__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

20. tbl. 03. árg. 15. - 22. júní 2021 Strandvegur 47 | 481 1161 | tigull@tigull.is | www.tigull.is

MYN DIR F RÁ TM M ÓT I 2021 N U

Fallegt á pallinn www.heimadecor.is Strandvegur 39


3. FLOKKUR KVENNA Í HANDBOLTA URÐU ÍSLANDSMEISTARAR UM HELGINA

Aftari röð f.v.: Hilmar Ágúst Björnsson, þjálfari, Helga Stella Jónsdóttir, Elísa Elíasdóttir, Þóra Björg Stefánsdóttir, Aðalheiður Stella Sæmundsdóttir, Birta Líf Agnarsdóttir, Bríet Ómarsdóttir, Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, Harpa Valey Gylfadóttir, Herdís Eiríksdóttir, Sigurður Bragason, þjálfari. Fremri röð f.v.: Tara Sól Úranusdóttir, Sunna Daðadóttir, Aníta Björk Valgeirsdóttir, Amelía Dís Einarsdóttir, Katla Arnarsdóttir. Mynd/Ívar. ÍBV varð Íslandsmeistari í 3. flokki kvenna eftir öruggan sigur á Haukum í úrslitaleik að Varmá síðastliðinn laugardag, 32:29. ÍBV var tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12, og hafði tök á leiknum frá byrjun til enda.

Tígull óskar stelpunum innilegar til hamingju!

TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


BÆJARFERÐ FRAMUNDAN?

KÍKTU Á SÆTA SVÍNIÐ

í gómsætar veitingar og úrval af gæðabjór Brunch um helgar og trylltur happy hour alla daga!

Nánari upplýsingar og borðapantanir á saetasvinid.is

SÆTA SVÍNIÐ Hafnarstræti 1-3, 101 Reykjavík, sími 555 2900


RÚNAR GAUTI ÍSLANDSMEISTARI Í SNÓKER

Rúnar Gauti Gunnarsson tryggði sér um síðustu helgi Íslandsmeistaratitilinn í snóker í flokki leikmanna 21 árs og yngri

fyrir mikinn snókeráhuga í Vestmannaeyjum er hægt að telja Íslandsmeistaratitlana á fingrum annarrar handar.

Á meðfylgjandi mynd er Pálmi Einarsson, forseti Billiardsambands Íslands að afhenda Rúnari Gauta sigurverðlaunin.

Rúnar Gauti vann Brynjar Hauksson 2:0 en mótið var haldið á Billiardbarnum í Reykjavík. Auk bikars fékk Rúnar Gauti glæsilegan Woods snókerkjuða í sigurverðlaun. Þrátt

Þannig varð Eðvarð Matthíasson Íslandsmeistari 1993 en þeir Kristján Egilsson og Páll Pálmason urðu báðir Íslandsmeistarar öldunga fyrir nokkrum árum.

Tígull óskar Rúnari Gauta til hamingju með frábæran árangur.


17. júní 2021 DAGSKRÁ

9:00

Fánar dregnir að húni í bænum

10:30 Hraunbúðir

Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja

11:30 Einarsstofa Hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent

Gengið verður í lögreglufylgd frá Íþróttamiðstöðinni niður Illugagötu, inn Faxastíg og áfram Vestmannabraut að Stakkagerðistúni.

Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiða gönguna og félagar úr Lúðrasveit Vestmannaeyja leika undir.

14:00 Stakkagerðistún

Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs setur hátíðina. Lúðrasveit Vestmannaeyja spilar. Tónlistaratriði – Stuðlarnir

13:30 Íþróttamiðstöð

Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45.

Hátíðarræða – Klaudia Beata Wanecka Börn af Víkinni, 5 ára deild, syngja nokkur lög.

Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð Ávarp nýstúdents – Sigurlaug Margrét Sigmarsdóttir Fimleikafélagið Rán og landslið karla í hópfimleikum

15:00 Hraunbúðir

Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur fyrir heimilisfólk og aðra hátíðargesti á Hraunbúðum. >> Hoppukastalar og fjör ef veður leyfir >> Frítt inn á Sagnheima í tilefni dagsins


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

SKÓLINN VILJUM

BÚINN EKKI

HVENÆR KEMUR SUMAR MEIRI RIGNINGU ALDREI


SUMARMÓT HVÍTASUNNUMANNA

Helgina 18.-20. júní verður haldið sumarmót í Hvítasunnukirkjunni. Tilefnið er að 100 ár eru síðan hvítasunnustarf hófst hér í Vestmannaeyjum. Fjölbreytt dagskrá verður í Hvítasunnukirkjunni, samkomur á föstudags- og laugardagskvöld kl. 20 og samkoma kl. 13 sunnudaginn 20. júní. Á laugardag verður biblíufræðsla um morguninn og eftir hádegi útivera á Stakkó ef veður leyfir. Seinnipartinn verður söngvastund, þar sem rifjaðir verða upp söngvar sem fylgt hafa hvítasunnusamkomum í þessi 100 ár.

Þess er minnst að 21. júlí 1921 komu til Vestmannaeyja ung hjón, Signe og Erik Asbö, hún sænsk og hann norskur, ásamt Sveinbjörgu Jóhannsdóttur sem var íslensk en hafði búið mörg ár í Kanada. Fyrstu dagana höfðu þau útisamkomur þar sem þau sungu og boðuðu fagnaðarboðskapinn um frelsið í Jesú Kristi. Síðan fengu þau leigða sali fyrir samkomurnar. Margir komust til trúar þetta sumar og út frá starfi þeirra var fyrsti hvítasunnusöfnuður á Íslandi stofnaður hér í Vestmannaeyjum.

Húsið Betel, Faxastíg 6, var byggt 1925 og vígt 1. janúar 1926. 19. febrúar sama ár var Betelsöfnuðurinn formlega stofnaður þegar 19 manns tóku niðurdýfingaskírn og gengu í söfnuðinn. 1995 flutti söfnuðurinn á Vestmannabraut 19 og kallast Hvítasunnukirkjan Vestmannaeyjum. Starfið hefur haldið áfram í þessi 100 ár, þó nokkrar samkomur hafi fallið niður í gosinu 1973 og á Covid tímum. Það verður sérstaklega ánægjulegt að geta komið saman núna og þakkað Guði varðveislu í heila öld.


Stöðvarstjóri í Vestmannaeyjum

Leiðsögumenn óskast í stuttar göngur í sumar.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar lausnamiðuðum, metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingi.

Um er að ræða tvo daga í viku, 6 klst í senn og er enskukunnátta skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2021. Sótt er um starfið á umsóknarvef Póstsins, www.posturinn.is/atvinna. Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Góð laun í boði. Áhugasamir sendi póst á vikingtours@vikingtours.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kjartan Flosason, forstöðumaður pósthúsa, í netfanginu kjartan@postur.is.

Wood burning oven &

beer from local brewery

Starfsfólk óskast Pítsugerðin óskar eftir þjónustulunduðu starfsfólki við afgreiðslu í sal. Áhugasamir hafið samband við okkur á netfangið: pítsugerdin@gmail.com

Meiraprófsbílstjóri í Vestmannaeyjum Pósturinn leitar eftir kraftmiklum og ábyrgðafullum meiraprófsbílstjóra í fullt starf í Vestmannaeyjum. Umsóknarfrestur er til og með 30. júní 2021. Sótt er um starfið á umsóknarvef Póstsins, www.posturinn.is/atvinna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ingimar Sveinn Andrésson, stöðvarstjóri, í netfanginu ingimara@postur.is.

Bárustíg 1 900 Vestmannaeyjum


TM MÓTIÐ VAR HALDIÐ UM SÍÐUSTU HELGI

TM mótið var haldið um síðusta helgi og er það árlega eins og vestmannaeyingar vita. Mótið fyrir stelpur í 5. flokki eða stelpur á aldrinum 11-12 ára. Við heyrðum í Sigríði Ingu Kristmannsdóttur mótstjóra og fengum að heyra hvernig mótið tókst til í ár. Mótið gekk mjög vel og gekk allt upp eins og það átti að gera. Á mótinu voru 120 lið frá 34 félögum eða í heildina um 1200 manns þá þátttakendur, þjálfarar og liðsstjórar. Aðspurð um það hvernig ÍBV hafi gengið á mótinu þá sagði Sigga að þeim hafi gengið mjög vel, það voru 2 lið frá ÍBV sem léku um bikar.

Þurftið þið að gera ráðstafanir vegna veðurs? Nei, dagskráin gekk alveg upp hjá okkur en við þurftum að gera ráðstafanir þegar kom í ljós hvernig fjöldatakmarkanir voru í gildi yfir mótið. Þá þurftum við að endurskipuleggja allt mótið upp á nýtt aðeins tveimur vikum fyrir mót. Útbúa nýtt leikjaplan frá a-ö og því fylgdi þá nýjir matartímar og breytt dagskrá. Sem dæmi var hæfileikakeppnin rafræn í ár og sendu liðin inn myndbönd. Hæfileikakeppnin átti að vera á fimmtudagskvöld, en þar sem hún var rafrænt þá var engin dagskrá eftir að keppni lauk á fimmtudag. Á föstudag höfum við verið með tvo landsleiki í einu og eftir það hefur verið kvöldvaka en núna þurftum við

að hafa einn landsleik og kvöldvöku á sama tíma og svo var skipt, seinni landsleikurinn spilaður og hinn helmingurinn fór á kvöldvöku í íþróttamiðstöðinni. Stúkunum voru skipt upp í fjögur hólf, bæði á kvöldvökunni og svo í stúkunni á Hásteinsvelli. Stór breyting var líka að við gátum ekki verið með lokahóf þetta árið í íþróttamiðstöðinni eins og undanfarin ár en öll verðlaun voru afhend á fótboltavellinum strax eftir að úrslitaleikirnir kláruðust á laugardaginn. “En eins og áður sagði þá tókst mótið mjög vel í heild”, sagði Sigga að lokum.


Flug til Reykjavíkur fjórum sinnum í viku

icelandair.is Sumaráætlun er hafin Við fljúgum tvisvar á dag alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Loftbrúin veitir fólki utan höfuðborgarsvæðisins 40% afslátt. Við hlökkum til að fara í loftið með þér í sumar.

Profile for Leturstofan

Tígull 20.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 20.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded