Tígull 19. tbl 06. árg.

Page 1

19. tbl. 06. árg. 15. - 21. maí 2024

ÍSLANDSMEISTARAR

Strákarnir í 6. flokki karla yngri gerðu sér lítið fyrir og unnu mótið á Akureyri um helgina en fyrr í vetur fóru þeir alla leið í bikarúrslit. Þeir spiluðu á fimm mótum yfir allt tímabilið, unnu þrjú mót og lentu í öðru sæti í tveimur mótum og urðu íslandsmeistarar. Frábær árangur hjá þessum ungu peyjum. Þeir eiga svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Tígull óskar þeim innilega til hamingju með árangurinn.

Arnór Viðarsson þjálfari, Sigurjón Andri Þorláksson, Daníel Gauti Scheving, Nökkvi Dan Sindrason, Gabríel Gauti Guðmundsson, Atli Dagur Bergsson, Kristján Kári Kárason, Elimar Andri Andrason, Þórður Ágúst Hlynsson, Birkir Björnsson þjálfari, Bergvin Haraldsson þjálfari, Þorlákur Sigurbjörn Sigurjónsson og á myndina vantar Kristján Inga Kjartansson þjálfara.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Á forsíðumyndinni eru Henný Dröfn Davíðsdóttir og Björgvin Hallgrímsson. Forsíðumynd/Addi í London.

DREIFING:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

TÍGULL
ÚTGÁFA: SKIL Á AUGLÝSINGUM:
Daníel Gauti & Þórður Ágúst Nökkvi Dan & Atli Dagur Sigurjón Andri & Elimar Andri

að taka baðið í gegn?

Þú færð allt fyrir baðherbergið á einum stað. Við bjóðum við upp á frábært úrval af blöndunartækjum, vöskum og klósettum. Gólefni ásamt úrvali af veggklæðningum. /midstodin @midstodin

Strandvegur 30 / 481 1475 / www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is

Á

Vantar þig mynd í: - Ökuskírteini

- Visa-áritanir

- Ferilskrár

- Vinnustaðaskírteini

Myndatakan & 4-6 útprentaðar myndir.

Andlátstilkynning

Minningargrein

Sálmaskrá

Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi.

Hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu bæði í blaðið og á vefinn okkar.

Bjóðum einnig upp á uppsetningu og prentun á sálmaskrám.

900 Vestmannaeyjar // Vestmannabraut 38 leturstofan@leturstofan.is // s. 481 1161 leturstofan leturstofan
Vestmannabraut 38 leturstofan@leturstofan.is s. 481 1161 STAFARUGL GETUR ÞÚ FUNDIÐ ÚT ORÐIN? GÖTAFUUNRGS LIARASVVA ÁULTRSEHÚSS OGDSÓS MÖLUNFDLÖURG AORRIGAMHB BLYLLÍLKI KLUSOIATSPKR ISFRDNELEÐBAÍL SEKKINOFTKSA ÆFKI TÆKOTIRRS
Myndataka í stúdíó Tökum myndir fyrir öll persónuskilríki

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1. júní 2024

Atkvæðagreiðsla á skrifstofu sýslumanns

Hægt er að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á afgreiðslutíma skrifstofunnar, Heiðarvegi 15, sem er sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga kl. 9:15 – 15:00

Föstudaga: 9:15 – 14:00.

Síðustu viku fyrir kosningar verður afgreiðslutími lengdur sem hér segir:

Mánudag 27. maí – föstudag 31. maí: kl. 9:15 – 17:00

Laugardagur 1. júní, kjördagur: kl. 10:00 – 14:00.

Vaktsími á kjördag frá kl. 14:00 – 16:00.

Símanúmer: 896 8713.

Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki.

Ábyrgð á atkvæði:

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar sbr. 2. mgr. 76. gr. kosningalaga nr. 112/2021. Fram að kjördegi er kjörstjóra þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst og greiða almennt póstburðargjald undir sendinguna. Kjósandi ber að öðru leyti sjálfur kostnað af sendingu atkvæðisbréfsins.

Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.

Atkvæðagreiðsla í heimahúsi Ef kjósandi getur ekki kosið á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar er heimilt að kjósa í heimahúsi. Beiðni þess efnis, sem studd skal vottorði lögráða einstaklings um hagi kjósanda, skal berast embættinu fyrir kl. 10:00 fimmtudaginn 30. maí n.k. Mælst er til þess að beiðnir þessa efnis berist embættinu án ástæðulauss dráttar. Umsóknareyðublað má nálgast hjá embættinu eða á heimasíðu Landskjörstjórnar, www.kosning.is

Umsóknir er hægt að senda á netfangið: vestmannaeyjar@syslumenn.is eða afhenda í afgreiðslu embættisins.

Kosning á sjúkrastofnunum

Sjá auglýsingu á www.kosning.is og www.syslumenn.is Bent er á vefsíðurnar www.syslumenn.is og www.kosning.is, þar sem nálgast má eyðublöð og allar nauðsynlegar upplýsingar vegna komandi kosninga.

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

MIÐ

MAÍ 15 17 MAÍ

FIM

VIÐBURÐIR FRAMUNDAN

VORTÓNLEIKAR

KVENNAKÓRS VESTMANNEYJA

Safnaðarheimili Landakirkju kl. 20:00

TÓNSKÁLDAKVÖLD M/MARÍNU

ÓSK & RAGNARI ÓLAFSSYNI

Alþýðuhúsið kl. 21:00

19 MUGISON TÓNLEIKAR Landakirkja kl. 20:00 MÁN MAÍ 20 ÍBV - ÞÓR LENGJUDEILD KARLA Hásteinsvöllur kl. 14:00

LAU

25 ROKKKÓR ÍSLANDS

VÆB & RADDADADDA Höllin kl. 21:00

Fundir eru sem hér segir:

Sunnudaga kl. 11.00

Mánudaga kl. 20.30 PPG bókarfundur

Miðvikudaga kl 20.30

AL-ANON

Þriðjudaga kl. 20.30

NÝLIÐAR VELKOMNIR

HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI

VORTÓNLEIKAR

KVENNAKÓRS VESTMANNAEYJA

í Safnaðarheimili Landakirkju

miðvikudaginn 15. maí 2024 kl. 20:00

Stjórnandi og undirleikari er Kitty Kovács

Miðaverð 3.000 kr í forsölu á Kletti. Óseldir miðar 3.500 kr við hurð (á meðan húsrúm leyfir)

MAÍ
MAÍ
SUN
leturstofan@leturstofan.is

AUKA SÝNING

19. maí kl. 20:00

Til styrktar Sveinbirni Guðmundssyni

ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL SVENNA OG FJÖLSKYLDU HANS. EINNIG ER HÆGT AÐ STYRKJA MEÐ ÞVÍ AÐ LEGGJA INN Á REIKNING: 0582-14-001055 KT. 420269-6769 MIÐAVERÐ: 5.000 / MIÐASALA Í SÍMA 852-1940

ENDUÐU VETRARSTARFIÐ MEÐ VORFERÐ INNANBÆJAR

Yfir vetrartímann hittast félagar í Krabbavörn Vestmannaeyja einu sinni í viku í Arnardrangi, ræða málin og veita hver öðrum stuðning. Krabbavörn endaði vetrarstarfið nýlega með vorferð félagsmanna innanbæjar. Farið var í fróðlegar og skemmtilegar heimsóknir. Hópurinn fór í Kertaverksmiðjuna, Landakirkju og Laxey og enduðu í kræsingum hjá Einsa Kalda. Krabbavörn þakkar hlýhug og stuðning og hvetur bæjarbúa til að nýta sér félagslega og fjárhagslega samhjálp félagsins.

Hópurinn samankominn fyrir framan Landakirkju. Heimsókn ´í ´Laxey. Óskar tók vel á móti hópnum. Enduðu í kræsingum á Einsa Kalda. Kíkt í Kertaverksmiðjuna. Voru heppin með veður í vorferðinni. Heimsókn í Landakirkju.

FIMMTUDAGUR 16. MAÍ

KL. 20.00

FÖSTUDAGUR 17. MAÍ

KL. 20.00

LAUGARDAGUR 18. MAÍ

SUNNUDAGUR 19. MAÍ

14.00 KL. 15.00

HÆGT ER AÐ KAUPA MIÐA & VELJA SÆTI Á EYJABIO.IS
KL.

SUDOKU

GETUR ÞÚ FUNDIÐ ORÐIN?

KÓNGUR LINSA SJAMPÓ

PÍTSA KÓNGULÓ BRÉFPOKI

KÖRFUBOLTI BÍLATEGUND LJÓSMYNDABÁS

GLERAUGNAHULSTUR SEGULL MINNISLYKILL

Flötum 29 Tímapantanir í síma: 481-1012 Neyðarsíminn: 844-5012 tannsi@eyjar.is NÝJA TANNLÆKNASTOFAN AÐALFUNDUR EYJALISTANS

VÍÐFÖRULL BANKAMAÐUR, MENNTAÐUR

SUÐUR-KÓREU,

STÝRIR MARHÓLMUM

„Víst er að ég er reynslunni ríkari eftir starf í Arionbanka á þremur stöðum á landinu en játa það fúslega að í mér blundaði alltaf að komast í sjávarútveginn til að taka þátt í því að skapa verðmæti fyrir kröfuharðan heimsmarkað sjávarafurða.

„Ég horfði til ýmissa átta en þegar mér var bent á laust starf framkvæmdastjóra Marhólma hófst atburðarás sem skilaði mér og fjölskyldunni til Vestmannaeyja.

Auðvitað þekkti ég til Vinnslustöðvarinnar sem umsvifamikils fyrirtækis með margar styrkar stoðir rekstrar undir sér og traust og öflugt eignarhald en ég vildi vita meira og talaði við framkvæmdastjórann í þrígang.

Binni var ansi sannfærandi og hafði efni á því! Niðurstaðan varð sú að ég sótti um starfið, var ráðinn og hingað er ég kominn.“

Sverrir Örn Sverrisson, framkvæmdastjóri Marhólma – dótturfélags Vinnslustöðvarinnar og Magndís Blöndahl Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur fluttu ásamt tveggja ára dóttur sinni Arndísi Blöndahl til Eyja í september í fyrra.

Hann fór í læri hjá stofnendum Marhólma, Halldóri Þórarinssyni matvælaverkfræðingi og Hilmari Ásgeirssyni iðntæknifræðingi, hún hóf störf á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja og Arndís fékk inni í leikskólanum Kirkjugerði.

Öll ánægð með hlutskipti sín

Sverrir er fæddur og uppalin á Höfn í Hornafirði, Magndís í Kópavogi. Leiðir þeirra lágu saman á Norðurlandi vestra, hann starfaði á Sauðárkróki, hún á Blönduósi. Ný heimkynni í Vestmannaeyjum. Svona gerist þetta.

Óvarlegt væri að segja að þau hjón hafi haldið sig á sömu þúfunni hérlendis undanfarin ár, hvað þá hann þar áður. Hún lærði hjúkrun í Háskólanum á Akureyri, starfaði síðan sem hjúkrunarfræðingur á Akureyri, Blönduósi, í Neskaupstað, Hafnarfirði og á bráðamóttöku Landspítala Fossvogi í Reykjavík.

„Við bjuggum áður á Egilsstöðum í samheldnu og flottu samfélagi og skynjuðum fljótt að Eyjasamfélagið er líka afar samheldið. Íbúarnir hér hafa tekið vel á móti okkur og auðveldlega má til sanns vegar færa að þeim hafi þótt öllu meiri fengur að því að fá sjóaðan hjúkrunarfræðing á sjúkrahúsið en mig í hrognabissnessinn!

Fyrir mig voru það forréttindi að koma til starfa og njóta uppfræðslu og leiðsagnar frumkvöðlanna, Halldórs og Hilmars, til að setja mig inn í hlutina. Stoðstykkin í fyrirtækinu eru Ragga framleiðslustjóri – Ragnhildur Þorbjörg Svansdóttir, Svanur sonur hennar og Anna Sirrý, bæði flokksstjórar. Ragga hefur verið hér frá stofnun Marhólma árið 2012, Svanur viðloðandi starfsemina

allan tímann og Anna Sirrý unnið í mörg ár hjá Marhólmum og Vinnslustöðinni þar áður. Þau þrjú búa að ómetanlegri þekkingu og reynslu í framleiðslunni og eru drifjaðrir í gangverkinu.

Ég sé um markaðsmál og rekstur og reyni að læra eins hratt og mögulegt er. Verð vonandi orðinn sæmilega sjóaður að áliðnu yfirstandandi ári.“

Sölukerfi vsv kom á óvart

Leiðir Marhólma og Vinnslustöðvarinnar hafa legið saman allt frá því fyrrnefnda fyrirtækið varð til. Halldór og Hilmar áttu Marhólma framan af en síðan gerðist Vinnslustöðin meðeigandi og eignaðist fyrirtækið að öllu leyti á árinu 2023.

„Ég er kominn í spennandi rekstrarumhverfi með VSV-samstæðuna sem bakhjarl. Stjórnendur móðurfélags og margra dótturfélaga eru nánast í daglegum samskiptum.

Virðiskeðja VSV er óslitin frá því hráefni er dregið úr sjó þar til framleiðslan endar á borði sushi-veitingastaðar í Los Angeles, svo dæmi sé tekið. Keðjan sem slík kom

Í
Myndin er tekin um borð í Herjólfi í innsiglingunni við komuna til nýrra heimkynna.

mér í sjálfu sér ekki á óvart en ég vissi ekki af nokkrum sterkum stoðum í samstæðunni. Til að mynda þekkti ég hvorki til Hafnareyrar né Leo Seafood, dótturfélaga Vinnslustöðvarinnar, hafði óljósa hugmynd um hlutdeildarfélagið Löngu sem Vinnslustöðin á 31°% hlut í.

Um dótturfélagið Grupexie SA í Portúgal hafði ég lesið og heyrt um góðan gang í framleiðslu og sölu saltfisks.

Sölunet Vinnslustöðvarinnar er margfalt umfangsmeira og öflugra en ég hafði gert mér grein fyrir áður en ég kom hingað. Það kom mest á óvart.“

Stór hrognaframleiðandi á heimsvísu „Meginverkefni Marhólma er að framleiða masago, lituð og bragðbætt loðnuhrogn sem aðallega eru seld til Bandaríkjanna og Evrópu þar sem þau eru notuð í sushi-mat á veitingahúsum og í neytendaumbúðum í verslunum.

Sushi er litríkt og mikið skreyttur matur í Bandaríkjunum en slíkt sést ekki eins mikið í Japan. Annað dæmi er skálar með hrísgrjónum, grænmeti og sjávarfangi, skreytt með litríkum hrognum, svokallaðar poke-skálar.

Slík matargerð er vissulega í japönskum anda en þróuð af japönskum fyrirtækjum í Bandaríkjunum og á Havaíeyjum. Japanar sjálfir fara einfaldari leiðir heima fyrir og kjósa í sinni sushi-matargerð frekar fisk á hrísgrjónakoddum, án umtalsverðra skreytinga.

Við framleiðum líka dökk loðnuhrogn og vinnum sömuleiðis hrogn botnfiska, fyrst og fremst þorsks og ufsa. Búum til sykursaltmassa fyrir þær afurðir og seljum í Evrópuríkjum. Þorsk- og ufsahrogn eru mikið notuð í taramasalata (nokkurs konar hrogna-hummus) og í annarri matargerð af grískum uppruna.

Marhólmar eru stórir framleiðendur masago í alþjóðlegum samanburði og ég get upplýst að við erum til dæmis einn stærsti, einstaki inn-

flytjandi sojasósu á Íslandi. Sjávarútvegi fylgir óvissa, það vitum við og verðum í þeim efnum að laga okkur að staðreyndum. Ef horft er til dæmis þröngt á stöðuna svitnum við hjá Marhólma ekki yfir loðnubrestinum í ár enda talsvert til af loðnuhrognum á lager hjá útgerðum landsins. Stóra myndin er hins vegar sú að það færi ekki vel með loðnumarkaðinn í Japan ef við upplifðnum annað loðnuleysisár 2025 þar sem ekki væri hægt að frysta heila loðnu handa Japönum.“

Þótti íslendingar dónalegir í framkomu

Sverrir Örn skráði sig á sínum tíma í grunnnám í viðskiptafræði í Háskólanum á Bifröst og fór þaðan til Japans sem skiptinemi í eitt ár. Eftir komuna þaðan heim til Íslands lá leið hans stuttu síðar á ný til Asíu og þá til Suður-Kóreu. Þar settist hann á háskólabekk, byrjaði á námi í tungumáli innfæddra en lauk síðan meistaraprófi í alþjóðaviðskiptum og þjóðhagfræði. Dvölin í höfuðborginni Seúl varði í hálft fjórða ár. „Ég get lesið talsvert á kóresku og bjargað mér á veitingahúsum og í einföldum samtölum en legg ekki í að ræða flóknari hluti á borð við stjórnmál og heimspeki við heimamenn á þjóðtungu þeirra.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningarog viðskiptaráðherra, var hins vegar einungis eitt ár sem skiptinemi í Suður-Kóreu og ég hef heyrt að hún hafi náð ótrúlega góðum tökum á tungumálinu.

Auðvitað eru forréttindi að hafa búið í Japan og Suður-Kóreu og kynnst þjóðfélögunum, hugsunarhætti fólksins, mataræði, siðum og venjum. Ég varð vissulega fyrir menningaráfalli í jákvæðum skilningi við að flytja til Japans en annað og neikvæðara áfall fékk ég við komuna til Íslands eftir langdvölina þar eystra. Mér fannst Íslendingar hreinlega dónalegir samskiptum við mig og sín á milli, svo mjög hafði ég fengið undir skinnið kurteisi og

virðingu sem Japönum er í blóð borin.

Japanir og Kóreubúar eru að mörgu leyti ólíkar þjóðir, Kóreumenn opnari í samskiptum en Japanir fremur lokaðir þar til þú kynnist þeim betur.

Matarmenningin er líka ólík. Japanir kjósa einfaldleikann, vilja að hráefnið fái að njóta sín og spara krydd í matargerð. Kóreubúar eru duglegir að búa til alls kyns súpur og sósur, nota mikið krydd og vilja bragðsterkan mat.“

Arion Banki Í Þremur Landshlutum Sverrir Örn hóf starfsferil sinn sem sumarmaður í kaupfélaginu á Höfn og í fiskvinnslu þar í bæ. Mörgum árum síðar flutti hann til Íslands frá Austurlöndum fjær, hámenntaður og reynslunni ríkari í fjarlægum heimshluta með smástoppi í London. Hann fór að skyggnast um bekki eftir starfi þar sem Asíuþekkingin kæmi að gagni en fann ekkert álitlegt í þeim efnum.

Þetta var árið 2014. Þá var lágdeyða í íslensku atvinnulífi og enn gáraði eftir bankahrunið. Blússandi gangur var að vísu í ferðaþjónustunni en starf á þeim vettvangi höfðaði ekki til Sverris Arnar. Þar var bara ekki starfsemi sem Sverri hugnaðist. Hann vildi eitthvað tengt sjávarútvegi og komst í álitlegt starf í Skagafirði.

„Ég gerðist verkefnisstjóri hjá FISK Seafood á Sauðárkróki við breytingar sem gerðar voru á Málmey SK-1 úr frystitogara í ísfisktogara. Við það starfaði ég í fjóra mánuði en færði mig þá yfir í útibú Arionbanka á Sauðárkróki og gerðist viðskiptastjóri fyrirtækja.

Frá Sauðárkróki lá leiðin suður og ég starfaði aðallega í sjávarútvegstengdum útlánum í aðalstöðvum Arionbanka þar til við fluttum til Egilsstaða á upphafsskeiði COVID og ég tók við starfi útibússtjóra Arionbanka. Þaðan kom ég hingað til Eyja. - viðtal frá vsv.is

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Þessa vikunar bjóðum við upp á tvær uppskriftir báðar eru þær einfaldar og fljótlegar. Pastasalat og súkkulaðibitakökur. Verði ykkur að góðu!

Pastasalat

Hráefni:

Pastaskrúfur - soðið samkvæmt leiðbeiningum

Agúrka

Paprika

Vorlaukur

Kjúklingur

Dressing:

Philadelphia rjómaostur

Sweet chilli sósa

Ostinum og chili sósunni hrært saman.

blandað saman í skál og að lokum sett yfir salatið.

Súkkulaðibitakökur

Hráefni:

140g súkkulaði saxað og sett til hliðar

130g smjör

100g sykur

100g púðursykur

1 egg

2tsk vanillusykur

180g hveiti

1/2tsk lyftiduft

1/2tsk matarsódi

Klípa af salti

Aðferð:

Öllu blandað saman nema súkkulaðinu sem er svo bætt útí í restinga. Bakað á 180 gráður í ca 18 mín.

SUMARAFLEYSINGAR

EYJADREIFING leitar að duglegu og ábyrgu fólki til að leysa af í sumar við að bera út blöð og annað prentefni í Vestmannaeyjum. Möguleiki á áframhaldandi vinnu eftir sumarið.

Dreifing fer fram alla miðvikudaga.

Ef þetta er eitthvað sem gæti átt við þig, sendu okkur línu á eyjadreifing@eyjadreifing.is

Hvetjum alla sem uppfylla hæfniskröfur til að sækja um óháð kyni og aldri.

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum

Ársfundur deildar VR í Vestmannaeyjum verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 2024 kl. 12:00 á hádegi, í Akóges, Hilmisgötu 15.

Dagskrá

• Hefðbundin ársfundarstörf

• Tillaga að sameiningu deilda á Suðurlandi og í Vestmannaeyjum

• Breytingar á starfsreglum

• Önnur mál

Tilkynningar um framboð til stjórnar þurfa að hafa borist til VR á netfangið vr@vr.is fyrir kl. 12:00 sunnudaginn 19. maí.

Boðið verður upp á hádegisverð

Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.