Tígull 14. tbl 05. árg.

Page 1

14. tbl. 05. árg. 3. - 9. maí 2023

GESTIRNIR OKKAR VORU ALGJÖRLEGA TIL

FYRIRMYNDAR OG ALLT SKIPULAG GEKK UPP

Tónlistarhátíð Hljómey fór fram síðastliðinn föstudag í blíðskaparveðri. Setning hátíðarinnar fór fram á fimmtudeginum í Tónlistarskóla Vestmannaeyja þar sem Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setti hátíðina formlega. Forsprakkar hátíðarinnar þeir Guðmundur Jóhann Árnason og Birgir Nielsen sögðu frá tilurð hátíðarinnar. Blaðamaður Tíguls heyrði í Guðmundi eftir hátíðina. „Við Hljómeyjarmenn erum algjörlega í skýjunum með hvernig til tókst með hátíðina. Við lögðum upp með að búa til einstaka upplifun og tækifæri til að sjá listamenn í meiri nánd en venjulega og við teljum að það hafi tekist. Gestirnir okkar voru algjörlega til fyrirmyndar og allt skipulag gekk upp og ekki skemmdi að veðrið var eins gott og raun bar vitni. Það er alltaf eitthvað í svona verkefni sem má gera betur og við munum setjast yfir skipulagið á næstu dögum og sníða af þá vankanta sem við sáum á hátíðinni. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema fyrir aðstoð allra sem komu að hátíðinni og þá sérstaklega hljóðmennirnir okkar sem voru hetjur kvöldsins og auðvitað húsráðendur sem opnuðu stofur sínar fyrir

TÍGULL

DREIFING:

okkur. Við erum bara stútfullir af þakklæti og gleði og erum þegar farnir að huga að næstu hátíð. Hljómey er komin til að vera“, segir Guðmundur.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki.

Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó.

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

ÚTGÁFA:

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is

Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.

UPPSKRIFT VIKUNNAR

Hráefni:

500 g kartöflumús

Hakkfylling:

Filippo Berio ólífuolía til steikingar

600 g nautahakk

1 stk laukur, fínt skorinn

4 stk hvítlaukur, pressaður

Ítalskt krydd eftir smekk

salt og pipar

hálfur kúrbítur, fínt skorinn

2 stk gulrætur, fínt skornar

200 g Philadelphia rjómaostur

1 dós Hunt‘s tómatsósa

1 dós Hunt‘s Tomatos diced, tómatar í sneiðum

1 dós Hunt‘s Tomato paste tómatmauk

4 msk Oscar fljótandi nautakraftur

Ofan á:

Smjördeig

2 egg

Aðferð:

Hitið ólífuolíu á pönnu. Steikið nautahakkið.

Setjið hvítlauk, lauk og krydd á pönnuna.

Bætið kúrbít og gulrótunum saman við. Blandið tómatsósu, tómatmauki og tómatbitunum saman við ásamt nautakrafti. Smyrjið kartöflumús á botninn á eldföstu móti. Setjið rjómaostinn yfir kartöflumúsina. Hellið nautahakkinu yfir og leggið smjördeigið ofan á og sníðið það að forminu. Penslið smjördeigið með eggjunum. Bakið við 180°C í 15-20 mínútur.

Berið fram með salati og góðu brauði.

Uppskrift frá gerumdaginngirnilegan.is

Sælkerabaka með kartöflumús, hakkfyllingu og smjördeigi
39.990 Fartölvur í úrvali Verð frá 14.990 Krakka spjaldtölva 16.990 9.990 GPS Krakkaúr Verð frá 209.990 MacBook Air M2 Verð frá 1.943 Fartölvutöskur Verð frá ALLT AÐ 50% Af fartölvutöskum ALLT AÐ 50% Af fartölvumúsum ALLT AÐ 50.000 Af fartölvum ALLT AÐ 50.000 Af leikjafartölvum ALLT AÐ 20.000 Afsláttur 7”
Sumarið er komið í Tölvutek. Stútfullar verslanir af nýjum sjóðheitum græjum og tilboðum 3. maí 2023 • B i r t me ð fyri r v a r a u m br eyti n ga ,r in n slátta r vill u r og m y n da br e ng l
GRÆJU SUMAR

ÞAÐ VAR MIKIL STEMNING Á TÓNLISTARHÁTÍÐINNI HLJÓMEY

„Ég er mjög sáttur með hátíðina og virkilega vel að þessu staðið. Þeir staðir sem ég spilaði á var troðið hús og mér fannst ótrúlega gaman að spila fyrir fólkið. Mér finnst að þetta eigi að vera árlegur viðburður hér eftir,“ sagði Magnús Þór þegar blaðamaður Tíguls heyrðI í Magnúsi þegar að hátíðinni lauk.

„Ég er mjög sáttur og finnst frábært hvað tókst vel til. Þessi hátíð ætti klárlega að vera árlega,“ sagði Valdimar.

s. 772-1771 / 772-7175 / ggsmidir@gmail.com PALLASMÍÐI OG VIÐGERÐIR PARTÝ Á PALLINUM? Almennt viðhald & smíði! Fundir eru sem hér segir: Sunnudaga kl. 11.00 Mánudaga kl. 20.30 PPG bókarfundur Miðvikudaga kl 20.30 AL-ANON Þriðjudaga kl. 20.30 NÝLIÐAR VELKOMNIR HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com Fermingarmyndir /skvisubudin Litla Skvísubúðin Fallegur fatnaður á konur í öllum stærðum á sanngjörnu verði. Við tökum upp nýjar vörur vikulega. www.skvisubudin.is /skvisubudin

BÍLAVERKSTÆÐI SIGURJÓNS

Þann 1.mars sl. skipti bílaverkstæðið Nethamar um eigendur. Sigurjón Adólfsson ásamt fjölskyldu sinni tóku við húsnæðinu og verða áfram með bifvélaverkstæði þar. Sigurjón þarf vart að kynna en hann er enginn nýgræðingur þegar kemur að bílamálum. Hann byrjaði í bransanum fyrir um 37 árum eða árið 1986 að vinna í gamla Bragganum. Þar leigði hann verkfæri af Bjarna H. Baldurssyni og hóf sjálfstæðan rekstur. Það er óhætt að segja að það hafi verið góð og gæfurík ákvörðun hjá honum þrátt fyrir að þáverandi bankastjóri hafi neitað honum um rekstrarlán með þeim orðum að ekki væri grundvöllur fyrir bílaverkstæði í Vestmannaeyjum. Sigurjón hefur heldur betur sýnt og sannað að það var með öllu rangt hjá bankastjóranum og sem betur fer fyrir okkur Eyjamenn. Bílaverkstæði Sigurjóns á Flötum hefur blómstrað og núna orðið enn stærra. Það fer því ekkert á milli mála að rekstrarumhverfi í dag er orðið mikið betra en sem var árið 1986 og auðveldara að stofna fyrirtæki hafi fólk áhuga á því. Við fengum Sigurjón í smá spjall til að segja okkur aðeins betur frá starfseminni, fyrirtækinu sínu og þeim breytingum sem

koma til að verða á nýja staðnum.

Nú hefur þú rekið fyrirtækið þitt á Flötum í allan þennan tíma, hvað kom til að þið ákváðuð að stækka við ykkur og taka við þessari starfsemi?

Sigurjón sagði að það væri skemmtileg saga að segja frá því. Þau hjónin Sigurjón og Elfa hafi verið stödd á Ísafirði síðasta haust og verið að ræða það hvort það væri kannski tímabært að fara að minnka við sig vinnuna og jafnvel hætta að vinna. Þau plön fuku hins vegar út um veður og vind þegar þeim bauðst að taka við húsnæðinu sem Nethamar hafði starfsemi sína. Þetta hafi gerst allt frekar hratt og sagði Sigurjón að hann hafi lengi haft augastað á þessu húsnæði og því ekki hægt að sleppa því þegar tækifæri gafst til. Þau fóru því fljótt úr því að ætla að hætta að vinna yfir í að stækka fyrirtækið verulega. Svona geta plön breyst með litlum fyrirvara.

Verður starfseminni eins háttað og verið hefur hjá fyrri eigendum? Sigurjón sagði að starfsemin verður auðvitað mikið stærri en verið hefur. Aðrar helstu breytingar eru þær að þau verða með hjólbarðaverkstæði austan við húsið

ásamt því heldur starfsemin áfram á gamla staðnum á Flötum. Þar verður starfsemi fyrir stærri bílana sem ekki komast inn á nýja staðnum, en bílaverkstæðið er í góðu samstarfi við N1 og fær alla sína olíu , dekk og aðra þjónustu þaðan. Bílaverkstæði Sigurjóns verður áfram með sömu umboð og Nethamar hafði sem eru: Askja, Hekla, BL, Suzuki, Brimborg og Ísband. Hins vegar varð sú breyting á að þeir en þeir eru ekki með umboð fyrir Toyota eins og Nethamar hafði, þ.e.a.s ekki með ábyrgðarviðgerðir fyrir þá en Sigurjón leggur áherslu á að auðvitað þjónusta þeir alla bíla.

Starfsemin hefur augljóslega stækkað helling við þessar breytingar, komi þið til með að þurfa að bæta við ykkur starfsfólki?

Já það bendir allt til þess sagði Sigurjón, enda nóg að gera. Það fór ekki fram hjá blaðamanni að brjálað var að gera og því best að leyfa Sigurjóni að fara aftur til vinnu eftir þetta spjall.

Við óskum Sigurjóni og fjölskyldu innilega til hamingju með nýja reksturinn.

Dekkja & smurþjónusta

ALLA LEIÐ

EYJASCOOTER

NÝTT FERÐAÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI

Þau Ingibjörg og Hreiðar Örn eru að koma á fót nýju ferðaþjónustu fyrirtæki í Vestmannaeyjum Eyjascooter. Ingibjörg er Vestmanneyjingur í húð og hár en Hreiðar Örn er aðfluttur og kom hingað til að vinna fyrir nokkrum árum síðan.

Eyjascooter snýst um það að fara í útsýnis ferðir á raf hlaupahjólum, með leiðsögumanni, og skoða fallegu eyjuna okkar.

Hvernig kom þessi hugmynd upp?

„Mig hefur alltaf langað að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt svo ég fékk þá hugmynd einn daginn, á leið í vinnuna á hlaupahjólinu mínu, afhverju ekki að prufa að bjóða ferðir um eyjuna, með leiðsögn sem segir skemmtilega frá, á rafhjólum, sem að er bæði skemmtilegt, upplifum og ekki skemmir að það er umhverfisvænnt. Ég bar þessa hugmynd undir Ingibjörgu konuna mína, hún fór nú fyrst að hlæja og spurði hvort að ég væri klikkaður og hver ætti þá að fara með fólki í ferðir, ekki ætlaði hún að fara á þessi hjól. Ég benti henni nú á það þegar að ég náði að draga hana á hopphjól í Prag og eftir smá tíma og æfingu, vorum við farin að þeysast á þessu um alla borg. Með smá æfingu mundi hún ná þessu líka, sem að hún er farin að gera eins og herforingi“, segir Hreiðar og hlær.

Engin venjuleg hjól

Þessar týpur heita Kaboo Wolf Warrior 11 og eru nokkuð öflug hjól og eru með endinga góða raf-

hlöðuhleðslu, sem að hentar vel í þetta verkefni, en til þess að sem flestir geti notið þess að fara með okkur í ferð ákvað ég að smíða festingar fyrir sæti á hjólin og getur þá einstaklingurinn aðeins tillt sér á meðan er verið að skoða fallega umhverfið okkar og notið þess að rúnta um. Hugmyndin hefur undið hratt uppá sig og erum við komin með geggjað húsnæði á besta stað, gömlu Eyjabúð.

Það eru ýmis plön í gangi með það eins og t.d. erum við í viðræðum um það að vera með umboðssölu á hjólum frá Þrumu.is, sem að selur okkur hjólin sem að við erum með.

Við bjóðum upp á allskonar ferðir og hægt er að fá allar upplýsingar um þær inná eyjascootertour.com

Opnuðu Sumardaginn fyrsta

Eyjascooter opnuðu 21. apríl, á sumardaginn fyrsta og eru þau spennt að sjá hvert þetta allt leiðir okkur segja spennandi tíma framundan.

Getur unnið þér inn ferð með okkur

Við hvetjum fólk til þess að kíkja á samfélagsmiðlana okkar en þar er í gangi leikur. Þegar við höfum fengið 1000 fylgendur með okkur þá verður dreginn út heppinn vinningshafi sem vinnur ferð fyrir tvo með Eyjascooter. Dregið verður út föstudaginn 5. maí.

VIÐ TÖKUM AÐ OKKUR AÐ SETJA

UPP OG PRENTA SÁLMASKRÁR.

Hafðu samband við okkur á netfangið: leturstofan@leturstofan.is eða í síma 481-1161.

HLJÓMEY TÓNLIST STEMNING FJÖR DANS SKEMMTUN TÓNLISTARFÓLK KÓR PARTÝ STUÐ

DAGURINN MINN BYRJAR Í FISKIELDHÚSINU

Fróðleikur um Beluga Whale Sanctuary

Vissir þú að Litla Hvít og Litla Grá fara reglulega í skoðun á tönnunum? Þetta hjálpar okkur að halda utan um það hvernig tannheilsa þeirra er, tryggja að þær séu ánægðar og geti auðveldlega nærst og líði vel í umhverfinu sínu.

Við fylgjumst líka mjög vel með heilsunni og hegðun mjaldranna í heild. Svo getum við nýtt það sem við vitum og fylgst með breytingum þegar þær flytja út í Klettsvík í vor!

Á facebook síðunni okkar, Instagram og Tik Tok er svo hægt að sjá alls konar meiri fróðleik um okkur.

Nafn: Enric Horta Puig

Hvaðan ertu: Ég er frá Santa Coloma De Farners, Girona, Katalóníu. Það er lítill bær nálægt borginni Barcelona. Auðvitað er allt öðruvísi en Vestmannaeyjar, sumrin eru of hlý og veturnir ekki of kaldir. Það er mjög vel staðsett þar sem ströndin er í aðeins 30 mínútna fjarlægð og stóru fjöllin í Pýríneufjöllum eru í aðeins 1 klukkustundar fjarlægð.

Hvað hefurðu starfað lengi hjá Beluga Whale Sanctuary: Ég hef starfað hjá BWS í um það bil 1 og hálft ár, þar sem ég byrjaði í ágúst 2021. Stundum er erfitt að hugsa um hversu hratt tíminn líður. Tíminn hér hefur verið ótrúlegur og mér finnst mjög gaman að vera hluti af þessu stóra samfélagi sem er Vestmannaeyjar.

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér: Dagurinn minn byrjar í fiskieldhúsinu sem er ein mikilvægasta stund dagsins því allur matur er undirbúinn þar fyrir mjaldrana tvo og hin dýrin í BWS. Þá er það fóðrunartíminn, en við notum þá tíma til að þjálfa og kenna mjöldrunum eitthvað nýtt, hvort sem það er með nýju þroskaleikfangi eða rifjum upp gamla leiki til að gera dagar hvalanna verði áhugaverðari. Á hverjum degi fundum við um hvernig við ætlum að einbeita okkur að mismunandi markmiðum, eins og til dæmis leiktíma, nám, tengsl eða þroskalotur til að nefna nokkur dæmi. Að vinna með hvölunum og hinum dýrunum á BWS gerir daginn minn svo áhugaverðan!

Hver er uppáhaldsþátturinn þinn í starfinu: Uppáhaldsþátturinn minn í starfinu er að sjálfsögðu að eyða tíma með þessum ótrúlegu dýrum og geta skapað gott samband sem vonandi verður mjög gagnlegt þegar við flytjum þau í víkina. Að sjá andlit þeirra á hverjum morgni og læra um þau, mér finnst ég vera mjög heppinn og heppinn að vera hluti af þessu verkefni.

Kanntu einhver íslensk orð: Ég kann nokkur íslensk orð en íslenskustigið mitt er samt mjög grunnt. Ég vona að einn daginn geti ég byrjað á einhverjum kennslustundum til að bæta tungumálið. Ég tala nú þegar 3 tungumál, ég er alltaf ánægður með að læra meira, en íslenska er ekki auðveld!

Einhverjar skemmtilegar staðreyndir: Ég er alltaf að læra skemmtilegar staðreyndir frá samstarfsfólkinu mínu og líka frá dýrunum hér, en það er til dæmis mjög fyndið að sjá mjaldrana reyna að halda sér við gluggann. Flotkrafturinn þeirra er mjög mikill og því eiga þær oft erfitt með að halda sér í kafi. En þær njóta þess að sjá fólk við gluggann.

SELAATHVARFIÐ OG

MJALDRAATHVARFIÐ OKKAR

sem kemur í heimsókn, hvert selt árskort á staðnum, hver einasta smásöluvara sem keypt er hjálpar okkur núna að sjá um griðarstaðinn okkar, lundana og mjaldrana og reksturinn. Við þökkum allan þann stuðning sem við fáum og þökkum samfélagið okkar fyrir að bjóða Beluga Whale Sanctuary velkominn á eyjuna. Í staðinn sköpum við störf, kaupum vörur og búnað og færum meiri ferðaþjónustu til Eyja svo fleir fái að sjá þennan ótrúlega stað. Ég er svo þakklát fyrir að fá að starfa við hlið ótrúlegra Vestmannaeyinga og ég hlakka mikið til þessa nýja árs.

Núna erum við með opið alla daga vikunnar frá kl. 13:00-16:00. Við erum með leiðsöguferðir alla daga kl 14:00 þar sem farið er bakvið tjöldin og skoðað hvernig starfið fer fram. Og svo erum við farin að bóka í bátsferðir út í kví til mjaldrana. Það má því segja að það er nóg framundan og við erum mjög bjartsýn á sumarið.

Ég heiti Jana Sirova og vinn hjá SEA LIFE TRUST sem yfirmaður griðarstaðanna. Ég sé um Selaathvarfið í Cornish, Bretlandi og Mjaldraathvafið í Vestmannaeyjum. Selaathvarfið okkar bjargar um 60 slösuðum gráselum á hverju ári, þeir fara í endurhæfingar í athvarfinu og er síðan sleppt aftur út í náttúruna. Við erum líka með seli í langtímavistun sem ekki var hægt að sleppa vegna heilsufarsvanda og fyrir þá sem ekki geta lifað sjálfir í náttúrunni. Í Beluga Whale Sanctuary er ég mjög stolt af sérfræðiteyminu okkar, fyrir að bjarga og sleppa slösuðum lundum og öðrum smáum sjávarfuglum sem hjálpa villtum stofnum að dafna. Beluga Whale Sanctuary er fyrsta verkefnið í heiminum til að finna lausn á því að leyfa mjöldrum að dafna undir mannlegri umönnun í hálf villtu umhverfi, þar sem þeir myndu ekki lifa af ef þeim væri sleppt. Við erum svo spennt að sjá Litlu Hvít og Litlu Grá snúa aftur út í Klettsvík í sumar og halda áfram vinnunni við að hjálpa þeim að aðlagast umhverfinu sínu í Klettsvík.

Það eru ekki allir sem vita það en Beluga Whale Sanctuary var reist af Merlin Entertainments sem framlag til SEA LIFE TRUST, sem er góðgerðarfélag, og það var gert til að flytja Litlu Hvít og Litlu Grá út úr sýningarbúri í Kína, sem Merlin rekur núna, en þau vildi finna betri lausn fyrir þessa hvali og framtíð þeirra. Merlin Entertainments hefur eytt rúmlega 7 milljónum punda til að byggja aðstöðuna í Vestmannaeyjum og afhenti SEA LIFE TRUST reksturinn sem var þó ekki gert í hagnaðarskyni. Sérhver gestur

EIN AF EITRUÐUSTU EÐLUM HEIMS UPPÁHALDS DÝRIÐ

Nafn: Dani Trussell

Starfsheiti: Sérfræðingur í dýravernd.

Hvaðan ertu: Phoenix, Arizona.

Hvað hefurðu starfað lengi á Beluga Whale Sanctuary: Síðan í júlí 2022

Hvernig er dæmigerður dagur hjá þér: Mikil þrif og fóðrun dýra.

Hver er uppáhaldsþátturinn þinn í starfinu: Að byggja upp traust og tengsl við dýrin.

Hvert er uppáhaldsdýrið sem þú hefur unnið með: Gila Monsters en það er eðla sem býr í Arizona og er ein af eitruðustu eðlum heims.

Kanntu eitthvað íslenskt orð: Þetta reddast

Einhver skemmtileg staðreynd: Evrópskir álar geta tekið magann inn í sig til að nota æxlunarfærin og búa til afkvæmi.

ERASMUS FERÐ TIL HOLLANDS

Dagana 16-21. apríl héldu fjórir nemendur Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum ásamt tveimur kennurum til Zevenaar í Hollandi. Tilgangur ferðarinnar var að taka þátt í Erasmus verkefni þar sem nemendur vinna með nemendum frá öðrum löndum í ákveðnum verkefnum. Nemendur þessa verkefnis eru frá Finnlandi, Eistlandi, Þýskalandi, Hollandi og Íslandi og var þema ferðarinnar andleg

vellíðan. Nemendur gistu hjá vinum sínum í Hollandi sem komu í

heimsókn til Vestmannaeyja í september á síðasta ári.

Fyrsta dag verkefnisins var lögð áhersla á að nemendur kynntust

Á degi þrjú var hópnum boðið til Amsterdam til að upplifa borgarlífið og siglingu um síki borgarinnar og skoða hið stórfenglega listasafn Rijkmuseum. Á heimleiðinni fengu nemendur tækifæri til þess að synda í sjónum við Zandvoort ströndina og má nánast fullyrða að íslensku nemendurnir hafi verið þeir einu sem fannst sjórinn nógu hlýr til sundiðkunar. Fjórða og síðasta daginn var komið að því að nemendur kynntu niðurstöður sínar í formi myndbanda þar sem eins og áður segir var lögð áhersla á andlega vellíðan. Verkefnin voru eins mismunandi og þau voru mörg og augljóst að nemendur hafa ólíka sýn á það hvað skiptir helst máli þegar kemur að andlegri vellíðan. Að lokum var kveðjustund í skólanum þar

og tengdust betur í formi ýmissa leikja og var þeim einnig sýnd skólabyggingin sem er töluvert stærri en þeir eiga að venjast úr FÍV.

Nemendur hófu þar á eftir vinnu í hópum við verkefni vikunnar sem var myndbandsverkefni um andlega vellíðan. Að verkefnavinnu lokinni fengu nemendur og kennarar að slaka á og finna innri frið í Yoga.

Á degi tvö fór hópurinn í skógarferð í Posbank þjóðgarðinn þar sem athuguð var líðan nemenda fyrir og eftir hreyfingu í náttúrunni. Var nemendum meðal annars gert að finna stað í skóginum til að slaka á og hlusta á náttúruna án utanaðkomandi truflunar.

sem hollensku nemendurnir buðu gestum sínum upp á hefðbundinn hollenskan mat og partý þar á eftir. Þátttaka í verkefnum eins og Erasmus víkka sjóndeildarhring nemenda umtalsvert, gerir þeim kleift að eignast vini frá ýmsum öðrum löndum og skapa þeim minningar sem munu seint eða aldrei gleymast.

Við hvetjum því nemendur við FÍV að hugleiða að taka þátt þegar slík verkefni eru í boði. Þeir munu ekki sjá eftir því.

Auðbjörg Halla Jóhannsdóttir og Gunnar Friðfinnsson Kennarar við FÍV

FRÉTTAHORN FÍV

BÆJARLISTAMAÐUR VESTMANNAEYJA 2023 ER KITTY KOVÁCS

Frá árinu 2011 hefur hún verið kirkjuorganisti og kórstjóri við Landakirkju í Vestmannaeyjum. Kórinn, undir hennar stjórn hélt tónleika í heimaborg hennar, Györ, árið 2017.

Kitty Kovács er fædd í Győr í Ungverjalandi árið 1980. Hún útskrifaðist árið 2003 frá tónlistardeild Széchenyi István háskólans þar í borg með diplómu í píanó- og kammertónlist. Eftir útskriftina starfaði hún sem undirleikari í Győr og lagði síðan stund á undir leikaranám við Ferenc Liszt Akademíuna í Budapest.

Á námsárum sínum sigraði hún í píanókeppnum, m.a. árið 1997 í Salt Lake City og árið 2000 varð hún í 3. sæti í Chopin keppninni. Kitty kom til Íslands árið 2006 og hefur starfað sem píanókennari og organisti.

Kitty er kennari við Tónlistarskóla Vestmannaeyja. Þá hefur hún stjórnað Kvennakór Vestmannaeyja og Karlakórnum en einnig barnakór og hefur að auki leikið, bæði á píanó og orgel við ýmsa menningarviðburði í Vestmannaeyjum. Kitty hefur stundað orgelnám við Tónskóla þjóðkirkjunnar og vorið 2017 lauk hún kantorsnámi þaðan. Vorið 2018 lauk hún þaðan einnig námi í einleiksáfanga. Kennari hennar var Lenka Mátéová. Kitty hefur á undanförnum árum tekið

NÁTTÚRULEG SLÖKUN

Við leitum að einstaklingsráðgjafa

TM auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í útibúi okkar í Vestmannaeyjum. Leitað er að jákvæðum einstaklingi með ríka þjónustulund og framúrskarandi samskiptahæfileika.

Menntunarog hæfniskröfur

· Menntun sem nýtist í starfi

· Reynsla af þjónustustörfum og/eða ráðgjöf skilyrði

· Rík þjónustulund, lipurð

í samskiptum og góð aðlögunarhæfni

· Sjálfstæði, frumkvæði, fagmennska og metnaður í starfi

· Góð íslensku- og enskukunnátta tm.is/mannaudur

Helstu verkefni og ábyrgð

· Þjónusta og upplýsingagjöf til viðskiptavina og samstarfsaðila

· Vátryggingaráðgjöf og sala

· Almenn tjónaþjónusta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Íris Björk Hermannsdóttir iris@tm.is

Umsóknarfrestur er til og með 10. maí

Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.