
7 minute read
HÓPURINN OG LEIKSTJÓRINN ALGJÖRIR SNILLINGAR
Fullt nafn:
Albert Snær
Advertisement
Tórshamar
Aldur: 26
Starfsheiti: Formaður leikfélags Vestmannaeyja, starfa sem smiður
Áhugamál: Tónlist og leiklist
Hvaða ofurkrafti myndiru vilja búa yfir? Örugglega að geta „teleportað“, þá þyrfti maður aldrei að fara í Herjólf
Hvað færðu þér í morgunmat?
Kaffi
Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið Þegar stórt er spurt! Ég eiginlega veit það ekki
Hvaða leikari myndi leika þig í bíómynd um þig?
Brendan Fraser
Hvaða fræga einstakling (lífs eða liðinn) í mannkynssögunni myndir þú vilja bjóða í kaffi og afhverju?
Johnny Cash, af því hann er svalasti maður í heiminum!
Ef þú ættir tímavél, til hvaða tíma myndiru vilja fara og afhverju?
1950 af því tónlistasenan var svo góð og bílarnir voru svo flottir.
Starfsemi Leikfélags Vestmannaeyja er í fullu fjöri þar sem er verið að undirbúa leikritið Rocky horror. Í þessum sígilda tímamótasöngleik leitar kærustuparið, Brad og Janet, ásjár í gömlum kastala í aftakaveðri eftir að springur á bílnum hjá þeim. Þar hitta þau fyrir klæðskiptinginn og vísindamanninn Frank-N-Furter og teymi hans sem er skipað skrautlegum persónum. Unga parið glatar sakleysi sínu smátt og smátt enda freistingarnar margar og endirinn kemur alltaf jafn skemmtilega á óvart. Rocky Horror er fyrir löngu orðinn klassískur söngleikur. Þótt gleðin sé í fyrirúmi fjallar Rocky Horror Show líka um mikilvægt málefni: Réttinn til að vera sá sem maður er, með öllum sínum sérkennum og á því sérlega brýnt erindi á meðan valdamesta fólk heims ýtir undir og elur á ótta og hatri í garð jaðarhópa. Við fengum Albert formann LV til að svara nokkrum spurningum.
Örfá orð um það sem þú hefur verið að bardúsa fram til þessa? Ég er nýorðin formaður LV eftir 7 ár í félaginu, við erum að vinna hart að því núna að æfa leikritið og gera allt og græja.
Á döfinni:
Nú er þetta allt farið að taka mynd hjá okkur og það er orðið ótrúlega skemmtilegt að horfa á framfarirnar sem verða á æfingum enda er hópurinn og leikstjórinn algjörir snillingar. Næst á dagskrá er bara að klára að sauma allt saman og byrja að sýna 6. mars!
Fyrir hverja er leikfélag Vestmannaeyja?
Leikfélagið er fyrir alla! Bæði fyrir áhorfendur, sem við værum auðvitað ekkert án og eiga svo sannarlega þakkir skilið fyrir frábærar móttökur á síðasta verki, Ávaxtakarfan. Og auðvitað þá sem taka þátt í uppsetningum. Það sést nú einmitt í þessu verki hvað hópurinn sem tekur þátt er mjög fjölbreyttur. Þann tíma sem ég hef verið í leikhúsinu hef ég fylgst með mörgum einstaklingum blómstra í starfinu hvort sem það er að takast á við feimni, félagslegan kvíða eða ofvirkni sem ég get nú sjálfur sagt frá. Svo eru margir sem hafa haldið áfram á þessu sviði og menntað sig við til dæmis leiklist og leikstjórn eða í tæknibransanum eins og við upptökur, ljós og hljóð þannig að þetta er frábær vettvangur fyrir fólk sem hefur áhuga á öllu slíku.
Til hverra nær leikritið?
Leikritið nær auðvitað til allra. Þetta er eitt sýrutripp, fullt af frábærri tónlist, dansi, fjölbreyttum persónum, kynþokka og húmor! Þegar leikritið var skrifað ýtti það á marga takka í samfélaginu hvað varðar kyn og kynhneigðir, sem betur fer er leikritið ekki svo hneykslandi í dag en okkur finnst auðvitað mjög gaman að vekja upp þessa umræðu í samfélaginu vegna þess að það er nægt pláss til framfara.
Hvað finnst þér leikfélagið gera fyrir menninguna og félagslífið í Eyjum?
Leikhús er auðvitað stór hluti menningar í dag og það er okkar sönn ánægja að geta boðið upp á það hér í Vestmannaeyjum. Er ekki alltaf gaman að fara í leikhús? Leikfélagið er frábær staður til að vera hvað varðar félagslíf og manni leiðist sko aldrei á meðan maður er að setja upp verk, ég hef kynnst svo mikið af frábæru fólki og þar á meðal mikið af mínum bestu vinum.
Er eitthvað sem að betur mætti fara varðandi LV, þá er meiri aðstoð? (sjálfboðaliðar eða fjármagn)?
Það tekur auðvitað mikinn mannskap að setja upp verk og það er sjaldan of mikið af hjálparhöndum. Það fer gríðarlega mikil vinna, tími og peningur í að setja upp verk og leikfélagið græðir ekki eins mikið fyrir uppsetningu og margir myndu halda, erum við því mjög þakklát fyrir alla þá styrki sem leikfélagið fær vegna þess að okkur langar auðvitað að geta haldið áfram að bjóða upp á þessa afþreyingu og þennan vettvang með sama krafti og við höfum gert undanfarna áratugi hér í eyjum.
Hvaða karakter leikur þú í leikritinu? Eitthvað sem þið eigið sameiginlegt? Ég leik Frank n Furter, sem hefur verið drauma hlutverkið mitt síðan ég kynntist persónunni. Þetta er svo sannarlega áskorun en gríðarlega skemmtilegt og mig hlakkar mjög til að geta sýnt ykkur það sem ég og leikstjórinn höfum verið að vinna í. Ég á kannski aðalega það sameiginlegt við Frank að vera athyglissjúkur.
Hvaða smáforrit er ómissandi? Instagram eða Messenger
Veistu fyrir hverju
Krabbavörn stendur?
Langar þig að vita meira?
Opið hús í Akoges fimmtudaginn
30. mars kl: 17:00 - 19:00
Þar sem starfsemi félagsins verður kynnt.
Dagskrá
Kristín Valtýrsdóttir fer yfir starf félagsins.
Gyða Arnórsdóttir segir frá hvaða þjónusta er í boði hjá HSU í Vestmannaeyjum.
Sólrún Gunnarsdóttir félagsráðgjafi hjá HSU í Vestmannaeyjum mætir með stutt erindi .
Sigurbjörg Óskarsdóttir og Sigmar Georgsson segja frá sínu starfi innan félagsins.
Sigrún Eva Einarsdóttir verður sérstakur gestur frá Krabbameinsfélagi Íslands.
Léttar veitingar verða í boði.
Hvetjum alla Vestmannaeyinga til að mæta.
Krabbamein kemur okkur öllum við!

Fundir eru sem hér segir:
Sunnudaga kl. 11.00
Mánudaga kl. 20.30 PPG bókarfundur
Miðvikudaga kl 20.30
AL-ANON
Þriðjudaga kl. 20.30
NÝLIÐAR VELKOMNIR HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI
Í tilefni opnunar AllraHeilsa Sjúkraþjálfunar (Strandveg 54) er öllum boðið að koma og skoða aðstöðuna okkar
Fermingarmyndir
Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com
GLUGGA- OG HURÐASKIPTI ÓÞÉTT?
Almennt viðhald & smíði!
s. 772-1771 / 772-7175 / ggsmidir@gmail.com föstudaginn 24.mars kl.16:00-18:00
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Opnunartímar:
Mánudagur - lokað
Þriðjudagur - 13.00 til 17.30
Miðvikudagur - 13.00 til 17.30
Fimmtudagur - 13.00 til 17.30
Föstudagur - 13.00 til 17.30
Laugardagur - 12.00 til 15.00
Sunnudagur - lokað
Frumherji verður í Eyjum vikuna 27. - 30. mars veitir 30% afslátt af úti- veitir 30% afslátt af málningu, viðarvörn og garðáhöldum.
Tímapantarnir í síma 570 9090.
Staðsettur við Faxastíg í húsi Björgunarfélagsins.

Það vorar í lofti í Vestmannaeyjum og brátt líður að 50 ára goslokahátíðar.

Að þessu tilefni efnir Vestmannayjabær í samstarfi við helstu verslanir sem bjóða uppá málningarvörur og garðáhöld til tilboðsdaga.
Tökum til hendinni um páska og í vor og gerum bæinn okkar í sameiningu enn fegurri fyrir sumarið.



Gildir 24. mars – 8. apríl 2023
Leikf Lagi Hefur Valt Lagt Metna Sinn
A Setja Upp Flottar Og G Ar S Ningar
Fullt nafn: Zindri Freyr
Ragnarsson Caine
Aldur: Jafn gamall og svarið við alheiminum og öllu, 42 ára.
Starfsheiti: Varaformaður LV og starfsmaður Safnahúss Vestmannaeyja
Áhugamál: Bókalestur, tölvuleikir, borðspil, ferðalög og að sjálfsögðu leiklistin.
Hvaða ofurkrafti myndiru vilja búa yfir?
Ég er myndi helst vilja geta lesið og haft áhrif á hugsanir (telepathy) og að geta hreyft hluti með huganum (telekinesis).
Það myndi mér finnast áhugavert.
Hvað færðu þér í morgunmat?
Úff, ég mjög latur að borða á morgnanna. Venjulega hefði ég fengið mér kaffibolla, en eftir að það fór að fara illa í mig þá hef ég skipt yfir í orkudrykki, þá helst Nocco.
Hver er mesta áhættan sem þú hefur tekið
Hmm, góð spurning. Ég hreinlega veit það ekki, ég er ekki áhættusækinn maður, mér finnst betra að hugsa hlutina í þaula áður en ég framkvæmi.
Zindri Freyr er varaformaður Leikfélags Vestmannaeyja. Hann segir lítið annað komast að hjá sér nema starfsemi Leikfélagsins enda er uppsetning á svona stóru og flottu verki töluverð vinna. Svo dagarnir fara mest í vinnu á Safnahúsinu og svo vinnu í leikhúsinu. Vinna, leikhús, borða og sofa er svona mest allt sem ég geri, það er þó lítið um svefn. Ætli ég stingi svo ekki eitthvað af út í heim seinna á þessu ári til að slaka á eftir æfinga og sýningatímabilið. segir Zindri. Við köstuðum á hann nokkrum spurningum.
Fyrir hverja er leikfélag Vestmannaeyja?
Leikfélagið er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á að skapa og stuðla að listrænni uppbyggingu fyrir eyjafólk og aðra. Í félagið eru allir velkomnir sem hafa áhuga á að starfa með okkur. Svo er líka bara svo hrikalega skemmtilegt fólk hérna, maður kynnist alltaf einhverjum snillingum í þessu starfi.
Til hverra nær leikritið?
Leikritið sjálft er óttarlega sýra, þetta er geimvísinda fantasía með persónum sem eru í rauninni of stórar fyrir lífið. Þetta verk ætti að höfði til allra, en kannski sérstaklega til þeirra sem hafa gaman af súrealískum og áhugaverðum persónum. Mikla erótík er að finna í verkinu sem gerir þetta að fullorðins verki.
Hvað finnst þér leikfélagið gera fyrir menninguna og félagslífið í Eyjum?
Leikfélagið hefur ávalt lagt metnað sinn í að setja upp eins flottar og góðar sýningar og það getur fyrir eyjafólk og aðra, við viljum halda áfram að stuðla að menningarlífinu og hér í Eyjum og byggja það upp með því að bjóða upp á eitthvað skemmtilegt og öðruvísi. Það eru komin að mig minnir 23 ár síðan Rocky Horror var sett upp síðast hér í Eyjum og okkur fannst alveg kominn tími til að sýna það aftur, enda mjög skemmtilegt og öðruvísi verk.
Er eitthvað sem að betur mætti fara varðandi LV, þá er meiri aðstoð? (sjálfboðaliðar eða fjármagn)?
Við búum mjög vel sem áhugamannafélag, erum með flotta aðstöðu og félagsmenn eru mjög virkir. Við fögnum að sjálfsögðu hverri þeirri aðstoð sem við fáum, hvort sem það er í formi sjálfboðavinnu, styrkja eða fjármagns, því til að geta gert svona stórar sýningar frábærara þá þurfum við svo sannarlega á því að halda.
Hvaða karakter leikur þú í leikritinu? Eitthvað sem þið eigið sameiginlegt?
Ég leik hinn undirgefna en lævísa Riff Raff, sem er bryti Dr. Frank N Furter. Ég get ekki sagt að ég deili miklu með Riff Raff, hvorki útlitslega né hvað innræti varðar, það væri þá kannski helst pervertisminn, því blundar ekki einhver smá pervert í okkur öllum?
Hvaða fræga einstakling (lífs eða liðinn) í mannkynssögunni myndir þú vilja bjóða í kaffi og afhverju?
Það væri nú gaman að hitta Plato, Diogenes og Immanuel Kant, það væri áhugavert að fylgjast með heimspekilegri hringavitleysunni sem þá myndi skapast, en þá þyrfti nú að bjóða upp á eitthvað sterkara en kaffi grunar mig.
Ef þú ættir tímavél, til hvaða tíma myndiru vilja fara og afhverju?

Úff, mér þætti áhugavert að fara annað hvort til Egyptalands eða Grikklands til forna, en það er hættulegt að fikta í tímanum, mæli ekki með því. Held ég myndi bara fela vélana og horfa á eitthvað á Netflix í staðinn.
Hvaða smáforrit er ómissandi?
Ekkert er ómissandi, en flest eru ávanabindandi. Er að reyna að draga úr smáforrita notkun hjá mér, það gengur ekki eins vel og ég hefði viljað. En batnandi mönnum og allt það.
Hvaða leikari myndi leika þig í bíómynd um þig? Einhverntíman sagði götusali í L.A. að ég liti út eins og Brad Pitt, ætli það væri ekki bara flottur kandidat í að túlka mig sem persónu.