__MAIN_TEXT__

Page 1

26. tbl. 02. árg. 12. - 18. ágúst 2020


KLÁRUM ÞETTA SAMAN árinu. Við létum þó ekki deigan síga og unnum marga sigra í baráttunni, bæði stóra og smáa. Okkur tókst að opna skólana og leikskólana meðan veiran herjaði á okkur og með hækkandi sól tók samfélagið aftur við sér. Sigurinn var í höfn og það var komið sumar. Sigurinn var sætur enda höfðum við lagt mikið á okkur eins og allir þekkja.

Við erum búin að vera að berjast við veiru síðan í vetur. Veiru sem fæstir þekktu en er nú flestum kunn. Í baráttunni höfum við þurft að láta undan. Skólar og leikskólar lokuðu. Tómstundir lágu niðri og líkamsræktarstöðvar voru lokaðar, snyrtistofur, hárgreiðslustofur og áfram mætti telja ýmiss konar starfsemi sem lá niðri fyrr á

TÍGULL

Nú þekkjum við þetta allt saman og vitum hvað við eigum að gera þegar bévítans veiran hefur hreiðrað um sig aftur í samfélaginu. Baráttan er hafin á ný. Við vitum hvaða vopnum við þurfum að beita og hvaða reglum við þurfum að fylgja. En það er ekki nóg. Það þýðir ekki að við séum betri en áður og þurfum að leggja minna á okkur. Síður en svo. Við þurfum að gera betur. Við þurfum að koma okkur aftur í baráttu gírinn og berjast sem aldrei fyrr. Þvo okkur oftar um hendurnar og lengur, bæði lófana og handarbökin og ekki gleyma þumalfingrunum. Við þurfum að nota meira spritt. Hlýða Víði, Ölmu og Þórólfi í einu og öllu. Virða tveggja metra regluna, alltaf, alls staðar. Virða 100 manna regluna og forðast mannamót eins og kostur er. Vernda okkur sjálf og okkar viðkvæmasta fólk. Standa saman. Öll sem eitt. Það er mikið í húfi. Heilsa mann og líf. Við verðum að gera betur nú en síðast. Hvar sem við erum og hvað sem gerum. Bara þetta litla extra. Þannig verðum við betri og betur í stakk búin fyrir komandi baráttu við bannsetta veiruna, er það ekki? Saman sigrum við þessa baráttu eins og þá fyrri og sigurinn verður sætari en fyrr því við gerðum betur en síðast. Klárum þetta saman og höldum samfélaginu gangandi. Arndís Bára Ingimarsdóttir, settur lögreglustjóri og aðgerðastjóri.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd: Bjarni Sigurðsson.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


FULL BÚÐ AF GLÆSILEGUM HAUSTVÖRUM VERÐHRUN

Á ÚTSÖLUVÖRUM DÖMU - & HERRAFATNAÐI VERÐ FRÁ 1.000 - 5.000 KR.

/smarteyjan #smarteyjan smarteyjan www.smartey.is | Smart | Vestmannabraut 30 | sími: 481 3340


VESTMANNAEYÍSKA ROKKBANDIÐ MOLDA

Hljómsveitin Molda er Vestmannaeyskt rokkband sem stofnað var í mars á þessu ári. Hugmyndin fæddist í febrúar við það að Helgi R Tórzhamar var að gefa út plötu. Hann fékk Albert til að syngja eitt lag á þeirri plötu og við ákváðum að telja í og eftir það var ekki aftur snúið. Allt eru þetta eyjapeyjar en hljómsveitina skipa; Albert Snær Tórzhamar söngvari, Helgi R. Tórzhamar spilar á gítar, Þórir R. Geirsson spilar á bassa og Birkir Ingason spilar á trommur. Þá var að finna nafn á bandið. Þeir vildu hafa Vestmanneyskt nafn og eftir miklar pælingar varð nafnið Molda fyrir valinu. Molda er vel kunnugt okkur Vestmannaeyingum enda mjög margir sem hafa rölt upp á þetta fallega fjall okkar. Hljómsveitin spilar gamla góða rokkið, innblásturinn er þar. Molda eru eingöngu með frumsamið

efni. Þeir eru að gefa út fyrsta lagið núna í vikunni sem heitir Við sólarinnar eld. Textinn er um þegar þú röltir með ástinni þinni Hamarinn og Klaufina og nýtur sólsetursins. Lagið var tekið upp í gamla bíósalnum, það var hann Gísli Stefánsson sem sá um upptökustjórn. Einnig verður myndband með laginu. Stefið af fyrsta laginu varð til fyrir 20 árum. Helgi samdi stefið af fyrsta laginu fyrir 20 árum, hann var búin að skrifa nokkur stykk-orð sem svo þróaðist út í þetta lag og texta þegar Albert

kom til sögunnar. Alls eru þeir búnir að semja fjögur lög. Þeir eru með fullt af hugmyndum í gangi svo þeir eru bara rétt að byrja. Við fengum söngvara hljómsveitarinnar í létt spjall: Albert er þekktastur í Vestmannaeyjum fyrir að leika hin ýmsu hlutverk fyrir Leikhús Vestmannaeyja sem hafa oftar enn ekki slegið í gegn en hann er á leið í skóla í haust til að klára stúdentinn og stefnir í framhaldinu í leiklistarskóla.


Nafn: Albert Snær Tórzhamar Aldur: Ég er fæddur 5. nóvember 1996 og er því 23 ára. Áhugamál: Tónlist og leiklist. Uppáhalds staður á eyjunni: Nýja hraunið. Uppáhalds matur: Allt sem kemur úr sjó er í uppáhaldi Tónlistin sem þú fílar best? Rokk Bíómynd: Scarface og American sniper. Fyrirmynd í tónlist: í hlómsveit er það Guns and Roses og söngvari er það Zakk Wylde og Bubbi Morthens hér á Íslandi. Eitthvað að lokum: Hlýðum Víði og hlustið á Molda.. Albert out. thebandmolda

VIÐ LEITUM AÐ GÓÐU FÓLKI Kubbur óskar eftir starfsfólki við sorphirðu og vinnu í móttökustöð í Vestmannaeyjum Umsóknir sendist á kubbur@kubbur.is Nánari upplýsingar í síma 456-4166

Á AÐ SKORA Á FÉLAGANA?

KOMDU OG KÍKTU VIÐ! OPIÐ FRÁ 16:00 OG ÞANGAÐ TIL VÍÐIR LEYFIR

Kubbur ehf. er endurvinnslufyrirtæki með starfssemi á Ísafirði, í Vestmannaeyjum, Hafnarfirði, Bolungarvík og Ölfusi.


EFTIRKÖSTIN BÚIN AÐ VERA MJÖG ERFIÐ mínu, er með svakalegt keppnisskap sem hefur komið mér langt og komið í veg fyrir að ég gefist upp þegar brekkan hefur verið brött . Hvað viltu ráðleggja fólki sem var að greinast? Bara að fara eftir öllu sem því er sagt að gera og passa sig extra vel að fara rólega af stað þegar þetta er yfirstaðið. Hvað viltu ráðleggja fólki sem tekur þessu ekki full alvarlega? Ég bara ráðlegg öllum að taka þessu alvarlega, þessari veiru er full alvara. Við erum ansi mörg sem erum að glíma við erfið eftirköst.

Kjartan, Sóldís Sif og Anna Lilja

Anna Lilja Tómadóttir og maðurinn hennar Kjartan Sölvi Guðmundsson greindust með Covid19 í mars síðastliðinn. Við heyrðum í Önnu Lilju og fengum að heyra hennar reynslu af Covid19. Nafn, fjölskylda og aldur: Anna Lilja Tómasdóttir, 45 (að verða 46) gift Kjartani Sölva Guðmundssyni og eigum við 4 börn; Tómas Aron, Eyþór Daða , Kristján Inga og Sóldísi Sif. Hvenær greindist þú? Við hjónin fórum í skimun 23. mars og niðurstöður komu svo daginn eftir og greindumst við bæði jákvæð. Hvernig grunaði þig að þú værir smituð? Ég missti allt bragð- og lyktarskyn og þá var ég nokkuð viss þar sem þau einkenni höfðu verið mikið í umræðunni. Hvernig lýstu veikindin sér hjá þér? Ég missti fyrst lyktar- og bragðskyn.

Svo fékk ég í ca 2 til 3 daga andþyngsli og mikinn höfuðverk í nokkra daga ásamt miklum vöðvaverkjum og þreytu. Varstu við fulla heilsu þegar þú greindist? Ég er ekki alveg heilsuhraust fyrir, en var í þokkalegu formi. Hvað varstu lengi veik? Ég var veik í viku og var síðan útskrifuð rúmri viku eftir það. Hvernig ertu í dag 4 mánuðum eftir útskrift? Eins sorglegt og mér finnst að segja það þá eru eftirköstin búin að vera mér mjög erfið. Mjög úthaldslítil og þarf mjög lítið til að ég mæðist. Andleg uppbygging hefur líka tekið mjög á en ég er ótrúlega þakklát fyrir fólkið í kringum mig, á yndislega fjölskyldu og vini sem eru búin að hjálpa mér mikið. Ég er líka mjög þákklát skapferlinu

Hvernig leið þér þegar þú fékkst jákvæða niðurstöðu út testinu? Mér leið hræðilega, leið mjög illa yfir því að öll börnin mín þyrftu að fara í sóttkví með tilheyrandi tekjutapi fyrir þá elstu. En einnig líka þegar ég áttaði mig á því að geta ekki verið nálægt börnunum og fjölskyldunni minni í allavega 2 vikur. Dóttir mín 10 ára átti mjög erfitt og finn ég breytingu á henni eftir þessa lífsreynslu. Að vera vön því að mamma breiði yfir sig á hverju kvöldi og kyssi sig góða nótt yfir í það að mamma komi ekki nálægt henni í 2 vikur tók virkilega á. Strákarnir eru orðnir það stórir að það var öðruvísi fyrir þá. Hún er samt heppin að eiga eldri bræður sem voru duglegir að hugsa um hana. Við gátum samt ekkert verið saman, við hjónin t.d. borðuðum alveg sér, en það bjargaði okkur samt að geta verið saman , það er örugglega mjög einmannalegt að vera einn í þessu. Gerðir þú þér grein fyrir alvarleikanum þá? Ekki alveg strax og þegar ég var útskrifuð hélt ég að þetta væri bara allt komið sem átti heldur betur eftir að koma í ljós að svo var alls ekki.


g i n n i e r e KOPAL 4 m u t i l i r k k e d í g e l n fáa

SKRÚFAR UPP, SMELLIR SAMAN, MÁLAR! EKKERT SPARTL!

KÓPAL 4 er sérlega hentug á stofur og víðar þar sem óskað er mattrar áferðar án þess að slakað sé á kröfum um þvottheldni.

Við fylgjum almannavörunum og minnum viðskiptavini okkar á að fylgja 2 metra reglunni

/midstodin Strandvegur 30 / 481 1475 www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is


NACHOS KJÚKLINGARÉTTUR - Uppskrift vikunnar -

Nachos kjúklingaréttur Hráefni:

4 kjúklingabringur Mexico kryddblanda Paprika Laukur Tómatar Nachos flögur 200 gr Philadelphia létt rjómaostur 1 stk mexíkóostur 2 dl matreiðslurjómi Rifinn ostur Aðferð:

Kjúklingabringur skornar í bita, kryddaðar og steiktar á pönnu. Matreiðslurjómi, rifinn mexíkóostur og rjómaostur sett í pott og brætt saman. 1/4 af nachos flögum settar í eldfast mót, helmingur af kjúklingnum fer yfir flögurnar og smá af ostablöndunni

svo hellt yfir. Helmingurinn af grænmetinu er því næst dreift yfir, helmingnum af bræddu ostablöndunni yfir grænmetið og svo helmingurinn af rifnum osti dreift yfir allt. Þetta er endurtekið, þ.e snakk, kjúklingur, grænmeti, ostablanda og rifinn ostur. Rétturinn settur inn í ofn á 180° í um 15 mínútur. Gott er að bera réttinn fram með heimagerðu guacamole til dæmis, sýrðum rjóma, salsa sósu, auka nachos flögum og fersku káli. Heimagert guakamole Uppskrift:

3 avocado 1 límóna (lime) safinn 1/2 tsk sjávarsalt

1/2 tsk cayenne pipar 1/2 laukur, skorinn í litla bita 2 stórir tómatar eða 4 kirsuberjatómatar, kjötið tekið úr og skorið í bita 1 msk hakkað kóríander 1 hvítlauksgeiri, hakkaður Aðferð:

Settu avocado og límónusafann í stóra skál. Blandaðu vel. Síaðu ávöxtinn frá safanum og geymdu límónusafann. Stappaðu avocadoið ásamt saltinu og cayenne piparnum. Svo blandarðu lauknum saman við, tómötunum, kóríander og hvítlauk. Þá getur þú bætt límónusafanum aftur við. Best er að geyma maukið í stofuhita í klukkustund áður en það er borið fram.


Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa

GRÉTARS ÞORGILSSONAR

skipstjóra og útgerðarmanns frá Vestmannaeyjum

sem lést 31. maí. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki HSU Vestmannaeyjum fyrir yndislega umönnun og hlýju. Þórunn Pálsdóttir Garðarsson Þorsteina Ómar Grétarsdóttir Herdís Kristmannsdóttir Páll Sigurgeir Grétarsson Jósebína Ósk Fannarsdóttir Gunnar Grétarsson Einar Hallgrímsson Margrét Íris Grétarsdóttir Steindórsson Lára Huld Ari Grétarsdóttir Sæfinna Ásbjörnsdóttir Sindri Þór Grétarsson Thorstensen Guðbjörg Örn Grétarsdóttir

Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma.

HALLA GUÐMUNDSDÓTTIR lést laugardaginn 8. ágúst

Þórunn Lind Elíasdóttir Unnur Lilja Elíasdóttir Kristín Elfa Elíasdóttir Guðmundur Elíasson Sigrún Elíasdóttir Eygló Elíasdóttir Elísa Elíasdóttir Baldvin Elíasson

Gunnólfur Lárusson Sigurjón Hinrik Adólfsson Hólmfríður Ólafsdóttir Logi Friðriksson Viðar Sigurjónsson Magnús Benónýsson Íris Davíðsdóttir

Barnabörn og barnabarnabörn.

Barnabörn og barnabarnabörn.

/crispus

FIMMTÍU FIMMTÍU ÁR ÁR

Opnum 9, 10 eða 11 fer eftir pöntunum og erum til 18:00 virka daga. Hægt að panta í síma 772-6766 eða senda skilaboð á facebookinu okkar.

FIMMTÍU FIMMTÍU PRÓSENT PRÓSENT 50% 50% afsláttur afsláttur af af öllum öllum flugsætum í allt flugsætum í allt sumar sumar –– bókað bókað áá ernir.is ernir.is

Tannlæknar 1. - 4. september - Hjalti Þórðarson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

STIMPILL

BLEK PENNI REGLUSTIKA

PAPPÍR HEFTARI

RITVÉL YDDARI PRENTARI BRÉFAKLEMMA


UMFANGSMIKLAR ENDURBÆTUR Á RAFHLÖÐUM Í HERJÓLFI – Framleiðandinn ber allan kostnað -

Starfsmenn Geisla og maður frá norskum framleiðanda rafhlaðna í nýja Herjólfi vinna nú að því að skipta um hluti í rafhlöðunum. Um er að ræða skinnur og er þetta mikið verk því alls eru 13 tonn af rafhlöðum í Herjólfi sem knýja skipið áfram. Þarf að taka þær í land og er verkið unnið á verkstæði Geisla. „Það er álitið að ekki náist fullkomin leiðni með skinnunum sem eru í rafhlöðunum sem knýja skipið,“

sagði Steingrímur Svavarsson sem kemur að verkinu ásamt fjórum öðrum starfsmönnum Geisla og John frá framleiðandandum í Noregi. Og þetta er umfangsmikið verk sem tekur langan tíma. „Þetta eru 520 rafhlöður í skipinu, alls 13 tonn og þetta eru 1,3 tonn af kopar sem við erum að skipta um. Alls 52.800 skrúfur sem þarf að losa og skrúfa jafn margar í.“ Steingrímur segir þetta kosta stórfé

/Eyjaþrif

og er verið að skipta úr skífum í ferjum í fleiri löndum. Tjónið er framleiðandans. Þetta hefur ekki áhrif á siglingar Herjólfs en skipt er út 22 rafhlöðum í dag og er búið að skipta um 44 og 480 eftir. Gert er ráð fyrir að þetta taki fimm til sex vikur. „Með nýjum skinnum verður leiðnin meiri og á rafmagn að endast betur á rafhlöðunum sem sparar olíukostnað,“ sagði Steingrímur að endingu.

ÖKUKENNSLA

SNORRA RÚTS Kennslubifreið: Mercedes Benz C200-C01

• Akstursmat • Endurtökupróf • Ökuskóli

Alþrif / Hraðþrif að utan / djúphreinsun o.fl

20 ára reynsla! Sími 692-3131


Profile for Leturstofan

Tígull 26.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 26.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...