__MAIN_TEXT__

Page 1

34. tbl. 02. รกrg. 7. - 13. oktรณber 2020


MISMUNANDI EINKENNI COVID -19, KVEFS OG FLENSU COVID - 19

KVEF

FLENSA

EINKENNI

Einkenni geta veriðo væg eða alvarleg

Einkenni koma smám saman

Einkenni koma skyndilega

Lengd einkenna

7-25 dagar

<14 dagar

7-14 dagar

Hósti

Algengur

Algengur

Algengur

Andþyngsli

Stundum

Nei

Nei

Mæði

Stundum

Nei

Nei

Hnerri

Nei

Algengt

Nei

Nefrennsli

Sjaldan

Algengt

Stundum

Hálssærindi

Stundum

Algengt

Stundum

Hiti

Algengt

í stuttan tíma

Algengt

Þreyta

Stundum

stundum

Algengt

Höfuðverkur

Stundum

Sjaldan

Algengt

Beinverkir

Stundum

Algengt

Algengt

Uppköst og niðurgangur

Stundum

Sjaldan

Stundum

Hrollur

Stundum

Nei

Stundum

Minnkað bragðog lyktarskyn

Stundum

Sjaldan

Sjaldan

TÍGULL

oftast þurr

oftast þurr

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


ÁR FRÁ STOFNUN ADHD FÉLAGSINS Í EYJUM og áhugaverðar vangaveltur og spurningar komu þar fram. Við vorum komin með nokkra fundi á dagskrá hjá okkur fyrir næstu mánuði, en þeir eru: Október - Réttast væri að flengja ræfilinn - um samskipti foreldra og barna með ADHD Nóvember - ADHD og jólin Janúar - Sigurvegarar með ADHD Við þurfum nú bara að taka stöðuna miðað við ástandið í þjóðfélaginu og meta hvort við getum haldið þessari dagskrá eða hvort við þurfum að aðlaga okkur að breyttum aðstæðum. Fundur hjá samtökunum fyrir covid

Tígull heyrði í Ásu Ingibergs sem er ein af stofnendum félagsins ADHD Eyjar. Nú er ca. ár frá stofnun félagsins, hvernig hefur gengið? Það hefur gengið nokkuð vel, við náðum að halda nokkra fundi í vetur áður en Covid ástandið tók yfir. Fundirnir voru allir mjög fróðlegir og með flottum fyrirlesurum. Fyrirlestrarnir sem voru haldnir voru: Kynningarfundur 15 okt Adhd og jólin 28 nóv Adhd og atvinnumarkaðurinn 16 jan Adhd og einelti 20 febrúar Síðan vorum við með fyrirlesturinn Adhd og lyf núna 17 september. Hvað eru margir félagar í ADHD Eyjar? ADHD eyjar er sér deild undir ADHD samtökunum á landsvísu, í Vestmannaeyjum eru 61 fjölskylda skráð í félagið, en það er umtalsverð fjölgun m.v. það hversu margir úr eyjum voru skráðir síðasta haust fyrir stofnun deildarinnar í Eyjum. Við leituðum til fyrirtækja fyrir ári með styrki sem renna beint til okkar deildar og stendur straum af kostnaði að fá hingað fyrirlesara, ferðakostnað og þess háttar. Við fengum mjög góð viðbrögð frá atvinnurekendum og

kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Í sumarlok vorum við svo lánsamar að tvær yndislegar konur fóru að sauma grímur til styrktar félaginu og erum við þeim endlaust þakklátar fyrir. Styrkurinn frá þeim var virkilega rausnarlegur og hvetjum við fólk áfram til þess að kaupa grímurnar en þær fást í Eymundsson. Eru fundirnir vel sóttir? Við byrjuðum rólega en þátttaka hefur farið vaxandi með hverjum fundi sem hefur verið. Við myndum samt vilja sjá fleiri bæði fullorðna og foreldra ADHD barna og ekki síður fólk sem vinnur með börnum (t.d. kennarar, þjálfarar og annað starfsfólk í skólum og leikskólum), Við höfum reynt að ná til þessa hóps með öðrum hætti eins og t.d. með því að dreifa bæklingum og fræðsluefni á vinnustaði, skólaumhverfið og íþrótthreyfinguna. Það hafa allir tekið vel í þessa fræðslu frá okkur enda eru flestir að reyna að gera sitt besta. Miðað við hvernig ástandið er, reiknið þið með að halda spjallfundunum áfram með fjarfundum eða hafa fundir fallið niður? Við héldum einn fund núna í september ADHD og lyf, hann var mjög vel sóttur og góðar

Frá því að Covid ástandið byrjaði er félagið svo búið að vera með spjallfundi á netinu á facebook síðu ADHD félagsins þar sem hægt er að sjá marga fróðlega fyrirlestra. Hvað er framundan hjá félaginu? Október er alþjóðlegur vitundarmánuður fólks með ADHD og munum við gera okkar besta áfram í því að koma ennþá meira efni á framfæri. Við hjá ADHD eyjar erum líka komnar með sýniseintök af bókum sem félagið er með til sölu og fólki er velkomið að heyra í okkur og fá að skoða bækurnar og sjá hvað gæti hentað þeim sjálfum eða þeirra barni. Undanfarin mörg ár hafa ADHD samtökin staðið fyrir opinberri fjársöfnun í formi sölu á endurskinsmerkjum, hönnuðum af Hugleiki Dagssyni. Sala endurskinsmerkjanna hefur farið fram í október, alþjóðlegum vitundarmánuði fólks með ADHD og er þetta ein af mikilvægustu fjáröflunum samtakanna. Í Vestmannaeyjum munu sölubörn ganga í hús þessa vikuna og kostar endurskinsmerkið 1.000 krónur. Sölubörn og foreldrar þeirra munu passa vel upp á sóttvarnir í tengslum við söluna.


Nýr matseðill Kjúklingasamloka Nýtt á matseðli

Keto kjúklingur Nýtt á matseðli

Grænmetisréttur

dagsins

Nýtt á matseðli

Klassískur

Amerískur burger

Nýtt á matseðli

Take away í síma: 481 3060 #gottveitingastadur Bárustíg 11 900 Vestmannaeyjar

/gottrestautant 481-3060

www.gott.is

gott@gott.is


ÍBV ESPORTS

- IÐKUN TÖLVULEIKJA Í HEILBRIGÐU UMHVERFI Í ár var stofnað nýtt íþróttafélag í Vestmannaeyjum, ÍBV Esports þar sem fólk með áhuga á rafíþróttum getur fundið sér vettvang. Rafíþróttir eða tölvuleikir eins og við flest þekkjum þessa nýju íþróttagrein hafa átt vaxandi vinsældum að fagna. Rafíþróttafélög spretta upp um allan heim og keppt er á stórum mótum þar sem miklir peningar eru í húfi. Rafíþróttir eru komnar undir hatt Íþrótta- og Olympíusambands Íslands og ÍBV Esports stefnir á að verða hluti af ÍBV íþróttasambandi. Eyjamenn eiga efnilega spilara, einn er orðinn atvinnumaður og fleiri stefna á sömu braut. „Ég er að vonast til að við náum að hefja æfingar í nóvember. Það fer svolítið eftir hversu vel gengur að koma aðstöðunni upp,“ sagði Jón Þór Guðjónsson, formaður ÍBV Esports þegar hann var spurður hvenær hann sér fyrir sér að aðstaða verði opnuð fyrir æfingar sem verður í húsnæði Tölvunar, Herjólfsgötumegin. Jón Þór fékk í fyrra 500.000 króna styrk frá Vestmannaeyjabæ til að stofna félagið sem hluta af átakinu, viltu hafa áhrif. Hann segir styrkinn koma sér vel en meira þurfi til. „Ég get byrjað með þessum peningum frá Vestmannaeyjabæ en þeir duga aðeins fyrir tveggja mánaða leigu á tölvubúnaði og húsnæði. Þannig að ég þarf að ná ákveðnum fjölda iðkenda svo að þetta gangi upp.“

Markvissar æfingar

Fyrir hvaða aldur er þetta? „Ég hafði hugsað mér að byrja með 10 ára og eldri. Mun skipta þeim í yngri og eldri hópa og jafnvel skipta þeim upp eftir leikjum ef við náum inn góðum hópi iðkenda.“ Jón Þór segir það trú stjórnar að markvissar æfingar í réttu umhverfi hafi jákvæð áhrif á ungmenni. „Iðkendur æfa í hópum eða einir og sér og þjálfa um leið samskipti,

að fara græja aðstöðuna og fá tölvubúnaðinn og setja hann upp. Til að byrja með mun ég sjá um æfingar.“ Sjálfur er Jón Þór ekki að æfa eða í keppa í augnablikinu. „Ég reyni að spila eitthvað með félögum mínum. Þetta eru ekki beint æfingar heldur upp á gamanið og félagsskapinn. Ég hef þó tekið þátt í nokkrum keppnum og ég sá um HRinginn eitt árið í háskólanum með nokkrum peyjum. HRingurinn er stærsta lanmót á Íslandi,“ sagði Jón Þór að endingu.

Rafíþróttir njóta vaxandi vinsælda um allan heim

Jón Þór Guðjónsson

samvinnu, samkennd, sjálfsaga og fleira. Á sama tíma leggja iðkendur stund á áhugamálið sitt. Við viljum skapa félagslegt umhverfi og stuðning fyrir ungmenni og fá forráðamenn þeirra í lið með okkur.“ Verðið þið með líkamsrækt samhliða æfingum í tölvuleikjum? „Já. Hugmyndin er að setja þetta þannig upp að tvær æfingar í viku verði við tölvur og ein æfing í viku hreyfing. Æfingar við tölvu verða líka settar þannig upp að inn á milli verður hreyfing og teygjur. Það verður ekki bara setið við tölvuna allan tímann. Ég vil gera iðkendum grein fyrir því hversu mikilvægt það er að hreyfa sig reglulega, borða rétt ásamt mikilvægi svefns.“ Hefurðu einhverja hugmynd um hvað félagsgjaldið verður? „Félagsgjaldið er ekki komið á hreint. Búnaðurinn er dýr í leigu og þetta verða í kringum 10.000 til 12.000 krónur á mánuði. Næstu

skref

eru

í

raun

bara

Hvað er rafíþrótt? Á Wikipeda segir að í rafíþróttum sé keppt í tölvuleikjum. Oft skipulagðar keppnir í fjölspilunarleikjum milli atvinnumanna sem keppa ýmist sem einstaklingar eða lið. Tölvuleikjakeppnir hafa lengi verið hluti af tölvuleikjamenningunni en vegur þeirra hefur vaxið á síðustu árum. Eru rafíþróttir orðnar mikilvægur hluti af þróun og markaðssetningu tölvuleikja. Rafíþróttir hafa smásaman hlotið viðurkenningu sem gildar íþróttagreinar innan íþróttahreyfingarinnar. Alþjóðaólympíunefndin hefur til að mynda rætt möguleikann á því að rafíþróttir verði hluti Ólympíuleikanna. Talið er að rafíþróttaviðburðir nái til 454 milljóna áhorfenda um allan heim og að veltan sé meira en milljarður dala á ári. Með vaxandi vægi streymisþjónusta á borð við YouTube og Twitch eiga rafíþróttir auðveldara með að ná til fjölda áhorfenda og skapa þannig tekjur.

Íslendingar mjög virkir

Mörg og sum mjög fjölmenn mót hafa verið haldin hér á landi. Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) voru stofnuð árið 2018. Árið 2019 var stofnuð rafíþróttadeild RÍSÍ sem


fékk heitið Lenovo-deildin en varð Vodafone-deildin á þessu ári. Mót sem haldin hafa verið á árinu eru m.a. International Games í Háskólabíói. Þar var keppt í leikjunum CounterStrike: Global Offensive, FIFA 20 og League of Legends. Þá hleypti Stöð 2 af stokkunum rafíþróttarás, Stöð 2 Esports. Nokkur íslensk íþróttafélög hafa stofnað rafíþróttadeildir. Miklir peningar eru í spilunum og hægt að gera það gott í atvinnumennsku. Eyjamenn eiga einn atvinnumann, Val Marvin Pálsson sem keppti í Bandaríkjunum.

spilara. Ég hef farið frekar illa af stað, tapað þremur af fyrstu fjórum viðureignunum. Ég náði þó jafntefli við Íslandsmeistarann frá 2019, sem er í öðru sæti deildarinnar eins og er. Við höfum verið að spila í FIFA 20 en nú var að koma út nýr leikur, FIFA 21 og skiptum við strax yfir í hann. Ég er algjörlega nýr á þessu sviði og hef bara verið að leika mér í frítíma mínum. Til að taka næsta skref þarf maður að eyða mun meiri tíma í þetta heldur en ég geri.“ Guðmundur Tómas stefnir á að ná allavega einum sigri í deildinni og

Guðmundur Tómas hefur einnig verið að þjálfa yngri flokka ÍBV.

Guðmundur Tómas Úrvalsdeild í FIFA

spilar

í

„Ég hef verið að spila í Úrvalsdeildinni í FIFA, sem er sýnd á Stöð2 eSports og þar erum við átta sterkustu FIFA spilarar á Íslandi,“ segir Guðmundur Tómas Sigfússon, sem er virkur í rafíþróttum. Hann segir að valið hafi verið í Úrvalsdeildina út frá stöðu í Íslandsmótinu í FIFA sem fram fór í vor. „Þar vorum við þó nokkrir frá ÍBV og var gaman að sjá hve góð þátttakan var. Með mér í deildinni eru Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára, auk margra mjög góðra

byggja síðan ofan á það. „Það eru leiknar 14 umferðir sem klárast í byrjun desember. Ég vona að ég komi til með að spila aðeins betur í FIFA 21 heldur en ég gerði í 20. Ætti þá að vinna mér inn einhver stig í næstu umferðum,“ sagði Guðmundur Tómas að lokum.


KJÚKLINGALASAGNE - Uppskrift vikunnar -

Kjúklingalasagne hráefni: 2 msk. olía 1 paprika skorin í bita 1 gulrót skorin í bita 2 laukar skornir í bita 2 sellerístilkar skornir í bita ½ chilí, steinlaust og smátt saxað 2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir Salt og nýmalaður pipar 1 tsk. timjan 1 tsk. oreganó 1 tsk. kúmínfræ 2 msk. olía 600 g kjúklingahakk Salt og pipar 600 g niðursoðnir tómatar í bitum 2 msk. tómatpuré Aðferð: Hitið olíu á stórri pönnu og steikið papriku, gulrót, sellerí, lauk, chilí og hvítlauk í 3 mínútur. Bætið þá salti og pipar, timjani, oreganói og kúmíni á pönnuna og steikið í 2 mínútur. Hellið þá öllu af pönnunni

í skál og geymið. Bætið 2 msk. af olíu á sömu pönnu og steikið kjúklinginn í 5-7 mínútur og kryddið með salti og pipar. Þá er tómatpuré og niðursoðnum tómötum bætt á pönnuna ásamt öllu grænmetinu og soðið í 10 mínútur. Mjólkursósa 40 g bráðið smjör eða smjörlíki 40 g hveiti ½ l mjólk Salt og nýmalaður pipar ¼ tsk. múskat Bræðið smjörið í potti og blandið hveiti vel saman við. Hellið mjólkinni smátt og smátt í pottinn og hrærið stöðugt í á meðan, smakkið til með salti, pipar og múskati. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur. Samsetning hráefni: 15 lasanja-blöð

Tómatkjötsósa og kjúklingur Mjólkursósa Rifinn ostur Aðferð: Leggið lasanja-blöð í botninn á eldföstu móti. Dreifið u.þ.b. 1 dl af mjólkursósu yfir. Stráið þá osti yfir sósuna. Næst er u.þ.b. 2-3 dl af kjúklingsog tómatsósunni jafnað yfir mjólkursósuna. Endurtakið þar til allt er búið og endið á ostinum. Bakið við 185°C í 35 mínútur. Berið fram með t.d. hvítlauksbrauði og salati.


Hundasnyrting í Eyjum Jackie tekur að sér að snyrta litla og millistóra hunda. Verð er frá 9.000 kr. til 12.000 kr. Verðið fer eftir hvort hundarnir séu vanir að fara í snyrtingu og eru hvort það séu flækjur sem þarf að losa. Bókanir í síma: 865-4820

Krabbameinsleit í Vestmannaeyjum Dagana 12 – 15 október fer fram krabbameinsleit á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélags Íslands í Vestmannaeyjum. 12. október eru einungis brjóstamyndatökur

Tímabókanir eru í síma 4322500 á opnunartíma skiptiborðs. Við hvetjum konur sem hafa fengið boðunarbréf að bregðast vel við og panta tíma. Á við allar konur sem hafa fengið boðunarbréf frá síðustu skoðun en ekki mætt. Athugið breytingu á tíma milli leghálsskoðana,  eru 3 ár í stað 2 ja ára áður. Leghálskrabbamein er dæmi um sjúkdóm sem hægt er að greina á forstigi , en frumubreytingar í slimhúð í leghálsi eru undanfari þess.    Einföld skoðun og sýnataka gerir kleift að greina breytingar og hefja viðeigandi meðfer ,  sem skilað hefur góðum árangri . Brjóstakrabbamein  má einnig greina áður en einkenni koma fram með röntgenmyndatöku af brjóstum. Viljum við benda konum á sem ekki komast á þessum tíma í leghálsskoðun að hægt er að bóka tíma fyrir leghálsskoðanir á öðrum tímum hjá ljósmóður á HSU-Vestmannaeyjum. Leiðbeiningum varðandi sóttvarnir er fylgt eftir.


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

MERKÚR VENUS JÚPÍTER PLÚTÓ SATÚRNUS NEPTÚNUS

MARS CERES

ÚRANUS MAKEMAKE


Íbúð eldri borgara við Eyjahraun Vestmannaeyjabær auglýsir lausa til umsóknar almenna leiguíbúð fyrir eldri borgara við

Aðalfundur Verkstjórafélags Vestmannaeyja fyrir árið 2019 verður haldinn 30. október kl. 19:00 í Leo Seafood. Dagskrá: >> Almenn fundarstörf >> Kosning nýrrar stjórnar >> Önnur mál Léttar veitingar

Eyjahraun. Íbúðin er 43,3 fermetrar að stærð. Umsóknarfrestur er til 26. október nk. Hægt er að sækja um í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar en einnig er hægt að nálgast umsóknareyðublöð á Rauðagerði, gengið inn sunnanmegin. Umsóknum og fylgigögnum skal einnig skilað þangað. Eldri umsóknir skulu ítrekaðar. Allar nánari upplýsingar veitir Margrét Ingólfsdóttir, í síma 488-2000 eða á netfanginu margret@vestmannaeyjar.is.

Stjórn Verkstjórafélags Vestmannaeyja

Tannlæknar

/Eyjaþrif

6. - 9. október - Hjalti Þórðarson 2. - 4. nóvember - Birta Þórsson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

Alþrif / Hraðþrif að utan / djúphreinsun o.fl

ÖKUKENNSLA

/crispus

SNORRA RÚTS Kennslubifreið: Mercedes Benz C200-C01

Við munum halda áfram að hafa opið en með breyttu sniði. Stofan verður opin eftir tímapöntunum en síminn verður alltaf opin fyrir pantanir Sími 772-6766 Hrönn: 694-2655 /Svanhvít : 772-3332 Hlökkum til að sjá ykkur!

• Akstursmat • Endurtökupróf • Ökuskóli

20 ára reynsla! Sími 692-3131


BETRI LEIKFÖNG HJÁ OKKUR!

Café Café

AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG LAUGAVEGI • AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM

Austurstræti 18 Austurstræti 1811 Skólavörðustíg Skólavörðustíg Laugavegi 77 11 Laugavegi 77 Hallarmúla 4 Hallarmúla16, 4 Mjódd Álfabakka Álfabakka 16, Mjódd

Kringlunni norður Kringlunnisuður norður Kringlunni Kringlunni suður Smáralind Smáralind - Strandgötu 31 Hafnarfirði Hafnarfirði - Strandgötu Keflavík - Krossmóa 4 31 Keflavík - Krossmóa 4

Akureyri - Hafnarstræti 91-93 Akureyri - Dalbraut Hafnarstræti Akranesi 1 91-93 Akranesi - Dalbraut 1 2 Ísafirði - Hafnarstræti Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Ísafirði - Hafnarstræti 2 Vestmannaeyjum - Bárustíg 2 Húsavík - Garðarsbraut 9 Húsavík - Garðarsbraut 9

540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is 540 2000 | penninn@penninn.is | www.penninn.is | www.eymundsson.is

Vöruúrval mismunandi eftir verslunum. Upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur og myndabrengl.

Profile for Leturstofan

Tígull 34.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 34.tbl 02árg  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...