__MAIN_TEXT__

Page 1

40. tbl. 02. รกrg. 25. nรณvember - 1.desember 2020

Jรณlagjafahandbรณk


HUGSAR ALLTAF HLÝTT TIL EYJA

- ENDA YNDISLEGUR STAÐUR AÐ ALAST UPP Á Nordika heildverslun býður upp á fjölbreytt vöruúrval, til að mynda vacuum pökkunarvél, nuddvörur, hnífapör, pottasett, fallega hönnuð heimilistæki eins og örbylgjuofna, kaffivélar, brauðristar, matvinnsluvél, snjall ruslatunnur, líkamsræktartæki og margt fleira og allt er þetta á frábæru verði. Eyjamaðurinn Júlíus Rafn Júlíusson rekur þessa fallegu heildverslun en hann er fæddur og uppalinn í Eyjum. Hann er sonur Júlíusar Ingibergssonar (Júlla á Reyni VE15) Móðir hans var Elma Jónsdóttir, skýrð Axelma en það nafn mátti aldrei nota. Afi Júlíusar var Ingibergur í Hjálmholti. Hvernig stóð á því að opnaðir Nordika? Júlíus glottir og segir: - Verður maður ekki að hafa eitthvað að gera svona á efri árum, en hann er fæddur 1954 og því 66 ára gamall en hann byrjaði með Nordika í júní í fyrra, 2019. Þetta byrjaði allt á því að ég flutti inn sólskála sem hefur staðið af sé alla vinda og snjó og út frá því byrjuðum við að skoða ýmsar vörur til innfluttnings frá Asíu og síðar Evrópu. Við sáum fljótt að það var góður markaður fyrir þær vörur sem við vorum að skoða og að það væri pláss fyrir okkur á markaðnum.

TÍGULL

Að lokum Ég hugsa alltaf hlýtt til Eyja, þetta var yndislegur staður að alast upp á enda var þetta stærsti leikvöllur í heimi. Við höfðum bryggjuna, Sprönguna, fjöllin, hraunið og svarta kofann. Ég upplifði meira að segja stofnun skíðafélags í Eyjum. Ég hef búið að þessu alla tíð segir Júlíus að lokum.

Hvernig hafa viðbrögðin verið við síðunni? Viðbrögðin hafa verið framar vonum og umferð inn á síðuna fer sívaxandi. Við höfum fengið hrós frá fyrirtækjum sem við eigum viðskipti við fyrir síðuna og sömuleiðis hér innanlands. Er einhver vara vinsælli en önnur? Swan vörurnar eru þungamiðjan og mjög vinsælar en við höfum fengið góð viðbrögð við öllum okkar vörum, sérstaklega heimilisvörunum eins og pottasettum, hnifasettum, hnífapörum, blöndurum svo eitthvað sé upptalið. Síðan kom okkur mjög á óvart að líkamræktartækin hafa selst upp jafnharðan. Þá eru beltin greinilega mjög vinsæl nú fyrir jólin enda frábær gjöf.

Um afa Júlíusar Það er gaman að segja frá því að afi Júlíusar (Ingibergur í Hjálmholti) var merkur karl og byrjaði eins og margir Eyjapeyjar snemma á sjó. Hann byrjaði strax eftir fermingu á m.b. Kára I. með Sigurði Þorsteinssyni og var síðar á ýmsum bátum. Bergur í Hjálmholti eins og hann var kallaður þótti alla tíð mjög vinstri sinnaður í stjórnmálum og leiðtogar í Ráðstjórnarríkjunum voru í miklu uppáhaldi hjá honum. Um pabba Júlíusar Árið 1935 byrjar pabbi Júlíusar formennsku á „Sæbjörgu,” eftir það er hann með eftirtalda báta: Ingólf VE, Karl VE, Vestra VE og Herjólf. Árið 1946 kaupir hann Reyni I. VE með bróður sínum og áttu þeir bræður bát þann fram yfir 1950, er þeir kaupa Reynir II VE. Júlíus var stjórnsamur formaður og góður sjómaður á allan hátt og er útgerð þeirra bræðra ein sú farsælasta í Eyjum.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumyndin er tekin heima hjá Eygló Dís og Gísla Val.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


pítsa madness allar pítsur af matseðli á 1.790 kr *

pantaðu í síma 551 0055 Gildir 25.11.20 - 29.11.20 * gildir þegar sótt er

#PITSUGERDIN /PÍTSUGERÐIN PÍTSUGERÐIN / BÁRUSTÍG 1 PITSUGERDIN@GMAIL.COM


Herjólfur - Framkvæmdastjóri Stjórn Herjólfs ohf. auglýsir starf framkvæmdastjóra félagsins laust til umsóknar. Um er að ræða fullt starf og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem allra fyrst. Framkvæmdastjóri hefur umsjón með stjórnun og rekstri félagsins í samvinnu við stjórn Herjólfs ohf. Starfsstöð framkvæmdastjóra er í Vestmannaeyjum.

Menntunar- og hæfniskröfur:

Helstu verkefni:

• Reynsla af framkvæmdastjórn og rekstri skilyrði • Reynsla af útgerðarrekstri æskileg • Reynsla af stefnumótun, innleiðingu og eftirfylgni er kostur • Leiðtoga- og samskiptahæfni, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum • Góð tungumálakunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti • Kunnátta og færni í Excel og Word • Frumkvæði, skipulögð vinnubrögð og lausnamiðuð hugsun

• Dagleg stjórnun og rekstur félagsins • Ábyrgð á fjármálum, áætlunum og eftirfylgni • Stefnumótun og markmiðasetning í samráði við stjórn og eftirfylgni þeirra • Mannauðsstjórnun, launamál og uppbygging fyrirtækjamenningar • Samskipti og samstarf við hagsmunaaðila

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aníta Jóhannsdóttir í síma 856 4892 eða á netfanginu: anita@herjolfur.is. Fyrirtækið hvetur jafnt konur sem karla til að sækja um starfið. Umsókn ásamt menntunar- og starfsferilskrá skal skilað á netfangið anita@herjolfur.is og merkja „Framkvæmdastjóri Herjólfs ohf“. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknarfrestur er til og með 05.12.2020.

Saltkristalslampar Birtan er einstaklega hlýleg og falleg og er sögð hafa ýmiskonar jákvæð áhrif á líðan okkar og heilsu. Verð frá 6.500 kr.

Leturstofan // Strandvegur 47 // 481-1161


SVARTUR FÖSTUDAGUR 27.1 1.20 Opið til 21:00

t.is

ndli

0a 100

m Ljós

ynd

með kóðanum black1000 inn á www.1000andlit.is

Myletra

BOL

IR

takmarkað úrval af stöfum, og keðjum - varan er að hætta í sölu hjá Leturstofunni.

Barnabolir Stærðir: 7/8 - 9/11 12/13 / S / M

Strandvegur 47 // leturstofan@leturstofan.is Opið í verslun alla virka daga 14:00 - 18:00 og laugardaga 12:00 - 15:00


ÚTKALL – ÓTRÚLEGAR SÖGUR OFT MÁTTI LITLU MUNA HJÁ TEDDA

Við þrír saman f.v. Gunnlaugur Vilhjálmsson en hann stakk sér í ölduna til að ná í skotlínuna frá Sæbjörgu VE , Óskar P. og Guðbrandur Jóhannsson þáverandi formaður Björgunarfélagsins á Hornafirði. Aftan við okkur er skerið sem Sæbjörg stöðvaðist á og það eina sem sést af Sæbjörginni er vélin úr henni, en hún er utan við skerið, lengra sést í Hafnartangann. Ljósmyndir: Haraldur Halldórsson.

„Þegar jörð skelfur, eldstrókar rísa með hvellum og drunum og fimm þúsund manns eru í stórhættu við upphaf eldgossins á Heimaey siglir Gjafar VE 300, lítill loðnubátur, út úr Friðarhöfn með 430 manns. Þrengslin um borð eru gríðarleg en þremur vikum síðar lendir áhöfnin í mannskaðaveðri við leit að fimm Íslendingum og fimm Færeyingum á gúmbjörgunarbátum sem saknað er á miðju Atlantshafi. Og réttum mánuði eftir að eldgosið hófst strandar Gjafar í foráttubrimi fyrir utan Grindavík. Skipverjar berjast upp á líf og dauða meðan hugrakkir félagar í Björgunarsveitinni Þorbirni reyna að bjarga þeim. Hinn farsæli útgerðarmaður og vélstjóri Theodór Ólafsson er hér að lenda í sínum þriðja skipskaða, og í annað skiptið með bræðrum sínum úr Eyjum. Skipverjar og björgunarmenn segja hér frá hetjulegri baráttu. Árið 1984 lenda Theodór og 14 manna áhöfn hans á Sæbjörgu VE 56 aftur í stórkostlegri lífshættu

þegar hún verður vélarvana í óveðri við Hornafjörð. Báturinn nálgast hratt ógnarlegt brimið í klettunum og stórgrýtinu á Stokksnesi og Hafnartanga áður en hann strandar. Hér lýsa björgunarsveitarmenn á Höfn ótta sínum um að öll áhöfnin kynni að farast og stórkostlegri framgöngu við björgunarstörf.“ Þannig er söguþráðurinn í 27. Útkallsbók Óttars Sveinssonar, Á ögurstundu sem er þriðja bókin þar sem Eyjamenn eru í aðalhlutverki. Þær fyrri voru um upphaf Heimaeyjargossins og Pelagusslysið 1982 sem kostaði fjögur mannslíf. Í þessari bók er saga mikilla örlaga og komið víða við og margir koma við sögu. Kannski besta bók Óttars frá upphafi en Útkallsbækur Óttars eru vinsælar og hafa verið gefnar út víða um heim. Saga mikilla örlaga „Skömmu fyrir jól 1954. Í kapphlaupi við tímann í hamfaraveðri. Fimm Íslendingar eru að leggja af stað

áleiðis til Íslands með nýjan fiskibát, Frosta VE 363 frá skipasmíðastöðinni Djupvik á eynni Tjörn í nágrenni Gautaborgar í Svíþjóð. Tvö þúsund kílómetra sjóleið er fram undan til Vestmannaeyja. Það á að reyna að ná heim fyrir jól. Þetta var mikil svaðilför en heim komust þeir en þrettán mánuðum og þrettán dögum eftir að hann var afhentur í Svíþjóð strandaði Frosti á Landeyjarsandi. Fimm voru í áhöfn og komust allir í land og til byggða. Saga Theódórs, sem seinna fór í útgerð með Hilmari Rósmundssyni skipstjóra og mági sínum er rauði þráðurinn í bókinni. Hann átti eftir að lenda fjórum sinnum í sjávarháska þar litlu mátti muna að illa færi. Hilmar og Theódór áttu og gerðu út Sæbjörgu VE en þær urðu þrjár. MiðSæbjörg var mikið aflaskip á árunum í kringum 1970. Var hæst yfir landið á vertíðinni 1969 með 1665 tonn en Sæbjörg var aðeins 67 tonn.


Vélarvana utan við brimgarðinn Þriðja og síðasta Sæbjörgin þeirra, öflugt uppsjávar- og vertíðarskip strandaði austan við Hornafjörð í desember 1984 og lauk þar með útgerðarsögu Hilmar og Theódórs. Áhöfnin komst öll í land við mjög erfiðar aðstæður og var björgunin mikið afrek. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari með meiru var í áhöfn Sæbjargar og segir svo frá þar sem hann stóð frammi á við akkerisspilið og virti fyrir sér hrikalegt brimið við Stokksnesið: „Á meðan við biðum varð mér hugsað til þess að síðast þegar ég upplifði að skip lenti í nauð, á vertíð þremur árum áður, var ég á báti sem reyndi að koma öðrum til bjargar. Þetta var Dala-Rafn VE 130 og við reyndum að taka Heimaey VE 1 í tog. En þá slitnaði vírinn og Heimaey strandaði í Þykkvabæjarfjöru án þess að við gætum komið til bjargar. Tveir

fullviss að ekki væri hægt að gera við vélina. Hann ákvað að fara upp í brú og ræða við Ögmund skipstjóra: „Við ræddum saman um eitt og annað, hvað væri hægt að gera. Bæði akkerin voru úti. Við töluðum um hvað við gætum gert ef til þess kæmi að við þyrftum að losna allt í einu við þau. Skurðtæki var tilbúið til þess að skera á keðjurnar. En það var líka hægt að sleppa þeim með einu handfangi. Þetta var tilbúið ef á þyrfti að halda.“ Sæbjörgina rak stjórnlaust áfram í miskunnarlausum öldunum og Stokksnesið var óþægilega nálægt. Ögmundur skipstjóri horfði á brimsorfna klettana nálgast. Þeir voru aðeins steinsnar frá veltandi bátnum: „Ég vissi að það yrði aldrei hægt að bjarga okkur ef við lentum uppi í Stokksnesinu, við myndum allir farast við það að lenda með afli utan í klöppunum. En svo rak okkur fram hjá nesinu – það munaði ekki nema

Á þessari mynd sést hvar vél Sæbjargar er lengst til hægri, frá henni og að þeim stað, legst til vinstri, eru bílar en það er sú leið sem við vorum dregnir að landi frá Sæbjörgu.

Eyjamenn fórust. Það var hræðilegt. Nú sá ég fyrir mér varnarlausa mennina á Heimaey. Átti eitthvað svipað eftir að gerast hjá okkur núna? Ég gerði mér fulla grein fyrir því að við vorum í mjög mikilli hættu.“ Til móts við það óumflýjanlega Theodór Ólafsson var nú orðinn þess

um einni bátslengd að við lentum uppi á því!“ Óskari Pétri var létt og nú fylgdist hann með áhöfn Erlings KE reyna að koma annarri taug yfir í Sæbjörgina: „Skipverjar á Erling reyndu enn að koma dráttarvír yfir til okkar. Þeir fylgdu okkur alveg að grunnbrotunum fyrir utan Stokksnesið. En þessar

tilraunir tókust ekki, aðstæðurnar voru orðnar svo erfiðar. Það var orðið vonlaust að reyna að bjarga skipinu og okkur rak hratt að landi. Nú sannfærðist ég um að skipinu yrði ekki bjargað, við myndum bara stranda.“ Gekk yfir skipið Ögmundur skipstjóri vildi hafa áhöfn sína neðan þilja í skjóli: „Þegar ég sá að ég var að missa skipið lét ég alla karlana fara niður og vera þar af því að sjórinn gekk svo mikið yfir skipið. Þá væru þeir í minni hættu á að slasast. Ég vildi heldur ekki að þeir væru uppi í brú, það var meiri hætta þar. Teddi var hjá mér og stýrimennirnir. Mér fannst við hafa verið heppnir að lenda ekki utan í Stokksnesinu.“ Þórir Andrésson matsveinn var niðri í borðsal með skipsfélögum sínum: „Okkur var sagt að fara niður í messa og svo yrðum við að halda okkur fast þegar skipið tæki niðri í fjörunni. Ég hellti upp á kaffikönnuna og hugsaði um konuna mína og barnið og fjölskylduna. Það var óþægilegt að vita af því að skipið væri stjórnlaust. Aðalvélin var ekki lengur í gangi og þögnin sem því fylgdi var ekki góð. Skipið veltist bara til og frá og ekkert var hægt að gera annað en bíða. Við höfðum ekki hugmynd um hvar skipið myndi lenda eða hvernig hægt yrði að bjarga okkur.“ Rak að stórgrýttir fjörunni Uppi í brú fylgdust Ögmundur skipstjóri, Theodór og stýrimennirnir tveir með reki bátsins. Ögmundur óttaðist það mest nú að Sæbjörgina myndi reka að Hafnartanga: „Okkur bar austur á sjávarföllunum. Við vorum fyrst þvert út af Stokksnesi en svo rak okkur hratt upp að landi. Eftir það rak okkur um stund með landinu. Nú áttum við ekki langt upp í stórgrýtta fjöruna á Hafnartanga. Þangað hefði enginn getað sótt okkur.“ Ögmundur sá að báturinn stefndi nú inn á Hornsvík: „Fyrst leit út fyrir að okkur myndi reka upp í stórgrýtið við Hafnartanga en svo fór ekki. Þegar við komum inn á Hornsvíkina minnkaði rekið.


Óskar Pétur í heimsótti Hornarfjörð í haust og stramdstaðinn. Við stilltum okkur upp saman, ég og félagar í Björgunarfélaginu á Hornafirði.

Nú kviknaði hjá mér dálítil von um að skipið myndi stöðvast – ef akkeriskeðjurnar héldu. Ég sagði áhöfninni að taka til öll verðmæti sem þeir gætu haft á sér þegar við yrðum dregnir í land, vegabréfin sín, ökuskírteini og peninga. Skipið var að breyta um stefnu, nú rak okkur milli skerja og upp í Hornsvík.“ Vond upplifun Óskar Pétur fann að nú var eitthvað að gerast sem myndi ráða örlögum Sæbjargar og áhafnarinnar: „Við fundum þegar við komum inn í grunnbrotin í brimgarðinum. Svo fór báturinn að taka niðri með miklum hávaða, það var eins og hann öskraði á mann þegar hann skall þarna niður í fjöruna. Þetta var afar vond upplifun því að auðvitað eiga skip aldrei að kenna botns. Þetta voru þungir dynkir, sarg og skruðningar, allt mjög óraunverulegt og ógnvekjandi. Fyrst tók skipið niðri aftast. Svo komu fleiri högg og það fór að snúa sér. Loks endaði Sæbjörgin á skeri, það var greinilega að koma gat á skipið. Svo fór hún að hallast mikið í stjórnborða og það hríslaðist um mig ónotatilfinning. Það er vont að stranda en þegar við bætist svona mikill halli á skipinu verður það enn verra. Þarna var báturinn okkar fastur í þessari hallandi stöðu meðan

brimið skall stöðugt á skrokknum.“ Ögmundur skipstjóri var í sambandi við björgunarmenn í landi: „Þegar við strönduðum kom strax gat á Sæbjörgina. Björgunarsveitarmennirnir töluðu um að þeir vildu bíða með björgun þangað til að birti. En ég sagði nei. Mér fannst það ekki koma til greina því að gat var komið á skipið og aðstæður gátu mjög fljótt breyst til hins verra.“ Trúði því að þeir myndu bjargast Komið var að Óskari Pétri að fara í björgunarstólinn. Heima hjá honum í Keflavík hafði Torfhildi Helgadóttur, konu hans, sem beið heima með fjögurra ára son þeirra, verið gert viðvart um þá hættu sem maður hennar var í: „Ég frétti þetta frá tengdaforeldrum mínum, að Sæbjörgin hefði strandað og það væri verið að reyna að bjarga skipverjunum. Ég gekk stöðugt fram og aftur um gólf heima, bað fyrir þeim öllum og trúði því að þeir myndu bjargast. Það var erfitt að bíða svona því að þetta var svo tvísýnt, og hræðilegt að vera svona langt í burtu og geta ekkert gert.“ Eins og í tívolíi Óskar Pétur var tilbúinn að vera dreginn í land:

„Þegar ég var dreginn lyftist Sæbjörgin upp og við það slaknaði á tauginni. Ég sá sjóinn nálgast mig á ógnarhraða og þóttist viss um að ég lenti í briminu. Brókin sem hékk niður úr björgunarhringnum sem ég sat í skarst upp í klofið svo að það var sárt að sitja þarna. Stígvélin mín snertu sjávarflötinn og ég lyfti fótunum eins mikið upp og ég gat. Á sama augnabliki féll Sæbjörgin aftur í sína fyrri stöðu og ég skaust leifturhratt hátt upp, snerist í loftinu og fór alveg á hvolf. Þetta var eins og í einhverju tívolítæki. Ég hélt að ég myndi fara heilan hring en hrökk aftur í sitjandi stöðu. Þetta gerðist ótrúlega snöggt, nú nálgaðist fjöruborðið hratt og þar biðu kröftugir björgunarsveitarmenn og drógu mig upp á land.“ Frækileg björgun Hlýhugur og þakklæti var efst í huga Vestmannaeyinga eftir að allri áhöfn Sæbjargar VE 56 var bjargað. „Frækileg björgun,“ skrifaði Morgunblaðið meðal annars og aðrir fjölmiðlar tóku undir. Útgerðarmennirnir og eigendur bátsins, þeir Theodór Ólafsson og Hilmar Rósmundsson, skrifuðu þakkarorð til Hornfirðinga og gáfu björgunarsveitinni nokkrar krónur sem örugglega hafa verið fleiri en færri.


I

Heima med Einsa Kalda Í boði alla föstu-og laugardaga í desember

Hentar vel í heimahús sem og fyrirtæki SENDUM Í HÓPA Á ÖÐRUM TÍMUM EF ÓSKAÐ ER EFTIR

FOR RÉTTA

PLATTI

K ALDUR

AÐAL RÉTTA

PLATTI HEITUR

AÐAL RÉTTA

PLATTI

EFTIR RÉTTA PLATTI

Sinnepssíld / Rauðrófusíld Graflaxinn okkar með kóríander- og fennelhjúp ásamt graflaxdressingu Reyktur lax með piparrótarsósu Hreindýrapaté / gæsalifrarpaté Hindberjadressing / Cumberlandsósa Grafin gæsabringa með bláberja-vinagrettu Drottningaskinka, karamellaður ananas, waldorfsalat Roastbeef, steiktur laukur, remúlaði, bernaisesósa Birkireykt hangikjöt, rófustappa, jafningur, laufabrauð Smjörsteiktar kalkúnabringur, kalkúnafylling, ljós villibráðarsósa Brakandi svínapurusteik, hvítkál, fennel og rósakál, sykurbrúnaðar kartöflur og hvítvínssósa Jóla-tiramisú Dönsk eplakaka með kanil-karamellusósu Toblerone súkkulaðimús

KRAKKASEÐILL fyrir 12 ára og yngri

FORRÉTTAPLATTI Drottningaskinka, karamellaður ananas, waldorfsalat Birkireykt hangikjöt, rófustappa, jafningur, laufabrauð AÐALRÉTTAPLATTI Smjörsteiktar kalkúnabringur, kalkúnafylling, ljós villibráðarsósa Brakandi svínapurusteik, hvítkál, fennel og rósakál, sykurbrúnaðar kartöflur og hvítvínssósa

Verð á mann kr. 7.500

EFTIRRÉTTAPLATTI Dönsk eplakaka með kanil-karamellusósu Toblerone súkkulaðimús

PANTANIR Í S. 481-1415

Verð á mann kr. 3.500


SUDOKU

ORÐARUGL

AMONGUS BOLUR BÓK HETTUPEYSA HÚFA ILMKERTI ILMSTANGIR LJÓSMYND SPIL SÁPA


JÓLALEIKUR TÍGULS Ert þú búin að finna töluna 42 í síðustu þremur blöðum? Ef ekki þá er þess virði að finna þau blöð, finna 42, taka skjáskot og senda á okkur í inboxið á facebook þá ferð þú í pottinn í risa jólaleiknum okkar. Við drögum heppinn vinningshafa þann 15.desember - þú gætir verið sex sinnum í pottinum ef þú finnur 42 í hverju blaði þangað til við drögum út. Samstarfsaðilar okkar eru:

CMYK: Pantone:

0 - 0 - 0 - 100

0 - 34 - 72 - 30,5

Black C

4654 C


2.

1.

3.

5.

4. 6.

8.

7.

9.

Fyrir hann 1. GEISLI Apple Watch verð frá 59.990 kr. 2. PÓLEY Unisex Duggarapeysa 29.900 kr. og húfa 8990 kr. frá As We Grow. 3. SKIPALYFTAN Verkfærasett. 4. HEIMADECOR Húðvörur AK Pure Skin henta jafnt konum sem körlum. 5. LETURSTOFAN Útkall bækur 3 allar Eyjabækurnar í setti. 6. AXELÓ Zo-on Orri úlpa 89.990 kr. 7. SALKA Tailored To Skjold Jacket 30.995 kr. 8. SKIPALYFTAN Millwaukee sett 67.900 kr. 9. SKIPALYFTAN Millwaukee höggbitasett.


Gjafabréf 2.

3.

1.

5.

6. 4.

9.

7.

8.

Fyrir hana 1. SMART gjafabréf. 2. GEISLI Hendrikka Waage Hálsmen 16.490 kr. 3. SALKA Rosemunde Clutch 19.995 kr. 4. PÓLEY Unisex Duggarapeysa 29900 kr og Ponsjó 29900 kr frá As We Grow. 5. AXELÓ Tamaris skór, margar týpur 12.990 - 13.990. 6. LETURSTOFAN Saltkristals lampi 6.500 kr. 7. HEIMADECOR Óskabönd, mikið úrval. 8. LETURSTOFAN Hálsmen my letra 5.990 kr. 9. HEIMILISLÍF Tyrknesk handklæði 1.990/3.590 kr.


2.

1.

3.

6. 4.

5.

7.

8.

Fyrir heimilið 1. HEIMADECOR Bakki frá House Doctor. 2. HEIMILISLÍF Ilmstangir 3.990 kr. 3. GEISLI Jamie Oliver 28cm 15.990 kr. 4. NORDIKA Hálsnuddtæki með rafbylgjunuddi 10.200 kr. 5. PÓLEY Aarke sódavatnstæki 32.900-34.900 kr. 6. HEIMILISLÍF Ilmkerti 3.590, margir ilmir í boði. 7. AXELÓ Helly Hansen á alla. Peysur og buxur verð 7.990-11.990 KR. 8. LETURTOFAN Útvegsspilið 9.500 kr.


1.

2.

3.

6. 4. 5.

7.

8.

Fyrir barnið 1. PÓLEY Snurk Organic bómullarföt verð frá 5.490 - 10.990 kr. 2. AXELÓ Mfitness á börnin verð 5.990-10.990 kr. 3. LETURSTOFAN púði 50x50 cm - Dvel ég í draumahöll kr. 7.500 kr. 4. LETURSTOFAN Veggspjald 30x40 cm 4.500 kr. 5. GEISLI Osmo kit for ipad 19.900 kr. 6. ÍBV Barnanáttföt - pantanir: vilmar@ibv.is (stærðir: 92-134) 4.000 kr. 7. SALKA BLÆR 10.900 kr. 8. SKIPALYFTAN sleði með stýri.


EINFALDAR & FALLEGAR JÓLASKREYTINGAR Það styttist óðum í jólin og er fyrsti í aðventu næstkomandi sunnudag. Við fengum því Birgittu í Blómaval til þess að gera sýninshorn af skreytingum fyrir okkur sem að við munum sýna í blöðunum okkar í desember. Hér má sjá fyrstu tvær.

Í þessa skreytingu þarf: - hring - grein - ljósaseríu með batterý - fallega styttu - silkiborða

Í þessa skreytingu þarf: - mosakrans - blómagreinar - 4 kerti - kertahöldur - grein með könglum - gylltar kúlur


na!

daginn og mældu nú Vertu tilbúin/n á föstu

? Gerðu frábær kaup

n studagin ðeins fö 2020 a ir d il G . 27. nóv

Engin bið eftir tilboði - þú sérð verðið strax á netinu!

Sjáðu afsláttinn á miðnætti á skanva.is


FALLEGAR VÖRUR FYRIR HEIMILIÐ


WWW.NORDIKA.IS

FYRIR HANN & FYRIR HANA


UPPSKRIFT - Uppskrift vikunnar -

Mömmukökur Hráefni: 125 g smjör 125 g sykur 250 g sýróp 1 egg 500 g hveiti 2 tsk matarsódi 1 tsk engifer Aðferð: Bræðið saman í potti sykur, sýróp og smjör. Kælið blönduna að stofuhita og hrærið síðan eggi saman við. Bætið við sykurblönduna hveiti, matarsóda og engifer og hnoðið vel. Pakkið deiginu inn í plastfilmu og látið standa í kæli yfir nótt. Fletjið deigið út mjög þunnt eða þannig að það verði aðeins um 1-2 mm að þykkt. Stingið út kökur með smákökuformi eða litlu glasi og raðið þeim á bökunarpappírsklædda ofnplötu.

Bakið mömmukökurnar við 180° í 5-7 mínútur. Athugið að kökurnar eru fljótar að bakast og brenna. Þær eru tilbúnar þegar þær verða rétt ljósbrúnar. Látið mömmukökurnar kólna og harðna á bökunarpappírnum áður en þær eru teknar af. Smjörkrem Hráefni: 150 g mjúkt smjör 200-250 g flórsykur 1 tsk vanilludropar Aðferð: Þeytið saman smjör, flórsykur og vanilludropa. Setjið smjörkrem í sprautupoka og sprautið á miðjuna á helmingnum af mömmukökunum. Leggið síðan smákökur ofan á kremkökurnar og búið til samlokur. Magn af kremi fer eftir smekk hvers og eins en ég vil hafa mikið krem á mínum.

Það getur verið hundleiðinlegt að leysa smákökurnar af borðinu og oft þarf að nota hveiti til að koma í veg fyrir að deigið festist við borðflötinn. Til að fyrirbyggja slíkan sóðaskap er best að fletja deigið út á sílíkonmottu, skera smákökurnar út á henni og færa þær svo yfir á bökunarpappír. Passið bara að þrýsta smákökuforminu ekki svo fast niður að það skeri mottuna. Geymið mömmukökurnar í plastpoka eða loftþéttu boxi. Ef þær mýkjast ekki nógu vel af kreminu þá er gott að setja 1/2 - 1 brauðsneið með í pokann.


BJÓÐA UPP Á INNANHÚSRÁÐGJÖF FYRIR HEIMILI & FYRIRTÆKI

Rikki og Sigrún Arna.

Ríkarður Tómas Stefánsson tækniteiknari og innanhúsarkitekt og Sigrún Arna Gunnarsdóttir innanhúshönnuður byrjuðu að þróa samstarf fyrr á árinu þegar að Vestmannaeyjabær fékk þau til að hanna og skipuleggja nýjar þjónustuíbúðir fatlaða við Strandveg. Tígull fékk að heyra meira um þeirra samstarf og þjónustuna sem þau bjóða upp á. En hún er í fernu lagi eða brons, silfur, gull og platínum pakkar. Er þeirra von að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi sem leitast eftir ráðgjöf og hönnunarleiðbeiningum. Hægt er að sjá nánar um pakkana á næstu síðu. Hlutverk hönnuða Margt hefur verið skrifað um arkitektur og innanhúshönnun en um hönnun er hægt að segja að það sé notað yfir samheiti yfir mismunandi greinar sem sameinar sköpun og hagnýtar lausnir fyrir bæði heimili og umhverfið í kringum okkur. Síðustu ár hefur hlutverk hönnuða orðið meira krefjandi þar sem áhersla er sett á að þeir noti vörur sem hafa fengið svansvottun frá norðurlöndunum en Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki

um lágmörkun umhverfisáhrifa sem tryggja að Svansmerkt vara er betri fyrir umhverfið og heilsuna. Með því að velja Svansmerkta vöru og þjónustu stuðlar þú að betra umhverfi og bættri heilsu fyrir þig og þína, án þess að fórna gæðum. Norðurlöndin eru framarlega í flokki þar sem 2000 leyfi fyrir notkun á merki Svansins hafa verið gefin út og 6000 vörur hafa verið Svansvottaðar. Hafa mörg fyrirtæki landsins þegar tekið við sér og leggja áherslu á að þeirra vörur stuðli að heilsusamlegra umhverfi og nú þegar covid stendur yfir þá gæti áherslan á betra umhverfi ekki skipt meira máli en nú. Sameiginlegur áhugi á heimili og lífstíl Hægt er að segja að sameiginlegur áhugi á hönnun og list sem og samstarf á nýjum þjónustuíbúðum í Vestmannaeyjum hafi verið kveikjan að Ríkarður og Sigrún Arna eigandi Heimadecor hafi ákveðið að hefja samstarf. Þau bjóða uppá þjónustu fyrir heimili og fyrirtæki sem hafa vilja og hug á að nýta betur og auka gæði rýma sem gefur af sér betra og heilbrigðra umhverfi fyrir eiganda/

ur. Sigrún sem útskrifaðist sem innanhúshönnuður frá Svíþjóð hefur sterka skoðun á allt sem tengist hönnun fyrir heimilið og með gott auga fyrir því nýjasta í straumum heimilisins. Hefur Sigrún Arna m.a komið sér í samstarf við fyrirtæki á borð við Sérefni og Zenus sem hafa mikla sögu og sérþekkingu á sínu sviði til að geta boðið viðskiptavinum sínum uppá vörur sem gefa heimilum aukin þægindi. Hægt er að sjá úrvalið á heimadecor.is og svo auðvitað eru allir alltaf velkominir niður í búðina á Strandvegi. Ríkarður útskrifaðst með meistaragráðu í Innanhúsarkitektur verslunar- og almennra rýma í Barcelona á Spáni og hefur unnið á Teiknistofu Páls Zóphóníassonar TPZ frá árinu 2014 sem tækniteiknari og hönnuður. Frá þeim tíma sem hann hóf störf sín þar og allt til dagsins í dag hefur hann unnið að og hannað hin ýmsu verkefni fyrir TPZ og líkar mjög vel. Frá arkitektur og skipulag innanhús yfir í burðavirkis og lagnauppdrætti í samvinnu við verkfræðinga Tpz. TPZ hefur starfað í tæp 40 ár og hefur komið að flestum stærstu byggingum og framkvæmdum


í Vestmannaeyjum m.a stóru sjávarútvegsfyrirtækin og auk þess að koma ýmsum verkefnum á fasta landinu. Tpz sinnir ráðgjöf á sviði byggingar- og mannvirkjastarfsemi fyrir einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sveitarfélög og eru verkefni þeirra fjölbreytileg og spennandi. Einnig stendur á að bæta við þjónustu Tpz á komandi mánuðum og segir Ríkarður að nýtt efni verði þá kynnt á heimasíðu og facebooksíðu teiknistofunnar. Skipulag og hönnun þjónustuíbúða Eins og minnst var á í byrjun þessara greinar hófst undibúningur um samstarf milli Sigrúnar og Ríkharðs þegar hönnun og skipulag á nýju Þjónustuíbúðunum á Strandvegi 26 hófst fyrr á þessu ári þegar teiknistofa Tpz sem er aðalhönnuður byggingarinnar var kölluð til að sjá um uppsetningu á nýjum þjónustuíbúðum sem Ríkarður var settur í umsjón yfir ásamt því að fá Sigrúnu Örnu með í verkefnið. Í lögum um þjónustu við fatlað fólk kemur fram að fatlað fólk á rétt á húsnæði í samræmi við þarfir þess og óskir og félagslegri þjónustu. Einnig eru kröfur til hönnunar á þjónustuíbúðum fatlaðra meiri og verða standast ákveðnar kröfur um aðgengi og skipulag. Síðustu mánuði hafa þau unnið að því að undirbúa og setja saman verkefni með það markmiði að bjóða uppá góða þjónustu og gæði fyrir þjónustuíbúðir fatlaðra og hönnun sem gefur af sér til margra ára sem býður líka uppá að geta bætt við sig þjónustu sé þess þörf. Íbúðirnar verða sjö með þjónustukjarna og skammtímavistun. Þjónustukjarninn er stórt og mikið svæði til að vinna með sem bíður uppá marga möguleika ásamt því að vera með sólahringsþjónustu. Þar er einnig skrifstofa, geymsla og aðstaða fyrir starfsmenn með góðu aðgengi að votrými, þvottarhúsi og annarri geymslu.


Myndband af þjónustuíbúðunum er hægt að sjá á vefsíðu / youtube sem sýnir í grófum dráttum útlit og skipulag hæðarinnar en í lok ársins eða byrjun næsta árs verður hægt að skoða þrívíddarmyndir sem sýna betur loka uppstillingu og útlit þjónustuíbúðanna. Áætlað er að byggingin verði tilbúin í vor. Tígull fær að fylgjast með Þau Rikki og Sigrún ætla að leyfa okkur að fylgjast með samstarfinu og komandi verkefnum áfram. Það verður spennandi að fylgjast með.

42

Hér má sjá myndir frá undirbúningi og hönnun á verkefnum þeirra. Til hægri má sjá mynd tengda þjónustuíbúðunum og neðri myndin er tillaga fyrir einbýlishús hér í Eyjum.


Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Okkar elskulega

VIKTORÍA KARLSDÓTTIR Áshamar 3F Vestmannaeyjum

Lést 31. október. Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum mánudaginn 30.nóvember kl. 14. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt frá vef Landakirkju www.landakirkja.is Jónas Ragnar Gíslason Erika Ruiz Stella Gísladóttir Guðmundur Gíslason Guðný Jensdóttir Viktoría Gísladóttir Fanney Gísladóttir Oddur Magnús Oddsson Bryndís Gísladóttir barnabörn og barnabarnabörn

JÓRUNN ÞORGERÐUR BERGSDÓTTIR Frá Hofi í Öræfum,

Lést þriðjudaginn 17. nóvember að Hraunbúðum.

Bjarni Jónasson Jónas Bjarnason Margrét Pálsdóttir Valgerður Bjarnadóttir Björgvin Björgvinsson Bergþór Bjarnason Francheteau Olivier Francheteau Bjarnason

ÍSLENSKU FUGLARNIR OG ÞJÓÐTRÚIN

Sannkallað meistaraverk sem áhugamenn um þjóðlegan fróðleik og fugla láta ekki fram hjá sér fara. Glæsilegar myndir og útbreiðslukort hverrar tegundar prýða bókina, svo ekki sé nú minnst á konfektið sem leynist í textanum. Fæst í öllum bókabúðum og víða í stórmörkuðum. Bókaútgáfan Hólar holabok.is / holar@holabok.is

SVÖRT VIKA

30-50% afsláttur


BÖRNIN Börn eru svo yndisleg og hreinskilin og segja nákvæmlega það sem þeim finnst. Það er alltaf gaman að fá þessa gorma í spjall. Við fengum nokkur 4 ára börn til að svara nokkrum spurningum.

Elísabet Lilja Elmarsdóttir Aldur: 4 ára. Foreldrar: Sólveig Adolfsdóttir og Elmar Hrafn Óskarsson Af hverju elskarðu mömmu? Af því að mamma er skemmtilegust og best. Í hverju er mamma best? Taka til og skrifa stafina. Af hverju elskarðu pabba? Því ég vill alltaf koma til hans og hann er brandarakall. Í hverju er pabbi bestur? Að hafa gaman með mér. Af hverju elskarðu ömmu? Maju ömmu: af því hún gaf mér kjúklingasamloku. Una amma? Ég elska hana af því ég er búin að gefa henni mikið að myndum og hún er best.

Sigurður Andrason Aldur: 4 ára en svo verð èg fimm næst. Foreldrar: Mamma er Thelma Sigurðardóttir og pabbi er Andri Af hverju elskarðu mömmu? Ég veit það ekki. Það gerist bara. Í hverju er mamma best? að koma í sund Af hverju elskarðu pabba? Eins og mömmu Í hverju er pabbi bestur? Hann er bestur að þjalfa, útaf hann leyfir okkur stundum að vera hjá honum þá, að sparka. Af hverju elskarðu ömmur þínar? Bara! útaf ein er á leikskólanum

mínum, einu sinni var hún í hvíld hjá mér og ég var hliðiná henni, það var mjöööög þægilegt! Af hverju elskarðu afa? Útaf hann er alltaf að veiða fisk handa mér Hvað viltu í jólagjöf? æj hvaaað vildi ég aftur... jà Nàttföt ! Hvar á jólasveininn heima? í fjöllunum, hjá Grýlu! ..og Leppalúða Af hverju eru jól? - æj útaf bara, ég veit það ekki, hvort það eru jól eða ekki jól. Veistu hvað Covid er? já, kórónoaveiran Í hverju ertu bestur? Að leika

Af hverju elskarðu afa? Óskar afa: ég elska ekkert óskar afa bara Unu ömmu.. eftir smá stund... Jú ég elska Óskar afa líka. Addi afa? Því hann er svo fyndinn við mig. Hvað viltu í jólagjöf? Hnotubrjót, nýja úlpu, barbie, teppi, síma, kort og föndur. Hvar á jólasveininn heima? Uppí fjallinu. Af hverju eru jól? Til að seta pakkana undir jólatréið. Hvað er Covid? Að hafa grímu í búðinni. Í hverju ertu best? Í öllu og líka í að leika og mála


Hólmfríður Eldey Guðnadóttir Aldur: 4 ára Foreldrar: Kristín Hartmannsdóttir og Guðni Grímsson Af hverju elskarðu mömmu: Mamma er mjög mikið skemmtileg og hún er alltaf hjá mér og hún er best. Í hverju er mamma best: Að spila með mér Af hverju elskarðu pabba: Pabbi er líka skemmtilegur Í hverju er pabbi bestur: Að skutla mér á leikskólann Af hverju elskarðu ömmu: Af því að hún er góð við mig

Af hverju elskarðu afa: Af því að hann er góður við mig Hvað viltu í jólagjöf: Löggubíl og barbiehús Hvar á jólasveininn heima: Upp í fjöllunum Af hverju eru jól: Því allir vilja skreyta húsin sín Hvað er Covid: það er smitandi Í hverju ertu best: Að púsla og lita og að vera vinkona

35% AFSLÁTTUR AF MYNDUM FRÁ 1000ANDLIT.IS

MEÐ KÓÐANUM BLACK1000

20 % afsláttur

af SIGN skartgripum

& af allri gjafavöru

Minnum á grímuna og aðeins 10 manns inni í einu. Afslátturinn gildir aðeins í verslun.

Tannlæknar 1. - 4. des Hjalti Þórðarsson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772


Profile for Leturstofan

Tígull 40.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 40.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...