56b

Page 1

56 |

fimmtudagur 31. Maí 2012

frá svo ótal öðrum dæmum um skipreika menn sem komust í björgunarbáta fyrir daga nútíma björgunartækni. Þeir bundu bátana saman og þvældust dögum saman um hafið og það varð stöðugt minna um mat og drykkjarvatn. Það var hásumar á suðurhveli jarðar og brennandi sólin var mjög heit. Ferðin suður gekk mjög hægt. Eftir 16 daga siglingu höfðu þeir aðeins lagt um 600 mílur að baki. Það voru ekki nema um 40 mílur á sólarhring. Það tók heilan mánuð að komast suður á 25. breiddargráðu. Þá var svo lítið af vistum eftir að þeir áttu enga möguleika að ná til stranda Chile áður en þeir dæju úr hungri og þorsta. Þennan sama dag, 20. desember, sáu þeir skyndilega land. Þeir höfðu rekist á óþekkta og óbyggða eyðieyju sem ekki var til á kortum. Þessi eyja heitir í dag Hendersoneyja og er í raun 3.200 mílur frá ströndum Chile. Mennirnir vissu ekki að austanvindurinn hafði í raun hrakið þá til vesturs á meðan þeir sigldu suður á bóginn og þeir þannig fjarlægst strendur Chile. Þeir vissu reyndar heldur ekki að frá Hendersoneyju voru aðeins 120 mílur til Pitcairn-eyju en hún var byggð hvítum mönnum. Það voru hinir frægu uppreisnarmenn frá breska herskipinu Bounty sem höfðu siglt skipi sínu þangað tæpum 30 árum áður eftir að hafa tekið völdin af skipstjóranum og skilið hann eftir á Kyrrahafi ásamt fleiri mönnum í opnum báti. Er af því mikil saga sem ekki verður sögð hér.

Skipið kastaðist til og nötraði eins og það hefði tekið niðri. Menn féllu og búnaður hentist úr skorðum á þilfarinu. Þeir trúðu ekki sínum eigin augum. Hvalurinn var að ráðast á skip þeirra! ur, en það voru engin dæmi þess að hvalur hefði ráðist á skip og reynt að sökkva því. Hvalurinn kafaði undir skipið og þeir fundu hvernig hann sló sporðinum upp í botn þess. Hann kom aftur úr kafi rétt við stjórnborðshliðina og flaut aftur með skipinu eins og hann hefði dasast við höggið. Owen Chase stýrimaður sá að hann gæti hæglega skutlað hann frá skipinu. Þessi búrhvalur var svo stór að hann gæfi lýsi á við tvo til þrjá af meðalstærð. Hann hikaði þó því hvalurinn lá nú nálægt stýri skipsins. Ef hann skutlaði hann þá myndi dýrið kannski brjótast um og það gæti slegið sporðinum í stýri skipsins og brotið það. Chase stýrimaður þorði ekki að taka áhættuna en hefði betur gert það. Hvalurinn var vissulega dasaður eftir höggið en búrhvalurinn með sinn gríðarstóra haus þolir þó ýmislegt. Höfuð þeirra er næstum eins og múrbrjótur. Hvalurinn virtist nú að ranka við sér aftur. Hann sló með sporðinum, hausinn lyftist upp og hann glefsaði út í loftið eins og hann væri öskureiður. Hann synti nú fram fyrir skipið þangað til hann var kominn nokkur hundruð metra fram fyrir það. Þar sneri hann skyndilega við og hóf nýja atrennu að skipinu. Mennirnir um borð sáu nú hvernig hvalurinn hentist áfram með boðaföllum með hausinn hálfan upp úr sjónum í sprettsundi á um sex mílna hraða. Aftur hæfði hvalurinn rétt aftan við stefni þess bakborðsmegin og í þetta sinn heyrðust miklir brestir um leið og skipið ýttist hreinlega aftur á bak undan þunga og afli skepnunnar. Maður kom hlaupandi upp á þilfar hrópandi að sjór fossaði inn í skipið. Hvalurinn hafði brotið byrðing Essex sem nú var að sökkva. Hvalurinn synti aftur undir koparklæddan byrðing seglskipsins, kafaði og sást aldrei meir. Skipreika á ókunnu reginhafi Átta menn höfðu verið um borð í Essex þegar þessi ósköp dundu yfir. Þeir skynjuðu að skipið var að sökkva með stefnið á undan og drifu sig um borð í hvalbátinn sem þeir höfðu verið að gera við. Innan fárra mínútna sátu þeir í honum og horfðu á hvernig segskipið, heimili þeirra, vinnustaður og eina öryggi, seig stöðugt neðar í hafið. Það lagðist nær á hliðina með stefnið í kafi. Rá og reiði snertu hafflötinn. Stórkostleg ógæfa hafði dunið yfir þá. Félagar þeirra höfðu orðið þess varir hvað var að gerast og komu á vettvang á sínum hvalbátum. Það þyrmdi yfir mennina. Þeir voru staddir í litlum bátskeljum úti á reginhafi, 2.400 mílur frá meginlandi Suður-Ameríku í austri. Þarna var næstum engin skipaumferð nema ef vera skyldi að annað hvalveiðiskip ætti leið um. Á þessum slóðum við miðbaug var logn langtímum saman, hafstraumar lágu stöðugt frá austri til vesturs. Ef vindur blés þá voru ríkjandi vindáttir til vesturs á þessum

Teikning listamanns af því þegar hvalurinn hæfði stefni Essex og braut gat á skipið svo það sökk.

Hann sagðist hafa tekið ákvörðun um nóttina. Þetta lík væri eini maturinn sem þeir hefðu um borð. Enginn andmælti honum.

Owen Chase stýrimaður hvalveiðiskipsins Essex á efri dögum sínum. Hann hélt hvalveiðum áfram eftir björgunina en skuggar þess sem hann upplifði fylgdu honum alla tíð. Hann lýsti atburðum í bók sem hann skrifaði. Á endanum missti Chase vitið og lauk hann ævi sinni á geðveikrahæli. breiddargráðum. Af þessum sökum var vonlaust fyrir þá að reyna að komast á þessum bátskeljum til austurs eða suðausturs. Essex sökk ekki en maraði í kafi. Mönnunum gafst því góður tími til að fara aftur um borð og finna kortabækur, sextanta, áttavita, byssur, verkfæri og matvæli. Auk þess tóku þeir segldúk og bönd og útbjuggu seglabúnað á litlu bátana, og hækkuðu borðstokka þeirra. Þeir dvöldu við flakið í þrjá sólarhringa áður en þeir lögðu af stað með þungum huga. Það var ekkert vit í því að dvelja við flakið sem gæti sokkið á hverri

stundu. Lífsvon þeirra fólst í því að ná landi einhvers staðar þar sem vingjarnlegt fólk væri að finna ef þeir sigldu þá ekki fram á önnur hvalveiðiskip áður. Þeim sýndist fyrst að vænlegast yrði að reyna að halda í suðvestur. Þar var eyjaklasi í 1.500 mílna fjarlægð sem hét Marquesas. Þeir hættu þó við að fara þangað af ótta við að mannætur byggju á þessum eyjum. Í staðinn ákváðu þeir að reyna að sigla bátunum beint til suðurs um 2.000 sjómílna leið þar til þeir kæmu á 25. gráðu suðlægrar breiddar. Þar væru staðvindar sem blésu frá vestri til austurs og þeir gætu nýst þeim til að komast að ströndum Chile sem væri þá 2.200 mílur í austur. Af ótta við mannætur, sem voru það hryllilegasta sem þeir gátu hugsað sér, kusu þeir því að sigla 4.200 mílur yfir opið úthaf fullt af hákörlum þar sem hitabeltisstormar voru algengir. Fjarlægðin til Marquesas-eyja var á hinn bóginn ekki nema um 1.500 mílur. Nú tók við sú atburðarás sem er þekkt

Hrakningar í leit að Kyrrahafseyjum Mennirnir fóru í land á þessari eyju og voru svo máttfarnir að þeir skriðu um. Þeir fundu ber og fuglar þarna voru svo spakir að þeir hreyfðu sig ekki þótt maður nálgaðist þá. Hinir skipreika menn gátu því aflað matar og þeir fundu litla uppsprettu vatns. Flestum þeirra þótti hins vegar augljóst að þessi eyðieyja gæti ekki orðið framtíðarbústaður 20 manna. Þeir yrðu að halda áfram siglingu sinni. Eftir sjö daga dvöl á Hendersoneyju héldu þeir áfram. Þrír menn urðu hins vegar eftir. Þeir töldu sér betur borgið ef þeir dveldu á eyjunni í von um að skip ætti leið hjá. Það reyndist rétt ákvörðun því þeim var loks bjargað um borð, nær dauða en lífi, í aðvífandi skip mörgum mánuðum síðar. Pollard skipstjóri og Chase skipstjóri höfðu notað dagana á Hendersoneyju til að hugsa málin. Þeir sammæltust um að rétt væri að reyna ekki að sigla rakleiðis til Chile heldur skyldu þeir reyna að ná til Páskaeyjar. Hún var þekkt og merkt inn á kortin og var um það bil þúsund mílur í norðaustur. Þar bjuggu vinalegir Pólynesar sem lögðu ekki fyrir sig þann leiða sið að éta skipbrotsmenn. Það var skárra að reyna að ná þangað en halda út um 3.000 mílna siglingu til Chile. Ef þeir fyndu hins vegar ekki Páskaeyju yrðu þeir í vondum málum því hún er um 2.000 mílur vestur af ströndum NorðurChile. Þeir voru komnir það sunnarlega að þeim átti að takast að krækja fyrir vestlægu staðvindana og þannig ná landi á Páskaey. Óheppnin var hins vegar með þeim. Nokkrum dögum eftir að þeir lögðu af stað skall á austan óveður sem hrakti þá langt vestur á bóginn, frá bæði Páskaeyju og ströndum Chile. Þegar því slotaði var ljóst að þeir ættu enga möguleika lengur á að ná til eyjarinnar. Nú var eina vonin að reyna að ná til Juan Fernandez-eyja sem eru um 700 kílómetrum frá Chile-ströndu. Hungrið tók aftur að sverfa að. Annar stýrimaður gaf upp öndina og líki hans var varpað í hafið. Aftur lentu þeir í óveðri 12. janúar 1821 og nú varð bátur


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.