
2 minute read
4 JÓGA STÖÐUR TIL AÐ SLAKA Á
Verkjum Mj Baki
Að stunda jóga er áhrifamikil leið til þess að slaka á stífum vöðvum og á sama tíma að byggja upp styrk. Jóga hefur einnig góð áhrif á taugakerfið og eykur blóðflæði líkamans, til dæmis til heilans. Hér verður sagt frá fjórum áhrifaríkum jóga stöðum sem geta hjálpað til við að slaka á verkjum í mjóbaki. Lykilatriði er að fara rólega í æfingarnar, hlusta á sinn líkama og hætta eða færa sig í aðra stöðu ef að verkirnir versna. Mjög gott er að nota æfinga-dýnu eða handklæði fyrir allar þessar æfingar.
Advertisement
Kópran (e. Cobra)
Kópran kemur neðri bakvöðvum í slakari stöðu og þar af leiðandi getur staðan haft góð áhrif á verki í mjóbaki.
líkamanum og lófa í gólfinu. Það er í góðu lagi að krulla undir sig tærnar ef það þykir þægilegt.
• Á innöndun lyftir þú bringunni frá gólfinu með því að þrýsta niður í handleggina. Framhandleggir og lófar eru ennþá flatir á gólfinu.
• Mjaðmir og fótleggir eru á gólfinu og olnbogar staðsettir beint undir herðum.
• Hægt og rólega er möguleiki að færa framhandleggi upp frá gólfinu og líkamann upp á lófa. Lófar eru þá færðir nær líkamanum, svo handleggir verði beinir undir öxlum. Hér er lykilatriði að hlusta á líkamann.
Hné að brjósti (e. Knee to chest)
• Leggstu á bakið, helst á æfingadýnu með hné beygð og iljar í gólfi.
• Leggstu á magann með beinar fætur. Hafðu framhandleggina á gólfinu við hliðina á þér, nálægt
Dragðu annan fótinn rólega að þér með því að grípa utan um hnéð eða undir hnéð, réttu úr hinum fætinum. Hér er gott að byrja á að vinna með annan fótinn í einu til skiptis en ef líkaminn leyfir, þá er í góðu lagi að draga að þér báða fætur í einu.
Köttur og kú (e. Cat/cow pose)
Þessi staða er í raun tvær ólíkar stöður en það hefur tíðkast og virkað vel að stunda þær saman.
• Lyftu rófubeininu hátt upp og myndaðu V-laga form (á hvolfi) með líkamanum.
• Þrýstu lófum og iljum í gólfið, spenntu kviðinn og finndu hrygginn lengjast.
• Passaðu að axlir fari ekki upp að eyrum.
• Hælar þurfa ekki endilega að snerta gólfið en gott er að reyna að ganga hælunum niður til skiptis fyrir dýpri stöðu. Reyndu að halda fótleggjum beinum.
• Það er alveg sjálfsagt að vinna sig áfram með stöðuna, til dæmis lyfta öðrum fæti í einu upp.
Ef þessi staða reynist óþægileg eða erfið er hægt að framkvæma hana á auðveldari hátt með því að styðja sig við vegg:
• Byrjaðu á fjórum fótum, hné og lófar eru í gólfinu. Hafðu handleggi beint undir herðum og hnén beint undir mjöðmum.
• Horfðu á gólfið og haltu höfðinu í beinni línu við hrygginn. Færðu þig yfir í köttinn
• Búðu til krippu á bakið með því að lyfta hryggnum í átt að loftinu. Augun ættu að snúa að kviðinum. Á innöndun skaltu færa þig yfir í kúna
• Lyftu bringu og rófubeini hægt í átt að loftinu og láttu magann sökkva niður í átt að gólfinu. Augun ættu nú að snúa að loftinu.
Endurtaktu þessar tvær æfingar nokkrum sinnum eða eins og þér líður vel með. Saman mynda þessar stöður mjúkar en á sama tíma árangursríkar teygjur fyrir mjóbakið.
• Stattu andspænis veggnum með mjaðmabreidd á milli fóta.
• Beygðu þig örlítið í hnjánum og legðu flata lófa á vegginn.
• Haltu mjöðmum yfir fótum, þrýstu lófunum á vegginn þannig að handleggirnir mynda beina línu við hrygginn og reyndu að halda bakinu eins beinu og hægt er.
• Við þetta ætti að finnast teygja í gegnum bakið.
Hundurinn sem snýr niður (e.
Downward facing dog/Adho mukha svanasana)
Hundurinn sem snýr niður losar ekki einungis um stíft mjóbak heldur teygir hún einnig á kálfum, öxlum, iljum og handleggjum.
• Byrjaðu á fjórum fótum með hnén í mjaðmabreidd og hendurnar í axlabreidd.
Hér er spurning um að finna hvaða staða hentar þér best, ekki er hægt að gera ráð fyrir að allar þessar stöður dragi úr verkjum í mjóbaki hjá öllum. Ef einhver af þessum stöðum eykur sársauka í mjóbaki, þá mælum við með að tala við viðeigandi meðferðaraðila.