Page 1

28. tbl. 03. árg. 15. - 21. september 2021

Til hamingju strákar! Hlökkum til að fylgjast með ykkur í Pepsi-Max deildinni næst sumar! Ljósmynd: Addi í London.

Nú styttist í flutninga hjá okkur & verðum við með lagersölu í næstu viku þar sem þú færð vörur á frábæru verði! heimadecor.is


KÍRÓPRAKTORSTÖÐIN OPNAR Í VESTMANNAEYJUM Í upphafi munu þau skiptast á að koma í hverri viku og starfa. Kírópraktorstöðin leggur metnað sinn í að hjálpa viðskiptavinum sínum að ná heilsumarkmiðum sínum. Með því að sameina hæfni og sérfræðikunnáttu sem nær yfir allt heilsulitrófið í kírópraktík, gerum við það mögulegt.

Tígull hitti á þá félaga Berg Konráðsson og Ingólf Ingólfsson síðustu helgi í Ísfélagshúsinu. Þeir eru tveir af sex kírópraktorum sem reka Kírópraktorstöðina við Sogaveg í Reykjavík. Þegar við komum við hjá þeim voru þau á fullu að skipuleggja nýju stöðina hér í Vestmannaeyjum. Þau stefna á að opna um mánaðarmótin október/nóvember.

Við erum mjög spennt að koma til Vestmannaeyja og sinna okkar viðskiptavinum, en yfir 200 Vestmannaeyjingar hafa komið til okkar í gegnum árin og margir hverjir koma reglulega í meðhöndlun. Við höfum lengi gengið með það í maganum að opna stöðina hér sem er núna loksins að verða að veruleika segir Bergur.

Kírópraktorstöðin hefur verið starfrækt síðan 1995 og leggur metnað sinn í að hjálpa viðskiptavinum sínum í að ná heilsumarkmiðum sínum. Með því að sameina brennandi áhuga á heilsu og sérfræðikunnáttu á stoðkerfinu gerum við það mögulegt. Á Kírópraktorstöðinni finnur þú leiðir og stuðning til að bæta heilsu þína. Við viljum öll vera heilbrigð og líða vel. Margir stefna ávallt að því að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Hægt er að panta tíma og fræðast meira um stöðina inn á kiro.is

FLATIR 31 / 481 1216 /nethamarehf

TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


AF HVERJU EKKI ? frekar en að senda fólk til Svíþjóðar fyrir margfaldan kostnað. Geðheilbrigði er mér einnig ofarlega í huga, en mikilvægt er að auka aðgang að þjónustu fyrir alla. Ólíðandi er að fólk t.d. með ADHD þar sem einkenni eru farin að vera verulega hamlandi þurfi að bíða í einhver ár eftir greiningu og nauðsynlegri lyfjagjöf. Eldri borgarar og öryrkjar hafa oft setið útundan og hefur lítið gerst í þeirra málum þó að núverandi stjórnarflokkar hafi lofað bót og betrun fyrir 4 árum. Þessa málaflokka þarf að hafa aðskilda og einfalda regluverkið. Núverandi hindranir á atvinnu eldri borgara verður að afnema og kjör allra þarf að bæta.

“Hvernig datt þér í hug að fara í þessa pólitík Guðni minn” spurði vinur minn mig um daginn. Svarið var “af hverju ekki?” Ég þurfti samt smá umhugsunarfrest áður en ég tók tilboði um 4. sæti hjá Miðflokknum. Eitt af því sem ég velti fyrir mér var hvort ég væri með rétta yfirbragðið í þetta, fólk er nú mun vanara að sjá mig í vinnugallanum. En er það ekki bara í lagi? Ég er allavega ákveðinn í að halda áfram að vera ég, bara í nýju hlutverki. Jafnvel þó ég þurfi kannski að fara aðeins oftar með jakkafötin í hreinsun. Mín helstu rök fyrir ákvörðun minni eru að þarna sé ég færi á að hafa áhrif. Ég fæ tækifæri til að vinna að málefnum sem eru mér kær, málefni

sem skipta okkur eyjamenn máli. Og þó að Miðflokkurinn sé ekki hluti af bæjarstjórn (ekki enn) þá er ég alltaf tilbúinn í spjall við okkar bæjarfulltrúa um málefni bæjarins. Heilbrigðismálin verða fyrirferðamikil hjá okkur. Það þarf að styrkja þjónustu í heimabyggð. Það er sárt að sjá nýja foreldra þurfa að húka í Reykjavík með fylgjandi tekjutapi og auka kostnaði. Fólk þarf allt of oft að sækja þjónustu til Reykjavíkur, sem það ætti að geta sótt í sínum heimabæ. Vinna þarf markvisst að því að eyða löngum biðlistum sem hafa safnast upp víðsvegar í heilbrigðiskerfinu á skynsaman hátt. T.d. með því að koma á samstarfi við einkaaðila til að létta á kerfinu

Sjávarútvegurinn er eitthvað sem kemur öllu eyjafólki við. Á Íslandi er sjávarútvegurinn ekki ríkisstyrktur ólíkt því sem er að gerast víða um heiminn. Heldur er hann að skila góðri afkomu, þó hann verði að sjálfsögðu fyrir sveiflum eins og allar aðrar atvinnugreinar. Kerfið er því gott, þó það sé ýmislegt í því sem þarf að endurskoða. Það þarf bara að passa að nota skynsemina í stað þess að setja allt á hvolf með ofstækistillögum. Líkt og með heilbrigðiskerfið þá er önnur þjónusta sem má vel efla á landsbyggðinni. Iðnnám mætti t.d. vel efla í skólum alls staðar á landinu. Eins og staðan er í dag þá komast ekki allir að og biðlistar eru farnir að myndast. Mætti ekki efla þessa þjónustu í heimabæ? Ég veit að fyrirtæki í heimabyggð myndu taka vel í þá nýbreytni og aðstoða nemendur með verklega hlutann af náminu. Guðni Hjörleifsson 4.sæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi


MYNDIR FRÁ HELGINNI Það var nóg um að vera um helgina og kíkti blaðamaður Tíguls á nokkra staði og smellti af myndum. Flugslysaæfing á vegum Isavia og viðbragðsaðila fór fram í Vestmannaeyjum en slíkar æfingar eru haldnar með reglubundnum hætti á öllum flugvöllum í eigu eða umsjá Isavia. Björgunarfélag Vestmannaeyja var einnig með flugslysaæfingu á Sæfjalli. Hist var við minnisvarðann austur á hrauni og þeirra minnst sem fórumst í Pelagus slysinu 1982. Á laugardagskvöldinu kom fólk saman og fylgdust með þegar kveikt var á brennunni í Herjólfsdal. ÍBV strákarnir sigruðu Þrótt á Hásteinsvelli og tryggðu þeir sér sæti í Pepsi-Max deildinni næsta sumar. Þetta ásamt nokkrum árgangsmótum og golfmótum var um helgina. Einnig deildi Addi í London nokkrum myndum með okkur hér.


UPPSKRIFT VIKUNNAR KETÓ brauðstangir Hráefni: 1 ½ bolla rifinn ost 60 gr rjómaost 1 bolli möndlumjöl 1/3 bolli parmesan ostur 2 msk kókoshveiti 1 ½ msk lyftiduft 2 egg Aðferð: Bræða saman: 1 ½ bolla rifinn ost 60 gr rjómaost 30 sekúndur í senn í örbylgjuofni og hræra á milli þar til allt kemur saman. Hræra svo saman við það: 1 bolli möndlumjöl 1/3 bolli parmesan ostur 2 msk kókoshveiti 1 ½ msk lyftiduft 2 egg Baka á 180 gráðum í 20 mín. Nota 25 cm vel smurt smelluform. Pensla brauðið vel með hvítlauksolíu og krydda með hvítlauks- og laukdufti, oregano, grófu sjávarsalti og setja mikið af parmesan. Skera brauðið svo eins og hæfilega stórar brauðstangir.


Umsjón með dagdvöl aldraðra - afleysing Fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar auglýsir eftir umsjónaraðila með dagdvöl á Hraunbúðum. Um er að ræða afleysingu í 88% stöðu í eitt ár. Verkefni umsjónaraðila er að halda utan um starfsemi dagdvalar. Dagdvöl aldraðra er stuðningsúrræði fyrir þá sem þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið sem lengst í heimahúsum við sem eðlilegastar aðstæður. Meginmarkmið með starfinu er að huga að heilsu þeirra einstaklinga sem í dagdvöl koma, efla félagslega þætti þeirra og virkni í lífinu. Helstu verkefnin er að taka á móti þjónustuþegum sem koma í dagdvöl og annast þá, sjá um eftirlit með heilsufari, hafa eftirlit með lyfjanotkun ef hún á við á dagdvalartíma. Stuðning og ráðgjöf til aðstandenda. Halda utan um og afgreiða umsóknir um dagdvöl, sjá um skipulagningu á dagdvöl. Stýra og leiðbeina öðrum starfsmönnum í dagdvöl. Fylgja eftir að einstaklingar mæti og athuga ástæður þess ef þeir mæta ekki. Sjá um pantanir á vörum fyrir vinnustofu. Gera mánaðarlegt uppgjör og halda utan um mætingarlista fyrir dagdvöl. Hafa umsjón með böðun dagdvalargesta og aðstoð við virkniþjálfun. Sjá um vikulega tómstundadagsskrá, halda utan um samskipti við utanaðkomandi aðila sem koma að dagsskránni.

Næsti yfirmaður er verkefnastjóri öldrunarþjónustu. Menntunar- og hæfniskröfur: • sjúkraliðamenntun eða sambærilega menntun • sjálfstæði í vinnubrögðum • góðir skipulagshæfileikar • færni í samskiptum og jákvætt viðmót • hæfni í þverfaglegu starfi Launakjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningum við Samband íslenskra sveitarfélaga. Upplýsingar veitir Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu thelma@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2000.

Umsóknarfrestur er til 24. september 2021. Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsóknum á netfangið thelma@vestmannaeyjar.is. Með umsókn þarf að fylgja ferilsskrá um fyrri störf og menntun ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.


Óskað er eftir tilnefningum til hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi 2021 Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) óska eftir tilnefningum til samfélags- og hvatningarverðlauna á sviði menningarmála á Suðurlandi. Frestur til tilnefninga er til miðnættis mánudaginn 18. október nk. og þær skal senda á netfangið: menningarverdlaun@sass.is. Veitt verður viðurkenning sem og peningaverðlaun sem nýtt verða til áframhaldandi menningarstarfs á Suðurlandi. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu SASS: sass.is.


Auglýst er eftir umsóknum í Uppbyggingarsjóð Suðurlands Menningarverkefni

Atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni

Bætt menning, velferð og samstarf svo lífsgæði eflist og mannlíf á Suðurlandi blómstri

Öflugt atvinnulíf á Suðurlandi með aukinni nýsköpun, bættri framleiðni og fleiri fyrirtækjum

Kynnið ykkur áherslur og úthlutunarreglur sjóðsins á www.sass.is

UMSÓKNARFRESTUR RENNUR ÚT ÞRIÐJUDAGINN 5. OKTÓBER, KL. 16:00 RÁÐGJÖF UM ALLT SUÐURLAND

Ráðgjafar eru á starfsstöðvum um allt Suðurland. Umsækjendur eru hvattir til hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna.

STYRKIR@SASS.IS

S. 480-8200

WWW.SASS.IS

Uppbyggingarsjóður er hluti af


FLOTTAR HÁGÆÐA VÖRUR Á FRÁBÆRU VERÐI AKRÝLLITIR - OLÍULITIR - VATNSLITIR

Hjá okkur er úrval af akrýllitum í System 3 línunni frá Daler Rowney, ásamt ýmsum íblöndunarefnum. Í olíulitum erum við með Georgian Oil frá Daler Rowney, ásamt íblöndunarefnum og lakk til þess að verkið endist. Vatnslita úrvalið okkar er bundið við sett sem við eigum í tveimur stærðum frá tveimur framleiðendum.

Strigar - penslar - teiknibækur og fleira til Komið við og skoðið úrvalið!

Strandvegur 30 / 481 1475 www.midstodin.is / midstodin@midstodin.is

Profile for Leturstofan

Tígull 28.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 28.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded