
1 minute read
á deiliskipulagi Miðbæjar
Strandvegur 51 (Tölvun)
Bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar samþykkti þann 22. júní 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á Deiliskipulagi Miðbæjar, 2 áfangi, skv. Skipulagslögum nr. 123/2010.
Advertisement
Helstu breytingar eru að lóðar- og byggingarreitur við Standveg 51 stækkar, og hámarksfjöldi hæða eykst í 4 hæðir.
Heildar byggingarmagn var 514,6 m2 og verður 1.285 m2. Þakform er með breyttum hætti, var mænisþak en verður nú einhalla þak. Skilgreind er hámarks vegghæð 3 hæðar 9,5 m. Fjórða hæð skal vera inndregin um að lágmarki um 1,2 m og verður hámarkshæð 4 hæðar 14,0 m en var 14,5 m.
Krafa um atvinnustarfsemi á jarðhæð helst óbreytt en á hluta hæðarinnar er gert ráð fyrir bílastæðahúsi fyrir 4 bíla. Samkomulag hefur verið gert um almenna notkun af bílastæðum við Strandveg 50 utan dagtíma.
Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja Kirkjuvegi 50, frá og með 3. júlí til 14. ágúst 2023 og má einnig finna í skipulagsgátt sveitafélagsins (https://www.vestmannaeyjar.is/ thjonusta/skipulag/).
Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 14. ágúst 2022 í afgreiðslu Ráðhúss eða á netfangið umhverfissvid@vestmannaeyjar.is