
1 minute read
LJÓSMYNDASÝNINGIN „DÚKKA“
Á ljósmyndasýningunni “Dúkka“ gefur að líta 20 ljósmyndir af gömlum dúkkum. Dúkkurnar eru á bilinu 30-100 ára gamlar og eiga það allar sameiginlegt að koma úr nytjamörkuðum víðsvegar um landið.
Hugmyndin á bak við sýninguna er að þetta eru allt dúkkur sem fólk hefur losað sig við. Annað hvort voru þær á leiðinni í ruslið eða settar í nytjagáma. Allar þessar dúkkur eiga sér sögu, en við vitum hana ekki.
Advertisement
Kristbjörg Sigurjónsdóttir ljósmyndari ætlar að vera með ljósmyndasýningu á Veitingastaðnum
GOTT þann 13. júlí til 13. ágúst núkomandi.
Kristbjörg er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum en flutti til Reykjavíkur ásamt foreldrum sínum þegar hún var unglingur. Hún lærði ljósmyndun í Bandaríkjunum og útskrifaðist sem ljósmyndari árið 2009. Síðan þá hefur hún alltaf verið að mynda, hvort sem það hafi verið í fullu starfi eða með öðrum vinnum. Hún hefur mikið verið að mynda fólk, þá aðallega portrait, fermingar, útskriftir og brúðkaup og svo hefur hún líka myndað mikið fyrir veitingastaðinn GOTT, eins og til dæmis GOTT bókina og svo matseðla veitingarstaðarins.
Sýningin er aftur á móti í allt öðruvísi dúr en það sem hún hefur venjulega verið að mynda. Þarna nær hún að tvinna saman áhugamáli sínu á gömlum hlutum og ljósmyndun.