Tígull 35. tbl 06. árg.

Page 1


35. tbl. 06. árg. 16. - 22. október 2024

NÝFÆDDIR VESTMANNAEYINGAR

STÚLKA ÞORGEIRSDÓTTIR

Fæðingardagur: 26. september 2024

Foreldrar: Elín Inga Halldórsdóttir

og Þorgeir Þór Friðgeirsson

Þyngd: 4495 gr eða 18 merkur

Lengd: 53,5

Stóra systir heitir Hildur

VANTAR MYND AF ÞÍNU BARNI?

Sendu okkur endilega mynd og upplýsingar á tigull@tigull.is .

STÚLKA JÖKULSDÓTTIR

Fæðingardagur: 08. október 2024

Foreldrar: Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

Þyngd: 2664 gr Lengd: 49,5

Stóri bróðir heitir Daníel Andri

Sjáðu alla nýjustu Vestmannaeyingana inni á TIGULL.IS

FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðu vikunnar prýðir Bragi Magnússon ásamt börnum en myndina tók Addi í London í fimmtugsafmæli Kirkjugerðis í síðustu viku.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.

DREIFING:

Dreifing fer fram á miðvikudögum og er blaðinu dreift inn á öll heimili í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

SKEMMTILEGUR DAGUR HJÁ PÍLUFÉLAGINU

Síðastliðinn laugardag bauð Pílufélag Vestmannaeyja uppá fjölskyldu-pílufjör. Þótti dagurinn vel heppnaður þar sem börn og fullorðnir skemmtu sér konunglega við hina ýmsu leiki á píluspjaldin. Pétur Rúðrik Guðmundsson landsliðsþjálfari og afreksmaður í pílukasti mætti á svæðið og fór yfir starfið sitt sem landsliðsþjálfari og hvað þarf til þess að komast í landsliðið og leiðbeindi mönnum.

Hörð keppni og mikill metnaður var í 9 pílna keppninni krakkanna, þar sem sigurvegarinn var sá sem skoraði hæst með níu pílum. Verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin frá Ping pong og Ísey og fóru leikar þannig að 1. sætið hlaut Birnir Andri með 230 stig skoruð. 2. sæti Sindri Orrason með 208 og í 3. sæti Ívar Skæringur með 204 stig. Þegar pílufjörið kláraðist voru svo grillaðar pylsur og fór enginn svangur heim.

Síðar um daginn bauð Pétur þeim sem vildu kennslu. Þar fór hann yfir helstu grunnatriði pílukastsins, gekk á milli og skoðaði kastið hjá hverjum og einum og gaf góð ráð hvað mætti gera betur. Allt í allt skemmtilegur dagur hjá Pílufélagi Vestmannaeyja sem fer ört vaxandi í takt við sívaxandi áhuga landsmanna á íþróttinni.

Birnir Andri skoraði hæst í 9 pílna leiknum, 230 stig.

Pétur Rúðrik Guðmundsson landsliðsþjálfari í pílukasti mætti á svæðið.

Boðið var uppá grillaðar pulsur að loknu pílukasti.

Píla nýtur sívaxandi vinsælda hjá fólki á öllum aldri.
Vel var mætt á Pílufjör Pílufélagsins á laugardag.
Spilaðir voru fjölbreyttir leikir á píluspjöldunum.
Pétur landsliðsþjálfari í pílu leiðbeinti fólki við köstin.
Myndir: Addi í London

HAMARSSKÓLI ÓSKAR EFTIR STARFSFÓLKI

Skólaliði í Hamarsskóla óskast til afleysingar fram að áramótum

Starfshlutfall er 60%, vinnutími er frá: 11-15:45. Möguleiki á áframhaldandi starfi eftir áramót í afleysingum.

Starf skólaliða felst m.a í aðstoð við nemendur í leik- og grunnskóla, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.

Helstu verkefni skólaliða:

• Skólaliði aðstoðar nemendur í leik og starfi og leiðbeinir þeim í samskiptum þeirra við aðra nemendur og starfsfólk skólans

• Hefur umsjón með nemendum í frímínútum úti og inni, og á göngum, aðstoðar nemendur í anda Uppeldis til ábyrgðar og leiðbeinir þeim í samskiptum, reynir að sætta deilur og gætir þess að skólareglur séu virtar.

• Sinnir gangavörslu á morgnana fram að kennslu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi

Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Vestmannaeyja (Stavey) eða Drífanda stéttarfélags.

Nánari upplýsingar um starfið veitir

Guðrún Möller húsvörður Hamarsskóla gurra@grv.is

Umsókn sendist merkt viðkomandi starfi sem sótt er um. Umsóknir skulu almennt

• Annast almenna gangavörslu og eftirlit með umgengni nemenda um skólann og meðferð þeirra á munum og búnaði í eigu skólans.

• Aðstoðar nemendur ef með þarf við að ganga frá fatnaði sínum.

• Sér um daglega ræstingu, heldur húsnæði og lóð skólans hreinni og snyrtilegri samkvæmt vinnuskipulagi skólans.

• Áhugi og reynsla á að vinna með börnum og reynsla við ræstingarstörf er kostur. Hreint sakavottorð er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til 25. október.

berast með með tölvupósti á skólastjóra Hamarsskóla. annaros@grv.is.

Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.

Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.

FJÖLMENNI Á FIMMTUGSAFMÆLI

Leikskólinn Kirkjugerði fagnaði 50 ára afmæli sl. fimmtudag 10. október og bauð af því tilefni gestum og gangandi í heimsókn í skólann. Það voru fjölmargir sem lögðu leið sína þangað og fögnuðu með nemendum og starfsfólki. Okkar maður Addi í London var að sjálfsögðu á staðnum með myndavélina. Leyfum við myndunum að tala sínu máli. Fleiri myndir má finna á Tígull.is.

Myndir:

ALLRA VEÐRA VON ENDURVAKIN

Tónleikarnir og hljómsveitakeppnin Allra veðra von var árlegur viðburður í Vestmannaeyju á árunum 2002 til 2008. Þar komu fram fjöldinn allur af unglingahljómsveitum, sem störfuðu á þessum árum hér í Eyjum sem og hljómsveitir víðsvegar frá. Félagið Gullrót hélt utan um keppnina þá ásamt Áhugafélagi um Rokkeldi í Vestmannaeyjum.

Hljómsveitin Slysh, frá Hveragerði, fór með sigur úr býtum í hljómsveitakeppninni Allra veðra von, sem fram fór í Höllinni í Eyjum um helgina í fyrsta skipti síðan árið 2008. Stelpurnar í hljómsveitinni Þögn enduðu í 3. sæti.

Síðastliðinn laugardag var viðburðurinn endurvakinn og haldinn í Höllinni. Fimm hljómsveitir tóku þátt í keppninni í þetta skiptið, hljómsveitirnar Mucky Muck, Þögn, Slysh, Grýbos og Richter. Fór svo að dómnefnd kvöldsins valdi í fyrsta sæti hljómsveitina Slysh og hlaut að launum hún gjafabréf upp á 2 daga í Stúdíó Sundlaugin að launum. Hljómsveitin Slysh er frá Hveragerði og spilar blöndu af glysrokki, pönki og þungarokki. Hljómsveitin hefur verið starfandi síðan í September 2022 og varð til útfrá val-áfanga í Grunnskóla Hveragerðis. Hljómsveitin er að vinna í EP plötu og stefnir á útgáfu í kringum áramótin. Í 2. sæti var Grýbos sem hlaut að launum 30.000 kr gjafabréf í Tónastöðinni. Grýbos er Post-rock hljómsveit frá Keflavík og hefur aðeins verið starfandi frá því í ágúst en meðlimir sveitarinnar hafa spilað saman í ýmsum verkefnum og hljómsveitum áður. Hljómsveitin er að vinna að sinni fyrstu plötu um þessar mundir.

í 3. sæti voru svo Eyjastúlkurnar í Þögn og fengu þær 20.000 kr. gjafabréf í Hljóðfærahúsinu. Þögn er pönkrokk-sveit frá Vestmannaeyjum skipuð einungis stúlkum. Hljómsveitin var stofnuð í Nóvember 2023 og eru þær að vinna hörðum höndum að efni til útgáfu. Þögn talaði um að þær hefðu stofnað hljómsveitina

Eyjapeyjarnir í Mucky Muck. Arnar Júlíusson, Stefán Gauti Stefánsson, Trausti Mar Sigurðarson og Jón Grétar Jónasson.

María Fönn Frostadóttir, söngkona Þagnar.

því þær vildu gera stelpur sýnilegri í rokksenunni. Þær hafi því ákveðið að stofna hljómsveitina til að vera fyrirmyndir og smita þannig út frá sér. Jafnframt vilja þær eyða fordómum og sýna fram á að öll eigi jafn mikið erindi í tónlist.

Ásamt hljómsveitunum fimm sem kepptu komu fram þrjár gesta sveitir. Dauðarokksveitin Devine Defilement og Eyjasveitirnar False Majesty og Casus. En sú síðar nefnda hefur ekki komið saman í 18 ár og léku einmitt síðast saman á Allra veðra von árið 2006. Meðlimir sveitarinnar hafa jafnframt ákveðið að þetta hafi verið þeirra allra síðustu tónleikar.

Aldur engin fyrirstaða Skæringur Óli Þórarinsson einn forsprakka keppninnar í ár sagðist hæst ánægður með þátttökuna bæði hljómsveitirnar, sem voru hver annari betri og eins áhorfendur sem voru fjölmargir í Höllinni á laugardaginn.

Arna Gunnlaugsdóttir og Júlí Sigurjónsdóttir í Þögn.

Skæringur segir keppnina vera komna til að vera og hvetur alla sem hljóðfæri geta valdið að hóa sig saman, stofna hljómsveit og taka þátt að ári. Aldur sé engin fyrirstaða þar sem engin aldursmörk eru á þátttöku hvorki í salnum né á sviðinu.

Frábært framtak sem verður eflaust til þess að efla enn frekar tónlistarlífið í Eyjum sem virðist heldur betur vera að vakna til lífsins þessi misserin.

Fleiri myndir má finna á Tígull.is á næstu dögum.

Alexander Grýbos söngvari og gítarleikari Grýbos.

Dómnefnd kvöldsins.

Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun) kynnir kvöldsins ásamt Skæringi Óla Þórarinssyni einum forsprakka Allra veðra von 2024.

Rúnar Einarsson og félagar í hljómsveitinni Casus komu saman í fyrsta og síðasta skiptið eftir 18 ára hlé.

PRENTUM Á FÁNA! PRENTUM Á FÁNA!

Nú bjóðum við á Leturstofunni upp á hönnun og prentun á fánum í ýmsum stærðum og gerðum fyrir fyrirtæki eða viðburði.

Hefðbundna fána, ílanga fána, hátíðarfána, borðfána bara allskonar fána.

Heyrðu í okkur og við finnum akkurat fánann sem hentar!

LOKAHÓF KFS

KFS hélt lokahóf sitt á dögunum eftir heldur dapurt tímabil í 4. deildinni. Félagið endaði í 8. sæti og hangir áfram í 4. deildinni á markatölunni einni saman eftir jafntefli í síðasta leik sumarsins. En KFS bjargaði sér frá falli niður í 5. deild með 2-2 jafntefli á útivelli gegn löngu föllnu botnliði RB. KFS endaði því deildartímabilið með 17 stig

Á lokahófinu voru, líkt og tíðkast á slíkum hófum, þeim veitt verðlaun sem þóttu standa sig best á tímabilinu. Þá voru þeir Hafsteinn Gisli Valdimarsson og Björgvin Geir Björgvinsson heiðraðir fyrir að hafa

Best þótti hafa staðið sig í sumar Hallgrímur

Heiðmar Þór Magnússon þótti efnilegastur og hlaut einnig markakóngs titilinn. Heiðmar er aðeins 16 ára gamall og skoraði 9 mörk á sínu fyrsta

Mestu framfarir þótti sýna Alexander Örn Friðriks-

Það er því ljóst að framtíðin er björt í knattspyrnunni í Eyjum og KFS sannar enn og aftur mikilvægi sitt sem vettvang fyrir unga og efnilega leik-

Heiðmar Þór, efnilegastur og markahæstur.

Alexander Örn sýndi mestu framfarir á tímabilinu.

Hallgrímur þótti bestur í sumar.

Friðrik hefur mest hlaupið 194,3 km en stefnir á vel á fjórða hundrað kílómetra á laugardaginn.

FRIÐRIK Á HEIMSMEISARAMÓT

Í BAKGARÐSHLAUPUM UM HELGINA

Það styttist í Heimsmeistaramót landsliða í bakgarðshlaupum þann 19. október n.k. í Elliðaárdal og eykst spennustigið með hverjum deginum hjá íslenska liðinu! Þar á meðal Eyjamanninum Friðrik Benediktssyni sem er einn þeirra fimmtán hlaupara sem mynda landsliðið í ár. Blaðamaður Tíguls heyrði í Friðrik og kannaði hvernig hefur gengið að æfa fyrir hlaupið.

„Það hefur gengið mjög vel að æfa fyrir hlaupið, ég stefni á að taka a.m.k. fimmtíu hringi sem eru alls 335 km,“ segir Friðrik.

Hringurinn sem hlaupinn er, er 6,7 km að lengd og hefur Friðrik lengst farið 29 hringi eða 194,3 km.

Eins og áður sagði fer hlaupið fram um helgina, nánar tiltekið á laugardaginn kemur og mun Vísir. is streyma beint frá hlaupinu.

Landsliðið að þessu sinni er skipað sjö körlum og átta konum og koma þau til með að hlaupa hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir og hleypur einn síðasta hringinn!

Landsliðið skipa eftirfarandi:

• Mari Järsk

• Elísa Kristinsdóttir

• Andri Guðmundsson

• Þorleifur Þorleifsson

• Marlena Radziszewska

• Flóki Halldórsson

• Guðjón Sigurðsson

• Kristinn Gunnar Kristinsson

• Sif Sumarliðadóttir

• Margrét TH. Jónsdóttir

• Friðrik Benediktsson

• Hildur Guðný Káradóttir

• Margrét Salóme L. Þorsteinsd.

• Rakel María Hjaltadóttir

• Jón Trausti Guðmundsson

Auglýsingasími

Tíguls: 481-1161

tigull@tigull.is

BLEIKUR LEIKUR

ÍBV, handboltalið kvenna, stóð fyrir BLEIKUM LEIK sl. laugardag þar sem allur ágóði af miðasölu rann óskiptur til Krabbavarnar Vestmannaeyja. Um var að ræða leik í Olís-deild kvenna gegn Selfossi og endaði hann með jafntefli. Stelpurnar skörtuðu bleikum búningum í tilefni dagsins og voru einnig seldar bleikar kræsingar og varningur. Allt til styrkt-

ar Krabbavarnar í Eyjum sem voru mjög þakklátar í lok dags. „Við þökkum ÍBV og liðinu kærlega fyrir velvildina og stuðninginn. Fleiri lögðu okkur lið við fjáröflun á leiknum og þökkum við Heimaey kertaverksmiðju, Tranbergs bakaríi, starfsfólki Íþróttamiðstöðvarinnar og öðrum sem studdu Krabbavörn Vestmannaeyja kærlega fyrir alla hjálpina.“

Það verður nú að viðurkennast að það var skrítið að halda ekki með „hvítaliðinu“ í Íþróttahúsinu á laugardag.

Guðrún, Olga, Stína, Þóra og Magga buðu upp á ýmsan bleikan varning til styrktar Krabbavarnar.

Frumherji í Eyjum dagana 21. - 24. október

Tímapantanir í síma 570 9090 Faxastígur 38 (Lokað í hádeginu)

ÞRAUTIR

HLJÓMSVEIT

HANDBOLTALEIKUR

HLAUP

SKOTLEIKUR HUNDAMATUR GÖNGUTÚR

BLÝANTUR STRIGI MÁLVERK

KARÓKÍ KVÖLD MEÐ LIFANDI TÓNLISTARFLUTNINGI

Fyrir stuttu var boðið upp á nýjung á Háaloftinu þegar haldið var Karókí kvöld með undirleik hljómsveitar. Óhætt er að segja að kvöldið hafi tekist einstaklega vel upp enda fjölmargir sem notuðu tækifærið og létu drauminn rætast um að syngja á sviði með hljómsveit.

Kvöldið var hluti af námi þeirra Arnars Júlíussonar og Dagbjartar Lenu Sigurðardóttur í Viðburðarstjórn við Háskólann á Hólum. Eitt af verkefnum námsins var að halda opinberan viðburð og þar sem þau eru bæði fædd og uppalin í Eyjum, lá beinast við að halda viðburðinn hér. Og þar sem Arnar er á fullu í tónlistinni þá kom ekkert annað til greina en að hafa verkefnið tónlistartengt. „Við vissum ekki alveg hvað við vorum að fara út í en við Dagga fengum bróður hennar Trausta Mar til að plokka á bassann og kærastann hennar Jón Grétar til að spila listir sínar á trommur en ég sá um gítarleikinn. Þessir strákar eru góðir vinir mínir og má nefna að við erum saman í hljómsveitinni Mucky Muck, þetta steinlá. Dagga sá svo um að raða fólki niður og taka við hvaða lagi fólkið vildi spreyta sig á.“

Alls voru um 40 lög á lagalistanum, bæði innlend og erlend en Arnar segir að rokklögin hafi verið vinsælust. „Við tókum Creep með Radiohead fjórum sinnum og fleiri lög oftar en einu sinni. En það var mjög gaman að sjá nokkra einstaklinga þarna stíga á svið og láta drauminn rætast. Við enduðum á að spila í tvo klukkutíma og hefðum getað haldið áfram lengur.“

En ætlið þið að halda áfram með þessa hugmynd, lifandi karókí?

„Það er aldrei að vita. Þetta var allavega það vel heppnað að við vorum að láta nokkrar hugmyndir fljóta þarna um kvöldið, hvaða lög mætti bæta við og þar fram eftir götunum,“ sagði Arnar að lokum og þakkaði um leið þeim Hallarbændum fyrir aðstoðina við þetta skemmtilega skólaverkefni.

Fjölmargir létu drauminn um að syngja í hljómsveit, rætast á Háaloftinu.
Hljómsveitina skipuðu Arnar, Trausti og Jón Grétar.
Dagbjört Lena Sigurðardóttir. Arnar Júlíusson.

UPPBOÐ UPPBOÐ

TIL STYRKTAR Krabbavörn Vestmannaeyja

UPPBOÐINU LÝKUR Á BLEIKA DEGINUM 23. OKTÓBER KLUKKAN 14:00

Viðar Breiðfjörð ætlar að endurtaka leikinn og hafa uppboð á listaverki til styrktar Krabbavarnar í Eyjum. „Það eru forréttindi að búa í Eyjum og þess vegna vil ég láta gott af mér leiða og gefa verkið sem ég kalla bátar, bíll og hús til krabbavarnar Eyjum. Mér líður það vel hér í Eyjum að ég lít á Vestmannaeyinga sem eina stóra fjölskyldu, “ sagði Viðar Breiðfjörð.

Þau sem að hafa áhuga á uppboðinu geta farið á vefsíðu Tíguls og smellt á efsta borðann þar eða skannað inn QR kóðann hér:

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.