Ársskýrsla LRH 2014

Page 42

Ársskýrsla 2014 22. ágúst MENNINGARNÓTT HESTAR Í HAGA Að gefnu tilefni eru hrossaog gæludýraeigendur beðnir um að huga að dýrum sínum vegna flugeldasýningar menningarnætur sem hefst kl. 23 annað kvöld. Sérstaklega eru eigendur hesta beðnir um að gera ráðstafanir vegna hesta í haga. lrh.is

nokkrar kvartanir vegna hávaða í heimahúsum, en slíkt er við­búið um helgar og var ekki meira en við mátti búast. Fanga­geymslur lög­reglu­stöðvar­innar á Hverfisgötu í Reykjavík voru full­nýttar á menningar­nótt, en ástand þeirra sem þar gistu var heldur bág­borið eins og gefur að skilja. Á annan tug líkamsárása voru til­kynntar til lögregu á menningarnótt, og töldust flestar minni háttar. Fáein fíkniefnamál komu líka til kasta lögreglu og þá barst henni tilkynning um eitt rán í miðborginni. Lögreglan naut aðstoðar ýmissa aðila á menningarnótt, m.a. björgunar­sveitar­manna. Samstarfið gekk mjög vel og voru hlut­ aðeig­andi aðilum færðar kærar þakkir fyrir aðstoðina. Á heildina litið lítur lögreglan svo á að menningarnótt hafi farið ágætlega fram, þótt gestir miðborgarinnar geti auðvitað gert betur þegar kemur að því að leggja löglega og virða lokanir. Líkt og áður not­aði Lög­ reglan á höfuðborgarsvæðinu fésbókarsíðu embættisins til að miðla ýmsum upplýsingum á menningarnótt, sérstaklega þó þeim er sneru að umferðarmálum, og var því mjög vel tekið.

40


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.