannsóknum og hagnýtingu korns. Niðurstöður kornræktartilrauna við ólíkar aðstæður leiða í ljós hvaða kornafbrigði eru heppilegust og veita bændum og rannsóknafólki mikilvægar upplýsingar til að hægt sé að hefja kornrækt á nýjum svæðum. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni, Northern Periphery Program. Kynbótakerfi fyrir japönsk sæbjúgu Útbúa á erfðamarkasett (DNA) fyrir sæbjúgu sem annars vegar innihalda hlutlaus erfðamörk og hins vegar valbundin erfðamörk sem tengjast vexti. Erfðamarkasettið verður notað með forritinu MateMeRight™ sem var hannað af Matís í samvinnu við norska eldisfyrirtækið Profunda. Valdir verða óskyldir, hraðavaxta einstaklingar til áframeldis og vexti í markstærð flýtt úr 18 mánuðum í 12 mánuði á tveimur kynslóðum. Kerfislíffræði þrýstingskærra dreifkjörnunga Verkefnið er samstarfsverkefni háskóla í Brest, Université de Bretagne Occidentale, og Matís. Prótein- og sameindalíffræði verður notuð til að athuga hvaða ferlar hafa verið þróaðir og eru eða verða virkir við háan þrýsting í þrýstings- og ofurhitakæru dreifkjörnungi.

Aquaponics – Grænn hagvöxtur Markmið verkefnisins er að setja upp “aquaponics” á Norðurlöndunum í sameiginlegu átaki Noregs og Íslands með tækiyfirfærslu frá Kanada. “Aquaponics” sameinar fiskeldi og gróðurhúsaræktun með nýtingu næringarríks affallsvatns frá fiskeldi til framleiðslu grænmetis í “aquaponics”. Þetta lágmarkar áhrif affallsvatns úr fiskeldi á umhverfið og nýtir um leið næringarefnin til framleiðslu hágæða afurða. Þannig er mynduð náttúruleg hringrás þar sem affallsvatni úr einni framleiðslu er breytt í verðmæt hráefni í annarri framleiðslu um leið og komið er í veg fyrir skaðleg áhrif affallsvökva í umhverfinu. MaCuMBA Sjávarörverur eru nánast óþrjótandi auðlind fyrir líftæknirannsóknir en hingað til hefur reynst erfitt að rækta þær (talið að með hefðbundnum aðferðum þá ræktast einungis um 0.1% af heildinni sem þar er að finna). Markmið verkefnisins er að bæta einangrun og vöxt sjávarörvera með nýjum aðferðum og auka nýtingu þeirra. Verkefnið er styrkt af 7. rannsóknaáætlun Evrópu. Nýting á ígulkeraauðlindinni Markmiðið var að ná saman þekkingu til að nýta ígulkera auðlindina (Strongylocentrotus droebachiensis) á norrænum slóðum. Forverkefnið var samstarf Nofima í Noregi, Matís, University of Highland and Islands í Skotlandi og Royal Greenland á Grænlandi. Forverkefnið gekk út á miðlun upplýsinga milli samstarfsaðila á verkefnafundi og að undirbúa umsókn í Northern Periphery áætlunina. Uppsjávarfiskur sem markfæði Markmið verkefnisins er að móta línur um þróun nýstárlegra og verðmætra matvæla úr uppsjávarfiski. Einnig að safna saman upplýsingum um möguleika á framleiðslu fæðubótarefna og lífvirkra efna úr uppsjávarfiskum. Verkefnið er samstarfsverkefni Matís, Nofima í Noregi, Háskólans í Chalmers, Svíþjóð og Háskólans í Árhúsum, Danmörku og er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Blaðgrænmeti, gæði og geymsluþol Verkefnið er um öryggi, gæði og geymsluþol blaðgrænmetis á Íslandi. Mikilvægt er að koma í veg fyrir matarsýkingar með fyrirbyggjandi aðgerðum í formi virks gæðaeftirlits hjá öllum framleiðendum og í formi upplýsinga um hvað þarf til að tryggja öryggi vörunnar. Úttekt verður gerð á matarsýkingar og skemmdarörverum í blaðgrænmeti hjá framleiðendum og í verslunum og úttekt á dreifikeðju blaðgrænmetis. Gerðar verða geymsluþolsmælingar á ákveðnum tegundum blaðgrænmetis við bestu skilyrði og raunveruleg skilyrði á markaðnum.

47


Útgefið efni ■■ Cyprian, O. O., Sveinsdottir, K., Magnusson, H. Arason, S. Johansson, R., Martinsdottir, E. 2014. Development of Quality Index Method (QIM) scheme for frarmed tilapia fillets and its application in shelf life study. Journal of Aquatic Food Product Technology. 23(3), 278-290. ■■ Davies, N., et al. 2014. The founding charter of the Genomic Observatories Network. GigaScience. 3(2). ■■ Dellarosa, N., Laghi, L.m, Martinsdóttir, E., Jonsdottir, R., Sveinsdottir, K. 2014. Enrichment of convenience seafood with omega-3 and seaweed extracts: Effect on lipid oxidation. LWT - Food Science and Technology. Advance online publication 08/2014. ■■ Halldorsdottir, S.M., Sveinsdottir, H., Freysdottir, J., Kristinsson, H.G. 2014. Oxidative processes during enzymatic hydrolysis of cod protein and their influence on antioxidant and immunomodulating ability. Food Chemistry. 142, 201-209. ■■ Halldorsdottir, S.M., Sveinsdottir, H., Gudmundsdottir, A., Thorkelsson, G., Kristinsson, H.G. 2014. High quality fish protein hydrolysates prepared from by-product material with Fucus vesiculosus extract. Journal of Functional Foods. 9, 10-17. ■■ Helyar, S.J., Lloyd, H.D., Leake, J., Bennet, N., Carvalho, G.R. 2014. Fish product mislabelling: failings of traceability in the production chain and implications for Illegal, Unreported and Unregulated (IUU) fishing. PLoS ONE. 9(6): e98691. ■■ Hinriksdottir, H.H., Jonsdottir, V.L., Sveinsdottir, K., Martinsdottir, E., Ramel, A. 2014. Bioavailability of long-chain n-3 fatty acids from enriched meals and from microencapsulated powder. European Journal of Clinical Nutrition. Advance online publication 11/2014. ■■ Hjörleifsdottir, S., Blöndal, Th., Ævarsson, A., Fridjonsson, O.H., Ernstsson, S., Hreggvidsson, G.O., Mäntylä, E., Kristjansson, J.K. 2014. Isothermal DNA amplification by a novel and nonubiquitous Thermus polymerase A. Current Biotechnology. 3(1), 76-86. ■■ Hjörleifsdottir, S., Ævarsson, A., Hreggvidsson, G.O., Fridjonsson, O.H., Kristjansson, J.K. 2014. Isolation, growth and genome of the Rhodothermus RM378 thermophilic bacteriophage. Extremeophiles. 18, 261–270. ■■ Imsland, A.K., Olafsson, K., Skirnisdottir, S., Gunnarsson, S., Oddgeirsson, M., Vandamme, S., Helyar, S.J., Skadal, J., Folkvord, A. 2014. Life history of turbot in Icelandic waters: intra- and inter-population genetic diversity and otolith tracking of environmental temperatures. Fisheries Research. 155, 185-193.

48

■■ Jörundsdottir, H.O, Halldorsson, T.I., Gunnlaugsdottir, H. 2014. PFAAs in fish and other seafood products from Icelandic Waters. Journal of Environmental and Public Health. Article ID 573607.

■■ Olafsson, K., Pampoulie, C., Hjorleifsdottir, S., Gudjonsson, S., Hreggvidsson, G.O. 2014. Present-day genetic structure of Atlantic salmon (Salmo salar) in Icelandic rivers and ice-cap retreat models. PLoS One. 9(2), 1-12.

■■ Jörundsdottir, H.O., Jensen, S., Hylland, K., Holth, T.F. Gunnlaugsdottir, H., Svavarsson, J., Olafsdottir, A., El-Taliawy, H., Riget, F., Strand, J., Nyberg, E., Bignert, A., Hoydal, K.S., Halldorsson, H.P. 2014. Pristine Arctic: Bacground mapping of PAHs, PAH metabolites and inorganic trace elements in the North-Atlantic Arctic and sub-Arctic coastal environment. Science of The Total Environment. 493, 719-728.

■■ Olsen, M.T., Pampoulie, C., Danielsdottir, A.K., Lidh, E., Bérube, M., Vikingsson, G.A., Palsbøll, P.J. 2014. Fin whale MDH-1 and MPI allozyme variation is not reflected in the corresponding DNA sequences. Ecology and Evolution. 4(10),1787-1803. ■■ Marteinsson, V., Klonowski, I., Reynisson, E., Vannier, P., Sigurdsson, B.D., Olafsson, M. 2014. Microbial colonisation in diverse surface soil types in Surtsey and diversity analysis of its subsurface microbiota. Biogeoscience. 11, 13775-13808.

■■ Karlsdottir, M. G., Arason, S., Kristinsson, Hordur G., Sveinsdottir, K. 2014. The application of near infrared spectroscopy to study lipid characteristics and deterioration of frozen lean fish muscles. ■■ Pampoulie, C., Skirnisdottir, S., Olafsdottir, G., Helyar, S.J, Food Chemistry. 159, 420-427. Thorsteinsson, V., Jonsson, S.Þ., Fréchet, A., Durif, C.M.F., Sherman, S., Lampart-Kałuzniacka, M., Hedeholm, R., Olafsson, ■■ Karlsdottir, M. G., Sveinsdottir, K., Kristinsson, H. G., Villot, G., H., Danielsdottir, A.K., Kasper, J.M. 2014. Genetic structure of Craft, B.D., Arason, S. 2014. Effects of temperature during frozen the lumpfish Cyclopterus lumpus across the North Atlantic. storage on lipid deterioration of saithe (Pollachius virens) and ICES Journal of Marine Science. 71, 2390-2397. hoki (Macruronus novaezelandiae) muscles. Food Chemistry. 156, 234-242. ■■ Petursdottir, A.H., Friedrich, N., Musil, S., Raab, A., Gunnlaugsdottir, H., Krupp, E.M.,Feldmann, J. 2014. Hydride ■■ Karlsdottir, M..G., Sveinsdottir, K., Kristinsson, H. G., Villot, generation ICP-MS as a simple method for determination of G., Craft, B.D., Arason, S. 2014. Effect of thermal treatment inorganic arsenic in rice for routine biomonitoring. Analytical and frozen storage on lipid decomposition of light and dark Methods. 6, 5392-5396. muscles of saithe (Pollachius virens). Food Chemistry. 164, 476-484. ■■ Petursdottir, A.H., Gunnlaugsdottir, H., Krupp, E.M., Feldmann, J. ■■ Kelly, L.C., Thorsteinsson, Tk., Marteinsson, V., Stevenson, J. 2014. Inorganic arsenic in seafood: Does the extraction method 2014. Pioneer microbial communities of the Fimmvörðuháls matter? Food Chemistry. 150, 353-359. lava flow, Eyjafjallajökull, Iceland. Microbial Ecology. 68(3), 504-18. ■■ Plotka, M., Stefanska, A., Kaczorowska, A-K., Morzywolek, ■■ Krebs, J., Vaishampayan, P., Probst, A., Tom, L., Marteinsson, V., A., Fridjonsson, O., Dunin-Horkawicz, S., Hreggvidsson, G.O., Andersen, G., Venkateswaran, K. 2014. Microbial community Kristjansson, J.K., Dabrowski, S., Bujnicki, J., Kaczorowski, structures of novel Icelandic hot spring systems revealed by T. 2014. Purification and characterization of a novel highly PhyloChip G3 analysis. Astrobiology. 14(3), 229-40. thermostable lysozyme from Thermus scotoductus MAT2119 bacteriophage Ph2119 that shows amino-acid sequence ■■ Milano, I., Babbucci, M., Atanassova, M., Cariani, A., Carvalho, similarity to eukaryotic peptidoglycan recognition proteins G.R., Espiñeira, M., Fiorentino, F., Geffen, A.J., Helyar, SJ, Nielsen (PGRPs). Applied and Environmental Microbiology. 80, 3886-3895. EE, Ogden R, Patarnello T, Stagioni M, FishPopTrace Consortium, Tinti F, Bargelloni L. 2014. Outlier SNP markers reveal fine-scale ■■ Quinto, E.J., Arinder, P., Axelsson, L., Heir, E., Holck, A., Lindqvist, genetic structure across European hake (Merluccius merluccius) R., Lindblad, M., Andreou, P., Lauzon, H.L., Marteinsson, V.Þ., Pin, populations. Molecular Ecology. 23(1), 118-135. C. 2014. Predicting the concentration of verotoxin-producing Escherichia coli during processing and storage of fermented ■■ Musil, S., Petursdottir, A., Raab, A., Gunnlaugsdottir, H., Krupp, raw meat sausages. Applied and Environmental Microbiology. E., Feldmann, J. 2014. Speciation without chromatography 80(9), 2715-27. using selective hydride generation: inorganic arsenic in rice and samples of marine origin. Analytical Chemistry. 86(2), ■■ Ringo, E., Olsen, R.E., Jensen, I., Romero, J., Lauzon, H.I. 993–999. 2014. Application of vaccines and dietary supplements in aquaculture: possibilities and challenges. Reviews in Fishery Biology and Fisheries. 24(4), 1005-1032.


ÚTGEFIÐ EFNI

■■ Sigurdardottir, S., Johansson, B., Margeirsson, S., Vidarsson, J.R. 2014. Assessing the impact of policy changes in the Icelandic cod fishery using a hybrid simulation model. 2014. The Scientific World Journal. 2014, Article ID 707943. ■■ Sigurdardottir, S., Schruben, L. 2014. A new approach to simulating fisheries data for policy making. 2014. Natural Resource Modeling. 27(3), 411-428. ■■ Silva, C., Mendes, H., Rangel, M., Wise, L., Erzini, K., de Fátima Borges, M., Ballesteros, M., Santiago, J.L., Campos, A., Viðarsson,J., Nielsen, K.N. 2014. Development of a responsive fisheries management system for the Portuguese crustacean bottom trawl fishery: Lessons learnt. Marine Policy. 52, 19-25. ■■ Stefanska, A., Kaczorowska, A.K., Plotka, M., Fridjonsson, O.H., Hreggvidsson, G.O., Hjorleifsdottir, S., Kristjansson, J.K., Dabrowski, S., Kaczorowski, T. 2014. Discovery and characterization of RecA protein of thermophilic bacterium Thermus thermophilus MAT72 phage Tt72 that increases specificity of a PCR-based DNA amplification. Journal of Biotechnology. 28,182-183. ■■ Sturludottir, E., Gunnlaugsdottir, H., Jörundsdottir, H., Magnusdottir, E., Olafsdottir, K., Stefansson, G. 2014. Temporal trends of contaminants in cod from Icelandic waters. Science of the Total Environment. 476-477, 181-188. ■■ Uhlmann, S.S., van Helmond, A.T.M., Stefansdottir, E.K., Sigurdardottir, S., Haralabous, J., Bellido, J.M., Carbonell, A., Catchpole, T., Damalas, D., Fauconnet, L., Feekings, J., Garcia, T., Madsen, N., Mallold, S., Margeirsson, S., Palialexis, A., Readdy, L., Valeiras, J., Vassilopoulou, V., Rochet, M-J. 2014. Discarded fish in European waters: general patterns and contrasts. ICES Journal of Marine Science. 71(5), 1235-1245. ■■ Yarnpakdee S., Benjakul, S., Penjamras, P., Kristinsson, H.G. 2014. Chemical compositions and muddy flavour/odour of protein hydrolysate from Nile tilapia and broadhead catfish mince and protein isolate. Original Research Article. Food Chemistry. 142, 210-216. ■■ Yarnpakdee, S., Benjakul, S., Kristinsson, H.G. 2014. Lipid oxidation and fishy odour in protein hydrolysate derived from Nile tilapia (Oreochromis niloticus) protein isolate as influenced by haemoglobin. Journal of the Science of Food and Agriculture. 94(2), 219-226.


50


SKÝRSLUR

Skýrslur ■■ Ásbjörn Jónsson, Bjarni H. Ásbjörnsson, Sigurjón Arason. Slegist um slógið. Skýrsla Matís 08-14, 42 s. ■■ Birgir Örn Smárason, Jónas R. Viðarsson, Gunnar Þórðarson, Lilja Magnúsdóttir. Vistferilsgreining á ferskum þorskhnökkum. Skýrsla Matís 24-14, 46 s. ■■ Guðmundur Stefánsson, Jón Trausti Kárason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Valur S. Pálmarsson. Þróun á kaldreyktum makríl fyrir Hollandsmarkað. Skýrsla Matís 28-14, 16 s. ■■ Gunnar Þórðarson, Albert Högnason, Hólmfríður Sveinsdóttir. Rannsóknir á ofurkælingu botnfisks. Skýrsla Matís 30-14, 11 s. ■■ Gunnar Þórðarson, Arnljótur B. Bergsson, Gísli Eyland, Jónas R. Viðarsson, Sigurjón Arason, Sindri Magnason. Fjárfestingastjórnun í frystitogararekstri. Skýrsla Matís 17-14, 22 s. ■■ Gunnar Þórðarson, Jónas R. Viðarsson. Smábátaveiðar við Ísland. Skýrsla Matís 12-14, 15 s. ■■ Gunnar Þórðarson. Vinnsla hráefnis frá Vestfjörðum. Skýrsla Matís 29-14, 6 s. ■■ Heather Philp, Ragnheiður Sveinþórsdóttir, Anna Hjaltadóttir. Tilraunir gegn blettamyndun í ferskum karfaflökum. Skýrsla Matís 31-14, 19 s. ■■ Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Natasa Desnica, Þuríður Ragnarsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir. Könnun á ólífrænum snefilefnum og arómatískum fjölhringjum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2013. Skýrsla Matís 06-14, 33 s. ■■ Hörður G. Kristinsson, Rósa Jónsdóttir. Ný lífvirk húðvara. Skýrsla Matís 25-14, 8 s. ■■ Hörður G. Kristinsson. Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum. Skýrsla Matís 26-14, 122 s. ■■ Jón Árnason, Jón Örn Pálsson, Gunnar Örn Kristjánsson, Ólafur Ingi Sigurgeirsson, Arnþór Gústafsson. Notkun repjuolíu í vetrarfóður fyrir lax í sjó. Skýrsla Matís 05-14, 16 s. ■■ Jón Trausti Kárason, Ragnheiður Sveinþórsdóttir. Vöruþróun á þurrkuðu fiskroði til manneldis. Skýrsla Matís 32-14, 14 s. ■■ Jónas R. Viðarsson, Audun Iversen, Edgar Henriksen, Bengt Larson, Carl-Axel Ottosson, Henrik S. Lund, Durita Djurhuus, Auðunn Konráðsson, Tønnes Berthelsen, Heather Manuel, David Decker, Sveinn Agnarsson, Halldór Ármannsson,

Staffan Waldo, Johan Blomquist, Max Nielsen, Hrafn Sigvaldason, Bjarni Sigurðsson. Smábátaveiðar í Norður Atlantshafi. Samantekt frá ráðstefnu. Skýrsla Matís 33-14, 34 s. ■■ Jónas R. Viðarsson, Ida Grong Aursand, Hanne Digre, Ulrik Jes Hansen and Leon Smith. Vinnufundur um veiðarfæri og aflameðferð okt. 2013, samantekt. Skýrsla Matís 01-14, 140 s. ■■ Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Jón Árnason, Heiðdís Smáradóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Rannveig Björnsdóttir. Lágmörkun fóðurkostnaðar í bleikjueldi. Skýrsla Matís 19-14, 14 s. ■■ Lilja Magnúsdóttir, Óli Þór Hilmarsson, Gunnþórunn Einarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Arnljótur Bjarki Bergsson. Vor í lofti. Skýrsla Matís 35-14, 12 s. ■■ Magnea G. Karlsdóttir, Nguyen Van Minh, Sigurjón Arason, Aðalheiður Ólafsdóttir, Paulina E. Romotowska, Arnljótur B. Bergsson, Stefán Björnsson. Áhrif blóðgunar á gæði og stöðugleika þorsk- og ufsaafurða. Skýrsla Matís 07-14, 32 s. ■■ Magnús Valgeir Gíslason, Gunnar Pálsson, Sindri Freyr Ólafsson, Arnljótur Bjarki Bergsson, Björn Margeirsson, Sigurjón Arason, Magnea G. Karlsdóttir. Próteinverksmiðja Héðins (HPP) og lýsisverksmiðja Héðins (HOP). Skýrsla Matís 11-14, 20 s. ■■ Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir, Sóley Ósk Einarsdóttir. Markaðssetning og þróun á heilsuorkustöngum með fiskpróteinum. Skýrsla Matís 22-14, 17 s. ■■ Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir. Bættur vinnsluferill þurrkaðra fiskpróteina. Improved processing of dry fish proteins. Skýrsla Matís 16-14, 45 s. ■■ Margrét Geirsdóttir, Aðalheiður Ólafsdóttir. Fiskprótein í brauðvörur. Skýrsla Matís 04-14, 21 s. ■■ Margrét Geirsdóttir, Björn Viðar Aðalbjörnsson. Framleiðsla á lífvirkum peptíðum úr fiskpróteinum og eiginleikar þeirra í dýrum. Skýrsla Matís 10-14, 40 s. ■■ Margrét Geirsdóttir. Uppskölun og markaðssetning surimi og surimiafurða úr beinmarningi. Skýrsla Matís 03-14, 17 s. ■■ María Guðjónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Amidou Traoré. Vatnsdreifing í fullsöltuðum þorski. Skýrsla Matís 14-14, 34 s.

■■ María Guðjónsdóttir, Ásbjörn Jónsson, Magnea G. Karlsdóttir, Sigurjón Arason, Amidou Traoré. Áhrif forsöltunaraðferða á salt- og vatnsdreifingu fullsaltaðra þorskafurða, greint með 1H og 23Na MRI, 23Na NMR, lágsviðs NMR og eðliseiginleika mælingum. Skýrsla Matís 13-14, 31 s. ■■ Ólafur Reykdal, Peter Martin, Áslaug Helgadóttir, Hilde Halland, Vanessa Kavanagh, Rólvur Djurhuus. Kornafurðir og kornmarkaðir við norður Atlantshaf. Skýrsla Matís 21-14, 42 s. ■■ Ólafur Reykdal, Þórdís Anna Kristjánsdóttir, Jónatan Hermannsson, Peter Martin, Sigríður Dalmannsdóttir, Rólvur Djurhuus, Vanessa Kavanagh, Aqqalooraq Frederiksen. Staða kornræktar í löndum við norður Atlantshaf. Skýrsla Matís 23-14, 47 s. ■■ Óli Þór Hilmarsson, Gunnar Þórðarson. Framleiðsla og markaðssetning á „Sætfiskur“. Skýrsla Matís 20-14, 13 s. ■■ Páll Gunnar Pálsson. Aukið verðmæti gagna. Skýrsla Matís 34-14, 46 s. ■■ Roland Körber, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Margrét Björk Sigurðardóttir, Helga Gunnlaugsdóttir. Örugg Matvæli: Aukið matvælaöryggi á Íslandi. Skýrsla Matís 39-14, 9 s. ■■ Sigrún Elsa Smáradóttir, Lilja Magnúsdóttir, Birgir Örn Smárason o.fl. Framtíðartækifæri í Vest-Norræna lífhagkerfinu. Skýrsla Matís 37-14, 120 s. ■■ Sigrún Elsa Smáradóttir, Þóra Valsdóttir. Ráðstefna um norræna lífhagkerfið. Skýrsla Matís 36-14, 31 s. ■■ Sigrún Mjöll Halldórsdóttir. Vinnsla verðmætra afurða úr slógi. Skýrsla Matís 09-14, 20 s. ■■ Sigurjón Arason, Gunnar Þórðarson, Magnea Karlsdóttir, Albert Högnason, Guðbjartur Flosason. Blóðgunarkerfi fyrir smábáta. Skýrsla Matís 02-14, 20 s. ■■ Þóra Valsdóttir, Fanney Björg Sveinsdóttir, Þorvarður Árnason. Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Málþing á Smyrlabjörgum 26-27. október 2011. Skýrsla Matís 15-14, 23 s. ■■ Þóra Valsdóttir, Guðjón Þorkelsson. Matur og sjálfbær ferðaþjónusta. Samantekt. Skýrsla Matís 18-14, 34 s. ■■ Þóra Valsdóttir, Símon Sturluson. Gæðaþættir við vinnslu og verkun beltisþara (Saccharina latissima). Skýrsla Matís 27-14, 27 s.

51


Ráðstefnur Getum við betrumbætt öll matvæli með hráefnum úr sjónum? Í janúar var haldinn hér á landi „kick-off” fundur í nýju verkefni, EnRichMar, sem stýrt er af Matís og er styrkt í tvö ár í gegnum 7. rannsóknaáætlun Evrópusambandsins. Í verkefninu taka þátt íslensku fyrirtækin Grímur kokkur, sem framleiðir tilbúna sjávarrétti, og Marinox, sem framleiðir lífvirk efni úr sjávarþörungum. Þátttakendur eru einnig matvælafyrirtækin Ruislandia í Finnlandi og Den Eelder í Hollandi, og BioActive Foods í Noregi sem framleiðir omega-duft og olíur, rannsóknastofnanirnar VTT í Finnlandi, TNO í Hollandi og Háskólinn í Milano á Ítalíu.

Örugg matvæli - Neytendavernd og viðskiptahagsmunir Matís, Matvælastofnun (MAST) og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið héldu samráðsfund um örugg matvæli, neytendavernd og viðskiptahagsmuni í febrúar. Gríðarlega góð mæting var á fundinn sem haldinn var í Sjávarútvegshúsinu Skúlagötu 4, og einnig á samskonar fund sem boðið var til á Selfossi seinna sama dag. Húsfyllir var á báðum fundum og miklar og góðar umræður sköpuðust. Tilgangur þessara samráðsfunda var að kynna verkefnið Örugg matvæli og ræða stöðu matvælaöryggis á Íslandi.

52

Nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum

Matísdagur á Höfn í Hornafirði

Búdrýgindi héldu málþing um nýsköpun og framtíðarsýn í sveitum. Fluttir voru nokkrir stuttir og skorinyrtir fyrirlestrar, en fyrirlesararnir sögðu frá möguleikunum sem þeim sýnist framtíðin bera í skauti og frjóar umræður urðu í kjölfar erindanna. Gunnþórunn Einarsdóttir, verkefnisstjóri hjá Matís hélt fyrirlesturinn Nýsköpun í matvælaframleiðslu – Nú er tækifæri til að koma hugmyndum í verk!

Hvernig getur Matís stuðlað að samkeppnishæfari Hornafirði var yfirskrift Matísdagsins sem haldinn var á Höfn í Hornafirði 31. mars. Dagskráin hófst með hádegisverðarfundi þar sem sérfræðingar frá Matís kynntu starfsemina og seinna um daginn var haldið námskeiðið Fagleg vinnubrögð, örugg matvæli.

Gestir frá löndum Afríku, Mið-Ameríku og Asíu í kynnisferð Meðal samstarfsverkefna sem Matís tekur þátt í er Sjávarútvegsskóli Háskóla SÞ en auk Matís standa að skólanum Hafrannsóknastofnunin, Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólans á Hólum. Háttsettir embættismenn frá fjölmörgum löndum Afríku, Mið-Ameríku og Asíu heimsóttu Matís í apríl og kynntust starfssemi Matís og skólans en Matís er mikilvægur hlekkur í námi skólans og sér um kennslu á gæðalínu hans. Tilgangur heimsóknarinnar var fyrst og fremst að öðlast dýpri skilning á því sem skólinn hefur upp á að bjóða fyrir íbúa þeirra landa og heimsálfa. Í ferðinni voru hátt settir embættismenn sem hafa með það að gera hverjir komast í námið á Íslandi og því mikilvægt fyrir þá að þekkja vel hvernig skólinn starfar. Auk þess að heimsækja Matís þá kynntu gestirnir sér starfssemi Hafrannsóknastofnunarinnar, Háskólans á Akureyri og annarra samstarfsaðila skólans en í samstarfi við skólann eru fjölmörg innlend sjávarútvegsfyrirtæki.

Lífið er saltfiskur – Ábyrgur sjávarútvegur Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð hélt morgunfund þar sem íslenskur sjávarútvegur var skoðaður út frá aðferðafræði samfélagsábyrgðar. Fyrirtæki um heim allan hafa í auknum mæli innleitt ábyrga starfshætti með markvissum hætti. Lögð er áhersla á sameiginlegan ávinning fyrir fyrirtæki og samfélagið. Einn framsögumanna á fundinum var Sveinn Margeirsson, forstjóri, sem talaði um ábyrga matvælaframleiðslu.

Smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi Ráðstefna um smábátaveiðar í Norður-Atlantshafi var haldin í höfuðstöðvum Matís í mars. Rannsóknaraðilar og aðrir hlutaðilar tengdir smábátageiranum í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Færeyjum, Íslandi, Grænlandi og Nýfundnalandi höfðu kynnt sér rekstrarskilyrði, helstu vandamál og möguleg tækifæri innan greinarinnar í sínum löndum. Þessir aðilar stóðu fyrir ráðstefnunni þar sem farið var yfir stöðu smábátaútgerða í hverju þessara landa og samanburður gerður á rekstrarumhverfi þeirra. Nánari upplýsingar eru á vef Coastal Fisheries, www.coastalfisheries.net.


RÁÐSTEFNUR

Samráðsþing Matvælastofnunar

Sýnatökudagur hafsins

Matís á Nor-fishing

Samráðsþing Matvælastofnunar var haldið í maí en samráðsþingið er vettvangur Matvælastofnunar, eftirlitsaðila og annarra viðskiptavina stofnunarinnar til að styrkja samskipti sín á milli og koma sjónarmiðum á framfæri með gagnvirkum hætti. Á þinginu fór Helga Gunnlaugsdóttir, fagstjóri hjá Matís, yfir öryggi afurða og fjallaði einnig um nýja rannsóknastofu í húsakynnum Matís en ítarlega er fjallað um opnun rannsóknastofunnar á fréttavef Matís.

Matís tók þátt í Sýnatökudegi hafsins (Ocean Sampling Day) sem er heimsviðburður sem gengur út á það að vísindamenn safna á sama tíma sýnum úr hafinu á sumarsólstöðum 21. júní. Þessar sýnatökur munu aðstoða vísindamenn og almenning allan að skilja betur hvernig hafsvæði heimsins virka og þau flóknu lífríki sem þar er að finna.

Fulltrúar Matís kynntu samanburðarverkefni um þorskveiðar og vinnslu á ráðstefnu sem haldin var af Nofima í tengslum við á sjávarútvegssýninguna Nor-fishing, eða Fiskerimesse eins og Norðmenn kalla hana, í Þrándheimi í ágúst. Sýningin á sér yfir 50 ára sögu og nýta hagaðilar í Noregi og annarsstaðar frá sýninguna til að kynna nýjungar og viðhalda tengslum.

NECC – Ráðstefna um umhverfisfræði

Matís skipuleggur ráðstefnu á sjávarútvegssýningunni í Kópavogi

Nordtic - lífhagkerfi norðurslóða Fjallað var um Norræna lífhagkerfið (Nordic Bioeconomy) og lífhagkerfi norðurslóða (Arctic Bioeconomy) á ráðstefnu sem Matís skipulagði og haldin var 25. júní á Selfossi. Hugtakið lífhagkerfi er notað til að ná yfir allar lífauðlindir, samspil þeirra og samhengi og áhrif þeirra á efnahagslega, umhverfislega og félagslega þætti. Rannsóknir á sviði lífhagkerfis ganga þannig þvert á atvinnugreinar og leitast við að hámarka ávinning auðlinda án þess að ganga á þær. Mikilvægur þáttur í starfsemi Matís er að efla og auka verðmætasköpun í lífhagkerfinu, meðal annars með verkefnum sem snúa að aukinni framleiðslu lífmassa og með því að hlúa að nýsköpun, vinna að bættri nýtingu og sjálfbærni í framleiðsluferlum og þar með hagfelldari afrakstri auðlinda. Starfsfólk Matís fagnar því norrænni áherslu á lífhagkerfið og vinnur náið með íslenskum stjórnvöldum að útfærslu þriggja ára formennskuverkefna á þessu sviði, en þau hófust 2014 þegar Ísland tók við formennsku í Norræna ráðherraráðinu.

NECC ráðstefna (Nordic Environmental Chemistry Conference) 2014 var haldinn í Reykjavík í júní. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var umhverfisefnafræði á Norðurlöndunum og alþjóðavettvangi en umhverfisefnafræði er þverfaglegt rannsóknarsvið sem er hafið yfir landfræðileg mörk. Efnistök spanna meðal annars umhverfiseiturefnafræði og áhrif efna á lífverur, uppsöfnun efna í lífverum, flutning efna í umhverfinu og umbreytingarferli þeirra, líkanagerð, græna efnafræði og eftirlit og reglugerðir.

Matís tekur þátt í menningarnótt Á Menningarnótt í ágúst stóð Matís fyrir kynningu á nýjum matvælum sem gestum menningarnætur bauðst að smakka. Nýjungarnar eru afrakstur nýsköpunar- og vöruþróunarverkefnisins „Nýsköpun í norræna lífhagkerfinu“. Verkefnið er eitt af megin verkefnum „Nordbio“ sem er hluti af formennskuáætlun Íslands, en Ísland gegnir nú formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Verkefnið fjallar um nýsköpun í lífhagkerfinu, þ.m.t. matvælaframleiðslu með sjálfbærni að leiðarljósi.

Matís, ásamt atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Háskóla Íslands og Mercator Media, skipulögðu mjög áhugaverða ráðstefnu sem haldin var fyrsta dag Sjávarútvegssýningarinnar (IceFish) í Kópavogi í september. Ráðstefnan kallaðist Fish Waste for Profit. Íslendingar standa mjög framarlega í fullnýtingu sjávarafla og margir horfa til Íslendinga þegar kemur að því að læra réttu handtökin ef svo má á orði komast. Þegar talið berst til dæmis að þorski og fullnýtingu alls hráefnis sem kemur að landi þá ber nafn Sigurjóns Arasonar, yfirverkfræðings hjá Matís, jafnan á góma enda fáir ef nokkur með jafn mikla reynslu og þekkingu þegar kemur að bættri nýtingu þorsks og annarra fisktegunda og spannar starf hans með íslenskum sjávarútvegi meira en 30 ár.

Sjávarútvegsráðstefnan 2014 Sjávarútvegsráðstefna 2014 var haldin í nóvember. Fjöldi mjög góðra erinda voru á dagskrá og voru starfsmenn Matís með þrjú erindi og auk þess að hafa umsjón eða málstofustjórn í þremur málstofum. Einnig var Matís með bás á ráðstefnunni þar sem tæknilausnir og samstarfsverkefni voru kynnt. 53


54


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.