__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

12. tbl. 03. árg. 21. - 27. apríl 2021 Strandvegur 47 | 481 1161 | tigull@tigull.is | www.tigull.is

Hafa farið 1500 hopp

Vínbar opnar í maí

Breytingar hjá Heimadecor

Höfum fengið mjög góðar viðtökur en eyjamenn hafa hoppað yfir 1500 ferðir frá opnun.

Ég hef verið með þennan draum í maganum í langan tíma en þó í aðeins annarri mynd og ákvað að núna væri rétti tímapunkturinn.

Sigrún Arna og Halldór Ingi sem hafa rekið Heimadecor nú í að verða ár hafa fest kaup á Geisla gjafavöruverslun.

Fallegt fyrir heimilið www.heimadecor.is Strandvegur 39


STÚLKUR ÚR 6. BEKK GRV

Jenna Gunnarsdóttir, Sandra Björg Gunnarsdóttir, Anna Kolbrún Orradóttir, Lilja Kristín Svansdóttir, Maríanna Jónasdóttir

Flottur vinkonuhópur úr sjötta bekk Grunnskóla Vestmannaeyja var á vegi blaðamanns Tíguls í vikunni. Þetta eru þær Jenna, Sandra Björg, Anna Kolbrún, Lilja Kristín og Maríanna. Þeim finnst öllum lang skemmtilegast í lotum í skólanum. Í lotum eru þær í smíðum, saumum, matreiðslu og skemmtileg þema og núna eru þau að læra um Ásatrú sem þeim finnst skemmtilegt. Þær eru allar á fullu að

TÍGULL

æfa, ein í fimleikum, hinar í handbolta og eða fótbolta. Hvað ætla þær að verða þegar þær verða stórar? Maríanna stefnir á að verða kokkur eða bakari, Lilja Kristín ætlar að verða leikari, Anna Kolbrún var ekki ákveðin, Sandra Björg ætlaði líka að verða leikari eða bakari og Jenna hafði ekki hugmynd.

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


Making our world more productive

NÝR UMBOÐSAÐILI Í VESTMANNAEYJUM FYRIR IÐNAÐARGAS FRÁ LINDE GAS SKIPALYFTAN EHF VESTMANNAEYJUM SÍMI 488 3550 • 488 3557

SÖLUAÐILI FYRIR AGA GAS VERÐUR ÁFRAM: NETHAMAR | GARÐAVEGUR 13 | SÍMI: 481 3226 ÞÚ FINNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SÖLUSTAÐI OG UMBOÐ FYRIR IÐNAÐARGAS Á LINDE-GAS.IS LINDE GAS EHF | BREIÐHÖFÐA 11 | 110 REYKJAVÍK | SÍMI 577 3000


EYJAMENN HAFA HOPPAÐ YFIR 1500 FERÐIR FRÁ OPNUN Nú hefur þetta verið opið hjá ykkur í nokkra daga - hvernig eru viðtökurnar svona fyrstu dagana? Þær eru mjög góðar. Eyjamenn hafa hoppað yfir 1500 ferðir frá opnun. Finnst ykkur fólk bera virðingu fyrir hjólunum? Já almennt, en auðvitað er alltaf eitthvað sem betur má fara.

Það þarf að sækja Hopp appið og skrá þar inn kortaupplýsingar. Þú sækir appið með því að skanna QR kóðann á hjólinu eða fara á slóðina www. hopp.bike. Í appinu sést hvar næsta lausa hjól er staðsett. Þegar Hopp hjól er fundið á kortinu (í appinu) er hægt að aflæsa því með því að ýta á “hoppa” takkann, skanna QR kóðann

Hver er ykkar aðal markhópur? Allir, þetta eru jú ódýrar og umhverfisvænar almenningssamgöngur. Við hvetjum Eyjamenn og gesti til að leggja bílnum og hoppa meira. Nú er umræða um að börn undir aldri séu á hjólunum og þess vegna spyrjum við; hvernig er hægt að koma í veg fyrir það? Aldurstakmarkið til að skrá sig í appið er 18 ára þar sem stofna þarf til leigusamnings og setja inn kortaupplýsingar. Hopp er í eðli sínu leiguþjónusta og verða notendur hennar því að vera orðnir fjárráða, 18 ára, til að leigja tækin. Notkun rafhlaupahjólanna er hins vegar ekki háð neinum aldurstakmörkunum. Ef forráðamenn leyfa börnum sínum að nota skúturnar okkar er það á þeirra ábyrgð. Við treystum ungmennum fullkomlega fyrir að fara eftir okkar reglum og fara varlega. Hvernig fer maður að því að leigja hjól hjá ykkur?

á stýrinu á hjólinu eða slá inn númerið fyrir neðan QR kóðann. Einnig sést þar áður en hjólið er leigt hver drægnin er. Það er einungis hægt að leigja eina rafskútu í hverjum síma, það er hins vegar hægt að nota sama greiðslukort á mörgum notendum. Hvað kostar að leigja hjól? Það kostar 100 kr. að aflæsa hjólinu og 30 kr. hver mínúta. Til dæmis myndi 5 mínútna ferð frá vesturbænum niður í miðbæ kosta litlar 250

kr. Einnig er þó hægt að skreppa frá hjóli í notkun, hvort sem það er innan eða utan þjónustusvæðisins. Það þarf bara að smella á “stoppa ferð” takkann neðst á skjánum í appinu og þá birtist takki sem stendur á “skreppa frá”. Að skreppa frá rafskútu kostar 20 kr. á mínútuna. Þarf að setja inn t.d. kortanúmer þegar nýta á þessar 2 ferðir? Já, það þarf að setja inn kortaupplýsingar þó að fyrstu tvær ferðirnar eru fríar. Nú fer hver að verða síðastur til að næla sér í tvær fríar ferðir. Allir sem sækja appið til og með Sumardeginum fyrsta fá tvær fríar ferðir. Hvað nær þjónustusvæðið ykkar langt? Þjónustusvæðið er bæjarmörkin. Það má fara út af svæðinu, svo lengi sem að þú skilar hjólinu innan þjónustusvæðis, annars er 2000 kr. sekt við að leggja utan þess. Notandinn sér á kortinu í appinu hvar þjónustusvæðið liggur. Er einhver opnunartími ef eitthvað kemur upp á? Síminn okkar er alltaf opinn, hægt að hafa samband í síma 788-9988 (þjónustusími Hopp) eða 698-2233 (þjónustusími Hopp Vestmannaeyjar), senda okkur tölvupóst á hopp@ eyjar.is eða skilaboð á Facebook (Hopp Vestmannaeyjar) og við reynum að svara eins fljótt og við getum.


SUDOKU


HELDUR MIKIÐ UPP Á TITANIC

Benedikt Þór

Benedikt Þór Eyþórsson er tíu ára gamall aðdáandi Titanic. Benni eins og hann er kallaður byrjaði að hafa áhuga á skemmtiferðaskipum um sex ára aldur, og fljótlega greip hug hans hið fræga Titanic skip. Gaman að segja frá því að það var ekki myndin sem fangaði hann í byrjun, enda bara sex ára og var því ekki að horfa á þannig myndir þá. En hann sagði að hann hafi verið að vafra á netinum og leita að stórum skemmtiferðaskipum og þá kom Titanic upp og honum fannst það mjög flott, það var ekki fyrr en um átta ára sem hann horfði fyrst á myndina og þá var ekki aftur snúið.

Við þökkum Benna fyrir skemmtilega frásögn og fróðleik. Og hver veit nema að við heyrum næst í tvíburabróður Benna honum Þórði Ými, en hann er sérlega fróður um hljómsveitina Queen. Já og þar á eftir móður þeirra hana Helgu B. Georgsdóttur, hún veit allt um bresku konungsfjölskylduna og þá aðallega Elísabetu drottningu. Stórskemmtileg fjölskylda sem er full af fróðleik.

Fjölskyldan fór svo til Flórída um jólin 2018-2019 í Titanic safnið en þar er hægt að koma við raunverulega skipið sem Benna fannst mjög gaman. Við spurðum hann hvað honum fyndist merkilegast við Titanic, það stóð ekki á svörum. Benni segir að Titanic hafi verð stærsta skemmtiferðaskipið árið 1912 og allt hafi verið rosaleg flott inni í skipinu. Alls lifðu eingöngu 706 manns en 1514 manns dóu. Benni sagði okkur að leikarar hafi í raun meiðst þegar var verið að gera myndina á sínum tíma. En Benni hefur horft á heimildarmyndir um gerð myndarinnar. Benni hefur mikin áhuga á skemmtiferðaskipum sem hafa sokkið og nefnir hann nokkur eins og MS Estonia sem er í miklu uppáhaldi hjá honum, Costa Concordia, Lusitania og systur skip Britannic. Hundrað og níu ár voru síðan Titanic sökk þann 15.apríl en það er dagurinn sem við hittum á Benna en hann fór uppáklæddur í skólann þennan dag í tilefni þess.

Helga B. Georgsdóttir, Eyþór Þórðarson, Kristján Ægir, Þórður Ýmir og Benedikt Þór í Flórída í Titanic safninu.


VÍNBAR OPNAR Í BALDURSHAGA Í MAÍ

HEIMADECOR TEKUR VIÐ GEISLA GJAFAVÖRU

Nýr flottur staður að opna um miðjan maí í Baldurshaga. Við heyrðum í Jónu Siggu (Jóna Sigríður Guðmundsdóttir) en hún er að láta langþráðan draum rætast.

Sigrún Arna og Halldór Ingi sem hafa rekið Heimadecor nú í að verða ár hafa fest kaup á Geisla gjafavöruverslun af Guðrúnu og Þórarni. Heimadecor mun flytja búðina sína yfir í húsnæði Geisla í júlí/ágúst. Tígull mun fylgjast grannt með þessum breytingum og lofa ykkur að fylgjast vel með.

Ég hef verið með þennan draum í maganum í langan tíma en þó í aðeins annarri mynd og ákvað að núna væri rétti tímapunkturinn til að láta hann rætast, segir Jóna Sigga. Hún stendur ein á bak við vínbarinn en segist vera svo heppin að vera með gott fólk í kringum sig sem aðstoðar hana í að gera þetta að veruleika. Vínbarinn er góð viðbót í breiða flóru hér í Vestmannaeyjum en hann mun verða frábrugðinn öðrum börum hér í eyjum að því leyti að aðaláherlan verður lögð á léttvínsveitingar. Jóna Sigga ætlar að bjóða upp á árstíðabundna drykki og mun hún í sumar bjóða upp á Sangríu bæði rauðvíns og freyðivíns. Einnig stefnir hún á að vera með þemakvöld þar sem áherslan verðum lögð á ýmis ólík vín. Jóna mun þó einnig bjóða upp á aðra drykki og að sjálfsögðu er hægt að fá gott kaffi. Hún legg mikið upp úr því að staðurinn verði hlýlegur og huggulegur og var rýmið valið með það í huga. En rýmið er í suðaustur hluta Baldurshaga. Hún er ótrúlega spennt fyrir opnuninni en hún stefnir á að opna um miðjan maí.

Tígull óskar þeim öllum innilega til hamingju.


FISKIRÉT TUR, HVÍTLAUKSBOLLUR & SALAT

FISKIRÉTTUR

HVÍTLAUKSBRAUÐBOLLUR

Hráefni: 2-3 ýsuflök 1 poki hrísgrjón 3 gulrætur 1 paprika 1/2 blómkál box af sveppum 1rauðlaukur rifinn ostur

Hráefni: 420 g hveiti 1 bréf þurrger 3 dl mjólk 1 dl kotasæla 1 dl ólífuolía 100 g rifinn ostur 2 tsk hvítlaukssalt 2 tsk aromat

sósa: 1 beikonsmurostur 1 hvítlaukssmurostur 1 peli rjómi

Aðferð: Þurrefnum blandað saman í skál. Hita mjólk (37°) og blanda olíu saman við, hellt út í þurrefnin og kotasælu og osti einnig. Hefast í 30 mín. undir klút. Búa til bollur á bökunarplötu og pensla með eggi. Bakast við 220°c í 10-12 mín.

Aðferð: Sjóðið hrísgrjónin og setjið þau í eldfast mót. Skerið fiskinn í bita og raðið ofáná. Gulrótum, paprika og blómkál skorið fínt og stráð yfir fiskinn. Steikið næst sveppina og laukinn og setjið ofan á. Bræðið sósuna saman í potti og hellið yfir. Að lokum er rifna ostinum dreift yfir. Setjið inn í ofn á 180° í c.a 30 mín. Gott að bera fram með hvítlauksbrauðbollum og fersku salati með fetaosti.

FERSKT SALAT Hráefni: 1 Agúrka 2 Paprikur 1 Rauðlaukur 2 Poka blandað salat 1 Doritos ostasnakk 1 Fetaostur í kryddlegi

Aðferð: Skerið agúrkuna, paprikurnar og rauðlaukinn í litla teninga. Setjið blandaða salatið saman við og blandið varlega saman. Myljið doritosið niður og bætið því út í ásamt fetaostinum og kryddleginum. *** Þessa uppskrift er hægt að betrum bæta eins og hverjum og einum hentar eða langar til. Passið samt að setja snakkið og fetaostinn ekki of snemma í því þá verður það svo slepjulegt!


BLÍÐA Á KOLMUNAVEIÐUM SUÐUR AF FÆREYJUM – MYNDIR FRÁ ÍSLEIFI

Ísleifur VE kom í land kl 14:00 í dag mánudaginn 19. apríl með 1950 tonn af Kolmuna og Kap VE er á leið í land með 1450 tonn og Huginn VE er á miðunum. Við heyrðum einmitt í Svenna í síðustu viku þegar Ísleifsmenn voru í óðaönn að fylla. Við fengum nokkrar myndir hjá honum til að sýna ykkur veðurblíðuna á miðunum.


ÞRAUTIR

ORÐAÞRAUT

VEFUR

DAGATAL HLAUPAHJÓL BÁTUR HANDAVINNA MATVÖRUVERSLUN

PENNI TEXTI SKÓLASTOFA SKRIFSTOFA


LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA

Frumherji verður í Eyjum vikuna 26. - 29. apríl Tímapantarnir í síma 570 9090. Staðsettur við Faxastíg í húsi Björgunarfélagsins.

Frumherji Faxastígur / 570 9231

ÁRSFUNDUR verður haldinn í fundarsal sjóðsins miðvikudaginn 5. maí 2021, kl. 16:00 Dagskrá: 1. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum 2. Önnur mál, löglega upp borin Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi og tillögurétti. LÍFEYRISSJÓÐUR VESTMANNAEYJA Skólavegur 2 | 900 Vestmannaeyjar Sími 481-1008 | http://www.lsv.is

Opnunartími Miðvikudagar & fimmtudagar 17:00 - 21:00 föstudagar & laugardagar 17:00 - 22:00 Pantanir í síma:

481 - 3060

Tannlæknar 10. - 12. maí Birta Þórsdóttir

19. - 21. maí Hjalti Þórðarson

Hlýja Tannlæknastofan Hólagötu 40

Tímapantanir í síma 481-2772


Wood burning oven &

TT

TT

TILBOÐ 1

pítsa með 3 áleggstegundum val um hvítlauksbrauð, margaritu eða brauðstangir & 0.5 L gos

3.790 kr.

beer from local brewery

TT

TILBOÐ 2

tvær pítsur með 2 áleggstegundum, val um margaritu, hvítlauksbrauð eða brauðstangir & 2 L Gos

TILBOÐ 3 G - special, sparibrauðstangir & 2 L gos

5.190 kr.

KLASSÍSK PÍTSA

4.290 kr.

16. Spæsí með sósu, mozzarella, pepperóní, pikklaður chili, hunang og ferskt basil. 2.490 kr.

1. Ítölsk margaríta með sósu, mozzarella og basil. 1.890 kr.

17. Rosa fín VEGAN pizza, með sósu, Oumph kjöti, hvítlauk, döðlum, vegan rjómaosti, klettasalati, truffluolíu og sveppum. 2.550 kr.

2. Hvítlauksbrauð með mozzarella, hvítlauk, sjávarsalti, smurt með hvítlauks extra virgin ólífuolíu. 1.790 kr.

18. Sparibrauðstangir - hálfmáni með mozzarella, rifinn ostur kryddblanda, hvítlauksolía og piparostur. 1.990 kr.

3. Brauðstangir með mozzarella og sérvaldri kryddblöndu. 1.790 kr. 4. Extra pepp með sósu, extra mozzarella og extra pepperoni. 2.390 kr. 5. Hawaii með sósu, mozzarella, skinku og ananas 2.290 kr. 6. Pepp og svepp með sósu, mozzarella, pepperoní og sveppum. 2.290 kr.

19. O.G Special - Pítsa að hætti bakaranna, fyrir þig! 2.990 kr.

LÚXUS PÍTSA 20. Parma rocket með sósu, mozzarella, basil, hráskinku, klettasalati og parmesan. 2.690 kr. 21. Sú hvíta með mozzarella, salami, geitaosti, klettasalati, trufflukremi og kasjúhnetum. 2.690 kr.

7. Fiesta með sósu, pepperoní, skinku, nautahakki,hvítlauk og mozzarella. 2.590 kr.

22. Chorizo með döðlum, mozzarella, brieosti, chorizo og jalapeno. 2.690 kr.

SÉRVALIN PÍTSA 8. Trufflað hvítlauksbrauð, með ferskum hvítlauk, mozzarellaosti, sjávarsalti, rjómaosti og truffluolíu. 1.990 kr. 9. Döðlu með sósu, mozzarella, döðlum, beikonbitum og kjúkling. 2.550 kr.

23. G - Special með BBQ, pepperóní, osti, rjómaosti, beikon, trufflukremi, döðlum, jalapeno, salti og pipar. 2.790 kr.

10. BBQ með hægelduðu grísakjöti, piparosti, rauðlauk og spicy BBQ sósu. 2.790 kr.

24. Nutella heaven með nutella súkkulaðismjöri, jarðaberjum og flórsykri. 1.890 kr.

EFTIRRÉTTA PÍTSA

11. Ostapítsa með sósu, mozzarella, gráðosti, piparosti, rjómaosti, parmesan og sultu til hliðar. 2.550 kr. 12. Kjúklingapítsa með sósu, mozzarella, kjúkling, hvítlauk, sveppum, papriku, fersku salati og aioli. 2.690 kr. 13. Calzone með sósu, skinku, mozzarella, sveppum, lauk, osti og kryddblöndu. 2.290 kr. 14. Gourme með sósu, gráðosti, rjómaosti, epli, hunangi 2.490 kr. 15. Vinsæla með sósu, mozzarella, pepperoní, rjómaosti, olivum, jalapenjo, svörtum pipar og ananas. 2.550 kr.

pantanir í síma 551 0055 #PITSUGERDIN /PÍTSUGERÐIN PÍTSUGERÐIN / BÁRUSTÍG 1 PITSUGERDIN@GMAIL.COM

Profile for Leturstofan

Tígull 12.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 12.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded

Recommendations could not be loaded