NOKKUR GÓÐ RÁÐ TIL AÐ STYRKJA OG STYÐJA VIÐ EÐLILEGA LÍKAMSSTÖÐU
Margt hefur breyst á undanförnum árum og áratugum. Við fórum frá því að vinna störf þar sem við vorum mikið á hreyfingu yfir í hefðbundin skrifstofustörf þar sem við eyðum stórum hluta dagsins fyrir framan tölvuskjáinn. Undir slíkum kringumstæðum er mikilvægt fyrir okkur að huga vel að líkamsstöðunni og teygja vel á líkamanum, standa reglulega upp og tryggja hreyfiflæði í líkamanum.
Samhliða breyttum starfsvenjum hefur starfsemi líkamans hins vegar lítið breyst. Með aldrinum minnkar beinþéttnin hægt og sígandi og þar með styrkur beinanna, þar með talin beinin í hryggjarsúlunni. Þar að auki missir brjóskið í hryggjarsúlunni vökva og verður þynnra og hryggjarsúlan í heild missir stöðugleika, þjappast saman og bognar.
Það er hins vegar ýmislegt sem við getum gert til þess að hægja á þessari þróun og viðhalda sterkri og góðri líkamsstöðu. Hér að neðan eru góð ráð sem gott er að hafa í huga til þess að hjálpa okkur með líkamsstöðuna.
Lyftu lóðum
Beinstyrkur helst allajafna í hendur við líkamshreysti, styrk og þol. Bein styrkjast með tvennu móti; annars vegar þegar álag er sett á lengdarás þeirra og hins vegar þegar vöðvar hreyfa beinin og toga í þau, en í öllum tilvikum verður þó þyngdarkrafturinn einnig að vera að verki. Því styrkjast bein manna þegar þeir stunda líkamsrækt og það dregur beinlínis úr líkum á beinþynningu.
Sittu og stattu með bakið beint
Hugaðu að vinnuaðstöðunni. Léleg vinnuaðstaða, til dæmis skrifborð í rangri hæð, eða eldhúsbekkurinn sem þú eldar við, getur sett okkur í slæma líkamsstöðu sem, ef ekki er leiðrétt, getur skaðað líkamsstöðuna okkar.
Þegar við stöndum ættum við að:
• Standa bein í baki
• Halda öxlunum aftur
• Draga inn naflann
• Setja þyngdina á fæturna
• Halda höfðinu beinu
• Láta hendurnar síga náttúrulega niður eftir síðu
• Standa með fætur í axlarbreidd
Þegar við sitjum er gott að:
• Skipta reglulega um stöðu
• Standa reglulega upp og ganga
• Teygja rólega á vöðvunum
• Ekki krossleggja fætur
• Tryggja að fæturnir snerti gólfið
• Slaka á í öxlunum
• Halda olnbogunum upp að líkamanum
• Gæta að stuðningi við bakið
• Gæta að stuðningi við mjaðmir, rass og læri. Lærin eiga að vera samsíða gólfinu
Vertu á hreyfingu
Hverskonar æfingar og hreyfing getur hjálpað þér að bæta líkamsstöðuna og viðhalda henni. Oft getur reynst gott að framkvæma æfingar sem leggja sérstaka áherslu á kjarnavöðva líkamans og líkamsvitund. Má þar nefna jóga og léttar styrktaræfingar sem gott dæmi.
Styrktu kvið- og bakvöðva Mikilvægt er að hafa góðan styrk í kvið og bakvöðvum sem styðja við hryggjarsúluna í daglegum athöfnum. Því miður erum við flest ekki nógu dugleg að styrkja þessa vöðva sem einmitt eru okkur svo mikilvægir fyrir líkamsstöðu og hryggjarsúlu. Allir hafa gott af hefðbundnum kvið- og bakæfingum en við mælum einnig með að tala við viðeigandi meðferðaraðila, kírópraktor, sjúkraþjálfara eða lækni sem dæmi fyrir nákvæmar ráðleggingar um viðeigandi æfingar á kvið- og bakvöðvum. Dæmi um þjálfun sem hjálpar
okkur við að styrkja þessa vöðva er meðal annars jóga og pilates.
Taktu D-vítamín
Þegar kemur að beinþynningu spilar D-vítamín algjört lykilhlutverk. Margt eldra fólk sem glímir við beinþynningu heldur gjarnan að það skorti kalk en oftar en ekki er sökin sú að það skortir einfaldlega D-vítamín til þess að vinna úr kalkinu. Þá spilar D-vítamín almennt stórt hlutverk þegar kemur að heilsunni okkar og því virkilega mikilvægt fyrir okkur öll að fá nægt D-vítamín í skrokkinn. Þá er sérstaklega mikilvægt hér á landi að huga að d-vítamín inntöku, eða borða mat sem er ríkur af d-vítamíni, til þess að tryggja það að þú fáir hæfilegt magn til þess að viðhalda heilsu þinni.
Borðaðu holla fæðu
Ofþyngd getur sett mikla pressu á liðamót og veikt
Þá er mikilvægt fyrir beinin okkar að fá kalk. Samkvæmt NIH á fullorðið fólk að innbyrða daglega um 1,000-1,200mg af kalki á dag. Sem betur fer er kalk aðgengilegt í mörgum matvörum, svo sem mjólkurvörum, fiski, grænmeti og kornvörum. Það er því lítið mál að ná ráðlögðum dagskammti úr fæðunni einni og sér, þ.e. þegar einstaklingar borða holla og næringarríka fæðu. Þá má ekki gleyma d-vítamíninu, eins og áður segir.
Að byggja upp og viðhalda góðri líkamsstöðu með kírópraktík
Það að venja komur okkar til kírópraktors getur gert magnaða hluti fyrir líkamsstöðuna okkar. Í meðferð á Kírópraktorstöðinni er leitast við að leiðrétta stöðu hryggjarsúlunnar og líkamsstöðu viðkomandi, minnka þrýsting/áreiti á taugar, liðka við stirða liði og annað sem tryggir eðlilegt flæði taugaboða, hreyfingar og virkni í líkamanum. Allt þetta hjálpar okkur að viðhalda líkamsstöðunni og byggja upp kjarnavöðva líkamans.
FRÆÐSLA ER BESTA FORVÖRNIN
FRÉTTAHORN FÍV
Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum fékk góða heimsókn í síðustu viku þegar Símon Geirsson og Sóley Haraldsdóttir lögreglumenn hjá Lögreglunni í Vestmannaeyjum, voru með fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk FÍV um ofbeldi, þar á meðal stafrænt ofbeldi á sal skólans.
Það er mikilvægt að fræða einstaklinga um hvað felst í ofbeldi í þeirri viðleitni að draga úr því og stuðla að öryggi innan samfélagsins. Heimsóknin hófst með kynningu lögreglumanna, þar sem fjallað var um ýmis birtingarform ofbeldis, þar á meðal einelti, heimilisofbeldi og kynferðislegt ofbeldi. Þeir ræddu langtímaáhrif ofbeldis og hvernig það hefur ekki aðeins áhrif á þolandann heldur einnig fjölskyldur þeirra og allt samfélagið.
Ofbeldi er alvarlegt mál sem hefur áhrif á alla í samfélaginu. Það geta allir orðið fyrir ofbeldi og það geta allir beitt ofbeldi. Við verðum að fræðast um hættuna sem fylgir því og þurfum að valdefla ungmenni
til að þau geti enn frekar tekið jákvæðar ákvarðanir sem gagnast þeim og þeim sem eru í kringum þau.
Eftir kynninguna svöruðu lögreglumenn spurningum nemenda, sem voru fúsir til fræðast meira um birtingarmyndir ofbeldis og hver viðurlögin eru við ofbeldisbrotum. Í hvaða ferli eru ofbeldismál sett í þegar þau koma upp og hvernig er best að forðast að þau. Lögreglumennirnir veittu hagnýtar ábendingar, svo sem að einstakl ingurinn þarf að vera meðvitaðir um umhverfi sitt, forðast hættulegar aðstæður og leita hjálpar ef þeir eða einhver sem þeir þekkja er í hættu. Þeir ítrekuðu að stafrænt ofbeldi hefur mikil áhrif á þá sem fyrir því verða og báðu nemendur um að forðast að vera senda ósiðsamlegar myndir af sér og áréttuðu að internetið gleymir engu.
Nemendurnir fengu tækifæri til ræða við lögreglumennina að fræðslu lokinni og spyrja frekari spurninga.
Þessi persónulegu samskipti gera nemendum kleift að byggja upp traust og koma á jákvæðu
sambandi við lögregluna sem skiptir sköpum til að viðhalda öruggu samfélagi.
Viðburðinum var vel tekið bæði af nemendum og starfsfólki skólans og er dýrmætt að fá einstaklinga af vettvangi til að sinna þessari fræðslu.
Heimsóknin veitti nemendum skólans bæði upplýsingar og úrræði. Með því að fræða ungmenni um hættur ofbeldis og valdefla þau til að taka jákvæðar ákvarðanir er samfélagið skrefi
Blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar í boði Heilbrigðisstofnunar Suðurlands
VESTMANNAEYJAR
Forvarnarráð HSU stendur fyrir heilsufarsmælingum fyrir íbúa á aldrinum 60+ í umdæmi þess Boðið verður upp á blóðþrýstings- og blóðsykursmælingar
Hvar: Einarsstofa, safnahúsinu í Vestmannaeyjum
Hvenær: 15. febrúar og 22. febrúar 2023
Klukkan: 09:30 - 11:00
Hvernig bóka ég tíma: Hringja í síma 432-2500
Við hvetjum sérstaklega fólk sem ekki hefur farið í eftirlit síðastliðna 6 – 12 mánuði til að mæta Það hefur verið boðið uppá sambærilegar hópmælingar áður með góðum árangri
Hugum vel að heilsunni okkar!
Alzheimerkaffi
Þriðjudaginn 21.febrúar kl.17.00 í Kviku -félagsheimilið við Heiðarveg upp á 3.hæð
Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu hjá Vestmannaeyjabæ, fer yfir þá þjónustu sem í boði er hjá bænum og hvernig maður ber sig að við umsóknir þeirra.
Söngatriði á sínum stað í lokin ásamt kaffi og kræsingum
500 kr. kaffigjald
FRÓÐLEIKS HORN SIGURJÓNS ERNIS: LÍKAMLEG AFKÖST OG HOLLT MATARÆÐI
Styrktarþjálfun er algjör lykill að heilsu þar sem styrkur, samhæfing, jafnvægi og hreyfifærni er öllu jafna alltaf inní formúlunni og er lykill að langlífi jafnt sem lífsgæðum.
Út frá blóðsykri og kolvetnum: virkur og stór vöðvi er einnig svampur þegar kemur að bóðsykri (dregur úr sveiflu og jafnar blóðsykurinn).
Þegar við stundum hreyfingu þá krefjum við líkamann um stöðuga orkuframleiðslu ATP. Við þurfum alltaf ATP í alla líkamsstarfsemi (Frumur).
Því betri sem líkaminn (Hvatberar) geta myndað ATP því betur komumst við í gegnum lífið og því betri verða þín lífsgæði, orka/orkulevel og langlífi (Hvatberar í frumum = Heilinn = 2.000.000 / Hjarta = 5.000 og önnur mikilvæg líffæri)
Orkumyndun spilar líka inni alla sjúkdóma og fyrirbyggingu þar á, flestar ef ekki allar frumur líkamans stóla á ATP til að virka sem best.
Því er fjölbreytt þjálfun algjör lykill að lífi/langlífi og bættum lífsgæðum þar sem það spilar inní allt sem við gerum í okkar daglegu rútínu og til þess þurfum við ansi mikið ATP.
Hvað er alvöru hollur matur? Hlutverk matar er að stuðla að uppbyggingu eða brennslu fyrir líffæri.
Alvöru matur = Ef það syndir, gengur, hleypur eða vex á/úr jörðinni. Því meiri tenging við náttúruna því betra. Ísland er eitt af fáum löndum sem hefur frábært aðgengi að góðri næringu frá náttúrunni, sem sagt lítið unnin og hrein matvæli.
Matur sem vex á trjám (ávextir) eða kemur úr jörðinni (kartöflur, kál, gulrætur, sveppir o.fl.)
Matur með mesta næringagildið: Dýr og dýraafurðir (Sérstaklega Innmatur), grænmeti og ávextir.
Allt eru þetta matvörur sem hafa ekki verið búnar til eða átt mikið við.
Gott að hafa í huga að eini tilgangur með því að læra inná matvæli ætti að vera til að skilja hvaða áhrif matur hefur á líkamann og efnaskiptaheilsu. Frá munni yfir í orkumyndun ATP fyrir frumur
Dýraafurðir: Kjöt og fuglakjöt (t.d. lamb og naut), fiskur (t.d. þorskur,ýsa, lax), fiskihrogn, kjúklingur, kalkúnn, egg, sardínur og skelfiskur.
Innmatur: Lifur (kóngur í næringu), nýru og hjörtu
Mjólkurvörur: Ostur, hrein grísk jógúrt, skyr, íslenskt smjör, rjómi, lítið unnar og lítið viðbættar vörur. (sumir viðkvæmir fyrir mjólkurafurðum)
Ávextir með lágan sætustuðul: avakao, paprika, ólífur, agúrka, ber eins og jarðarber ofl. þegar við neitum þessara matvæla verður minni röskun á insúlíni og blóðsykri.
Ávextir og annað með hærri sætustuðul: Hunang (Mikilvægt að velja gæðahunang sem fæst í Heilsuhúsum), epli, appelsínur, pera, mangó, banani, vínber, ananas, döðlur, kartöflur (sætar og venjulegar) o.fl. Þegar við neytum þessara matvæla verður meiri röskun á insúlíni og blóðsykri.
Grænmeti: brokkolí, blómkál, kál, spínat o.fl.
Vegan: Tófu, baunir, seitan
Sturluð staðreynd: 90 % af öllum vörum í helstu matvörurverslunum eru vörur sem ekki voru til fyrir ca. 100 árum.
Fita, prótein og kolvetni Það fyrsta sem þú þarft að vita er að okkar ráðleggingar í mataræði eru ekki í takt við mat (Þú last framar í greininni hvað alvöru matur er) og einnig ekki í takt við hámarksheilsu þegar við horfum á efnaskiptaheilsu.
Það eru lífsnauðsynlegar fitusýrur og lífsnauðsynlegar amínósýrur en enginn lífsnauðsynleg kolvetni/ sykrur (gott að hafa það í huga) og öfugt við ráðleggingar.
Mín skoðum á réttum píramída út frá næringagildum og hollustugildum matvæla ásamt áhrifum matar á líkamlega heilsu.
Kolvetni 10-35%, Prótein 20-35%, Fita 45-65%.
Næringaríkustu matvælin (mesta næringaþéttnin) eru þau matvæli sem innihalda prótein og fitu (dýraafurðir og innmatur).
Þessi sömu matvæli (prótein og fita) og hafa bestu áhrif á á insúlín og blóðsykur og skapa líkamlegt jafnvægi (hormónajafnvægi) og gott umhverfi fyrir hvatbera til að mynda orku/ATP sem er lykillatriði og allur tilgangur næringar.
Á sama eru þau verstu matvælin (þau sem innihalda oftar en ekki flest innihaldsefni og hafa verstu áhrif á líkamann) matvæli sem eru há í kolvetnum/sykrum og eru þetta oftast tilbúin/unnin matvæli í búðum.
Með því að lágmarka seytingu á insúlíni og blóðsykri yfir daginn bætir þú: fitubrennslu, dregur úr bólgumyndun, bætir orkumyndun og heilsu heilt yfir.
Blóðsykursmælar:
Postkastið finnur þú á Spotify
www.ultraform.is
sigurjonernir
Kolvetni
Fita Prótein
SUDOKU ORÐAÞRAUTIN SVEFN HEILSA MATARÆÐI HREYFING NUDD TÓNLIST HUGLEIÐA ÍSBAÐ FLOT
www.mistodin.is / midstodin@midstodin.is KÓPAL
einnig fáanleg í dekkri litum /midstodin 30% AFSLÁTTUR afinnimálningu
4 er
MAGIC MIKE - THE LAST DANCE
16. febrúar kl. 20:00
NAPÓLEONSSKJÖLIN Sunnudagur 19. febrúar kl. 20:00
Föstudagur 17. febrúar kl. 20:00
Hægt er að kaupa miða og velja sæti á www.eyjabio.is
Fundir eru sem hér segir: Sunnudaga kl. 11.00
Mánudaga kl. 20.30 PPG bókarfundur
Miðvikudaga kl 20.30
AL-ANON
Þriðjudaga kl. 20.30
NÝLIÐAR VELKOMNIR HÁLFTÍMA FYRIR FUNDI Opnunartímar:
Mánudagur - lokað
Þriðjudagur - 13.00 til 17.30
Miðvikudagur - 13.00 til 17.30
Fimmtudagur - 13.00 til 17.30
Föstudagur - 13.00 til 17.30
Laugardagur - 12.00 til 15.00
Sunnudagur - lokað
Passamyndir
Fasteignaljósmyndun
Bókið tíma á facebook.com/thoreyljosmyndari eða á netfangi thoreyhh19@gmail.com
leturstofan@leturstofan.is
VILLIBRÁÐ
Fimmtudagur
Deiliskipulag Eldfells - Tillaga á vinnslustigi
Umhverfis- og skipulagsráð samþykkti þann 30. janúar að kynna á vinnslustigi, skv. skipulagslögum 123/2010, drög að deiliskipulagi Eldfells vegna minnisvarða í tilefni af 50 ára gosafmæli.
Deiliskipulagið gerir ráð fyrir byggingareit fyrir minnisvarða sem verður settur upp á óbyggðu svæði sunnan við við Eldfellsveg. Einnig er gert nýjum gönguleiðum um Kirkjubæjarhraun og á Eldfell.
Meginmarkmið uppsetningarinnar í heild er að skapa sjónarhorn og sýn á stórbrotna náttúruna, þar sem lögð verður áhersla á samspil gönguleiða og náttúrumynda. Skilgreind eru svæði fyrir aðkomu gangandi og keyrandi gesta, bílastæði og aðkomu
að verkinu. Einnig er lögð til breyting á vegslóðum á svæðinu og takmarkanir á umferð ökutækja.
Skipulagsgögnin eru til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50 10-17. febrúar 2023 og má einnig sjá á skipulagsvefsjá sveitarfélagsins. Íbúar og hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér gögnin. Opið hús verður hjá skipulagsfulltrúa dagna 16-17 febrúar 2023 milli klukkan 10 og 12. Einnig er hægt að bóka viðræðu tíma, dagny@vetmannaeyjar.is.
Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 17. febrúar 2023 á netfangið: dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.
Á að skipta um glugga í sumar? Þá þarf að panta núna!
Það er ca. 13-15 vikna afhendingar tími á gluggum og hurðum hjá okkur.
Skanva hefur yfir 10 ára reynslu í Skandinavíu, þar sem gott og vandað gæðahandverk einkennir alla glugga og hurðir Skanva. Þar að auki eru Skanva gluggar og hurðir vottaðir og slagveðursprófaðir fyrir íslenskar aðstæður.
Skanva ehf. - Fiskislóð 73 - 101 Reykjavík - S: 558 8400 10ára ábyrgð
Netklúbbur Skanva.is