Tígull 12.tbl 04 árg.

Page 1

12. tbl. 04. árg. 30. mars - 5. apríl 2022


VIÐBURÐIR FRAMUNDAN MIÐ

30

MARS

MIÐ

30

MARS

LAU

01 APRÍL

LAU

02 APRÍL

LAU

02 APRÍL

SUN

03 APRÍL

KA/ÞÓR - ÍBV Olísdeild kvenna

KA heimilið kl. 18:00 FH - ÍBV Olísdeild karla

kaplakriki kl. 18:00 KONU- & KARLAKVÖLD ÍBV

01

HÖLLIN & HÁALOFTIÐ 19:30 ÍBV - STJARNAN Olísdeild kvenna

APRÍL

Íþróttamiðstöðin kl. 14:00 SELFOSS - ÍBV Olísdeild karla

Set höllin kl. 16:00 ÍBV U - FJÖLNIR/FYLKIR Grill 66 kvenna

Íþróttamiðstöð kl. 14:00

ÞÚ GETUR FUNDIÐ NÆSTU BÍÓMYNDIR OG SÝNINGARTÍMA Á

www.eyjabio.IS

TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir, Katrín Laufey Rúnarsdóttir & Sæþór Vídó. Forsíðumyndina af Svölu Jónsdóttur tók ljósmyndarinn Þórkatla Sif Albertsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


www.skipalyftan.is // 488 3550 Opnunartími: 08.00 -18.00 alla virka daga 10.00 - 14.00 um helgar /skipalyftan

/skipalyftan

54.995 kr.

26" sterkbyggt fjallahjól með 21 gíra skiptingu. Demparar að framan og aftan. Auðvelt er að stilla sætið.

ÚRVAL AF REIÐHJÓLUM 22.995 kr.

12" reiðhjól fyrir börn á aldrinum 2-4 ára. Hjólið kemur með hjálpardekkjum. Hægt er að stilla sætið. Er með bremsu í fótstigi.

24.995 kr.

25.995 kr.

14" reiðhjól fyrir börn á aldrinum 2-4 ára. Hjólið kemur með hjálpardekkjum. Hægt er að stilla sætið. Er með bremsu í fótstigi.

16" reiðhjól fyrir börn á aldrinum 2-4 ára. Hjólið kemur með hjálpardekkjum. Hægt er að stilla sætið. Er með bremsu í fótstigi.

48.995 kr.

22.995 kr.

24" sterkbyggt fjallahjól með 21 gíra skiptingu. Dembarar framan og að aftan. Auðvelt er að stilla sætið.

12" reiðhól fyrir börn á aldrinum 2-4 ára. Hjólið kemur með hjálpardekkjum. Hægt er að stilla sætið.

31.995 kr. 26" götureiðhjól sem hentar vel til hjólreiða innanbæjar. 6 gírar Shimano. V-handbremsur, kemur með bögglabera, brettum og körfu.

34.995 kr. 26" fjallahjól með dembara að framan. Diskabremsur að framan og aftan. 21 gíra Shimano. Stellið á hjólinu er úr áli og er það því ekki þungt.


PRINSESSAN FÉKK SITT HVÍTA ÍTALSKA FATAHERBERGI Víða um heiminn má finna Eyjamenn við hin ýmsu störf og sumir Eyjamenn hafa meira að segja búið úti um víðan heim. Þannig má kannski segja að því sé háttað hjá Eyjastúlkunni Svölu Jónsdóttur, innanhússarkitekt.

Fæðingarorlof á Tenerife Þegar Svala útskrifaðist sem innanhússarkitekt árið 2012 var hún ófrísk af sínu fyrsta barni en var hinsvegar ráðin í starfsnám hjá skólanum í nokkra mánuði. Þar starfaði hún á skrifstofu skólans sem aðstoðarmaður á hönnunardeild. „Síðan 9. janúar 2013 fæddist Aþena Lillý á spítalanum í Barcelona og breyttist lífið töluvert eins og hjá öllum nýbökuðum foreldrum. Við fluttum því til Tenerife þegar Aþena var aðeins mánaða gömul og varði ég fæðingarorlofinu í sól og hita allt árið um kring. Á þessum tíma fann ég hvað mér fannst erfitt að vera ekki að skapa og fór að teikna og hanna húsgögn bæði fyrir kúnna og fyrir mitt heimili. Ég var svo heppin að kynnast smiði sem átti heima í sömu götu og ég og var með verkstæði í skúrnum hjá sér en hann smíðaði fyrir mig og ég fékk að fylgjast með ásamt Aþenu litlu.“

Svala portrait höf. Þórkatla Sif Albertsdóttir

„Ég flutti frá Eyjum þegar ég var 17 ára, hélt áfram framhaldsskólagöngu minni í Fjölbraut við Ármúla þar sem ég útskrifaðist 2008. Ég tók eitt ár í frí frá skóla og vann í apóteki til þess að safna mér fyrir næsta kafla. Ég vissi að ég vildi fara í skapandi greinar en var að þreifa fyrir mér hvort ég vildi fara í grafíska hönnun eða innanhússarkitektúr.“ Ári síðar fékk Svala inngöngu í nám í innanhússarkitektúr við IED, Istituto Europeo di Design, í Barcelona. „Ég hef alltaf þakkað fyrir það að mamma studdi mig í öllu því sem mér datt í hug og leyfði mér að prófa að búa ein og standa á eigin fótum þrátt fyrir ungan aldur, ég tel mig hafa lært heilan helling á því,“ sagði Svala. „Ég vissi í rauninni ekkert hvað ég var að fara út í og hoppaði beint ofan í djúpu laugina þar sem ég hafði aldrei komið til Barcelona og kunni ekkert rosalega mikla spænsku. Þessi ár standa upp úr í mínu lífi og var ég svo heppin að velja þessa frábæru borg sem hefur allt upp á bjóða þegar kemur að hönnun, list, fjölbreytileika og auðvitað veðurfar. Borgin er ekki of stór, er á strönd en líka stutt í fjallgarða og náttúrufegurð. Ef þú spyrð mig þá er Barcelona fullkomin borg fyrir nema sem vilja læra erlendis og breikka sjóndeildarhringinn.“

Sérhannaðri mottu komið fyrir en arabar eru hrifnir af mottum og munstri.

Hannað fyrir fursta og prinsessur Eftir eitt og hálft ár í rólegheitum á eyjunni eftirsóttu var Svala mikið tilbúin að fara að vinna af fullum krafti. „Við fluttum því til Sameinuðu arabísku furstadæmana og bjuggum í Dubai í næstum 3 ár en þar vann ég sjálfstætt að mestu leyti og verktaki fyrir S2 Interiors sem var innanhússarkitektastofa sem tók að sér ýmiskonar


verkefni.“ Hún var lang mest í hönnun einbýlishúsa og vann mest fyrir innfædda og segir það ferli haf verið rosalega lærdómsríkt og öðruvísi. „Ég þurfti að setja mig mikið inn í þeirra menningarheim og öðruvísi venjur en við erum vön í Evrópu,“ sagði Svala. „Fyrsta verkefnið mitt í furstadæmunum var til dæmis fyrir dóttur Sheikh Faisal Bin Saqr Al Qasimi sem er í okkar skilningi prinsessa höfðingjans í Ras al Khaimah, sem er eitt af 7 furstadæmunum, en henni langaði í hvítt fataherbergi. Ég hafði ekki hugmynd um að þetta væri dóttir hans sem hringdi í mig en þegar ég setti síðan heimilisfangið inn í símann hjá mér þá tók það mig að innilokaðri höll með stórum múrum og hliði þar sem stóð hermaður með einhverskonar riffil. Ég var viss um að Google maps var að rugla í mér og prófaði að setja þetta aftur inn í símann, en svo var ekki. Hjartað sló aðeins hraðar þegar ég þurfti að útskýra fyrir hermanninum að ég væri innanhússarkitekt að hitta prinsessuna. Þarna fór ég inn og fékk að kynnast mjög fjarstæðukenndum heimi sem ég hélt ég myndi aldrei kynnast. En hvítt, ítalskt, fataherbergi fékk prinsessan.“ Næsti bær við Vestmannaeyjar Eftir átta ár erlendis fluttist Svala aftur heim til Íslands og hóf störf hjá Pálmari Kristmundssyni, PK arkitektum, sem innanhúsarkitekt þar sem hún lagði mikið inn í reynslubankann. „Eftir að ég eignaðist síðan Telmu Björk yngstu stelpuna mína þá ákvað ég að stíga skrefið og verða sjálfstæð á ný og stofnaði fyrirtæki utan um það með manninum mínum þar sem ég starfa í fullu starfi í dag en það hefur alltaf verið markmiðið mitt að starfa sjálfstætt.“ sagði Svala en hægt er að skoða nokkur verk hennar og hafa samband við hana á www.svalajons.is. Í dag er Svala 35 ára, þriggja barna móðir og býr í Grindavík ásamt eiginmanninum, Páli Hreini Pálssyni. „Palli er fæddur og uppalin Grindvíkingur og ákváðum við að hér skildum við ala upp börnin okkar og finnst það dásamlegt. Ég segi stundum að þetta sé „næsti bær við“ Vestmannaeyjar en það er enginn bær sem er fallegri en Eyjar. Það er bara þessi smábæjarfílingur sem ég vil að mín börn fái að alast upp í.“ Vistbók Visttorgs Fyrir þremur árum stofnaði svo Svala nýsköpunarfyrirtæki ásamt tveimur konum sem tengjast Grindavík þeim Rósu Dögg Þorsteinsdóttur, lýsingarhönnuði og Berglindi Ómarsdóttur, tölvunarfræðingi. „Þegar ég byrjaði að vinna hjá PK arkitektum þá var mitt fyrsta verkefni á stofunni, höfuðstöðvar Eflu verkfræðistofu sem var Breeam vottað [umhverfisvottað] verkefni en ég hafði aldrei áður unnið

Svala að störfum í einu af verkefnum sínum á Íslandi. Höf: Þórkatla Sif Albertsdóttir

í slíku verkefni. Í slíkum verkefnum þarf að uppfylla ákveðnar kröfur varðandi efnisval. Mér datt þá í hug að heyra í Rósu sem var og er enn formaður Fhi, Félagi húsgagna- og innanhússarkitekta, og spyrjast fyrir um hvort það væri ekki einhver listi yfir þessi efni sem eru leyfileg í slík verkefni. Þarna þekkti ég Rósu ekki mikið og ákváðum við því að þetta væri mjög þarft verkefni en Rósa hefur unnið í mörgum umhverfisvottuðum verkefnum sjálf. Úr varð viðskiptahugmynd sem er fyrirtæki í dag og hefur unnið meðal annars til verðlauna og fengið styrki frá annarsvegar Hönnunarsjóði Íslands og núna síðast stærsti styrkurinn okkar hingað til frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.“ Fyrirtækið heitir Visttorg og er fyrsta varan þeirra Vistbók sem er gagnabanki fyrir umhverfisvænni byggingarvörur. Í dag er byggingariðnaðurinn ábyrgur fyrir um 40% losun gróðurhúslofttegunda á heimsvísu og eru byggingarefnin þar stór hluti. „Með Vistbók erum við að reyna að auka aðgengi að umhverfisvænni byggingarvörum hvort sem það eru þakplötur, utanhússklæðningar, flísar, veggjaefni, heimilistæki eða húsgögn sem dæmi. Gagnabankinn er fyrir alla hvort sem þú starfar í faginu eða vilt minnka heilsuspillandi efni í umhverfinu heima hjá þér. Sjálf legg ég áherslu á að velja ekki krabbameinsvaldandi og hormónatruflandi efni til dæmis í innanhússhönnun og


Uppáhalds... STAÐUR Japan MATUR Ég elska mat, þetta er of erfið spurning! HÖNNUN Ég fylgi mikið af Japönskum hönnuðum og Arkitektum. Ég tengi mikið við þeirra hugsjón og efnisval. Danir eru líka í uppáhaldi, t.d. Norm Architects TÓNLIST Þetta er eins og með matinn, of erfið spurning! En ég hlusta mikið á rólega lounge tónlist dags daglega en svo á danstónlistin alltaf sinn stað hjá mér þar sem ég elska að dansa!

Vistbók hafnaði í 1.sæti fyrir bestu viðstkiptahugmyndina í viðskiptahraðli AWE og Háskóla Íslands 2021 höf: Kristinn Ingvarsson.

AFÞREYING Ég fæ lang mest út úr útiveru í náttúrunni, hlaup, fjallgöngur, skíði.

það er til í dag mikið af vottuðum efnum í öllum flokkum. Gagnabankinn mun einnig einfalda ferli fyrir fagfólk sem er að vinna í til dæmis Svansvottuðum og Breeam vottuðum verkefnum hér á landi,“ sagði Svala. Búið er að þróa frumgerð af gagnabankanum með Byko og um þessar mundir er verið að taka inn fleiri söluaðila og byrja notendaprófanir. Stefnt er á að opna svo gagnabankann öllum í sumar. „Næsta verkefni er síðan að hanna og þróa innra svæði sem er einskonar „mitt svæði“ fyrir fagfólk aðallega þar sem hægt verður að halda utan um verkefni í umhverfisvottun og safna gögnum og fleira sem er stór partur af því ferli,“ bætti Svala við. Fengu allir nóg af heimilinu í Covid Aðspurð sagði Svala alltaf geta bætt við sig verkefnum og ekkert vera of stórt eða smátt. „Þessa dagana er ég lang mest í íbúðarhúsnæðum bæði nýbyggingum og það er mikið um endurbætur líka, það fengu allir nóg af heimilinu í heimsfaraldrinum og fóru að pæla í að bæta umhverfið heimafyrir. Einnig er ég að taka að mér hönnun sumarbústaða og skrifstofuhúsnæði fyrir fyrirtæki. Það er í raun ekkert verkefni of lítið, ég hef tekið að mér að hanna bara tvö baðherbergi í íbúðarhúsnæði og líka yfir þrjú þúsund fermetra skrifstofubyggingar á sama tíma.“ Eins og fyrr segir geta áhugasamir fylgst með Svölu á heimasíðunni www.svalajons.is og eins á Instagram og Facebook. Þá er einnig hægt að senda henni línu á netfangið svala@svalajons.is.

Verkefni eftir Svölu, einbýli, endurbætur höf: Þórkatla Sif.


Á Leturstofunni bjóðum við upp á hönnun og umbrot á alls konar verkum. Auglýsingar / logo / sálmaskrár umbúðir / fréttabréf nafnspjöld / boðskort / bæklinga / límmiða og allt sem þér dettur í hug. Ásamt því að hanna auglýsingar, bjóðum við einnig upp á auglýsingasöfnun. Ert þú með blað eða tímarit og vantar að safna auglýsingum? Vertu í sambandi við okkur og við förum yfir þetta í sameiningu.

leturstofan@leturstofan.is


FRÆNDSYSTKINI SIGRUÐU Í TEIKNIKEPPNI MJÓLKURSAMSÖLUNNAR

Frændsystkinin Dís Júlíusdóttir og Hrafnkell Darri Steinsson báru sigur úr býtum í teiknikeppni Mjólkursamsölunnar í ár. Þetta er frábær árangur hjá þeim þar sem alls voru sendar inn yfir 2500 myndir frá nemendum í 4.bekk alls staðar af landinu og valdar eru einungis 10 vinningsmyndir. Þetta er í fjórða sinn sem Grunnskóli Vestmannaeyja á vinningshafa í keppninni og eru verðlaunin alls ekki af verri endanum en hver sigurvegari fær 40.000 kr sem rennur í bekkjarsjóðinn. Þau Hrafnkell Darri og Dís sigruðu með glæsilegum myndum. Hrafnkell tengdi íslensku kúna við mjólkina á frumlegan hátt og Dís sýndi fjölbreytileikann í mjólkurframleiðslunni á skemmtilegan máta.

Vonandi eignast ég hesta Nafn: Dís Júlíusdóttir Bekkur: 4.ÞJ Fjölskylda: Mamma mín heitir Þóra Gísladóttir og pabbi heitir Júlíus Ingason. Ég á 2 bræður sem heita Arnar og Andri. Svo á ég 1 hund sem heitir Nóel og 2 kisustráka, þá Mána og Dag. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Mér finnst myndmennt skemmtilegustu tímarnir. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? Borða, leika við vini mína, dansa og fleira. Finnst líka alltaf gaman að teikna og föndra. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég veit ekki það ekki alveg strax, en vonandi eignast ég hesta.

Af hverju tókst þú þátt í keppninni? Þegar ég heyrði að við mættum taka þátt þá bara vildi ég gera það. Hvernig fékkstu hugmyndina að vinnings myndinni? Ég elska mjólk og vildi bara gera eitthvað með hana. Hvað fékkstu í vinning? Bekkurinn minn fékk 40.000 kr, ég fékk myndina mína í ramma og svo fékk ég alls konar myndlistardót frá skólanum og Hanna amma og Gísli afi komu líka með verðlaun handa mér og það var fullur poki af allskonar nammi og páskaeggjum. Hvað langar þig að gera fyrir peninginn sem þú vannst? Mig langar að fara upp á land með bekknum mínum og gera skemmtilega ferð með þeim.


Langar að verða myndmenntakennari og dansari Nafn: Hrafnkell Darri Steinsson Bekkur: 4.KM Fjölskylda: Mamma mín heitir María Rós, pabbi minn heitir Steinn, systkini mín heita Þórhallur, Hólmfríður og Hrafnhildur. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í skólanum? Myndmennt, dans, smíði og vera hjá Kollu. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera eftir skóla? Fara í skáta, handbolta, fótbolta og leika við Höllu. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða myndmenntakennari og dansari.

vinningsmyndirnar á ganginum í skólanum þá ákvað ég að taka þátt. Hvernig fékkstu hugmyndina að vinnings myndinni? Ég talaði um þetta við mömmu og við ákváðum að myndin ætti að vera sérstök og þá ákvað ég að hafa hálfa belju standandi inn í mjólkurfernu. Hvað fékkstu í vinning? Ég fékk 40.000 kr. handa bekknum mínum til að deila og ég fékk tússliti, pennsla, blýant, strokleður og allskonar teiknidót. Hvað langar þig að gera fyrir peninginn sem þú vannst? Mig langar að fara ribsafari ferð með bekknum mínum og svo á Eydísi að fá ís.

Af hverju tókst þú þátt í keppninni? Af því mér finnst mjög gaman að teikna. Þegar ég sá allar

Sumarstarf

í afgreiðslu Samskipa Samskip leita að öflugum sumarstarfsmanni á starfsstöð sína í Vestmannaeyjum. Um er að ræða fullt starf. Starfið felst í vörudreifingu, lyftaravinnu ásamt afgreiðslu vöru og þjónustu við viðskiptvini. Hæfniskröfur

Helstu verkefni

• •

• • • •

• • • •

Bílpróf er skilyrði Meiraprófs- og/eða lyftararéttindi er kostur Íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði Almenn tölvukunnátta er kostur Rík þjónustulund og sterk öryggisvitund Stundvísi, reglusemi og snyrtimennska

Vörudreifing Móttaka og afgreiðsla á vörum Lyftaravinna Önnur tilfallandi störf

Við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til þess að sækja um. Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl n.k. Nánari upplýsingar veitir Þórarinn Steinsson verkstjóri svæðisskrifstofu Samskipa í Vestmannaeyjum í thorarinn.steinsson@samskip.com. Hreint sakavottorð er skilyrði fyrir ráðningu hjá Samskipum.


UPPSKRIFT VIKUNNAR Tælensk salatskál Hráefni: 1/2 bolli heitt vatn 2 msk edik 1 rauðlaukur 3 hvítlauksgeirar 4 msk. saxað lemongrass 1 tsk. chiliflögur 500 g kjöt (kjúklingur, hakk, lamb) 1/2 tsk salt 1/2 tsk pipar 2 bollar söxuð agúrka 2-3 radísur 3 vorlaukar 1 msk ferskur chili, fínskorinn 1/2 bolli mynta 1/2 bolli basilika 2 msk fiskisósa 4-5 msk lime safi 1 tsk púðursykur, hunang eða síróp Aðferð: Skerið helminginn af rauðlauknum í bita og geymið Takið hinn helminginn af lauknum í sundur (þunnar sneiðar). Setjið í skál með 1/2 bolla sjóðandi vatni og 2 msk af ediki og geymið í ísskáp. Pikklum hann. Eldið kjötið: Hitið olíu á pönnu og bætið lauknum við, svo hvítlauknum, lemongrass og chiliflögum. Látið malla í 2-3 mínútur og bætið svo kjötinu við. Kryddið kjötið með salti og pipar. Þegar kjötið er tilbúið losið þá vökvann frá. Á meðan kjötið er að steikjast á pönnunni er gott að setja restina í skál. Þ.e agúrkuna, radísur, vorlaukinn, myntuna og basilíkuna og ferskan chili. Bætið svo kjötinu við, pikklaða lauknum, fiskisósunni, lime safanum og sætunni. Gott að bera fram með hrísgrjónum.


VIÐ BJÓÐUM UPP Á FJÖLBREYTT ÚRVAL AF SKRAUTI. VEIFUR, SKRAUTLENGJUR, BLÖÐRUBOGA, HELÍUM Í BLÖÐRUR, SERVÍETTUR, GESTABÓK, KORTAKASSA, ALLT FYRIR NAMMIBARINN, RÖR, DISKA, GLÖS OG ÝMISLEGT FLEIRA! /HEIMADECOR

/HEIMADECOR

WWW.HEIMADECOR.IS

ER ALLT KLÁRT FYRIR FERMINGUNA?


leturstofan@leturstofan.is

www.ernir.is 481-3300 Mán Þri Mið Fim Fös Lau Sun Brottför Lending

Frá Reykjavík

12:15 12:40 14:00 14:25

Frá Vestm.eyjum

13:00 13:25 14:45 15:10

Flug á þriðjudögum er eingöngu í mars.

Leið 52

STRÆTÓ

www.straeto.is 540 -2700

Landeyjarhöfn Virkir dagar:

Frá Mjódd Frá Mjódd Frá Landeyjarhöfn Frá Landeyjarhöfn

08:00 17:45 10:03 20:40

Fundarefni:

1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 12. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um breytingu á samþykktum félagsins. Fyrirhugaðar breytingar leiða af lagabreytingum og fela að litlu leyti í sér efnislegar breytingar á ákvæðum gildandi samþykkta félagsins. 3. Önnur mál löglega upp borin.

Helgar: Frá Mjódd Frá Mjódd Frá Landeyjarhöfn Frá Landeyjarhöfn

08:10 15:15 10:13 18:00

Þorlákshöfn 09:00 Frá Mjódd 17:30 Frá Mjódd Strætó fer frá Mjódd til Þorlákshafnar kl. 19.00 þegar Herjólfur fer kl. 20.45 frá Þorlákshöfn. Frá Þorlákshöfn - Það er beðið eftir farþegunum og lagt af stað þegar að það eru allir komnir úr Herjólfi.

www.straeto.is | 540-2700

Tillögur og önnur fundargögn liggja frammi á skrifstofu félagsins tveimur vikum fyrir aðalfundinn. Framboð til stjórnarkjörs skal berast stjórn félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. STJÓRN VINNSLUSTÖÐVARINNAR HF.


FERMINGARBÖRN spurt & svarað GRETAR INGI HELGASON 9. APRÍL Fjölskylda: Mamma mín heitir Sirrý Árdís Klöru og Villýsdóttir og pabbi minn er Helgi Jóhann Brynjarsson og fósturmamma Unnur Sigurjónsdóttir. Hundurinn minn heitir Abba og svo er ég með fósturhund sem heitir Chloe. Hver er ástæðan fyrir valinu á borgaralegri fermingu? Því ég trúi á fleiri en einn guð. Er eitthvað stress fyrir deginum? Svona fifty fifty. Smá kvíðinn. Afhverju notar þú svört gleraugu? Ég höndla illa birtuskil, að fara úr dimmu í birtu. Gleraugun koma í veg fyrir mígrenisköst. Ég er með einhverfu og þetta er partur af því. Mér finnst óþæginlegt að fólk sem ég þekki ekki sjái augun mín. Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Já ég fékk að ráða, skrautið er gyllt og svart. Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? Kjúklingasúpa, mini borgarar og mini pítsur, skóbót og mínar uppáhalds brauðtertur. Er von á mörgum gestum? ca. 80 manns. Er fermingarfötin klár? Já, ég valdi þau, buxur, bolur og skyrta. Áhugamál: Forritun, hakka, og pin trade-a kerfi, er að búa til heimasíður eða forrita síðu, ég æfi rafíþróttir, 2x í viku og 2x í viku Boccia, ég er einmitt að fara að keppa í lok apríl á Akureyri í landsmótinu.

ARON DAÐI PÉTURSSON 30. APRÍL Fjölskylda: Mamma mín heitir Inga Kristín og pabbi minn heitir Pétur Albert. Systkini mín heita Bjarki Freyr, Ásdís Linda, Sigríður Arna, Arnar Elí, Brynja Rut, Jovina, Hrafnhildur. Afhverju ætlar þú að fermast? Ég er að fermast fyrir gjafirnar. Er eitthvað stress fyrir deginum? Það er ekkert stress fyrir deginum. Tekur þú virkan þátt í undirbúningnum? Ég tek engan þátt í undirbúningnum. Hvernig veitingar ætlið þið að hafa? GOTT sér um veitingarnar. Er von á mörgum gestum? ca. 70 - 80 manns. Er fermingarfötin klár? Já fermingafötin mín eru tilbúin það eru bara jakkaföt. Áhugamál: Áhugamálið mitt er handbolti.

* Leiðrétting: Í fermingarblaði Tíguls var skrifað rangt nafn fermingarbarns. Þar var skrifað Daníel Þór Ernuson en rétt er Daníel Þór Eduardo Magnason. Við biðjumst velvirðingar á þessum mistökum.


Viltu minnast látins ættingja eða vinar? Hægt er að senda okkur minningargrein á netfangið tigull@tigull.is og við birtum fyrir þig greinina á útfarardegi. Einnig er hægt að panta hjá okkur andlátstilkynningu og tilkynningu á vef. Það kostar 10.000 kr.

Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elsku eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa

GUÐJÓNS WEIHE

Dverghamri 17, Vestmannaeyjum Erla Hrönn Snorradóttir

Jóhanna Guðný Guðjónsdóttir Stefán Einarsson Hrafnhildur Bára Guðjónsdóttir Björn Svavar Axelsson Haukur Örvar Weihe Guðjónsson Caryn Leigh Wilson barnabörn og barnabarnabörn.

Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, og ömmu

SIGURBJÖRGU JÓNASDÓTTUR Frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum Höfðavegi 26

Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hraunbúða fyrir hlýhug og góða umönnun.

Viðar Óskarsson Jónas Rúnar Viðarsson Inger J. Daníelsdóttir Hafþór Óskar Viðarsson Arna Erlingsdóttir

barnabörn

Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu

ÁSTU SIGURÐARDÓTTUR Túngötu 3, Vestmannaeyjum

Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk hjúkrunar- og dvalarheimilisins Hraunbúða fyrir hlýhug og góða umönnun. Sigurður Kristinn Ragnarsson Margrét Elín Ragnheiðardóttir Daði Garðarsson Magnea Ósk Magnúsdóttir Ásbjörn Garðarsson Gylfi Garðarsson Sigmar Garðarsson Ragna Garðarsdóttir Lilja Garðarsdóttir Gísli Magnússon Gerður Garðarsdóttir Eyjólfur Heiðar Heiðmundsson barnabörn og barnabarnabörn.


VERTU MEÐ!

Allt að

Skráðu þig í Netklúbb Skanva.is og njóttu eftirfarandi fríðindar þegar þú kaupir glugga og hurðir: • • • •

Ókeypis aðgangur og engin skuldbinding Afsláttur fyrir klúbbfélaga Verðvernd Sértilboð, innblástur og góð ráð

Netklúbbur

Verslun

Skanva.is

Fiskislóð 73 - 101 Reykjavík - S: 558 - 8400

SUDOKU

35%

netafsláttur

fyrir klúbbfélaga


RAFMAGNAÐUR

ALVÖRU JEPPI FYRIR FJÖLL OG FJÖLSKYLDUR! JEEP COMPASS TRAILHAWK®

ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF Trailhawk® er torfæruútgáfa með lágu drifi, læsingu á milli fram- og afturhjóla, 5 drifstillingum; Auto, Snow, Sport, Sand&Mud og Rock ásamt stálhlífðarplötum. Eigum bíla til afhendingar strax! ER ÞJÓNUSTUAÐILI JEEP OG RAM Á AKUREYRI. ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • ISBAND.IS • JEEP.IS

PLUG-IN HYBRID


Turn static files into dynamic content formats.

Create a flipbook
Issuu converts static files into: digital portfolios, online yearbooks, online catalogs, digital photo albums and more. Sign up and create your flipbook.