21. tbl. 05. árg. 3. - 11. júlí 2023 50 ÁR FRÁ GOSLOKUM
ALLT UM HÁTÍÐINA Í BLAÐINU
-
KVEÐJUR FRÁ
GOSLOKANEFND
Goslokahátíð fer fram 3. - 9. júlí 2023 en þá minnumst við þeirra tímamóta að 50 ár eru síðan eldgosi á Heimaey lauk og við gleðjumst yfir því að allir tóku saman höndum við að byggja samfélagið upp á ný. Slíkur samtakamáttur er aðdáunarverður og sjaldséður og ber vott um það einstaka samfélag sem við búum í.
Í boði eru fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistarsýninga, auk tónleika af ýmsu tagi - bæði innandyra og utan. Barnadagskrá í boði Ísfélags Vestmannaeyja verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann. Sundlaugarpartýið og Landsbankadagurinn verða á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka. Goslokanefnd hefur lagt áherslu
á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og vill nefndin því hvetja alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum. Goslokafánar og veifur eru til sölu í Safnahúsi Vestmannaeyja.
Eyjabúar og gestir eru hvattir til að nýta sér fjölbreytta dagskrá sem í boði er Goslokavikuna. Goslokanefnd hefur lagt nótt við nýtan dag við að setja saman dagskrá sem höfðar til sem flestra og er það von nefndarinnar að allir finni eitthvað skemmtilegt við sitt hæfi. Þessa viku fá bæði myndlistar- og tónlistarmenn að njóta sín og er upplagt að kíkja á sýningar hjá þessu flotta fólki Eyjunnar en mikill auður liggur í því sem listafólk okkar leggur til. Goslokanefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ef þörf þykir og verða þær breytingar þá kynntar sérstaklega á fésbókarsíðu hátíðarinnar. Einnig bendir nefndin á að útivistarreglur eru í gildi þrátt fyrir Goslokahátíð og að börn eru ætíð á ábyrgð foreldra sinna.
TÍGULL
DREIFING:
Nefndin vill þakka öllum þeim sem koma að viðburðarhaldi kærlega fyrir samstarfið og minnir á að hátíð sem þessi væri ekkert án aðstoðar einstaklinga og fyrirtækja. Þá óskar nefndin bæjarbúum og öðrum gestum gleðilegrar hátíðar með von um að allir skemmti sér vel og njóti dagskrárinnar.
Fyrir hönd Goslokanefndar
Erna Georgsdóttir
Sigurhanna Friðþórsdóttir Þórarinn Ólason
Hákon Helgi Bjarnason
Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Blaðamaður: Kristjana Ingibergsdóttir. Forsíða: Guðmundur Sigfússon ljósmyndari. Sigmar Pálsson og Ólafur Sigurvinsson á malarvellinum í Löngulág. Mönnum datt ýmislegt í hug á þessum tíma og bara fáránlegt að spila fótbolta við þessar aðstæður aðallega sett upp fyrir myndatöku smá sprell.
Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is
ÚTGÁFA:
Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is
Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is
Prentun: Prentun.is
SKIL Á AUGLÝSINGUM:
Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is
Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.
Mynd/Addi í London
Tryggjum öruggt samfélag
Slysavarnafélagið Landsbjörg hefur ráðist í endurnýjun allra 13 björgunarskipa sinna. Með nýju skipunum batnar aðbúnaður til muna og viðbragðstími styttist um allt að helming.
Sjóvá leggur 142,5 milljónir til kaupa á þremur fyrstu skipunum. Fyrstu tvö skipin eru þegar komin til landsins en það þriðja er væntanlegt í haust.
Það er okkur mikil ánægja að styðja við þetta verkefni sem tryggir stóraukið öryggi, bæði á sjó og landi.
MIKIL ÁNÆGJA ÞEGAR MAÐUR SÁ SMÁTT
OG SMÁTT FJÖLGA Í BÆNUM
Ásta Katrín Ólafsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum árið 1958. Hún var því á fimmtánda ári þegar gosið hófst. Hún bjó á Heiðarveginum og man vel eftir því þau þau voru vakin upp en hún hafði þá verið nýsofnuð þar sem hún hafði verið að læra undir dönskupróf sem átti að vera daginn eftir.
En hvernig var upplifun hennar af gosinu?
“Ég upplifði þetta sem skyndi gos einhvernveginn og varð ekkert svo hrædd, en fannst nóg um þegar borðaður var afgangur af kjötsúpu því enginn skyldi fara svangur af stað. Síðan var keyrt nær til að skoða betur hvað væri í gangi og eftir það var þá haldið heim og tekin neyðartaskan með teppum og fleiru. Fjórán ára ég var fljót að sturta skólabókunum úr töskunni minni, taka bestu buxurnar og peysu með mér ásamt bankabókinni minni og einhverjum peningum sem ég átti. Ég hélt einhvern veginn að við kæmum til baka eftir 3 daga eða rúmlega og var nokkuð viss um að Eyjólfur skólastjóri myndi alls ekki sleppa okkur við dönskuprófið. Hjá mér kom sjokkið eftir ca. þrjá daga þegar ég fattaði að allir vinir mínir væru út um allt land og leitin hófst af þeim í Hafnarbúðum. Ég man að þarna skalf ég og nötrað inní mér. Alltaf var efst í huga að fara heim um leið og ég kæmist.
Hvaða hópur er þarna samankominn á myndunum og hver voru ykkar verkefni?
Með þessum hóp var ég mest að vinna, þetta voru aðallega skólafélagar og mínar eðal og aðal vinkonur, Elínborg, Eygló, Karen, Matta og Þórunn. Við vorum að hreinsa vikur á fjöllum, inni í dal, í hlíðum eldfells og við jaðarinn á bænum. Allstaðar var sáð og mikið var borið í af mold í jaðarinn og sáð til að ná kantinum fallegum, oft var unnið í akkorði og þá var sko tekið á því og þetta var alls ekki auðveldasta vinnan. Sem dæmi þegar var verið var að sá í klifið fyrir ofan friðarhöfn. Þar bárum við upp þunga sáningarpokana á hverjum degi.
Hvað var eftirminnilegast á þessum tíma?
Að flytja heim í Ágúst 1973 og bara einn ljósastaur í bænum og myrkrið hræðilega mikið, einnig ein litil verslun. Það var mikil ánægja þegar maður sá smátt og smátt fjölga í bænum fram eftir haustinu. Einnig fannst mér frábært þegar maður var komin niður á fast, mold eða álíka og vikurinn hreinsaður burt, það gaf mér alltaf gleði um að þetta myndi nú allt ganga upp og líka þegar sáningin var farin að skila sér og farið að grænka á ný.
MÆTIRÁLAUGARSDAGSKVÖLD
Gleðilega hátíð G Gleðilega hátíð
sent sótt
12” PIZZA með 3 áleggjum + 9” hvítlaksbrauð eða brauðstangir + gosdós [ 4.590 kr. ]
16” PIZZA með 3 áleggjum + 16” hvítlaksbrauð eða brauðstangir + 2L gos [ 6.290 kr. ]
9” PIZZA með 3 áleggjum [ 2.290 kr. ]
12” PIZZA með 3 áleggjum + 9” hvítlaksbrauð eða brauðstangir + gosdós [ 4.090 kr. ]
12” PIZZA með 3 áleggjum [ 2.790 kr. ]
16” PIZZA með 3 áleggjum + 16” hvítlaksbrauð eða brauðstangir + 2L gos [ 5.790 kr. ]
16” PIZZA með 3 áleggjum [ 3.390 kr. ]
TVENNUTILBOÐ
Tvær 16” pizzur + stórar brauðstangir [ Greitt er fyrir dýrari pizzuna og brauðstangir ]
Sun-fim 12-21 Fös og lau 12-00
OPIÐ
Sjáumst á 481-1567 ( Sendum heim alla daga frá
kl. 17.00
PIZZUTILBOÐ
KL21:00-23:30 BÓASGUNNARS TRÚBADOR
ÞAKKLÆTI, FYRIRGEFNING, GLEÐI OG FÖGNUÐUR!
Það er nóg um að vera hjá Viðari Breiðfjörð sem verður víðs vegar um Eyjuna þessa goslokahátíðina. Hann verður með sýningu í GELP krónni á Strandvegi 69 og á Strandvegi 50 með Menningar- og listafélaginu. Hann sér um að mála listaverk á vitann á Skansinum svo verður hann keyrandi um á húsbílnum sínum Rannsý.
Í lífinu er það þakklæti, fyrirgefni og ávöxtur andans sem er gleði, friður og fögnuður og er það innblástur sýningar Viðars.
En sýningin í GELP krónni verður öðruvísi en hann er vanur að sýna, þar mun Rannsý verða í aðalhlutverki þar sem hún verður prýdd seglum og hægt að skoða listaverk inni í bílnum.
En það er aldrei að vita nema það verði skemmtilegt tvist hjá Viðari sem er fullur af hugmyndum. En hann mun verða með happadrætti þar sem hægt er að vinna fallega mynd frá sjálfum listamanninum.
Hann vill hvetja sem flesta til að mæta á opnuna sína á fimmtudeginum kl. 17:00.
Planið hjá Viðari síðar í sumar er að fara í óvissuferð sem hann kallar Rannsý on the road. Þá vill hann helst komast í eyðibýli, mála þar mynd. Hann er með góðar lýsingar á þessu og sér hann fyrir sér að hann verði með meðferðis harðfisk með smjöri og vatn í líters brennivínsflösku, en þegar myndin er klár þá verður flöskunni stútað.
Sýningarstaður:
Viðey, Vestmannabraut 30
Opnunartími:
fimmtudaginn 6.júlí opnun 17:00-22:00
föstudags - sunnudags 14:00 - 18:00
ÞETTA ER FÍNT SVONA
Þjónusta TM er hugsuð fyrir þig
Á tm.is og í TM appinu getur þú gengið frá öllum tryggingum hvar og hvenær sem þér hentar.
ÚR LJÓSMYNDASAFNI KRISTINS BENEDIKTSSONAR
Á Goslokahátíðinni 2021 færðu aðstandendur Kristins H. Benediktssonar Eldheimum til varðveislu ljósmyndir, sem hann tók 1973 í Heimaeyjargosinu. Kristinn var í Eyjum meira og minna allt gosið. Hann var fæddur 1948 og lést 2012. Kristinn var 25 ára þegar gosið hófst.
Það er mjög verðmætt að fá þessar myndir og ekki eftir neinu að bíða með að koma þeim fyrir almannasjónir. Kristinn hafði einstakt auga fyrir myndefni og það sem einkennir gosmyndir hans er hvernig honum tekst að kalla fram listræna fegurð í myndum sem sýna eyðileggingu gossins.
GERIR REGNBOGAFÁNANN, FJÓRAR KONUR OG FLEIRA ÚR LEIKFÖNGUM
Berglind Sigmarsdóttir verður með sýningu í Viðey (gömlu Klaufinni) að Vestmannabraut 30. Sýningin opnar þriðjudaginn 4. júlí og verður opin milli klukkan 17:00 - 19:00.
Hvers konar sýningu ert þú að bjóða upp á? Ég er að nota endurnýtt leikföng í listaverk eins og barbie, playmo, lego, perlur og ýmsilegt fleira. Fyrir rúmu ári síðan hóf ég að safna að mér allskyns leikföngum sem ég sá fyrir mér að endurnýta í einhversskonar listaverk. Leikföngin í myndunum er raðað á þann hátt að þau framkalla ákveðna mynd en stundum eru leikföngin líka valin af ástæðu til þess að leggja áherslu á eitthvað sérstakt í verkinu.
Hver er pælingin á bakvið sýninguna, ertu með eitthvað þema? Ég er mjög upptekin í fyrirtækjarekstri og með nokkuð stórt heimili svo fyrir mér er listin afslöppun og flæði. Þess vegna var ekkert fyrirfram ákveðið þema eða of mikið skipulag í þessari vinnu. Ég leyfði bara myndefninu koma til mín hvað mig langaði að gera þann dag sem ég byrjaði á hverju verki.
Hvað er viðfangsefnið?
Fyrsta myndin sem ég ákvað að gera var Regnbogafáninn. Hann var mikilvægt verkefn fyrir mig. Ég er með sterka réttlætiskennd og get ekki skilið af hverju hinseginfólk getur ekki fengið að vera það sjálft í friði. Við hjónin höfum haft þó nokkuð marga samkynhneigða starfsmenn í vinnu hjá okkur sem hafa þurft að flýja sitt fæðingarland vegna þess að þau eru hinsegin. Þau þurfa að flýja heimaland sitt til þess að geta verið þau sjálf. Þau hafa mörg gengið í gegnum ýmislegt og eiga öll sérstakan stað í hjarta mínu og er verkið tileinkað þeim ásamt börnum vina sem hafa átt erfitt með að koma út sem hinsegin. Það er áhyggjuefni hvernig það hefur orðið bakslag í baráttu hinsegin fólks og þessi fáni er til þess að minna okkur á að baráttan heldur áfram. Stundum eru leikföngin bara valin í verkið eftir litum en eins og í þessu verki með regnbogafánanum þá sérstaklega vel ég leikföngin til þess að leggjá áherslu á eitthvað í verkinu. Ég valdi einnig að gera myndir af fjórum konum sem að eru á misjöfnum aldri, standa fyrir mismunandi gildi og koma allar frá sitthvoru landinu. Þarna er sennilega femínistinn að brjótast um í mér. Ég vildi að þessar konur fengju þetta pláss. Þetta eru í allt 9 myndir gerðar úr leikföngum sem er ekki margar myndir, enda tók hver mynd um mánuð að gera. En svo fékk ég Kristbjörgu Sigurjónsdóttur ljósmyndara og góða vinkonu mína til þess að taka myndir af verkunum til þess að geta boðið uppá eftirprent af verkunum og það er að koma mjög skemmtilega út, þær eru prentaðar á 180 gr. mattan ljósmyndapappír og verður hægt að kaupa “posters” merkt og númeruð eintök.
En þú ætlar að vera með eitthvað meira en bara listaverkin og eftirprentin er það ekki?
Jú, þegar ég datt í þetta leikfangastuð þá fór ég að safna allskonar leikföngum í leiðinni sem ég mun hafa með á sýningunni. Þetta eru leikföng frá um 1970 -1990. Ég er komin inní allskonar safnaragrúbbur á facebook sem er skondið og skemmtilegt allt í senn. Svo já ég verð með eitthvað af því á sýningunni líka. Ég er með eitthvað af strumpum, svo ef fólk á strump sem ég á ekki og vill skipta á honum og gjafabréfi fyrir GOTTís þá er ég meira en til í það. En það er nú svona til gamans gert. Þetta verkefni felur í sér svo margt sem ég elska, gamla hluti sem alltaf gefa mér innblástur, möguleika á endurnýtingu og mikið af litum.
Sýningarstaður:
Viðey, Vestmannabraut 30
Opnunartími:
þriðjudagur 4.júlí opnun 17:00-19:00
miðvikudag til föstudags 16:00 - 18:00
Laugardag og sunnudag 13:00 -17:00
LISTIN Í LEIKFÖNGUNUM
Góða skemmtun! LALLI TÖFRAMAÐUR ÍÞRÓTTAÁLFURINN LÍNA LANGSOKKUR BMX BRÓS FÖSTUDAGINN 7. JÚLÍ KL. 16.00 Á VIGTARTORGI Ísfélagsins ISFELAG.IS
og candyfloss handakrökkumöllum
Popp
HÚN HEFUR LENGI
HAFT Í HYGGJU AÐ
OPNA GALLERÍ Í EYJUM
Jóna Heiða Sigurlásdóttir er að opna listrýmið, Flakkarann. “Flakkarinn er svona kokteill. Það er vinnustofa, sýningar- og tilraunarými svo eitthvað sé nefnt og er staðsett í litlum skúr við heimili mitt á Skólavegi 15a. Ég ætla að opna fimmtudaginn 6. júlí kl. 17:00 og það verður opið goslokahelgina frá föstudegi til sunnudags kl. 14:00-17:00 og svo á völdum dögum í sumar. Um goslokin mun ég mun sýna innsetningu eftir mig. Innsetning er nokkurs konar rýmisverk. Verkið kallast Óður og er svokallað furðukames eða Wunderkammer eins og það heitir á þýsku og mun það vera minn óður til Vestmannaeyja eins og ég sé þær. Einnig verður hægt að skoða ýmislegt sem ég hef verið að sýsla við að búa til eins og límmiða, bókamerki, myndlist, listmuni og ýmislegt fleira sem að góðri listanorn hæfir, segir Jóna Heiða”.
Hún hefur lengi haft í hyggju að opna gallerí í Eyjum sem er hrátt og öðruvísi sýningarrými og greip tækifærið núna þegar hún hef ur eignast húsnæðið og opna um goslokahelgina þegar sem flestir eru hér í Eyjum og hefur hún verið að undirbúa það síðustu vikur.
Flakkarinn – listrými dregur nafn sitt af Flakkaranum sem varð til í gosinu 1973. Á ensku kýs hún að kalla listrýmið The Wanderer og á að vera skírskotun í verk rómantíska málarans Caspar David Friedrich, Wanderer above the sea fog. Hana dreymir um að fólk; útlendingar sem og Íslendingar séu á flakkinu í vestmannaeysku þokunni og ráfi óvænt inn í listrýmið og sjái eitthvað nýtt. Í framhaldinu langar hana til að bjóða fólki að sýna hjá sér, bæði Eyjafólki og fólki annarstaðar að. “Að lokum vonast ég til að sjá sem flesta á opnun eða að fólk kíki goslokahelgina í Flakkarann,” segir Jóna Heiða að lokum.
Sýningarstaður:
Flakkarinn - listrými, Skólavegur 15a
Opnunartími:
fimmtudagur 6. júlí - opnun frá kl. 17:00
föstudags - sunnudags 14:00 - 17:00
& verður opið valda daga í sumar.
ÓÐUR TIL
VESTMANNAEYJA
Hamingjuóskir á 50 ára Goslokahátíð Strandvegi 30 | s. 481 1475 | www.midstodin.is | /midstodin -í meistara höndum Mynd: G unnar Kolbeinsson
ALDREI Í BOÐI AÐ GEFAST UPP
Ólaf Lárusson eða Óla Lár þarf nú ekki að kynna fyrir okkur Eyjamönnum. Hann hefur starfað óeigingjarnt starf með Björgunarfélagi Vestmannaeyja í áratugi, sem og verið smíðakennari við Grunnskóla Vestmannaeyja til fjölda ára. Óli er fæddur árið 1954 og var því nítján ára gamall þegar eldgosið í Heimaey hófst. Blaðamaður settist niður með Óla og hlustaði með aðdáun þegar hann sagði frá sinni upplifun á eldgosinu og hans aðkomu að björgunarstörfum bæði á meðan gosinu stóð og á eftir.
Heilt byggðarlag leggst í eyði ,,Þegar heilt byggðarlag leggst í eyði er heljarinnar tragedía sem fylgir því. Þetta upplifði fólk eins og ég sem var í Eyjum töluverðan tíma meðan á eldgosinu stóð“. En hvernig kom það til að Óli var allt í öllu þegar kom að björgunarstörfum í einum af mestu hamförum í Íslandssögunni?
Óli byrjaði fyrst sem skáti þegar hann var peyi en gekk svo í hjálparsveitina og var orðinn varaformaður þar þegar gosið hófst. Á þessum tíma var Siggi Spek formaður sveitarinnar. Gosnóttina sjálfa var Óli vakinn af pabba sínum sem sagði honum að það væri komið gos. Fyrstu viðbrögð Óla voru ,,jæja og hvað er það“? Hann fer út í glugga og
sér þá að eldgos er hafið og hringir í Sigga og segir honum að það sé komið gos austur á Eyju og þeir þurfi að ræsa
út sinn mannskap. Fyrstu viðbrögð Sigga var að spyrja Óla hvort hann væri nokkuð fullur, en Óli sór fyrir það við Sigga að hann væri allsgáður. Siggi kíkir svo út og þeir ákveða að hittast upp í skátahúsi og tína til sinn útbúnað og
spyrja síðan lögguna hver væru næstu skref þar sem þeir voru undir þeirra stjórn í almannavarnarkerfinu. Þetta er upphafið að því að þeir tóku þátt í þessu björgunarstarfi sem átti sér síðan stað.
Gott skipulag skipti öllu máli Þeirra fyrsta verk var að blása upp gúmmíbáta og finna til öll sjúkragögn. Þegar þeir sáu síðan að það var enginn slasaður þá var farið upp á flugvöll til að athuga hvort hann væri heill. Þaðan var farið á elliheimilið að sækja fólk og koma því í bátana og aðstoða við að koma sjúklingum af spítalnum upp á flugvöll þar sem þau voru flest öll flutt með flugi. Síðan komu Ameríkanarnir á þyrlum og hjálpuðu til við að ferja fólk af Eyjunni. Þessi flutningur stóð langt fram á nótt og inn í næsta dag. Á þessum tímapunkti fara menn að velta fyrir sér hver séu næstu skrefin. Óli og Siggi Spek fóru á bæjarstjórnarfund, þar leist þeim ekkert á framvindu mála á fundinum. Þeir vildu ræða hvernig bjarga ætti verðmætum hjá fólki, þar sem flest allt fólk var farið af Eyjunni að undanskildum þeim sem þurftu að vera áfram við skyldustörf. Á þessum fundi stingur Reynir Gunnsteinsson skólastjóri upp á því að nota skólann til þess að
taka við öllum þeim innanstokksmunum sem hægt væri að bjarga. Þessi hugmynd var samþykkt og fóru næstu dagar í það að bjarga munum úr næstu húsum og segir Óli að þarna hafi mátt segja að skipulagt björgunarstarf hafi hafist. Sárt hafi verið að horfa á eftir öllum dýrunum sem þurfti að lóga, en það var auðvitað ekki hægt að sinna þeim á þessari stundu. Framvindan var síðan sú að þegar austanátt kom þá fóru fljúgandi grjót inn um glugga og þá þurfti að negla fyrir glugga og í því samhengi segir Óli frá manni að nafni Patton Sveinn Eiríksson sem var slökkviliðsstjóri á Keflavíkurflugvelli. Hann skipulagði þessar aðgerðir og upp frá því fóru að koma menn frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur, bandarískir hermenn, björgunarsveitir ofan af landi og fleiri. Þá komst gott skipulag á þetta allt saman. Þá voru Óli og aðrir úr hjálpasveit skáta fengnir til að kynna sér málið ef höfnin myndi á einhverjum tímapunkti lokast og að það þyrfti að brjótast í gegnum Eiðið. Þeir voru í heilan dag með amerískum verkfræðingi frá hernum í dýptarmælingum við Eiðið. Þetta var plan B, menn vildu eiga möguleika á að halda höfninni opinni. Þetta var bara eitt af mörgum plönum sem þeir höfðu upp í erminni. Þorbjörn Sigurbjörnsson jarðfræðingur
Magnús H. Magnússon bæjarstjóri og nokkrir aðrir karlmennsitja á fundi inni á skrifstofu. Frá vinstri: Jón Traustason, Sigurður Þ. Jónsson sem þá var sveitarforingi Hjálparsveitar skáta Vestmannaeyjum, Ólafur Lárusson, hjálparsveitarmaður, Reynir Guðsteinsson, skólastjóri Barnaskólans og Magnús H. Magnússon bæjarstjóri og seinna ráðherra. Mynd/Vilborg H.
kom síðan með þá hugmynd að kæla hraunið. Við þessar pælingar fór allt af stað og fengnar voru dælur frá Ameríku. Bunustokksgengið svokallaða fékk það verkefni að dæla sjónum á hraunið dag og nótt á vöktum. Svo breyttist rennsli hraunsins endalaust þannig að þetta var ekki auðvelt verk. Ein hugmynd var meira að segja að fá orrustu flugvélar til þess að skjóta sprengjum í gíginn þannig að það myndi koma hola sem snéri í austur og þá myndi hraunið renna allt út í sjó.
Það þarf að framkvæma strax til þess að koma í veg fyrir frekara tjón Óli segir að hraunið hafi eins og við þekkjum, hins vegar runnið inn í hús og ástandið í bænum hafi verið vægast sagt sérstakt. Menn horfðu á eigur sínar fara undir hraun og brenna og þetta var átakanlegt og þarna hugsuðu menn ,, það þarf að framkvæma strax til þess að koma í veg fyrir frekara tjón, það þýðir ekkert að bíða“. Hlutirnir voru framkvæmdir strax. Síðan komu til Eyja stórir hópar með gröfur, jarðýtur og aðrar stórar vélar til þess að hjálpa. Þannig að þessi hópur sem var að sinna björgunarstarfi stækkaði smátt og smátt.
Ríkið splæsti í vodka og sviðaveislu Síðan kom gasið og rifjar Óli upp þegar stór og mikill sviðaveisla var haldin í samkomuhúsinu. Þetta var gert til þess að þjappa hópnum saman sem var við björgunarstörf. Ríkið splæsti vodka og segir Óli að þetta hafi verið alveg klikkað ástand þegar hann er að rifja þetta
Fór til Reykjavíkur til þess að fara í bað Óli var öllum sínum stundum í Eyjum við björgunarstörf, hann hafi þó farið einstaka sinnum til Reykjavíkur til þess aðeins að hvíla sig og fara í bað. Síðan var strax komið aftur. Eitt sinn þegar Óli og annar maður fóru til Reykjavíkur fengu þeir far með flugvél DC-4 sem ferjaði 7 tonn af járnskrúfum og lager úr Eyjabúð. Hallgrímur hét flugmaður-
takast á loft sökum þunga, enda stefndi hún beint í sjóinn. Það fór hins vegar allt vel og lentu þeir heilir að höldnu í Reykjavík. Það var síðan í mars sama ár að hann var kallaður til Reykjavíkur til þess að fara í Iðnskólann sem og hann gerði. Hugurinn var samt alltaf í Eyjum og voru allar helgar notaðar til þess að fara til Eyja að reyna að hjálpa til og fylgjast með framvindu mála.
Smá ævintýri og misgáfulegar hugmyndir
upp. Þegar menn voru orðnir saddir og sælir þá var horft á kvikmynd saman – Dirty Harry. Óli getur ekki annað en hlegið þegar þetta er rifjað upp því aðstæður voru svo furðulegar. Vegna þess að þegar kom að því að þrífa eftir gleðina fylltist allur miðbærinn af gasi og ekki hægt að vera þar, enda gasið banvænt. Þá þurfti að færa sig ofar á Eyjuna.
inn sem Óli komst seinna meir að því að Hallgrímur væri mjög reyndur flugmaður sem hafði verið í Bíafra stríðinu og mikill ævintýramaður. Vélin var svo þung að framhjólið var farið að bogna. Óli og vinur hans fengu far með vélinni til Reykjavíkur í kærkomið frí. Óli sagðist hafa óttast um eigið öryggi þar sem vélin ætlaði ekki að hafa það að
Síðan gerðist það að Þorsteinn heitinn Lúther prestur kom eitt sinn með 6000 krónur upp í Iðnskóla, styrkur til iðnnema frá Eyjum. Óla og vini hans datt í hug að nota hann til þess að ferðast til Noregs. Þessi peningur dugði fyrir annarri ferðinni til Noregs þannig að Óli og vinur hans ætluðu að sigra heiminn og fara til Noregs á vit ævintýranna. Í miðju skipulagi ferðarinnar kynnast þeir stelpu í Reykjavík sem var frá Noregi, hún biður þá um að koma pakka til mömmu sinnar fyrst þeir væru nú að fara. Þeir héldu að þá væru þeir þar með komnir með gistingu í Noregi. Þeir fóru út með ekkert plan en fengu sér fljótt vinnu. Fyrst á þekktu skíðahóteli, þar voru þeir í nokkra mánuði. Þá dettur þeim í hug að skella sér til Frakklands að vinna á vínekru. Þeir kaupa sér interail miða og leggja af stað. Hins vegar kom upp smá vandamál á hótelinu þar sem vinurinn datt aðeins um bokkuna
Daði, Kjarri, Eiki og Óli. 1973.
og í allri gleðinni varð hann valdur að eignaspjöllum. Vinurinn var látinn fjúka en Óli þurfti að vinna lengur, eða þar til skuld vinarins var greidd við hótelið. Vinur Óla fór á undan honum til Kaupmannahafnar og lifði þar góðu lífi í Kristjaníu.
Óli kom síðan til Kaupmannahafnar nokkrum vikum seinna og fær sér gistingu á stúdentagörðum. Það vildi síðan svo ótrúlega vel til að daginn eftir er Óli að draga frá gardínurnar og er litið út um gluggann. Þar sér hann kunnulegar fætur standa undan tré úti á gangstétt andspænis glugganum. Hann kallar út og það passaði og þar var vinur Óla. Þeir félagar fara síðan saman til Frakklands. Þeir fóru hins vegar aðra leið þangað, eða í gegnum Júgóslavíu sem var þá og hét. Þar þvældust þeir um með sígaunum en fara síðan þaðan til Rímíni á Ítalíu og fengu vinnu í eldhúsi hjá gamalli konu. Þar var vinnan ,,work for food“ annað var aukaatriði. Síðan voru þeir á þvælingi á lestarstöðinni þar sem þeir hittu hóp af krökkum sem voru að fara til Grikklands, og fannst þeim það mjög spennandi kostur. En þeir komust þó aldrei þangað þar sem fyrst átti að fara á tónleika í Hannover með þessu fólki og eftir að hafa kynnst þessum hópi fólks leist þeim ekkert á blikuna og úr varð að þeir stungu þau af.
Komst í kast við lögin eftir ólöglega baðferð Svona þvældust þeir á milli staða en enduðu síðan aftur í Kaupmannahöfn gott sem allslausir. Orðnir ansi sjúskaðir, farnir að baða sig í gosbrunnum við litla hrifningu lögreglunnar á svæðinu. Eftir þetta fannst þeim kominn tími til að koma sér heim til Íslands. Hins vegar áttu þeir ekki fyrir fargjaldinu, en Óli sagði að það var ekkert til sem héti vandamál, bara lausnir. Þeir náðu
að hringja heim í bróður vinar Óla sem vann á þeim tíma í Útvegsbankanum á Íslandi. Sá skrifaði upp á víxill handa þeim á sínu nafni og keypti fyrir þá flugið heim. Þegar til Íslands var komið skildu leiðir þeirra og Óli fór til Eyja og fór að vinna hjá Viðlagasjóði og þá hófst eðlilegt líf aftur. Enda sagði Óli að þrátt fyrir þetta ævintýri þá var hugurinn alltaf í Eyjum.
Margt breyst
Þegar Óli kom aftur til baka voru aðstæður breyttar. Byrjað að byggja upp og síðan lauk gosinu og þá hófst uppbyggingin, hreinsunarstarfið og allt fór
í gang. Menn byrjuðu að einbeita sér að því að fá fólkið aftur heim til Eyja. Störfum hjá þeim í hjálparsveitinni var þá lokið og þá snéru menn sér að öðru, verkefnum sem snéru að þeim sjálfum, vinna við fyritæki sem ætluðu að hefja rekstur aftur, eftir vinnu var unnið við hreinsunarstarf og hjálpa náunganum. Óli minnist sérstaklega á eitt atvik sem hann lenti í eitt sinn þegar hann var í fríi í Reykjavík. ,,Ég varð vitni að
því einu sinni þegar ég kom til Reykjavíkur þá lenti ég í Hafnarbúðum. Það var afar sérkennileg samkoma þar. Þangað leituðu Vestmannaeyingar og þar voru bæjarfulltrúar, fulltrúar frá Rauða krossinum og öðrum hjálparsamtökum að leiðbeina fólki. Tóninn var mjög skrýtinn þarna, allir voru að fylgjast með skjánum sem sýndi gosið í mynd af Klifinu. Þarna hittist Eyjafólk og gátu leitað í hvort annað, grátið á öxl hvors annars og spjallað saman. Þegar ég fór þarna í eitt skipti þá var tóninn þannig að fólk var svo örvæntingarfullt og úrvinda að ég hugsaði með mér, hér á ég ekki heima“. Óli dreif sig til Þorlákshafnar og aftur heim til Eyja. Andrúmsloftið í búðunum var ekki í anda Óla og segir hann að þeir sem voru að vinna í Eyjum voru skiljanlega í allt öðrum pælingum en þau sem voru í Reykjavík.
Strætó ekki fyrir fólk eins og ykkur
Mörg félög og vinnustaðir aðstoðuðu Eyjamenn á meðan á þessum hörm-
ungum stóð. Það var hins vegar ekki alltaf tekið út með sældinni að vera ,,flóttafólk“ og tekur Óli dæmi um eina slíka sögu tengda sinni fjölskyldu. Álfélagið tók t.d.marga að sér, bauð húsnæði og vinnu og það fór vel um alla en það var hins vegar langt frá öllu öðru. Samgöngur voru slæmar, langt í allt. Foreldrar Óla ákveða þá að flytja í Hafnarfjörðinn og fannst þeim það öllum betra, hægt að fara í skóla, eignast vini og fleira. Systur Óla fóru að vinna á Kirkjusandi hjá Ísfélaginu á þessum tíma og segir Óli m.a. frá þeim fordómum sem þær urðu fyrir á leið sinni í vinnu. Ekki var til bíll á heimilinu og því tekinn strætó í vinnu og þurftu þær að taka tvo á leið sinni. Þær unnu í fiski og fengu oft að heyra það frá öðrum hversu vond lykt var af þeim og annað í þeim dúr. Það var vondur mórall sem Óli segir að systur sínar hafi talað oft um. Þetta fór rosalega fyrir brjóstið á þeim og þær upplifðu sig sem annars flokks og að strætó væri bara ekki fyrir ,,fólk eins og þær“. Síðan breyttust aðstæður og þær fluttu allar heim, en flestar fóru síðan aftur til Reykjavíkur og eru bara Óli og ein systir hans eftir í Eyjum í dag.
Eftir eldgosið
Á þessum tíma bjó fjölskylda Óla í
Hafnarfirði eftir gosið, en Óli á fimm systur. Hann hins vegar ákveður að fara heim á Brimhólabrautina, einn í húsinu. Þarna er hann 19 ára. Árið 1983 flutti Óli með Emmu Vídó konu sinni og 4 ára gömlum syni til Noregs þar sem Óli fékk vinnu. Dvölin þar varð hins vegar í styttri lagi, en eftir 1 ár koma þau aftur heim eftir að tengdafaðir hans veikist og vildu þau hjónin vera nær fjölskyldunni þegar svona stóð á. Þegar þau koma heim, fer Óli í Iðnskólann, klárar smíðanámið sitt og fer þá aftur í hjálparsveitina sem hann var í þegar eldgosið hófst. Þegar talið berst að því hvort að fólk hafi ekki verið hrætt við að koma aftur heim eftir gosið sagði Óli að svo hafi verið í mörgum fjöl skyldum. Mamma hans hafi t.d. alls ekki viljað fara aftur til Eyja, hún kom fyrst til Eyja árið 1952 og frá því ári til ársins 1973 hafði hún aldrei farið austur fyrir búðina sem hét Haraldur Eiríksson. Hún sagðist bara ekki hafa átt neitt erindi lengra. Það hafi því verið mikil við
brigði fyrir hana að fara af eyjunni. Óli rifjar upp páskana eftir gos þegar hann fór með pabba sínum til Eyja og var þá pabbi hans að skoða aðstæður og stöðuna á húsinu þeirra. Það var síðan ákveðið að þau kæmu öll heim.
Sterkasta upplifunin að sjá ljósin kvikna aftur í húsunum
Óli segir að sterkasta upplifinun sín og eflaust margra hafi verið að sjá ljósin kvikna í húsunum. Þá var lífið að byrja að mótast aftur. Óli og pabbi hans gengu alltaf saman á morgnanna í vinnuna kl 7. Hann segir að vinnudagarnir hafi verið langir, oftast frá 7-19, en stundum til 24. Þetta var vinnutíminn þegar verið var að byggja allt upp aftur. Óli minnist þess að þegar þeir feðgar gengu niður Heiðarveginn á leið sinni til vinnu að fyrst um sinn var allt kolsvart og ekki ljóstíra í húsum. Það var allt myrkt og síðan hægt og rólega fóru að koma gámar við hús, sem var vísbending um að það væri einhver að koma til baka. Það voru komin nokkur ljós upp á Brimhólabraut og eitthvað á Hólagötuna. Þegar jólin fóru að nálgast þá sáu þeir meira af ljósum, götuljósin komu og annað smátt og smátt. Þessi birta og þegar þetta samfélag fór stækkandi telur Óli hafa haft rosalega jákvæð áhrif á fólk í þessum hluta bæjarins til þess að koma aftur. Þetta fólk missti ekki húsin sín þó svo að innanstokksmunir hafi eflaust laskast mis mikið en ekkert sem ekki var hægt að laga. Þetta gaf öllum von um að byggðin og samfélagið færi stækkandi, skólarnir tóku til starfa og það skipti auðvitað verulega miklu máli á þessum tíma. Árið 1974/1975 var flutt inn í nýja sjúkrahúsið. Þetta voru allt svo jákvæðir póstar til þess að kalla á fólk til baka. Frystihúsin hófu sína starfsemi þannig að það var nóg að gera, og sagði Óli að fólk hafi eflaust bjargað sér á því að það hafi verið að vinna sér til helvítis.
GOSLOKA HATID.IS
hugsa mikið um það. Óli sagði að á þessum tíma voru menn bara að vinna, það þurfti að gera þetta og þá var það gert. Ekkert flóknara en það, ekkert var ómögulegt og unnið í lausnum. Þetta var hins vegar ekki auðvelt og segir Óli að eitt af því erfiðasta hafi m.a. verið það að þeir höfðu svefnaðstöðu upp í Iðnskóla, þar sváfu þeir bara á sjúkrabörum í fötum tilbúnir að rjúka af stað ef þess þurfti. Það fór ekkert vel um þá og drunurnar voru svo ofboðslega miklar að þeir voru alltaf með höfuðverk, ævinlega. Þarna hafi menn verið í ákveðnum gír og gert hlutina því það þurfti.
Hefði ekki viljað missa af þessu þrátt fyrir að þetta hafi verið rosalega erfitt Óli segir að þrátt fyrir erfitt verkefni og krefjandi aðstæður hafi það aldrei komið upp í huga hans að þetta væri of erfitt, óyfirstíganlegt og það væri best að fara úr aðstæðum. Hann sagðist
UM HÁTÍÐINA Á NÝJUM VEF
HÁTÍÐINA
ALLT
GOSLOKA HATID.IS ALLT UM
Á NÝJUM VEF
ÚR LJÓSMYNDASAFNI
ÓSKARS ELÍASAR
BJÖRNSSONAR
Gamlar myndir tengdar gostímanum 1973 frá Óskari Elíasi Björnssyni. Hann fæddist í Reykjavík 1917 og lést 1989. Eiginkona Óskars var Sigríður Sigurðardóttir frá Hruna í Vestmannaeyjum og var heimili þeirra lengst að Faxastíg 5. Óskar og Sigríður eignuðust sjö börn.
Óskar var starfsmaður Vestmannaeyjabæjar um áratugaskeið þar til hann lét af störfum vegna aldurs. Hann var áhugaljósmyndari og tók fjölda mynda sem spanna yfir langt tímabil.
Óskar var í hópi þeirra bæjarstarfsmanna sem kallaðir voru til björgunarstarfa á fyrstu dögum gossins og vann síðan fyrir Viðlagasjóð við akstur og gjallhreinsun þar til hefðbundin starfssemi Vestmannaeyjabæjar hófst á nýjan leik að loknu gosinu.
Óskar Elías Óskarsson hefur nóg að gera á gröfunni við mokstur.
Í MINNINGUNNNI VAR ÞETTA SPENNANDI ÓVÆNT FERÐ TIL REYKJAVÍKUR
Unnur Sigmarsdóttir er fædd árið 1964 og var því 8 ára þegar gosið hófst en varð 9 ára í september það ár. Unnur var ein af þeim börnum sem send voru til Noregs 1973. Tígull setti sig í samband við Unni og fékk að heyra hennar sögu.
Gosnóttina vorum við vakin við hringuna frá slökkviliðinu klukkan 01.30 þar sem pabbi var í slökkviðliðinu. Okkur var sagt að pakka niður í tösku til að taka með okkur því við værum að fara sigla með bát til Reykjavíkur. Við fórum niður á bryggju og í næsta bát sem var laust pláss í. Ég, mamma og Pálmi bróðir sem er þremur árum eldri en ég, fórum með bát sem hét Sólfari. Í minn ingunnni var þetta spennandi óvænt ferð til Reykjavíkur en raunin varð önnur. Við systkin vorum ekki sjóveik og ekki mamma heldur, hún var bara
í því að aðstoða aðra enda sjóhraust að eðlisfari. Ég sofnaði á netadræsu um nóttina enda ekkert svefnpláss að fá, þegar til Reykjavíkur var komið tók við rútuferð í Melaskóla þar sem okkar fjölskylda, amma mín og afi áttu heima vestur í bæ. En það var gott fólk sem tók á móti okkur með súpu og teppi. Við tók gisting hjá ömmu og afa og næstu daga vorum við að reyna að átta okkur á hvað var að gerast úti í Eyjum en hugsunin var aldrei sú að við værum að fara flytja. Maður áttaði sig engan veginn á hættunni og hræðsla kom einhvern veginn aldrei upp. Ég held að
GOSLOKA HATID.IS
8 ára á einkaheimili. Við fórum sem sagt saman tvær inná heimili hjá fimm manna fjölskyldu sem bjó rétt fyrir utan Osló, á litlum stað. Þar vorum við frænkur meðhöndlaðar sem algerar prinsessur, sváfum saman í hjónarúminu og héldumst í hendur allar nætur. Við vorum auðvitað hræddar, sérstaklega þar sem við töluðum ekki stakt orð í norsku. Við þorðum ekki fyrir okkar litla líf að borða neitt nema brauð með banana allan tímann, við þorðum ekki að smakka matinn. Fólkið fór með okkur um þorpið og sýndi fólki ”börnin” sem höfðu lent í eldgosi, allir voru góðir við okkur. Í dag er mér það óskiljanlegt afhverju við, 8 ára frænkurnar vorum sendar á einkaheimili einar í 14 daga. Ég hef spurt foreldra mína um þetta en mamma sagði að þetta hefði bara verið ákveðið og enginn gert athugasemd við það. En fólkið var gott við okkur en þetta er mjög fast i minningunni, að vera skíthrædd við köngulóarvef á kvöldin þegar farið var að sofa. Ég er ekki i samskiptum við þetta fólk í dag en fyrir tilviljun frétti ég af konu sem kom hingað að vinna sem var ein af systrunum sem ég gisti hjá, hún réði sig hér a sveitabæ.
Að öðru vil ég segja að margt sem börnin upplifðu var ekki rætt í mörg mörg ár, bæði upplifðu margir slæma hluti en ég var heppin. Ég á sterka minningu um að fara alltaf með mömmu að
NÝJUM VEF
ALLT UM HÁTÍÐINA Á
GOSLOKA HATID.IS ALLT UM HÁTÍÐINA Á NÝJUM VEF
Systkinin ásamt Unni Sigmarsdóttur. Frá vinstri Kristrún Axelsdóttir, Halldór Axelsson, Unnur Sigmarsdóttir og Hildur tvíburasystir Kristrúnar, Hildur Axelsdóttir.
Goslokahátíð fer fram 3. - 9. júlí 2023. Í boði eru fjölbreyttir viðburðir, fjöldi ljósmynda- og myndlistasýninga, auk tónleika af ýmsu tagi - bæði innandyra og utan.
Barnadagskrá í boði Ísfélags Vestmannaeyja verður fjölbreytt og má þar nefna Goslokahlaup, Latabæ, BMX brós, Línu Langsokk og Lalla töframann. Sundlaugarpartýið og Landsbankadagurinn verða á sínum stað og einnig ratleikur í boði Íslandsbanka.
Goslokanefnd hefur lagt áherslu á að gera bæjarbrag hátíðarinnar sem mestan og vill nefndin því hvetja alla bæjarbúa og fyrirtæki til þess að skreyta umhverfi sitt í goslokalitunum. Goslokafánar og veifur eru til sölu í Safnahúsi Vestmannaeyja.
Goslokanefnd áskilur sér rétt til að breyta dagskrá ef þörf þykir og verða þær breytingar þá kynntar sérstaklega á facebook síðu hátíðarinnar. Einnig bendum við á að útivistarreglur eru í gildi þrátt fyrir Goslokahátíð og að börn eru ætíð á ábyrgð foreldra sinna. Við viljum þakka öllum þeim sem koma að viðburðarhaldi kærlega fyrir samstarfið og minnum á að hátíð sem þessi væri ekkert án aðstoðar einstaklinga og fyrirtækja.
Góða skemmtun og gleðilega hátíð Goslokanefnd Vestmannaeyja goslok@vestmannaeyjar.is
Mánudagur 3. júlí
09:30-17:00
10:00
Pósthúsið við Strandveg: Dagsstimpill tileinkaður 50 ára goslokaafmæli.
Básaskersbryggja: Varðskipið Óðinn leggst að Básaskersbryggju.
Eldheimar: Hátíðarfundur bæjarstjórnar.
Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl.
Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir. OPNUN
Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli. OPNUN
Skansinn: Setning Goslokahátíðar í tali og tónum. Frumflutningur Goslokalags.
Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning.
Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning.
Þriðjudagur 4. júlí
10:00-14:00
Nausthamarsbryggja: Varðskipið Óðinn, sem í dag er safnskip, til sýnis fyrir almenning.
Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning.
Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Gleðigjafarnir selja vöfflur. OPNUN
Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir.
Stakkó: Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt.
Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir. OPNUN
Stórhöfði: Afhjúpun upplýsingaskiltis um fuglamerkingar Óskars í Höfðanum.
Viðey, Vestmannabraut 32: ,,Listin í leikföngunum’’ Berglind Sigmarsdóttir. OPNUN
Ráðhúslundur: Síðdegistónleikar. AFLÝST
Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
Hásteinsvöllur: ÍBV-Stjarnan, mfl.kvk.
Slippurinn: ,,Kokteill’’ Gíslína Dögg Bjarkardóttir. OPNUN
Sagnheimar: ,,Vor við sæinn’’ dagskrá um Oddgeir Kristjánsson.
Miðvikudagur 5. júlí
10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
13:00-16:00
14:00-18:00
Tangagata: Börnin mála vegg við Tangagötu undir stjórn Gunna Júl.
Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir.
14:00-17:00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
15:00-18:00
Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
16:00 Stafkirkjan: ,,Metafor’’ Rósanna Ingólfsdóttir Welding. OPNUN
16:00-18:00 Viðey, Vestmannabraut 32: ,,Listin í leikföngunum’’ Berglind Sigmarsdóttir.
12:00 13:00-16:00 15:00 15:00-18:00 16:00 17:00 18:00-21:00
18:00-21:00
14:00-18:00 15:30
16:30 17:00
18:00 19:30 19:30
10:00-14:00 13:00-16:00 15:00 13:00-16:00
16:00 17:00
17:00-20:00
Listasýningar
Barnadagskrá
Tónleikar
16:30 Landlyst: ,,Lífgrös’’ Halldóra Hermannsdóttir. OPNUN
17:00
Ráðhúslundur: Síðdegistónleikar.
Flakkarinn-útsýnispallur: Afhjúpun upplýsingaskiltis um Flakkarann.
17:00-20:00
17:00 17:30 18:00 20:00
Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða. OPNUN
Craciouskró á Skipasandi: Sunna Einarsdóttir og Júníus Meyvant. OPNUN
Eldheimar: ,,Eyjapistlarnir einstöku” Gísli Helgason fer yfir þessa merku söguheimild og flytur tónlist ásamt föruneyti. Miðasala í Eldheimum.
Fimmtudagur 6. júlí
10:00-17:00
10:00-17:00
10:00-17:00
10:00-18:00
11:00-17:00
13:00-18:00
13:00-18:00
14:00
14:00-17:00
14:00-18:00
15:00-21:00
16:00
16:00-18:00
Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
Stafkirkjan: ,,Metafor’’ Rósanna Ingólfsdóttir Welding.
Landlyst: ,,Lífgrös’’ Halldóra Hermannsdóttir.
Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.
Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða.
Hilmisgata 1 og 3 (Haukagil): Opið hús, vinnustofa Ragnars Engilbertssonar og myndlistarsýningar á báðum stöðum.
Craciouskró á Skipasandi: Sunna Einarsdóttir og Júníus Meyvant.
Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna. FORMLEG OPNUN
Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir.
Svölukot, Strandvegi 95: ,,Undir listregni’’ Stapafjölskyldan. OPNUN
Tónlistarskólinn: ,,Bland í poka’’ Jóný, Hófý og Konný. OPNUN
Viðey, Vestmannabraut 32: ,,Listin í leikföngunum’’ Berglind Sigmarsdóttir.
16:30 Ribsafari við Básaskersbryggju: ,,Heimaslóð’’ Amalía Ósk Sigurðardóttir. OPNUN
17:00
17:00
Eldheimar: ,,Allt var svart - frá gosi til grips’’ Sigrún Einarsdóttir.
Flakkarinn - Listrými, Skólavegi 15a: Jóna Heiða Sigurlásdóttir. OPNUN
17:00-20:00 Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
17:00-22:00
18:00
20:30
20:30
21:00
GELP-króin, Strandvegi 69: ,,Þetta er fínt svona” Viðar Breiðfjörð. OPNUN
Miðskúrinn í Sandprýði, Skipasandi: Bjartey Gylfadóttir. OPNUN
The Brothers Brewery: Bjórbingó - 20 ára aldurstakmark.
Eldheimar: ,,Sögur, söngur og spjall úr gosinu” Valdir Vestmannaeyingar leika og syngja.
Miðasala í Eldheimum.
Háaloftið: Stebbi og Eyfi - Miðasala á tix.is
Föstudagur 7. júlí
10:30/16:00
10:00-17:00
10:00-17:00
10:00-17:00
10:00-18:00
Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano Open.
Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
Stafkirkjan: ,,Metafor’’ Rósanna Ingólfsdóttir Welding.
Landlyst: ,,Lífgrös’’ Halldóra Hermannsdóttir.
Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.
11:00 Bókasafn Vestmannaeyja: Rithöfundarnir Axel Gunnlaugsson, Edda Heiðarsdóttir og Jóhanna Hermansen lesa úr barnabókum sínum sem tengjast Heimaeyjargosinu.
11:00-17:00
11:30
12:00-16:00
12:00-16:00
Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða.
Bárustígur: Smári’s volcano sauce með hot wings til sölu og kynningu á sósum sínum.
Ribsafari við Básaskersbryggju: ,,Heimaslóð’’ Amalía Ósk Sigurðardóttir.
Svölukot, Strandvegi 95: ,,Undir listregni’’ Stapafjölskyldan.
13:00-15:00 Heimaey, vinnu- og hæfingarstöð: Opið hús, handverk og kerti til sölu.
13:00-17:00
13:00-18:00
13:00-18:00
13:00-18:00
13:30/14:30
Bárustígur: Kristey.is með opinn bás.
Craciouskró á Skipasandi: Sunna Einarsdóttir og Júníus Meyvant.
Miðskúrinn í Sandprýði, Skipasandi: Bjartey Gylfadóttir.
Hilmisgata 1 og 3 (Haukagil): Opið hús, vinnustofa Ragnars Engilbertssonar og myndlistarsýningar á báðum stöðum.
Safnahús: ,,Tíst, tíst! Tweet, tweet! Cwir, cwir!’’ Skemmtileg fjölskyldusýning ætluð 5-12 ára á íslensku, ensku og pólsku.
14:00 Nýja-hraunið: Afhjúpun minnisvarða um Magnúsarbakarí.
14:00-17:00 Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
14:00-18:00 Tónlistarskólinn: ,,Bland í poka’’ Jóný, Hófý og Konný.
14:00-18:00
Strandvegur 50: Handverksmarkaður, opnar vinnustofur og sýningar.
14:00-18:00 Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir.
14:00-21:00
14:00-17:00
14:00-18:00
14:00-18:00
15:00-17:00
Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
Flakkarinn - Listrými, Skólavegi 15a: Jóna Heiða Sigurlásdóttir.
GELP-króin, Strandvegi 69: ,,Þetta er fínt svona” Viðar Breiðfjörð.
Stakkó: ,,Undir Bláhimni’’ Félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.
Safnahús: 1973 - Allir í bátana. Ingibergur Óskarsson leiðbeinir gestum um notkun vefsins.
15:00-18:00 Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
15:30 Krossinn við Eldfell og Skansinn: Goslokahlaup Ísfélagsins. Skráning í hlaupið fer fram á https://netskraning.is/goslokahlaupid/
16:00 Vigtartorg: Barnadagskrá í boði Ísfélags Vestmannaeyja þar sem fram koma Lalli töframaður, BMX brós, Lína Langsokkur og Latibær.
16:00-18:00
16:00-18:00
Heiðarvegur 9: Opið hús hjá Taflfélagi Vestmannaeyja.
Viðey, Vestmannabraut 32: ,,Listin í leikföngunum’’ Berglind Sigmarsdóttir.
17:00 Safnahús: Ljósmyndasýning og frásagnir í Sagnheimum um sögu Magnúsarbakarís og lífið á Heimagötu fyrir gos.
17:00-20:00
Hrútakofinn: ,,Hitt og þetta’’ Hólmfríður Ólafsdóttir. OPNUN
20:00 Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja: Lúðrasveitaball. Lúðrasveit Vestmannaeyja og hljómsveit hússins ásamt kórum Vestmannaeyja auk góðra gesta - Miðasala á midix.is
21:45-23:30
00:00-01:30
23:00-03:00
23:00-03:00
23:00-03:00
Alþýðuhúsið: Unglingaball með Inga Bauer. Fyrir árganga 2007 - 2009.
Alþýðuhúsið: Unglingaball með Inga Bauer. Fyrir árganga 2004 - 2006.
Háaloftið: Jónsi, frítt inn.
Zame: Ingó, frítt inn.
Lundinn: Doctor Victor, BlazRoca og BLAFFI, frítt inn.
Laugardagur 8. júlí
08:00/13:00
10:00-16:00
Golfklúbbur Vestmannaeyja: Volcano Open.
Eymundsson: Sunna spákona spáir í spil og bolla.
10:00-17:00 Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
10:00-17:00
10:00-17:00
Stafkirkjan: ,,Metafor’’ Rósanna Ingólfsdóttir Welding.
Landlyst: ,,Lífgrös’’ Halldóra Hermannsdóttir.
11:00-17:00 Miðskúrinn í Sandprýði, Skipasandi: Bjartey Gylfadóttir.
11:00
Ferð á Heimaklett: með Svabba og Pétri Steingríms.
Nausthamarsbryggja: Dorgveiðikeppni SJÓVE.
11:00-17:00
11:00-17:00
11:00 11:30
11:30
12:00-13:30
12:00-15:00
12:00/16:00
12:00-13:00
12:00-16:00
12:00-18:00
13:00-16:00
13:00-17:00
13:00-17:00
13:00-17:00
Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða.
Craciouskró á Skipasandi: Sunna Einarsdóttir og Júníus Meyvant.
Bárustígur: Smári’s volcano sauce með hot wings til sölu og kynningu á sósum sínum.
Planið við Brothers Brewery: Róið til styrktar minningarsjóði Gunnars Karls.
Kvika bíósalur: Eldgosið 1973, húsin í hrauninu. Arnar Sigurmundsson.
Heiðarvegur 9: Opið hús hjá Taflfélagi Vestmannaeyja.
Smábátabryggjan: Sérstakar ferðir með Teistu undir leiðsögn Geirs Jóns.
Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja: Sundlaugarpartý með Inga Bauer.
Ribsafari við Básaskersbryggju: ,,Heimaslóð’’ Amalía Ósk Sigurðardóttir.
Svölukot, Strandvegi 95: ,,Undir listregni’’ Stapafjölskyldan.
Nausthamarsbryggja: Varðskipið Þór til sýnis fyrir almenning.
Bárustígur: Kristey.is með opinn bás.
Viðey, Vestmannabraut 32: ,,Listin í leikföngunum’’ Berglind Sigmarsdóttir.
Arnardrangur við Hilmisgötu: Fjöldahjálparstöð Rauða krossins til sýnis.
13:00-18:00 Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir.
13:00-18:00
13:00-21:00
13:30-15:30
14:00-17:00
14:00-17:00
14:00-17:00
14:00-17:00
14:00-18:00
14:00-18:00
14:00-18:00
14:00-18:00
15:00-17:00
15:00-17:00
Hrútakofinn: ,,Hitt og þetta’’ Hólmfríður Ólafsdóttir.
Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
Bárustígur: Landsbankadagurinn verður með hefðbundnu sniði, grillaðar pylsur, hoppukastalar, tónlist og fjör í boði Landsbankans.
Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
Vestmannabraut 69: Pop-up listahátíðin ,,Í garðinum heima’’. Myndir, músík og mósaík.
Helgi Hermannsson kemur fram ásamt Helgu og Arnóri.
Flakkarinn - Listrými, Skólavegi 15a: Jóna Heiða Sigurlásdóttir.
Strandvegur 50: Handverksmarkaður, opnar vinnustofur og sýningar.
GELP-króin, Strandvegi 69: ,,Þetta er fínt svona” Viðar Breiðfjörð.
Stakkó: ,,Undir bláhimni’’ Félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.
Tónlistarskólinn: ,,Bland í poka’’ Jóný, Hófý og Konný.
Safnahús: 1973 Allir í bátana. Ingibergur Óskarsson leiðbeinir gestum um notkun vefsins.
Hrútaportið innst í Skvísusundi: Bifhjólasamtökin Hrútarnir sýna hjólin sín. Kaffi og kleinur í boði.
Bárustígur: Sunna Guðlaugsdóttir söngkona úr hljómsveitinni Tsunnami. 15:30
17:00
18:00-20:00
20:00-23:59
22:00-03:00
Eldheimar: ,,Schumann og Oddgeir” Silja Elsabet Brynjarsdóttir, mezzo sópran og
Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanóleikari. Miðasala í Eldheimum.
Hvetjum alla bæjarbúa til að grilla eða fara saman út að borða.
Hrútaportið innst í Skvísusundi: Létt lög í portinu, sögur og spjall.
Fjör á Skipasandi: Mucky Muck, Molda, Leikfélag Vestmannaeyja, Séra Bjössi, MEMM og Brimnes. Opnar krær með lifandi tónlist.
Sunnudagur 9. júlí
10:00/11:30/13:00
Friðarhöfn: Skoðunarferðir um seiðaeldisstöð og skipulagðar rútuferðir á landeldissvæði ILFS í Viðlagafjöru. Skráning fer fram á netfanginu goslok@vestmannaeyjar.is eða í síma 488 2066.
10:00-17:00
10:00-17:00
10:00-18:00
11:00
11:00-17:00
12:00-18:00
13:00-15:00
13:00-17:00
13:00-17:00
13:00-18:00
13:00-18:00
Einarsstofa, Safnahúsi: GZERO, Gerður Guðríður Sigurðardóttir.
Stafkirkjan: ,,Metafor’’ Rósanna Ingólfsdóttir Welding.
Akóges: ,,Gluggi vonarinnar’’ Vilhjálmur Vilhjálmsson frá Bustarfelli.
Landakirkja: Göngumessa frá Landakirkju, súpa og brauð í lok göngunnar.
Eldheimar: Hulda, Jón og Heiða.
Svölukot, Strandvegi 95: ,,Undir listregni’’ Stapafjölskyldan.
Bárustígur: Kristey.is með opinn bás.
Hrútakofinn: ,,Hitt og þetta’’ Hólmfríður Ólafsdóttir.
Viðey, Vestmannabraut 32: ,,Listin í leikföngunum’’ Berglind Sigmarsdóttir.
Básar: ,,Það sem dvelur í þögninni’’ Aldís Gló Gunnarsdóttir.
Miðskúrinn í Sandprýði, Skipasandi: Bjartey Gylfadóttir.
14:00 Sagnheimar: Japanstogararnir. Siglt heim í skugga eldgoss.
14:00-17:00
14:00-17:00
14:00-17:00
14:00-18:00
14:00-18:00
14:00-18:00
Annað í boði:
Þekkingarsetur Vestmannaeyja: Erlendur Bogason og Örn Hilmisson sýna lifandi myndir og ljósmyndir. Erlendur verður með stutt erindi kl. 15:00. Gleðigjafarnir selja vöfflur.
Skúrinn við Vestmannabraut 38: Fjölbreytt sýning sex listamanna.
Flakkarinn - Listrými, Skólavegi 15a: Jóna Heiða Sigurlásdóttir.
Stakkó: ,,Undir bláhimni’’ Félagar úr Lista- og menningarfélagi Vestmannaeyja.
GELP-króin, Strandvegi 69: ,,Þetta er fínt svona” Viðar Breiðfjörð.
Strandvegur 50: Handverksmarkaður, opnar vinnustofur og sýningar.
Opnunartími safna:
Goslokaratleikur Íslandsbanka, þátttökublöð í
Eymundsson og Safnahúsi.
Goslokasýning 3. bekkjar GRV á verkum tengdum eldgosinu í Íþróttamiðstöðinni.
Goslokalagið ,,Mín Heimaey’’ má nálgast á Spotify. Höfundur þess er Pétur Erlendsson.
Goslokafánar og -veifur til sölu í Safnahúsi.
Myndlistasýningin ,,Kokteill’’ verður til sýnis á opnunartíma Slippsins fyrir matargesti.
Viðar Breiðfjörð verður með bílinn Ransý á ferðinni um miðbæinn með listvarning til sýnis. Frímerkjaútgáfur og sérstakir póststimplar sem tengjast Heimaeyjargosinu verða til sýnis á opnunartíma pósthússins.
Eldheimar: 11:00-17:00
Sagnheimar: 10:00-17:00
Landlyst: 10:00-17:00
Stafkirkjan: 10:00-17:00
Sea Life Trust: 10:00-17:00
Sjóminjasafn: fimmtudag - sunnudags: 13:00-16:00
Lundinn opnunartími:
Sunnudag - fimmtudags:
20:00-02:00
Föstudag: 18:00-04:00
Laugardag: 18:00-04:00
16:00
Hásteinsvöllur: ÍBV - Fram, mfl.kk.
FÖSTUDAGINN 7. JÚLÍ 2023 Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINNI / HÚSIÐ OPNAR KL. 20.00 ATHUGIÐ! TAKMARKAÐ FRAMBOÐ MIÐA MIÐASALA Á MIDIX.IS
ÚR LJÓSMYNDASAFNI
GUNNARS KOLBEINSSONAR & ÞÓRHALLS GUÐJÓNSSONAR
Gunnar Kolbeinsson myndaði gosnóttina 23. janúar 1973 og meðan á gosinu stóð.
Gunnar Kolbeinsson 1937-2023
Kennari og á sumrin rútubílstjóri og leiðsögumaður með erlenda ferðamenn um hálendi Íslands.
Þegar gosið hófst þá hafði Svissneskt tímarit samband við Gunnar og óskaði eftir því að hann færi til Vestmannaeyja og útvegaði blaðinu myndefni. Þannig fékk hann blaðamannapassa til að fara á Heimaey og dvaldi þar nokkurn tíma við ljósmynda- og kvikmyndatökur.
Á hægri síðu þessarar opnu myndaði Þórhallur Ármann Guðjónsson frá Reykjum, verkstjóri fæddist 27. október 1931 á Reykjum.
Jón Óskar Þórhallsson heldur á skilti í kirkjugarðinum þar sem m.a. nafn föðurbróður hans er, en hann er skírður í höfuðið á honum og pabbi hans í raun einnig skírður í höfuðið á bróður sínum sem hvílir þarna. Þeir létust báðir ungir að árum.
ÚR LJÓSMYNDASAFNI
GUÐMUNDAR SIGFÚSSONAR
Guðmundur Sigfússon er fæddur árið 13. mars 1949 og var því 24 ára í gosinu. Hann var duglegur með myndavélina og var að vinna allan þann tíma meðan á gosinu stóð. Hann var í bunustokksliðinu og sá um að sprauta á hraunið kæla og einnig vann hann við húsakyndingar. Hér fáum við að njóta myndanna hans sem hann tók í gosinu. Ef áhugi er fyrir að versla mynd af Guðmundi þá má hafa samband við hann.
Ólafur Sigurvinsson, ekki vitað, Adolf, Ottó Högnason og Þorleifur Sigurlásson.
Alla og Lilli flytja heim eftir gos á Hólagötuna.
Þorleifur Sigurlásson frá Reynistað og Adolf Óskarsson (Dolli pípari).
Erna Tómasdóttir (Dellý) og Guðjón Stefánsdon frá Hólatungu. Börnin: Guðjón Örn til vinstri, Bylgja Dögg fremst, Sóley Guðbjörg fyrir framan mömmu sína. Rósa Elísabet hægra megin við mömmu sína og Stefán Orri leiðir pabba sinn. Vantar þann elsta á myndina, Tómas Hrafn. Myndin tekin í júlí 1973, og fjölskyldan var að hreinsa vikur af lóðinni á Hólagötu 48, og var ein af fyrstu fjölskyldum sem fluttu til Eyja eftir gos.
Hreinsunargengið. Þau fundu veggspjöld kjallara ráðhúsins sem notað hafði verið í mótmæli vegna efnistöku í Helgafelli fyrir gos.
2. mars 1973
Starfandi iðnaðarmenn á vegum Viðlagasjóði í gosinu. Smiðir, píparar og rafvirkjar. Tekin 1. maí 1973.
Dreifa áburð eða grasfræjum
maí 1973
Verið að
flytja bílana úr bænum.
Byrjað að hreinsa vikurinn við lögreglustöðina.
Moka hrauninu í burtu.
Tekin 1. maí. Háður fótboltaleikur. Bílstjórar á móti verkstjórum.
2. júlí 1973 fóru sex manna hópur í fyrsta skipti ofan í gíginn í Eldfelli að kanna aðstæður. Opinberlega var gosið blásið af 3. júlí eftir þennan könnunarleiðangur. Þorleifur Einarsson jarðfræðingur, Hlöðver Johnsen, Súlli á Saltabergi, feðgarnir Svavar Steingrímsson og Óskar Svavarsson, Sigurður Bogason og Guðmundur Sigfússon ljósmyndari sem einmitt tók þessa mynd.
ALLT UM HÁTÍÐINA Á NÝJUM VEF
GOSLOKA HATID.IS
GLEÐILEGA HÁTÍÐ
ÚR LJÓSMYNDASAFNI BÓA PÁLMA
Í baráttu við náttúruöflin í sinni grimmustu mynd í Heimaeyjargosinu var Sigmar Pálmason, Bói Pálma einn þeirra sem stóðu í fremstu víglínu. Var í Slökkviliðinu og var oft í hópnum sem fremst fór þegar teflt var á tæpasta vað. Þó verkefnið væri strembið og að mörgu að hyggja var Bói með myndavél á sér og tók myndir af því sem fyrir augu bar. Bói og kona hans, Kristrún Axelsdóttir bjuggu ásamt börnum sínum, Pálma og Unni að Brimhólabraut 31. „Við vorum þá hugsa um að kaupa á Smáragötu 1, sem við keyptum svo eftir gos. Áttum bara eftir að skrifa undir,“ sagði Bói þegar hann rifjaði upp þessa daga í janúar 1973 þegar gos hófst á Heimaey.
KYNNING Á ERBORIAN VÖRUM
FIMMTUDAGINN
6. JÚLÍ Kaupaukatilboð og smakk
LENGRI OPNUN
á vörum frá Nicolas Vahé
EYJARNAR MINN HELSTI INNBLÁSTUR
Þann 6. júlí klukkan 18:00 mun Bjartey Gylfadóttir opna myndlistaog hönnunarvörusýningu í miðskúrnum í Sandprýði á Skipasandi. Það má segja að sýningin verði tvískipt, annars vegar mun Bjartey sýna ýmsa myndlist svo sem olíumálverk, vatnslitaverk, metal- og alcoholblekmyndir og eftirprentanir af teikningum.
Hins vegar verða til sýnis og sölu hönnunarvörur úr plexí sem Bjartey hefur hannað og framleiðir heima hjá sér í laser skera. Hennar helsti innblástur bæði í myndlistinni og í hönnunarvörunum eru eyjarnar eða eitthvað tengt eyjunum. Einnig hefur Bjartey unnið með stjörnumerkin og teiknað þau upp í mandöluform og verða til sölu eftirprentanir af slíkum myndum auk þess sem verða í boði stjörnumerkjaplattar úr plexí sem er ný útgáfa af stjörnumerkjamandölunum. Fleiri plexívörur verða til sölu og eins og heimaeyjarkransinn (sem hefur verið vinsæll síðastliðin ár), heimaeyjarskúlptur, heimaklettsplattar, Landakirkja og Heimaey í jólakúlu (sem hefur einnig verið vinsælt) og Landakirkja í kúpul, svo eitthvað sé nefnt. Bjartey segir að undirbúningur fyrir sýninguna sé búin að vera í fullum gangi síðustu mánuði og hlakkar hún mikið til að sýna afraksturinn og vonast til þess að sjá sem flesta á sýningunni.
GOSLOKA HATID.IS
6.júlí: Opnun fimmtudaginn kl 18
Miðskúrinn í Sandprýði á Skipasandi
Föstudagur 7. júlí 13:00 - 18:00
Laugardagur 8. júlí 11:00 - 17:00
Sunnudagur 9. júlí 13:00 - 18:00
ALLT UM HÁTÍÐINA Á NÝJUM VEF
GOSLOKA HATID.IS
MYNDLISTA- OG HÖNNUNARVÖRUSÝNING
ALLT UM HÁTÍÐINA Á NÝJUM VEF
Mannvit leitar að öflugu fólki
Burðarþolshönnuður
Mannvit óskar eftir að ráða öflugan burðarþolshönnuð sem getur tekið að sér alhliða burðarþolshönnun.
Helstu verkefni og ábyrgð Hönnun bygginga, burðarþolshönnun á brúm, vatnsaflsvirkjunum, jarðvarmavirkjunum, tengivirkjum og háspennulínum.
Menntunar- og hæfniskröfur
– Háskólamenntun í byggingarverkfræði eða tæknifræði með áherslu á burðarþolshönnun
– Fimm ára reynsla af hönnun burðarvirkja er æskileg
– Reynsla af BIM hönnun, almennum reiknilíkönum, þrívíddarforritum og Tekla Structures er kostur
– Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
– Frumkvæði og skipulagshæfileikar
Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Jónsson, sviðsstjóri burðarvirkja, tj@mannvit.is
Tæknifólk í Vestmannaeyjum
Mannvit óskar eftir öflugu og metnaðarfullu fólki í fjölbreytt verkefni á starfsstöð Mannvits
í Vestmannaeyjum. Viðkomandi munu vinna jöfnum höndum að hönnun og eftirliti á sviði húsbygginga, gatna og annarra mannvirkja. Verkefnin eru fjölbreytt og spennandi og störfin fela í sér tækifæri til þess að taka þátt í að byggja upp öfluga starfsstöð Mannvits á svæðinu.
Helstu verkefni og ábyrgð
Lögð er áhersla á að viðkomandi sinni hönnun, ráðgjöf og eftirliti í Vestmannaeyjum ásamt hönnunarvinnu í fjarvinnu fyrir aðrar starfsstöðvar eftir því sem menntun og bakgrunnur gefur tilefni til.
Menntunar- og hæfnikröfur
Háskólamenntun á sviði byggingaverkfræði, byggingafræði, tæknifræði eða önnur sambærileg menntun – Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum – Frumkvæði og skipulagshæfileikar
Nánari upplýsingar veitir Einar Ragnarsson, sviðsstjóri mannvirkja og umhverfis, er@mannvit.is, og Sigurður Guðjón Jónsson, byggingarverkfræðingur, sigurdurgj@mannvit.is
Umsóknarfrestur er til og með 10. júlí 2023. Sótt er um störfin á mannvit.is
Um Mannvit
Mannvit er ráðgjafarfyrirtæki á sviði verkfræði, umhverfismála og tækniþjónustu sem nýlega sameinaðist alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu COWI. Við byggjum samkeppnisforskot okkar á öflugum mannauði og samruninn skapar aukin starfstækifæri sem gerir fyrirtækið að enn eftirsóttari vinnustað, en COWI er leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndunum á sviði verkfræði, hönnunar og arkitektúrs.
Hjá okkur starfar sterk liðsheild og við leggjum mikinn metnað í að skapa öruggt og gott starfsumhverfi þar sem fólki líður vel og fjölbreytileikanum er fagnað.
–
LJÓSMYNDASÝNING
HVATNINGU TIL AÐ
HALDA SÝNINGU FRÁ
FÓLKINU Í KRINGUM MIG
Örn Hilmisson verður með ljósmyndasýningu í Þekkingarsetrinu og er þetta samsýning með Erlendi Bogasyni. Þessi sýning er svona bland í poka hjá mér. Fuglar, dýr, fólk, hús og náttúra.
Sýningin er full af tilfinningum, sögu og gleði sem sogar að sér ánægju fólks og svo magna Erlendur Bogason og Gleðigjafarnir hana heldur betur rúmlega upp með vöfflum og vídeó. Það hitti skemmtilega á fyrir tilviljun að opnun sýningarinnar yrði 4. júlí því mamma mín og pabbi Erlends hefðu átt afmæli þennan dag.
Áhugi minn á ljósmyndun jókst stórlega aftur eftir að börnin mín Þorsteinn Ingi og Sólveig Alda gáfu mér nýja myndavél í jólagjöf fyrir fáeinum árum. Ég hafði gaman af því að taka myndir af börnunum mínum og vinum þeirra á uppvaxtar árunum í leik og keppnum og fór ótal keppnisferðir með þeim um allt land og hafði mikið gaman af enda gríðalega gefandi að geta stutt krakkana okkar áfram til afreka í því sem þau vilja gera. Ég setti svo myndirnar á facebook eða netsíðu sem Davíð í Tölvun studdi okkur með og var oft metáhorf þar. Laxveiði er nýjasta dellan hjá mér og ljósmyndun passar frábærlega með henni og er ég þá méð stöngina læsta í belti og myndavélina um hálsinn og bíð ég eftir augnablikinu þegar hann bítur á á sama tíma og geggjað augnablik myndatöku blasir við. Það er líka gaman að taka myndir af veiðifélögunum en þær fara á lokaða síðu. Ég hef fengið hvatningu til að halda sýningu frá fólkinu í kringum mig og fer Alda frænka þar fremst í flokki og hafa góðir vinir mínir hjálpað mér mikið og leiðbeint til að gera þetta sem best og skemmtilegast og reynt að stíga á bremsuna hjá mér því ég fer oft langt fram úr mér og ég held ég hafi gert það núna.
Sýningarstaður: Þekkingarsetur Vestmannaeyja 2 hæð
Opnunartími:
þriðjudagur 4. júlí - opnun 13:00 - 16:00 & opnunin kl. 15:00 miðvikudags til fimmtudags 14:00 - 17:00
ARNAR HILMIS
Sendum Eyjamönnum
hátíðarkveðjur á 50 ára
Goslokahátíð
MYND: S.P.
NAUÐSYNLEGT AÐ GETA TALAÐ SAMAN OG SÝNT
HVORT ÖÐRU SKILNING, UMHYGGJU OG ÁST
voru ekki með neitt með sér. Hann kom svo til þeirra á miðvikudeginum. Þau voru fyrstu dagana hjá skyldfólki Einars. Einar pabbi Ragnheiðar var að vinna á Lóðsinum í Eyjum og Guðjón var vélstjóri á Gjafari Ve 300 og fóru þeir strax á loðnuveiðar eftir björgunarleiðangra með fólk og síðar búslóðir. Ragnheiður og mamma hennar urðu því að redda sér íbúð og auglýstu í Vísi og fengu íbúð í Barmahlíð 43. Á meðan á gosinu stóð fór Ragnheiður í Verslunarskólann og fluttu þau hjónin aftur til Eyja þegar skólinn var búinn þann 22. maí 1975 en þá voru þau búin að kaupa neðri hæðina að Brimhólabraut 4 og fluttu þangað strax.
jakkaföt í Karnabæ í löndunarstoppi viku fyrir brúðkaupið, þau voru brún og slaufa og skór í stíl. Ragnheiður sá um að velja þau. Helgina sem þau giftu sig kom Guðjón í land á föstudegi, þau giftu sig á laugardeginum og Guðjón fór svo aftur á sjó á sunnudagskvöldinu. Það var ekkert verið að eyða of löngum tíma í frí, en þarna var hann kominn með gott pláss á Bjarnarey VE 501 með Guðna Ólafssyni vini sínum.
Enginn einn lykill að góðu hjónabandi
Þann 7. Júlí nk fagna þau hjónin Ragnheiður Einarsdóttir og Guðjón Rögnvaldsson 50 ára brúðkaupsafmæli. Tígull fékk þau hjónin í smá spjall til að ræða þeirra fyrstu kynni og hver sé lykilinn að löngu og farsælu hjónabandi.
Fékk loksins kjark til að tala við þessa stelpu
Guðjón segist fyrst hafa sé Ragnheiði á Srandveginum í svartri lakkápu og var nú alltaf að spá í hana en skorti kjarkinn til að tala við hana. Tækifærið kom hins vegar eina júnínótt. ,,Þá sá ég hana fyrir utan Samkomuhúsið eftir ball og bauðst til að fylgja henni heim en hún var nú ekki á því svo ég bara elti hana. Við útidyrnar á Geithálsi reif ég af mér úrið og rétti henni og hljóp svo af stað og kallaði „Sé þig seinna!“ Þetta var árið 1970.
Allir hjálpuðust að Þegar eldgosið hófst á Heimaey fór Ragnheiður með foreldrum sínum, systur og Einari Þór syni þeirra Guðjóns sem þá var átta mánaða til Reykjavíkur, en Guðjón var um borð í Gjafari og eftir að þau fóru í land í Þorlákshöfn fór hann með áhöfninni strax aftur til Eyja að sækja loðnunót og önnur veiðafæri. Hann sótti einnig fatnað og ýmislegt annað sem vantaði, því þau fjölskyldan
Ekki eftir neinu að bíða en að gifta sig Þegar talið berst að bónorðinu segir Ragnheiður ,,Það var nú ekki mjög rómantískt. „Eigum við ekki að gifta okkur í sumar „ sagði ég við unnustann á afmælisdaginn hans Guðjóns 8, maí en við vorum hringtrúlofuð síðan 31. Janúar 1972“. Þau voru sammála um það unga parið að það var ekki eftir neinu að bíða, fannst þau vera orðin fullorðin og búin að reyna ýmislegt . Fyrst eldgosið og svo strandaði Gjafar 22. febrúar við Grindavík og áhöfnin bjargaðist naumlega í land . Þau byrjuðum að búa í október 1972 í risíbúð hjá foreldrum Guðjóns að Brimhólabraut 23 og áttu lítinn fallegan dreng og framtíðin var þeirra.
Keypti fyrsta kjólinn sem ég mátaði Brúðkaupið var haldið þann 7. júlí og fór athöfnin fram í Árbæjarkirkju í sól og blíðu. Sr. Karl Sigurbjörnsson gaf þau saman og það var haldin veisla í Félagsheimili Kópavogs sem sá um veitingarnar. Undirbúningurinn var í höndum Ragnheiðar og Siggu mömmu hennar. Þau segja að þetta hafi verið fallegur dagur og gott að hitta fólkið sitt og hafa tækifæri til að gleðjast eftir erfiðan tíma. „Ég keypti fyrsta kjólinn sem ég mátaði og féll alveg fyrir honum segir Ragnheiður. Fékk hann í versluninni „ Hjá Báru“. Hann var ljósblár og skósíður og svo keypti ég hatt í stíl og skórnir voru hvít ökklastígvél með þykkum botni og háum hælum. Fór í greiðslu til Brósa og einhver sá um að farða mig“. Hún segist því miður vera búin að glata kjólnum en hatturinn sé enn til.
Guðjón var ekki mikið að stressa sig á fatnaði fyrir athöfnina. Hann fékk sín
Hjónin segja að það sé erfitt að svara því hver sé lykillinn að svona löngu hjónabandi og segja að það sé örugglega enginn einn lykill. ,,Þegar hjón kynnast svona ung eins og við þá mótast þau saman. Við höfum upplifað margar gleðistundir en líka átt okkar erfiðu tíma en þá er nauðsynlegt að geta talað saman og sýnt hvort öðru skilning, umhyggju og ást“.
Mikið þakklæti
Hjónin segja að á svona tímamótum sem tengjast gosinu svona sterkt á allan hátt þá upplifi þau allskonar tilfinningar, en sú sterkasta sé þakklæti. Það hafi verið mikið kraftaverk að ekki varð manntjón af völdum eldgossins og það sé einnig sterk tilfinning þeirra að æðri máttur hafi haldið verndarhendi yfir eyjunni okkar og geri enn. Við óskum þeim hjónum innilega til hamingju með gullbrúðkaupið sitt.
Á brúðkaupsdaginn 1973.
GLEÐILEGA GOSLOKAHÁTÍÐ
ELDHÚSIÐ OPIÐ ALLA
HÁTÍÐINA FRÁ KL. 12-22. 6 Í FÖTU KR 4.900
GOS OG
HRAUN KR 550
BORÐAPANTANIR
Í SÍMA: 482-1000 OG
4X STÓRAR PIZZUR
AF MATSEÐLI EÐA M/2 ÁLEGG KR 9.050 Í TAKE AWAY
900GRILLHUS@GMAIL.COM
Fjölskyldan, 4 börn, 2 syni og tvær dætur, 4 tengdabörn og 10 barnabörn á aldrinum 2-29 ára en engin barnabarnabörn ennþá. Vantar á mynd, Guðmund Ómar tengdason, Ragnheiði Einars yngri, elsta barnabarnið. Tvö barnabörn hafa bæst í hópinn síðan.
RÓÐRAKEPPNI TIL AÐ SAFNA ÁHEITUM FYRIR MINNINGARSJÓÐ GUNNARS KARLS
Í tilefni Goslokahátíðarinnar hafa tveir frábærir Eyjamenn tekið sig saman og skipulagt róðrakeppni til að safna áheitum fyrir Minningarsjóð Gunnars Karls. Keppnin fer fram laugardaginn 8. júlí fyrir utan Brothers Brewery og hefst kl. 11.30 og er áætlað að róa í 4 klst. Við hvetjum alla sem vilja taka þátt að mæta og hvetja þátttakendur áfram og jafnvel róa sjálf.
Róið verður á þremur vélum, tvær verða skipaðar af fyrirfram ákveðnum liðum en ein vélin er opin öllum sem vilja taka þátt. Markmiðið er að fara 50 km á einni vélinni og 60 km á annarri. Það er til minningar um að 50 ár eru liðin frá Heimaeyjargosinu og 60 ár frá Surtseyjargosinu. Þriðja fer svo eins langt og þátttakendur leggja í en gaman væri að ná 29 km þar sem Gunnar Karl hefði orðið 29 ára í ár.
Tekið verður á móti frjálsum framlögum í Minningarsjóð Gunnars Karls en einnig verður í boði að kaupa sérmerktan bjór í takmörkuðu magni.
Allar upplýsingar um Minningarsjóð Gunnars Karls er hægt að finna á www.gunnarkarl.is
Mynd/Kristinn
hátíðarkveðjur á 50 ára Goslokahátíð!
Benediktsson
Bílaverkstæði HARÐAR
Við sendum Eyjamönnum hátíðarkveðjur á 50 ára Goslokahátíð Mynd/G.Þ.S. júní 1973
MATTA &
ÖLLU TJALDAÐ TIL Á
LÚÐRASVEITABALLI Í ÍÞROTTAHÚSINU
Á föstudagskvöldi Goslokahátíðar stendur mikið til hjá Lúðrasveit Vestmannaeyja. Sveitin stendur fyrir stórtónleikum í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyjaþar sem fram munu koma kórar Vestmannaeyja sameinaðir í einn samkór, 6 manna hljómsveit skipuð úrvali tónlistarmanna úr Eyjum, Lúðrasveit Vestmannaeyja auk valinkunnra gesta sem nú hafa verið kynntir einn af öðrum.
Viðburðurinn hefur hlotið Lúðrasveitaball sem er að nokkru leikur að orðum, en þó lýsandi fyrir viðburðinn, þar sem fram kemur lúðrasveit og spiluð verða lög sem mörg hver eru vel þekkt úr sveitaballa menningunni. Þá hafa einnig flytjendur laganna að nokkru leiti verið valdir vegna bakgrunns síns og þátttöku í sveitaballa bransanum.
„Síðast hélt Lúðrasveitin svona tónleika fyrir sléttum 10 árum, þegar fagnað var 40 ára goslokum í Eyjum. Þá voru Fjallabræður og hljómsveit með lúðrasveitinni á sviðinu auk valinna gesta. Tónleikarnir í ár eru því einnig haldnir í ljósi þess að áratugur er frá því Lúðrasveitin reið á vaðið og sýndi fram á að viðburðir með þessum hætti eru gerlegir í Vestmannaeyjum,“ sagði Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitarinnar í spjalli við Tígul.
„Það er mikið verk fyrir litla lúðrasveit á landsbyggðinni að ráðast í verkefni þessu líkt. Þetta er heljarinnar vinna hvað varðar allan undirbúning. Þrotlausar æfingar hjá lúðrasveit, hljómsveit og kórum taka mikinn tíma og skipulagning og undirbúningur hvað varðar alla aðra þætti. Sem dæmi má nefna að tveir troðfullir gámar af græjum verða sendir til Vestmannaeyja,
bara fyrir þessa tónleika. Við munum róta út úr þeim í vikunni fyrir tónleikana. Flautustelpurnar og við hin breytum íþróttasalnum í hljómleikahús með því að setja upp svið hengja upp drapperingar, ljós og hljóðbúnað milli þess sem við erum á stífum æfingum fyrir tónleikana. Svo spilum við tónleikana, hleypum gestunum út og byrjum að pakka saman. Salurinn verður klár í badmintonæfingu morguninn eftir og allt dótið komið í Herjólf,“ sagði Jarl og hló.
Meira en 100 manns koma að tónleikunum Þátttakendur á tónleikunum eru á níunda tuginn og með starfsmönnum í hljóði, ljósi og öðru fer fjöldinn talsvert yfir 100 manns. Langmestur hluti fólksins gerir þetta í sjálfboðavinnu og er drifkrafturinn, gleðin við að taka þátt í svo stóru verkefni auk þess sem vissan um ágæti slíkrar samkomu fyrir menningu samfélagsins drífur marga áfram. „Æfingar hafa staðið yfir um allnokkurt skeið. Lúðrasveitin byrjaði fljótlega að æfa sína parta. Þó er lúðrasveitin hér í Eyjum einungis hluti af þeirri Lúðrasveit Vestmannaeyja sem kemur fram á tónleikunum, en af þeim 45 spilurum sem spila með Lúðrasveit Vestmannaeyja eru einungis 15 sem búa í Vestmannaeyjum. Því hefur stjórnandi Lúðrasveitarinnar þurft að skjótast reglulega á höfuðborgarsvæðið og eru nú vikulegar æfingar þar ásamt æfingum í Eyjum.
Hljómsveit hússins er eingöngu skipuð heimamönnum og er þar valinn maður í hverju rúmi. Þeir eru Gísli Stefánsson á gítar, Sæþór Vídó á gítar, Dúni Geirs á bassa, Þórir Ólafsson hljómborð, Páll
Viðar Kristinsson hljómborð og Birgir Nielsen trommar. Kórinn á sviðinu er Samkór Eyjakóranna sem samanstendur af Karlakór Vestmannaeyja, Kvennakór Vestmannaeyja og Kór Landakirkju. Mikil gleði hefur verið í hópnum og góður samhljómur.“ sagði Jarl stoltur af sínu fólki og bætti við. „Það er sérlega ánægjulegt að geta framkvæmt svo stóran viðburð borinn uppi af heimamönnum. Það er mikilvægt fyrir tónlistarfólk Eyjanna að fá tækifæri að taka þátt í slíku með hvort öðru ásamt því að fá til liðs landsfræga skemmtikrafta.“ Þeir skemmtikraftar sem kynntir hafa verið til leiks eru ekki af verri endanum. Það eru þeir, Jón Jósep Snæbjörnsson (Jónsi í Svörtum fötum), Helgi Björnsson, Sigga Guðna, Una og Sara, Sæþór Vídó og Júníus Meyvant.
„Þessir flytjendur koma til með flytja ýmist sín lög eða lög annarra með Lúðrasveit, hljómsveit og kór. Lagavalið er að nokkru leyti miðað við að geta hljómað á sveitaballi, en aðal hugsunin er að tónleikarnir verði eins og frábært partý. Til að stjórna partýinu fengum við svo að sjálfsögðu Eyjamanninn með gullröddina Dadda Diskó. Hann mun sjá til þess að lögin verði í réttri röð og koma tilkynningum til gesta á milli atriða, eins og honum einum er lagið,“ sagði Jarl og glotti, greinilega fullur tilhlökkunnar. „Til að fullkomna partýið hefur Lúðrasveitin haft samband við þá Hallarbændur, Daníel og Svan. Munu þeir sjá til þess að guðaveigar samboðnar sveitaböllum og eðalpartýum verði í boði fyrir skemmtanaþyrsta gesti.
Við sendum Eyjamönnum hátíðarkveðjur á 50 ára Goslokahátíð Mynd/G.Þ.S. apríl 1973
OPIÐ ALLA VIRKA DAGA TIL 02:00 FÖS OG LAU TIL 04:00
FÖSTUDAGSKVÖLDÁLUNDANUM DOCTORVICTOR / BLAZROCA/BLAFFI
Gleðilega hátíð
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ YKKUR
Í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá goslokum verða sérstakar goslokaferðir laugardaginn 8. júlí.
Farið verður austur fyrir hraun og nýja hraunið skoðað og sagðar sögur af gosinu og áhrifum þess á Vestmannaeyjar og íbúa þeirra.
Leiðsögumaður í ferðum:
Geir Jón Þórisson
Tímasetningar ferða:
kl. 12:00 og 16:00
Bókanir á:
ribsafari.is/goslokaferd
VIÐ ÓSKUM ÖLLUM GLEÐILEGRAR GOSLOKAHÁTÍÐAR
Komdu með í goslokaferð á Teistu! Klassísku ferðirnar okkar á Rib-bátum og farþegabátnum Teistu verða einnig í boði alla helgina
S: 661-1810 | info@ribsafari.is | www.ribsafari.is
FÆ ALLTAF HLÝTT Í HJARTAÐ ÞEGAR ÉG HUGSA UM FJÖLSKYLDUNA MÍNA Í NOREGI
mannaeyjum, lítill og sætur bær, allt svo frjálst og skemmtilegt. Það var alltaf líf og fjör og segir Rut að þær hafi bara verið úti að leika alla daga og njóta þess að vera saman. Spurð að því hvernig þær hafi tjáð sig við hvor aðra segir Rut að þær Helga hafi talað íslensku og hinar systurnar norsku og það var aldrei vandamál. Í dag tali þær hins vegar saman á ensku.
Skiptar skoðanir á því hvort halda skildi aftur til Eyja eftir eldgos Þegar eldgosið hófst fór Rut með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur og bjuggu þau hjá ættingjum sínum. Fljótlega fengu þau íbúð í Reykjavík og fóru þær systur þá í Laugarnesskóla fram á vor. Eftir Noregsferðina flutti fjölskyldan á Selfoss þar sem þeim var úthlutað viðlagasjóðshús. Þau voru eitt ár á Selfossi. Þar leið þeim mjög vel og þegar kom að því að ákveða hvert yrði næsta skref hjá þeim, fara aftur til Eyja eða búa áfram á Selfossi var haldinn fjölskyldufundur. Gústi pabbi Rutar var með vinnu í Fiskiðjunni og fannst það liggja beinast við að fara aftur til Eyja. Systur Rutar þær Helga og Fríða Jóna vildu það líka. Rut sjálf vildi hins vegar vera áfram á Selfossi. Í dag búa hins vegar systur Rutar á höfuðborgarsvæðinu en Rut sjálf í Eyjum.
Einstök tengsl
Sumarið eftir eldgosið bauð norski Rauði krossinn yfir 1000 börnum frá Eyjum í heimsókn í tvær vikur. Ástæðan fyrir þessu góða boði var sú að reyna að gleðja börnin sem höfðu þurft að yfirgefa heimili sín á meðan á þessum náttúruhamförum stóð. Öll börn sem voru frá 7 ára aldri fram að fermingu stóð þetta til boða og mjög margir þáðu þetta góða boð. Flogið var með börn til Noregs á tveggja vikna millibili allt sumarið og var þeim komið fyrir á hinum ýmsu heimilium víðs vegar um Noreg. Sumir voru reyndar saman í hópi í skólum og sveitahótelum.
Ógleymanleg ferð
Systurnar Rut og Helga Ágústsdætur fóru saman í þetta ferðalag og hafa þær enn í dag mjög sterkar taugar til Noregs. Rut settist niður með blaðamanni og rifjaði upp þennan dásamlega tíma. Rut segir að þetta hafi bæði verið spennandi og stressandi á sama tíma. Hún hafi verið 11 ára og Helga systir 12 ára. Þær kvöddu foreldra sína og litlu systur á flugvellinum þann 17 júní og héldu út í óvissuna með eina litla tösku saman. Rut segir að þær hafi ekkert verið hræddar að fara svona einar í ferðalg heldur voru þær rosalega spenntar. Þegar þær lentu í Tromsö í Noregi tók á móti þeim lúðrasveit og mikið fjör þar sem þetta var jú þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga.
Hlýtt og gott heimili
Rut segir að þegar komið var til Noregs var upphaflega planið þannig að þær systur færu á sitthvort heimilið. Heimilisfaðirinn Jakob hafi hins vegar ekki tekið það í mál að skilja systurnar að og bauð þeim að vera saman og segir Rut að það hafi ásamt öðru eflaust gert það að verkum að upplifun þeirra var svona góð af þessari ferð. Eins og fram hefur komið gistu mörg börn saman en Rut segir að henni hafi þótt hún og Helga heppnar að hafa lent á einkaheimili, því tengslin sem mynduðust á milli systranna og stelpnanna sem voru á heimilinu eru enn í dag mjög sterk. Á heimilinu voru hjón með tvær stelpur, Ann Karin sem var jafnaldra Helgu og Ingrid sem var ári yngri en Rut. Í heildina áttu hjónin 7 börn en einhver af þeim voru farin að heiman. Norsku hjónin Jakob og Anna voru ekki óvön því að hafa fullt hús af börnum og alltaf var nóg pláss hjá þeim enda einstaklega gott fólk segir Rut.
Fjölskyldan bjó í sveitinni Russivag á eyjunni Senja sem er rétt hjá Tromsö og segir Rut að þessi staður hafi ekki verið mjög ólíkur Vest-
Rut og Helga hafa alltaf haldið þessu góða ,,systrasambandi“ við norsku systurnar. Fyrst um sinn var það með bréfaskriftum, þær senda alltaf hvor annarri jólagjafir og í dag eru samskipti þeirra mikið í gegnum tölvuna. Þegar þær systur hugsa til baka um Noregsferðina þá segir Rut að þetta hafi verið stórkostleg upplifun, einstök gleði og ævintýri. Það hafi hins vegar ekki allir þessa góðu upplifun þegar þeir hugsa um Noregsferðina og telur Rut að það hafi farið mikið eftir því hvar krakkarnir gistu. Margir voru með heimþrá og leið ekki vel, en þær systur voru einstaklega heppnar.
Endurfundir
Rut segir að þegar kom að því að fara aftur til Íslands hafi kveðjustundin verið erfið og mikið grátið. Norsku systurnar komu í heimsókn til Íslands árið 1995 og þá voru miklir fagnaðarfundir og segir Rut að það hafi verið yndislegt að fá þær og sýna þeim landið okkar. 1998 gifti Ann Karin sig og þá fóru Rut og Helga í brúðkaupið. Þá voru liðin 25 ár síðan systurnar voru í Noregi og segir Rut að það hafi verið mjög magnað hvað þær mundu eftir nákvæmlega öllu og allt hafi verið eins. Þeim leið eins og þær væru komnar ,,heim“. Þær hafi síðan farið í aðra ferð til Noregs fljótlega eftir þetta og þá með foreldrum sínum og Fríðu Jónu litlu systir. Rut segir að þeim systrum hafi alltaf verið tekið svo vel og hún fær alltaf hlýtt í hjartað þegar hún hugsar um fólkið sitt í Noregi. Þessi sterka vinátta er okkur svo dýrmæt segir Rut að lokum.
Fríða Jóna, Ann Karin, Ingrid, Helga, Oddfríður og Rut.
Þær systur Rut og Helga með Önnu norsku mömmu sinni.
MYND: S.P www.skipalyftan.is // 488 3550 Góða skemmtun á Goslokahátíð
Fundir eru sem hér segir:
Sunnudaga kl. 11.00
Miðvikudaga kl 20.30
AL-ANON
Þriðjudaga kl. 20.30
NÝLIÐAR VELKOMNIR
HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI
Passamyndir
Fasteignaljósmyndun
Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com
www.obba.is
Litla Skvísubúðin
Fallegur fatnaður á konur í öllum stærðum á sanngjörnu verði. Við tökum upp nýjar vörur vikulega.
Opnunartímar:
Mánudagur 13.00 - 17.30
Þriðjudagur - 13.00 til 17.30
Auglýsingasími
Tíguls: 481-1161
tigull@tigull.is
www.tigull.is
TANNLÆKNASTOFAN
Flötum 29
Tímapantanir í síma:
VIÐ TÖKUM AÐ OKKUR AÐ
SETJA UPP & PRENTA SÁLMASKRÁR
Hafðu samband við okkur á netfangið: leturstofan@leturstofan.is eða í síma 481-1161.
NÝJA
HÁTÍÐARKVEÐJUR Á 50 ÁRA GOSLOKAAFMÆLI
Flatir 21 • Vestmannaeyjum Sendum Eyjamönnum hátíðarkveðjur á 50 ára goslokaafmæli MYND: S.P.
Fjölskylduhátíð Landsbankans og ÍBV
Landsbankinn og ÍBV bjóða til fjölskylduhátíðar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum, laugardaginn 8. júlí kl. 13.30-15.30 á Bárustíg.
Starfsfólk Landsbankans og leikmenn ÍBV sjá um að grilla pylsur og Tríó Þóris Ólafssonar spilar lifandi tónlist fyrir gesti og gangandi.
Skólahreystibraut verður á staðnum
Við erum betri saman