Tígull 17.tbl 03 árg.

Page 1

17. tbl. 03. árg. 26.maí - 1.júní 2021 Strandvegur 47 | 481 1161 | tigull@tigull.is | www.tigull.is

Vilhjálmur í nærmynd

Gísli Matthías gefur út bók

Guðrún í nærmynd

Vilhjálmur Árnason býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi

“SLIPPURINN: Recipes and Stories from Iceland” mun vera gefin út af Phaidon í Október 2021 út um allan heim.

Guðrún Hafsteinsdóttir býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi

Fallegt fyrir heimilið www.heimadecor.is Strandvegur 39


BÓK SLIPPSINS VERÐUR GEFIN ÚT UM ALLAN HEIM Í OKTÓBER

Það gerir mig svo svakalega stoltan að kynna bókina mína “SLIPPURINN: Recipes and Stories from Iceland” mun vera gefin út af Phaidon í Október 2021 út um allan heim. Það eru svo margir sem ég vil koma þakklæti til en þá sérstaklega til fjölskyldunnar minnar. Systir mín Indíana, mamma og pabbi sem hafa rekið Slippinn með mér öll þessi ár og

TÍGULL

Hafdís sem hefur alltaf verið endalaus hvatning. Þessi bók hefði ekki orðið eins góð ef það væri ekki fyrir frábært teymi á veitingastaðnum auk Nicholas Gill sem skrifaði bókina með mér og þeir Karl Petersson, Gunnar Freyr Gunnnarsson mynduðu bókina og einnig eldri myndir frá Sigurgeiri Jónassyni. Hægt verður að forpanta bókina á phaidon.com en hún verður einnig

í sölu á Slippnum. Bókin segir frá sögu og hugmyndafræði Slippsins og verða yfir 100 uppskriftir í henni, bæði matur og drykkir. Einnig er mikið talað um flest allt hráefni sem hægt er að fá í Vestmannaeyjum.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Flug til Reykjavíkur fjórum sinnum í viku

icelandair.is Sumaráætlunin fer í loftið þann 2. júní Við fljúgum tvisvar á dag alla mánudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga í júní, júlí og ágúst. Við hlökkum til að fara í loftið með þér í sumar.


ÍSLANDSBANKI OPNAÐI Á NÝJUM STAÐ

Birna Einarsdóttir bankastýra lét sig ekki vanta á þessari stóru stundu og mætti í opnunina ásamt fríðu föruneyti. Frá vinstri: Brynhildur Magnúsdóttir, Hafsteinn Bragason, Birna Einarsdóttir, Þórdís Úlfarsdóttir, Una Steinsdóttir, Hildur Kristmundsdóttir og Sigurður Friðriksson.

Íslandsbanki opnaði nýtt glæsilegt útibú á Strandvegi 26 þann 20. maí s.l. Útibúið er vel skipulagt og með skemmtilegt fyrirkomulag. Það vakti strax athygli Tíguls að ekki eru lengur sér skrifstofur fyrir t.d. útibústjóra. Heldur eingöngu ein skrifstofa sem allir skipta á milli sín eftir þörfum. Við að sjálfsögðu spurðum örlítið úr í þetta. Verkefnamiðuð vinnuaðstaða og frjálst sætaval eykur sveigjanleika og möguleika á breytingum frá fyrra skipulagi þar sem allir áttu sitt fasta sæti. T.d. má geta þess að skrifstofur heyra nánast sögunni til og hefur bankastjórinn hún Birna Einarsdóttir ekki fasta skrifstofu segir Þórdís. Ennfremur segir Þórdís að tæknin í dag gerir þetta kleift þar sem allt starfsfólk hefur fartölvu og síma. Starfsfólk getur þar af leiðandi fært sig á milli starfsstöðva með auðveldum hætti. Annað sem skipti máli er hönnun

húsnæðisins þar sem áhersla er á heimilislegt umhverfi, góða hljóðvist og lýsingu. Ávinningur sem hlýst að því að vera með frjálst sætaval er m.a. sá að losna við pappír og annað efni sem átti það til að safnast upp þegar allir höfðu fast sæti. Nú þarf starfsfólk að skilja við hreint borð á hverjum degi og gengur hver frá sínum gögnum í munaskáp. Þá myndast hvati til að hafa hreint í kringum sig sem auðveldar þrif og bætir þar af leiðandi líka loftgæði. Þess ber að geta að allir starfsmenn hafa eins aðstöðu óháð starfi eða stöðu. Í nýja útibúinu er ein skrifstofa sem starfsmenn deila eftir þörfum. Sama má segja um fundarherbergið. Allir starfsmenn geta nýtt það eftir þörfum og verkefnum hverju sinni þar sem allt starfsfólk hefur fartölvu er sveigjanleikinn mikill segir Þórdís að lokum. Öll nýjasta tækni er til staðar í nýja útibúinu til að mynda tvær tölvur

fyrir viðskipavini í salnum ásamt tveimur hraðbönkum sem opnir eru allann sólarhringinn. Í hraðbönkunum er hægt að; greiða reikninga, millifæra, breyta pin númerum, fylla á GSM, ásamt því að taka út af öllum óbundnum innlánsreikningum. Annar þeirra býður auk þess upp á að viðskiptavinir geta lagt inn seðla með mjög einföldum hætti og eru starfsmenn ávallt reiðubúnir að aðstoða og kenna á hraðbankana. Íslandsbanki færði Vestmannaeyjabæ fallega gjöf í tilefni þessa flutnings. En vegna þessa breytinga er mun minna veggpláss og þurftu nokkur falleg verk að finna nýjan stað. Málverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur var því fært bænum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri tók við málverkinu. Hægt að lesa meira og sjá fleiri myndir á www.tigull.is um helgina.


Leikskólinn Sóli auglýsir lausar stöður við leikskólann frá hausti 2021

Starf þar sem jafnrétti, virðing, gleði og faglegur metnaður ræður ríkjum. Leikskólinn Sóli auglýsir lausar stöður við leikskólann frá hausti 2021. Óskað er eftir leikskólakennurum eða einstaklingum með sambærilega menntun. Einnig auglýsum við lausa stöðu eftir hádegi. Við leitum að jákvæðum og lífsglöðum einstaklingum sem eru tilbúnir að tileinka sér starfshætti Hjallastefnunnar af gleði og kærleik. Viðkomandi þarf að sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og hafa áhuga á jafnrétti og lýðræði í leikskólastarfi. Góð reynsla og regla er komin á styttingu vinnudags hjá okkur. En hún hefur aukið okkur orku og gleði í starfi með börnum. Við hvetjum þau sem áður hafa sótt um starf hjá okkur að senda okkur línu en allar upplýsingar gefur Helga Björk Ólafsdóttir skólastýra helgabj@hjalli.is

Ársþing Íþróttabandalags Vestmannaeyja fyrir árið 2021 verður haldið fimmtudaginn 21.júní kl. 20:00 í Týsheimilinu. Stjórn Íþróttabandalags Vestmannaeyja

Fiskur á grillið Þorskhnakkar Lönguhnakkar Fiskvinnsla VE Eiði 12

Sími 4813600 eða 8951965 (Viðar) narfive@simnet.is


NÆRMYND AF GUÐRÚNU HAFSTEINSDÓTTUR sem býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi fallegt land og nýtur hún þess að ferðast um það og við eigum marga fallega staði. Í mestu uppáhaldi hjá Guðrúnu er Þórsmörk ef hún á að draga fram einhvern einn stað umfram annan. ,,Þar er náttúran ægifögur og fjalla- og jöklasýnin stórfengleg,” segir hún. Henni finnst hvergi betra að vera en heima hjá sér og þá helst í eldhúsinu í einhverju stússi og von á börnum og tengdabörnum í mat.

Á kajak við Stokkseyri

Hver er Guðrún? Guðrún er dóttir hjónanna Hafsteins Kristinssonar, frá Selfossi og Laufeyjar S. Valdimarsdóttur frá Hreiðri í Holtum í Rangárvallasýslu. Hún er í sambúð með Hans Kristjáni Einarssyni Hagerup, gullsmið og samtals eiga þau sex börn. Guðrún er mannfræðingur að mennt og hefur nánast alla tíð starfað í fjölskyldufyrirtækinu Kjörís í Hveragerði. Þar hefur hún gengið í nánast öll störf. Guðrún varð framkvæmdastjóri fyrirtækisins aðeins 23 ára gömul er faðir hennar varð bráðkvaddur. Nú hin síðari ár hefur hún sinnt markaðsmálum sem og öðrum tilfallandi störfum. Guðrún fæddist á Selfossi en ólst upp í Hveragerði og er ein af fjórum systkinum. Hún er þriðja í röðinni en eldri eru Aldís og Valdimar og yngri er Sigurbjörg. Hún ólst upp í dásamlegri fjölskyldu og mikilli samheldni. ,,Við erum svo heppin að búa öll systkinin í Hveragerði og er samgangur því mikill. Ég og bróðir minn búum til dæmis við hliðina á æskuheimili okkar og nú hefur yngri systir

okkar keypt það hús og býr þar með sinni fjölskyldu og móður okkar,” segir Guðrún Guðrún hefur mjög mörg áhugamál. Hún hefur gaman af því að ferðast og kynnast nýjum þjóðum og siðum. Guðrún ferðast mikið um Ísland og finnst fátt betra en að sofa í litlu kúlutjaldi. Hún hefur einnig mikin áhuga á öllu matarstússi og er ein af þeim sem datt í súrdeigsbakstur í Covidinu í fyrra. ,,Ég á þessu fínu súrdeigsmóður sem er orðin rúmlega eins árs gömul. Ég ætla að vekja hana þegar prófkjörsbaráttan er að baki og vona að hún taki vel við sér. Það er líka svolítið merkilegt að með hækkandi aldri hef ég sífellt meira gaman af garðrækt. Mér finnst dásamlegt að dunda í garðinum og sjá plönturnar mínar dafna og vaxa,” segir Guðrún. Aðspurð hver fallegasti staður á Íslandi sé segir Guðrún, það að fæðast á Íslandi er eins og að fæðast undir happastjörnu. Henni finnst við eiga afskaplega

Eru einhver málefni sem eru efst á listanum hjá þér og liggur þér á hjarta? ,,Það er ákveðin forréttindi að fá tækifæri til að gefa kost á sér til starfa fyrir Suðurkjördæmi. Suðurkjördæmi er eitt víðfeðmasta kjördæmi landsins og hér drýpur smjör af hverju strái. Við eigum fallegustu og eftirsóttustu náttúruperlur landsins, hér er öflug matvælaframleiðsla og fengsæl fiskimið hér úti fyrir ströndum. Það er hlutverk okkar allra að hlúa vel að því sem við eigum en ekki síður að nýta tækifærin til vaxtar fyrir Suðurkjördæmi. Ég brenn því fyrir eflingu atvinnulífsins en einnig fyrir því að í kjördæminu öllu sé örugg og góð heilbrigðisþjónusta og að samgöngur séu góðar. Það er verk að vinna í öllum þessum málaflokkum.” ,,Það hefur verið mikið ævintýri að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og ég er afskaplega þakklát fyrir hve vel mér hefur alls staðar verið tekið. Það er mikill kraftur í fólki í kjördæminu öllu og ég hlakka til að kynnast fólki enn frekar. Ég hvet sem flesta til að taka þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins næsta laugardag. Nú er tækifærið til að setja saman öflugan lista fólks og velja nýja forystu til sigurs í Alþingiskosningunum í haust” segir Guðrún að lokum.


GUÐRÚN HAFSTEINSDÓTTIR Í FYRSTA SÆTI VELJUM ÞEKKINGU OG REYNSLU Í PRÓFKJÖRI 29. MAÍ

Frekari upplýsingar inn á: gudrunhafsteins.is/ /gudrunhafsteins1


NÆRMYND AF VILHJÁLMI ÁRNASYNI sem býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna í suðurkjördæmi

Hver er Vilhjálmur? Vilhjálmur er Skagfirskur sveitastrákur sem fluttist til Grindavíkur 2008 og býr þar með eiginkonu sinni Sigurlaugu Pétursdóttur, flugfreyju og sonum þeirra þremur. Hann er menntaður lögreglumaður og lögfræðingur. Áður en Vilhjálmur var fyrst kjörinn á þing fyrir 8 árum, þá rak hann skiltagerð í 8 ár og starfaði einnig sem lögreglumaður í 10 ár. Vilhjálmur fæddist 29. október 1983 á Sauðárkróki og þar er hann uppalinn. Hann var alltaf í sveit á sumrin og á Sauðárkróki tók hann sín fyrstu skref í löggunni. Þau bjuggu um tíma á Hofsósi en árið 2006 flutti hann í höfuðborgina til að fara í Lögregluskólann, en var fljótur að koma sér út á land aftur.

,,Að ferðast um Ísland með fjölskyldu og vinum hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Þá fylgist ég vel með íþróttum og þá helst körfubolta. Þá verð ég að minnast á að ég hef alltaf verið mikið í félagsstörfum,” segir Vilhjálmur aðspurður um hver áhugamál hans séu. Vilhjálmi finnst erfitt að velja á milli fallegustu staða á Íslandi en segir að það sé fátt sem trompar sólsetur norður í Skagafirði. Honum líður best í rólegheitum heima með fjölskyldunni. Eru einhver málefni sem eru efst á listanum hjá þér og liggur þér á hjarta? Ég hef sett fjögur áherslumál á oddinn og tel þau vera í takt við hjartslátt kjördæmisins. Ég legg áherslu á endurreisn atvinnulífsins

og fjölgun starfa, öfluga heilsugæslu og gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu, að í kjördæminu verði byggðir upp innviðir sem stuðla að öruggu og framsæknu fjölskyldusamfélagi og að fjölskyldan hafi val og geti stjórnað sínum málum sjálf. Vestmannaeyjar eru í miklu uppáhaldi hjá fjölskyldunni, þangað vilja fjölskyldumeðlimir helst koma með mér í vinnuferðir. En það var einmitt í brekkunni á þjóðhátíð sem ég bað Sigurlaugar.



LITLA SÆTA ORÐIÐ TAKK

Fyrir þá sem ekki þekkja mig þá heiti ég Snorri Rúnarsson, ungur peyji sem kann ekki að segja nei og er þar af leiðandi mjög virkur í ýmsum félagsstörfum og má þar nefna til dæmis Leikfélag Vestmannaeyja, KFUM&K, Eyverjar, EyjaVarp og ýmislegt fleira. Það sem sennilega fæstir vita um mig er hvað ég spái og spekúlera mikið í skrítnum hlutum. Ef ég tek dæmi um hluti sem ég hef spáð lengi í er meðal annars það hvort það hafi einhver áhrif á mann hvernig veður er þegar maður fæðist... já ég veit mjög skrítið. Almennt er ég ekkert að leggjast í mikla rannsóknarvinnu til að fá niðurstöður í þessar pælingar mínar. Ég spyr mikið, sennilega alveg óþolandi mikið stundum til að hafa hlutina á hreinu. Ég er svolítið Excel skjal í mér, en það á ekki við um þessar veraldlegu pælingar. Ég hef virkilega gaman að því að spjalla við fólk og heyra sögur, þá sérstaklega frá gamla tímanum, enda mjög gömul sál. Núna er ég til dæmis á fullu að grúska í sögu leikfélagsins, og skrásetja sögu þess. En ef ég segi aðeins frá pælingunni sem er mér ofarlega í huga þessa dagana sem er mjög einföld að mínu mati en virðist vera einstaklega flókin samfélaginu, og þá á ég ekki við

Vestmannaeyjasamfélaginu heldur bara allt landið og sennilega allur heimurinn eins og hann leggur sig. Ég lít á það sem eilíft verkefni að finna beztu útgáfuna af sjálfum mér, ég lét meira að segja húðflúra mig til að minna mig á það (W.W.J.D? sem stendur fyrir “Hvað myndi Jesús gera?”). ´ Stóra spurningin er “Hvað er svona erfitt við það að segja takk?” en ástæðan fyrir því að ég byrjaði að hugsa um þetta er sú hve mikinn skít fólkið okkar í framlínunni er búið að þurfa að þola... ekki bara á þessum Covid tímum heldur bara almennt. Ef þú ert stoppaður eða stoppuð af lögreglunni fyrir of hraðann akstur, þá væri það sennilega það síðasta sem þér myndi detta í hug að gera að þakka lögreglunni fyrir að stoppa þig. Sennilega myndir þú ekki byrja að hrauna yfir hana en... æji þú veist hvað ég meina. En auðvitað ættirðu að þakka fyrir, það eru mjög góð og gild rök fyrir hraðatakmörkunum í umferðinni sem ég ætla ekki að fara að útskýra neitt nánar, enda ekki mitt að gera það, það eru margir miklu færari en ég á því sviði sem myndu vilja útskýra það fyrir þig. Ef ég nefni annað dæmi þá eru það símtölin sem eru að berast á heilbrigðisstofnanirnar sem dæmi “já

góðan daginn, ekki heldur þú að það væri möguleiki á að fá bólusetninguna fyrr, er nefnilega á leiðinni til Grikklands í frí” WHAT! Ég skora á alla landsmenn að þakka oftar fyrir sig, þú tekur sennilega ekki eftir því þegar þú ferð í matvöruverslun, ert að klára á kassanum og starfsmaðurinn segir „takk fyrir viðskiptin” eða eitthvað í þá áttina hversu mikil áhrif það hefur á þig út allan daginn. Þetta litla sæta orð TAKK getur bjargað deginum hjá fólki. Litlu „ómerkilegu” hlutirnir gera svo gríðarlega mikið fyrir okkur. Ég sá það með eigin raun hve mikil áhrif þetta hefur á fólk þegar ég starfaði sem sölumaður í Húsasmiðjunni í Vestmannaeyjum. Einnig er ég var staddur í borg óttans fyrir skemmstu, þá ákvað ég að þakka öllum sem ég þurfti að eiga samskipti við fyrir vel unnin störf. Ég átti meðal annars í samskiptum við dyravörð sem varð alveg orðlaus yfir því að það væri verið að þakka honum fyrir en ekki hrauna yfir hann eins og hann var vanur. En hans hlutverk vara að gæta þess að öllum sóttvarnarreglum væri fylgt eftir. Ég hvet þig til að hugsa aðeins um þetta og þakka oftar fyrir þig. Snorri Rúnarsson.


Kæru Eyjamenn. Ég óska eftir ykkar stuðningi í 4. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðurkjördæmi. Það er okkur mikilvægt að eiga öfluga málsvara á alþingi. Ég þekki vel mikilvægi þess að þingmenn okkar gangi í takt með vilja heimamanna. Það mun verða mitt leiðarljós nái ég kjöri til alþingis. Jarl Sigurgeirsson

VERIÐ VELKOMIN Á KOSNINGASKRIFSTOFU MÍNA AÐ STRANDVEGI 51. HEITT Á KÖNNUNNI OG ALLIR VELKOMNIR. OPIÐ MIÐ. 09-10 OG 17-19 / FIM. 09-10 OG 17-19 FÖS 09-10 OG 14-24 / LAU. 14-24


Opið er fyrir innritun til 10. júní Innritun er á netinu hjá Menntamálastofnun

https://mms.is/ Innritun í staka áfanga og fjarnám er á umsóknarvef Innu. https://umsokn.inna.is Hægt er að velja mjög fjölbreytt nám. Nám í íslensku, ritun og tjáningu, skapandi skrifum, lestri fagurbókmennta, dönsku, ensku, enskum bókmenntum, spænsku, stærðfræði, sögur sálfræði, þroskasálfræði, náttúruvísindi, líffræði, efnafræði, jarðfræði, félagsvísindi og fjölmiðlafræði. Við bjóðum upp á áfanga sem eru ætlaðir til að styrkja grunninn fyrir háskólanám þetta eru áfangar í ensku, stærðfræði, verkefnagerð, félagsvísindum og raungreinum. Ráðgert er að fara af stað með nám í múraraiðn og laus pláss eru í sjúkraliðanámið.

FÍV í 40 ár

fiv79

/framhaldsskolinnivestmannaeyjum/


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.