Page 1

19. tbl. 02. árg. 27.maí - 2.júní 2020


ANÍTA LIND HLAUT MENNTAVERÐLAUN HÍ FYRIR FRAMÚRSKARANDI ÁRANGUR Á STÚDENTSPRÓFI

Aníta Lind útskrifaðist af félgagsvísindabraut en hún hlaut verðlaun fyrir mjög góðan heildarárangur í íslensku og félagsvísindagreinum. Nafn: Aníta Lind Hlynsdóttir Aldur: Ég er 18 ára. Fjölskylda: Mamma mín heitir Kateryna og pabbi minn Hlynur. Síðan á ég einn yngri bróður sem heitir Roman og ekki má gleyma kettinum Snúð. Af hvaða braut útskrifaðist þú? Ég útskrifaðist af félagsvísindabraut. Kostir við FÍV? FÍV er góður skóli

TÍGULL

og frábærir kennarar starfa þar. Þeir þekkja mann vel og því er auðvelt að fá aðstoð. Gallar við FÍV? Ég sé enga stóra galla við FÍV. Besta minningin frá FÍV? Þegar ég var í listaáfanganum, fékk ég að fara til Grikklands í menningarferð ásamt samnemendum mínum. Það var mjög skemmtilegt og fræðandi. Við fengum m.a. að skoða Acropolis og ganga um í Plaka hverfinu. Eftirlætis áfangar og hvers vegna? Eftirlætis áfangarnir mínir voru

saga og lögfræði. Þetta voru mjög áhugaverðir og skemmtilegir áfangar. Hvað tekur nú við, ætlar þú í framhaldsnám? Ég ætla líklegast að taka frí frá námi í eitt ár og nýta tímann í að vinna. Ef þú værir að byrja í framhaldsskóla í dag hvað myndir þú vilja hafa vitað? Að námið er í raun ekkert mál. Ég hefði alveg getað sleppt því að vera stressuð yfir því. Eitthvað að lokum? Takk fyrir mig, FÍV.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir. Forsíðumynd: Addi í London. Einnig tók hann útskriftarmyndirnar.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í umdæmi sýslumannsins í Vestmannaeyjum fyrir forsetakosningar hinn 27. júní 2020 Atkvæðagreiðsla á skrifstofu sýslumanns Utankjörfundaratkvæðagreiðsla er hafin. Unnt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á opnunartíma sýsluskrifstofu frá klukkan 09:30 til 15:00.

Ábyrgð á atkvæði Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæðisbréfi sínu til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra utan sinnar kjördeildar, sbr. 2. mgr. 65. gr. laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000. Kjörstjóra er þó skylt, ef kjósandi óskar þess, að koma bréfinu í póst. Kjósendur skulu hafa meðferðis persónuskilríki til atkvæðagreiðslu til að sanna á sér deili. Upplýsingar vegna komandi kosninga og eyðublöð má nálgast á vefsíðunni www.kosning.is. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum


ÓSKAR PÉTUR FYRSTUR TIL AÐ SÝNA Í VIGTINNI BAKHÚSI

„Það má segja að ég taki upp þráðinn frá í september á síðasta ári þegar ég sýndi lítið brot af myndum mínum í sýningarröðinni Vestmannaeyjar í gegnum ljósopið mitt,“ segir Óskar Pétur Friðriksson ljósmyndari um sýningu sem hann verður með í Vigtinni Bakhúsi um Sjómannadagshelgina. Vigtin Bakhús er bakarí sem Birgir Sigurjónsson opnaði 22. desember sl. og er nafnið við hæfi því þar var gamla Fiskiðjuvigtin til húsa í áratugi. Út um stóra gluggana blasa við Vigtartorgið, austurhöfnin og Heimaklettur í öllu sínu veldi. Já, útsýnið getur varla verið tilkomumeira en lengi má gott bæta og það ætlar Óskar Pétur að gera með myndum sínum. „Í haust sýndi ég myndir frá höfninni, skipin og sjómennina. Ætli ég prjóni ekki frekar við það stef. Höfnin hefur alla tíð verið hluti af lífi mínu í leik og starfi. Þar lék maður sér sem krakki, var

á sjó, í netagerð og smíðavinnu sem oftar en ekki var við höfnina. Núna er ég að vinna í Hampiðjunni sem er á bryggjukantinum í norðurhöfninni. Og myndavélin aldrei langt undan. Ég byrjaði að taka myndir á fermingardaginn, 14. maí 1972. Fékk tvær myndavélar í fermingargjöf, hinar frægu Kodak Instamatic sem margir á mínum aldri muna eftir. Frægasta myndavél sögunnar með kassettu og kubb, myndavél sem Stuðmenn gerðu ódauðlega í myndinni Með allt á hreinu. Þetta voru, minnir mig, tólf mynda kassettur og gat tekið nokkra daga að taka myndir á eina kassettu,“ segir Óskar Pétur um þessa frumraun sína í ljósmyndun. Síðan hefur hann fylgt tækninni eftir og notar stafræna myndavél í dag. Færri komust að en vildu á sýninguna í haust og segir Óskar Pétur að það hafi verið ánægjulegt en líka pínu sárt.

„Núna verður sýningin opin í nokkra daga og allir velkomnir. Ég hlakka til og vonast til að sjá sem flesta á Vigtinni Bakhúsi en sýningin verður opnuð miðvikudaginn 3. júní kl. 16:00.“ Veitingaaðstaðan á Vigtinni er björt og skemmtileg og þarna er Birgir að fara inn á nýja braut. „Hér er lifandi útsýni og myndirnar hans Óskars verða mjög góð viðbót við það. Þetta er fyrsta sýningin hér og örugglega ekki sú síðasta. Ég hlakka mikið til og get varla beðið eftir að sjá hvernig þetta kemur út,“ segir Birgir sem er ánægður með viðtökurnar fyrstu fimm mánuðina. „Okkar sérstaða er súrdeigsbrauðin sem verða sífellt vinsælli. Við erum svo með kökur og bakkelsi af öllum gerðum. Allt unnið úr lífrænu hráefni.“


DANÍEL HREGGVIÐSSON DÚXAÐI MEÐ 9,87 Í MEÐALEINKUN

Daníel stóð sig frábærlega í náminu og dúxaði með meðaleinkunina 9,87 ásamt því að hljóta ýmis verðlaun. Nafn: Daníel Hreggviðsson Aldur: 18 ára Fjölskylda: Foreldrar mínir heita Guðrún Jónsdóttir og Hreggviður Ágústsson og bróðir minn heitir Ágúst Sölvi Hreggviðsson Af hvaða braut útskrifaðist þú? Náttúrufræðibraut Kostir við FÍV? Einn góður kostur er að skólinn er ekki of kerfisbundinn og það er rými fyrir almenna skynsemi. Eitt dæmi er að veita undanþágur með tilliti til aðstæðna sem er örugglega erfiðara í stærri skólum með meira umfang nemenda. Mér finnst líka vera skref í rétta átt að bjóða upp á iðnnám því að bóknám er ekki fyrir alla og þá neyðast þeir nemendur ekki til að flytja upp á land til að sækja slíkt nám. Einnig er úrval áfanga oft mikið miðað við fjölda starfsmanna sem er frábær kostur.

Gallar við FÍV? Einn mögulegur galli er að fullt af áföngum eru ekki alltaf kenndir, kannski bara aðra hverja önn. Þar af leiðandi ef nemandi er óheppinn að taka ekki ákveðinn áfanga á réttum tíma þá gæti hann þurft að taka hann í fjarnámi eða lengja sinn námsferil og seinka því útskriftinni. Þetta skýrist samt líklegast af því að FÍV er ekki risastór skóli með marga starfsmenn og því er ekki alltaf svigrúm að kenna ákveðna áfanga. Besta minningin frá FÍV? Það voru margar góðar minningar en ein af bestu voru dagarnir fyrir lokaprófin í stærðfræði. Á kvöldin voru margir upp í skóla til að læra undir þau. Ég og einn vinur minn vorum líka þar. Ekki samt til að læra heldur til að kenna samnemendum okkar efnið sem ekki voru með það alveg á hreinu. Eftirlætis áfangar og hvers vegna? Uppáhalds áfangarnir mínir eru stærðfræði og raunvísindagreinarnar eins og eðlisfræði og efnafræði.

Ég hef bæði mestan áhuga á þeim efnum og stærðfræði hefur alltaf reynst fremur auðveld fyrir mig. Það er líka ekki verra að vera í áföngum sem leggja ekki ríka áherslu á að skrifa langar ritgerðir og texta. Hvað tekur nú við, ætlar þú í framhaldsnám? Líklegast tek ég eitt ár til hlés til að bæði safna frekari peningum fyrir námið og hafa tíma til að ákveða hvaða námsleið ég vil fara. Það er samt sem áður ekkert endanlega ákveðið. Ef þú værir að byrja í framhaldsskóla í dag hvað myndir þú vilja hafa vitað? Skólinn er mun sveigjanlegri en ég hélt. Eitt dæmi er að forkröfurnar eru ekki alltaf óbrjótanleg regla ef nemandi sýnir almennilega getu í námi til að takast strax á við áfanga á efri þrepum. Eitthvað að lokum? Já mig langaði bara að þakka öllum fyrir hlýlegu kveðjurnar. Ég met það til mikils.


VIÐ ÞURFUM Á ÞÉR AÐ HALDA! >> Hefur þú tök á að aðstoða okkur? >> Þú getur hjálpað okkur að tryggja útgáfu blaðsins í hverri viku >> Þú velur þá upphæð sem þú hefur tök á að styrkja okkur með mánaðarlegu framlagi eða í eitt skipti.

>> Nánari upplýsingar inn á www.tigull.is >> Einnig er hægt að leggja beint inn á styrktarreikninginn, upplýsingar hér: Kennitala: 650219-0900 Reikningsnúmer: 185-15-20007


FÍV ÚTSKRIFT 2020 - MYNDIR ADDI Í LONDON -

Laugardaginn 23. maí útskrifuðust 32 nemendur frá Framhaldsskólanum í Vestmanneyjum. Til hamingju kæru nýstúdentar með áfangann!

Elísa Björk Björnsdóttir

Magnús K Kristleifsson

Erika Ýr Ómarsdóttir

Marcin Kazimierz Zaborski

Aníta Lind Hlynsdóttir

Erna Hlín Sigurðardóttir

Rúnar Gauti Gunnarsson

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Arna Dögg Kolbeinsdóttir

Gunnar Þór Stefánsson

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Sigmar Snær Sigurðsson

Stúdentsprófsbraut-opinlína

Arnar Freyr Ísleifsson

Helgi Birkis Huginsson

Stúdentsprófsbraut-náttúruvísindalína

Stúdentsprófsbraut-opinlína

Arnar Þór Lúðvíksson

Hulda Helgadóttir Stúdentsprófsbraut -

Vélstjórnarbraut B stig

Stúdentsprófsbraut-náttúruvísindalína

náttúruvísindalína

Bergþóra Sigurðardóttir

Ingibjörg Grétarsdóttir

Sjúkraliðabraut

Starfsbraut

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Birgitta Dögg Óskarsdóttir

Jón Kristinn Elíasson

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Bjartey Bríet Elliðadóttir

Katja Marie Helgadóttir

Viðbótarnám til stúdentsprófs

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Daníel Hreggviðsson

Katrín Rós Óðinsdóttir

Stúdentsprófsbraut - náttúruvísindalína

Stúdentsprófsbraut-náttúruvísindalína

Sjúkraliðabraut

Daníel Már Sigmarsson

Lena Dís Víkingsdóttir

Stúdentsprófsbraut - náttúruvísindalína

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Stúdentsprófsbraut-náttúruvísindalína

Daníel Scheving Pálsson

Linda Petrea Georgsdóttir

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína Stúdentsprófsbraut-félagsvísindalína

Vélstjórnarbraut B stig ásamt viðbótarnámi til stúdentsprófs

Starfsbraut

Stúdentsprófsbraut-náttúruvísindalína Stúdentsprófsbraut-náttúruvísindalína Útskrifast frá MH Stúdentsprófsbraut - opinlína

Sigursteinn Marinósson Sirrý Björt Lúðvíksdóttir Steiney Arna Gísladóttir Sæþór Orrason

Urður Eir Egilsdóttir

Úlfur Alexander Hansen


RÚNAR GAUTI YNGSTI NEMANDINN SEM HEFUR ÚTSKRIFAST FRÁ FÍV FRÁ UPPHAFI

Rúnar Gauti Gunnarsson útskrifaðist síðastliðinn laugardag af náttúrufræðibraut, en hann er aðeins 17 ára gamall og því yngsti nemandi FÍV frá upphafi sem útskrifast svo ungur að aldri. Hann hlaut viðurkenningarnar fyrir heildarárangur í stúdentsprófi og frá Golfakademíu Golfklúbbs Vestmannaeyja. Nafn: Rúnar Gauti Gunnarsson Aldur: 17 ára Fjölskylda: Pabbi minn heitir Gunnar Friðfinnsson, mamma mín heitir Betsý Ágústsdóttir, systir mín heitir Jenna Gunnarsdóttir. Svo á ég kærustu sem heitir Arína Bára Angantýsdóttir. Af hvaða braut útskrifaðist þú? Ég útskrifaðist af Náttúrufræðibraut

Kostir við FÍV? Frábær skóli þar sem bæði nemendur og kennarar eru nánir. Allir þekkja alla og er auðvelt að fá hjálp ef eitthvað bjátar á. Einnig er allur útbúnaður nýr og líður manni vel í skólabyggingunni. Gallar við FÍV? Engir sérstakir. Þú berð auðvitað ábyrgð á þínu námi og uppsker maður eftir því. Besta minningin frá FÍV? Mjög margar, þó var fyrsta árshátíðin frábær ásamt útskriftinni. Einnig var frábær upplifun að fá að kenna 2 áfanga um tíma á önninni. Eftirlætis áfangar og hvers vegna? Allir áfangarnir hjá pabba, skemmtilegt að geta verið með honum í tímum. Einnig voru stærðfræðiáfangarnir hjá Óla Tý skemmtilegir. Við þekkjumst vel og hef ég gífurlegan áhuga á

stærðfræði. Fimmvörðuhálsáfanginn er líka eitthvað sem allir ættu að prófa. Hvað tekur nú við ætlar þú í framhaldsnám? Já, næst á dagskrá er Bs nám í líftækni við Háskólann á Akureyri. Seinna væri ég til í að bæta við Masters gráðu og kennararéttindum. Annars opinn fyrir öllu. Ef þú værir að byrja í framhaldsskóla í dag hvað myndir þú vilja hafa vitað? Þessi ár eru fljót að líða, þess vegna er mikilvægt að nýta tímann vel. Ef þú leggur metnað í námið mun þér ganga vel, annars ekki. Eitthvað að lokum? Ég þakka kærlega fyrir mína dvöl í FÍV. Frábærir nemendur og starfsfólk gerðu árin skemmtileg og er langt í að ég gleymi þeim. Takk fyrir mig.


HLJÓMSVEITIN EYJASYNIR GEFA ÚT LAG

Hér má sjá hluta hljómsveitarinnar: Arnþór, Eldur, Daníel og Einar. Eyjasynir er hljómsveit með ungum og upprennandi listamönnum sem öll hafa stundað nám við tónlistarskóla Vestmannaeyja. Ætla nú að taka skrefið lengra með því að gefa út fjögur lög næstu fjóra föstudaga. Fyrsta lagið kemur út núna föstudaginn 29. maí og heitir lagið Heimaklettur. Daníel Franz samdi lag við ljóðið hennar Kolbrúnar Vatnsdal sem heitir Heimaklettur. Einnig samdi Daníel viðlagið í laginu. Arnar Júlíusson hefur séð um mixa lagið og taka upp fyrir þau. Þessi flotti hópur er allur að útskrifast úr 10. bekk núna í júní og eru því öll á 16. ári. Þau stefna á að gefa út plötu í sumar þar sem 8 - 10 lög verða gefin út. Það er margt framundan hjá þeim

meðal annars spila þau á árshátíð Grunnskóla Vestmannaeyja sem er haldin 4. júní og í Landakirkju þann 28. júní. Einnig stefna þau á að vera í einni krónni á goslokunum svo eitthvað sé nefnt.

Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Daníel Franz Davíðsson - söngvari og gítarleikari. Texta- og lagahöfundur. Elísa Elíasdóttir - söngkona Einar Örn Valsson - trommari Arnþór Ingi Pálson - Gítarleikari Eldur Antoníus Hansen - Bassaleikari Bogi Matt Harðarsson - píanóleikari Símon Þór Sigurðarsson - slagverksleikari Tígull mun kynna hvert lag jafnóðum og þau koma út næstkomandi föstudaga inn á tigull.is


PYLSUPASTA DELUXE - Uppskrift vikunnar -

Pylsupasta Hráefni: 2 hvítlauksrif 2 skallotlaukar 1/2 rauð paprika 1 msk ólífuolía 4 pylsur (má líka nota beikon eða góða skinku) 1 dós tómatar 2 msk sýrður rjómi 2 msk rjómaostur með svörtum pipar Nokkur blöð fersk basilika Spagetti krydd

þegar suðan er komin upp. Lækkið hitann og látið sjóða í þann tíma sem er gefinn upp á umbúðunum. Mýkið laukinn og paprikuna í olíunni á pönnu, skerið pylsurnar niður og bætið við, hellið tómötunum út á og leyfið að malla. Saxið basilikuna niður og setjið hana út á. Bætið sýrða rjómanum og rjómaostinum við og hrærið vel saman. Berið fram með góðu salati, grilluðu brauði og parmesan osti.

Aðferð: Pasta að eigin vali, sjóðið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum. Hitið vatn í potti með smá sjávarsalti og setjið pastað út í

Hvílauksbrauðbollur Hráefni: 400g. hveiti (rúmlega) 1 bréf þurrger 3 dl. mjólk 1 dl. kotasæla

1 dl. ólífuolía (eða önnur olía) 100g. rifinn ostur 2 tsk. hvítlaukssalt 2 tsk. aromat Aðferð: Þurrefnum blandað saman í skál. Velgja mjólk og blanda olíu saman við, hellt út í þurrefnin og kotasælu og osti einnig. Hefast í 30 mín. undir klút. Búa til bollur á bökunarplötu og pensla með eggi. Val um fræ ofan á brauðið. Bakast við 220°c í 10-12 mín.


Bókaðu flugið á ernir.is M Þ M F Frá RKV

l

F

L

S

l l

l

Brottf.

Lent

7:15

7:40

15:45 16:10

l

Frá VEY

Straumur opnar aftur 1. júní. Opið mánudaga til fimmtudaga 8:00 - 16:00

l

17:30 17:55

l

16:30 16:55 18:15 18:40

8:00

l l l

8:25

Flugáætlun gildir til 31. maí

8:00 - 18:00 á föstudögum Allir velkomnir. Hreinsum allt nema leður Eigum lín til leigu fyrir t. d. gistiheimili og aðra gistingu

Straumur / Flötum 22 / s: 481 1119


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

JANÚAR FEBRÚAR JÚLÍ ÁGÚST

MARS APRÍL MAÍ JÚNÍ SEPTEMBER OKTÓBER


/crispus

HREYFING

- GÓÐ RÁÐ TIL AÐ KOMA SÉR AF STAÐ Líkt og þú ákveður hvað er í matinn þá þarftu einnig að ákveða hvar, hvernig og hvenær þú ætlar að hreyfa þig. Algengasta afsökunin sem við notum er „ég hef ekki tíma í þetta“. Það er ábyggilega eitthvað til í því, en í sannleika sagt eru flestir mjög uppteknir, líka þeir sem hreyfa sig reglulega. Stundum erum við ekki að nýta tímann eins vel og við gætum, eða við erum að forgangsraða svo að það hallar á heilsu okkar og vellíðan. Gott skipulag hjálpar til við að skapa nýjar venjur auk þess sem það gefur okkur þann tíma sem vantaði til reglulegrar hreyfingar. Hér eru nokkur góð ráð sem gætu hjálpað til við að koma þér af stað: SKRIFAÐU TÍMANN NIÐUR Þegar þú ert að fara til læknis eða á fund þá nærðu alltaf að mæta ekki satt? Það er af því að þú ákveður það, tekur það alvarlega og setur það inn í dagskrána. Hreyfing á skilið sömu virðingu. Skrifaðu hjá þér hvers konar hreyfingu þú ætlar að gera og hvenær fram í tímann. TAKTU SAMAN ÍÞRÓTTAFÖTIN Ef ætlunin er að hreyfa sig snemma á morgnanna þá má ekki vera nein hindrun í vegi sem gæti orðið að afsökun til að fara ekki. Settu í íþróttatösku eða leggðu fram íþróttafötin og ALLT sem þú þarft í hreyfinguna þína, fyrir og eftir. Ákveddu daginn áður í hvað þú ætlar eftir ræktina svo að það taki ekki frá þér tíma um morguninn. SETTU TÓNLIST Á SÍMANN Hafðu einhverja tónlist eða podcast á símanum/ ipodinum sem þú hlakkar til að hlusta á. BÚÐU TIL SNYRTITÖSKU BARA FYRIR RÆKTINA Ef þú ætlar að færa allt snyrtidótið á milli baðherbergisins og ræktarinnar daglega þá mun alltaf eitthvað gleymast. Kauptu lítil ferðasett þar sem þú getur fyllt á og tekið með allt sem þú notar þegar þú ferð í sturtu. Þú átt ábyggilega einnig til tvennt af einhverju, geymdu þá eitt heima og eitt í íþróttartöskunni. GERÐU MATINN TILBÚINN Ef þú ætlar snemma að morgni á æfingu þá er betra að morgunmaturinn sé tilbúinn. Búðu til næringarríkan smoothie kvöldið áður. Ef þú ætlar seinnipartinn í ræktina vertu þá með möndlur eða ávöxt með þér í nesti, ef þú finnur fyrir hungri stuttu fyrir æfingu.

Opnum 9, 10 eða 11 fer eftir pöntunum og erum til 18:00 virka daga. Hægt að panta í síma 772-6766 eða senda skilaboð á facebookinu okkar.

Tannlæknar 22. - 25. júní Hjalti Þórðarson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772

ÖKUKENNSLA

SNORRA RÚTS Kennslubifreið: Mercedes Benz C200-C01

• Akstursmat • Endurtökupróf • Ökuskóli

20 ára reynsla! Sími 692-3131

Hönnun / umbrot á auglýsingaefni / greinaskrif Bæklingar - vefbanner - fréttabréf - auglýsingasala o.fl. leturstofan@leturstofan.is

Viltu auglýsa fyrirtækið þitt eða koma greinum á framfæri? Sendu okkur á netfangið: tigull@tigull.is


ER KOMINN TÍMI TIL AÐ MÁLA?

STEINVARI

Útimálning fyrir íslenskt veðurfar Steinvari er öflug varnarlína gegn íslensku veðri, afrakstur þrotlausra rannsókna og þróunar í áratugi. Láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við val á útimálningu.

Opið: 08:00 - 18:00 virka daga og 10:00 - 14:00 laugardaga

Steinvari – íslensk varnarlína í útimálningu – Í MEISTARA HÖNDUM

- það segir sig sjálft -

Profile for Leturstofan

Tígull 19.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Blaðinu er dreift á miðviku- og fi...

Tígull 19.tbl 02árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Blaðinu er dreift á miðviku- og fi...