Tígull 18. tbl 06. árg.

Page 1

18. tbl. 06. árg. 8. - 14. maí 2024

NEMENDUR ÚR FÍV DIMMITERA

Nú þegar líða fer að sumri er komið að því að fagna því að settum markmiðum hafi verið náð. Þeir sem stefna á útskrift halda upp á það með miklum látum undir formerkjum þess að vera að dimmiter. Efri röð frá vinstri: Rakel Rut Friðriksdóttir, Breki Einarsson, Aron Steinar Gunnarsson, Kristján Ingi Kjartansson, Arnar Berg Arnarsson, Jón Grétar Jónasson. Miðju röð frá vinstri: Bertha Þorsteinsdóttir, Sigrún Gígja Sigurjónsdóttir, Katla Arnarsdóttir, Berta Sigursteinsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Inga Dan Ingadóttir, Sara Dröfn Richardsdóttir, Anna María Lúðvíksdóttir, Tinna Mjöll Guðmundsdóttir, Hafdís Björk óskarsdóttir.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Á forsíðumyndinni eru Henný Dröfn Davíðsdóttir og Björgvin Hallgrímsson. Forsíðumynd/Addi í London.

DREIFING:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

TÍGULL
ÚTGÁFA: SKIL Á AUGLÝSINGUM:

föstudag og laugardag 10. og 11. maí

Strandvegur 30 / 481 1475

www.midstodin.is / midstodin@midstodin.is

Bjóðum upp á viðhald og yfirferð á reiðhjólum

PERLAÐ MEÐ KRAFTI

Hátt í 200 manns mættu í Höllina síðastliðinn sunnudag til að taka þátt í átakinu „Perlað með Krafti“ og perluðu armbönd sem seld eru til styrktar félagsins. Armböndin eru með áletruninni „Lífið er núna“ og eru falleg og auðveld í samsetningu svo allir gátu tekið þátt.

Krabbavörn Vestmannaeyja stóðu fyrir viðburðinum og buðu upp á léttar veitingar. Þær Kristín og Guðlaug mættu frá Krafti og aðstoðuðu við Perlið ásamt Krabbavörn Vestmannaeyja. Krabbavörn vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem að tóku þátt.

Áslaug, Bjartey Dögg, Anna Steinunn, Sandra Dröfn og Ingibjörg. Magga, Sigga og Leifa. Hildur, Eyjólfur og Elías Ingi. Biggi, Davíð, Soffía og Kolla. Tinna Mjöll, Eva Rún og Ingunn Þóra. Björgvin, Óla Heiða og Ólafur. Emil Máni, Sædís Lilja, Sunneva Karen & Una María Gíslina og Guðmundur Örn tóku þetta alla leið og fóru í keppni hvor gerði fleiri armbönd, Guðmundur hafði nauman sigur með einu fleiri. Kristín, Vilborg, Kolla, Þóra, Gunna, Stína, Olga og Guðlaug.

Setjum sumarið saman

Njóttu sumarsins til hins ýtrasta og færðu þægindi heimilisins út þar sem fer vel um þig. Við eigum gott úrval af vönduðum útihúsgögnum með endalausa möguleika.

Þú finnur allt úrvalið á IKEA.is og í IKEA appinu. Pantaðu á vefnum og fáðu vörurnar afhentar með Dropp.

Vefverslun IKEA.is og IKEA appið eru alltaf opin!

Skoðaðu nýja sumarbæklinginn!

© Inter IKEA Systems B.V. 2024

HERRAKVÖLD ÍBV KNATTSPYRNA í Höllinni kl. 19:00

KONUKVÖLD ÍBV KNATTSPYRNA Háaloftið kl. 19:00

VORTÓNLEIKAR KARLAKÓRS VESTMANNEYJA

Akóges kl. 20:00

LÉTTSVEIT REYKJAVÍKUR & PÁLL ÓSKAR í Höllinni kl. 17:00

MANSTU GAMLA DAGA? MANSTU GAMLA DAGA?

Vortónleikar Karlakórs Vestmannaeyja

ÁRSÞING ÍBV FYRIR ÁRIÐ 2023 Í Týsheimilinu kl. 20:00

MAÍ 08
ÞRI MAÍ 14
FIM MAÍ 09
VIÐBURÐIR FRAMUNDAN MIÐ
FÖS MAÍ 10 ÍBV
MIÐ MAÍ 08
FÖSTUDAGUR 10. MAÍ KL. 20:00 LAUGARDAGUR 11. MAÍ KL. 15:00 SUNNUDAGUR 12. MAÍ KL. 15:00 SUNNUDAGUR 12. MAÍ KL. 20:00 CIVIL WAR
- ÞRÓTTUR LENGJUDEILD KARLA Hásteinsvöllur kl. 18:00
Í AKÓGES 9. MAÍ 2024 KL. 20 Í AKÓGES 9. MAÍ 2024 KL. 20 SÉRSTAKIR GESTIR: KARLAKÓRINN ERNIR FRÁ ÍSAFIRÐI MIÐAVERÐ KR. 3.500 / MIÐASALA Í KRÁNNI OG VIÐ INNGANG 09 MAÍ FIM

Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma

BJARNEY S. ERLENDSDÓTTIR (Baddý frá Ólafshúsum)

lést á Hraunbúðum, dvalarheimili aldraðra, miðvikudaginn 24. apríl.

Útför verður gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 11. maí nk. kl. 14:00

Erla Ó. Gísladóttir Grímur Gíslason Kristinn Ó. Grímsson Guðrún Hjörleifsdóttir

barnabörn og barnabarnabörn.

GETUR ÞÚ FUNDIÐ ORÐIN?

Created with TheTeachersCorner net Word Sea BLáBER HJARTA BERJAMó LJóSAKRóNA FISKIRéTTUR HOLLUSTA RAUðUR MYNDBAND KóNGUR SKURðARVéL BRAUðBRETTI BLAðBERI
W A G G M M M W O D G R Y K S M M Z N C Q Q H O L L U S T A N U F J O L H R K C X X A D J F L P H U K A C H J A R T A K E R T V T F K H X K Z E B H V I F V R Ó A Q X H G Z X J B M N E H D K U U U T N Z Y L É V R A Ð R U K S S T N P Z E Q G H M R C N Q K B L Á B E R V E Y A N O U H K T F E B R A U Ð B R E T T I M Q I R Z V A N Ó R K A S Ó J L Y H L W S Y J L G M S Ó M A J R E B O B L A Ð B E R I T W U W A M A R A U Ð U R U Y Z X B K C U Y L P R U T T É R I K S I F S G B Y O P BLÁBER
LJÓSAKRÓNA FISKIRÉTTUR HOLLUSTA RAUÐUR MYNDBAND KÓNGUR SKURÐARVÉL
Name:
HJARTA BERJAMÓ
BRAUÐBRETTI BLAÐBERI

THE PUFFIN RUN FÓR FRAM Í SÓL OG BLÍÐU

Veðrið lék við hlaupara og starfsmenn í The Puffin Run síðastliðinn laugardag en hlaupið var þá haldið í sjöunda sinn. Alls voru það 1300 manns sem tóku þátt.

Í ár voru móthaldarar með hjúkrunarfræðing og björgunarfélagið með í för um brautina til að passa vel upp á alla. Alls vinna 200 manns að hlaupinu svo allt gangi vel fyrir sig og í ár líkt og síðustu ár gekk allt mjög vel og hlaupara brostu allan hringinn og eru staðráðnir í að mæta aftur að ári.

Andrea Kolbeinsdóttir og Arnar Pétursson sigruðu The Puffin Run í gær. Arnar setti brautarnet í þriðja sinn en hann átti sjálfur brautarmetið frá því í fyrra. Arnar hljóp á 1:17:13 og Andrea hljóp á 1:27:52.

Myndir: Addi London, Friðrik Björgvinsson og Tígull.

Fimleikafélagið Rán sá um verðlaunaafhendingu.

Siggi Vídó og Jón Vignir Guðnason. Guðjón Ólafsson. Davíð Egilsson. Davíð Egilsson. Birgir Nielsen ásamt trommusveitinni. Óskar Jósúason og Guðmundur Pétursson. Vel var tekið á móti Björgvini Hallgrímssyni þegar hann kom í mark. Magnús Bragason, Guðni Th. Jóhannesson og Kata Laufey. Magnús Elíasson og Guðmundur Arnar Sigurðsson. Ágúst Halldórsson. Valur Þór Valsson og Sindri Fannar Völuson pössuðu upp á að villast ekki á leiðinni. Hluti af sjálfboðaliðum hlaupsins. Þorsteinn Gunnarsson Sindri Ólafsson og Halldór Ingi Guðnason. Hildur Sólveig og Thelma Lind Jóhannsdóttir.

VORHÁTÍÐ LANDAKIRKJU

Vel var mætt á vorhátíð Landakirkju síðastliðinn sunnudag. Allt hefðbundið barna og unglingastarf kirkjunnar er komið í sumarfrí. Vorhátíðin markar endan á sunnudagsskólanum og barnastarfinu. Messan mun nú færast til kl. 11 á hverjum sunnudegi. Það var boðið upp á grillaðar pylsur og prins póló.

Lovísa Ingibjörg, Teitur Jarl og Jarl. Heba, Matthías Jói og Lena Hafþórsdóttir. Feðginin Sara Rós og Sindri Þóra, X Ragnheiður, Þórey og X Slegist um pylsurnar. Mægðurnar Lilja Huld, Inga Lind, Harpa Dögg og Helena Ingibjörg, Þjóðhildur og Gíslína græja pylsurnar. Séra Guðmundur Örn ásamt börnum sínum Ívu og Kormáki.

ERTU AÐ SPÁ

Í AÐ KAUPA FASTEIGN

Á COSTA BLANCA?

Kynning á eignum og skoðunarferðum til Spánar á Hótel Vestmannaeyjum

Kynning á eignum og skoðunarferðum til Spánar á Hótel Vestmannaeyjum 12. maí kl. 13-16

12. maí milli kl. 13:00 - 16:00

Traust fasteignasala á Spáni í meira en 40 ár

Sími 555-0366 info@solarfasteign.is solarfasteign.is

ERTU AÐ SPÁ Í AÐ KAUPA FASTEIGN Á COSTA BLANCA?

FRÁBÆRT LÝÐHEILSUOG SAMFÉLAGSVERKEFNI

Vel var mætt þegar þegar nýjir bekkir voru vígðir og kynning á lýðheilsu- og samfélagsverkefnið Brúkum bekki fór fram síðastliðinn miðvikudag. En við fengum Ólu Heiðu íþróttakennara til þess að segja okkur frá verkefninu.

„Fyrir rúmum tveim árum benti Unnur Baldursdóttir mér á þetta verkefni. Hún sagði bara svona: Óla getur þú ekki farið í þetta, þú ert svo góð í svona. Hún kann alveg á mig.

Verkefnið hófst 2010 í tilefni 70 ára afmælis Félags Sjúkraþjálfara á Íslandi. Það var ákveðið að fara af stað með samfélagsverkefni sem hvatningu til aukinnar hreyfingar, til hagsbóta fyrir almenning.

Sjúkraþjálfarar á Akureyri riðu á vaðið og vígðu fyrstu tvær leiðirnar árið 2010.

Verkefnið gengur út á að hvíldarbekkjum er komið fyrir með 200 -250 m bili á eins km merktri gönguleið. Gönguleiðirnar eru t.d. nálægt íbúabyggð eldra fólks og félagsmiðstöðvum heldri borgara. Verkefnið er hugsað fyrir þá sem eru orðnir slakir til gangs og eða þurfa að ná sér eftir aðgerðir og auðvitað alla aðra, t.d. gott að vita hversu löng gönguleiðin er og hægt að setja sér markmið um vegalengd.

Verkefnið er nú þegar á Akureyri, Húsavík, Höfn, Hveragerði, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ oftast framkvæmt í samvinnu við Félag eldri borgara og sveitarfélagið.

Ég og Anna Hulda Ingadóttir sjúkraþjálfari funduðum með formanni Félags sjúkraþjálfara um verkefnið og að við hefðum áhuga á að koma því í gang hér í Eyjum. Formaðurinn fagnaði áhuga okkar á þessu verkefni. Félagið styrkti merkingar á bekkjunum.

Við funduðum með fulltrúum Vestmannaeyjar. Ákveðið að fara í verkefnið og byrja á að fá fólk með. Dagný Hauksdóttir, Thelma Rós Tómasdóttir, Inga Fía og Linda Rós Sigurðardóttir hafa allar komið að verkefninu ásamt mér. Anna Hulda sjúkraþjálfari sá um að fá merkingar á bekkina. Ákveðið var að kortleggja 4-5 gönguleiðir, gengum leiðirnar og fórum yfir hvar ætti að staðsetja bekkina. Ákveðið að setja í gang tvær leiðir. Fyrsta leiðin var við Hraunbúðir og svo þessi leið í miðbænum. Það þurfti 8 bekki á þessa leið. Fulltrúar frá Kvenfélaginu Heimaey komu síðasta sumar og færðu bænum fimm bekki, Fjórir þeirra eru staðsettir á Hraunbúðaleiðinni og einn hér í miðbænum. Þá vantaði þrjá bekki á þessa leið en þrjár fjölskyldur ákváðu að styrkja verkefnið og gefa bekkina.

Óla Heiða er einn af forsprökkum fyrir verkefninu hér í Eyjum.

Það var góð mæting þegar bekkirnir voru vígðir.

Það eru Krissi og Kristín og fjölskylda, fjölskylda Elíasar Björnssonar til minningar um hann og Maggi og Adda og fjölskylda. Þökkum við þeim kærlega fyrir þetta rausnarlega framlag.

Linda Rós hefur útbúið kort gönguleiðunum og merkt bekki inn á kortin. Kortunum verður komið fyrir í Íþróttamiðstöðinni, félagsmiðstöð eldri borgara, Heimasíðu Vestmannaeyjabæjar, sjúkraþjálfarastofum og HSU heilsugæslu.

Síðastliðinn miðvikudag afhentum við Vestmannaeyjabæ og bæjarsamfélaginu þessa bekki með ósk um að öll umsýsla og umhirða á bekkjum verði í höndum sveitarfélagsins,“ sagði Óla Heiða.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1. júní 2024

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninga 1. júní 2024 er hafin. Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar hjá embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum á afgreiðslutíma skrifstofunnar að Heiðarvegi 15.

Afgreiðslutími er sem hér segir:

Mánudaga – fimmtudaga kl. 09:15 - 15:00. Föstudaga kl. 9:15 - 14:00.

Lengdur afgreiðslutími vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar verður auglýstur síðar.

Ábyrgð á atkvæði

Athygli er vakin á því að kjósandi ber sjálfur ábyrgð á að koma atkvæði til skila og ber af því kostnað, kjósi hann utan kjörfundar hjá kjörstjóra í umdæmi sýslumanns

þar sem hann á ekki lögheimili. Nægjanlegt er að koma bréfi með utankjörfundaratkvæði í einhverja kjördeild þess kjördæmis þar sem kjósandinn er á kjörskrá.

Ýmsar upplýsingar og eyðublöð vegna komandi kosninga má nálgast á vefsíðunni www.kosning.is.

Kjósendur skulu hafa meðferðis gild persónuskilríki (ökuskírteini, vegabréf eða nafnskírteini).

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum

ÁSHAMAR 83B OG ÁSHAMAR 85B

EF ÞÚ ERT ORÐIN LEIÐ/UR Á ÞVÍ AÐ EYÐA SUMRINU Í VIÐHALD Á HÚSINU ÞÁ GÆTI ÞETTA VERIÐ EITTHVAÐ FYRIR ÞIG! :)

Myndirnar eru af sambærilegri eign í Áshamri 79 sem var afhent í október í fyrra.

Er með til sölu tvær glæsilegar eignir í Áshamri 83B og 85B sem verða afhentar í júní/júlí. Um er að ræða efri hæðir sem eru 132 fm 2 með 3 svefnherbergjum, nánast viðhaldsfríar, tvennar svalir, mikil lofthæð, geggjað útsýni. Einstaklega bjartar, vel skipulagðar og rúmgóðar íbúðir. NÁNARI UPPLÝSINGAR Á EYJAEIGNIR.IS

FRÍTT VERÐMAT

ERT ÞÚ AÐ HUGSA UM AÐ SELJA EIGNINA ÞÍNA? // Lág söluprósenta // Allar eignir sýndar af fasteignasala // Fagljósmyndun // Persónuleg og vönduð þjónustu

STRANDVEGI 43A HALLDÓRA KRISTÍN ÁGÚSTSDÓTTIR LÖGG. FASTEIGNA- OG SKIPASALI OG B.SC. Í VIÐSKIPTAFRÆÐI S. 861-1105 - STRANDVEGI 43A - VESTMANNAEYJUM DORA@HUSFASTEIGNASALA.IS - WWW.EYJAEIGNIR.IS

HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ VERÐA?

Fjölbreyttar námsleiðir og áhugaverðir áfangar eru í boði á haustönn 2024

• Framhaldsskólabrú

• Grunnnám bygginga- og mannvirkjagreina

• Grunnám málm- og véltæknigreina

• Grunnám rafiðna

• Húsasmíði

• Iðnmeistaranám (Dreif-/fjarnám)

• Pípulagnir (loka áfangar á brautinni)

• Rafvirkjun (Dreif-/fjarnám)

• Sjúkraliðabraut (Dreif-/fjarnám)

• Skipstjórnarnám B (Dreif-/fjarnám)

• Starfsbraut

• Stúdentsbrautir

- Félagsvísindalína

- Náttúruvísindalína

- Opin lína (fimm svið)

• Vélstjórn A, B og C stig

• Viðbótarnám til stúdentsprófs

KOMDU Í NÁM TIL OKKAR! FIV.IS FRAMTÍÐIN HEFST Í FÍV

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.