__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

07. tbl. 03. árg. 3 - 8. mars 2021

Battery Lampi frá FLOS 4 stillingar á lýsingu / Battery dugar í 10-12 tíma á björtustu lýsingu / 4-5 sólahringa á minnstu lýsingu / Hleður hann svo bara eins og símann þinn

www.heimadecor.is Strandvegur 39


LANDNÁMSHÆNUR SEM ÁHUGAMÁL Bakkabræðurnir Sigurður Þór Símonarson, Jónatan G. Jónsson og Ágúst Ingi Jónsson eru að byggja upp landnámshænustofninn hjá sér. Það tekur um það bil 21 dag að unga út eggjum en þær eru í hitakassa og eggin eru merkt með x og o því það þarf að snúa þeim fjórum sinnum á sólahring. Og í hvert sinn er úðað vatni yfir eggin svo tekur bara biðin við þar til þau klekjast út. Þetta er annað hollið sem þær mæðgur sjá um en fyrsta hollið af eggjum kom til þeirra 12. desember og fyrstu ungarnir komu 26. desember. Ungarnir voru hjá þeim til 23. janúar en þá fóru þeir út á Breiðabakka. Svo kom seinna hollið af eggjum núna í febrúar og fyrstu ungarnir komu þann 22. febrúar. Það er snilld að hafa hænur þær éta alla matarafganga t.d.

Mæðgurnar Bergþóra og Guðrún Kristín

Tígull leit við hjá Gunnu Stínu ungamömmu í síðustu viku og fékk að kíkja á litlu sætu ungana sem voru komnir út úr eggjunum en það voru nokkrir komnir og nokkrir eftir að klekjast út. Gunna Stína og dóttir hennar Bergþóra standa vaktina á meðan eggin klekjast út. Svo fara ungarnir/hænurnar út á Breiðabakka þegar þær hafa náð ákveðinni stærð. Gunna Stína hefur tekið vel á móti fjöldanum öllum af krökkum sem hafa komið og kíkt á litlu sætu ungana eins og sést á meðfylgjandi myndum. Öll eru þau leyst út með litlum nammipoka þegar þau kveðja.

TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


DÚNI SAFNAR MOT TU FYRIR KRABBAVÖRN Á mánudaginn 1.mars kl: 16.00 gekk Dúni Geirz inn á rakarastofuna hjá Viktori og lét raka á sig mottu eða Mexíkanann eins og Viktor sagði okkur að þessi útgáfa að skeggi heitir. En eins og þið flest vitið þá skoraði Arnór Arnórsson á Dúna að raka á sig mottu í tilefni Mottu mars. Dúna leist ekki vel á þessa áskorun en lét til leiðast ef að Arnór myndi ná 1000 like á áskorunarfærsluna á facebook. Arnór tók til sinna bragða og fékk t.d. okkur á Tígli í lið með sér ásamt fleirum sem eru með slatta af fylgendum og viti menn, Arnóri tóks að safna vel yfir 1000 like eða rúmlega 1100.

Og nú skorar Dúni á ykkur á móti. Þið sem settu LIKE á þessa áskorendafærslu! Ég skora á ykkur að leggja 1.000 kr. inn á Krabbavörn Vestmannaeyja 582-26-2000 kt. 651090-2029 Við vorum að sjálfsögðu á staðnum

á mánudaginn þegar Viktor rakaði Dúna, en Dúni hefur verið með alskegg síðustu tuttugu ár, hann játaði því alveg að hafa verið með í maganum allan daginn yfir þessu. Það verður eitthvað, að venja sig af því að taka í skeggið góða segir Dúni að lokum og brosir af þessu öllu.

HITTINGUR Á ÞRIÐJUDÖGUM Kærleikur er magnað verkfæri sem við getum notað alla daga, á tímum gleði og sorgar allt árið um kring. Þegar kærleikur fær meiri pláss í hjörtum okkar þá finnum við fyrir þakklæti, verðum opnari fyrir öllum smáu hlutunum sem gerast í kringum okkur. Kærleikur talar öllum tungumálum. Við hjá Krabbavörn erum ævinlega þakklátar fyrir allan þann stuðning sem félaginu er veitt og um leið

okkar skjólstæðingum, ómetanlegt.

það

er

Okkur langar að þakka Dúna fyrir hans framlag til félagsins með rakstri og áheitum. Starfsemi félagsins fer fram í Arnardrangi á þriðjudögum milli kl. 13:00 - 15:00 og hvetjum við alla sem hafa áhuga á að koma í kaffi, það fer bæði fram gott vinaspjall þar sem traust er haft í fyrirrúmi og einnig hafa konur gripið prjónana

með sem er mjög vinalegt. Þessi hittingur er opin fyrir alla en fyrirhugað er að hafa sérstakan hitting eingöngu fyrir karlmenn og verður það auglýst síðar. Við þökkum Dúna “ og öllum þeim sem hafa sýnt okkur stuðning “ Fyrir hönd Krabbavarnar Vestmannaeyjum, Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir.

í


TAKTU DAGINN FRÁ!

17. JÚLÍ

Frekari upplýsingar á facebooksíðunni okkar

/7tindaraheimaey

7 Tindar á Heimaey er viðburður sem er ár hvert í Vestmannaeyjum. Í ár verða 7 Tindar á Heimaey laugardaginn 17.júlí og hefst kl. 12:00.

STÓRHÖFÐI SÆFJALL ELDFELL HELGAFELL HEIMAKLETTUR HÁ HÁ DALFJALL/EGGJAR

Skráðu þig inn á hlaup.is


HUGARFAR & ÁRÁNGUR - MIKILVÆGIR PUNKTAR FRÁ SIGURJÓNI ERNI -

Sigurjón Ernir er orðin nokkuð sjóaður í hlaupum hér á landi og leggur þar mesta áherslu á utanvegahlaup samhliða mikilli styrktarþjálfun og liðleikavinnu. Sigurjón fer hér yfir nokkra punkta sem hann telur mikilvæga þegar kemur að hugarfari og árangir í hlaupum fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. 1. Rétt hugarfar, gerðu þetta fyrir þig: Það byrjar enginn í sínu besta hlaupaformi og margir eiga það til í að hugsa árangur út frá öðrum aðilum sem hafa náð lang í sportinu. Þú verður að finna hvað hentar þér hvað varðar magn, ákefð og tíma í vinnu og byggja ofaná það hægt og rólega. 2. Meira er ekki betra: Það eru margir hlauparar að árangur í hlaupum náist ekki nema með því

að hlaupa x-marga kílómetra eða xoft í viku. Sigurjón hefur alltaf lagt áherslu á gæði framyfir magn og leggur áherslu á fjölbreytta þjálfun sem hann telur vera lykillinn að því að halda líkamanum góðum og fá ekki leið á hlaupum. 2-3 hlaupaæfingar í viku er nóg til að bæta hraða, úthald og getu í hlaupum, önnur þjálfun (hjól, styrkur, yoga og meira til) getur svo hjálpað líkamanum að vera í sem bestu standi samhliða hlaupum. 3. Ákefð má alveg vera mikil, en þá verður hún einnig að vera mjög lítil á móti: Líkaminn leytar alltaf að jafnvægi og á móti erfiðum gæðaæfingum er afar mikilvægt að taka mjög rólegar æfingar til að ná jafnvægi á kerfið/ kroppinn, hreinsa út mjólkursýru og almenna þreytu í vöðvum. Dæmi: Þú hleypur 5 km á 165-175 púls í dag, þá er bæði mjög mikilvægt að taka

gott og rólegt niðurskokk/göngu eftir slíka æfingu og hafa næstu æfingu á lágum púls (120-135) og ná líkamlegri ró. 4. Settu þér markmið: Markmið geta verið eins mörg og þau eru mismunandi. Ég legg til að þú setjir þér mjög raunhæft markmið sem þú getur náð með nokkuri vissu. Dæmi gæti verið að hlaupa 10 km í Puffin Run þar sem þú ræður nokkuð vel við 5-6 km í dag. Það er fínn tími til stefnu og 10 km ættir þú að gera höndlað vel þegar kemur að hlaupi. 5. Liðleikavinna og styrktarþjálfun með hlaupum: Þegar við stundum nokkuð einhæfa hreyfingu (já hlaup er frekar einhæf hreyfing á móts við aðrar íþróttir á borð við körfubolta, tennis og fleiri íþróttir). Íþróttir þar sem þú notar


hendur jafnt sem fætur og vinnur að því að hreyfa líkamann fjölbreytt. Þegar við hreyfum okkur meira og minna alltaf með sömu hreyfingum dag eftir dag verða ýmsir vöðvar og liðbönd fyrir ójafnvægi sem við þurfum að huga að (líkt og að vinna allan daginn í sitjandi stöðu). Það er því mjög mikilvægt að stunda einhverskonar styrktarþjálfun og liðleikavinnu til að þjálfa aðra mikilvæga vöðva og liðbönd í líkamanum sem við notum í hlaupum jafnt sem okkar daglegu rútínu.

að sjá árangurinn strax og setja sér háleit markmið í stað þess að vinna lengi að hlutunum. Ef við yfirfærum uppbyggingu í hlaupum yfir í það að byggja hús þá vitum við að hús reysist ekki á einum degi. Það þarf að huga að ýmsum þáttum og það tekur allt sinn tíma. Þegar húsið er svo klárt þá geturðu alltaf bætt við húsið og stækkað það, sama á við um hlaupin. Í dag hleyp ég maraþon án undirbúnings, en ég er búinn að vinna lengi í mínu húsi og þekki það inn og út.

erfiðisins samhliða æfingum. Hlauptu á tíma og reyndu að bæta hann seinna, taktu brekkuspretti, reyndu að hlaupa rólega 30 min undir 130 í púls og endurtaktu það svo seinna þar sem markmiðið er að hlaupa aðeins hraðar þessar 30 mín en áfram undir 130 í púls. Þjálfun þarf að vera fjölbreytt til að búa til skemmtanagildi, þú stjórnar alltaf hversu skemmtilegir hlutirnir eru. Þegar ég er gjörsamlega búin á því í Ultrahlaupi reyni ég að horfa á allt hið jákvæða í mínu lífi og brosa í gegnum tárin ;).

6. Horfðu rétt á líkamlega uppbyggingu í hreyfingu: Það eru eflaust allir sammála um það að það er mun skemmtilegara

7. Fjölbreytt, líf og fjör: Hlaup líkt og aðrar íþróttir eru vænlegastar til árangurs þegar þér þykir gaman og sérð árangur

UltraForm bíður uppá fjölbreytta hlaupaþjálfun jafnt sem styrktaræfingar í rækt og heima fyrir.

EYJASKOKK AÐ HEFJA ÆFINGAR Á NÝ - VERTU MEÐ!

Heyrst hefur að mikill áhugi sé á að byrja aftur með hlaupaæfingarnar hjá Eyjaskokk. Garðar Heiðar sem hefur haldið utan um þessar frábæru æfingar er að kanna áhuga fólks með könnun inn á facebookhópnum Eyjaskokk. Þar er hægt að skrá sig inn og gefa sitt atkvæði um hvernig hentar best að byrja. En áætlun er að byrja sem fyrst og hlaupa saman yfir sumarið og jafnvel lengur. Garðar hefur rekist á marga sem hafa óskað eftir æfingum og lætur því vaða hér inn á Eyjaskokk og kannar ykkar áhuga.

Hugmyndin er að vera með æfingar á þriðjudögum og fimmtudögum um 17:00. Garðar reiknar með að hver æfing taki um eina klukkustund. Einnig var hugmyndin að byrja æfingar mjög fljótlega ef áhugi er fyrir því. Eyjaskokk hvetur ykkur sem hafið áhuga á að byrja að hlaupa eða þið sem eruð að hlaupa til að kíkja inn á síðuna okkar og vera með. Það er rosalega gaman að hlaupa saman. Æfingarnar eru alltaf settar upp þannig að hver og einn hleypur á sínum hraða og enginn finnur fyrir

því að hlaupa hægar eða hraðar. Ef þú ert byrjandi þá ferðu einfaldlega bara einum eða tveimur hringjum minna enn þeir sem fara örlítið hraðar. Að hlaupa snýst fyrst og fremst um keppni við sjálfan sig og gera betur í dag enn í gær. Hlökkum til að sjá ykkur hlaupaæfingu sem allra fyrst. Kveðja stjórnendur Eyjaskokks

á


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

PARKET FARIÐ ÓVÆNT FLOT ELDHÚSINNRÉTTING KEMUR EFTIR

FRESTUN TVÆR VIKUR


VESTMANNAEYJAR – MANNLÍF OG SAGA, ER NÝT T HLAÐVARP Í EYJUM!

Nýtt hlaðvarp/podcast er að fara í loftið, fimmtudaginn 4. mars. Það eru þau Alma Eðvaldsdóttir, Hinrik Ingi Ásgrímsson og Snorri Rúnarsson sem standa á bakvið hlaðvarpið. Það er byggt upp á viðtali við fólk sem tengist Eyjum á einn eða annan hátt. Rætt er við fólk um líf þeirra og störf. Eftir viðtalið, er síðan smá sögubrot úr Eyjum sem starfsfólk Bókasafns Vestmannaeyja er búið að taka saman. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi. Hlaðvarpið verður aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Einnig er hlaðvarpið á samfélagsmiðlunum Facebook, Instagram og Twitter.

Voru öll með sömu hugmyndina Hugmyndin að hlaðvarpinu kom eiginlega bara upp úr þurru hjá Ölmu og bað hún þá Hinrik og Snorra að hjálpa sér að koma því í framkvæmd, tæknilega séð. Tímasetningin var svolítið fyndin því að Hinrik og Snorri höfðu einnig svipaða hugmynd sem þeir voru að pæla í og ætluðu að biðja Ölmu að vera með sér í henni. Þannig að þetta er eitthvað sem hefur greinilega átt að eiga sér stað. Alma sér um að vera spyrill þáttanna og strákarnir sjá um tæknihliðina, en saman sjá þau um að klippa og setja þættina saman fyrir hlustun. Nú þegar eru þau komin með nokkur viðtöl. Auðvelt hefur verið að fá fólk til að taka þátt í viðtölum og allir

sem við höfum rætt við eru mjög áhugasamir um hugmyndina. Við erum nú þegar búin að taka nokkur viðtöl sem við eigum síðan eftir að vinna fyrir hlustun og sjáum við fram á að þetta verði nú eitthvað sem kemur til með að verða langlíft, ef áhuginn verður fyrir hendi hjá hlustendum. Við fáum að taka viðtölin upp í fundarsalnum á Hótel Vestmannaeyjum og þökkum við Öddu og Magga kærlega fyrir að opna salinn fyrir okkur. Núna bíðum við bara spennt eftir að setja fyrsta þáttinn í loftið og vonum að viðtökurnar verði góðar.


FISKUR Í RJÓMASÓSU & TIRAMISU - Uppskrift vikunnar -

Fiskur í rjómasósu: Hráefni: 800 gr fiskur 1/2- 1 bolli hveiti 1/2 tsk nýmalaður pipar 1 tsk salt 2-3 mtsk góð olía og góð klípa af smjöri 1 tsk karrý 1 bolli púrrulaukur eða vorlaukur, saxaður frekar smátt 1/2 box sveppir 1/2 l. rjómi Aðferð: Hveiti kryddað með salti og pipar, fisknum velt uppúr hveitinu. Hita pönnu með olíu og smjöri, ekki of háan hita. Steikja fiskinn og þegar honum er snúið við, stráið karrýinu yfir og bætir öllum lauk og sveppum við. Hristið pönnuna til að laukurinn og sveppirnir fari í

fituna. Látið krauma í smástund og hellið rjómanum yfir, látið malla í 3-4 mín. Berið fram með salati og hrísgrjónum. Toblerone Tiramisu Hráefni: 6 eggjarauður 2,5 dl sykur 1 vanillustöng 2 dósir mascarpone ostur 5 dl rjómi 1 bolli (2,5 dl) sterkt kaffi 4 msk amaretto líkjör 2 pakkar fingurkökur (lady fingers) 2 toblerone Hreint kakó Aðferð: Hellið upp á sterkt kaffi, setjið það í skál ásamt líkjör og leyfið að kólna. Þeytið rjómann og setjið til hliðar. Setjið 6 eggjarauður í skál

ásamt sykrinum og kornunum úr vanillustönginni. Setjið skálina yfir sjóðandi vatn og þeytið með písk í um 10 mínútur þar til eggjablandan er aðeins ljósari. Takið hana svo af hitanum og þeytið áfram með hrærivél eða handþeytara þar til eggin þykkna og verða ljós. Hrærið þá mjúkum mascarpone ostinum samanvið með þeytaranum. Bætið þeyttum rjómanum saman við með sleikju. Dýfið fingurkökunum örstutt ofan í kaffiblönduna og raðið í form þar til kökurnar þekja botninn. Hellið helmingnum af eggjarjómanum yfir og raðið svo fleiri fingurkökum og hellið restinni af rjómablöndunni yfir allt saman. Saxið tobleronið smátt, dreifið yfir og stráið svo kakóinu yfir gegnum sigti. Látið bíða í ísskáp í minnst 8 klst. Þetta geymist svo vel í 3-4 daga í ísskáp.


VIÐ LEITUM AÐ VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU GÓÐU FÓLKI FÓLKI Kubburóskar óskar eftir viðvið Kubbur starfsfólki Kubbur óskareftir eftirstarfsfólki starfsfólki sorphirðu og vinnu í móttökustöð í móttökustöð og skráningar frá sorphirðu og vinnu í móttökustöð í Vestmannaeyjum fyrirtækjum í Vestmannaeyjum. í Vestmannaeyjum VIÐ LEITUM AÐ

Á AÐ SKORA Á FÉLAGANA?

GÓÐU Umsóknir sendist áFÓLKI kubbur@kubbur.is Umsóknir sendist á frikki@kubbur.is Nánari upplýsingar í síma 456-4166 Umsóknir sendist á kubbur@kubbur.is Nánari upplýsingar í síma: 853-6667 Nánari upplýsingar í síma 456-4166

Kubbur óskar eftir starfsfólki við Kubbur ehf. er endurvinnslufyrirtæki með sorphirðu og vinnu í móttökustöð starfssemi á Ísafirði, í Vestmannaeyjum, í Vestmannaeyjum Kubbur ehf. er endurvinnslufyrirtæki með Hafnarfirði, Bolungarvík og Ölfusi.

starfssemi á Ísafirði, Umsóknir sendist íá Vestmannaeyjum, kubbur@kubbur.is Nánari upplýsingar í síma Hafnarfirði, Bolungarvík og 456-4166 Ölfusi.

Kubbur ehf. er endurvinnslufyrirtæki með starfssemi á Ísafirði, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Bolungarvík og Ölfusi. Viðkomandi þarf að geta talað íslensku.

OPIÐ ALLA DAGA 16:00 - 22:00 PÍLUKAST | BILLIARD

AÐALFUNDUR Kæru félagar Aðalfundur Ferðamálasamtakanna verður

ÞRIÐJUDAGINN 9. MARS KL. 17:00 Í AKÓGES. Takið því daginn frá.

Léttar veitingar verða í boði. Til stóð að halda árshátíð en vegna covid þá verður hún að bíða til seinni tíma. Hlökkum til að sjá ykkur öll og fara yfir árið með ykkur. Endilega gefið ykkur tíma að stoppa aðeins í spjall.

Tannlæknar 9. - 12. mars Hjalti Þórðarsson

DAGSKRÁ FUNDAR: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar lagðir fram til samþykktar 3. Kosning stjórnar 4. Lagabreyting 5. Kosning félagslegra skoðunarmanna 6. Ákveðin fjárhæð árgjalda fyrir næsta starfsár 7. Fjárhags- og starfsáætlun lögð fram til samþykktar 8.Önnur mál

Stjórn Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja


Hringdu – við aðstoðum Þeim sem hafa fengið aðstoð við framtalsskil í afgreiðslum Skattsins er bent á að hægt er að panta símtal á vefsíðu okkar www.skatturinn.is og við hringjum í þig! Saman getum við þá skilað skattframtalinu þínu.

Símaþjónusta í 442-1414 Starfsfólk Skattsins veitir þjónustu virka daga frá kl. 09:00 til 15:30 í síma 442-1414 á meðan á framtalsfresti stendur. Vegna sóttvarnarráðstafana verður ekki unnt að veita aðstoð við gerð skattframtala á starfsstöðvum Skattsins. Viðskiptavinir eru eindregið hvattir til að nýta sér þær rafrænu lausnir sem boðið er upp á um hvernig má afgreiða sig sjálfur, senda tölvupóst eða hringja frekar en að koma á staðinn.

Skilafrestur er til 12. mars framtal@skatturinn.is

442 1414

Profile for Leturstofan

Tígull 07.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 07.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...