__MAIN_TEXT__
feature-image

Page 1

11. tbl. 03. árg. 1. - 13. apríl 2021

Gleðilega páska!


PÁSKAÞRAUT!

TÍGULL

Tígull kemur út vikulega í Vestmannaeyjum og er dreift frítt inn á öll heimili og fyrirtæki. Ritstjórar & ábyrgðarmenn: Lind Hrafnsdóttir & Katrín Laufey Rúnarsdóttir.

DREIFING:

ÚTGÁFA:

SKIL Á AUGLÝSINGUM:

Dreifing fer fram á miðviku- og fimmtudögum og er dreift inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum. Einnig er hægt að skoða blaðið á vefsíðunni okkar: www.tigull.is

Hönnun: Lind Hrafnsdóttir lind@leturstofan.is Auglýsingar: Katrín Laufey katalaufey@tigull.is Prentun: Prentun.is

Auglýsingar sendist á: tigull@tigull.is Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum. Vinsamlegast bókið tímalega.


pítsa madness allar pítsur af matseðli á 1.790 kr *

* gildir þegar sótt er

#PITSUGERDIN /PÍTSUGERÐIN

pantaðu í síma 551 0055 Gildir til og með 3. apríl

Gleðilega páska! Opið miðvikudag / fimmtudag / laugardag 17:30 - 20:30 Lokað föstudaginn langa & páskadag PÍTSUGERÐIN / BÁRUSTÍG 1 / PITSUGERDIN@GMAIL.COM


Milena, Mía Bjarný og Hlín unnu til verðlauna í Teiknimyndakeppni MS:

ER SPENNT AÐ FYLGJAST MEÐ ÞEIM Í FRAMTÍÐINNI

segir Þóra Gísladóttir, myndmenntakennari sem segir mikla vinnu liggja að baki hverri mynd

Þrír nemendur í Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) náðu þeim frábæra árangri að vinna til verðlauna í árlegri teiknisamkeppni Mjólkursamsölunnar (MS). Alls bárust 2000 myndir frá 89 skólum sem er nýtt þátttökumet en 10 myndir voru verðlaunaðar, þar af tvær úr GRV. Milena Mihaela Patru fékk verðlaun fyrir sína mynd og þær Mía Bjarný Haraldsdóttir og Hlín Huginsdóttir unnu saman sína verðlaunamynd. Þóra Gísladóttir myndmenntakennari í GRV sagði í samtali við Tígul að

mikil vinna liggi að baki þátttöku í keppninni. „Keppnin er opin fyrir alla nemendur í landinu í 4. bekk. Ég byrja í raun að undirbúa nemendurna strax í byrjun skólaárs fyrir keppnina, sýni þeim myndir úr fyrri keppnum og reyni að fá þau til að koma upp með frumlegar hugmyndir að mynd. Við ræðum hugmyndirnar og við förum líka yfir verðlaunin sem eru í húfi en bekkur nemendanna sem vinna til verðlauna fær 40 þúsund krónur til að gera eitthvað skemmtilegt.“

Hefur GRV unnið áður til verðlauna í þessari keppni? „Já við höfum tvisvar sinnum áður unnið. Fyrst árið 2017 þegar Ástþór Hafdísarson vann með frábærri geómatrískri mynd sem er nokkuð sem hafði ekki sést í þessari keppni áður. Síðan Bjartey Ósk Sæþórsdóttir ári seinna með ofboðslega flotta túlkun á skjaldarmerki Íslands. Við tókum ekki þátt á síðasta ári en bætum upp fyrir það með því að vinna tvöfalt í ár,“ sagði Þóra.


Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar 2021 Ágætu unglingar, foreldrar og/eða forráðamenn ungmenna fæddra 2005, 2006 og 2007. Vinnuskóli Vestmannaeyjabæjar er starf­ ræktur yfir sumarmánuðina, júní og fram í ágúst. Allir unglingar úr 8., 9., og 10. bekkjum grunnskólans með lögheimili í Vestmannaeyjum hafa rétt til þátttöku í vinnuskólanum.

Unglingunum er skipt í hópa sem hver hefur sinn flokkstjóra og er stefnt að því að hafa verkefnin sem fjölbreyttust en þó er ljóst að sem fyrr eru garðyrkjustörf og almenn umhirða bæjarfélagsins langstærsti þátturinn í vinnuskólanum. Markmið vinnuskólans er að undirbúa unglingana í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Vinnu­ skólinn er þó ekki einungis vinna heldur er einhver tilbreyting innifalin í skóla­ num, eins og í öðrum skólum. Starfstími unglinganna er misjafn eftir árgöngum:

Árgangur 2007, 25 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09­12 og frá 13­16 mánudaga til föstudaga, hægt er að vinna hálfan daginn sé þess kosið. Valdar eru hámark 5 vikur af þeim sem eru í boði.

Árgangur 2006, 30 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09­12 og frá 13­ 16 mánudaga til föstudaga. Valdar eru hámark 6 vikur af þeim sem eru í boði. Árgangur 2005, 35 vinnudagar, 30 tíma á viku. Unnið er frá 09­12 og frá 13­ 16 mánudaga til föstudaga. Valdar eru hámark 7 vikur af þeim sem eru í boði.

Reynt verður að koma til móts við óskir um tímabil eftir fremsta megni. Ofan­ greint miðast við að það náist að ráða flokkstjóra til starfa, gæti skipulag tekið breytingum með tilliti til þess. Flokkstjórar hafa samband við ung­ mennin og/eða forráðamenn í vikunni áður en vinna hefst og gefa upplýsingar um hvar skal mæta ofl. Mjög áríðandi er að skila umsóknum fyrir 16. apríl. Umsóknin fer rafrænt fram hér: https://forms.gle/FewBY4CmPjxZjxLfA

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast í síma 488 2000 eða á netfanginu ernag@vestmannaeyjar.is.


Hún segir að vinningsmyndirnar í ár séu sérlega glæsilegar. „Myndin hjá Míu og Hlín er í anda Andy Warhol, sem krakkarnir hafa einmitt verið að læra um í vetur. Það var gaman að sjá að þær hafi unnið myndina út frá því sem við höfum verið að læra, það gleður alltaf þegar maður sér nemendur nýta sér það sem þau hafa lært. Milena er sérstaklega vandvirk og á myndinni má sjá ofboðslega fíngerðar pennastrokur og mikið af smáatriðum. T.d. gerir lopapeysumynstrið mikið fyrir myndina og það er gaman að sjá hvernig hún tengir náttúru Íslands inn í keppnina,“ sagði Þóra sem segist spennt að fylgjast með þessum hæfileikaríku stelpum í framtíðinni.

Teiknarðu mikið? Svona smá. Því að ég á ekki það mörg blöð eftir heima. Hvernig kom hugmyndin að myndinni? Pabbi hjálpaði mér með hugmyndir. Ég var búin að ákveða kýrina og kálfinn en pabba datt umhverfið í hug. Stefnir þú á að halda áfram að teikna og mála? Ég á ekki málningu heima en ég stefni á að teikna meira. Þegar ég fæ fleiri blöð.

Nafn: Milena Mihaela Patru. Aldur: 10 ára. Átti afmæli 23. febrúar. Fjölskylda: Mamma mín heitir Marinela Patru og pabbi minn heitir Emil Patru. Ég fæddist í Færeyjum, flutti svo til Rúmeníu og við fluttum svo til Íslands frá Möltu þegar ég var 3ja ára. Í hvaða bekk ert þú? Ég er í 4.MK. Kom það þér á óvart að vinna til verðlauna? Já og allir í bekknum voru mjög glöð. Hver er uppáhalds námsgreinin þín í skóla? Lotur, frímínútur og föndra með bekknum og búa til kókoskúlur.

Hvað ætlar bekkurinn að gera fyrir verðlaunaféð? Við erum ekki búin að ákveða en hugmyndin er að fara upp á land með bekkinn eða fara í Ribsafari. Nöfn: Mía Bjarný Haraldsdóttir og Hlín Huginsdóttir Aldur: Við erum báðar 9 ára að verða 10 ára. Fjölskylda: Mía: Ása Jenný Kristínardóttir er mamma mín og Haraldur Ari Karlsson er pabbi minn. Ég á tvær systur, þær heita Ara Eirný og Una Árný. Hlín: Mamma mín heitir Lára Dögg Konráðsdóttir og pabbi minn heitir Huginn Magnús Egilsson. Systkini mín heita Birta, Máni og Jóel. Í hvaða bekk eruð þið? Við erum í 4.GE.

Kom það ykkur á óvart að vinna til verðlauna? Mía: Já mjög á óvart. Hlín: Jahá, mjög á óvart. Hver er uppáhalds námsgreinin ykkar í skóla? Mía: Myndmennt, dans, sund og saumar. Hlín: Myndmennt, dans og tími. Teiknið þið mikið? Mía: Rosa mikið, mjöög mikið. Hlín: Ógeðslega mikið, ég er sko alltaf að teikna heima og hjá vinum. Hvernig kom hugmyndin að myndinni? Hlín: Mía gerði bara einhverjar línur síðan föttuðum við að okkur langaði að gera 4 mismunandi myndir. Mía: Svo þegar Þóra sýndi okkur mynd frá Andy Warhol þá vissum við hvað við vildum gera. Stefnið þið á að halda áfram að teikna og mála? Mía: Alltaf. Þegar ég byrja að teikna þá get ég bara ekki hætt. Hlín: Sama og Mía sagði, ég get ekki hætt að teikna. Hvað ætlar bekkurinn að gera fyrir verðlaunaféð? Mía: Ribsafari eða dagsferð. Hlín: Við vitum það ekki alveg en kannski Ribsafari eða dagsferð.


1.990kr Sýpris

Páskaliljur

10 stk

1.499kr Páskaliljur

Páskaliljur

10 stk

1.499kr

í potti

879kr

Afgreiðslutími um páskana: Skírdagur 11-15 Föstudagurinn langi LOKAÐ Laugardagur 10-14 Páskadagur LOKAÐ Annar í páskum LOKAÐ

Vorerikur

779 kr/stk

Höldur Bílaleiga Akureyrar

í Vestmannaeyjum

Höldur.is

Erum með ýmsar stærðir af bílum á staðnum í eyjum hægt að skila um allt land. Smábílar, miðlungs, jepplingar og sendibíl. Höldur Bílaleiga Akureyrar í Vestmannaeyjum Umboðsmenn Gísli & Góa s 840-6072


Dellukallinn Mari pípari í Miðstöðinni:

FUGLAR, SKÁTARNIR, FJALLAKLIFUR OG MANCHESTER UNITED Í UPPÁHALDI

Mari á siglingu í kringum Eyjarnar.

Sigurvin Marinó Sigursteinsson, betur þekktur sem Mari pípari eða bara Mari í Miðstöðinni er með mörg járn í eldinum. Miðstöðin er fjölskyldufyrirtæki sem hefur vaxið og dafnað undir hans stjórn. Er í dag öflugt iðnfyrirtæki á sviði pípulagna og verslun sem býður upp á flest sem notað er í byggingariðnaði, ekki síst innanhúss. Marinó er fæddur 7. desember 1952 og tók við af Sigursteini föður sínum. Nú er fjórði ættliðurinn, Bjarni Ólafur sonur hans tekinn við stjórnartaumunum. Langafi hans, Sigurvin Marinó Jónsson stofnaði fyrirtækið árið 1940 en það hefur verið rekið undir nafni Miðstöðvarinnar frá 1950. Eigendur eru Marinó og Marý Kolbeinsdóttir kona hans og eru starfsmenn 22. Þrátt fyrir að Miðstöðin taki mikinn tíma hefur Mari alltaf stund fyrir áhugamálin og þau helstu eru skáta-

starfið, fuglaskoðun og merkingar helstu kennileita í Vestmannaeyjum. Má sjá skilti sem Mari á veg og vanda að og svarta stólpa vítt og breitt um bæinn sem sýna hvað hátt vikurinn náði í gosinu 1973. Merkilegt framtak sem hjálpar þegar sagt er frá þeim ósköpum sem gengu yfir Vestmannaeyjar og Eyjamenn á þessum tíma. Skilti sem segja sögu Þegar rætt var við Mara var hann með kort á borðinu þar sem merkt var leið Flakkarans og Hannibals sem rofnuðu frá Eldfelli í gosinu 1973 og tóku strikið yfir hraunið, alls 1100 metra. Þegar Flakkarinn stoppaði vantaði aðeins fáa metra upp á að hann endaði í innsiglingunni. „Kortið sýnir stefnu, hraða og hvar þeir enduðu,“ segir Mari. „Annars er þetta af ýmsum toga hjá mér. Þar má nefna drykkjarfontinn úti á Skansi og

staurinn á útsýnispallinum á móti Klettsvíkinni. Í honum eru merktar holur og ef horft er í gegnum þær sjást kennileiti bæði hér í Eyjum og uppi á landi. Það síðasta sem Óskar í Höfðanum bað mig um áður en hann hætti var að koma upp skilti við gamla slóðann upp Höfðann. Þar eru nöfn vitavarða og veðurathugunarmanna sem voru ekki alltaf sami maðurinn. Fyrsti vitavörðurinn neitaði að hætta og voru vandræði að koma honum út,“ segir Mari sem er með fleira í pípunum. „Við staurinn á útsýnispallinum ætla ég að setja upp skilti sem tilgreinir vegalengd að hverjum stað fyrir sig, hæð og er raðað eftir aldri. Við hliðina kemur blágrýtisstuðlaberg, tveir og hálfur metri á hæð þar sem nöfnum kennileitanna er raðað upp eftir aldri og endað á Eyjafjalla-


jökli sem er 700 þúsund ára gamall. Heimaklettur, Miðklettur og Ystiklettur eru 40 þúsund ára gamlir, Elliðaey og Bjarnarey 6000 ára gamlar og Helgafell 5000 ára. Þetta verður sett á ás til að auðvelda áhugasömum að sjá þróunina. Þetta er viðbót við staurinn sem er mjög vinsæll. Lundinn heimakær Eitt skiltið verður uppi á Stórhöfða með upplýsingum um allar fuglamerkingarnar hans Óskars. Bæði á lunda og fýl. Það er margt merkilegt sem kemur fram þar og sýnir hvað lundinn er heimakær. Óskar merkti 55.500 lunda og endurheimtur eru 10.500 merki. Þar af veiddi Ragnar heitinn Helgason, lögregluvarðstjóri yfir 900 merkta fugla. Aðeins hafa 129 fundist annars staðar en í Vestmannaeyjum sem sýnir að nánast allir lundarnir sem fæðast hérna koma aftur og eru hér.“ Mari segir að þetta hafi enn betur komið í ljós eftir að Pálmi, sonur Óskars fékk bílpróf og fór að veiða pysjur niðri í bæ. „Hann fór með þær út í Stórhöfða, merkti og sleppti þar. Hvar finnast þær síðan? Þær veiðast í Miðkletti og Ystakletti þannig að lundapysjan sem fer út í sjó veit eftir tvö ár hvar hún er fædd. Alveg stórmerkilegt og verður eitt af því sem við setjum á skiltið.

ennþá sem þarna varð til. Það eru þessi tengsl sem þú myndar og endast ævina á enda. Tengsl sem ekki er hægt að rjúfa.“ Þegar Mari er beðinn um að nefna helstu hetjurnar í skátunum þegar hann var að byrja, nefnir hann Halldór Inga, Bjarna Sighvats og Sigurð Þ. Jónsson. „Traustur maður hann Siggi, búinn að vera gjaldkeri hjá skátunum og nú Björgunarfélaginu, samtals í nokkrar aldir. Þetta var mjög þroskandi og við fengum að gera það sem okkur datt í hug sem er ekki í dag. Fórum t.d. fjórir í viku gönguferð upp á land og ekki með tjald. Sváfum bara úti, eitthvað sem við myndum ekki leyfa krökkunum í dag.“ Hæstu fjöll Evrópu og Ameríku Mari var í hópi vaskra Eyjaskáta sem klifu hæstu fjöll Evrópu og Afríku. „Það er rétt. Við klifum Mont Blanc í Ölpunum 1973 og Kilimanjaro í Afríku 1974. Ekki erfitt en spurning

maður Manchester United og hefur verið frá því hann man eftir sér. „Ég hef aldrei vitað að annað lið sé til í enska boltanum. Það er bara svona, maður getur skipt um konu en ekki fótboltafélag. Ég hef farið a.m.k. tíu sinnum á Old Trafford. Að upplifa stemninguna þar er frábært og félagsskapurinn í þessum ferðum er ómetanlegur.“ Ekki mörg lundalíf á samviskunni Þá er komið að fuglunum sem átt hafa hug Mara frá æsku. Hefur hann m.a. unnið að rannsóknum á lundanum með dr. Erpi Snæ Hansen, forstöðumanni Náttúrustofu Suðurlands í Vestmannaeyjum. Vopnaðir myndavél sem keypt var til að kanna ástand lagna og fráveitukerfa skoða þeir lundaholur. „Ég var byrjaður á þessu nokkru 2003“ segir Mari sem er Elliðeyingur. „Ég byrjaði að veiða lunda í Elliðaey fimmtán eða sextán ára en ég hef alltaf verið mjög hamingjusamur með að vera lélegur lundaveiðimaður. Hef ekki mörg lundalíf á samviskunni.“

Óskar hefur líka merkt bróðurpartinn af þeim fýl sem merktur hefur verið á landinu. Það er líka merkilegt að uppáhaldsfuglinn hans er fýll en ekki lundi,“ segir Mari. Goggi í Klöpp plataði mig Þegar talið berst að skátastarfinu segir Mari að það hafi verið það besta sem hann hefur gert á ævinni. „Goggi í Klöpp plataði mig til að ganga í Skátafélagið Faxa þegar ég var þrettán ára. Skátastarfið er mjög þroskandi og ég fann mig strax í starfinu. Maður fór á öll skátamót og kom að útgáfu Skátablaðsins sem þá byrjaði að koma út. Allt mjög skemmtilegt og gefandi en það besta er að eiga þennan vinskap

Vinahópur eldri skáta. um úthald. Auk mín voru í hópnum, Siggi Þ, Daði Garðars, Bjarni Sighvats, Halldór Ingi, Einar Hallgríms, Gaui Páls, Eiríkur Þorsteins, Óli Magg, Lási og Snorri Hafsteins og Kjartan Eggerts sem ekki var með í Afríkuferðinni. Leiðsögumaður og þjálfari var Nebojsa Hadzic, þaulreyndur fjallamaður sem flutti til Eyja.“ Mari er óforbetranlegur stuðnings-

Upp úr 1995 á lundinn í Vestmannaeyjum undir högg að sækja og gerðu menn sér ekki grein fyrir því strax hvað var að gerast. „Skoðun okkar á lundaholunum sýndi að pysjan var að deyja. Ástæðan var lítið æti sem lundinn þurfti að sækja langt. Hafði ekki orku til að fæða pysjurnar og sjálfan sig. Lundinn afrækti eggin sem drápust og var merkilegt að sjá


hann velta fúleggjunum upp úr holunum. Vissi hvað var að gerast. Nú virðist lundinn vera á uppleið og er það vel.“ Leyndardómur Elliðaeyjar Annað stóra verkefnið sem þeir Erpur hafa sameinast um er merking á sjósvölum og stormsvölum í Elliðaey þar sem er stærsta varp þeirra í Evrópu. „Við höfum gert þetta í nokkur ár og það er í fyrsta skipti í Evrópu sem settur er dægurriti á svona litla fugla. Við náðum tveimur merkjum í fyrra sem sýndu leiðina sem þær fara. Þær fljúga alla leið til Suður-Afríku, fugl sem er ekki nema 45 grömm. Sést aldrei á daginn, það er ekki fyrr en komið er svartamyrkur að svalan fer á stjá.“ Þeir veiða svöluna í sérstök net, vigta og mæla og setja dægurrita á þær. „Að upplifa svona nótt í Elliðaey getur þú hvergi gert annars staðar á norðurhveli jarðar. Það merkilega er að fæstir Vestmannaeyingar vita af þessu. Það er langt síðan byrjað var að merkja svölurnar í Elliðaey en þessi hópur sem nú er að byrjaði árið 2007. Mest höfum við veitt 2377 á tveimur nóttum sem er algjört met.“ Mari segir erfitt að áætla svölustofninn í Elliðaey en ýmislegt bendi til þess að þeim hafi fækkað. „Það er erfitt að meta þetta en elsta svala sem við höfum náð var 28 ára. Annars eru þetta litlir fuglar, stormsvalan er 25 grömm og sjósvalan 45 grömm. Eru ekki neitt og þú heyrir ekki eitt einasta hljóð fyrr en komið er myrkur,“ segir Mari sem að lokum minnist á tuðruferð í kringum landið sem hressir Eyjapeyjar fóru sumarið 1972. „Við vorum fimm á tveimur tuðrum. Ég, Gaui á Látrum, Kristinn R., Torfi Haralds og Óli Kristinn. Siglingin tók 34 daga og fengum við alls staðar höfðinglegar móttökur. Slegist var um fá okkur í gistingu og þarna kynntumst við Íslandi sem var. Algjör snilldarferð í alla staði.“

Kortið sýnir ferðir sjósvölu sem varp í Elliðaey. Settur var á hana dægurriti í júní 2019 og náðist hún aftur í júlí 2020. Þetta er fyrsta sjósvala í Evrópu þar sem ferðalagið hefur verið rakið með dægurrita, til og frá vetrarstöðvum við Suður-Afríku. Sjósvölur fara mismunandi leið suður eða norður. Lituðu punktarnir sýna daglegar staðsetningar hvern mánuð, skrásetning á ferðalaginu til Suður-Afríku hefst í október (bláir punktar). Í apríl (svartir punktar) er heimferðin hafin og stefnan tekin með vestlægum staðvindum frá Kanaríeyjum yfir Atlantshafið í apríl/ maí og síðan alla leið til Vestmannaeyja. Rétt er að taka fram að hér er

um frumgögn að ræða og óleiðrétt er fyrir nákvæmum staðsetningum (sbr. punkta yfir landi).


Rodrigo og Mari við sjósvölurannsóknir í Elliðaey sumarið 2020.

Lúnir eftir frábæra ferð til Manchester og Liverpool. Ómar Garðarsson, Mari og Kári Bjarnason.

PÁSKALEIKUR TÍGULS ! Taktu þátt í páskaleik Tíguls með því að telja öll páskaeggin í blaðinu og senda okkur svarið á netfangið tigull@tigull.is eða á facebooksíðunni okkar. Við drögum 3 vinningshafa sem eru með rétt svör. Dregið verður úr leiknum 3. apríl og vinningum keyrt út. Páskaeggin geta verið alls konar og á auglýsingum. Í vinning eru páskaegg og óvæntir glaðningar!


SUDOKU

ORÐAÞRAUT

GLEDILEGA PÁSKA KÆRU LESENDUR FRÁ

TIL YKKAR ALLRA OKKUR TÍGLASTELPUM


Páskaopnun í Tvistinum: Skírdagur : Föstudagurinn langi : Laugardagur : Páskadagur : Annar í páskum :

10:00 – 24:00 11:00 – 24:00 09:00 – 24:00 11:00 – 24:00 10:00 – 23:00

STARFSFÓLK TVISTSINS ÓSKAR YKKUR GLEÐILEGRA PÁSKA

Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför okkar elskulega sonar, bróðurs, mágs, frænda og barnabarns

GUNNARS KARLS HARALDSSONAR Hrauntúni 33, Vestmannaeyjum

Sérstakar þakkir til starfsfólks heilbrigisstofnunar Vestmannaeyja fyrir góða og kærleiksríka umönnun. Haraldur Þ. Gunnarsson Kristín Gunnarsdóttir Eyrún Haraldsdóttir Hrefna Haraldsdóttir Ásgeir Bachmann Kolfinna Þorsteinsdóttir Kristín Elsa Þorsteinsdóttir Jórunn Guðný Helgadóttir Fæðingardagur: 25. september 1994

Tvisturinn | Faxastíg 36 | 481 3141

ALLTAF NÝTT OG FERSKT

Starfslaun bæjarlistamanns 2021 Vestmannaeyjabær auglýsir eftir umsóknum og tillögum um bæjarlistamann Vestmannaeyja fyrir árið 2021.

ALLTAF NÝSMURT!

OPIÐ ALLA PÁSKANA! KLETTUR / STRANDVEGUR 44 / 481 1559

- Starfslaun bæjarlistamanns Vestmannaeyja má veita einstaklingi, hópi listamanna eða félagasamtökum. - Bæjarlistamaðurinn skuldbindur sig til að skila af sér menningarstarfi í formi listsköpunar, sem unnin er á starfsárinu. Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2021. Bæjarráð velur úr framkomnum umsóknum og tillögum og úthlutar 1. maí. Umsóknum skal skila á neðangreint netfang eða á bæjarskrifstofur Vestmannaeyja við Bárustíg, og skulu þær vera í samræmi við reglur um starfslaun bæjarlistamanns. Nánari upplýsingar veitir Matthildur Halldórsdóttir (matthildur@vestmannaeyjar.is) eða í síma 488-2000


Gulir Dagar .m. 5.apríl 2021 Gildir aðeins t.o

+5%

MEÐ KÓÐANUM PASKAR40

CE merktir Slagveðursprófaðir

Engin bið eftir tilboði - þú sérð verðið strax á netinu!

Ert þú búin að panta þér páskavöndinn?

www.heimadecor.is

Strandvegur 39 | 8666276


Tryggjum framtíð okkar nánustu. Líf- og sjúkdómatrygging kostar minna en þú heldur. Við veitum ráðgjöf á sjova.is/lifogsjuk.

Profile for Leturstofan

Tígull 11.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...

Tígull 11.tbl 03 árg.  

Tígull er fríblað sem dreifist inn á öll heimili og fyrirtæki í Vestmannaeyjum og kemur út í hverri viku. Ef þú ert með skilaboð til Vestman...