Bókarýni
Árni Sigurðsson
Hetjudáðir og hrakfarir Vargöld á vígaslóð – Frásagnir tengdar Íslandi úr seinni heimsstyrjöldinni Höfundur: Magnús Þór Hafsteinsson Útgefandi: Bókaútgáfan Hólar Reykjavík, 2017 224 bls.
Winston Churchill er sagður hafa staðhæft við Hermann Jónasson forsætisráðherra á fundi þeirra í daglangri Íslandsheimsókn sinni 16. ágúst 1941 að hefðu Þjóðverjar orðið á undan að hernema Ísland hefðu Bretar neyðst til að endurheimta það. Slíkt var hernaðarlegt mikilvægi landsins. Það átti ekki síst við frá 1940 til 1942 meðan baráttan var hvað tvísýnust, eins og höfundur bókar innar Vargöld á vígaslóð áréttar. Hún er fjórða bók Magnúsar Þórs Hafsteins sonar þar sem hernaðarlegt mikilvægi Íslands er snúningsás frásagnarinnar. Hún er safn fimm frásagnarþátta sem hver um sig er sjálf stæð hliðarsaga úr seinni heimsstyrjöldinni. Þær eiga allar það þó sameiginlegt að tengj ast Íslandi með einhverjum hætti, gerast hér eða á hafinu umhverfis landið.
76 ÞJÓÐMÁL Vetrarhefti 2017
Hönnun kápu dregur dám af fyrri þremur bókum höfundar þannig að þótt hver þeirra sé sjálfstæð frásögn mynda þær samstæða heild um mikilvægt hlutverk Íslands í því stóra samhengi sem styrjöldin var. Fyrri bækurnar eru Dauðinn í Dumbshafi, Návígi á norðurslóðum og Tarfurinn frá Skalpaflóa. Í inngangi bókarinnar fjallar höfundur um hvernig hugmyndin að ritun bókarinnar kviknaði vegna áhuga hans á að skoða tengsl Íslands við ýmsa örlagaþrungna atburði stríðsins. Þau atvik sem fjallað er um í bókinni eru lítt þekkt hérlendis og fram að þessu hefur ekki verið fjallað jafn ítarlega um þau og gert er í þessari bók. Magnús Þór fylgir bókinni úr hlaði með því að minnast Örnólfs Thorlacius, sem féll frá snemma árs 2017, og þakkar honum stuðning og samfylgd við bókaskrifin.