Ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2015

Page 54

Ársskýrsla 2015

30. mars FYRIRMYNDARAKSTUR Í HVALFJARÐARGÖNGUM Næstum allir ökumenn voru til fyrirmyndar þegar lögreglan var við hraðamælingar í Hvalfjarðargöngum á föstudag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Hvalfjarðargöng í norðurátt, við Guðlaugu. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 190 ökutæki þessa akstursleið og var þeim öllum nema einu, ekið á löglegum hraða en þarna er 70 km hámarkshraði. Hinn brotlegi mældist á 82 km hraða. Vöktun lögreglunnar í Hvalfjarðargöngum er liður í umferðareftirliti hennar á höfuðborgarsvæðinu.

ÁHERSLU- OG SKIPULAGSBREYTINGAR Nýtt skipurit tók gildi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu 9. júlí 2015. Eldra skipurit hafði gilt frá árinu 2009, en margt hafði breyst frá þeim tíma, bæði hjá embættinu, en ekki síður í þjóðfélaginu. Skráðum brotum fækkaði, en eðli þeirra breyttist. Brot verða flóknari og skipulagðari og lögreglan verður að takast á við þennan veruleika. Nýtt skipurit er liður í að mæta nýjum áskorunum. Alþjóða­ væðing, tækniþróun og breytt samfélagsmynstur gerir meiri kröfur til lögreglu en áður. Undirbúningur fyrir breytingar hjá embættinu hófst á seinni hluta ársins 2014, en kappkostað var að vanda vel til þeirra. Segja má að starfsmenn lögreglunnar séu öllu vanir þegar breytingar eru annars vegar og rétt að rifja upp að lögregluliðin á höfuðborgarsvæðinu voru sameinuð í eitt 1. janúar 2007. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en grundvallarmarkmið lögregl­ unnar þó haldist hin sömu og áður.

lrh.is

Eitt af meginmarkmiðunum með nýju skipuriti Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er að bæta þjónustu hennar. Jafnframt að nýta betur fjármuni embættisins, stytta boðleiðir og auka starfs­ 52


Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.