__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

43. tbl. 02. รกrg. 16. - 31. desember 2020

Gleรฐileg Jรณl

& farsรฆlt komandi รกr!


Jólakveðja Tíguls Kæru lesendur Tíguls. Þetta furðulega ár er nú á enda. Árið 2020 hefur heldur betur skrifað sig í sögubækurnar. Það hefur verið mikil áskorun fyrir okkur á litlum fjölmiðli að halda vel á spilunum svo allt gangi upp og klárlega gekk ekki alltaf allt upp. Það var oft snúið að finna fréttir og viðburði þegar einmitt ekkert er um að vera líkt og var þegar Covid gekk sem mest yfir Eyjuna. Og við sem gerðum okkur út fyrir að vera mest í viðburðum.

TÍGULL

Líkt og þríeykið okkar þá höfum við tekið viku í einu og metið stöðuna hverju sinni með okkar útgáfu, og oft með hnút í maga hvort endar náist saman. En við erum virkilega reynslunni ríkari eftir þetta skrýtna ár. Þakklæti er efst í huga þegar þetta er skrifað í lok árs. Án ykkar lesenda værum við ekki að puða þetta, ykkar hvatning hefur fleytt okkur áfram. Þökkum við fyrir þann stuðning sem þið gáfuð okkur. Við erum stoltar af stærsta blaði Tíguls til þessa sem er alls fimmtíu

og tvær blaðsíður. Við vonum að þið njótið vel bæði blaðsins og hátíðanna framundan. Óskum öllum Vestmannaeyingum nær og fjær gleðilegra jóla og kærleiksríks komandi árs. Jóla - og nýárskveðja Kata Laufey & Lind.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Við sendum Vestmannaeyingum nær og fjær bestu óskir um

gleðileg Jól

og farsælt komandi ár með þökk fyrir það liðna.


HUGVEKJA FRÁ GUÐNA

Kæru vinir og samferðafólk. Það er með þakklæti sem ég skrifa ykkur þessa hugleiðingu og rifja það upp hvað englarnir sögðu við hirðana á Betlehemsvöllum og sungu ,,Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum“ (úr Jólaguðspjalli Lúkasar í Biblíunni). Í orðum englanna er svo mikil von, gleði og friður að það er eftirsóknarvert fyrir alla menn að skilja hvað þeir sögðu og hver er á bak við það allt saman. Í gegnum árin hef ég svo oft fengið að upplifa raunveruleika þessarra orða. Það er gaman að hugsa aftur til æskuáranna hvernig jólin fylltu mann spenningi og tilhlökkun á svo marga vegu.

Ég á ljúfa minningu úr æsku, þegar eitt sinn rétt fyrir jólin, var bankað á dyrnar á æskuheimili mínu, Hól. Úti fyrir stóð maður og spurði eftir foreldrunum. Mamma kom og maðurinn spurði hvort við værum ekki með rosalega stórt jólatré því hann væri með svo stóran pakka. Heimilið var stórt, marga munna að metta og mikið að gera í undirúningi jólanna en það var einn hængur á, það var bara einn ísskápur og ekki of stór sem hafði lítið frystihólf svo það var erfitt að geyma mikinn mat. Þar sem fjárráð voru takmörkuð eins og kemur fyrir á stórum heimilum, var fátt til ráða. Á Þessum tíma var það orðin viðtekin venja á Hól að biðja Guð um hjálp og opna leið þegar við

vissum ekki hvernig ætti að leysa málin. En aftur að manninum sem stóð úti við dyrnar. Hann sagði svo ,, ég er nefnilega með svo rosalega stóran pakka“, við urðum mjög spennt og litum niður á götu. Út úr bílnum var dreginn þessi rosalega stóri kassi og þegar hann var kominn inn á gólf góndum við öll á hann og spurðum mömmu, frá hverjum er hann? ,,Ég veit það ekki“ svaraði hún. Einmitt í því kom pabbi inn úr bakdyrunum svo hann fékk óskipta athygli fjórtán augna, og jafnvel kattarins líka, allir spurðu ,,varst þú að kaupa þetta?“ Haaa?, pabbi var ein augu og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, því að á miðju gólfinu stóð splunkuný fjögurhundruð lítra frystikista. Mamma stóð agndofa með tárin í augunum og við krakkarnir hlógum og dönsuðum af gleði yfir þessari miklu gjöf sem enginn vissi hver gaf og ég hef ekki enn hugmynd um. Charles Spurgeon sagði eitt sinn ,,Ekki reyna að halda jól án þess að vilja öllum mönnum vel“. Með heilshugar undirtektum við þessi orð óska ég ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Guðni Hjálmarsson Forstöðumaður Hvítasunnukirkjunnar.

Við óskum viðskiptavinum og Eyjamönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Garðavegi 15 / 481 1216


Gleðilega hátíð

Landsbankinn

landsbankinn.is

410 4000


BÖRNIN SVARA Börn eru svo yndisleg og hreinskilin og segja nákvæmlega það sem þeim finnst. Það er alltaf gaman að fá þessa gorma í spjall. Við fengum nokkur börn til að svara nokkrum spurningum.

Emilía Ósk Hvað ertu gömul? 5 ára

Hvað viltu í jólagjöf? Frozen perl

Foreldrar: Rakel, Árni, Kamil, Lára

Hvar á jólasveinninn heima? Upp í fjöllunum

Af hverju elskarðu mömmu? Af því að hún er best.

Hvað er covid? Ég veit það ekki... jú covid19.. ég veit hvað það er en ætla ekki að segja það.

Af hverju elskarðu pabba? Af því að hann er bestur. Af hverju elskarðu ömmu? Af því að hún er best. Af hverju elskarðu afa? Af því að hann er bestur.

Emil Aron Hvað ertu gamall? Þriggja ára… nei 4 ára ég er nýbúinn að eiga afmæli.

Ernu og það er svo gaman að gista hjá henni.

Foreldrar: Sara Sjöfn Grettisdóttir og Bergur Páll Gylfason.

Af hverju elskarðu afa? Af því að þeir gera allt sem ég vil.

Af hverju elskarðu mömmu? Af því hún er góð og best og sæt.

Hvað viltu í jólagjöf? Ég er ekki viss…..

Af hverju elskarðu pabba? Af því hann hjálpar mér alltaf…. Að búa til svona pyramidda og turn.

Hvað eru jólasveinarnir margir? Tuttugu

Af hverju elskarðu ömmu? Amma Hrönn er svo góð að prjóna á mig peysu og svoleiðis og svo förum við saman í sund. Svo á ég Ömmu

Hver er uppáhalds jólasveinninn þinn? Stúfur! Í hverju ertu bestur? Bara vera bestur.

Í hverju ertu best? Að perla, lita, búa til jólakort, gefa jólagjafir og mála jólapappír.


Hรกtรญรฐarkveรฐja

  

          


SIGNÝ ER UNG OG EFNILEG LISTAKONA

Listaverkið “Blóm úr ösku” keypti Páll Magnússon.

Signý er ung og efnileg listakona. Hún tók þátt í listasýningu hjá Listafélagi Vestmannaeyja í Hvíta húsinu bæði í sumar og í september þar sem þemað var Lundinn. Hún fær innblástur helst af netinu eða bíómyndum. Signý er nýbúin að gera stórt listaverk á vegginn í herberginu sínu og fékk Tígull aðeins að forvitnast meira um ungu listakonuna. Nafn og aldur: Signý Geirsdóttir 13 ára. Hvað ertu búin að teikna lengi? Hef alltaf teiknað en hef aldrei verið eins áhugasöm og núna. Hvað finnst þér skemmtilegast að teikna/mála? Ég hef ekki hugmynd, alls konar eiginlega.

Hvernig færðu hugmyndir um hvað þú átt að teikna/mála? Helst á netinu og frá öðrum listamönnum. Stundum fæ ég innblástur úr bíómyndum. Hvað er uppáhalds listaverkið þitt? Málverk og myndverk heilla mig en ég á ekkert uppáhalds. Við sáum á netinu að þú varst að mála vegg í herberginu þínu. Viltu segja okkur frá ferlinu? Ég sá þetta á netinu og fannst formin áhugaverð. Þegar ég fékk svo stærra herbergi og fannst spennandi að fá að ráða hvernig herbergið yrði málað og fannst upplagt að prófa. Ég valdi litina, fjóra bláa liti og keypti málningarprufur frá Flugger, bjó til formin með málningarlímbandi og kláraði nokkrar þannig rúllur. Ég taldi formin og þurfti að reikna hvað

það yrðu sirka mörg af hverjum lit. Að því loknu byrjaði ég að mála einn lit í einu í formin. Foreldrar mínir hjálpuðu svo, til að flýta fyrir og þegar ég var búin að mála seinni umferðina og málningin orðin snertiþurr tók ég límbandið af. Ég er svo búin að vera undanfarna daga að laga línurnar, þar sem límið hélt ekki alveg alls staðar. Ertu að fylgjast með öðrum að teikna á netinu? Já, mjög mikið. T.d. á youtube og tik tok og þaðan fæ ég innblástur og kemur mér í stuð til að teikna eða mála.


Gleðileg Jól Vinnslustöðin óskar starfsmönnum sínum til lands og sjávar, Vestmannaeyingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla með ósk um farsæld, frið og gæfu á nýju ári.

Vinnslustöðin hf

hafnargata 2

900 Vestmannaeyjar

vsv@vsv.is

www.vsv.is


HEFUR SÉÐ UM AÐ TENJGA LJÓSIN Í KIRKJUGARÐINUM SÍÐAN 1974 Hvernig kom það til að þú fórst í þetta? Það var Halldór Bjarni frændi minn sem var með þetta fyrir gos og ég tók svo við af honum eftir gos. Hvað þarftu langan tíma fyrir jól til að allt sé orðið tengt á réttum tíma? Við þurfum um 7 vikur svo að allt verði tilbúið fyrir jól. Ertu einn í þessu? Nei ég er ekki einn í þessu, Steingrímur Svavarsson er með mér í þessu og hefur hann verið með mér síðan 1976. Sveinn Bernódus Sveinsson eða Svenni eins og flestir þekkja hann hefur lengi séð um að tengja jólaljósin í kirkjugarðinum fyrir jólin. Laugardaginn 5. desember var svo kveikt á þeim. Hvenær byrjaðir þú að sjá um að tengja ljósin? Árið 1974 byrjaði ég að tengja ljósin í kirkjugarðinum.

Gleðileg jól

Hefur eitthvað óvænt komið upp á í gegnum öll þessi ár? Já, fyrir svona fjórum árum fór stofninn fyrir garðinn á gamlársdag og tók það um 4 tíma að laga það svo að það yrði ekki ljóslaust í garðinum á áramót. Fyrir þau sem eiga eftir að koma krossum upp í garð, er það orðið of seint eða hvað er allra síðasta

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

dagsetning að koma með krossa í garðinn? Nei, það er aldrei of seint að koma með krossinn upp í garð fyrir jól. Hvað stefnir þú á að sinna þessu lengi / mörg ár í viðbót? Þar sem ég hef gert þetta í 46 ár stefni ég að ná allavega 50 árum. Ertu með einhverja krossa aflögu sem þú getur boðið fólki að nýta? Já við eigum auka krossa til að lána fólki ef það er í vandræðum með krossa. Áttu einhverja skemmtilega sögu tengt þessu handa okkur? Eitt sinn kom til okkar maður og bað um tengingu á krossinn sem hann var með. Við tókum við krossinum og settum hann á það leiði sem að við héldum að væri rétt en næsta dag kom það í ljós að við höfðum sett krossinn á vitlaust leiði, en því var reddað snarlega.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


OPNUNARTÍMAR UM HÁTÍÐIRNAR

Fimmtudagur

17. desember

11-18

Laugardagur

26. desember

Lokað

Föstudagur

18. desember

11-19

Sunnudagur

27. desember

Lokað

Laugardagur

19. desember

11-16

Mánudagur

28. desember

11-18

Sunnudagur

20. desember

Lokað

Þriðjudagur

29. desember

11-18

Mánudagur

21. desember

11-18

Miðvikudagur

30. desember

11-19

Þriðjudagur

22. desember

11-18

Fimmtudagur

31. desember

10-13

Miðvikudagur

23. desember

11-19

Föstudagur

1. janúar

Lokað

Fimmtudagur

24. desember

10-13

Laugardagur

2. janúar

11-16

Föstudagur

25. desember

Lokað

Nánari upplýsingar um opnunartíma er að finna á vinbudin.is MUNUM EFTIR

GRÍMUNUM

Við minnum á að áfengiskaupaaldurinn á Íslandi er 20 ár og biðjum fólk að hafa skilríki meðferðis.

ENNEMM / SÍA

Vínbúðin Vestmannaeyjum


15 %

Nú getur þú fengið Balmain vörurnar í Hárhúsinu! Hárbusti að verðmæti 4.900 kr. fylgir með járni eða blásara sem kosta 19.900 kr.

Kynningarafsláttur til 22. desember

VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Í DESEMBER Glæsilegar gjafir í jólapakkana fyrir alla fjölskylduna. Hlökkum til að sjá ykkur.

20. desember kl. 11–16

Annar í jólum 26. desember LOKAÐ

Nýársdagur 1. janúar LOKAÐ

23. desember kl. 9–20

27. desember LOKAÐ

2. janúar kl. 11–15

Aðfangadagur 24. desember kl. 9–12

28. desember kl. 10–18

3. janúar LOKAÐ

Jóladagur 25. desember LOKAÐ

Gamlársdagur 31. desember kl. 9–12

4. janúar kl. 10–18

Apótekarinn Vestmannaeyjum Vesturvegur 5 S: 481 3900

- lægra verð


Starf ráðgjafa hjá skólaþjónustu Vestmannaeyja 50% Laust er til umsóknar nýtt starf ráðgjafa hjá skólaþjónustu Vestmannaeyja. Ráðgjafinn starfar í þverfaglegu samstarfi við kennsluráðgjafa, sérkennsluráðgjafa, sálfræðing, fræðslufulltrúa, umsjónarþroskaþjálfa, starfsfólk leik- og grunnskóla, velferðarþjónustu og aðra sérfræðinga. Um er að ræða ráðgjafarstarf þar sem áhersla er lögð á stuðning við nemendur með sérþarfir, fjölskyldur þeirra og ráðgjöf til stofnana á fræðslusviði.

Helstu verkefni

Menntun og hæfnikröfur

• Tekur þátt í fagteymum og þverfaglegu samstarfi á fjölskyldu- og fræðslusviði.

• Háskólamenntun (BA/BS/B.Ed.) og reynsla sem nýtist í starfi, s.s. á sviði kennslufræða, sálfræði, uppeldis- og menntunarfræða, þroskaþjálfunar eða félagsráðgjafar.

• Veitir ráðgjöf vegna barna í leik- og grunnskóla með ýmiss konar frávik og barna sem eiga í hegðunar-, náms- og/eða félagslegum vanda.

• Reynsla af teymisvinnu og þverfaglegu samstarfi er kostur.

• Er tengiliður nemenda með sérþarfir og situr teymisfundi vegna þeirra í skóla.

• Þekking og reynsla á sviði uppeldis- og hegðunarmótandi aðferða er kostur.

• Sér um fyrirlögn á skimunum, t.d. vegna gruns um röskun á einhverfurófi.

• Þekking og reynsla af vinnu með börnum með einhverfu, ADHD, hegðunar-, náms- og félagslegan vanda.

• Metur stuðningsþörf í leikskólum í samráði við sérkennsluráðgjafa leikskóla. • Skipuleggur SIS mat grunnskólabarna í samráði við fræðslufulltrúa og fylgir niðurstöðum eftir.

• Þekking á CARS skimunartæki vegna gruns um röskun á einhverfurófi er kostur. • Góð skipulagshæfni, frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. • Lipurð í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið.

Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi SÍS og viðkomandi stéttarfélags. Hreint sakavottorð er skilyrði. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn á netfangið drifagunn@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilskrá og að auki kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni í starfið og ástæðu umsóknar. Allir áhugasamir eru hvattir til að sækja um starfið óháð kyni og uppruna. Gert er ráð fyrir að viðkomandi hefji störf í janúar 2021. Starfshlutfall er 50%

Umsóknarfrestur er til og með 29. desember 2020. Nánari upplýsingar veitir Drífa Gunnarsdóttir, fræðslufulltrúi - drifagunn@vestmannaeyjar.is – 488 2000


AFMÆLISTILBOÐ Í tilefni 1 árs afmælis okkar verðum við með tilboð nk. laugardag & sunnudag. Fylgist með á facebook! Við þökkum fyrir frábærar viðtökur á okkar fyrsta ári. Við sendum ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

/vigtin

/vigtinbakhus

Vigtin Bakhús

OPNUNARTÍMAR YFIR JÓL OG ÁRAMÓT 24. des: 11:00 - 15:00 25. des: Lokað 26. des: Lokað 27. des: 12:00 - 14:00 28. des: 12:00 - 19:00 29. des: 12:00 - 19:00

28 tegundir af hágæða Oplus vökvum. Endura T18 II 7.990 kr.

Mikið úrval af gosi & orkudrykkjum Mikið og gott úrval af rafrettum, alltaf nýjasta nýtt!

Nikótín púðar, mikið úrval. verð frá 790 kr. 11 dósin frí.

30. des: 12:00 - 19:00 31. des: 11:00 - 15:00 Nikotínfrítt

1. jan: Lokað djakninnvest

2. jan: 14:00 - 18:00

• Caliburn G kit 6 litir 5.900 kr. Koko Prime kit 8 litir 6.490 kr.

VA PE

SHO

P


Við sendum Vestmannaeyingum okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár


Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Sjómannadagsráð

Gleðileg jól

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

PÓLEY

Gleðileg jól

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Hlýja Tannlæknastofan

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


VORU 21 ÁRS ÞEGAR ÞÆR ÁKVÁÐU AÐ STOFNA SAMAN FYRIRTÆKI

Bekkjarsysturnar Guðrún og Jóhanna María eiga saman fyrirtækið Bókhald og aðrar lausnir og hófu samstarf síðastliðið sumar. „Við vorum saman í bekk hjá Þórarni kennara frá 7 ára til 13 ára. ÞM bekkurinn var mjög samheldinn og eins árgangurinn líka. Við hittumst t.d. alltaf aðfararnótt mánudagsins á miðri brúnni á hverri þjóðhátið,“ segja þær. Guðrún er fædd og uppalin í Eyjum, dóttir Axels Ó. og Döddu skó í Skóbúðinni. Guðrún er viðurkenndur bókari frá Háskólanum í Reykjavík einnig með diplóma í fjármálum og rekstri frá Endurmenntun HÍ. Jóhanna María flutti til Eyja eftir gos og er dóttir Barböru í Sparisjóðnum og Pálma í Geisla. Jóhanna María er viðskiptafræðingur, með MBA, Master í alþjóðlegum fjármálum og bankarekstri og Master í reikningshaldi og endurskoðun. „Skemmtilegt að segja frá því að þegar við vorum 21 árs ákváðum við að stofna saman fyrirtæki. Núna,

örfáum árum seinna, þroskaðri og reynslunni ríkari komum við saman og rekum fyrirtækið Bókhald og aðrar lausnir. Það er eins og undirmeðvitundin hafi leitt okkur áfram og leitt okkur svo saman. Sú reynsla sem við höfum aflað okkur á síðustu árum kemur sér vel og smellpassar við þær áherslur sem við leggjum á í þjónustu okkar. Vorum tvær í sumar og erum orðin fjögur núna og erum að vinna að því að bæta við einum starfsmanni, jafnvel tveim. Eftir að hafa skannað innlenda markaðinn ákváðum við að gerast endursöluog þjónustuaðilar Uniconta, en það kerfi varð fyrir valinu vegna þess hve auðvelt er að ná fram upplýsingum úr kerfinu. Einnig eru bókararnir okkar mun fljótari að vinna á það. Kerfið er mjög einfalt en það býður upp á að útbúa og hanna sérsniðnar skýrslur, t.d. tímaskýrslur eða reikninga að þörfum hvers og eins.“

Hvað gerir ykkur sértaka, er bókhald ekki bara bókhald? „Bókhald getur verið bara bókhald en þegar þú ert með kerfi í höndunum sem er svo vel hannað að hægt er að fá allt út úr því og lesa nánast allt inn í það breytist allt. Við leggjum áherslu á að veita góða þjónustu lesa vel reksturinn og hvað hann þarf. Við auðveldum viðskiptavininum að fá allt sem hann þarf með einum takka. Það þýðir að við pössum upp á að allt sé fært sem næst rauntíma svo upplýsingarnar séu nákvæmar og hægt að nýta við ákvarðanatöku. Við leggjum mikla áherslu á umhverfisvænt bókhald. Það tilheyrir fortíðinni að viðskiptavinurinn mæti til okkar með möppur, sumir komu með bókhaldið í plastpoka. Hjá okkur eru engar geymslur fyrir bókhaldsmöppur. Ef við miðum þetta við gamla tíma þegar reikningar voru prentaðir út, settir í póst, afhentir í póstkassann hjá viðtakanda sem þurfti þá að opna póstkassann, taka við umslaginu, slá inn upplýsingarnar,


#PITSUGERDIN /PÍTSUGERÐIN Wood burning oven &

T

SEN

T

SEN

TILBOÐ 1 G - special, pepperoní pítsa & hvítlauksbrauð

TT

pítsa með 3 áleggstegundum nutella gott & 2 L gos

TT

pítsa með 3 áleggstegundum val um hvítlauksbrauð, margaritu eða brauðstangir & 0.5 L gos

3.790 kr.

5.190 kr.

TT

TILBOÐ 2

tværi pítsur með 2 áleggstegundum, val um margaritu, hvítlauksbrauð eða brauðstangir & 2 L Gos

5.190 kr.

TILBOÐ 3 tvær pítsur með 3 áleggstegundum val um hvítlauks eða brauðstangir

3.790 kr.

TILBOÐ 1

T

SEN

TILBOÐ 2

4.990 kr.

pantanir í síma: 551 0055

beer from local brewery

TILBOÐ 3 G - special, sparibrauðstangir & 2 L gos

4.290 kr. Opnun yfir jól og áramót: 16.12 17:30 - 20:30 17.12 17:30 - 20:30 18.12 17:30 - 20:30 19.12 17:30 - 20:30 20.12 17:30 - 20:30 23.12 17:30 - 20:30 24.12 LOKAÐ 25.12 LOKAÐ 26.12 LOKAÐ 27.12 17:30 - 20:30 28.12 LOKAÐ 29.12 LOKAÐ 30.12 17:30- 20:30 31.12 LOKAÐ 01.01 LOKAÐ 02.01 LOKAÐ


merkja reikninginn, gata hann, setja hann í möppu og geyma möppuna í sjö ár. Allt það ferli er nánast úr sögunni, þetta er gríðarlegur vinnuog tímasparnaður. Allt rafrænt Reikningar eru sendir rafrænt inn í kerfið og alltaf hægt að kalla þá fram og skoða. Ef viðskiptavinir senda alla reikninga jafnóðum í kerfið þá er VSK uppgjör yfirleitt tilbúið tveimur til fjórum vikum fyrir greiðsludag. Kerfið er með netfang sem hægt er að senda reikninga í og geta lánadrottnar líka sent beint inn í kerfið. Kerfinu fylgir líka app þar sem viðkomandi getur tekið mynd af kvittun og sent í kerfið, en hann geymir svo kvittunina hjá sér, hún þarf ekki að koma til okkar. Það er líka hægt að útbúa reikning í appinu og senda til viðskiptavina. Mjög hentugt, t.d fyrir verktaka. Einnig er boðið upp á ljóslestur, sendingu og móttöku rafrænna reikninga. Við að sjálfvirknivæða ferlana þá er kerfið ekki einungis orðið rafrænt heldur líka stafrænt. Viðskipavinurinn velur kerfið Við leggjum áherslu á að kenna notendum á kerfið, kennum að nýta það. Kennum einnig bókhald fyrir þá sem vilja læra að halda utan um reksturinn sjálfir. Höfum reynslu af greiningarvinnu og komum við mjög sterkar inn við að aðstoða viðskiptavini við að nýta upplýsingar í rekstri. Kerfið er ódýrt í rekstri, sumir viðskiptavinir okkar fá okkur til að sjá

Gleðileg jól

um allt fyrir sig meðan aðrir fá okkur í að gera ársuppgjör og skattframtöl. Bókararnir okkar vinna ekki einungis á Uniconta heldur líka á DK, Reglu, Payday, Nav, Ax, við leggjum áherslu á það að það er viðskiptavinurinn sem velur kerfið ekki bókarinn. Við bjóðum upp á hefðbundna þjónustu eins og flestar bókhaldsstofur. Bjóðum einnig upp á rekstrarráðgjöf, leigjum út fjármálastjóra, innri endurskoðanda og fleira. Vinnum einnig í að greina rafræna viðskiptaferla með kerfi sem heitir Minit. Aðstoðum fyrirtæki við að koma upp hjá sér áhættu-, fylgni og innri endurskoðunarkerfi frá Galvanize. Sú vinna er í samstarfi Bizcon, sem er danskt ráðgjafafyrirtæki.

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Þrátt fyrir að við séum nýbyrjaðar er þetta farið að spyrjast út og fáum oft að heyra; „ekki vissi ég að það væri hægt að fá alla þessa þjónustu á einum stað“. Við erum núna staðsettar í Hlíðarsmára 14 en vorum beðnar um að koma með fyrirtækið okkar í Grósku með Fjártæknaklassanum, þeir heyrðu af okkur og fannst okkar félag smellpassa þarna inn. Eru þið með með Eyjafólk í viðskiptum? Já. Við erum með nokkra, viljum fá sem flesta þaðan. Í dag skiptir ekki máli hvar bókarinn er. Við erum með smá aðstöðu í Eyjum ef fólk vill hitta okkur. Við höldum alltaf tryggð við Vestmannaeyjar, að sjálfsögðu er okkar viðskiptabanki í Eyjum, þar fáum við bestu þjónustuna hjá Viggu í Íslandsbanka,“ segja þær Guðrún og Jóhanna María að endingu.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


Jólaseðill Forréttir

Hunangsgljáð andabringa með appelsínusoðsósu & saltbökuðum rauðrófum.

Aðalréttur

Stökk purusteik með fennel salsa & púrtvínssósu.

Meðlæti Sykurbrúnaðar kartöflur Sætkartöflumousse með döðlum Heimagert rauðkál Epla Waldorf salat

Eftirréttur Súkkulaði sherry trifle með bökuðu nougat kexi, mandarínusalsa & créme patissiere. Verð: 5.900 kr. GOTT

Bárustíg 11

sími: 481 3060

www.gott.is

/gottrestaurant

/gottrestaurant


Þorláksmessu skatan Munið eftir Eyja-skötunni

Við sendum okkar bestu jóla- og áramótakveðjur Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Við mætum á Eyjuna aftur síðustu vikuna í janúar 25. - 28. janúar.

Hægt að panta í síma: 691-7623

Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar

Frumherji Faxastígur / 570 9231

Ástkær mágur, föðurbróðir, frændi og vinur

RAGNAR JÓHANNESSON

GUÐLAUGUR GRÉTAR BJÖRNSSON

Lést í faðmi fjölskyldu sinnar á dvalarheimilinu Hraunbúðum fimmtudaginn 10.desember. Útförin fer fram frá Landakirkju, laugardaginn 19.desember klukkan 11:00 og verður streymt beint á vef Landakirkju, landakirkja.is. Vegna fjöldatakmarkana verður aðeins nánasta fjölskylda og vinir í útförinni.

Lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum, mánudaginn 7. desember. Útför fer fram frá Landakirkju, föstudaginn 18. desember kl. 13:00. Sérstakar þakkir til starfs- og hjúkrunarfólks á Hraunbúðum og á sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu munu einungis nánustu ættingjar og nánustu vinir verða viðstödd útförina. Athöfninni verður streymt frá vef Landakirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeir sem vilja minnast hans er bent á Hollustuvini Hraunbúða. www.landakirkja.is

Sjómaður frá Vestmannaeyjum

Hólmfríður Sigurðardóttir

Ragnheiður A. Georgsdóttir Linda Kristín Ragnarsdóttir Sigurður Ingi Ragnarsson Ragnar Þór Ragnarsson Zindri Freyr Ragnarsson

Einar Þ. Waldorff Miguel Ribeiro Guðfinna E. Sigurðardóttir Hildur Vattnes Kristjánsd.

Barnabörn og barnabarnabörn

Smiður, frá Gerði

fh. aðstandenda Ólafur Debes Arnfriðsson Árni Gunnar Gunnarsson


MEISTARAKOKKURINN WANG


Til– frábærar hamingju Valgeir Skagfjörð móttökur fyrir þína fyrstu bók – Til hamingju Valgeir Skagfjörð – frábærar móttökur fyrir þína fyrstu bók – Til hamingju Valgeir Skagfjörð – frábærar móttökur fyrir þína fyrstu bók – – frábærar móttökur fyrir þína fyrstu bók –

Ummæli Ég tók allan tilfinningaskalann, þvílíkt Ummæli hugrekki, einlægni og upprisa. Það átak að koma svona fráþvílíkt sér! Ég tókþarf allan tilfinningaskalann, Ummæli hugrekki, einlægni og upprisa. Það þarf átak að koma svona frá sér! Ummæli Ég tók allan tilfinningaskalann, þvílíkt hugrekki, einlægni og upprisa. Það semallan stendur upp úr er æðruleysið, Ég tók tilfinningaskalann, þvílíkt Það þarf átakjákvæðnin, að koma svona frá sér!og bjartsýnin, glaðværnin hugrekki, einlægni og upprisa. dugnaðurinn. Það sem úr svona er æðruleysið, Það þarfstendur átak aðupp koma frá sér! Bókin færjákvæðnin, 5 stjörnur frá mér! bjartsýnin, glaðværnin og dugnaðurinn. Það sem stendur upp úr er æðruleysið, Bókin fær 5 stjörnur frá mér! bjartsýnin, jákvæðnin, glaðværnin og Það sem stendur upp úr er æðruleysið, dugnaðurinn. Gat ekki lagt bókina frá mér. bjartsýnin, jákvæðnin, glaðværnin og Bókin fær 5einlæg stjörnur frá mér! Opinská, og hlý. Þvílíkt líf og dugnaðurinn. lokaekki kaflinn magnaður því hann Gat lagt bókina frá Bókin fær 5 er stjörnur frámér. mér! raðar allrieinlæg bókinni og maður Opinská, og saman hlý. Þvílíkt líf og upplifir skilning og leggur loka kaflinn er magnaður þvíbókina hann frá Gat bókina fráframhald. mér. sér ekki í allri sátt.lagt Með vonsaman um raðar bókinni og maður Opinská, einlæg og hlý. Þvílíkt líf og upplifir skilning og leggur bókina frá Gat ekki lagt bókina frá mér. loka kaflinn er magnaður því hann sér í sátt. Með vonog umhlý. framhald. Opinská, einlæg Þvílíkt líf og raðar allri bókinni saman og maður loka kaflinn er magnaður því hann upplifir skilning og leggur bókina frá Bókin er skrifuð frá spennandi raðar allri bókinniútsaman og maður sér í sátt. Með Hvernig von um framhald. sjónarhorni. við upplifir skilning og leggurerfum bókinaáföll frá og hvernig við von getum losað þau álög. Bókin er skrifuð út frá sér í sátt. Með umspennandi framhald. Sagan spannar allt mannlegt eðli. sjónarhorni. Hvernig við erfum áföll eiga bara allir aðlosað lesa þessa bók. ogÞað hvernig við getum þau álög. Bókin er skrifuð út frá spennandi Sagan spannar allt mannlegt eðli. sjónarhorni. Hvernig við erfum áföll Það eigaerbara allir út að frá lesaspennandi þessa bók. Bókin skrifuð og hvernig við getum losað þau álög. sjónarhorni. Hvernig við erfum áföll Sagan spannar allt mannlegt eðli. og hvernig við getum losað þau álög. Það eiga bara allir að lesa þessa bók. Sagan spannar allt mannlegt eðli. Svo týnist hjartaslóð segir frá Það eiga bara allir að lesa þessa bók. baráttu Betu Reynis við að ná sér eftirtýnist erfið veikindi, gerasegir upp frá líf sitt og Svo hjartaslóð áföll sem hafa orðiðvið á lífsins baráttu Betu Reynis að náleið. sér Saga forfeðra fléttuðgera inn íupp sögulífhennar eftir erfið er veikindi, sitt og Svo hjartaslóð segir frá meðtýnist frábærum sagnarstíl Valgeirs. áföll sem hafa orðið á lífsins leið. Saga baráttu Betu Reynis viðáaðlífná sér Hvaða áhrif hefurinn það hennar forfeðra er fléttuð í sögu hennar Svo týnist hjartaslóð segir frá eftir erfið veikindi, gera upp líf sitt og og hvernig nær hún að sigrast þeim með frábærum sagnarstíl Valgeirs. baráttu Betu Reynis við að ná ásér áföll sem hafasem orðið á lífsins leið.verða? Saga boðaföllum á vegi hennar Hvaða áhrifveikindi, hefur það á líf hennar eftir erfið gera upp líf sitt og forfeðra er fléttuð inn í sögu hennar ogáföll hvernig nær hún á þeim sem hafa orðiðaðá sigrast lífsins leið. Saga með frábærum sagnarstíl Valgeirs. boðaföllum á vegi verða? forfeðra er sem fléttuð innhennar í sögu hennar Hvaða áhrif hefur það á líf hennar með frábærum sagnarstíl Valgeirs. og hvernig nær hún að sigrast á þeim Hvaða áhrif hefur það á líf hennar boðaföllum sem á vegi hennar verða? og hvernig nær hún að sigrast á þeim boðaföllum sem á vegi hennar verða?

Valgeir Skagfjörð, leikari, tónlistarmaður og leikskáld segir þroskasögu Reynis í Valgeir Skagfjörð, Betu leikari, sínu stærsta ogogmetnaðarfyllsta tónlistarmaður leikskáld verkiþroskasögu til þessa. Betu Reynis í segir Valgeir Skagfjörð, leikari, sínu stærsta og metnaðarfyllsta tónlistarmaður og leikskáld verki til þessa. Valgeir Skagfjörð, leikari, segir þroskasögu Betu Reynis í

C 9 9 · M1 · Y 5 4 · K 3

Þessi bók er prentuð á Íslandi

Pantone Green

www.bokabeitan.is C 10 · M 0 · Y 3 · K 3 0

Pantone Cool Gray 4

C 9 9 · M1 · Y 5 4 · K 3

Pantone Green

C 10 · M 0 · Y 3 · K 3 0

Pantone Cool Gray 4


Afgreiðslutími um jól og áramót Miðvikudagur 23.desember 10:00 - 18:00 Fimmtudagur 24.desember 10:00 - 12:00

Við óskum bæjarbúum

Föstudagur 25.desember Lokað

Gleðilegra jóla

Laugardagur 26.desember Lokað Sunnudagur 27.desember 11:00 - 16:00

og farsæls komandi árs. Þökkum viðskiptin á árinu.

Fimmtudagur 31. desember 10:00 - 12:00 Föstudagur 1. janúar Lokað Laugardagur 2. janúar 11:00 - 16:00

Opnunartími yfir jólin Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja Frá og með 10. desember er opið í almennings sund. Sundlaugin má nú hafa 82 gesti í senn. Munum að sýna tillitssemi, þvo og spritta hendur.

23. desember

Þorláksmessa

06.15-17.00

24. desember

Aðfangadagur

08.00-11.00

25. desember

Jóladagur

Lokað

26. desember

Annar í jólum

10.00-14.00

27. desember

Sunnudagur

09:00 - 17:00

31. desember

Gamlárs

08.00-11.00

1. janúar 2020

Nýársdagur

Lokað

Virkir dagar frá 18. desember til 3. janúar 06.15 – 21.00

Starfsmenn Íþróttamiðstöðvar óska öllum sundlaugargestum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þakkir fyrir góðar stundir á árinu.


Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Bílaverkstæði

HARÐAR & MATTA Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

FRÁR VE 78


Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. CMYK // 100 | 66 | 0 | 2

// 69 | 7 | 0 | 0

Pantone // 286 // 298

Hönnun // Eyjasýn ehf / Sæþór Vídó / sathor@vido.is


FÆDD Á ÞJÓÐHÁTÍÐ OG ALDREI VILJAÐ MISSA AF PARTÝI munu gera það áfram. Enginn fugl mun nokkru sinni megna að brýna gogg sinn á þeim svo þeir eyðist upp. Ég hélt ég hefði styrk á við þessa kletta. Hélt ég gæti þolað öldurót, brim og brotsjói lífsins án þess að molnaði úr þeim svo mikið sem ein lítil steinvala.Ég fæddist í skjóli þessara kletta. 2. ágúst 1968. Daginn sem ég leit heimsins ljós kvað við söngur og spil. Að minnsta kosti innan úr Dal."

Eyjadaman og næringarfræðingurinn Elísabet Reynisdóttir eða Beta Reynis eins og hún er kölluð, segir sögu sína á einlægan og fallegan hátt í nýju bókinni sinni, Svo týnist hjartaslóð. Tígull heyrði í Betu og forvitnaðist um hennar æsku hér í Eyjum.Valgeir Skagfjörð er höfundur bókarinnar „Ég er fædd við Kirkjuveg í Vestmannaeyjum, á þjóðhátíð 1968. Ég er dóttir Guðrúnar Pálsdóttur sem er fædd Vestmannaeyingur. Dóttir Páls Eydals Jónssonar frá Garðsstöðum og Ragnheiðar Valdórsdóttur sem kom frá Hrúteyri í Reyðarfirði. Amma flutti 19 ára til eyja og kynntist afa mínum strax við komuna til eyjanna. Þau bjuggu alla tíð í Eyjum. bjuggu alla tíð í Eyjum, byggðu sér hús við Boðaslóð 14 og voru þar til þau voru komin á eftirlaun,“ segir Beta. „Pabbi minn, Reynir Árnason kom í iðnnám til Eyja og kynntist mömmu og þau eignuðust mig og bróður minn Páll Eydal sem er tveimur árum eldri en ég. Þau eignuðust hús við Ásaveg 5 en fóru svo til Vopnafjarðar

í gosinu og byggðu sér þar hús og eru þar enn. Ég held að mamma hafi alltaf saknað Eyjanna. Ég var heppin að afi og amma bjuggu í stóru húsi og ég og bróðir minn fórum bæði í framhaldsskóla til Eyja og bjuggum hjá þeim. Ég hef ávalt sagt að ég sé bæði Vestmannaeyingur og Vopnfirðingur. Talið það frábæra blöndu. Segi alltaf að ég hafi þorið og kjarkinn frá Eyjum og það sem dregur mig til baka og passar uppá að ég stökkvi ekki fram af fjallsbrúninni séu genin sem ég er með frá Vopnafirði. Beta hlær og segir þessa blöndu bara vera nokkuð góða.“ Styrkur klettanna „Þar sem björgin ganga í sjó fram er kyrrðin rofin af briminu sem skolar klettaveggina. Sólin slær bjarma af litrófi heimsins á úðastrókana sem vindurinn sópar upp af öldunum. Þarna eru lundinn og svartfuglinn að leik. Svífa um í uppstreyminu og arga út í blátært himinhvolfið. Ymurinn frá sjónum og fuglagargið magnast og bergmála í stórbrotnu ríki þessara kletta. Þessara kletta sem hafa staðið vörð um bæinn í eilífð aldanna og

Vænt um Eyjaþræðina „Það var oft gert grín af því að ég sé fædd á þjóðhátíð og hafi síðan ekki viljað missa af góðu partýi. Þannig er ég reyndar. Finnst skemmtilegt að vera nálægt fólki og hitta mismunandi einstaklinga. Ég átti góð ár í Eyjum þegar ég bjó hjá afa og ömmu. Ég eignaðist góða vini og held sambandi við flesta vini mína í dag sem ég eignaðist fyrir um 25 árum síðan. Mér þykir óendalega vænt um þræðina mína sem ég á til Eyjanna. Badda frænka (Bjarney Pálsdóttir) og fjölskylda búa í Eyjum og Borgþór Eydal bróðir mömmu býr einnig í Eyjum.“ Bókin er sagan mín „Sumt hefur fennt yfir en við reyndum þá að púsla inn minningarbrotum með því að spyrja frændsystkinin mín. Dísa frænka, dóttir Bogþórs og Badda rifjuðu upp sjóferðina þegar gosið hófst með mér. Valgeir vildi samt skrifa söguna sem mest frá minningum mínum.Inn í sögu mína spinnur Valgeir sögu forfeðra minna. Hann var ekki aðeins rithöfundur heldur reyndist hann vera frábær þerapisti sem leiddi mig í gegnum hverja erfiða minninguna á fætur annarri þar til ég gat lokað þessum kafla í lífi mínu og sátt við guð og menn.“ Að erfa áföll forfeðranna „Niðurstaðan er sú að við teljum að ef við losum ekki þau höft eða


áföll sem hafa dunið á forfeður, og fjölskyldu eru líkur að við berum áföllin með genum okkar inn í næstu kynslóðir. Með sannleikanum getum við losað þessi höft og þannig bundið enda á að áföllin sem eru jafnvel löngu liðin hafi áhrif á næstu kynslóðir. Valgeir sagði eitt sinn við mig; -guð minn góður Beta, hvað ég skil þína persónu mun betur eftir að hafa skrifað um forfeður þína. Ég hef verið svo heppin að frænka mín frá Egilsstöðum, Ólafía Herborg átti ógrynni af heimildum um langafa minn og ömmu sem voru foreldrar Ragnheiðar ömmu. Það er ævintýralegar lýsingar af þeim og ég er þakklát að fá að kynnast sögu þeirra svona vel á meðan við vorum að skrifa þessa bók. Forfeður mínir frá pabba eiga harmsögu sem spannar eitt ár í lífi þeirra og það er næstum eins og það sé óbærilegur sannleikur sem átti sér stað í lífi þeirra það árið.“ Með skrifunum breyttist lífið „Ég stend uppi sem sterkari manneskja og það er eins og ég sé nokkrum steinum léttari sem

WWW.HEIMADECOR.IS

sátu í kviðarholinu á mér. Mér þykir vænt um lýsingar úr Eyjum bæði þegar ég var hjá afa og ömmu á Boðaslóð og svo þegar ég kom í Framhaldsskólann. Bókin var um 500 bls. þegar við skiluðum henni af okkur en var stytt niður í 320 bls. Því vantar mikið af lýsingum sem höfðu verið skrifaðar um vini mína í Eyjum. Ég er þakklát að ganga í gegnum þessa eldskírn að skrifa sögu mína og hafa kjark til að birta hana. Stundum held ég að það sé hrein og klár heimska en ég ætla að trúa því að almættið hafi leitt mig áfram. Eins og kemur fram í bókinni þá koma einstaklingar inn í líf mitt eins og sendir inn á leiksviðið til að glæða það lífi eða leiða mig áfram. Sumir hafa komið og ég hef átt þá ósk heitasta að sumir þessarra einstaklinga. Hefðu aldrei komið inn á mitt leiksvið. Þar til ég fattaði það þegar við kláruðum þessa bók að þarna voru á ferðinni mikilvægir kennarar. Ég væri ekki á þeim stað í lífinu sem ég er á í dag ef það væri ekki fyrir þá reynslu, áföll, sorgir og sigra sem ég hef fengið að upplifa,“ segir Beta að lokum.

Umsagnir: Frábærlega vel skrifuð saga sem lýsir baráttu Betu við erfiðan sjúkdóm og hvernig baráttukonan Beta tekst við þær raunir sem fylgja í kjölfarið. Það þarf hugrekki, hreinskilni og kjark til að deila svona sögu og það hefur Beta svo sannarlega. Eyjatengingin er mikil í bókinni og mæli ég hiklaust með henni. - Diddi Leifs.

Einlæg saga af erfiðum áföllum og viðburðaríku lífshlaupi Betu frænku. Einlægni og ósérhlífni allsráðandi sem er aðalsmerki bókarinnar. Las hana í einum rykk og gat ekki lagt hana frá mér. - Páley Borgþórsdóttir


Áttatíu bátar úr Eyjavör, áttahundruð kempur í hverri för, stundum í roki og stórum sjó, stundum í logni og sléttum sjó. Sjómenn, sjómenn glaðir, súpum nú heillaskál. Þannig hefjast Formannavísur Ása í Bæ. Á sjómannadaginn árið 1957 kom Siggi Vídó til Ása og bað hann um vísur fyrir ballið eða „heimtaði“, að sögn Ása. Ekki þorði Ási að neita þessum 300 kílóa skrokki þegar hann reyndi að koma koníaki ofan í hann fyrir hádegi til að fá sitt fram, eins og Ási gantaðist með. Því hélt hann upp í hraun með koníakið og samdi vísurnar þar. Ljósmyndina tók Jói Myndó af styttu Ása í Bæ sem gerð var af Áka Gränz að beiðni Árna Johnsen. Ísfélag Vestmannaeyja annaðist uppsteypu verksins í kopar og frágang með dyggri aðstoð starfsmanna fiskimjölsverksmiðju félagsins. Þannig höldum við minningu þessara kappa lifandi.

Við óskum landsmönnum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.


Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

NÝJA TANNLÆKNASTOFAN

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól & farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


Óskum bæjarbúum gleðilegra jóla ÍSLANDSBANKI og farsældar komandi ári. KEMURáTILBÚIN


ER MIKIÐ JÓLABARN

Nafn, aldur og fjölskylda? Ég heiti Ágúst Halldórsson, þrjátíu og fimm ára þriggja barna faðir. Giftur Guðbjörg Erlu Ríkharðsdóttur og er sonur Guðbjarkar í Bankanum og Dóra Löggu. Saman eiga ég og Guðbjörg Erla þessi þrjú börn sem ég nefndi áðan en þau heita Emilíana Erla, Sveinn Jörundur og Rebekka. Ertu mikið jólabarn? Já það má segja það. Ég var það auðvitað alltaf sem krakki. Síðan tók maður þetta klassíska unglingadæmi frá fimmtán til tuttugu sem þetta þótti ekki töff. En þá höfðu ég og Sævald vinur minn trix til að gera jólin bærilegri en það gerðum við með því að drekka bjóra frá fjögur til sex. Þá var bara stemning í jólunum, en í dag er það allt löngu búið en jólabarnið vaknaði með fyrsta krakkanum og núna þegar þau eru orðin þrjú þá er stemningin auðvitað eftir því og allir mikil jólabörn.

Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? Ekki hugmynd. Ég er þeim hæfileikum gæddur að eiga erfitt með að muna hvað ég gerði í síðustu viku og hvað þá það sem gerðist fyrir meira en ári. En mig minnir að ég hafi verið sendur upp á háaloft að sækja jólaljósin upp á svipuðum tíma og í fyrra. Yfirleitt finnst mér eins og ég sé búinn að vera að horfa á jólaljósin hjá Kötu Harðar nágrannakonu minni í marga mánuði áður en Guðbjörg mín sendir mig upp á háaloft. Skreytir þú heimilið mikið? Ég verð nú bara að viðurkenna það hérna að ég sjálfur skreyti nákvæmlega ekki neitt. Guðbjörg hefur nú líka svo gaman af því skreyta. Ég verð nú líka að viðurkenna að það væri nú frekar ósanngjarnt ef ég þyrfti líka að skreyta miðað við hversu mikið af heimilsverkum heimilisins eru á mínum herðum. Það má segja að ég hefi nú ekki verið sá allra sniðugsasti að semja þegar maður kom loksins í land.

Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólum? Ætlu það séu ekki fyrstu jólin sem ég var heima hjá tengdaforeldrum mínum Möttu og Rikka. Þá ætlaði ég aldeilis að slá í gegn hjá tengdamömmu í gjöf þar sem hún var búin að vera gift sjómanni sem réri stóran hluta af árinu án þess að taka sér frí. Rikki les á pakkann: „Til Möttu frá Ágústi“ Hún tekur gjöfina. Virðir hana fyrir sér og byrjar að opna. Ég viðurkenni að þegar hún var byrjuð að opna pakkann þá hugsaði ég: „Æjjjiii... ætli þetta hafi verið sniðugt...“ Síðan heldur hún áfram að opna og tekur síðan upp úr pappírnum þennan glæsilega bleika titrara og batterý með. Rikki tengdapabbi missti hökuna og byrjaði að hvítna í framan. Ég sá það á svipnum á honum að þetta gat farið á báða boga en Matta lyfti upp titraranum upp og skellihló og allir með.


Hvað er ómissandi á jólum? Ég er voðalega lítill hefðarpeyji. Og er það mjög sterkt í mér að brjóta allar hefðir en þó síðustu fimmtán ár hef ég farið í jólaboðið hjá Grímstaðarættinni. Ég er þar ekki einn því með í ættina tók ég æskuvin minn Sævald með sem Fjóla Sif tók að sér og síðan hefur Halla Björk æskuvinkona mín og systir Sævalds tekið greyið hann Karl Haraldsson að sér í liðvörslu út ævina og erum við því þrjú af Túngötu tuttugu og fimm og tuttugu og sex sem heldur betur bætum genamengi Grímstaðarættarinnar. Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? Samveran með fjölskyldunni minni finnst mér lang skemmtilegust. Spila, horfa á myndir, lesa, lyfta inni í bílskúr, hitta fjölskyldu og vini, borða góðan mat og hafa gaman. Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst? Nei því miður þá baka ég ekki neitt. En krakkarnir baka með ömmunum sínum og síðan baka systurnar Fjóla og Guðbjörg eitthvað saman með krökkunum. Þar sem ég hef engann áhuga á að þurfa á stinningalyfjum að halda í framtíðinni þá forðast ég að éta drasl og þá helst sykur. Fæ mér frekar harðfisk, gúrme osta eða steik þegar eitthvað bökunardæmi er á boðstólnum. Eins og mig minnir að málshátturinn segir: „Smákökur eru fyrir börn og aumingja“. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Ég er þeirra gæfu aðnjótandi að þurfa bara að kaupa eina jólagjöf. Það er ekki handa konunni minni eins og margir lenda í heldur Sævaldi vini mínum. Þegar við vorum ungir og á þessu tímabili sem okkur þótti ekkert svo gaman á jólunum þá ákváðum við að gefa hvorum öðrum alltaf flotta jólagjöf. Gjafirnar hafa oftast verið mjög ófyrirsjáanlegar.

Allt frá uppstoppuðum fuglum, plötuspilurum, listaverkum að handlóðum. Margir hrista örugglega hausinn yfir því að ég skulu ekki nefna konuna mína en við erum alveg sultuslök yfir þessu. Ég sjálfur auðmjúkur þræll kapítalismans og því búinn að glepjast af öllum auglýsingum sem ég sé og búinn að kaupa það sem mig langar í og hún svipuð en ekki jafn rugluð og ég. En yfirleitt þá sammælumst við um að kaupa eitthvað fyrir heimilið saman sem sameiginlega jólagjöf. Okkur er alveg sama um þessa pakka því jólin snúast um börnin. En auðvitað höfum við gefið gjafir þegar okkur dettur eitthvað snallræði í hug. Höfum bara ekki reglu á því.

og skipti yfir í ribeye nautakjöt og hef ekki fundið fyrir magaverkjum síðan.

Hvenær setjið þið upp jólatré? Einhverntímann í byrjun desember. Það getur vel verið að Guðbjörg sé með einhverja reglu á þessu en hún er allavega það flókin að ég átta mig ekki á henni.

Eru jólin eitthvað öðruvísi þegar maður er í Ásatrú? Nei ég get ekki sagt það, ekki fyrir mér. Allt jólahald er auðvitað upprunnið frá því að við mannfólkið héldum sólhvarfahátíðir eða öllu heldur heiðir menn sem fögnuðu því að sólin væri að aukast aftur. Þetta gripu auðvitað Kristnir menn og ákvaðu að Jesús hafi fæðst á þessu leyti og höfðu jólin á svipuðum tíma og við heiðingjarnir. Það skiptir reyndar engu máli fyrir mig. Það er bara svo oft verið að skjóta á mig hvernig heiðingjar haga jólunum. Eins og það hafi ekkert annað gerst á jörðinni síðan ljóshærði, bláeygði Jesús með sléttujárnið birtist í jötu einhverstaðar í Ísrael. En auðvitað má fólk trúa því sem það vill trúa og virði ég það.

Eftirminnilegasta jólagjöfin Ætli það sé ekki þegar ég, Rikki tengdapabbi og Sævald fengum miða á leik með Leeds á móti Derby sem við fórum strax í janúar frá eiginkonum okkar. Höfðum ekki hugmynd um það og úr varð hin skemmtilegasta ferð. Síðan fengum við aftur svoleiðis ferð seinna og þá bættust Helgi Braga, Grímur Júlla og Júlli Hallgríms við og þvílíka skemmtiferðin og það var ekki að spyrja af því að Leeds hefur aldrei tapað með okkur í stúkunni. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Ætli það sé ekki bara magakveisan sem ég fékk alltaf eftir kvöldmatinn á aðfangadag alveg frá því að ég man eftir mér. Þetta var alltaf stimplað sem spenningur hjá mér af foreldrum mínum sem var örugglega að hluta rétt en þegar þetta hélt áfram á fullorðinsaldur þá fór að renna á mig tvær grímur. Þá hætti ég að borða hamborgarhrygg

Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Það var í eitt skipti sem við fjölskyldan fórum öll saman. Þá var Fríða systir eitthvað að reyna að komast nær drottni með því að draga mig, mömmu og pabba í miðnætur messu á aðfangadag. Það fór nú ekki betur en svo að ég og pabbi steinsofnuðum og pabbi hraut svo hátt að hvorki Fríða systir né Guðbjörg í bankanum hafa reynt að draga okkur feðgana í kirkju. Gætu svo sem náð að plata Dóra Löggu en þar sem ég hef turnast og gengist við Ásatrú þá er ég alveg laus við þetta.

Að lokum vill ég óska öllum gleðilegra jóla, gleðilegra sólhvarfa eða gleði í lífinu á þessum skrítnu tímum. Hlakka til að knúsa ykkur öll eftir bólusettningu árið 2021.


Við sendum landsmönnum öllum hugheilar jólaog nýárskveðjur með þökk fyrir árið sem er að líða.

ÞIÐ FÁIÐ SKARTGRIPINA HJÁ OKKUR Í PÓLEY !

Pantaðu í síma: 482 1000 /900grillhus

JÓLADAGATAL 17.12

18.12

19.12

2 fyrir 1 af öllum skotum

2 fyrir 1 af breezer

20.12

2 fyrir 1 af kranabjór 22.12

Lítil súkkulaðipizza með ís á 1.250 kr. og dirty snowman kokteill á 1.250 kr.

50%

23.12

20%

afsláttur af gjafabréfum og 2 fyrir 1 af heitu súkkulaði

PÓLEY

21.12

afsláttur af grænmetispizzu

2 fyrir 1 af öllum drykkjum

GLEÐILEGA HÁTÍÐ Póley Bárustíg 8 481 1155


Listahúsið við Strandveg

Hvíta húsið

Einstakar g jafir Handverk - Málverk - Glerlist og Mósaík Verk eftir 30 listamenn

Opnunartími 14:00 - 17:00 alla daga Opnun fram að jólum: 17. des 14:00 - 22:00 19. des 14:00 - 18:00 23. des 14:00 - 18:00 Opið er lengur ef skiltið er úti. Hjólastólalyfta er í húsinu. /Lista og menningarfélag Vestmannaeyja


Hraunbúðir Aðstandendum, heimilisfólki, starfsfólki og velunnurum Hraunbúða eru færðar innilegar þakkir fyrir alla þolinmæði, skilning og hlýhug sem sýndur hefur verið á árinu. Árið var að öllu leyti allt öðruvísi en önnur ár og er það ómetanlegt að hafa notið stuðnings og skilnings ykkar allra í oft á tíðum íþyng jandi hömlunum á heimsóknum og uppskiptingu á heimilinu. Við trúum því og treystum að árið 2021 reynist okkur öllum mun farsælla en það sem er að líða og óskum ykkur gleðilegra jóla, farsæls nýs árs og guðs blessunar.

Stjórnendur Hraunbúða

Vilt þú stjórna Eyjum? Samskip leita að áhugasömum og lausnamiðuðum verkstjóra til að stýra daglegri starfsemi og skipulagningu vinnu á starfsstöð okkar í Vestmannaeyjum. Viðkomandi þarf að vera tilbúinn í að sinna fjölbreyttum verkefnum sem fylgja því að starfa í lítilli einingu. Meginverksvið: • Þjónusta og afgreiðsla viðskiptavina • Skipulagning og forgangsröðun verkefna á starfstöð • Umsjón með afgreiðslu flutningatækja • Þjónusta við gámaflutningaskip

Hæfnikröfur og eiginleikar: • Afburða samskiptahæfni og jákvætt viðmót • Rík þjónustulund og sveigjanleiki • Haldbær reynsla af verkstjórn er kostur • Vinnuvélaréttindi er kostur • Sterk öryggisvitund og metnaður til að ná árangri

Sótt er um starfið á heimasíðu okkar www.samskip.is Umsóknarfrestur er til 30. des. nk. Nánari upplýsingar veitir Sverrir Unnarsson afgreiðslustjóri í sverrir.unnarsson@samskip.com


Lundinn pöbbinn í Eyjum Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir það liðna!


Ath. opið til 22:00

fimmtudaginn

17.des

Gömlu skipin 3.500 kr. Útvegsspilið 9.500 kr.

Tóma uppskriftabókin 5.500 kr.

Ilmstangir 3.990 kr. Fallegar Eyjamyndir í ramma 40x50 cm 18.000 kr. Handklæði stór & lítil

Opið alla virka daga 14:00 - 18:00 og laugardaga 12:00 - 15:00

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Sjáumst á Pizza 67

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


Gleðilega hátíð Starfsfólk framhaldskólans í Vestmannaeyjum langar að koma þakklæti og hrósi til nemenda sinna. Í þessu erfiðu aðstæðum sem hafa gengið yfir heiminn hafið þið staðið ykkur eins og hetjur. Þið hafið verið einbeitt að náminu, unnið í lausnum og hjálpast að. Eins viljum við koma þakklæti til foreldra og aðstandenda sem hafa staðið þétt við bak nemenda og kennara. Starfsfólk FÍV


RYOBI verkfærin eru nú komin í Miðstöðina. Gæðavörur á góðu verði - kíkið við og skoðið úrvalið.

Kíttisgrind CCG1801M 13.900 kr. Hitabyssa EHG2000 8.590 kr.

Slípirokkur 18V R18AG0 16.900 kr.

Strandvegur 30 / 481 1475 www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is

Slípimús RMS180-S 180w 13.900 kr.


X7 - rafhjól Kynningarverð: 69900 kr. Fullt verð 79900 kr.

Nýtt í Miðstöðinni >> Tvegg ja klukkustunda hleðslutími >> Tvær hleðsluleiðir. >> Þrefalt bremsukerfi >>Öflugur 350W mótor >> LED fram-og afturljós >> Allt að 20KM drægni á 5Ah batteríi, 25KM á 6,4Ah batterí

>> Vönduð batterí með allt að 500 hleðslu endingu >> Betri fjöðrun >> Aukin dekkjaþéttivörn í boði Escooter: Aukin ending á loftþrýstingi >> 5kg heildarþyngd >> 120 kg hámarksþyngdarþol

>> Hámarkshraði 25km/klst >> IP54 Vatnsvörn >> 2 ára ábyrgð á hjóli en 1 árs ábyrgð á rafhlöðu


LJÓSIN LÍFGA UPP Á Í MYRKRINU jólunum. Og svo er maður auðvitað meira með fjölskyldu og vinum. Fóru jólaljósin fyrr upp í ár en í fyrra? Já, aðeins. Skreytir þú heimilið mikið? Bara svona passlega mikið, helst í eldhúsinu, enda er maður mikið þar á aðventunni. Áttu einhverja sérstaka minningu frá jólunum? Árið 1994 fórum við fjölskyldan ásamt Sigga og ömmu á Blá til Kanaríeyja um jól og áramót. Það var alveg frábært. Við rifjum þessi jól oft upp. Svo var ég skiptinemi í USA þegar ég var 17 ára og þau jól voru eftirminnileg. Heyrði í einum flugelda um áramótin og komandi af Illugagötunni þá var það mjög sérstakt. Nafn, aldur og fjölskylda? Anna Lilja Sigurðardóttir, 50 ára, gift og ég á tvær dætur.

Hvað er ómissandi á jólunum? Góður matur, fjölskyldan og vinirnir.

Ertu mikið jólabarn? Já, já. Mér finnst þessi tími mjög notalegur. Ljósin lífga upp á í myrkrinu og ég er með kveikt á kertum alla daga. Ég fer á tónleika og elska matinn sem fylgir

Hvað finnst þér skemmtilegast um jólahátíðina? Get ekki neitað því að áramótin og Þrettándinn eru mitt uppáhald. Bakar þú fyrir jólin og hvað þá helst?

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu. SNORRI RÚTSSON Ökukennari

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

Já, lagköku og smákökur helst. Hvenær klárar þú að kaupa jólagjafirnar? Bara misjafnt. Þegar ég finn síðustu gjöfina. Hvenær setjið þið upp jólatré? Við klárum það um næstu helgi. Við erum alltaf með lifandi tré sem við sækjum okkur upp í sumarbústað og það passar fínt að setja það upp í kringum 20. des. Eftirminnilegasta jólagjöfin. Ferðin til Kanaríeyja um árið var jólagjöf okkar systkina það árið. Hvenær eru jólin komin fyrir þér? Á aðfangadag, þegar ég kem heim eftir möndlugrautinn sem við fjölskyldan borðum saman í hádeginu, búin að fara smá rúnt með pakka og þá fer ég að huga að matnum og njóta þess að gera allt klárt. Hefurðu sótt messu um jólahátíðirnar í gegnum tíðina? Nei. En, við systkinin fórum með pabba á sínum tíma þegar mamma var að syngja með kirkjukórnum.

Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.

STAVEY Gleðileg jól

& farsælt komandi ár. Þökkum viðskiptin á árinu.


Við færum þig inn í frammðina

Bókhald og aðrar lausnir ásamt skýjalausnum Uniconta færa þér frelsi l að reka þii fyrirtæki, hvar og hvenær sem er Einbeiiu þér að vinnunni og við sjáum um bókhaldið. Vertu frjáls og áhyggjulaus. Við sjáum um þig

Hafðu samband og við finnum bestu lausnina fyrir þig

www.bokhaldal.is augl.indd 2

Sími 419-6800 14/12/2020 13:12:22

Við sendum okkar bestu jóla- og áramótakveðjur Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.


Óskum Vestmannaeyingum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári Starfsfólk Ísfells

www.isfell.is, isfell@isfell.is


Óskum félagsmönnum & fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum samstarfið á árinu sem er að líða. - Stjórnin


Jólaútsala 20-50% afsláttur

Allar jólavörur, seríur, jólaljós eða jólaskraut*

Afgreiðslutímar Hefðbundin opnun 10-18 (lokað í hádeginu) 10-14 laugardaga 12. desember (laugardagur) 20. desember (sunnudagur)

Aðfangadagur

Gamlársdagur

19. desember (laugardagur

25.-26. desember

1. janúar

10-18

13-18

10-18

10-22

Þorláksmessa

10-12

Lokað

*Gildir ekki af lifandi jólatrjám og ferskvöru

10-12

Lokað


Gleðilega hátíð

Profile for Leturstofan

Tígull 42.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 42.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...