Page 1

Málefnaskrá Áfram Árborg

X-Á TIL FRAMTÍÐAR!


Framtíðarsýn okkar Framtíðarsýn Áfram Árborg er að Árborg verði fallegt og nútímalegt sveitarfélag sem skarar fram úr í menntamálum og nýsköpun með fjölbreytt atvinnutækifæri. Árborg verður vel rekið sveitarfélag, eftirsóknarvert til að búa í með framúrskarandi þjónustu við íbúa og fyrirtæki.

1


Málefnaskrá • Klára fráveitumálin. Hættum að veita óhreinsuðu skólpi í Ölfusá og í fjörurnar fyrir
 framan þorpin á Stokkseyri og Eyrarbakka. Lausn til framtíðar er tveggja þrepa hreinsun með afrennsli í sjó.

• Lækkum álögur á íbúa. Hagnaður af rekstri sveitarfélagsins verði nýttur að hluta til að lækka leikskólagjöld, fasteignagjöld og önnur þjónustugjöld og álögur. Samhliða niðurgreiðslu skulda skulu íbúar njóta betri afkomu sveitarfélagsins. • Lenging á opnunartíma leikskóla og breyting á sumarlokunum leikskólanna í Árborg ásamt því að hefja tilraun með styttingu vinnuviku í leikskólum. Aukum sveigjanleika og leyfum börnum, foreldrum og starfsfólki leikskóla að stjórna eigin sumarleyfum. • Efla hverfaráðin með skýrari valdheimildum og fjárráðum. Lækka hlutfall til að krefjast íbúakosninga úr 29% í 20%. Vefsvæðið Betri Árborg verði notað til samskipta og samráðs við íbúana. • Aukið gagnsæi í rekstri sveitarfélagsins og áhersla lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð. Fagráðinn bæjarstjóri. Allar lóðir auglýstar og allar stöður á vegum sveitarfélagsins og tengdra fyrirtækja auglýstar. • Opið bókhald. Allar framkvæmdir og innkaup á vegum sveitarfélagsins fara í gegnum útboð eða verðkannanir. Endurskoða og lækka kostnað vegna yfirbyggingar, forgangsraða fjármunum í þjónustu, auka aðhald og lækka skuldir. • Skipuleggjum fallega Árborg og setjum okkur metnaðarfulla framtíðarsýn. Árborg verði í fararbroddi í menntun og nýsköpun ásamt fjölbreyttu úrvali húsnæðis og með atvinnustefnu til framtíðar. Þannig gerum við Árborg að eftirsóknarverðari stað fyrir fjölskyldur að búa á.

2


Málefnaskrá 
 
 Íbúalýðræði • Við viljum íbúalýðræði og valddreifingu • Við viljum að hverfaráð fái skýrar valdheimildir og fjárráð • Við viljum tryggja aðgengi íbúa að kjörnum fulltrúum, bæjarstjóra og æðstu stjórnendum • Við viljum auðvelda íbúum að krefjast íbúakosningar • Við viljum að hverfaráð verði kosin í beinni kosningu af íbúum

Stjórnsýsla

• Við viljum að bæjarstjóri verði fagráðinn

• Við viljum gagnsæi og fagleg vinnubrögð

• Við viljum opna bókhald Árborgar

• Við viljum aðgengilegan vef með öfluga rafræna afgreiðslu

• Við viljum að allar stöður á vegum Árborgar verði auglýstar

• Við viljum að öll gögn og upplýsingar verði aðgengileg á vef

• Við viljum koma upp rafrænum umboðsmanni íbúa í Árborg • Við ætlum að senda erindin áfram, ekki íbúa

Umhverfismál

• Við gerum skýlausa kröfu um tveggja þrepa skólphreinsun fyrir allt sveitarfélagið

• Við ætlum að rýmka opnunartíma gámasvæðis • Við viljum endurskoða sorphirðu, flokkun og endurvinnslu heimila og fyrirtækja • Hefja strax aðgerðir við að grófhreinsa skólp sem tímabundin lausn

3


Fjármál • Við viljum bætta innkaupastefnu með hagkvæmni að leiðarljósi • Við viljum útboð og verðkannanir fyrir allar framkvæmdir og innkaup • Við viljum einfalda framsetningu fjárhagslegra upplýsinga • Hagnaður af rekstri sveitarfélagsins verði nýttur að hluta til að lækka leikskólagjöld, fasteignagjöld og önnur þjónustugjöld og álögur. • Samhliða niðurgreiðslu skulda skulu íbúar njóta betri afkomu sveitarfélagsins.

Skipulags- og byggingamál

• Við ætlum að skipuleggja fallegri Árborg

• Við ætlum að hefja viðræður við samgönguráðherra um að brúarsmíði yfir Ölfusá
 verði hafin á þessu ári • Við munum auglýsa allar lóðir á vegum sveitarfélagsins • Við viljum aðskilja starfsemi og yfirstjórn skipulags- og byggingamála • Við viljum að skipulögð íbúðasvæði komi strax til framkvæmda • Við viljum hvetja lóðareigendur til að loka sárum, fjarlægja óleyfilega gáma og huga vel að frágangi • Við viljum nýta heimildir til að ganga að lóðareigendum vegna sóðaskapar í og við lóðir 


4


Mennta- og æskulýðsmál • Við viljum lengri opnunartími leikskóla og sveigjanlegri sumarlokanir • Við munum móta fjölmenningarstefnu í leik- og grunnskóla • Við viljum koma á kerfi sem hvetur til nýsköpunar í starfi leik- og grunnskóla og styðja ófaglært starfsfólk til að sækja sér menntun sem nýtist í starfi • Við viljum koma á tilraunaverkefni með styttri vinnuviku í leikskólum • Við viljum móta fjárfestingarstefnu til framtíðar með uppbyggingu íþrótta-, menninga- og tómstundamannvirkja í huga • Við viljum aukið samstarf allra skólastiga í sveitarfélaginu • Við munum efla enn frekar hið öfluga starf sem unnið er í frístund og tómstundum barna og unglinga í Árborg • Við viljum valdefla ungt fólk og tryggja áhrif þeirra • Við viljum auka aðgengi nemenda og kennara að sérfræðiaðstoð og - þjónustu • Við viljum auka starfs- og námsráðgjöf í grunnskólum • Við viljum efla fjármála- og tæknilæsi • Við viljum efla list- og verkgreinar • Við viljum samþætta skóla- og frístundastarf

Húsnæðismál • Við ætlum að tryggja lóðir fyrir leigufélög sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni • Við styðjum byggingu heimavistar fyrir nemendur við FSu • Við viljum bæta húsnæðisöryggi efnaminni fjölskyldna með stofnframlögum Íbúðalánasjóðs 


5


Atvinnumál • Við viljum móta atvinnustefnu til framtíðar • Við viljum samkeppnishæf starfsskilyrði fyrirtækja • Við ætlum að styðja við nýsköpun og fjölbreytni • Við ætlum að efla og styðja við ferðaþjónustu í sveitarfélaginu • Við ætlum styðja við menningartengda ferðaþjónustu • Við viljum efla sérkenni þéttbýliskjarnanna
 Velferðar- og fjölskyldumál • Við ætlum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla • Við viljum stytta biðlista eftir félagslegu húsnæði • Við munum tryggja fjármögnun NPA samninga • Það skipta allir máli í Árborg • Allir íbúar eiga rétt á velferð

Þjónusta við eldri borgara • Við ætlum að auka fræðslu og miðla upplýsingum um réttindi eldri borgara • Við viljum sinna endurhæfingu og heilsueflingu til að tryggja aukin lífgæði og lengja möguleika til sjálfstæðrar búsetu • Við viljum sveigjanlega heimaþjónustu sem mætir þörfum eldri borgara


6

Stefnuskrá Áfram Árborg  

Stefnumál Bæjarmálafélagsins Áfram Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.

Stefnuskrá Áfram Árborg  

Stefnumál Bæjarmálafélagsins Áfram Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018.

Advertisement