__MAIN_TEXT__

Page 1

35. tbl. 02. รกrg. 21. - 27. oktรณber 2020


KRABBAVÖRN Í VESTMANNAEYJUM

Félagið Krabbavörn var stofnað árið 1949 af Einari Guttormssyni lækni og var félagið þá deild innan Krabbameinsfélags Íslands  og fór einn þriðji hluti af innkomu félagsins til Krabbameinsfélags Íslands. Eftir að hafa starfað um tíma féll starfsemi félagsins niður en það var endurvakið þann 3. maí  1990  og var þá ákveðið að öll innkoma myndi renna óskipt til krabbavarnar. Þegar félagið tók aftur til starfa var farið í það að afla nýrra félaga og var árgjaldið  ákveðið 500 kr á hvern félagsmann. Þá voru gíróseðlar bornir út af sjálfboðaliðum og einstaklingum boðið að ganga í  félagið. Einnig var fyrirtækjum boðið að styrkja félagið með því að greiða 5000 kr á ári. Þann 12. desember 1991 var í fyrsta sinn ákveðið að styrkja þá sem voru verst staddir fjárhagslega, voru það 6 aðilar sem fengu styrki á þeim tíma. Aðal innkoma á þessum

TÍGULL

tíma var vegna minningakorta sem Hólmfríður Ólafsdóttir  hefur séð um frá árinu 1987 til dagsins í  dag og hafi hún bestu þakkir þakkir fyrir það. Fyrsti formaður eftir endurreisn félagsins árið 1990 var Kristin Baldvinsdóttir og sat hún sem formaður til ársins 2003. Þá tók Ester Ólafsdóttir  við og starfaði sem formaður félagsins til ársins 2017. Núverandi formaður félagsins er Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir. Eiga þessar konur bestu þakkir skyldar fyrir framlag þeirra til félagsins. Í dag renna allir styrkir ósķiptir til krabbavarnar sem er ómetanlegt fyrir okkur eyjamenn. Félagið borgar ákveðna upphæð fyrir hverja ferð sem farin er í meðferð við krabbameini sem kemur sér  vel fyrir fólk í þessari baráttu, því oft þurfa einstaklingar að fara yfir  hafið til að sækja krabbameinsmeðferð. Krabbavörn á marga velunnara sem hafa staðið við bakið á félaginu og

eru við afar þakklát fyrir þá. En því miður eru alltof margir sem greinast með krabbamein og er því starfsemi félagsins nauðsynleg fyrir samfélagið, við skulum ekki gleyma því að félagið er rekið eingöngu á styrkjum. Við reynum að halda vel utan um okkar fólk og hittumst á þriðjudögum milli 13 til 15 þar eru allir velkomnir, við sem sitjum í stjórn Krabbavarnar erum ávalt reiðubúnar að veita allan stuðning  eins og við best getum. Vegna ástandsins í þjóðfélaginu verða ekki  viðburðir í  október á vegum félagsins  en við erum með fána til sölu, tuskur og bleiku slaufuna. Fyrir þá sem hafa áhuga að styrkja krabbavörn set ég hér  reiknisnúmer kt. 651090-2029 banki: 582-262000. F.h Krabbavarnar í Vestmannaeyjum Kristín  Valtýsdóttir

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Á forsíðunni er hann Ólafur Andrason.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Viltu hafa áhrif? Deloitte í Vestmannaeyjum leitar að metnaðarfullum og drífandi einstaklingum í spennandi og krefjandi störf á sviði Viðskiptalausna. Unnið er í er í öflugu teymi sem þjónustar fjölbreyttan viðskiptavinahóp Deloitte. Viðskiptalausnir – Bókari

Viðskiptalausnir – Viðskiptafræðingur

Helstu verkefni

Helstu verkefni

• Umsjón með fjárhagsbókhaldi, launavinnslu og skýrslugerð til stjórnanda

• Verkefni á sviði reikningshalds og endurskoðunar

• Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini

• Stuðningur við markaðssókn

• Stuðningur við markaðssókn

• Vinna að tilfallandi verkefnum fyrir viðskiptavini

• Þátttaka í gæðaferlum Til að eiga möguleika á starfinu þarft þú að búa yfir eftirtöldu

Til að eiga möguleika á starfinu þarft þú að búa yfir eftirtöldu

• Reynsla af bókhaldi, uppgjörum og/eða launavinnslu, kostur en ekki skilyrði

• Reynsla af bókhaldi og ársreikningagerð

• Viðurkenndur bókari, kostur en ekki skilyrði • Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund

• Sjálfstæð, nákvæm og öguð vinnubrögð • Góð samskiptahæfni, jákvæðni og rík þjónustulund • Löngun til að skapa frábæra upplifun fyrir alla viðskiptavini

• Löngun til að skapa frábæra upplifun fyrir alla viðskiptavini Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Öllum umsækjendum verður svarað og farið er með umsóknir sem trúnaðarmál. Tekið er á móti umsóknum um bæði störf í gegnum heimasíðu Deloitte, www.deloitte.is, til og með 25. október 2020. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Gunnarsson, yfirmaður Deloitte í Vestmannaeyjum, í tölvupósti á netfangið hgunnarsson@deloitte.is

deloitte.is


STARFSSEMI FÉLAGSMIÐSTÖÐVARINNAR Í FULLUM GANGI

Félagsmiðstöðin okkar hóf stafsemi sína á dögunum við mikinn fögnuð GRV krakkanna. Tígull heyrði í Breka Ómarssyni sem sér um starfsemina. Hverjir starfa í Félagsmiðstöðinni? Það eru fjórir starfsmenn sem munu starfa í félagsmiðstöðinni í vetur. Öll hafa þau reynslu að vinna með krökkum og erum við hjá Vestmannaeyjabæ virkilega lánsöm að hafa fengið þetta fólk til þess að vinna hjá okkur. Guðbjörn Guðjónsson hefur starfað tvívegis hjá okkur í félagsmiðstöðinni en hann vinnur einnig upp í grunnskóla sem stuðningsfulltrúi auk þess að vera

leiðbeinandi á leikskólanum Sóla. Gunnar Karl er einnig að starfa hjá okkur í annað skipti og hefur verið að mennta sig í millitíðinni, auk þess þá er hann að læra í mastersnámi með félagsmiðstöðinni. Ingunn Silja er að hefja annað starfsár hjá okkur auk þess að hafa starfað við frístund í leiðinni og haldast þessi störf vel í hendur. Jón Kristinn er að vinna hjá okkur í fyrsta skipti en hann lauk námi við framhaldsskólann seinasta vor, hann starfar einnig á frístund og spilar með ÍBV í knattspyrnu. Allir okkar starfsmenn munu koma til með að starfa bæði með yngra sem og unglingastiginu í vetur.

Hvernig er opið hjá ykkur og þá fyrir hvaða hópa ? Við bjóðum upp á opnunartíma fyrir tvö mismunandi stig. Annars vegar er opið fyrir 5. 6. og 7. bekk frá klukkan 16:00 - 18:00 alla mánudaga og miðvikudaga. Síðan er opið fyrir unglingastigið eða 8. 9. og 10. bekk frá 19:30 - 22:00 alla þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. Það hefur verið vel mætt fyrstu vikuna og hlökkum við mikið til vetrarins með þessum krökkum.


Hvað er verið að gera helst? Markmið með félagsmiðstöðinni er fyrst og fremst að veita krökkunum tækifæri til samveru og til þess að stunda heilbrigðar tómstundir undir leiðsögn okkar reyndu tómstundaleiðbeinenda. Það verður mikið um að vera hjá okkur í vetur og sérstakt þema og keppnir í boði vissa daga, en það verður auglýst þegar félagsstundastarfið hjá okkur fer á fullt. Auk þess að um mikið af afþreyingu að ræða. Þá er hægt að horfa á sjónvarp, spila tölvuleiki, spila borðspil, borðtennis, pool, þythokky ásamt fl. Félagsmiðstöðin er komin á nýjan stað, þá í hvíta húsinu á Strandvegi sem er staðsett við hliðina á krónunni. Er enn brjóstsykursgerðin í boði? Stefnan er að halda áfram brjóstsykurgerð í vetur. Hún hefur vakið mikla lukku síðustu ár og vonandi getum við veitt krökkunum tækifæri á að prufa hana sem hafa ekki fengið að gera það áður. Er eitthvað sem þú vilt koma á framfæri að lokum? Við tökum spennt á móti öllum krökkum frá 5-10. bekk með bros á vör. Við vonumst til að sjá sem flesta í vetur og þeir sem hafa ekki prufað að mæta í félagsmiðstöðina verða ekki sviknir af því flotta starfi sem fer fram í félagsmiðstöðinni. Sjáumst hress og kát.


Vestmannaeyjabær óskar eftir samstarfsaðila sem annast matargerð/matreiðslu, pökkun, dreifingu og framreiðslu á heimsendum mat til eldri borgara og stofnana Vestmannaeyjabæjar. Samið er um ákveðna upphæð fyrir matarpakka (einingaverð). Um er að ræða heimsendan mat alla daga ársins. Vestmannaeyjabær mun sjá um mótttöku á pöntunum og innheimtu. Matseðill skal samanstanda af heitum hádegisverði sem dreifist í umbúðum sem heldur matnum heitum. Matarskammtur miðast við fullorðinn einstakling. Fyrir skal liggja matseðill fyrir almennt fæði að minnsta kosti fjórar vikur fram í tímann, sem er aðgengilegur fyrir eldri borgara. Æskilegt er að allt meðlæti, sem boðið er upp á, komi fram á matseðli. Yfirumsjón með framleiðslu fæðis skal vera í höndum menntaðs matreiðslumanns eða næringarfræðings eða aðila með sambærilega menntun. Samsetning fæðunnar skal taka mið af Handbók um matarræði aldraðra, þar sem er að finna ráðleggingar Lýðheilsustöðvar (nú Embætti landlæknis) um matarræði og næringarefni. https://www.landlaeknir.is/ heilsa-og-lidan/naering/eldra-folk/ Rekstraraðili skal sérstaklega huga að næringarinnihaldi fæðisins, fjölbreytni máltíða og sérstökum þörfum fólks vegna ofnæmis og fæðuóþols. Einnig þarf að vera möguleiki á að bjóða upp á maukfæði í sérstökum tilfellum. Framleiðsla og dreifing matvæla er leyfisskyld sarfsemi og háð opinberu eftirliti. Rekstraraðili skal hafa gilt starfsleyfi frá heilbrigðisnefnd sveitarfélags og uppfylla lög og reglugerðir um matvælaframleiðslu á hverjum tíma, þar á meðal lög nr. 93/1995, um matvæli, og reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 852/2004, um hollustuhætti sem varða matvæli. Velji rekstraraðili að fela þriðja aðila einhverja þætti í þessari starfsemi, skal hann ábyrgjast að sá aðili hafi gilt starfsleyfi og uppfylli sömu kröfur.

Rekstraraðili skal við framleiðslu fæðis og rekstur eldhúss hafa virkt innra eftirlit sem tekur mið af GÁMESeftirlitskerfinu (HACCP) og uppfyllir að minnsta kosti fimm fyrstu skrefin í GÁMES. Samningur gildir í 3 ár með möguleika á framlengingu um allt að tvö ár. Hægt er að segja upp samningi skriflega með lágmark 6 mánaða fyrirvara. Uppsögn miðast við mánaðamót.

Óskað er eftir;

Tilboði í matarskammta (vægi 75%). Hugmyndum að matseðli í a.m.k. fjórar vikur fram í tímann (vægi 15%). Hugmyndum að valkvæðum matseðli fyrir þá sem eru með ofnæmi og fæðuóþol eða aðrar sérþarfir (vægi 5%). Hugmyndum að framsetningu matarskammts (vægi 5%). Upplýsingum um hvernig viðkomandi uppfyllir kröfur um menntun, leyfisskyldu og innra eftirlits á gæðum. Í dag er umfang heimsends matar um 12.000 skammtar á ári, en gæti orðið um 14.500 skammtar ef dagdvöl telst með. Tilboð verða metin eftir vægi einstakra þátta sem óskað er eftir skv. upptalningu hér að ofan. Matið annast framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs, deildarstjóri öldrunarmála Hraunbúða og deildarstjóri heimaþjónustu. Tilboð skulu berast Vestmannaeyjabæ, Bárustíg 15, 900 Vestmannaeyjum, fyrir 30. október 2020. Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar í síma 488 2000 eða með tölvupósti jonp@vestmannaeyjar.is

Umsóknarfrestur er til 30. október 2020


TACOBAKA - Uppskrift vikunnar -

TACOBAKA hráefni: Botn: 4 dl hveiti 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 50 gr smjör 1 1/2 dl mjólk Fylling: 500 gr nautahakk 1 laukur 2 hvítlauksrif 3 msk tómatpuré 2 msk chillisósa 1 msk sojasósa 2 tsk chilipipar (krydd) 2 tsk cummin 2 tsk kóriander (krydd) 2 tsk karrý 1-2 tsk salt 2 dl vatn Ofanlag

3 tómatar 2 dl sýrður rjómi 4 msk majónes 150 gr rifinn ostur Aðferð: Hitið ofninn í 200°. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í skál. Látið smjörið ná stofuhita, skerið það í bita og blandið því við þurrefnin. Bætið mjólkinni saman við og hrærið öllu saman í deig. Þrýstið deiginu í bökuform eða smelluform. Það þarf ekki að forbaka botninn. Hakkið lauk og steikið ásamt nautahakki og fínt hökkuðum hvítlauk. Steikið þar til nautahakkið er ekki lengur rautt. Bætið tómatpuré, chilisósu og sojasósu á pönnuna ásamt kryddunum og vatni. Látið sjóða við vægan hita þar til vatnið er næstum horfið, ca 10-15 mínútur. Smakkið til og kryddið meira ef þarf. Setjið nautahakkið yfir botninn.

Skerið tómatana í bita og dreifið yfir nautahakkið. Hrærið saman sýrðum rjóma, majónesi og rifnum osti og breiðið yfir tómatana. Bakið í miðjum ofni í ca 15 mínútur eða þar til osturinn er bráðinn og fengið fallegan lit. Berið fram með góðu salati, nachos, sýrðum rjóma, salsa eða guacamole. Þessi uppskrift er frá henni Svövu sem heldur úti vefnum ljufmeti.com.


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

HAF BRIM KLETTAR HIMINN TINDAR DALIR GLJÚFUR GIL

FJÖLL SJÓR


S ÍM I: 4 8 1 1 1 1 9 O p ið t il 1 6 :0 0 v ir k a d a g a

Úlpudagar í október 15% afsláttur

Lionshreyfinginn á Íslandi safnar núna gleraugum sem kunna að liggja ónotuð en geta komið öðrum að gagni. Sendum þau frá okkur til Danmerkur þar sem þau verða flokkuð og löguð ef með þarf og send áfram til þeirra sem á þurfa að halda. Þið getið komið gleraugum til næsta Lionsfélaga sem þið þekkið eða í söfnunarkassa sem eru í Krónunni og Bónus.

Er kominn tími á að hreinsa úlpuna fyrir veturinn?

Gleraugu sem þú ert hætt(ur) að nota, geta gefið öðrum sjón!

Tannlæknar 2. - 4. nóvember - Birta Þórsdóttir

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

/crispus

Við munum halda áfram að hafa opið en með breyttu sniði. Stofan verður opin eftir tímapöntunum en síminn verður alltaf opin fyrir pantanir Sími 772-6766 Hrönn: 694-2655 /Svanhvít : 772-3332 Hlökkum til að sjá ykkur!

Frumherji verður í Eyjum vikuna 26. - 29. október. Tímapantarnir í síma 570 9090. Staðsettur við Faxastíg í húsi Björgunarsveitarfélagsins.

Frumherji Faxastígur / 570 9231


Við erum til staðar til að leysa úr málum með þér Þú getur alltaf haft samband við okkur í síma eða á netinu þótt við höfum takmarkað aðgengi að útibúum tímabundið. Ef þú þarft að heimsækja útibú eða Fyrirtækjamiðstöð getur þú pantað tíma á landsbankinn.is en við hvetjum viðskiptavini til að nýta sér rafræna þjónustu eins og hægt er. Þannig vinnum við saman að því að þú getir áfram gengið að allri þinni þjónustu þótt hún sé með breyttu sniði.

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000

Profile for Leturstofan

Tígull 35.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 35.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...