Kópavogur
Árið 2019 voru 1.016 hegningarlagabrot framin í Kópavogi.
Fækkun varð í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við árið á undan.
Hlutfallslega fækkaði kynferðisbrotum mest árið 2019 eða tæplega 43 prósent frá árinu 2018. Fjöldi kynferðisbrota hélst nokkuð stöðugur frá árinu 2016 til 2018 og er þetta þó nokkur fækkun miðað við þann fjölda.
Nytjastuldum fækkaði um tæp 28 prósent frá árinu 2018. Slíkum brotum hefur fækkað stöðugt frá árinu 2016 og voru tæplega helmingi fleiri nytjastuldir tilkynntir árið 2016 en 2019.
Innbrotum fækkaði um rúm 23 prósent fyrir sama tímabil og fækkaði auðgunarbrotum í heild um tæp 20 prósent frá árinu 2018.
Eignaspjöllum fækkaði um tæp 23 prósent árið 2019 miðað við árið á undan.
Fíkniefnabrotum fækkaði um rúm 19 prósent árið 2019 miðað við árið 2018.
Ofbeldisbrotum fækkaði minnst hlutfallslega eða um rúm tvö prósent frá árinu á undan eða um þrjú brot. Ofbeldisbrot fóru stigvaxandi frá árinu 2016 til 2018.
Tilkynntum brotum fækkaði í öllum brotaflokkum árið 2019 samanborið við meðaltal áranna 2016-2018, nema í ofbeldisbrotum.
28