SÍMMARI MÁNAÐARINS

Page 1

20

Menning

Listakonan Margrét Jónsdóttir er ófyrirsjáanleg

Sýnir persónulegt drasl í listrænu ljósi Margrét Jónsdóttir listmálari er listamaður mánaðarins í SÍM-húsinu í Hafnar­stræti. Margrét sýnir brot úr myndröð sinni IN MEMORIAM. Þarna er um þrívíð verk að ræða unnin úr „persónulegu drasli“, eins og listamaðurinn kýs að orða það. Verkin eru frá árinu 2000.

Myndröð Margrétar er enn þá í vinnslu en hún hófst í Sveaborg árið 1991. Þegar hluti af myndröðinni var settur upp í Listasafni Reykjanesbæjar á sínum tíma fylgdi Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur henni úr hlaði með grein í sýningarskrá. Þar segir hann m.a.: „Óhætt er að segja að viðhorf Margrétar Jónsdóttur til myndlistar hafi sjaldan rúmast innan ráðandi sjónarmiða í hérlendu myndlistarumhverfi; til þess er henni einfaldlega of mikið niðri fyrir. Með tjáningu þessara viðhorfa hefur hún iðulega staðið berskjölduð og fullkomlega tillitslaus – og jafnframt fullkomlega heiðarleg – gagnvart sjálfri sér og áhorfendum.“ Margrét bendir á að listamaður verði að hafa eitthvað að segja, ef ekki þá er ein­ göngu um framleiðslu að ræða. „Pablo Picasso sagði: „Ég hef aldrei litið á málara­ listina sem tæki til skemmtunar eða augnayndis. Þótt mál mitt sé aðeins form og lit­ir, hef ég með þeim hætti ávallt reynt að kafa til æ dýpra skilnings á manninum og veröldinni, til þess sá sannleikur geti með hverjum degi losað okkur eilítið úr­ viðjum fordómanna og ranglætisins í heiminum“ Það er leitin, túlkunin sem allir listamenn glíma við, það er hægt að skreyta hugsunina og orðin, nota nýja tækni en kjarninn er sá sami sem allir listamenn vinna út frá.“ Margrét segir að ef myndlistarmaðurinn verður ofurseldur markaðnum verði hann iðnaðarmaður, sem framleiðir fyrir markað og er því ekki listamaður sem horfir á veröldina gagnrýnum augum. „Þegar listamaðurinn staðnar í ákveðnum myndheimi hættir hann leitinni og verður að steini. Ég hef bara gamaldags skoðun á starfi lista­ mannsins og lifi eftir henni, ég kann ekki að gera sölumyndir.“ Við hvað ertu aðallega að fást í list þinni um þessar mundir? „Listamenn þurfa að vinna miklu meira en almenningur, meira en 100% starf til að hafa fyrir salti í grautinn. Ég hef sagt að flestir myndlistarmenn, og þá aðallega konur, vinni 300% vinnu. Ég vinn í myndröðum sem eiga til að taka lengri tíma en ég ætlaði mér vegna tímaleysis. Það eru nokkuð mörg verkefni sem bíða mín en til

dæmis er ég að vinna að sýningunni AMEN sem byggist á Norrænum Ikonum, kjarninn að hugmyndinni er allt frá 1976 og því er ferlið orðið forvitnilegt. Síðan er áfram­ haldandi þróun með þrívíðu verkin sem ég vinn úr persónulegu drasli og ég á fullan bílskúr í Frakklandi sem bíður mín. Myndröðin FRANSKT VEGGFÓÐUR sem er pólitískt ádeiluverk og svo er það myndröðin Í LEIT AÐ TILGANGINUM sem heillar mig en myndefn­ ið sæki ég til Egyptalands en þaðan er uppspretta trúar okkar. “ Margrét er fædd og uppalin í Reykjavík og hefur starfað sem myndlistarmaður í yfir 30 ár. Undarið hefur hún búið á Suðurnesjum og starfað þar sem kennari jafnhliða myndlistinni. Eftir Myndlista- og handíðaskóla Íslands stundaði hún framhaldsnám í London og bætti síðan við sig námi í grafískri hönnun við MHÍ og kennaraprófi frá Kennaháskóla Íslands. Listakonan hefur starfað í Frakklandi síðustu 10 sumur og hefur vinnustofur bæði þar og á Íslandi. Verk hennar eru til á fjölda safna og hún hefur hlotið ýmsar viðurkenningar.


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.