52 |
fimmtudagur 31. Maí 2012
Samtímateikning sem sýnir hvalveiðimenn aflífa búrhval sem þeir hafa veitt. Skip þeirra eru í fjarska og bíða þess að hvalurinn verði dreginn að þeim þar sem spik og lýsi verður hirt.
„Skipið, Guð almáttugur, hvar er skipið?“ MAGNÚS ÞÓR HAFSTEINSSON
Þ
að var bjart yfir hvalveiðum Bandaríkjamanna árið 1819. Skipafloti þeirra hafði orðið fyrir mikum afföllum í stríði gegn Bretum árið 1812 en nú var friður kominn á að nýju. Bandaríkjamenn gátu einbeitt sér að því að byggja upp ríki sitt. Mikilvægur þáttur í því var lýsið sem menn fengu með hvalveiðunum. Þessi útflutningsafurð seldist dýru verði í bæjum og borgum Evrópu þar sem það lýsti hallir, hús og stræti. Lýsið varð líka mikilvægt fyrir iðnvæðingu Bandaríkjanna þar sem það var notað til að smyrja vélar. Þetta var fyrir daga jarðolíunnar. Hér verður sögð sagan á bak við tvær af frægustu skáldsögum Bandaríkjanna sem tengjast hvalveiðum, Moby Dick og Ævintýri Artúrs Gordon Pym. Fyrirsögnin er sótt í örvæntingarorð mannanna í áhöfn hvalveiðiskipsins
Pequod í skáldsögunni um Moby Dick þegar þeir verða þess áskynja að hvíti hvalurinn hafði sökkt skipi þeirra. Í hvalveiðibænum Nantucket á austurströndinni bjuggu menn sig til veiða. Hefðbundnar veiðislóðir voru úti í miðju Atlantshafi en þar hafði minnkað um hval. Fregnir höfðu borist af nýjum búrhvalaslóðum í miðju Kyrrahafi umhverfis miðbaug. Þangað var óravegur að sigla – 17 þúsund mílur suður fyrir Hornhöfða Suður-Ameríku og svo norður í átt að miðbaug. Hvaleiðimennirnir settu þetta þó ekki endilega fyrir sig. Þeir voru vanir löngum siglingum um framandi og ókunnar slóðir og veiðiferðum sem gátu tekið rúmlega tvö ár. Hvalveiðifloti bæjarins taldi nú 30 skip. Helmingi þeirra var stefnt til hinna nýju miða í Kyrrahafi. Búast mátti við að þau yrðu fjarverandi næstu misseri. Enginn vissi almennilega
Hinum guðhræddu hvalveiðimönnum hryllti við tilhugsuninni um að falla í hendur þessa fólks en gróðavonin var óttanum yfirsterkari. Lýsisverð var hátt.
hvert menn voru að fara. Kyrrahafið var ekki mikið kannað, þarna voru margar eyjar á víð og dreif, oft byggðar innfæddum sem voru mannætur og villimenn. Hinum guðhræddu hvalveiðimönnum hryllti við tilhugsuninni um að falla í hendur þessa fólks en gróðavonin var óttanum yfirsterkari. Lýsisverð var hátt. Skip lestað þessari dýrmætu hvalaolíu gat gefið ofsagróða í aðra hönd. Búrhvalirnir voru sérstaklega eftirsóttir því lýsið af þeim gaf gott ljós og hentaði til að mynda afar vel í kerti. Essex frá Nantucket leggur úr höfn Alls voru 30 skip gerð út frá Nantucket þetta ár. Allir vissu að öll myndu tæpast snúa aftur úr veiðiferðunum. Þess vegna höfðu flestir sem fjárfestu í hvalveiðunum dreift áhættu sinni með því að eiga litla hluti í hverju skipi. Fáir veðj-